Sorpgeymslur Þessi mynd sýnir sorptunnugeymslu staðsetta á bak við trévegg þ annig að hún sjáist ekki frá götunni.
Sorpgeymsla.
Í flestum stærri bæjarfélögum er sorpi við einbýlishús safnað í sérstakar sorptunnur. Þær eru ýmist hafðar í geymslum innandyra eða úti á lóð. Þær sem eru staðsettar á lóðinni má fela með frekar einföldum aðgerðum með því að setja þær á bak við trévegg þannig að þær sjáist ekki frá götunni eða með því að setja þær í lokað skýli. Lokuð skýli tryggja að tunnurnar fjúki ekki og auðveldara er að láta slíkar geymslur falla inn í umhverfið heldur en svört sorpílátin. Þessar geymslur falla þó misjafnlega að útliti hússins en með því að gera þær úr timbri má tengja lit þeirra við húsið og styrkja þannig heildarsvipinn.
Hvar á sorpskýlið að vera? Sorpskýli þarf að vera staðsett þannig að aðgengi sé bæði fyrir íbúa hússins og þá sem þurfa að hirða sorpið. Þannig skiptir máli að ekki sé langt frá dyrum hússins að skýlinu. Það þarf að vera greið leið að skýlinu þannig að ekki sé hætta á að tunnurnar rekist utan í bíla á lóð inni. Til að auðvelda sorphirðu á veturna er rétt að gera ráð fyrir að gönguleið sorphirðumanna að skýlinu sé búin snjóbræðslu. Brunamálastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um staðsetningu sorpskýla. Þannig eiga sorp skýli að vera í minnst þriggja metra fjarlægð frá gluggum eða þakskeggi ef mælt er lárétt, en fimm metra ef mælt er lóðrétt. Lóðréttar mælingar eiga helst við ef um er að ræða tveggja hæða hús eða hærri. Skýlin mega standa alveg upp við vegg á steinhúsi en að lágmarki tvo metra frá járnklæddum vegg og í þriggja metra fjarlægð ef veggir húss eru úr timbri.
Hvað þarf sorpskýlið að vera stórt? Byggingarreglugerð segir til um hversu stór sorptunnuskýli eiga að vera. Samkvæmt henni eiga að vera skýli fyrir tvær tunnur við einbýli. Stærð skýlis fyrir tvær tunnur er 2,0 m (lengd) x 0,9 m (breidd) x 1,4 m (hæð). Þessar stærðir eiga við innanmál skýlisins og meðfylgjandi teikningar sýna útfærslu á tveimur skýlum sem eru 0,9 m x 2,0 m með 1,4 m sem meðalhæð til þess að auðvelt sé að opna og loka tunnunum. Þeir sem telja nóg að vera með eina tunnu geta breytt skýlunum með því að setja þil í miðjuna, lás á aðra hurðina og gera ráð fyrir að geyma garðverkfæri í öðrum helmingnum yfir sumartímann.
Búðu til þinn eigin sælureit
49