Page 1

2 . TÖL UBL A Ð 2 012

FRÍtt eintak

il Búðu t u tösk u úr þesisti! tímar

Pálmi Gestsson í sviðsljósinu í 3O ár Hveitikím, ofurfæða ofurmanna

Villtir Vestfirðir

Sumarförðun – bjartir og seiðandi litir

Bestu gjafirnar?

Fyrst í Lyfju svo í sólina Húðslit

Dr. Bolli Bjarnason

KVILLARÁÐ LYFJAFRÆÐINGSINS


Hvernig eldist húðin? Sýnileg ummerki öldrunar eru skilgreind í fjögur stig.

Greining 1. stigs: Tjáningarhrukkur

Greining 2. stigs: Öldrunarhrukkur

Þegar andlitsvöðvar dragast saman (við bros eða grettu) myndast spenna sem umbreytir tilfinningum í tímabundnar tjáningarhrukkur...

Frumuendurnýjun verður hægari og samruni kollagens, samnefnara stinnleika og æsku, byrjar að minnka. Hrukkur verða varanlegar.

30 ára

40 ára

50 ára

60 ára

Greining 3. stigs: Djúpar hrukkur, slökun húðar

Greining 4. stig: Minni fylling og útgeislun

Kollagen- og elastínþræðir hrörna. Hrukkur verða greinilegri. Útlínur andlitsins verða óskýrari og húðin tapar teygjanleika og stinnleika.

Húðin þynnist, innra lag hennar skortir þéttleika. Húðin verður grófari, tapar sveigjanleika og teygjanleika. Einnig dregur úr útgeislun húðarinnar vegna minni raka.


EFNISYFIRLIT

Efnisyfirlit 6 Hollráð og heilsumolar

10 Nýtt í Lyfju

14 Pálmi Gestsson

20 Vestfirðir

22 Lyfja á Ísafirði

24 Fólkið hjá Lyfju

25 Sykursýki

26 Sumarvörur

28 Sumarförðun

30 Gjafavörur undir 5.000

32 Gjafavörur undir 2.500

34 Hreyfing

36 Taska úr tímariti

38 Kvillaráð

42 Pizza úr hveitikími

44 Spurt og svarað

46 Húðslit

48 Orðarugl og sudoku

50 Lesendagetraun Lyfju

ERUM KOMIN Í SUMARSKAP Nú er vor í lofti, dagarnir orðnir bjartir og langir og fuglasöngur hljómar. Sam­kvæmt dagatalinu er sumarið komið en raunin er önnur. Nú, tvö ár í röð hafa bændur og búalið um mest allt land fengið að finna fyrir Vetri konungi langt fram í maí. Það hefur því dregist á langinn að fyrstu lömbin hlaupi út í haga. Veturinn hefur verið snjómikill og í okkur flest er komin tilhlökkun eftir góðu sumri. Við hjá Lifið heil látum ekki kuldann slá okkur út af laginu. Við erum bjartsýn á gott sumar og erum komin í sumarskap. Í blaðinu er fjallað um sumar og sólarstrendur, skroppið til Vestfjarða og fræðst um ofurfæðuna hveitikím. Við sýnum líka hvernig búa má til tösku úr tímariti og leiðum lesendur í sannleikan um kajakróður. Forsíðuviðtalið er við Pálmi Gestsson, sem fagnar í ár 30 ára leikafmæli. Pálmi fer um víðan völl og segir frá mörgu áhugaverðu. Lifið heil fékk förðunarfræðinginn Örnu Sirrý frá Clinique í lið með sér til að skoða það heitasta í sumarförðuninni. Arna Sirrý er ein sú yngsta í sínu fagi á landinu. Þar er mikil hæfileikakona á ferð þó hún sé aðeins 17 vetra gömul. Fastur liður í blaðinu er að heimsækja eitt af apótekum Lyfju. Að þessu sinni er heimsóknin í Lyfju á Ísafirði sem var endurnýjuð frá grunni nú í maí. Þetta er aðeins brot af því efni sem finna má í blaðinu, lesendagetraunin, nýtt í Lyfju og fleira er á sínum stað, einnig er fræðst um húðslit hjá Bolla Bjarnasyni húðsjúkdómalækni, hönnunarskóli heimsóttur og margt fleira. Lifið heil óskar landsmönnum gleðilegs sumars og minnir fólk á að fara varlega í sumarfríinu og koma heil heim.

Þorgerður Þráinsdóttir Forstöðumaður verslana- og markaðssviðs Lyfju

Útgefandi og ábyrgðarmaður: Lyfja hf. // Ritnefnd: Unnur Steinsson, Ragnheiður B. Harðardóttir og Þorgerður Þráinsdóttir // Ritstjóri: Elín G. Ragnarsdóttir // Blaðamenn: Magnús Guðmundsson, Elín G. Ragnars­dóttir, Þórdís Gísla­dóttir, Guðný Maríanna Þorsteinsdóttir og Ásmundur Helgason. // Forsíðu­mynd: Sigfús Már Péturs­son // Ljósmyndir: Sigfús Már Péturs­son, Sigurjón Ragnar, María Elínardóttir o.fl. // Auglýsingasala: Guðný Maríanna Þorsteinsdóttir // Umbrot: Dynamo Reykjavík // Prentun: Ísafoldarprentsmiðja ehf.

4


Dregur Úr 10 merkjum ölDrunar

með STÖðUGRI NOTKUN nÝtt 10 öflug

VIRK EfNI

Sléttari húð Mýkri húð Styrkari húð Bætir rakaMiSSi aukinn teygjanleiki Meiri fylling jafnari hörundSlitur geiSlandi húð Áferðarfallegri

húð

jafnar Skarpar línur

Fyrsta heilDarlausn gegn ölDrun hÚðarinnar 5 EINKalEyfI SaNNaNlEg VIRKNI

„10 hlutir í einu… Þannig er Það hjá okkur öllum, ekki satt?“

Rachel Weisz.


HOLLRÁÐ

Hollráð og heilsumolar

H a a at t j ú hh

Frjókornaofnæmi er eitt algengasta ofnæmið sem kemur fram í nefi og augum. Ástæðan er ofnæmi fyrir grasi, birki eða súrum, þ.e. frjókornum frá gróðri. Einkennin koma yfirleitt fram á sama tíma á hverju ári og sumum reynist erfitt að greina milli svokallaðs sumarkvefs og frjóofnæmis. Margir þjást af ítrekuðu kvefi á hverju sumri áður en þeir átta sig á því að um frjókornaofnæmi er að ræða. Reynið því að átta ykkur á því hvort hugsanleg tengsl geti verið milli einkenna og gróðurs í kringum ykkur. Réttur farði

Það getur verið vandasamt að velja meik. Það þarf að byrja á því að greina húð­ tegundina. Það eru til meik sem henta öllum húðtegundum. Þegar búið er að greina tegund húðar er liturinn valinn. Það virðist vera algengur misskilningur að meik séu til þess að dekkja húðlitinn og gera mann brúnann. Meik er notað til þess að jafna út húðlitinn okkar. Liturinn er valinn í samræmi við húðlit viðkomandi. Liturinn á meikinu á að vera sem næst húðlitnum. Ef valinn er of dökkur litur myndast svokölluð „gríma“ og skilin sjást ef kjálkabeinið og hálsinn eru borin saman. Þetta er ekki fallegt að sjá. Ef við viljum fá frísklegra útlit getum við bæði notast við svokölluð sólarpúður eða kinnalit. Sólarpúður er annað hvort einn litur eða nokkrir saman. Þetta eru brúntóna litir sem gefa mjög frísklegt og fallegt útlit þegar þeim er strokið yfir andlitið, eitthvað sem allar konur ættu að eiga. Það er líka hægt að nota gamla góða kinnalitinn, hann fer aldrei úr tísku.

EXEM? SÓRÍASIS? HÚÐÞURRKUR? KLÁÐI? GULA BANANA BOAT E-GELIÐ: Það hefur hjálpað mörgum og hentar einnig í hársvörð (engin fita eða olíur). GRÆNA ALOE VERA GELIÐ: Hreint Aloe Vera gel, mjög græðandi og gott eftir veru í sólinni. Einnig á góðu verði. BANANA BOAT AFTER SUN BODY LOTION: Það er sólbrúnkandi og tilvalið ef þú vilt framlengja endingu sólbrúnkunnar um 7-9 vikur um leið og þú varðveitir æskuljóma húðarinnar. ALOE VERA umboðið. Sími 897-1784

Eitt helsta einkenni frjókornaofnæmis og það margir finna fyrst fyrir, er kláði í augum. Aðeins örfá frjókorn í loftinu geta framkallað augnkláða. Augun verða rauðsprengd og það rennur úr þeim. Fyrstu einkenni frá nefi eru síendurteknir hnerrar. Önnur einkenni sem miklum óþægindum valda er kláði í nefinu, sem oft veldur svokallaðri ofnæmiskveðju, nefnuddi og grettum sem geta verið býsna spaugilegar. Þá fer að renna stöðugt úr nefinu, sem þýðir að vasaklúturinn er sífellt á lofti. Einnig getur nefið stíflast eða slímhúð þrútnað svo að erfitt verður að draga andann gegnum nefið. Nauðsynlegt er að hafa í huga að frjókornaofnæmi getur oft valdið astmaeinkennum.


NÝTT

Litað dagkrem sem styrkir húðina og gefur lit og ljóma.

Leyfðu húð þinni að ljóma Endurnýjar ljóma þannig að húðin virðist 10 árum yngri*

NÝTT

Rénergie Multi-Lift 2+1 endurnýjandi augnkrem.

RÉNERGIE ÉCLAT MULTI-LIFT MÝKRI OG ÞÉTTARI HÚÐ MEÐ AUKNUM LJÓMA

NÝTT

Krem sem lyftir, styrkir og vinnur gegn hrukkum. Kemur bæði fyrir normal og þurra húð.

Kate Winslet www.facebook.com.Lancomeiceland


HOLLRÁÐ

Fíkniefnapróf – Þegar unglingur ratar í vímuefnavanda

hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna.

Ólögleg vímuefnaneysla meðal ungmenna er alvarlegt vandamál á Íslandi. Samkvæmt SÁÁ hefur mikill fjöldi neytenda vímuefna á aldrinum 14- 18 ára komið í meðferð á Vog, og fjölgunin heldur áfram. Sumarið er sá tími sem mörg ungmenni hafa of lítið fyrir stafni og eru gjarnan eftirlitslaus í langan tíma.

Niðurstöðurnar byggja á rannsóknum vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa þær vakið alþjóðlega eftirtekt.

Íslenskar rannsóknir sýna að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldum sínum eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi sýna niðurstöður að mun ólíklegra sé að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falli fyrir fíkniefnum. Í þriðja lagi sýna rannsóknirnar fram á að því lengur sem ungmenni bíða með að

Ef þig grunar að unglingurinn þinn hafi neytt fíkniefna skaltu ekki hika við að fá niðurstöðu með fíkniefnaprófi. Frekari upplýsingar um þau einkenni sem fylgja neyslu má finna á persona.is, saa.is og hjá Foreldrahúsi. Fíkniefnaprófið byggist á ónæmisfræðilegri litskiljun (immuno­ chro­matography) og er ætlað til efnagreiningar á sýnum í einu lagi. Það er hannað til greiningar á fíkniefnum í þvagsýnum manna.

og takmarkast þá frunsan við þær frumur sem þegar eru sýktar. Þeir sem byrja snemma að nota kremið fá minni sár sem gróa fyrr Stilltu þig um að snerta frunsurnar því að þær eru smitandi. Fruns­ og smitunartímabilið styttist. Engu að síður verður herpesveiran urnar eru mest smitandi á því stigi sem einkennist af roða, þrota ávallt til staðar í taugarótum og getur valdið frunsu síðar. Bæði og útbrotum. Yfirleitt hverfa frunsurnar á 7-10 dögum. Oft getur lyfin virka best um leið og einkenna verður vart en Vectavir er hjálpað að kæla frunsuna með ísmola, einkum í fyrstu. Ef sárið einnig hægt að nota eftir að blöðrur hafa myndast. Zinkoxíð grær óvenjulega seint, leitaðu til læknis. pasta, frunsulausn eða áburður gegn frunsum getur dregið úr óþægindum sem fylgja frunsu. Þegar sárið fer að gróa er gott Lyf í lyfju Zovir krem inniheldur virka efnið acíklóvír sem fæst án lyfseðils. að bera mýkjandi krem á það. Einnig er hægt að fá Vectavir krem sem inniheldur virka efnið pensíklóvír og hefur svipaða verkun. Ef þessi krem eru notuð strax Ef þér hættir til þess að fá frunsur í sól skaltu bera sterka sólvörn á varirnar þegar þú ert úti í sterkri sól. Skiptu um tannbursta. og vart verður við fyrstu einkenni frunsumyndunar, æðaslátt, Herpesveiran getur tekið sér bólfestu í tannburstanum, verið þar í ertingu eða sviða, er hægt að hægja á fjölgun veirunnar. Þannig er mögulegt að stöðva herpesútbrot með Vectavir eða Zovir kremi marga daga og smitað þig aftur þegar núverandi frunsa er gróin. Hollráð við frunsum

Fáðu faglega ráðgjöf hjá lyfjafræðingi um val á lyfjum og notkun þeirra.

8


Njóttu þess að vera í sólinni! Ótrúlega góð sólvörn. Ég nota eingöngu Proderm og brenn ekki þó ég æfi tímunum saman í vatni og sterkri sól. Húðin verður mjúk og fallega sólbrún.

Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona Proderm er sænsk sólarvarnaruppfinning, langvirkandi og verndar húð barna og fullorðna við erfiðustu aðstæður. Viðkvæm húð getur notið sólarinnar og náð fallegum sólbrúnum lit. Engin fituáferð og auðvelt að bera á. Athuganir sýna að Proderm sem er í froðuformi er helmingi drýgra en krem. Fyrir allar húðgerðir, börn og fullorðna. www.proderm.is

Án parabena,ilmefna og litarefna.


NÝTT Í LYFJU

1.

3.

CLINIQUE

Almost Lipstick er frábær ný vara sem gefur vörunum lit og fallegra útlit án þess að þekja eins mikið og varalitur.

L´oréal Revatalift Total 10

Nú fáanleg lúxus næturkerm. Þessi uppskrift er mjög rakagefandi og að morgni er húðin með fyllingi. Nýtt Serum með einstakri formúlu sem smýgur inn í húðina strax og gefur henni skjótan raka, húðin verður strax mýkri og fær fyllingu.

Quickliner for eyes intense augnblýanturinn er vatnsheldur og auðveldur í notkun.

2. Ck one summer

Svalasti ilmur sumarsins eins góður og svalandi ávaxtakokteill í hitabylgju. 100 ml á verði 50 ml.

4.

Unnur Steinsson vörustjóri

Umsjón Unnur Steinsson

10

Ljósmyndir Sigfús Már Péturs­son

Vinnur vel á þurri húð, þurrkublettum, ertingu í húð og bleyjuútbrotum. Rosebud er einnig yndisleg varanæring og náttúrulegur varagloss.

5. Illigal Length

Lyfja er sífellt að leita að nýj­um og spennandi vörum fyrir viðskiptavini sína. Hér eru 25 nýjungar sem við hjá Lyfju erum búin að setja í hillurnar hjá okkur.

Nýtt í lyfju

Rosebud salve varasalvinn

Nýr maskari frá Maybelline, lengir augnhárin út í hið óendanlega. Háþróuð formúla með 4 mm fíberþráðum og ný tegund af bursta sem hefur 6 snertifleti.

6. Cherry Blossom

Fínlegur, kvenlegur ilmur með brakandi ferskleika. Inniheldur bergamot, orange trees, green tea, cherry blossom tree, apricot og white lily.


SUMAR 2012

7.

9.

8.

Lepicol kemur meltingunni í lag

EGF húðnæring

Nupo 5 daga pakki inniheldur:

17 stk. hristinga - 4 bragðtegundir 8stk. súpur - 2 bragðtegundir 4 stk. stangir - 2 bragðtegundir 1 stk. hristari og 5 daga matseðill

Rakagefandi næring fyrir líkamann sem styrkir, mýkir og nærir húðina og gefur henni fallegan ljóma. EGF húðnæring inniheldur frumuvaka sem er náttúrulegur húðinni og örvar endurnýjun hennar. EGF húðnæring hentar öllum húðgerðum.

11.

