Page 1

2014 Söluskrá

Lax- og silungsveiði

stangaveiðifélag reykjavíkur

[ s í m i 5 6 8 6 0 5 0 | n e t fa n g s v f r @ s v f r . i s | w w w. s v f r . i s ]


2014

Söluskrá SVFR Lax- og silungsveiði

Efnisyfirlit:

Ávarp stjórnar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Almennar veiðireglur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Barna og unglingastarf SVFR . . . . . . . . . . . . . . . . 9

Silungsveiði:

Veiðikortið 2014 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Elliðavatn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Þingvallavatn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Langavatn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13 Hítarvatn á Mýrum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13 Hraunsfjörður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Elliðaárnar – vorveiði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 Hítará – sjóbirtingur (haustveiði) . . . . . . . . . . . . . 17 Gufudalsá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 Vatnasvæði Kolku . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19 Laxá í Aðaldal, Staðartorfa og Múlatorfa . . . . . . . . . . 20 Laxá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22 Steinsmýrarvötn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24 Eldvatnsbotnar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 Sog – Alviðra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 Sog – Þrastalundur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29 Sog – Bíldsfell . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30 Varmá – Þorleifslækur  . . . . . . . . . . . . . . . . . . 31

Útgefandi: Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Rafstöðvarvegi 14, Elliðaárdal, 110 Reykjavík, sími 568 6050. Skrifstofa SVFR er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 13-17 og á föstudögum 13-16. Ritstjóri: Ásmundur Helgason Útlit og umbrot: Skissa Prentun: Ísafoldarprentsmiðja

4

Laxveiði:

Elliðaár . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32 Leirvogsá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 34 Andakílsá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36 Gljúfurá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38 Langá á Mýrum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40 Hítará . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42 Grjótá og Tálmi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44 Fáskrúð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 46 Fnjóská . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48 Sog – Bíldsfell . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 50 Sog – Alviðra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 52 Sog – Þrastalundur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54

Ýmislegt:

Hvers vegna ætti ég að gerast félagi í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur? … . . . . . . . . . . . . . 56 Kvennadeild SVFR . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 56 Úthlutunarreglur veiðileyfa . . . . . . . . . . . . . . . . 57 Flóðatafla 2014 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 58

Dagsetningar, stangafjöldi og aðrar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.

Höfundar ljósmynda: Einar Rafnsson (forsíðumynd), Jón Viðir Hauksson, Henry Gilbey, Golli, Jóhann T. Steinsson, Óskar Páll Sveinsson, FFI, Mats Wibe Lund, Þorsteinn Ólafs, Bjarni Höskuldsson, Viðar Jónasson, Henry Gilbey, Matt Harris, Gunnar Helgason, úr safni Ljósmyndasafns Reykjavíkur og fleiri. Stangaveiðifélag Reykjavíkur kann höfundum ljósmynda sérstakar þakkir fyrir afnot af myndum þeirra í skránni.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


Það er öruggara að velja réttu dekkin í veiðina Jeppi stendur ekki undir nafni nema hann sé vel dekkjaður. Ef þú vilt nýta til fullnustu orku, aksturseiginleika og öryggi jeppans, skiptir sköpum að velja dekk við hæfi. Þegar dekk eru annars vegar búum við yfir áratuga reynslu og þekkjum þá eiginleika sem breytilegar akstursaðstæður kalla á þegar haldið er til veiða. Þetta er allt spurning um að velja réttu dekkin.

Þjónustusími: 561 4210

Bílabúð Benna dekkjaþjónusta

Reykjavík • Fiskislóð 30 Reykjavík • Grjóthálsi 10 Reykjanesbæ • Njarðarbraut 9

Tangarhöfða 8 • Sími: 590 2045 Þjónustuborð: 590 2000 Nánari upplýsingar á benni.is

BF Goodrich - All Terrain A/T


Ávarp stjórnar Kæru veiðifélagar!

Söluskrá Stangaveiðifélags Reykjavíkur fyrir veiðisumarið 2014 er hér komin út. Í henni er að finna fjölbreytt úrval veiðisvæða í silungs- og laxveiði og án efa munu allir veiðimenn og -konur finna eitthvað spennandi við sitt hæfi. Veiðin var afbragðsgóð sumarið 2013 og ekki eru nein teikn á lofti um annað en að veiðisumarið 2014 verði jafngott ef ekki betra. Eins og flestir vita þá hefur framboð félagsins á veiðisvæðum minnkað talsvert á milli ára. Norðurá, Laxá í Dölum og Nessvæðið í Aðaldal eru dæmi um svæði sem eru ekki lengur á vegum félagsins. Auðvitað sjáum við eftir þessum svæðum en félagsmenn SVFR ráða för og stjórn félagsins kappkostar að bjóða upp á veiðileyfi sem almenn eftirspurn er eftir meðal félagsmanna. Söluskráin fyrir sumarið 2014 er því minni en undanfarin ár en þéttari að því leyti að enn erum við með þau svæði sem hafa verið hvað eftirsóttust hjá félagsmönnum. Þá er Veiðikortið með betra framboð af spennandi veiðivötnum en nokkurn tíma áður auk þess sem Steinsmýrarvötn koma nú aftur til félagsins. Elliðaárnar eru eins og áður ákaflega vinsælar innan félagsins. Rétt er að benda á örlítið breytt fyrirkomulag umsókna í þessari perlu Reykjavíkur. Stökum dögum í Langá í september fjölgar enda vöktu þeir lukku síðastliðið sumar. Í Langá má einnig benda á nýjung sem nýja viðbyggingin við veiðihúsið býður upp á. Nú er hægt að hafa 4 stangir út af fyrir sig í nýbyggingunni þar sem hópurinn borðar saman á kvöldin út af fyrir sig. Að sama skapi eru hinar stangirnar 8 út af fyrir

6

sig í eldri hluta hússins. Þetta gefur minni hópum færi á að vera saman í Langá og vera út af fyrir sig sé þess óskað. Auk þess er ánni ávallt skipt í 3 svæði þannig að stangirnar 4 eru alltaf saman á svæði. Þá má geta þess að nýr rekstaraðili tekur við lyklunum að eldhúsinu í Langá og hlakkar stjórnin til að vinna með honum. Um leið þakkar stjórnin Guðmundi Viðarssyni áralangt gott samstarf. Veiðin á urriðasvæðunum fyrir norðan var ágæt sl. sumar og nú eru öll teikn á lofti um að lífríkið sé að taka við sér og að uppsveiflan í veiðinni sé að hefjast. Mikil ásókn hefur verið í svæðin í forúthlutun og því verður væntanlega slegist um þá daga sem hér eru í boði. Við minnum á skilafrest umsókna og greiðslufresti sem kynntir eru á síðu 8 hér í söluskránni sem og reglur um úthlutun veiðileyfa á síðu 57. Við biðjum félagsmenn að kynna sér úthlutunarreglurnar vel og vanda umsóknir sínar. Enn og aftur minnum við á að félagar í SVFR njóta betri kjara við veiðileyfakaup hjá félaginu en utanfélagsmenn, sem greiða 20% hærra verð. Þá má minna á að við bjóðum upp á léttgreiðslur þegar keypt eru veiðileyfi hjá félaginu. Síðast en ekki síst viljum við minna félagsmenn á Veiðikortið. Það er einfaldlega frábær valkostur fyrir stangaveiðimenn, en með því fá veiðimenn

nánast ótakmarkaðan aðgang að rúmlega 30 veiði­ vötnum. Af veiðivötnum í Veiðikortinu má nefna Þingvallavatn (fyrir landi þjóðgarðsins), Hítarvatn á Mýrum, Meðalfellsvatn í Kjós, Hópið í Húnavatnssýslu og Hraunsfjörð á Snæfellsnesi. Tvö vötn bætast við kortið að þessu sinni, Gíslholtsvatn í Holtum og Vestmannsvatn í SuðurÞingeyjasýslu. Stjórn SVFR vill benda veiðimönnum á veiðireglur í einstökum ám og vatnasvæðum, sér í lagi hvað varðar leyfilegt agn og skyldu til að sleppa stórlaxi og tilmæli þar um. Jafnframt hvetur stjórn félagsins veiðimenn til að fara að reglum og gæta hófsemi við veiðar og skorar á veiðimenn að sleppa öllum stórlaxi hvar sem hann er veiddur, sé þess nokkur kostur. Við hvetjum félagsmenn til að sækja um veiðileyfi sín á netinu. Fimm félagsmenn sem sækja um á netinu fá glæsilegan glaðning. Kæru veiðifélagar við vonumst til að næsta ár verði ykkur ánægjulegt og þið njótið veiðisumarsins 2014. Um leið og við skorum á ykkur að eiga viðskipti við Stangaveiðifélag Reykjavíkur vonum við að allir finni eitthvað við sitt hæfi í því úrvali sem kemur fram hér í söluskránni.

Með veiðikveðjum, Stjórn SVFR Frekari upplýsingar um veiðisvæði félagins er að finna á vefnum, undir slóðinni www.svfr.is

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


VIÐ PRENTUM umbúðir

M

HV

ERFISME R KI

U

Umbúðir • Bækur • Tímarit • Fyrir skrifstofuna • Bæklinga • Fjölpóst Kynningarefni • Dagblöð • Stafrænt • Allskonar!

141

825

Prentgripur

Suðurhraun 1

Garðabær

Sími: 59 50 300

www.isafold.is


Félagsmenn og aðrir þeir sem veiða á svæðum SVFR eru hvattir til að kynna sér vel og fara ávallt eftir veiðireglum SVFR.

Almennar veiðireglur Auk hinna almennu veiðireglna á þessari síðu ber veiði­mönnum að kynna sér sérreglur fyrir þær ár er þeir veiða í. Brot á reglum varðar refsingu skv. lögum SVFR og skv. landslögum þar sem við á.

Veiðileyfi

Veiðileyfi skal bera á sér við veiðarnar og sýna veiðiverði sé þess óskað. Veiðivörðurinn hefur heimild til að vísa þeim frá sem ekki hafa leyfi meðferðis. Veiðiverðir hafa heimild til að skoða veiðitæki og veiðifang. Heimilt er í öllum ám félagsins að tveir veiðimenn séu um stöng og er þeim skylt að vera saman á veiðistað. Þar sem einungis er veitt á flugu er eingöngu heimilt að að nota þar til gerðar fluguveiðistangir, flugulínur og fluguhjól. Ef veiðimenn, sem eru tveir um stöng, veiða báðir samtímis eða nota ólöglegt agn, varðar það brottrekstur beggja úr ánni þegar í stað, bótalaust, upptöku afla og frekari refsingu eftir því sem við á.

Aðbúnaður og umgengni í veiðihúsum

Í þeim veiðihúsum sem eru án daglegrar þjónustu getur SVFR ekki ábyrgst að allur búnaður sé til staðar. Vinsamlegast hafið hreinlætisvörur, matvæli og sængurföt meðferðis. Ræstið veiðihúsin vandlega áður en heim er haldið og takið allt rusl með ykkur. Fleygið ekki rusli í árnar, á árbakkana eða á víðavangi. Hlífið gróðri og valdið ekki jarðraski. Akið ekki yfir ræktað land. Lokið hliðum. Gangið

vel um veiðihús og umhverfi þeirra. Leyfið töku hreistursýna ef óskað er. Afar mikilvægt er að skrá alla veiði í veiðibækur fyrir brottför.

Umsóknir um veiðileyfi

Umsóknir fara nú fram rafrænt í gegnum heimasíðu félagsins. www.svfr.is. Skilafrestur umsókna rennur út fimmtudaginn 9. janúar. Umsóknum sem skilað er eftir þann frest, er úthlutað eftir að fyrstu úthlutun er lokið, sjá nánar í úthlutunarreglum.

Greiðslur: Gjalddagi félagsgjalda 2014 er 2. desember 2013 og eindagi 3. janúar 2014. Félagsgjöld birtast í heimabanka. Ef ekki er greitt á eindaga þá reiknast dráttarvextir frá gjalddaga. Eindagi veiðileyfa er 1. febrúar 2014. Ef félags­ maður kaupir veiðileyfi fyrir meira en 60.000 kr. í úthlutun gefst kostur á að dreifa greiðslum, umfram 60.000 kr., á tvo gjalddaga, 1. mars og 1. apríl. Félagsmenn eru hvattir til að standa skil á veiðileyfum innan tilskilins frests.

Ef félagsmenn nýta sér ekki úthlutuð veiðileyfi ber þeim skylda til að tilkynna skrifstofu það með sannanlegum hætti t.d. með tölvupósti eins fljótt og unnt er. Boðið er upp á léttgreiðslur til

að ganga frá veiðileyfakaupum að fullu. Ef ekki er greitt á eindögum áskilur félagið sér rétt til þess að selja veiðileyfin. Ef keypt eru veiðileyfi í Langá, Hítará eða á urriðasvæðunum í Mývatnssveit og Laxárdal á þeim tímum sem er fæðis- og gistiskylda er skylt að kaupa eitt fæði fyrir hverja stöng fyrir alla þá daga sem veiðileyfi gilda.

Umsóknir á netinu

Sem fyrr eru prentuð umsóknareyðublöð ekki send út til félagsmanna nema til þeirra sem eru 63 ára og eldri. Umsóknarvefurinn á www.svfr.is verður opnaður 20. desember 2013 og umsóknarfresturinn er til 9. janúar 2014. Rafrænar umsóknir flýta verulega fyrir úthlutunarferlinu. Við hvetjum því félagsmenn til að skila inn umsóknum á rafrænan hátt fyrir komandi veiðitímabil.

Fyrirvari

Upplýsingar í söluskrá eru birtar með fyrirvara um villur. SVFR áskilur sér rétt til að leiðrétta þær upplýsingar sem þar birtast eða breyta þeim.

Gaman er að skoða hvernig SVFR setti fram almennar veiðireglur fyrir all nokkrum árum síðan. Allt á þetta enn við í dag. 1. Sportveiði iðka menn sér til ánægju. Sannur sportveiðimaður hefur á huga á fiskistofninum og viðhaldi hans. 2. Veiddu aðeins það sem þú hefur leyfi til. Aflaðu þér vitneskju um veiðistaðina. Veiddu aðeins á löglegum tíma. Kynntu þér sjálfur hverjar reglur gilda um friðun á hverjum stað. 3. Sportveiðimanninum ber alltaf að starfa að verndun fiskistofnsins og haga veiði sinni eftir því. Þar sem hann hefur einkarétt til veiða, ber honum að haga veiði sinni þannig, að ekki gangi á stofninn. Þar sem fleiri hafa veiðiréttindi ber þeim í sameiningu að gæta þess. Láttu fiskinn í friði um hrygningartímann. 4. Sportveiðimaðurinn lætur enga veiði fara í súginn en stundar heldur ekki veiði í fjárgróðaskyni. 5. Láttu báta og veiðitæki annarra afskiptalaust. Veiddu eða vaddu ekki þar, sem aðrir eru að veiðum. Gerðu ekki einn tilkall til bestu fiskistaðanna. 6. Sýndu öðrum sportveiðimönnum tillitsemi. Taktu fullt tillit til íbúanna við veiðisvæðin. Sannur sportveiðimaður temur sér þá framkomu, sem verður sportveiðinni til hróss og aflar henni vinsælda. 7. Leggðu inn skerf til starfs veiðifélaganna fyrir fiskivernd. 8. Nafnið sportveiðimaður sé heiðursnafnbót. Látum engan okkar setja blett á það.

Til umhugsunar fyrir dvalargesti Í fyrsta lagi Gangið hreinlega um húsið og lóðina og skilið því hreinu við brottför. Í öðru lagi Sannur sportveiðimaður skilur ekki eftir rusl eftir sig við veiðivatnið. Í þriðja lagi Rétt er að minna á, að umgengni lýsir innri manni.

8

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


Barna og unglingastarf SVFR Það er mikilvægt fyrir Stangaveiðifélag Reykjavíkur að hlúa að barna og unglingastarfi. Með því viljum við kynna íþróttina og félagsstarfið fyrir komandi kynslóð. Ungur nemur gamall temur eru vinsæl orð innan SVFR. Því leggjum við metnað í að skapa veiðimenn framtíðarinnar. Eitt helsta stolt Stangaveiðifélags Reykjavíkur er að bjóða börnum og unglingum til veiða í Elliða­ ánum. Þessir dagar eru ætið vel sóttir og þess vegna hefur SVFR smám saman bætt við barnaog unglingadögum til að mæta eftir­spurninni. Næsta sumar verða fimm dagpartar í boði fyrir börn og unglinga. Nánari upplýsingar verða sendar til félags­ manna yngri en 18 ára.

veiddu þau yfir 60 laxa, þar af voru 26 Maríulaxar. Fræðlsunefnd SVFR kappkostar að kynna ungum veiðimönnum réttar umgengnisreglur við veiðiskap og hvernig á að bera sig að á veiðistað. Á þessum dögum er jafnan margt um manninn og gaman að fylgjast með börnum stíga sín fyrstu skref í heimi veiðinnar og gaman að sjá hvað börnin læra margt á skömmum tíma.

Síðast sumar mættu yfir 100 börn til veiða í Elliðaánum og undir styrkri leiðsögn fræðslunefndar

Auk þess býður SVFR alla unga félagsmenn velkomna á hnýtingakvöld félagsins. Hnýtingakvöldin

hefjast eftir áramót og eru haldin á fimmtudags­ kvöldum í húsnæði SVFR við Rafstöðvarveg. Allir áhugasamir félagsmenn eru hvattir til þess að mæta. Hér er kjörinn vettvangur fyrir vana sem óvana að koma saman, hnýta flugur og spjalla. Allt efni er á staðnum og einnig þau tæki sem þarf til hnýtinganna. Þá má ekki gleyma fræðslu­ kvöldunum sem verða haldin á miðvikudags­ kvöldum. Það verður fjallað um allt milli himins og jarðar sem viðkemur veiði. Þessi kvöld hefjast í febrúar.

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014

9


silungsveiði

Veiðikortið 2014

Njóttu íslenskra veiðivatna um land allt Njóttu þess að ferðast um landið og veiða í góðum silungsveiðivötnum vítt og breitt um landið. Meðal veiðivatna sem í boði eru má nefna: Þingvallavatn (þjóðgarður), Elliðavatn, Hraunsfjörður, Hítarvatn og Meðalfellsvatn auk fjölda annarra góðra veiðivatna. Veiðikortið er að helmingshlut í eigu SVFR og er nú að hefja tíunda starfsár sitt. Það er ykkur veiðimönnum að þakka að hægt hefur verið að bæta jafnt og þétt við nýjum vatnasvæðum og kynnum við tvö ný vatnasvæði til leiks fyrir sumarið 2014. Veiðikortið 2014 kostar nú aðeins kr. 6.900 í almennri sölu og er það óbreytt verð frá því í fyrra. Félagsmenn í SVFR geta keypt kortið á aðeins kr. 5.500.- á skrifstofu félagsins. Kortið gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í fylgd með korthafa. Félagar í SVFR geta pantað kortið um leið og þeir skila inn umsóknum um veiðileyfi en á umsóknum verður hægt að haka við Veiðikortið og þá fá félagsmenn kortið sent heim. Einnig er hægt að kaupa Veiðikortið á skrifstofu félagsins eða með tölvupósti svfr@svfr. is. Utanfélagsmenn geta líka keypt kortið hjá SVFR en einnig á www.veidikortid.is, á næstu N1 eða Olís bensínstöð, Íslandspósti sem og í veiði­vöru­ verslunum um land allt. Með Veiðikortinu fylgir vegleg handbók þar sem vötnin eru kynnt ítarlega til að auðvelda aðgengið að þeim. Þar eru einnig kynntar fyrir korthöfum þær reglur sem gilda um hvert vatnasvæði. Í handbókinni má líka skoða kort og myndir frá vatna­ svæðunum sem í boði eru. Þar má einnig finna grunnupplýsingar á ensku. Á vef Veiði­kortsins er búið að setja upp myndabanka þar sem hægt er að skoða myndir sem veiðimenn hafa sent inn fyrir hvert vatnasvæði. Einnig er hægt að sækja

10

rafræna veiðiskýrslu og eru veiðimenn hvattir til að senda hana útfyllta eftir hvert veiðitímabil til Veiðikortsins á tölvupósti. Allar fréttir af nýjum vatnasvæðum og aðrar fréttir verða birtar á heimasíðu Veiðikortsins, www.veidikortid.is.

HELSTU BREYTINGAR FYRIR 2014 eru:

Búið er að tryggja áframhaldandi samninga við flest þau vötn sem voru í Veiðikortinu 2013 og er netið orðið þétt og stór hluti af bestu veiðivötnum landsins þar á meðal.

2 0 1 4

00000

Það er ánægjulegt að kynna tvö ný veiðisvæði. Eitt vatnasvæði dettur út.

r . 6 .9 0 0 k ð r e v t n n e m Al k r . 5 .5 0 0 SVFR a g a l é f F y r ir

Annað vatnið er Gíslholtsvatn í Holtum, en á þessu svæði hefur sárlega vantað aðgengilegt veiðisvæði. Seinna vatnið sem við kynnum til leiks er eitt af skemmtilegustu veiðivötnum á norðurlandi, Vestmannsvatn í Suður-Þingeyjarsýslu, en Reykjadalsá rennur í vatnið og er það þekkt fyrir fallega náttúru, mikið fuglalíf og góða veiði, enda var svæðið gert að friðlandi á sínum tíma. Þingvallavatn fyrir landi Ölfusvatn (sunnanmegin í vatninu) verður ekki með í Veiðikortinu 2014 en ákveðið var að takmarka aðgengi að svæðinu til að vernda stórurriðann.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


VATNASVÆÐIN, sem í BOÐI VERÐA í VEIÐIKORTINU 2014, eru: 1 10 35 25 23 21

36

29

9

18

24

26

8 17 12 11 2

30 15

27 5 22 20 14

6 7

16

3 31 13

19

34

33 28 4 32

1 Arnarvatn á Melrakkasléttu

19 Meðalfellsvatn í Kjós

2 Baulárvallavatn á Snæfellsnesi

20 Mjóavatn í Breiðdal

3 Elliðavatn

21 Sauðlauksdalsvatn við Patreksfjörð

4 Gíslholtsvatn í Holtum 5 Haugatjarnir í Skriðdal 6 Haukadalsvatn í Haukadal 7 Hítarvatn á Mýrum  8 Hólmavatn í Dölum

22 Skriðuvatn í Suðurdal 23 Sléttuhlíðarvatn í Skagafirði 24 Svínavatn í Húnavatnssýslu 25 Syðridalsvatn við Bolungavík

9 Hópið í Húnavatnssýslu

26 Sænautavatn á Jökuldalsheiði

10 Hraunhafnarvatn á Melrakkasléttu

27 Urriðavatn við Egilsstaði 28 Úlfljótsvatn – Vesturbakkinn

11 Hraunsfjarðarvatn á Snæfellsnesi

29 Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði

12 Hraunsfjörður á Snæfellsnesi

30 Vestmannsvatn í SuðurÞingeyjarsýslu

13 Kleifarvatn á Reykjanesskaga 14 Kleifarvatn í Breiðdal

31 Vífilsstaðavatn í Garðabæ

15 Kringluvatn í SuðurÞingeyjarsýslu

32 Víkurflóð við Kirkjubæjarklaustur 33 Þingvallavatn – þjóðgarður

16 Langavatn í Borgarbyggð

34 Þveit við Hornafjörð

17 Laxárvatn í Dölum

35 Æðarvatn á Melrakkasléttu

18 Ljósavatn í Suður-Þingeyjarsýslu

36 Ölvesvatn - Vatnasvæði Selár

Ljósmyndari Jón Víðir Hauksson

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014

11


silungsveiði

Elliðavatn

Vatnaveiði í miðri borg Elliðavatn er víðfrægt veiðivatn, staðsett á Höfuðborgarsvæðinu. Úr vatninu renna Elliðaár til sjávar. Vatnið hefur verið kallað háskóli fluguveiðimannsins. Börn 0-12 ára og reykvískir ellilífeyrisþegar mega veiða frítt í Elliðavatni.

Allt löglegt agn er leyfilegt

Í vatninu eru bleikja, urriði, lax og stöku sjóbirtingur. Bleikjan var ríkjandi í vatninu en síðasta áratug hefur urriðinn sótt í sig veðrið og er nú að verða algengasta fiskitegundin í vatninu. Lax og sjóbirtingur ganga í vatnið úr Elliðaánum og upp í Hólmsá. Urriðinn í vatninu hefur verið að stækka og síðasta sumar veiddust þar allt upp í sex punda

urriðar. Veiðimenn eru beðnir um að skila inn veiði­ skýrslum á heimasíðu Veiðikortsins, www. veidikortid.is. Veiðimenn og útivistarfólk eru vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið og skilja ekki eftir sig rusl.

Elliðavatn - Almennar upplýsingar Staðsetning: Elliðavatn er í Heiðmörk, útivistarsvæði í útjaðri Reykjavíkur og Kópavogs. Veiðisvæði: Veiðisvæðið er Elliðavatn fyrir löndum Elliðavatns og Vatnsenda, auk Hólmsár og Nátthagavatns, þaðan sem Hólmsá rennur. Óheimilt er að veiða í Suðurá. Ekki má veiða nær Elliða­ vatns­stíflu en 50 metra. Tímabil: Frá sumardeginum fyrsta til 15 september

Veiðileyfi: Veiðikortið

Fylgir veiðikortinu

Daglegur veiðitími: 7.00- 24.00 Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spúnn. Í Hólmsá má aðeins veiða á flugu. Vinsælar flugur: Tailor, Mobutu, Peter Ross, Peacock, Watson‘s Fancy, Black Ghost, Mickey Finn, rauðgulan Nobbler, Dentist o.fl.

2 0 1 4

00000

Sjá nánar á veidikortid.is

Sjá nánari upplýsingar á www.veidikortid.is

Þingvallavatn

Einstök veiði í þjóðgarðinum Allt löglegt agn er leyfilegt Fylgir veiðikortinu 2 0 1 4

00000

Sjá nánar á veidikortid.is

Náttúrufegurð og saga gerir Þingvallavatn einstakt meðal vatna landsins. Það er frægasta og stærsta náttúrulega stöðuvatn landsins, 83,7 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi er 114 m. Fjölbreytt lífríki er í og við vatnið, fiskar, fuglar, minkur og ýmis smádýr. Úr Þingvallavatni rennur Sogið. Búið er að setja upp mjög góða aðstöðu fyrir veiðimenn og tjaldgesti við Vatnskot. Þar eru smáhýsi með snyrti- og eldunaraðstöðu og upplýsingum um vatnið og lífríki þess Veiðimenn og útivistarfólk eru vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið og skilja ekki eftir sig rusl.

12

Fjórar tegundir bleikju finnast í vatninu: Kuðunga­ bleikja, sílableikja, dvergbleikja og murta. Þingvalla­

vatnsurriðinn er næstum þjóðsagnakenndur en hann getur orðið tröllvaxinn.

Þingvallavatn - Almennar upplýsingar Staðsetning: Vatnið er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík Veiðisvæði: Handhöfum Veiðikortsins er heimilt að veiða fyrir landi þjóðgarðsins frá Arnarfelli að Öxarárósi gegnt Valhöll. Öll veiði í Öxará er bönnuð. Hægt er að fá kort yfir veiðisvæðið um leið og veiðimenn skrá sig í þjónustumiðstöð. Helstu veiðistaðir eru í Lambhaga, Vatnskoti, Vörðuvík, Öfugsnáða, Lambhaga, Nautatanga og Hallvík. Veiðibann er í Ólafsdrætti frá 1. júlí til 31. ágúst vegna hrygningar bleikjunnar.

