Bókasafnið 33.árgangur

Page 1

Bókasafnið 33. árgangur • september 2009

Bókasafnið 33. árgangur • september 2009

Softline bókasafnsbúnaður Hannaður til að mæta þörfum allra safnategunda sveigjanlegur og auðveldur í uppsetningu Veitum ráðgjöf og gerum tillögur að uppsetningu búnaðar.

Laugavegi 163

sími 561-2130


gegnir.is er vefviðmót bókasafnskerfis sem hýsir samskrá íslenskra bókasafna. Í samskránni eru einkum bækur, tímarit, tímaritsgreinar, tónlistarefni og myndefni. Allar prentaðar íslenskar bækur og íslensk tímarit eru skráð í gegnir.is. Kerfið veitir aðgang að upplýsingum um safnkost flestra bókasafna landsins, auk þess sem margvísleg þjónusta er í boði fyrir notendur.

Landskerfi bókasafna hf. www.landskerfi.is


bókasafnið

Efnisyfirlit

Frá ritstjóra

4

Dr. Ágústa Pálsdóttir Framhaldsnám á meistarastigi í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands

7

Dr. Ágústa Pálsdóttir NORSLIS – Samstarf um doktorsnám í bókasafns- og upplýsingafræði á Norðurlöndunum og í Baltnesku ríkjunum

10

Ólöf Benediktsdóttir Hugmyndafræði flokkunar – straumar og stefnur

16

Þórdís T. Þórarinsdóttir Upplýsingalæsi – Gildi þess í upplýsinga- og þekkingarþjóðfélaginu

23

Hrafn Harðarson og Margrét Sigurgeirsdóttir Maður lifir lengur með því að fara oft á bókasafnið sitt!

24

Hrafn Harðarson Tvö ljóð

25

Gunnhildur Björnsdóttir Menningarstefna og listbókasöfn

30

Gunnhildur Manfreðsdóttir Þekkingarfyrirtækið Gagnavarslan ehf.

34

Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir Þekkingarveita í allra þágu – Stefna Landbókasafns Íslands - Háskólabókasafns 2009-2012

38

Þórhildur S. Sigurðardóttir Um bókasafn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

41

Bragi Þorgrímur Ólafsson Dýrgripur Ragnheiðar Finnsdóttur: stutt frásaga af gömlu handriti

42

Minningarorð

43

Bækur og líf

46

Afgreiðslutími safna

50

Höfundar efnis

Hefð hefur verið fyrir því að Bókasafnið komi út að vori og er það að ýmsu leyti hagstæðara. En eins og síðasta hefti er þetta seint á ferðinni og ber ritnefnd það fyrir sig að hafa tekið seint við. Áætlað er að næsta hefti komið út að vori. Efni þessa heftis er af ýmsu tagi. Sagt er frá framhaldsnámi á meistarastigi og doktorsnámi í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands, en í þeim fræðum sem öðrum hefur framhaldsnám eflst mjög á undanförnum árum. Í síðasta hefti var vikið að sögu þessarar námsgreinar við Háskóla Íslands í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá því að kennsla í henni hófst. Segja má að upplýsingafræði séu fræði nútímans enda oft talað um upplýsingasamfélag. Það orð var reyndar farið að nota fyrir meira en þremur áratugum og síðan hefur orðið gífurleg þróun í þessum efnum. Um svipað leyti og orðið upplýsingasamfélag komst á kreik varð til annað hugtak, upplýsingalæsi, og um það er fjallað í grein í þessu hefti. Hin hraða þróun kallar á ýmiskonar endurskoðun í bókasafns- og upplýsingafræðum. Fyrir bókavörðinn er flokkunarkerfi bókasafnsins eins og heili líkamans og dags daglega er það fjarri honum að krukka mikið í undirstöður þess. En hér birtist nú grein um þróun flokkunarkerfa og nýjustu hugmyndir um endurskoðun þeirra. Þá er grein um samband menningarstefnu og listbókasafna. Tvær greinar eru um háskólabókasöfn, annars vegar um stöðu bókasafns Menntavísindasviðs Háskóla Íslands eftir að Kennaraháskólinn sameinaðist Háskóla Íslands, og hins vegar er grein um nýja stefnumörkun Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Einn ritnefndarmaður, Kristína Benedikz, lét af störfum á árinu. Í stað hennar hefur Áslaug Óttarsdóttir veitt ritnefndinni lið, þótt ekki hafi hún verið formlega kosin eða skipuð til þess, og er hún talin með í ritnefndinni með þeim fyrirvara. Á vegum Upplýsingar koma nú út tvö tímarit, Bókasafnið og Fregnir. Þá rekur félagið líka vefinn upplysing.is. Rætt hefur verið um að fara yfir þessa útgáfustarfsemi alla og skipuleggja hana betur. Í því samhengi hefur verið rætt um að hafa Bókasafnið að hluta ritrýnt og auka þannig vægi þess í fræðaheiminum. Brýnt er að halda jafnframt fjölbreytileika tímaritsins þannig að það verði í senn traust og fræðilegt og létt og aðgengilegt. Það er von ritnefndar að allir félagar Upplýsingar geti hlakkað til að fá Bókasafnið í hendurnar. Einar Ólafsson

Bókasafnið • 33. árgangur september 2009 • ISSN 0257-6775

Útgefandi: Upplýsing. Félag bókasafns- og upplýsingafræða Lyngási 18 | 210 Garðabæ | Sími 864-6220 | Netfang: upplysing@upplysing.is Veffang: www.upplysing.is Prentun: GuðjónÓ Veffang: www.bokasafnid.is Mynd á kápu er eftir Kristínu Arngrímsdóttur. Kristín er í hópi fleiri listamanna sem hafa unnið í Borgarbókasafni Reykjavíkur. Þar gegnir hún stöðu deildarbókavarðar en auk hefðbundinna bókavarðastarfa hefur hún sinnt myndskreytingum og kennt í rit- og listsmiðjum á vegum safnsins. Ritnefnd: Einar Ólafsson, ritstjóri – bokasafnid.timarit@gmail.com Kristína Benedikz, aðstoðarritstjóri Kristín Ingunnardóttir, gjaldkeri – kingunnar@gmail.com Sigurborg B. Ólafsdóttir, ritari – sigurborg@internet.is Hallfríður Hr. Kristjánsdóttir, vefstjóri – hhk1@bok.hi.is Áslaug Óttarsdóttir – aslaugo@hi.is Bókasafnið hefur frá árinu 1989 verið lyklað í Library & Information Science Abstracts (LISA)


Framhaldsnám á meistarastigi í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands

Dr. Ágústa Pálsdóttir, dósent í bókasafns- og upplýsingafræði, félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands

Mikil uppbygging á sér stað á framhaldsnámi við Háskóla Íslands. Eru nú um 2000 nemar skráðir í framhaldsnám á meistarastigi við skólann (Háskóli Íslands, 2009a). Árið 1993 var fyrst tekið að bjóða upp á framhaldsnám í bókasafnsog upplýsingafræði en það ár hóf greinin að bjóða upp á rannsóknatengt meistaranám eins og flestar aðrar greinar innan félagsvísindadeildar. Nám á meistarastigi í bókasafnsog upplýsingafræði hefur tekið umtalsverðum breytingum undanfarin ár og hefur námsframboðið þróast og aukist verulega. Í Kennsluskrá Háskóla Íslands fyrir framhaldsnám fyrir háskólaárið 2009-2010 kemur fram að boðið er upp á þrjár námsleiðir í bókasafns- og upplýsingafræði: diplómanám, MLIS nám (Master of Library and Information Science), og rannsóknatengt meistaranám (Háskóli Íslands, 2009b). Ætlunin er að fjalla hér um þessar námsleiðir. Diplómanám Diplómanám hófst á haustmisseri 2008 en það er viðbótarnám í bókasafns- og upplýsingafræði til 30e sem gert er ráð fyrir að hægt sé að ljúka á einu háskólaári. Námið er sérstaklega hugsað sem styttri námsleið fyrir fólk sem hefur ef til vill ekki áhuga á að ljúka MA prófi en vill samt bæta við sig í námi. Í boði eru eftirtaldar áherslulínur: stjórnun og stefnumótun, upplýsinga- og skjalastjórn og rafræn samskipti hjá skipulags­heildum, og upplýsingafræði og þekkingarmiðlun. Inntökuskilyrði í námið er BA próf eða sambærilegt próf með lágmarkseinkunn 7,25. Nemar sem ljúka diplómanámi hljóta ekki námsgráðu en þeir fá diplómablað um að náminu hafi verið lokið.

4

MLIS nám (Master of Library and Information Science) MLIS nám (Master of Library and Information Science) hófst haustið 2004 og var við skipulagningu þess meðal annars tekið mið af alþjóðlegum viðmiðunarreglum (Anne Clyde, 2004). MLIS nám er tveggja ára meistaranám (120e) sem er ætlað fyrir nema sem hafa lokið grunnnámi í annarri námsgrein en bókasafns- og upplýsingafræði. Að öðru leyti eru inntökuskilyrði þau sömu og almennt er gerð krafa um innan Háskólans, eða að meðaleinkunn sé ekki lægri en 7,25. Þrjú atriði vógu einkum þungt þegar tekin var ákvörðun um að bjóða upp á MLIS nám í bókasafns- og upplýsingafræði. Í fyrsta lagi var það stefna Háskóla Íslands um að auka nám á framhaldsstigi en greinin vildi taka þátt í þeirri þróun sem var í gangi þar sem aðrar háskólagreinar voru í vaxandi mæli að móta og setja upp nám á framhaldsstigi. Í öðru lagi hafði verið nokkuð um það að nemar sem höfðu lokið grunnnámi í annarri grein en bókasafns- og upplýsingafræði innrituðust í námið. Þessum nemum, sem hafði farið heldur fjölgandi, hafði boðist að taka svokallað starfsréttindanám sem var tveggja ára nám á BA stigi (Anne Clyde, 2003). MLIS náminu var því ætlað að leysa starfsréttindanámið af hólmi og bæta jafnframt stöðu nemanna því með því bauðst þeim að ljúka námi á framhaldsstigi í stað grunnnáms. Í þriðja lagi lágu fjárhagslegar ástæður til grundvallar en með útskrift framhaldsnema hafa greinar fengið fjárveitingu sem eru mun hærri en með útskrift BA nema. Nemar sem innritast í MLIS nám hafa engan grunn í grein­ inni, öfugt við þá sem innritast í rannsóknatengt MA nám. Þess vegna er mikilvægt að tryggja að í gegnum námið öðlist þeir styrka undirstöðu í grunnatriðum greinarinnar sem sé ekki síðri en sú þekking sem nemar sem ljúka BA námi í greininni tileinka sér. Þetta gerir það einnig að verkum að mögulegt er að samkenna MLIS námið að hluta til með BA náminu en að sjálfsögðu eru gerðar auknar kröfur til MLIS nemanna varðandi lesefni, próf og verkefnavinnu, auk þess sem þeir sækja fleiri tíma í flestum námskeiðum. Þetta fyrirkomulag þekkist jafnframt víða, bæði í öðrum námsgreinum við Háskóla Íslands og einnig í námi í bókasafns- og upplýsingafræði við háskóla erlendis. Skipulag MLIS námsins hefur þróast og tekið töluverðum breytingum


bókasafnið síðan það hófst. Gerð er krafa um að allir MLIS nemar ljúki sama skyldunámi en frá og með háskólaárinu 2008–2009 stendur þeim til boða að velja annað hvort valnámskeið í samráði við leiðbeinanda við lokaverkefni, eða velja eitt af eftirfarandi fimm kjörsviðum: skólasafnsfræði, stjórnun og stefnumótun, upplýsinga- og skjalastjórn og rafræn samskipti hjá skipulagsheildum, upplýsingafræði og þekkingarmiðlun, og vefstjórnun. Alls hafa 79 nemar innritast í MLIS námið frá því að það hófst. Af þeim hafa 23 skráð sig úr náminu, virkir nemar eru því samtals 56. Konur eru í miklum meirihluta en alls hafa 69 konur skráð sig í námið á móti 10 körlum, kynjahlutföllin meðal virkra nema eru 38 konur á móti 8 körlum. Mynd 1 sýnir fjölda þeirra sem hafa innritast í námið eftir árum.

hafa 11 MLIS nemar lokið námi í tungumálum, þar af höfðu þrír lokið námi í dönsku og sami fjöldi í ensku og frönsku, einn í norðurlandamálum og einn í þýsku. Tveir MLIS nemanna hafa áður lokið meistaranámi og jafnframt hefur einn MLIS nemi lokið doktorsnámi. Fyrsti neminn til að útskrifast úr MLIS náminu var Kristína Benedikz sem útskrifaðist í júní 2005 en alls hafa 20 nemar lokið MLIS námi (sjá mynd 3).

Mynd 3 Fjöldi nema sem hafa útskrifast úr MLIS námi 2005 til 2008, eftir ári

Mynd 1 Fjöldi innritaðra nema í MLIS nám frá 2004 til 2008

Augljóst er að þegar MLIS námið hófst á haustmisseri 2004 hefur verið töluverð uppsöfnuð eftirspurn eftir því en háskólaárið 2004-2005 innrituðust alls 35 nemar í námið. Töluvert hefur dregið úr aðsókn í námið í framhaldinu; til dæmis sóttu átta nemar um það háskólaárið 2006-2007 en 15 nemar háskólaárið 2007-2008. Þegar skoðað er hvaða námsgreinum MLIS nemarnir hafa lokið áður en þeir skráðu sig í námið kemur í ljós að bakgrunnur þeirra er nokkuð fjölbreyttur. Mynd 2 sýnir bakgrunn þeirra MLIS nema sem eru í náminu eða hafa lokið því, nemar sem hafa skráð sig úr námi eru ekki hafði hér með.

Mynd 2 Yfirlit yfir námsgreinar sem nemar hafa lokið prófi í áður en þeir skrá sig í MLIS nám

Eins og sjá má á mynd 2 hafa flestir nemar sem innritast í MLIS námið lokið kennaramenntun, eða alls 16 nemar. Alls

Mynd 3 sýnir að alls hafa 20 MLIS nemar útskrifast frá upphafi. Ekki liggja fyrir endanlegar tölur um það hversu margir MLIS nemar munu útskrifast á árinu 2009. Gera má ráð fyrir að þeir verði um það bil átta talsins en þó þarf að taka þeirri tölu með fyrirvara. Rannsóknatengt meistaranám Eins og áður segir hófst framhaldsnám í bókasafns- og upplýsingafræði fyrst árið 1993 þegar greinin tók að bjóða upp á rannsóknatengt meistaranám. Rannsóknatengt meistaranám er tveggja ára (120e) fræðilegt framhaldsnám, til prófgráðunnar magister artium, MA. Alls hafa þrír nemar lokið þessu námi á árunum 2006 til 1999. Fyrstu árin var inntaka í námið háð því að nemar fengju styrk úr Rannsóknarnámssjóði til að greiða fyrir það (Sigrún Klara Hannesdóttir, 1996) en ekki er lengur um það að ræða og geta nú þeir nemar sem lokið hafa BA prófi í bókasafns- og upplýsingafræði með fyrstu einkunn (7,25) sótt um. Nemar sem innritast í MA námið geta valið um að skipuleggja það í samráði við leiðbeinanda og sérstaka prófnefnd eða fylgja ákveðinni áherslulínu og geta þeir valið á milli fjögurra lína: stjórnun og stefnumótun, upplýsinga- og skjalastjórnun og rafræn samskipti hjá skipulagsheildum, upplýsingafræði og þekkingarmiðlun, og MA nám með áherslu á margbreytileika, sem er nýjung. Nýjung í rannsóknatengdu meistaranámi. MA nám í bókasafns- og upplýsingafræði: með áherslu á margbreytileik MA nám í bókasafns- og upplýsingafræði með áherslu á margbreytileika er nýjung í rannsóknatengdu framhaldsnámi sem mun hefjast frá og með haustmisseri 2009. Þetta er

5


bókasafnið tveggja ára meistaranám (120e) sem byggir á þverfræðilegu samstarfi sex námsgreina: mannfræði, þjóðfræði, kynjafræði, félagsfræði, fötlunarfræði og bókasafns- og upplýsingafræði. Hver þessara greina mun bjóða upp á margbreytileika sem sérstaka námslínu. Nemendur munu innritast í sína grein og útskrifast úr henni en með áherslu á margbreytileika. Námið er skipulagt þannig að hver heimagrein fyrir sig setur upp sérstaka námskipan þar sem skilgreind eru þau skyldunámskeið sem kennd eru innan hennar en auk þess eru sameiginleg námskeið í kenningum og aðferðafræði hluti af skyldunámi. Valnámskeið er hægt að velja úr framboði þeirra greina sem eiga aðild að náminu en tiltekin námskeið geta verið skylda í heimagrein en val fyrir aðra nema í náminu. Hægt er að fá frekari upplýsingar um MA nám í margbreytileika í Kennsluskrá Háskólans fyrir framhaldsnám háskólaárið 20092010. Að lokum Undanfarin ár hefur áhersla verið lögð á uppbyggingu framhaldsnáms við Háskóla Íslands. Námsbraut í bókasafnsog upplýsingafræði hefur leitast við að taka þátt í þeirri þróun með því að skilgreina og bjóða upp á fleiri leiðir í fram­halds­ námi í greininni og eru nú þrjár námsleiðir í boði á meistara­ stigi. Gera má ráð fyrir að auknir möguleikar í framhaldsnámi séu líklegir til efla stétt bókasafns- og upplýsingafræðinga. Ljóst er að á undanförnum árum hefur MLIS námið verið helsti vaxtabroddurinn í eflingu meistaranáms í bókasafnsog upplýsingafræði.

6

Heimildaskrá

Anne Clyde (2003). Times are changing... and so are the needs for professional education in Library and Information Science. Fregnir, 3: 55-57. Anne Clyde (2004). The University of Iceland: New MLIS program. Fregnir, 1: 48-52. Háskóli Íslands (2009a). Framhaldsnám. Sótt 19. febrúar 2009 af www. hi.is/is/skolinn/framhaldsnam Háskóli Íslands (2009b). Kennsluskrá 2009-2010. Sótt 9. mars frá: https:// ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=skoli&chapter=content&id= 12377&kennsluar=2009 Sigrún Klara Hannesdóttir (1996). Kennsla í bókasafns- og upplýsingafræði 40 ára. Bókasafnið, 20: 68-70.

Abstract Graduate studies in library and information science at the University of Iceland The graduate studies at the University of Iceland are progressing rapidly. Masters studies as a research degree in Library and Information Science were first offered in 1993. Since then the offer of graduate programmes in this field has expanded and by now students can choose between three graduate study programmes, each with several study lines, that is: diploma, a 30e study programme which started in the autumn 2008; MLIS (Master of Library and Information Science), a 120e programme which is meant for students who have a first degree in another field; and MA programme as a research degree which is 120e. The latest addition to the graduate study is a MA research degree with an emphasis on diversity.


NORSLIS - Samstarf um doktorsnám í bókasafns- og upplýsingafræði á Norðurlöndunum og í Baltnesku ríkjunum

Dr. Ágústa Pálsdóttir, dósent í bókasafns- og upplýsingafræði, félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands

Undanfarin ár hefur sú þróun átt sér stað, bæði á Íslandi og erlendis, að formleg menntun hefur almennt hlotið meira vægi. Er þá litið til þess að háskólamenntun, einkum framhaldsmenntun á háskólastigi, þykir stöðugt vera mikilvægari og eftirsóknarverðari. Ætlunin er að gera hér örstutt grein fyrir stefnu Háskóla Íslands um uppbyggingu doktorsnáms og fjalla einnig um samstarf um doktorsnám í bókasafns- og upplýsingafræði á Norðurlöndunum og í Baltnesku ríkjunum. Stefna Háskóla Íslands um uppbyggingu doktorsnáms Háskóli Íslands hefur einsett sér að vera leiðandi afl í uppbyggingu íslensks þekkingarsamfélags og hefur jafnframt sett sér það langtímamarkmið að skipa sér í röð bestu háskóla í heimi. Það markmið getur ekki náðst nema með því að efla mjög rannsóknarstarf við skólann og auka einnig mjög samstarf við erlenda háskóla og rannsóknastofnanir. Meðal þeirra leiða sem skilgreindar hafa verið til að ná þessu markmiði er að efla doktorsnám stórlega við skólann. Skólinn hefur sett fram stefnu fyrir tímabilið 2006 til 2011 þar sem ætlunin er að auka verulega fjölda brautskráðra doktora og er stefnt að því að fjöldi þeirra verði að minnsta kosti 65 árið 2011 (Háskóli Íslands, 2006). Með því að stuðla að uppbyggingu doktorsnáms lítur Háskólinn svo á að sé hægt að styrkja stöðu skólans sem alþjóðlega viðurkennds rannsóknaháskóla og honum jafnframt gert það kleift að gegna hlutverki sínu sem æðsta menntastofnun þjóðarinnar. Doktorsnemum hefur farið mjög fjölgandi við Háskólann á undanförnum árum; árið

1999 voru þeir 36 talsins en voru orðnir 318 í upphafi árs 2009. Á félagsvísindasviði eru alls 86 doktorsnemar (Háskóli Íslands, 2009). Í stefnu skólans er lögð rík áhersla á að gæði doktorsnámsins sé sambærilegt við það sem gerð er krafa um við virta erlenda háskóla. Jafnframt kemur krafa um alþjóðlegt samstarf víða fram í stefnunni (Háskóli Íslands, 2006). Undanfarin ár hafa íslenskir bókasafns- og upplýsinga­ fræðingar verið ötulir við að bæta við sig meistaranámi og hafa þar með eflt menntunarstig stéttarinnar. Samkvæmt Skrá um doktorsritgerðir Íslendinga sem unnin er af starfsfólki Landsbókasafns Íslands–Háskólabókasafns (2009) hafa fjórir Íslendingar jafnframt lokið doktorsprófi í greininni. Nágrannaþjóðirnar eru hins vegar komnar skrefi á undan en þar fer bókasafns- og upplýsingafræðingum með doktorsgráðu mjög fjölgandi. Sömu þróun má sjá hjá öðrum háskólagreinum á Íslandi þar sem doktorsnám hefur verið að eflast mikið. Það er því nauðsynlegt fyrir íslenska bókasafnsog upplýsingafræðinga sem stétt að stefna að því að lyfta menntunarstiginu hér á landi enn frekar. Það skiptir máli að íslenskir bókasafns- og upplýsingafræðingar standi jafnfætis kollegum sínum erlendis og það skiptir ekki síður máli að þeir verði ekki eftirbátar annarra stétta með háskólamenntun á Íslandi. NORSLIS - Samstarf um doktorsnám í bókasafnsog upplýsingafræði Samstarf um doktorsnám í bókasafns- og upplýsingafræði milli skóla og háskóladeilda á Norðurlöndunum hefur verið í gangi frá því árið 1998. Samstarfið hófst fyrst með samstarfsneti sem kallaðist NordIS-Net (Nordic Information Studies Research Education NETwork) og var styrkt til fimm ára af Norfa (1998-2002) en samstarfsaðilar í því voru 11 háskólar og háskóladeildir á Norðurlöndunum. Árið 2004 tók NORSLIS (Nordic Research Scool in Library and Information Science) við sem samstarfsnet um doktorsnám og fékk þá til þess styrk frá NordForsk til fimm ára (20042008). Þá bættust háskóladeildir í Baltnesku ríkjunum einnig við í samstarfsnetið þannig að alls stóðu 14 háskólar og háskóladeildir að náminu (Lepik, 2005). Samstarf um doktorsnám milli þessarra þjóða byggir því á 11 ára grunni

7


bókasafnið og hefur bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands verið aðili að því frá upphafi. Brýn þörf er á slíku samstarfsneti því aðstæður á Norður­ löndunum og í Baltnesku ríkjunum eru þannig að nám í greininni fer fram við tiltölulega fámennar háskóladeildir. Á hverjum stað fyrir sig er því tæpast bolmagn til að halda uppi metnaðarfullu doktorsnámi sem getur boðið upp á það nýjasta í fræðunum. Fjöldi doktorsnema á hverjum stað er tiltölulega lítill og einnig er fjöldi fræðimanna sem uppfylla þær hæfniskröfur sem eru gerðar til að geta leiðbeint doktorsnemum takmarkaður (NORSLIS, 2009b). Doktorsnám lýtur mjög ströngum gæðakröfum og til að standast þær þarf námið að hafa á að skipa hópi hæfra leiðbeinenda. Enn fremur er fyrirsjáanlegt að án slíks samstarfs yrði skortur á námskeiðum á doktorsstigi og er sérstaklega talið að þörf sé á námskeiðum um kenningar í greininni svo og námskeiðum um tengsl aðferðafræði og kenninga. Óhætt er að segja að starfsemi NORSLIS hafi verið farsæl og hefur hún meðal annars fengið mjög góða dóma í mati hjá NordForsk. Fjöldi doktorsnema innan netverksins hefur vaxið jafnt og þétt og eru þeir nú um 170. Fjölbreyttri og öflugri starfsemi hefur verið haldið uppi og hafa um það bil 70 fræðimenn komið að kennslu við námið. Auk þess að halda árlega nokkur doktorsnámskeið hefur NORSLIS staðið að ráðstefnum og málþingum. Einnig hefur það verið mikilvægur þáttur í starfi samstarfsnetsins að aðstoða við að koma á heimsóknum doktorsnema og fræðimanna milli háskóla og veita til þess styrki (NORSLIS, 2009a). NORSLIS hefur þannig stutt við og eflt mjög tengslanet innan greinarinnar. Með því að sameina kraftana eins og gert hefur verið með NordIS-Net og NORSLIS hefur verið hægt að skapa grundvöll fyrir öflugu doktorsnámi, sem byggir á því að: (1) doktors­ nemar eru nógu margir til að forsendur séu fyrir því að halda námskeið á doktorsstigi, (2) háskólar og háskóladeildir sem standa að náminu eru 14 sem hefur skapað traustan grunn fyrir samstarfið, (3) tæplega 50 nýdoktorar og eldri fræðimenn geta nú annast kennslu og leiðsögn í doktorsnáminu, (4) að auki eru fyrir hendi alþjóðleg tengsl við um það bil 15 fræðimenn sem hægt er að leita til. Stjórn samstarfsnetsins er skipuð fulltrúum frá hverju aðildarlandanna og hefur dr. Ágústa Pálsdóttir setið í stjórninni fyrir hönd Háskóla Íslands frá 2005. Núverandi formaður er dr. Niels Ole Pors, prófessor við Danmarks Biblioteksskole. Stjórnin hittist árlega á fundum til að fara yfir og skipuleggja starfsemina og ræða um málefni NORSLIS. Á vefsíðu netverksins (www.norslis.net) er hægt að nálgast upplýsingar um starfsemina og er þar til dæmis að finna upplýsingar um dagskrá hvers árs fyrir sig, lista yfir doktorsnema og hvaða skólar taka þátt í samstarfinu. NORSLIS hefur ekki lengur styrk frá NordForsk en á stjórnarfundum sem haldnir voru 2008 kom fram að það er mikill áhugi og vilji til að halda samstarfinu áfram. Í upphafi árs 2009 lá síðan fyrir staðfesting um áframhaldandi samstarf frá öllum háskóladeildunum og hefur nýtt samstarfsnetverk verið formlega stofnað. Fyrirsjáanlegt er að draga þurfi nokkuð úr

8

starfseminni vegna þess að ekki er lengur fastur styrkur fyrir hendi. En ráðgert er að halda tvö doktorsnámskeið árlega og verður leitað leiða til að afla styrkja fyrir þau. Ákveðið hefur verið að NORSLIS muni halda tvö doktorsnámskeið haustið 2009. Annað námskeiðið mun fjalla um kenningar í upplýsingafræði (Theories in Information Science) en í hinu námskeiðinu verður fjallað um aðferðafræði (Methodologies and Research Methods in Information Studies). Upphaflega stóð til að fyrra námskeiðið yrði haldið hér á landi og það síðara við Department of Information Studies í Tallinn í Eistlandi en við nánari skoðun þótti hagkvæmara að halda bæði námskeiðin í Tallinn og haga skipulaginu þannig að síðara námskeiðið hefjist í beinu framhaldi af því fyrra. Með því móti býðst nemum að sækja bæði námskeiðin fyrir hóflegan ferðakostnað. Jafnframt hefur verið ákveðið að opna námskeiðin fyrir doktorsnema í öðrum greinum. Einnig hefur stjórnin tekið ákvörðun um að framvegis verði heiti samstarfsnetsins NORdic research SchooL in Information Studies (NORSLIS). Eftirtaldir háskólar eru samstarfsaðilar að NORSLIS Danmörk: Royal School of Library and Information Science. Finnland: Department of Information Studies, University of Tampere. Department of Information Studies, Åbo Akademi University. Department of Information Studies, Oulu University. Ísland: Bókasafns- og upplýsingafræði, Háskóla Íslands. Noregur: Library and Information Studies, Oslo University College. Institute for Documentation Science, University of Tromsø. Svíþjóð: Library and Information Science, University of Umeå. Swedish School of Library and Information Science, Gothenburg University and University College at Borås. Library & Information Science, University of Lund. Library & Information Science, University of Uppsala. Eistland: Department of Information Studies, Tallinn Pedagogical University. Lettland: Department of Library Science and Information Science, University of Latvia. Litháen: Faculty of Communication, Vilnius University. (NORSLIS, 2009b).


bókasafnið Hægt er að fá frekari upplýsingar um starfsemi NORSLIS á vefsíðu samstarfsnetsins: www.norslis.net. Heimildaskrá

Háskóli Íslands (2006). Stefna Háskóla Íslands 2006-2011. Aðgengilegt frá www.hi.is/is/skolinn/stefna_2006_2011. Sótt 9. janúar 2009. Háskóli Íslands (2009). Skráðir nemendur 2008 – 2009: Heildartölur. Aðgengileg frá www.hi.is/is/skolinn/skradir_nemendur_2008_2009_ heildartolur_1. Sótt 9. janúar 2009. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn (2009). Skrá um doktorsritgerðir Íslendinga. Aðgengileg frá doktor.bok.hi.is/index. php. Sótt 12. mars 2009. Lepik, A. (2005). The Nordic-Baltic cooperation in doctoral education: the case of NORSLIS. Í: Libraries - a voyage of discovery. Proceedings of the 71th IFLA General Conference and Council. August 14-18, 2005, Oslo, Norway. Aðgengilegt frá www.ifla.org/IV/ifla71/papers/052e-Lepik.pdf. Sótt 9. janúar 2009. NORSLIS (2009a). Aðgengilegt frá www.norslis.net. Sótt 9. janúar 2009. NORSLIS (2009b). Organization of the Research School. Aðgengilegt frá www.norslis.net. Sótt 9. janúar 2009. NORSLIS (2009c). Vision and guidelines. Aðgengilegt frá www.norslis.net. Sótt 9. janúar 2009.

