Bókasafnið 38. árgangur 2014

Page 1

B ókas afn i ð 38. árgangur • júní 201 4


Bรณkasafniรฐ 38. รกrg. 2014


Bókasafnið 38. árg. 2014

Efnisyfirlit 5 25 33 39

68

Dr. Stefanía Júlíusdóttir

Frá bókasafnsfræði til upplýsingafræði: þróun fræðigreinar, þörf á menntun

69

Erlendur Már Antonsson

„Framtíðin er björt ef við höldum rétt á spilunum“: 73 Viðtal við Stefaníu Júlíusdóttur

Kristína Benedikz

Útlán háskólanema og tengsl við námsgengi

80

Magnea Davíðsdóttir og dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir

Umboð skjalastjóra og stuðningur stjórnenda við 84 innleiðingu á rafrænu skjalastjórnunarkerfi, RSSK 46 53

Helga Kristín Gunnarsdóttir

Viðhorf háskólanema til bókasafnskerfisins Gegnis

87

Dr. Ágústa Pálsdóttir og dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir

88

Tímamót í sögu námsgreinar: Upplýsingafræði í Háskóla Íslands

65 67

Svanhildur Eiríksdóttir

94

Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir

Knowledge Source for Everyone: Policy of the National and University Library of Iceland for 201 3 – 201 7

Hrafn H. Malmquist

Hráefni þekkingarhagkerfisins

Sigrún Guðnadóttir og Hallur Guðmundsson

Til Kölnar

Sunna Njálsdóttir

Almenningsbókasöfn - mikilvægur fjársjóður til framtíðar: Málþing um málefni almenningsbókasafna á Íslandi

Gróa Finnsdóttir

Af bókamessu, Jesú, ryksugu, uppþvottavél og nútíðarhugljómun

Sveinbjörn Björnsson

Minningarorð um Guðrúnu Gísladóttur

Rachel Van Riel and Anne Downes

Take a new challenge with online professional development

Afgreiðslutími bókasafna

Bókasafn Reykjanesbæjar í nýtt húsnæði

Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir

Þekkingarveita í allra þágu: Stefna Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns 201 3-201 7

Frá ritstjóra

Loks kemur út 38. árgangur Bókasafnsins en ti l gamans má geta þess að 40 ár eru liðin frá því að fyrsta tölub lað kom út árið 1 974. Við verðum hinsvegar að bíða ti l ársins 201 6 ti l að ha lda upp á 40 ára útgáfuafmæ li Bókasafnsins því b laðið kom ekki út samfleytt fyrstu árin. B laðið í ár er með stærra sniði en áður enda efnismikið og fjölbreytt. Ritrýndum greinum hefur fjölgað frá því í fyrra, úr einni í fjórar. Fyrst ber að nefna umfangsmikla grein eftir dr. Stefaníu Jú líusdóttur, sem er byggð á doktors-verkefni hennar. Þess má geta að hún er fimmta konan sem útskrifast með doktorsgráðu í bókasafns- og upplýsingafræði (upplýsingafræði). Stefanía á langan og fjölbreyti legan starfsferi l að baki á sviði bókasafns- og upplýsingamá la og þeirri reyns lu dei lir hún með lesendum í viðta li sem Erlendur Már Antonsson tók við hana í byrjun árs. Önnur ritrýnd grein byggir á megind legri rannsókn sem fólst í að kanna hvort tengsl væru á mi lli fjölda útlána og lokaeinkunna nemenda á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Niðurstöður þeirrar

rannsóknar eru mjög áhugaverðar og hafa ekki birst áður. Í flokki ritrýndra greina eru að lokum tvær rannsóknir sem byggjast á meistaraverkefnum nemenda í bókasafns- og upp lýsingafræði. Önnur þeirra er á sviði skja lastjórnunar um inn leiðingu á rafrænu skja lastjórnunarkerfi en hin beinist að leitarhegðun nemenda og viðhorfi þeirra ti l bókasafnskerfisins Gegnir.is. Vert er að vekja athyg li á grein dr. Ágústu Pá lsdóttur og dr. Jóhönnu Gunn laugsdóttur, prófessora í upp lýsingafræði um þróun námsgreinar í bókasafns- og upp lýsingafræði við Háskóla Íslands. Kveikjan að þeirri grein eru breytingar á náminu eins og mörgum er kunnugt. Frá og með haustinu 201 4 verður ekki lengur boðið upp á BA-nám í námsgreininni he ldur verður hún einungis kennd á framha ldsstigi. Ekki voru a llir á eitt sáttir um þessar breytingar eins og umræðan gaf ti l kynna í hópi upp lýsingafræðinga síð la vors 201 3. Sumir vi ldu meina að með því að fe lla BA-námið niður tapaðist sú sérfræðiþekking sem lögð hefur verið áhersla á í bókasafns- og upp lýs-

ingafræði og hæfni ti l að skipu leggja, flokka, skrá og finna upp lýsingar. Aðrir te lja breytingarnar af hinu góða og námsgreininni ti l framdráttar ef einungis verður kennt á framha ldsstigi. Fram kom í umræðunni að kennsla í bókasafns- og upp lýsingafræði á meistarastigi tíðkaðist víða í háskólum erlendis og voru háskólar í Danmörku nefndir sem dæmi. Óhætt er að fu llyrða að framundan eru spennandi tímar með nýjum áherslum og áskorunum – sem eiga eftir að marka „tímamót“ í sögu námsgreinar sem og fagstéttar. F leira markvert er að finna í þessu tölub laði. Má þar nefna pisti l um flutning bókasafns Reykjanesbæjar í má li og myndum. Þess má geta að Upp lýsing stóð fyrir vísindaferð á bókasafnið í mars síðastliðnum. Að sögn nokkurra fé lags-


Bókasafnið 38. árg. 2014

manna var mæting góð og ríkti miki l ánægja með heimsóknina. Landsbókavörður skrifar um stefnu Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns fyrir næstu fjögur árin. Þá er grein um ofgnótt upp lýsinga eða „gagnagnótt“ og vangave ltur um ýmis hugtök henni tengdri. Tveir starfsmenn bókasafns Kópavogs segja frá kynnisferð ti l Kölnar ti l að fræðast um starfsemi og útlán á rafbókum á a lmenningsbókasafni þar í borg. Síðastliðið haust stóðu Samtök forstöðumanna a lmenningsbókasafna fyrir má lþingi um má lefni a lmenningsbókasafna á Íslandi í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfé laga og Mennta- og menningarmá laráðuneytið. Sunna Njá lsdóttir, forstöðumaður bókasafns Grundarfjarðar gerir má lþinginu góð ski l og greinir frá he lstu niðurstöðum fundarins. Gróa Finnsdóttir segir frá bókamessu í Svíþjóð af einstakri frásagnarg leði. Skemmti leg lesning sem vekur mann ti l umhugsunar um lífið og ti lveruna. Í jú límánuði 201 3 lést einn af okkar starfs-fé lögum, Guðrún H. Gísladóttir, sem vann lengi ve l á bókasafni Orkustofnunar. Sveinbjörn Björnsson, fyrrum rektor

Háskóla Íslands og sérfræðingur á Orkustofnun skrifar hér minningargrein um Guðrúnu. Hefð hefur skapast fyrir því að birta frumsamin ljóð eftir fé laga. Að þessu sinni fáum við að njóta nokkurra ljóða eftir Eyrúnu Ýr Tryggvadóttur. Eyrún er stjórnsýslufræðingur að mennt auk þess að hafa starfsréttindi sem bókasafns- og upp lýsingafræðingur og grunn- og framha ldsskólakennari. Hún hefur starfað sem forstöðumaður bókasafnsins á Húsavík frá 2002. Eftir hana hafa komið út fjórar ská ldsögur og ein ung lingabók.

Þær breytingar urðu í ritnefnd haustið 201 3 að Brynhi ldur Jónsdóttir, sem hefur verið í ritnefnd frá 2011 tók við gja ldkerastöðunni af Kristínu Ingunnardóttur. Undanfarin ár hefur ritnefnd fa lið utanaðkomandi aði la söfnun aug lýsinga en nú er hún í höndum Ó línar R. Þorva ldsdóttur sem hefur starfað í ritnefnd frá 201 2. Á þessu vori bættist nýr með limur í ritnefnd, María Bjarkadóttir sem hefur starfað á bókasafni Tækniskólans. Hún hefur jafnframt verið í MLIS námi og útskrifast í sumar. Ég býð hana hjartan lega ve lkomna.

Að lokum vi l ég vekja athyg li á grein sem kemur frá tveimur kollegum í Bretlandi. Eð li má lsins samkvæmt er hún á ensku, en ritnefnd þýddi útdráttinn á íslensku. Um er að ræða kynningu á skólanum Opening the Book, og gagnvirkum námskeiðum sem eru í boði á Netinu fyrir upp lýsingafræðinga og annað starfsfólk bókasafna. Ég hvet lesendur ti l að lesa greinina og kynna sér þá mögu leika sem eru í boði sérstaklega með ti lliti ti l endurmenntunar.

Fyrir hönd ritnefndar vi l ég þakka þeim höfundum sem lögðu ti l efni í b laðið og ritrýnendum fyrir góðar og vandaðar umsagnir. Ég vi l einnig þakka ritnefnd fyrir ve l unnin störf, áhuga og skemmti legt samstarf ekki síst He lga Sigurbjörnssyni fyrir umbrotsvinnu. Þetta er annað tölub laðið sem ég ritstýri og er það von mín að lesendur finni eitthvað við sitt hæfi. Anna María Sverrisdóttir

Bókasafnið • 38. árgangur júní 201 4 • ISSN 0257-6775 Útgefandi: Upplýsing. Félag bókasafns- og upplýsingafræða Lyngási 1 8, 21 0 Garðabæ. Sími 864-6220 Netfang: upplysing@upplysing.is Veffang: www.upplysing.is Prentun: GuðjónÓ – vistvæn prentsmiðja

Ritnefnd: Anna María Sverrisdóttir, ritstjóri: bokasafnið.timarit@gmail.com Brynhildur Jónsdóttir, gjaldkeri: brynhildurjonsdottir@gmail.com Erlendur Már Antonsson: vefur Fregna og Bókasafnsins: erlendur@landsbokasafn.is Helgi Sigurbjörnsson, vefur Fregna og Bókasafnsins, umbrotsvinna: helgi.sigurbjornsson@mk.is Ólína Rakel Þorvaldsdóttir, auglýsingaöflun: bokasafnid@gmail.com María Bjarkadóttir: mbjarkadottir@gmail.com

©Upplýsing - Félag bókasafns- og upplýsingafræða áskilur sér rétt til að birta og geyma efni tímaritsins Bókasafnið á rafrænu formi. Óheimilt er að afrita á nokkurn hátt efni tímaritsins að hluta eða í heild nema með leyfi viðkomandi greinahöfunda og ritnefndar. Forsíðumyndin er af verkinu Heim - Heima eftir Ingu Óðinsdóttur, unnið árið 201 3 úr pappír fyrir sýninguna Heim sem hefur verið á flakki. Hún var fyrst opnuð í Silkiborg í Danmörku, fór síðan til Grænlands, Íslands, Limafjord í Danmörku og verður í Noratlantic brygge í Kaupmannahöfn í sumar. Ljósmyndina tók Lilja Matthíasdóttir

4


Ritrýnd grein

Frá bókasafnsfræði til upplýsingafræði: þróun fræðigreinar, þörf á menntun Dr. Stefanía Júlíusdóttir

Stefanía Júlíusdóttir hefur lengst af starfað sem lektor í bókasafns­ og upplýs­ ingafræði við Háskóla Íslands og stundakennari fyrir þann tíma. Hún var áður forstöðumaður á Bókasafni Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins, Bóka­ safni Landlæknisembættisins, Bókasafni Landspítala ­ Háskólasjúkrahúss og vann jafnframt að doktorsrannsókninni í lausamennsku í nokkur ár. Stefanía er með BA próf frá Háskóla Íslands í bókasafnsfræði og líffræði, MS próf frá Col­ umbia University in the City of New York og doktorspróf frá Háskóla Íslands í bókasafns­ og upplýsingafræði 2013.

Útdráttur Fjallað er um þróun fræðigreinarinnar bókasafns­ fræði hér á landi, síðar bókasafns­ og upplýsingafræði til þess tíma er heiti hennar varð upplýsingafræði. Spurt er hvers vegna og hvernig bókasafnsfræðin varð til hér á landi? Og hvernig námsframboði í upplýsingafræði, sem eingöngu verður í boði á meistarastigi í framtíðinni verði best háttað við þær aðstæður sem ríkja þegar greinin er skrifuð. Lagt er til að annars vegar verði lögð áhersla á afstrakt sérhæfingu á kjarnasviðum greinar­ innar, þekkingu sem nýtist á víðum vettvangi við kerfis­ bundna vistun þekkingar ﴾ekki aðeins á bóka­ og skjalasöfnum﴿ og hins vegar að mynda tengsl við aðrar fræðigreinar til þess að útskrifa nemendur sem hafa haldgóða þekkingu á sem fjölbreyttustum efnissviðum. Niðurstöður rannsókna og viðburða í þróun fræði­ greinarinnar voru greindar samkvæmt EET ﴾Ecological­ evolutionary theory﴿, kenningunni um kerfi fagstétta ﴾The system of professions﴿ og miðilskenningunni ﴾Medium theory﴿. Drepið er á áhrif miðlunarmenningar á atvinnumenningu og tengsl atvinnuhátta við miðlun þekkingar hér á landi. Þau tengsl hafa haft áhrif á þróun fræðigreinarinnar. Umfjöllunin er að mestu byggð á tveimur megin þáttum doktorsritgerðar höfundar. Annars vegar könnunum á breytingum á þjónustueiningum og mannafla 1989 og 2001 í bóka­ og skjalasöfnum og hins vegar könnun á breytingum á fjölda og gerð útgáfuein­ inga þekkingar sem til varð hér á landi á síðari helmingi 20. aldar. Þróun þessara þátta á rannsóknartíma tengd­ ist breytingum á atvinnuháttum þjóðarinnar sem leitt hafa til stóraukinnar þarfar fyrir ritaða þekkingu og upp­ lýsingar til atvinnutengdra nota. Sú þróun hefur leitt til aukinnar eftirspurnar eftir bókasafns­ og upplýsinga­

fræðingum til vinnu við skipulag geymdar og miðlun rit­ aðrar þekkingar og upplýsinga. Þessi þróun er lauslega borin saman við þróun þessara þátta í Bandaríkjum Norður Ameríku ﴾BNA﴿ þar sem höfundur bjó um nokkurra ára skeið og tók meistarapróf í fræðigreininni.

1

Inngangur

Fjallað er um þróun fræðigreinarinnar bókasafns­ fræði hér á landi. Bókasafnsfræðin var í fyrstu kennd sem aukafag en síðar einnig sem aðalfag til BA gráðu. Síðar varð heiti hennar bókasafns­ og upplýsingafræði, sem kennd var til BA, MA og MLIS gráðu. Umfjöllunin nær frá þeim tíma er þörf skapaðist fyrir menntað starfs­ fólk á bókasöfnum til þess tíma er fræðigreinin var færð á meistarastig eingöngu og heiti hennar breytt í upplýs­ ingafræði. Drepið er á áhrif miðlunarmenningar á atvinnumenningu og tengsl atvinnuhátta við miðlun þekkingar hér á landi. Þau tengsl hafa haft áhrif á þróun fræðigreinarinnar. Umfjöllunin er byggð á tveimur megin þáttum doktorsritgerðar höfundar ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Annars vegar könnunum á breytingum á þjón­ ustueiningum og mannafla 1989 og 2001 í bóka­ og skjalasöfnum og hins vegar könnun á breytingum á fjölda og gerð útgáfueininga þekkingar sem til varð hér á landi á síðari helmingi 20. aldar. Þróun þessara þátta á rannsóknartíma er talin tengjast breytingum á atvinnu­ háttum þjóðarinnar sem leitt hafa til stóraukinnar þarfar fyrir ritaða þekkingu og upplýsingar til atvinnutengdra nota, jafnt útgáfurita sem skjala. Hún hefur einnig leitt til aukinnar eftirspurnar eftir bókasafns­ og upplýsinga­ fræðingum til vinnu við skipulag geymdar og miðlun rit­ aðrar þekkingar og upplýsinga, bæði útgáfurita og skjala. Þróunin hér á landi er lauslega borin saman við


Bókasafnið 38. árg. 2014 þróun þessara þátta í Bandaríkjum Norður Ameríku ﴾BNA﴿ þar sem höfundur bjó um nokkurra ára skeið og tók meistarapróf í færðigreininni. Tímabært er að huga að viðmiðum fyrir áframhaldandi þróun námsframboðs fræðigreinarinnar. Leitað er svara við þeirri spurningu hvernig námsframboði sé best háttað við þær aðstæður sem ríkja þegar greinin er skrifuð.

1 .1

Áhrif miðlunarmenningar á vinnumenningu

Frá upphafi hefur vinna verið nauðsynleg fyrir af­ komu fólks, lengst af líkamleg vinna, í fyrstu við söfnun og veiðar og síðar við landbúnaðarstörf í þúsundir ára. Á því skeiði fluttist verkkunnátta milli kynslóða með tilsögn og sýnikennslu ﴾Goldschmidt, 1967 ﴾c1959﴿, s. 59; Kranzberg, 2014; Lenski, 2005, s. 89­92; Stefanía Júlí­ usdóttir, 2013a; Webster, 2010 ﴾1995﴿, s. 263­273﴿. Stærri verk kölluðu á skipulagningu sem talin er hafa komið til sögunnar meðal forfeðra hins viti borna manns ﴾Homo sapiens﴿ og einnig samvinnu sem samskiptakerfi gerðu mögulega ﴾Kranzberg, 2014; Mayr, 1977 ﴾1963﴿, s. 385­386; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Slík kerfi voru fólki nauðsynleg, bæði fyrir vinnuskipulag og vegna þess að vitneskja um framþróun vinnutækni dreifist ekki sjálfvirkt. Samskiptakerfi hafa haft grundvallaráhrif á hvers konar þekkingu var hægt að vista og miðla ﴾Eisenstein, 1997 ﴾1979﴿, s. 697; Havelock, 1986, s. 27; Innis, 2003 ﴾1951﴿; Mayr, 1977 ﴾1963﴿, s. 385­386; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Þegar þetta var ritað gerðu upplýsingatækni ﴾rafrænir miðlar og tvíundatáknkerfið ﴾binary code﴿﴿ kleift að beisla og miðla þekkingu og upplýsingum á skjótan og ódýran máta. Sú þróun var að sumra dómi undirstaða efna­ hagslegra framfara ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a; Stefán Ólafsson og Kolbeinn Stefánsson, 2005, s. 65­66﴿.

