við fjölmiðla síðan 1984. Einnig hefur hann verið með sýnikennslu í sjónvarpi undir nafninu „Gulli byggir”, rekið verktakafyrirtæki undir því nafni síðan 2002 og stjórnað sjónvarpsþáttum sem fjalla um hönnun og innréttingu á íbúðarhúsnæði.
Pallur við húsið eða sumarbústaðinn stækkar híbýlið og lengir sumarið.
Hann er nauðsynlegur fyrir krakkana, er samverustaður fjölskyldunnar og þar myndast skemmtileg stemning á sumrin.
Þetta er sjálfsagt eitthvað sem þú hefur heyrt áður og ég get tekið undir þetta allt. Börnin mín lærðu að hjóla á pallinum, þar eru haldin afmæli og svo sannarlega stækkar hann húsið. Oft miklar fólk það fyrir sér að smíða sér pall, sem er eðlilegt, því allt sem maður er ekki alveg klár á hvernig á að framkvæma vex manni oft í augum. Í þessari bók ætla ég að fara með þér í gegnum ferlið hvernig á að smíða pall, lítinn skjólvegg, handrið og þrep upp á pallinn frá upphafi til enda. Ef það vakna spurningar við lestur bókarinnar þá er þeim vonandi svarað á DVD disknum sem hér fylgir. Þar eru líka að
finna fleiri aðferðir við pallasmíðina. Gefðu þér góðan tíma í að undirbúa verkið, og fyrir alla muni, vertu búin(n) að ákveða hvernig pallurinn á að líta út áður en þú byrjar. Ein leið er til dæmis að skoða þá palla og skjólveggi sem hafa verið smíðaðir í hverfinu. Nauðsynlegt er að vera búin(n) að ákveða hvar grindverkið á að vera, hvernig klæðningin á að liggja o.s.frv. Það styttir og auðveldar framkvæmdina til muna. Ef aðstæður hjá þér eru ekki þær sömu og lýst er í bókinni leitaðu þá til húsasmíðameistara með nánari ráðgjöf.
Gangi þér vel og góða skemmtun!
Hvað merkja molarnir?
gæða
MOLI
SMíða
MOLI
vInnu
MOLI
Meiri gæði, fallegra verk.
Leynivopn trésmiðaauðveldari nálgun að verkinu.
Vinnuaðferð sem gerið verkið fljótlegra og auðveldara.
MOLI
tíMa
MOLI
Sparnaðar
MOLI
verkfæra Hvaða verkfæri er best að nota?
Hvernig þú sparar tíma við vinnuna.
Hvernig þú getur sparað.
MOLI
hönnunar Hvaða hönnun hentar best?
MOLI
víSInda Einkennilegar staðreyndir.
MOLI
varÚð
öryggIS Öryggi ykkar við vinnuna.
Mjög mikilvægt að fara eftir eða varast.
Hönnun
Þegar kemur að því að byggja pall þá er hönnunin einn
ráðast af hönnuninni, en einnig þarf að ganga úr skugga
um að staðsetning og útlit pallsins eða skjólveggsins
sé lögleg samkvæmt byggingareglugerð. Það er mjög
mikið atriði að gera sér grein fyrir því hvernig pallurinn
á að líta út áður en að farið er af stað. Ég mæli með því
að þú skoðir palla og skjólveggi sem hafa verið smíðaðir
í hverfinu eða næsta nágrenni til að gera þér grein
fyrir hvað hentar þínum garði best. Einnig eru margir
landslagsarkitektar sem sérhæfa sig í hönnun palla og
skjólveggja sem þú getur leitað til með aðstoð.
Orðabók:
Oft vefjast orð fagmanna fyrir fólki og þar af leiðandi finnst mér rétt að setja þig inn í málið. Hér koma nokkur orð úr orðabók iðnaðarmannsins:
Dregari: Er oftast úr 45x145 mm efni og festist beint á uppistöðurnar/staurana.
Biti: Er oftast úr 45x95 mm og leggst ofan á dregarann í 90°.
Laski: Bútur af efni sem notaður er til að styrkja eða binda saman bita eða dregara sem mætast enda í enda. Þá er laskinn skrúfaður utan á 30 cm inn á hvorn enda.
Reyndu að velja bein borð, dregara og bita.
Efnið sem þú kaupir er húsþurrt þannig að ef það
á eftir að blotna áður en það er lagt þá er það í lagi, en ef þurrt er í veðri
þarf að passa að stafla
því vel og vandlega upp
á byggingarstað svo það
séu minni líkur á að það bogni. EKKI geyma það í upphituðu rými.
Að “stikka”: Þegar hlutur er negldur eða skrúfaður fastur í gegnum enda eða hlið í 45°.
Rafgalv: Rafgalvaniserað járn er ryðvörn oft notuð á múrbolta, skrúfur og nagla sem ver hlutinn fyrir raka í stuttan tíma. Hentar ekki utandyra.
Heitgalv: Heitgalvanisering er ryðvörn sem notuð er á járnhluti svo sem múrbolta, skrúfur og nagla til notkunar utandyra.
Frostfrír jarðvegur: Jarðvegur úr efni sem heldur ekki vatni, möl, grús eða grófum sandi. Mold er ekki frostfrí.
Byggingavinklar og festingar: Ákveðin gerð af vinklum sem eru sterkir og notaðir utandyra til að festa gagnvarið timbur.
Staðsetning: Áður en þú ákveður staðsetninguna á palli og skjólvegg skaltu kynna þér ríkjandi vindáttir við húsið þitt. Einnig er gott að skoða hvaða hlið er sólríkust. Stundum geta háir veggir sem skyggja á sól komið í veg fyrir að gróður þrífist í görðum.
Áður en þú byrjar er nauðsynlegt að ákveða hvernig pallurinn á að líta út. Hvernig borðin eiga að liggja - frá húsinu, samhliða eða í 45°. Líka hvar skjólveggir eiga að vera - eiga þeir að vera frístandandi eða fastir við pallinn, en þá er staurinn í veggnum einnig notaður sem undirstaða undir pallinn. Það getur verið flókið að breyta lögninni á borðunum eftir að undirstöðurnar hafa verið steyptar niður.