Abstract NORSLIS - Cooperation about doctoral studies in library and information science in the Nordic Countries and the Baltic States. Formal education, particularly academic education on a graduate level, has increasingly gained importance in the past years. The article starts by discussing briefly the policies and goals of the University of Iceland regarding doctoral education. The cooperation about a joint doctoral educational program among the Nordic and Baltic educational institutions is described. The cooperation between the Nordic educational institutions started in 1998 with NordIS-Net (Nordic Information Studies Research Education NETwork) which was financed from 1998 to 2002 by Norfa. A new network, NORSLIS (Nordic Research School in Library and Information Science), started in 2004 between 14 Nordic and Baltic educational institutions and with a financial support from NordForsk from 2004 to 2008. By collecting the scattered scientific expertise in educational institutions, which are often small-size, the cooperation has succeeded in raising the quality levels of doctoral education in library and information science. NORSLIS has no longer financial support from NordForsk but the 14 educational institutions which have formed NORSLIS have decided to continue the cooperation and a new Research School, NORSLIS (NORdic research SchooL in Information Studies), has been formally established. Two doctoral workshops will be offered in the autumn 2009, Theories in Information Science and Methodologies and Research Methods in Information Studies. It has, furthermore, been decided to offer the educational program also to doctoral students in other disciplines.

Stöndum vörð um íslenska tungu Bókasafn Árborgar Selfossi Bæjar- og héraðsbókasafn Ísafjarðar Akraneskaupstaður

9


Hugmyndafræði flokkunar – straumar og stefnur

og hann skipaði hugtökum í stigveldi (Ólafur Jens Pétursson, 1989, s. 50-61).

Ólöf Benediktsdóttir

Flokkunarhugtakið er tekið til athugunar og bókfræðileg flokkunarkerfi skoðuð í sögulegu samhengi út frá straumum og stefnum í þekkingarfræði á Vesturlöndum. Lýst er breyti­ legri hugmyndafræði og viðhorfum til flokkunar á hverjum tíma. Loks er fjallað er um nýjar hugmyndir og þörf fyrir sveigjanleg flokkunarkerfi í rafrænu umhverfi. Flokkunarhugtakið Á hverri öld eða hverjum tíma kemur fram ný heimsmynd og nýjar hugmyndir um flokkun mannlegrar þekkingar. Heimsmyndin og hugmyndafræðin er ekki sú sama í hinum vestræna heimi sem hér er til umfjöllunar og í öðrum heims­ hlutum. Fyrir tíma ritlistar í hverju samfélagi geymdu menn þekkingu í minni sínu, og til að geta kallað hana fram hafa menn þurft að flokka hana þar niður á ákveðinn hátt. Hægt er að gera sér grein fyrir þessu með því að athuga kvæði og sögur og annan fróðleik sem upphaflega hefur verið í munnlegri geymd en síðan verið festur á blað. Færð hafa verið rök fyrir því að kvæði, sögur og frásagnir í munnlegri geymd séu aðferðir til að miðla þekkingu áfram til komandi kynslóða. Þessi þekkingarmiðlun er að miklu leyti bundin við ákveðnar persónur og hlutverk þeirra í þjóðfélagsmyndinni (Anderssen, Jack, 2003). Meðal gömlu heimspekinganna var flokkun mikilvægt hugtak í þekkingarfræði. Aristóteles, lærisveinn Platons og faðir frumspekinnar, taldi það hlutverk heimspekinnar að flokka hugtök, sem var forsenda rökfræðikenninga hans. Hann taldi að flokka yrði frá hinu einstaka til hins almenna

10

Flokkun er aðferð til að skipa þekkingu í kerfi. Hægt er að tala um þrenns konar flokkun þekkingar, þ.e. í fyrsta lagi einfalda tegundaflokkun sem allir nota í daglegu lífi, í öðru lagi þekkingarfræðilega flokkun, sem er millistig milli einfaldrar og vísindalegrar flokkunar. Í þriðja lagi er svo hin vísindalega flokkun, sem notuð er til að skipa vísindalegri þekkingu í kerfi (Hjørland, 1997). Einnig má tala um heimspekilega flokkun annarsvegar og bókfræðilega flokkun hins vegar (Graarup, 2003). Langridge (1976) greinir fjögur lögmál við flokkun þekkingar, þ.e. hugmyndafræðilega flokkun, félagslega flokkun, flokkun eftir altækum hugmyndum um skiptingu í vísindagreinar og flokkun eftir eðli þekkingar fremur en markmiðum eða viðfangsefnum menntunar. Flokkunarkerfi byggjast á því að tengja hugtök. Önnur mikilvæg atriði við flokkun eru reynsla og sérþekking (Graarup, 2003). Flokkun og flokkunarkerfi eru í hugmyndafræðilegu samhengi við félagsleg tjáskipti, heimsmynd og menningu á hverjum tíma. Tjáskiptatækni í ljósi sögunnar, þ.e. munnleg geymd, skrift, prentlist og tölvutækni hefur haft mikil áhrif á flokkun og flokkunarkerfi (Andersen, Jack, 2003). Hin bókfræðilega flokkun er viðfangsefni bókasafns- og upplýsingafræðinnar. Hún er undirskipuð og háð þeirri vísindalegu eða heimspekilegu. Hún er ekki flokkun fyrirbæra heldur rita eða gagna sem fjalla um þau. Bókfræðilegum flokkunarkerfum er yfirleitt skipt fyrst á rökrænan hátt í fræðasvið eða efnissvið en síðan í tegundir eða undirsvið sem tengjast innbyrðis. Flokkunarkerfið er fyrirfram ákveðið kerfi þar sem þekkingu er skipað niður í höfuðflokka, venjulega eftir fræðasviðum og innan þeirra eftir skyldleika eða tengslum. Þekkingarsviðið er þannig hlutað niður frá hinu stærra til hins smærra. Notandi flokkunarkerfis getur valið um fyrirfram ákveðna möguleika. Mikilvægur eiginleiki sem flokkunarkerfi hafa fram yfir efnisorðakerfi er að geta lýst hugtökum á almennan hátt með því að nota til þess yfirflokka.


bókasafnið Með lyklun eru gefin efnisorð eftir mismunandi sjónar­ hornum og þekkingarsviðum og er þannig hægt að skilgreina efni á víðtækari hátt og vísa frá hinu smærra til hins stærra. Almennir efnisorðalyklar eru venjulega í stafrófsröð en innan hennar geta þeir verið kerfisbundnir, með tilvísunum til valorða og vikorða. Oft eru fræðilegir efnislyklar einnig stigveldisbundnir (thesaurus). Efnisorðakerfi gefa notandanum meira frelsi til efnisgreiningar en flokkunarkerfi (Þórdís T. Þórarinsdóttir, 1996). Sumir fræðimenn vilja ekki aðgreina flokkun og lyklun á hefðbundinn hátt. Flokkunarkerfi hafa stundum verið gerð að stigveldiskerfum (thesaurus) og eins eiga efnisorðakerfi oft uppruna sinn í efnislyklum flokkunarkerfa (Hjørland, 1997, s. 29). Við flokkun fær það sem flokkað er auðkenni til greiningar á efnisinnihaldi þess, t.d. flokkstölu. Þetta er skilgreint sem túlkuð gögn og er andheiti lýsigagna sem eru upplýsingar sem lesa má úr viðfanginu. Hægt er að setja reglur um lýsigögnin en túlkuðu gögnin eru vandmeðfarin og háð hæfileika þess sem túlkar til að lýsa því sem honum finnst mikilvægast í samhengi við ákveðinn viðmiðunarhóp (Hjørland, 2003). Gallar í flokkunarkerfi geta t.d. falist í því t.d. að ákveðinn flokkur endurspeglar kenningu sem hefur ekkert gildi lengur eða að það vantar pláss fyrir nýja þekkingu og þar með mikilvæg verk á ákveðnum þekkingarsviðum. Flokkunarkerfi geta því ekki verið hlutlaus kerfi um algilda þekkingu heldur eru lifandi kerfi mótuð af aðstæðum, reynslu og vísindalegum þekkingarsviðum í félagslegu samhengi (Graarup, 2003). Það er því mikilvægt að velja flokkunarkerfi sem hæfir því þekkingarsviði sem flokkað er á og að flokkunarkerfi séu í stöðugri endurskoðun í samræmi við þróun nýrrar þekkingar. Það er algengt vandamál að ný viðhorf í fræðum og listum passa ekki inn í gömul kerfi. T.d. má nefna að flokkunarkerfi á listasviði eru enn undir áhrifum frá hugmyndum og hugtökum frá upplýsingaröld og sýningarhefðum á listasöfnum á 19. öld (Ørom, 2003) eða að flokkunarkerfi hinna gömlu kommúnistaríkja hæfa ekki nýju þjóðskipulagi, vegna þess að þau voru undir áhrifum úreltrar hugmyndafræði. Miðaldir og bókfræðileg flokkun Þegar fyrstu handrita- og bókasöfn urðu til fóru menn snemma að nota ákveðin einföld flokkunarkerfi sem miðuðust ýmist við stærð og ytra útlit bókanna eða innihald. Bækur voru þá hóflega margar og ekki erfitt að hafa yfirsýn. Bókasöfn og flokkunarkerfi á miðöldum voru mismunandi eftir hinum ýmsu trúarreglum. Í skrám yfir miðaldabókasöfn klaustra má greina ákveðna röðun þar sem Biblían og hlutar hennar komu fyrst, síðan rit kirkjufeðranna, rit miðaldaguðfræðinga, rit fornaldarhöfunda og loks höfuð­ listirnar. Þessari röð var þó sjaldan fylgt út í ystu æsar, sem verið getur af því að handrit mismunandi efnis voru oft bundin saman í safnrit. Oft voru skrárnar samt einfaldlega listar yfir hvaða bækur voru í hvaða herbergi klaustursins og gætu þannig hafa flokkast eftir efni eða áhugasviði. Á einkabókasöfnum flokkuðu menn söfn sín oft eftir öðrum kerfum og má nefna Biblionomiu Richard de Fournival

frá miðri þrettándu öld þar sem bókunum er raðað eftir fræðigreinum sem kenndar voru í Sorbonne. Í enskri bókaskrá frá miðri 12. öld er bókum raðað í efnisflokka eingöngu eftir höfuðlistunum. Oft voru bækurnar merktar safnmarki eiganda eða safns. Enn í dag eru á handritasöfnum notuð safnmörk sem rekja má til gamalla handritasafna, oft upphafsstafir í nafni eiganda ásamt hlaupandi númeri í safninu og stundum stærðarflokkun. Flokkunarkerfi nútímans hafa tekið í arf ýmislegt frá hinum gömlu kerfum og má sjá leifar þeirra í röðun fræðigreina og flokka í kerfum, þar sem guðfræði og heimspeki eru enn í fremstu sætum og í skiptingu í undirflokka í hefðbundnum fræðigreinum (Guthrie, 1992 og 2003). 18. og 19. öld Á 18. öld urðu miklar framfarir í þekkingarfræði og skipun þekkingar í kerfi. Á upplýsingartímanum fóru menn að flokka allt milli himins og jarðar og út komu alfræðibækur í efnisflokkaðri röð og þær settu svip sinn á flokkunarkerfi bókasafna. Svíinn Karl von Linné er talinn upphafsmaður nútíma vísindalegrar tegundaflokkunar (taxonomiu) en hann tegundaflokkaði plöntur og dýr og skipaði í stigveldi í riti sínu Systema Naturae sem kom út árið 1735. Þetta var líka blómatími einkabókasafna, þar sem menn söfnuðu handritum og bókum í anda upplýsingastefnunnar. Ritakostur jókst mjög við bókasöfn háskóla og konungleg bókasöfn og farið var að skrá þau og flokka á kerfisbundinn hátt. Flokkunarkerfi þessa tíma báru svipmót hinna gömlu klausturkerfa en nýjar greinar bættust við eftir því sem þekking þróaðist (Ólöf Benediktsdóttir, 2005). Til gamans má geta þess að handritasafn Árna Magnús­ sonar var skráð árið 1730 af Jóni Ólafssyni Grunnvíkingi. Framan við frumrit hans að skránni liggur uppskrift á efnisflokkun á einkabókasafni Frederik Rostgaard, dansks bókfræðings og bókasafnara. Bæði Rostgaard og Árni ferðuðust víða um Evrópu til að skoða bókasöfn. Á ferðum sínum safnaði Rostgaard flokkunarkerfum bókasafna og samdi sitt eigið kerfi. Jón Ólafsson skrifaði einnig upp yfirlit um efnisflokka í Polihistoriu Daniel Georg Morhof, þýsks fjölfræðings. Polihistoria hans er alfræðibók í efnisflokkaðri röð sem kom út 1688-1707. Eftir miðja 19. öld fóru að koma fram á Vesturlöndum hin stóru almennu flokkunarkerfi fyrir bókasöfn. Dewey kerfið, eitt mest notaða flokkunarkerfi bókasafna á vesturlöndum til þessa, kom fyrst út árið 1876. Dewey sótti fyrirmynd að flokkunarkerfi sínu til enska heimspekingsins Francis Bacon, og reyndar einnig til ítalsks flokkunarkerfis. Þar eru heimspeki og guðfræði í fyrsta sæti í anda hinna gömlu klausturbókasafna. Hann samdi kerfið fyrir bókasafn Amherst College og fyrir honum vakti að auka notagildi bókasafna án aukinna útgjalda. Það má segja að það hafi ekki verið miklar þekkingarfræðilegar vangaveltur á bak við kerfi hans heldur virðist hann hafa reynt á fremur almennan og hagkvæman hátt að ná yfirsýn yfir þekkingarsviðin og skipa þeim í flokka.

11


bókasafnið Hann taldi það mikinn vinnusparnað að hægt væri að finna hverja bók á sínum stað í ákveðnum efnisflokki (Dewey, 1972). Flokkunarkerfi Library of Congress kom fram skömmu seinna og var byggt á Dewey kerfinu. Um 1895 fer af stað hreyfing dokumentalista og farið er að hugsa fyrir sérhæfðum kerfum fyrir vísindalega þekkingu. UDC kerfið sem samið var með það fyrir augum að búa til kerfi fyrir sérfræðilega flokkun er byggt á Dewey kerfinu og ber merki um sömu heimsmynd. Það þótti mikil framför á sínum tíma sem kerfi fyrir sérfræði­ söfn en náði ekki að þróast í takt við tímann. Þessi stóru almennu kerfi, sem reyna að spanna alla heimsins þekkingu, hafa sett sitt mark á yngri kerfi og hefur reynst erfitt að losa flokkunarkerfi undan þeirri heimsmynd sem þau eru leifar af. 20. öldin Eftir því sem þekking jókst á 20. öld varð stöðugt erfiðara að hafa yfirsýn yfir þekkingarforðann og þörfin jókst fyrir fræðilegar skilgreiningar á flokkun og sérhæfð kerfi á hinum ýmsu þekkingarsviðum. Indverjinn Ranganathan (1972) er talinn hafa átt stóran þátt í nútímalegri hugmyndafræði flokkunarkerfa með því að móta ákveðnar reglur til að fara eftir við flokkun. Hann var stærðfræðingur og taldi að það væri affarasælast að nota lögmál stærðfræðinnar við flokkun. Hann taldi nauðsynlegt að undirbúa jarðveginn fyrir flokkun nýrrar þekkingar og til þess væru rannsóknir nauðsynlegar og að það þyrfti að stofna nýjar háskólastöður til að þróa nýjar töflur eða flokkunarkerfi. Hann birti fyrstu útgáfu liðflokkunarkerfis síns árið 1933. Ranganathan skipaði flokkunarfræðum niður á þrjú svið: • Hugmyndafræðilegt svið (idea plan) þ.e. skilgreining efnisins og skipting þess í liði eftir hinum fimm grundvallarhugtökum sem hann lagði til að gætu verið persónuleiki, efni, orka, rúm og tími (PMEST). • Munnlegt svið (verbal plan) þar sem unnið er úr hugmyndunum og þær mótaðar í orð. • Skrásetningarsvið (notational plan) þ.e. hvernig töflurnar eru byggðar upp með bókstöfum, tölustöfum og greinarmerkjum. Hann setti þrjár matsreglur um flokkun þ.e. útskýringar (analyty), forsendur (postulate) og stak (isolate) í samsettu efni. Bandaríkjamaðurinn Henry Evlyn Bliss (1972) velti fyrir sér tengslum heimspekilegrar eða vísindalegrar þekkingar annars vegar og bókfræðilegrar þekkingar hins vegar og hvernig hægt væri að laga þessar tvær tegundir flokkunar hvora að annarri. Hann setti fram ítarlegar skilgreiningar á bókfræðilegri flokkun og sagði m.a. að flokkar samsvöruðu hugtökum og fræðiheitum. Flokkun hefði tvenns konar merkingu, þ. e. fyrst og fremst að tengja staka hluti eftir líkindum en einnig að tengja flokka. Hann talaði um raun (real) flokka og náttúrulega flokka og að flokkun náttúrlegra hugtaka væri venjulega stöðugri en flokkun tilbúinna eða huglægra hluta. Bliss skilgreindi einnig

12

hvernig flokkun byggðist á undir- og yfirflokkun, stigveldi, samræmi, sérhæfingu o.s.frv. Gagnrýni annars Bandaríkjamanns, Jesse H. Shera (1972), á ríkjandi hefðir í flokkunarfræðum árið 1953 lýsir ágætlega ástandinu í flokkunarfræðum á þessum tíma. Hann setti fram skilgreiningu á dæmigerðu hefðbundnu flokkunarkerfi. Það væri listi hugtaka sem eru mismunandi á sértækan og augljósan hátt, hæf til að lýsa efnisinnihaldi bókar, fela í sér alla þekkingu, í línulegri röð, einstæð og mikilvæg og sem venjulega væri hægt að raða bókum eftir í hillu með aðstoð skýringarkerfis eftir rökrænum lögmálum kerfisins. Samkvæmt þessari skilgreiningu væru slík kerfi rökfræðilega út í hött. Shera taldi að flokkunarkerfi væru eins gölluð og þau voru fyrir 30 árum og að það yrði stöðugt augljósara vegna þess að safnkostur hefði bæði aukist og væri orðinn flóknari að samsetningu. Hann taldi UDC kerfi Paul Otlet og Henri LaFontaine hafa verið fyrstu tilraun til að rjúfa hefðina en hafi misheppnast af ýmsum ástæðum. Kerfi Ranganathans hafi verið næsta mikilvæga tilraunin til endurbóta í flokkun og að hann hafi gert sér ljósa grein fyrir takmörkunum bókfræðilegrar flokkunar. Helsta framlag hans hafi verið að líta á efni eða hugsun sem einingu í flokkun en ekki bók eða rit. Ranganathan hafi samt fallið í sömu gryfju og forverar hans með því að nota töflur úr Dewey og UDC kerfinu og að kerfi hans hafi orðið of flókið og festst í stigveldi. Að dómi Shera gerði sprenging í útgáfu tímarita takmarkanir hefðbundinna flokkunarkerfa enn ljósari. Með nýjum vísindagreinum, sem fram komu eftir seinna stríð, hafi aðrir en bókaverðir fundið þörf fyrir nýjar lausnir við flokkun. Helstu niðurstöður Shera eru þessar í stuttu máli: • Flokkun snýst um „efni“. • Forðast ber að festast í stigveldi. • Þekking þróast. • Flokkun verður að vera óháð eigindum eða formi safngagna. • Bókaverðir verða að huga að innihaldinu en ekki formi eða hillum. • Flokkun snýst um hugsun en ekki bækur, tímarit eða önnur form safnefnis. Shera taldi í samræmi við þetta að hefðbundin flokkunarkerfi hefðu gengið sér til húðar. Það væru ekki til nein altæk flokkunarkerfi því það væri ekki til neitt altækt bókasafn. Hann taldi jafnframt að hilluröðun ætti að vera sem hentugust fyrir hvert safn, jafnvel einföld stafrófsröð gæti hentað ágætlega á sumum stöðum. Nýlegar kenningar um flokkun Á síðari hluta 20. aldar og í upphafi þeirrar 21. má segja að vísindalegar kenningar um þekkingarstjórnun og flokkun bæði almennt og í einstökum greinum hafi blómstrað. Fyrstu vísar að tölvuvæddum gagnasöfnum komu fram um 1950 og breyttu hugmyndum manna um flokkun og


bókasafnið efnisgreiningu. Út komu kennslubækur um efnisgreiningu og flokkun, t.d. kom hin ágæta bók A.C. Foskett (1997), „The subject approach to information“ fyrst út árið 1969. Þar gerir hann m.a. ítarlega grein fyrir flokkunarkerfum og lögmálum við flokkun. Foskett setur ekki fram nýjar kenningar í flokkun en leggur áherslu á mikilvægi þess að hafa ávallt þarfir notenda í huga. Hin mikla útþensla þekkingar og útgáfu eftir seinna stríð, nýjar vísindakenningar og samruni og samnýting þekkingar á ýmsum sviðum hefur haft sín áhrif á flokkunarfræðin. Þróun smátölvunnar og auknir möguleikar á leit og tengingu hefur sett mikinn svip á fræðin síðustu áratugina. Kenningar í heimspeki, bókmenntum, sálfræði, félagsfræði, málvísindum, náttúrufræði o.fl. fræðigreinum eru notaðar til að skilgreina hugtök í þekkingarstjórnun og efnisflokkun. Sem dæmi má taka að sænskur bókasafnsfræðingur, Joacim Hansson (1999), hefur notað túlkunaraðferðir bókmenntafræðinnar og heimspekinnar, þ.e. frummynda­ kenningu Platons og Aristotelesar „mimesis“, til að skoða speglun hins sænska SAB flokkunarkerfis bæði á þjóðfélaginu sænska frá byrjun 19. aldar og sögu almenningsbókasafnanna í Svíþjóð. Skilgreiningar á efnisgreiningu og efnisleit í upplýsinga­ fræði eru í auknum mæli álitnar forsendur flokk­unar. Komið hafa fram staðlar og reglur sem hægt er að nota við efnisgreiningu, t.d. ISO 5963 frá 1985 (á íslensku ÍST ISO 5963 (1994)) og ISO 2788 frá 1986 sem ÍST 90 (1991) er byggður á. Í skrifum upplýsingafræðinga síðustu áratugi 20. aldar má greina ýmis spennandi sjónarmið og hugmyndafræði sem byggir þó að ýmsu leyti á kenningum þeirra eldri. Birger Hjørland (1997 og 2003) telur að kenning um „efni“ sé forsenda kenningar um efnisgreiningu í flokkun og lyklun. Hann telur að „efni“ rits eða skjals megi skilgreina sem hinn þekkingarfræðilega kjarna þess. Skilgreining þess sé fræðilega síbreytileg og felist í greiningu þekkingarsviða sem byggist á vísindalegri heimspeki ásamt félagsfræði og sögu fræðasviða. Hann gagnrýnir gildandi ISO staðal 5963 um efnisgreiningu og telur hann ekki taka tillit til mismunandi fræðasviða eða krefjast ákveðinnar greiningar á þeim. Að hans áliti ætti tenging efnis í flokkun ekki að vera háð líkindum eða sameiginlegum eiginleikum heldur ætti að flokka saman gögn sem þjóna líku eða sama hlutverki. Góð flokkunarkerfi og kerfisbundnir efnisorðalyklar eigi að tryggja bæði hámarks svörun við spurningum sem fyrir þau eru lögð en einnig að gefa möguleika á að notandinn geti fengið yfirsýn á ákveðnu efnissviði og vafrað um kerfið og spurt nýrra spurninga. Susan Leigh Star (1998) veltir fyrir sér aðferðafræðilegum tengslum í félagsfræði og flokkun. Hún ber saman liðflokkun Ranganathans og grundaða kenningu í félagsvísindum. Líkt og í PEMST greiningu í liðflokkun sé í grundaðri kenningu reynt með nákvæmri sundurgreiningu og samanburði að nálgast kjarna hvers hugtaks. Bæði í liðflokkun og grundaðri kenningu sé litið á þekkingarforðann sem óendanlegan, opinn og breytilegan. Star telur efnisgreiningu gagna vera mjög

fljótandi og tengingar milli þeirra síbreytilegar. Möguleikarnir á að hluta niður og nota hluta skjala eða rita í tölvu hafi í för með sér að bókfræðileg flokkun sé nú ekki aðeins bundin hefðbundnum fræðigreinum heldur líka vinnuferlum, tjá­skiptum og ritun. Breytingar á eðli upplýsingaleitar, tölvuvinnslu á neti og aðferðum við eigindlegar rannsóknir geri það æ nauðsynlegra að finna nýjar leiðir til að flokka og greina hugtök. Hope A. Olsson (1998) tekur til athugunar hlutdrægni í flokkun og vill tengja hana eðli flokkunar sem félagslegs fyrirbæris. Hún endurspegli sömu hlutdrægni og menningin sem skapar hana. Í flokkunarkerfum sé líkum upplýsingum skipað saman og settar í samhengi við skyldar upplýsingar. Möguleikarnir á að tengja upplýsingar á mismunandi hátt geri það að verkum að sum hugtök fái meira rými en önnur. Flokkun­­in sýni með öðrum orðum þau tengsl sem augljósust eru á hverjum tíma. Útgáfa ráði miklu um það hvernig flokk­ unarkerfi séu og þar sem útgáfa stjórnist líka af þeim fræðum sem eru mest ráðandi eða í tísku hverju sinni sé hætt við að kerfin endurspegli ráðandi hugsun. Hlutverk flokkunarkerfa í þekkingarstjórnun og tjá­skiptum er umfjöllunarefni Marianne Wikgren (2001). Hún lítur á flokkun fremur sem staðsetningartæki en lýsingu á efnisinnihaldi. Nauðsynlegt sé að líta á hugtökin í samhengi og flokkunarkerfi sem tæki til að bæta tjáskipti. Um leið og hlutverk bókasafna þróist frá því að varðveita og vernda söfnin yfir í að efla sam­ skipti, einkum í rafræna heiminum, ættu bókaverðir að taka meiri þátt í þekkingarstjórnuninni. Þetta geti þeir gert með því að þróa flokkunarkerfi sem mæta mismunandi þörfum notenda. Bókavörðurinn geti orðið tengiliður milli upplýsingafram­­leið­ enda og notenda. Stafræna upplýsingatæknin gefi kost á að þróa blöndu af almennum kerfum og sérhæfðum eftir mismunandi áhugahópum og notendum og það ýti undir þekkingarmiðlun milli mismunandi fræðasviða. Svipuð viðhorf koma fram hjá Albrechtsen og Jacob (1998), sem ræða sveigjanleika flokkunarkerfa og möguleika til að efla samvinnu í stafrænum bókasöfnum. Bókasöfn ættu að vera virkir þátttakendur í þekkingarframleiðslu og þróa flokkunarkerfi sem styðja þarfir fjölbreytts upplýsingavistkerfis. Slíkt kerfi verði að þróast í samvinnu bókasafnsfræðinga og notenda og í þeim tilgangi að mynda tengsl. Á milli fjölbreyttra upplýsingavistkerfa gætu flokkunarkerfi verið grundvöllur samskipta og framleiðslu nýrra upplýsinga. Hægt sé þannig að tengja mismunandi rannsóknaraðferðir og markmið, aðferðir, gildi og tungumál. Vísindamenn gætu nýtt sér slík kerfi til að vinna saman án sameiginlegra markmiða. Tengiliði í flokkunarkerfum sé hægt að setja upp í heimilda­söfnum eins og gagnabönkum eða á bókasöfnum en einnig að sýna þá t.d. með kortum eða skýringarmyndum. Kerfisbyggjendur ættu að vera eins konar þekkingar­ verkfræðingar, sem stuðla að því að leiða notandann áfram frá hinni upprunalegu spurningu að tengdu efni eða nýjum fræðum sem geti auðgað þekkingu hans á ákveðnu sviði. Þannig geti orðið til fjölhliða flokkunarkerfi og höfundur kerfis taki virkan þátt í þekkingarsköpun og miðlun.