1 .2

Miðlun vinnuþekkingar á Íslandi

Við landnám Íslands var mest öll þekking geymd huglægt og henni miðlað munnlega með táknkerfi tungumáls. Það átti við um þekkingu fyrir stjórnsýslu­ störf, trúariðkun og alla almenna vinnu. Rúnir, ritun­ akerfir þess tíma, hafa ekki verið taldar táknkerfi til ritunar bókmennta svo heitið geti. Í kjölfar kristnitöku hér á landi árið 1000 barst latneska letrið til landsins. Breyting varð á geymd og miðlun þekkingar fyrir stjórnsýslu og trúarbrögð og á 12. öld hófst umfangs­ mikil ritun bókmenntaverka. Þrátt fyrir að notkun lat­ ínuleturs sé talin hafa verið almennari hér en í öðrum Evrópulöndum var almennri vinnuþekkingu miðlað munnlega og með sýnikennslu fram á 20. öld. Meðal ástæðna þess er væntanlega að sú tegund miðlunar var hagkvæmust miðað við að helstu atvinnuvegir lands­ manna voru landbúnaður og fiskveiðar, sem héldust frumstæðir fram á 20. öld. Um það vitnar meðal annars dreifð byggð landsins sem bendir til frumstæðra atvinnuhátta, en byggðamunstur er talin sterk vís­ bending um stöðu atvinnuhátta. Jafnframt er sérhæfing starfa talin tengd þéttbýlismyndun en hún kom til seinna á Íslandi ﴾sjá töflu 1﴿ en í nágrannalöndum okkar ﴾Ásdís Egilsdóttir, 2000, s. 357­359; Einar Sigurðsson, 1974; Gísli Sigurðsson, 1994; Guild, 2014; Inga Huld Hákon­ ardóttir, 1992, s. 275; Guðmundur Jónsson og Magnús Magnússon, 1997, s. 201­215; Price, 1978, s. 165; Soffía Guðný Guðmundsdóttir og Laufey Guðnadóttir, 2002; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Með sérhæfingu starfa skapaðist þörf fyrir ritaðar heimildir atvinnuþekk­ ingar og fyrir ritaðar upplýsingar til atvinnutengdra nota. Sú þörf hefur stöðugt vaxið. Annar mikilvægur þáttur sem talinn er tengjast þétt­ býlismyndun er almennt læsi. Þrátt fyrir dreifbýlið hér­ lendis var læsi talið almennt við lok 18. aldar, sem telst til undantekninga í Evrópu þess tíma. Almennt læsi er,

Tafla 1: Breytingar á íbúafjölda og byggðaþróun

6


Bókasafnið 38. árg. 2014 auk áhrifa frá alþjóðlegum hugmyndastefnum, væntan­ lega meðal þeirra þátta sem leiddu til þess að örla tók á breytingum undir aldamótin 1800 með stofnun ýmis konar framfarafélaga, þar á meðal lestrarfélaga. Mark­ miðið með rekstri lestrarfélaganna var að bæta atvinnu­ hætti og afkomu landsmanna með því að gefa þeim kost á sjálfsnámi með bóklestri ﴾A. Breiðdælingr, 1878; Aðal­ geir Kristjánsson, 2008; Erla Hulda Halldórsdóttir, 2003; Grímur M. Helgason, 1974; Ingi Sigurðsson, 2003; Ingi­ björg Steinunn Sverrisdóttir, 1997; Jóhannes Guð­ mundarson, 1868; Jón Jónsson, 2003; Lilja Harðardóttir, 1997; Lyons, 2010; Sveinn Skorri Höskuldsson, 1970; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a, 2013b﴿. Sú þróun færðist mjög í aukana þegar leið á 19. öldina og fram á þá 20., ásamt stofnun ýmissa skóla, sem tengdust sérhæfðari atvinnuháttum og vinnumenningu. Ekki hefur þó verið þörf á sérmenntuðu starfsfólki í lestrarfélögum og þeim litlu almenningsbókasöfnum sem sett voru á fót hér á landi fyrr en síðar á 20. öld.

1 .2.1 Þörf skapast á sérhæfðu starfsfólki við skipulagða vistun og miðlun þekkingar Vísbendingar um þörf á sérmenntuðu starfsfólki komu fram um miðja tuttugustu öld í útgáfu handbókar um framkvæmd kjarnaverkþátta ﴾sjá hér að neðan﴿ í starfsemi bókasafna til nota fyrir starfsfólk þeirra ﴾Björn Sigfússon og Ólafur Hjartar, 1952﴿. Áður ﴾1937﴿ höfðu fyrstu lög um lestrarfélög verið sett. Í kjölfar fyrstu laga um almenningsbókasöfn 1955 mynduðu lestrarfélögin hluta almenningsbókasafnakerfisins ﴾Stefanía Júlíus­ dóttir, 2013a, s. 371; 2013b﴿. Þörf á sérmenntuðu starfs­ fólki skapaðist fyrr á rannsóknabókasöfnum og nám í bókasafnsfræði, sem hófst 1956 við Háskóla Íslands, var í upphafi miðað við þarfir þeirra. Tímabundið nám fyrir ófaglært starfsfólk almenningsbókasafna ﴾upp­ haflega hugsað fyrir ófaglærða forstöðumenn þeirra úti á landi﴿ hófst 1986 í Bréfaskólanum. Dreifnám í bóka­ safnstækni á framhaldsskólastigi, skemmra starfsnám en háskólanámið og á lægra skólastigi fyrir undirmenn á bókasöfnum hófst í árslok 2002 ﴾Sigrún Klara Hannes­ dóttir, 2005; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a; Þóra Óskars­ dóttir, 1986; Þórdís T. Þórarinsdóttir, 2006﴿.

2

Kenningar

Kenningarfræðilegur grunnur rannsóknarinnar er EET ﴾Ecological­evolutional theory﴿. Samkvæmt henni felur þjóðfélagsþróun annars vegar í sér stöðugleika og hins vegar breytingar. Breytingarnar eru tvenns konar: þær sem stöðugt eiga sér stað án þess að breyta grunn­ gerð þjóðfélagsins varanlega og þær sem örsjaldan

hafa gerst í sögu mannkyns og hafa valdið byltingar­ kenndum umskiptum á þjóðfélagsgerðinni ﴾Lenski, 2005﴿. Síðartöldu breytingarnar eru mikilvægar þegar horft er til langtímaþróunar á atvinnumöguleikum, vinnu­ aðstöðu og eðli starfa, vegna þess að aðeins sú tegund breytinga veldur varanlegum umskiptum. Þetta á sér­ staklega við á því rannsóknarsviði sem hér er til umfjöll­ unar. Afar mikilvægt er þess vegna að greina á milli þessara tveggja tegunda breytinga ﴾Stefanía Júlíusdótt­ ir, 2013a﴿. Til þess að greina á milli þeirra tveggja tegunda breytinga sem hér eru til umræðu og orsökum þeirra reyndist nauðsynlegt að nota einnig sértækari kenning­ ar. Annars vegar kenninguna um kerfi fagstétta ﴾Abbott, 1988﴿, en samkvæmt henni eiga sér stað stöðugar breytingar á störfum og fagstéttum. Við greiningu á stöðugu breytingunum var kenning Abbotts mjög gagn­ leg, enda þótt hún hafi verið sett fram áður en áhrifa raf­ rænnar vistunar og miðlunar fór að gæta svo nokkru næmi. Ástæða þess hve nýtileg kenningin reyndist við greiningu á þróun sem átti sér stað um og eftir árþús­ undamótin er fólgin í henni sjálfri. Það er að segja kenn­ ingin er afstrakt, óbundin tegundum táknkerfa og miðlunarmáta og nýtist því óháð táknkerfi og miðlum sem notaðir eru. Jafnframt gaf það notkun kenningar Abbotts gildi í þeirri rannsókn sem hér er til umfjöllunar að samkvæmt henni greinir hann þróun bókasafns­ og upplýsingafræði í BNA, sem kemur að góðum notum í þessari rannsókn. Enda þótt Abbott víki að byltingarkenndum umskipt­ um nær kenning hans aðeins lítillega til þeirra, vegna þess að áhrifa rafrænnar vistunar, geymdar og miðlunar fór ekki að gæta svo nokkru næmi á rannsóknarsviðinu fyrr en seint á síðasta áratug 20. aldar. Til þess að greina þau skil sem verða þegar áhrifa rafrænnar geymdar og miðlunar tekur að gæta og til þess að geta metið hvort afleiðingar þeirra muni verða varanlegar var þörf á kenningu sem snýr sérstaklega að slíkri grein­ ingu. Sú kenning sem hér er notuð er miðilskenningin ﴾medium theory﴿ ﴾Meyrowitz, 2001﴿. Samkvæmt henni geta orðið byltingarkennd umskipti með tilkomu nýs miðils við vistun, geymd og miðlun þekkingar og upplýs­ inga, að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Það er að segja miðils sem bætist við þá sem fyrir voru ﴾Meyrowitz, 2001﴿. Hefði kenning Abbotts verið eina kenningin sem notuð var til þess að greina þróunina hefði niðurstaðan orðið sú að á þróun þeirra fagstétta sem rannsóknir mínar náðu til hefðu ekki greinst nein meiri háttar skil. Dæmi eru um þannig niðurstöður annarra rannsókna

7


Bókasafnið 38. árg. 2014 ﴾t.d. ﴾Webster, 2010 ﴾1995﴿﴿, þótt kenning Abbotts hafi ekki verið notuð við greininguna.

2.1 .1 Kenning Abbotts um kerfi fagstétta Samkvæmt kenningu Abbotts mynda fagstéttir kerfi þar sem hver fagstétt ræður yfir óðali ﴾jurisdiction﴿, sem er yfirráða­ eða áhrifasvæði hennar. Abbott færði rök fyrir því að störf og hlutverk fagstétta breyttust stöðugt, það hefði smám saman áhrif á tengsl þeirra, og tengslin hefðu áhrif á þróun fagstéttanna. Sumar breytingar eiga upptök sín utan óðals fagstéttar, svo sem tæknilegar og stjórnmálalegar breytingar og þær sem félagsleg öfl valda, en aðrar innan óðals fagstéttar. Breytingarnar hefjast með röskun á ríkjandi stöðu, átök skapast um yfirráð óðals, uppstokkun fyrra skipulags á sér stað og í kjölfarið kemst á jafnvægi. Til þess að tryggja yfirráð sín yfir óðali og verjast innrásum annarra stétta tryggja fag­ stéttir sér forgang að störfum innan óðalsins með því að stofna fagfélög og fagtímarit, þróa og gefa út handbækur og önnur grundvallarrit á fagsviðinu, stjórna menntun og nýliðun fagfólks ﴾ráða jafnvel hverjir fái að mennta sig í faginu﴿, samþykkja siðareglur, skipuleggja menntun undirstéttar og koma sér upp lögvernduðu starfi ﴾sterkari aðgerð﴿ eða starfsheiti ﴾veikari aðgerð﴿, sé þess nokkur kostur ﴾Abbott, 1988, s. 1­95﴿. Bókasafns­ og upplýs­ ingafræðingur er til dæmis lögvarið starfsheiti. Einungis þeir sem fullnægja tilteknum skilyrðum og fengið hafa leyfisbréf mega nota það starfsheiti ﴾Lög um bókasafns­ fræðinga nr. 97/1984 með áorðnum breytingum 21/2001, 88/2008 og 26/2011﴿. Að hluta til er þróun fag­ stétta undir því komin hvernig þær stjórna aðgangi að fagþekkingu og færni. Annars vegar er um að ræða stjórn á aðgangi að tæknilegri færni, til dæmis að iðn­ þekkingu ﴾crafts﴿ og hins vegar stjórn á aðgangi að óhlutstæðri ﴾afstrakt﴿ þekkingu, til dæmis þekkingu há­ skólamenntaðra fagstétta ﴾professions﴿. Öflugasta vopnið í baráttunni við að halda yfirráðum sínum í óðali og að vinna ný er að dómi Abbott það að búa yfir af­ strakt þekkingu sem nota má á víðum vettvangi við lausn margs konar verkefna ﴾Abbott, 1988﴿. Óðulum ná fagstéttir undir sig með tvennu móti. Annars vegar koma þær að þeim ósetnum þegar um ný eða yfirgefin óðul er að ræða. Hins vegar verða þær að gera innrás og ná óðalinu á sitt vald, þegar um setin óð­ ul er að ræða. Ný óðul verða meðal annars til við til­ komu nýrrar tækni, jafnframt verða þá oft til nýjar fagstéttir og gamlar fagstéttir aðgreinast í sérhæfðar undirstéttir. Sem dæmi má nefna sérfræðinga í leitum í rafrænum gagnasöfnum á níunda og tíunda áratug síð­

8

ustu aldar og kerfisbókasafnsfræðinga ﴾system librari­ ans﴿, sérhæfð störf sem sköpuðust við tölvuvæðingu bókasafna. Gamlar fagstéttir geta líka sótt í ný óðul. Annað hvort yfirgefa þær gamla óðalið sitt og tapa þar yfirráðum, ef þær eru ekki nógu öflugar eða mannmarg­ ar til þess að halda yfirráðum í tveimur óðulum samtím­ is, eða stækka yfirráðasvæði sitt með því að bæta yfirráðum yfir nýja óðalinu við yfirráðin yfir því gamla. Ljóst er að miklu máli skiptir að skipuleggja varnir gegn árásum annarra fagstétta í eigið óðal. Almenningsálitið eða ímynd fagstéttar út á við getur einnig veitt henni að­ gang að eða jafnvel forræði yfir tilteknu óðali. Á sama hátt og ný tækni getur skapað ný óðul geta gömul óðul lagst af með tilkomu hennar. Auk þess sem að ofan er talið lagði Abbott áherslu á að yfirráð yfir afstrakt ﴾óhlut­ stæðu﴿ þekkingarkerfi væri öflugasta vopnið í átökum um yfirráð yfir óðulum ﴾Abbott, 1988, s. 1­95﴿. Almenningsálitið eða ímynd fagstéttar út á við getur einnig veitt henni aðgang að eða jafnvel forræði yfir tilteknu óðali.

2.1 .2 Miðilskenning (medium theory) Meyrowitz Meðal kenninga um byltingarkenndar breytingar er miðilskenning ﴾medium theory﴿ Meyrowitz ﴾2001﴿. Sam­ kvæmt henni hefur tilkoma þriggja tegunda sam­ skiptamiðla, sem bættust við þá sem fyrir voru markað þrjú meginmenningarskeið i sögu mannkyns. Skeið munnlegrar miðlunar, sem markaðist af tilkomu tákn­ kerfis tungumáls og þróaðist í kjölfar breytinga á radd­ færum manna ﴾Deibert, 1998 ﴾1997﴿; Lieberman, 1977﴿. Á því skeiði var þekking geymd huglægt. Skeið miðlunar með ritlist ﴾jafnt handskrift sem prentun﴿, sem markaðist af tilkomu táknkerfa til ritunar á áþreifanlegan miðil. Þau voru í fyrstu myndtákn en síðar stafróf og annars konar táknkerfi. Prentlistin jók framleiðslumöguleika á rituðu máli gífurlega og hafði byltingarkennd áhrif ﴾De Vinne, ﴾n.d. ﴾1876﴿﴿; Eisenstein, 1997 ﴾1979﴿﴿. Þriðja skeiðið er skeið rafrænnar miðlunar. Það markaðist af tilkomu rafrænna miðla. Á því skeiði skiptir notkun nýs táknkerfis, tvíundakótans ﴾aðrar gerðir kóta koma einnig til greina﴿ höfumáli að dómi þeirrar er þetta ritar. Viðfangsefni miðilskenningarinnar geta verið ein­ staklingar ﴾micro level﴿ jafnt sem þjóðmenning ﴾macro level﴿. Þau snúast um hvernig viðbót nýs samskiptamið­ ils, sem bætist við þá sem fyrir voru, getur breytt þjóðfé­ lagsgerðinni varanlega að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Meðal skilyrðanna er að frá blautu barns­ beini sé notkun nýja miðilsins hluti af daglegu lífi alls al­ mennings, og að almennt hafi fólk greiðan aðgang að


Bókasafnið 38. árg. 2014 nægri þekkingu og upplýsingum sem miðlað er með nýja miðlinum ﴾Meyrowitz, 2001﴿. Á Íslandi hafa slíkir viðburðir gerst tvisvar. Í fyrra skiptið þegar ritlistin var tekin upp hér á landi í kjölfar kristnitökunnar, sem fyrr getur og nú á dögum með þróun stafrænnar miðlunar og upplýsingatækni.

3

Rannsóknir og þróun

Annars vegar er fjallað um þróun launaðs óðals starfsfólks bókasafna hér á landi og hins vegar um þró­ un launaðs óðals starfsfólks bókasafna erlendis, einkum í BNA.

