Handbók garðeigandans

Page 49

Sorpgeymslur Þessi mynd sýnir sorptunnugeymslu staðsetta á bak­ við tré­vegg þ ­ annig að hún sjá­ist ekki frá göt­unni.

Sorpgeymsla.

Í flest­um stærri bæj­ar­fé­lög­um er sorpi við ein­býl­is­hús safn­að í sér­stak­ar sorp­tunn­ur. Þær eru ým­ist hafðar í geymsl­um inn­an­dyra eða úti á lóð. Þær sem eru stað­sett­ar á lóð­inni má fela með frek­ar ein­föld­um að­gerð­um með því að setja þær á bak við tré­vegg þannig að þær sjá­ist ekki frá göt­unni eða með því að setja þær í lok­að skýli. Lok­uð skýli tryggja að tunn­urn­ar fjúki ekki og auð­veld­ara er að láta slík­ar geymsl­ur falla inn í um­hverf­ið held­ur en svört sorp­í­lát­in. Þess­ar geymsl­ur falla þó mis­jafn­lega að út­liti húss­ins en með því að gera þær úr timbri má tengja lit þeirra við hús­ið og styrkja þannig heild­ar­svip­inn.

Hvar á sorp­skýl­ið að vera? Sorp­skýli þarf að vera stað­sett þannig að að­gengi sé bæði fyr­ir íbúa húss­ins og þá sem þurfa að hirða sorp­ið. Þannig skipt­ir máli að ekki sé langt frá dyr­um húss­ins að skýl­inu. Það þarf að vera greið leið að skýl­inu þannig að ekki sé hætta á að tunn­urn­ar rek­ist utan í bíla á lóð­ inni. Til að auð­velda sorp­hirðu á vet­urna er rétt að gera ráð fyr­ir að göngu­leið sorp­hirðu­manna að skýl­inu sé búin snjó­bræðslu. Bruna­mála­stofn­un hef­ur gef­ið út leið­beiningar um stað­setn­ingu sorp­skýla. Þannig eiga sorp­­ skýli að vera í minnst þriggja metra fjar­lægð frá glugg­um eða þak­skeggi ef mælt er lá­rétt, en fimm metra ef mælt er lóð­rétt. Lóð­rétt­ar mæl­ing­ar eiga helst við ef um er að ræða tveggja hæða hús eða hærri. Skýl­in mega standa al­veg upp við vegg á stein­húsi en að lág­marki tvo metra frá járn­klædd­um vegg og í þriggja metra fjar­lægð ef vegg­ir húss eru úr timbri.

Hvað þarf sorp­skýl­ið að vera stórt? Bygg­ing­ar­reglu­gerð seg­ir til um hversu stór sorp­tunnu­skýli eiga að vera. Sam­kvæmt henni eiga að vera skýli fyr­ir tvær tunn­ur við ein­býli. Stærð skýl­is fyr­ir tvær tunn­ur er 2,0 m (lengd) x 0,9 m (breidd) x 1,4 m (hæð). Þess­ar stærð­ir eiga við inn­an­mál skýl­is­ins og með­fylgj­andi teikn­ing­ar sýna út­færslu á tveim­ur skýl­um sem eru 0,9 m x 2,0 m með 1,4 m sem með­al­hæð til þess að auð­velt sé að opna og loka tunn­un­um. Þeir sem telja nóg að vera með eina tunnu geta breytt skýl­un­um með því að setja þil í miðj­una, lás á aðra hurð­ina og gera ráð fyr­ir að geyma garð­verk­færi í öðr­um helm­ingn­um yfir sum­ar­tím­ann.

Búðu til þinn eigin sælureit

49


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Handbók garðeigandans by BYKO ehf - Issuu