13


bókasafnið Skoðun höfunda er sú að rannsóknir á hefðbundnum stöðluðum flokkunarkerfum hafi verið ráðandi í þeim tilgangi að stuðla að samvinnu bókasafna og flokkun hafi verið ósýnileg og ekki þjónað notendum sem skyldi. Með tilkomu Netsins árið 1990 hafi rannsóknir hins vegar beinst frá lokuðum kerfum að opnum. Flokkunarrannsóknir séu að þróast meira til félagslegra og sögulegra átta. Flokkun breytist frá ósýnilegri vinnu miðstýrðra aðila yfir í sveigjanlega vinnu sem þróast með tækni- og félagslegum netkerfum. Hlutverk flokkunar breytist frá því að vera stjórnun safnkostsins yfir í að auðvelda samskipti og samræmi. Loks má nefna vangaveltur um notkun fagorða eða fagtákna (semiotics) í fræðigreinum og notkun þeirra við þróun flokkunarkerfa á sérsviðum (Thellefsen, 2003). Stafræn bylting við flokkun Hefðbundin flokkun efnis á Internetinu er vandkvæðum bundin vegna þess um hve gífurlegt magn upplýsinga er að ræða og hve efnið er óstöðugt. Nokkrar sérhæfðar vefgáttir og ýmis gagnasöfn á Netinu hafa notað hefðbundin flokkunar­kerfi í einhverjum mæli. Venjulega eru kerfin þó notuð á einfaldan hátt til að auðvelda röðun og skoðun vefja. Notkun sérhæfðra flokkunarkerfa við þekkingarstjórnun á Netinu ætti að geta gefið endalausa möguleika. Sú staðreynd að efni á neti er ekki raðað í hillur á hefðbundinn hátt, þ.e. ekki línulega, gerir mögulegt að mynda tengingar í allar áttir milli fræðigreina og frá ýmsum sjónarhornum og stuðla þannig að myndun nýrrar þekkingar. Hinn merkingarfræðilegi vefur og töggun orða og textabúta á kerfisbundinn hátt, t.d. eftir TEI (Text Encoding Initiative) staðli eða RDF (Resource Description Framework), þar sem uppsetning efnis og niðurbrot textans í tegundir og efniseiningar á hinum ýmsu fagsviðum gefur nýja möguleika á leit og þróun nýrra sérhæfðra flokkunarkerfa (Miller, 1998). Tilraunir eru gerðar með sjálfvirka flokkun á stafrænu efni, byggða á orðatalningu og málfræðilegum aðferðum (The Future of Classification, 2000 ; Hunter, 2002). Þróun „verufræðikerfa“ (ontologies), þ.e. sérhæfðra efnis­ orðakerfa í rafrænu umhverfi, má e.t.v. líta á sem nýja tegund flokkunarkerfa eða blöndu stigveldisbundinna efnisorðakerfa og flokkunarkerfa. Þetta eru kerfi sem byggja á íðorðum og sérhæfðri þekkingu. Þau lýsa ákveðnum þekkingarsviðum og byggjast á samþykktum hugtökum innan þeirra. Verufræðikerfi skilgreina skyldleika og tengsl á milli hugtaka og líkjast að því leyti flokkunarkerfum. Þau gefa mismunandi skilgreiningar eftir því hvaða merkingu hugtökin hafa innan mismunandi fræðigreina. Í þeim er hægt að nota myndir og uppdrætti til skýringar og hægt að hafa þau fjöltyngd, þverfagleg jafnt sem efnissérhæfð. Kerfin eru á stafrænu formi og skrifuð eftir stöðlum eins og RDF (Eriksen, 2003; Andersen, James, 2003). Upplýsingafræðingar geta ekki gert sér vonir um að skipu­ leggja eða flokka alla þekkingu á Netinu en þurfa í þess stað að einbeita sér að því að skipuleggja og flokka gæðaefni og skipuleggja efni á ákveðnum þekkingarsviðum og

14

fræðasamfélögum. Flestar rannsóknir hafa beinst að almennum flokkunar­ kerfum en skortur er á sérhæfðum kerfum og rannsóknum á þeim. Vísindaleg þekking er í stöðugri þróun og hugtök breytast. Flokkun er þannig mjög tengd vísindakenningum og bókasafns- og upplýsingafræðingum er því nauðsynlegt að kynnast fræðasviðum og semja ný kerfi í samvinnu við vísindamenn (Hjørland, 2002). Efnisútdráttur Fjallað er um ýmsar tegundir flokkunar, efnisgreiningu og tengsl flokkunar við heimsmynd og menningu á hverjum tíma. Flokkun er borin saman við lyklun. Þróun flokkunarkerfa er rakin frá munnlegri geymd til nútímans. Fjallað er um flokkunarkerfi miðaldabókasafna, þróun þeirra á upplýsingaröld og fæðingu hinna stóru almennu flokkunarkerfa á 20. öld. Reifaðar eru kenningar ýmissa þekktra fræðimanna á sviði flokkunar á 20. öld og hvernig menn fara smám saman að líta á innihald rita sem aðalatriði við flokkun, í stað þess að beina sjónum eingöngu að ritunum sem slíkum og röðun þeirra. Því næst eru könnuð skrif ýmissa núlifandi upplýsingafræðinga um flokkun t.d. hvernig hægt er að nota flokkunarkerfi sem tengiliði milli þekkingarsviða og hvernig ýmsar kenningar í félagsfræði, sálfræði og málvísindum eru notaðar í flokkunarrannsóknum. Loks er rætt um flokkun efnis á Netinu, hinn merkingarfræðilega vef og verufræðikerfi. Heimildaskrá

Albrechtsen, Hanne and Jacob Elin K. 1998. The dynamics of classification systems and boundary objects for cooperation in the electronic library. Library Trends 47(2), 293-312. Andersen, Jack. 2003. Kommunikation og organisation af viden - et medieteoretisk perspektiv. Biblioteksarbejde (65), 7-20. Andersen, James D. 2003. Organization of knowledge. International encyclopedia of information and library science. 2nd ed. John Feather and Paul Sturges ed. London: Routledge, 471-490. Bliss, Henry Evelyn. 1972. Principles and definitions. Reader in classification and descriptiv cataloging. Washington: NCR, 15-23. [Birtist áður í Henry Evelyn Bliss, A bibliographic classification, vol. 1, 2nd ed. New York, 1952. Copyright 1940]. Dewey, Melvil. 1972. Catalogs and cataloging. Reader in classification and descriptive cataloging. Washington: NCR, 7-15. Birtist áður í Public libraries in the United States. Washington, 1876. Eriksen, Lisbeth. 2003. Fra manuelle tesauri og emneordslister til webbaserte ontologier og emnekart – metoder og utvikling. Rapport fra Nordisk Agricultural Ontology Service (AOS): workshop på Danmarks Veterinær og Jordbrugsbibliotek (DVJB) . DF-Revy. 2003, 108-171. Foskett, A. C. 1971. The subject approach to information. 2nd ed. London: Clive Bingley. [1. útg. 1969]. The future of classification. 2000. Rita Marcella and Arthur Maltby ed. Burlington: Gower. Graarup, Kasper. 2003. Religionsvidenskab, klassifikation og kontekst. Biblioteksarbejde (65), 21-34. Guthrie, Lawrence Simpson II. 2003. Monastic cataloging and classification and the beginnings of “class B” at The Library of Congress. Cataloging & Classification Quarterly 35(3/4), 447-465. Guthrie, Lawrence Simpson II. 1992. An overview of medieval library cataloging. Cataloging & Classification Quarterly 15(3), 93-100. Hansson, Joachim. 1999. Klassifikation, bibliotek och samhälle. En kritisk hermeneutisk studie av „Klassifikationssystem för svenska bibliotek“. Göteborg: Valfrid. Hjørland, Birger. 1997. Information seeking and subject representation. An activity-theoretical approach to information science. Westport ; London: Greenwood Press. (New directions in inf. management; 34).


bókasafnið Hjørland, Birger. 2002. Domain analysis in information science: eleven approaches – traditional as well as innovative. Journal of Documentation 58(4), 422-462. Hjørland, Birger.2003. Forord [og] Vidensorganisation. Skal bibliotekarer organisere al information på Internettet? Biblioteksarbejde (65), 3-5 og 35-50. Hunter, Erik J. 2002. Classification made simple. 2nd ed. Burlington: Ashgate. ÍST 90. 1991. Heimildaskráning. Leiðbeiningar um gerð og þróun kerfisbundinna efnisorðaskrá á einu tungumáli. Reykjavík, Iðntæknistofnun. ÍST ISO 5963. 1994. Heimildaskráning – aðferðir við athugun heimilda, greiningu á efni þeirra og val efnisorða. Reykjavík, Staðlaráð Íslands. Miller, Erik. 1998. An introduction to the Resource Description Framework. D-Lib Magazine (May), 1-11. Langridge, Derek Wilton (1976). Classification and indexing in the humanities. London : Butterworth. Ólafur Jens Pétursson. 1989. Hugmyndasaga. Reykjavík: Mál og menning. Olson, Hope A. 1998. Mapping beyond Dewey’s boundaries: Constructing classificatory space for marginalized knowledge domains. Library Trends 47( 2), 233-254. Ólöf Benediktsdóttir. 2005. Bókarugl í Víngarðsstræti. Glerharðar hugvekjur þénandi til þess að örva og upptendra Þórunni Sigurðardóttur fimmtuga. Reykjavík. Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen, 55-59. Ranganathan, S. R. 1972. Library classification as a discipline. Reader in classification and descriptive cataloging. Washington: NCR, 48-56. [Birtist áður í International Study Conference on Classification for Information Retrieval. Dorking, England, 1957. Proceedings; 1957] Ranganathan, S. R. 1972. Impact of growth in the universe of subjects on classification. International Federation for Documentation. Committee on Classification Research. FID/CR report No. 12 : Ranganathan memorial issue. Copenhagen: Danish Centre for Documentation, 1-20.

Shera, Jesse H. 1972. Classification: Current functions and applications to the subject analysis of library materials. Reader in classification and descriptive cataloging. Washington: NCR, 68-76. [Birtist áður í The Subject Analysis of Library Materials. M. Tauber ed. New York, 1953]. Star, Susan Leigh. 1998. Grounded classification: Grounded theory and faceted classification . Library Trends 47(2), 218-232. Thellefsen, Torkild. 2003. Semiotisk vidensorganisering i teori og praksis. Biblioteksarbejde (65), 51-60. Wikgren, Marianne. 2001. Workshop 3: Klassifikation i teori och praktik. Arlis/Norden INFO (4), 29-31. Ørum, Anders. 2003. Kunsten at organisere viden om kunsten. Biblioteksarbejde (65), 61-76. Þórdís T. Þórarinsdóttir. 1996. Kerfisbundnar efnisorðaskrár. Uppbygging og notagildi við lyklun heimilda. Bókasafnið 20, 5-12.

Abstract The Ideology of Classification – Trends and Traditions The classification concept is both an analytical and bibliographical, classification systems are examined in historical context in view of the trends and traditions in western epistemology. The changing ideology and attitudes towards classification in different periods are discussed. Finally there are some thougts on new ideas about classification and the need for new kinds of classification systems in the electronic environment.

15


Upplýsingalæsi – Gildi þess í upplýsingaog þekkingarþjóðfélaginu Greinin er byggð á fyrirlestri sem höfundur hélt 24. október 2008 á ráðstefnunni Þjóðarspegillinn og birtur var í ráðstefnuritinu Rannsóknir í félagsvísindum IX (2008)

Þórdís T. Þórarinsdóttir

Inngangur Í greininni er upphaf og þróun hugtaksins upplýsingalæsi (Information Literacy) skoðað. Fjallað er um gildi upplýsinga­ læsis fyrir félagslega, menningarlega og efnahagslega þróun samfélagsins og mikilvægi þess að efla það meðal þjóða heimsins. Staða upplýsingalæsis í helstu viðmiðunarlöndum Íslands er kynnt svo og staða upplýsingalæsis á Íslandi. Rakin er þróun og áherslubreytingar í stefnumörkun ríkis­ stjórnarinnar í upplýsingamálum. Komið er inn á hvernig stefna ríkisstjórnar Íslands endurspeglast í lögum um grunn­ skóla og framhaldsskóla. Umfjöllun um upplýsingalæsi hér á landi Fram til þessa hefur ekki eins mikið verið fjallað um upplýsinga­ læsi hér á landi og vert væri og hugtakið er Íslendingum almennt ekki tamt. Helst er að telja þrjár greinar sem birtar hafa verið í tímaritinu Bókasafnið og fjalla um upplýsingalæsi frá mismunandi sjónarhornum. Ingibjörg Sverrisdóttir (2001) fjallar um þróun hugtaksins upplýsingalæsi og nauðsyn kunnáttu í upplýsingalæsi á nýrri öld, Astrid Margrét Magnúsdóttir (2002) ritar um mat á kennslu í upplýsingalæsi á háskólastigi og þær Ásdís H. Hafstað og Stefanía Arnórsdóttir (2003) fjalla um upplýsingalæsi og kennarahlutverk bóka­ safnsfræðingsins. Árið 2005 fjallar Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir um upplýsingalæsi og upplýsingaleitarhegðun fjarnema í erindi á ráðstefnunni Rannsóknir í félagsvísindum 6. Þá

16

má nefna bók Sveins Ólafssonar Upplýsingaleikni frá árinu 2002 þar sem meðal annars er fjallað um skilgreiningar á hugtakinu. Meginumfjöllun Sveins er hins vegar helguð upplýsingaleit en færni í að finna upplýsingar er einmitt einn af hornsteinum upplýsingalæsis. Einnig má nefna vefina Netheimildir frá 2003 sem Inga Hrund Gunnarsdóttir, Katrín Baldursdóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir eru höfundar að og fjallar um gæðamat upplýsinga á Netinu og Kennsluvef í upplýsingalæsi sem opnaður var árið 2004 og fimm bókasafnsog upplýsingafræðingar í framhaldsskólum standa að (Ásdís H. Hafstað, Bára Stefánsdóttir, Nanna Lind Svavarsdóttir, Þórdís T. Þórarinsdóttir og Þórunn Snorradóttir). Þar er meðal annars fjallað um bókasöfn, gagnasöfn, heimildavinnu og ritgerðasmíð, Netið sem heimild, trúverðugleika heimilda, höfundarétt og siðfræði sem og upplýsingalæsi. Menntamálaráðuneytið styrkti gerð þessara vefja. Í upplýsingastefnu Ríkisstjórnar Íslands og ráðuneyta kemur hugtakið upplýsingalæsi fyrst fram í stefnu mennta­ málaráðuneytisins (2005) um upplýsingatækni í menntun, menningu og vísindum 2005-2008 sem sett var fram í ritinu Áræði með ábyrgð en þar kemur hugtakið fyrir á nokkrum stöðum. Í Upplýsingar fyrir alla, stefnuriti Upplýsingar – Félags bókasafns- og upplýsingafræða (2007), segir á bls. 17 að stefna skuli „að því að bókasöfn á öllum skólastigum, frá grunnskóla upp í háskóla gegni lykilhlutverki í kennslu upplýsingalæsis“. Að lokum má nefna að Háskólinn á Akureyri stóð haustið 2004 fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um upplýsingalæsi: Creating Knowledge III. Mikið hefur hins vegar verið ritað og rætt um hugtakið upplýsingalæsi í öðrum löndum og um mikilvægi færni í upplýsingalæsi í nútímasamfélagi en samkvæmt Pragyfir­ lýsingunni um eflingu upplýsingalæsis í samfélaginu frá árinu 2003 ætti upplýsingalæsi „að vera órofa hluti af menntun“. Hvað er upplýsingalæsi? Almennt er viðurkennt að hugtakið upplýsingalæsi hafi fyrst


bókasafnið

Svipmynd frá Bókasafni Menntaskólans við Sund.

Hlustað og lesið á Bókasafni MS.

komið fram í Bandaríkjunum árið 1974 hjá Paul Zurkowski, þáverandi formanni Samtaka upplýsingaiðnaðarins (U.S. Information Industry Association), í skýrslu sem hann tók saman fyrir Þjóðarnefnd um bókasöfn og upplýsingafræði (National Commission for Libraries and Information Science – NCLIS). Í skýrslunni talar Zurkowski um nauðsyn þess að fólk verði „læst á upplýsingar“ (information literate) ef það eigi að geta komist af og vera samkeppnishæft í því upplýsingasamfélagi sem sé í uppsiglingu (Zurkowski, 1974; Ingibjörg Sverrisdóttir, 2001, bls. 7; Horton, 2008, bls. 1). Í áranna rás hefur hugtakið upplýsingalæsi verið í stöðugri þróun og skilgreining þess víkkað með tímanum. Einn þáttur hugtaksins á rætur sínar að rekja til safnkynningar og safnfræðslu bókasafna svo og kennslu í safnleikni sem öðlaðist nýtt inntak með tilkomu upplýsingatækninnar. Á síðustu árum hefur hugtakið í æ ríkari mæli rutt sér til rúms um víða veröld og heyrist stöðugt oftar notað fyrir safnfræðslu og það sem áður var kallað upplýsingaleikni og upplýsingafærni (information skills). Merking hugtaksins upplýsingalæsi er víðtækari en ofangreindra hugtaka og snertir flesta þætti samfélagsins. Um upplýsingalæsi hefur verið fjallað á fjölmörgum alþjóðlegum ráðstefnum og grunnskilgreining þess, samkvæmt Pragyfirlýsingunni um eflingu upplýsingalæsis í samfélaginu (2003, bls. 28), er hæfileikinn til að „finna, staðsetja, meta, skipuleggja og nota á skilvirkan hátt upplýsingar við að fjalla um þau málefni og viðfangsefni sem eru til staðar“ hverju sinni. Auk þess tekur hugtakið til siðrænnar notkunar heimilda. Í Alexandríuyfirlýsingunni um upplýsingalæsi og símenntun frá 2005 er merking hugtaksins enn víðari og því lýst yfir „að upplýsingalæsi og símenntun væru leiðarljósin í upplýsingasamfélaginu, þar sem þau vísuðu veginn til framfara, hagsældar og frelsis“ (2006, bls. 16). Sú skilgreining á upplýsingalæsi sem hvað oftast er vitnað til er sú sem Bandarísku bókasafnasamtökin ALA settu fram árið 1989 (American Library Association, 1989):

Þetta þýðir að einstaklingurinn kann að leita sér þekkingar. Nákvæmari útlistun á upplýsingalæsi er meðal annars að finna hjá Horton (2008) sem fjallar um 11 þrep í upplýsingalæsisferlinu. Jafnvel hefur þótt nóg um hve upptekið fólk hefur verið af að skilgreina upplýsingalæsi (Owsu-Ansah, 2005; Campbell, 2008) og verður hér látið staðar numið að sinni.

Ljósmynd: Þórdís T. Þórarinsdóttir.

Til að teljast upplýsingalæs verður einstaklingurinn að vera fær um að vita hvenær upplýsinga er þörf og hafa getu til að nálgast, meta og nota á skilvirkan hátt þær upplýsingar sem hann þarf á að halda.

Ljósmynd: Þórdís T. Þórarinsdóttir.

Upplýsingalæsi í alþjóðasamfélaginu Bæði IFLA – Alþjóðleg samtök bókavarðafélaga og stofnana (International Federation of Library Associations and Institutions) og UNESCO – Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (United Nations Educational Scientific and Cultural Organization) hafa tekið upplýsingalæsi upp á sína arma en IFLA og UNESCO hafa markvisst unnið saman að framfaramálum á sviði bókasafns- og upplýsingamála. Árið 2000 hleypti UNESCO af stokkunum verkefninu Upplýsingar fyrir alla (Information for All Programme - IFAP) fyrir ríkisstjórnir. Með þátttöku í IFAP-verkefninu hafa ríkisstjórnir heimsins skuldbundið sig til að virkja ný tækifæri upplýsingasamfélagsins til að skapa réttlát samfélög fyrir tilstilli bætts aðgengis að upplýsingum (UNESCO, 2008). Árið 2002 var stofnuð deild innan IFLA um upplýsingalæsi, IFLA Information Literacy Section. Aðalmarkmið deildarinnar er, eins og fram kemur á vef hennar, „að fóstra alþjóðlega samvinnu um þróun menntunar í upplýsingaleikni á öllum tegundum bókasafna. Deildin einbeitir sér að öllum þáttum upplýsingalæsis“ (IFLA Information Literacy Section, 2008). Fastanefnd deildarinnar hefur starfað af kappi og árið 2006 voru til dæmis gefnar út viðmiðunarreglur um upplýsingalæsi í ævilangri menntun: Guidelines on Information Literacy for Lifelong Learning (Lau, 2006). Deildin hefur einnig í samvinnu við UNESCO útbúið vefinn InfoLit Global þar sem safnað hefur verið saman efni um upplýsingalæsi. Ofangreindir aðilar stóðu sameiginlega að alþjóðlegri samkeppni um einkennismerki fyrir upplýsingalæsi. Merkið er ætlað til kynningar og eflingar upplýsingalæsis. Tilkynnt var um vinningshafa þann 10. ágúst 2008 á svokallaðri UNESCO Session á fyrsta degi 74. ársþings IFLA sem haldið var það ár í Québec í Kanada dagana 10.-14. ágúst. Alls bárust 198

17


bókasafnið tillögur frá 36 löndum. Alþjóðleg dómnefnd mat tillögurnar. Hlutskarpast var merki Edgar Luy Péres, sem var nýútskrifaður kúbverskur grafískur hönnuður. Merkið sýnir opna bók og hringurinn fyrir ofan hana táknar hring þekkingar.

Alþjóðlegt einkennismerki til eflingar upplýsingalæsi. Höfundur: Edgar Luy Pérez.

Fram kom á ráðstefnunni að fyrirhugað er að opna vef til frekari kynningar á upplýsingalæsi með dæmum um verkefni í upplýsingalæsi sem vel hafa tekist. Merkið má skoða á vefnum www.infolitglobal.info/logo. Þá má nefna að árið 2001 var stofnað til norrræns samstarfs á sviði upplýsingalæsis - NordINFOLIT. Áhersla er lögð á sumar­ skóla, námskeið og ráðstefnur (Creating Knowledge) um efnið. Í júní 2007 var sumarskólinn haldinn hér á landi. Í stýrihópi er fulltrúi frá öllum Norðurlöndunum og er Astrid Margrét Magnúsdóttir fulltrúi Íslands (NordINFOLIT, 2008). Að ofan hefur verið skýrt frá nokkrum helstu verkefnum á sviði upplýsingalæsis í alþjóðasamfélaginu og eins og sjá má fer þar fram öflugt starf. Gildi upplýsingalæsis Þróun samfélagsins í átt að upplýsinga- og þekkingarþjóð­ félagi kallar á meiri færni einstaklinga hvað varðar tölvu- og upplýsingalæsi en þessir þættir tvinnast óhjákvæmilega saman. Því er sífellt aukin þörf á því að nemendur á öllum skólastigum fái kennslu og þjálfun í tölvunotkun og upplýsingalæsi til að verða sjálfbjarga í að þekkja og sinna upplýsingaþörf sinni í starfi, símenntun og tómstundum. Sérstaklega er færni í upplýsingalæsi mikilvæg þeim sem leggja stund á fjarnám. Einnig hafa rannsóknir sýnt að þjálfun í notkun upplýsinga þar sem lögð er áhersla á siðræna meðferð heimilda minnkar hættuna á ritstuldi (Catts og Lau, 2008, bls. 22). Jakubowicz (2008) formaður Information for all Programme UNESCO sagði í yfirlýsingu á árlegum Alþjóðlegum degi upp­ lýsinga­samfélagsins (World Information Society Day) 17. maí 2008 að aðgangur að upplýsingum sé grundvallaratriði á öllum sviðum mannlífsins – í námi, í starfi, vegna heilsu, til að bæta réttindi einstaklingsins og heildarinnar, vegna skemmtunar, við að þekkja söguna og til að viðhalda menningu og tungu sem og við virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Hann telur einnig að skjöl sem samþykkt voru á Leiðtogafundi um upplýsingaþjóðfélagið (World Summit on the Information Society 2003 og 2005) sýni skýr tengsl milli einstaklingsins og víðtækari samfélags-, menningar og efnahagslegra vídda hvað varðar aðgang að upplýsingum og notkun þeirra.

18

Segja má að flestir þeir sem nú sækja skóla hér á landi hafi kynnst Netinu með móðurmjólkinni og kunni því nokkuð fyrir sér í að vafra á Netinu. Hins vegar er upplýsingatækniþekking þeirra og færni í að hagnýta sér kosti Netsins sem upplýsinga­ miðils mjög mismunandi og margir nemendur þekkja ekki gjörla grunnhugmyndir upplýsingalæsis, það er að staðsetja, nálgast, meta, skipuleggja og nota upplýsingar á skilvirkan hátt. Samþætta þarf kennslu í upplýsingalæsi námskrá hvers skólastigs og leggja frekari áherslu á það í skólanámskrám einstakra skóla þannig að upplýsingalæsi tengist öllum kennslugreinum. Gildi upplýsingalæsis er ótvírætt fyrir félagslega, menn­­ing­ ar­lega og efnahagslega þróun samfélagsins og mikilvægt er að efla færni í upplýsingalæsi hvers einstaklings til að gera hann hæfari til að taka þátt í upplýsinga- og þekkingarþjóðfélagi samtímans. Staða upplýsingalæsis í heiminum Við skoðun á því sem skrifað hefur verið um upplýsingalæsi í gegnum tíðina kemur í ljós að fjallað hefur verið um það víða um heim. Bæði meðal ríkra þjóða og snauðra er viðurkennt að menntun í færni í upplýsingalæsi sé grundvallaratriði við að mennta vinnuafl sem er sveigjanlegt og tilbúið að afla sér símenntunar en það er í stöðugt ríkari mæli forsenda efnahagslegrar þróunar (Eisenberg, Lowe og Spitzer, 2004). Mörg lönd hafa tekið upplýsingalæsi markvisst upp í námskrár sínar og víða hafa verið settar fram aðgerðaáætlanir og sérfræðihópar fengnir til að vinna málinu brautargengi. Bandarísku bókasafnasamtökin ALA (American Library Associ­ation) hafa þar verið í fararbroddi en þau stofnuðu nefnd um upplýsingalæsi árið 1987 sem í lokaskýrslu sinni útlistar mikilvægi upplýsingalæsis (Eisenberg, Lowe og Spitzer, 2004). Ætla má að Leiðtogafundur um upplýsingasamfélagið (World Summit on the Information Society – WSIS) sem haldinn var í Genf 2003 og Túnis 2005 hafi hleypt krafti í umræðuna um mikilvægi upplýsingalæsis. Árið 2006 gengust IFLA og UNESCO fyrir samantekt á stöðu upplýsingalæsis í heiminum: Information literacy: An international state-of-the art report (Lau, 2007). Þar kemur í ljós að það eru einkum Ástralía og Bandaríkin sem standa framarlega hvað þetta varðar en skilningur á mikilvægi upplýsingalæsis fer víða vaxandi eins og til dæmis í Bretlandi. Sérstakur kafli í skýrslunni er helgaður Norðurlöndunum en þar kemst Ísland ekki á blað. Samkvæmt skýrslunni virðist Finnland þar vera fremst í flokki. Rétt er að nefna hér UT-vefinn (2008) sem forsætis­ráðu-­­­ neytið heldur úti en þar er ýmsan fróðleik að finna um upp­ lýsingatækni og tengd málefni. Stefna Ríkisstjórnar Íslands í upplýsingamálum Allt frá árinu 1996 hafa ríkisstjórnir hér á landi sett fram framsækna og metnaðarfulla stefnu í upplýsingamálum. Eins og fram kemur í greinum þeirra Huldu Bjarkar Þorkelsdóttur og Þórdísar T. Þórarinsdóttur (1998) var bókasöfnum og starfsemi þeirra gert hátt undir höfði og þeim réttilega ætlað mikið


bókasafnið

Svipmynd frá Bókasafni Vogaskóla.