Tímabil: Veiðitímabilið hefst 1. maí og því lýkur 15. september. Veiðibann er í Ólafsdrætti frá 1. júlí til 31. ágúst vegna hrygningar bleikjunnar. Veiðileyfi: Veiðikortið Daglegur veiðitími: Veiðitími er frjáls. Leyfilegt agn: Fluga maðkur og spónn. Vinsælar flugur: Peacock, Watson Fancy, Svartur Killer. Sjá nánari upplýsingar á www.veidikortid.is

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


Langavatn

Gott silungsveiðivatn í Borgarfirði Í vatninu veiðist bæði bleikja og urriði, bæði litlir og stórir fiskar. Mörgum hefur gefist vel að veiða við ósinn þar sem Beylá kemur í vatnið að austanverðu, bleikjan á það til að ganga upp að landinu um lágnættið og tekur þá gjarnan flugur veiðimanna. Langavatn er í sunnanverðum Langadal í Mýrasýslu, norðaustur af Grímsstaðamúla. Hæð þess yfir sjó er 215 m og flatarmál 5,1 km2. Mesta dýpi vatnsins er um 36 metrar. Leiðin að Langavatni liggur eftir þjóðvegi nr. 1 um Borgarnes að Svignaskarði. Þar er ekinn 13 km. langur afleggjari, jafnan fólksbílafær, á vinstri hönd, upp með Gljúfurá.

Langavatn - Almennar upplýsingar

Allt löglegt agn leyfilegt Fylgir veiðikortinu

Veiðileyfi: Langavatn fylgir Veiðikortinu. Veiðitími: Veiðitímabilið er frá 15. júní til 20. september. Daglegur veiðitími er kl. 7.00–24.00.

Best er að veiða í Langavatni fyrri hluta sumars.

2 0 1 4

00000

Sjá nánar á veidikortid.is

Agn: Allt löglegt agn; fluga, maðkur og spónn. Sjá nánari upplýsingar á www.veidikortid.is

Í dalnum austan og norðan vatnsins var blómleg byggð sem lagðist af í svartadauða. Þarna má enn sjá ummerki gömlu byggðarinnar. Um dalinn liggur gömul þjóðleið gengum Langavatnsdal um Hörðudal og yfir á Skógarströnd.

Hítarvatn á Mýrum Frábært veiðivatn

Mjög góð silungsveiði er í Hítarvatni, bæði urriði og bleikja. Veiði er jafnan betri snemmsumars og getur fyrri hluti sumars verið einstaklega gjöfull þegar vel tekst til. Veitt er með allri strandlengju vatnsins. Þetta er þægilegt og barnvænt svæði og tilvalið er fyrir fjölskyldur að dveljast við Hítarvatn og renna fyrir fisk. Veiðihús: Gott gangnamannahús með hreinlætis­ aðstöðu er við vatnið. Í því er hægt að fá gistingu gegn hóflegu gjaldi. Í húsinu eru tvö aðskilin herbergi, í hvoru þeirra er svefnrými fyrir átta manns. Húsið er leigt út af Guðrúnu Jónsdóttur og Finnboga Leifssyni á bænum Hítardal, sími 4371883 eða 437-1715. Við vatnið er tjaldstæði, þar er ágæt hreinlætisaðstaða.

Veiðireglur: Öll veiði af bátum er bönnuð í vatninu. Athugið að talsverður mývargur getur verið við vatnið á góðviðrisdögum, sér í lagi yfir sumarmánuðina, júní og júlí. Þá er vissara að gleyma ekki flugnanetinu. Bent er á að lausaganga hunda er bönnuð við vatnið.

Allt löglegt agn leyfilegt Hítarvatn - Almennar upplýsingar Veiðisvæði: Hítarvatn allt. Veiðileyfi: Einn eða fleiri dagar í senn. Athugið að veiðileyfi eru einnig seld á bænum Hítardal sem er í leiðinni upp að vatninu. Veiðitími: Frá morgni til kvölds 29. maí – 31. ágúst. Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spónn.

Fylgir veiðikortinu 2 0 1 4

00000

Sjá nánar á veidikortid.is

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014

13


silungsveiði

Fylgir veiðikortinu 2 0 1 4

Hraunsfjörður

00000

Sjá nánar á veidikortid.is

Allt löglegt agn leyfilegt

Silungsveiði er skemmtileg! Hraunsfjörður er frábært silungsveiðisvæði, sem hentar allri fjölskyldunni. Þar geta veiðimenn gert ævintýralega góða veiði. Um er að ræða lón fyrir innan stíflu við Mjósundabrú (innri brúin) yfir Hraunsfjörð á Snæfellsnesi. Svæðið er víðáttumikið og mjög víða má finna fisk í lóninu eða öllu heldur firðinum. Fyrri hluta sumars er góð veiðivon austan megin í lóninu, í hraunjaðrinum, en þegar líður á sumarið gengur fiskurinn inn fjörðinn og bleikja er oft í stórum torfum innst í firðinum, fram af ósi Fjarðarhornsár.

Svæðið kom svo sannarlega á óvart. Allt fullt af bleikju og sumar þeirra voru bara drulluvænar“

Hörður Birgir Hafsteinsson, eftir gjöfula veiðiferð í júlí 2013

Hraunsfjörður - Almennar upplýsingar

Veiðihús

Ekkert veiðihús er við Hraunsfjörð en góð aðstaða er fyrir tjöld eða fellihýsi innarlega við fjörðinn að vestanverðu og stutt er í bændagistingu við Grundarfjörð eða nær Stykkishólmi.

Veiðireglur

Almennar reglur gilda hér sem annars staðar. Við hvetjum veiðimenn til að ganga vel um við Hraunsfjörðinn og aka ekki ökutækjum utan merktra slóða. Rusl má skilja eftir í ruslagámi við Mjósundabrú. Göngum vel um þetta fallega svæði.

Staðsetning: Á norðanverðu Snæfellsnesi

Daglegur veiðitími: Frá kl. 7 - 23

Veiðisvæði: Allt lónið innan við stíflu. Veiði neðan stíflu er bönnuð. Athugið að það er bannað að veiða í stífluopinu og alls ekki heimilt að standa á steypta kantinum og kasta þaðan. Samkvæmt veiðireglum verða veiðimenn að vera a.m.k. 20 frá stíflunni.

Fjöldi stanga: Ótakmarkaður

Tímabil: Veiðitíminn er frá 1.apríl til og með 30. september. Veiðileyfi: Einn dagur í senn en fylgir einnig Veiðikortinu 2014

Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spónn Vinsælar flugur: Ýmsar silungaflugur, gjarnan þyngdar. Krókurinn, Alma Rún, Black Ghost, Krafla, R. Frances, marfló, þurrflugur Umsjónaraðilar: Bjarni Júlíusson 693 0461, Tryggvi Gunnarsson 893 0000 Leiðarlýsing: Sjá svfr.is

Heildarlausnir í pökkun Kassar, öskjur, arkir, pokar, filmur

Skór, stígvél, vettlingar vinnufatnaður, hnífar, brýni, bakkar, einnota vörur o.fl.

Pökkunarvélar, kokkahnífar, pokar

Suðurhraun 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is

14

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


LOKSINS! BÓK UM SILUNG Á ÍSLANDI

FJÖLBREYTTUR FRÓÐLEIKUR Í EINNI BÓK

Hér er leitast við að flokka silungsveiði á Íslandi og fjalla um eftir því sem best verður við komið. Nokkrir af færustu sérfræðingum landsins eru okkur innan handar og leiða lesandann um heim silungsveiðinnar. Auk þess að fjalla um silungsveiðiflokkana, aðferðarfræðina og umgjörðina eru tekin fyrir nokkur af þekktustu silungsveiðisvæðum landsins og staðkunnugir segja frá leyndardómum þeirra.


silungsveiði

2

Elliðaárnar – vorveiði

stangir

Byrjaðu sumarið í Elliðaánum

Eingöngu fluguveiði

Undanfarin ár hefur Stangaveiðifélagið gert félögum sínum kleift að ná úr sér veiðihrollinum með því að bjóða upp á stórskemmtilega vorveiði á urriða í Elliðaánum. Þessi tími hefur verið vel nýttur af veiðimönnum og hefur alla jafna veiðst vel. Lífríkið í ánni er mjög gott og stofn staðbundins urriða sterkur. Seldar verða 2 stangir, hálfan dag í senn, fyrir eða eftir hádegið. Gangið vel um og gætið að viðkvæmu fuglalífi.

Veiðireglur

Aðeins er leyft að veiða á flugu í vorveiðinni. Veiðihúsið er lokað á þessum tíma, en nánari reglur um veiðarnar ásamt svæðaskiptingum eru sendar leyfishöfum í tölvupósti skömmu fyrir veiðidag. Veiðimönnum er skylt að skila veiðiskýrslu rafrænt að veiðum loknum.

Það er ekki slæmt að geta byrjað veiðisumarið í Elliðaánum. Stutt að fara og spriklandi ferskur urriði í kvöldmat! Ónefndur veiðimaður

Elliðaár - Almennar upplýsingar Staðsetning: Höfuðborgin

Veiðileyfi: Hálfur dagur í senn

Veiðisvæði: Veiðisvæðið nær frá Höfuðhyl að og með Hrauni. Best veiðist í efri hluta Elliðaánna og eru Ármótin og Höfuðhylur sterkustu hyljirnir í vorveiðinni. Athugið að ekki er leyft að veiða nær Elliðavatnsstíflu en 50 metra.

Daglegur veiðitími: 7–13 og 15–21

Fjöldi stanga: 2

Leyfilegt agn: Eingöngu er leyfð fluga Vinsælar flugur: Black sheep og ýmsar púpur Veiði síðastliðið ár: 182 urriðar voru skráðir í veiðibók.

Tímabil: 1.maí – 31.maí

Ljósmyndari Jón Víðir Hauksson

16

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


3

stangir

Eingöngu leyfð fluguveiði

Hítará – sjóbirtingur (haustveiði)

Glæsileg veiðiá á Mýrum

Hítará er með þekktari veiðiám landsins. Einstakt veiðihús og glæsilegt umhverfi hafa fallið í mjög góðan jarðveg hjá veiðimönnum. Áin hefur að mestu leyti selst upp. Síðustu haust hefur verið boðið uppá sjóbirtingsveiði í neðri hluta árinnar frá 21. – 30. september. Fjölbreytileiki veiðistaða er mikill og staðsetning veiðihúss Jóhannesar á Borg, í ævintýralegu umhverfi kletta og veiðihylja, þar sem heyra má fossniðinn frá Brúarfossi, er einstök.

Veiðihús

Veiðihúsið fyrir Hítará er hið fornfræga veiðihús „Lundur“. Til staðar eru rúm með sængum fyrir veiðimenn og koma veiðimenn með sér rúmföt.

Veiðimenn skulu þrífa húsið fyrir brottför. Það skal áréttað að veiðimenn eru góðfúslega beðnir að ganga vel um veiðihúsið og taka vel til eftir sig. Veiðimenn mega koma í húsið kvöldið fyrir veiðidag, húsið á að vera þrifið og laust kl 22.00. Í veiðihúsinu mega dveljast tveir fyrir hvert selt leyfi.

Veiðireglur

Veitt er frá hádegi til hádegis. Veitt er með þremur stöngum á tímabilinu. ALMANAK ÞJ ÓÐ VI NA FÉLAGSINS 2014 - ÁRBÓ K 2012

þjóðvinafélags

2014

Hítará - Almennar upplýsingar Veiðisvæði: Frá ósi og upp að og með Festarfljóti. Gott veiðikort má prenta út af vef SVFR.

Árbók Ísland s 2012

ISSN 167 0-2247

9 771

Skylt er að sleppa öllum laxi sem og allri sjóbleikju, heimilt er að taka þrjá sjóbirtinga á stöng á dag en eftir að þeim kvóta er náð er heimilt að veiða og sleppa.

ALMANAK Hins íslenska

Veiðileyfi: Stakir dagar frá morgni til kvölds. Veiðitími: Kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00 daglega – heimilt er að breyta veiðitíma og veiða t.d. frá kl 8.00 – 20.00 án hvíldar.

224

140. árgangu

r

Leyfilegt agn: Fluga.

Almanak

Almanak

Þjóðvinafélagsins 2014 Háskóla Íslands 2014 Komin í helstu bókaverslanir um land allt. H

Á

S K

Ó

L A

Ú

T

G

Á

haskolautgafan.hi.is – hu@hi.is – s. 525 4003

F A

Hítará sjóbirtingur

N

Stakir dagar frá morgni til kvölds Veiðidagar Stangafj.

Félagsverð

21/9-30/9 3 15.900 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014

17


silungsveiði

4

stangir

Allt löglegt agn leyfilegt

Gufudalsá

Draumaumhverfi fjölskyldunnar Gufudalsá er gjöful bleikjuveiðiá og er hún tilvalin fyrir alla fjölskylduna. Þarna hafa ungir veiðimenn oft á tíðum stigið sín fyrstu skref í veiðimennsku. Sjógengin bleikja veiðist bæði í ánni og vatninu, mest í kringum eitt pund, en einnig bleikjur allt að fjögur pund. Nokkrir tugir laxa hafa veiðst síðustu árin. Mest veiðist á flugu. Aðgengi að veiðistöðum er gott og gott veiðihús er við ána. Töluvert af veiðinni kemur á land úr Gufudalsvatni en mikilvægt er að það gári aðeins ef fiskur á að taka.

Veiðihús

Veiðihúsið er stórt og í ágætu standi. Pallur með heitum potti er við húsið. Þar eru sex tveggja manna herbergi, fjögur með rúmum og tvö með kojum. Eldhús með eldhúsáhöldum og borðbúnaði er fyrir 12, borð- og setustofa, baðherbergi, snyrting, forstofa, kæligeymsla o.s.frv. Á staðnum er gasgrill. Einnig er sjónvarpsskjár, eingöngu fyrir dvd-diska. Komudag mega veiðimenn koma í veiðihúsið kl. 14.00 og brottfarardag skulu þeir vera farnir úr húsinu kl. 14.00. Í húsinu mega dvelja eins margir

og húsrúm leyfir. Sængur og koddar eru til staðar en veiðimenn leggja sjálfir til sængurfatnað, handklæði og hreinlætisvörur. Veiðimönnum ber að þrífa húsið fyrir brottför og taka með sér rusl en ruslagámur er niðri við þjóðveg. Kort af ánni mun hanga uppi í veiðihúsi ásamt ítarlegri veiðireglum. Skrá skal alla veiði í veiðibók og er sérstaklega brýnt fyrir veiðimönnum að skrá aðeins einn fisk í hverja línu veiðibókarinnar

Leiðarlýsingu að veiðihúsi er að finna á www. svfr.is.

Gufudalsá - Almennar upplýsingar Staðsetning: Vesturland. Gufudalur er í 250 km. fjarlægð frá Reykjavík Veiðisvæði: Gufudalsá öll frá ósi og að efri fossum ofan Gufudalsvatns og Gufudalsvatn allt. Heildarlengd veiðisvæðisins er u.þ.b. 8 km. Fjöldi stanga: 4 Tímabil: 8. júlí – 8. september Veiðileyfi: Þriggja daga holl frá fimmtudagseftirmiðdegi til hádegis á sunnudegi og síðan tvö tveggja daga holl. 4 stangir í ánni og vatninu.

18

Daglegur veiðitími: Veiðitíminn er 12 klst. á dag á tímabilinu frá kl. 7-22 heila daga en á skiptidögum skal veiði lokið kl. 13 og má hefjast á ný kl. 15. Lengri hvíldartími er við fossa ofan vatns skv. nánari veiðireglum í veiðihúsi.

Frábært að vera í Gufudalnum með fjölskyldunni, húsið stórt og umhverfið fallegt. Veiðin getur verið skemmtileg. Hákon Þorsteinsson

Leyfilegt agn: Fluga og maðkur og spónn

Gufudalsá

Vinsælar flugur: Bleik og blá, Heimasætan, Black Ghost, Peacock, Black Gnat og Krókurinn

Verð á stangardag Veiðidagar

Veiði síðasta ár: 619 silungar og 31 lax

8/7-13/7 4 14.200 13/7-24/8 4 16.600 24/8-9/9 4 11.850 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Umsjónamaður: SVFR

Stangafj.

Félagsverð

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


4

stangir

Allt löglegt agn leyfilegt

Vatnasvæði Kolku:

Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá

Gjöfular sjóbleikjuár með laxavon Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá eru gjöfular sjóbleikjuár í fallegu og sögulegu umhverfi við Hóla í Hjaltadal. Árnar sameinast fyrir neðan þjóðveg og heitir sameiginlegt vatnsfall þeirra Kolka og ósinn Kolkuós. Árnar eru straummiklar og halda vatni mjög vel yfir veiðitímann. Skemmtilegar ár með stríðum strengjum, lygnum breiðum og djúpum hyljum. Draumur veiðimannsins. Bleikjan er á bilinu 1,5 - 2,5 pund en að sjálfsögðu eru stærri innan um. Í ánum er góð laxavon og hafa þær gefið undanfarin sumur um 50 laxa, en mest hefur hún gefið um 100 laxa. Silungsveiðin hefur verið jöfn eða um 300 - 400 bleikjur og slæðast alltaf með stöku sjóbirtingar. Af hverju ekki að kíkja í Skagafjörðinn sumarið 2014 og upplifa frábærar ár á einum rómaðasta stað landsins?

Veiðihús

Lítið, ágætt hús stendur við Efri-Ás. Undanfarin ár hefur aðstaðan verið stórbætt með því að leiða rafmagn og heitt vatn í húsið og pallur byggður við húsið. Í húsinu eru tvö svefnherbergi og svefnloft. Veiðimenn verða að koma með sængur, kodda og sængurföt eða svefnpoka sjálfir. Hægt er að panta þrif og munu upplýsingar um það

Veiðireglur

Veitt er frá hádegi til hádegis. Tillaga að svæðaskiptingu er í veiðihúsinu. Aðgengi að ánni er mjög gott og dugir 4x4 fólksbíll til að athafna sig við ána. Gott veiðikort fæst á skrifstofu SVFR.

Staðsetning: Norðanverður Skagafjörður, í nágrenni Hofsóss og Hóla í Hjaltadal. Um 350 km frá Reykjavík.

Veiðileyfi: Tveir dagar í senn. Stangirnar eru annað hvort seldar allar saman eða tvær og tvær saman. Tillaga að svæðaskiptingu er í veiðihúsi.

Veiðisvæði: Í Kolku eru 15 merktir veiðistaðir upp að stíflu og í Hjaltadalsá eru um 40 merktir veiðistaðir. Kolka og Hjaltadalsá sameinast nokkuð frá sjó og renna sameinaðar til sjávar og eru þar 5 merktir veiðistaðir. Aðgengi að ánni er mjög gott og dugir 4 x 4 fólksbíll til að athafna sig við hana.

Daglegur veiðitími: Til og með 15. ágúst er veiðitíminn frá kl. 7-13 og 16-22. Frá 15. ágúst til 15. september er veiðitíminn frá kl. 7-13 og 15-21. Eftir 15. september er heimilt að stytta hvíldartímann að eigin ósk.

Tímabil: 20. júní til 30. september.

Áin er rosalega skemmtileg í alla staði og sérstaklega gaman hversu hröð hún er. Virkilega veiðileg á og þegar bleikjan er að ganga þá tekur hún eins og þorskur, svaka stuð! Ekki skemmir svo náttúran eða umhverfið: Fallegasti fjörður landsins!“

Ólafur Hafsteinsson og Hafsteinn Harðarson

verða í húsinu og á skrifstofu SVFR. Leiðarlýsingu að veiðihúsi er að finna á www.svfr.is.

Vatnasvæði Kolku - Almennar upplýsingar

Fjöldi stanga: 4

Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

21/6-3/7 4 8.700 3/7-18/9 4 12.300 18/9-30/9 4 9.800 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spónn. Vinsælar flugur: Ýmsar silunga- og laxaflugur. Veiði síðastliðið ár: Um 40 laxar og 350 silungar. Ljósmyndari Jón Víðir Hauksson

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014

19


silungsveiði

Laxá í Aðaldal

Urriðaveiði í Staðartorfu og Múlatorfu Mikil veiði fyrir lítinn pening

Laxá er eitt frjósamasta straumvatn á Íslandi og þar má finna einn sterkasta urriðastofn landsins. SVFR hefur á sinni könnu tvö af veiðisvæðunum efst í Aðaldal, neðan Laxárvirkjunar, en þar má finna sannkallaða paradís silungsveiðimannsins. Veiðisvæðin í Staðartorfu og Múlatorfu eru fjölbreyttur og skemmtilegur kostur fyrir þá sem vilja njóta veiða í fallegu umhverfi. Hér er silungsveiðimaðurinn á heimavelli og má búast við góðri urriðaveiði. Þegar líður á sumarið kemur lax inn á svæðin og veiðast alltaf nokkrir laxar á hverju sumri á þessum svæðum. Er veiðimönnum bent á að skylt er að sleppa öllum laxi. Á þessum fjölbreyttu veiðisvæðum hafa veiðst stórir silungar, allt að ellefu pund, en mikið af urriðanum er tvö til þrjú pund. Veiðimenn eru hvattir til að hlífa stærri urriðanum og hirða frekar þá minni sem eru mun betri matfiskar. Stórbrotið landslag er í Aðaldalnum og mikið fuglalíf við ána og eru veiðimenn beðnir að taka tillit til þess og ganga varlega um. Þessi svæði hafa verið að gefa alveg fantagóða veiði undanfarin ár, eða vel á annað þúsund silunga árlega, auk nokkurra tuga laxa. Því er óhætt að fullyrða að þessi svæði séu afar góður kostur fyrir silungsveiðimanninn, svo ekki sé dýpra í árina tekið.

20

Þetta er alveg geggjað svæði! Hingað ætla ég að koma aftur. Þetta er svæði sem maður tekur algeru ástfóstri við. Gústaf Gústafsson

Veiðihús – breytt fyrirkomulag

Nú ber svo við að ekki fylgir neitt veiðihús þessum svæðum. Ýmsir kostir standa þó veiðimönnum til boða í sveitinni. Hugmyndir að gistimöguleikum er að finna á svfr.is.

Veiðireglur

Eingöngu er leyfð fluguveiði. Undantekningarlaust skal sleppa laxi. Veiðimenn eru hvattir til að sleppa stærri urriðum. Akið eftir vegarslóðum en ekki yfir tún og gróið land. Kvóti er fjórir urriðar á hverja dagstöng. Þegar kvóta er náð má veiða og sleppa.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


2

stangir

Eingöngu leyfð fluguveiði

Laxá í Aðaldal - Almennar upplýsingar Staðsetning: Svæðin eru í um 90 kílómetra fjarlægð frá Akureyri, og í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Húsavík. Veiðisvæði: Veiðisvæðið nær frá Laxárvirkjun niður að veiðimörkum ofan við svæði Syðrafjalls (vesturbakki) og er það alls um 5 kílómetrar. Aðgengi er gott og fólksbílafært niður að á. Veiðimönnum er skylt að skrá allan afla, einn fisk í hverja línu. Veiðileyfi: Einn eða fleiri dagar frá morgni til kvölds. Stangirnar á hvoru svæði fyrir sig seljast helst saman. Daglegur veiðitími: 1. júní til 10. sept. Veitt er kl. 7.00–13.00 og kl. 16.00–22.00. Eftir 5. ágúst breytist seinni vakt og færist fram um eina klukkustund. Fjöldi stanga: 2 stangir á hvoru svæði – 4 alls. Leyfilegt agn: Eingöngu er leyfð fluga. Vinsælar flugur: Ýmsar gerðir af urriðaflugum, þurrflugur, púpur og straumflugur.

Staðartorfan Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

1/6-8/6 2 16.900 14/6-16/6 2 16.900 20/6-28/6 2 16.900 29/6-30/6 2 16.900 2/7 - 2 12.400 6/7-9/7 2 12.400 14/7-31/7 2 12.400 1/8-7/8 2 13.500 10/8-31/8 2 13.500 1/9-10/9 2 9.900 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Múlatorfa Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

1/6-16/6 2 16.900 20/6-30/6 2 16.900 1/7 - 2 12.400 5/7-9/7 2 12.400 14/7-31/7 2 12.400 1/8-31/8 2 13.500 1/9-10/9 2 9.900 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014

21


silungsveiði

Laxá

í Mývatnssveit og Laxárdal Það þurfa allir veiðimenn að prófa urriðasvæðin í Laxá í Laxárdal og Mývatnssveit að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Og ef þú prófar, vertu þá tilbúinn að falla gersamlega fyrir þessum svæðum. Það hefur verið fullyrt að þessi svæði séu ein bestu urriðaveiðisvæði í heiminum. Enda veiðast þarna þúsundir urriða á sumri í mögnuðu umhverfi, og hafa veiðimenn verið að fá allt að 8 punda urriða. Þetta er draumasvæði þurrfluguveiðimanna og þeirra sem kjósa að veiða andstreymis (up-stream). Umhverfið lætu engan ósnortinn og þeir sem leggja leið sína á þetta magnaða svæði eiga það til að falla svo kyrfilega fyrir svæðinu að þeir eru ekki í rónni fyrr en árið eftir, þegar næsta veiðiferð á svæðið stendur fyrir dyrum. Sumarið 2013 var nokkuð gott á urriðaslóðum og þá sérstaklega í Mývatnssveitinni. Í Laxárdalnum er veiðin minni en fiskurinn öllu jafna stærri, en þar var 70% aflans yfir 50 sm. Heil 20% aflans í Laxárdal var yfir 60 sm langur urriði. Væntingar eru til þess að sumarið 2014 verði enn betra.

Veiðireglur

Aðeins skal veitt með flugu og nota skal þar til gerðar flugustangir, flugulínur og fluguveiðihjól. Skylt er að sleppa öllum silungi sem er undir 35 sm lengd. Einnig er mælst til þess að sleppt sé silungi sem kominn er nálægt hrygningu seint á veiðitíma. Veiðimönnum er heimilt að hirða fjóra silunga á dag eða tvo á hálfum degi.

22

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


24

stangir

Eingöngu fluguveiði

gistingu og er gistiskylda á svæðinu fram að 15. júlí. Ef veiðimenn eru tveir á stöng er verðið kr. 13.900 á dag fyrir fullt fæði og gistingu.

Neðra svæði – Laxá í Laxárdal Veiðisvæði

Neðra svæðið er í Laxárdal. Það nær yfir meirihluta Laxárdals eða frá veiðimörkum neðst á veiðisvæði Laxár í Mývatnssveit, frá og með Strákaflóa og niður undir Laxárvirkjun. Á svæðið eru seldar 10 dagstangir.

Veiðihús

Veiðimenn gista í veiðihúsinu að Rauðhólum þar sem þeir greiða fyrir uppábúin rúm og fullt fæði á staðnum. Veiðimenn greiða kr. 15.900 á mann fyrir fæði og gistingu og er gistiskylda á svæðinu allt tímabilið. Ef veiðimenn eru tveir á stöng er verðið kr. 13.900 á dag fyrir fullt fæði og gistingu.

Efra svæði – Laxá í Mývatnssveit Veiðisvæði

Efra svæðið nær yfir þann hluta árinnar er tilheyrir Mývatnssveit og efsta hluta Laxárdals. Á svæðið eru seldar 14 dagstangir.