Klæðning
Sparnaðar
Þegar þú efnistekur eða hannar pallinn, reyndu þá að velja lengdir sem ganga best upp í verkið. Lengdirnar byrja í 3 m og bætast við 30 cm upp í 6
m.3,0-3,30-3,60-3,90-4,20 o.s.frv. Með því að gera þetta þá minnkar afsagið sem gengur af.
Biti Dregari
Pallur: Hér sérðu þversnið af palli og útskýringar þér til glöggvunar á þeim heitum sem notuð eru í bókinni.
Staur
Gagnvarið efni
1.Af hverju er timbur gagnvarið?
Gagnvörn á timbri gefur meira notagildi og lengri endingu á hefðbundnu norrænu timbri, svo sem skógarfuru. Með því að gagnverja æðarnar í viðnum næst fram ending sem er betri en náttúruleg ending kjarnaviðarins. Viðurinn fær mótstöðu gagnvart rotnun og sveppum, sem að öðrum kosti myndi eyðileggja hann.
2.Hvernig er viður gagnvarinn?
Gagnvörnin fer fram í lokuðum tönkum, þar sem efnum sem gagnverja viðinn er þrýst inn í hann með miklum þrýstingi. Á Norðurlöndunum eru aðeins notuð vatnsleysanleg koparblönduð efni sem eru samþykkt af umhverfisyfirvöldum.
Fylgst er náið með þeim fyrirtækjum sem gagnverja timbur og að þau hafi starfsleyfi frá viðkomandi yfirvöldum.
Pallur:
1. Klæðning: 27x95 mm
2. Biti: 45x95 mm
3. Staur: 95x95 mm.
4. Dregarar: 45x145 mm
Veggur:
1. Þverband 45x95 mm
2. Klæðning 22x95 mm
3. Klæðning 22x45 mm
4. Klæðning 22x35 mm
Handrið:
1. Uppistöður 45x45 mm
2. Langband: 22x70 mm
3. Handlisti: 40x95 mm
Verkfæri og festingar
Verkfæri sem gott er að hafa við venjulega pallasmíði eru: hallamál, handsög, borvél - fyrir tréskrúfur og höggvél, helst SDS vél ef bora á í húsveggi, hamar, stingsög, hjólbörur, vinkil, blýant, búkka, malarskóflu, hjólbörur, hjólsög/veltisög, loftpressu, loft-naglabyssu, loft-pinnabyssu og svo er ekki verra að eiga gott smíðavesti. Þeim mun betri sem verkfærin eru, þeim mun auðveldara verður að vinna verkið og gæðin verða meiri.
Hæð pallsins: Þegar pallurinn er hannaður þarf að ákveða hæðina á honum. Á hann að vera sléttur við gras eða aðeins fyrir ofan?
Mælt er með því að hafa hann aðeins fyrir ofan, en þó aðeins lægri en gólfið inni. Ef hann kemur að grasi þá er sniðugt að vera með hellukant sem þrifalag upp við pall, þá er auðveldara að slá grasið.
Ef það eru skjólveggir við pallinn þarf að passa að farið sé eftir byggingareglugerð varðandi staðsetningar á veggjunum.
Sjá brot úr reglugerð frá 2010:
Pláss fyrir undirstöður: Ef pallurinn á að vera að hluta til fastur við húsið þar sem gengið er út í garð, er mikilvægt að passa upp á að jarðvegurinn sé ekki of hár. Þá það þarf að koma fyrir klæðningu upp á 27 mm +bitum 95 mm + dregurum 145 mm = 267 mm.Þetta þarf að vera ca 20-30 mm fyrir neðan neðri brún á vatnsbretti.
Klæðning
Svalahurð
Biti
Dregari
Steinveggur
2 möguleikar- bitar/dregari
Bitar ofan á dregara: Venjulega eru bitarnir settir ofan á dregarana en það er háð því að nægt pláss sé fyrir burðarvirkið undir pallinum.
Þar sem ekki er nægt rými fyrir tvöfalt bitalag er möguleiki á að lækka undirbygginguna með því að setja bitana á milli dregaranna. Þessi aðferð er mun seinlegri. Festu bitann með því að skrúfa í endann á honum, en stikkaðu svo á ská í bitann og í dregarann til að festa hann endanlega. Betra er að bora fyrir skrúfum ef timbrið er þurrt. Einnig getur þú fest bitana með sperruskóm.
Stærð pallsins: Byrjaðu á því að reka niður hæla á úthornum og strekkja snúru á milli til að gera þér grein fyrir stærð og lögun pallsins.
Undirstöður
Þetta er seinlegasti og vandasamasti parturinn þegar
þú smíðar pall. Taktu þér góðan tíma í að skipuleggja
hvar þú kemur undirstöðunum fyrir, því þær leggja
línuna fyrir pallinn og veggina. Undirstöður sem ekki
eru í beinni línu eða ekki lóðréttar eða láréttar geta
skapað manni mikil vandræði þegar kemur að því að klæða pall og vegg. Stundum getur verið betra að fá
fagmann sér til halds og trausts þegar kemur að undirstöðunum. Það er líka auðveldara að koma þeim fyrir ef tveir vinna saman.
Að mæla á vegginn: Byrjaðu á
því að merkja „efri brún á palli”
á vegginn á húsinu, bættu við
klæðningunni 27 mm + bitanum
95 mm og það strik verður efri brún
á dregara.
Að strika með hallamáli:
Strikaðu línu á vegginn með hallamáli þar sem dregari (eða bitinn) festist á vegg.
Dregarinn: Í þennan pall er notaður 45x145 mm dregari. Hann liggur alltaf eins og klæðningin. Þar sem klæðningin
á að liggja samsíða húsinu, þar er sá fyrsti festur á húsið.