3.1

Þróunin hér á landi

Launað óðal bókasafns﴾­ og upplýsinga﴿fræða hefur frá fornu fari verið það að afla, skrá og skipuleggja ritaða þekkingu og upplýsingar, óháð miðli, í því skyni að varðveita efnið og auðvelda heimtur á skilvirkan og ör­ uggan hátt, til þess að gera nýtingu þess mögulega. Það óðal myndaðist tiltölulega seint hér á landi ﴾sjá Inn­ gang﴿. Störf í lestrarfélögum og bókasöfnum fyrir al­ menning tilheyrðu upphaflega ólaunuðu óðali, sem ég hef nefnt tómstundaóðal eða voru unnin, þegar tími var til, af þeim sem höfðu annað aðalstarf ﴾Stefanía Júlíus­ dóttir, 2009, 2013a﴿. Frá myndun launaðs óðals í bókasöfnum hér á landi hefur þróun þess verið í samræmi vð kenningu Abbotts um kerfi fagstétta ﴾1988﴿. Þróun óðals stéttar bóka­ safnsfræðinga hófst eftir miðja 20. öld með útgáfu leið­ beiningarits um rekstur bókasafna ﴾Björn Sigfússon og Ólafur Hjartar, 1952﴿, lögum um almenningsbókasöfn 1955, kennslu í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands 1956 og stofnun Bókavarðafélags Íslands 1960. Félagið var opið starfsfólki bóka­ og skjalasafna, óháð menntun, eins konar vinnustaðafélag. Aðrir áfangar í helgun óðals bókasafnsfræðinga fólust í gerð faghandbóka, sem fél­ agar í Bókavarðafélaginu unnu. Um var að ræða Skrán­ ingarreglur ﴾byggðar á Anglo American Cataloguing Rules﴿ 1970, íslenska þýðingu og staðfærslu á Dewey Decimal Classification 1970 og útgáfu fréttabréfs ﴾Bóka­ varðafélag Íslands. Skráningarnefnd, 1970; Dewey, 1970; Stefanía Júlíusdóttir, 2009, 2013a﴿. Til þess að aðgreina sig faglega frá öðrum starfs­ mönnum bókasafna og gera sig gildandi sem „fagstétt bókasafna“ stofnuðu bókasafnsfræðingar fagfélagið Fé­ lag bókasafnsfræðinga 1974. Í samvinnu við aðra aðila hófu þeir útgáfu á tímaritinu Bókasafninu og fréttabréfinu Fregnum. Þjónustumiðstöð bókasafna var stofnuð 1978

á vegum Félags bókasafnsfræðinga og Bókavarðafé­ lags Íslands ﴾Kristín H. Pétursdóttir, 1982﴿ og gaf strax á fyrsta starfsári sínu út Bókaskrá 1944-1973, handbók til þess að auðvelda starfsfólki bókasafna störf sín. Í árslok 1999 voru Bókavarðafélag Íslands og fagfélagið Félag bókasafnsfræðinga sameinuð í Upplýsingu – félag bóka­ safns­ og upplýsingafræða, sem er eins konar vinnu­ staðafélag. Síðan hefur eina fagfélag bókasafns­og upplýsingafræðinga verið kjarafélagið Stéttarfélag bókasafns­ og upplýsingafræðinga ﴾SBU﴿. Átök urðu um óðalið við endurskoðun Laga um al­ menningsbókasöfn 1962­1963. Þau voru milli löggjafar­ valdsins og starfsmanna almenningsbókasafna. Þeir síðarnefndu vildu tryggja þeim sem höfðu háskóla­ menntun í bókasafnsfræði, Cand. Mag. prófi í íslenskum fræðum eða höfðu unnið sem bókaverðir í að minnsta kosti þrjú ár fyrir gildistöku laganna rétt til forstöðu­ mannsstarfa í almenningsbókasöfnum samkvæmt ákvæði um menntun starfsfólks almenningsbókasafna í 10. gr. frumvarps til laga um almenningsbókasöfn 1962­ 1963. Dómsmálaráðherra var andvígur því að takmarka stöðuveitingar við ímyndaða stétt bókavarða og taldi varhugavert að búa til slíka stétt. Frumvarpið var sam­ þykkt án 10. greinarinnar ﴾Alþingistíðindi 1962, 1967﴿. Ekki kom ákvæði um menntun starfsmanna fyrr en í Lögum um almenningsbókasöfn nr. 50/1976 og náði það aðeins til bókasafnsfræðinga en hvorki til annarra háskólamenntaðra starfsmanna né þeirra sem aflað höfðu sér reynslu sem forstöðumenn almenningsbóka­ safna eins og lagt hafði verið til 1962­1963. Með lögun­ um 1976 ásamt Lögum um bókasafnsfræðinga nr. 97/1984 fengu bókasafnsfræðingar í raun einkarétt á forstöðumannsstörfum í almenningsbókasöfnum. Með Lögum um almenningsbókasöfn nr. 36/1997, töpuðust réttindin tímabundið, en voru endurnýjuð í Bókasafnalögum nr. 150/2012 og ná samkvæmt þeim til forstöðu­ manna allra bókasafnategunda sem starfrækt eru fyrir opinbert fé. Fyrir samþykkt þeirra laga höfðu ekki verið ákvæði um menntun annarra starfsmanna á rannsókna­ sviðinu en starfsmanna almenningsbókasafna og skóla­ bókasafna ﴾grunn­ og framhaldsskólabókasafna﴿ ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2009, 2013a﴿. Í Lögum um grunnskóla nr. 63/1974 var ákvæði um bókasafnsþjónustu og þar með myndaðist óðal skóla­ safnsvarða. Í kjölfarið urðu átök um störf á skóla­ bókasöfnum milli kennara og bókasafnsfræðinga. Þeim lauk með bréfi menntamálaráðherra dagsettu 15. maí 1984, þar sem fram kom að rétt til forstöðumannsstarfa á skólabókasöfnum ættu kennarar með 30 eininga nám

9


Bókasafnið 38. árg. 2014 ﴾tveggja missera nám á þeim tíma﴿ í skólasafnsfræði og einnig bókasafnsfræðingar með kennararéttindi ﴾Friðrik Olgeirsson, 2004﴿. Að sögn heimildarmanns ﴾þegar þetta var ritað﴿ hafa kennarar þó alla tíð haft sterkari stöðu á grunnskólasöfnum en bókasafnsfræðingar. Óðal framhaldsskólasafna myndaðist með Reglugerð um framhaldsskóla nr. 23/1991 og Lögum um framhaldsskóla nr. 80/1996. Bókasafnsfræðingar náðu forræði yfir óðali framhaldsskólasafna að því að séð yrði án átaka ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2009, 2013a﴿. Óðal sérfræðibókasafna varð til vegna þarfar á markvissri uppbyggingu safnkosts, ásamt skipulagningu hans þannig að auðvelt væri að finna það sem á þurfti að halda. Það styrktist þjóðfélagslega við ályktun fundar Rannsóknaráðs ríkisins 1976 um stofnun sérfræðibóka­ safna og deilda með fagmenntuðu fólki á því sviði. Þar var nánast kallað eftir bókasafnsfræðingum til starfa ﴾Skipulag upplýsingamála, 1976﴿, sem styrkti stöðu þeirra. Ekki var barist um óðalið opinberlega að því að séð yrði ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2009, 2013a﴿. Skjalastjórn varð sérstakt óðal í lok 20. aldar. Engin lagaákvæði voru og eru um menntun starfsfólks. Um það urðu átök milli bókasafnsfræðinga og sagnfræðinga sem sýnileg voru í umræðu fjölmiðla ﴾Alfa Kristjánsdóttir, 2008; Freysteinn Jóhannsson, 2008; Hrafn Sveinbjarn­ arson, 2008a, 2008b, 2008c; Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2008b; Óli Gneisti Sóleyjarson, 2008a, 2008b; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Ef marka má auglýsingar eftir starfsfólki, þegar þetta er ritað, hafa bókasafns­ og upp­ lýsingafræðingar forræði yfir óðali skjalastjórnar í augum almennings. Jafnframt virðist staða þeirra í óðali bóka­ safna hafa veikst innan frá eftir starfsauglýsingum að dæma. Þar sem í eina tíð var auglýst eftir bókasafns­ fræðingum, hefur í seinni tíð verið auglýst eftir fólki með menntun á sviði bókasafns­ og upplýsingafræði eða sambærilega menntun, án þess að ljóst sé í hverju hún sé fólgin. Nýverið hefur verið auglýst eftir fólki með há­ skólamenntun til starfa í helstu bókasöfnum þjóðarinnar, án þess að menntun í bókasafns­ og upplýsingafræði sé tiltekin.

3.2

Rannsóknir erlendis og þróun í BNA

Fram undir miðja 20. öld var eftrispurn eftir bóka­ safnsfræðingum sveiflukennd beggja vegna Atlantshafs­ ins, en um miðja öldina myndaðist aukin þörf og eftirspurnin jókst. Þá var reynt að finna leið til þess að áætla eftirspurnina fram í tímann ﴾Abbott, 1988, s. 219; Allibone, 2002; Berry, 1988; Hill, 1985; King Research Inc., 1983; Kniffel, 1990; Moore, 1987b; Myers, 1988;

10

Report of the Commission on the Supply of and Demand for Qualified Librarians, 1977; Stuart­Stubbs, 1989; Van House, Roderer, and Cooper, 1983﴿. Annars vegar var reynt að áætla mannaflaþörf út frá fjölda starfa sem yrðu í boði í framtíðinni og hins vegar var reynt að komast að hvers konar menntun væri æskileg miðað við innihald þeirra starfa sem í boði höfðu verið. Meðal þess sem niðurstöður bentu til var að eftirspurn eftir bóka­ safnsfræðingum reyndist háð félagslegum þáttum þar á meðal lagasetningu og stöðlun. Íbúafjöldi hafði áhrif á eftirspurn mannafla í almenningsbókasöfnum og nem­ endafjöldi í skólabókasöfnum á öllum skólastigum. Í sér­ fræði­ og rannsóknabókasöfnum hafði fjárhagur mikil áhrif á eftirspurn mannafla ﴾Greene og Robb, 1985, 1989; Loughridge, 1990; Moore, 1977, 1978, 1982, 1987a, 1987b; Myers, 1986; Report of the Commission on the Supply of and Demand for Qualified Librarians, 1977; Sanders, 1986; Stuart­Stubbs, 1989; Van House, Roderer, og Cooper, 1983﴿.

Guidelines for conducting information manpower surveys eftir Á vegum UNESCO komu viðmiðunarreglur:

Moore út 1986. Þær voru byggðar á fyrri rannsóknum ﴾Greene and Robb, 1985; Moore, 1986; Moore og Kempson, 1985a, 1985b; Report of the Commission on the Supply of and Demand for Qualified Librarians, 1977; Rochester, 1984; Slater, 1979, 1980﴿ og eru leið­ beiningarit um könnun á stöðu mannafla á bóka­ og skjalasöfum og hver líkleg eftirspurn verði til skamms tíma ﴾næstu fimm árin﴿. Í kjölfarið fylgdu rannsóknir, sem margar voru framkvæmdar í samræmi við viðmiðunar­ reglurnar, en einnig voru rannsóknir á menntunarþörf miðað við innihaldi starfa. Sambærileg rannsóknarhefð var enn við lýði í lok 20. aldar og í upphafi þeirrar 21. ﴾t.d. Beile og Adams, 2000; Doctor, 2008; Gorman og Cornish, 1995; Hong Xu, 1995; Kealy, 2009; Knight, 2007; Loughridge og Sutton, 1988; Loughridge, 1990; Loughridge, Oates og Speght, 1996; Maceviciute, 1999; Mackenzie, 2007; Pors, 2001; Quarmby, Willett og Wood, 1999; Reser og Shuneman, 1992; Rosenberg, 1989; Santos, Willett og Wood, 1998; Slater, 1987, 1991; Stefanía Júlíusdóttir, 1994, 2007; Summerfield, 2002; The 8Rs Research Team, 2005﴿. Sameiginlegt með flestum rannsóknaraðferðum sem notaðar voru til þess að áætla mannaflaþörf fram í tímann var að áætlanir byggðu að hluta til á aldri starfs­ fólks á rannsóknartíma og hver þróunin hafði verið fram til hans. Gildi áætlananna fyrir framtíðina var þess vegna háð því að þróunin héldist sambærileg við það sem hún hafði verið í fortíðinni ﴾til dæmis King Research


Bókasafnið 38. árg. 2014 Inc., 1983; Moore, 1986; Stuart­Stubbs, 1989; Van House, Roderer og Cooper, 1983; The 8Rs Research Team, 2005﴿. Fram kom gagnrýni þess efnis að slíkar rannsóknir gætu ekki haft forspárgildi vegna þess að spáin byggðist á því liðna en framtíðin væri háð þáttum sem væru óþekktir á spátíma. Bæði ytri þáttum: stjórn­ málalegum, hagfræðilegum, félagslegum og tæknileg­ um, auk annarra ytri þátta og samspili þeirra. Einnig gætu innri þættir ófyrirséðir á rannsóknartíma, haft áhrif á eftirspurn eftir mannafla framtíðar. Auk þess hélt Rowley því fram að atvinnumöguleikar einstaklinga væru undir þeim sjálfum komnir, það er að segja hvort þeir hæfðu þeim störfum sem í boði væru. Þá taldi hún að rangt væri að miða fjölda útskrifaðra við eftirspurn. Ef fjöldi þeirra væri umfram hana leituðu þeir starfa á öðr­ um vettvangi þar sem menntun þeirra nýttist. Við það stækkaði óðal fagstéttarinnar og mikilvægi hennar ykist ﴾Rowley, 1989; Slater, 1979; Stuart­Stubbs, 1989﴿. Ýmsir héldu því fram að í þeim efnum væri ímynd bóka­ safns­ og upplýsingafræðinga þeim fjötur um fót ﴾LaCroix, 1986­1987; Loughridge, 1990; Moore, 1987a, 1987b; Rowley, 1989; Slater, 1987; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Að margra mati hefði eftirspurn eftir bókasafns­ og upplýsingafræðingum átt að aukast í upplýsingaþjóðfé­ laginu svokallaða, vegna þess að þjónusta, sérstaklega upplýsingaþjónusta hlyti að vera mikilvægari þar en í iðnaðarþjóðfélögum. Eftirspurnin væri þó háð því að bókasafns­ og upplýsingafræðingar væru færir um og reiðubúnir til þess að leysa nýjar tegundir starfa af hendi ﴾Moore, 1987a, 1988, 1989; Rowley, 1989; Slater, 1979, 1987; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a; Stuart­Stubbs, 1989﴿. Af því fór tvennum sögum. Annars vegar að þeir fengju störf við að skipuleggja og miðla þekkingu og upplýsing­ um utan hefðbundinna bókasafna og hins vegar að þeir sæktu aðeins um takmarkaðan fjölda slíkra starfa og ættu þar í harðri samkeppni við fólk með annars konar menntun á sviði upplýsingatækni ﴾Harris, 1988; Humle og Wilson, 1988; Myers, 1986; Sellen og Vaughn, 1985; Van House, Roderer, og Cooper, 1983; Stefanía Júlíus­ dóttir, 2013a﴿. Abbott ﴾1988﴿ greindi þróun þriggja starfsstétta samkvæmt kenningu sinni. Ein þeirra var fagfólk sem miðlar upplýsingum ﴾the information professionals﴿, annars vegar fagfólk sem miðlar eigindlegum upplýsing­ um ﴾qualitative information﴿ og hins vegar fagfólk sem miðlar megindlegum eða magnbundnum upplýsingum 1

﴾quantitative information﴿. Undir fyrra heitið ﴾fagfólk sem miðlar eigindlegum upplýsingum﴿ setti Abbott bóka­ safnsfræðinga ﴾librarians﴿ ásamt háskólafólki, blaða­ mönnum, auglýsendum og fleiri stéttum. Hann greindi þróun bókasafnsfræðinga í BNA með hliðsjón af þremur ytri þáttum: í fyrsta lagi félagslegum og menningarlegum þáttum, í öðru lagi samkeppni frá öðrum fagstéttum og stofnunum og í þriðja lagi nefndi hann þjónustuaðila sem kynnu að bjóða upp á bókasafns­ og upplýsinga­ þjónustu án aðkomu bókasafna ﴾Abbott, 1988; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Samkvæmt Abbott varð stétt bókasafnsfræðinga í BNA til vegna stofnunar bókasafna. Skólabókasöfn voru stofnuð um miðbik 19. aldar, en síðan almennings­ bókasöfn á seinni hluta aldarinnar og háskólabókasöfn og sérfræðibókasöfn undir lok hennar. Mikilvægustu safnategundirnar fyrir stétt bókasafnsfræðinga voru al­ mennings­ og háskólabókasöfn. Stétt þeirra veitti forsjá útgáfuritum1 sem varðveittu menningarauðinn. Það fólst í því að hún skráði og skipulagði söfn útgáfurita og stjórnaði notkun þeirra. Við það lagði hún áherslu á þrennt. Í fyrsta lagi á að skrá og skipuleggja safnkost bókasafna þannig að aðgangur að upplýsingum væri greiður. Í öðru lagi var áhersla á menntun ﴾safngesta﴿ með betrun að leiðarljósi og í þriðja lagi var áhersla á afþreyingu ﴾safngesta﴿ með ánægju að leiðarljósi. Stétt bókasafnsfræðinga ákvað hvaða efni safngestur ættu að finna á bókasöfnum fram undir lok 20. aldar. Á sér­ fræðibókasöfnum töldu bókasafnsfræðingar sig geta fundið það sem starfandi fagfólk á öðrum sviðum en bókasafnsfræði hefði ekki tíma ﴾eða jafnvel ekki færni﴿ til að finna, og bókasafnsfræðingar töldu sig vita hvaða upplýsingar hæfðu lausn tiltekinna vandamála við til­ teknar aðstæður ﴾Abbott, 1988, s. 216­224; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Úthýsing verkefna og þjónusta einkaaðila varð snemma mikilvæg fyrir starf bókasafnsfræðinga í BNA. Allt frá seinni hluta 19. aldar reiddu þeir sig á þjónustu einkafyrirtækja sem störfuðu á landsvísu ﴾t.d. fyrirtækið Bowker﴿. Skipulagsvinna ﴾skráning, flokkun og lyklun﴿ var unnin miðlægt hjá Library of Congress ﴾bandaríska þingbókasafninu﴿ alla 20. öldina, og einnig á vegum annarra aðila fyrir þann tíma. Við efnisval voru notuð hjálpartæki á borð við tímaritð Choice. Algengt var að uppbygging safnkosts í stærri bókasöfnum færi þannig fram að aðeins væri valið úr úrvali útgáfurita sem sér­ stakar einkareknar þjónustustofnanir á sviði dreifingar

Að mestu leyti var um markaðsútgáfu á bókasöfnum að ræða (athugasemd SJ)