Veiðihús

Veiðimenn gista í veiðihúsinu Hofi þar sem þeir greiða fyrir uppábúin rúm og fullt fæði á staðnum. Veiðimenn greiða kr. 15.900 á mann fyrir fæði og

Ég veiddi 38 fiska á þremur dögum og sá stærsti var næstum 8 pund! Mest veiddi ég á örsmáar púpur andstreymis og þurrflugur. Ég hef einfaldlega aldrei upplifað annað eins! A.T. frá Bretlandi

Laxá í Mývatnssveit Verð á stangardag þrír og hálfur dagur

Laxá í Laxárdal

29/5-1/6 4 31.700 Verð á stangardag 7/6-12/6 8 31.700 3/7-6/7 5 39.900 18/7-21/7 8 39.900 11/8-13/8 8 26.400 26/8-30/8 14 22.500 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Verð á stangardag 2/6-11/6 8 31.700 11/6-14/6 5 31.700 18/7-24/7 2 42.900 27/7-31/7 2 42.900 1/8-7/8 6 26.400 7/8-15/8 10 26.400 15/8-31/8 10 17.900 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

lAXá - Almennar upplýsingar Staðsetning: Í Mývatnssveit og Laxárdal, um 90 km frá Akureyri.

Veiðileyfi: Einn dagur eða fleiri í senn eru seldir á svæðin. Veiði hefst á hádegi og lýkur á hádegi.

Veiðisvæði: Um er að ræða tvö veiðisvæði, efra svæðið sem í daglegu tali nefnist Laxá í Mývatnssveit og neðra svæðið sem gengur undir nafninu Laxá í Laxárdal. Sjá nánari lýsingu á hvoru svæði fyrir sig. Sú nýbreytni var tekin upp sumarið 2012 að neðri hluti Hamars fylgir Laxárdalnum, frá og með Strákaflóa og niður eftir, og verður svo áfram.

Daglegur veiðitími: Daglegur veiðitími er kl. 8.00– 14.00 og 16.00–22.00. Eftir 15. ágúst er veitt kl. 8.00–14.00 og 15.00–21.00. Undantekningar geta verið frá þessu.

Fjöldi stanga: Í Mývatnssveit eru seldar 14 stangir og í Laxárdal 10 stangir. Tímabil: Veiðitími er frá morgni 29. maí til og með kvöldi 28. ágúst 2013.

Leyfilegt agn: Einungis er heimilt að veiða á flugu. Samkvæmt reglum Veiðifélags Laxár og Krákár er einungis heimilt að veiða á einkrækju og tvíkrækju. Vinsælar flugur: Ýmsar gerðir af þurrflugum, púpum og straumflugum. Veiði síðastliðið ár: Í Mývatnssveit veiddust tæp­ lega 2.942 urriðar og í Laxárdal rúmlega 700 stk.

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014

23


silungsveiði

4

Steinsmýrarvötn

Snúa aftur Sjóbirtingur – Urriði - Bleikja

stangir

Leyfð veiði með Flugu og spún

Steinsmýrarvötn er 4 stanga svæði staðsett fyrir neðan bæinn Syðri-Steinsmýri og eru í göngufæri frá veiðihúsinu.Veiðisvæðið samanstendur af tveim vötnum og lækjum sem renna í þau og úr. Í Steinsmýravötnum er staðbundin bleikja og urriði ásamt sjóbirtingi og sjóbleikju. Vorveiðin á svæðinu hefur verið góð og hafa vorhollin verið að fá alveg upp í 80 fiska hvert. Yfir júní og júlí veiðist vel af bæði urriða og bleikju Bleikjan getur verið gríðarvæn í vötnunum en meðalþyngdin á henni hefur verið rúm 3 pund. Í ágúst byrjar svo sjóbirtingurinn að ganga. Gott veiðihús er á svæðinu og fylgir það með leyfunum. Húsið er með 2 herbergjum og góðu svefnlofti og geta 8 manns hæglega gist í húsinu. Heitur pottur er á pallinum og er í húsinu öll venjuleg eldunar og hreinsunar áhöld. Sængur og koddar eru í húsinu fyrir um 8 manns en veiðimenn þurfa að koma með lök og utan um sængurnar.

Bátur er til afnota fyrir veiðimenn.

Veiðimenn skila húsinu snyrtilegu. Húsið er þrifið sérstaklega á skiptidögum og er það innifalið í stangarverði. Leiðarlýsing að veiðihúsi er að finna á www.svfr.is Veiðireglur: Stangirnar eru alltaf seldar 4 saman. Í vorveiðinni er eingöngu veitt á flugu og er hámarksveiði 2 fiskar á stöng á dag, eftir það má veiða og sleppa.

Steinsmýrarvötn - Almennar upplýsingar Staðsetning: Stutt frá Kirkjubæjarklaustri, um 300 km. frá Reykjavík við bæinn Syðri-Steinsmýri. Veiðisvæði: Steinsmýrarvötn eru staðsett við Syðri Steinsmýri og samanstanda af tveimur vötnum og svo lækjum sem renna á milli þeirra. Í göngufæri frá veiðihúsinu. Tímabil: 1. apríl til 10. október. Veiðileyfi: Tveir dagar í senn frá hádegi til hádegis

24

ATH. Stangirnar eru alltaf seldar 4 saman. Daglegur veiðitími: Veiðitíminn 07:00-13:00 og 16:00-22:00. Eftir 1. september er veitt frá 15:0021:00. Fjöldi stanga: 4 stangir seldar saman Leyfilegt agn: Fluga og spúnn – Þó eingöngu fluga í vorveiðinni. SVFR hvetur til fluguveiði á svæðinu Vinsælar flugur: Nobbler, Dentist,

Steinsmýrarvötn Fjórar stangir seldar saman Veiðidagar Stangafj.

Félagsverð

1/4-1/5 4 14.000 1/5-2/6 4 12.500 2/6-1/8 4 9.400 1/8-2/9 4 11.400 2/9-10/10 4 14.000 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


Gríðarmikiðverk, verk,rúmlega rúmlega Gríðarmikið þúsundblaðsíður, blaðsíður,í tveimur í tveimur þúsund stórum bindum með fjölda stórum bindum með fjölda fallegramynda. mynda. fallegra SölviBjörn BjörnSigurðsson Sigurðssonhefur hefur Sölvi unniðþrekvirki. þrekvirki. unnið Sannkallaðurkjörgripur! kjörgripur! Sannkallaður

Vatnamenning og veiðiskapur veiðiskapur þessari tveggja tveggja binda binda útgáfu, útgáfu, ÍÍþessari Íslenskri vatnabók vatnabók og og Stangveiðum Stangveiðum áá Íslenskri Íslandi, er er safnað safnað saman saman fróðleik Íslandi, fróðleik um um vatnamenningu og veiðiskap vatnamenningu og veiðiskap allt allt frá frá landnámi til til nútímans. nútímans. landnámi

Þessi Þessiglæsilega glæsilegaútgáfa útgáfaererfyrir fyrirveiðimenn veiðimenn og alla þá sem hafa gaman af sögu og alla þá sem hafa gaman af sögu og og náttúru náttúrulandsins, landsins,ævintýrum ævintýrumog og frásögnum um veiðiskap frásögnum um veiðiskapog ogvötn vötnááÍslandi. Íslandi.

Sagðar eru sögur af dularfullum fiskum og Sagðar eru sögur af dularfullum fiskum og dulmögnuðum aflaklóm, fjarstæðum og dulmögnuðum aflaklóm, fjarstæðum og fyrirburðum, auk þess sem dregin er upp fyrirburðum, auk þess sem dregin er upp lýsing á flestöllum vatnasvæðum landsins. lýsing á flestöllum vatnasvæðum landsins.

Verið velkomin í Eymundsson, Verið velkomin í Eymundsson, Austurstræti, kl. 17 í dag. Austurstræti, kl. 17 í dag. Höfundur les upp úr verkinu, sem Höfundur les upp úr verkinu, sem verður á sérstöku kynningarverði. verður á sérstöku kynningarverði. Léttar veitingar í boði. Léttar veitingar í boði.

Við segjum sögur Við segjum sögur

www.sogurutgafa.is www.sogurutgafa.is

Bækur/Tónlist/Myndbönd Bækur/Tónlist/Myndbönd


silungsveiði

2

stangir

Allt löglegt agn leyfilegt

Eldvatnsbotnar

Fallegt, fjölskylduvænt tveggja stanga sjóbirtingssvæði Vinsældir veiðisvæðisins í Eldvatnsbotnum hafa aukist mikið undanfarin ár enda er þar að finna bæði fallegt umhverfi og fína veiði, auk þess sem hægt er að setja í stóra fiska. Eldvatnsbotnar eru efsti hluti Eldvatnsins í Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu, tveggja stanga sjóbirtingsveiðisvæði í fögru umhverfi í landi Botna. Áin á upptök sín í svokölluðu Rafstöðvarlóni sem er sunnan við bæinn að Botnum. Hún rennur í tveimur kvíslum úr vatninu og er veiði í báðum kvíslunum, einkum þó þeirri vestari. Veiðimenn hafa aðgang að veiði í Fljótsbotni, en það er stöðuvatn sem liggur við veginn að Eldsvatnsbotnum. Í vatninu er bleikja og sjóbirtingur. Eldvatnsbotnasvæðið er að öðru jöfnu snemm­ gengara en önnur sjóbirtingssvæði á Suðurlandi og er besti tíminn þar frá því um 10.-14. ágúst og út ágústmánuð. En eins og menn vita koma þeir stóru fyrst.

það á sama tíma brottfarardag. Veiðimenn leggja sjálfir til allan rúmfatnað og hreinlætisvörur. Vinsamlegast þrífið húsið vandlega við brottför og takið með ykkur allt rusl. Leiðalýsing að veiðihúsi má finna á www.svfr.is

Veiðihús

Veiðireglur

Húsið er ágætlega búið tækjum og áhöldum. Í því eru þrjú herbergi, tvö með tveimur rúmum en það þriðja er með einu rúmi (samtals fimm rúmstæði). Sængur fyrir 5 eru í húsinu. Húsið er bæði raf- og gasvætt, m.a. er örbylgjuofn og eldunarhella í eldhúsinu. Veiðimenn mega koma í húsið klukkustund eftir að veiðitíma lýkur og skulu rýma

Veitt er frá hádegi til hádegis. Þar sem stangirnar eru einungis seldar saman látum við veiðimönnum eftir að skipta milli sín svæðum. Börnum er heimilt að veiða í Rafstöðvarlóni og Fljótsbotni með tveimur stöngum til viðbótar við þær tvær stangir sem heimilar eru í ánni.

Kvóti er einn sjóbirtingur á stöng á dag. Eftir það má veiða og sleppa sjóbirtingi. Ekki er kvóti á staðbundnum urriða, bleikju og laxi Eldvatnsbotnar - Almennar upplýsingar Staðsetning: Í Vestur Skaftafellssýslu ca 50 km austan við Vík í Mýrdal, um 250 km frá Reykjavík. Veiðisvæði: Rafstöðvarlón, Fljótsbotn og báðar kvíslar Eldvatnsbotna að merktum veiðimörkum. Veiðisvæðið nær u.þ.b. tvo km í hvorri kvísl frá lóninu að merktum veiðimörkum. Bleikja er bæði í ánni og vötnunum og getur hún verið mjög væn. Fjöldi stanga: 2 ávallt seldar saman Tímabil: 2. júlí til 10. október Veiðileyfi: Tveir dagar í senn. Vikuleiga: Á tímabilinu frá 22. júní til 20. júlí er seld vika í senn. Þá má eingöngu veiða í Rafstöðvarlóni og Fljótsbotni. Þetta er upplagður tími til að fara með fjölskylduna til veiða. Daglegur veiðitími: Kl. 7.00–13.00 og 16.00– 22.00 en frá og með 14. ágúst er veiðitíminn kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00. Leyfilegt agn: Eingöngu er leyfð fluguveiði með flugustöngum, flugulínum og fluguhjólum í kvíslunum.. Í Rafstöðvarlóni og Fljótsbotni má veiða á flugu, maðk og spón. Börnum er heimilt að veiða í Rafstöðvarlóni og Fljótsbotni með samtals tveimur stöngum til viðbótar við þær tvær stangir sem heimilar eru í ánni. Vinsælar flugur. Flæðamús, Black Ghost, Heimsæta, Nobblerar og Peacock

Eldvatnsbotnar Veiðidagar Stangafj. Félagsverð Vikur með tveim stöngum sem seldar eru saman 20/6-25/7 2

41.300

2ja daga holl - verð á stangardag 25/7-10/8 2 10.900 10/8-26/8 2 13.100 26/8-9/9 2 12.100 9/9-23/9 2 11.400 23/9-9/10 2 13.300 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

26

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


silungsveiði

3

stangir

Sog – Alviðra Vorbleikja

Allt löglegt agn leyfilegt

Óbreytt verð annað árið í röð!

Veiðireglur

Í Alviðru leynist talsvert af bleikju, og hún getur verið í stærri kantinum eins og á öðrum svæðum í Soginu. Enn vantar mikið upp á að allir leyndardómar svæðisins í þessum efnum hafi verið uppgötvaðir.

Veiðihús

Húsið er það sama og notað er á laxveiðitímanum. Sjá nánar um það þar. Veiðimenn mega koma í hús klukkustund eftir að veiðitíma lýkur daginn fyrir veiðidag og ber að rýma

það á sama tíma brottfarardag. Veiðimenn leggja sjálfir til matvæli, hreinlætisvörur, rúmföt og handklæði. Á staðnum eru kolagrill, sængur og koddar. Munið að þrífa húsið og taka með ykkur allt rusl. Leiðarlýsing að veiðihúsi er að finna á

Veitt er frá morgni til kvölds. Gott veiðikort fæst á skrifstofu SVFR. Veiðimenn eru minntir á að gæta ýtrustu varkárni þegar vaðið er út í ána og nota björgunarvestin sem geymd eru í veiðihúsinu.

svfr.is

Sog Alviðra - Almennar upplýsingar Staðsetning: Um 40 km austan við Reykjavík

Veiðileyfi: Einn eða fleiri dagar í senn.

Veiðisvæði: Vesturbakki Sogs fyrir landi Alviðru og austurbakki neðan brúar við Þrastalund.

Daglegur veiðitími: Kl. 8.00–20.00 daglega. Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spónn.

Fjöldi stanga: 3

Alviðra silungur Verð á stangardag Veiðidagar Stangafj.

Félagsverð

1/4-31/5 3 4.200 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Rapala Max Rap svíkur engan!

Vandaðar veiðivörur í úrvali 28

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


Sog – Þrastalundur

2

stangir

Tveggja stanga silungsveiðisvæði

Allt löglegt agn leyfilegt

Veiðihús

Ekkert veiðihús er fyrir svæðið. Veiðimönnum stendur til boða salernis- og hreinlætisaðstaða í nýjum veitingaskála í Þrastalundi. Veiðibók er á staur við Kúagil við göngustíg að veiðisvæðum. Skylda er að skrá allan afla, sem er afar mikilvægt. Leiðarlýsing að veiðisvæðinu er að finna á svfr.is.

Veiðireglur

Veitt er frá morgni til kvölds. Gott veiðikort fæst á skrifstofu SVFR.

Óbreytt verð! Þrastalundarsvæðið er þægilegt yfirferðar og fagurt. Líkt og annars staðar í Soginu er hægt að hitta á góða bleikjuveiði og verðið er mjög hagstætt.

Veiðimenn eru minntir á að gæta ýtrustu varkárni þegar vaðið er út í ána og nota björgunarvestin sem geymd eru í veiðihúsinu við Alviðru.

Sog Þrastalundur - Almennar upplýsingar Staðsetning: Um 40 km austan við Reykjavík

Veiðileyfi: Einn eða fleiri dagar í senn.

Veiðisvæði: Veiðisvæðið er austurbakki Sogsins, frá veiðimörkum við Kúagil, sem er rétt neðan við tjaldsvæðið og bílastæðin, og upp að Álftavatni.

Veiðitími: Kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00 en frá og með 14. ágúst kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00.

Fjöldi stanga: 2

Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spónn.

Þrastalundur Silungur Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

24/6-31/8 2 6.200 1/9-24/9 2 3.900 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014

29


silungsveiði

3

stangir

Sog – Bíldsfell

Bleikjuveiði í apríl og maí

Bíldsfellssvæðið hefur fyrir löngu sannað sig sem frábært bleikjuveiðisvæði. Það er þekkt fyrir margar og stórar bleikjur og hefur gjarnan veiðst mjög vel í vorveiðinni á svæðinu. Veiðimönnum er ráðlagt að vaða ekki of langt yfir skammt.

Veiðihús

Veiðihúsið við Bíldsfell er hið glæsilegasta og væsir ekki um veiðimenn á staðnum. Húsið er það sama og notað er á laxveiðitímanum. Sjá nánar um það þar. Veiðimenn mega koma í hús klukkustund eftir að veiðitíma lýkur daginn fyrir veiðidag og ber að rýma það á sama tíma brottfarardag. Veiðimenn leggja

sjálfir til matvæli, hreinlætisvörur, rúmföt og handklæði. Á staðnum eru gasgrill, sængur og koddar. Munið að þrífa húsið og taka með ykkur allt rusl. Leiðarlýsing að veiðihúsi er að finna á svfr.is

Veiðireglur

Veitt er frá morgni til kvölds. Skylt er að sleppa hoplaxi. Gott kort fæst á skrifstofu SVFR.

Allt löglegt agn leyfilegt

Veiðimenn eru minntir á að gæta ýtrustu varkárni þegar vaðið er út í ána og nota björgunarvestin sem geymd eru í veiðihúsinu.

Veiðimenn athugið: Eftirfarandi dagar eru ekki til úthlutunar fyrir sumarið 2012 (eru dagar landeigenda): 3. og 4. - 9.og 10. - 15. og 16. - 21. og 22. - 27. og 28. apríl 3. og 4. - 9.og 10. - 15. og 16. - 21. og 22. - 27. og 28. maí

Sog Bíldsfell - Almennar upplýsingar Staðsetning: Um 40 km austan við Reykjavík Veiðisvæði: Vesturbakki Sogs fyrir landi Bíldsfells og Tungu í Grafningi. Fjöldi stanga: 3

30

Veiðileyfi: Einn eða fleiri dagar í senn. Veiðitími: Kl. 8.00–20.00. Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spónn. Veiðireglur: Veitt er frá morgni til kvölds.

Bíldsfell silungur Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

1/4-9/6 3 8.400 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


6

stangir

Eingöngu fluguveiði

Sog Þrastalundur - Almennar upplýsingar Staðsetning: Hveragerði, um hálftíma akstur frá Reykjavík. Veiðisvæði: Varmá og Þorleifslækur er í heild sinni hátt í 20 kílómetrar. Varmá rennur um Hveragerði og eftir að hún hefur sameinast Sandá nefnist hún Þorleifslækur sem rennur í Ölfusá, um 6 km frá sjó. Fjöldi stanga: 6 Tímabil: Frá 1. apríl til 20. október. 

Varmá – Þorleifslækur

Veiðileyfi: Einn eða fleiri dagar í senn frá morgni til kvölds. Daglegur veiðitími: Er 12 klst. á dag, kl. 7.00– 13.00 og 16.00–22.00 (20. júní – 20. ágúst) og kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00 (21. ágúst – 20. okt.).

Ein mesta og dulmagnaðasta sjóbirtingsá landsins

Leyfilegt agn: Eingöngu er leyfð fluguveiði í Varmá-Þorleifslæk. Vinsælar flugur: Bleik og blá, Heimasætan, Black Ghost, Peacock, Black Gnat og Krókurinn

Varmá á góð sumur að baki og sumarið 2013 var engin undantekning! Vatnasvæði Varmár er um margt sérstakt en þar má finna allar tegundir íslenskra ferskvatnsfiska en sjóbirtingurinn er þó alls ráðandi á svæðinu. Sumarið 2013 var frábært veiðisumar í Varmá. Margir stórir staðbundnir urriðar veiddust ásamt sjóbirtingum, um og yfir 80 cm. Sumarið sýndi að áin er komin til baka eftir klórslysið, sem hún varð fyrir árið 2007. Það leynast gríðalega stórir og sterkir fiskar í þessari litlu og nettu á og er hún tilvalin til að leiða unga veiðimenn inn í undraheim stangveiðinnar. Veiðitímabilið er langt á bökkum árinnar, hún hefst strax í apríl og stendur allt fram til 20. október. Hér er griðastaður fluguveiðimanna en rétt er að taka fram að til þess að hlúa að fiskistofnum þessa viðkvæma vatnasvæðis er kvótinn 1 fiskur á hverja stöng á dag en það má að sjálfsögðu veiða og sleppa að vild eftir það. Einnig biðlum við til veiðimanna að sleppa þeim stóru og skrá allan veiddan afla í veiðibókina, sem staðsett er í veiðikofa, því enn má bæta skráningu. Má geta sér til þess að sumarið 2013 voru skráðir um 350 fiskar en skráningin var af skornum skammti.

Skemmtileg og krefjandi á með stórum fiskum. Hef lent í ævintýra­ legri veiði í Varmá, í magni talið og stærð.“ Tommi Za

Veiði síðasta ár: 295 urriðar, 9 laxar og 21 bleikja (skráning ábótavant)

Varmá Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

1/4- 6 19.900 2/4- 6 15.700 3/4- 6 13.600 4/4-30/4 6 11.500 1/5-31/5 6 9.400 1/6-12/6 6 8.300 13/6-30/6 6 5.200 1/7-14/8 6 10.400 15/8-20/10 6 13.600 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Veiðimenn mega vera spenntir fyrir komandi veiðitímabili í Varmá!

Veiðihús

Kofi er til afnota fyrir veiðimenn og er veiðibókin geymd þar. Veiðikofinn er um 200 m fyrir neðan þjóðveg. Ekið er yfir Varmá og svo beygt strax til hægri. Leiðarlýsingu að veiðihúsi er að finna á www.svfr.is.

Veiðireglur

Eingöngu er veitt á flugu og er kvóti upp á 1 fisk á dag fyrir hverja stöng. Leyfilegt að veiða í allri ánni frá fyrsta degi til þess síðasta. svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014

31


Laxveiði

Elliðaár

Sjálfbær laxveiðiperla í miðri borg Það verður að teljast harla fágætt að geta stundað laxveiðar inn í miðri höfuðborg, en við Íslendingar getum státað okkur af því. Elliðaárnar eru sannkölluð perla Reykjavíkur og slær flestum laxveiðiám ref fyrir rass þegar kemur að veiðitölum. Veiðin í Elliðaánum hefur verið stöðug og góð undanfarin ár. Sumarið 2013 skiluðu þær 1145 löxum og standa Elliðaárnar því vel í samanburði við aðrar ár hér á landi. Við vonumst til þess að góð veiði verði í Elliðaánum á komandi sumri enda hefur hófs verið gætt í veiðinni undan­ farin ár. Seiðum er ekki sleppt í Elliðaárnar og eru þær því algerlega sjálfbærar. Kvóti er tveir laxar á hálfsdagstöng og verður svo áfram.

Veitt er á fjórar stangir í júní og frá og með 16. ágúst til loka veiðitímans. Veiðimönnum er skylt að leyfa töku hreisturssýna og annarra sýna ef óskað er.

Athugið að óheimilt að veiða fleiri en tvo laxa á stöng á hverri vakt (hvern hálfan dag). Leiðarlýsingu að veiðihúsi er að finna á www.svfr.is

Athugið að nú er fyrirkomulagi við úthlutun í Elliðaárnar örlítið breytt frá síðasta ári. Nánari útlistun á því er hér til hliðar.

Veiðihús

Veiðihúsið er lítið og þægilegt og notað í upphafi daglegs veiðitíma til að draga um svæði og í lok veiðitímans til að skrá afla. Þar er salernisaðstaða fyrir veiðimenn.

Veiðireglur

Í byrjun veiðitíma skulu veiðimenn (báðir ef tveir eru um stöng) koma í veiðihúsið og afhenda veiðiverði leyfi sitt. Dregið er um svæði 15 mínútum fyrir upphaf veiðitíma á hverri vakt. Veiðimönnum er skylt að mæta í veiðihús eftir að veiði lýkur, jafnvel þótt þeir hafi ekkert veitt. Leyft er að veiða með maðki og flugu. Maðkveiði er aðeins leyfð í neðri hluta Elliðaánna. Reglur um það eru í veiðihúsi og kynntar í upphafi veiða.

32

Úthlutun Elliðaánna 2014

1. Eins og í fyrra þurfa félagsmenn ekki að nota forgangsleyfin sín til þess að sækja um veiði í Elliðaánum - og geta því nýtt þau til að sækja um önnur ársvæði. 2. Örlítil breyting verður þó gerð á fyrirkomulaginu við Elliðaárnar. Veiðisumrinu verður skipt upp í tímabil (vikur) og félagsmenn sem hyggjast veiða í Elliðaám sækja um ákveðna viku, eina stöng, annað hvort fyrir eða eftir hádegi. 3. Við úthlutun verður umsóknum úthlutað með aðstoð tölvu líkt og í fyrra. 4. Í þeim vikum þar sem umsóknir verða fleiri en stangardagarnir verður það hlutverk árnefndar Elliðaáa að finna þeim félagsmönnum sem ekki fá leyfi á umbeðnu tímabili annan tíma í ánum. Það gæti verið annað tímabil en sótt var um og jafnvel annar mánuður. 5. Úthlutunin sem fer fram með aðstoð tölvu verður framkvæmd fyrir opnum tjöldum og verður auglýst hvenær hún fer fram Ath. Langvinsælisti tíminn er fyrir hádegi í júlí og má því búast við mikilli umframeftirspurn þá daga. Ath. Það má einnig geta þess að í fyrra, eins oft áður, reyndust færri sækja um eftir hádegi en fyrir hádegi.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


4-6

stangir

Fluga og maðkur er Leyfilegt agn

Elliðaár - Almennar upplýsingar Staðsetning: Reykjavík - Höfuðborg Veiðisvæði: Frá Elliðavatnsstíflu niður að ósi. Óheimilt er að veiða á eftirtöldum stöðum: Ekki má veiða nær laxastiga í Elliðavatnsstíflu en 50 metra. Sama gildir um Árbæjarstíflu og teljarann við Rafstöðina, þar sem veiði er óheimil 50 metrum fyrir ofan og neðan þessi mannvirki. Veiði er bönnuð í vesturkvísl Elliðaánna, frá Höfðabakkabrú að sjó. Í júní og frá 16.ágúst eru veiðisvæðin tvö og þá er veitt á fjórar stangir í ánum. Frá og með 1. júlí til og með 15. ágúst eru veiðisvæðin þrjú og veitt með sex stöngum. Tvær stangir eru á hverju svæði. Frá 1.september til 15.september er veitt á 4 stangir og er þá einungis heimilt að veiða á flugu og ber að sleppa öllum laxi. Veiðisvæðið í september er fyrir ofan Árbæjarstíflu. Stór hluti Elliðaánna er frjálst veiðisvæði og ekki innan skiptingar.

Allar nánari upplýsingar um veiðisvæði gefa veiðiverðir, en einnig eru nákvæmar upplýsingar um veiðireglur og veiðisvæði fáanlegar í veiðihúsi sem og á heimasíðu svfr. Veiðimenn eru hvattir til að kynna sér veiðireglurnar vel áður en veiði hefst. Fjöldi stanga: 4-6

Það er dásamlegt að veiða í Elliðaánum, stutt að fara og alltaf gott veður. Sannkölluð fjölskylduá. Brynja Gunnarsdóttir

Tímabil: 21. júní til 15. september Veiðileyfi: Hálfur dagur í senn. Daglegur veiðitími: Kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00 Leyfilegt agn: Fluga og maðkur. Vinsælar flugur: Rauð Frances, Svört Frances, Snælda.