Ljósmynd: Berglind Guðmundsdóttir.

hlutverk í fyrstu stefnumörkun um upplýsingaþjóðfélagið. Yfirmarkmið og þungamiðja stefnumörkunar ríkisstjórnar­ innar er samkvæmt ritinu Framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið að „Íslendingar verði í fararbroddi þjóða heims við nýtingu upplýsingatækni í þágu bætts mannlífs og aukinnar hagsældar“ (Ríkisstjórn Íslands, 1996, bls. 15). Þar er meðal annars gert er ráð fyrir að: Bókasöfn þróist í alhliða upplýsingamiðstöðvar sem tryggi öllum viðskiptavinum sínum greiðan aðgang að upplýsingum á tölvutæku formi, m.a. með tengslum við innlendar og alþjóðlegar fræðslumiðstöðvar og upplýsingaveitur. Jafnframt fái viðskiptavinirnir vegsögn um nýjustu tækni við leit og notkun upplýsinga. Áhersla verði lögð á að bóka- og tímaritaskrár bókasafna landsins verði öllum aðgengilegar í rafrænu formi (Ríkisstjórn Íslands, 1996, bls. 18). Í kaflanum um menntun, rannsóknir og menningu er mikil áhersla lögð á upplýsingatækni, það er nýtingu kosta hennar, og kemur hugtakið fyrir í 10 af 12 undirmarkmiðum (Ríkisstjórn Íslands, 1996, bls. 21). Í álitsgerð starfshópa sem var fylgirit stefnunnar er sérkafli um bókasöfn (kafli 4.3 Bókasöfn) þar sem eftirfarandi kemur meðal annars fram: Bókasöfnum er ætlað mikilvægt hlutverk við að innleiða upplýsingatækni og veita almenningi, skólum og rann­­­sóknastofnunum aðgang að upplýsingalindum heimsins. Síðan er í sömu málsgrein fjallað sérstaklega um mismunandi safnategundir og um skólasöfn segir: Skólasöfn ættu að tryggja að nemendur læri að nýta hvers kyns upplýsingatækni við upplýsingaleit og geti unnið sjálfstætt og skipulega úr mismunandi gögnum (Íslenska upplýsingasamfélagið, 1996, bls. 19). Stefnunni var svo fylgt eftir með ítarlegri stefnuritum eins og Í krafti upplýsinga. Tillögur menntamálaráðuneytisins um menntun, menningu og upplýsingatækni 1996-1999. Þar var fjallað nánar um hlutverk bókasafna og meðal annars gert ráð fyrir að eitt af hlutverkum skólasafna sé að veitt

sé fræðsla á sviði upplýsingaöflunar og upplýsingatækni (Menntamálaráðuneytið, 1996). Ritið er mjög yfirgripsmikil og vönduð stefnuskrá. Óneitanlega minnir titillinn á ritið Information Power sem Bandarísku skólasafnvarðasamtökin (American Association of School Librarians) og Félag um fjarskipti og tækni í skólum (Association for Educational Communications and Technology) gáfu fyrst út árið 1988. Vissulega eru það orð að sönnu að mikill kraftur – og á stundum vald – býr í upplýsingum og þekkingu. Árið 2001 gaf menntamálaráðuneytið út verkefnaáætlun í rafrænni menntun 2001-2003 undir titlinum Forskot til framtíðar. Meðal annars er lögð áhersla á dreifmenntun sem auki jafnrétti og aðgengi allra til náms og skapi áður óþekkt tækifæri til menntunar (bls. 3). Þar segir að vefurinn menntagatt. is hafi verið opnaður og sé gagnagrunnur með upplýsingum um námsefni. Jafnframt er meðal annars lögð áhersla á að öll bókasöfn í landinu tengist í einu bókasafnskerfi, á stafrænt efni og aðgengi að bókakosti og fjölbreyttu stafrænu efni (Menntamálaráðuneytið, 2001, bls. 11). Flest af þessu virðist hafa gengið eftir, til dæmis var Gegnir.is, samskrá íslenskra bókasafna opnaður í maí 2003. Ný stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsingamál var svo gefin út í mars 2004 (gilti til 2007) undir titlinum Auðlindir í allra þágu. Í inngangi kemur meðal annars fram að miðpunktur umræðunnar eigi að vera hvernig borgarar landsins „geti haft ávinning af tækninni til að bæta líf sitt og auka hagsæld samfélagsins“ (Ríkisstjórn Íslands, 2004, bls. 4). Mikil áhersla er eigi að síður lögð á upplýsingatæknina og nú bregður svo við að bókasöfn eru ekki nefnd. Í framhaldi af útgáfunni var stefna menntamálaráðuneytisins um upplýsingatækni í menntun, menningu og vísindum 2005-2008 gefin út ári síðar undir titlinum: Áræði með ábyrgð (Menntamálaráðuneytið, 2005). Þar er áhersla lögð á að örugg og öflug upplýsingatækni sé verkfæri til fjölbreyttra tækifæra og aukinna lífsgæða. Stefnan byggir á þeirri framtíðarsýn að: „Allir hafi tækifæri til að tileinka sér nauðsynlega færni og taka á eigin forsendum þátt í samfélagi upplýsinga og þekkingar“ (bls. 8). Fjallað er um upplýsingalæsi og það skilgreint sem „færni í að nýta sér tölvur og upplýsingatækni til að afla sér upplýsinga og þekkingar sem og getu til að vinna úr upplýsingum á gagnrýninn og

19


bókasafnið skapandi hátt“ (bls. 9). Miðað við Pragyfirlýsinguna (2003) vantar þarna áherslu á hinn mikilsverða þátt að meta upplýsingar. Án öflugrar kennslu í upplýsingalæsi verður ekki séð að ofangreind markmið náist. Í maí 2008 var sett fram ný stefna Ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið sem tekur til áranna 2008-2012 og ber heitið Netríkið Ísland. Þar er megináherslan lögð á aðgengi að upplýsingum og að alla opinbera þjónustu verði hægt að nálgast á Netinu. Áhersla er lögð á upplýsingatækni en ekki er rætt um upplýsingalæsi. Ætla má að menntamálaráðu­ neytið gefi í framhaldinu út nýtt stefnumótunarrit og æskilegt væri að sjá þar stefnumörkun í eflingu upplýsingalæsis meðal landsmanna. Hér að ofan hefur þróun og áherslubreytingar í stefnu­ mörkun ríkisstjórnarinnar í upplýsingamálum verið rakin og í ljós kemur að stefnan verður sífellt styttri og ágripskenndari. Mikil áhersla er lögð á upplýsingatæknina sem slíka en einnig kemur fram góður skilningur á að hún sé verkfæri sem nýta má til að ná fram auknum lífsgæðum. Æskilegt væri að leggja meiri áherslu á efnisinnihald, upplýsingalæsi og upplýsingaleiðir og vonandi verður svo gert í framtíðinni, til dæmis til þess að landsaðgangur að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum, sem aðgengilegur er á vefnum hvar.is, nýtist þjóðinni sem best. Endurspeglun stefnu ríkisstjórnarinnar í upplýsingamálum í skólakerfinu Samkvæmt Pragyfirlýsingunni (2003) ætti upplýsingalæsi „að vera órofa hluti af menntun“ (bls. 16). Forvitnilegt er að skoða hvernig stefna Ríkisstjórnar Íslands endurspeglast í lögum um grunnskóla og framhaldsskóla, bæði í fyrri lögum (nr. 66/1995 og nr. 80/1996) og í nýjum lögum (nr. 91/2008 og nr. 92/2008) með gildistöku haustið 2008. Athygli vekur að í nýju lögunum hafa verið felldar út greinar um skólasöfn sem var að finna í fyrri lögum (54. gr. í grunnskólalögunum og 36. gr. í framhaldsskólalögunum) og ekkert er heldur fjallað um upplýsingaþjónustu við nemendur og verður það að teljast mikil afturför. Samstarfs­ hópur bókasafnsfræðinga í framhaldsskólum (2008) hvatti í athugasemdum sínum við framhaldsskólafrumvarpið ein­ dregið til þess að kjarna lagagreinarinnar um bókasöfnin væri haldið inni í nýju lögunum. Það var ekki tekið til greina, sem er áhyggjuefni, sérstaklega í ljósi þess að við nýjustu framhaldsskólana hafa ekki verið stofnuð öflug bókasöfn. Í 24. gr. nýju grunnskólalaganna (nr. 911 2008) segir reyndar að í aðalnámskrá skuli meðal annars leggja áherslu á: „margvíslegar leiðir við öflun þekkingar með notkun tæknimiðla, upplýsingatækni og safna og heimildavinnu“ (k-liður). Félag fagfólks á skólasöfnum (2008-9) hefur lýst yfir mikilli óánægju með að ákvæði um skólasöfn hafi verið fellt út í nýju grunnskólalögunum og telur að ekkert í starfi grunnskóla kalli á að ákvæðið sé fellt niður heldur hafi mikilvægi skólasafna aukist. Siggerður Ólöf Sigurðardóttir (2008-9) tekur í sama streng og telur þetta ekki viðunandi stöðu og stefni í að það

20

„metnaðarfulla starf sem víða fer fram á skólasöfnum landsins verði að engu og ef til vill hverfi skólasöfn alveg ef ekki verið brugðist við þessum breytingum.“ Við endurskoðun laga um grunn- og framhaldsskóla þurfa skólasöfnin að öðlast fyrri stöðu og tilvist þeirra að vera staðfest í lögum sem sérstakur þáttur í starfsemi skólanna. Nú á tímum samdráttar og aukins sparnaðar í menntakerfinu er sérstaklega mikilvægt að söfnin í grunn- og framhaldsskólum eigi sér styrka lagastoð þannig að sú mikilvæga starfsemi sem þar fer fram standi á traustum grunni. Fróðlegt er að skoða þær áherslur á upplýsingalæsi sem koma fram í aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla (Menntamálaráðuneytið, 2006 og 2004) og hvort samsvaranir eru á milli stefnu ríkisstjórnarinnar í upplýsingamálum og áherslna í námskrám grunn- og framhaldsskóla í upp­ lýsingalæsi. Lausleg athugun sýnir að hugtakið upp­ lýsinga­­læsi er ekki að finna í almenna hluta námskránna. Í Aðalnámskrá grunnskóla – Upplýsinga og tæknimennt frá 2007 er upplýsingalæsi hins vegar hluti af námsmarkmiðum. Í samnefndri námskrá fyrir framhaldsskólann frá 1999 er í námskeiðinu UTN 103 Notkun upplýsinga og tölva í námi komið inn á upplýsingalæsi (bls. 28) en ekki taka allir framhaldsskólanemendur þann áfanga. Við ofangreinda athugun sýnist að skerpa þurfi á skilgreiningu á upplýsingalæsi og tryggja að allir nemendur fái kennslu í upplýsingalæsi miðað við þroska og getu. Einnig væri áhugavert að skoða skólanámskrá skólanna með tilliti til áherslna þeirra á menntun í upplýsingalæsi. Þá er og áhugavert að skoða nánar menntun í háskólum hér á landi á sviði upplýsingalæsis. Nánari umfjöllun og skoðun á ofangreindum atriðum verður að bíða betri tíma. Lokaorð Með tilkomu upplýsingatækninnar og Netsins hefur orðið gífurleg bylting í aðgengi að upplýsingum. Efni, einkum skýrslur og stjórnarprent, sem áður var aðeins til á prentuðu formi og safnaði gjarnan ryki í hillum ráðuneyta og stofnana, er nú til á rafrænu formi og aðgengilegt á Netinu. Möguleikarnir á að finna ýmis konar efni á Netinu, bæði í opnum og lokuðum aðgangi, eru í reynd byltingarkenndir. Hugsunarhátturinn hefur líka breyst til muna. Nú á dögum er það mörgum fyrirtækjum, stofnunum og ráðuneytum metnaðarmál að halda úti vönduðum vefjum með miklu magni af áreiðanlegum upplýsingum. Einn kostur þeirra er að aðgengi er ekki háð opnunartíma eða álagi á starfsmenn heldur er Netið sívakandi og ávallt til þjónustu reiðubúið. Með tilkomu upplýsingalaganna nr. 50/1996 hefur sýnileiki upplýsinga og gagnsæi enn frekar verið styrkt. Reyndar virðist á stundum tregða hjá opinberum aðilum að draga fram í dagsljósið upplýsingar sem þeir vilja hafa í skugganum en þeir verða ítrekað að láta undan og ganga fjölmiðlar oft fram fyrir skjöldu við að nálgast slíkar upplýsingar. Allt þetta stuðlar að opnara þjóðfélagi, aðhaldi og betri stjórnsýslu. Í ljósi þess hve gífurlega mikið magn upplýsinga er að finna á Netinu er mikilvægt að sem flestir einstaklingar


bókasafnið þjóðfélagsins þekki aðferðir til að nálgast og meta upp­lýsingar og verði upplýsingalæsir. Slíkt nám ætti að vera liður í menntun hvers einstaklings. Þeir sem ekki hafa átt þess kost að njóta menntunar í upplýsingalæsi þurfa að vita hvert þeir geta sótt aðstoð. Þar kemur til kasta þjónustu almenningsbókasafna landsins við að aðstoða fólk og skapa öllum óhindraðan aðgang að upplýsingum en það er undirstaða menntunar og lýðræðisþróunar. Það veldur vissulega vonbrigðum að svo mikil­vægir starfsþættir hvers skóla sem bókasöfn og upplýsinga­mið­ stöðvar eru fái ekki staðfestingu í nýjum lögum um grunn- og framhaldsskóla (nr. 91 og 92, 2008) og mikilvægt er að úr því verði bætt við endurskoðun laganna. Eins og sjá má hér að framan þá hefur frá upphafi verið lögð áhersla á nýtingu upplýsingatækni í þágu bætts mannlífs og aukinnar hagsældar í stefnumörkun ríkisstjórnar Íslands. Til að svo megi verða þarf að leggja aukna áherslu á kennslu í upplýsingalæsi í skólakerfinu og kerfisbundna samþættingu hennar við námsgreinar hvers skóla því ekki verður annað séð en færni í upplýsingalæsi sé forsenda fullrar þátttöku í upplýsinga- og þekkingarsamfélaginu. Heimildir Alexandríuyfirlýsingin um upplýsingalæsi og símenntun. (2006). Astrid Margrét Magnúsdóttir þýddi [rafræn útgáfa]. Fregnir, 31(1), 16. American Association of School Librarians and Association for Educational Communications and Technology. (1988). Information Power. Chicago: Höfundur. AmericanLibraryAssociation.(1989).PresidentalCommitteeonInfor­mation Literacy: Final report. Chicago: Höfundur. Sótt 21. septem­ber 2008 af5w ww.ala.org/ala/mgrps/divs/acrl/publications/whitepapers/ presidential.cfm Astrid Margrét Magnúsdóttir. (2002). Mat á kennslu í upplýsingalæsi á háskólastigi. Tillögur fyrir bókasafn Háskólans á Akureyri [rafræn útgáfa]. Bókasafnið, 26, 16-25. Ásdís H. Hafstað, Bára Stefánsdóttir, Nanna Lind Svavarsdóttir, Þórdís T. Þórarinsdóttir og Þórunn Snorradóttir (þýðing og staðfæring). (2004). Kennsluvefur í upplýsingalæsi. Sótt 29. júlí 2008 af www.upplysing.is/ upplysingalaesi. Ásdís H. Hafstað og Stefanía Arnórsdóttir. (2003). Upplýsingalæsi og kennarahlutverk bókasafnsfræðingsins [rafræn útgáfa]. Bókasafnið, 27, 33-38. Campbell, S. (2008). Defining information literacy in the 21st century. Í J. Lau (ritstj.), Information literacy: International perspectives (bls. 17-26). München: Saur. Catts, R. og Lau, J. (2008). Towards information literacy indicators. Conceptual framework paper [rafræn útgáfa]. Paris: UNESCO. (UNESCO Information For All Programme - IFAP) Eisenberg, M., Lowe, C. A., Spitzer, K. L. (2004). Information literacy: Essential skills for the information age (2. útgáfa). Westport: Libraries Unlimited. Félag fagfólks á skólasöfnum. (2008-9). Ályktun um skólasöfn. Skólavarðan, 8 (7, desember/janúar), 26. Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir. (2005). Information literacy and inform­ ation seeking behaviour of distance students. Í Úlfar Hauksson (ritstj.), Rannsóknir í félagsvísindum 6 (bls. 25-35). Reykjavík: Félags­ vísindastofnun Háskóla Íslands. Horton, F. W. (2008). Understanding information literacy. A primer [rafræn útgáfa]. Paris: Unesco. (UNESCO Information for All Programme -IFAP). Hulda Björk Þorkelsdóttir. (1998). Upplýsingastefna stjórnvalda og almenningsbókasöfn. Í Friðrik H. Jónsson (ritstj.), Rannsóknir í félagsvísindum 2 (bls. 33-38). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan. IFLA Information Literacy Section. (2008). Information Literacy Section. Scope. Hague: IFLA. Sótt 27. júlí 2008 af IFLANET: www.ifla.org/VII/s42/ index.htm. InfoLitGlobal. (2008). Information literacy resources directory. Sótt 20. ágúst 2008 af www.infolitglobal.info.

Inga Hrund Gunnarsdóttir, Katrín Baldursdóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir. (2003). Netheimildir. [Gæðamat upplýsinga á Netinu.]. Sótt 24. ágúst 2008 af www.upplysing.is/netheimildir. Ingibjörg Sverrisdóttir. (2001). Upplýsingalæsi. Nauðsynleg kunnátta á nýrri öld. Þróun hugtaks [rafræn útgáfa]. Bókasafnið, 25, 7-11. Íslenska upplýsingasamfélagið. Álitsgerð starfshópa. (1996). Reykjavík: Ríkis­ stjórn Íslands. Jakubowicz, K. (2008). Statement by Dr Karol Jakubowicz, on the occasion of the World Information Society Day, 2008. Sótt 23. ágúst 2008 af http://portal. unesco.org/ci/en/ev.php-URL_ID=26764&URL_DO=DO_TOPIC&URL_ SECTION=201.html Lau, J. (2006). IFLA Guidelines on Information Literacy for Lifelong Learning. Sótt 4. ágúst 2008 af IFLANET www.ifla.org/VII/s42/pub/IL-Guidelines 2006.pdf. Lau, J. (ritstj.). (2007, May). Information literacy: An international state-of-the art report (2. drög). Sótt 20. ágúst 2008 af www.infolitglobal.info. Lög um grunnskóla nr. 66/1995 og nr. 91/2008. Lög um framhaldsskóla 80/1996 og nr. 92/2008. Menntamálaráðuneytið. (1999, 2006). Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti [rafræn útgáfa]. Reykjavík: Höfundur. Menntamálaráðuneytið. (2007). Aðalnámskrá grunnskóla. Upplýsinga- og tæknimennt [rafræn útgáfa]. Reykjavík: Höfundur. Menntamálaráðuneytið. (1999, 2004). Aðalnámskrá framhaldsskóla. Almennur hluti [rafræn útgáfa]. Reykjavík: Höfundur Menntamálaráðuneytið. (2005). Áræði með ábyrgð. Stefna menntamála­ ráðuneytis um upplýsingatækni í menntun, menningu og vísindum 20052008 [rafræn útgáfa]. Reykjavík: Höfundur. Menntamálaráðuneytið. (1996, mars). Í krafti upplýsinga. Tillögur menntamálaráðuneytisins um menntun, menningu og upplýsingatækni 1996-1999 [rafræn útgáfa]. Reykjavík: Höfundur. Menntamálaráðuneytið. (2001, mars). Forskot til framtíðar. Verkefnaáætlun menntamálaráðuneytisins í rafrænni menntun 2001-2003 [rafræn útgáfa]. Reykjavík: Höfundur. NordINFOLIT. (2008). Nordiskt forum för samarbeta inom området informationskompetens. Sótt 24. ágúst 2008 af www.nordinfolit.org. Owusu-Ansah, E. K. (2005). Debating definitions on information literacy: enough is enough! Library Review, 54, 5:6, 366-374. Sótt 21. ágúst 2008 af Academic Research Library Database (Document ID:884487081). Pragyfirlýsingin um eflingu upplýsingalæsis í samfélaginu. The Prague Declaration. Towards an Information Literate Society. (2003). Þórdís T. Þórarinsdóttir þýddi [rafræn útgáfa]. Fregnir, 28(3), 28-29. Ríkisstjórn Íslands. (1996, okt.). Framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið [rafræn útgáfa]. Reykjavík: Höfundur. Ríkisstjórn Íslands. (2004, mars). Auðlindir í allra þágu. Stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 2004-2007 [rafræn útgáfa]. Reykjavík: Höfundur. Ríkisstjórn Íslands. (2008, maí). Netríkið Ísland. Stefna ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið 2008-2012 [rafræn útgáfa]. Reykjavík: Höfundur. Samstarfshópur bókasafnsfræðinga í framhaldsskólum. (2008). Umsögn um Frumvarp til laga um framhaldsskóla. Bréf til Nefndasviðs Alþingis, dags. 21. janúar. Siggerður Ólöf Sigurðardóttir. (2008-9). Í hjarta skólans. Nokkur orð um stöðu skólasafna í grunnskólum landsins. Skólavarðan, 8 (7, desember /janúar), 21. Sveinn Ólafsson. (2002). Upplýsingaleikni. Reykjavík: Mál og menning. UNESCO. (2008). Information for All Programme (IFAP). An intergovernmental Programme of UNESCO. Sótt 20. ágúst 2008 af http://portal.unesco.org/ ci/en/ev.php-URL_ID=1627&URL_DO=DO_TOPIC&URL_SECTION=201. html. Upplýsing. Félag bókasafns- og upplýsingafræða. (2007, mars). Upplýsingar fyrir alla. Þekkingarsamfélagið 2007-2011. Stefna Upplýsingar – Félags bókasafns- og upplýsingafræða 2007-2011. Reykjavík: Höfundur. Upplýsingalög nr. 50/1996. UT-vefurinn. (2008). Vefur um upplýsingatækni. Sótt 24. ágúst 2008 af www. ut.is. Zurkowski, P. G. (1974). The Information Environment: Relationships and priorities. Washington: National Commission on Libraries and Information Science. Þórdís T. Þórarinsdóttir. (1998). Íslenska upplýsingasamfélagið: Upplýsinga­ stefna ríkisstjórnarinnar og bókasöfn í framhaldsskólum. Í Friðrik H. Jónsson (ritstj.), Rannsóknir í félagsvísindum 2 (bls. 39-51). Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan. Þórdís T. Þórarinsdóttir. (2008). Upplýsingalæsi – forsenda þátttöku í upp­ lýsinga­þjóðfélaginu? Í Gunnar Þór Jóhannesson og Helga Björnsdóttir (ritstj.), Rannsóknir í félagsvísindum 9 (bls. 103-114). Reykjavík: Félags­ vísindastofnun Háskóla Íslands.

21


bókasafnið Abstract Information literacy and its importance for the information and knowledge society The article gives a condensed survey about the origin and the development of the concept information literacy and deals with its relevancy for social, cultural and economic development of the society and further it states the importance of its promotion around the world. The author points out that just a few articles have been written about the concept in Icelandic, the first one in 2001. International information literacy projects are covered, e.g. initiated by IFLA and UNESCO and the global information literacy logo is presented. The policy of the Icelandic government concerning the information society is traced; the first one released in 1996 entitled The Icelandic Government’s vision of the Information Society. Since then several new policies have been published;

Bóksafn Sjúkrahúss Húsavíkur Sjúkrahúsið á Húsavík var vígt 17. nóvember 1936. Eins og sjá má af kvæðinu í þessari tilkynningu var farið að safna fyrir bókasafni við sjúkrahúsið þegar það nálgaðist sextánda árið. Ekki er vitað hver orti kvæðið en hugsanlega var það sr. Friðrik A. Friðriksson. Hann var í undirbúnings- og byggingarnefnd og síðar í stjórn Sjúkrahúss Húsavíkur 1933-61, formaður 1949-61. Auk annarra trúnaðarstarfa var hann einnig í stjórn Bókasafns S-Þingeyjarsýslu 1938-62, formaður frá 1956. Prestur, prófastur, rithöfundur, orti sálma og þýddi. Dóttir hans, Birna Guðrún, starfaði lengi sem skjalavörður á Biskupsstofu. Eftirmaður hennar, Kristín H. Pétursdóttir, fann skjalið og bar undir Birnu. Henni þótti fremur líklegt að faðir hennar hefði skrifað kvæðið en dró í efa að skriftin væri hans. Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002.

22

the last one for 2008-2012. Discusses also the information policy of the Ministry of Education, Science and Culture and how it is reflected in the curricula for primary and secondary schools. Further the emphasis/under emphasis on libraries and their services is analyzed and pointed out that in the new laws for primary and secondary schools from 2008 the articles on school libraries and their services have been removed and there is no mention of information services of any kind. The author concludes by stating that the emergence of the information technology has made access to information in Iceland much easier. Material is now accessible on the Internet that was not as easily accessible before. This can also at least partially been ascribed to the Information Law from 1996 and rising awareness of the mass media in calling for information from governmental bodies. The author places emphasis on that every citizen becomes information literate and encourages that Icelandic schools at all levels have information literacy as integrated part of their curricula.


Maður lifir lengur með því að fara oft í bókasafnið sitt! líka hollt og gott. Og lestur er þar í toppsæti. Bókasafnið þitt er líkamsræktarstöð og þrekmiðstöð auk þess að vera menningarmiðstöð. Það er snjallt að skreppa á bókasafnið sitt og þjálfa heilann.

Hrafn Harðarson og Margrét Sigurgeirsdóttir

Lestur er íþrótt. Allir þurfa að læra að lesa. Síðan er mikilvægt að halda þeirri kunnáttu við með sífelldum lestri, bæði fræðiefnis og yndis. Þjálfa lestrartólin, augun og heilann. Lestrariðkun er holl heilastarfsemi. Bókasöfnin eru orkustöðvar lestraríþróttarinnar. Þar fer fram stanslaus ummyndun orku í þúsundum heilabúa. Fólk á öllum aldri gengur, hleypur, tekur strætó eða hjólar (sumir koma í einkabíl eða leigubíl) í bókasafnið sitt, velur sér bækur og annað efni til að taka með sér heim að lesa. Slík hreyfing, til og frá bókasafninu sínu, er bæði holl og hressandi. Hitt er nú líka staðfest af rannsóknum vísindamanna (m.a. Markku, T. Hyypa ofl. í Leisure participation predicts survival: a population-based study in Finland....) að lestur bóka og notkun bókasafns lengir líf fólks. Niðurstöður kannana sýna að þetta athæfi er líklegra til að lengja lífdaga okkar heldur en önnur líkamsrækt. Annað sem kemur fram er það að fólk sem reykir en les ekki lifir skemur en það sem reykir og les! Með öðrum orðum: lestur lengir líf og notkun bókasafna er talið vera það félagslega athæfi sem tekur fram reglulegri líkamsrækt í þrekmiðstöðvum eða íþróttahúsum. Bókasöfnunum, sem rekin eru af sveitarfélögum fyrir almenning, má þannig líkja við heilsuverndarstöðvar. Einsog bókasafnsfólk hefur lengi vitað er heilinn líffæri sem þarf þjálfun og örvun til þess að starfa vel. Lestur er besta heila-ræktin og að ganga í bókasafnið reglulega er bæði hollara og miklu ódýrara en mörg önnur afþreying. Íþróttir eru sjálfsagt af hinu góða og margt jákvætt um þær að segja en það er bara svo margt annað sem er

Dæmisaga konunnar sem segir að lestur sé bestur „Ég varð veik um árið og þurfti að gangast undir nokkrar svæfingar á skömmum tíma. Ég er frekar bókelsk en var allt í einu hætt að lesa og orðin þrælgleymin. Mér fannst þetta hið versta mál, enda alltaf haldið mér í hreyfingu og ætti því að vera í fullu fjöri. Líkaminn kominn af stað en lesturinn vafðist fyrir mér. Hélt ekki athygli við lestur né aðrar upplýsingaveitur. Mér fannst ég ekkert muna og ekki haldast við neitt. Eitthvað varð ég að gera. Þá datt mér í hug að ég þyrfti að fá mér einkaþjálfara, en heimfæra það upp á heilaþjálfun. Ég skráði mig í skóla. Í heilan vetur sat ég á skólabekk og kláraði námið. Þetta var sem sé mín einkaheilaþjálfun. Ég varð að lesa því öllum áföngunum lauk með prófi. Minnið stórlagaðist og ég gat lesið aftur með fullri athygli. Að mínu viti er lestur bestur. Hann bjargaði mér frá minnisleysi og gleymsku.“ Annað dæmi má taka af Bókmenntaklúbbi Hana nú í Kópavogi sem hefur nú starfað í yfir 23 ár. Í honum eru félagar sem hafa verið þar frá byrjun og eru enn að lesa komnir hátt á tíræðisaldur. Og mæta á hvern fund hvernig sem viðrar. Þarf frekari vitna við? Augun eru aðveita minnis og minninga Augun eru líffæri sem líka þarfnast þjálfunar og lestur er ágætur til slíks – en jafnframt þarf að hvíla sig á lestrinum öðru hvoru til þess að ofgera ekki augunum. Þá kemur að hliðarverkun lestursins sem er minnið. Með því að lesa söfnum við minningum annarra inn í heilabúið. Og þegar okkur líkar eitthvað sem við lesum meira en annað, leggjum við á okkur að læra það utan að. Með því móti getum við endalaust, og hvenær sem er, kallað það fram, meðal annars með lokuð augun (augun í hvíld) og farið með það í huganum eða upphátt! Í greininni Besök ofte ditt lokale bibliotek og lev lenger segir m.a.: „Bókasafnið er opinbert svæði þar sem fólk af ýmsum stigum hittist óttalaust. Þar geta tekist kynni og samneyti án tillits til aldurs, kyns eða þjóðfélagsstöðu. Bókasafnsheimsókn

23


bókasafnið býður upp á jákvæða reynslu og hún getur líka lengt líf okkar.“ Þessa þátttöku í samfélagsnetinu, sem eflir lýðræðisvit­ undina og hvetur til virkni, kallar dr. med. dósent Markku T. Hyyppa við Nasjonalt folkehelseinstitutt í Finnlandi félagsleg verðmæti. Bókasafnið er ein af þeim fáu stofnunum þar sem fólk hittist með gagnkvæmri virðingu og tilliti. Því er það heilsusamlegur staður fyrir fólk, samkvæmt athugunum hans, sem staðið hafa yfir um skeið. Heimildir

NN, kona, samtal. Inga Gísladóttir, Hananú félagi í 25 ár, samtal. Markku T. Hyyppa ofl. Leisure participation predicts survival: a population-based study in Finland. Health Promotion International Vol.21 No.1, 7. des. 2005. Selja Kivi, frilansjournalist. Besök ofte ditt lokale bibliotek og lev lenger. Bibliotekforum 2006 (7), s. 12-13. Keith Oatley. The science of fiction. New Scientist Vol.198 Issue 2662, 28. júní 2008, s. 42-43

Abstract One lives longer by visiting the public library. Reading is a kind of sport. We must all learn to read; and then practise reading for the rest of our lives. Scientific research has shown that libraries and reading are likely to extend life expectancy considerably more than any other physical exercise. The brain is a body organ that needs work-out and constant stimulation - and reading is the best activity for this. According to Keith Oatley, writing in the New Scientist, fiction improves one’s IQ. The public library is therefore a kind of health centre.