10.

cognicore

Sérvirkt efni úr brokkolí, sulforaphane, varnar hrörnun fruma og virkjar eiginleika þeirra til að endurnýja sig. Einstök áhrif fyrir heilsuna og yngra útlit.

Lepicol inniheldur trefjar (Psyllium Husk) með mjólkursýrugerlum sem styrkja meltinguna og koma jafnvægi á hægðirnar. Lepicol fæst í dufti og hylkjum. Lepicol Plús inniheldur að auki meltingarensím sem örva meltinguna.

12.

14.

13. Kerasal fótalínan EIGHT HOUR CREAM

Elizabeth Arden kynnir nýja formúlu fyrir kraftaverkakremið, Skin Protectant. Klassísk húðvara sem mýkir og gerir við flagnandi, sprungna, þurra húð auk þess að gefa raka og veita vörn.

15.

Nú fáanleg í Lyfju. Kerasal vörurnar hafa verið sannreyndar með klínískum rannsóknum sem sannar það að þær virka frábærlega í baráttunni við þurra og sprungna húð á fótum. Nánar er fjallað um Kerasal á bls. 46.

16.

Hawaiian Tropic

BOSS

Boss kynnir til leiks nýjan ilm. Hugo Boss Bottled Sport er kröftug samsetning grípandi sítrónutóna sem sameinast hreinum og ferskum hjartatónum og í grunninum ríkja viðartónar.

Göngumælir

Göngumælir sem mælir skrefin, vegalengd sem gengin er og kaloríubrennslu. Fást í bleiku og hvítu.

17.

IROHA

Sólarkrem SPF 50. Meiri vörn. Sérstaklega gott fyrir börn og viðkvæma húð.

TRACK ME

Aftersun froða. Varnar því að húðin flagni eftir sól og gerir brúnkuna endingarbetri.

Nýir og ferskir litir í vor og sumarlínu Alessandro.

Natur maskarnir og kremin eru ný nálgun í umhirðu húðarinnar í amstri dagsins og í boði eru fjórar veglegar línur. Margar útfærslur – Yngjandi – Stinnandi – Nærandi – Sefandi – Lyftandi og svo eru líka kremmaskar í boði allt eftir því í hvaða stemmningu þú vilt fara. Einfalt, gott og einstaklega þægilegt.

11


NÝTT Í LYFJU

19.

Nýtt frá Chicco

Moskítófæla sem gengur fyrir batterí. Gefur frá sér hljóðbylgjur sem trufla moskítóflugur og önnur skordýr en hefur engin áhrif á mannfólk. Með clip on þannig hægt er að festa á nánast hvað sem er. Sniðugt að smella á bakpokann. Frábært í ferðalagið.

20.

18. David BeCKham Instinct Sport

Sólarvörn SPF50 – krem UVA&UVB vörn. Án ilmefna, vatnshrindandi og ofnæmisprófað. Fyrir andlit og sér­ stak­lega viðkvæma húð. Mælt er með að nota sólarvörn að sumri en einnig að vetri, sérstaklega í sól og snjó.

Nýtt frá Disney

Öflug og góð sólarvörn fyrir börn. Nemo 30SPF sprey og Bangsímon 50+ SPF sólarkrem.

Nýr ilmur frá Beckham sem ilmar af orku og ánægju. Ilmurinn er appelsínugulur sem er litur lífs, orku og jákvæðni. Eins er ilmurinn karlmannlegur en í senn léttur.

Biotherm

Selluli laser:

Nýtt í lyfju

22.

Skrúbbur sem fegrar og mýkir húðina. Gott gegn appelsínuhúð og einnig er það grennandi að nota selluni laser reglulega. Gott að nota áður en Firm corrector er borið á húðina.

21.

Firm corrector: Endurskapandi stinnandi líkamsmeðferð. Eftir 10 daga notkun er húðin á líkamanum orðin stinnari og endurmótuð. Ceramide andlitslínan frá Elizabeth Arden

Þessi fallega taska inniheldur Ceramide ambúlum, Ceramide hreinsimjólk, Ceramide Ultra Lift and Firm, meðferð og raki í einu og sama kreminu sem gefur húðinni fyllingu, hámarks raka og sóarvörn SPF 30 og Ceramide Plump Perfect Eye, augnkrem með hámarks raka og lyftir.

23.

24.

25. CLINIQUE

BB kremið er nýjung frá Clinique sem hægt er að nota eitt og sér til að ná lýtalausu útliti án farða eða til að fullkomna húðina enn frekar undir farða.

Lancome

Ný lína frá Lancome sem mýkir og þéttir húðina. Í línunni er rakakrem sem lyftir, styrkir og vinnur gegn hrukkum, endurnýjandi augnkrem og litað dagkrem sem styrkir húðina og gefur lit og ljóma. Kemur bæði fyrir normal og þurra húð.

12

Multi Fix Olía frá NIP+FAB

Fjölvirk húðolía sem dregur úr sýnilegum örum og slitumförum. Notað með því að nudda vel á vandamálasvæði daglega en strjúka lauslega yfir önnur svæði líkamans. Olían er án PARABEN-efna og hentar öllum húðgerðum.

Stay-Matt er nýr Olíulaus farði frá Clinique sem helst einstaklega vel á, hvort sem þú mætir með hann í ræktina eða ert í Nauthólsvík að svamla í sumarhitanum.


Stjörnurnar nota NIP+FAB

GiVE

iT

Breska húðvörulínan NIP+FAB frá Rodial er náttúruleg og án allra parabena. Varan þykir bæði vönduð og ódýr. NIP+FAB inniheldur 19 vöruliði og henta öllum húðgerðum.

SOmE

LEG!

1.999,1.988,-

NIP+FAB hefur algjörlega slegið í gegn og er sem dæmi notað af mörgum helstu stjörnum Hollywood um þessar mundir meðal annars leikkonunum Kristen Stewart, Kelly Brook, Angeliu Jolie og Charlize Theron.

OSCAR

GLOW!

Náttúrulegar húðvörur án parabena bæði fyrir andlit og líkama sem gefa frábæran árangur.

PARTY PERFECT

Tummy Fix

SKIN

ShEEr mAkE up Fix

2.999,2.996,-

GET THE

Áferð húðarinnar helst fullkomin fram á nótt með Sheer Make Up Fix. Gegnsær farðagrunnur með frábæra virkni. Húðin fær tært og náttúrulegt yfirbragð. Má nota eitt og sér eða undir farða. Sléttir og mýkir yfirborð húðarinnar svo um munar. Eftir 28 daga notkun eru fínar línur sýnilega grynnri.

3.999,3.793,-

Daglegur „magaþjálfi“. Minnkun á magasvæði. Tummy Fix Serumið er mjög áhrifarík blanda af virkum efnum sem auka fitubrennslu líkamans, sérstaklega á maga, mitti, mjöðmum og rasskinnum (AmaraShape formúlan). 6 vikna próf var gert á sjálfboðaliðum sem sýndu 2,5 cm minnkun á magasvæði.

Auðvelt í notkun - frábær árangur!

3.299,3.188,-

BuST Fix

„Brjóstastækkun úr túbu“

Bust fix serumið örvar myndun og geymslu náttúrulegra fitufrumna í brjóstum og eykur stærð þeirra ásamt því að þétta og styrkja húðina á brjóstum og bringu svo um munar. Bust Fix serumið endurmótar útlínur brjóstanna og ýtir undir kvenleikann.

13


NÆRMYND

Líklega tengja flestir Pálma Gestsson við öll hans fjölmörgu hlutverk á fjölum leikhúsanna og allar persónurnar sem hann leikur í Spaugstofunni, en margir vita líka að Pálmi Gestsson er Bolvíkingur. Lifið heil hitti Pálma og ræddi við hann um lífið, störfin og áhugamálin.

Frá Bolungarvík á svið Þjóðleikhússins „Ég er fæddur í Bolungarvík árið 1957. Í æsku var ég dálítið heimóttarlegur og ég ætlaði aldrei að flytja að heiman. Ég var líka með lögheimili fyrir vestan þar til ég var orðinn tuttugu og fimm ára. Pabbi var húsasmíðameistari og ég taldi það geta hentað mér ágætlega að fara í smíðina líka svo ég fór í iðnskólann á Ísafirði eftir skyldunámið og var þar í nokkur ár. Hins vegar lauk ég ekki smíðanáminu og ákvað að drífa mig suður í inntökupróf í Leiklistarskóla Íslands vorið 1978. Þetta lá nú kannski ekkert

14

beint við fyrir mig, en leiklistin er einhverskonar ástríða sem blundar í blóðinu og enginn veit hvaðan kemur frekar en aðrar ástríður, kannski eitthvað svipað og hesta­ mennskan. Í raun má alveg segja að það hafi verið fáránleg hugmynd hjá mér að sækja um og hefði ég vitað hvað ég var að fara út í, hvað það var gríðarleg samkeppni um að komast inn, þá hefði ég sennilega ekkert farið út í þetta. En ég var mjög æðrulaus í sambandi við þetta allt. Inntökuprófin stóðu í nokkrar vikur og svo fór ég aftur vestur.

Frænka mín, Hrafnhildur Hagalín, dóttir hjónanna Guðmundar Páls­ sonar frænda míns og Sigríðar Hagalín sem bæði eru látin en voru mér mikill stuðningur á meðan á þessu ferli stóð, hringdi síðan í mig og tilkynnti mér úrslitin. Ef Bolvíkingum fannst þetta einkennilegt námsval á annað borð þá þagði fólk yfir því. Reyndar hef ég oft sagt söguna af afa mínum sem var frá Folafæti undir Hesti við Ísafjarðardjúp, útvegsbóndi sem ég var mikið með í æsku. Hann var maður sem var upp alinn nánast í torfkofa við hálfgerðan

miðaldabúskap og mundi tímana tvenna og þegar ég les sögur Jóns Kalmans þá sé ég afa fyrir mér. Hann sagði nú ekkert þegar hann vissi að ég ætlaði í leiklistarskóla en ég hugsa að honum hafi fundist þetta eitthvað skrýtið. Þegar ég kom vestur eftir að hafa lokið námi lét ég það verða mitt fyrsta verk að heimsækja hann og afi sagði við mig: „Jæja, Pálmi minn, svo þú ert hér. Hver er þá að gretta sig fyrir sunnan?“ Ég var líka frekar æðrulaus í sam­ bandi við vinnu við leiklistina,


SUMAR 2012

Hún hefur þó ekki verið keyrð alveg stanslaust síðan, Karl Ágúst fór um tíma í nám til Bandaríkjanna og á meðan var hlé en reyndar vorum við nokkrir með Imbakassann á Stöð 2 á meðan svo við vorum á fullu í gríninu. En nú er búið að gera 424 þætti af Spaugstofunni.“

svona álíka og með að sækja um þetta nám. Pétur Einarsson, skólastjóri, var búinn að gera okkur grein fyrir því að margir leikarar fá aldrei neitt að gera, en ég var svo heppinn að ég fékk strax hlutverk, var í eitt ár hjá Leikfélagi Reykjavíkur og lék með frjálsum leikhópum en fór síðan yfir í Þjóðleikhúsið þar sem ég hef verið síðan. Ég hafði strax meira en nóg að gera við leiklistina. Í ár eru 30 ár í ár síðan ég útskrifaðist.“

Sprellað í Spaugstofunni „Það eru deildar meiningar um það hvert sé upphafsár Spaug­ stofunnar. Það má kannski segja að hún hafi verið að gerjast í móðurkviði frá 1983-84. Við höfum miðað við árið 1985 þegar fyrsti sjónvarpsþáttur með þessu nafni fór í loftið, en Spaugstofan í núverandi mynd varð til árið 1989.

Blaðakonan spyr hvort þeir hafi alltaf nóg af efni í þættina og hvort samkomulagið manna á milli sé alltaf gott. „Jú, jú, við getum alveg verið andlausir, eða ekki kannski andlausir en andagiftin er mismikil skulum við segja. En þetta gengur alltaf upp. Við vinnum líka svo vel saman og það er svo mikill samhugur alltaf á meðal okkar, við finnum alltaf eitthvað til að vinna úr. Það er í raun alveg magnaður andskoti hvað við erum miklir vinir. Á milli okkar ríkir djúp vinátta. Við umgöngumst ekkert endilega utan vinnunnar en við höfum þekkst mjög lengi. Við Örn erum bekkjarbræður úr Leiklistarskólanum og Kalli var ári á undan okkur. Við erum kannski dálítið eins og Rolling Stones, höngum saman áratug eftir áratug. En kannski stóð bara þannig á stjörnunum þegar okkar hópur var settur saman að það var allt með okkur. Mér finnst í raun alveg magnað að við höfum aldrei rifist. Það var ágæt leikkona sem vann með okkur sem sagði við okkur eftir á að það væri eiginlega skrýtið að vinna með okkur því við bærum svo takmarkalausa virðingu hver fyrir öðrum. Og þetta er alveg rétt, á milli okkar í Spaugstofunni ríkir skilningur og nærgætni. Það hefur ýmislegt gengið á í Spaugstofunni. Mönnum hefur fundist við hafa farið yfir strikið, við höfum verið kærðir fyrir guðlast og klám og það hafa ekki allir pólitíkusar alltaf verið sáttir við þættina, en ég er sáttur.“

sé lokið í bili. Á sumrin reyni ég að vera eins laus og ég get og sinna mínum áhugamálum. Þá eru það hestar, hreindýraveiðar og húsið okkar fyrir vestan sem tekur við. Ég hef líka tvisvar á tímabilum starfað sem hafnarstjóri á Bolungarvík.

„Þetta lá nú kannski ekkert beint við fyrir mig, en leiklistin er einhverskonar ástríða sem blundar í blóðinu og enginn veit hvaðan kemur frekar en aðrar ástríður, kannski eitthvað svipað og hestamennskan.“ Ástæðan er sú að bróðir minn var hafnarstjóri og það vantaði afleysingamann. Hann fékk þá bráðsnjöllu hugmynd að biðja mig að leysa sig af. Mér fannst þetta svo fáránleg hugmynd að ég sló til. Hafnarstjóri sér meðal annars um afgreiðslu skipa og báta og að vikta aflann. Ég var í þessu tvö sumur og það var kærkomin ástæða til að vera allt sumarið í Bolungarvík. Seinna árið sem ég var í þessu veiktist bróðir minn alvarlega og dó innan nokkurra mánaða. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að vera þarna með honum við lok hans æviskeiðs.“

Maður þarf að vanda sig við að umgangast fólk „Það er mikil slökun sem felst í því að gera eitthvað allt annað en maður er vanur í leiklistinni, vasast í einhverju gjörólíku. Þegar ég var hafnarstjóri komu karlar til að fá sér kaffi og spjalla. Maður er eins og í nafla alheimsins, það er kjaftað um allt sem gerist, hvort sem það er á heimsvísu eða innan bæjarins. Svona lítil samfélög hafa auðvitað sína kosti og sína ókosti, en þarna eru sérstök samskipti milli manna.

Pálmi í einu af fjölmörgum hlutverkum sínum.

„Þegar ég var hafnarstjóri komu karlar til að fá sér kaffi og spjalla. Maður er eins og í nafla alheimsins, það er kjaftað um allt sem gerist, hvort sem það er á heimsvísu eða innan bæjarins.“ Við hafnarstjórn í Bolungarvík „Ég hef í seinni tíð reynt að skella í lás þegar Spaugstofan fer í pásu og leikhúsin loka. Reynt að líta svolítið þannig á að dagskránni

Maður þarf að vanda sig við að umgangast fólk. Það getur verið ansi grimmt andrúmsloft í smá­ bæjum. Fólk talar auðvitað hvert um annað og hefur skoðanir á náunganum. Stundum eru menn óvægnir, það fer ekki hjá því þegar

15


NÆRMYND

Gert við glugga.

„Svona lítil samfélög hafa auðvitað sína kosti og sína ókosti, en þarna eru sérstök samskipti milli manna. Maður þarf að vanda sig að umgangast fólk.“ nástaðan er mikil og fólk þekkir vel til hvers annars. Það sem mér finnst dálítið nei­ kvætt við svona lítið samfélag er flokkapólitíkin. Fólk getur verið eins og í ofsatrúarsöfnuðum í þessari pólitík. Þetta er fólk sem er alið upp saman og það er bita­ munur en ekki fjár á þeirra hug­ sjónum, þörfum, löngunum og mark­miðum, en svo eru menn eins og óðir áhangendur einhverra fót­ boltaliða þegar kemur að pólitík. Ég hef aldrei skilið almennilega

Stoltið mikla ... óðal allra tíma!