Elliðaár Verð á stöng hálfan dag

Veiði síðastliðið ár: f.h. e.h 2013 1145 21/6-24/6 4 13.600 11.500 2012 830 25/6-30/6 4 17.800 14.600 2011 1150 1/7-31/7 6 20.900 17.800 2010 1164 1/8-10/8 6 17.800 15.700 2009 880 11/8-15/8 6 15.700 13.600 16/8-31/8 4 12.500 10.400 1/9-15/9 4 10.400 10.400 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014

33


Laxveiði

2

stangir

Fluga og maðkur er Leyfilegt agn

Leirvogsá

Ævintýri innan seilingar Leirvogsá er spennandi og gjöful laxveiðiá í fögru umhverfi aðeins steinsnar frá höfuðborginni. Umhverfi árinnar er einstakt með fjölda fallegra hylja og strengja sem freista laxveiðimanna. Í Leirvogsá er rúmt um veiðimenn enda aðeins veitt á tvær stangir. Há meðalveiði á stöng hefur freistað veiðimanna í Leirvogsá í gegnum tíðina og veiðin sumarið 2013 var góð eða 603 laxar, rúmlega 3 laxar á stöng á dag. Vatnsbúskapur var með miklum ágætum síðasta sumar og lax dreifður út um alla á. Vænn sjóbirtingur hefur gert sig heimankominn í Leirvogsá undanfarin ár og kætt veiðimenn á milli þess sem þeir landa laxinum. Margir fjölbreyttir veiðistaðir prýða þessa fallegu á og í Leirvogsá eru veiðimenn í miklu návígi við laxinn og því vissara að fara varlega að hyljunum. Maðkveiðimenn una sér vel í Leirvogsá en áin geymir einnig fjölda frábærra fluguveiðistaða.

Leirvogsá er dragá með lindarvatnsáhrifum og er vatnasvið hennar um það bil 85 ferkílómetrar. Hún rennur úr Leirvogsvatni og er um það bil 12 kílómetra löng, en fiskgengi hlutinn er um átta kílómetrar og endar undir Tröllafossi. Það ætti enginn stangveiðimaður að láta Leirvogsá fram hjá sér fara, því stutt er að fara og hægt að kaupa staka daga. Veiðihúsið er í landi NorðurGrafar. Það er gamalt og gott og þjónar vel tilgangi sínum. Í því er rafmagn, heitt vatn, eldunaraðstaða og snyrting. Á bílastæðinu er gámur sem er notaður til að gera að og ganga frá afla. Leiðarlýsingu að veiðihúsi er að finna á www.svfr.is.

Leirvogsá - Almennar upplýsingar Staðsetning: Mosfellsbær

Tímabil: 1. júlí til 26. september

Veiðisvæði: Frá 1. júlí til og með 29. júlí er ánni skipt í þrjú veiðisvæði. Svæði I nær frá ósi að og með Sleppitjarnarhyl. Svæði II er frá Neðri-Skrauta til og með Grundarhorni. Svæði III er frá og með Bakka og að Tröllafossi. Frá 30. júlí og til og með 26. september er ánni skipt í tvö veiðisvæði. Svæði I nær frá ósi árinnar að og með Seljalandsstreng og svæði II er frá og með Holu og að Tröllafossi. Seljalandsstrengur er fyrir ofan Svilaklöpp.

Veiðileyfi: Veitt er einn dag í senn frá morgni til kvölds.

Fjöldi stanga: 2

34

Daglegur veiðitími: 1/7 – 4/8 kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00 daglega. 5/8 – 4/9 kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00. 5/9 – 25/9 kl. 7.00–13.00 og 14.00–20.00. Leyfilegt agn: Fluga og maðkur Vinsælar flugur: Blue Charm, Frances, gáruflugur og örtúpur. Veiði síðastliðið ár: 603 laxar

Til að ná góðum árangri við fluguveiðar í Leirvogsá verður að sökkva flugunni í stað þess að láta hana skauta í yfirborðinu. Hyljir árinnar eru svo nettir að þú þarft að ná óskiptri athygli laxins og kasta ákveðið fyrir hann. Botn árinnar er mjög grýttur og því vissara að nota sterka tauma. Góða skemmtun.“ Viðar Jónasson

Leirvogsá Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

2/7-3/7 2 48.000 4/7-6/7 2 74.800 7/7 2 85.500 8/7-11/7 2 98.500 25/7-27/7 2 112.000 29/7-31/7 2 112.000 1/8-5/8 2 99.000 6/8-11/8 2 94.900 12/8-15/8 2 85.500 16/8-24/8 2 69.000 25/8-27/8 2 56.600 28/8-31/8 2 48.000 1/9-5/9 2 42.700 6/9-14/9 2 39.500 15/9-26/9 2 38.400 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


Grant Thornton er framsækið og leiðandi endurskoðunarfyrirtæki

Grant Thornton er eitt af leiðandi alþjóðlegum samtökum endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækja sem veitir viðskiptavinum sínum faglega og persónulega þjónustu á sviði fjármála og viðskipta. Það er keppikefli okkar að aðstoða viðskiptavini við að ná markmiðum sínum þannig að þeir hafi af þjónustunni sýnilegan ávinning.

www.GrantThornton.is

Endurskoðun • Ráðgjöf


Laxveiði

2

stangir

Fluga og maðkur er Leyfilegt agn Í húsinu eru sængur og koddar en veiðimenn leggja sjálfir til sængurfatnað, allar hreinlætisvörur og matvæli Leiðarlýsingu að veiðihúsi er að finna á www.svfr.is.

Andakílsá

Veiðireglur

Veitt er á tvær stangir í ánni frá 20. júní til og með 30. september.

Auðvelt aðgengi í gjöfulli á fyrir laxveiðimenn á öllum aldri

Þar sem stangirnar tvær eru aðeins seldar saman skipta veiðimenn sjálfir með sér veiðisvæðinu.

Andakílsá gaf 374 laxa á stangirnar tvær sumarið 2013 sem er þriðja mesta veiði sl. 39 ár. Undanfarin ár, að undanskyldu hamfarasumrinu 2012, hafa veiðitölur verið mjög góðar sem gera Andakílsá að einni aflahæstu laxveiðiá landsins sé litið til afla á hverja dagsstöng. Áin er hæg og róleg og þykir henta fluguveiðimönnum mjög vel og veiðist orðið mjög hátt hlutfall laxanna á flugu. Hún fellur úr Skorradalsvatni um Andakílsárfoss en neðan hans er veiðisvæðið u.þ.b. 8 kílómetra langt sem fellur um sléttlendið niður í Borgarfjörð. Andakílsá er sérlega hentug fyrir fjölskylduna því aðgengi að veiðistöðum er gott og ágætt veiðihús er við ána.

Veiðihús

Veiðihúsið sem er notalegt er með heitum potti í hlaðvarpanum, rafmagni og hita. Svefnrými er fyrir 7 manns í tveimur svefnherbergjum. Í öðru herberginu eru fjögur rúmstæði í kojum en í hinu tvíbreitt rúm og rúmstæði yfir því í koju. Í baðherbergi er sturta og við húsið er gasgrill. Veiðimenn mega koma í húsið einni klukkustund eftir að veiði lýkur, daginn fyrir veiðidag, og skulu

rýma það á sama tíma brottfarardag. Þegar seld eru 2ja daga holl frá hádegi til hádegis mega veiðimenn koma í hús klukkustund áður en veiði hefst. Veiðimenn skulu ræsta húsið rækilega fyrir brottför og taka með sér allt rusl. Hægt er að kaupa þrif en upplýsingar um þau eru í veiðihúsi og hjá SVFR.

Húsið í Andakíl er snoturt og vinalegt með öllum helstu þægindum og að auki fylgir húsinu heitur pottur. Aðgengi að veiðistöðum er gott og auðvelt og þægilegt að veiða nánast alla staði. Áin er fullkomin fluguveiðiá. Það sem er þó minnistæðast úr þessari ferð er að þrátt fyrir rólegheit í okkur veiðimönnunum veiddum við 17 laxa á tveimur dögum á tvær stangir og misstum nokkra, allt á fluguna. Ekki oft sem maður lendir í svona veiði!! „Frábær hjónaá“. Bjarni Ómar Ragnarsson

Andakílsá - Almennar upplýsingar Staðsetning: Í Borgarfirði, 72 km frá Reykjavík. Veiðisvæði: Veiðisvæðið er um 8 km langt og nær frá Andakílsárfossum að ofan og niður að ósum árinnar. Í ánni eru 15 merktir veiðistaðir ofan brúar en nokkrir ómerktir veiðistaðir eru neðan hennar þar sem áður var silungasvæði árinnar. Fjöldi stanga: 2 Tímabil: 20. júní til 30. september. Veiðileyfi: Stakir dagar frá morgni til kvölds frá 20. júní til og með 4. júlí og aftur frá 2. september og út veiðitímann. Á tímabilinu 5. júlí – 1. september er áin seld í 2ja daga hollum þar sem byrjað og endað er á hádegi en þá er fyrsta og síðasta hollið

36

á því tímabili einn og hálfur dagur. Stangirnar eru seldar saman. Daglegur veiðitími: 20. júní – 13. ágúst kl. 7.00– 13.00 og 16.00–22.00 daglega. 14. ágúst – 14. september kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00. 15. september og út veiðitímann kl. 7.00–13.00 og 14.00–20.00. Leyfilegt agn: Fluga og maðkur.

Andakílsá var á árum áður þekkt fyrir stóra fiska og með því að drepa þá síðustu í þessum flokki í ánni er verið að eyða þessum stórlaxagenum. Það eru því vinsamleg tilmæli til veiðimanna að sleppa tveggja ára laxi. Það er einnig eindregin ósk veiðiréttareigenda að veiðimenn taki hreistursýni af öllum veiddum fiski. Með hreistursýnum fást upplýsingar um uppruna og heimtur úr sleppingum sem veiðifélagið hefur staðið að. VEIðIMENN ATHUGIð Vinsamlegast takið hreistursýni. Í húsinu eru pokar undir þau.

Andakílsá Verð á stangardag Veiðidagar Stakir dagar

Stangafj.

Félagsverð

20/6-24/6 2 23.900 25/6-27/6 2 29.900 28/6-29/6 2 34.900 30/6-3/7 2 39.900 4/7- 2 44.900 Einn og hálfur dagur 5/7-6/7 2 49.900 2 dagar hád. til hád. 6/7-8/7 2 49.900 8/7-12/7 2 55.900 12/7-24/7 2 59.900 24/7-30/7 2 62.900 30/7-3/8 2 59.900 3/8-9/8 2 55.900 9/8-19/8 2 49.900 19/8-23/8 2 44.900 23/8-31/8 2 39.800 Einn og hálfur dagur 31/8-1/9 2 39.800 Stakir dagar 3/9-10/9 2 35.900 11/9-14/9 2 33.900 15/9-23/9 2 32.900 24/9-28/9 2 29.900 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

VEIðIMENN ATHUGIð

Vinsælar flugur: Sunray Shadow, Svört Frances, Rauð Frances, Green Butt og Collie Dog.

Dagar ekki til úthlutunar í Andakílsá

Veiði síðastliðið ár: 374 laxar veiddust sumarið 2013

10-12/7, 18-20/7, 26-28/7, 3-5/8, 11-13/8, 19-21/8,

22/6, 26/6, 30/6, 4/7 27-29/8, 2/9, 4/9, 8/9, 12/9, 16/9, 20/9, 24/9, 28/9

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


Laxveiði

Gljúfurá

Ein af perlum Borgarfjarðar Gljúfurá er sérstaklega skemmtileg þriggja stanga laxveiðiá í fögru umhverfi. Veiðistaðir eru fjölmargir og fjölbreyttir og hentar áin vel fyrir veiði bæði á flugu og maðki.

Í veiðihúsinu mega dvelja tveir fyrir hvert selt leyfi en fleiri ef stangirnar þrjár eru keyptar saman.

Gljúfurá gaf jafnt og þétt allt sumarið 2013 og endaði í 569 löxum sem er næst mesta veiði í ánni frá upphafi. Þó að Gljúfurá henti víða vel til fluguveiða hefur stærsti hluti laxveiðinnar fengist á maðk. Gljúfurá hentar afar vel samstilltum hópum og fjölskyldum enda fylgir rúmgott og afar vel útbúið veiðihús með heitum potti.

Komudag mega veiðimenn koma í veiðihúsið einni klukkustund fyrir veiðitíma og skulu rýma það á sama tíma brottfarardag.

Veiðihús

Glæsilegt fjögurra svefnherbergja veiðihús með heitum potti fylgir ánni. Baðherbergi með sturtu er í hverju svefnherbergi en í hverju svefnherbergi eru tvö rúm. Sængur og koddar í átta rúmstæðum

eru í húsinu en veiðimenn þurfa að taka með sér sængurfatnað sem og allar hreinlætisvörur. Gasgrill er við húsið. Lykill að veiðihúsinu er við inngöngudyr og ber að skilja hann þar eftir að loknum veiðitíma.

Gljúfurá - Almennar upplýsingar Staðsetning: Borgarfjörður, um 100 km frá Reykjavík Veiðisvæði: Veiðisvæðið nær frá Klaufhamarsfossi að Norðurá og er u.þ.b. 13 km langt. Hóp tilheyrir ekki veiðisvæðinu. Einnig fylgja 2 stangir í Langavatni hverju veiðileyfi. Tímabil: 25. júní til 30. september. Veiðileyfi: Veitt er í tvo daga í senn, frá hádegi til hádegis, nema í opnun þegar veitt er frá morgni 25. júní til hádegis 26. júní.

38

Daglegur veiðitími: Kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00 en frá og með 14. ágúst kl. 7.00–13.00 og 15.00– 21.00.

Leiðarlýsingu að veiðihúsinu er að finna á www.

svfr.is.

Veiðireglur

Veitt er á þrjár stangir í ánni frá 25. júní til 30. september og eru stangirnar ávallt seldar saman. Tvær stangir í Langavatni fylgja hverju leyfi í Gljúfurá. Kvóti er 5 laxar á stöng á dag. Eftir að kvóta er náð er heimilt að veiða en skylt að sleppa öllum laxi. Veiðimenn eru hvattir til að taka hreistursýni en góð aðstaða er til þess í vöðlu- og aðgerðarherbergi. Gott kort af ánni má prenta út af vef SVFR.

Fjöldi stanga: 3 Leyfilegt agn: Fluga og maðkur. Vinsælar flugur: Svört Frances, Rauð Frances, Sunray Shadow, Collie Dog, Gáru-túpa. Veiði síðastliðið ár: 569 laxar sumarið 2013.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


3

stangir

Fluga og maðkur er Leyfilegt agn

Fjölbreytni veiðastaða í Gljúfurá er heillandi. Hvort sem maður kýs að nota flugu eða maðk, sem við gerum ýmist í mínu holli, þá hentar þessi frábæra á öllum. Eftir að hafa stundað Gljúfurá í nokkur ár getum við ekki hugsað okkur veiðisumarið án þessarar perlu, og þar spilar ekki lítið hlutverk frábært veiðihúsið, því bæði húsið og öll aðstaða er algerlega fyrsta flokks. Hermann Valsson

VEIðIMENN ATHUGIð Vinsamlegast takið hreistursýni. Í húsinu eru pokar undir þau.

Gljúfurá Verð á stangardag Einn og hálfur dagur Stangarfj.

Félagsverð

25/6-26/6 3

52.400

2 dagar hád til hád 26/6-30/6 3 46.550 30/6-24/7 3 57.050 28/7-9/8 3 57.050 9/8-31/8 3 46.550 31/8-8/9 3 40.600 8/9-14/9 3 36.750 14/9-20/9 3 34.200 20/9-28/9 3 31.600 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

VEIðIMENN ATHUGIð 24. – 28. júlí eru ekki til úthlutunar.

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014

39


Laxveiði

Langá á Mýrum

Frábær veiði og þjónusta. Góður kostur fyrir litla og stóra hópa.

Langá á Mýrum er ein af bestu laxveiðiám landsins og á sér fjölmarga aðdáendur. Langá er fjölbreytt veiðiá með um eitt hundrað skráða veiðistaði en áin á upptök sín í Langavatni 36 kílómetrum frá sjó. Veiðin í Langá sumarið 2013 var frábær, 2.815 laxar komu á land sem er önnur besta veiðin í Langá. Horfur fyrir næsta ár eru góðar en mælingar vísindamanna á seiðabúskap Langár sýna að lífríki árinnar er í blóma. Vonir veiðimanna standa því til að veiðin í Langá verði áfram góð en mesta veiðin í Langá var sumarið 2008 þegar veiddust 2.970 laxar í ánni. Veitt er á 8-12 stangir í ánni en sumarið 2014 verður boðið upp á þá nýjung að hægt verður að kaupa 4 stangir sem veiða saman á svæði með möguleika á að borða kvöldverð saman í notalegum matsal í nýrri viðbyggingu Langárbyrgis sem tekin var í notkun sumarið 2013. Smærri hópar geta því notið sín og verið út af fyrir sig þó svo að fleiri séu að veiðum á sama tíma en nýi salurinn rúma allt að átta veiðimenn.

Frábær þjónusta og góð aðstaða

Það væsir ekki um veiðimenn í Langárbyrgi sem stendur á bökkum hinna rómuðu Hvítsstaðahylja. Húsið er nýlegt með tólf tveggja manna herbergjum með baðherbergi. Í gufubaðinu er kjörið að fara yfir helstu afrek dagsins á bakkanum og aðstaða fyrir vöðlur, skó og tilheyrandi er jafnframt mjög góð. Nýr rekstraraðili, Magnús Héðinsson, mun sjá um rekstur Langárbyrgis sumarið 2014. Magnús hefur

40

Áin þín

Langá er meðalstór á og blátær. Átta til níu feta einhenda með línu 6-9 er kjörið veiðitæki og eru litlar flugur alla jafnan gjöfulastar. Í Langá er fjöldi hylja þar sem kjörið er að gára vatnsyfirborðið til að egna laxinn til töku. Uppistaðan í aflanum er kraftmikill smálax en stærstu fiskar hvers tímabils hafa undanfarin ár verið á bilinu 12-15 pund.

mikla reynslu af rekstri veiðihúsa og rak veiðihúsin í Þverá og Kjarrá í 23 ár. Með góðum aðbúnaði og framúrskarandi þjónustu í veiðihúsinu er SVFR með markvissum aðgerðum að gera upplifun veiðimanna einstaka og eftirminnilega.

Langá hefur allt sem góð laxveiðiá hefur upp á að bjóða. Fjölbreytta veiðistaði, frískan lax og aukabirgðir af vatni en vatnsmiðlun í Langavatni tryggir veiðimönnum jafnt og gott rennsli allt sumarið. Þá er aðgengi að veiðistöðum Langár er til fyrirmyndar og heita má að hægt sé að aka að öllum merktum veiðistöðum á 26 kílómetra löngum veiðibakka.

Verð fyrir húsið er 24. júní - 3. júlí kr. 14.900

Ríflegur kvóti

Verð 3. júlí - 27. ágúst kr. 23.900 Verð 27. ágúst - 19. september kr. 11.900 3.000 kr. aukagjald ef einn á stöng

Það er til marks um góða veiði í Langá að kvóti veiðimanna á hverri vakt er ríflegur eða 5 laxar á stöng. Það eru vinsamleg tilmæli til veiðimanna að sleppa 70 cm laxi og stærri í ána aftur í samræmi

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


8-12 stangir

Það er einstakt að veiða í Langá vegna þess að fjölbreytileikinn er svo mikill. Í byrjun sumars iða neðstu svæðin af lífi og þegar kemur fram á haustið bíða þín endalausir möguleikar á Fjallinu. Karl Magnús Gunnarsson

Fluga og maðkur er Leyfilegt agn

Langá á Mýrum - Almennar upplýsingar Staðsetning: Mýrar, í nágrenni Borgarness Veiðisvæði: Áin frá Ármótafljóti niður í Sjávarfoss Fjöldi stanga: 8-12 Tímabil: 21/6 - 24/9 Veiðileyfi: Tveir eða þrír dagar í senn. Í september er um tveggja daga holl að ræða en í ágúst er veitt í þrjá daga. Stakir dagar 21.-24. september.

Daglegur veiðitími: Veitt er frá morgni til kvölds, kl. 7-13 og 16-22. Eftir 16. ágúst er veitt á seinni vaktinni frá kl. 15-21. Á stökum dögum í september er veitt frá 8-20 án hlés. Leyfilegt agn: Fluga og maðkur. Eingöngu er veitt á flugu frá hádegi 24. júní til hádegis 20. ágúst. Vinsælar flugur: Gáruflugur, Frances, Snælda og Langá Fancy. Veiði síðastliðið ár: 2815 laxar sumarið 2013

við tilmæli Veiðimálastofnunar og SVFR. Veitt er á blandað agn í Langá eftir 20. ágúst, maðk og flugu.

Stakir dagar

Síðustu sjö daga tímabilsins er boðið upp á staka daga í Langá án fæðis- og gistingar. Veiðimenn hafa aðgang að vöðlu- og laxageymslu en veiðihúsið verður lokað. Aðeins er veitt á 8 stangir og því mjög rúmt um veiðimenn. Þetta er einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast töfrum Langár í mögnuðu umhverfi á Mýrunum á mjög hóflegu verði

Veiðireglur

Frá hádegi 24/6 er veitt á 8 stangir, frá hádegi 26/6 er veitt á 10 stangir og frá hádegi 30/6 til hádegis 12/9 er veitt á tólf stangir. Veitt er á tíu stangir eftir 12. september nema síðustu sjö daga veiðitímans þegar veitt er á 8 stangir. Veitt er frá hádegi til hádegis nema síðustu sjö dagana þegar veitt er frá morgni til kvölds. Veiðimenn eru hvattir til þess að sleppa stórlaxi og kvóti er fimm laxar á vakt. Veiðikort og veiðistaðalýsingu má nálgast á vef SVFR.

Langá Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

11/8-14/8 12 79.700 14/8-20/8 12 70.800 27/8-29/8 12 90.000 29/8-1/9 12 81.200 1/9-3/9 12 70.400 3/9-6/9 12 67.500 6/9-8/9 12 54.800 8/9-10/9 12 50.100 10/9-12/9 12 44.500 14/9-16/9 10 39.500 Einn og hálfur dagur 16/9-17/9 10

39.500

Stakir dagar 18/9-24/9 8 29.900 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014

41


Laxveiði

Hítará

Vinsælt og gjöfult svæði

Hítará hefur verið ein vinsælasta áin innan vébanda SVFR og hefur selst upp ár eftir ár, enda hefur veiðin verið einstaklega góð og áin hentug fyrir samhenta vinahópa og fjölskyldur. Frábær laxveiðiá á Mýrum

Hítará er ein af þekktustu veiðiám landsins. Einstakt veiðihús á árbakkanum og glæsilegt umhverfi hafa fallið í mjög góðan jarðveg hjá ánægðum veiðimönnum. Fjölbreytileiki veiðistaða er mikill og staðsetning veiðihúss Jóhannesar á Borg, í ævintýralegu umhverfi kletta og veiðihylja, þar sem heyra má fossniðinn frá Brúarfossi, er einstök. Aðgengi að veiðistöðum gott og stutt að fara í alla helstu staðina. Sumarið 2013 var heildarveiðin í Hítará um 1.150 laxar. Svæðið ofan Kattarfoss tilheyrir aðalsvæðinu sumarið 2014, rétt eins og sl. sumar.

Veiðihús

Veiðihúsið fyrir Hítará er hið fornfræga veiðihús Lundur og er það til staðar fyrir veiðimenn. Ekki er boðið uppá fæði fyrri hluta veiðitímans fram til 2. júlí og eftir 25. ágúst. Til staðar eru uppábúin rúm fyrir veiðimenn og húsið er þrifið þegar veiðimenn yfirgefa það. Það skal áréttað að veiðimenn eru góðfúslega beðnir að ganga vel um

42

veiðihúsið og taka vel til eftir sig, þó húsið verðið þrifið sérstaklega á skiptidögum. Á tímabilinu 2. júlí til 25. ágúst er full þjónusta og er fæðiskostnaður 23.100 kr. á mann. Sé aðeins einn á stöng bætist við 3.000 kr. aukagjald. Veiðimenn mega koma í húsið einni klst. fyrir veiðitíma og ber að rýma það einni klst. eftir að

veiðitíma lýkur. Í veiðihúsinu mega dveljast tveir fyrir hvert selt leyfi. Leiðarlýsing að veiðihúsi er að finna á svfr.is

Veiðireglur

Veitt er frá hádegi til hádegis. Veitt er með fjórum stöngum á tímabilinu 18. júní til 4. júlí, en með sex stöngum eftir það og þá út laxveiðitímann. Skylt er að sleppa öllum laxi sem er stærri en 70 cm að lengd. Samkvæmt skilgreiningu Veiðimála­ stofnunar er þar um laxa sem eru þyngri en 3,5 kg. Í ljósi erfiðrar stöðu sjóbleikju á Vesturlandi eru veiðimenn hvattir til að sleppa allri sjóbleikju sem þeir kunna að veiða.

Athugið: Vakin er athygli á því að Hítará ofan Kattarfoss, tilheyrir nú svæðinu. Sérstaklega er bent á veiðistaðina rétt fyrir ofan Kattarfoss, þar liggur alltaf fiskur þegar líða tekur á sumarið.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


4-6

stangir

Eingöngu fluguveiði

Breiðin er flottasti veiðistaður í heimi

Hafþór Bjarni, átta ára, eftir að hafa landað fyrsta flugulaxinum sínum á Breiðinni 23. júní 2013. Hítará Verð á stangardag Veiðidagar

Hítará á Mýrum - Almennar upplýsingar Staðsetning: Mýrar, um 100 km. frá Reykjavík Veiðisvæði: Veiðisvæði árinnar nær frá ósi og að veiðimörkum neðan Klifsands. Tímabil: 18. júní til 20. september Veiðileyfi: Fjórar stangir á tímabilinu 18. júní til hádegis 8. júlí. Á öðrum tímum eru 6 stangir í ánni. Seldir eru tveir eða þrír dagar í senn frá hádegi til hádegis

Daglegur veiðitími: 7-13 og 16-22 til 14 ágúst en þá færist seinni vaktin til 15-21 Fjöldi stanga: Veitt er á 4 stangir á tímabilinu 18/6 - 8/7 en á 6 stangir 8/7 - 20/9. Leyfilegt agn: Leyfilegt agn er eingöngu fluga. Vinsælar flugur: Snælda, Frances, Blue Charm, Collie Dog Veiði síðastliðið ár: 1.150 laxar sumarið 2013

Stangafj.

Félagsverð

18/6-20/6 4 43.960 20/6-22/6 4 37.950 22/6-24/6 4 41.950 24/6-26/6 4 43.950 26/6-28/6 4 51.450 28/6-30/6 4 58.700 30/6-2/7 4 62.900 2/7-4/7 4 72.600 25/8-27/8 6 55.750 27/8-29/8 6 52.150 29/8-2/9 6 47.700 2/9-6/9 6 44.400 6/9-12/9 6 41.300 12/9-20/9 6 38.150 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014

43


Laxveiði

2

stangir

Fluga og maðkur er Leyfilegt agn

Grjótá og Tálmi

Heillandi tveggja stanga svæði Grjóta og Tálmi er skemmtilegt svæði sem gefur oft mjög góða veiði. Undanfarin ár hafa verið afar góð á svæðinu, jafnvel á hrunárinu 2012 hélt þetta svæði sínu og vel það. Blandað agn, tvær stangir og gott veiðihús gerir þetta að fullkomnu svæði fyrir litla hópa og fjölskyldur.