PAPAR á ÍSLANDI eitt litið kenningarljóð um söguskoðun

Í óðagoti, ótta og köldu veðri tóku þeir saman föggur sínar á ný og héldu á haf út. Drúidar langt að komnir á flótta. Á stöðugum flótta með visku heimsins undan ruddafengnum brautryðjendum ríkisendurskoðunar - frá Noregi. Aldrei friður til fræðimennsku né fróðleiksleitar; svo nærri hinum eina og sanna sannleika sannleikans, þrátt fyrir kalsann á þessum köldu eyjum. Naumlega höfðu þeir náð landi. Fyrsta sumarið kapphlaup að þurrka bækur og handrit og byggja hús mót veðri og vindum... og nú, enn á ný að taka saman, búa um, og leggja á flótta og finna stað til að ljúka leit í friði og ró... Á fyrsta degi siglingar frá Papey rakst skipið á oddhvassa enda öndvegissúlna; „hverjum dettur í hug að láta slíkar útskornar gersemar fljóta í hafi fyrir veðri og vindum?“

Gat á skinnsíðu bátsins, fyllist af sjó, ó, bækur, bækur, hrópar stýrimaður um leið og bátnum hvolfir, og sekkur með manni og mús. Og bókum heimsins mestu fræða. Í Alexandríu forðum brann heimsins mesta bókasafn; við Ísland sökk vísir að því næsta!

Jarðúð? Það er bannað með boðum að bana mönnum. Hundar eru heilög dýr með hámenningarþjóðum eins og hvalir. En jörðin, móðir okkar allra ærnar eru hennar kvalir: Hún er stungin, grafin, troðin, skafin, lamin og barin, brennd og sviðin - því við - erum svo iðin!

24

Hrafn Andrés Harðarson

Hrafn Andrés Harðarson


Menningarstefna og listbókasöfn

rannsóknar var að kanna hvort stefnumótun íslenskra listbókasafna endurspegli á einhvern hátt opinbera stefnu í menningarmálum.

Gunnhildur Björnsdóttir

Inngangur Íslenskt menningarsamfélag hefur tekið miklum stakka­ skiptum frá fyrri hluta 20. aldar þegar lítið var um opinbera styrki til lista (Björn Th. Björnsson, 1964) og formlegt listnám varð að sækja til annarra landa. Forráðamenn þjóðarinnar töldu jafnvel óæskilegt að listamenn helguðu sig listum óskipt ef marka má minningargrein Jóns Þorlákssonar (18. júlí 1924) fjármálaráðherra um Þórarinn B. Þorláksson listmálara. En þar telur Jón það að Þórarinn málaði einungis í frístundum frá daglegum störfum, „hafi átt sinn þátt í því að halda listgáfu hans fullkomlega fölskvalausri til síðustu stundar“. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og listgreinar hafa nú hlotið viðurkenningu sem starfsvettvangur. Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar í menntamálum og ýmsir möguleikar opnast þeim sem leggja vilja fyrir sig listir. Enn fleiri framhaldsskólar bjóða nú upp á listnáms- og hönnunarbrautir en áður og hægt er að stunda háskólanám í listum hér heima. Með hliðsjón af þessu má álykta sem svo að áhugi og eftirspurn eftir listupplýsingum fari vaxandi og mikilvægi sérhæfðra bókasafna á sviði lista muni aukast. Íslensk listbókasöfn eru flest lítil og ekki mjög áberandi út á við. Þau eru öll hluti annarra og stærri skipulagsheilda. Sum þeirra eru sérhæfð á ákveðnu sviði, önnur einungis hluti af öðrum bókasöfnum eins og Þjóðarbókhlöðu og stærri almenningssöfnum. Umfjöllunin sem hér fer á eftir er byggð á MPA verkefni mínu í opinberri stjórnsýslu (2007) þar sem megintilgangur

Rannsókn Þegar bera á saman opinbera stefnu í menningarmálum og stefnur listbókasafna liggur beinast við að kanna hvaða eiginleikar eru mest áberandi og hvaða aðferðir eða áherslur liggja að baki stefnumótun. Í rannsókninni er þetta gert með því að skoða stefnu stjórnvalda í menningarmálum, bakgrunn hennar og helstu einkenni, út frá sögulegu samhengi, ákvarðanatöku og hvernig fjárhagslegum stuðningi við listir og menningu er háttað. Þá er mótun og framkvæmd stefnu listbókasafna könnuð og leitað svara við því hvaða þættir hafa einkum áhrif á stefnumótun þeirra. Í því skyni voru þrjú listbókasöfn athuguð sérstaklega, bókasöfn Listaháskóla Íslands, Listasafns Íslands og Myndlistaskólans í Reykjavík, en þau eru helstu bókasöfnin á þessu sviði hér á landi. Við rannsóknina var stuðst við eigindlegar aðferðir þar sem rætt var við forstöðumenn listbókasafna og fulltrúa úr menntamálaráðuneyti. Niðurstöður voru skoðaðar í ljósi kenninga um stefnu og stefnumótun og þá einkum með áherslu á stefnumótun með tilliti til forskrifaðrar og sjálfsprottinnar nálgunar (Mintzberg, Ahlstrand og Lampel, 1998; Mintzberg og Waters, 1985). Með forskrifaðri nálgun er átt við formlega stefnumótun og stefnu sem hefur nákvæmar útlistanir. Sjálfsprottin nálgun á við stefnu sem verður til án þess að vera fyrirfram mótuð, oft vegna utanaðkomandi áhrifa og er opin, sveigjanleg og móttækileg, án þess þó að fela í sér stjórnleysi. Með hliðsjón af þessu hafa þeir Mintzberg og félagar skilgreint mismunandi stefnur og kenningaskóla sem m.a. voru hafðar til hliðsjónar við greiningu á niðurstöðum. Menningarstefnan var auk þess skoðuð út frá kenningum um ákvarðanatöku í stjórnsýslu og hugmyndum um opinberan stuðning við listir. 1 Þá var starfsandi listbókasafna skoðaður með tilliti til kenninga um stofnanamenningu. 2 Menningarstefna Hugtakið menning getur haft víðtæka merkingu. Menningu

1. Einkum smáskrefakenning Lindbloms (1979) og kenningar Kingdons (2003) um ákvarðanatöku og menningarstefnulíkan Cartrands og McCaugheys (1989). 2. Má þar nefna Cameron og Quinn (1999), Kaarst-Brown o.fl. (2004).

25


bókasafnið má þó einnig skilgreina þröngt eða það sem í hefðbundnum skilningi er kallað listir. Í rannsókn minni miðast umfjöllunin við þá nálgun og þá einkum sjónlistir. Stefna íslenskra stjórnvalda í menningarmálum er að hluta til forskrifuð, en hefur sjálfsprottna nálgun þegar kemur að listrænum áherslum, frelsi til listrænnar tjáningar og skapandi starfi. Forskrifaðri stefnu er einkum ætlað það hlutverk að skapa farveg fyrir listræna starfsemi án þess að hlutast sé til um innihald, og einkennist fremur af markmiðum en leiðum til að ná þeim. Með lögum, árangursstjórnunarsamningum og fjárlögum leggja stjórnvöld ákveðnar línur sem menningarstofnanir þurfa að taka tillit til með einum eða öðrum hætti. Þegar því sleppir er lögð áhersla á skapandi starf og sjálfstæði þeirra sem það vinna fremur en meiriháttar stefnumótun. Starf listamanna snýst oftar en ekki um sköpun, nýjungar og tilraunastarfsemi. Grasrótin þarf því frelsi til listrænnar tjáningar, þar sem sjálfsprottin nálgun er mikilvæg og fastmótuð stefna getur jafnvel orðið óæskileg. Hlutverk forystunnar verður því að stýra hvar, fremur en hvernig „áin á að renna“. Íslensk menningarstefna er mestmegnis mótuð samkvæmt arkitektalíkani (e. architect model) Chartrands, þar sem stuðningur við menningu og listir er talinn hafa samfélagslegt og lýðræðislegt gildi (Chartrand og McCaughey, 1989). Litið er á menningu sem hluta af almennu velferðarkerfi og er áhersla lögð á að tryggja aðgengi allra. Stuðningur ríkisins við listastarfsemi hér á landi beinist fyrst og fremst að atvinnulistamönnum og listastofnunum sem byggja á starfsemi þeirra (Menntamálaráðuneytið, 2007). Arkitektinn leyfir vissa pólitíska íhlutun í gegnum ráðuneyti, en einnig ákvarðanir í gegnum listráð sem eru óháð stjórnvöldum (Duelund, 2003). Fjárveitingum úr sjóðum hér á landi er ætlað að vera á faglegum grunni. Fagráð ákveða yfirleitt framlög til einstakra listamanna, samanber starfslaun til myndlistarmanna og starfa samkvæmt reglu hæfilegrar fjarlægðar. Regla hæfilegrar fjarlægðar (e. arm’s length principle) hefur átt fylgi að fagna í menningarmálum bæði hér á landi og í nágrannalöndunum (Duelund, 2003). Upphaf reglunnar má rekja til stofnunar Arts Council of Great Britain árið 1945, þar sem henni var ætlað að koma í veg fyrir pólitísk afskipti menningarmála eins og tíðkast hafði í Sovétríkjunum og Þýskalandi Hitlers. Grunnhugmyndin að reglu hæfilegrar fjarlægðar er sú að stjórnmálamenn skuli ekki hafa afskipti af fjárveitingum til menningarmála að öðru leyti en því að ákveða tiltekna fjárhæð. Markmiðið er að halda stjórnmálamönnum og embættismönnum í hæfilegri fjarlægð og draga þannig úr líkum á pólitískum þrýstingi. Einnig að koma í veg fyrir íhlutun þeirra sem ekki hafa „vit á“ listum og tryggja að gæðamat sé í höndum sérfræðinga (Chartrand og McCaghey, 1989). Á tíunda áratug síðustu aldar komu fram hugmyndir um breytta stjórnunarhætti undir yfirskriftinni nýskipan í ríkisrekstri (Fjármálaráðuneytið, 1993). Með tilkomu þessa hafa m.a. menningarstofnanir þurft að bregðast við og aðlagast breyttum aðstæðum. Samkvæmt hugmyndafræði nýbreytninnar er gert ráð fyrir því að stjórnvöld móti farveginn, setji stefnu og sinni eftirliti út frá forskrifaðri

26

nálgun, jafnframt því að auka valddreifingu til stofnana. Enda þótt áherslan sé á „skapandi starf og sjálfstæði þeirra sem það vinna“ hafa stjórnvöld með tilkomu nýrra stjórnunaraðferða einnig lagt ríkari áherslu á formlega stefnumótun stofnana í anda forskrifaðrar nálgunar. Stefna listbókasafna og helstu áhrifaþættir Eins og áður segir eru íslensk listbókasöfn yfirleitt lítil. Tvö þeirra sem umfjöllunin snýst um eru einmenningssöfn og annað þeirra hefur einungis starfsmann í hlutastarfi. Við slíkar aðstæður má telja ólíklegt að jafn mikið sé lagt upp úr formlegri stefnumótun eins og á stærri söfnum með flóknari verkaskiptingu. Enda kemur í ljós að áhersla á nákvæma forskrifaða stefnu hefur verið mismikil. Þó má merkja aukinn áhuga í þá áttina og er það í anda breyttra tíma. Þar sem skjalfest stefna er fyrir hendi, einkennist hún fremur af markmiðum en leiðum, en skapar þó óneitanlega ákveðinn ramma til að vinna eftir. Forskrifuð nálgun birtist einkum í heildarstefnu, aðfangastefnu og jafnframt í lögum og reglugerðum. Enda þótt mismikil áhersla hafi verið lögð á formlega stefnu hingað til er ekki þar með sagt að söfnin hafi liðið fyrir stefnuleysi. Starfsemi allra safnanna tekur mið af stefnu hvort sem hún er skjalfest eða ekki, markar breytingar eða áframhald þess sem verið hefur. Stefna listbókasafna mótast meir af framkvæmd en formlegum áætlunum, ferli og eftirliti. Stefnan hefur því sjálfsprottna nálgun sem á sér stoð í hefðum og venjum, samráði og sveigjanleika og tekur mið af aðstæðum hverju sinni. Stueart og Moran (2002) telja einmitt að öll bókasöfn hafi stefnu, hvort sem hún er skjalfest eða ekki og í stað skjalfestrar stefnu eða til að bæta hana upp, skapist oft stefna sem byggi á hefðum og venjum. Umhverfi er talið mikilvægur áhrifaþáttur þegar kemur að mótun stefnu. Forskrifuð nálgun er talin henta betur í stöðugu umhverfi og fyrirsjáanlegu, meðan sjálfsprottin nálgun er talin henta betur stofnunum sem starfa í síkviku umhverfi (Mintzberg og Waters, 1985). Umhverfi listbókasafna er sambland af hvoru tveggja. Það er fyrirsjáanlegt í þeim skilningi að þetta eru skipulagsheildir sem standa á nokkuð gömlum merg og búast má við að starfi áfram. Listbókasöfn eru samofin starfsemi þeirra lista- og menningarstofnana sem þau tilheyra og hlutverk þeirra er fyrst og fremst að þjóna. Þetta kemur glöggt fram t.d. í aðfangastefnu safnanna og áherslu á söfnun og varðveislu þeirra gagna sem varða sögu móðurstofnunar. Starfsemi listastofnana snýst um listsköpun sem oftar en ekki hrærist í umhverfi sem er síkvikt og ófyrirséð. Byrnes (2003) telur að áætlanagerð þurfi þess vegna að vera sveigjanleg og opin fyrir nýjungum og breytingum. Svipað gildir þá um áætlanir bókasafna listastofnana. Starfsumhverfi bókasafna hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum og viðbúið er að breytingar verði viðvarandi. Tækninýjungar hafa gjörbreytt miðlun upplýsinga og m.a. skapað samkeppni um viðskiptavini. Treacy og Wiersema (1993) telja mikilvægt að tryggja stöðu sína með því að leggja áherslu á afmarkaðan hóp viðskiptavina og bjóða upp á nýjungar. Listbókasöfnin sem hér um ræðir hafa


bókasafnið öll mismunandi áherslur þó þau starfi á sama fræðasviði. Eitt þeirra styður háskólamenntun, annað miðar þjónustu við framhaldsskólanema og námskeiðsfólk á öllum aldri og það þriðja starfar samkvæmt lögum með það að markmiði að vera rannsóknarbókasafn fyrir íslenska myndlist. Öll þessi söfn skrá nú safnkost sinn í Gegni, samskrá íslenskra bókasafna og notfæra sér landsaðgang að gagnasöfnum. Það er reyndar viðtekin skoðun meðal starfsmanna að landsaðgangurinn komi listbókasöfnum að takmörkuðum notum því þar vanti sérhæfð gagnasöfn á sviði lista, að frátöldu Grove alfræðisafninu. Háskólasafnið er eina safnið sem hefur bolmagn til þess að kaupa sérhæfð gagnasöfn á sviði myndlistar og hönnunar, en eins og Collins (2003) bendir á er það ekkert einsdæmi að slíkt sé helst á færi listbókasafna innan háskóla. Viðskiptavinir safnanna eru listfræðingar, starfandi listamenn, nemendur og listáhugafólk. Þeir eiga það sameiginlegt að leggja mikla áherslu á myndrænar heimildir og hafa oft á tíðum síður áhuga á rafrænu efni eins og rafrænum tímaritum. Það sem skilur notendur listbókasafna frá notendum annarra safna er einmitt sú sérstaða að rannsóknir í listum eru rannsóknir á myndefni (Freitag, 1982; Lucker, 2003). Rannsókn sem gerð var á bókasafnsnotkun myndlistarnema í Minnesota leiddi t.d. í ljós að listnemendur notuðu bókasöfn mikið til að leita hugmynda og útlit og sjónræn upplifun skipti þá verulegu máli (Frank, 1999). Notendum er því afar mikilvægt að fá tækifæri til að skoða og fletta án þess að leita að einhverju ákveðnu heldur til að auðga hugarflugið og taka þá oft prentuð gögn fram yfir rafræn. Rafræn tímarit koma því ekki í stað prentaðra enn sem komið er, heldur eru viðbót við safnkostinn. Stofnanamenning eða staðblær er einnig mikilvægur þáttur þegar kemur að stefnumótun og er einkum talin skipta máli varðandi stefnur með sjálfsprottna nálgun (Mintzberg o.fl., 1998). Stofnanamenning getur verið margslungin og flókin. Með hliðsjón af kenningum Cameron og Quinns (1999) má greina menningu listbókasafna með því að líta á sérkenni stofnunar, stjórnunarfyrirkomulag og hvað það er sem einkennir hópinn eða færir honum samkennd. Einnig má taka mið af starfsvenjum, því eins og van den Berg og Wilderom (2004) benda á, skipta þær ekki síður máli. Þá telur Schneider (1987) að menning geti dregið dám af því að ákveðin tegund starfsfólks veljist á tiltekna vinnustaði. Menning listbókasafns dregur dám af því tungumáli sem tíðkast innan bókasafnsfræðinnar og því sem einkennir fræða- og starfssvið viðskiptavina. Starfsemin byggist á þeirri bókasafnsmenningu sem leggur áherslu á ákveðin gildi eins og góða þjónustu og að viðhafa nákvæm vinnubrögð. Listbókasöfn þurfa einnig að samsama sig þeim gildum sem móðurstofnun stendur fyrir og geta átt við starfsemi listastofnana, skapandi hugsun og listrænt frelsi. Á söfnunum

má merkja ákveðinn anda sem tengist því að starfsmenn stofnananna hafa svipaðan bakgrunn og birtist m.a. í frumkvæði og einingu. Jafningjalýðræði með samráð að leiðarljósi einkennir starfsandann innan listbókasafna. Samstarf milli safnanna, innan þeirra og við sérfræðinga skiptir miklu máli. Allir starfsmennirnir sem rætt var við upplifa sjálfstæði í vinnubrögðum og sveigjanleika, telja starfsandann góðan og lýsa umhverfinu sem bæði lifandi og skemmtilegu. Áhersla á samvinnu, samráð og sveigjanleika bendir til að það sem Cameron og Quinn (1999) kalla heimilislega menningu (e. clan oriented) sé einkennandi fyrir söfnin. Þessar niðurstöður eru í samræmi við rannsókn sem gerð var á nokkrum tegundum bókasafna samkvæmt líkani Camerons og Quinns og leiddi í ljós að sveigjanleiki er yfirleitt einkennandi fyrir lítil háskóla- og stofnanabókasöfn (KaarstBrown, Nicholson, von Dran og Stanton, 2004). Þar segir að traust og opin samskipti séu mikilvæg meðal starfsmanna. Flest lítil bókasöfn veiti starfsmönnum sínum mikið svigrúm og treysti þar með á þekkingu og álit þeirra við úrlausn verkefna. Þessum bókasöfnum henti best fljótandi skipulag (e. adhocracy) eða heimilislegt, þar sem fljótandi skipulag einkennist af frumkvöðlahugmyndum, áhættu og nýsköpun og heimilislegt af gagnkvæmri ráðgjöf, þjálfun og þátttöku. Berrio (2003) kemst að þeirri niðurstöðu að til að verða skilvirk og árangursrík lærdómsstofnun3 þurfi stofnun að þróa menningu meira í átt að heimilislegu skipulagi. Þau gildi sem heimilisleg menning byggir á styðji betur nýjungar og áhættu í umhverfi sem annars er nokkuð stöðugt. Kaarst-Brown og félagar (2004) telja þetta ýta undir þá hugmynd að bókasöfn þurfi ekki endilega að vera markaðsmiðuð til að mæta kröfum samtímans. Heimilisleg menning nægi. Samanburður Það er ekki ætlun mín að greina hér nákvæmlega frá því hvernig niðurstöður rannsóknarinnar samrýmast sérhæfðum stefnum og kenningaskólum Mintzbergs og félaga (Mintzberg o.fl., 1998; Mintzberg og Waters, 1985). Í stuttu máli er þó rétt að benda á að stefnur listbókasafna og menningarstefna stjórnvalda eiga sér einkum hliðstæður í því sem þeir félagar kalla regnhlífarstefnu (e. umbrella strategy) þar sem yfirstjórn leggur línurnar, ferlistefnu (e. process strategy) sem gerir ráð fyrir að margir geti haft áhrif á stefnumótun og samkomulagsstefnu (e. consensus strategy) sem byggir á samráði. Stefna stjórnvalda í menningarmálum gerir ráð fyrir valddreifingu til stofnana í anda reglu hæfilegrar fjarlægðar. Fagaðilum hefur verið tryggð aðkoma í stjórnun allra þeirra listastofnana sem fyrrnefnd bókasöfn tilheyra og sjálfræði starfsmanna safnanna bendir til að starfsemi þeirra sé einnig í þeim anda.

3. Með lærdómsstofnun er átt við stofnun sem setur lærdóm í forgang.

27


bókasafnið Eitt af markmiðum stefnu stjórnvalda er að tryggja aðgengi allra að menningu með samfélagsleg og lýðræðisleg gildi að leiðarljósi. Listbókasöfnin bjóða alla velkomna að nýta sér þjónustu þeirra á staðnum og eitt þeirra er hefðbundið útlánasafn. Ritakostur allra safnanna er nú skráður í Gegni sem auðveldar aðgengi að listupplýsingum. Þegar þessi rannsókn var gerð var mikið af ýmis konar íslenskum listupplýsingum eins og tímaritsgreinum og smáefni enn óskráð eða skráð í innanhússkerfi. Þessu vilja starfsmenn bæta úr og Listasafn Íslands hefur það á stefnuskrá sinni að auka rafrænt aðgengi að þeim sérhæfðu upplýsingum sem safnið hefur að geyma. Niðurlag Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort stefnur tiltekinna listbókasafna endurspegli á einhvern hátt opinbera stefnu í menningarmálum. Niðurstöður gefa til kynna að um ákveðin tengsl sé að ræða milli stefnumótunar listbókasafna og stefnu stjórnvalda. Opinber stefna í menningarmálum byggir á samspili forskrifaðrar og sjálfsprottinnar nálgunar, þar sem forskrifaðri stefnu er ætlað það hlutverk að skapa farveg fyrir listræna starfsemi án þess að hlutast sé til um innihald. Sjálfsprottin nálgun miðar að sveigjanleika og frelsi til listrænnar tjáningar. Íslensk menningarstefna samræmist einkum arkitektalíkani Chartrands, þar sem stuðningur við menningu og listir er talinn hafa samfélagslegt og lýðræðislegt gildi. Fjárveitingar úr sjóðum eiga að vera á faglegum grunni og með reglu hæfilegrar fjarlægðar að leiðarljósi. Starfsemi íslenskra listbókasafna byggist á stefnu hvort sem hún er skjalfest eða ekki. Stefna safnanna mótast þó einkum af framkvæmd og hefur sjálfsprottna nálgun sem á sér stoð í hefðum og venjum, samráði og sveigjanleika og tekur mið af aðstæðum hverju sinni. Meðal þeirra þátta sem áhrif hafa á stefnumótun listbókasafna eru stjórnsýsla, móðurstofnun, menning og samfélag. Söfnin heyra til listastofnana sem yfirleitt starfa í síkviku umhverfi og sama gildir einnig um starfsumhverfi bókasafna. Af því má draga þá ályktun að sjálfsprottin nálgun henti vel. Stofnanamenning safnanna sem meira og minna er samtvinnuð umhverfi þeirra dregur fyrst og fremst dám af heimilislegri menningu og einkennist af gagnkvæmri ráðgjöf og sveigjanleika. Niðurstöður rannsóknarinnar auka skilning á eðli stefnumótunar þessara listbókasafna með hliðsjón af starfsumhverfi þeirra og mætti nota sem grundvöll að mótun framtíðarstefnu. Á svipaðan hátt getur sú nálgun sem hér er stuðst við einnig átt erindi víðar. Atburðir síðustu mánaða hafa sýnt það og sannað að við lifum í síkviku umhverfi þar sem hlutir geta skyndilega tekið óvænta stefnu. Og það á ekki bara við um listsamfélagið. Þeir sem móta stefnu mega því ætíð gera ráð fyrir því að hluti forskrifaðrar stefnu komi aldrei til framkvæmda vegna utanaðkomandi áhrifa og þess í stað verði til ný stefna sem ekki hafi verið gert ráð fyrir. Það að vera opinn fyrir þessari óvæntu stefnu sem hefur sjálfsprottna nálgun, ýtir undir sveigjanleika og getur gert stjórnendum kleift að bregðast skjótt við breyttum aðstæðum.

28

Heimildir:

Berrio, A. A. (2003). Organizational culture and organizational learning in public, non-profit institutions: A profile of Ohio State University Extension. Journal of Extension, 41(2). Sótt 12. apríl 2007 af http:// www.joe.org/joe/2003april/a3.shtml. Björn Th. Björnsson. (1964). Íslensk myndlist á 19. og 20. öld: Drög að sögulegu yfirliti I. Reykjavík: Helgafell. Byrnes, W. J. (2003). Management and the arts (3rd ed.). Amsterdam; Boston, Mass.: Focal Press. Cameron, K. S. og Quinn, R. E. (1999). Diagnosing and changing organizational culture: Based on the competing values framework. Reading, Mass.: Addison-Wesley. Chartrand, H. H. og McCaughey, C. (1989). The arm’s length principle and the arts: An international perspective. Sótt 3. október 2005 af http:// www.culturaleconomics.atfreeweb.com/arm’s.htm. (Upphaflega gefið út í M. C. Cummings og J. M. Davidson Schuster (ritstj.), Who’s to pay for the arts?: The international search for models of support. New York: American Council for the Arts). Collins, K. (2003). Patrons, processes, and the professsion: Comparing the academic art library and the art museum library. Journal of Library Administration, 39(2), 77-89. Duelund, P. (2003). Den nordiske kulturmodel: Sammendrag. Í P. Duelund (ritstj.), The nordic cultural model (s. 531-581). Copenhagen: Nordic Cultural Institute. Fjármálaráðuneytið. (1993). Umbætur og nýskipan í ríkisrekstri. Sótt 14. mars 2007 af http://fjarmalaraduneyti.is/media/Utgefin_rit/ Umbaetur_og_nyskipan_i_rikisrekstri_1993.pdf. Frank, P. (1999). Student artists in the library: An investigation of how they use general academic libraries for. Journal of Academic Librarianship, 25(6), 445-455. Freitag, W. M. (1982). The indivisibility of art librarianship. Art Libraries Journal, 8(Autumn), 23-39. Gunnhildur Björnsdóttir. (2007). Menningarstefna og listbókasöfn. Óbirt MPA-ritgerð: Háskóli Íslands, Félagsvísindadeild. Jón Þorláksson. (18. júlí 1924). Þórarinn B. Þorláksson listmálari. Morgunblaðið. Kaarst-Brown, M. L., Nicholson, S., von Dran, G. M. og Stanton, J. M. (2004). Organizational cultures of libraries as a strategic resource. Library Trends, 53(1), 33. Kingdon, J. W. (2003). Agendas, alternatives, and public policies (2nd ed.). New York: Longman. Lindblom, C. E. (1979). Still muddling, not yet through. Public Administration Review, 39(6), 517-526. Lucker, A. (2003). Evolution of a profession: The changing nature of art librarianship. Journal of Library Administration, 39(2/3), 161-174. Menntamálaráðuneytið. (2007). Menning: Listir, menningararfur, útvarp, málrækt, íþróttir, æskulýðsmál. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Mintzberg, H., Ahlstrand, B. W. og Lampel, J. (1998). Strategy safari: A guided tour through the wilds of strategic management. New York: Free Press. Mintzberg, H. og Waters, J. A. (1985). Of strategies, deliberate and emergent. Strategic Management Journal, 6(3), 257-272. Schneider, B. (1987). The people make the place. Personnel Psychology, 40(3), 437. Stueart, R. D. og Moran, B. B. (2002). Library and information center management (6th ed.). Greenwood Village, Colo.: Libraries Unlimited. Treacy, M. og Wiersema, F. (1993). Customer intimacy and other value disciplines. Harvard Business Review, 71(1), 84. Van den Berg, P. T. og Wilderom, C. P. M. (2004). Defining, measuring, and comparing organisational cultures. Applied Psychology: An International Review, 53(4), 570.


bókasafnið Abstract The primary aim of this article, which is based on the author’s MPA thesis in public administration, is to analyse whether and how strategies of Icelandic art libraries in any way reflect Icelandic cultural policy. Cultural policy is based on the interaction between deliberate and emergent strategies, where the former is intended to set the ground for cultural activity without direct interference. Emergent strategy aims at flexibility and freedom for artistic expression. The research project involves case studies of three Icelandic art

libraries, which all follow a specific strategy, either determined or emergent. Their emergent strategies are heavily based on customs and experience, collaboration and flexibility, which allow the libraries to adjust to changing conditions. The libraries are a part of larger art institutions which operate in a dynamic environment and this fact colours the existence of the libraries themselves. The results indicate that the strategy of the libraries does indeed mirror the mixed deliberate and emergent policies dictated by the cultural authorities.

