Lifið heil

Page 36

HÖNNUN

Láttu hugmyndaflugið ráða för Samsettur tímaritaflötur er níðsterkur og má klippa til og sníða á ýmsa vegu!

Búðu til tösku úr þessu tímaritI Það sem þú þarft: Eitt tímarit – heftað í kjölinn

Hönnun: Fanney Thomsen, útskiftarnemi úr hönnunardeild Tækniskólans 2012

Glær pökkunarlímrúlla Skæri Ef þú ætlar að fóðra töskuna þarf fóður sem er fest með frönskum rennilási.

Leiðbeiningar: 1. Taktu 20 tímaritaopnur og rífðu þær í sundur við samskeytin í miðjunni. Þú ert komin með 40 blaðsíður. 2. Brjóttu hverja A4 síðu í tvennt eftir endilöngu og klipptu eftir brotinu. 2. Brjóttu nú hverja ræmu í fernt, eftir endilögnu. Það er ágætt að halda þeim saman með klemmu. 3. Náðu nú í pökkunarlímbandið og dragðu út nægilega mikið til að geta lagt samnbrotnu lengjuna á límið. Hafðu samskeytin í miðjunni á límrúllunni til að hylja samskeytin. Til að búa til lítið veski má klippa hverja ræmu í tvennt. 4. Leggðu tíu lengjur hlið við hlið á borð, noðaðu smá límband til að halda þeim saman á meðan þú þræir aðrar tíu lengjur saman við – upp og niður við langsum við þversum. Þegar þú ert búin að flétta saman og innsigla alla enda með límbandi er hægt að láta hugmyndaflugið ráða hvernig tösku eða veski þú hannar. Það má búa til fleiri fleti og festa þá saman með límbandinu. Eins má klippa fléttaðan flöt til, festa endana með límbandi og sníða sitt eigið snilldarverk. Ég geri hér einfalda sparibuddu sem smelpassar svarta kjólinn.

36


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.