Það skal áréttað að tveir efstu veiðistaðirnir í Grjótá hafa verið friðaðir síðan 2010 og verður svo einning sumarið 2014.

Áin Tálmi er hliðarár Hítarár og fellur í Hítará rétt ofan Langadráttar. Grjótá fellur hins vegar í Tálma. Náttúrufegurð er mikil á svæðinu og þarna er að finna marga veiðistaði sem henta vel fyrir alla fjölskylduna en þess ber að geta að svæðið, sér í lagi umhverfi Grjótár, getur reynst erfitt yfirferðar ungum börnum.

Athugið:

Veiðihús

Ágætt veiðihús er á svæðinu. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi. Í því er rafmagn, gasgrill og helstu þægindi sem veiðimenn kjósa. Sængur og koddar eru í húsinu en veiðimenn leggja sjálfir til sængurfatnað og allar hreinlætisvörur. Þegar seldir eru stakir dagar frá morgni til kvölds mega veiðimenn koma í húsið klukkustund eftir að veiðitíma lýkur daginn fyrir veiðidag og ber að rýma það á sama tíma brottfarardag. Þegar seld eru 2ja daga holl frá hádegi til hádegis mega

veiðimenn koma í hús klukkustund áður en veiði hefst. Þrífa ber veiðihúsið fyrir brottför.

Veiðisvæði: Grjótá og Tálmi renna í Hítará að austanverðu rétt fyrir ofan þjóðveginn. Veiðisvæði Tálma nær niður að ármótum Melsár og svæðið í Grjótá er öll áin að efstu tveimur veiðistöðunum undanskyldum. Gott veiðikort má prenta út af vef SVFR. Athugið að tveir efstu veiðistaðirnir í Grjótá, 31 og 32, eru friðaðir.

44

Grjótá og Tálmi

Leiðarlýsing að veiðihúsi er á svfr.is

Verð á stangardag Veiðidagar Stakir dagar

Veiðireglur

18/6-23/6 2 24/6-29/6 2

Það eru tilmæli til veiðimanna að þeir sleppi öllum laxi sem er 70 cm eða lengri. Kvóti er í ánni upp á þrjá laxa á stöng á dag. Þegar kvóta er náð, má veiða og sleppa. Í ljósi erfiðrar stöðu sjóbleikju á veiðisvæðinu eru veiðimenn hvattir til að gefa þeim bleikjum líf er þeir kunna að veiða.

Grjótá og Tálmi - Almennar upplýsingar Staðsetning: Á Mýrunum um 100 km frá Reykjavík.

EKKI er heimilt að veiða á svæðinu fyrir ofan Kattarfoss, það tilheyrir nú Hítará I. Munið að skrá alla veiði í bók sem liggur frammi í veiðihúsinu.

Veiðileyfi: Stakir dagar frá morgni til kvölds 18.-29. júní og 28. ágúst til 18. September. Tveggja daga holl frá hádegi til hádegis, frá 30. júní til 27. ágúst. Veitt er á tvær stangir allt veiðitímabilið og eru stangirnar ávallt seldar saman. Daglegur veiðitími: 7-13 og 16-22 til 14 ágúst en þá færist seinni vaktin fram um einn tíma, eða til 15-21

Fjöldi stanga: 2, alltaf seldar saman.

Leyfilegt agn: Fluga og maðkur.

Tímabil: 18 júní til 20. september

Vinsælar flugur: Snælda, Frances, Blue Charm, Collie Dog

Stangafj.

Félagsverð 17.600 20.400

1 og hálfur dagur 30/6-1/7 2 20.400 2 dagar hád. Til hád. 1/7-5/7 2 27.200 5/7-7/7 2 34.500 7/7-9/7 2 45.550 9/7-15/7 2 52.400 21/7-22/8 2 42.100 22/8-26/8 2 32.450 1 og hálfur dagur 26/8-28/8 2

32.450

Stakir dagar 28/8-5/9 2 27.600 6/9-18/9 2 19.200 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


Frábærir í veiðina

- hlýir, þægilegir og saumlausir Dr. Comfort sokkar henta öllum sem vilja láta sér líða vel þegar mikið reynir á fótleggina. Geta minkað bjúg, minnka líkur á sáramyndun og stuðla að þægilegu hita og rakastigi. Dr. comfort sokkarnir innihalda bambus og koltrefjar, eru endingagóðir og halda sér vel.

Sokkarnir sitja sérstaklega vel að fætinum. Hællinn er formaður eftir fætinum og er sérbólstraður. Netofið efni ofan á ristinni til að auka loftun. Þægilegur stuðningur undir ilina svo sokkurinn sitji enn betur. Saumlaus

Tátiljur

Venjulegir

X-vídd

Hnésokkar

bólstrun í kringum tærnar og undir tábergið.

Í boði eru: Tátiljur, öklasokkar, venjulegir sokkar, hnésokkar, einnig víðir sokkar fyrir þá sem hafa breiða fætur. Sokkarnir eru til í svörtu og hvítu. FÁST Í APÓTEKUM

Allt fyrir veiðiferðina! Hvert sem leið þín liggur Heelen er stór íslensk vörulína sem býður uppá einfaldar lausnir við algengum fótavandamálum. Heelen vörurnar má allar þvo og nota aftur og aftur, þær taka ekki óþarfa pláss í skófatnaði, eru afar einfaldar í notkun og koma með góðum íslenskum leiðbeiningum. Ekki þjást að óþörfu, taktu Heelen með í ferðalagið og njóttu dagsins. Í samvinnu við Félag íslenskra fótaaðgerðafræðinga

Fæst í apótekum og Flexor stoðtækjaverslun.

Margnota hlífðarhúð Með sjálflímandi yfirborði. Hægt að sníða eftir þörfum, þvo og nota aftur og aftur.

Klædd tábergshlíf Mjúkur gelpúði hlífir táberginu gegn álagi og núningi.

Gelhettur fyrir tær Þunnar til hliðanna en þykkari fremst til að taka við álagi.

Gelhlíf fyrir hæl

Frábær margnota vörn gegn hælsæri. Mjúkur gelpúði hlífir hæl og hásin.

Liðhlíf fyrir litlutá Liggur þétt við fótinn og hlífir gegn núningi frá skófatnaði.


Laxveiði

2-3

stangir

Fluga og maðkur er Leyfilegt agn

Fáskrúð

Vinahópurinn skemmtir sér saman Fáskrúð er frábær fyrir fjölskyldur eða veiðihópa og hefur verið mjög vinsæl hjá félagsmönnum SVFR síðustu ár. Í ánni er veitt á þrjár stangir á besta tímanum en tvær stangir til endanna. SVFR hefur til ráðstöfunar 50% veiðitímans á móti SVFA eða aðra hverja sex daga. 250 laxar veiddust í Fáskrúð sumarið 2013

Veiðihús

Veiðihúsið, sem fylgir Fáskrúð, er íbúðarhúsið að Ljárskógum, mjög snyrtilegt hús. Í húsinu eru 9 rúm og nokkrar aukadýnur, gott baðherbergi og rafmagnskynding. Í bílskúrnum við húsið er góður gufubaðsklefi og sturta. Þá er einnig vöðlu- og laxageymsla. Aðstaðan er mjög góð og hentar sérlega vel fyrir fjölskyldur og hópa. Á staðnum er gasgrill. Athugið að í húsinu eru sex sængur og sex koddar, veiðimenn þurfa að taka með sér sængurfatnað, handklæði og allar hreinlætisvörur.

Veiðimenn sjá sjálfir um matseld, uppvask og þrif fyrir brottför og skulu taka með sér allt rusl. Komudag mega veiðimenn koma í húsið kl. 14.00 og brottfarardag skulu þeir yfirgefa húsið á sama tíma.

Veiðireglur

Veitt er frá hádegi til hádegis. Kvóti er á veiði, 3 laxar á stöng á dag. Eftir það má veiða og sleppa.

Skemmtileg og vanmetin fluguveiðiá sem er ein af mínum uppáhaldsám. Frábær fyrir vinahópa. Guðmundur Stefán Maríasson

Fáskrúð - Almennar upplýsingar Staðsetning: Fáskrúð er um 10 km fyrir norðan Búðardal og fjarlægð frá Reykjavík er um 165 km. Veiðisvæði: Tæplega 40 merktir veiðistaðir eru í Fáskrúð frá Katlafossum niður að sjávarósi. Fjöldi stanga: Veitt er á 2 stangir 1/7 - 18/7 og 23/8 - 28/9 en á 3 stangir 18/7 - 17/8. Tímabil: Veitt er frá 1. júlí til 28. september. SVFR er með helming stangardaga á móti SVFA og er sá háttur hafður á að hvort félag ráðstafar sex dögum í senn. Sumarið 2014 kemur það í hlut félagsmanna í SVFR að hefja veiðar 6. júlí. Veiðileyfi: Tveggja daga holl. Veiði hefst eftir hádegi á komudegi og lýkur kl. 13 á brottfarardegi. Daglegur veiðitími: Veitt er frá kl. 7-13 og kl. 16-22 fram til 14. ágúst en þá styttist seinni vaktin um klukkutíma og er þá veitt frá kl. 15-21. Leyfilegt agn: Fluga og maðkur Vinsælar flugur: Rauð og Svört Frances og ýmsar Snældutúpur. Veiði síðastliðið ár: 250 laxar Leiðarlýsingu að veiðihúsi er að finna á www.svfr.is.

Fáskrúð Verð á stangardag 2 dagar hád til hád Stangarfj.

Félagsverð

6/7-10/7 2 38.250 18/7-24/7 3 53.450 30/7-5/8 3 53.450 11/8-17/8 3 53.450 23/8-27/8 2 49.250 4/9-10/9 2 49.250 16/9-22/9 2 42.950 26/9-28/9 2 35.600 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

46

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


Laxveiði

4-8

stangir

Allt löglegt agn leyfilegt

Fnjóská

Straumþung og heillandi

Veiðihús á Skarði

Fnjóská er falleg og vatnsmikil bergvatnsá með mörgum glæsilegum veiðistöðum. Hún hentar mjög vel til fluguveiða og þá sérstaklega sá hluti árinnar sem er ofan gljúfranna á neðsta veiðisvæðinu. Leigutaki árinnar er Stangaveiðifélagið Flúðir en SVFR býður félagsmönnum sínum upp á valda daga í ánni í samstarfi við Flúðir. Ýmsan fróðleik um Fnjóská er að finna á vef Flúða, www.fludir.svak.is, þar á meðal rafræna veiðibók frá sumrinu 2013. Sumarið 2013 veiddust 405 laxar í Fnjóská og var meðalþyngd þeirra 3,3 kg. Fnjóská er þekkt fyrir stóra laxa en stærsti skráði laxinn 2013 var 97 cm sem kom á land í júní. Fnjóská lokaði með stæl en tveir 92 cm hængar komu á land 26. september. Auk þess er töluverð silungsveiði í ánni, fyrst og fremst sjóbleikja og stöku sjóbirtingur, en einnig er þar staðbundinn silungur, bæði bleikja og urriði. Meðalveiðin síðustu 5 ára í Fnjóská er 565 laxar. Mest veiddist sumarið 2010 þegar 1.054 laxar veiddust en önnur besta veiðin var 2011 þegar 690 laxar komu á land. Veiðisvæði Fnjóskár er um 50 km langt og nær það frá ósi árinnar, sem er rétt innan við Grenivík, og upp að ármótum Bakkaár og Fnjóskár við bæinn Reyki sem er efsti bærinn í Fnjóskadal. Sex veiðisvæði eru í Fnjóská en svæði 1-4 eru laxasvæði árinnar. Keypt eru veiðileyfi tvo daga í senn þar sem farið er hálfan dag á hvert svæði, og er veitt frá hádegi til hádegis. Tvær stangir eru á hverju svæði. Þegar keypt eru leyfi liggur svæðaskipting fyrir sem veiðimenn verða að kynna sér vel áður en haldið er til veiða. SVFR hefur til umráða 6 stangir á þeim veiðidögum sem eru tilgreindir hér í söluskránni en Flúðir 2. Veiðimenn verða að hafa með sér gilt veiðileyfi þar sem skipting er tilgreind.

Ég hlakka alltaf til þegar ég er á leiðinni í Fnjóská. Straumþungar breiðurnar og kraftmikill laxinn reyna á þolrif veiðimanna en Fnjóská er ekki allra. Vissara er að leita góðra ráða áður en haldið er til veiða eða ráða sér leiðsögumann til að fá sem mest út úr ferðinni. Fnjóská er heimavöllur þeirra sem eru flinkir með tvíhenduna en einhendan hentar líka vel á ákveðnum stöðum svo ég tali nú ekki um spúnastöngina þegar það er heimilt að nota hana. Jónas Finnbogason

Fnjóská - Almennar upplýsingar

48

Staðsetning: Þingeyjarsýsla, um 40 km. norður af Akureyri

Daglegur veiðitími: Frá 18/6 - 13/8 er veitt frá kl. 7-13 og 16-22, en eftir það frá kl. 7-13 og 15-21.

Veiðisvæði: Laxveiðisvæði árinnar nær frá ósum og nokkuð upp fyrir brúna á þjóðvegi 1 við Vaglaskóg. Svæðinu er skipt í fjögur veiðisvæði og veiða tvær stangir á hverju svæði. Veitt er í hálfan dag á hverju svæði og veiða menn því alla ána á tveimur dögum.

Fjöldi stanga: 8, SVFR selur 6.

Veiðileyfi: Veitt er í tvo daga í senn frá hádegi til hádegis. Hámarksveiði er þrír laxar á stöng á hálfum degi.

Vinsælar flugur: Frances, Snælda, Blue Charm, Collie Dog, Black Sheep,

Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spónn á svæði 1 allt sumarið og í júní og júlí á svæðum 2, 3 og 4. Í ágúst og september er aðeins leyft að veiða á flugu á svæðum 2, 3 og 4.

Veiði síðastliðið ár: 405 laxar sumarið 2013

Veiðihús fylgir keyptum veiðileyfum en það heitir Skarð og er austan árinnar á mörkum 1. og 2. veiðisvæðis, hvítt, reisulegt tveggja hæða hús með rauðu þaki og brúnu þakskeggi. Húsið stendur hátt og skemmtilegt útsýni er bæði upp og niður dalinn. Aðstaða veiðimanna er á neðri hæðinni. Þar eru 5 svefnherbergi sem samtals eru með 12 rúmum, snyrting með sturtu, eldhús með eldavél, örbylgjuofni, ísskápi og uppþvottavél og alrými sem er vel búið húsgögnum og notað sem borðstofa og setustofa. Veiðimenn leggja sjálfir til allan sængurfatnað og handklæði. Þrif eru innifalin í verði þegar gist er í Skarði en fara skal með allt rusl í gáma sem eru við þjóðveginn a.m.k. á tveimur stöðum við ána.

Veiðhúsið Flúðasel

Ef aðeins 2 stangir seljast úr holli getur verið að veiðimenn gisti í Flúðaseli. Þar er snyrting (ekki sturta), góð verönd, gasgrill og frystikista. Menn leggja til allan sængurfatnað og handklæði og þrífa vel við brottför.

Veiðireglur

Hámarksveiði á stöng er þrír laxar á hálfum degi en eftir það má veiða á flugu og sleppa. Í september skal sleppa öllum tveggja ára laxi (4 kg eða stærri) eða setja hann í klak gegn greiðslu. Silungsveiði er án takmarkana. Frá hádegi 11. ágúst og til lokunar árinnar er aðeins leyft að veiða á flugu á svæðum 2-4. Allt löglegt agn er leyfilegt allt sumarið á svæði1. Veiðitími morgunvaktar er frá kl. 7 til 13 og veiðitími kvöldvaktar er frá kl. 16 til 22 til og með 12. ágúst, en eftir það frá kl. 15 til 21. Leiðarlýsing að veiðihúsi er á www.svfr.is og á

www.fludir.svak.is

Fnjóská Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

24/6-26/6 6 15.525 2/7-4/7 6 19.550 14/7-16/7 6 35.650 24/7-26/7 6 58.075 7/8-9/8 6 67.275 17/8-19/8 6 58.075 27/8-29/8 6 47.150 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


Stærsti fluguveiðiframleiðandinn í skandinavíu

Síðumúli 37 581-2121

Reykjavík • Akureyri

Hafnarstræti 99 462-1977


Laxveiði

Sog – Bíldsfell

Svæði sem ekki er hægt að sleppa

Bíldsfellssvæðið er einstakt í sinni röð og í huga margra er Bíldsfell einn samfelldur veiðistaður. Veiðilegir strengir, straumbrot og ólgur eru óteljandi og veiðimenn því ævinlega „rétt byrjaðir“ þegar veiðiferð lýkur.

Á staðnum eru gasgrill, sængur og koddar. Menn eru beðnir um að þrífa húsið vel og taka allt rusl með sér er þeir yfirgefa húsið.

Óhætt er að hvetja alla félagsmenn SVFR til þess að prófa Bíldsfellið að minnsta kosti einu sinni um veiðiævina. Þá skemmir ekki fyrir hversu notalegt veiðihúsið er með sínum nýju svefnherbergjum og stóra palli.

Nánari upplýsingar gefa Árni og Guðmundur Þorvaldssynir, í síma 482-2671.

Einnig er á svæðinu mikið af bleikju sem getur verið mjög stór. Margir veiðimenn heimsækja svæðið eingöngu til að gera út á bleikjuna. Í Soginu máttu eiga von á 20 pundurum, það veiðast nokkrir slíkir flest sumur.

Veiðihús

Á staðnum er afar gott veiðihús með þremur tveggja manna herbergjum. Ný og glæsileg viðbygging var tekin í notkun sumarið 2012 og í því eru tvö tveggja manna herbergi. Í húsinu er hiti, rafmagn og steypibað. Afar vel fer um veiðimenn í Bíldsfelli.

50

Veiðimenn mega koma í húsið klukkustund eftir að veiðitíma lýkur daginn fyrir veiðidag og ber að rýma það á sama tíma brottfarardag. Veiðimenn leggja sjálfir til mat, hreinlætisvörur, rúmföt og handklæði.

Leiðarlýsing að veiðihúsi er að finna á svfr.is

VEIÐIMENN ATHUGIÐ Eftirfarandi dagar eru ekki til úthlutunar fyrir sumarið 2014 (eru dagar landeigenda): 30. júní 10.-13., 17.-19. og 25-27. júlí 14.-19. og 28.-31.ágúst 5.-7., 11.-13. og 17.-20. september

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


Sogið er einstakt. Ímyndaðu þér baráttuna við stórfisk í þessu mikla fljóti. Á bökkum Sogsins hverfur oft hugurinn til gömlu góðu daganna og upp renna myndir af ógnarveiði á fyrri hluta aldarinnar. Það er varla hægt að hugsa sér haust án baráttu við fisk í Soginu. María Anna Clausen

Veiðireglur

Veitt er frá morgni til kvölds. Ekki er heimilt að veiða frá uppfyllingartanganum austan við rafstöðvarútfallið. Fram að 1. september er kvóti sex laxar á stöng á dag og eftir 1. september er kvóti tveir laxar á stöng á dag. Heimilt er að veiða og sleppa eftir að kvóta er náð. Veiðimenn eru

Veiðisvæði: Bíldsfellssvæðið er á vesturbakka Sogsins frá útfallinu við virkjunina að og með veiðistaðnum Neðstahorni en þar fyrir neðan eru Torfastaðaveiðar. Hluti veiðisvæðisins er því gegnt Syðri-Brú og hluti gegnt Ásgarði. Veiðileyfi: Einn eða fleiri dagar í senn.

Allt löglegt agn leyfilegt

hvattir til að sleppa ávallt stórlaxi. Gott veiðikort má prenta út af vef SVFR. Veiðimenn eru minntir á að gæta ýtrustu varkárni þegar vaðið er út í ána og nota björgunarvestin sem geymd eru í veiðihúsinu.

Sog - Bíldsfell Verð á stangardag Veiðidagar

Sog, Bíldsfell - Almennar upplýsingar Staðsetning: Rétt vestan við Selfoss – um 50 km frá Reykjavík

3

stangir

Fjöldi stanga: 3 Veiðitími: Kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00 en frá og með 14. ágúst kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00. Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spónn. Vinsælar flugur: Rauð og svört Frances, Snælda Veiði síðasta ár: 312 laxar og fjöldi silunga

Stangafj.

Félagsverð

24/6-29/6 3 27.200 1/7-7/7 3 33.100 8/7-9/7 3 40.200 14/7-16/7 3 47.400 20/7-24/7 3 47.400 28/7-13/8 3 47.400 20/8-27/8 3 47.400 1/9-4/9 3 40.200 8/9-10/9 3 40.200 14/9-16/9 3 35.800 21/9-23/9 3 35.800 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014

51


Laxveiði

3

stangir

Allt löglegt agn leyfilegt

Sog – Alviðra

Felustaður stórlaxanna

Leitun er að fallegra veiðivatni en í landi Alviðru við Sog. Alviðra er uppáhald margra stangveiðimanna því svæðið er ægifagurt og stórlaxarnir, sem sjást öðru hverju á „Öldunni“, hafa margri andvöku valdið. Hér, sem annars staðar í þessari mestu bergvatnsá landsins, er kjörið að kasta flugu, bæði stutt og langt. Þetta er vafalaust afar vanmetið svæði.

Veiðihús

Á Alviðru er gott veiðihús með þremur svefnherbergjum. Í húsinu er rafmagn og heitt vatn. Veiðimenn mega koma í húsið klukkustund eftir að veiðitíma lýkur daginn fyrir veiðidag og ber að rýma það á sama tíma brottfarardag. Menn eru vinsamlega beðnir um að ræsta húsið vel fyrir brottför og taka með sér allt rusl. Veiðimenn leggja sjálfir til sængurfatnað, mat og hreinlætisvörur. Á staðnum er gasgrill, sængur og koddar.

Veiðireglur

Veitt er frá morgni til kvölds. Fram að 1. september er kvóti sex laxar á stöng á dag og eftir 1. september er kvóti tveir laxar á stöng á dag. Heimilt er að veiða og sleppa eftir að kvóta er náð. Veiðimenn eru hvattir til að sleppa ávallt stórlaxi. Gott veiðikort má prenta út af vef SVFR. Veiðimenn eru minntir á að gæta ýtrustu varkárni þegar vaðið er út í ána og nota björgunarvestin sem geymd eru í veiðihúsinu. Leiðarlýsing að veiðihúsi er að finna á svfr.is

Ef vandræði koma upp er varða veiðihúsið geta menn snúið sér til umsjónarmanns Alviðrunefndar. Hann hefur aðsetur á Alviðrubænum.

Staðsetning: Rétt vestan við Selfoss – um 50 km frá Reykjavík Veiðisvæði: Vesturbakki Sogs í landi Alviðru og austurbakki neðan brúar við Þrastalund. Fjöldi stanga: 3 Veiðileyfi: Einn eða fleiri dagar í senn. Veiðitími: Kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00 en frá og með 14. ágúst kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00.

Alviðran er fyrir mér eitt skemmtilegasta veiðisvæði landsins. Fegurð staðarins og það að þetta er nánast einn samfelldur veiðistaður gerir svæðið alveg einstakt. Og það er hægt að veiða jafnt á einhendu sem tvíhendu. Húsið er heimilislegt og mér líður ákaflega vel á þessu æðislega svæði! Atli Bergmann

Veiðimenn athugið: Sogið er mikilvægt svæði í flóru SVFR. Þar máttu eiga von á stærri löxum en víðast hvar annarsstaðar, svæðið er nálægt höfuð­borgar­svæðinu, umhverfið stórfenglegt, veitt er frá morgni til kvölds, hægt er að kaupa einn dag eða fleiri og verð á veiðileyfum eru hófleg. Ef þú hefur ekki prófað Sogið áður þá skaltu láta verða af því sumarið 2014. Kvóti er 6 laxar á stöng á dag. Eftir 1. september er kvóti 2 laxar á stöng á dag.

52

Sog, Alviðra - Almennar upplýsingar

Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spónn. Vinsælar flugur: Rauð og svört Frances, Snælda Veiði síðasta ár: 40 laxar og eitthvað af silungi

Sog - Alviðra Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

24/6-30/6 3 9.900 1/7-13/7 3 19.900 14/7-10/8 3 23.900 11/8-31/8 3 19.900 1/9-23/9 3 19.200 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


VIRB hasarmyndavél

VIRB Elite Háskerpu upptökuvél í hasarinn. GPS móttakari sýnir hraða, hæð o.fl. á myndbandi. Tengdu þráðlaust við símann eða önnur Garmintæki. Innbyggður Chroma skjár. Vatnsheld 1 m 30 mín., fjöldi festinga fáanlegur.

DÓTABÚÐ ÚTIVISTARFÓLKSINS

Astro

Rino

Zümo 390

Ertu viss um að Snati geri eins og honum er sagt? Hundaþjálfarar lofa Astro sem sýnir ekki aðeins hvar Snati er heldur hvort hann er á hlaupum, tekur stand, að gelta og svo framvegis.

Vertu í sambandi og sjáðu hvar félaginn er! Sambyggt GPS tæki og VHF talstöð þar sem allt að 50 notendur geta fylgst með hvar hver er á skjánum eða í tölvu.

Ekki stysta leið, ekki hraðasta leið heldur hvaða leið er með flestar beygjur! Nýja Zumo mótorhjólatækið hjálpar þér að fara skemtilegustu leiðina, sjá hver hringir og jafnvel hver loftþrýstingurinn er í dekkjunum.

Nýtt 2014

GPS Kort Íslandskort í Garmin GPS tæki Routeable TOPO Iceland for Garmin GPS

Landakort fyrir Garmin GPS tæki með leiðsöguhæfum vegakortum fyrir allt landið ásamt götukorti af bæjarfélögum með heimilisföngum, 40.000 örnefnum, yfir 5.000 áhugaverðum stöðum, landlíkani (DEM) og hæðarlínum með 20 metra millibili. Topographic map of Iceland for Garmin GPS units with routable roads and street maps of cities and towns with addresses, 40.000 geographic points, over 5.000 Points of Interest and elevation lines every 20 meters.

2014

PIPAR\TBWA • SÍA

LAGERÚTSALA Íslandskort

HUD

Powertraveller

Gobandit og Tachyon

Nýtt Íslandskort fyrir Garmintæki með nýjum hæðarlínum á jöklum, fleiri slóðar, breyttar götur og vegir, stútfullt af nýjum upplýsingum.

Tengdu HUD við Garmin-appið í símanum og fáðu akstursleiðbeiningar upp á framrúðuna.

Þarftu að hlaða símann, myndavélina eða GPS tækið, jafnvel að gefa bílnum start? Powertraveller vörur í miklu úrvali, vertu í sambandi á ferð og flugi.

Þú færð ekki betri hasarmyndavélar á þessu verði! Örfáar vélar eftir og verða seldar á sýningunni um helgina á bilinu 10.900 til 29.900 kr.