Oft þarf bara nógu lítið til að gera lánþega ánægða Eitt sinn kom ung stúlka í safnið og kvaðst eiga að skrifa ritgerð um eitthvert land og bað mig að finna eitthvað, sem nógu lítið væri til um. Ég tók fram stóra uppsláttarbók um Afríku og blaðaði í henni nokkra stund, þar til ég koma að landi, sem ég kannaðist ekki við að hafa sjálfur heyrt um, og var umfjöllunin um þetta land um 10 línur. Ég bauð stúlkunni þessar upplýsingar, og hún fór út með ljósrit af þessum línum, alsæl.

Fyrir daga Netsins: Ung stúlka kom inn: „Eigið þið einhver manntöl?“ „Já já, bæði frá 1703 og 1845.“ Hik. Svo: „Eigið þið ekkert nýrra?“ Upplýsingafræðingurinn mundi allt í einu eftir fræðunum, komast að þörf lánþega: „Hvaða upplýsingar vantar þig nákvæmlega?“ Stúlkan roðnaði smá og stamaði svo: „Bara að vita hvar einn strákur í skólanum á heima.“ Úr sögum af Borgarbókasafni Reykjavíkur

29


Þekkingarfyrirtækið Gagnavarslan ehf.

Gunnhildur Manfreðsdóttir.

Tilurð Gagnavarslan var stofnuð af Brynju Guðmundsdóttur við­ skiptafræðingi í nóvember 2007. Algengt er að upplýsinga­mál heyri undir fjármálasvið í fyrirtækjum og hafði Brynja gegnum störf sín sem stjórnandi og framkvæmdastjóri fjármálasviðs fengið góða innsýn inn í stjórnun skjala- og upplýsingamála. Það vakti áhuga hennar hvað mörgu var ábótavant á þessu sviði og litla sem enga ráðgjöf að fá. Þannig fæddist hugmyndin að stofnun fyrirtækis þar sem alhliða þjónusta er veitt í stjórnun og vörslu skjala og muna. Á gamla varnarliðssvæðinu á Suðurnesjum hófst starfsemin í leiguhúsnæði. Nú einungis einu og hálfu ári seinna er Gagnavarslan hins vegar búin að kaupa eigið húsnæði 4.500 fm að stærð á sama stað auk skrifstofuhúsnæðis í Hafnarfirði. Starfsmenn eru orðnir rúmlega 30 talsins og viðskiptavinahópurinn, sem samanstendur af einkafyrirtækjum og opinberum stofnunum, stækkar óðum. Starfsemin - þjónusta Starfsemi Gagnavörslunnar (GV) er mjög verkefnadrifin og skiptist í nokkur meginsvið: • • • •

30

ráðgjöf í skjala- og upplýsingastjórnun, hugbúnaðar- og þróunarsvið, varsla skjala, muna og menningarminja og skönnun og skráning.

Þessi svið vinna náið saman allt eftir verkefnum hverju sinni. Unnið er samkvæmt svokallaðri Agile (Scrum) verkefnastjórnun en þar skipuleggur hver hópur vinnu sína í þriggja vikna sprettum. Síðan er daglega farið yfir stöðu verkefna og skoðað hvað er framundan. Þessi aðferðafræði hefur gefist mjög vel og er skilvirk fyrir viðskiptavininn því þá er alveg ljóst hvaða verkþætti á að vinna og hvernig staða verkefnis er hverju sinni. Ráðgjöf í skjala- og upplýsingastjórnun Í þessu teymi vinna saman bókasafns- og upplýsingafræðingar, sérfræðingar í verkefnastjórnun og viðskiptafræðingar en einnig er leitað til annarra sérfræðinga innan Gagnavörslunnar allt eftir eðli verkefna hverju sinni. Teymið veitir alhliða ráðgjöf í skjala- og upplýsingastjórnun, í stórum sem smáum verkefnum. Unnið er samkvæmt skjalastjórnunarstaðlinum ISO 15489 og lögum Þjóðskjalasafns Íslands og þeirra reglum ef um opinberar stofnanir er að ræða auk stjórn­ sýslu- og upplýsingalaga. Í megindráttum er boðið upp á eftirfarandi þjónustu; skjalaúttekt, gerð skjalaáætl­unar (skjalaflokkunarkerfi og geymslu- og grisjunaráætlun), mat á núverandi upplýsingakerfum, innleiðing skjalastjórnunar­ kerfis, eftirfylgni og úttekt á notkun, skipulag um meðhöndlun eldri gagna (bæði rafræn og á pappír), skipulag og uppsetning bókasafns og að lokum taka ráðgjafar að sér að vera skjalastjóri fyrir viðskiptavini. Þörf hvers fyrirtækis/stofnunar fyrir aðstoð er mjög mismunandi. Í sumum tilfellum er engin skjalastjórnun fyrir hendi og þá þarf að fara í gegnum allt ferlið. Aðrir þurfa einungis að endurskoða skjalaflokkunarkerfið en mælt er með því að það sé endurskoðað á 5 ára fresti. Enn önnur hafa lent í vandræðum með innleiðingu skjalastjórnunarkerfis en nokkuð er um skort á skilgreiningu og frágang á öllum undirliggjandi listum sem þurfa að vera fyrir hendi þegar starfsmenn byrja að setja inn skjölin sín. Einnig er algengt að ekki sé til skjalastefna þar sem skilgreint er hver ber ábyrgð á skjalamálum viðkomandi fyrirtækis/stofnunar, hvert sé markmið með skjalastjórnun o.s.frv. Verklagsreglur um m.a. skjalameðhöndlun, meðferð trúnaðarskjala, hvað þarf að fara í öryggisvistun og loks leiðbeiningar.


bókasafnið Horft er á heildarmyndina við stýringu gagna og þá hefur komið víða í ljós þörf fyrir skipulagningu bóka og skýrslna, sem verða til og berast fyrirtækinu, með uppsetningu á bókasafni fyrir viðkomandi viðskiptavin. Skjalastjórnun er talsvert flókið ferli sem byggir á mörgum þáttum og er að mörgu að hyggja til að gera það sem skilvirkast og einfaldast fyrir hvern starfsmann. Mikil vinna felst til að mynda við gerð skjalaflokkunarkerfis og ekki er óalgengt að sú vinna taki bókasafns- og upplýsingafræðing ríflega eitt til tvö ár meðfram daglegum verkefnum skjalastjóra. Því er það mikill fengur að geta fengið ráðgjafa til að koma inn í slíka vinnu með reynslu og þekkingu sem getur unnið verkið á stuttum tíma. Þegar fyrirtæki/stofnanir hefja markvissa vinnu við skjala­ stjórnun er ekki óalgengt að önnur verkefni skjóti upp kollinum, sérstaklega í tengslum við gæðastjórnun, t.d. við að greina og skrá rekstrarferla og móta stefnu í hinum ýmsu málaflokkum til að gera alla vinnu markvissari og ákvarðanir rekjanlegar. Enda eru skjalastjórnun og gæðastjórnun sitt hvor hliðin á sama teningnum og skjalastjórnunarstaðallinn ISO 15489 vinnur mjög vel með gæðastöðlunum ISO 9001 og ISO 27001 um stjórnun upplýsingaöryggis. Boðið er upp á þá nýjung að úthýsa skjalastjórnun alfarið til Gagnavörslunnar. Þá er sérfræðingur GV skilgreindur skjalastjóri þess fyrirtækis og samningur gerður um viðveru hans og umfang verkefnis. Þessi þjónusta er þekkt í tölvumálum. Margir viðskiptavinir hafa nýtt sér þessa þjónustu, sumir hafa til að mynda ekki þörf fyrir bókasafnsog upplýsingafræðing í fullt starf en vantar aðstoð og finnst þetta kærkomin nýjung. Einnig er kostur að skjalastjórinn vinnur í hópi annarra sérfræðinga GV þar sem mikill áhersla er lögð á endurmenntun og að fylgjast vel með á þessu sérsviði. Hugbúnaðar- og þróunarsvið Gagnavarslan hefur sett á markað fyrstu útgáfu af skjala- og upplýsingastjórnunarkerfinu Core2. Hér sem víðar hjá GV er mikil áhersla lögð á samvinnu ólíkra sviða við þróun kerfisins þannig að það er ekki unnið í einangruðu umhverfi forritara heldur með fjölbreyttum hópi sérfræðinga GV. Core2 byggir á „open source“ hugbúnaði eða opnum og frjálsum hugbúnaði sem er stefna stjórnvalda frá desember 2007. Core2 (ECM kerfi) tekur á skipulagningu gagna í hvaða formi sem er eins og skjala, mynda, teikninga, hljóðs, muna og minja. Markmiðið er að starfsmaður skrái sig inn í eitt kerfi og geti unnið innan þess; skrifað skjöl, fundið gögn og skoðað sama á hvaða formi þau eru. Core2 eitt og sér getur leyst af hólmi mörg upplýsingakerfi að fjárhagskerfum undanskildum og sameinað í eitt kerfi. Core2 keyrir alfarið á internetinu og því aðgengilegt hvar sem netaðgangur er, að uppfylltum ákveðnum öryggis­ kröfum. Core2 styður t.d. rafræn skilríki sem dreifing er hafin á hér á landi og mun fljótlega verða ráðandi á sviði öruggs aðgengis og rafrænna undirskrifta.

Frá heimsókn forseta Íslands til Gagnavörslunnar 5. mars 2009. Á myndinni eru frá vinstri: Gunnhildur Manfreðsdóttir, Andrea Rafnar, Jónas Sigurðsson, Brynja Guðmundsdóttir, forseti Íslands og Jóhann Pétur Herbertsson.

Nú þegar eru nokkrir viðskiptavinir komnir inn í kerfið en áfram er unnið að frekari þróun og eru núverandi viðskipta­ vinir í sérstökum rýnihóp og geta þannig haft áhrif á þróun hugbúnaðarins. Vörsluhúsnæði Vörsluhúsnæðið er staðsett í höfuðstöðvum GV á Vallarheið­ inni og uppfyllir ströngustu skilyrði til vistunar gagna og muna. Engir gluggar eru á húsnæðinu, raka- og hitastig er vaktað og ráðstafanir gerðar til að halda aðstæðum sem stöðugustum. Öll vörslurými eru þrifin reglulega til að halda ryki frá og vöktun á skordýrum og öðrum aðskotahlutum framkvæmd af fagaðilum. Öflugt loftræsti-, bruna-, vatns-, og öryggiskerfi er í vörsluhúsnæðinu. Rými vörsluhúsnæðis er hólfað niður og aðgangsstýrt og einungis skilgreindur hópur starfsmanna með aðgang að hverju rými. Mjög algengt er að stofnanir og fyrirtæki varðveiti gögn í ófullnægjandi húsnæði t.d. með allt of miklum raka, engin brunakerfi né þjófavörn af neinu tagi. Mörg dæmi eru um að gögn hafi hreinlega eyðilagst eða óviðkomandi aðilar komið höndum yfir þau. Einnig er mjög dýrt fyrir hvert fyrirtæki/ stofnun að koma sér upp viðunandi vörsluhúsnæði og því mikið hagræði að hafa aðgang að fullkomnu vörsluhúsnæði þar sem einungis er greitt fyrir hvern kassa sem geymdur er. Skjalavarsla Öll skjöl eru sett í sérhannaða geymslukassa frá GV og þeir strikamerktir og skráðir með innihaldslýsingu í samráði við hvern viðskiptavin fyrir sig. Kassarnir eru að öðru leyti ómerktir og því ekki hægt að sjá frá hverjum viðkomandi gögn eru. Aðgangur að gögnunum er þríþættur; í fyrsta lagi er hægt að koma á staðinn en þar er sérstök skrifstofa fyrir viðskiptamenn, í öðru lagi er hægt að biðja um afhendingu kassa og þeir þá sendir á sendibíl GV samdægurs eða daginn eftir, í þriðja lagi er svo hægt að fá gögnin skönnuð, þau eru þá dulkóðuð og send með tölvupósti.

31


bókasafnið

Starfsmenn Gagnavörslunnar við vinnu.

Brynju Guðmundsdóttur í vörsluhúsnæði Gagnavörslunnar á Suðurnesjum.

Gagnavarslan býður upp á að ná í gögn til viðskiptavina og hefur til umráða eigin sendibíl, náð er í gögnin og sami starfsmaður fylgir þeim alla leið í vörslu. Þar eru þau hreinsuð, þ.e. tekin úr möppum og allt plast og bréfaklemmur fjarlægðar og þeim pakkað niður í skjalaöskjur. Einnig má strikamerkja gögnin niður í skjalaöskju eða jafnvel á folder ef óskað er. Margir viðskiptavinir eru nú þegar með fjarsöfnin sín alfarið hjá GV. Enn aðrir vilja pappírslausan vinnustað og láta öll gögn til vörslu hjá GV. GV hefur þróað sérstakar umbúðir auk þess að vera í samvinnu við innlenda og erlenda aðila. Gæði umbúða er mikilvægur þáttur í langtíma varðveislu. Mikilvægt er að þær séu sýrufríar ef varðveita á skjöl til lengri tíma.

Innri starfsemi

Listaverk og menningarminjar Byggðasafn Reykjanesbæjar er til húsa hjá Gagnavörslunni. Þarfir og kröfur við vörslu muna og minja eru aðrar en til skjala. Sem dæmi þurfa listaverk allt önnur skilyrði en textil og filmur enn önnur skilyrði. Gagnavarslan mun bjóða upp á sérstaka ráðgjöf til safna á þessu sviði og aðstöðu til vörslu við rétt skilyrði.

Mannauður Hjá Gagnavörslunni starfa 30 starfsmenn á mjög fjöl­breyttu sviði, m.a. bókasafns- og upplýsingafræðingar, viðskipta­ fræð­ingar, kerfis- og tölvunarfræðingar, verk­fræð­­ingur, verk­­efnastjórar, safnafræðingur, tungumála­sérfræðingar og stjórnmálafræðingur. Allir starfsmenn eru trúnaðarstarfsmenn, sem felur meðal annars í sér: hreint sakavottorð, undirritaðar trún­ aðar­y firlýsingar, leyfi til að kanna vímuefnanotkun, fjármála­ upplýsingar og staðfestar prófgráður.

Skönnun og skráning Sérstök deild innan GV er alfarið í skönnun og skráningu gagna. Hér vinna teymin saman og leggja bókasafns- og upplýsingafræðingar á ráðin um hvernig skrá eigi hin ýmsu gögn og hvernig merkingu þeirra skuli háttað. Mikil þróunarvinna hefur átt sér stað um hvernig skuli merkja og meðhöndla gögn og tengja þannig saman rafræna skjalið og pappírseintakið. Einnig varðandi skönnunina sjálfa sem er sérfræðigrein út af fyrir sig og að mörgu að hyggja til að ná fram sem bestu gæðum. Sértækir skannar eru fyrir teikningar, skjöl og fisjur og unnið er að því að fjárfesta í skanna fyrir fundargerðabækur. Teymið hefur mikla reynslu í hvernig eigi að meðhöndla gögnin og ná fram sem bestum gæðum við skönnunina. Nokkur fyrirtæki hafa látið GV skanna gögn fyrir sig, skrá þau og pakka niður í kassa sem eru strikamerktir og settir í vörsluhúsnæðið.

32

Gæðamál Í jafn viðkvæmum rekstri og Gagnavarslan er í þarf að huga vel að öryggis- og gæðamálum. Því var frá upphafi ákveðið að starfa samkvæmt gæðastjórnunarstöðlunum ISO 9001 og 27001. Gæða- og öryggisstjóri var einn af fyrstu starfsmönnum sem var ráðinn til fyrirtækisins. Stefnt er að vottun starfseminnar í árslok 2009. Búið er að skjalfesta alla vinnuferla varðandi starfsemina í vörsluhúsinu þar sem umpökkun gagna fer fram ásamt allri vinnu varðandi umsýslu við gögnin eftir að þau eru komin í hillur vörsluhúsnæðis. Nú er unnið hörðum höndum að öðrum þáttum starfseminnar.

Stefnumótun – framtíðarsýn Fyrirtækinu hefur verið mjög vel tekið á markaðnum og viðskiptahópurinn orðinn fjölbreyttur hópur einkafyrirtækja og opinberra stofnana. Á áætlun er að stofna útibú í öllum landsfjórðungum með vörsluhúsnæði og þjónustu við skönnun, skráningu, umpökkun og aðra umsýslu með gögnin og munina auk ráðgjafa um réttar umbúðir og sölu. Þessi þjónusta mun verða kærkomin nýjung fyrir öll söfnin á landsbyggðinni. Styrkur Gagnavörslunnar er að þar starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga saman af miklum áhuga. Mikil áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og samvinnu við tengdar stofnanir á þessum starfsvettvangi eins og Þjóðskjalasafn Íslands, Landsbókasafn - Háskólabókasafn, Menntamálaráðuneytið og Þjóðminjasafn Íslands.


bókasafnið

Abstract Gagnavarslan is a new, independent knowledge-firm in the field of records- and information technology. The staff consists of 30 people with various educational backgrounds. The company specializes in consultation in records-management, offers records- and information systems, specialization in scanning and registration, as well as preservation of files, objects and cultural heritage. Gagnavarslan offers consultation to companies and institutions in records- and information management, no matter which recording-system the client uses. The

consultation consists of organizing electrical as well as paper data; weed older data and pack, as well as simplifying procedures. The storing facilities are equipped with the most advanced security system available, in addition to a fire hazard system. They can store files, art-work and cultural heritage pieces at the appropriate temperature and humidity. The company has also developed expertise in scanning and packaging, connected to preservation. Gagnavarslan’s software department has developed the record- and information system Core2, based on open software.

Mannkynssaga Strákur kom inn og spurði hvort eitthvað væri til um mannkynssögu á safninu. Honum var vísað á þann flokk. Korteri seinna sá upplýsingafræðingurinn hann standa ráðleysislegan og blaða í bókum 900 flokksins og spurði hvort hún gæti hjálpað. „Jaa, ég veit ekki, mig vantar bara svo að vita hvenær Einstein var fæddur.“

Ættleri Maður kom inn, steðjaði að upplýsingaborðinu og vildi fá upplýsingar um hvað orðið „Ættleri“ þýddi. Því var flett upp fyrir hann, og fékk hann ljósrit af merkingu orðsins. Hann las vandlega, leit svo upp, barði hnefanum í lófa hinnar handar og sagði: „Nú skal helvítið aldeilis fá að finna fyrir því.“ Úr sögum af Borgarbókasafni Reykjavíkur

33


Þekkingarveita í allra þágu Stefna Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns 2009-2012

í því skyni að opna aðgang að og miðla því efni sem safnið hefur yfir að ráða. Safninu ber auk þessa að veita skilvirka gæðaþjónustu á netinu og auka sjálfsafgreiðslu í anda stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið, Netríkið Ísland.

Ingibjörg Sverrisdóttir

Undirbúningur Veturinn 2008-2009 var unnið að nýrri stefnumótun fyrir Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Stjórn safnsins, sem lögum samkvæmt ber að marka safninu stefnu, fjallaði um málið haustið 2008 og ákvað að hafa víðtækt samráð um mótun stefnunnar. Markmiðið var að vinna heildstæða stefnumótun til næstu ára, sem væri leiðarvísir um starfsemina og jafnframt sveigjanlegt tæki til að bregðast við breytingum og þróun. Ákveðið var að skoða eftirtalin meginatriði: þjónustu við notendur, rafrænar lausnir, söfnun og skipulag rafræns efnis auk samstarfs og tenginga við aðra sem starfa á sama vettvangi. Stefnan byggir á fyrri stefnu Þekkingarveita á Norðurslóð frá árinu 2003 en það ár var einnig kynnt nýtt skipurit fyrir safnið. Breytingar Miklar breytingar hafa orðið á umhverfi safnsins á síðustu árum. Háskólaumhverfið hefur gjörbreyst og m.a. voru Háskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands sameinaðir 2008. Þá hefur verið unnið að endurskoðun laga um safnið og frumvarp var lagt fram á Alþingi haustið 2008 þó ekki hafi náðst að afgreiða það. Frumvarpið var haft til hliðsjónar í stefnu­mótunarvinnunni en verði nýtt frumvarp lagt fram þarf að endurskoða stefnuna til samræmis við það. Í umhverfi safnsins eru sífelldar tæknibreytingar sem hafa áhrif á verklag og vinnuferla og safnefni berst með öðrum hætti en áður og á nýjum miðlum. Rafræni hluti safnkostsins verður æ fyrirferðarmeiri og afar mikilvægt er að efla vefi safnsins

34

Rafræn miðlun Tvær styrkustu stoðir rafrænnar miðlunar safnsins eru samstarfsverkefni íslenskra bókasafna. Það eru annars vegar bókasafnskerfið Gegnir sem rekið er af Landskerfi bókasafna, en safnið leggur fjölþætta vinnu til kerfisins. Hins vegar er það Landsaðgangur að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum sem safnið rekur með þjónustusamningi við menntamálaráðuneytið. Aðrir þættir rafrænnar miðlunar, sem hafa eflst verulega undanfarin ár, eru stafræn endurgerð íslensk efnis s.s. Timarit.is, kortavefurinn og Sagnanetið og söfnun vefsíðna á þjóðarléninu .is. Á næstu árum þarf að þróa nýja þætti eins og söfnun og miðlun efnis sem er framleitt stafrænt og stíga fyrstu skref til langtíma­varðveislu á stafrænu efni. Framkvæmd Fjölmargir hafa komið að vinnunni við stefnumótunina og er öllum sem lögðu hönd á plóginn þakkað fyrir þeirra framlag. Fyrirtækið Stjórnhættir ehf var fengið til ráðgjafar og aðstoðar við vinnslu stefnunnar. Innan safnsins var skipaður stefnumótunarhópur, sem í sátu tíu starfsmenn, og hittist hópurinn níu sinnum ásamt starfsmönnum Stjórnhátta. Þá voru haldnir tveir almennir starfsmannafundir og dagsfundur með 45 fulltrúum helstu hagsmunaaðila s.s frá Háskóla Íslands, úr fræðasamfélaginu og atvinnulífinu. Úr því efni sem safnaðist á þessum fundum var unnin tillaga sem framkvæmdaráð safnsins fór yfir og var henni skilað til stjórnar í lok apríl. Stjórnin vann síðan tillöguna áfram og samþykkti endanlega stefnumótun á fundi sínum 19. maí 2009. Safnið setur sér átta markmið út frá hlutverki og framtíðarsýn. Til að vinna að hverju markmiði eru skilgreindar þrjár aðgerðir og síðan smærri verkefni eða viðfangsefni innan hverrar aðgerðar. Auk þess eru settir árangursmælikvarðar og tímarammar. Næstu skref eru að tengja nýja stefnu við


bókasafnið

Stefnumótunarfundur með helstu hagsmunaaðilum fór fram í Þjóðmenningarhúsinu, hinu gamla húsnæði Landsbókasafns, í febrúar 2009. Fánar Þjóðmenningarhússins og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns blöktu við hún.

árlegar verkefnaáætlanir safnsins og hrinda verkefnunum í framkvæmd. Á næstu síðum er birt myndrænt yfirlit yfir meginatriði stefnumótunarinnar. Abstract Knowledge for everyone The National and University Library of Iceland – Strategy 2009-2012 A new strategic plan 2009 - 2012 for the National and University Library is presented. It is the result of several months’ work, in which many people, both staff and stakeholders, participated. The main emphasis is on services to users, electronic solutions, collection and organization of digital material as well as collaboration with related institutions. The environment of the library is changing, driven by technological developments. The electronic collection is growing rapidly and it is therefore important to develop the library’s websites and searchtools in order to give better access to it. The basis for innovation and development of new services are the Icelandic library system, Gegnir and The Iceland Consortia for electronic subscriptions, hvar. is. Another important project is the increasing digitization of Icelandic material. New developments in the near future include collection and access to born digital material and the first steps towards longtime preservation of digital material. Eight aims or strategic priorities are identified from the library‘s purpose and vision:

Stefnumótunin var rædd í hópum. Í þessum hóp sátu Hörður Sigurgests­ son, Edda G. Björgvinsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Ragna Steinarsdóttir og Sveinbjörg Sveinsdóttir.

• Electronic dissemination and access to library material • Collection and cataloguing • Digitalization • Longtime preservation • Collaboration with the University of Iceland and other users • Services • Effective organization and management • The library as a good workplace

35


36


37


Um bókasafn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Þórhildur S. Sigurðardóttir

Sameining Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands Háskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands voru sameinaðir í eina stofnun þann 1. júlí 2008. Samtímis var deildum innan HÍ skipt á fimm fræðasvið: Félagsvísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið, Menntavísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið. Menntavísindasvið hýsir nokkurn veginn sömu námsleiðir og áður voru í Kennaraháskóla Íslands að viðbættri m.a. uppeldis- og menntunarfræði sem flyst yfir á Menntavísinda­ svið í haust en var áður innan Félagsvísindadeildar HÍ. Sviðið nýtir sama húsnæði og KHÍ áður, við Stakkahlíð, í Skipholti og á Laugarvatni. Þegar farið var að undirbúa sameiningu HÍ og KHÍ voru stofnaðar verkefnishópar um ýmsa þætti sameiningarinnar. Þeirra á meðal var verkefnishópur um upplýsingatækni, safnþjónustu og kennsluþróun og var Kristín Indriðadóttir, þá framkvæmdastjóri Menntasmiðju KHÍ, formaður hópsins. Hópurinn skilaði skýrslu og tillögum í október 2007 og lagði m.a. til að þegar í stað verði ráðist í að greina þarfir sameinaðs háskóla á sviði upplýsingatækni, safnþjónustu og kennsluþróun og að á grundvelli þeirrar greiningar og núverandi stöðu móti HÍ sér stefnu til framtíðar. Hópurinn lagði einnig fram tillögur til skemmri tíma í 17 liðum. Til dæmis var lagt til að starfseiningarnar sem fjallað var um í skýrslunni störfuðu áfram með sama sniði og áður þar til stefnumótunarvinnu væri lokið. Þær ættu jafnframt að leitast við að finna leiðir og lausnir til að samþætta starfsemi sína og til að þjóna nemendum og starfsfólki hins sameinaða háskóla.