6 5
Þakpappi: Á milli dregarans og húsveggsins er settur tjörupappi til að forðast fúa og auka endingu. Skerðu pappann þvert eða á lengdina. Betra er að hafa hann örlítið breiðari, ca 2-4 cm, en dregarann. Svo má festa hann á dregarann með heftum eða pappasaumi, það auðveldar þegar byrjað er að festa dregarann á vegginn. Mundu að skera pappann burt sem stendur upp fyrir.
Borað í dregarann: Borað er með ca 100 cm millibili, 20 cm frá hvorum enda og borað í hann fyrst með 10 mm trébor í miðjan dregarann. Þú getur borað í dregarann um leið og steininn en með því að gera það eru minni líkur á því að dregarinn færist til þegar steinborinn er notaður til að bora fyrst í gegnum timbrið áður en borað er í steininn.
VarÚð
Þegar notuð er grafa eða bensínbor er sérstaklega gott að ganga úr skugga um að engar leiðslur eða strengir séu fyrir í jarðveginum. Orkuveitan getur veitt upplýsingar um það á www.or.is.
MOLI SMíða
Ef þú þarft að festa boginn bita eða dregara á vegg, þá er betra að festa hann þannig að bungan snúi niður. Strikaðu beina línu á vegginn, byrjaðu svo að festa hann í annan endann eftir strikinu og færðu hann svo niður í hvert sinn sem þú festir nýjan múrbolta í bitann. Þannig réttir þú úr sveigjunni á efninu um leið og þú festir hann á vegginn. Þú gætir þurft að standa á honum í endann til að rétta úr honum. Þegar kemur að því að leggja bogna bita ofan á dregara þá gildir sú regla að bungan snýr upp.
Að bora með steinbor í vegg:
Leggðu dregarann á vegginn, boraðu í gegnum götin í steininn og passaðu að bora mátulega langt. Gott er að setja límband á borinn til viðmiðunar. Settu
boltann í gegn, hafðu róna og skinnuna á endanum og rektu boltann á kaf og færðu þig yfir á hinn endann og festu hann þar.
Múrboltar: Festu dregarann með 10 mm heitgalvaniseruðum múrboltum.
Að herða boltann: Það er mikilvægt að dregarinn á veggnum sé beinn og alveg á línunni því hann leggur línurnar fyrir pallinn. Þegar allir boltarnir eru komnir í dregarann þá er gengið á þá og rærnar hertar þar til að skinnan sekkur rétt rúmlega þykkt sína inn í timbrið.
Staurar koma utan á dregara ef skjólveggur á að vera við endann á pallinum
Að mæla út fyrir næsta dregara: Þá er að staðsetja hina dregarana og holurnar fyrir undirstöðurnar. Venjulega er gefið upp að það sé nóg að hafa 2 metra milli dregara (45x145 mm). Ákjósanlegast er að reyna að fara aldrei yfir 180 cm á milli dregara og 40 cm milli bita. Pallurinn verður stöðugri og grillsósan skoppar ekki af grillinu þó svo að börnin séu í körfubolta á pallinum. Það borgar sig alls ekki að spara pallaefni þegar kemur að undirbyggingunni.
Að staðsetja holur undir palli: Undirstöðurnar (95x95 mm) undir pallinum. Til að fá pallinn stöðugan er best að hafa ekki fleiri en 2 metra á milli staura. Þar sem á að vera heitur pottur er ágætt að bæta við undirstöðum. Gott er að merkja staðsetninguna á holunum með jarðvegsspreyi eða reka niður hæla.
Hólkar í frostfrían jarðveg fyrir veggi/Vinnuhornið:
Ef jarðvegurinn er frostfrír og erfitt að handmoka, þá ættirðu að nota hólka og fá gröfu þér til aðstoðar. Þá getur verið gott að grafa skurð. Hólkunum er svo stillt upp með réttu millibili og mokað að þeim. Þá þarf að passa að þjappa jarðveginn vel við hliðina á hólkunum, ef það er ekki gert þá er meiri hætta á að staurinn skekkist.
Holur undir palli í frostfríum
jarðvegi: Ef jarðvegurinn undir pallinum er frostfrír (möl eða grús) þá þarf ekki að grafa niður fyrir frost (60-80 cm). Þá er bara nóg að grafa 30-40 cm holur. En þar sem er mold þarf að grafa niður fyrir frost, annars er hætta á að pallurinn lyftist upp í vetur.
13 12
Möl og sandur 20-30 cm
Frostfrítt
Holur í mold, möl og sandi: Það er góð leið að handmoka holurnar í mold, þ.e. ef þær eru ekki of margar. Reyndu að hafa þær perulaga. Hér eru staurarnir steyptir beint í holurnar, passaðu bara að setja grjót eða grús í botninn þannig að staurinn sitji ekki á moldinni.
Hólkar í frostfrían jarðveg fyrir pall: Ef þú notar hólka (blikk eða pappa), þá getur verið gott að skera þá í tvennt og setja svo undir pallinn. Pappinn er skorinn með stingsög en blikk með slípirokki og skurðarskífu.
Undirstöður þar sem veggir eru við pall:
Horft á hlið
Langband/stífa
Skástífa
Staurar
Stífukassi
Horft ofan á Þverstífa
Mokaðu endaholurnar fyrst, komdu svo endastaurunum fyrir, snúraðu svo á milli til að fá beina línu fyrir hina staurana. Passaðu að hafa jafnt bil á milli, sérstaklega ef þú ert með tilbúnar einingar. Ef ekki, þá gerir það minna til, þó svo að bilin séu ekki alveg jafn breið. Ef veggurinn er hár og á vindasömum stað er betra að hafa ekki of langt á milli staura, eða 150-180 cm.
MOLI SMíða
Ef þú notar staura sem undirstöður fyrir pallinn, passaðu þá að hafa þá ekki of stutta. Það er betra að þurfa að saga 20-30 cm ofan af þeim í lokin en að hafa þá of stutta. Til dæmis ef grindverkið er 180 cm á hæð, bætast við 10-15 cm ofan á fyrir hattinn og allt að 80 cm sem fara ofan í holuna, þannig að staurinn þarf allavega að vera 280-300 cm langur.
