Kristín Ómarsdóttir – Sjáðu fegurð þína

Page 1


Sjáðu fegurð þína, fyrsta einkasýning Kristínar Ómarsdóttur

Kristín Ómarsdóttir er fædd 24. september 1962 í Reykjavík. Hún hefur skrifað ljóð, leikrit og skáldsögur allt frá árinu 1985. Samhliða ritstörfum hefur hún unnið að myndverkum.

„Teikningin er tungumál í lífinu mínu“ Viðtal / Guðlaug Mía Eyþórsdóttir Ljósmynd / Saga Sig

Kristín Ómarsdóttir og Guðlaug Mía Eyþórsdóttir settust niður á heimili þeirrar fyrrnefndu.

Ef maður leyfir sér að vera algjörlega kaótísk, gefur sér fullt leyfi til þess, er ekki með stundaskrá eða neitt slíkt verður allt mjög reglusamt ósjálfrátt [...]

GME: „Kristín, viltu segja mér frá teikningunni?“ KÓ: „Ég elska að teikna, gæti ekki lifað án þess. Þegar ég hugsa til baka finnst mér þetta koma úr sama brunni, að skrifa og teikna. Hef líklega uppgötvað þetta samtímis sem krakki, teikningu og orð. Sem barn þurfti ég reglulega að draga mig í hlé, og þarf þess enn. Man eftir mér fimm ára að fara út í búð rétt hjá heimilinu mínu til að kaupa mér blýant. Elska líka að horfa á fólk teikna, það er eitt það fallegasta sem ég sé, hvernig fólk hreyfir blýantinn þegar það teiknar, hvernig barn teiknar og fyllir út í blaðið, teikningin kemur við eitthvað djúpt innra með mér. En

2 | SJÁÐU FEGURÐ ÞÍNA

ég elska líka að horfa, elska að sjá. Ef ég væri tónlistarmaður væru það eyrun. Ég sé til tónlistarfólks, það vaknar og kveikir strax á tækjunum, getur ekki lifað án tónlistar. Ég er mjög þakklát augunum mínum. Og fólkinu sem hefur kennt mér að sjá.“ GME: „Hverjir eru það?“ KÓ: „Mamma, meðal annarra. Hún dröslaði okkur þremur systkinunum í strætó niður í bæ úr Hafnarfirði um helgar. Fór með okkur á myndlistarsýningar. Ég man vel eftir myndum sem ég sá þegar ég var lítil. Þótti þetta gaman, en systir mín talar um hvað henni leiddist. Mamma var af þeirri kynslóð sem skildi abstrakt listina, vissi alveg hvað þetta var. Málararnir voru að mála tilfinningar og hugsýnir sem voru þeirra. Slógu í hjartanu á þeim. Ég öfundaði hana af þessari tengingu. Á myndlistarsýningum


Brot úr seríunni Svanafólkið, unnin á árunum 2018-19.

GME: „Á hvaða hátt tengist hið sjónræna ritstörfum þínum?“ KÓ: „Allt sem ég skrifa byrjar á mynd. Stundum líka setningum samtímis, eða tilfinningu en þeim fylgja alltaf myndir. Teikningin hefur svo þróast í verkfæri sem getur opnað á ýmislegt fyrir skriftirnar. Þegar ég stúdera, í heimildaöflun, fer teikningin vel með því og hjálpar mér að sjá hlutina. Hún getur opnað söguþráðinn ef ég er stopp. Þá galdrar maður með teikningunni úr undirdjúpunum. Það þarf fá strik til þess að sjá eitthvað gerast. Örfá strik og allt fer af stað!“ GME: „Hvernig sinnir þú teikningunni í hversdeginum?“ KÓ: „Ef maður leyfir sér að vera algjörlega kaótísk, gefur sér fullt leyfi til þess, er ekki

með stundaskrá eða neitt slíkt verður allt mjög reglusamt ósjálfrátt, maður þarf ekkert að skipuleggja líf sitt mikið eða hólfa það niður. Líkaminn er reglusamur, hann vill borða, maður fylgir því, nóttin býður manni svefninn. Allt leitar að farvegi. Ég er svolítið á móti lífinu eins og því er lifað og hefur verið lifað í margar aldir. Er alger andstæðingur þess og allri hörku í lífsháttum. Og ofurskipulaginu til dæmis í vestræna heiminum. Oft teikna ég hversdaginn, ég elska það, kannski teikna ég meira hversdaginn en ímyndun mína.“ GME: „Út frá hverju nálgastu myndefnið þitt?“ KÓ: „Ég vinn algerlega spontant. Í spuna. Það er ögrandi því þetta getur misheppnast og allt farið til fjandans. En einmitt það er skemmtilegt, það eru meiri líkur á því að það fari ekki til fjandans þó þannig virðist í byrjun. Mér hefur þótt fyndið hvernig það koma alltaf til mín einhver þemu sem ég fæ