38

Verkefnisstjórn sameiningar fjallaði um tillögur hópsins og lagði áherslu á að sú öfluga stoðþjónusta sem veitt var í KHÍ, einkum á vettvangi Menntasmiðju, yrði ekki skert við sameininguna heldur fengi að þróast í takt við áherslur nýs Menntavísindasviðs. Raunar taldi verkefnisstjórnin fyrirkomulag þjónustunnar í Menntasmiðju vera til eftirbreytni fyrir fræðasvið hins sameinaða háskóla. Í sameiningarferlinu lögðu nemendur og kennarar KHÍ einmitt mikla áherslu á að halda í stoðþjónustuna í Stakkahlíðinni, ekki síst í þjónustu Menntasmiðju, þ.e. safns og smiðju, enda ljóst að ekki yrði flutt strax vestur á Mela í nágrenni við þjónustustofnanir HÍ. Svo fór að ákveðið var að bókasafnið yrði, a.m.k. fyrst um sinn, rekið áfram á Menntavísindasviði með svipuðu sniði og verið hefur og er það nú með sérfjárveitingu innan sviðsins. Nokkrar breytingar hafa hins vegar orðið á verkefnum og þjónustu í smiðju (sem nú er kölluð Menntasmiðja). Bókasafn Menntavísindasviðs HÍ Bókasafn Menntavísindasviðs HÍ er sem áður sérfræðisafn á sviði kennslu, uppeldis, umönnunar og þjálfunar og á einkum að þjóna starfsliði og nemendum sviðsins en er jafnframt, sem eitt af söfnum HÍ, opið öllum starfsmönnum og nemendum skólans sem og öðrum sem eiga erindi við efniskostinn. Og sem áður er stefnan að bókasafnið og starfsmenn þess sé ávirkur bakhjarl sem styður með margvíslegum hætti við rannsóknir og kennslu á sviðinu. Í bókasafninu er sérstakt kennslugagnasafn sem m.a. hýsir sýningu á öllu námsefni frá Námsgagnastofnun og bókasafnið er einnig miðstöð samstarfs verkefnastjóra vettvangsnáms við heimaskólana sem eru samstarfsskólar Menntavísindasviðs. Kunn eru markmið Háskóla Íslands að komast í hóp hundrað bestu háskóla heimsins. Til að ná þeim markmiðum þarf Háskólinn öfluga stoðþjónustu, m.a. bókasafn eða bókasöfn sem hafa á að skipa kröftugu og meðvituðu starfsfólki sem með sinni sérfræðiþekkingu greiðir leið kennara og fræðimanna að rannsóknum og upplýsingum alls staðar að. Forseti Menntavísindasviðs hefur t.d. lagt sérstaka áherslu á að starfsmenn bókasafnsins finni og kynni norrænar rannsóknir á sviði uppeldis- og menntamála. Brýnt


bókasafnið þykir einnig að tryggja að íslenskt efni á sviðinu sem einungis er gefið út á vef sé skráð og aðgengilegt og deilum við þeim áhuga með fleirum eins og fram kom á notendaráðstefnu Aleflis í byrjun maí. Rannsóknir krefjast aðgangs að upplýsingum hvort heldur eru upplýsingar um alþjóðlegar rannsóknarniðurstöður og kenningasmíði eða um stefnur og strauma í rannsóknum. Fræðimenn þurfa stöðugt að lesa sér til, skanna og kynna sér alls konar upplýsingaveitur, bækur, greinar og efni á Netinu til að halda þekkingu sinni við. Þetta er afskaplega tímafrekt og flókið og fræðimaðurinn þarf að finna leið til að halda utan um gríðarmikið efni. Þarna eiga starfsmenn bókasafnanna að koma til skjalanna með sína sérþekkingu og aðstoða fræðimennina við að finna bestu leiðirnar bæði að efninu sem máli skiptir og til að halda utan um heimildirnar. Svipað má segja um námsmenn, þeir þurfa að afla sér upplýsinga og vinna með margs konar heimildir og gera grein fyrir þeim. Notendafræðsla bókasafnsins miðast að því að gera nemendur læsa á upplýsingar og kenna þeim að leita, finna og meta réttu upplýsingarnar. Notendafræðsla fyrir nemendur í fyrrihlutanámi tengist tilteknum námskeiðum og er í samvinnu við kennara og á framhaldsleiðum eru það ýmist kennarar, nemendur eða starfsmenn bókasafnsins sem hafa frumkvæðið að kynningum. Á Menntavísindasviði hefur verið lagt til að koma á fót ritveri eða ritsmiðju sem hefur að markmiði að efla ritmenningu og samhæfa kennslu og leiðsögn um ritun og verður kallað eftir fulltrúa bókasafnsins í undirbúningshóp. Annað brýnt verkefni er að kanna hvers konar þjónusta kæmi doktorsnemum helst til góða og að færa stuðning við þennan hóp í fastara form. Sama gildir um allmargar rannsóknarstofur sem hafa verið stofnaðar á undanförnum árum og halda nú áfram á Menntavísindasviði. Samvinna Í starfsemi bókasafnsins hefur ævinlega verið lögð áhersla á góða samvinnu við önnur bókasöfn, þá ekki síst við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. T.d. er löng hefð fyrir samráði milli safnanna tveggja um áskriftir að tímaritum á sviði uppeldis- og menntamála. Í aðdraganda sameiningarinnar voru haldnir nokkrir samráðsfundir fulltrúa safnanna sem nú þjóna starfsmönnum og nemendum Háskóla Íslands, þ.e. Lbs-Hbs, bókasafns Landspítala og safns Menntasmiðju KHÍ, (sem nú er bókasafn Menntavísindasviðs), um samræmingu á ýmsum þáttum í þjónustunni og hagræðingu og var það í samræmi við tillögur verkefnishópsins sem lagði áherslu á að efla samvinnu safnanna til hagsbóta fyrir notendur. Til dæmis má nefna örfá atriði: • Þessi söfn eru ekki í sömu stjórnunareiningu í Gegni og var kannað hvort stefna ætti að því að sameina stjórnunareiningarnar. Á daginn kom að það yrði mjög dýrt og mikil vinna og var horfið frá því. Þess í stað voru ýmis atriði samræmd, s.s. gjaldskrá, og ákveðið hvernig nemendur og kennarar HÍ yrðu skráðir inn í lánþegaskrár og réttindi þeirra samræmd í söfnunum.

Dagleg sendilsþjónusta á milli húsa Háskólans og Landsbókasafns flýtir fyrir í þjónustunni. • Miklar auðlindir upplýsinga opnuðust nemendum og kennurum Menntavísindasviðs með sameiningunni og tengingu við HÍ-netið og er stóraukinn aðgangur að gagnasöfnum og rafrænum tímaritum mikil lyftistöng fyrir kennslu og rannsóknir á Menntavísindasviði. Rafrænar séráskriftir Menntavísindasviðs eru nú sömuleiðis aðgengilegar öllum á HÍ-netinu. Með tengingunni við HÍ-netið mátti spara eina áskrift að OECD-gagnasafninu og sömuleiðis gafst þá færi á að samnýta áskrift að rafrænu útgáfunni af Deweyflokkunarkerfinu. • Jafnframt tilboðum á bókasafni Menntavísindasviðs um kynningar og fræðslu er athygli starfsmanna vakin á tilboðum um námskeið og fræðslu í Landsbókasafni. • Skemman, rafræn geymsla fyrir lokaverkefni (www. skemman.is) sem upphaflega var samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og Kennaraháskólans, var í haust flutt til Landsbókasafns. Hún á hér eftir að hýsa öll lokaverkefni frá Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Í Skemmunni er einnig hægt að hýsa birt verk starfsmanna háskólanna og verður þess vonandi ekki langt að bíða að verk margra þeirra sjáist þar. Enn sem komið er eru einungis fáein verk starfsmanna Háskólans á Akureyri aðgengileg í Skemmuni. Áætlanir um að byggja yfir starfsemi Menntavísindasviðs á Melunum, á lóð Háskóla Íslands, hafa verið kynntar en óvíst er hvenær sú bygging rís. Ljóst þykir að bókasafnið verður ekki flutt neitt til á meðan mest öll kennslan á Menntavísindasviði fer fram í núverandi húsnæði á Rauðarárholti og verður verkefni starfsmanna safnsins að vinna að vexti og viðgangi sviðsins með ráðum og dáð en jafnframt að vinna með starfsmönnum annarra bókasafna sem þjóna HÍ að þeim verkefnum sem til hagsbóta horfa fyrir heildina. Lokaorð Í Idékatalog, fokus på forskningsbi­bliotekerne sem Bibliotekar­ forbundet og Danmarks forskningsbiblioteksforening gáfu út árið 2004 (www.bf.dk/files/dk/PDF/FagetogBibliotekaren/ F o r s k n i n g s b i b l i o t e k e r/ I d % C 3 % A 9 k a t a l o g _ B F - D F_ November_2004.pdf) er bent á ýmsar leiðir fyrir þarlend rannsóknar- og sérfræðisöfn til að vekja athygli á sér í samfélagi stofnunar eða skóla. Mér sýnast þær vel geta verið leiðarljós fyrir okkur líka: • Söfnin skulu einbeita sér að því að vera sýnileg og láta til sín taka á opinberum vettvangi. Það gera þau m.a. með virkri upplýsingastefnu sem þau beina bæði inn á við, milli safna, út á við til notenda eða líklegra notenda, til þeirra sem taka ákvarðanir og til þeirra sem hafa áhrif og geta mótað skoðanir fólks. • Kynna skal vel innan stofnunar allar sýningar, viðburði eða skemmtanir á vegum bókasafnsins eða starfsmanna þess og gæta þess að láta fjölmiðla líka vita.

39


bókasafnið • Styrkja ber sambandið við námsmenn og fræðimenn t.d. með því hvetja til samvinnu um ritgerðir, lokaverkefni eða rannsóknir sem byggjast á stöðu eða hlutverki bókasafnsins í stofnuninni eða innan stofnunarinnar. • Styrkja ber sambandið við þá sem hafa ákvörðunar­ valdið, þ.e. yfirstjórn stofnunar /skóla eða pólitísk stjórnvöld. • Bókasöfnin eða starfsmenn þeirra ættu að taka þátt í opinberum menningarviðburðum eða íþróttum sem starfsmenn viðkomandi bókasafns og vekja þannig jákvæða athygli á því. Nefna má til dæmis vinnustaðakeppni eins og Hjólað í vinnuna og Lífshlaupið, almenningsíþróttir af ýmsu tagi svo sem götuhlaup eða skíðagöngu. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér sögu bókasafns KHÍ og síðar Menntasmiðju KHÍ má benda á greinar í Bókasafninu, 27. árg. 2003, í Fregnum 31. árg., 3. tbl. 2006 og í Aldarspegli. Rv. : KHÍ, 2008.

Abstract The Library of the School of Education at the University of Iceland The University of Iceland and the Iceland University of Education merged on July 1st 2008. The latter became the main part of the School of Education at the University of Iceland. Most of its activities are located in the buildings of the former Iceland University of Education. It was decided that the library would still be run as the library at the School of Education as one of the libraries of the University of Iceland, for the time being at least. The library is open to all employees and students at the University of Iceland as well as other people that need access to the collection and the service of the library. The library will operate in good cooperation with the National and University Library of Iceland, as well as the Library of Landspitali - The National and University Hospital.

Bókabíllinn Hjón á áttræðisaldri komu að Bústaðaútibúi Borgarbókasafns. Maðurinn beið í bílnum, en þar sem bókabíllinn stóð á hlaðinu ákvað konan að kíkja í hann og spyrja um ákveðna bók. Henni var vísað í safnið, en það sá eiginmaðurinn ekki. Stuttu seinna ók bókabíllinn af stað og eiginmaðurinn elti. Alveg upp í Grafarvog. Þar kom sá gamli upp í bókabílinn, mjög æstur: „Hvar er konan mín, hvar hafið þið hana?“ Hann var róaður og sagt að konan væri í Bústaðasafni. En þá kom annað vandamál, maðurinn hafði aldrei í Grafarvog komið, og þurfti að lóðsa hann út úr hverfinu. Þetta þótti lýsa miklum kærleik og hetjudáð, að elta konuna í alókunnugt hverfi, til að bjarga henni. Eftir stóð konan, dálítið undrandi á tröppum Bústaðasafns og skildi ekki hvað hefði orðið af eiginmanninum. Og urðu fagnaðarfundir þegar hann kom aftur. Úr sögum af Borgarbókasafni Reykjavíkur

40


Dýrgripur Ragnheiðar Finnsdóttur: stutt frásaga af gömlu handriti

Bragi Þorgrímur Ólafsson

Fram undir miðja 19. öld var framboð bóka hér á landi lítið miðað við það sem seinna varð. Sömu bækurnar voru því lesnar mann fram af manni og gömul blöð og tímarit gengu á milli bæja og litlu skipti þótt fréttirnar sem þau höfðu að geyma væru gamlar. Prentaðar bækur voru þó ekki eini lesmiðillinn sem völ var á, því í gamla íslenska bændasamfélaginu var sterk og rótgróin handritamenning: fólk safnaði saman allskyns handskrifuðum fróðleik og skemmtiefni og lét jafnvel binda inn og lánaði svo vinum og ættingjum. Handritin varðveittust stundum innan sömu fjölskyldu áratugum saman og hafa nýst mörgum til fróðleiks og skemmtunar. Eflaust hafa margir passað vel upp á bækur sínar og handrit og bundist þeim nokkrum kærleiksböndum. Í handritinu JS 251 4to, sem varðveitt er í handritadeild Landsbókasafns Íslands, má sjá skemmtileg síðuskrif sem ber þess vott. Handritið er rúmar 360 blaðsíður að lengd og hefur að geyma sjö mismunandi efnisþætti sem skrifaðir eru á átjándu öld af nokkrum einstaklingum ef tekið er mið af ólíkum rithöndum handritsins. Þarna er að finna ævintýri, brot úr Íslendingasögum, trúarlegt efni, landafræði og brot úr reisubók séra Ólafs Egilssonar. Ómögulegt er að draga upp heildarmynd af uppruna og sögu handritsins, en vitað er að árið 1855 var það komið í eigu konu að nafni Ragnheiður Finnsdóttir sem þá var um fertugt og bjó að Hvilft í Önundarfirði. Hún hefur eflaust passað vel upp á bókina, því á fremstu síðu gefur hún henni orðið og skrifar1: 1.

Velvirt og dyggðelskandi heiðurskvinna á mig með réttu, Ragnheiður Finnsdóttir á Hvilft. Ég bið því alla bókavini, að fara vel með mig og endurbæta mig þegar þess við þarf, því ég á það vel skilið fyrir góða og meinlausa skemmtan mína. En þeim sem illa fara með mig, þeim lofa ég engum að lesa mig. Árið 1855 hefur hún látið binda handritið inn og endurbæta eins og segir á síðunni þar sem bókin fær aftur orðið: Nú er ég nýinnbundin og endurbætt af Andrési Hákonarsyni dag 20. desember árið 1855. Andrési þessum hefur greinilega litist vel á bókina, því hann ritar í hana orðsendingu til Ragnheiðar þar sem hann óskar eftir því að fá hana lánaða aftur „ef við lifum bæði“: Nú sendi ég yður bókina með hjartkæru þakklæti fyrir lánið á henni og ég bið yður að forláta þó hún hafi lengi hjá mér verið og viðgerðina bið ég yður að virða mér á hægra veg. Ef við lifum bæði, þá bið ég yður að ljá mér hana í annað sinn, til að kynna mér hana betur. Verið svo Guði befalaðar um tíma og eilífð með sálu og lífi. Þess óskar yðar einlægur Andrés. Fjórtán árum síðar, eða árið 1869, er bókin komin í eigu Ragnheiðar Magnúsdóttur. Ári síðar eignast Magnús Össurarson hana og er þá færð Jóni Sigurðssyni forseta, sem var mikill handritasafnari. Árið 1879 keypti Landsbókasafn allt handritasafn Jóns og fékk þetta handrit þá safnmarkið JS 251 4to, og hefur það verið í vörslu safnsins æ síðan, eða í tæp 140 ár. Eflaust hafa allmargir skoðað handritið á safninu í áranna rás, en þess má geta að notast var við það við útgáfu Sögufélags á ýmsum skjölum sem tengdust Tyrkjaráninu 1627. Það eru því fleiri en Ragnheiður og Andrés sem hafa haft gagn og gaman af handritinu sem þau höfðu augljóslega svo miklar mætur á um miðja nítjándu öld.

Fært til nútímastafsetningar.

41


Minningarorð Benedikt S. Benedikz 1932-2009

Benedikt Sigurður Benedikz bókavörður lést í Birmingham á Englandi 25. mars 2009. Hann fæddist 4. apríl 1932 í Reykjavík, sonur Eiríks Benedikz og Margaret Benedikz (fædd Simcock) en Eiríkur var um langt skeið sendiráðunautur við íslenska sendiráðið í London. Faðir hans og afi Benedikts var hinn þjóðkunni bókasafnari Benedikt S. Þórarinsson (1861-1940), kaupmaður í Reykjavík. Árið 1964 kvæntist Benedikt Phyllis Mary (f. 1940). Börn þeirra eru Einar Kenneth (f. 1966, dó ungur), Anna Þórunn (f. 1969) og Eyjólfur Kenneth (f. 1970). Barnabörnin eru fimm. Benedikt stundaði nám við Pembroke College í Oxford og lauk þaðan M.A.-prófi í enskri tungu og bókmenntum 1958. Hann hlaut Diploma in Librarianship við University College í Lundúnum 1959 og var þar með fyrstur Íslendinga til að taka lokapróf frá háskóla í bókasafnsfræði. Honum var veitt doktorsgráða í heimspeki frá University of Birmingham 1979 fyrir safn prentaðra greina og bóka um íslensk fræði, býsönsk fræði og bókfræði. Benedikt vann í aðfangadeild Durham University Library 195967 og var jafnframt kennari við þann skóla. Hann var bókavörður við New University of Ulster 1968-71. Eftir það var hann lektor í bókasafnsfræði við Leeds Polytechnic. Frá 1973 til starfsloka var Benedikt bókavörður við University of Birmingham og kenndi líka handritafræði. Auk bókavarðarstarfsins og annarra skyldustarfa var hann mikilvirkur höfundur rita og greina um íslensk efni, bókfræði og ýmislegt fleira. Benedikt annaðist útgáfu minningarrits sem út var gefið á aldarafmæli Benedikts afa hans árið 1961. Hann tók saman, ásamt Ólafi F. Hjartar, skrá yfir doktorsritgerðir Íslendinga frá upphafi til 1980. Hann þýddi og endurritaði Væringjasögu eftir Sigfús Blöndal og kom hún út 1978. Auk þess þýddi Benedikt mörg rit úr íslensku og öðrum Norðurlandamálum á ensku og yfirfór í handriti ýmsar slíkar þýðingar. Meðal annars þýddi hann úr ensku og setti á svið í Durham Galdra-Loft eftir Jóhann Sigurjónsson. Nánara yfirlit um ritstörf Benedikts má finna í Gegni.

42

Benedikt var félagi í lærdómsfélögunum Society of Antiquaries og Royal Historical Society. Til hans var oft leitað um að flytja háskólafyrirlestra eða önnur erindi um íslensk efni. Árið 1989 höfðu Landsbókasafn Íslands og Háskólinn samvinnu um að bjóða Benedikt hingað heim til að flytja fyrirlestur í tilefni af hundrað ára ártíð Guðbrands Vigfússonar. Þegar Benedikt var að alast upp dvaldist hann langdvölum á Smáragötu 10 hjá afa sínum, Benedikt S. Þórarinssyni, og ömmu, Hansínu Eiríksdóttur. Vafalaust má rekja hinn mikla bókaáhuga hans til þessara ára en Sigurður Nordal orðar það þannig að hann hafi verið fóstraður í hinu mikla bókasafni afa síns. Benedikt var orðinn fluglæs fjögurra ára og það þurfti að passa allar bækur fyrir honum því hann átti það til að stelast út með bók en á þessum tíma var Smáragatan bara byggð öðrum megin og þar voru mörg hálfbyggð hús sem hægt var að fela sig í. Það má segja að á þessum árum hafi verið lagður grunnurinn að þeirri ræktarsemi sem Benedikt sýndi íslenskum menningararfi, en hann hélt ætíð ötullega uppi merki íslenskra bókmennta og fræða á erlendum vettvangi. Eins og áður kom fram starfaði Benedikt í Bretlandi öll sín fullorðinsár. Hann byggði m.a. upp söfn í íslenskum fræðum við fjóra þarlenda háskóla. Hann ætlaði að sækja um sem landsbókavörður árið 1964 en hætti við því hann vildi ekki sækja um á móti Birni Sigfússyni. Það var síðan Finnbogi Guðmundsson sem fékk stöðuna. Benedikt var sérstaklega annt um Benediktssafn, sem svo er kallað, safn sem Benedikt eldri gaf Háskóla Íslands áður en hann lést 1940 og er nú varðveitt sem sérsafn í Landsbókasafni. Benedikt sendi safni afa síns bækur, handrit og peninga. Um haustið 2007 fór sá sem þessar línur skrifar í nokkurra daga heimsókn til þeirra Benedikts og Phyllis í Birmingham. Erindið var að fræðast nánar um bókasafn afa hans en Benedikt bjó yfir miklum fróðleik um það. Móttökur þeirra hjóna voru hinar ljúfustu og vildu þau allt fyrir mig gera. Við fórum m.a. í stutta ferð til Nottingham til að skoða bókasafn föður Benedikts, Eiríks, sem er núna sérsafn í University of Nottingham. Benedikt var hafsjór af skemmtilegum og fróðlegum sögum um menn og málefni í Reykjavík fyrri tíma og lausavísur kunni hann fjölmargar. Það var ekki bara hugur hans sem dvaldi í gamla tímanum, heldur má einnig segja að sú kjarnmikla tunga sem Benedikt notaði hafi verið íslenska eins og hún var töluð á árunum fyrir seinna stríð. Benedikt var söngmaður góður og söng oft í óperum en Pétur Jónsson óperusöngvari var einn af kennurum hans. Hann fékkst einnig við tónsmíðar. Jarðarför Benedikts var 7. apríl frá St. Peter‘s Church í Birmingham en hann var jarðsettur við hlið sonar síns í Durham. Jökull Sævarsson


bókasafnið

Bækur og lÍf Bækurnar mínar og lestur Ég var snemma á ævinni vaninn við bóklestur. Það var föst venja að minnsta kosti ein bók kæmi úr jólapakka. Þegar búið var að ganga frá öllu eftir matinn og taka upp úr pökkum settist hver með sína bók og hóf sinn lestur. Á mínum ungdómsárum var skýr skipting, strákar lásu strákabækur eins og um vísindastrákana Tom Swift og Örn, en stelpur lásu Tryggvi Ólafsson stelpubækur eins og um fögru hjúkrunarkonuna Rósu Bennett og slíkar stelpubækur gat enginn strákur viðurkennt að hafa lesið, en ég viðurkenni, hér og nú, að hafa stolizt í bækur systur minnar. Ævintýrabækurnar eftir Blyton voru einnig mjög vinsælar á þessum árum, og þær voru á hlutlausu svæði, bæði kynin gátu kinnroðalaust viðurkennt að lesa þær. Önnur klár skipting var í barnabækur og fullorðinsbækur, og síðar komu einnig unglingabækur, en það var löngu eftir mín unglingsár. Ég man þegar ég hjólaði heiman frá mér á Tómasarhaganum upp í Þingholtsstræti á bókasafnið þar. Þar var barnadeildin einn lítill krókur á fyrstu hæð, og þegar búið var að byrgja sig upp af bókum í þeirri deild var stutt í hilluna þar sem Leyndardómar Parísarborgar voru geymdir, rit í mörgum vel innbundnum bindum. Vaninn var að taka með sér eitt hefti af Leyndardómunum, svona þegar maður var aðeins farinn að þroskast. Þessu merka riti kynntist ég fyrst þegar ég las bók Nonna, Jóns Sveinssonar, þegar hann er kominn til Kaupmannahafnar, um tólf ára gamall, og býr hjá norrænufræðingnum Gísla Brynjúlfssyni, er átti mikið og gott bókasafn. Eitt kvöld kemur Gísli að stráknum að lesa bók úr bókasafninu sínu, tók bókina af strák, og las yfir honum um hvað væri hollt fyrir drengi að lesa og hvað ekki, en þarna var einmitt um Leyndardóma Parísarborgar að ræða. Að sjálfsögðu vakti þetta áhuga annars stráks, um öld síðar, á þessu riti og voru þarna nokkuð öðruvísi persónur en í ævintýrabókunum eftir Blyton. Ég er ekki einn af þeim, sem geta verið með margar bækur í takinu í einu. Þó hef ég yfirleitt tvær. Önnur er dönsk, uppsláttarrit um myntsöfnun, Numismatisk leksikon. Þá bók er ég með til taks, sökum þess að ég er titlaður ritstjóri lítils fréttabréfs, sem safnarasamtök nokkur gefa út, og þarf því að

finna efni í þetta ágæta rit, og er þá handhægt að grípa til danska uppsláttarritsins, þýða úr því stuttar greinar, og senda prentaranum. Þessa bók hef ég haft við tölvuna mína í nokkur ár. Alltaf er gaman að Íslendingasögunum. Í mestu uppáhaldi hjá mér eru Njálssaga, Egilssaga og Gísla saga Súrssonar. Ég gæti trúað að ég hafi verið ekki eldri en tólf ára gamall, þegar ég fékk í jólagjöf Gísla sögu Súrssonar, eins konar barnaútgáfu, líklega eitthvað stytt og með stóru letri, hún var ekki myndskreytt, það tíðkaðist ekki í þá daga. Þessa bók las ég þessi jól með miklum áhuga og mundi vel, er ég mörgum árum síðar kom til Geirþjófsfjarðar, þar sem sagan gerist að miklu leyti. Sagan af furðufuglinum Agli hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og breyttist það ekki þótt við værum látin læra Höfuðlausn utan að í menntaskóla. Í þessari sögu eru slíkar stórbrotnar mannlýsingar, glettni, falleg lýsing á tryggð Ásbjarnar hersis í garð vandræðagemlingsins Egils, sagt frá græðgi og nízku Egils, menntun bardagamannsins Egils, en hann kunni að lesa rúnir og var skáld gott. Einnig er góð lýsing á Agli þegar sagt er frá hinstu ósk hans, þar sem hann vildi nota silfursjóð sinn, sem hann hafði um langan aldur legið á sem ormur á gulli, til að koma illu til leiðar. Þegar hans nánustu komu í veg fyrir þá óhæfu, sá hann og svo um að enginn fengi notið góðs af auðnum heldur. Njáls saga er stórbrotið listaverk og í henni margbrotnar mannlýsingar. Þarna er mikill harmleikur, en einnig skop. Þetta er saga, sem alltaf er gaman að grípa í. Nú hefur skáldkonan Þórunn E. Valdimarsdóttir skrifað nútíma Njálu. Í sinni sögu notar Þórunn ýmist sömu nöfn og í Njálu, lítt breytt og sum meira. Þarna eru Gunnar, Hrútur, Unnur, Halla (í stað Hallgerðar) og svo framvegis. Þarna hefur Þórunni tekizt vel með þessa nútímagerð á Njáls sögu. Þórunn notar Njáls sögu og byggir upp samsvarandi, og mjög trúverðuga atburðarrás, sem gerist á okkar dögum. Hjá Þórunni fá skúrkarnir og lygamerðirnir makleg málagjöld, og hetjurnar eru ekki alveg eins hreinar og saklausar, sem þær eru í Njáls sögu. Ekki get ég lokið þessu án þess að minnast sögunnar okkar Íslendinga og yfirleitt alls mannkyns. Nú fyrir síðustu jól kom út 9. bindi sögu Íslands, en hafizt var handa við útgáfu þessa góða rits þjóðhátíðarárið 1974, fyrir 34 árum, og nær sagan nú til 1870. Aðalhöfundur þessa rits er Gunnar Karlsson. Þetta rit las ég mér til mikillar ánægju um jólin og áramótin. Á litlu borði við leshægindastólinn minn (ég hef aldrei getað vanizt því að lesa í rúminu) liggur 6oo blaðsíðna bók, saga mannkyns. Þessi bók er nútímaútgáfa, með stuttum köflum og vel myndskreytt, og er hún nú á dagskrá, ætli hún verði ekki páskalesning.

43


Bækur og lÍf Tvær bækur Karel Capek var einn af öndvegisrithöfundum Tékka. Tveimur árum fyrir dauða sinn 1936 skrifaði hann bókina Salamöndrustríðið (Inwazja jaszezurow), mikla ólíkindasögu og ádeilurit í anda Wells, Orwells og Vonneguts. Bókin kom út hjá Máli og menningu í íslenskri þýðingu Jóhannesar úr Kötlum árið 1946 og rataði löngu síðar fyrir Guðrún Hannesdóttir mín augu og festist í minni eins og sumar bækur gera. Fyrir stuttu rakst ég á aðra góða bók, sú er eftir pólska Nóbelsverðlaunahöfundinn og ljóðskáldið Wislöwu Szymborsku. Heitir hún Brevidläsning í sænskri þýðingu (Anders Bodegård, 1997) og er samsafn smágreina eða bókagagnrýni um aðskiljanlegar bækur frá ýmsum tímum. Þessar bækur gefa Szymborsku tilefni til ótrúlega skemmtilegra vangaveltna og hugarflugs þó sumar þeirra séu greinilega hrútleiðinlegar. Svona drjúpa bækur af bókum, kannski ekki níundu hverja nótt en vonandi jafnt og þétt um ókomna tíð. Í Brevidläsning er að finna kafla um Salamöndrustríðið sem fylgir hér í lauslegri þýðingu minni. GH

Hvað meinarðu - of seint? Hin fræga yfirþyrmandi bók Capeks Salamöndrustríðið kom út árið1936 og var skrifuð sem varnarorð mót fasisma Hitlers sem óx þá mjög fiskur um hrygg. Það væri hægur vandi að líta svo á að bókin sé klassískt verk sem hafi skilað hlutverki sínu og ætti skilið að hvíla í ró á sinni hillu með öðrum ólesnum bókum. Stílfegurðin ein og óbeislað ímyndunarafl höfundar væri að vísu ærið tilefni til að taka hana fram aftur. Þannig las ég bókina sjálf fyrir áratugum síðan mér til ómældrar ánægju. Þegar ég les hana aftur nú rennur mér kallt vatn milli skinns og hörunds. Því bókin er afar langt frá því að vera úrelt.