Metpost: Einnig er hægt að nota Metpost. Þetta er sniðug lausn þar sem hún á við sem undirstaða undir pallinn. Þó er ekki hægt að nota hana sem undirstöðu fyrir uppistöðu í vegg, nema veggurinn sé lágur og stífaður af í 45°. Leitaðu ráða hjá söluaðilum áður en þú notar Metpost.
Að reka niður hæla: Byrjaðu á því að reka niður hæl til að stífa af endastaurinn í veggnum. Gott er að nota bút af pallaefni með fleyglaga enda. Stífan er síðan skrúfuð í þennan hæl.
Stífukassi: Vegna þess hve erfitt er að reka niður hæla, þá er hægt að búa til stífukassa sem nokkrir þungir steinar eru settir í til að halda þeim föstum. Einnig er gott að nota vörubretti eða Europallettu sem stífukassa.
Að stífa af endastaura: Byrjaðu á að setja niður endastaurana og stífðu þá af lóðrétta á allar hliðar. Best er að nota langt hallamál og mjög mikilvægt er að þeir séu réttir því þeir leggja línurnar fyrir hina staurana. Til að stífa staurana af má nota pallaefnið sem þú ætlar að klæða pallinn með eða einhverja afganga af mótatimbri, þá þarf að stífa af á alla kanta að ofan og neðan.
Strekktu snúru á milli: Sagaðu niður 3 búta af ca 4-5 cm af pallaefni, helst af sama borðinu til að vera nákvæm(ur), og settu kubbana undir snúruna á báðum endum.
21
Þriðji kubburinn: Hann er notaður sem máti til að setja á milli snúru og hinna stauranna. Ef þeir eru margir getur verið auðveldara að snúra á milli endastaura að ofan og neðan. Þegar staurinn er settur í holuna þá byrjar þú að máta við snúruna að neðan, taktu hann í lóð til hliðar.
Að stífa af milli staura: Staurana á milli enda þarf líka að stífa af, reka niður hæl, stífa af í þríhyrning og stífa svo af á milli með langböndum að ofan og neðan.
Langbönd á staura:
Það getur auðveldað þér vinnuna að setja langbönd á milli staura til stífingar. Þá byrjar þú á að festa endastaurana og síðan tekur þú lengsta palla- eða girðingarefnið og stífar af þann staur sem pallaefnið nær að. Þá ertu búin(n) að koma upp festingu fyrir staurana sem koma á milli, sjá mynd á bls 29 og sjá
MOli Vinnu
Auðveldara aðgengi fyrir
hjólbörur: Þegar þú ert
búin(n) að staðsetja
staurana undir pallinum
þarftu að passa að stífa þá
ekki þannig af að þú komir ekki hjólbörum á milli til að hella í holurnar.
Undirstöður undir palli: Undirstöðurnar undir pallinum þurfa líka að vera í beinni línu. Þú getur skrúfað dregarana
á staurana og stífað þá af, áður en þú steypir til að fá þá
í línu, en ekki fullskrúfa þá, það á eftir að taka þá í rétta hæð. Passaðu að hafa staurana undir pallinum ekki of stutta. Þeir mega standa upp fyrir dregarana, sagað er ofan af þeim áður en byrjað er að klæða pallinn.
Gólfbiti
Dregari
Staur
Langband
Að steypa: Áður en þú steypir í hólkana og undirstöðurnar getur verið gott að
mæla sirka út hvað þarf mikla steypu í holurnar, lengd x breidd x hæð eða:
Radíus2 x 3.14 x Hæð. Ef magnið fer yfir 1,5 m3 (rúmmetra) getur borgað sig að panta steypuna í steypubíl. Yfirleitt er notuð C-25 steypa. Ef notast er við steypubíl þarf að ganga úr skugga um að hjólbörurnar komist að holunum til að spara tíma.
Þegar staurunum er stillt upp er betra að tveir vinni saman; annar komi staurnum fyrir, taki hann í lóð á meðan hinn er á „kubbnum” og skrúfar í stífurnar. Það er mun betra að skrúfa stífurnar við staurana en að nota hamar og nagla, staurarnir vilja oft færast úr stað þegar byrjað er að negla í þá.
Það er líka hægt að reka niður hæla fyrir utan pallinn í beinni línu þar sem undirstöðurnar eiga að vera og þegar kemur að því að steypa staurana niður þá er snúran strekkt á milli til að tryggja rétta staðsetningu þeirra. Þá snúru getur þú sett upp og tekið niður eftir þörfum svo hún þvælist ekki fyrir þér. MOli SMíða
Að steypa í holur: Helltu steypunni varlega í holurnar, því staurarnir geta færst til ef þeir eru ekki nógu fastir fyrir og steypunni er hellt of harkalega í holurnar. Stundum er betra að moka úr börunum, eða nota fötur til að hella í holur. Hafðu steypuna hæfilega blauta þannig að hún renni vel.
Að pikka í steypuna: Pikkaðu í holuna með spýtu eða skóflu þannig að steypan leki vel út holuvegginn. Ef steinar hafa komið upp úr holunum þegar mokað var er í lagi að bæta þeim í holurnar til að drýgja steypuna.
Vatnshalli frá staurum: Mikilvægt er að búa til vatnshalla á steypuna frá staurunum. Þannig nær vatnið ekki að liggja á samskeytunum og timbrið fúnar síður. Passaðu líka að vatnið eigi greiða leið frá staurnum.
Fylltu holurnar í moldarholum: Mikilvægt er að fylla holurnar svo ekki myndist „fötur” umhverfis staurana sem fyllast af vatni. Ef holurnar eru stórar má drýgja steypuna með því að setja grjót i holuna umhverfis staurinn.
VarÚð
Carboline er varasamt efni, notaðu því hlífðargleraugu og hanska þegar þú berð það á.
24 tímum síðar má taka allar stífur af. Berðu Carboline eða tjöruefni á samskeyti steypu og timburs og sparaðu ekki efnið því það minnkar líkur á að timbrið fúni. Stundum er Carboline borið á þann part staursins sem fer ofan í steypuna til að auka endingu hans. Berðu efnið á þannig að það nái nokkra sentimetra upp fyrir yfirborð jarðvegsins.