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is


Laxveiði

1

stangir

Allt löglegt agn leyfilegt

Sog – Þrastalundur

Einnar stangar stórlaxasvæði

Þrastalundarsvæðið á sér marga fasta aðdáendur sem þekkja svæðið og vita hvar ganga má að laxinum nánast sem vísum. Veiðin 2013 var betri en árið þar á undan og vonir standa til að veiðin næsta sumar aukist enn frekar. Léleg skráning afla hefur verið viðvarandi vandamál á þessu svæði og ástæða til að minna veiðimenn á að skrá allan afla. Svæðið er þægilegt yfirferðar og fagurt. Stórlaxar sjást öðru hverju í Kúagili og hafa margir veiðimenn lent í ævintýrum hér. Hér, sem annars staðar í þessari mestu bergvatnsá landsins, er kjörið að kasta flugu, bæði stutt og langt.

Veiðihús

Þrastalundarsvæðinu fylgir ekki veiðihús. Í veitingaskálanum í Þrastalundi geta veiðimenn fengið veitingar og stutt er á Selfoss. Leiðarlýsing að veiðisvæðinu er að finna á svfr.is.

Veiðireglur

Veitt er frá morgni til kvölds. Fram að 1. september er kvóti sex laxar á stöng á dag og eftir 1. september er kvóti tveir laxar á stöng á dag. Heimilt er að veiða og sleppa eftir að kvóta er náð. Veiðimenn eru hvattir til að sleppa ávallt stórlaxi.

Gott veiðikort má prenta út af vef SVFR. Veiðimenn eru minntir á að gæta ýtrustu varkárni þegar vaðið er út í ána og nota björgunarvestin sem geymd eru í veiðihúsinu í Alviðru. Sog - Þrastalundur Verð á stangardag Veiðidagar

Stangafj.

Félagsverð

24/6-30/6 1 9.900 1/7-13/7 1 19.900 14/7-10/8 1 23.900 11/8-31/8 1 19.900 1/9-23/9 1 19.200 Utanfélagsmenn greiða 20% hærra verð.

Sog, Þrastalundur - Almennar upplýsingar Staðsetning: Rétt vestan við Selfoss – um 50 km frá Reykjavík Veiðisvæði: Austurbakki Sogsins í landi Þrasta­ lundar, ofan brúarinnar við Þrastalund. Frá vík við tjaldstæði niður að brú. Veiðileyfi: Einn eða fleiri dagar í senn frá morgni til kvölds.

Fjöldi stanga: 1 Veiðitími: Kl. 7.00–13.00 og 16.00–22.00 en frá og með 14. ágúst kl. 7.00–13.00 og 15.00–21.00. Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spónn. Vinsælar flugur: Rauð og svört Frances, Snælda

Ljósmyndari Jón Víðir Hauksson

54

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


Hvers vegna …

... ætti ég að gerast félagi í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur? Stangaveiði er góð íþrótt og fjölskylduvæn. Hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur áttu möguleika á að fá veiðileyfi í mjög fjölbreyttum ám og vötnum. Raunar er úrvalið svo mikið að enginn einn aðili annar á landinu býður upp á jafn fjölbreytta valkosti eins og SVFR. Félagið býður þó ekki bara veiðileyfi til sölu því í félaginu er öflugt fræðslustarf og í gegnum barna- og unglingastarfið hafa ótal margir veiðimenn stigið sín fyrstu skref í veiðinni. 1. Ódýrari veiðileyfi 2. Öflugt barna- og unglingastarf 3. Forgangur að veiðileyfum í fjölmörgum góðum lax- og silungsveiðiám 4. Elliðaárnar 5. Veiðikortið með afslætti 6. Fréttabréf SVFR – Veiðifréttir

7. Áskrift að tímaritinu Veiðimanninum er innifalin í félagsgjaldi

Félagsaðild í SVFR er með þrennum hætti:

8. Aðgangur að skemmti- og kynningarkvöldum félagsins

17 ára og yngri

9. Aðgangur að skemmtilegum félagsskap veiðimanna

67 ára og eldri

10. Kvennadeild SVFR

18-66 ára Hægt er að sækja um fjölskylduaðild hjá SVFR. Þá greiðir fyrsti fjölskyldumeðlimur fullt félagsgjald en maki og börn aðeins brot af gjöldum. Skilyrði þess að fjölskylduaðild sé samþykkt er að allir aðilar eigi sameiginlegt aðsetur og að aðeins eitt eintak Veiðimannsins og Veiðifrétta sé sent á heimilið. Vinsamlegast sækið um fjölskylduaðild á skrifstofu SVFR með því að fylla út eyðublöð sem þar fást. Nýr félagsmaður, sem gengur í félagið eftir 1. nóvember og fram að úthlutun veiðileyfa, greiðir bæði inntöku- og félagsgjald fyrir yfirstandandi ár. Eftir úthlutun greiðir nýr félagi aðeins inntökugjald fyrir viðkomandi ár, enda hefur hann misst af úthlutun veiðileyfa fyrir næsta sumar.

Kvennadeild SVFR

56

Nú hefur verið stofnuð Kvennadeild SVFR af kraftmiklum veiðikonum sem vilja gera veg veiðikvenna meiri og vekja áhuga annarra kvenna á þessari dásamlegu íþrótt sem stangveiði er.

3. Að fræða konur og auka þekkingu þeirra á stangveiði

Meðal annars er stefnt að því að vera með opin hús reglulega yfir vetrartímann fyrir konur sem hafa áhuga á og vilja kynnast stangveiði. Verður áherslan á að hafa kvöldin fjölbreytt og áhugaverð hvort sem er fyrir byrjendur eða lengra komna. Þetta er því frábær vettvangur fyrir konur sem eru að feta sín fyrstu skref í veiði og fyrir þær sem vilja efla þekkingu sína. Þarna eiga allar veiðikonur erindi, ungar sem

aldnar, að njóta skemmtilegs félagskapar, deila veiðisögum en umfram allt að hafa gaman. Allar konur sem hafa áhuga á stangveiði eru velkomnar.

4. Að efla tengsl kvenna innan sportsins/ stangveiðinnar

Markmið deildarinnar

Nánari upplýsingar er að finna á skrifstofu SVFR og opin hús verða kynnt fyrir félagsmönnum þegar að þeim kemur.

1. Að efla kvennastarf innan SVFR og auka þáttöku kvenna í félaginu

Þessum markmiðum skal m.a ná með reglulegum fundum, fræðslu, fyrirlestrum, umræðum og skemmtilegum viðburðum.

2. Að auka áhuga kvenna á stangveiði

Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014 svfr.is


Úthlutunarreglur

veiðileyfa 1. SKILAFRESTUR

Umsóknir skulu berast skrifstofu SVFR fyrir lok skilafrests sem auglýstur er með úthlutunargögnum. Umsóknir, sem berast eftir að skilafrestur rennur út, koma til úthlutunar eftir að annarri úthlutun er lokið.

2. ÚTHLUTUN

Úthlutun veiðileyfa til félaga í SVFR fer fram í desember eða janúar ár hvert. Þar sem biðlisti myndast skal skrifstofa endurúthluta óstaðfestum stöngum.

3. LEIÐBEININGAR VEGNA UMSÓKNA

Stjórn félagsins útfærir leiðbeiningar sem fylgja munu umsóknargögnum ár hvert. Þar skal koma fram ýmis tölfræði til að aðstoða umsækjendur við gerð umsókna.

4. EIN UMSÓKN – EIN STÖNG

Hver félagsmaður á rétt á einni stöng til úthlutunar eða öllu heldur einni stöng í samræmi við þá tímalengd (sölueiningu) sem miðað er við í þeirri á sem um ræðir (eins dags veiði, tveggja daga holl eða þriggja daga holl) fyrir hverja umsókn sem hann skilar inn, svo fremi sem vægi annarra umsókna sé ekki meira og að framboð veiðileyfa sé fullnægjandi.

5. FORGANGSRÖÐUN UMSÓKNA

Byrja skal á að úthluta sterkustu umsókninni (hópeða einstaklingsumsókn) um daga eða veiðitímabil á hverju veiðisvæði. Heimilt skal að flytja til veikari umsókn fyrir sterkari, innan sama veiðisvæðis, en jafnan skal reynt að hafa samband við viðkomandi veiðimenn (eða tengiliði veiðihópa) og bera slíkan flutning undir þá, ef í þá næst.

6. VÆGI UMSÓKNA

Vægi umsókna er reiknað þannig út: A-umsókn gefur fimm stig, B-umsókn gefur fjögur stig, C-umsókn gefur þrjú stig, D-umsókn gefur tvö stig og E-umsókn eitt stig. Ef um hópumsókn er að ræða, þ.e. veiðifélagar vísa hver í annan og sækja saman um allar stangir veiðisvæðisins, fæst eitt aukastig fyrir umsóknina. Til að hópur veiðifélaga eigi möguleika á að fá úthlutað öllum stöngum í vinsælli þriggja stanga á þarf því þrjár umsóknir sem vísa hver í aðra. Öflugustu umsóknirnar ganga fyrir varðandi úthlutun. Vægi umsókna margfaldast ekki þó að umsóknir séu fleiri en stangafjöldi, þ.e. sex A-umsóknir um þrjár stangir í einn dag eru ekki sterkari en þrjár A-umsóknir.

jafngild hópumsókn tveggja einstaklinga sem leggja inn A- og B-umsókn og benda hvor á annan.

Til skýringa á stigagjöf: Sami aðili sækir um báðar stangirnar í Andakílsá, A-umsókn og B-umsókn. Umsóknin fær 9 stig og eitt aukastig sem hópumsókn eða samtals 10 stig.

8. JAFNSTERKAR UMSÓKNIR

Í þeim tilvikum þar sem aðilar hafa gefið upp varadagsetningar, er úthlutunarmönnum heimilt að færa hópinn á umræddar varadagsetningar til að koma í veg fyrir drátt, án þess að hafa samband við hlutaðeigandi.

1. Fjórir einstaklingar sækja um með A-umsókn. Umsóknin fær 20 stig. 5+5+5+5=20.

Ef umsóknir eru jafnsterkar, skal hafa samband við alla aðila eða tengiliði veiðihópa, þeim gerð grein fyrir stöðunni og athugað hvort einhverjir geti fært sig. Ef svo er ekki skal draga um hver umsóknanna hljóti úthlutun. Metið er af umsjónarmanni ársvæðis hvort fulltrúum allra umsókna skuli gefinn kostur á að vera viðstaddir þegar dregið er. Náist ekki í alla fulltrúa, eða þeir mæta ekki, skal starfsmaður skrifstofu eða stjórnarmaður mæta í þeirra stað.

2. Fjórir veiðifélagar sækja um saman með A-umsókn.(hópumsókn) Umsóknin fær 21 stig. 5+5+5+5+1=21.

9. SÉRREGLUR UM EINSTÖK VEIÐISVÆÐI

Til skýringar á stigagjöf umsókna eru þrjú dæmi hér að neðan:

Sótt er um allar stangirnar fjórar í Gufudalsá tiltekna dagsetningu.

3. Tveir veiðifélagar sækja um með A-umsókn og tveir með B-umsókn (hópumsókn) Umsóknin fær 19 stig. 5+5+4+4+1=19. Í þessu tiltekna dæmi er hópur 2 með 21 stig og fær því úthlutunina.

7. UMSÓKNIR EINSTAKLINGA

Ef einstaklingur sækir um eina stöng á tilteknu veiðisvæði á A-umsókn sinni, þá skal honum heimilt að nýta B-umsókn sína til að sækja um aðra stöng á sama svæði. Skal slík umsókn metin

Stjórn SVFR er heimilt að útfæra sértækar reglur sem gilda fyrir tiltekin veiðisvæði en slíkar reglur skal ávallt kynna í söluskrá með því ársvæði sem um er rætt.

10. VAFAATRIÐI

Sé félagsmaður SVFR óánægður með úthlutun sína getur hann, undir umsjón forsvarsmanns úthlutunar á viðkomandi ársvæði, fengið að skoða meðhöndlun umsóknar sinnar. Stjórn SVFR ber ábyrgð á úthlutun veiðileyfa og úrskurðar um vafaatriði. Þannig lagt fram og samþykkt í nóvember 2013. Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur

svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur // Söluskrá 2014

57


0.2 0208 0232 3.8 0808 0841 0.3 1417 1446 3.9 2030 2100

0.5 0250 0313 3.5 0852 0923 0.6 1459 1526 3.6 2116 2142

3.0 0307 0311 1.3 0931 0942 2.9 1541 1553 1.2 2157 2200

3.2 0405 0405 1.0 1024 1027 3.2 1634 1637 0.9 2249 2243

3.5 0538 0520 3.9 3.5 0538 0520 0.6 1150 1150 1134 0.1 0.6 1134 3.6 1759 1744 4.0 3.6 1759 1744 0.5 2352 0.5 2352

3.7 0014 0552 0.4 0619 1204 3.8 1229 1814 1839

0.0 0152 4.0 0800 0.1 1408 4.1 2019

0.2 0232 3.8 0841 0.3 1446 3.9 2100

0.5 0313 3.5 0923 0.6 1526 3.6 2142

0.8 0356 3.2 1008 0.9 1608 3.3 2230

1.1 0445 2.9 1058 1.2 1658 3.1 2325

1.4 0544 2.7 1159 1.4 1802

2.9 0032 1.5 0701 2.6 1318 1.5 1929

2.8 0155 1.5 0834 2.7 1448 1.4 2100

3.0 0311 1.3 0942 2.9 1553 1.2 2200

3.2 0405 1.0 1027 3.2 1637 0.9 2243

3.4 0445 0.8 1102 3.4 1712 0.7 2319

3.5 0520 0.6 1134 3.6 1744 0.5 2352

3.7 0552 0.4 1204 3.8 1814

0.3 0024 3.8 0623 0.2 1235 4.0 1844

0232 0841 1446 2100

0313 0923 1526 2142

0356 1008 1608 2230

0445 1058 1658 2325

0544 1159 1802

0032 0701 1318 1929

0155 0834 1448 2100

0311 0942 1553 2200

0405 1027 1637 2243

0445 1102 1712 2319

0520 1134 1744 2352

0552 1204 1814

0024 0623 1235 1844

0.8 1.1 0437 0445 1045 3.2 2.9 1058 0.9 1.2 1649 1658 2319 3.4 3.1 2325

0.6 0.8 0339 0356 0944 3.4 3.2 1008 0.7 0.9 1549 1608 2212 3.6 3.3 2230

0.4 0.5 0250 0313 0852 3.6 3.5 0923 1459 0.4 0.6 1526 2116 3.8 3.6 2142

0.2 0.2 0208 0232 0808 3.8 3.8 0841 1417 0.3 0.3 1446 2030 3.9 3.9 2100

0.2 0.0 0131 0152 0730 3.9 4.0 0800 1340 0.2 0.1 1408 1950 4.0 4.1 2019

0.1 0.3 0054 0024 0659 3.9 3.8 0623 0.1 0.2 1307 1235 4.1 4.0 1844 1917

0.2 3.7 0014 0552 0619 3.9 0.4 1204 0.1 3.8 1229 1814 4.1 1839

3.7 3.4 0454 0445 1109 0.3 0.8 1102 3.9 3.4 1718 1712 2333 0.3 0.7 2319

3.6 3.2 0405 0405 1024 0.5 1.0 1027 1634 3.6 3.2 1637 2249 0.5 0.9 2243

3.4 3.0 0307 0311 0931 0.7 1.3 0942 1541 3.4 2.9 1553 2157 0.7 1.2 2200

3.2 2.8 0154 0155 0824 0.9 1.5 0834 1435 3.1 2.7 1448 2053 1.0 1.4 2100

3.2 2.9 0034 0032 0703 1.0 1.5 0701 3.0 2.6 1315 1318 1930 1.2 1.5 1929

Birt með leyfi Sjómælinga Íslands.

0.3 0054 0024 3.8 0659 0623 0.2 1307 1235 1917 1844 4.0

3.4 0454 0445 0.8 1109 1102 3.4 1718 1712 0.7 2333 2319

2.8 0154 0155 1.5 0824 0834 2.7 1435 1448 1.4 2053 2100

2.9 0034 0032 1.5 0703 0701 2.6 1315 1318 1.5 1930 1929

0545 0544 1.0 1.4 0545 0544 1.4 2.7 1156 1156 1159 3.0 2.7 1159 1.4 1804 1802 1.1 1.4 1804 1802