44

Um hvað fjallar hún? Í inngangi bókarinnar er skýrt frá því að í vík á eyju nokkurri hafa menn uppgötvað áður óþekkta skriðdýrategund. Fyrir tilviljun átta menn sig á að þessi góðlátlegu dýr eru í hæsta máta námfús, þau þrífast vel á öllum breiddargráðum og sé þeim útvegaður nægur matur og nauðsynleg verkfæri er hægt að láta þau framkvæma fjölmörg störf í þágu mannanna. Í lokakafla bókarinnar er þar komið sögu að skriðdýrin hafa aukið svo mátt sinn og meginn að þau hafa fyrir löngu yfirgefið strendurnar og vella nú yfir lönd og álfur. Miðhluta bókarinnar, milli inngangs sem gefur ekkert í skyn um að hætta sé á ferðum og svo niðurlagsins þegar allt er um seinan, fyllir Capek hlálegum upplýsingum af ýmsu tagi sem gera bókina að leiftrandi í paródíu. Þar er að finna fréttatilkynningar, skýrslur sérfræðinga og staðtölulegar upplýsingar. Viðtöl, tillögur og ritdeilur. Áköll, yfirlýsingar og niðurstöður. Efnt er til sívaxandi fjölda ráðstefna og umræðuhópa á ýmsum stigum stjórnsýslunnar. Alls staðar er fjallað um skriðdýrin og allt sem þau varðar, spjótum er ýmist beint að þeim eða borið af þeim blak. Og það verður smám saman æ ljósara að ógerlegt er að komast að nokkurri sameiginlegri niðurstöðu. Upp skjóta kollinum varkárir generálar sem vilja endilega gera salamöndrunum allt til geðs. Um leið vex fjöldi þeirra sem er fjandans sama og eru búnir að fá sig fullsadda af öllu tali um þessi andskotans skriðdýr. Og auðvitað eru þeir einnig mættir á sviðið sem séð höfðu vandamálin fyrir, sárbænt og varað við. En hvernig í ósköpunum á að vera hægt að greina á milli þeirra sem mála skrattann á vegginn og spámannanna sannspáu? Heimurinn er barmafullur af óbeisluðum kröftum – og ógerlegt að vita fyrirfram hverjir þeirra mega að skaðlausu vakna og hverja má undir engum kringumstæðum vekja til lífs. Milli þeirrar stundar sem of fráleitt og fljótt væri að gefa hættumerki og hinnar þegar allt er orðið um seinan, hlýtur að gefast augnablik, rétta augnablikið til að afstýra ógæfunni. Í óðagotinu líður það oftast hjá án þess að því sé gaumur gefinn.Og hvaða augnablik er þetta svosem? Hvernig má greina það og grípa? Svo má spyrja og vísast er þetta ein erfiðasta þraut sem mannkynið glímir við. Tilkynnist kæri herra Karel, háæruverði handanlífsskuggi, að enn höfum við ekkert svar.


bókasafnið

Bókasafnsklækir Ég var mikill lestrarhestur í æsku og er reyndar enn. Til að byrja með las ég teiknimyndasögur á borð við Tinna, Lukku Láka og Ástrík Gallvaska en þessa bókaflokka eignuðumst við bræðurnir með því að láta pabba kippa úr okkur barnatönnum sem voru orðnar lausar og dingluðu á grönnum holdtægjum. Pabbi borgaði með bókum fyrir hverja tönn sem Jón Pétur Zimsen fékk að fjúka þannig að ég var snemma farinn að fórna mér fyrir bókmenntaáhugann með því að þola sársauka og fá blóðbragð í munninn. Fljótlega eftir tíu ára aldurinn uppgötvaði ég spennubækur fyrir unga drengi en það voru bækur eins og Frank og Jói, Benni, Lassý, Tarzan, Ævintýrabækurnar og margar bækur Ole Lund Kirkegaard. Þessar bækur var allar að finna á Borgarbókasafninu sem staðsett var á neðri hæð Bústaðakirkju, en safnið var í stuttu göngufæri frá heimili mínu. Á þeim tíma fannst mér ævafornt og nánast steingert fólk vinna á safninu og man ég sérstaklega eftir gáfulegum skeggjuðum manni sem var mikið í fullorðinsdeildinni og varð síðar mesta hættan í því að klækir mínir kæmust upp. Ég byrjaði venjulega á einhverjum bókaflokki og vildi svo klára hann. Í fyrstu var auðvelt að ná í bækurnar vegna þess að í hverjum bókaflokki voru margar bækur og venjulega einhverjar inni sem ég hafði ekki lesið, en þegar ég var búinn með flestar bækur í einhverjum flokknum fór að verða hending ef þær sem ég átti eftir ólesnar voru inni. Að koma upp á safn og fá ekki bók sem maður vildi var vond staða því að á þessum tíma fannst mér ekkert betra en að vera

með ólesna bók upp á arminn, búinn að fara í sjoppuna og kaupa fimmhundruð grömm af súrum og sterkum brjóstsykursdropum, síðan var farið upp í rúm og lesturinn hafinn. Þegar illa gekk að ná i síðustu fimm bækurnar í Frank og Jóa bókaflokknum kom mér gott ráð í hug. Ég breytti leið minni heim úr skólanum lítillega og kom alltaf við á safninu og gáði hvort þessar bækur eða aðrar ,,sjaldgæfar“ bækur væru inni. Ef ég sá bók sem ég átti eftir að lesa þá tók ég hana og fór með hana yfir í fullorðinsdeildina og setti hana á bak við rykföllnustu bókahillurnar, þangað sem ekki var nokkur von á að hreyfing væri á bókum. Síðan hélt ég heim og hélt áfram með þá bók sem ég var að lesa það sinnið. Ég varð að passa mig á Skeggja því hann var stöðugt á ferðinni og fannst örugglega skrítið að tíu ára drengur væri að þvælast um í fullorðinsdeildinni. Fyrir vikið gat ég stöðugt gengið að rykugum bókafyrningum á safninu og alltaf haft skemmtilegar bækur með mér heim í lestur og sælgætisát. Með þessum hætti gat ég klárað ofangreinda bókaflokka einn af öðrum og bý enn að þeim fróðleik og skemmtun sem þeir veittu mér. Líklegast kann skeggjaði bókavörðurinn mér litlar þakkir fyrir þetta uppátæki og hann hefur jafnvel furðað sig á að bókaskráin sagði að einhverjar bækur væru inni en enginn gat fundið þær því þær dvöldu á röngum stað. Svo dúkkuðu þær upp einhverjum vikum seinna í höndunum á tíu ára sakleysingja öllum til mikillar furðu en aldrei var ég spurður hvar ég hefði fundið bókina. Hann hefur svo líklega á einhverjum tímapunkti fundið barnabækur í fullorðinsdeildinni og furðað sig á einkennilegri staðsetningu þeirra á bak við fræðibækur um stjórnmál hindúa. Ef hann les þetta fyrirgefur hann mér vonandi því allt var þetta gert af einskærum áhuga á lestri góðra bókmennta.

45


bókasafnið

Afgreiðslutími safna Biskupsstofa – bókasafn

Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, 101 Reykjavík Sími: 528 4003, símbréf: 528 4099 Netfang: ragnhildur.bragadottir@kirkjan.is Veffang: www.kirkjan.is/biskupsstofa Mánud.-föstud. kl. 8.30-16 Lokað í hádeginu

Blindrabókasafn Íslands

Digranesvegi 5, 200 Kópavogur Sími: 564 4222, símbréf: 564 4226 Netfang: blibok@bbi.is Veffang: www.bbi.is Útláns- og símatími: mánud.-föstud. kl. 10-16

Bókasafn og upplýsingaþjónusta Listaháskóla Íslands Skipholti 1, 105 Reykjavík Aðalnúmer: 545 2217/552 4000 Netfang: bokasafn@lhi.is Veffang: http://bokasafn.lhi.is

Aðalsafn - hönnunar- og arkitektúrdeild Skipholti 1, 105 Reykjavík Sími: 545 2217, símbréf: 562 3629 Mánud.-föstud. kl. 8.30-16.00 Myndlistardeild Laugarnesvegi 91, 105 Reykjavík Sími: 520 2402, símbréf: 520 2409 Mánud.-föstud. kl. 9.00-16.30 Leiklistar- og tónlistardeild Sölvhólsgötu 13, 101 Reykjavík Sími: 545 2295, símbréf 561 6314 Mánud.-föstud. kl. 8.00-16.00

Hagstofa Íslands - bókasafn Borgartúni 21a, 105 Reykjavík. Sími: 528 1100, símbréf: 528 1098 Netfang: upplysingar@hagstofa.is Veffang: www.hagstofa.is Mánud.-föstud. kl. 8.30-16

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík. Sími: 525 5600, símbréf: 525 5615 Netfang: lbs@bok.hi.is Veffang: http://landsbokasafn.is

46

Afgreiðslutími 1. sept.–16. maí: Almennt safnrými á 2., 3. og 4. hæð Mánud.-fimmtud. kl. 8.15-22, föstud. kl. 8.15-19, laugard. kl. 10-17, sunnud. kl. 11-17 Þjóðdeild á 1. hæð Mánud.-fimmtud. kl. 8.15-19, föstud. kl. 8.15-17, laugard. kl. 10-17, sunnud. lokað Handritadeild á 1. hæð Mánud.-föstud. kl. 9-17, laugard. og sunnud. lokað Handrit eru sótt í geymslu kl. 10 og 14 þá daga sem opið er Upplýsingaþjónusta á 2. hæð Mánud.-föstud. kl. 8.15-17, laugard. og sunnud. lokað Kvennasögusafn Mánud.-föstud. kl. 10-15 Millisafnalán Mánud.–föstud. kl. 9-17 Afgreiðslutími 17. maí–31. ágúst: Almennt safnrými á 2., 3. og 4. hæð Mánud.-föstud. kl. 9-17, laugard.10-14, sunnud. lokað Þjóðdeild á 1. hæð Mánud.-föstud. 9-17, laugard. og sunnud. lokað Þjóðdeild, handritadeild á 1. hæð Mánud.-föstud. 9-17, laugard. og sunnud. lokað Upplýsingaþjónusta Mánud.–föstud. kl. 9-16, laugard. og sunnud. lokað Kvennasögusafn Mánud.-föstud. kl. 10-15 Millisafnalán Mánud.–föstud. kl. 9-17

Bókasafn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, 105 Reykjavík Sími 525 5930, símbréf: 525 5597 Netfang: menntavisindasafn@hi.is Veffang: www.mennta.hi.is/bokasafn Vetur: mánud.-föstud. kl. 08.00-18.00, laugard. kl. 10.00-15.00 Sumar: 09.00-16.00, lokað laugardaga


bókasafnið

Náttúrufræðistofnun Íslands - bókasafn Hlemmi 3, Reykjavík. Sími: 590 0500, símbréf: 590 0595 Netfang: bokasafn@ni.is Veffang: www.ni.is Mánud.-föstud. kl. 8.30-16

Norræna húsið - bókasafn

Sturlugötu 5, 101 Reykjavík Sími: 551 7090, 551 7030, símbréf: 552 6476 Netfang: nordlib@nordice.is Veffang: www.nordice.is Alla daga frá kl. 12-17

Safn Ríkisútvarpsins

Efstaleiti 1, 150 Reykjavík Sími: 515 3151, símbréf: 515 3010 Netfang: safn@ruv.is Veffang: www.ruv.is Vetur: mánud.-föstud. kl. 09.00-17.00 Sumar: 09.00-16.00

REYKJAVÍK Borgarbókasafn Reykjavíkur

Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík Sími: 411 6100, símbréf: 411 6159 Skrifstofa opin: mánud.-föstud. kl. 10-16 Netfang: borgarbokasafn@borgarbokasafn.is Sjá nánar opnunartíma á heimasíðu: Veffang: www.borgarbokasafn.is Ennfremur: www.bokmenntir.is www.literature.is www.artotek.is Aðalsafn Grófarhúsi Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík Sími: 411 6100 Ársafn Hraunbæ 119, 110 Árbær Sími 557 7119 Foldasafn Grafarvogskirkju v/Fjörgyn, 112 Reykjavík Sími: 411 6230 Gerðubergssafn Gerðubergi 3-5,111 Reykjavík Sími: 557 9122 Kringlusafn í Borgarleikhúsi Listabraut 3,103 Reykjavík Sími: 580 6200 Seljasafn Hólmaseli 4-6, 109 Reykjavík Sími: 587 3320

Sólheimasafn Sólheimum 27, 104 Reykjavík Sími: 411 6160 Bókabíll Bækistöð í Kringlusafni, sími: 699 0316

REYKJANES Bókasafn Grindavíkur

Víkurbraut 62, 240 Grindavík Sími: 420 1108, símbréf: 420 1111 Netfang: bokasafn@grindavik.is Veffang: www.grindavik.is/bokasafn Mánud.-föstud. opið kl. 11-18 Frá 1. okt.-31. maí er einnig opið laugard. kl. 11-13

Bókasafn Reykjanesbæjar

Kjarna, Hafnargötu 57, 230 Reykjanesbær Sími: 421 6770, símbréf: 421 3150 Netfang: bokasafn@reykjanesbaer.is Veffang: www.reykjanesbaer.is/bokasafn Vetur: mánud.-föstud. kl. 10-19, laugard. kl. 10-16 Sumar: mánud.-föstud. kl. 10-19

Bókasafn Hafnarfjarðar

Strandgötu 1, 220 Hafnarfjörður Sími: 585 5690, símbréf: 585 5689 Netfang: bokasafn@hafnarfjordur.is Veffang: www.hafnarfjordur.is/bokasafn/ Mánud.-miðvikud. kl. 10-19, fimmtud. kl. 9-19, föstud. kl. 11-19, laugard. (1. okt.-31. maí) kl. 11-15 Tónlistardeildin er opin á sama tíma.

Bókasafn Álftaness

Álftanesskóla, 225 Álftanes Sími: 540 4708, Netfang: erlal@alftanes.is Veffang: www.alftanes.is/bokasafn Mánud., þriðjud., fimmtud. og föstud. kl. 16-19, miðvikud. kl. 16-21

Bókasafn Garðabæjar

Garðatorgi 7, 210 Garðabær Sími: 525 8550, símbréf: 565 8680 Netfang: bokasafn@gardabaer.is Veffang: www.gardabaer.is/bokasafn Mánud.-föstud. kl. 9-19, Fyrsta föstud. hvers mánaðar kl. 11-19 laugard. (1. okt.- 15. maí) kl. 11-15

Bókasafn Kópavogs - Aðalsafn

Hamraborg 6a, 200 Kópavogur Sími: 570 0450, símbréf: 570 0451 Netfang: bokasafn@kopavogur.is Veffang: www.bokasafnkopavogs.is Mánud.-fimmtud. kl. 10-20, föstud. kl. 11-17, laugard. og sunnud. kl. 13-17

47


bókasafnið

Bókasafn Kópavogs - Lindasafn Núpalind 7, 200 Kópavogur Sími 564 0621 Sept.-maí: mánud.-fimmtud. kl. 14-19, föstud. kl. 14-17, laugardaga kl. 11-14 Júní- ágúst: mánud.- fimmtud. kl. 12-18, föstud. kl. 12-16

Bókasafn Seltjarnarness

Eiðistorg 11, 172 Seltjarnarnes Sími: 595 9170, símbréf 595 9176 Netfang: bokasafn@seltjarnarnes.is Veffang: www.seltjarnarnes.is/bokasafn Mánud.- föstud. kl. 10-19, laugard. (okt.-apríl) kl. 11-14

Bókasafn Mosfellsbæjar

Kjarna, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær Sími: 566 6822, 566 6860, símbréf 566 8114 Netfang: bokasafn@mos.is Veffang: www.mos.is/bokasafn Mánud.–föstud. kl. 12-19, auk þess miðvikud. frá kl. 10 og laugard. kl. 12-15 Upplýsingar í síma og aðgangur að Interneti og dagblöðum frá kl. 8 mánud.-föstud. Listasalur Mosfellsbæjar opinn á afgreiðslutíma safnsins

VESTURLAND Bókasafn Akraness

Heiðarbraut 40, 300 Akranes Sími: 433 1200, símbréf: 433 1201 Netfang: bokasafn@akranes.is Veffang: www.akranes.is/bokasafn Mánud.-fimmtud. kl. 11-19, föstud. kl. 11-18, laugard. kl. 11-14 (okt.-apríl) Lesstofa er opin yfir vetrarmánuði kl. 8-19.45 virka daga, en á afgreiðslutíma safnsins yfir sumarið

Snorrastofa – bókhlaða Reykholti, 320 Borgarnes Sími 433 8006 Netfang: gislina@snorrastofa.is Veffang: www.snorrastofa.is Mánud.-föstud. kl. 9-17

Amtsbókasafnið í Stykkishólmi

Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmur Sími: 433 8160 Netfang: amtsty@stykkisholmur.is Vetur: mánud.-fimmtud. kl. 14-18.30 og föstud. kl. 13-18 Sumar: þriðjud.-fimmtud. kl. 14.30-18.30 og föstud. kl. 13-17

Bókasafn Snæfellsbæjar

Hjarðartúni 6, 355 Ólafsvík Sími: 436 1507. Netfang: bokasafn@snb.is Veffang: www.snb.is/bokasafn Mánud.-föstud. kl. 16-18, miðvikud. einnig kl. 20-21 Sumaropnun auglýst sérstaklega

48

VESTFIRÐIR Héraðsbókasafn V-Barðastrandarsýslu

Patreksskóla, Aðalstræti 53, 450 Patreksfjörður Sími: 456 1527 Netfang: bokpatro@vesturbyggd.is Sept.-apríl: mánud.-miðvikud. kl. 14-18, fimmtud. kl. 19.30-21.30 Maí-ágúst: þriðjud. kl. 13-18, fimmtud. kl. 19.30-21.30

Bókasafn Bolungarvíkur

Höfðastíg 3-5, 415 Bolungarvík Sími: 456 7194 Netfang: bsafn@bolungarvik.is Mánud., fimmtud. og föstud. kl. 17-19, þriðjud. kl. 20-22, miðvikud. kl. 16-19 Á skólatíma er einnig opið kl. 8-12

Bæjar- og héraðsbókasafnið Ísafirði

Eyrartúni, 400 Ísafjörður Sími: 450 8220, 895 7138, símbréf: 450 8229 Netfang: bokasafn@isafjordur.is Veffang: http://safn.isafjordur.is Netskrá: http://marc.isafjordur.is/mikromarc/ Útlán í aðalsafni: mánud.-föstud. kl. 13-19, laugard. kl. 13-16 Upplýsingaþjónusta um síma eða net frá kl. 10 til 19 virka daga og laugardaga kl. 13-16

NORÐURLAND VESTRA Héraðsbókasafn V-Húnavatnssýslu Höfðabraut 6, 530 Hvammstangi Sími: 451 2607 Netfang: bokasafn@hunathing.is Mánud. kl. 14-18, miðvikud. kl. 10-20, fimmtud. kl. 10-18, föstud. kl. 14-18 Skjalasafnið er opið fimmtud. kl. 14-19

Héraðsbókasafn A-Húnavatnssýslu Hnjúkabyggð 30, 540 Blönduós Sími: 452 4415 Netfang: bokhun@simnet.is Mánud. og föstud. kl. 15-18, miðvikud. kl. 16-21 Í júlí-ágúst er opið á miðvikud. kl. 16-21

Héraðsbókasafn Skagfirðinga

Safnahúsinu v/Faxatorg, 550 Sauðárkrókur Sími: 453 5424, símbréf: 453 6460 Netfang: bokasafn@krokur.is Veffang: www.bokasafn.skagafjordur.is Mánud.-miðvikud. kl. 12-19, fimmtud. kl. 12-20, föstud. kl. 12-18 Í júlí-ágúst er opið mánud.-miðvikud. kl. 12-19, fimmtud. kl.12-20 Lokað á föstud.


bókasafnið

Bókasafn Siglufjarðar

Gránugötu 24, 580 Siglufjörður Sími: 464 9120, símbréf: 464 9101 Netfang: bokasafn@siglo.is Þriðjud., miðvikud. og föstud. kl. 14-17.30, fimmtud. kl. 14-18

NORÐURLAND EYSTRA Bókasafn Háskólans á Akureyri v/Norðurslóð, 600 Akureyri Sími 460 8050, símbréf 460 8994 Netfang: bsha@unak.is Veffang: www.unak.is/bokasafn Vetur: mánud.-föstud. kl. 08.00-18.00, laugard. kl. 12.00-15.00 Sumar: 08.00-16.00, lokað á laugardögum

Bókasafn Dalvíkurbyggðar og Héraðsskjalasafn Svarfdæla

Bergi menningarhúsi, 620 Dalvík, Sími: 460 4930, símbréf: 460 4901 Netfang: sigurlaug@dalvik.is, dalbok@dalvik.is Veffang: http://www.dalvik.is/bokasafn/ Opið mánud.-fimmtud. kl. 12-18 og föstud. kl. 12-17

Bókasafnið á Húsavík

Stóragarði 17, 640 Húsavík. Sími: 464 6165 Netfang: bokasafn@nordurthing.is Veffang: http://bokasafn.nordurthing.is/ Mánud.-fimmtud. kl. 10-18, föstud. kl. 10-17

Bókasafn Öxarfjarðar

Snartarstöðum, 671 Kópasker Sími: 465 2171 Netfang: boknord@islandia.is Veffang: www.islandia.is/boknord Þriðjud. kl. 13-18, fimmtud. kl. 13-16, laugard. kl. 13-15 Á sumrin er lokað á laugardögum

AUSTURLAND

Bæjar- og héraðsbókasafnið Neskaupstað

Nesskóla, Skólavegi 9, 740 Neskaupstaður Sími: 477 1521 Netfang: boknes@itn.is Mánud. og miðvikud. kl. 14-17, þriðjud. kl.12-17, fimmtud. kl. 15-20, föstud. kl. 14-16 Á sumrin er lokað á þriðjudögum og föstudögum

Bókasafn Reyðarfjarðar

Heiðarvegur 14 á jarðhæð grunnskólans 730 Reyðarfjörður Fjarðabyggð Sími: 474-1366, Gsm: 865-6412 Netfang: bokrey@fjardarbyggd.is Mánu-, þriðju- og miðvikud. kl. 14-17 og fimmtud. kl. 14-19 Á sumrin er lokað í 5-6 vikur

Menningarmiðstöð Hornafjarðar - bókasafn Nýheimum, Litlubrú 2, 780 Höfn Sími: 470 8050, símbréf: 470 8051 Netfang: menningarmidstod@hornafjordur.is Veffang: www.hornafjordur.is/menningarmidstod Mánud.-fimmtud. kl. 9-17, föstud. kl. 11-17, laugard. kl. 10-14 Á sumrin er ekki opið á laugardögum Sögustundir fyrir börn á fimmtudögum kl. 14-15

SUÐURLAND Héraðsbókasafnið Kirkjubæjarklaustri

Kirkjubæjarskóla, 880 Kirkjubæjarklaustur Sími: 487 4808 Netfang: kibokas@ismennt.is 1. sept.-30. júní: þriðjud.- fimmtud. kl. 13-15.30 og miðvikud. kl. 20-22 1. júlí-31. ágúst: miðvikud. kl. 20-22

Héraðsbókasafn Rangæinga

Vallarbraut 16, 860 Hvolsvöllur Sími: 487 8606, símbréf: 487 8083 Netfang: bokrang@snerpa.is Sept.-maí: mánud. kl. 13-20, þriðjud.-fimmtud. kl. 13-18, föstud. kl. 10-13 Júní-ágúst: mánud. kl. 15-20, þriðjud.-fimmtud. kl. 15-18

Bókasafn Héraðsbúa

Bókasafn Árborgar, Selfossi

Bókasafn Seyðisfjarðar

Bókasafn Árborgar, Stokkseyri

Laufskógum 1, 700 Egilsstaðir Sími: 471 1546, símbréf: 471 1452 Netfang: bokasafn@austurland.is Mánud.-föstud. kl. 14-19

Austurvegi 4, 710 Seyðisfjörður Sími: 472 1384 Netfang: bokasafn@sfk.is Veffang: www.sfk.is/bokasafn Sept.-maí: mánud. kl. 15-19, þriðjud.-föstud. kl. 15-18 Júní-ágúst: mánud.-fimmtud. 16-18

Austurvegi 2, 800 Selfoss Sími: 480 1980 Netfang: bokasafn@arborg.is Veffang: http://bokasafn.arborg.is Mánud.-föstud. kl. 10-19, laugard. kl. 11-14

Gimli, Hafnargötu 1, 825 Stokkseyri Sími 483 1261 Netfang: bokstokk@arborg.is Mánud. og þriðjud. kl. 16-18, fimmtud. kl. 19-21

49


bókasafnið

Bókasafn Árborgar, Eyrarbakka

Túngötu 40, 820 Eyrarbakki Sími: 480 1991 Netfang: bokeyr@arborg.is Mánud.-þriðjud. kl. 16-18, fimmtud. kl. 19-21

Bæjarbókasafn Ölfuss

Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn Sími 4803830 / 8636390 Veffang: www.bokasafn.is Mánud.-miðvikud. kl. 11-18 Fimmtud. kl. 14-20, föstud. kl. 11-17, laugard. 13-16

Bókasafnið í Hveragerði

Sunnumörk 2, pósthólf 100, 810 Hveragerði Sími: 483 4531, símbréf: 483 4571 Netfang: bokasafn@hveragerdi.is Mánud., miðvikud.-föstud. kl. 13-19, þriðjud. kl. 13-21, laugard. kl. 11-14

Bókasafn Vestmannaeyja

Safnahúsinu v/Ráðhúströð, 900 Vestmannaeyjar Sími: 481 1184, símbréf: 481 1174 Netfang: bsafn@vestmannaeyjar.is Veffang: www.vestmannaeyjar.is/safnahus/ Mánud.-fimmtud. kl. 10-18, föstud. kl. 10-17, laugard. (15. sept.-15. maí) kl. 13-16

Höfundar efnis Dr. Ágústa Pálsdóttir er dósent í bókasafns- og upplýsingafræði, félags- og mannvísindadeild, Háskóla Íslands. Bragi Þorgrímur Ólafsson er sagnfræðingur og starfar við Handritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Guðrún Hannesdóttir er bókasafns- og upplýsingafræðingur og starfar við bókasafn Myndlistaskólans í Reykjavík. Hún vinnur einnig við ritstörf og myndskreytingar. Gunnhildur Björnsdóttir er BA í bókasafns- og upplýsingafræði, með lokapróf frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk MPA próf í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands 2007. Hún starfar sem bókasafns- og upplýsingafræðingur á bókasafni Menntavísindasviðs HÍ. Gunnhildur Manfreðsdóttir er M.lib frá University of Wales 1992 og BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands 1989. Hún hefur verið framkvæmdastjóri ráðgjafasviðs Gangavörslunnar frá 2008 en var áður deildarstjóri upplýsingamiðstöðvar Landvirkjunar. Hrafn Harðarson er bókasafnfræðingur (FCLIP – Fellow of the Chartered Institure of Library and Information Professionals), bæjarbókavörður í Kópavogi frá 1977. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir er bókasafns- og upplýsingafræðingur MA, stjórnsýslufræðingur MPA og er landsbókavörður frá 2007. Jökull Sævarsson er sagnfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann er bókavörður á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Margrét Sigurgeirsdóttir er bókasafns – og upplýsingafræðingur, útibússtjóri Lindasafns frá stofnun þess árið 2002. Hún hefur verið í meistaranámi í viðskiptafræði við HÍ. Ólöf Benediktsdóttir er BA í íslensku og dönsku og lauk MLIS prófi frá H.Í. árið 2006. Hún starfar sem bókasafns- og upplýsingafræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Tryggvi Ólafsson er bókasafns- og upplýsingafræðingur BA og starfar við Borgarbókasafn Reykjavíkur. Þórdís T. Þórarinsdóttir er bókasafns- og upplýsingafræðingur, MLS. Forstöðumaður Bókasafns Menntaskólans við Sund og stundakennari í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands (flokkun og lyklun) Þórhildur S. Sigurðardóttir er bókasafns- og upplýsingafræðingur, MSc(Econ) frá University of Wales, Aberystwyth og er forstöðumaður bókasafns Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Leiðrétting: Í 32. árg. Bókasafnsins var ranglega farið með starfsheiti eins höfundar, Alexöndru Þórlindsdóttur. Hún starfar sem skjalavörður hjá dóms- og kirkjumálaráðuneyti, en ekki skjalastjóri eins og misritaðist í blaðinu.

50


b贸kasafni冒

51


Softline bókasafnsbúnaður Hannaður til að mæta þörfum allra safnategunda sveigjanlegur og auðveldur í uppsetningu Veitum ráðgjöf og gerum tillögur að uppsetningu búnaðar.

Laugavegi 163

sími 561-2130


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.