11


Bókasafnið 38. árg. 2014 útgáfurita tóku saman og sendu til bókasafnanna ﴾app­ roval plans og blanket order plans﴿ ﴾sjá t.d. http://eric.ed.gov/?id=ED043342 og http://www.ybp.com/ser­ vices.html﴿. Efnislyklar voru iðulega þróaðir utan bóka­ safnanna. Skráningarþjónusta Library of Congress varð ásamt millisafnalánum til þess að auka og festa stöðlun skipulagsvinnu ﴾skráningu, flokkun og lyklun﴿ í sessi ﴾Abbott, 1988, s. 217­226﴿, og einnig til þess að bóka­ safnsfræðingar þar þjálfuðust ekki í þess konar vinnu að sama skapi og til dæmis hér á landi, þar sem miðskrán­ ing kom til heilli öld seinna ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 1996, 2013a﴿. Í BNA urðu átök um efnisval milli almennings og stéttar bókasafnsfræðinga, sem varð að láta undan kröf­ um almennings á því sviði strax á 19. öld. Undir lok þeirrar aldar reyndi fagstéttin fyrir tilstilli Melville Dewey að ná yfirráðum yfir óðali skjalastjórnar ﴾skipulagi við­ skiptaskjala﴿, þó það tækist ekki hafði hún næga vinnu. Af þeirri ástæðu sótti stétt bókasafnsfræðinga yfirráð í óðali skjalastjórnar ef til vill ekki eins fast og hún hefði getað. Yfirráð óðals skjalastjórnar í BNA komst að því er virðist átakalaust í hendur annarra en bókasafnsfræð­ inga. Enda þótt framboð starfa væri sveiflukennt í BNA þegar kom fram á 20. öldina, má segja að til þess að halda nægri atvinnu hafi bókasafnsfræðingar lítið þurft að sinna vörnum óðals síns eða gera árásir í önnur óðul. Þróunin var þó ekki algerlega átakalaus. Átök urðu milli akademískra starfsmanna háskóla og bókasafnsfræð­ inga um hvort þeir síðarnefndu ﴾sérstaklega forstöðu­ menn﴿ ættu að njóta sömu kjara við rannsóknastörf og akademískir starfsmenn sem höfðu kennslu og rann­ sóknir að aðalstarfi. Á lægri skólastigum urðu átök milli bókasafnsfræðinga og kennara, sem leiddu til þess að bókasafnsfræðingar komu á leyfisbréfum til starfsrétt­ inda til þess að aðgreina „sanna bókasafnsfræðinga“ frá skólasafnskennurum, en það var tiltölulega seint á þró­ unarferli fagstéttarinnar ﴾Abbott, 1988, s. 221­222; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Samkvæmt Abbott ﴾1988﴿ hefur tækniþróun áhrif á óðul fagstétta, sem fyrr segir. Gömul óðul geta horfið eða breyst, einnig geta ný óðul myndast. Abbott nefnir áhrif af tvenns konar tækniþróun, annars vegar útgáfu örefnis sem stækkaði í raun óðal bókasafnsfræðinga, og hins vegar tölvutækni sem hann taldi að ógnaði óðali þeirra. Enda þótt áhrifa rafrænnar miðlunar á Lýðnetinu væri aðeins lítillega farið að gæta miðað við það sem síðar varð árið 1988 þegar The system of profession kom út taldi Abbott tölvufræðinga hafa ráðist inn í óðal bókasafnsfræðinga. Rök hans voru þau að með tölvum,

12

sem væru á yfirráðasvæði tölvufræðinga fyndist þekking og upplýsingar skjótar en þegar leitað væri með öðrum hætti og þess vegna væru yfirráð óðals þekkingar­ og upplýsingamiðlunar þeirra ﴾Abbott, 1988, s. 217­226; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Í samræmi við kenningu Abbotts sköpuðust nýjar gerðir starfa bókasafnsfræðinga með tilkomu rafrænnar miðlunar. Sem fyrr getur voru dæmi um það sérfræðing­ ar í leitum í rafrænum gagnasöfnum sem tilheyra kjarnasviði upplýsingaþjónustu og var afar mikilvægt sérsvið fyrir bókasafnsfræðinga í lok 20. aldar, en hafði í upphafi þeirrar 21. nánast lagst af ﴾Carson, 2002, 2004﴿. Önnur ný störf í óðalinu voru kerfisbókasafnsfræðingar og gagnasafnsstjórar ﴾database managers﴿. Tvær rannsóknir sem mikilvægar eru fyrir þær sem hér eru til umfjöllunar voru gerðar vestan hafs á stöð­ ugleika og breytingum á störfum í bókasöfnum ﴾Carson, 2002, 2004; Watson­Boone, 1998﴿. Segja má að þær taki við þar sem greiningu Abbotts lýkur. Helstu niður­ stöður þeirrar fyrri ﴾Watson­Boone, 1998﴿, sem gerð var í háskólabókasafni í BNA, voru að þrátt fyrir breytingar á þeim þremur þáttum sem hún skilgreinir sem kjarna bókasafns­ og upplýsingafræðinnar ﴾nefnilega uppbygg­ ingu safnkosts, skráningu, flokkun og lyklun, og upplýs­ ingaþjónustu﴿ væri eðli starfa bókasafnsfræðinga ennþá óbreytt. Það væri að tengja saman upplýsingar og not­ endur ﴾Watson­Boone, 1998, s. 119­121﴿. Niðurstöður rannsóknar Carson í rannsóknabókasöfnum í Kanada nokkru síðar, bentu hins vegar til þess að með tilkomu upplýsingatækni væri fagmennskan að hverfa úr störf­ um bókasafnsfræðinga ﴾Carson, 2004, s. 55﴿. Það gerð­ ist við aukna aðkomu einkafyrirtækja að upplýsingaþjónustu milliliðalaust við annað fagfólk en bókasafns­ og upplýsingafræðinga. Það taldi hún að hefði haft áhrif á eðli starfa í bókasöfnum. Fyrirtækin hefðu náð að taka yfir og einoka störf við efnisval og uppbyggingu safnkosts ásamt vinnu við skráningu, flokkun og lyklun, sem Watson­Boone skilgreindi sem tvö af kjarnasviðum bókasafns­ og upplýsingafræðinnar. Sem dæmi nefnir hún þjónustu Institute for Scientific Information ﴾ISI﴿ og Reed Elsevier. Þessi fyrirtæki sam­ þættu rafræna útgáfu, gagnasafnskerfi, alhliða bókasafnskerfi og sérhæfða upplýsingaþjónustu. Við það missti stétt bókasafnsfræðinga tökin á uppbyggingu safnkosts, skráningu, flokkun og lyklun, og einnig sér­ hæfðri upplýsingaþjónustu sem Watson­Boone skil­ greindi sem þriðja kjarnasvið bókasafnsfræðinnar ﴾Watson­Boone, 1998﴿. Niðurstöður rannsóknar Carson ﴾2002; 2004﴿ bentu


Bókasafnið 38. árg. 2014 til þess að bókasöfn hefðu glatað forráðum yfir þeim auði sem fólgin væri í útgáfuritum. Starfsmenn þeirra stjórnuðu ekki lengur kjarnaverkum fagsins við upp­ byggingu safnkosts, skipulagi hans og notkun. Aðilar ut­ an bókasafna tóku ákvarðanir sem áður voru teknar af bókasafnsfræðingum við þau verk. Þessi þróun rýrði óð­ al bókasafnsfræðinga að dómi Carson ﴾2004, s. 54﴿. Auk þess völdu notendur sjálfir það efni sem þeir kusu að nota. Áhugavert væri að fylgja eftir vísbendingum um að það breyti notkunarmynstri í þá veru að draga úr Matteusaráhrifunum ﴾Matthew effect﴿ ﴾Stefanía Júlíus­ dóttir, 2013a﴿, sem fólgin eru í því að mest er vitnað til þeirra höfunda sem mikið hefur þegar verið vitnað til ﴾Merton, 1968﴿. Carson ﴾2004﴿ færði rök fyrir því að stöðlun á vinnu­ háttum bókasafnsfræðinga hefði orðið til þess að auð­ velt reyndist að taka tölvutæknina í notkun við miðlun skráningarfærslna bókasafna sem í BNA höfðu verið unnar miðlægt og samnýttar alla 20. öldina. Þeim var í lok aldarinnar miðlað rafrænt í stað miðlunar á skrán­ ingarspjöldum sem áður voru notuð. Fljótlega varð tækninotkun til þess að staðbundið lögðust sum störf í bókasöfnum nánast alveg af og önnur alfarið. Það átti við störf á kjarnasviðum uppbyggingar safnkosts, skrán­ ingu, flokkun og lyklun, og einnig leitir í rafrænum gagnasöfnum, sem tilheyra sérsviði upplýsingaþjónustu. Það síðasttalda gerðist um árþúsundamótin, þegar hagsmunaaðilar utan bókasafna tóku að bjóða upp á alhliða gagnasafnskerfi með aðgangi að þekkingu og upplýsingum sem tóku mið af því að notendur þyrftu ekki þjónustu bókasafna til þess að nálgast efnið heldur gætu það sjálfir í sjálfsafgreiðslukerfum hvaðan sem var ﴾sjá til dæmis www.mdconsult.com﴿. Það rýrði óðal bókasafnsfræðinga við staðbundin bókasafnastörf verulega. Þar réðu gróðafyrirtækin ferðinni en ekki stétt bókasafnsfræðinga ﴾Carson, 2004; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿.

4 Gagnasöfnun: aðferðir og framkvæmd Til þess að afla upplýsinga um þróun fagstétta á rannsóknarsviðinu hér á landi voru gerðar tvær kannanir á mannafla bókasafna og fjölda og gerð þjónustuein­ inga, sú fyrri árið 1989 og sú síðari árið 2001. Hún náði einnig til skjalasafna. Niðurstöður veita upplýsingar um breytingar á gerð mannafla á rannsóknarsviðinu með til­ liti til menntunar, aldurs og kyns, auk upplýsinga um gerð þjónustueininga, landfræðilega dreifingu þeirra og starfsfólks. Þegar fyrri könnunin var gerð hafði verið leit­

að leiða til þess að geta spáð fyrir um mannaflaþörf á bókasöfnum beggja vegna Atlantshafsins, sem fyrr greinir. Annars vegar var um að ræða aðferð King Research ﴾1983﴿ sem byggir á notkun tölulegra upplýs­ inga sem meðal annars eru til hjá opinberum aðilum og hins vegar viðmiðunarreglur Moore ﴾1986﴿. Viðmiðunar­ reglurnar hafa að geyma aðferð við öflun tölulegra gagna og úrvinnslu þeirra til þess að spá hver mannaflaþörf verði til skamms tíma. Auk þess gera viðmiðunarreglur Moore ráð fyrir söfnun eigindlegra upplýsinga með opnum spurningum. Þær voru notaðar í þessari rannsókn vegna þess að tölulegar upplýsingar sambærilegar við þær sem notaðar voru í King Researh aðferðinni voru ekki til hér á landi. Þeim þurfti að safna, þess vegna var aðferð Moore valin við framkvæmd gagnasöfnunar og úrvinnslu gagna í þessum könnunum.

Einnig var gerð könnun á tegundum útgáfueininga, sem birtu þekkingu hér á landi frá 1944 til 2001. Gögn um útgáfurit hér á landi ﴾1944, 1969, 1979, 1989 og 2001﴿ voru fengin á rafrænu formi frá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Þau voru greind annars vegar sem markaðsrit, og hins vegar sem utanmarkaðs­ rit. Í þesari könnun voru „bibliometrískar“ aðferðir notað­ ar við gagnasöfnun og úrvinnslu. Þær eru fólgnar í söfnun og greiningu tölulegra gagna upphaflega varð­ andi starfsemi og rekstur bókasafna ﴾Diodato, 1994; Hertzel, 1987; Pritchard, 1969﴿. Á undanförnum árum hefur þessi aðferð mikið verið notuð við greiningu á heimildaskrám útgáfurita til þess að finna áhrifastuðul ﴾impact factor﴿ þeirra. Gögnin sem aflað var í þessum könnunum voru megindleg ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿.

4.1 Framkvæmd gagnasöfnunar um mannafla og þjónustueiningar 1 989-2001 Könnun á mannafla og þjónustueiningum 1989 náði til allra bókasafna sem vitað var um, stofnana sem lög­ um samkvæmt var skylt að bjóða upp á bókasafns­ og upplýsingaþjónustu og aðila sem hlutu að þurfa á slíkri þjónustu að halda vegna eðlis starfseminnar. Könnun­ areyðublöð voru póstsend til forstöðumanna bókasafna og forstöðumanna þeirra stofnana, sem vegna laga­ ákvæða eða eðlis starfseminnar þurftu á góðri bóka­ safns­ og upplýsingaþjónustu að halda. Í sumum stofnunum af síðar töldu gerðinni var ekki vitað hvort starfræktar væru þær gerðir þjónustueininga sem um var spurt. Þar sem ekki var starfrækt skipulagt bókasafn var beðið um upplýsingar um ritakost og hvort til stæði

13


Bókasafnið 38. árg. 2014 að koma upp skipulögðu bókasafni á næstu fimm árum. Jafnframt voru svarendur beðnir um að gera grein fyrir annars konar starfsemi en bókasafnsþjónustu sem unn­ in var hjá bókasafninu, þegar við átti. Send voru 665 könnunareyðublöð. Svörun var 47.5%. Til viðbótar fékkst hluti þeirra upplýsinga, sem leitað var um bókasöfn sem ekki svöruðu, hjá mennta­ málaráðuneytinu og fleiri aðilum. Hlutfall safna sem ein­ hverjar upplýsingar fengust um var 78.7% ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Árið 2001 voru könnunareyðublöð póstsend út til sambærilegs hóps, auk þess þótti nauðsynlegt að senda könnunareyðublöðin einnig til skjalastjóra og bæta við spurningum um skjalastjórn. Ástæðan fyrir þessum breytingum var sú að á þeim tíma fór fjöldi starfa ört vaxandi þar sem sami aðili, oft bókasafnsfræðingur, stjórnaði bókasafni ﴾einkum sérfræðibókasafni﴿ og var jafnframt skjalastjóri. Auk þess var auglýst eftir bóka­ safnsfræðingum til skjalastjórnarstarfa eingöngu. Til þess að fá heildarrmynd af starfsvettvangi bókasafns­ fræðinga var þess vegna nauðsynlegt að afla einnig upplýsinga um skjalastjórnarstörf. Send voru 593 könnunareyðublöð. Svörun var 62%. Til viðbótar fékkst hluti þeirra upplýsinga sem leitað var um bókasöfn, sem ekki svöruðu, hjá menntamálaráðuneytinu og fleiri aðil­ um. Hlutfall safna sem einhverjar upplýsingar fengust

um var 71.3% ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿.

5 Þjónustueiningar og mannafli 1 989 og 2001 Á rannsóknatímabilinu urðu miklar breytingar á gerð þjónustueininga og dreifingu starfa á þær. Auk þess urðu töluverðar breytingar á framboði starfa og á mannafla hvað varðar aldur, kyn og landfræðilega dreifingu hans.

5.1 Gerðir þjónustueininga og dreifing starfa á þær Ljóst er að gerð og uppbygging þjónustueininga gerbreyttust á tímabilinu frá 1989 til 2001. Þær urðu fleiri og fjölbreyttari. Í heild jókst fjöldi þeirra um rúm 20%, að skjalastjórnareiningum meðtöldum og fjöldi samsettra þjónustueininga sem þjónuðu fleiri tegundum notenda jókst mikið. Árið 1989 voru um 85% eininga hrein söfn ﴾þjónuðu einni gerð notendahóps﴿ og um 86% þjónustueininga voru almennings­ og skóla­ bókasöfn i grunn­ og framhaldsskólum. Árið 2001 var hlutfall hreinna safna komið niður í um 65% og um 71% voru almennings­, og skólabókasöfn i grunn­ og fram­ haldsskólum ﴾sjá töflur 2, 3 og 4﴿.

Tafla 2: Fjöldi og tegundir þjónustueininga 1989

*Tölulegum upplýsingum var ekki safnað um söfn sem þjónað var af öðrum 1 989. Sameinaðar þjónustueiningar teljast einu sinni og þá með þeirri þjónustueiningu sem fyrr er nefnd í töflunni.

14


Bókasafnið 38. árg. 2014 Sameining þjónustu almenningsbóka­ safna við grunnskólabókasöfn, framhalds­ skólabókasöfn og sérfræðibókasöfn var algengust. Einnig voru dæmi um samein­ ingu þjónustu almenningsbókasafna og skjalastjórnar ﴾records management﴿ og almenningsbókasafna og skjalasafna ﴾archives﴿ hjá sveitarfélögum. Árið 2001 voru gerðir sameinaðra þjónustueininga samskonar og árið 1989. Meginbreytingin fólst í fækkun hreinna almennings­ og sér­ fræðibókasafna, ásamt aukningu skjala­ stjórnareininga og sameinaðra sérfræðibókasafna og skjalastjórnarein­ inga. Árið 1989 var starfsvettvangur skjala­ safna talinn annar en bókasafna, þó fengust svör frá 6 forstöðumönnum sér­ fræðibókasafna um að þeir veittu einnig skjalastjórn forstöðu, auk þess sem að of­ an er nefnt um sameinaðar þjónustuein­ ingar almenningsbókasafna og skjala­ safna. Á tímabilinu fækkaði hreinum sér­ fræðibókasöfnum um 15%, en samsettum einingum sérfræðibókasafna og skjala­ stjórnar og skjalamiðstöðva fjölgaði úr 6 í 45 ﴾sjá töflur 2 og 3﴿.

Tafla 3: Fjöldi og tegundir þjónustueininga 2001

* Tölur í dálknum þjónað af öðrum eiga við dálkinn til vinstri. Þannig voru 7 hrein almenningsbókasöfn sem fengu þjónustu frá öðrum og 6 almenningsbókasöfn, sem þjónuðu tveimur gerðum notendahópa, fengu þjónustu frá öðrum. Tafla 4: Hlutfall af fjölda starfsmanna og stöðugilda 1989 og 2001 eftir tegund þjónustu

5.2 Breytingar á mannafla í bóka- og skjalasöfnum frá 1 989 til 2001 Árið 1989 starfaði um 80% mannafla rannsóknarsviðsins í almenningsbóka­ söfnum og skólasöfnum og þar voru rúm 75% stöðugilda. Árið 2001 hafði orðið breyting á. Þá starfaði tæpt 60% mannafla rannsóknarsviðsins í almenningsbóka­ söfnum og skólasöfnum og þar voru tæp­ lega 55% stöðugilda ﴾sjá töflu 4, línu 4﴿. Að sama skapi hafði hlutur þjóðbókasafnsins og þeirra tegunda þjónustu­eininga ﴾há­ skóla­ og sérfræðibókasafna auk skjala­ stjórnar﴿ sem eru fyrir neðan það í töflu 4, aukist að mikilvægi sem vinnustaða á rannsóknasviðinu ﴾sjá töflu 4, línur 6, 12, 13﴿. Frá 1989 til 2001 fjölgaði stöðugildum um 92%, og heildarfjölda starfsmanna um 44%, sem leiddi til þess að starfshlutfall fólks í starfi jókst að meðaltali ﴾Stefanía

15


Bókasafnið 38. árg. 2014 Júlíusdóttir, 1994; 2007; 2013a﴿.