16

að menn geti alveg sleppt sér og tekið trú á eitthvert lið í ensku knattspyrnunni, mænt á Ferguson eins og andlegan leiðtoga lífs síns eða eitthvað álíka, mér fyndist ég alveg eins geta haldið með blakliði kvenna í Búrkína Fasó, en sumir eru voðalega æstir áhangendur einhverra liða eða pólitískra flokka og fara að kalla andstæðinganna öllum illum nöfnum þegar pólitík ber á góma. Í pólitíkinni eru menn stundum æpandi einhverja frasa um að hinir og þessir séu ýmist kommúnistar eða fasistar, en svo eru hagsmunir fólksins sem þeir ætla að starfa fyrir auðvitað alveg þeir sömu. Um daginn las ég ágæta grein eftir Guðmund Steingrímsson þar sem hann var að skrifa að það væri eðlilegt að menn væru í einhverri valdabaráttu í aðdraganda kosninga en svo eigi fólk bara að vinna saman. Um daginn sá ég líka þátt með Stephen Fry þar sem komið var inn á tengt efni. Þar var hann að ræða muninn á ættjarðarvini og þjóðernissinna. Ættjarðarvini finnst vænt um landið sitt en þjóðernissinni hatar önnur lönd. Mér finnst það ágæt skilgreining. Við þurfum að standa saman í þessu landi og ekki alltaf vera að reka hnífa í bakið hvert á öðru.“

Skotveiði Ég veiði aðallega hreindýr vegna þess að þetta er einhver besti matur sem ég smakka. En stærsti þáttur veiðimennskunnar hefur með útiveruna að gera, ég er náttúru­ unnandi. Ég er þannig veiði­maður að ég veiði ekki nema það sem ég get borðað. Ég elda reyndar lítið sjálfur en konan mín er afbragðskokkur. Við nýtum allt af hreindýrinu sem hægt er að nýta en ég gæti aldrei verið nein „trophy-skytta“, ég færi ekki til Afríku að skjóta gíraffa bara upp á skemmtunina. En það er erfitt að fá að skjóta hreindýr, árlega sækja um fjögur þúsund manns um að fá að veiða dýr, það má bara segja þetta leyfi til að sækja sér dýr, svo er dregið og um þúsund dýr eru veidd. Ég hef verið heppinn en

Ómunatíð og finnst það frábært verk og höfundurinn á aðdáun skilið fyrir einlæga umfjöllun um geðsjúkdóm og áhrif hans á fjölskyldur. Ég les líka ljóð og þjóðlegan fróðleik. Bækurnar hafa safnast upp og ég er kominn með dágott bókasafn, ég er með mikið af bókunum mínum fyrir vestan. Halldór Laxness er eitt af mínum uppáhaldsskáldum. Hann var nú ekki hátt skrifaður heima í gamla daga og bækurnar ekki keyptar á mínu æskuheimili. Halldór þótti spjátrungur og uppskafningur sem talaði illa um íslenska alþýðu og gerði grín að þjóðinni. En þegar ég var í leiklistarskólanum kom farandbóksali og prangaði inn á mig öllu Laxness-ritsafninu. Ég lagðist í lestur og hreinlega húkkaðist alveg fastur. Ég bara las bók eftir bók og varð ekki samur á eftir. Heimsljós er í sérstöku uppáhaldi, algjörlega mögnuð bók þar sem nánast hver einasta setning er eins og ritningargrein. Sjálfstætt fólk finnst mér líka gríðarlega gott verk.“

Húsið Hjari „Við hjónin höfum verið að gera upp hús í Bolungarvík undanfarin ár. Það vill svo skemmtilega til að húsið, sem við gáfum nafnið Hjari, er húsið sem ég fæddist í. Þetta hefur í raun verið mikið ævintýri fyrir okkur. Afi minn og amma áttu þetta hús frá 1945 til 1965 og eftir þeirra tíð bjuggu nokkrar fjölskyldur í því, en þegar við tókum við því hafði það staðið autt í fjórtán ár og það átti að rífa það. Pabba ofbauð alveg hversu mikið var rifið í Bolungavík. Hann var búinn að ættleiða annað hús

„Við hjónin höfum verið að gera upp hús í Bolungarvík undanfarin ár. Það vill svo skemmtilega til að húsið, sem við gáfum nafnið Hjari, er húsið sem ég fæddist í.“ tvö-þrjú ár hef ég ekki fengið að fella neitt hreindýr. Ég er mikið fyrir villibráð, rjúpur eru líka upp­ áhaldsmatur hjá mér“.

Húkkaður af Halldóri Laxness Ég tek lestrarskorpur og les allan andskotann, mikið skáldsögur en líka ýmislegt annað. Ég er nýbúinn að lesa bók Styrmis Gunnarssonar,

en fékk líka að taka þetta hús yfir. Ég hafði alltaf haft taugar til hússins, það hafði markað sterkar og góðar minningar í barnsálina þegar ég var þar hjá ömmu og afa, svo pabbi eftirlét mér húsið. Ég byrjaði árið 2005, fór vestur til að vera við skírn barnabarns míns og ætlaði að dvelja í nokkra daga. Ég fór þá að ganga eitthvað í kringum húsið og velta því fyrir mér, sem


Gel

Perlur

Plástur

Regenovex hentar öllum sem leita

að bættri heilsu í liðum en kjósa náttúrulegar lausnir fram yfir lyf m.a. vegna mögulegra aukaverkana þeirra.

Mér finnst ég hafa himinn höndum tekið „Ég hef alla tíð verið dugleg að hreyfa mig. Undanfarin ár hef ég þó fundið fyrir verkjum í hnjám við áreynslu. Þetta varð til þess að ég var orðin smeyk við að fara í lengri fjallgöngur þar sem ég hreinlega hætti að treysta hnjánum, sérstaklega á göngu niður bratta. Fyrir um þremur árum komst ég að því að þessu olli slit, eins og sést hjá mun eldri einstaklingum. Ég fór þá að huga að bætiefnum, sem myndu byggja upp brjóskið. Einnig fór ég að gera sérstakar æfingar til að styrkja vöðvana í kringum hnén, en forðast æfingar sem ollu verkjum. Fyrir tæpu ári síðan, eftir að hafa prófað ýmis bætiefni og náttúrulyf, sem eiga að byggja upp brjósk og liði, komst ég í kynni við Regenovex töflur og gel. Mér finnst ég hafa himinn höndum tekið, ég gef slitinu langt nef og fer í mínar fjallgöngur að vild ...“ Jónína Lýðsdóttir Kynntu þér málið á regenovex.is

Fæst í apótekum

Icepharma

Hreyfing á að veita vellíðan ekki sársauka


NÆRMYND

Fagurt er í Djúpinu.

endaði með því að ég tók haka og kúbein og byrjaði eitthvað að pikka og rífa og skoða hvernig þetta liti út. Það endaði með því að ég var þarna í mánuð að puða og þá var ekki aftur snúið. Við höfum lagt metnað í að gera húsið sem mest upp í upprunalegri mynd og endurbyggt í samráði við húsafriðunarnefnd. Þetta hús er núna okkar mesti dýrgripur og gamli smiðurinn í mér nýtur sín í þessu. Einu sinni ætlaði ég mér reyndar aldrei aftur í smíðina en ég hef ofsalega gaman að þessu. Konan mín á allan heiður af því sem er innanstokks, hún er búin að „propsa“ þetta allt. Hún er eiginlega orðin háð Góða hirðinum varðandi gamla muni. Við höfum verið mjög samtaka í þessu og þetta er okkar stóra hugðarefni. Þegar ég er í Hjara er ég alveg núllstilltur.

Landsbyggðin og borgin „Ég hef farið í hringi í lífinu varð­ andi borg og landsbyggð. Þegar ég var ungur fyrir vestan ætlaði ég aldrei suður. Svo ætlaði ég á tíma­ bili aldrei aftur vestur. En maður sogast aftur þangað af einhverjum ástæðum. Þarna eru ræturnar. Ég er bara Bolvíkingur og því verður ekkert breytt. Núna er líka orðið svo þægilegt að vera með annan fótinn þarna því samgöngurnar eru svo góðar. Einu sinni voru vegirnir jafnvel lokaðir mánuðum saman á veturna, það lá við að það væri tveggja daga ferð vestur, eingöngu fært yfir hásumarið og fólk gisti kannski í Bjarkarlundi á leiðinni. Nú er þetta engin langferð og malbikað alla leið. Það er meira sálrænn þröskuldur fyrir fólk að fara því þetta er í raun skot­túr, lítið lengra en til Akur­eyrar og á alveg jafn góðum vegum. Það er eitthvað við náttúru­öflin á Vestfjörðum. Landslagið er öðru­ vísi og stemningin er öðruvísi en hér fyrir sunnan. Það segja þetta auðvitað allir um sinn stað og sína sveit, en þarna er maður í

18

tengslum við náttúruöflin. Ég hef gaman af að ganga á fjöll og geng dáldið þessa dagana. Í morgun klukkan sex fór ég í fjallgöngu með fjölmennum hópi. Þá var ég einmitt að ræða það við Pál Ásgeir Ásgeirsson, sem var í farabroddi í göngunni og er ættaður úr Djúpinu, að þarna fyrir vestan hefði maður upplifað það að horfa út í sortann í stórviðrum á vetrum. Ég man það að í febrúar árið 1968 þegar brast á með gríðarlegum stórviðrum og þrjú íslensk skip og breskur togari fórust með samtals 29 manns, þá hlustaði maður á bátabylgjuna í útvarpinu á meðan maður horfði á hríðarsortann og bókstaflega heyrði bátana farast. Þegar ég var púki var líka stundum svo brjálað veður að við þurftum að fara bakdyramegin út að heiman frá okkur og berjast með skólatöskuna á bakinu í skólann og bókstaflega grafa okkur út úr fönninni til að komast heim úr skólanum. En svo man maður sólríkustu sumur lífsins þarna líka. Það eru öfgar í veðrinu fyrir vestan og ég er alveg viss um að það hefur mótað mann. En fólk þarf líka að gefa sér tíma til að líta í kringum sig og læra að meta náttúruna. Það er ekkert mjög langt síðan ég skoðaði Reykjanesið almennilega fyrst. Margir keyra örugglega bara fram og til baka til Keflavíkur og finnst nú ekki mikið til þess koma. En á Reykjanesi og hérna í kringum okkur á Höfuðborgarsvæðinu eru gríðarlegar náttúruperlur.“

Blanda af bóhem og villimanni „Ég hef alltaf verið fyrir dýr. Ég átti yndislegan labrador sem hvarf til dýrahimna fyrir tveimur árum og hef gaman að hundum. Það er dálítið merkilegt viðhorf hér á Íslandi til hunda. Á dögunum var ég í Boston og þar, í iðandi stórborginni, voru hundar hvert sem litið var, meira að segja einn í lobbýinu á hótelinu sem við vorum á. Hér á Íslandi hefði líklega bara

verið hringt í víkingasveitina út af þessu. En veitingahúsaeigendur í Boston voru margir með vatnsskálar fyrir utan fyrir þyrsta hunda, fólk er með hundana á veitingahúsum og þeir bara eru þarna í sátt við flesta. Það sama má segja um New York og fleiri stórborgir. Ég held að við ættum aðeins að slaka á í sambandi við umgengni við dýr. Ég á líka nokkra hesta og finnst alveg óskaplega gaman að fara í reiðtúra út í náttúruna. Ég er ekkert alinn upp við hestamennsku en það er eins og eitthvað í mér hafi alltaf kallað á þetta. Ég var bara unglingur þegar við nokkrir strákar fyrir vestan fengum okkur hross og sautján ára gamall byggði ég hesthús. Það er dálítið furðulegt að mamma segir þá sögu að þegar ég var smápúki, bara svona þriggja til fjögurra ára, hafi ég einu sinni horft út og sagt upp úr eins manns hljóði að ég hafi einu sinni verið hestur inni í Djúpi! Ég hef farið í fjölmennar hestaferðir með vini mínum norður í landi og eitt það magnaðasta sem maður gerir er

virðingu fyrir þeim. Mér þótti t.d. vænt um Steingrím Hermanns­ son, en kannski er mín uppá­ halds­ eftirherma Halldór Laxness, hann er eiginlega fyrsta alvöru eftirhermupersónan mín. Okkar ævi­ skeið lágu hins vegar bara þannig að ég fékk ekki mörg tækifæri til að leika hann. Reyndar lék ég Laxness einu sinni í sjónvarpsþáttunum Að byggja land eftir Þorvald Gylfason. Þó að ég hafi aldrei átt mér neinn Hamletdraum finnst mér ansi gaman að leika verk Shakespeares. Það tengist því að ég er með töluverða ástríðu fyrir bundnu máli og nýt þess að lesa bundið mál. Ég las Passíusálmana hjá verðandi biskupi Íslendinga, séra Agnesi, í Hólskirkju í Bolungarvík á föstudaginn langa. Það tók fimm tíma og var sérlega skemmtilegt. Ég var líka einu sinni í kirkjukórnum í Hólskirkju. Það er enn eitt dæmið um hvað það er mikil þörf og mikið pláss fyrir fólk úti á landi og það hefur tvímælalaust verið kostur fyrir mig sem leikara að hafa þurft að bregða mér í ýmis hlutverk í

„Ég á mér í raun ekki nein eindregin uppá-­ haldshlutverk en mér þykir vænt um margar persónur sem ég hef leikið.“ að vera á hestum á hálendinu. Þó að ég hafi farið í ferðir þar sem gist er í skálum eða á hótelum, ef því er við komið, þá tek bara alltaf með mér góðan svefnpoka og sef úti undi beru lofti í náttúrunni. Ég þarf engan skála. Ég er kannski dálítill frummaður í mér, eða blanda af fornmanni og nútímamanni. Fólk er náttúrlega ekkert eitthvað eitt og ég er líklega blanda af bóhem og villimanni.”

Hlutverkin á sviðinu og í lífinu „Ég á mér í raun ekki nein eindreg­ in uppáhaldshlutverk en mér þykir vænt um margar persónur sem ég hef leikið. Til að nefna einhver þá finnst mér gaman að leika persónur Ibsens, til dæmis Hjalmar Ekdal í Villiöndinni, svo er gaman að leika Georg í Hver er hræddur við Virginiu Woolf? en líka Hérastubb bakara í Dýrunum í Hálsaskógi og Kasper í Kardimommubænum, svo eitthvað sé nefnt. Mér hefur alltaf þótt vænt um „frummyndirnar“ af eftirhermum mínum, og ber

heimabænum. Maður hefur alveg fengið þverskurð lífsins, bæði beitt við höfnina, skroppið á sjó, stundað heyskap með gamla laginu og slegið með orfi og ljá, stundað vatnamælingar, sungið í kirkjukór og ýmislegt fleira. Manni gefst tækifæri á að drepa víða niður fæti í litlum samfélögum. Núna þegar allir eru að verða sífellt meiri sérfræðingar í smærri og smærri hlutum þá finnst mér þetta mikils virði. Mér finnst að ef á annað borð er hægt að tala um einhverja greind þá sé það greind að geta fúnkerað í hinu og þessu. Mér finnst það alla vega eftirsóknarvert að kunna til verka og geta virkað á mörgum sviðum, átt góð samskipti við allskonar fólk í allskonar stöðum í þjóðfélaginu. Þegar Pálmi er spurður hvað hann ætli að gera í sumar stendur ekki á svari: „Í sumar ætla ég aðallega að halda áfram að lifa. Stunda útivist, vera sem mest fyrir vestan og slaka á og byggja mig upp fyrir átök næsta vetrar.“


VESTFIRÐIR

Lagt upp í siglingu og gönguferð. Ævintýrin bíða! Birt með leyfi Markaðsstofu Vestfjarða.

BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ

Vestfirðir eru best geymda leyndarmál Íslands þegar kemur að ferðaþjónustu. Vestfirðir eru elsti hluti landsins og ein­ kennast af djúpum fjörðum og fjallgörðum. Vestfirðing­ar eru höfðingjar heim að sækja og kemur ekki á óvart að ferða­ þjónusta á Vestfjörðum fær hæstu einkunn þegar mæld eru gæði þjónustu. Framboð afþreyingar er fjölbreytt en náttúran er fyrst og fremst í aðalhlutverki og því sjálfgefið að afþreying sem tengist náttúruskoðun og upplifun er ríkjandi. Þá má geta þess að samgöngur hafa batnað stórum undanfarin ár, t.d. er öll leiðin frá Reykjavík til Ísafjarðar malbikuð. Á veturna eru skíðin alls ráðandi þó svo að ýmislegt annað sé í boði. Bæði er hægt að fara á skíði í Seljadal, skíðasvæði Ísfirðinga, sem og gönguskíði mjög víða. Hægt er að komast í skipulagðar gönguskíðaferðir, t.d. inn að Hesteyri, en með því er verið að feta í fótspor Hornstrandafaranna sem undanfarin 35 ár hafa farið í eina skíðaferð á ári til ýmissa staða á Hornströndum. En á sumrin eykst úrval afþreyingar til muna. Þá blómstrar ferðþaþjónustan og býður upp á gönguferðir, bátsferðir, hestaferðir og fjölmargt annað. Fuglaskoðarar eiga líka kost á fjölmörgum tækifærum til að skoða fjölbreytt fuglalífið. Þá er ótalinn sá möguleiki að fara í sjóstangveiði, stórskemmtilegt sport sem allir í fjölskyldunni geta haft gaman af. Þú kemst á sjóstöng nánast í öllum þorpum Vestfjarða; Súðavík, Bíldudal, Þingeyri, Drangsnesi, Flateyri, Ísafirði eða Bolungarvík.

Gönguferðir

Kirkjan á Hesteyri. Birt með leyfi Markaðsstofu Vestfjarða.

20

Hvort sem leiðin liggur norður á Strandir, inn í Djúp, á Barðaströndina eða annað á Vestfjörðum þá eru gönguleiðir óvíða jafn spennandi. Ekki síst fyrir það hversu fljótt óbyggðir taka við. Lifið heil mælir með því að sigla frá Ísafirði inn í Aðalvík og ganga þaðan niður að Hesteyri. Bæði er hægt að gera þetta á eigin vegum, taka tjaldið með og njóta sumarnóttanna eða fara þessa leið á einum degi og sigla til baka sama dag. Einnig er óhætt að mæla með því að keyra til Norðurfjarðar, þar sem vegurinn endar, taka bátinn norður eftir og ganga síðan um Strandirnar, og koma við í Reykjafirði. Það sem gefur gönguferðum um Vestfirði aukið gildi er að víða er að finna náttúrulegar laugar sem eru tilvaldar fyrir ferðamenn sem vilja hvíla lúin bein.


Róið í logni og blíðu á sjókajak með Borea Adventures. Mynd: Rúnar Karlsson.

Heit laug í Vatnsfirði. Birt með leyfi Markaðsstofu Vestfjarða.

Lundar í Vigur. Birt með leyfi Markaðsstofu Vestfjarða.

Sumarið er tíminn ... ... og Vestfirðir er staðurinn Hvert á að fara? Kannski er eina vandamálið við Vestfirði hversu mikið af spennandi áfangastöðum eru í þessum vel geymda landshluta. Frá Reykhólasveit og allan hringinn til Hólmavíkur eru ótal skemmtilegir staðir sem vert er að skoða. Á suðurfjörðunum er Rauðisandur, mögnuð strönd sem fær hjartað til að slá hægar. Sundlaugin á Patreksfirði er stórfín og veðrið á Bíldudal er það besta á öllu landinu, samkvæmt heimamönnum. Fossinn Dynjandi er stórfenglegur og Látrabjarg magnað að skoða. Ferðalagið um Suðurfirðina er ekki síst það skemmtilega, ekki bara áfangastaðirnir. Hafði líka augun opin fyrir heitu laugunum sem eru oft á tíðum í flæðarmálinu. Ökuferðin um Strandir, norður til Norðurfjarðar, er ekki síður stórfengleg. Stoppaðu endilega á kaffihúsinu á Djúpuvík og farðu í Krossneslaug, sem er enn norðar en Norðurfjörður. Ef þú ert á góðum bíl þá getur þú keyrt enn lengra, alveg norður að Hvalá og tekið fram nestið í fallegri laut. Hvert sem ferðinni verður heitið er gott að undirbúa ferðina vel áður en lagt er af stað og þann undirbúning er best að byrja á www.westfjords. is, upplýsingasíðu ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum. Þar er að finna mjög góðar upplýsingar um allt það sem þessi stórfenglegi hluti Íslands hefur upp á að bjóða.

Silfurtorg á Ísafirði. Birt með leyfi Markaðsstofu Vestfjarða.

Einstök upplifun

Birt með leyfi Ögur Travel.

Vestfirðir bjóða upp á ótrúlegt úrval útivistar og afþreyingar en eitt er þó ævintýrið sem fæst okkar hafa prófað en óhætt er að mæla með; kajakferðir. Sumarið er tíminn fyrir þetta magnaða sport og því má hvetja alla til að stefna að því að prófa kajakinn í sumar. Óvíða er framboðið af kajakferðum jafn mikið og á Vestfjörðum og því má slá tvær flugur í einu höggi í sumar; heimsækja Vestfirði og prófa kajaksiglingu. Vestfirðir og þá ekki síst Ísafjarðardjúp er mjög vel fallið til kajakferða bæði fyrir byrjendur sem lengra komna. Einstök fegurð fjarðanna er sjálfsögð í hugum heimamanna en er aðkomumönnum óvænt upplifun. Hvort sem er róið á Pollinum á Ísafirði eða við Vigur, inn djúpið eða í Mjóafirði þá lætur hrikaleg náttúrufegurðin engan ósnortinn. Sem dæmi um frábært svæði til að fara um á kajak er Folafótur, lítill skagi milli Seyðisfjarðar

og Hestfjarðar, og er svæðið ótrúlega skemmtilegt fyrir kajakróður, með einstaka náttúru og dýralíf. Á þessu svæði er mikið af sel og stundum er þar hvali að sjá. Því er óhætt að lofa einstakri upplifun á Vestfjörðum í sumar ef farið verður í kajakróður. Hvert á að snúa sér? Allnokkrir aðilar bjóða upp á kajakferðir á Vestfjörðum og stendur vönum jafnt sem óvönum til boða að fara í styttri ferðir, sem taka aðeins 1-2 klukkutíma, eða lengri ferðir, allt upp í tveggja vikna ævintýri. Þá eru í boði sérsniðnar ferðir fyrir stærri hópa. Upplýsingar um þá aðila sem bjóða upp á kajaksiglingar er að finna á ferðaþjónustuvef Vestfjarða, www.westfjord.is. Að lokum er rétt að láta þess getið að kajakferðir henta fólki á öllum aldri, allt frá ungum krökkum upp í harðfullorðið fólk.

21


LYFJA Á ÍSAFIRÐI

Endurnýjuð Lyfja

á Ísafirði

Lyfsala í 177 ár

Lyfsala hefur verið starfrækt á Ísafirði síðan 1835 þegar fyrsti héraðslæknirinn settist að á Ísafirði, A.P. Jensen. Lyfsala var í höndum héraðslæknisins á Ísafirði allt til ársins 1910 er lyfsalan var falin sérfræðingi og greinin gerð að sjálfstæðum atvinnurekstri. Fyrsti eiginlegi lyfsalinn á Ísafirði var Gustav Rassmusen sem fékk lyfsöluleyfið 1910 en opnaði ekki Lyfjabúð Ísafjarðar fyrr en árið eftir. Rassmusen fór frá Ísafirði 1920 og í stað hans kom Gunnar Juul frá Danmörku. Hann rak Lyfjabúð Ísafjarðar til 1943 er hann varð bráðkvaddur um aldur fram. Við rekstri lyfjabúðarinnar tók danskur lyfsali sem starfrækti lyfsölu í Stykkishólmi, Hans Albert Svane. Svane rak lyfsöluna í um 20 ár og árið 1964 tók loks íslenskur lyfsali við Lyfjabúð Ísafjarðar, Ásgeir Ásgeirsson. Árið 1973 tók svo Hrafnkell Stefánsson við keflinu og starfaði sem lyfsali á Ísafirði til ársins 1984 þegar Ásbjörn Sveinsson tók við. Ásbjörn starfrækti lyfjabúðina allt fram til ársins 2003 er Lyfja keypti reksturinn af Ásbirni, en þá hafði nafn apóteksins verið Ísafjarðar apótek um margra ára skeið.

22

Lyfja hefur starfrækt apótek á Ísafirði síðan 2003. Lyfsöluleyfishafi er Jónas Þór Birgisson lyfjafræðingur sem starfaði áður í Ísafjarðar apóteki. Apótek Lyfju á Ísafirði rekur einnig lyfjaútibú í Bolungarvík, Þingeyri og á Pat­reks­ firði, auk þess að annast lyfjaþjónustu fyrir skip. Starfsmenn Lyfju á Vestfjörðum eru átta talsins á þessum fjórum starfstöðvum. Nú í vor hafa staðið yfir viðamiklar breytingar á apótekinu á Ísafirði og segir Jónas að markmiðið með breytingunum sé að gera apótekið aðgengilegra fyrir viðskiptavini Lyfju með auknu vöruúrvali og stærra svæði undir almenna vöru í versluninni. „Viðskiptavinir okkar ættu að verða ánægðir með þær breytingar sem nú er verið að gera á verslun Lyfju hér á Ísafirði. Með stærra svæði undir lausavöru eins og snyrtivörur náum við að auka vöruúrvalið hjá okkur umtalsvert. Við erum búin að vera í nánast óbreyttu húsnæði í um 20 ár og því heldur betur kominn tími á breytingar. Öll vinna við afgreiðslu lyfseðla hefur þróast gífurlega á þessum árum og því

er mun minni þörf fyrir stórt vinnurými á bak við afgreiðsluborðið. Breytingarnar skapa þó betra vinnurými þó svo að það minnki, og betri verslun fyrir viðskiptavini okkar hér á Ísafirði,“ segir Jónas. En hver er maðurinn? Hvaðan kemur Jónas lyfsali? „Ég er nú aðfluttur og er búinn að vera hérna síðan árið 2000 þegar ég réði mig til starfa í Ísafjarðar apóteki. Þegar Lyfja keypti apótekið 2003 fylgdi ég með í kaupunum,“ segir Jónas og hlær. „Það má segja að ég sé svona almennt úr Norðvesturkjördæminu eins og það leggur sig. Ég fæddist á Akranesi, staldraði við í Borgarnesi, gekk í skóla á Hvammstanga og á Sauðárkróki en fór svo í Háskóla Íslands í Reykjavík. Ég og konan mín, sem er reyndar úr Dýrafirði, ákváðum upphaflega að prófa að búa hér í tvö ár, svona til reynslu, en þá ákváðum við að hérna vildum við vera og keyptum okkur hús í Hnífsdal.“ En hvað er það sem heillar við Djúpið? „Það er náttúran og fólkið. Ég kann ákaflega vel að meta þetta persónulega samband sem myndast á svona litlum stað og það að þekkja fólkið í kringum mig. Þá er nálægðin við náttúruna og útivist mögnuð. Sem dæmi þá er ég ekki nema 11 mínútur á löglegum hraða frá heimili mínu upp á skíðasvæðið. Og öll önnur útivist er ennþá nær, hvort sem það er hestamennska, fjallgöngur eða kajakróður. Þannig að ég er afar ánægður með að hafa skotið rótum hér fyrir vestan,“ segir Jónas að lokum.


,,Gallexier bjargvættur sumarsins” Njótum þess að borða!!

Gallexier er sérhönnuð jurtablanda frá Salus sem hjálpar líkamanum við meltingu á feitum og þungum mat, þrátt fyrir að borða alltaf passlega þá er oft á boðstólum á sumrin matur og drykkur sem líkaminn er ekki vanur t.d. grillmatur og öl, sem oft ekki er auðvelt að melta.

Lausnin er komin, ef þú tekur 20 ml af Gallexier fyrir máltíð og/eða 20 ml strax eftir

máltíð þá örvast meltingin og þér líður betur fljótt. Jurtirnar í þessari blöndu eru vatnslosandi, örva meltingu og hjálpa einstaklega vel við niðurbrot á fitu í fæðunni.

Njótum sumarsins, matarins og látum okkur líða vel


HIN HLIÐIN

Fólkið hjá Lyfju Áhugamál? Það er mjög margt, fjölskyldan, ferðalög innanlands og utanlands og að rækta samband við vini. Stærsta afrek lífsins? Fæðing barnana minna. Leikhús eða bíó? Leikhús.

Elín Magnea Óskarsdóttir Hvað ert þú búin að starfa lengi hjá Lyfju og hvað gerir þú? Tæplega 4 ár og er umsjónamaður verslunarinnar Lyfju Smáralind.

FRUM

Hver ertu? Ég er fædd í Fljótshlíð en flutti 6 ára á Selfoss. Gift Jóni Eyþóri Eiríksyni frá Hveragerði en þar byrjuðum við okkar búskap. Fluttum til Reykjavíkur í maí 2008 eftir að hafa búið í Þorlákhöfn í 29 ár. Við eigum þrjú börn og þrjú barnabörn.

Hefðbundinn föstudagur? Vinna og svo slökun með eiginmanni. Frí út á landi eða á Laugaveginum? Þessa stundina er það Laugavegurinn þar sem ég hef búið svo lengi úti á landi. Verkjalyf eða bitið á jaxlinn? Verkjalyf að sjálfsögðu, til hvers voru þau fundin upp? Freisting sem erfitt er að standast? Góður matur og gott rauðvín. Framtíðin? Björt og skemmtileg og full af tækifærum sem ég ætla að nýta mér.

Thelma Ögn Sveinsdóttir Hvað ert þú búin að starfa lengi hjá Lyfju og hvað gerir þú? Ég er búin að vera hjá Lyfju í rúm 11 ár. Byrjaði á Garðatorgi 2001, á síðasta ár­ inu mínu í skólanum. Síðan þá hef verið í Lágmúlanum og Smáratorgi. Núna starfa ég sem lyfsali í Lyfju á Selfossi. Hver ertu? Ég er alin upp í Garðabænum en flutti til Hafnarfjarðar fyrir 10 árum. Ég er gift Andrési B. Sighvatssyni og saman eigum við tvíburana, Sindra Loga og Söndru Lísu. Áhugamál? Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mikið fyrir að hreyfa mig í frístundum. En mér finnst mjög gaman á skíðum og línuskautum en fer allt of sjaldan. Best er að vera heima og dunda mér við að sauma, prjóna og hekla.

Hefðbundinn föstudagur? Vakna um kl. 7 og tek mig til fyrir vinn­ una. Legg af stað kl. 8 á Selfoss þar sem við opnum kl. 9. Þetta eru oft skemmti­ legir dagar sem eru fljótir að líða, mikið að gera. Þegar ég er komin heim þá er fjölskyldan oftast nýbyrjuð að borða. Síðan gerum við eitthvað skemmtilegt saman og förum yfir daginn hjá hvort öðru. Þegar krakkarnir eru sofnaðir er ekki mikil orka eftir og þá er oftast horft á sjónvarpið. Frí út á landi eða á Laugaveginum? Frí út á landi. Verkjalyf eða bitið á jaxlinn? Verkjalyf, ekki spurning.

Stærsta afrek lífsins? Það eru auðvitað börnin.

Freisting sem erfitt er að standast? Nammi. Þá helst súkkulaði og saltlakkrís. Ég elska nammi.

Leikhús eða bíó? Bíó. Mér leiðist alveg ofboðslega í leikhúsi, það þarf að vera eitthvað alveg spes til að ég detti ekki út.

Framtíðin? Framtíðin er bara björt. Krakkarnir eru að byrja í skóla í haust, svo það eru spennandi tímar framundan.

Komdu lagi á meltinguna á náttúrulegan hátt

Hay Max gegn frjókornaofnæmi

Lepicol inniheldur Psyllium husk trefjar með mjólkursýrugerlum sem stuðla að heil­ brigðri meltingu og fyrirbyggir hægðavandamál.

Ertu þreytt/ur á að þjást af frjókornaofnæmi allt sumarið?

Lepicol er án gluten og hveiti,

er lífrænn salvi sem hindrar frjókornin í að berast inn í öndunarveginn. er borið á húð í kringum nasir, aðeins inn í nefið og í kringum augu. Klístrast ekki og sést ekki á húð.

phytate, rotvarnarefna, litar- eða bragðefna. Fólk með mjólkuróþol getur notað Lepicol.

læknar ekki ofnæmi, heldur kemur aðeins í veg fyrir að frjókornin berist inn í öndunarveginn.