1.1 0437 0445 2.9 1045 1058 1.2 1649 1658 3.1 2319 2325

0.8 0339 0356 3.2 0944 1008 0.9 1549 1608 3.3 2212 2230

0.0 0131 0152 4.0 0730 0800 0.1 1340 1408 4.1 1950 2019

0.2 -0.1 0056 0112 0656 3.9 4.1 0720 0.2 -0.1 1307 1330 1916 4.0 4.2 1939

0152 0800 1408 2019

-0.1 0056 0112 4.1 0656 0720 -0.1 1307 1330 4.2 1916 1939

-0.10112 4.1 0720 -0.11330 4.2 1939

0112 0720 1330 1939

MAÍ

JÚNÍ

JÚLÍ

áGÚST

Tími0.2 Hæð Tími0.2 Hæð Tími0.6 Hæð Tími0.1 Hæð Tími0.6 Hæð Tími0.1 Hæð Tími0.7 Hæð Tími0.5 Hæð Tími0.9 Hæð Tími1.2 Hæð 01120.2 -0.1 0244 0244 0.2 -0.1 0133 0056 0.2 0133 0056 0.2 0113 0133 00560.2 0.2 0.2 0113 0133 0.2 0231 0113 01330.6 0.2 0.2 0231 0113 0.2 0232 0231 01130.1 0.6 0.2 0232 0231 0.6 0232 02310.6 0.1 0.6 0232 0.1 02320.1 0.1 0304 0244 0.6 0304 0244 0.6 0321 0304 02440.7 0.1 0.6 0321 0304 0.1 0412 0321 03040.5 0.7 0.1 0412 0321 0.7 0402 0412 03210.9 0.5 0.7 0402 0412 0.5 0524 0402 04121.2 0.9 0.5 0524 0402 0.9 0524 0402 3.9 07203.8 4.1 06563.8 3.9 07393.4 3.8 07133.8 3.8 08373.4 3.4 08363.9 3.8 4.1 0739 0656 3.9 0739 0656 3.8 3.9 0713 0739 3.8 0713 0739 3.8 3.8 0837 0713 3.8 0837 0713 3.4 3.8 0836 0837 3.4 0836 0837 3.8 3.4 0836 3.8 0836 3.4 3.8 0849 0849 0911 0849 3.4 0911 0928 0911 08493.4 3.9 3.4 0928 1027 0928 09113.7 3.4 3.9 1027 1017 1027 3.7 1017 1151 1017 3.4 1151 1151 0849 3.9 3.4 0911 3.4 3.9 0928 3.7 3.4 09283.4 3.4 1027 3.4 3.7 10273.2 3.7 1017 3.2 3.4 1017 0.2 -0.1 1344 1307 13300.2 0.2 -0.1 1344 1307 0.2 1322 1344 13070.2 0.2 0.2 1322 1344 0.2 1437 1322 13440.6 0.2 0.2 1437 1322 0.2 1441 1437 13220.2 0.6 0.2 1441 1437 0.6 1441 14370.7 0.2 0.6 1441 0.2 14410.2 0.2 1451 1451 1517 1451 0.7 1517 1451 0.7 1536 1517 14510.8 0.2 0.7 1536 1517 0.2 1636 1536 15170.7 0.8 0.2 1636 1536 0.8 1635 1636 15361.1 0.7 0.8 1635 1636 0.7 1810 1635 16361.5 1.1 0.7 1810 1635 1.1 1810 1635 01120.2 -0.1 00560.2 0.2 01330.6 0.2 01130.2 0.2 02310.7 0.6 02320.2 0.1 02440.8 0.6 03040.7 0.1 03211.1 0.7 04121.5 0.5 4.0 19394.0 4.2 19164.1 4.0 19563.7 4.0 19354.1 4.1 20523.7 3.7 21014.1 4.1 4.2 1956 1916 4.0 1956 1916 4.0 1935 1956 4.0 1935 1956 4.0 2052 1935 4.1 2052 1935 4.1 2101 2052 3.7 2101 2052 3.7 2101 4.1 2101 4.1 2103 2103 2135 2103 3.7 2135 2144 2135 21033.5 4.1 3.7 2144 2254 2144 21353.5 3.5 4.1 2254 2241 2254 3.5 2241 2241 2103 3.7 2135 4.1 2144 3.5 21443.2 3.5 2254 3.5 2254 3.2 3.5 2241 2241 07204.0 4.1 06564.1 3.9 07393.7 3.8 07134.1 3.8 08373.7 3.4 08364.1 3.8 08493.5 3.4 09113.5 3.9 09283.2 3.4 1027 3.2 3.7 1330 -0.1 1307 0.2 1344 0.2 1322 0.2 1437 0.6 1441 0.2 1451 0.7 1517 0.2 1536 0.8 1636 0.7 0.2 0.0 0211 0131 01520.4 0.2 0.0 0211 0131 0.2 0155 0211 01310.2 0.4 0.2 0155 0211 0.4 0309 0155 02110.7 0.2 0.4 0309 0155 0.2 0322 0309 01550.2 0.7 0.2 0322 0309 0.7 0322 03090.7 0.2 0.7 0322 0.2 03220.2 0.2 0319 0319 0353 0319 0.7 0353 0319 0.7 0358 0353 03190.8 0.2 0.7 0358 0353 0.2 0504 0358 03530.8 0.8 0.2 0504 0358 0.8 0453 0504 03581.1 0.8 0.8 0453 0504 0.8 0026 0453 05042.9 1.1 0.8 0026 0453 1.1 0026 0453 19390.4 4.2 19160.2 4.0 19560.7 4.0 19350.2 4.1 20520.7 3.7 21010.2 4.1 21030.8 3.7 21350.8 4.1 21441.1 3.5 22542.9 3.5 3.9 08003.6 4.0 07303.8 3.9 08183.3 3.6 07563.7 3.8 09163.3 3.3 09293.8 3.7 4.0 0818 0730 3.9 0818 0730 3.6 3.9 0756 0818 3.6 0756 0818 3.8 3.6 0916 0756 3.8 0916 0756 3.3 3.8 0929 0916 3.3 0929 0916 3.7 3.3 0929 3.7 0929 3.3 3.7 0926 0926 1003 0926 3.3 1003 1008 1003 09263.3 3.8 3.3 1008 1123 1008 10033.4 3.3 3.8 1123 1119 1123 3.4 1119 0635 1119 3.2 0635 0635 0926 3.8 3.3 1003 3.3 3.8 1008 3.4 3.3 10083.2 3.3 1123 3.2 3.4 11231.5 3.4 1119 1.5 3.2 1119 14080.4 0.1 13400.2 0.2 14210.8 0.4 14040.4 0.2 15160.8 0.8 0.2 1528 1528 1609 1609 1618 1618 0.1 1421 1340 0.2 1421 1340 0.2 1404 1421 0.4 1404 1421 0.4 1516 1404 0.2 1516 1404 0.2 1533 1516 0.8 1533 1516 0.8 1533 0.4 1533 0.4 15330.5 0.4 15281.0 0.8 16091.1 0.5 1528 0.8 1528 0.8 1609 0.5 1609 0.5 1735 1618 1.0 1735 1618 1.0 1741 1735 16181.3 1.1 1.0 1741 1735 1.1 1306 1741 17353.0 1.3 1.1 1306 1741 1.3 1306 1741 01520.4 0.0 01310.2 0.2 02110.8 0.4 01550.4 0.2 03090.8 0.7 03220.5 0.2 03191.0 0.7 03531.1 0.2 03581.3 0.8 05043.0 0.8 4.0 20193.8 4.1 19504.1 4.0 20353.5 3.8 20203.9 4.1 21313.5 3.5 21553.8 3.9 4.1 2035 1950 4.0 2035 1950 4.0 2020 2035 3.8 2020 2035 3.8 2131 2020 4.1 2131 2020 4.1 2155 2131 3.5 2155 2131 3.5 2155 3.9 2155 3.9 2141 2141 2229 2141 3.5 2229 2227 2229 21413.3 3.8 3.5 2227 2353 2227 22293.2 3.3 3.8 2353 2349 2353 3.2 2349 1937 2349 3.0 1937 1937 2141 3.5 2229 3.8 2227 3.3 22273.0 3.3 2353 3.2 23531.6 3.2 2349 3.0 2349 08003.8 4.0 07304.1 3.9 08183.5 3.6 07563.9 3.8 09163.5 3.3 09293.8 3.7 09263.3 3.3 10033.2 3.8 10083.0 3.3 11231.6 3.4 1408 0.1 1340 0.2 1421 0.4 1404 0.2 1516 0.8 1533 0.4 1528 0.8 1609 0.5 1618 1.0 1735 1.1 0.2 0.2 0251 0208 02320.6 0.2 0.2 0251 0208 0.2 0241 0251 02080.3 0.6 0.2 0241 0251 0.6 0349 0241 02510.9 0.3 0.6 0349 0241 0.3 0416 0349 02410.4 0.9 0.3 0416 0349 0.9 0416 03490.8 0.4 0.9 0416 0.4 04160.5 0.4 0357 0357 0444 0357 0.8 0444 0357 0.8 0441 0444 03571.0 0.5 0.8 0441 0444 0.5 0603 0441 04441.1 1.0 0.5 0603 0441 1.0 0602 0603 04411.3 1.1 1.0 0602 0603 1.1 0149 0602 06032.8 1.3 1.1 0149 0602 1.3 0149 0602 20190.6 4.1 19500.3 4.0 20350.9 3.8 20200.4 4.1 21310.8 3.5 21550.5 3.9 21411.0 3.5 22291.1 3.8 22271.3 3.3 23532.8 3.2 3.8 08413.4 3.8 08083.7 3.8 08593.1 3.4 08453.5 3.7 09583.2 3.1 10253.6 3.5 3.8 0859 0808 3.8 0859 0808 3.4 3.8 0845 0859 3.4 0845 0859 3.7 3.4 0958 0845 3.7 0958 0845 3.1 3.7 1025 0958 3.1 1025 0958 3.5 3.1 1025 3.5 1025 3.2 3.5 1006 1006 1058 1006 3.2 1058 1057 1058 10063.2 3.6 3.2 1057 1227 1057 10583.2 3.2 3.6 1227 1237 1227 3.2 1237 0805 1237 3.1 0805 0805 1006 3.6 3.2 1058 3.2 3.6 1057 3.2 3.2 10573.1 3.2 1227 3.1 3.2 12271.5 3.2 1237 1.5 3.1 1237 14460.6 0.3 14170.4 0.3 14591.0 0.6 0.3 1610 1610 1705 1705 0.3 1459 1417 0.3 1459 1417 0.3 1450 1459 0.6 1450 1459 0.6 1557 1450 0.4 1557 1450 0.4 1629 1557 14500.6 1.0 0.4 1629 1557 1.0 1629 15571.0 0.6 1.0 1629 0.6 16290.7 0.6 16101.2 1.0 17051.4 0.7 1610 1.0 1610 1.0 1710 1705 0.7 1710 1705 0.7 1846 1710 1.2 1846 1710 1.2 1902 1846 17101.4 1.4 1.2 1902 1846 1.4 1432 1902 18463.1 1.4 1.4 1432 1902 1.4 1432 1902 02320.6 0.2 02080.4 0.2 02511.0 0.6 02410.6 0.3 03491.0 0.9 04160.7 0.4 03571.2 0.8 04441.4 0.5 04411.4 1.0 06033.1 1.1 3.9 21003.6 3.9 20303.9 3.9 21163.4 3.6 21103.7 3.9 22153.4 3.4 22523.5 3.7 3.9 2116 2030 3.9 2116 2030 3.9 2110 2116 3.6 2110 2116 3.6 2215 2110 3.9 2215 2110 3.9 2252 2215 3.4 2252 2215 3.4 2252 3.7 2252 3.7 2223 2223 2325 2223 3.4 2325 2319 2325 22233.2 3.5 3.4 2319 2319 2325 3.2 3.5 2223 3.4 2325 3.5 2319 2319 3.2 1057 2109 08413.6 3.8 08083.9 3.8 08593.4 3.4 08453.7 3.7 09583.4 3.1 10253.5 3.5 10063.2 3.2 1058 3.2 3.6 3.2 1.5 2109 12271.5 2109 3.2 1446 0.3 1417 0.3 1459 0.6 1450 0.4 1557 1.0 1629 0.6 1610 1.0 1705 0.7 1710 1.2 1846 1.4 03130.8 0.5 0439 0439 0.4 0.5 0332 0250 0.4 0332 0250 0.4 0333 0332 02500.4 0.8 0.4 0333 0332 0.8 0433 0333 03321.0 0.4 0.8 0433 0333 0.4 0512 0433 03330.6 1.0 0.4 0512 0433 1.0 0512 04331.0 0.6 1.0 0512 0.6 05120.8 0.6 0539 0439 1.0 0539 0439 1.0 0533 0539 04391.1 0.8 1.0 0533 0539 0.8 0101 0533 05392.9 1.1 0.8 0101 0533 1.1 0109 0101 05333.0 2.9 1.1 0109 0101 2.9 0315 0109 01012.9 3.0 2.9 0315 0109 2.9 3.0 0315 0109 21000.8 3.9 20300.4 3.9 21161.0 3.6 21100.6 3.9 22151.0 3.4 22520.8 3.7 22231.1 3.4 23252.9 3.5 23193.0 3.2 3.6 09233.2 3.5 08523.5 3.6 09413.0 3.2 09403.4 3.5 10443.1 3.0 11243.4 3.4 3.5 0941 0852 3.6 0941 0852 3.2 3.6 0940 0941 3.2 0940 0941 3.5 3.2 1044 0940 3.5 1044 0940 3.0 3.5 1124 1044 3.0 1124 1044 3.4 3.0 1124 3.4 1124 3.1 3.4 1052 3.4 3.1 1157 3.1 3.4 1158 1.3 3.1 11581.3 3.1 0714 1.3 1.3 07141.4 1.3 0727 1.4 1.3 0727 1052 1052 1157 1052 3.1 1157 1158 1157 10523.1 3.4 3.1 1158 0714 1158 11571.3 3.1 3.4 0714 0727 0714 1.3 0727 0926 0727 1.3 0926 0926 15260.9 0.6 14590.6 0.4 0.4 0.6 1540 1459 0.4 1540 1459 0.4 1543 1540 0.9 1543 1540 0.9 1645 1543 15401.2 0.6 0.9 1645 1543 0.6 1731 1645 15430.8 1.2 0.6 1731 1645 1.2 1731 16451.1 0.8 1.2 1731 0.8 17311.0 0.8 16581.3 1.1 1658 1658 1808 1658 1.1 1808 1658 1.1 1815 1808 1.0 1815 1808 1.0 1343 1815 18083.1 1.3 1.0 1343 1815 1.3 1400 1343 18153.2 3.1 1.3 1400 1343 3.1 1542 1400 13433.2 3.2 3.1 1542 1400 3.2 1542 1400 03130.9 0.5 02500.6 0.4 03321.2 0.8 03330.8 0.4 04331.1 1.0 05121.0 0.6 04391.3 1.0 05393.1 0.8 05333.2 1.1 01013.2 2.9 3.8 21423.4 3.6 21163.7 3.8 21593.2 3.4 22073.5 3.7 23033.2 3.2 2353 3.2 3.5 3.6 2159 2116 3.8 2159 2116 3.8 2207 2159 3.4 2207 2159 3.4 2303 2207 3.7 2303 2207 3.7 2353 2303 3.2 2353 2303 3.2 2353 3.5 2353 3.5 2311 2311 2311 2311 3.2 1052 2012 2029 2012 1.5 2029 2209 2029 1.3 2209 2209 2311 2012 1.5 20121.3 1.5 2029 1.3 2029 09233.4 3.5 08523.7 3.6 09413.2 3.2 09403.5 3.5 10443.2 3.0 1124 3.2 3.4 3.1 1.5 2012 11571.5 3.4 1.3 11581.3 3.1 07141.3 1.3 1526 0.6 1459 0.4 1540 0.9 1543 0.6 1645 1.2 1731 0.8 1658 1.1 1808 1.0 1815 1.3 1343 3.1 0.6 0.8 0417 0339 03561.0 0.6 0.8 0417 0339 0.6 0430 0417 03390.6 1.0 0.6 0430 0417 1.0 0522 0430 04171.2 0.6 1.0 0522 0430 0.6 0613 0522 04300.8 1.2 0.6 0613 0522 1.2 0613 05221.1 0.8 1.2 0613 0.8 06133.2 0.8 0527 0527 0027 0527 1.1 0027 0527 1.1 0023 0027 05273.0 3.2 1.1 0023 0027 3.2 0222 0023 00272.9 3.0 3.2 0222 0023 2.9 3.0 0233 0222 00233.1 2.9 3.0 0233 0222 3.1 2.9 0413 0233 02223.1 3.1 2.9 0413 0233 3.1 0413 0233 21421.0 3.6 21160.6 3.8 21591.2 3.4 22070.8 3.7 23031.1 3.2 23533.2 3.5 23113.0 3.2 20123.1 1.5 3.4 10083.0 3.2 09443.3 3.4 10282.9 3.0 10393.3 3.3 11383.0 2.9 12281.0 3.3 3.2 1028 0944 3.4 1028 0944 3.0 3.4 1039 1028 3.0 1039 1028 3.3 3.0 1138 1039 3.3 1138 1039 2.9 3.3 1228 1138 2.9 1228 1138 3.3 2.9 1228 3.3 1228 3.0 3.3 1146 1146 0641 1146 3.0 0641 0639 0641 11461.3 1.0 3.0 0639 0838 0639 06411.4 1.3 1.0 0838 0853 0838 1.4 0853 1020 0853 1.2 1020 1020 1146 1.0 3.0 0641 1.3 1.0 0639 1.4 1.3 06391.2 1.3 0838 1.2 1.4 08381.2 1.4 0853 1.2 1.2 0853 16081.1 0.9 0.7 0.9 1626 1549 0.7 1626 1549 0.7 1643 1626 15490.8 1.1 0.7 1643 1626 1.1 1742 1643 16261.3 0.8 1.1 1742 1643 0.8 1840 1742 16431.0 1.3 0.8 1840 1742 1.3 1840 17421.3 1.0 1.3 1840 1.0 18403.2 1.0 1755 1755 1302 1755 1.3 1302 1755 1.3 1309 1302 17553.1 3.2 1.3 1309 1302 3.2 1504 1309 13023.1 3.1 3.2 1504 1309 3.1 1517 1504 13093.4 3.1 3.1 1517 1504 3.1 1630 1517 15043.4 3.4 3.1 1630 1517 3.4 1630 1517 03561.1 0.8 03390.8 0.6 04171.3 1.0 04301.0 0.6 05221.3 1.2 06133.2 0.8 05273.1 1.1 00273.1 3.2 00233.4 3.0 02223.4 2.9 3.6 22303.2 3.3 22123.5 3.6 22483.0 3.2 2309 3.0 3.5 2359 3.0 1138 1920 3.3 2248 2212 3.6 2248 2212 3.6 2309 2248 3.2 2309 2248 3.2 2359 2309 3.5 2359 2309 3.5 2359 2359 1932 1920 1.2 1932 2136 1932 19201.4 1.4 1.2 2136 2144 2136 1.4 2144 2250 2144 1.0 2250 2250 1920 1.2 1932 1.4 19321.0 1.4 2136 1.4 21361.1 1.4 2144 1.0 2144 10083.2 3.2 09443.5 3.4 10283.0 3.0 1039 3.0 3.3 2.9 1.2 1920 12281.2 3.3 1.4 11461.4 3.0 06411.4 1.0 06391.0 1.3 08381.1 1.4 1608 0.9 1549 0.7 1626 1.1 1643 0.8 1742 1.3 1840 1.0 1755 1.3 1302 3.2 1309 3.1 1504 3.1 0.8 1.1 0508 0437 04451.2 0.8 1.1 0508 0437 0.8 0533 0508 04370.8 1.2 0.8 0533 0508 1.2 0620 0533 05081.2 0.8 1.2 0620 0533 0.8 0059 0620 05333.3 1.2 0.8 0059 0620 1.2 0059 06203.1 3.3 1.2 0059 3.3 00593.1 3.3 0007 0007 0135 0007 3.1 0135 0007 3.1 3.1 0136 0135 00073.0 3.1 3.1 0136 0135 3.0 3.1 0339 0136 01353.0 3.0 3.1 0339 0136 3.0 0345 0339 01363.3 3.0 3.0 0345 0339 3.0 0454 0345 03393.3 3.3 3.0 0454 0345 3.3 0454 0345 22301.2 3.3 22120.8 3.6 22481.2 3.2 23093.3 3.5 23593.1 3.0 19203.0 1.2 19323.3 1.4 21363.3 1.4 3.2 10582.8 2.9 10453.2 3.2 11212.8 2.8 11440.9 3.2 12401.2 2.8 07181.1 0.9 2.9 1121 1045 3.2 1121 1045 2.8 3.2 1144 1121 2.8 1144 1121 3.2 2.8 1240 1144 3.2 1240 1144 2.8 3.2 0718 1240 2.8 0718 1240 0.9 2.8 0718 0.9 0718 1.2 0.9 0624 0624 0751 0624 1.2 0751 0755 0751 06241.3 1.1 1.2 0755 0950 0755 07511.2 1.3 1.1 0950 1002 0950 1.2 1002 1100 1002 0.9 1100 1100 0624 1.1 1.2 0751 1.3 1.1 0755 1.2 1.3 07550.9 1.3 0950 0.9 1.2 09500.9 1.2 1002 0.9 0.9 1002 0.9 1.2 1721 1649 16581.3 0.9 1.2 1721 1649 0.9 1751 1721 16491.0 1.3 0.9 1751 1721 1.3 1849 1751 17211.4 1.0 1.3 1849 1751 1.0 1336 1849 17513.2 1.4 1.0 1336 1849 1.4 1336 18493.0 3.2 1.4 1336 3.2 13363.2 3.2 1248 1248 1414 1248 3.0 1414 1248 3.0 1425 1414 12483.2 3.2 3.0 1425 1414 3.2 1609 1425 14143.3 3.2 3.2 1609 1425 3.2 1618 1609 14253.8 3.3 3.2 1618 1609 3.3 1706 1618 16093.6 3.8 3.3 1706 1618 3.8 1706 1618 04451.3 1.1 04371.0 0.8 05081.4 1.2 05333.2 0.8 06203.0 1.2 00593.2 3.3 00073.2 3.1 01353.3 3.1 01363.8 3.0 03393.6 3.0 3.4 23253.0 3.1 2319 3.0 3.4 2346 3.0 1121 1954 19541.3 1.1 3.1 2346 2319 3.4 2346 2319 3.4 2346 2346 1954 1.1 1954 1.1 1903 1903 2040 1903 1.4 2040 2051 2040 19031.3 1.3 1.4 2051 2234 2051 20401.2 1.3 1.3 2234 2240 2234 1.2 2240 2323 2240 0.6 2323 2323 1903 1.4 2040 1.3 2051 1.3 20510.6 1.3 2234 1.2 22340.8 1.2 2240 0.6 2240 10583.0 2.9 1045 3.0 3.2 2.8 1.1 1954 11441.1 3.2 1.4 12401.4 2.8 07181.3 0.9 06241.3 1.2 07511.2 1.1 07550.6 1.3 09500.8 1.2 1658 1.2 1649 0.9 1721 1.3 1751 1.0 1849 1.4 1336 3.2 1248 3.0 1414 3.2 1425 3.2 1609 3.3 05441.3 1.4 1.0 1.4 0609 0545 1.0 0609 0545 1.0 0017 0609 05453.4 1.3 1.0 0017 0609 1.3 0102 0017 06093.0 3.4 1.3 0102 0017 3.4 0207 0102 00173.2 3.0 3.4 0207 0102 3.2 3.0 0207 01023.0 3.2 3.0 0207 3.0 3.2 02073.0 3.2 0248 0110 3.0 0248 0110 3.0 0251 0248 01103.1 3.0 3.0 0251 0248 3.0 0436 0251 02483.1 3.1 3.0 0436 0251 3.1 0442 0436 02513.7 3.1 3.1 0442 0436 3.1 0528 0442 04363.6 3.7 3.1 0528 0442 3.7 0528 0442 0110 0110 23251.3 3.1 23193.4 3.4 23463.0 3.0 19543.0 1.1 19033.1 1.4 20403.1 1.3 20513.7 1.3 22343.6 1.2 3.0 11592.7 2.7 11560.9 3.0 12261.2 2.7 06410.9 0.9 07241.2 1.2 08261.2 0.9 2.7 1226 1156 3.0 1226 1156 2.7 3.0 0641 1226 2.7 0641 1226 0.9 2.7 0724 0641 0.9 0724 0641 1.2 0.9 0826 0724 1.2 0826 0724 0.9 1.2 0826 0.9 0826 1.2 0.9 0728 0728 0903 0728 1.2 0903 0911 0903 07281.1 1.2 1.2 0911 1042 0911 09031.0 1.1 1.2 1042 1056 1042 1.0 1056 1134 1056 0.5 1134 1134 0728 1.2 1.2 0903 1.1 1.2 0911 1.0 1.1 09110.5 1.1 1042 0.5 1.0 10420.7 1.0 1056 0.7 0.5 1056 1.1 1.4 1831 1804 18021.5 1.1 1.4 1831 1804 1.1 1255 1831 18043.1 1.5 1.1 1255 1831 1.5 1348 1255 18312.9 3.1 1.5 1348 1255 3.1 1444 1348 12553.3 2.9 3.1 1444 1348 2.9 1444 13483.0 3.3 2.9 1444 3.3 14443.2 3.3 1355 1355 13553.4 3.0 1526 1355 3.0 1526 1355 3.0 1536 1526 3.2 1536 1526 3.2 1656 1536 15263.5 3.4 3.2 1656 1536 3.4 1707 1656 15364.1 3.5 3.4 1707 1656 3.5 1738 1707 16563.8 4.1 3.5 1738 1707 4.1 1738 1707 05441.5 1.4 05453.1 1.0 06092.9 1.3 00173.3 3.4 01023.0 3.0 02073.2 3.2 01103.4 3.0 02483.5 3.0 02514.1 3.1 04363.8 3.1 2002 2106 19081.0 1.1 20021.3 1.4 21061.2 1.0 1908 1.1 2002 1908 1.1 2002 1.4 2106 2002 1.4 2106 1.0 2106 1.0 2014 2014 2152 2014 1.3 2152 2200 2152 20141.0 1.2 1.3 2200 2315 2200 21521.0 1.0 1.2 2315 2327 2315 1.0 2327 2353 2327 0.3 2353 2353 2014 1.3 2152 1.2 2200 1.0 22000.3 1.0 2315 1.0 23150.7 1.0 2327 0.3 2327 1159 1908 2.7 1.1 1908 11561.1 3.0 1.4 12261.4 2.7 06411.0 0.9 07241.3 1.2 08261.2 0.9 07281.0 1.2 09031.0 1.2 09110.3 1.1 10420.7 1.0 1802 1.4 1804 1.1 1831 1.5 1255 3.1 1348 2.9 1444 3.3 1355 3.0 1526 3.2 1536 3.4 1656 3.5 3.2 2.9 0053 0034 00322.9 3.2 2.9 0053 0034 2.9 3.2 0129 0053 00343.3 2.9 3.2 0129 0053 3.3 2.9 0206 0129 00533.0 3.3 2.9 0206 0129 3.0 3.3 0313 0206 01293.2 3.0 3.3 0313 0206 3.0 0313 02063.0 3.2 3.0 0313 3.2 03133.1 3.2 0215 0215 0356 0215 3.0 0356 0215 3.0 0359 0356 02153.3 3.1 3.0 0359 0356 3.1 0518 0359 03563.3 3.3 3.1 0518 0359 3.3 0529 0518 03594.0 3.3 3.3 0529 0518 3.3 0559 0529 05183.7 4.0 3.3 0559 0529 4.0 0559 0529 19083.2 1.1 20023.0 1.4 21063.1 1.0 20143.3 1.3 21523.3 1.2 22004.0 1.0 23153.7 1.0 1.0 07011.4 1.5 07030.9 1.0 07221.2 1.4 07530.9 0.9 08281.1 1.2 09291.1 0.9 1.5 0722 0703 1.0 0722 0703 1.4 1.0 0753 0722 1.4 0753 0722 0.9 1.4 0828 0753 0.9 0828 0753 1.2 0.9 0929 0828 1.2 0929 0828 0.9 1.2 0929 0.9 0929 1.1 0.9 0835 0835 1007 0835 1.1 1007 1016 1007 08350.8 1.1 1.1 1016 1123 1016 10070.8 0.8 1.1 1123 1142 1123 0.8 1142 1205 1142 0.2 1205 1205 0835 1.1 1.1 1007 0.8 1.1 1016 0.8 0.8 10160.2 0.8 1123 0.2 0.8 11230.6 0.8 1142 0.6 0.2 1142 3.0 2.6 1343 1315 13182.7 3.0 2.6 1343 1315 3.0 1408 1343 13153.2 2.7 3.0 1408 1343 2.7 1451 1408 13433.1 3.2 2.7 1451 1408 3.2 1547 1451 14083.4 3.1 3.2 1547 1451 3.1 1547 14513.2 3.4 3.1 1547 3.4 15473.4 3.4 1500 1500 1626 1500 3.2 1626 1500 3.2 1634 1626 15003.8 3.4 3.2 1634 1626 3.4 1733 1634 16263.7 3.8 3.4 1733 1634 3.8 1751 1733 16344.4 3.7 3.8 1751 1733 3.7 1808 1751 17333.9 4.4 3.7 1808 1751 4.4 1808 1751 00322.7 2.9 00343.2 3.2 00533.1 2.9 01293.4 3.3 02063.2 3.0 03133.4 3.2 02153.8 3.0 03563.7 3.1 03594.4 3.3 05183.9 3.3 1.2 19291.4 1.5 19301.0 1.2 19541.2 1.4 20260.9 1.0 21071.2 1.2 22081.0 0.9 1.5 1954 1930 1.2 1954 1930 1.2 2026 1954 1.4 2026 1954 1.4 2107 2026 1.0 2107 2026 1.0 2208 2107 1.2 2208 2107 1.2 2208 0.9 2208 0.9 2122 2122 2248 2122 1.2 2248 2257 2248 21220.7 1.0 1.2 2257 2350 2257 22480.8 0.7 1.0 2350 2350 2122 1.2 2248 1.0 2257 0.7 2257 0.8 0.7 2350 2350 0.8 1123 07011.4 1.5 07031.0 1.0 07221.2 1.4 07530.9 0.9 08281.2 1.2 09291.0 0.9 08350.7 1.1 10070.8 1.1 1016 0.8 0.8 0.8 1318 2.6 1315 3.0 1343 2.7 1408 3.2 1451 3.1 1547 3.4 1500 3.2 1626 3.4 1634 3.8 1733 3.7 3.2 2.8 0206 0154 01552.9 3.2 2.8 0206 0154 3.2 0238 0206 01543.3 2.9 3.2 0238 0206 2.9 0305 0238 02063.1 3.3 2.9 0305 0238 3.3 0412 0305 02383.2 3.1 3.3 0412 0305 3.1 0412 03053.1 3.2 3.1 0412 3.2 04123.2 3.2 0319 0319 0451 0319 3.1 0451 0319 3.1 0456 0451 03193.6 3.2 3.1 0456 0451 3.2 0553 0456 04513.5 3.6 3.2 0553 0456 3.6 0010 0553 04560.0 3.5 3.6 0010 0553 3.5 0021 0010 05530.5 0.0 3.5 0021 0010 0.0 0021 0010 19292.9 1.5 19303.3 1.2 19543.1 1.4 20263.2 1.0 21073.1 1.2 22083.2 0.9 21223.6 1.2 22483.5 1.0 22570.0 0.7 23500.5 0.8 0.9 08341.3 1.5 08240.8 0.9 08351.0 1.3 09000.8 0.8 09251.0 1.0 10240.9 0.8 0938 0938 1057 0938 1.0 1057 1110 1057 09380.5 0.9 1.0 1110 1157 1110 10570.7 0.5 0.9 1157 0613 1157 0.7 0613 0627 0613 4.2 0627 0627 1.5 0835 0824 0.9 0835 0824 1.3 0.9 0900 0835 1.3 0900 0835 0.8 1.3 0925 0900 0.8 0925 0900 1.0 0.8 1024 0925 1.0 1024 0925 0.8 1.0 1024 0.8 1024 1.0 0.8 0938 0.9 1.0 1057 0.5 0.9 1110 0.7 0.5 11104.2 0.5 1157 4.2 0.7 11573.9 0.7 0613 3.9 4.2 0613 14482.9 2.7 14353.3 3.1 14553.3 2.9 15143.5 3.3 15453.5 3.3 1600 1600 1713 1713 1724 1724 3.1 2.7 1455 1435 3.1 1455 1435 3.1 1514 1455 2.9 1514 1455 2.9 1545 1514 3.3 1545 1514 3.3 1640 1545 3.3 1640 1545 3.3 1640 3.5 1640 3.5 16403.6 3.5 16004.1 3.5 17133.8 3.6 1600 3.5 1600 3.5 1713 3.6 1713 3.6 1805 1724 4.1 1805 1724 4.1 1224 1805 17240.0 3.8 4.1 1224 1805 3.8 1234 1224 18050.5 0.0 3.8 1234 1224 0.0 1234 1224 01552.9 2.8 01543.3 3.2 02063.3 2.9 02383.5 3.3 03053.5 3.1 04123.6 3.2 03194.1 3.1 04513.8 3.2 04560.0 3.6 05530.5 3.5 1.0 21001.3 1.4 20530.9 1.0 21061.0 1.3 21330.8 0.9 22010.9 1.0 23000.9 0.8 1.4 2106 2053 1.0 2106 2053 1.0 2133 2106 1.3 2133 2106 1.3 2201 2133 0.9 2201 2133 0.9 2300 2201 1.0 2300 2201 1.0 2300 0.8 2300 0.8 2221 2221 2332 2221 0.9 2332 2345 2332 22210.3 0.9 0.9 2345 2345 2332 0.3 0.9 1833 1833 1837 1833 4.5 1837 1837 2221 0.9 2332 0.9 2345 23454.5 0.3 1833 4.5 1833 08341.3 1.5 08240.9 0.9 08351.0 1.3 09000.8 0.8 09250.9 1.0 10240.9 0.8 09380.3 1.0 1057 0.3 0.9 11104.5 0.5 4.0 11574.0 0.7 1448 2.7 1435 3.1 1455 2.9 1514 3.3 1545 3.3 1640 3.5 1600 3.5 1713 3.6 1724 4.1 1805 3.8 3.4 3.0 0308 0307 03113.0 3.4 3.0 0308 0307 3.4 0339 0308 03073.4 3.0 3.4 0339 0308 3.0 0358 0339 03083.2 3.4 3.0 0358 0339 3.4 0503 0358 03393.3 3.2 3.4 0503 0358 3.2 0503 03583.3 3.3 3.2 0503 3.3 05033.3 3.3 0418 0418 0534 0418 3.3 0534 0418 3.3 0545 0534 04183.9 3.3 3.3 0545 0534 3.3 0021 0545 05340.6 3.9 3.3 0021 0545 3.9 0051 0021 0545-0.1 0.6 3.9 0051 0021 -0.1 0.6 0049 0051 00210.4 -0.1 0.6 0049 0051 0.4 -0.1 0049 0051 21003.0 1.4 20533.4 1.0 21063.2 1.3 21333.3 0.9 22013.3 1.0 23003.3 0.8 22213.9 0.9 23320.6 0.9 2345 0.3 0.7 09421.1 1.3 09310.7 0.7 09320.8 1.1 09560.7 0.7 10140.7 0.8 11110.7 0.7 1034 1034 1139 1034 0.7 1139 1157 1139 10340.2 0.7 0.7 1157 0624 1157 11393.7 0.2 0.7 0624 0655 0624 3.7 0655 0655 0655 4.4 0655 0655 1.3 0932 0931 0.7 0932 0931 1.1 0.7 0956 0932 1.1 0956 0932 0.7 1.1 1014 0956 0.7 1014 0956 0.8 0.7 1111 1014 0.8 1111 1014 0.7 0.8 1111 0.7 1111 0.7 0.7 1034 0.7 0.7 1139 0.2 0.7 1157 3.7 0.2 11574.4 0.2 0624 4.4 3.7 06243.9 3.7 0655 3.9 4.4 0655 15533.1 2.9 15413.5 3.4 15493.5 3.1 1652 1652 1752 1752 3.4 2.9 1549 1541 3.4 1549 1541 3.4 1610 1549 3.1 1610 1549 3.1 1631 1610 3.5 1631 1610 3.5 1726 1631 16103.7 3.5 3.5 1726 1631 3.5 1726 16313.7 3.7 3.5 1726 3.7 17263.7 3.7 16524.3 3.7 17520.5 3.7 1652 3.7 1652 3.7 1809 1752 3.7 1809 1752 3.7 1229 1809 4.3 1229 1809 4.3 1306 1229 1809-0.1 0.5 4.3 1306 1229 -0.1 0.5 1304 1306 12290.4 -0.1 0.5 1304 1306 -0.1 1304 1306 03113.1 3.0 03073.5 3.4 03083.5 3.0 03393.7 3.4 03583.7 3.2 05033.7 3.3 04184.3 3.3 05340.5 3.3 0545 3.9 00210.4 0.6 0.7 22001.1 1.2 21570.7 0.7 21590.8 1.1 22280.7 0.7 22490.6 0.8 2344 0.6 0.7 1.2 2159 2157 0.7 2159 2157 0.7 2228 2159 1.1 2228 2159 1.1 2249 2228 0.7 2249 2228 0.7 2344 2249 0.8 2344 2249 0.8 2344 0.7 2344 0.7 2313 2313 2313 2313 0.6 1034 1835 1915 1835 3.9 1915 1905 1915 4.5 1905 1905 2313 1835 3.9 18354.0 3.9 1915 4.5 1915 09421.1 1.3 09310.7 0.7 09320.8 1.1 09560.7 0.7 10140.6 0.8 1111 0.6 0.7 0.7 3.9 1835 11393.9 0.7 4.5 11574.5 0.2 06244.0 3.7 1553 2.9 1541 3.4 1549 3.1 1610 3.5 1631 3.5 1726 3.7 1652 3.7 1752 3.7 1809 4.3 1229 0.5 04053.2 3.2 0511 0511 3.6 3.2 0358 0405 3.6 0358 0405 3.6 0432 0358 04053.5 3.2 3.6 0432 0358 3.2 0445 0432 03583.4 3.5 3.2 0445 0432 3.5 0548 0445 04323.4 3.4 3.5 0548 0445 3.4 0548 04453.6 3.4 3.4 0548 3.4 05480.7 3.4 0009 0511 3.6 0009 0511 3.6 0029 0009 05110.1 0.7 3.6 0029 0009 0.7 0050 0029 00090.5 0.1 0.7 0050 0029 0.5 0.1 0131 0050 0029-0.1 0.5 0.1 0131 0050 -0.1 0.5 0117 0131 00500.4 -0.1 0.5 0117 0131 -0.1 0117 0131 22003.2 1.2 21573.5 0.7 21593.4 1.1 22283.4 0.7 22493.6 0.8 23440.7 0.7 23130.1 0.6 18350.4 3.9 0.5 10270.9 1.0 10240.5 0.5 10170.6 0.9 10450.6 0.5 10590.5 0.6 11533.5 0.6 1124 1124 0612 1124 0.5 0612 0631 0612 11244.1 3.5 0.5 0631 0654 0631 06123.7 4.1 3.5 0654 0737 0654 3.7 0737 0723 0737 4.4 0723 0723 1.0 1017 1024 0.5 1017 1024 0.9 0.5 1045 1017 0.9 1045 1017 0.5 0.9 1059 1045 0.5 1059 1045 0.6 0.5 1153 1059 0.6 1153 1059 0.6 0.6 1153 0.6 1153 0.5 0.6 1124 3.5 0.5 0612 4.1 3.5 0631 3.7 4.1 06314.4 4.1 0654 4.4 3.7 06544.0 3.7 0737 4.0 4.4 0737 16373.3 3.2 16343.7 3.6 1739 1739 3.6 3.2 1631 1634 3.6 1631 1634 3.6 1658 1631 3.3 1658 1631 3.3 1715 1658 16313.8 3.7 3.3 1715 1658 3.7 1806 1715 16583.8 3.8 3.7 1806 1715 3.8 1806 17154.0 3.8 3.8 1806 3.8 18060.6 3.8 17390.0 4.0 1216 1739 4.0 1216 1739 4.0 1241 1216 0.6 1241 1216 0.6 1259 1241 12160.5 0.0 0.6 1259 1241 0.0 1348 1259 1241-0.1 0.5 0.0 1348 1259 -0.1 0.5 1334 1348 12590.4 -0.1 0.5 1334 1348 -0.1 1334 1348 04053.3 3.2 04053.7 3.6 03583.8 3.2 04323.8 3.5 04454.0 3.4 05480.6 3.4 05110.0 3.6 00090.5 0.7 0029 0.1 00500.4 0.5 0.5 22430.8 0.9 22490.5 0.5 22420.5 0.8 2315 0.5 0.5 2332 0.5 1059 1827 0.9 2242 2249 0.5 2242 2249 0.5 2315 2242 0.8 2315 2242 0.8 2332 2315 0.5 2332 2315 0.5 2332 2332 1853 1827 3.9 1853 1904 1853 18274.0 4.5 3.9 1904 1959 1904 4.0 1959 1935 1959 4.4 1935 1935 1827 3.9 1853 4.5 18534.4 4.5 1904 4.0 19044.0 4.0 1959 4.4 1959 10270.8 1.0 10240.5 0.5 10170.5 0.9 1045 0.5 0.5 0.6 3.9 1827 11533.9 0.6 4.5 11244.5 0.5 06124.0 3.5 06314.4 4.1 06544.0 3.7 1637 3.2 1634 3.6 1631 3.3 1658 3.7 1715 3.8 1806 3.8 1739 4.0 1216 0.6 1241 0.0 1259 0.5 3.7 3.4 0440 0454 04453.4 3.7 3.4 0440 0454 3.7 0519 0440 04543.6 3.4 3.7 0519 0440 3.4 0530 0519 04403.6 3.6 3.4 0530 0519 3.6 0024 0530 05190.6 3.6 3.6 0024 0530 3.6 0024 05300.4 0.6 3.6 0024 0.6 00240.6 0.6 0000 0000 0043 0000 0.4 0043 0000 0.6 0.4 0112 0043 0000-0.1 0.6 0.4 0112 0043 -0.1 0.6 0118 0112 00430.5 -0.1 0.6 0118 0112 -0.1 0212 0118 01120.0 0.5 -0.1 0212 0118 0.5 0146 0212 01180.4 0.0 0.5 0146 0212 0.0 0146 0212 22433.4 0.9 22493.6 0.5 22423.6 0.8 23150.6 0.5 23320.4 0.5 18270.5 3.9 18530.0 4.5 19040.4 4.0 0.3 11020.7 0.8 11090.4 0.3 10550.4 0.7 11293.5 0.4 11423.8 0.4 06273.6 3.5 0600 0600 0646 0600 3.8 0646 0715 0646 06004.2 3.6 3.8 0715 0722 0715 06463.8 4.2 3.6 0722 0820 0722 3.8 0820 0752 0820 4.3 0752 0752 0.8 1055 1109 0.3 1055 1109 0.7 0.3 1129 1055 0.7 1129 1055 0.4 0.7 1142 1129 0.4 1142 1129 0.4 0.4 0627 1142 0.4 0627 1142 3.5 0.4 0627 3.5 0627 3.8 3.5 0600 3.6 3.8 0646 4.2 3.6 0715 3.8 4.2 07154.3 4.2 0722 4.3 3.8 07224.0 3.8 0820 4.0 4.3 0820 17123.6 3.4 3.9 3.4 1708 1718 3.9 1708 1718 3.9 1741 1708 17183.9 3.6 3.9 1741 1708 3.6 1757 1741 17084.0 3.9 3.6 1757 1741 3.9 1231 1757 17410.5 4.0 3.9 1231 1757 4.0 1231 17570.3 0.5 4.0 1231 0.5 12310.5 0.5 1211 1211 1250 1211 0.3 1250 1211 0.3 1325 1250 1211-0.1 0.5 0.3 1325 1250 -0.1 0.5 1329 1325 12500.4 -0.1 0.5 1329 1325 -0.1 1432 1329 13250.1 0.4 -0.1 1432 1329 0.4 1406 1432 13290.5 0.1 0.4 1406 1432 0.1 1406 1432 04453.6 3.4 04543.9 3.7 04404.0 3.4 05190.5 3.6 05300.3 3.6 00240.5 0.6 0000 0.4 00430.4 0.6 01120.1 -0.1 01180.5 0.5 0.3 23190.6 0.7 23330.4 0.3 2320 0.4 0.6 23583.9 0.4 18443.9 3.9 0.7 2320 2333 0.3 2320 2333 0.3 2358 2320 0.6 2358 2320 0.6 2358 2358 1844 1844 1844 3.9 1844 3.9 1825 1825 1859 1825 4.2 1859 1937 1859 18254.5 3.9 4.2 1937 1933 1937 18594.0 4.5 3.9 1933 2043 1933 4.0 2043 2006 2043 4.1 2006 2006 1825 4.2 1859 3.9 1937 4.5 19374.1 4.5 1933 4.0 19333.9 4.0 2043 4.1 2043 11020.6 0.8 11090.4 0.3 1055 0.4 0.7 11293.9 0.4 4.2 11424.2 0.4 06273.9 3.5 06004.5 3.8 06464.0 3.6 07154.1 4.2 07223.9 3.8 1712 3.4 1718 3.9 1708 3.6 1741 3.9 1757 4.0 1231 0.5 1211 0.3 1250 0.5 1325 -0.1 1329 0.4 3.9 3.5 0518 0538 05203.6 3.9 3.5 0518 0538 3.9 0602 0518 05383.6 3.6 3.9 0602 0518 3.6 0015 0602 05180.3 3.6 3.6 0015 0602 3.6 0101 0015 06020.6 0.3 3.6 0101 0015 0.3 0101 00150.1 0.6 0.3 0101 0.1 0.6 01010.6 0.6 0045 0045 0115 0045 0.1 0115 0045 0.1 0155 0115 0045-0.1 0.6 0.1 0155 0115 -0.1 0.6 0147 0155 01150.4 -0.1 0.6 0147 0155 -0.1 0255 0147 01550.2 0.4 -0.1 0255 0147 0.4 0218 0255 01470.5 0.2 0.4 0218 0255 0.2 0218 0255 23193.6 0.7 23333.6 0.3 23200.3 0.6 23580.6 0.4 18440.6 3.9 1825 4.2 18590.4 3.9 19370.2 4.5 19330.5 4.0 0.1 11340.5 0.6 11500.4 0.1 11313.8 0.5 12093.5 0.4 06143.9 3.8 07043.6 3.5 0.6 1131 1150 0.1 1131 1150 0.5 0.1 1209 1131 0.5 1209 1131 0.4 0.5 0614 1209 0.4 0614 1209 3.8 0.4 0704 0614 3.8 0704 0614 3.5 3.8 0704 3.5 0704 3.9 3.5 0646 0646 0718 0646 3.9 0718 0800 0718 06464.2 3.6 3.9 0800 0751 0800 07183.8 4.2 3.6 0751 0906 0751 3.8 0906 0825 0906 4.0 0825 0825 0646 3.6 3.9 0718 4.2 3.6 0800 3.8 4.2 08004.0 4.2 0751 4.0 3.8 07513.9 3.8 0906 3.9 4.0 0906 4.0 3.6 1743 1759 17443.8 4.0 3.6 1743 1759 4.0 1821 1743 17593.9 3.8 4.0 1821 1743 3.8 1225 1821 17430.2 3.9 3.8 1225 1821 3.9 1307 1225 18210.5 0.2 3.9 1307 1225 0.2 1307 12250.1 0.5 0.2 1307 0.5 13070.5 0.5 1256 1256 1322 1256 0.1 1322 1256 0.1 1409 1322 1256-0.1 0.5 0.1 1409 1322 -0.1 0.5 1359 1409 13220.5 -0.1 0.5 1359 1409 -0.1 1517 1359 14090.4 0.5 -0.1 1517 1359 0.5 1441 1517 13590.6 0.4 0.5 1441 1517 0.4 1441 1517 05203.8 3.5 05383.9 3.9 05180.2 3.6 06020.5 3.6 00150.1 0.3 01010.5 0.6 0045 0.1 01150.5 0.6 01550.4 -0.1 01470.6 0.4 23520.4 0.5 23574.2 0.4 18394.4 4.2 19193.9 3.9 0.5 2357 2357 0.4 2357 1839 1839 1919 1839 4.2 1919 1839 4.2 1919 3.9 1919 3.9 1910 1910 1930 1910 4.4 1930 2023 1930 19104.4 3.9 4.4 2023 2003 2023 19303.9 4.4 3.9 2003 2131 2003 3.9 2131 2042 2131 3.8 2042 2042 1910 4.4 1930 3.9 2023 4.4 20233.8 4.4 2003 3.9 20033.7 3.9 2131 3.8 2131 11340.4 2357 0.6 1150 0.4 0.1 11314.2 0.5 3.9 12093.9 0.4 06144.4 3.8 07043.9 3.5 06464.4 3.9 07183.9 3.6 08003.8 4.2 07513.7 3.8 1744 3.6 1759 4.0 1743 3.8 1821 3.9 1225 0.2 1307 0.5 1256 0.1 1322 0.5 1409 -0.1 1359 0.5 05523.7 3.7 0130 0130 0.2 3.7 0555 0014 0.2 0555 0014 0.2 0038 0555 00140.4 3.7 0.2 0038 0555 0.4 3.7 0059 0038 05550.2 0.4 3.7 0059 0038 0.4 0136 0059 00380.6 0.2 0.4 0136 0059 0.6 0.2 0136 00590.0 0.6 0.2 0136 0.6 01360.5 0.6 0146 0130 0.0 0146 0130 0.0 0239 0146 01300.0 0.5 0.0 0239 0146 0.5 0216 0239 01460.5 0.0 0.5 0216 0239 0.0 0339 0216 02390.6 0.5 0.0 0339 0216 0.5 0253 0339 02160.7 0.6 0.5 0253 0339 0.6 0253 0339 23523.7 0.5 23570.2 0.4 18390.0 4.2 19190.5 3.9 19100.0 4.4 19300.5 3.9 20230.6 4.4 20030.7 3.9 3.9 12040.3 0.4 06193.6 3.9 12063.8 0.3 06423.5 3.6 06594.0 3.8 07393.6 3.5 0.4 1206 0619 3.9 1206 0619 0.3 3.9 0642 1206 0.3 0642 1206 3.6 0.3 0659 0642 3.6 0659 0642 3.8 3.6 0739 0659 3.8 0739 0659 3.5 3.8 0739 3.5 0739 4.0 3.5 0733 0733 0749 0733 4.0 0749 0846 0749 07334.1 3.6 4.0 0846 0821 0846 07493.8 4.1 3.6 0821 0955 0821 3.8 0955 0903 0955 3.8 0903 0903 0733 3.6 4.0 0749 4.1 3.6 0846 3.8 4.1 08463.8 4.1 0821 3.8 3.8 08213.7 3.8 0955 3.7 3.8 0955 18144.0 3.8 1341 1341 0.1 3.8 1818 1229 0.1 1818 1229 0.1 1247 1818 12290.4 4.0 0.1 1247 1818 4.0 1308 1247 18180.2 0.4 4.0 1308 1247 0.4 1342 1308 12470.5 0.2 0.4 1342 1308 0.2 1342 13080.0 0.5 0.2 1342 0.5 13420.5 0.5 13410.1 0.0 1353 1341 0.0 1353 1341 0.0 1455 1353 0.5 1455 1353 0.5 1431 1455 13530.5 0.1 0.5 1431 1455 0.1 1607 1431 14550.8 0.5 0.1 1607 1431 0.5 1523 1607 14310.8 0.8 0.5 1523 1607 0.8 1523 1607 05524.0 3.7 00140.4 0.2 05550.2 3.7 00380.5 0.4 00590.0 0.2 01360.5 0.6 01300.1 0.0 01460.5 0.5 02390.8 0.0 02160.8 0.5 4.1 1839 18394.0 4.1 19003.9 4.0 19234.4 4.2 19533.9 3.9 1956 1956 2001 1956 4.4 2001 2110 2001 19564.2 3.9 4.4 2110 2034 2110 20013.8 4.2 3.9 2034 2222 2034 3.8 2222 2124 2222 3.4 2124 2124 4.1 1839 1900 1900 1923 1900 4.0 1923 1900 4.0 1953 1923 4.2 1953 1923 4.2 1953 3.9 1953 3.9 1956 4.4 2001 3.9 2110 4.2 21103.4 4.2 2034 3.8 20343.5 3.8 2222 3.4 2222 1204 4.1 0.4 06194.0 3.9 4.2 12064.2 0.3 06423.9 3.6 06594.4 3.8 07393.9 3.5 07334.2 4.0 07493.8 3.6 08463.4 4.1 08213.5 3.8 1814 3.8 1229 0.1 1818 4.0 1247 0.4 1308 0.2 1342 0.5 1341 0.0 1353 0.5 1455 0.1 1431 0.5 0.1 0.3 0034 0054 00240.3 0.1 0.3 0034 0054 0.3 0.1 0116 0034 00540.4 0.3 0.1 0116 0034 0.3 0144 0116 00340.1 0.4 0.3 0144 0116 0.1 0.4 0210 0144 01160.6 0.1 0.4 0210 0144 0.1 0210 01440.0 0.6 0.1 0210 0.6 02100.5 0.6 0216 0216 0216 0216 0.0 0216 0216 0.0 0325 0216 02160.2 0.5 0.0 0325 0216 0.5 0247 0325 02160.6 0.2 0.5 0247 0325 0.2 0428 0247 03250.9 0.6 0.2 0428 0247 0.6 0334 0428 02470.9 0.9 0.6 0334 0428 0.9 0334 0428 18390.4 4.1 19000.6 4.0 19230.0 4.2 19530.5 3.9 19560.2 4.4 20010.6 3.9 21100.9 4.2 20340.9 3.8 3.9 06233.8 3.8 06593.6 3.9 06333.9 3.8 07213.5 3.6 07464.0 3.9 08143.6 3.5 3.8 0633 0659 3.9 0633 0659 3.8 3.9 0721 0633 3.8 0721 0633 3.6 3.8 0746 0721 3.6 0746 0721 3.9 3.6 0814 0746 3.9 0814 0746 3.5 3.9 0814 3.5 0814 4.0 3.5 0821 0821 0820 0821 4.0 0820 0935 0820 08213.9 3.6 4.0 0935 0853 0935 08203.7 3.9 3.6 0853 1049 0853 3.7 1049 0951 1049 3.4 0951 0951 0821 3.6 4.0 0820 3.9 3.6 0935 3.7 3.9 09353.4 3.9 0853 3.4 3.7 08533.5 3.7 1049 3.5 3.4 1049 00240.2 0.3 00540.4 0.1 00340.2 0.3 01160.6 0.4 01440.1 0.1 02100.6 0.6 02160.4 0.0 02160.7 0.5 03251.2 0.2 02471.1 0.6 0.1 0.2 1243 1307 12350.2 0.1 0.2 1243 1307 0.1 1324 1243 13070.4 0.2 0.1 1324 1243 0.2 1353 1324 12430.2 0.4 0.2 1353 1324 0.4 1416 1353 13240.6 0.2 0.4 1416 1353 0.2 1416 13530.1 0.6 0.2 1416 0.6 14160.6 0.6 1428 1428 1425 1428 0.1 1425 1428 0.1 1543 1425 14280.4 0.6 0.1 1543 1425 0.6 1505 1543 14250.7 0.4 0.6 1505 1543 0.4 1703 1505 15431.2 0.7 0.4 1703 1505 0.7 1615 1703 15051.1 1.2 0.7 1615 1703 1.2 1615 1703 06234.1 3.8 06593.9 3.9 06334.2 3.8 07213.8 3.6 07464.3 3.9 08143.8 3.5 08213.8 4.0 08203.6 3.6 09353.1 3.9 08533.3 3.7 4.0 1855 1917 4.1 1855 1917 4.1 1937 1855 4.1 1937 1855 4.1 2010 1937 3.9 2010 1937 3.9 2027 2010 4.2 2027 2010 4.2 2027 3.8 2027 3.8 2044 4.3 2033 3.8 2201 3.8 22013.1 3.8 2108 3.6 21083.3 3.6 2319 3.1 2319 4.1 18444.1 4.0 19173.9 4.1 18554.2 4.1 19373.8 3.9 20104.3 4.2 20273.8 3.8 2044 2044 2033 2044 4.3 2033 2201 2033 20443.8 3.8 4.3 2201 2108 2201 20333.6 3.8 3.8 2108 2319 2108 3.6 2319 2220 2319 3.1 2220 2220 1235 0.2 1307 0.1 1243 0.2 1324 0.4 1353 0.2 1416 0.6 1428 0.1 1425 0.6 1543 0.4 1505 0.7 0.5 0154 0154 0.5 1937 0.6 0248 0321 02480.7 0.6 0321 0.7 0321 0321 0.7 2108 2044 0.6 4.3 20330.7 0321 3.8 2201 0.7 3.8 3.6 1844 0154 4.0 0.5 0154 19170.5 0154 4.1 1855 0.5 4.1 3.9 2010 0248 4.2 0.6 0248 20270.6 0248 3.8 3.5 0759 3.5 0853 3.5 0853 3.5 0853 0930 0930 3.5 0930 0759 3.5 0759 3.5 0759 3.5 0759 3.5 0853 3.5 08533.5 3.5 3.5 0930 3.5 0930 3.5 0.5 02480.9 1545 0.6 0.7 0.5 0154 1459 0.7 1459 0.7 1459 1401 0.5 1401 0.5 1401 0.5 1401 0.5 1401 0.7 1459 0.7 1545 14590.9 0.7 1545 0.9 1545 0.9 1545 0.9 0321 3.5 08533.4 2149 3.5 3.5 3.8 0759 3.8 2014 3.8 2014 2014 3.8 2014 3.8 2014 21063.4 3.7 3.4 0930 2106 3.7 2106 3.7 2106 3.7 2106 3.7 2149 2149 3.4 2149 3.4 2149 1401 0.5 1459 0.7 1545 0.9 2014 3.8 2106 3.7 2149 3.4