5.3 Landfræðileg dreifing, aldur og kyn starfsmanna 6 Niðurstöður sýna að hlutfallsleg fækkun starfsfólks hafði orðið utan höfuðborgarsvæðisins árið 2001. Árið 1989 starfaði um 47% launaðra starfsmanna rann­ sóknarsviðsins utan þess og þjónaði um 43% lands­ manna, 2001 var landsbyggðarstarfsfólk um 27% og þjónaði um 38% landsmanna ﴾Hagstofa Íslands, 2014﴿. Í raun hafði landsbyggðarstarfsfólki fækkað um 56 ﴾18%﴿ og stöðugildum aðeins fjölgað þar um 7% ﴾Stefanía Júlí­ usdóttir, 2013a﴿. Fjöldi starfsfólks hafði aukist og einnig hafði starfs­ hlutfall hvers starfsmanns aukist að meðaltali. Mest var aukning starfsfólks á sviði sérfræðisafna og skjalastjórn­ ar á höfuðborgarsvæðinu. 88 starfsmenn ﴾um 142%﴿ og rúm 70 stöðugildi ﴾um 206%﴿. Á landsbyggðinni hafði starfsmönnum í sérfræði­ og skjalasöfnum fjölgað um 6 og stöðugildum um 6.2 á sama tíma. Niðurstöður benda til þess að á rannsóknartíma hafi starfsemi sem þurfti góðan aðgang að þekkingu og upplýsingum að mestu byggst upp á höfuðborgarsvæðinu ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Upplýsingum um aldur starfsmanna var safnað mið­ að við16­20 ára og síðan á tíu ára tímabilum: 21­30, 31­ 40, ... 71­80. Samkvæmt upplýsingum um 87% starfs­ manna 1989 voru um 60% eldri en 41 árs. Árið 2001 hafði þetta hlutfall hækkað í 67% samkvæmt upplýsing­ um um 98% starfsmanna. Árið 1989 voru 77% starfs­ manna konur samkvæmt upplýsingum um 90.6% starfs­ manna, en árið 2001 hafði hlutfall kvenna hækkað i 86.4% samkvæmt upplýsingum um 98.7% starfs­ manna. Samkvæmt niðurstöðum beggja kannananna um eftirspurn næstu fimm árin blasti við að of­ framboð yrði á bókasafns­ og upp­ lýsingafræðingum miðað við að fjöldi útskrifaðra yrði svipaður og fyrri ár ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Þær spár rættust ekki.

Breytingar á fjölda og gerð útgáfueininga á síðari helmingi 20. aldar

Á árunum 1978­1985 starfaði sú er þetta ritar í Þjóðdeild Landsbókasafns Íslands, við skráningu í þjóð­ bókaskrá Íslendinga, Íslensku bókaskrána ﴾Íslenzk rit, 1944­1973; Íslensk bókaskrá, 1974­2001﴿ sem kom út árlega. Ljóst var að á þeim tíma var stór hluti íslenskra útgáfurita utanmarkaðsrit ﴾e. grey literature﴿, það er rit sem eru ekki gefin út með sölu til hagnaðar að mark­ miði, heldur til þess að miðla þekkingu og upplýsingum, sem í mörgum tilvikum eru atvinnutengd. Dæmi um utanmarkaðsrit eru handbækur, verk­ og vinnulags­ reglur, álitsgerðir, úttektir, rannsóknaskýrslur, fréttabréf og önnur útgáfurit fyrirtækja, stofnana og félagasam­ taka. Rit sem verða til vegna félaga­ og atvinnustarf­ semi, en einnig efni sem bæði er nýtt við vinnu og iðulega er þörf á við ákvarðanatöku stjórnenda og al­ mennings. Ástæða slíkrar útgáfu getur auk þess verið kvöð um skýrslugerð vegna styrkveitinga til rannsókna eða lagaskylda um þekkingarmiðlun til almennings. Markmið með útgáfu markaðsrita er á hinn bóginn sala með hagnaði eða alla vega að útgáfan standi undir sér ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Með tilliti til ofangreindrar skiptingar var þróun út­ gáfu á pappír á Íslandi 1944­2001 könnuð í hlutfalli við þróun íbúafjölda á sama tíma ﴾sjá mynd 1﴿. Myndin sýnir að á rannsóknartímabilinu jókst fjöldi íbúa um 125%

Mynd 1: Breytingar á gerð og fjölda útgáfueininga á Íslandi á síðari hluta 20. aldar, ásamt fjölda íbúa

16


Bókasafnið 38. árg. 2014 samtímis því sem útgáfa jókst um næstum 700%. Þegar nánar er að gætt sést að aukningin var mest í útgáfu utanmarkaðsrita. Sú þróun endurspeglar beytta miðlun atvinnuþekkingar og upplýsinga, að miðlun og geymd í riti tekur við af munnlegri miðlun og huglægri geymd jafnframt því að rannsóknir skipa æ stærri sess í atvinnulífi þjóðarinnar. Ofangreind ályktun er studd af mikilli aukningu skjala­ myndunar hjá opinberum aðilum á rannsóknartíma, samanborið við skjalamagn sambærilegra aðila sem hafði varðveist frá upphafi rit­ listar á Íslandi ﴾sjá mynd 2﴿. Sú aukning bendir einnig til síaukins mikilvægis ritaðra heimilda meðal annars fyrir íslenskt atvinnulíf ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a; Þjóðskjalasafn Íslands, 2008﴿.

Mynd 2: Aukning á magni opinberra skjala á Íslandi frá því að latneska stafrófið barst til landsins

*Skjalamagn opinberra aðila frá upphafi ritlistar á Íslandi fram til 1 985 á Þjóðskjalasafni Íslands. Hafa ber í huga að ennþá eru sum skjöl þessa tímabils í Danmörku og margt hefur glatast í tímans rás. ** Áætluð aukning skjalamagns opinberra aðila fram til 2032 (Heimild Þjóðskjalasafn Íslands, 2008. Gerð myndar Júlíus Þór Halldórsson).

Á meðan pappír var miðill útgefinnar þekkingar var auðvelt að afla upplýsinga um hvað út hafði komið hér á landi, vegna þess að samkvæmt lögum um skylduskil skiluðu prentsmiðjur ﴾framleiðsluaðilar﴿ öllu prentverki til Landsbókasafns Íslands og útgáfuritin voru skráð í ís­ lensku þjóðbókaskrána ﴾Íslenzk rit, 1944­1973; Íslensk bókaskrá, 1944­2001﴿, ólíkt því sem gerðist meðal margra annarra þjóða, þar sem einungis markaðsrit voru skráð í þjóðbókaskrána ﴾Auger, 1996 ﴾1994﴿; Farace og Schöpfel, 2010; Lariviere, 2000﴿. Þetta breyttist með notkun tölvutækni við útgáfu og sérstaklega með ra­ frænni útgáfu. Með tölvutækni gátu stofnanir framleitt eigin útgáfurit sjálfar. Þau skiluðu sér ekki til Lands­ bókasafns Íslands vegna þess að útgefendur vissu ekki um skilaskylduna.

Lög um skylduskil til safna nr. 20/2002 tóku gildi 1. janúar 2003. Fyrir þann tíma náðu skylduskil aðeins til pappírsútgáfu og hljóðrita, samkvæmt Lögum um skylduskil til safna nr. 43/1977. Af þeirri ástæðu var ekki hægt að kanna rafræna útgáfu árið 2002, enda þótt ljóst þætti um árþúsundamótin að ýmis mikilvæg utan­ markaðsrit væru aðeins gefin út rafrænt. Ganga má að því sem vísu að magn utanmarkaðsrita hafi verið ennþá meira í lok rannsóknatímabilsins en hér kemur fram ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Ljóst er að hlutfallslega hefur útgáfa aukist mun meira en fjöldi íbúa, sérstaklega utanmarkaðsútgáfa ﴾sjá

mynd 1﴿. Jafnframt hefur magn skjala sem til verður hjá opinberum aðilum aukist gífurlega ﴾sjá mynd 2﴿ ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿.

7

Greining niðurstaðna

Niðurstöður gáfu til kynna að ástæður fyrir stórfelld­ um breytingum á gerð og landfræðilegri dreifingu þjón­ ustueininga bókasafna og skjalastjórnar hér á landi undir aldamótin 2000 væru félagslegar, svo sem breytingar á þéttleika byggðar og lagaumhverfi í al­ menningsbókasöfnum og skólasöfnum, en einnig á staðlaumhverfi. Það eru viðburðir af þeirri gerð sem stöðugt eiga sér stað. Þessar breytingar hafa haft áhrif á atvinnumöguleika, vinnuumhverfi og eðli starfa á rann­ sóknarsviðinu. Að mjög takmörkuðu leyti var um að ræða áhrif breytinga sem stöfuðu af tilkomu nýs miðils, notkun tvíundakótans og stafrænni þekkingar­ og upp­ lýsingamiðlun ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Að sama skapi og dreifð byggð er vísbending um frumstæða atvinnuhætti ﴾Price, 1978﴿ er síaukinn þétt­ leiki byggðar vísbending um stöðugt þróaðri atvinnu­ hætti. Breytingar á hlutfalli utanmarkaðsrita af heildarútgáfu, auk gríðarlegarar aukningar heildarút­ gáfu, renna einnig stoðum undir þá ályktun að atvinnu­ hættir hafi breyst og að vinnuþekking sem áður var geymd huglægt og miðlað munnlega hafi í æ ríkari mæli

17


Bókasafnið 38. árg. 2014 verið miðlað á rituðu máli, meðal annars í utanmarkaðs­ ritum. Ályktunin er ennfremur studd af aukningu skjala­ magns sem til hefur orðið hjá opinberum aðilum hér á landi.

hér á landi. Hér hefur eftirspurn eftir skjalastjórum sem stýra skipulagi vistunar og aðgangs að skjölum aukist, í samræmi við aukið magn skjala og aukið magn ritaðrar atvinnutengdrar þekkingar og upplýsinga.

Það gefur augaleið að þegar magn og mikilvægi rit­ aðrar atvinnutengdrar þekkingar og upplýsinga eykst eins og hér kemur fram hlýtur að þurfa aukinn mannafla til þess að sjá um skipulagningu geymdar og vistunar á þann hátt að finna megi það sem á þarf að halda með skjótum og auðveldum hætti þegar þörf krefur. Í niður­ stöðum mannaflakannananna kemur fram að frá árinu 1989 hafði eftirspurn eftir mannafla aukist mikið til ársins 2001, þvert á það sem mannaflaspáin gaf til kynna. Hlutfallslega hafði aukning mannafla orðið mest í rann­ sóknar­ og sérfræðibókasöfnum og við skjalastjórn. Það er í samræmi við að aukning útgáfu varð mest í utan­ markaðsritum og mikla aukningu skjalamagns opinberra skjalasafnsmyndara.

Sú þróun sem niðurstöður rannsókna minna gefa vísbendingu um og lýst er hér að ofan er í samræmi við EET kenningu Lenski ﴾2005﴿. Áhrifavaldar eru annars vegar breytingar sem stöðugt eiga sér stað og auðveld­ lega má snúa aftur til fyrra horfs, til dæmis lagabreyting­ ar. Hins vegar er um að ræða breytingar sem urðu fyrir áhrif rafrænnar miðlunar og eru annars eðlis en þær breytingar sem stöðugt eiga sér stað. Rafræna miðlunin er komin til vegna þess að notkun nýs miðils ﴾þess raf­ ræna﴿ og annars konar táknkerfis ﴾sem stendur tví­ undakótans﴿ hefur fest sig í sessi. Það er jafnvíst og að rafræn miðlun mun halda áfram að þróast að ekki verður alfarið horfið aftur til fyrri hátta við að vista, geyma og miðla þekkingu eingöngu á pappír. Því síður verður hug­ læg geymd og munnleg miðlun tekin upp aftur í stað ritmiðlunar rafrænt og á pappír. Jafnframt eru áhrifin af stöðugum breytingunum í samræmi við kenningu Abbotts ﴾1988﴿ um kerfi fagstétta og áhrifin af notkun nýs miðils eru í samræmi við miðilskenningu ﴾medium theory﴿ Meyrowitz ﴾2001﴿.

Meðal áhrifa rafrænnar miðlunar á framboð starfa á þessu tímabili var að rekstri örfárra þjónustueininga á sviði sérfræðibókasafna sem starfræktar voru árið 1989 hafði verið hætt árið 2001. Að sögn talsmanna stofnan­ anna var rekstur mannaðra þjónustueininga ekki lengur nauðsynlegur vegna þess hve auðvelt var fyrir starfs­ menn og aðra ﴾þegar um var að ræða þjónustu við fólk utan stofnunar﴿ að afla sér þekkingar og upplýsinga raf­ rænt með tilkomu rafrænnar geymdar og miðlunar. Til þess að gera geymd og miðlun þekkingar og upplýsinga mögulega á samræmdan hátt á alþjóðavísu verður að viðhafa stöðluð vinnubrögð. Stöðlunin hefur jafnframt gert samnýtingu á vinnu við skipulag safn­ kosts, það er skráningu, flokkun og lyklun útgáfurita mögulega á alþjóðavísu. Það sama á við um miðlun í ra­ frænum gagnasöfnum sem sniðin eru að leitum fyrir al­ menna notendur. Áhrif þessarar þróunar eru þau að færra starfsfólk þarf til þess að sinna vinnu við skipulag safnkosts. Slík vinna var unnin hér á landi á hverju bókasafni fyrir sig fram undir aldamótin 2000 ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 1996, 2013a﴿. Með tilkomu nýja Gegnis varð á því breyting og þegar þetta var ritað voru skrán­ ingarfærslur hér á landi samnýttar, bæði innanlands og fengnar erlendis frá. Þetta er í samræmi við niðurstöður Carson ﴾2002, 2004﴿ um að dregið hefði úr eftirspurn eftir og mikilvægi stéttar bókasafns­ og upplýsingafræða við slík störf á bókasöfnum. Á sviði skjalastjórnar hefur þróunin verið þveröfug

18

7.1

Menntun í upplýsingafræði

Við uppbyggingu meistaranáms í upplýsingafræði verður að miða við þarfir íslensks þjóðfélags þar sem til stendur að nýta menntunina. Jafnframt verður að taka mið af því að þróun fyrri tíma hefur áhrif á þróun framtíð­ ar. Staða bókasafns­ og upplýsingafræðinga sem skjalastjóra og þarfir íslensks þjóðfélags fyrir fólk með þá menntun og þekkingu hlýtur til dæmis að hafa áhrif á þróun námsgreinarinnar. Áhrif sem væntanlega verða ekki þau sömu og í löndum þar sem þróunin hefur orðið önnur í þeim efnum en hér á landi, til dæmis í BNA. Með hliðsjón af þróuninni hér á landi og þeim þætti í kenningu Abbotts um kerfi fagstétta að besta vörnin gegn innrásum annarra fagstétta í eigið óðal og jafn­ framt öflugasta vopnið við að ná öðrum óðulum á sitt vald sé afstrakt þekking sem nýta má á víðum vettvangi er einboðið að efla kennslu í kjarnasviðum náms­ greinarinnar við uppbyggingu, skipulag geymdar ﴾skrán­ ingu, flokkun og lyklun﴿, heimtur og miðlun þekkingar og upplýsinga. Þekkingu sem aðrar fagstéttir búa ekki yfir, en mikil þörf er á víða í þjóðfélaginu. Það þarf að gera á þann hátt að námsefnið sé ekki eingöngu bundin við


Bókasafnið 38. árg. 2014 bóka­ og skjalasöfn heldur sé afstrakt og þekkingin sem miðlað er nýtist útskrifuðu fólki við störf á sem víðustum vettvangi. Meðal annars með það að markmiði að upp­ lýsingafræðingar búi yfir þekkingu sem gerir þeim kleift að vinna á sviði þekkingarstjórnar sem mun verða æ mikilvægari starfsvettvangur í framtíðinni ﴾Srikantaiah og Koenig, 2008﴿. Jafnframt er ráðlegt að nýta kosti há­ skóla og efla tengsl og samvinnu upplýsingafræðinnar við aðrar greinar innan Háskóla Íslands eftir því sem ástæða er til. Kröfur um aukinn nemendafjölda í upplýsingafræð­ inni í Háskóla Íslands til þess að skapa greininni fjár­ hagslega möguleika á æskilegri framtíðarþróun kalla auk þess sem að ofan er nefnt á að litið sé til menntunar fyrir víðari starfsvettvang.

8

Umræða

Umræðan sem hér fer á eftir snýst annars vegar um virkni kenninganna sem notaðar voru og hins vegar um niðurstöður rannsóknanna sem hér eru til umfjöllunar.

8.1

Um virkni kenninganna

Auk þess sem að ofan er nefnt um virkni kenningar Abbotts ﴾1988﴿ hlýtur sú spurning vaknar hvers vegna áhrif rafrænu útgáfunnar á framboð starfa og vinnuum­ hverfi urðu þveröfug við áhrif örefnisútgáfunnar sem Abbott greinir og nefnd eru hér að ofan. Til þess að svara þeirri spurningu er miðilskenningin ﴾medium theory﴿ notuð hér ﴾Meyrowitz, 2001﴿. Örefnisútgáfan uppfyllir hvorki þau skilyrði miðilskenningarinnar að notkun þekkingar og upplýsinga á þeim miðli hafi orðið hluti af daglegu lífi almennings frá blautu barnsbeini né að mikið magn þekkingar og upplýsinga hafi verið til á þeim miðli og allur almenningur hafi haft að því greiðan aðgang. Rafræn útgáfa og miðlun uppfyllir hins vegar öll skilyrði miðilskenningarinnar hér á landi þar sem tölvu­ notkun og Lýðnetstengingar heimila eru með því mesta sem þekkist í heiminum ﴾Tölvu­ og netnotkun ein­ staklinga 2012, 2012﴿. Annað atriði sem sú er þetta ritar telur að skipti máli er að örefnisútgáfan byggir ekki á notkun nýs táknkerfis, en það gerir rafræn miðlun hins vegar, þar sem er tvíundakótinn ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿.