MOli gæða
Þegar steypan er komin
í holurnar er gott að fara með hallamál á staurana
áður en steypan harðnar til að athuga hvort þeir hafi færst úr stað. Ef svo er, er lítið mál áður en steypan harðnar að losa stífur og rétta þá af.
Að staðsetja dregara:
Við úthringinn á pallinum koma dregararnir utan á staurana, en þar sem skjólveggir eru við pallinn koma þeir fyrir innan.
Hæð á dregurum: Næst færum við hæðarpunkta á milli staura og stillum dregarana í endanlega rétta hæð. Það er gert með löngu hallamáli eða langri réttskeið eða beinu borði.
Að skrúfa í gegn í staura:
Næst eru dregararnir skrúfaðir í staurana og undirstöður með ryðfríum A4 eða postulínshúðuðum 100-120 mm skrúfum. Ekki nota raf-galvaniseraðar (rauðar)
skrúfur því þær tærast upp eða ryðga á mjög skömmum tíma.
Settar eru 3 skrúfur í hverja undirstöðu og ekki skrúfaðar í beina línu (miðað við staurinn).
MOli gæða
Þrifalag undir palli.
Borað fyrir skrúfum í
gagnvarið timbur/smíðamoli:
Þar sem þarf að bora fyrir skrúfum í enda á klæðningu eða þar sem á að skáskrúfa eða stikka saman efni, þá velurðu stærðina á bornum eftir þykktinni á leggnum á skrúfunni. Skrúfa: 6,0x120 mm/Bor: 5 mm. Passaðu að bora ekki inn í timbrið sem
á að festa í. Reglan er sú að nota sömu breidd af bor og leggurinn er á skrúfunum.
Stundum er betra að hella möl eða grús yfir moldina undir pallinum, eða að setja jarðvegsdúk til að koma í veg fyrir að gróður komi upp á milli borða. Mölin kemur líka í veg fyrir að pallurinn verði allur útataður í mold ef veður er blautt á meðan pallurinn er smíðaður.
Þarna er sætið tilbúið.
Til að staðsetja innri brúnina á dregaranum rétta ef um marga staura er að ræða getur þú líka strengt snúru á milli svo að dregarinn verði beinn eftir að hann hefur verið festur við staurinn.
Festu hann með 2-3 skrúfum.
Það er mun fljótlegra að nota laser til að færa punktana á milli, hann er hægt að leigja hjá Leigumarkaði BYKO. Strikið sem við færum á milli er efri brún á dregara.
Að bora fyrir skrúfum: Ef timbrið er þurrt þarf að bora fyrir skrúfum, sérstaklega ef skrúfa á í bita, dregara eða klæðningu nálægt enda. Ef það er ekki gert þá vill viðurinn klofna. Það er líka betra að bora í klæðninguna fyrir nöglunum í bláendann á borðunum.
Löskun á bitum og dregurum: Ef bitarnir eru of stuttir og mætast ekki á dregara, þá má láta þá skarast eða laska þá með afsagi af bitum í lokin, en þetta er mikilvægt að muna. Laskinn þarf að vera að minnsta kosti 30/30 cm, eða 60 cm langur og skrúfa með 3 stk. 5x80 mm skrúfum í hvorn bita, ekki í beinni röð því þá gætir þú klofið laskann eða bitann. Reyndu að láta dregarana mætast á stoð en ef þarf að setja þá saman er settur laski. Ef nauðsynlegt er að setja saman dregara í úthring er laskinn settur að innanverðu.
Það getur létt ótrúlega undir með þér að nota handþvingur til að halda efninu á sínum stað á meðan þú stillir það rétt og skrúfar.
Laski
Biti
Horft ofan á
Dregari
Laski
Skrúfur
Horft á hlið
Staur
Horft ofan á
Biti
Dregari
Skörun
MOli Vinnu
Dregararnir eru festir saman með sperruskó (sjá á bls 15). Skrúfaðu eða negldu sperruskóinn og vinklana með þar til gerðum vinkilskrúfum og nöglum.
Bitar lagðir á: Bitarnir eru þar næst lagðir ofan á dregarana, þannig að endinn nær alltaf upp á hvern dregara, næsti biti leggst svo við hlið hans og heldur áfram út á enda á pallinum. Láttu víxlunina vera alltaf sömu megin til að halda sama bili á milli bita. Ef staurarnir fyrir pallinn eru of háir, þá er sagað ofan af þeim við efri brún á dregara (það er gott að hafa aðeins halla á enda staursins). Stundum er gott að deila út bilunum á bitunum.
Bitar við úthring á palli: Yfirleitt eru bitarnir sagaðir sléttir við dregarana á úthringi palla. Þetta fer eftir hönnun, en stundum eru bitarnir látnir standa 50-100 mm út fyrir til að fá brún eða kant á pallinn og endanum lokað með t.d. 21x70 mm eða 21x95 mm kantborði. Einnig er hægt að loka honum með standandi bútum undir klæðningu ef pallurinn er hár.
Bitar festir við dregara: Bitana má festa með vinklum, þakásankeri (sjá bls 15) eða „stikka” í hliðina á bitanum ofan í dregarana. Skrúfaðu eða negldu vinklana og þakásankerin með þar til gerðum vinkilskrúfum og nöglum.
Biti við endann á palli: (Samsíða dregara) Þar leggst bitinn beint ofan á dregarann og klæðningin er látin ná inn í miðjan vegg. Svo er þessu lokað með því að láta ytri klæðninguna ná niður fyrir bita og stundum dregara.
Klæðning
Eitt það skemmtilegasta við pallasmíði er að klæða pallinn, því þá tekur umhverfið á sig nýja mynd.