Ég fékk ristilkrabbamein fyrir mörgum árum og síðan hef ég glímt við iðrabólgu sem lýsir sér sem stöðugur niðurgangur. Eftir að ég byrjaði á Lepicol þá hef ég náð bata á iðrabólgunni og nú eru hægðirnar loksins orðnar eðlilegar. Lepicol hefur hjálpað mér, ég mun hiklaust halda áfram að nota það. Gerður Guðjónsdóttir Þú finnur okkur á Facebook

Prófaðu þá nýja lausn

yMax Rannsókn sýnir að Ha ornaofnæmi getur fyrirbyggt frjók Ég mæli hiklaust með Hay Max salvanum því hann hefur gert mikið fyrir mig í baráttunni við frjókornin. Birna Birgisdóttir.


SUMAR 2012

SYKURSÝKI

Helstu einkenni sykursýki eru: • Þorsti • Tíð þvaglát • Sjóntruflanir • Kláði við þvagrás • Þreyta

Sykursýki Samtök sykursjúkra voru stofnuð 25. nóv­em­ber 1971. Árlega er haldinn sérstakur dagur helgaður fræðslu um sykursýki. Á degi sykur­sjúkra hefur Lyfja tekið þátt með því að mæla blóðsykur frítt þann dag í samvinnu við Lions hreyfinguna. Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur sem dregur nafn sitt af auknu sykurmagni í blóði. Orsök sykursýki er ekki þekkt og sjúkdómurinn er ólæknandi en með réttri meðhöndlun er hægt er að halda sjúkdómnum í skefjum og forðast fylgikvilla. Hjúkrunardeild Lyfju hefur mikla reynslu af þjónustu við sykursjúka og tók blaðamaður hús á stafsmönnum deildarinnar til að fá nánari innsýn. „Við í hjúkrunardeild Lyfju afgreiðum lyf og veitum upplýsingar um allar almennar sykursýkisvörur svo sem strimla, nálar bæði á insúlínpenna og í stungubyssur og sykur­ sýkismæla. Einnig tökum við á móti um­ sóknum þegar fólk er að greinast með sykur­ sýki, afgreiðum strax þær umsóknir sem berast, kennum viðkomandi á mælana ef þarf og sendum umsóknirnar til Sjúkratryggingar Íslands.“ Þeir sem hafa sykursýki geta með skynsemi lifað fullkomlega eðlilegu lífi og lært að stjórna meðferðinni algjörlega sjálfir frá degi til dags, stundum með hjálp heimamælinga á blóðsykri. Mikilvægt er þó að vera í reglu­legu eftirliti. „Ef grunur leikur á sykursýki og/eða við­kom­ andi er að fylgjast með sínum blóðsykri getur viðkomandi komið til okkar. Hann þarf að vera fastandi helst 8 tíma. Mæling felst í einni stungu í fingur og niðurstaða fæst eftir 5 sek. Ef viðkomandi er of hár þá vísum við honum til læknis. Þessi mæling kostar 580 kr.“

Meðferð og eftirlit Mataræði og líkamshreyfing eru hornsteinar meðferðarinnar. Megrunarkúrar eru þó ekki svarið heldur má segja að oft þurfi breytt viðhorf til mataræðis og hreyfingar. Í raun er fæðið ekki mjög frábrugðið þeim hollu neysluvenjum sem allir Íslendingar ættu að temja sér. Megrun bætir þó verulega nýtingu og virkni insúlíns og er því mikilvæg hjá þeim einstaklingum sem eru of þungir. Mataræðismeðferð og megrun bætir einnig blóðþrýsting og blóðfitubrengl. Stundum nægir mataræði hjá tegund 2, en yfirleitt þarf líka töflur og stundum insúlín. Auk mataræðis þarf alltaf insúlín hjá tegund 1. Hreyfing (göngur, golf, skokk, hjólreiðar, sund) stuðlar ekki einungis að betri árangri mataræðismeðferðarinnar, heldur bætir einnig virkni insúlínsins. Þannig er sérstaklega mikilvægt fyrir sykursjúka að fylgja almennum reglum um heilbrigt líferni og reykja ekki, stunda líkamsrækt, drekka vín í hófi og borða reglulega. Blóðsykurhækkun getur verið vegna hægfara versnunar á tegund 2 en getur einnig gerst tiltölulega hratt (klukkustundir til dagar). Ástæður bráðrar blóðsykurhækkunar geta verið margar s.s. óskynsamleg matarneysla miðað við insúlíngjöf eða gleymd insúlíngjöf. Einnig veldur aukið álag á líkamann við t.d. sjúkdóma (flensa, sýkingar ofl.) verri nýtingu insúlíns og getur leitt til verri sykurstjórnar hjá báðum tegundum sykursýki. Heimild: Starfsfólk hjúkrunardeildar Lyfju og Lyfja.is

Kerasal fótakrem fyrir sykursjúka!

Kerasal fótakrem er ný vörulína fyrir sykursjúka og fæst í verslunum Lyfju! Innan línunnar eru þrjár vörur sér­stak­ lega hannaðar með sykursjúka í huga.

Foot Pain Relief Roll-On Roll on sem hjálpar til við að létta á verkjum í hælum, taugaverkjum og stressi. Kemur í þægilegum umbúðum sem gera það auðvelt að koma smyrslinu fyrir á fæti.

Hreinsifroðan Felur í sér lausn í fóta­umhirðu fyrir sykursjúka. Kerasal froðan hreinsar í burtu óhreinindi og sýkla sem geta verið varasöm sykur­sjúk­­um. Froð­an er án þeirra efna sem finnast í venju­ leg­um sápum sem þurrka og vinna gegn húðinni. Hreins­ir sem veldur ekki þurrki ekki og er með virk­um rakagjöfum

Ultra 20 moisturizer daytime therapy Öflugt rakakrem fyrir fætur sem inniheldur einstaklega sterka raka­ formúlu, mýkir þurr og erfið svæði á auga­bragði. Mýkir þykkt og erfitt sigg, sprungna hæla og þurra fætur.

25


SUMARVÖRUR

Fyrst í Lyfju og svo í sólina Það er að mörgu að hyggja áður en farið er ÚT Í SÓL OG SUMARYL

Sólarvörn

Sólarvörn og after sun, útvalið er svo mikið að það getur verið gott að fá ráðlegginar hjá starfsmönnum við valið. Farðu svo nákvæmlega eftir leiðbeiningunum á brúsanum. Sólarvarnarkrem koma í veg fyrir að skaðlegir geislar sólarinnar brenni húð okkar en notkun slíkra krema þýðir ekki að við þurfum að hætta að fara varlega í sólinni. Sólin á Íslandi er ekki síður sterk en á suðlægari slóðum. Hér er loftið tært og ómengað svo skaðlegu útfjólubláu geislarnir komast auðveldlega að húðinni. Vaxandi vinsældir útivistar í frítíma, jafnt innanlands sem utan, auka verulega á heildarmagn þeirrar geislunar sem við verðum fyrir.

Flugnabit Flugnabitt getur hæglega eyðilagt gott ferðalag. Sem er algjör óþarfi ef þú tekur með þér bitvörn í Lyfju.

Sætir skór Mjúkir og flottir sundskór. Bleikir og svartir sundskór, 1.910 kr. Svartir plastskór, 1.990 kr.

Brúnkukrem! För eftir sundföt eða stuttermaboli! Með góðu brúnkukremi rennur liturinn saman og það verða engin skil, eða a.m.k. minniháttar. Brúnkukremin koma líka að góðum notum þegar komið er að því að viðhalda brúnkunni.

26


SUMAR 2012

Sólgleraugu Sólgleraugu - eitt verð 1.497 kr. Sólgleraugu veita vörn gegn útfjólublárri geislun og eru auk þess smart.

r

aðu Sundfatn

kunni í baðfatatís ður ríkjum ræ m Ek se . ð fju ki n er þa ðu sniði í Ly sundbolurin boli með gó nd herra. su Gamli góði a rir sk fy sí r xu fallega klas nnig sundbu . í ár. Þú færð iptanna. Ei rð 4.809 kr sk ve til u, nn m ei dö lur hafa kr. Sundbo vitlaust að 9 80 4. rð herra, ve Sundbuxur

tlu r li yri gja f t g dfö þri un frá r. s n n a, iði bör 90 k rák l sn fyrir r 2.8 g st e g v öt olu ur o b lp g o df lle . Sun sund ir ste a F lin a, r fyr r. í ð r k na xu 5 k má dbu 2.28 n Su ð frá r ve

Töskur - töskur - og fleiri töskur! Sundtöskur, verð frá 1.554 kr. Úrvalið er svo magnað að við mælum með að þú gefir þér góðan tíma til að velja þær réttu og þar að auki eru verðin frábær!

r Sundhettu raugu! og sundgle r lar í dag, þæ ttur eru vinsæ rir Krakkasundhe koma í veg fy og ni lin lla fyrir só eymast, gl ki verja litla ko ek a eg glergugun m n. hitatap. Sund a salt í augu að fá klór eð en rra ve er fátt . kr 9 36 , verð frá Sundgleraugu

27


FÖRÐUN

Sumarförðun Arna Sirrý förðunarfræðingur

Ég byrjaði á því að nota BB krem til að gera húðina lýtalausa og næstum fótósjoppaða. BB kremið er primer eða Blemish Blam sem notast eftir að þú setur á þig dagkrem, til þess að fullkomna útlit húðarinnar, slétta hana og gefa henni fallegri áferð. Inniheldur einnig sólarvörn sem er frábært fyrir sumarið. Þær sem eru með ör eða miklar misfellur eiga eftir að falla fyrir þessari nýjung. Yfir BB kremið setti ég á hana farðann Stay-Matt sem er olíulaus farði sem helst einstaklega vel á, hvort sem þú mætir með hann í ræktina eða ert í Nauthólsvík að svamla í sumarhitanum.

Undir augun og í kringum nefið notaði ég svo Airbrush Concealer hyljara sem gefur augnsvæðinu bjartara útlit og dregur úr baugum. Yfir þetta allt setti ég svo Almost Powder. Púður með steinefnum, gefur húðinni flott „airbrush“ útlit. Ómissandi í allar snyrtibuddur. Ég skyggði andlit hennar með True Bronz Sunkissed sólarpúðri. Það er ómissandi fyrir sumarið, gefur húðinni frísklegt útlit. Svo notaði ég Fresh Bloom Beauty púður á kinnbeinin sem gefur húðinni lit og ljóma. Á kinnarnar notaði ég svo Blushwear Cream Stick, blautur kinnalitur sem gefur einstaklega sumarlegan lit og áferð og helst lengi á. Á augun byrjaði ég á að setja Lid Smoothie í ljósum lit, blautur krem augnskuggi gefur einstaklega fallegan perlugljáa og lætur augnskuggann endast lengur. Algjört möst í sumar. Yfir krem augnskuggann setti ég Colour Surge augnskugga í ferskju gylltum og brúnum lit. Tveir augnskuggar í pallettu falleg samsetning fyrir sumarið.

28

Ég notaði nýja aungnblýantinn Quickliner For Eyes Intense í blásvörtum. Augnblýanturinn intense black er vatnsheldur og auðveldur í notkun. Áður en ég setti á hana maskara notaði ég Lash Bulding Primer. Snilldar vara sem gefur augnhárum næringu og fyllingu, getur lengt og þétt augnáhár allt að 30% og má nota á augabrúnir til að móta þær og halda. Yfir præmerinn setti ég Lash Power Mascara á augnhárin. Lengir og þéttir, helst vel á í hita og raka sumarsins. Fjarlægist með 39° heitu vatni. Algjör snilld t.d. í útilegunum! Á varirnar notaði ég Almost Lipstick í bleikum tón. Frábær ný vara fyrir varir gefur vörunum lit og fallegra útlit án þess að þekja eins mikið og varalitur. Varirnar verða fallegar og eðlilegar. Yfir þetta setti ég svo Chubby Stick í bleikum lit. Ein vinsælasta varan frá Clinique í dag, vara balm sem inniheldur avacado-olíu, ein­staklega nærandi fyrir varirnar og er til í flottum litum.


HúðiN 4O+ Lifið heil leitaði til Kristínar J. Rögnvalds­ dóttur, snyrti­fræðings hjá Artica, og bað um góð ráð um rétta um­hirðu húðarinnar þegar komið er yfir fertugt. Það er einmitt þá sem öldrunareinkenni eins og fínar hrukkur, minni ljómi húðar­ innar og húðþurrkur fara að gera vart við sig. Hormónabreytingar fara nú að láta á sér kræla og fer húðin ekki varhluta af þeim. Módelið okkar, Arndís, fékk nokkur góð ráð. „Það besta sem hún getur gert fyrir húðina er að hreinsa hana vel fyrir svefn­inn með farðahreinsi og 3ja þrepa kerfinu frá Clinique sem gefur henni einstaklega góða hreinsun en fjarlægir einnig dauðar húðfrumur og gefur því þeim nýju og fersku tækifæri til að færa sig upp á yfirborðið og gefa húð hennar nýtt líf.

ALGJÖRT MÖST Í SUMAR!

Repairwear dagkrem væri síðan best fyrir hana til að næra og verja húðina yfir daginn. Augnsvæðinu þarf hún að huga vel að, því það er viðkvæmt, og þá væri All about eyes serumið tilvalið til að róa, næra og draga úr þrota hjá henni. Punkturinn yfir i-ið væri svo BB kremið frá Clinique sem hún gæti notað eitt og sér eftir dagkreminu til að ná lýtalausu útliti án farða yfir daginn, eða til að fullkomna húð hennar enn frekar undir farða.“

Á eftir því ráðlegg ég henni að nota Repairwear Laser Focus húðdropana kvölds og morgna undir dag og næturkrem, því þeir byggja upp húðina frá grunni og virka eins og leiser aðgerð eða allt að því. Repairwear Uplifting næturkrem er borið yfir til að stinna og styrkja húðina og næra hana yfir nótt, því á nóttunni erum við í viðgerð og svitnum meira, því þurfum við öflug og nærandi næturkrem.

Förðun: Arna Sirrý Módel: Steinunn María Agnarsd.

29


GJAFAHUGMYNDIR

Vantar þig flotta gjöf? Sínum gjöfum er hver líkastur

sólarpúður Verð: 3.729 kr.

Gjafaúrvalið í Lyfju er glæsilegt og má þar finna gjafir fyrir bæði unga sem aldna, konur og karla. Lifið heil fékk starfsmenn í Lyfju Lágmúla til að velja gjafir sem eru undir 2.500 kr. annars vegar og undir 5.000 kr. hins vegar. Hér eru nokkrar snjallar hugmyndir, en þetta er þó aðeins lítið brot af því sem er í boði. Komdu við í næstu verslun Lyfju næst þegar þú ert á höttunum eftir góðri gjöf. Ekki skemmir fyrir að í Lyfju Lágmúla er opið alla daga vikunnar til til klukkan 01:00 á nóttunni.

beyonce pulse Verð: 4.799 kr.

Handmaski Verð: 1.795 kr. magic manicure Verð: 3.347 kr. naglalakkASETT Verð: 4.347 kr.

burt’s bees dagkrem Verð: 4.793 kr. Luxe svampur Verð: 258 kr.

softening body gel Verð: 4.611 kr.

GJAFAVÖRUR

UNDIR 5.OOO PUMA Yellow handa henni Verð: 3.490 kr.

allt fyrir augu Verð: 4.980 kr.

30

david beckham ilmur Verð: 3.899 kr.

Verð birt með fyrirvara um prentvillur.


Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins.


GJAFAHUGMYNDIR

HÁLSMEN OG EYRNALOKKAR Verð: 2.000 kr.

SÁPA Í TINBOXI Verð: 1.219 kr.

NUDDkúla Verð: 258 kr.

KlútUR Verð: 1.554 kr.

HÚN ÞVOTTASTYKKI, 2 STK. Verð: 1.846 kr. HAND LOTION Verð: 1.190 kr.

KlútUR Verð: 1.139 kr.

baðkoddi Verð: 2.159 kr. HÚN ÞVOTTASTYKKI, 2 STK. Verð: 1.846 kr. MASKI Verð: 355 kr.

GJAFAVÖRUR

UNDIR 2.5OO puma herrasturtusápa Verð: 2.459 kr.

BAÐSALT Verð: 1.369 kr. HÁRBAND Verð: 369 kr.

puma herrailmur Verð: 2.459 kr.

barnahandklæði Verð: 2.495 kr.

maski Verð: 339 kr.

ADIDAS SÁPA OG ILMUR Verð: 2.459 kr.

hello kitty brúsi Verð: 1.584 kr.

SPÖNG Verð: 469 kr.

hello kitty taska Verð: 2.413 kr.

STÓR SNYRTIBUDDA Verð: 2.490 kr.

SOKKABUXUR Verð: 2.000 kr.