8.2

Um niðurstöður

Þróunin hér á landi var að miklu leyti sambærileg við þróunina Vestanhafs. Munurinn var þó sá að hér á landi kom hún til mun seinna, í sumum atriðum munaði heilli öld. Í BNA var eftirspurn upphaflega meiri en fram­

boð bókasafnsfræðinga, eins og var hér á landi eftir að menntun bókasafnsfræðinga hófst í Háskóla Íslands. Í báðum löndum mynduðu almenningsbókasöfn upp­ haflega mikilvægasta starfsvettvanginn í óðali launaðrar vinnu, í BNA ásamt háskólabókasöfnum ﴾Abbott, 1988, s. 217﴿ en hér á landi ásamt skólabókasöfnum bæði 1989 og 2001. Einkum á það við um bókasafnsfræð­ inga. Þetta virtist þó vera að breytast hérlendis. Enda þótt hlutfall starfsfólks og stöðugilda væri enn hæst í þessum bókasafnategundum 2001 hafði þróunin orðið sú að það hafði lækkað um rúm 20% frá því 1989. Að sama skapi hafði hlutfall starfsfólks og stöðugilda hækkað í rannsóknabókasöfnum, sérfræðibókasöfnum og við skjalastjórn ﴾sjá töflu 4﴿ ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Í BNA höfðu bókasafnsfræðingar reitt sig mjög á aðkeypta vinnu við skráningu, flokkun og lyklun frá Library of Congress frá 1900 og öðrum á undan þeim ﴾Abbott, 1988, s. 216­224﴿. Þar reyndi minna á kunnáttu til verka á þessu kjarnasviði greinarinnar en hér á landi þar sem sú vinna var að mestu leyti frumunnin í hverju bókasafni fram til aldamótanna 2000, þegar nýi Gegnir kom til sögunnar ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 1996, 2013a﴿. Í BNA höfðu bókasafnsfræðingar ekki haslað sér völl í óðali skjalastjórnar ﴾Abbott, 1988, s. 221; samtal við doktor Karen Markey prófessor, 28. júní 2013﴿ í sama mæli og hér á landi í upphafi 21. aldar. Að hluta til gæti það stafað af því að í BNA hafi bókasafnsfræðingar væntanlega ekki haft þekkingu sambærilega við þekk­ ingu íslenskra bókasafnsfræðinga á frumskráningu, flokkun og lyklun. Auk þess höfðu bókasafnsfræðingar í BNA næga vinnu í bókasöfnum þegar þeir reyndu seint á 19. öld að ná yfirráðum á sviði skjalastjórnar. En á Ís­ landi fór það saman að brýnt var fyrir bókasafnsfræð­ inga að stækka óðal sitt, samtímis því sem þörf varð á skjalastjórum seint á 20. öld þegar útrás bókasafns­ fræðinga í skjalastjórn hófst fyrir alvöru. Leiða má að því líkum að yfirfærsla íslenskra bókasafnsfræðinga á þekk­ ingu og reynslu af frumvinnu við skipulag þekkingar og upplýsinga, sem að ofan er nefnt, yfir á svið skjala­ stjórnar ásamt námskeiðum á því sviði innan bókasafns­ og upplýsingafræði í Háskóla Íslands hafi gert þeim fært ﴾eða auðveldað þeim mjög﴿ að flytja sig yfir á svið skjalastjórnar á síðasta áratug 20. aldar og í upphafi þeirrar 21. Að þekking þeirra á þessu sviði hafi í raun verið óhlutstæð ﴾afstrakt﴿ og þess vegna hafi þeir geta notað hana við vinnu á öðrum vettvangi en eingöngu í bókasöfnum. Af þessu má meðal annars ráða að gildi samanburðar milli landa á menntunarþörf takmarkist við muninn á þeim óðulum sem útskrifað fólk starfar á í

19


Bókasafnið 38. árg. 2014 hverju landi og þörf á þekkingu við að leysa störf þar af hendi. Stöðlun ásamt upplýsingatækni, sem gerir rafræna miðlun mögulega, hefur gert einkaaðilum kleift að bjóða upp á heildstæð gagnasöfn til upplýsingaþjónustu í hagnaðarskyni. Vegna þeirrar þróunar hafa bókasöfn í BNA að stórum hluta misst það forræði sem þau höfðu ﴾Abbott, 1988, s. 217; Carson, 2002; 2004﴿, þegar miðl­ arnir voru áþreifanlegir, yfir skipulagi, miðlun og stjórn á notkun þekkingar og upplýsinga ﴾þ.e. þeim menningar­ auði﴿ sem fólgin er í útgáfuritum. Hér á landi hefur þró­ unin orðið svipuð, þó ber þess að geta að þegar þjónustan er keypt frá ISI, Reed Elsevier eða öðrum er­ lendum aðilum flyst forræðið ekki einungis frá bókasöfn­ um, heldur einnig úr landi ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Samnýting vinnu á alþjóðavísu verður óhjákvæmilega til þess að draga úr framboði starfa. Sú þróun að komast megi af með rafræna fjarþjón­ ustu í stað mannaðrar staðarþjónustu hefur aukist hér á landi síðan 2001 en er þó mislangt komin eftir efnissvið­ um. Dæmi um efnissvið þar sem mikið rafrænt efni er í boði er svið heilbrigðisvísinda. Í upphafi nýrrar aldar þjónaði Heilbrigðisvísindabókasafnið ﴾á Landspítala há­ skólasjúkrahúsi﴿ fjölda stofnana með færra starfsfólki en þegar það þjónaði einungis starfsfólki sjúkrahússins við Hringbraut í lok 20. aldar. Á þeim stofnunum sem Heil­ brigðisvísindabókasafnið þjónar, voru áður víða reknar sjálfstæðar mannaðar þjónustueiningar. Dæmi eru Geð­ deild Landspítalans, Borgarspítalinn í Fossvogi, Landa­ kot ﴾sem voru þegar þetta var ritað hluti Landspítala háskólasjúkrahúss﴿ og St. Jósefsspítali í Hafnarfirði ﴾sem síðar var sameinaður Landspítala háskólasjúkra­ húsi og lokað í kjölfarið﴿, Krabbameinsfélag Íslands, Hjartavernd, Reykjalundur, Landlæknisembættið, Vinnueftirliti ríkisins, Greiningarstöð ríkisins, Lýðheilsu­ stöð, Heilsugæslan á Hólmavík, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Sjúkrahúsið Vogur, Sjúkrahúsið og heilsu­ gæslustöðin á Akranesi, Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði, auk Læknadeildar og Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Ís­ lands ﴾Bókasöfn á heilbrigðisvísindasviði, 2013﴿. Fyrir tilkomu upplýsingatækninnar komust margar þessara stofnana ekki af án nærþjónustu með mannaðri þjón­ ustueiningu. Niðurstöður þessarar rannsóknar staðfesta það sem Rowley hélt fram, að forspárgildi mannaflakannana er háð því að þróunin haldist óbreytt og að skortur á

störfum í hefðbundna óðalinu knýr fólk til landvinninga í öðru óðali. Samtímis því að útskrifaðir bókasafnsfræð­ ingar urðu of margir fyrir eftirspurn starfsfólks á bókasöfnum hérlendis hösluðu þeir sér völl á sviði skjalastjórnar þar sem eftirspurnin var slík að tímabundinn skortur varð á bókasafns­ og upplýsinga­ fræðingum á bókasöfnum. Á bókasöfnum var gripið til þess ráðs að manna bókasafnsfræðistörf með fólki sem hafði aðra háskólamenntun. Ekki einungis stóðu þeir starfsmenn sig vel í starfi heldur breyttust einnig störf í almenningsbókasöfnum á þessum tíma í þá veru að menningarmiðlun varð meira áberandi ﴾Stefanía Júlíus­ dóttir, 2013a﴿.

9

Lokaorð

Í heildina tekið endurspegla niðurstöður ofan­ nefndra rannsókna að þörf íslensks þjóðfélags á að­ gangi að ritaðri þekkingu og upplýsingum um árþúsundamótin hafði aukist gríðarlega frá því um 1950, að ekki sé talað um frá því um 1900. Jafnframt höfðu leiðir til geymdar og miðlunar þekkingar og upplýsinga aukist á byltingarkenndan hátt á þessu tímabili. Breytingarnar stöfuðu að hluta til af viðburðum sem stöðugt eiga sér stað í þjóðfélaginu. Dæmi um þá eru breytingar á lagaumhverfi, staðlaumhverfi og lýð­ fræðilegar breytingar sem hefðu átt sér stað án tilkomu nýrra miðla, nýs táknkerfis og tækniþróunar við vistun, geymd, nýsköpun, miðlun og stjórn á notkun þekkingar og upplýsinga. Án þróunar upplýsingatækni hefði aukið magn og aukin þörf á atvinnutengdri notkun ritaðrar þekkingar og upplýsinga leitt til síaukinnar þarfar á fleira starfsfólki á öllu rannsóknarsviðinu. En vegna hennar átti hið gagnstæða sér stað í lok rannsóknatímabilsins í mörgum tegundum bókasafna. Þörf á fólki til hefð­ bundinna starfa á bókasöfnum við bókfræðistörf og miðlun þekkingar og upplýsinga á pappír óx minna en gera hefði mátt ráð fyrir eða jafnvel minnkaði. Hefð­ bundin störf á bókasöfnum breyttust. Notendur öfluðu sér sjálfir þekkingar og upplýsinga í rafrænum þekking­ ar­ og upplýsingakerfum, sem þróuð voru af gróðafyrir­ tækjum fyrir sjálfsafgreiðslu almennra notenda. Einnig skapaðist þörf á fólki með margháttaða þekkingu og reynslu á beitingu tækninnar. Jafnframt urðu breytingar á hlutverki ritaðrar þekkingar og upplýsinga í þjóðfélag­ inu til þess að auka þörf á starfsfólki, bæði á sviði bóka­ og skjalasafna á tímabilinu frá 1989 til 2001 ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿.

2 Nýlegar auglýsingar eftir fólki til að starfa á bókasöfnum sem hefur annars konar menntun en bókasafns- og upplýsingafræði bera vitni um breytta mönnun.

20


Bókasafnið 38. árg. 2014

9.1

Frekari rannsóknir

Meðal þeirra spurninga sem vakna eru eftirfarandi: Hver hefur þróunin orðið síðastliðin 13 ár á eftirspurn eftir mannafla á bóka­ og skjalasöfnum og hvernig dreif­ ist sá mannafli miðað við aldur og kyn á tegundir þjón­ ustueininga og landfræðilega? Hvaða atriði hafa haft áhrif á breytingar ef einhverjar eru? Eru breytingar á mönnun bókasafna2 og aukin áhersla á menningarmiðlun í almenningsbókasöfnum komnar til vegna breytinga á þörfum þjóðfélagsins við að afla þekkingar og upplýsinga sem var í æ ríkari mæli miðlað rafrænt svo ekki þurfti að fara á bókasafn til þess að nálgast þær? Eða hafði fólk með annars konar há­ skólamenntun en bókasafns­ og upplýsingafræði, sem ráðið var þegar skortur var á bókasafns­ og upplýsinga­ fræðingum á bókasöfnum aðrar áherslur í starfi sem skiluðu sér í breyttri þjónustustefnu, eða á hvort tveggja við? Jafnframt er áhugavert að kanna hvort notkun rit­ aðrar þekkingar og upplýsinga breytist við að notendur velja sjálfir hvað þeir nota en ekki bókasafnsfræðingar, og hvort breytingar ef einhverjar verða dragi úr Matteus­ aráhrifunum svokölluðu?

Abstract: From librarianship to information science: The birth of a profession, and its educational needs at the time of writing This article is based on two research projects that form a part of the PhD thesis of the author. The development of library science, later library and information science and presently information science ﴾which, at the time of writing, was to be offered on the MLIS level only﴿ at the University of Iceland is briefly traced. A comparison is made with developments in this area abroad, particularly in the United States of America. Research data and events of importance in that respect are analyzed according to the Ecological­ evolutionary theory ﴾EET﴿, The theory of the system of professions and the Medium theory. The article begins with briefly addressing the effects of the media used for distributing knowledge and information on the working culture. This is followed by a short description of the means of distribution of knowledge and information in Iceland through the ages and its effects on the working culture. The findings of two surveys on the number and kinds of service units and manpower of libraries and

records management in Iceland are discussed. The former survey was undertaken in 1989 and the latter was undertaken in 2001. It also included records management. The findings of a research project on the vehicles used for publishing knowledge in Iceland during the latter half of the 20th century ﴾1944, 1969, 1979, 1989 and 2001﴿ are described. The main focus was on analysing the proportion of market publications versus the proportion of grey literature. The proportion of grey literature increased greatly during this time period. It is argued here that increased output of grey literature is linked to changes in the means of sustenance of the nation; that for their work, the workforce depended ever more on written knowledge and information, instead of that kept in memory and distributed orally. These developments have led to greatly increased demand for librarians to undertake organization of items of written knowledge for quick and easy retrieval, be it publications or archival documents. The question of how to plan studies in information science at the University of Iceland at the time of writing is addressed briefly. It is suggested that emphasis should be placed on theories and systems of one of the main work clusters of librarianship, i.e. that of organizing knowledge and information in such a way that retrieval is quick and easy; namely cataloguing, classification and indexing. This should be done in such a way that students acquire abstract knowledge applicable in a wide area of specialities in Icelandic society. In addition emphasis should be placed on co­operation with other subject fields at the University of Iceland in order to be able to educate a workforce capable of working in a wide area of specialities.

10

Heimildir

A. Breiðdælingr. ﴾1878﴿. Hvað stendr oss Íslendingum helzt fyrir framförum? Skuld, II ﴾32﴿, 373­376. Eskifirði: Jón Ólafsson. Abbott, A. ﴾1988﴿. The system of professions: An essay on the division of expert labor. Chicago: University of Chicago Press. Alfa Kristjánsdóttir. ﴾2008﴿. Bókasafnsfræðingar í hreiðri sagnfræðinga?: Um skjalastjórnun og skjalavörslu. Hugsandi. Sótt 25. janúar 2008 á http://hugsandi.is/articles/bokasafnsfraedingar­i­hreidri­ sagnfraedinga­um­skjalastjornun­og­skjalavoerslu/. Allibone, T. E. ﴾2002﴿. Careers in science information work. Journal of Information Science, 28﴾1﴿, 83­87. Alþingistíðindi 1962. ﴾1967﴿. Umræður um samþykkt lagafrumvörp ﴾dálkur 1183﴿. Reykjavík: Prentsmiðjan Leiftur. Auger, C. P. ﴾1996 ﴾1994﴿﴿. Information sources in grey literature ﴾3. útgáfa﴿. London: Bowker Saur. Ásdís Egilsdóttir. ﴾2000﴿. Upphaf bókmenningar. Í Hjalti Hugason ﴾ritstjóri﴿, Frumkristni og upphaf kirkju ﴾1. bindi, bls. 357­359﴿. Reykjavík: Althingi. Beile, P. M. og Adams, M. M. ﴾2000﴿. Other duties as assigned: Emerging trends in the academic library job market. College & Research Libraries, ﴾July﴿, 336­347.

21


Bókasafnið 38. árg. 2014 Berry, J. ﴾1988﴿. The shortage of librarians is back: There is little we can do to ameliorate the effects of these cycles. Library Journal, 113﴾9﴿, 4. Björn Sigfússon og Ólafur Hjartar. ﴾1952﴿. Bókasafnsrit: Myndunar og skráningarstörf, afgreiðsla, bókaval. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Bókavarðafélag Íslands. Skráningarnefnd. ﴾1970﴿. Skráningarreglur bókasafna. [Reykjavík]: [s.n.]. Carson, J. ﴾2002﴿. The professional labour process in the academic library: A political economic analysis. Carleton University, Ottawa. PhD thesis from Carleton University Ottawa, Ontario. Carson, J. ﴾2004﴿. Professional practice and the labour process: Academic librarianship at the millennium. Advances in Library Administration and Organization, 21 , 3­59. De Vinne, T. L. ﴾n.d. ﴾1876﴿﴿. The invention of printing: A collection of

facts and opinions: Descriptive of early prints and playing cards, the block-books of the fifteenth century, the legend of Lourens Janszoon Coster, of Haarlem, and the work of Johan Gutenberg and his associates. New York: Francis Hart and Co. The volume

from the Cornell University Library’s print collection was digitized. Dewey, M. ﴾1970﴿. Flokkunarkerfi fyrir íslenzk bókasöfn: Þýtt og staðfært eftir Dewey Decimal Classification. Reykjavík: Bókafulltrúi ríkisins. Diodato, V. P. ﴾1994﴿. Dictionary of bibliometrics. New York: Haworth Press. Doctor, G. ﴾2008﴿. Capturing intellectual capital with an institutional repository at a business school in India. Library Hi Tech, 26﴾1﴿, s. 110­125. Einar Sigurðsson. ﴾1974﴿. Iceland, libraries in. Í Encyclopedia of library and information science ﴾Vol.11, bls. 128­144﴿. New York: Dekker. Eisenstein, E. L. ﴾1997 ﴾1979﴿﴿. The printing press as an agent of

change: Communications and cultural transformations in earlymodern Europe ﴾Vol. I­II﴿. Cambridge: Cambridge University

Press. Erla Hulda Halldórsdóttir. ﴾2003﴿. Fræðslu­ og menntaviðleitni kvenfélaga 1870­1930. Í Ingi Sigurðsson og Loftur Guttormsson ﴾ritstjórar﴿, Alþýðumenning á Íslandi 1830-1930: Ritað mál, menntun og félagshreyfingar ﴾bls. 269­290﴿. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Farace, D. J. og Schöpfel, J. ﴾ritstjórar﴿. ﴾2010﴿. Grey literature in library and information studies. Berlin: De Gruyter Saur. Freysteinn Jóhannsson. ﴾2008, 2. mars﴿. Lausungin í skjalavörzlu ógnar rétti borgaranna. Morgunblaðið, 10, 12. Gísli Sigurðsson. ﴾1994﴿. Bók í stað lögsögumanns: Valdabarátta kirkju og veraldlegra höfðingja? Sagnaþing, 1 , 207­232. Goldschmidt, W. ﴾1967 ﴾c1959﴿﴿. Man’s way: A preface to the understanding of human society. New York: Holt, Rinehart and Winston. Gorman, G.E. og Cornish, B.A. ﴾1995﴿. A survey of the Hong Kong library work­force. Asian Libraries, 4﴾2﴿, 32­52. Greene, G. og Robb, R. ﴾1985﴿. Second survey of library and

information manpower needs in the Caribbean. Vol. I. The survey and its findings. Vol. II. Statistical supplement. Paris:

Unesco. Greene, G. og Robb, R. ﴾1989﴿. Information systems in the English speaking Caribbean. International Library Review, 21 ﴾3﴿, 301­ 323. Grímur M. Helgason. ﴾1974﴿. Haldið til haga: Hið austfirzka lestrar­ félag. Bókasafnið, 1 ﴾2﴿, 40­43. Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon ﴾ritstjórar﴿. ﴾1997﴿. Hagskinna: Sögulegar hagtölur um Ísland. Reykjavík: Hagstofa Íslands. Guild. ﴾2014﴿. Í Encyclopædia Britannica Online Academic Edition. Sótt 20. apríl 2014 á http://www.britannica.com/EBchecked/topic/248614/guild?ancho r=ref261299. Hagstofa Íslands. ﴾2014﴿. Flokkun þéttbýlisstaða eftir stærð 19912014. Sótt 27. mars 2014 á http://hagstofa.is/?PageID=2593&src=https://rannsokn.hagstofa. is/pxis/Dialog/varval.asp?ma=MAN03500%26ti=Flokkun+%FE% E9ttb%FDlissta%F0a+eftir+st%E6r%F0+1991%2D2014+%26pa th=../Database/mannfjoldi/Byggdakjarnar/%26lang=3%26units= Fj%F6ldi%20/%20Hlutfallsleg%20skipting. Harris, R. M. og Reid, K. J. ﴾1988﴿. Career opportunities in library and

22

information science: An analysis of Canadian job advertisements in the 1980’s. Canadian Journal of Information Science, 13﴾1­2﴿, 17­29. Havelock, E. A. ﴾1986﴿. The muse learns to write: Reflections on orality and literacy from antiquity to the present. New Haven: Yale University Press. Hertzel, D. ﴾1987﴿. Bibliometrics, history of the development of ideas. Í Encyclopedia of library and information science ﴾Vol. 42, supplement 7, bls. 144­219﴿. New York: Marcel Dekker. Hill, J. S. ﴾1985﴿. Wanted: Good catalogers: The applicant pools seem to have dwindled alarmingly in both number and quality. American Libraries, 16﴾10﴿, 728­730. Hong Xu. ﴾1995﴿. The impact of automation on job requirements and qualifications for catalogers and reference librarians in academic libraries. Library Resources and Technical Services, 40﴾1﴿, 9­31. Hrafn Sveinbjarnarson. ﴾2008a﴿. Óinnvígður brýst í gegnum þoku bókasafnsfræðings. Hugsandi. Sótt 24. janúar 2008 á http://hugsandi.is/articles/oinnvigdur­bryst­i­gegnum­thoku­ upplysingafraedings/. Hrafn Sveinbjarnarson. ﴾2008b﴿. Skjalastjórn og samskiptagallar: Skjalavarsla og lög. Hugsandi. Sótt 24. janúar 2008 á http://hugsandi.is/articles/skjalastjorn­og­samskiptagallar­ skjalavarsla­og­loeg/. Hrafn Sveinbjarnarson. ﴾2008c, 18. mars﴿. Dósentinn og upprunareglan: Hrafn Sveinbjarnarson svarar grein Jóhönnu Gunnlaugsdóttur. Morgunblaðið, 21. Hulme, A. J. og Wilson, T. D. ﴾1988﴿. Professional education and subsequent careers in library / information work: A follow­up study of former students on the MA/MSc Information Studies ﴾Social Sciences﴿ course at the University of Sheffield. Journal of Information Science, 14﴾2﴿, 109­117. Inga Huld Hákonardóttir. ﴾1992﴿. Fjarri hlýju hjónasængur: Öðruvísi Íslandssaga. Reykjavík: Mál og menning. Ingi Sigurðsson. ﴾2003﴿. Áhrif fjölþjóðlegra hugmyndastefna á alþýðu. Í Ingi Sigurðsson og Loftur Guttormsson ﴾ritstjórar﴿,

Alþýðumenning á Íslandi 1830-1930: Ritað mál, menntun og félagshreyfingar ﴾bls. 217­246﴿. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir. ﴾1997﴿. Upphaf og þróun lestrarfélaga. Í Guðrún Pálsdóttir og Sigrún Klara Hannesdóttir ﴾ritstjórar﴿, Sál aldanna ﴾bls. 25­35﴿. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Innis, H. A. ﴾2003 ﴾1951﴿﴿. The bias of communication: Introduction by Paul Heyer and David Crowley. Toronto: University of Toronto Press. Íslensk bókaskrá. ﴾1975­2003﴿. Íslensk bókaskrá 1974-2001 . Reykjavík: Landsbókasafn Íslands [frá 1994 Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn]. Íslenzk rit. ﴾1945­1974﴿. Íslenzk rit 1944­1973. Í Árbók Landsbókasafns Íslands. Reykjavík: Landsbókasafn Íslands. Jóhanna Gunnlaugsdóttir. ﴾2008, 4. mars﴿. Rangfærslur skjalavarðar: Athugasemdir við ummæli Hrafns Sveinbjarnarsonar um skjalastjórnun. Morgunblaðið, 25. Jóhannes Guðmundarson. ﴾1868﴿. Lestrarfjelag Langdælinga, stofnun

þess og framhald frá 1846 til ársloka 1867, ásamt bókaskrá fjelagsins. [S.l.]: Lestrarfjelag Langdælinga.

Jón Jónsson. ﴾2003﴿. Lestrarfélög fyrir almenning. Í Ingi Sigurðsson og Loftur Guttormsson ﴾ritstjórar﴿, Alþýðumenning á Íslandi 1830-

1930: Ritað mál, menntun og félagshreyfingar

﴾bls. 171­193﴿. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Kealy, K. ﴾2009﴿. Do library staff have what it takes to be a librarian of the future? Library Management, 30﴾8/9﴿, 572­582. King Research Inc. ﴾1983﴿. Library human resources: A study of

supply and demand: A report prepared for the National Center for Education Statistics and the Office of Libraries and Learning Technologies by King Research Inc. Chicago: American Library

Association. Kniffel, L. ﴾1990﴿. What‘s so bad about a shortage? American Libraries, ﴾June﴿, 476. Knight, R. ﴾2007﴿. Public library workforce planning in Australia: Who are they, where are they, and how do we get them? Aplis, 20﴾3﴿, 125­134. Kranzberg, M. ﴾2014﴿. History of the organization of work. Í Encyclopædia Britannica Online Academic Edition. Sótt 20. apríl 2014 á http://www.britannica.com/EBchecked/topic/648000/history­of­ the­organization­of­work/261712/Conclusion/. Kristín H. Pétursdóttir. ﴾1982﴿. Um Þjónustumiðstöð bókasafna.


Bókasafnið 38. árg. 2014 Bókasafnið 6﴾1﴿, 13­14, 37. LaCroix, P. ﴾1986­1987﴿. Providing education opportunities for the preparation and renewal of effective library personnel. Minnesota Libraries, 28﴾Winter 1986­1987﴿, 249­253. Lariviere, J. ﴾2000﴿. Guidelines for legal deposit legislation ﴾a revised, enlarged and updated editon of the 1981 publication by Jean Lunn IFLA Committee on Cataloguing﴿. Paris: IFLA. Sótt 20. apríl 2014 á http://www.ifla.org/files/assets/national­ libraries/publications/guidelines­for­legal­deposit­legislation­ en.pdf. Lenski, G. ﴾2005﴿. Ecological-evolutionary theory: Principles and applications. Boulder, Colorado: Paradigm Publishers. Lieberman, P. ﴾1977﴿. The phylogeny of language. Í Sebeok, T. A. ﴾ritstjóri﴿, How animals communicate ﴾bls. 3­25﴿. Bloomington: Indiana University Press. Lilja Harðardóttir. ﴾1997﴿. Framfarastofnunin í Flatey. Í Guðrún Pálsdóttir og Sigrún Klara Hannesdóttir ﴾ritstjórar﴿, Sál aldanna ﴾bls. 37­48﴿. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Loughridge, B. og Sutton, J. ﴾1988﴿. The careers of MA graduates: Training, education and practice. Journal of Librarianship, 20﴾4﴿, 255­269. Loughridge, B., Oates, J. og Speight, S. ﴾1996﴿. Career development: Follow­up studies of Sheffield MA graduates 1985/1986 to 1992/1993. Journal of Librarianship and Information Science, 28﴾2﴿, 105­117. Loughridge, B. ﴾1990﴿. Employment and career surveys: Some reflections on their value and relevance. Journal of Librarianship, 22﴾2﴿, 71­90. Lyons, M. ﴾2010﴿. A history of reading and writing: In the Western world. New York: Palgrave Macmillan. Lög um bókasafnsfræðinga nr. 97/1984 með áorðnum breytingum 21/2001, 88/2008 og 26/2011.

Maceviciute, E. ﴾1999﴿. Manpower requirements in the emerging information society of the Baltic states. Education for Information, 17﴾3﴿, 199­213. Mackenzie, C. ﴾2007﴿. Creating our future: Workforce planning for library 2.0 and beyond. Aplis, 20﴾3﴿, 118­124. Mayr, E. ﴾1977 ﴾1963﴿﴿. Populations, species and evolution: An abridgement of animal species and evolution ﴾6. prentun﴿. Cambridge, Mass.: Belknap Press of Harvard University Press. Merton, R. K. ﴾1968﴿. The Matthew effect in science: The reward and communication systems of science are considered. Science 159, 56­63. Meyrowitz, J. ﴾2001﴿. Medium theory. Í Pantzar, E., Savolainen, R. and Tynjälä, P. ﴾ritstjórar﴿, In search for a human-centred information society ﴾Vol. 5, bls. 50­77﴿. Tampere: Tampere University Press. Moore, N. og Kempson, E. ﴾1985a﴿. The nature of the library and information workforce in the United Kingdom. Journal of Librarianship, 17﴾2﴿, 137­154. Moore, N. og Kempson, E. ﴾1985b﴿. The size and structure of the library and information workforce in the United Kingdom. Journal of Librarianship, 17﴾1﴿, 1­16. Moore, N. ﴾1977﴿. Reviews. Journal of Librarianship, 9﴾4﴿, 315­318. Moore, N. ﴾1978﴿. Library manpower planning: A decade of progress. Journal of Librarianship, 10﴾3﴿, 162­169. Moore, N. ﴾1982﴿. Survey of library and information manpower needs in the Caribbean ﴾Preliminary version﴿. Paris: Unesco. Moore, N. ﴾1986﴿. Guidelines for conducting information manpower

surveys. Vol. I. The Manual. Vol. II. Questionnaires and accompanying documents. Paris: Unesco.

Moore, N. ﴾1987a﴿. The emerging employment market for librarians and information workers in the UK. Journal of Librarianship, 19﴾1﴿, 31­41. Moore, N. ﴾1987b﴿. The employment market for librarians and information specialists in the United Kingdom. Journal of Information Science, 13﴾6﴿, 327­333. Myers, M. ﴾1986﴿. The job market for librarians. Library Trends, 34﴾4﴿, 645­666. Myers, M. ﴾1988﴿. High demand low/supply in library financial management careers. Bottom Line: Managing Library Finances, 1 ﴾4﴿, 4­8. Neiburger, E. ﴾2012﴿. The end of the public library ﴾as we knew it﴿? Í McGuire, H. and O’Leary, B. ﴾ritstjórar﴿, Book: A futurist´s manifesto: Essays from the bleeding edge of publishing ﴾bls. 269­275﴿. Boston: O’Reilly Media.

Óli Gneisti Sóleyjarson. ﴾2008a﴿. Aftur í ljósið með gæsalöppum: Opið bréf til Hrafns Sveinbjarnarsonar. Hugsandi. Sótt 8. febrúar 2008 á: http://hugsandi.is/articles/aftur­i­ljosid­med­gaesaloeppum­og­ allt­opid­bref­til­hrafns­sveinbjarnarsonar/. Óli Gneisti Sóleyjarson. ﴾2008b﴿. Um skoplegar firrur, hjávísindi og vanþekkingu héraðsskjalavarðar. Hugsandi. Sótt 22. janúar 2008 á http://hugsandi.is/articles/um­skoplegar­firrur­hjavisindi­ og­vanthekkingu­heradsskjalavardar/. Pors, N. O. ﴾2002﴿. Bibliotekarforbundets medlemsundersögelse 2001 . Copenhagen. Unpublished report. Price, B. J. ﴾1978﴿. Secondary state formation: An explanatory model. Í Cohen, R. and Service, Elman R. ﴾ritstjórar﴿, Origins of the state: The anthropology of political evolution ﴾bls. 161­186﴿. Philadelphia: Institutie for the Study of Human Issues. Pritchard, A. ﴾1969﴿. Statistical bibliography or bibliometrics? Journal of Documentation, 25﴾4﴿, 348­349. Quarmby, K. L., Willett, P. og Wood, F. E. ﴾1999﴿. Follow­up study of graduates from the MSc Information Management Programme at the University of Sheffield. Journal of Information Science, 25﴾2﴿, 147­155.

Report of the Commission on the Supply of and Demand for Qualified Librarians ﴾1977﴿. [London]: The Library Association.

Reser, D. W. og Shuneman, A. P. ﴾1992﴿. The academic library job market: A content analysis comparing public and technical services. College & Research Libraries, ﴾January﴿, 49­59. Rifkin, J. ﴾1996﴿. The end of work: The decline of the global labor force and the dawn of the post-market era. New York: G.P. Putnam’s Sons. Rochester, M. K. ﴾1984﴿. Library and information personnel planning in Australia. International Library Review, 16﴾4﴿, 387­391. Rosenberg, D. ﴾1989﴿. Survey of the skills and training needs of information professionals in Kenya. Eldoret, Kenya: [Moi University]. Rowley, J. ﴾1989﴿. Manpower guessing. Library Association Record, 91 ﴾3﴿, 157­161. Sanders, T. R. ﴾1986﴿. The cataloger crisis: Another view: An administrator suggests reasons for the decline in applicants. American Libraries, ﴾May﴿, 310. Santos, M., Willett, P. og Wood, F. E. ﴾1998﴿. Research degrees in librarianship and information science: A survey of master´s and doctoral students from the Department of Information Studies, University of Sheffield. Journal of Librarianship and Information Science, 30﴾1﴿, 49­56. Schiffrin, A. ﴾2000﴿. The business of books: How international

conglomerates took over publishing and changed the way we read. London: Verso.

Scupola, A. ﴾1999﴿. The impact of electronic commerce on the publishing industry: Towards a business value complementarity framework of electronic publishing. Journal of Information Science, 25﴾2﴿, 133­145. Sellen, B.­C. og Vaughn, S. J. ﴾1985﴿. Librarians in alternative work places: A salary and placement profile of ... . Library Journal, 110﴾3﴿, 108­110. Sigrún Klara Hannesdóttir. ﴾2005﴿. Aldarminning: Doktor Björn Sigfússon háskólabókavörður. Bókasafnið, 29., 2­3. Skipulag upplýsingamála. ﴾1976﴿. Reykjavík: Rannsóknaráð ríkisins. Skjöl í Þjóðskjalasafni Íslands um lestrarfélög og lítil bókasöfn frá 1903­1981. Slater, M. ﴾1979﴿. Manpower forecasting and planning. Journal of Information Science, 1 , 131­143. Slater, M. ﴾1980﴿. Manpower planning and research. Aslib Proceedings, 32﴾10﴿, 381­386. Slater, M. ﴾1987﴿. Careers and the occupational image. Journal of Information Science, 13, 335­342. Slater, M. ﴾1991﴿. Training provision through professional events. Journal of Information Science, 17, 175­184. Soffía Guðný Guðmundsdóttir og Laufey Guðnadóttir. ﴾2002﴿. Bókagerð á miðöldum. Í Gísli Sigurðsson og Vésteinn Ólason ﴾ritstjórar﴿, Handritin: Ritgerðir um íslensk miðaldahandrit, sögu þeirra og áhrif ﴾bls. 45­61﴿. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Srikantaiah, T. K. og Koenig, M. E. D. ﴾ritstjórar﴿. Knowledge management in practice: Connections and context. Medford, New Jersey: Information Today, Inc. Stefanía Júlíusdóttir. ﴾1994﴿. Mannafli í bókasöfnum á Íslandi. Íslensk Félagsrit, 5-6, 109­138.

23


Bókasafnið 38. árg. 2014 Stefanía Júlíusdóttir. ﴾1996﴿. Tölvuvæðing íslenskra bókasafna: Könnun á stefnumörkun og stöðu mála. Bókasafnið, 20, 1, 54­ 63. Stefanía Júlíusdóttir. ﴾2007﴿. Career opportunities in libraries, information centres, and at RM 1989 and 2001. Í Gunnar Þór Jóhannesson ﴾ritstjóri﴿, Rannsóknir í félagsvísindum VIII: Félagsvísindadeild ﴾bls. 107­118﴿. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Stefanía Júlíusdóttir. ﴾2009﴿. Library and information scientists: Professional development. Í Gunnar Þór Jóhannesson og Helga Björnsdóttir, ﴾ritstjórar﴿, Rannsóknir í félagsvísindum X: Félagsvísindadeild ﴾bls. 113­126﴿. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Stefanía Júlíusdóttir. ﴾2013a﴿. A role to play: Continuity and change in

career opportunities and working conditions in libraries, records management, and archives ﴾doktorsritgerð﴿. Reykjavík: Háskóli

Íslands. Stefanía Júlíusdóttir. ﴾2013b﴿. Reading societies in Iceland: Their foundation, role, and the destiny of their book collections. Í Navickienė, A., Mäkinen, I., Torstensson, M., Dyrbye, M., Reimo, T. ﴾ritstjórar﴿, Good book, good library, good reading: Studies in

the history of the book, libraries and reading from the Network HIBOLIRE and its friends ﴾bls. 127­166﴿. Tampere: Tampere

University Press. Stefán Ólafsson og Kolbeinn Stefánsson. ﴾2005﴿. Ísland í breyttu þjóðfélagsumhverfi. I: Hnattvæðing og þekkingarþjóðfélag. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Stuart­Stubbs, B. ﴾1989﴿. The library job market as seen from the West. Canadian Library Journal, 46﴾3﴿, 155­160. Summerfield, M. ﴾2002﴿. CLA´s human resources and succession planning survey: Analysis and recommendations. Feliciter, 4, 188­189. Sveinn Skorri Höskuldsson. ﴾1970﴿. Ófeigur í Skörðum og félagar: Drög að athugun á bókafélagi. Skírnir, 144, 34­110. The 8Rs Research Team. ﴾2005﴿. The future of human resources in Canadian libraries. Sótt 5.apríl 2014 á http://www.ls.ualberta.ca/8rs/FutureofHeritageFinalReport.pdf. Tölvu­ og netnotkun einstaklinga 2012. ﴾2012﴿. Hagtíðindi: Ferðamál, samgöngur og upplýsingatækni, 97﴾33﴿. Sótt 2. janúar 2014 á https://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=14251. Van House, N. A., Roderer, N. K. og Cooper, M. D. ﴾1983﴿. Librarians: A study of supply and demand: Pioneering survey predicts market for profession through 1990. American Libraries ﴾June﴿, 361­370. Watson­Boone, R. ﴾1998﴿. Constancy and change in the worklife of research university librarians. Chicago: Association of College and Research Libraries. Webster, F. ﴾2010 ﴾1995﴿﴿. Theories of the information society ﴾3. útgáfa﴿. London: Routledge. Þjóðskjalasafn Íslands. ﴾2008﴿. Skýrsla um starfsemi 1985-2005. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. Þóra Óskarsdóttir. ﴾1986﴿. Bókavarðanám í Bréfaskólanum. Bókasafnið, 10, 1, 4. Þórdís T. Þórarinsdóttir. ﴾2006﴿. Bókasafnstækni: Nýtt starfsnám á sviði bókasafns­ og upplýsingafræða. Bókasafnið, 30, 65.