Klæðninguna þarf að hanna eins og allt annað, það er ekki sama hvar er byrjað og hvar er endað. Hugsaðu
þetta vel áður en þú byrjar og sjáðu fyrir þér ferlið á klæðningunni alveg til enda. Það getur sparað þér mikla
vinnu og tíma ef þú sérð fyrir hindrun eða vandamál
sem gæti komið upp á miðri leið. Notaðu hnépúða, þeir
reynast oft góð fjárfesting því ef pallurinn þinn er stór þá áttu eftir að vera á hnjánum í dágóða stund við að negla hann niður eða skrúfa.
Til að auka endingu bitanna: Þá má skera niður 70-100 mm þakpappa- eða tjörupapparenninga og festa ofan á bitana með heftum eða pappasaumi. Með því að gera þetta minnka líkurnar á fúa milli klæðningar og bita og vatn situr ekki ofan á bitanum.
90° út frá húsvegg: Ef klæðningin er 90° á húsvegg þá er gott að nota 3-4-5 aðferðina til að fá hana vinkilrétta. Þá mælir þú 3 metra samsíða húsveggnum út frá þeirri línu sem þú byrjar á, 4 metra inn á pallinn og þá eiga að vera nákvæmlega 5 metrar á milli strika sem myndar 90° horn. Gott er að strika línu á alla bitana á fyrsta borði eða skjóta línu með kalksnúru.
Naglar eða skrúfur í klæðningu? Hvort sem pallurinn er negldur niður eða skrúfaður þá er best að nota ryðfríar skrúfur eða nagla. Það er líka í lagi að nota heitgalvaniseraða nagla! Ef þú ákveður að handnegla pallinn þá er mælt með 2 ½” dúkkuðum heitgalvsaumi, hausinn hverfur nánast inn í klæðninguna.
Skrúfur: Í klæðninguna eru notaðar
A4 ryðfríar 4,5 x 60 mm skrúfur.
Mundu að bora fyrir skrúfunum og helst að snara út fyrir hausnum í bláendann á borðunum. Passaðu að drekkja ekki skrúfunum of langt inn í timbrið. Ef það gerist vilja flísar standa upp í kringum skrúfugötin, sem er auðvitað ekki gott fyrir berar tær.
2
Bil milli borða: Til að hafa alltaf
sama bil á milli borða er mjög gott að nota blöðin á tommustokknum, betra er að nota tommustokk úr
plasti. Ef klæðningin er mjög blaut þá er mælt með einu blaði af tommustokk á milli borða svo bilið verði ekki of mikið þegar timbrið þornar. Ef timbrið er þurrt ætti að vera í lagi að nota 2 blöð.
3
Til að spara tíma er hægt að leigja loftpressu og naglabyssu
hjá Leigumarkaði BYKO. Ef margar tegundir af nöglum koma til greina, þá er þetta oft orðið spurning um útlit eða áferð á naglahausum. Ef saumurinn er rifflaður og með lími á þá er í lagi að fara niður í 50 mm saum (sb. Unimerco / ath) en annars er 60-65 mm saum (2 ½”) notaður.
Þegar 2-3 m eru eftir: Þá er gott að deila borðunum upp til að jafna út bilin, þannig að pallurinn endi á heilu borði. (Muna að bæta við bilinu á milli borðanna við breiddina á borðinu þegar þú deilir, t.d. 95 mm + 5 mm). Þá er bilið aukið eða minnkað á síðustu boðunum til að allt passi.
Klæðning við veggi: Hvort sem veggurinn við pallinn á að vera með einfalda eða tvöfalda klæðningu þá er klæðningin söguð undir miðjum vegg eða á miðjan staur.
7
Endinn fræstur: Ef ekki á að setja lista eða kantborð á endann á klæðningunni, er mælt með að endarnir séu frasaðir með hefli eða fræstir með bogatönn. Þá fær endinn álíka áferð og hliðarnar á borðunum. 6
Að saga klæðningu við enda: Þegar búið er að klæða allan pallinn, þá er endinn sagaður af með því að leggja beint borð á klæðninguna, því tyllt með nöglum og öll borðin söguð í einu með hjólsög.
Styrking við úthlið: Stundum getur þú þurft að bæta inn í bitum svo að klæðningin á endanum hafi eitthvað til að sitja á. Hér er klæðningin sett slétt við ytri brún á pallinum og til að búa til undirstöður fyrir endaborðið eru settir inn í bútar af 45x95 mm bitum ofan á dregarana. Bútarnir eru einnig styrking fyrir handriðið sem skrúfast utan á pallinn.
8
Þversnið
Endaborð
Hellur/þrifalag
Kantborð: Getur verið úr 27x95 mm eða 22x75 mm. Þá er betra að festa búta af 45x95 mm bitum undir endann á klæðningunni svo þú hafir eitthvað til að skrúfa í.
Frostfrír jarðvegur
Biti
Dregari
Klæðning
Staur
Harðviður sagaður í 45° á bita: Ef þú klæðir pallinn með harðvið, þá er hægt að saga endasamskeyti saman í 45° og nota tvær skrúfur í stað fjögurra. Í harðvið þarf að bora fyrir hverri skrúfu og snara úr timbrinu. Þá er gott að nota bor með áföstum úrsnara.
Hvar á að byrja að klæða? Það getur verið „pallabundið” hvar best er að byrja að klæða. Ef klæðningin liggur samsíða beinum húsvegg þá er byrjað á heilu borði upp við húsið.
S kjólveggur
við pall
Þegar skjólveggur er reistur við enda á palli er oftast hægt að nota staurana í veggnum sem undirstöður við
pallinn. Þá er staðsetningin á staurunum í veggnum
látin ráða og dregarinn sem heldur uppi pallinum skrúfaður utan í vegginn. Hér er enn og aftur mikið atriði að
vera búin(n) að hanna pallinn, veggina og undirstöður
því að ákveða eftir á að veggur eigi að vera við endann á pallinum kallar á óþarfa vinnu. Hægt er að finna
óteljandi, mismunandi mynstur í klæðningu og legg ég
því til að þú kynnir þér þau vel, því sum geta verið mjög
seinleg og flókin í smíðum. Notaðu ryðfría nagla eða
skrúfur við að festa klæðninguna í veggjunum.