32

HÁLSMEN OG ARMBÖND Verð: 589 kr. Verð birt með fyrirvara um prentvillur.


„Getur verið að krem hafi þessi áhrif?“ „Þegar húðin er ekki hundrað prósent, og gæti sennilega flokkast sem vandamálahúð, er maður einhvern veginn alltaf að leita að rétta kreminu (alveg eins og leitinni að besta maskaranum og gallabuxunum virðist aldrei ljúka). Superfacelift andlitskremið hefur allt öðruvísi áferð en ég hef komist í kynni við áður. Í því eru örfín korn sem innihalda A-vítamín (Retinol) sem er eitt það besta sem húðin getur fengið. Mælt er með því að setja Skinactive rakakrem yfir Superfacelift en þar sem mín húð er feit á yfirborðinu, þá ég sleppi því og útkoman er frábær. Kremið er hvorki of feitt, né of þurrt og mér líður (ég held ég geti sagt í fyrsta sinn!) vel í húðinni og þarf ekki sífellt að pæla í því hvort ég þurfi að púðra eða “blotta”. „Áferðin á húðinni hefur breyst, hún er þéttari og ég sé ekki betur en að hrukkur í kringum augun hafi grynnkað!! Mæ ómæ, er það ekki eitthvað sem við þráum allar?“

Katrín Brynja Hermannsdóttir Blaðamaður, Flugfreyja hjá Icelandair og þriggja barna móðir.

„Eyetuck augnkremið hef ég borið á mig samviskusamlega kvölds og morgna í fimm vikur og þegar ég var að rýna í baksýnisspegilinn í bílnum, bara svona til að taka stöðuna á lúkkinu, þá sneri ég höfðinu á alla kanta því ég sá ekki þreytu-ættarpokana undir augunum. Getur það verið að kremið hafi þessi áhrif? :)“

Af hverju Superfacelift? „Andlitslyfting í krukku“. Örsmátt hjúpað A-vítamín (Retinol) viðheldur ferskleika virku efnanna og tryggir framúrskarandi árangur.

Af hverju Eyetuck? Skilvirk augnmeðferð hönnuð til þess að berjast við poka undir augum. Klínískar rannsóknir sýna fram á allt að 95% árangur hjá þeim sem hafa prófað.

Skin Doctors vörurnar eru fáanlegar í Lyfju Lágmúla, Smáratorgi, Smáralind og Laugarvegi. Fyrir frekari upplýsingar: www.facebook..com/Skindoctors.is


HREYFING

HREYFING Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíu­ samband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarátakinu „Hjólað í vinnuna”. Megin markmið átaksins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngu­ máta. Hjólað í vinnuna mun fara fram dagana 9. – 29. maí 2012. Lifið heil hafði samband við hjólreiðakappann Garðar Erlingsson, verslunarstjóra Litalands, og lagði fyrir hann nokkrar spurningar.

Hvað hjólar þú oft í vinnuna? „Alla daga allt árið.“ Hvað ertu lengi að hjóla heiman frá þér og í vinnuna? „Núna síðustu ár ekki nema 10 – 15 mínútur.“

Hvað ertu búinn að stunda þetta sport lengi? „Frá árinu 1990.“ Hvað gera hjólreiðarnar fyrir þig? „Veita mér endalausa gleði og ánægju. Ég á ekki bíl og þannig spara ég mikla peninga og held mér um leið í formi.“ Skemmtilegasti hjólreiðatúrinn? „Annars vegar þegar ég hjólaði frá Landmanna­ laugum og inn í Þórsmörk og svo er tæplega 200 km túrinn í fyrrasumar ofarlega í huganum.“ Ertu með góð ráð fyrir byrjendur? „Já, trúlega allt of mörg fyrir stutt viðtal en ég mæli með að byrjendur vandi val á reiðhjóli og leiti til fagmanna. Svo er nauðsynlegt að fjárfesta í góðum fatnaði og skóm. Einfaldast væri náttúrulega að komast í kynni við annað hjólafólk sem hefur reynslu t.d er Fjallahjólaklúbburinn með opið hús á fimmtudagskvöldum og þar er hægt að fá góð ráð varðandi allt sem tengist hjólreiðum.“

Garðar Erlingsson, verslunar­ stjórI Litalands

Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri

Hver er þín líkamsrækt? „Mér hefur einhvernveginn aldrei þótt áhugavert að stunda markvissa líkamsrækt og líkamsræktarstöðvar finnast mér ekki spennandi staðir að heimsækja. Ég hef engu að síður gaman af því að hreyfa mig og mín líkamsrækt felst fyrst og fremst í gönguferðum, sundi og hjólreiðum.” Einhver sérstök ástæða fyrir valinu? „Ég er svo heppinn að vera hunda­eig­ andi sem krefst þess að farið sé alla­vega í einn góðan göngutúr á hverjum degi. Við hjónin förum yfirleitt saman út að ganga og eru þetta oft bestu stundir dagsins. Svo förum við stöku sinnum í lengri gönguferðir með hundinn fyrir utan bæinn. Mér hefur alltaf þótt gaman að synda. Sund er fín líkamsrækt og svo finnst mér það mjög endurnærandi - ég næ að hreinsa hugann í vatninu og safna kröftum. Ég hef verið ákaflega veikur fyrir hjólreiðum frá því ég bjó í Kaupmannahöfn og fór allra minna

ferða á hjóli. Það er líka eitthvað heillandi við líkamsrækt sem samtímis er praktísk og er hluti af daglegu lífi.” Hvað ertu búinn að stunda þessa líkamsrækt lengi? „ Við fengum okkur okkar fyrsta hund fyrir 17 árum og þá hófust reglulegar gönguferðir. Ég hef alltaf haft mikla ánægju af sundi þótt ansi oft hafi það orðið að víkja fyrir öðru í ys og þys hins daglega lífs.” Hvaða áhrif hefur líkamsræktin á þig? „Ég finn það vel að þegar ég hreyfi mig líður mér betur, hef meiri orku og á auð­veldara með að njóta alls hins góða sem lífið hefur upp á bjóða. Og get betur tekið mótlæti og neikvæðni.” Áttu góð ráð fyrir byrjendur? „Það er mikilvægt að hver og einn hafi sína hentisemi hvað þetta varðar. Hundur getur hjálpað kyrrsetumanni upp úr sófanum - en það eru auðvitað ýmsar aðarar og einfaldari leiðir.”


Njóu dagsins!

Hvert sem leið þín liggur Heelen er stór íslensk vörulína sem býður uppá einfaldar lausnir við algengum fótavandamálum. Heelen vörurnar má allar þvo og nota aftur og aftur, þær taka ekki óþarfa pláss í skófatnaði, eru afar einfaldar í notkun og koma með góðum íslenskum leiðbeiningum. Ekki þjást að óþörfu, taktu Heelen með í ferðalagið og njóttu dagsins.

Margnota hlífðarhúð

Klædd tábergshlíf

Gelhe ur fyrir tær

Gelhlíf fyrir hæl

Liðhlíf fyrir litlutá

Með sjálflímandi yfirborði. Hægt að sníða eftir þörfum, þvo og nota aftur og aftur.

Mjúkur gelpúði hlífir táberginu gegn álagi og núningi.

Þunnar til hliðanna en þykkari fremst til að taka við álagi.

Frábær margnota vörn gegn hælsæri. Mjúkur gelpúði hlífir hæl og hásin.

Liggur þétt við fótinn og hlífir gegn núningi frá skófatnaði.

Þú getur skoðað allar Heelen vörurnar á www.portfarma.is

Í samvinnu við Félag íslenskra fótaaðgerðafræðinga


HÖNNUN

Láttu hugmyndaflugið ráða för Samsettur tímaritaflötur er níðsterkur og má klippa til og sníða á ýmsa vegu!

Búðu til tösku úr þessu tímaritI Það sem þú þarft: Eitt tímarit – heftað í kjölinn

Hönnun: Fanney Thomsen, útskiftarnemi úr hönnunardeild Tækniskólans 2012

Glær pökkunarlímrúlla Skæri Ef þú ætlar að fóðra töskuna þarf fóður sem er fest með frönskum rennilási.

Leiðbeiningar: 1. Taktu 20 tímaritaopnur og rífðu þær í sundur við samskeytin í miðjunni. Þú ert komin með 40 blaðsíður. 2. Brjóttu hverja A4 síðu í tvennt eftir endilöngu og klipptu eftir brotinu. 2. Brjóttu nú hverja ræmu í fernt, eftir endilögnu. Það er ágætt að halda þeim saman með klemmu. 3. Náðu nú í pökkunarlímbandið og dragðu út nægilega mikið til að geta lagt samnbrotnu lengjuna á límið. Hafðu samskeytin í miðjunni á límrúllunni til að hylja samskeytin. Til að búa til lítið veski má klippa hverja ræmu í tvennt. 4. Leggðu tíu lengjur hlið við hlið á borð, noðaðu smá límband til að halda þeim saman á meðan þú þræir aðrar tíu lengjur saman við – upp og niður við langsum við þversum. Þegar þú ert búin að flétta saman og innsigla alla enda með límbandi er hægt að láta hugmyndaflugið ráða hvernig tösku eða veski þú hannar. Það má búa til fleiri fleti og festa þá saman með límbandinu. Eins má klippa fléttaðan flöt til, festa endana með límbandi og sníða sitt eigið snilldarverk. Ég geri hér einfalda sparibuddu sem smelpassar svarta kjólinn.

36


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 2 1 5 0 6 1

Eru frjókornin að stríða þér?

Lóritín, Histasín og Nefoxef

– Fást án lyfseðils


KVILLARÁÐ

Kvillaráð

lyfjafræðingsins Lyfjafræðingar Lyfju geta greiðlega svarað spurningum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu. Þeir geta veitt ráðgjöf um meðhöndlun á ýmsum kvillum og notkun á heilsuvörum og gefið ítarlegar upp­lýsingar um lyf og lyfjanotkun. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vangaveltur um heilsutengd málefni eða lyf skaltu ekki hika við að fá ráðleggingar hjá lyfjafræðingi í næsta apóteki Lyfju. Að þessu sinni fáum við kvillaráð sem reynst geta vel við óvæntum að­stæð­um í fríinu og gera þannig fríið betra og áhyggjuminna.

Ferðaveiki Ástæða ferðaveiki er ólík skynjun augna og jafnvægisskyns. Augun senda boð til heila um kyrrstöðu en aðrir jafnvægisskynjarar skynja hreyfingu. Þessi misvísandi boð til heila valda einkennum ferðaveiki. Þess vegna er t.d. gott að horfa út um glugga á bíl til að auka hreyfiskynjun augna. Á sama hátt getur lestur valdið auknum ein­ kennum ferðaveiki því þá skynja augun ekki hreyfingu. Sumir telja að áhorf á myndir í dvd spilara í bíl eða öðru farartæki dragi úr líkum á ferðaveiki. Fyrir því eru engar rannsóknir en eitthvað gæti verið til í þessu þar sem áhorfið eykur hreyfiskynjun augna. Lyf við ferðaveiki eru ýmist stutt- eða langverkandi og eru sljóvgandi.

38

Postafen *(Meclozin) töflur, 12 klst. verkun. Scopoderm plástur *(skópóla­mín) 72 klst. verkun.

Ekki eru til nein lyf með ábendingu við ferðaveiki fyrir börn yngri en 12 ára.

Niðurgangur (ferðamagi) Margir kannast við það að fá niðurgang á ferðalagi, sérstaklega erlendis. Mikilvægt er að undirbúa sig vel og vera við öllu búinn til að draga úr líkum á að ferðamagi eyðileggi ferðalagið. Magaveiki á ferðalögum er yfirleitt kallaður ferðamannaniðurgangur og getur stafað af ýmsum ástæð­ um. Hann tengist t.d. ör­ver­um í matvælum eða vatni, breyttu lofts­ lagi, breytingum á mataræði o.fl.

Inntaka á mjólkursýrugerlum nokkuð fyrir ferðalag og á meðan á ferðalagi stendur getur dregið úr líkum ferðamaga. Við niðurgangi er mikilvægt að drekka mikinn vökva og nota t.d. Resorb (salt-og sykurlausn) og láta kveisuna ganga yfir. Salt og sykur hjálpa líkamanum að halda orku og bæta vökvatap vegna niðurgangsins. Ef niðurgangur varir ennþá eftir 1-2 sólarhringa eða þegar aðstæður leyfa ekki annað, má nota stemmandi hægða­lyf. Resorb (salt og sykurlausn) fyrir 3 ára og eldri Imodium og Loperamíð *(Lopera­mid) hægðastemmandi lyf Framhald á bls. 40


Icepharma

Ertu óvinsæll í útilegunni?

snoreeze auðveld leið til að hætta að hrjóta

Láttu ekki BítA þig?

Burt Með kLáðAnn!

Mygga er góð vörn gegn flugnaog skordýrabiti

After Bite er öflugt krem sem slær á kláðann undan flugna- og skordýrabiti

Virkar gegn moskítóflugum, mýflugum, flóm og flestum öðrum skordýrum.

Virkar vel eftir bit frá moskító- og mýflugum, flóm og flestum öðrum skordýrum.

Lyktar vel!

Dregur úr bólgu og stöðvar kláða. Fæst í apótekum


I Ð O B L Á TI NÍ Í JÚ

Framhald af bls. 38

Hægðatregða Hægðatregða getur átt rætur sínar að rekja til ólíkra þátta, svo sem mataræðis, vökva, tilfinninga, erfða og menningar. Hún veldur oft ómældum óþægindum. Gott er að neyta að jafnaði trefja­ ríkrar fæðu og drekka mikið af vatni, sérstaklega í heitari löndum. Mild hægðalosandi lyf má nota í stuttan tíma. Microlax *(lárýlsúlfat) innhellislyf í endaþarm, verkun kemur fram 5-15 mín eftir notkun. Toilax töflur *(bisakódýl) Verkun kemur fram 6-12 klst eftir inntöku. Toilax innhellislyf *(bisakódýl) Verkun kemur fram 5-15 mín eftir notkun. Magnesía medic töflur *(Magnesíumhýdroxíð) Verkun kemur fram 6-8 klst eftir inntöku. Laxoberal dropar *(natríumpicosúlfat) Verkun kemur fram 6-12 klst eftir inntöku. Movicol eða Moxalol *(fjölliður) Verkun kemur fram innan 24 klst eftir inntöku.

Sólbruni og exem Það er mikilvægt að nota sólarvörn rétt til þess að fá þá virkni sem framleiðandinn segir til um á umbúðum. Ef það er ekki gert má gera ráð fyrir að vörnin virki ekki sem skyldi og líkurnar á sól­ bruna aukast. Við sólbruna er hægt að nota kælandi gel eða verkjastillandi- og bólgueyðandi húðlyf. Á sólarexem má nota mildan bólgueyðandi húðstera. Aloe vera lotion (kælir og nærir) Voltaren gel *(Diklófenak) verkjastillandi og bólgueyðandi gel Felden gel *(Piroxicam)

Rakvél með sápukubb – sparar rakfroðu – fyrir viðkvæma húð

Við skordýrabiti má nota verkja­ stillandi og bólgueyðandi húðlyf eða mildan bólgueyðandi húð­ stera. Ofnæmistöflur slá á kláða. Mygga er fyrirbyggjandi áburður. Voltaren gel *(Diklófenak) verkjastillandi og bólgueyðandi gel Felden gel *(Piroxicam) Xylocain *(Lidocain) smyrsli, það hefur tímabundna verkjadeyfingu eftir minniháttar bruna eða yfirborðsáverka t.d. sólbruna og skordýrabit Mildison *( Hýdrókortisón ) mildur bólgueyðandi húðsteri After Bite til að draga úr kláða.

Brjóstsviði, bakflæði og nábítur Einkenni þess eru: • brjóstsviði: bruna- eða sviða óþægindi undir bringubeini • nábítur: súrt óbragð í munni af magainnihaldi sem leitar upp í kok Ef einkenni gera vart við sig skal forðast áfenga drykki, reykingar og feitan mat. Nokkrar tegundir eru til af sýrubindandi tuggutöflum/ mixtúrum og sýrulækkandi lyfjum. Rennie sýrubindandi tuggutöflur Galieve og Gaviscon tuggutöflur og mixtúrur sem hindra bakflæði Asýran og Omeprazol (sýrulækkandi töflur)

Verkir Verkjastillandi og bólgueyðandi lyf geta komið að góðum notum við höfuðverk, vöðva-, tíða- og tannverk. Ibuprofen (verkjastillandi, hitalækkandi og bólgueyðandi). Parasetamol (verkjastillandi, hitalækkandi). Voltaren Dolo *(Diklófenac) (verkjastillandi, hitalækkandi og bólgueyðandi). Naproxen (verkjastillandi, hitalækkandi og bólgueyðandi).