[...] teikningin kemur við eitthvað djúpt innra með mér. En ég elska líka að horfa, elska að sjá.

með okkur krökkunum sagði mamma: „Þú þarft ekkert að skilja þetta,“ en svo skildi hún þetta allt saman!“

Framhald á næstu síðu

SJÁÐU FEGURÐ ÞÍNA

| 3


Framhald

á heilann, oft alveg ómeðvituð um þau þar til ég átta mig á að það eru komnar fjórar, átta, tólf myndir. Átta mig oft á því þegar þemanu er lokið. En þegar ég upplifi teikninguna eins og púsluspil, að ég sé farin að leysa verkefni í henni eins og þegar setið er yfir púsluspili, þá hætti ég. Teikningin er mín hvíld.“

Ritþing um

Kristínu

Ómarsdóttur

Ritþinginu er ætlað að gera höfundarverki Kristínar ríkuleg skil, skyggnst verður inn í hugarheim hennar og rætt um tengslin á milli ritlistar og myndlistar.

GME: „Áttu þér markmið við teikniborðið?“ KÓ: „Mín lína hefur verið mjög stíf, ég verð fegin því meira sem hún frelsast en stundum sé ég þessi stífu strik sem ég er alls ekki ánægð með. Árin hafa aðeins losað um stífnina, þegar ég fór að teikna útivið losnaði um hana. Myndlistarmaður heldur allt öðruvísi á blýanti en ég, einhvern veginn svona (KÓ teiknar út í loftið með lausum úlnlið). Hann er svo frjáls, ég vildi stundum að ég gæti verið þannig en þá hugsa ég alltaf að á meðan ég var í háskólanum var hann mættur klukkan 08:00 að teikna alla daga, eitt ár, tvö ár, þrjú ár. Það er beautiful og algjörir töfrar að enginn teikni eins. Þitt innra framkallast á blaðið. Það kemur eitthvað fram sem maður sá ekki, vissi ekki af og það er líka fegurðin í þessu. Ég kann ekkert á ljós og skugga. Kannski verður það markmið mitt að læra að skyggja og lýsa.“ GME: „Hvert er hlutverk teikningarinnar í þínu lífi?“ KÓ: „Þetta er ákveðin þörf sem kemur yfir mig, milli þess sem ég teikna ekki í marga mánuði. Svo finn ég allt í einu í höndunum að nú er það komið. Teikningin er tungumál í lífinu mínu sem breytist, kemur mér á óvart. Þannig er með ljóðin líka. Þau segja mér eitthvað sem ég vissi ekki. Mér finnst næstum eins og hendin segi mér eitthvað sem ég ekki veit, vísi mér áfram.“ Sýningarstjóri: Guðlaug Mía Eyþórsdóttir Verkefnastjórn: Soffía Bjarnadóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir Kynningarstjóri: Birta Þrastardóttir Umbrot og hönnun: Roald Eyvindsson

4 | SJÁÐU FEGURÐ ÞÍNA

Ferðalag um hugarheim einstaks listamanns Ritþing um skáldskap og listferil Kristínar Ómarsdóttur, Sjáðu fegurð þína, er haldið laugardaginn 28. október 2023 í Tjarnarbíói í Reykjavík á vegum Borgarbókasafnsins. Ritþinginu er ætlað að gera höfundarverki Kristínar ríkuleg skil, skyggnst verður inn í hugarheim listamannsins og rætt um tengslin á milli ritlistar og myndlistar. Stjórnandi ritþings er Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingur, höfundur og fyrrum útgáfustjóri. Spyrlar eru Jórunn Sigurðardóttir, dagskrágerðarkona og leikari, og Ásta Kristín Benediktsdóttir, lektor í íslenskum samtímabókmenntum. Tónlist er í höndum Gyðu Valtýsdóttur og Úlfs Hanssonar.

Veita innsýn í feril rithöfunda

Ritþing Gerðubergs hófust árið 1999. Þeim er ætlað að veita persónulega innsýn í feril íslenskra rithöfunda. Skipulagi þinganna er þannig háttað að höfundur situr fyrir svörum um líf sitt og verk. Umræðum er stýrt af stjórnanda en auk hans eru tveir spyrlar. Áheyrendur er hvattir til að koma með innlegg í umræðurnar. Ritþingin voru í fyrstu gefin út á prenti en frá árinu 2004 hafa þau eingöngu verið gefin út á rafrænu formi og eru aðgengileg á vef Borgarbókasafnsins. Einnig er stór hluti þinganna aðgengilegur á Rafbókasafninu. Nánar hér.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.