Festu vinkla á staurana fyrir langbandinu sem kemur á milli staurana að innanverðu.
Sagaðu langbandið 45x95 mm á milli og passaðu að hafa það ekki of stíft á milli þá gætir þú skekkt staurinn til hliðar. Taktu það lóðrétt og festu það með vinkli á hinn staurinn.
Gerðu alveg eins og að ofan.
4
Klæðningunni getur þú skotið á með ryðfríum nöglum úr naglabyssu eða skrúfað með ryðfríum skrúfum. Hér er mjög mikið atriði að nota ryðfríar skrúfur því allt annað skilur eftir sig tauma með tímanum.
5
Þegar þú festir klæðninguna er ágætt að setja undir bút af 22 mm þykku efni því klæðningin á veggnum á alltaf að vera á lofti frá pallinum.
6
Sagaðu svo og festu með vinklum á milli staurana 34x95 mm handlista. Hann mun virka eins og lok ofan á standandi klæðninguna.
MOLI SMíða
Deila upp klæðningu með 22x95 mm og 22x45 mm listum á milli: Þegar borðunum er deilt upp á hlið A (annarri hliðinni á veggnum) þá reiknum við eins og áðan, gerum ráð fyrir að bilið á milli staura sé 1560 mm: Breidd á klæðningu (95mm) x ca fjöldi af borðum (9) = 855 mínus breidd á grindverkinu (1560 mm) = -705, deilt í einum fleiri en borðin (10)= 70,5 mm. Það er bilið á milli breiðu borðanna. Ef þér finnst veggurinn of gisinn eða of þéttur, þá bætirðu við einu borði inn í deilinguna eða fækkar þeim og sérð hvað þú færð út. En mundu að listinn sem kemur á milli er 45 mm þannig að milli þurfa að vera nokkrir cm svo að veggurinn verði ekki of þéttur. Mjög passlegt bil á milli lista og borða er 15-20 mm, þá er bilið á milli breiðu borðanna 80-85 mm. Ekki fara yfir 95 mm því þá er komið gap á milli A og B hliða.
Tröppur með handriði
Þegar þú hannar og smíðar tröppur upp á pallinn og
handrið eru nokkur atriði sem þú þarft að hafa í huga:
Tröppurnar mega ekki vera mjórri en 90 cm og þrepin
ekki hærri en 16 cm samkvæmt byggingareglugerð.
Gott er að hafa tröppurnar eða stigann aldrei mjórri
en svo að fólk geti mæst í stiganum.
(sjá byggingareglugerð á bls. ?? )
1 uppstig 2 framstig = 60 - 63 cm
Uppstig
12 - 16 cm
Framstig
28-32 cm
Uppstig og framstig: Þegar þú smíðar tröppur eru tvær málsetningar sem þú þarft að passa; framstig og uppstig. Uppstigið á að vera á bilinu 1216 sentimetrar, framstigið á milli 28-32 cm og hallinn á tröppunum á milli 17°- 30° (sjá bygg.reglugerð bls. 80). Ef þú notar forsniðnar tröppueiningar eins og hér er gert, þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af þessu.
Ef ekki, þá verður þú að passa að öll þrepin séu jafn há. Ef um háar tröppur eða pall er að ræða, lestu þá bygg.reglugerðina á bls. 80-82 vel, og fylgdu
leiðbeiningum varðandi hæð á handriðum við pall og tröppur.
Mældu staðsetninguna með efninu sem þú
ætlar að nota til að klæða þrepin svo þú
fáir rétta hæð á þrepið upp á pallinn.
Hér eru notaðar forsniðnar tröppueiningar með þremur þrepum.
Samkvæmt byggingareglugerð
má uppstig í tröppum utandyra aldrei vera hærra en 16 cm.
Tröppur með handriði
Tröppur með
Passaðu að þrepin séu lárétt, bæði út og á milli tröppueininga.
Einingarnar á endunum skrúfar þú í staurana sitt hvoru megin en miðjuna getur þú fest með vinkli eða þakásankeri.
Hér koma 2 stk. 34x95 mm og miðjan er rist úr sama efni þannig að endarnir standi jafnt út báðum megin og fremra borðið stendur 1,5 cm út fyrir þrepaeininguna að framanverðu.
Boraðu í klæðninguna og skrúfaðu með ryðfríum skrúfum.
Handriðið er úr 45x45 mm og skrúfað í tröppueiningarnar með tveimur skrúfum. Taktu handriðið lóðrétt og skrúfaðu það í neðri handlistann.
Hér eru settir bútar á milli svo hægt verði að skrúfa upp í handlistann. Betra er að bora fyrir skrúfunum.
MOLI gæ ÐA
Það er mjög mikilvægt að þrepin séu í réttri hæð, bæði framstig og uppstig (sjá teikningu), annars verður mjög einkennilegt að ganga upp og niður stigann og stundum getur það verið beinlínis hættulegt.
Til að festa handlistann við staurinn getur þú skrúfað hann fastan með 150 mm skrúfu í gegnum staurinn og inn í endann á listanum. Betra er að bora fyrir skrúfunni svo stefnan á henni verði rétt.
Handlistinn er sagaðir með sniði á þeim enda sem leggst upp við staurinn og skrúfaður neðan frá.
18 19
Þú getur sagað neðri endann á handlistanum áður en þú festir hann eða eftir á.
Pússaðu endann á handlistanum með sandpappír þannig að brúnirnar verði þægilegar viðkomu.
Amerísk handrið
Hér er á ferðinni útgáfa að handriði sem sést utan á mörgum pöllum og svölum á amerískum húsum. Þetta er ein útgáfan af fjölmörgum handriðum sem þú getur sett utan á eða við pallinn þinn, þitt er valið. Passaðu að hafa hæðina á handriðinu ekki lægri en 90 cm, þ.e. frá
efri brún á handlista niður á efribrún á gólfklæðningu og
bilið milli uppistaða má aldrei vera meira en 10 cm.