Tími 1.2 0.9 0524 3.2 3.4 1151 1.5 1.1 1810 0402 3.2 1017 1635 2.9 1.1 0026 2241 1.5 3.2 0635 3.0 1.3 1306 0453 1.6 3.0 1937 1119 1741 2.8 1.3 0149 2349 1.5 3.1 0805 3.1 1.4 1432 0602 1.5 2109 1237 1902 2.9 3.0 0315 1.3 0926 1.4 3.2 3.2 1542 0109 1.3 1.3 2209 0727 1400 3.1 3.1 0413 2029 1.2 1.2 1020 3.4 3.4 1630 0233 1.1 1.0 2250 0853 1517 3.3 3.3 0454 2144 0.9 0.9 1100 3.6 3.8 1706 0345 0.8 0.6 2323 1002 1618 3.6 3.7 0528 2240 0.7 0.5 1134 3.8 4.1 1738 0442 0.7 0.3 2353 1056 1707 3.7 4.0 0559 2327 0.6 0.2 1205 3.9 4.4 1808 0529 1142 1751 0.5 0.0 0021 3.9 4.2 0627 0.5 0.0 1234 0010 4.0 4.5 1837 0613 1224 0.4 -0.1 0049 1833 3.9 4.4 0655 0.4 -0.1 1304 0051 4.0 4.5 1905 0655 1306 0.4 -0.1 0117 1915 4.0 4.4 0723 0.4 -0.1 1334 0131 4.0 4.4 1935 0737 1348 0.4 0.0 0146 1959 4.0 4.3 0752 0.5 0.1 1406 0212 3.9 4.1 2006 0820 1432 0.5 0.2 0218 2043 3.9 4.0 0825 0.6 0.4 1441 0255 3.7 3.8 2042 0906 1517 0.7 0.6 0253 2131 3.7 3.8 0903 0.8 0.8 1523 0339 3.5 3.4 2124 0955 1607 0.9 0.9 0334 2222 3.5 3.4 0951 0428 1.1 1.2 1615 1049 3.1 2220 3.3 1703 2319

Hæð Tími Tími Hæð Hæð Tími Tími Hæð Hæð Tími Tími TímiHæð Hæð Hæð Tími Tími Hæð Hæð Tími Tími TímiHæð Hæð Hæð Tími Tími Hæð Hæð Tími Tími TímiHæð Hæð Hæð Tími Tími Hæð Hæð Tími Tími TímiHæð Hæð Hæð Tími Tími Hæð Hæð Tími TímiHæð Hæð Hæð Tími Hæð Hæð TímiHæð Hæð Tími Tími Tími Tími Hæð Tími Tími Hæð Hæð Tími Tími TímiHæð Hæð Hæð Tími Tími Hæð Hæð Tími Tími TímiHæð Hæð Hæð Tími Tími Hæð Hæð Tími Tími TímiHæð Hæð Hæð Tími Tími Hæð Hæð Tími Tími TímiHæð Hæð Hæð Tími Tími Hæð Hæð Tími Tími Hæð Hæð Tími

Hæð Tími

Tími

Apríl

Tímamismunur á frávikum er gefinn upp í klukkustundum og mínútum:

Stórstreymi er merkt sérstaklega inn á dagatalið

Flóðatafla 2014

Hæð 1.2 0524 3.2 1151 1.5 1810 0.9 3.4 1.1 2.9 0026 3.2 1.5 0635 3.0 1306 1.1 1.6 1937 3.2 1.3 2.8 0149 3.0 1.5 0805 3.1 1432 1.3 1.5 2109 3.1 1.4 2.9 0315 1.4 0926 3.2 1542 3.0 1.3 2209 1.3 3.2 3.1 0413 1.3 1.2 1020 3.4 1630 3.1 1.1 2250 1.2 3.4 3.3 0454 1.0 0.9 1100 3.6 1706 3.3 0.8 2323 0.9 3.8 3.6 0528 0.6 0.7 1134 3.8 1738 3.7 0.7 2353 0.5 4.1 3.7 0559 0.3 0.6 1205 3.9 1808 4.0 0.2 4.4 0.5 0021 3.9 0627 0.5 1234 0.0 4.0 1837 4.2 0.0 0.4 0049 4.5 3.9 0655 0.4 1304 -0.1 4.0 1905 4.4 -0.1 0.4 0117 4.5 4.0 0723 0.4 1334 -0.1 4.0 1935 4.4 -0.1 0.4 0146 4.4 4.0 0752 0.5 1406 0.0 3.9 2006 4.3 0.1 0.5 0218 4.1 3.9 0825 0.6 1441 0.2 3.7 2042 4.0 0.4 0.7 0253 3.8 3.7 0903 0.8 1523 0.6 3.5 2124 3.8 0.8 0.9 0334 3.4 3.5 0951 0.9 1.1 1615 3.4 3.3 2220 1.2 3.1

1.2 Tími 3.2 1.5 0524 1151 1810 2.9 1.5 3.0 0026 1.6 0635 1306 2.8 1937 1.5 3.1 0149 1.5 0805 1432 2.9 2109 1.4 3.2 0315 1.3 0926 1542 3.1 2209 1.2 3.4 0413 1.1 1020 1630 3.3 2250 0.9 3.6 0454 0.8 1100 1706 3.6 2323 0.7 3.8 0528 0.7 1134 1738 3.7 2353 0.6 3.9 0559 1205 1808 0.5 3.9 0.5 0021 4.0 0627 1234 0.4 1837 3.9 0.4 0049 4.0 0655 1304 0.4 1905 4.0 0.4 0117 4.0 0723 1334 0.4 1935 4.0 0.5 0146 3.9 0752 1406 0.5 2006 3.9 0.6 0218 3.7 0825 1441 0.7 2042 3.7 0.8 0253 3.5 0903 1523 0.9 2124 3.5 1.1 0334 3.3 0951 1615 2220

Hæð

September HæðTími

0.9 3.5 1.1 3.3

0.7 3.7 0.8 3.5

0.5 3.9 0.6 3.7

0.4 4.0 0.5 3.9

0.4 4.0 0.4 4.0

0.4 3.9 0.4 4.0

0.5 3.9 0.5 4.0

3.7 0.6 3.9

3.6 0.7 3.8 0.7

3.3 0.9 3.6 0.8

3.1 1.2 3.4 1.1

2.9 1.4 3.2 1.3

2.8 1.5 3.1 1.5

2.9 1.5 3.0 1.6

1.2 3.2 1.5

Hæð


EXPO • www.expo.is

Við höfum allt fyrir veiðimanninn. Sérfræðingar okkar veita þér faglega ráðgjöf og góða þjónustu.

í inters po

rt!

veiðideild - intersport bíldshöfða sími 585 7220 - opið: mán. - fös. 10 - 19. lau. 10 - 18. sun. 12 - 18

Velkomin

nú bjóðum við upp á allar veiðivörurnar á sama stað

glæsileg veiðideild í intersport bíldshöfða


Metnaður okkar er að þjónusta viðskiptavini af þekkingu og reynslu og tryggja þeim ánægjulega og árangursríka veiðiferð.

V E I Ð I H O R N I Ð - S Í Ð U M Ú L A 8 - 108 R E Y K J AV Í K - S Í M I 568 8410 - V E I D I H O R N I D. I S

/// F LU G A N . I S ///

VEIDIMADURINN.IS

Svfr söluskrá 2014 small  

Söluskrá SVFR 2014 Veiði Laxveiði Salmon fishing Iceland Fly fishing Iceland Flyfishing Iceland trout fishing Iceland

Svfr söluskrá 2014 small  

Söluskrá SVFR 2014 Veiði Laxveiði Salmon fishing Iceland Fly fishing Iceland Flyfishing Iceland trout fishing Iceland

Advertisement