Xylocain *(Lidocain) smyrsli, hefur tímabundna verkjadeyfingu eftir minniháttar bruna eða yfirborðsáverka t.d. sólbruna og skordýrabit

Voltaren gel *(Diklófenak) verkjastillandi og bólgueyðandi gel

Mildison *(Hýdrókortisón) mildur bólgueyðandi húðsteri

Deep Relief *(Ibuprofen og mentol) verkjastillandi og bólgueyðandi gel

Skordýrabit Algengustu einkennin skordýra­ bits eru rauðar bólur eða hnúðar sem gjarnan valda kláða og óþægindum.

Felden gel *(Piroxicam) verkjastillandi og bólgueyðandi gel

*Virkt innihaldsefni Sjá nánar um lyfin á www.lyfja.is

Góða ferð!


Stundum er betra að vera viss! Lyfju fíkniefnapróf fyrir þvagsýni eru afar einföld í framkvæmd og henta því vel til heimanotkunar. Hver kassi inniheldur fíkniefnaprófspjald, plasthanska og þvagprufuglas. Umbúðirnar eru íslenskar, leiðbeiningarnar eru skýrar og einfaldar og á innri hlið kassans eru nánari upplýsingar sem eru ætlaðar þeim sem les úr prófinu. Gruni þig einhvern um neyslu fíkniefna er þetta einföld, fljótleg og sársaukalaus leið til að komast að hinu sanna.

Framkvæmd: Þvagsýni tekið Prófið framkvæmt Beðið í 5 mínútur Lesið í niðurstöður

Túlkun niðurstaðna: Lesa skal af hverjum strimli fyrir sig Dauf lína telst alltaf fullgild lína Tvær línur í glugganum: Efnið mælist ekki Ein lína í glugganum: Efnið mælist


UPPSKRIFT

Pizza

Hveitikím er ein af næringarríkustu

og magn næringarefna í hverju Hveitikím inniheldur 23 næringarefni meti eða korni. Vegna þess að græn öðru u grammi er meira en í nokkr vítamínum, járni og trefjum er hveitikím er svo ríkt af næringarefnum, kími og 250 g af grænmeti. hveiti af g 30 u.þ.b. jöfnu að hægt að leggja er að útbúa uppáhaldsréttina Hveitikímið gerir það að verkum að hægt og hveitis. s sykur án , máta ari á nýjan og næringarrík

getur verið ofurfæða

Chili botn – sá sterki uppskrift fyrir einn

Lifið heil fékk uppskrift frá metsöluhöfundinum Fanneyju Rut Elínardóttur, sem er höfundur bókarinnar Hvorki meira né minna - uppskriftarbókar með girnilegum réttum sem innihalda engan sykur, ekkert hveiti og enga sterkju.

Pizzasósa, t.d. Hunts sem er sykurlaus Rauðlaukur

30g hveitikím ½ tsk. chili duft ¼ tsk. engifer ¼ tsk. salt 3-4 msk. vatn

Olía

Blandið saman kíminu og kryddunum, bætið svo vatninu við, passið að þetta verði ekki of blautt. Smyrjið smjörpappír (eða silikon botn) með olíu, dreyfið út hveitikíminu á smjörpapírinn, þykktinn ætti að vera um 0,5 cm, passið að það séu engin göt á deiginu, bakist í um 13 mín. á 180° C

42

fæðutegund sem fyrirfinnst!

Jalapeno eða ólívur Sterkt Pepperoni frá Kjarnafæði Pizzaostur Feta ostur Pizzaolía Setjið pizzasósuna, pepperóníið, jalapeno eða ólívurnar á pizzuna, stráið osti yfir, ásamt feta ostinum, setjið inn í ofn og eldið við 180°C í um 12 mín. eða þar til að osturinn verður gullinbrúnn. Þá er gott að setja pizzaolíuna yfir.

Verði ykkur að góðu!


askar Rakam skar ima H re i n s o g Fó t a e ð fe r ð handm

Snjallt, fljótlegt ódýrt og ómissandi í sumar!

Flottar sokkabuxur á góðu verði Gleðilegt sumar!

Dreifingaraðili: S. Gunnbjörnsson ehf.

Blóðþrýstingsmælar

Þegar heilsan er annars vegar þá skipta gæði tækisins mestu máli Omron blóðþrýstingsmælar fá hæstu einkunn í klínískum rannsóknum og eru viðkenndir af ESH, BHS og WHO. Omron blóðþrýstingismælar fást apótekum Lyfju um allt land.


SPURT OG SVARAÐ

Spurning 1

Spurning 8

Er lyfið Zitromax notað bæði við klamydíu og lekanda eða bara klamydíu? Og er hægt að vera ónæmur eftir að hafa tekið það áður?

Er einhver leið að fresta á síðustu stundu tíðablæðingum.

Svar 8

Svar 1 Lyfið Zitromax er bæði notað við klamydíu og lekanda. Við báðum sýkingunum er gefið 1 g í einum skammti. Ekki nægir þó að meðhöndla allar lekandasýkingar með slíkum skammti þar sem margir stofnar lekandabakteríunnar eru ónæmir gegn ýmsum sýklalyfjum. Því er nauðsynlegt að læknir taki sýni til ræktunar til að kanna næmi bakteríunnar fyrir sýklalyfjum. Hafi læknir gert það og ákveðið að ávísa Zitromax 1 g ætti það að vera nóg. Ef einkenni hverfa ekki skaltu hafa aftur samband við lækni.

SPURT og SVARAÐ

Spurning 4 Má taka Esomeprazol 40 mg (magalyf) og Seloken Zoc 47,5 (beta-blokker) saman? Ég tek eina Seloken Zoc á morgnana en svo á ég að byrja að taka Esomeprazol 40 mg kvölds og morgna. Ég tek líka Microgyn (pilluna). Er í lagi að taka Parkódín (verkjalyf) eða Íbúfen (bólgueyðandi verkjalyf) einstöku sinnum með þessum lyfjum?

Til að fresta tíðablæðingum er gefið lyfið Primolut-N. Lyfið inniheldur 5 mg af hormóninu Noretíserón sem hefur sömu áhrif og kvenhormónið Prógesterón í líkamanum. Til að fresta blæðingum þarf að byrja að taka lyfið 3 dögum fyrir áætlaðar blæðingar. Tekin er 1 tafla 3svar á dag í mest 10-14 daga. 2-3 dögum eftir að inntöku líkur hefjast blæðingar. Þú þarft að hafa samband við lækni, lyfið er lyfseðilsskylt.

Svar 4 Það er í lagi að taka þessi lyf saman. Þó skal hafa í huga að Íbúfen getur hækkað blóðþrýsting. Þar með getur dregið úr blóðþrýstingslækkandi áhrifum Seloken Zoc þegar Íbúfen er tekið inn.

Spurning 5 Ég er stelpa á þrítugsaldri og er að vesenast með fílapensla og er að leita að einhverju sem gæti virkað. Er hægt að fá A-vítamínsýru (Retin-A) í Lyfju og er það lyfseðilskylt?

Svar 5 Lyfið Aberela inniheldur Tretínóín sem er efnafræðilega skylt A-vítamíni. Það er notað við bólum, fílapenslum og öðrum húðvandamálum. Lyfið er lyfseðilsskylt. Ég ráðlegg þér að fara til húðsjúkdómalæknis.

Spurning 6

Spurning 9 Er hægt að kaupa eiturlyfjapróf í Lyfju? Hversu nákvæm eru þau og hvað mæla þau langt aftur í tímann?

Svar 9 Fíkniefnapróf eru seld í Lyfju. Til eru próf sem mæla 5 mismunandi efni í þvagi þ.e. amfetamín, kókaín, metamfetamín, kannabis og ópíum. Prófin eru mjög nákvæm séu þau framkvæmd rétt. Hversu langt aftur í tíman efnin mælast í þvagi fer eftir hvaða efni á í hlut. Amfertamín mælist í 1-2 daga eftir notkun, kókaín í 1-3 daga, metamfetamín í 3-5 daga, kannabis í 3-10 daga og ópíum í 1-3 daga.

Getur fylgt sveppasýkingu blæðing við áreynslu við hægðir.

Svar 6 Spurning 2 Ég er tvítug og er með of háan blóðþrýsting, sem hefur náð upp í 150/115. Ég æfi íþróttir reglulega og þegar ég kemst ekki til þess þá lyfti ég, geng og hjóla. Ég er á Yasmin (p-pilla). Getur það verið ástæðan fyrir blóðþrýstingnum, því mér líkar illa við að hafa svo háan þrýsting, fæ oft svimaköst samhliða blóðþrýstingsköstunum og hausverk. Ég fór til læknis og hún gaf mér ekki blóðþrýstingslyf, því ég er svo ung.

Ef það blæðir við hægðalosun og viðkomandi veit ekki hvað veldur þá ætti að hafa samband við lækni. Ég get ekki svarað því hvort sveppasýking sé orsakavaldur í þessu samhengi.

Svar10 Sýkingar af völdum Herpes simplex veira týpu 1 (HSV-1 ) er vandamál um allan heim. Þær einkennast af ertingu, kláða, brunatilfinningu og sársauka í upphafi, en síðan myndast blöðrur á eða í kringum varir. Þetta er þekkt undir heitinu frunsa eða vessablöðrur.

En já í stuttu máli sagt : Ég er með of háan blóðþrýsting, gæti það verið vegna Yasmin pillunar?

Svar 2 Já, Yasmin getur hækkað blóðþrýsting. Þú ættir kannski að prófa að sleppa því að nota pilluna og sjá hvort blóðþrýstingurinn lagast ekki. Ef þér finnst erfitt að sleppa henni þá ættirðu að ræða við lækninn þinn um að prófa aðra pillutegund.

Svar 7

Mig langar að vita hvort lyfið Combizym (meltingarlyf) geti valdið mér nýrnaverkjum eftir að hafa tekið 3 töflur á dag í 2 vikur og svo 6 töflur á dag síðustu viku. Ég er sykursjúkur og með ónýtt bris og get ekki tekið Creon 10000.

Ekki er aldurstakmark á sölu nikótínlyfa. Þó er ekki mælt með notkun þeirra fyrir þinn aldur nema í samráði við lækni. Nicotinelle tyggjó er ekki ætlað yngri en 18 ára og Nicorette er ekki ætlað yngri en 15 ára. Þú ættir að fara í næstu Lyfju/ Apótekið og kynna þér hvað hentar þér best til að draga úr/ hætta reykingum. Í apótekum eru bæklingar um nikótínvörur sem geta hjálpað þér að finna út hvaða meðferð væri heppilegust fyrir þig.

Svar 3

44

Spurning 7 Er eitthvað aldurstakmark til að kaupa nikótíntyggjó? Ég er 14 ára og langar að hætta að reykja.

Spurning 3

Nýrnaverkir eru ekki skráðir sem aukaverkun af lyfinu. Ég ráðlegg þér að leita til læknis.

Spurning 10 6 ára gamalt barn með vessablöðrur, komin sólahringur er að nota Bliss. Er eitthvað annað sem er notað og hversu oft eða lengi er óhætt að nota Bliss.

Algengasta meðferð við endurteknum frunsum er útvortis lyfjagjöf með veirudrepandi lyfjum s.s. Zovir (acíklóvír) eða Vectavir (pencíklóvír). Þessi krem fást í lausasölu í apóteki. Zovir kremið er borið á 5 sinnum á dag í 5-10 daga en Vectavir er borið á á 2 klst. fresti yfir daginn í 4 daga. Einnig er hægt að nota Bliss, sem er sótthreinsandi, græðandi og kælandi lausn til að þurrka upp vessablöðrur á vörum. Bliss er sérstaklega ætlað á frunsur til að flýta fyrir að þær grói. Í Bliss er kamfóra sem er græðandi, tímól sem virkar neikvætt á bakteríur og mentól sem kælir. Gott er að nota Bliss samhliða notkun á frunsuplástrum. Ég mæli með að hámarki 10 dögum. Ef frunsan er mjög slæm og jafnvel farin að dreifa sér er ráðlagt að hafa samband við lækni. Í sumum tilfellum þarf að grípa til lyfjagjafar á töfluformi.


Spurning 15 Ég var að byrja að nota Bricanyl (astmalyf) og datt í hug að fara inn á lyfjabokin.is til að athuga aukaverkanir o.fl. og sá þá að ekki má nota þetta lyf með Atenólól, en ég tek það lyf (50 mg) einu sinni á dag. Getið þið sagt mér hvort ég þarf að hætta að taka Bricanyl vegna þessa.

VintaGe

minnie mouse

Svar 15

Spurning 11 Ég keppi í sjóstangaveiði á sumrin og hef gert svo í hart nær 30 ár. Ég hef átt sögu um sjóveiki en þegar ég tók Koffínátín fann ég ekki fyrir neinu auk þess sem ég var ekki slappur af þeim töflum. Ég keypti í fyrrasumar aðrar sjóveikitöflur og var ótrúlega slappur af þeim. Er engin leið að fá Koffínátín í dag? Kannski út á lyfseðil? Eða er eitthvað annað til ráða?

Svar 11 Koffínátín fæst ekki lengur, ekki heldur út á lyfseðil. Það er hægt að kaupa Postafen í lausasölu án lyfseðils en það er væntanlega það sem þú prófaðir. Að öðru leyti er hægt að fá sjóveikiplástur út á lyfseðil sem heitir Scopoderm. Svo er líka hægt að fá svokölluð sjóveikiarmbönd í apótekum sem er óhefðbundinn kostur. Þau hafa áhrif á þrýstipunkta við úlnlið sem aftur virkar á ógleðitilfinningu.

Spurning 12 Ég hef verið alllengi með eins konar hellu fyrir öðru eyranu sem truflar heyrnina. Ég held að þetta kallist mergtappi. Fæst eitthvað við þessu í apótekinu?

Svar 12 Ef þetta er mergur sem hefur safnast þarna fyrir þá geturðu keypt í apóteki Removax eða Cerumenex dropa eða Olivax eða CleanEars sem er í úðaformi. Virknin á þessu er svipuð en allt inniheldur þetta merglosandi olíur. Verðið er eitthvað mismunandi. Þú færð allar nánari upplýsingar í apótekinu. Ef hellan lagast ekki við að nota eitthvað af þessu þá ættirðu að láta lækni (háls-, nef- og eyrnalækni) kíkja í eyrað.

Spurning 13 Ég byrjaði fyrir tveimur dögum á 10 daga sýklalyfjakúr, Amoxicillin Mylan (Penicillin) við flensu. Læknirinn spurði ekki hvort ég væri á öðrum lyfjum og ég gleymdi að láta hana vita að ég væri á pillunni, Harmonet. Ég er núna inn í miðju pilluspjaldi. Er þörf á að ég hætti á pillunni á meðan ég er á sýklalyfjunum?

Bricanyl og Atenólól geta unnið hvort á móti öðru þar sem Bricanyl er svokallaður beta-örvi en Atenólól er beta-blokker (hindri). Atenólól getur einnig í sumum tilfellum valdið berkjuþrengingum, sérstaklega hjá sjúklingum með astma eða langvinna lungnateppu (COPD). Það er því aldrei fyrsta val að nota þessi lyf saman. Stundum er þó þörf á því, t.d. ef Atenólól virkar vel á hjarta og æðar og/eða önnur lyf hafa ekki gefið góða raun.

BY

oPi

Læknir sem ávísar Bricanyl þarf að vita að þú sért að nota Atenólól svo hægt sé að meta skammtastærðir rétt og/eða breyta lyfjameðferð. Ég ráðlegg þér þess vegna að ræða þetta við lækninn þinn sem fyrst.

Spurning 16 Hvaða kremi mælið þið með við sveppasýkingu í handarkrika?

Svar 16 Ég mæli með Pevaryl kremi 2svar á dag. Það fæst án lyfseðils í apótekum.

Spurning 17 Er lyfið Seroquel Prolong 200 mg notað við þunglyndi eða geðklofa eða báðum sjúkdómunum?