VARÚÐ
1
Hæðin á handriðinu má ekki vera lægri en 90 cm, og bil á milli rimla ekki meira en 10 cm. (sjá bygg.reglugerð bls 81)
Þannig skal gengið
frá handriðum að ekki stafi hætta af, og mega op ekki vera breiðari en 0,10 m.
Séu handrið gerð með láréttum rimlum, sem gefa möguleika á klifri barna, skal klæða slík handrið klæðningu í a.m.k. 0,90 m hæð.
2
Sagaðu uppistöðurnar (45x45 mm) í rétta lengd. Til að mýkja neðri línuna á uppistöðunum eru þær
sagaðar í 45°, (sjá mynd) leggðu þær á pallinn, jafnaðu út endana og strikaðu fyrir skrúfunum.
Boraðu fyrir hausnum á skrúfunum með spaðabor, u.þ.b. 5 mm inn í timbrið eða notaðu spaðabor sem er ca 2-4 mm stærri en hausinn á skrúfunni.
4
Boraðu því næst fyrir skrúfunni. Hér eru notaðar 6x140 mm skrúfur og þá passar að bora með 6 mm trébor í gegnum 45x45 listann.
MOLI SMíÐA
Ef þú ætlar að bora fyrir hausnum á skrúfum með spaðabor og einnig að bora fyrir kúrfunni sjálfri
í sama efni, (sama gat),
þá er mikið atriði að bora fyrst með spaðabornum, því eftir að þú borar fyrst fyrir skrúfunni með trébor
þá er oft mjög erfitt að fá stýringu fyrir spaðaborinn þannig að gatið verði hreint.
Deildu upp uppistöðunum. Þú getur notað reikniaðferðina á bls.??
Passaðu að bilið milli uppistaðanna sé ekki meira en 10 cm. Gott er að nota kubb sem máta í réttu máli á milli um leið og þú skrúfar.
Skrúfaðu réttskeið utan á pallinn. Hún hefur það hlutverk að stilla af endann á uppistöðunum þannig að þær verði allar í beinni línu.
Gott er að festa fyrst uppistöðurnar á sitthvorum enda og strekkja snúru á milli til að fá línuna rétta fyrir réttskeiðina.
Passaðu að uppistöðurnar séu lóðréttar um leið og þú skrúfar þær fastar.
Þverbandið er síðan fest á að ofanverðu slétt við efri brún. Leggðu hallamálið við um leið og þú skrúfar til að tryggja að uppistaðan sé lóðrétt.
Handlistinn er síðan festur á með því að stikka í gegnum uppistöðurnar. Betra er að bora fyrir skrúfunum. Skrúfaðu handlistann með ca 30-40 cm millibili.
Sagað ofan af staurum
Þegar þú sagar ofan af staurunum og skrúfar
hattin á fær skjólveggurinn og pallurin sína endanlegu
mynd. Hæðin á höttunum getur verið mismunandi
eftir þínum smekk. Taktu þér góðan tíma í að saga, vandaðu skurðinn allan hringinn og passaðau að hanna
sé vinkilréttur, því það er fátt ljótara en skakkur hattur hvort sem er á skjólvegg eða skalla.
Sagað ofan af staurum:
Hvað stubbarnir undir höttunum eru háir er háð persónulegum smekk hvers og eins. Yfirleitt eru þeir hafðir á bilinu 5-10 cm.
Strikaðu með vinkli allan hringinn.
2
Þú getur notað hjólsög við að saga ofan af staurunum. Hér þarf að passa að renna söginni varlega í gegn. Notaðu bút af klæðningu til að búa til land fyrir sögina. 4 5 6
Þegar þú sagar ofan af staurunum með handsög er ágætt að taka bút af staurnum sem hefur verið sagaður í bútsög þannig að endinn sé nákvæmlega 90°. Þvingaðu hann samsíða á staurinn og þá ertu komin(n) með land fyrir sögina til að liggja á.
Þar sem þú þarft að saga staura upp við vegg er ágætt að renna á milli blikkrenningi til að hlífa málningunni á veggnum.
Sagaðu varlega og passaðu að fylgja línunum báðum megin við staurinn.
Taktu sögina úr sambandi þegar þú mælir bilið á hjólsöginni frá landi að blaði.
Boraðu fyrir skrúfunum í hattinn og snaraðu úr fyrir skrúfuhausnum. Passaðu að herða ekki skrúfuna um of því þá er hætta á að þú kljúfir hattinn.
Að bera á pallinn og veggi:
Mælt er með því að þú berir á pallinn fljótlega eftir að hann er tilbúinn. Helst ekki þekjandi efni heldur hálfþekjandi. Leyfðu pallinum þó að þorna í nokkra daga áður en þú berð á hann. Á veggina er gott að nota Kjörvara 14 og á pallinn er notuð pallaolía. Það er nauðsynlegt að hafa lit í efninu til að verja það fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Stundum þarf að bera tvær umferðir með lit og eftir það má halda timbrinu við með glæru. Á pallinn fer pallaolía. (Ekki of mikið í einu, því þá er hætta á flögnun). Á skjólveggi má bera grunnfúavarnarefni + hálfþekjandi eða þekjandi litarefni eftir smekk. Gott er að bera á palla og veggi á vorin og aftur að hausti ef með þarf.
MOli Vinnu
Þegar þú berð á veggina er mun fljótlegra að nota málningarsprautu, hana getur þú leigt hjá Leigumarkaði BYKO.
Smíðaðu pallinn sem þig hefur alltaf langað í!
Pallabókin er frábær kennslubók fyrir þá sem vilja læra að smíða sjálfir.
Í bókinni er farið í gegnum öll helstu atriði þegar pallur er byggður, eins og hönnun, undirstöður, klæðningu, tröppur og handrið. Ef þú ert sæmilega handlagin(n) og langar til að fegra garðinn þinn með palli þá er þetta bókin fyrir þig. Hún leiðir þig í gegnum verkþættina skref fyrir skref og ef eitthvað vefst fyrir þér þá fylgir henni DVD diskur með yfir 2 klst. af myndefni þar sem Gulli leiðir þig í gegnum verkið og innihald bókarinnar.