Svar 17 Seroquel Prolong er yfirleitt notað sem: 1. Meðferð við geðklofa, þ.m.t. til að koma í veg fyrir bakslag hjá geðklofasjúklingum sem eru í stöðugu ástandi og hafa fengið viðhaldsmeðferð með Seroquel Prolong. 2. Meðferð við geðhvarfasjúkdómi (bipolar disorder). 3. Viðbótarmeðferð við alvarlegum geðlægðarlotum hjá sjúklingum með alvarlegt þunglyndi sem hafa ekki svarað þunglyndismeðferð nógu vel. Þannig að svarið við spurningunni er já, Seroquel Prolong er notað við þunglyndi og/eða geðklofa.

Svar 13 Samtímis notkun Amoxicillíns og getnaðarvarnalyfja til inntöku hefur verið tengd milliblæðingum og

© Disney

hugsanlega skertri virkni getnaðarvarnalyfjanna. Þannig að sýklalyfið getur minnkað virkni pillunnar. Þú skalt ekki hætta á pillunni en ég mæli með því að þú notir aðrar getnaðarvarnir líka á meðan þú ert á sýklalyfjakúrnum (t.d. smokk). Pillan hefur engin áhrif á virkni sýklalyfjanna.

who wants a

“minnie”-cure? Nöfn á lökkum:

Spurning 14

NOTHIN’ MOUSIE ‘BOUT IT I’M ALL EARS IF YOU MOUST YOU MOUST THE COLOR OF MINNIE

Virkt lyf við sveppasýkingu við kynfæri? Pevaryl dugar engan veginn.

Svar 14

Spurning 18

Pevaryl krem á að nudda varlega inn í sýkta húð á kynfærum með fingri 2-3svar á dag. Ef það dugar ekki gæti hugsanlega hentað betur að nota Canesten sveppakrem. Stundum er sveppasýking of svæsin til að hægt sé að meðhöndla hana með útvortis lyfjagjöf. Þá er gjarnan gefið sveppalyf um munn t.d. Fluconazól 150 mg hylki í einum skammti eða jafnvel oftar. Slíkri meðferð er stýrt af lækni. Þú skalt leita til læknis varðandi þessa sýkingu.

Eru fáanlegir „hrotuplástrar“ í apótekum á íslandi? Þá á ég við plástra sem settir eru á nefið og auka súrefnisflæðið.

Svar 18 Já, þetta er til í einhverjum Lyfjuapótekum (ekki öllum). Það ætti ekki að vera neitt mál að panta þetta fyrir þig ef þetta fæst ekki í Lyfjuapótekinu þínu. Þetta heitir Nozovent – Nasal.

OPI INNIHELDUR EKKI DBP, TOLUENE EÐA FORMALDEHYDE Fæst í öllum helstu snyrtivöruverslunum og apótekum landsins. Nánari upplýsingar á artica.is


HÚÐSLIT

HÚÐSLIT Talið er að allt að 90% kvenna fái húðslit á meðgöngu Hvað er húðslit?

Bolli Bjarnason dr. med. er sérfræð­ ingur í húð- og kynsjúkdómum. Hann starfar m.a. við lýtahúðlækningar hjá Útlitslækningu. Bolli starfaði í 9 ár erlendis í Bandaríkjunum, Svíþjóð og í Danmörku áður en hann fluttist til Íslands. Hann er kennari við lækna­deild Háskóla Íslands.

Húðslit (stretch marks eða striae) eru ákveðin gerð línulegra öra sem í fyrstu eru rauðleg eða fjólublá (striae rubrae) en hafa með tímanum tilhneygingu til að verða silfurhvít (striae albae). Þau myndast í rofi í leðurhúðinni sem verður til er hún verður fyrir meira togi en togþol hennar leyfir. Þetta skeður t.d. við aukna þyngd (t.d. meðgöngu eða offitu) eða vegna hraðs líkamsvaxtar (t.d. á vaxtarskeiði).

Hvar myndast húðslit helst? Slitið myndast helst þar sem fitu­ uppsöfnun er til staðar.

Koma sykurvirkir sterar (glucocorticosteroid hormones) við sögu? INGROW GO - EIGINLEIKAR · Fjarlægir inngróin hár sem myndast við rakstur eða vaxmeðferð. · Virkar á innan við sólarhring. · Sléttir húð eftir rakstur. · Má nota á andlit, bikinílínu, undir hendur og á fætur. · Fjarlægir rakstursbólur. Getur virkað bæði sem meðferð við inn­ grón­um hárum og raksturs­bólum eða sem fyrirbyggjandi meðferð fyrir rakstur.

VEIN AWAY PLUS - EIGINLEIKAR · Dregur úr sýnileika háræðaslits á aðeins 4-6 vikum! · Eykur collagen framleiðslu og frískar upp á húðina. · Dregur úr myndun marbletta. · Eykur blóðflæði til fóta um 26% á aðeins 4 vikum. · Dregur úr roða á sýktum svæðum um 24%. · 25% lækkun á flæði utan æða.

Já, þeir eru álitinir koma að mynd­ un húðslits með því að aftra því að trefjakímfrumur (fibroblasts) myndi kollagen og elastínþræði sem nauðsynlegir eru togþoli hratt vaxandi húðar undir togálagi. Þegar húðslit hefur einu sinni myndast hverfur það ekki.

Er algengt að óléttar konur fái húðslit? Já, talið er að allt að 90% kvenna geti fengið húðslit á 6. og 7. mán­ uði meðgöngu. Rannsókn hefur sýnt aukna áhættu hjá konum sem eru fyrirburar.

Er hægt að beita t.d. lyfjameðferð við húðsliti? Já. Meta þarf í hverju tilfelli fyrir sig hvað kann að valda slitinu og hvaða meðferð eigi við. Vissar A-vítamínsýruafleiður (EKKI A-víta­ mín eins og t.d. í fæðubóta­víta­ mínum eða lýsi) eru álitnar geta hjálpað útvortis. Persónulega hef ég aldrei séð sýnilegan árangur af slíkri meðferð þrátt fyrir langa notkun þessara afleiða.

Hvernig meðhöndlar þú húðslit? Segja má að stinnleiki húðarinnar

46

byggi á heilbrigðu og stinnu netverki kollagens og elastíns í leðurhúðinni. Í dag beiti ég ELOS® (Electro Optical Synergy) og stundum húðslípun gegn húðsliti en aðferðirnar eru báðar notaðar til að stinna húðina. ELOS® byggir á gjöf tvískauta útvarpsbylgja (bipolar radiofrequency) og ljós­ orku (optical energy) sem veitt er með ljósi eða laser. Sá tækja­ búnaður sem ég beiti byggir á laser og hann hefur jafnframt svokallað púlssog (pulsed vacuum).

Hvernig virkar ELOS®? Tvískauta útvarps­bylgjur mynda há­tíðni­raf­segul­orku (high-fre­ quency electro­mag­netic energy) sem verður að hita í leður­­húðinni þegar bylgj­urnar mæta mót­stöðu vefja. Bylgj­um af þessari gerð er beitt í skurð­ lækn­ ingum, hjarta­ lækningum, tauga­lækningum og bæklunar­skurð­lækningum. Ljósorkan veldur einnig hita. Hann er álitinn auka teygjanleika húðarinnar og ná u.þ.b. 5 mm niður í húðina. Hitinn sem myndast við meðferð­ ina af tvískauta útvarpsbylgjun­ um og ljósorkunni er álitinn fá kollagenið til að skreppa saman og þykkjast. Bæði hitinn og púlssogið eru álitin leiða beint til nýmyndunnar á kollageni í trefjakímfrumum (fibro­blasts) og einnig óbeint með auknu blóðflæði. Saman leiðir þetta til þess að húðin stinnist en við það dregurúr húðsliti. Ég beiti ELOS® einnig oft m.a. á áberandi andlitsfellingar, hrukkur, ör, opna andlitshúð og stök gróf litlítil hár í andliti. Einnig beiti ég henni stundum við appelsínuhúð og þá með annarri aðferð sem kallast Endermologie®.

Eru ELOS® meðferðirnar óþægilegar? Nei. Meðferðin myndar ein­ göngu vægan hita sem hvorki er óþægilegur né sársauka­ fram­ kallandi. Hægt er að vistast í sól og

með­erðin þolist vel hjá fólki óháð litar­hætti.

Hvernig virka slípanirnar? Ekki er nákvæmlega vitað hvernig slípun á yfirborði húðarinnar vinnur á slitinu en vitað er að hún virkjar svokallaða „matrix metalloproteinasa“ niðri í leður­ húðinni sem eru þekktir að því að geta brotið niður kollagen og auðveldað endurmótun leður­ húðarinnar. Áhrifin eru þau að húðin stinnist og hækkar upp þar sem slitið er en við það verður slitið minna áberandi m.a. vegna þess að skuggi myndast síður af skáljósi sem fellur á það. Mér finnst ELOS mun kraftmeiri meðferð en slípun, en slípun á betur við þegar roði er til staðar í slitinu. Hann minnkar yfirleitt eða hverfur við meðferðina. Í algjörum undantekningartilfellum beiti ég sérstökum laser til að eyða roðanum að slípun lokinni.

Eru slípanirnar sársaukalausar og hvernig fara þær fram? Já, þær eru algjörlega sársauka­ lausar. Túðu með neikvæðum þrýst­ingi er nuddað yfir slitið. Við nuddið myndast vægur roði.

Hvað er FACES™ (Functional Aspiration Controlled Electro­ thermal Stimulation) og er það stundum notað við húðsliti? FACES byggir á gjöf tvískauta útvarsbylgja (bipolar radio­ frequency) og púlssogi (pulsed vacuum) sem auðveldar bylgjun­ um að ná djúpt niður í leðurhúðina (dermis). Þessari aðferð er beitt víða í heiminum gegn húðsliti en hún hefur að miklu leyti verið leyst af hólmi með ELOS. Sjálfur beiti ég FACES í dag við litlum hrukkum í kringum augun eða blámabaugum í kringum augun þar sem laser er ekki að­ gengilegur vegna augnanna.


CAPITAL SOLEIL Árangursrík vörn gegn UVA og UVB geislum Gengur auðveldlega inn í húðina Fyrir alla fjölskylduna

FYRIR VIÐKVÆMA HÚÐ HEITT UPPSPRETTUVATN FRÁ VICHY

ÁN PARABENA


HEILABROT

Orðarugl

ATH! EITT ORÐANNA ER EKKI Í ORÐARUGLINU. HVAÐA ORÐ ER ÞAÐ?

Sudoku LIN

2 7 3 3 1 6 8 9 5 2 4

7 3 9 2 5 8 5 9 2 8 8 1 7 4 8 3 7 1 4 9 7

1 8 7 5

LIN

48

2

HÖRÐ

3

8

5 1 8 9 1 5 1 3 8 6 1 7 6 8 9 5 6 7 4 6

4 2 5 3 8

MJÚK

7

4

9 5 3 6 5 8 7 2 4 3 1 9 6 5 9 1 8 7 6 7 8 2 3 5 8 4 9 2 5 4 3 9

MJÚK

9 1 5 7 8

4 6

7

3 8 4 6

2

2 3 3 8

3

4 9

5 1 6 2

2

2

HÖRÐ

7 3 1 9 6 5 4 8 7 9 2 1 7 5 2 9 7 8 6 4

3 7 6 9 2 4 2 4

1

7 5 1 2

4

9

5 2 3 7 6

7

6 2 9 4 6 8 3 9 5 1 8 4

3 7 9 5 7

8

6


exem þurrKur í Húð Psoriasis

HáGæða HúvÖrur Hydroderm tar oG tjara 26 erU mIlD tjörUkrem ætlUÐ tIl Daglegrar notkUnar á exem og psorIasIs. kremIn haFa mýkjanDI og græÐanDI áhrIF á þUrra húÐ. hægt er aÐ nota kremIn í hársvörÐ. KarbamíðKrem 5% er FeItt rakabInDanDI krem sem hentar FyrIr venjUlega og þUrra húÐ. kremIÐ er ekkI ætlaÐ á henDUr eÐa í anDlIt nema FyrIr mjög þUrra húÐ. KarbamíðKrem 10% er FeItt rakabInDanDI krem sem hentar FyrIr venjUlega, þUrra húÐ og mjög þUrra húÐ. kremIÐ má nota í anDlIt og á henDUr eF húÐIn er mjög þUrr á þessUm svæÐUm. aKvól er sérstaklega ætlaÐ á mjög þUrra húÐ á líkama en eInnIg má bera þaÐ í anDlIt og á henDUr. akvól er FeItt krem sem InnIhelDUr jarÐhnetUolíU. kremIÐ heFUr reynst vel FyrIr Fólk meÐ exem og psorIasIs. micHael clausen Krem er 3% karbamíÐkrem sem var þróaÐ í samstarFI vIÐ barnalæknInn mIchael claUsen. kremIÐ er mIllIstíFt, FremUr FeItt geFUr húÐInnI raka. sérstaklega hentar kremIÐ mjög vel á þUrra barnshúÐ og exemlíka húÐ. barnaKrem er FeItt, mIllIstíFt krem meÐ 3% karbamíÐ FyrIr þUrra og vIÐkvæma barnshúÐ. þetta krem má nota á allan líkamann, líka í anDlIt. gott FyrIr börn meÐ exem.

vörUrnar Frá apótekInU Fást í helstU apótekUm lanDsIns á góÐU verÐI.

Icepharma

íslensk FramleIÐsla


LESENDAGETRAUN

Taktu þátt í skemmtilegri lesendagetraun og þú gætir unnið 5.000 króna úttekt í verslunum Lyfju um land allt. Svaraðu spurningunum hér fyrir neðan, klipptu svarseðilinn út og skilaðu honum í næstu verslun Lyfju fyrir 1. júlí 2012, ásamt nafni, símanúmeri og heimilisfangi. Nöfn fimm  heppinna lesenda verða síðan dregin úr pottinum.

Spurningar: 1. 2. 3. 4. 5.

Hvað eru mörg ár síðan Pálmi Gestsson útskrifaðist sem leikari? Hvað kostar baðkoddinn í Lyfju? Hvað heitir húðsjúkdómalæknirinn sem veit allt um húðslit? Hvað heitir lyfsalinn í Lyfju Ísafirði? Hvað heitir nýi ilmurinn frá Hugo Boss?

Lesendagetraun Lyfju Nafn: Heimilisfang: Staður: Póstnúmer: Sími:

Klipptu svarseðilinn út og skilaðu honum í næstu verslun Lyfju fyrir 1. júlí 2012.

Dregið hefur verið úr lesendagetraun vetrarblaðs Lifið heil. Við þökkum frábæra þátttöku og óskum vinningshöfum til hamingju.

Vinningshafar úr síðasta blaði: Helga R. Ármannsdóttir, Digranesvegi 64, 200 Kópavogi – Jóhanna K. Jóhannsdóttir, Breiðuvík 27, 112 Reykjavík – Guðlaug Rögnvaldsdóttir, Brekkugötu 52, 470 Þingeyri – Anna Björnsdóttir, Melagötu 5, 740 Neskaupstað – Linda Rún Þorsteinsdóttir, Ránargata 5a, 101 Reykjavík

2O%Við erum í sumarskapi! afsláttur af uppáhalds ilminum þínum.

Klipptu út miðann og komdu með hann í Lyfju. Gildir í öllum verslunum Lyfju til 20. júní.

Svör: 1. 2. 3. 4. 5.


Klæjar þig og svíður á milli tánna? Þá gætir þú verið með fótsvepp!

– drepur fótsveppinn, þarf aðeins að bera á einu sinni Lamisil Once 1% húðlausn inniheldur 10 mg af terbínafíni (sem hýdróklóríð). Lamisil Once er einskammta meðferð við fótsvepp (tinea pedis). Ekki má nota Lamisil Once ef til staðar er ofnæmi fyrir terbínafíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Lamisil Once er eingöngu ætlað til útvortis notkunar. Lyfið er eingöngu ætlað til húðmeðferðar á fótum. Lamisil Once á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Lamisil Once. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið þar sem reynslu skortir af slíkri notkun. Lyfið á einungis að bera á einu sinni. Best er að bera Lamisil Once á húðina eftir sturtu eða bað. Lyfið verður að bera á báða fætur, jafnvel þótt einkenni sjáist einungis á öðrum fæti. Þetta tryggir eyðingu sveppsins. Hann getur leynst víðar á fótum þótt ekki sjáist nein merki um hann. Lamisil Once er mild lausn og ertir sjaldnast húðina. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja hverri pakkningu. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

Lifið heil  
Lifið heil  

Tímarit um heilsusamlegt líferni, ferðalög, snyrtivörur og fleira. Forsíðuviðtalið er við Pálma Gestsson leikara. Lifið heil er gefið út af...

Advertisement