24


„Framtíðin er björt ef við höldum rétt á spilunum“: viðtal við Stefaníu Júlíusdóttur

Viðtalið tók Erlendur Már Antonsson, BA í heimspeki og MLIS í bókasafns- og upplýsingafræði.Hann hefur starfað við upplýsingaþjónustu á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni frá 2011

Útdráttur

Áhugi á bókasafnsfræði

Stefanía Júlíusdóttir er lektor í upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Hún er einnig nýjasti doktor upplýs­ ingafræðinnar á Íslandi en hún varði doktorsritgerð sína í bókasafns­ og upplýsingafræði við Háskóla Íslands í júlí 2013. Titill ritgerðar hennar er á íslensku „Að hafa hlutverki að gegna“ : þróun starfa og vinnuumhverfis á bóka­ og skjalasöfnum á Íslandi. Hún á að baki langan og áhugaverðan feril en er þó enn á fullu. Stefanía fæddist árið 1944. Hún lauk námi í bókasafnsfræði og líffræði við Háskóla Íslands árið 1974 og MA í bóka­ safnsfræði árið 1984. Hún hefur meðal annars unnið á Landsbókasafni Íslands og Bókasafni Landspítalans. Ég mælti mér mót við Stefaníu á skrifstofu hennar við Há­ skóla Íslands til að ræða um doktorsverkefnið hennar, starfsferilinn og fleira.

Eiginmaðurinn minn var í doktorsnámi við Harvard­ háskóla þegar við giftumst. Helsta bókasafnið þar er Widener Library. Geymslur safnsins eru ekki að­ gengilegar safngestum, en hann hafði þar aðgang að geymslum og ég fór stundum með honum þangað og aðstoðaði hann við að finna efni. Þá fannst mér þetta notalegt umhverfi og spennandi að vinna á svona stað. Síðar varð hann prófessor við McGill­háskóla í Montreal í Kanada. Þar var opinn aðgangur að safnkosti fyrir safngesti og þar aðstoðaði ég hann einnig. Þannig vaknaði áhugi minn á bókasafns­ og upplýsingafræði.

Byrjaði á námi í arkitektúr Ég fékk styrk til að fara í arkitektúrnám til Rúmeníu. Þrír styrkir voru boðnir árið áður og einn var laus. Ég sótti um hann og fór og var þar í eitt ár. Þar kynntist ég fyrri eiginmanni mínum, sem einnig var þar í námi. Ég hætti í náminu því að við giftumst og ég fluttist til Banda­ ríkjanna með honum, en hann er Bandaríkjamaður. Arki­ tektúr er tómstundagaman mitt, mér finnst skemmtilegt að skoða byggingar og hvernig rými nýtist.

Grunnur í líffræði og bókasafnsfræði Ég var að velta fyrir mér hvað væri vænlegast að taka í sambandi við atvinnumöguleika og ráðfærði mig við Einar Sigurðsson, háskólabókavörð, sem var yfir náminu. Hann sagði mér að það væri skortur á fólki með raungreinamenntun til að starfa á bókasöfnum. Þannig að ég hugsaði málið. Valið stóð á milli jarðfræði og líf­ fræði. Mér fannst líffræðin svo miklu meira spennandi af því að í menntaskóla kenndi Örnólfur Thorlacius okkur líffræði og hann var alveg sérlega skemmtilegur kennari. Ég hef haft áhuga á líffræði síðan. Líffræðinámið hefur nýst mér í starfi. Ég kynntist seinni eiginmanni mínum í tengslum við líffræðinámið. Hann varð síðan forstöðumaður fyrsta útibús Hafrann­


Bókasafnið 38. árg. 2014 sóknastofnunar hérna á Íslandi, sem var á Húsavík og við fluttumst þangað. Þar voru engin störf í boði á bókasöfnum. Þá réð ég mig sem kennara við gagn­ fræðaskólann. Meðal þess sem ég kenndi var tilrauna­ námsefnið, Frá sameind til manns, sem mennta­ málaráðuneytið gaf út í köflum. Það var mjög skemmtilegt en líka erfitt, af því að það var á til­ raunastigi. Verklegar æfingar áttu til dæmis að vera úti og eitt verkefnið fólst í að skoða smádýr í jarðvegi. Það var rosalega mikill snjór og gaddfreðin jörð. Bílar voru alveg á kafi. Við lentum til dæmis í því að þegar snjóinn leysti var far í þakinu á bílnum okkar eftir skíðastaf. Ein­ hver hafði gengið yfir bílinn á skíðum. Maður hefði getað tekið frosinn jarðveg og þítt hann ef hægt hefði verið að komast niður í gegnum skaflana. Við þessar aðstæður var ekki möguleiki að finna smádýr í jarðvegi.

verið að tölvuvæða. Áhersluatriði mín í náminu voru tölvuvæðingarmálin ﴾tölvuskrár, uppbyggingu rafrænna bókfræðigagnasafna og leitir í þeim, einnig skipulags­ og kerfismál﴿ og upplýsingaþjónusta. Annað svið sem var mjög áberandi var það sem kallað var bókabruninn mikli, það er að segja vandamálin við súran pappír sem varð til þess að bækur og pappírsefni frá tilteknu tímabili molnaði niður og varð ónothæft, jafnvel á skömmum tíma. Þetta var á þeim tíma helsta ógnin á bókasöfnum. Verið var að þróa rannsóknaraðferðir til þess að meta styrk pappírs og mögulega endingu við tilteknar að­ stæður. Styrkurinn var metinn með brotþolsprófi. Þá er brotið upp á horn á blaði í bók eða tímariti aftur og aftur og maður telur skiptin þangað til hornið dettur af. Ef þú tekur gamla bók með lélegum pappír geturðu bara brotið blaðið tvisvar til þrisvar sinnum, áður en hornið dettur af.

Námið nýttist mér bæði í gagnfræðaskólakennslunni og í starfi rannsóknamanns á sviði fiskifræði, við útibú Hafrannsóknarstofnunar á Húsavík. Þá kom skilningur á gerð og mögulegum líftíma lífrænna efna sér vel í nám­ skeiði sem ég tók um kjörgeymsluskilyrði fyrir mismunandi tegundir safnefnis og varðveislu þess í Col­ umbia­háskólanum. Einnig fannst mér ég njóta líffræði­ námsins og latínunámsins ﴾við Menntaskólann í Reykjavík, ég var þar í máladeild﴿ þegar ég starfaði sem forstöðumaður Bókasafns Landspítala ­ háskólasjúkra­ húss og á bókasafni Landlæknisembættisins. Þá er vert að nefna að ein þeirra kenninga sem ég notaði í doktor­ sverkefninu mínu var Ecological-evolutionary theory ﴾EET﴿ eftir Lenski, sem er náskyld kenningu Odums um þróun samfélaga í lífríkinu, sem við lásum í líffræðinni. Það kom að góðu gagni í doktorsnáminu að hafa kynnst henni.

Þetta var mjög spennandi tími. Í varðveislumálunum kom líffræðin inn í. Það var gott að hafa grunn í henni til að skilja hvernig niðurbrot lífrænna efna virkar og eins áhrif hitastigs, rakastigs og meindýra á safnkostinn.

M.S.-próf í Bandaríkjunum Við hjónin ákváðum að fara saman til Bandaríkj­ anna í meistaranám í upphafi níunda áratugar síðustu aldar. Maðurinn minn fór í meistaranám við Fylk­ isháskólann í New York ﴾SUNY﴿ State University í Stony Brook til þess að vinna undir leiðsögn George C. Williams prófessors, sem hann hafði kynnst hér á landi. Þeir skólar sem til greina komu fyrir mig á þessu svæði voru nokkrir. Eiginmaðurinn fór misserinu á undan mér og kynnti sér málið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að langbesti skólinn væri Columbia og þar skyldi ég sækja um. Á þeim tíma var tölvuvæðing bókasafna það sem mest brann á; hvernig væri skynsamlegast að tölvu­ væða. Þá voru það aðallega bókfræðiskrár sem var

26

Þetta var 1982­83 og það var rosalega mikið að breytast á þessum tíma. Þá höfðu aðeins örfá bóka­ safnstölvukerfi til að skrá, lána út og vinna aðra verk­ þætti á bókasöfnum, sem hægt var að kaupa í boði. Hvert safn þurfti yfirleitt að þróa sitt eigið kerfi eða kaupa gagnasafnskerfi og aðlaga. Þó voru nokkur bóka­ safnstölvukerfi fyrir stórtölvur í boði, meðal þeirra DOBIS/LIBRIS. Það var nefnt Fengur hér á sinni tíð. Það var þróað upp úr 1970 í Leuven í Belgíu og var mjög gott kerfi. En yfirleitt var ekki mikið um bóka­ safnstölvukerfi sem voru tilbúin til notkunar.

Veran í Bandaríkjunum Það var mjög gott að vera í Bandaríkjunum á þess­ um tíma, og geysilega gaman að vera í námi við Col­ umbia­háskólann. Ég hefði jafnvel getað hugsað mér að vera áfram þar og setjast að. Það komu þarna heims­ þekktir fyrirlesarar og við nemendurnir gátum auðvitað farið og hlustað á fyrirlestra þeirra. Svo gátum við líka sótt ráðstefnur og fyrirlestra innan og utan skólans sem nemendur hans. Þannig að það var geysilega mikið í boði og verulega gaman. Mikið að gerast. Það voru mörg fagfélög starfandi á þessu svæði í Bandaríkjunum meðal annars fyrir sérfræðisöfn, skólasöfn, háskóla­ bókasöfn og allsherjar félag. Það voru ráðstefnur og viðburðir á vegum allra fagfélaganna og okkur var yfir­ leitt boðin ókeypis þátttaka ef það var eitthvað meirihátt­ ar; að koma og fylgjast með. Annars kostaði offjár að fara á viðburði fyrir þá sem ekki voru meðlimir fél­


Bókasafnið 38. árg. 2014 aganna.

Einstaklega fjölbeyttur starfsferill Með B.A.­gráðu í bókasafnsfræði og líffræði fór ég með manninum mínum til Húsavíkur þar sem við vorum frá 1974 til ársloka 1977. Þá fluttumst við suður aftur og ég fór að vinna sem forstöðumaður Bókasafns Rann­ sóknastofnunar byggingariðnaðarins, sem var afskap­ lega spennandi starf að því er mér fannst. Þar kom arkitektúrnámið mér að góðum notum. Stofnunin hafði ritaskipti við systurstofnanir á hinum Norðurlöndunum og víðar sem þurfti að skrá og skipuleggja. Einnig var mikið að gera í upplýsingaþjónustu og við að útvega rit vegna yfirstandandi rannsóknarverkefna á stofnuninni, bæði að panta markaðsrit erlendis frá og einnig utan­ markaðsrit, alls kyns skýrslur og greinargerðir, einungis pappírsefni. Á safninu voru einnig myndir, skyggnur og glærur. Þar var notað sérstakt flokkunarkerfi fyrir bygg­ ingariðnað sem þróað hafði verið á Bretlandseyjum og þýtt yfir á íslensku. Kerfið virkaði vel fyrir það efnissvið sem það var gert fyrir. Takmarkanir þess voru að efni sem ekki varðaði byggingariðnaðinn sérstaklega, til dæmis orðabækur, var ekki hægt að flokka eftir því. Haustið 1978 réðist ég til starfa við Landsbókasafn Íslands í þjóðdeildina svokölluðu til þess að vinna að skráningu Íslensku bókaskrárinnar sem kom út sem sjálfstætt rit árin 1974­2001. Á þeim tíma var verið að tölvuvæða Íslensku bókaskrána , fyrsta tölvuunna skráin kom út árið 1980. Hún náði til útgáfu ársins 1979. Fyrir tölvuvæðinguna var svokallað Ómark snið þróað og síð­ ar Ísmark sniðið, sem ég tók þátt í að þróa. Áhersla var lögð á að byggja upp íslenska þekkingu á sviði tölvumála. Í því skyni var meðal annars stefnt að því að þróa íslenskt bókasafnstölvukerfi og kom ég einnig að þeirri vinnu. Um miðjan níunda áratuginn var horfið frá þeirri hugmynd og ákveðið að aðlaga tölvukerfi sem keypt yrði erlendis frá og tók ég ásamt öðrum þátt í skoðun og vali á því. Þá var safnið enn þá í Safnahúsinu við Hverfisgötu ásamt Þjóðskjalasafni Íslands og mjög þröngt um bæði söfnin, en góður starfsandi og gott fólk sem gaman var að vinna með og sem ég hef verið í vinfengi við síðan. Húsið er líka geysilega glæsilegt og allar innréttingar og húsmunir voru sérhannaðar fyrir það. Hér á Íslandi voru og eru lög um skylduskil sem í raun eru prentskilalög, þannig að allt prentverk er skilaskylt, ekki bara markaðsrit eins og í sumum löndum, heldur allt prent­ verk ­ líka utanmarkaðsrit, veggspjöld, bíómiðar, allt sem er prentað. Í því starfi kynntist ég því hvernig útgáfa hér

á landi er spegill þjóðfélagsins, sérstaklega þegar litið er til utanmarkaðsrita sem meðal annars eru gefin út af stjórnmálahreyfingum, trúfélögum, stofnunum, fyrirtækj­ um og einstaklingum. Af þeirri útgáfu sést hvað er að gerast í þjóðfélaginu. Í henni sá maður merki um við­ burði og hluti sem maður hefði aldrei gert sér í hugarl­ und að væru til hér. Skömmu eftir að ég kom heim frá meistaranáminu í Bandaríkjunum 1985 réðist ég sem bókafulltrúi ríkisins í menntamálaráðuneytinu. Í því starfi kom ég meðal ann­ ars að málefnum tölvuvæðingar á bókasöfnum og átti sæti í stjórn Gagnabrunns bókasafna. Starf bókafulltrúa var fólgið í að fara með málefni almennings­ og skóla­ bókasafna. Það varð til samkvæmt fyrstu lögum um al­ menningsbókasöfn nr. 42/1955 og náði einnig til skólasafna samkvæmt lögum um almenningsbókasöfn nr. 50/1976, en var lagt niður með lögum um almenn­ ingsbókasöfn nr. 36/1997, sem ég tel mjög miður. Það skiptir máli fyrir starfsemi bókasafna landsins að hafa sérfræðing sem vinnur að málefnum þeirra innan ráðuneytisins. Þetta eru meðal annars menntastofnanir. Fólk í ráðuneytum hefur ekki endilega skilning á þörfum safnanna. Árið 1987 var þriðja staðan í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands auglýst. Þar gegndi ég lektorsstöðu til ársins 1997. Ég kenndi mörg námskeið, meðal annars Skráningu ﴾sem síðar þróaðist í Bókfræðilega skráningu og lýsigögn﴿, Flokkun ﴾síðar Skipulagning þekkingar﴿, Starfsemi og rekstur bókasafna og upplýsingamið­ stöðva, Uppbyggingu safnkosts og varðveislu, Gagnasöfn og upplýsingakerfi, og þróaði námskeiðið Skjalavarsla í námskeiðið Skjalastjórn. Skjalastjórnin hefur orðið greininni geysilega mikilvægur starfs­ vettvangur og Jóhanna Gunnlaugsdóttir prófessor hefur þróað skjalastjórnarnámið áfram með miklum ágætum. Hún hefur mikla starfsreynslu sem mér finnst skipta verulegu máli í þessu fagi; að hafa prófað í raunumhverfi hvernig hlutirnir virka. Ég tel það nauðsynlegt. Viðbúið er að offramboð hefði orðið á bókasafnsfræðingum á tí­ unda áratug síðustu aldar ef þeir hefðu ekki átt kost á störfum við skjalastjórn. Um það er ég alveg sannfærð. Vísbendingar þar að lútandi komu fram í niðurstöðum úr könnun sem ég gerði árið 1989 á þjónustueiningum og fjölda starfsmanna á bókasöfnum. Með aðferðinni sem ég notaði var hægt að gera spá um þörf á mannafla fram í tímann og samkvæmt spánni var augljóst að það hlyti að verða offramboð á bókasafnsfræðingum. En svo varð ekki. Þessi könnun mín náði bara til bókasafna, ekki til skjalasafna, og þá fór ég að hugsa: „Hvers vegna

27


Bókasafnið 38. árg. 2014 varð ekki offramboð, eins og útreikningar eftir líkaninu sögðu til um?” Og sá þá í hendi minni að það myndi vera skjalastjórnin sem tók rosalega mikið af fólki og það í mjög góð og vel launuð, ábyrgðarmikil störf. Án skjalastjórnar hefði þróun greinarinnar orðið önnur og ekki jafngóð og raun ber vitni. Starfsvettvangur skjalastjórnar varð meðal annars til vegna laga­ breytinga. Stofnanir verða að hafa reiðu á hlutunum samkvæmt lögum, en það er ekki samkvæmt lögum að þær verði að ráða bókasafnsfræðinga til starfans. Starfsvettvangur skjalastjórnar varð ekki til af sjálfu sér fyrir bókasafns­ og upplýsingafræðina. Til hans þurfti að vinna. Á níunda áratugnum komu tölvuleitir í tilvísanasöfn­ um til sögunnar og síðan beinlínuleitir um Lýðnetið, en það gerði öll tölvusamskipti mun auðveldari. Það hlaut að sjálfsögðu að hafa áhrif innan greinarinnar og á bókasöfnum, þar sem tölvunotkunin þróaðist óhjá­ kvæmilega í takt við tækniframfarir. Í lok árs 1996 hóf ég starf sem forstöðumaður bóka­ safns Landlæknisembættisins og gegndi því til ársins 1999. Í því starfi gerði ég samning fyrir hönd Land­ læknisembættisins um aðgang að Medline, sem þá var ekki í opnum aðgangi eins og síðar varð, fyrir starfs­ menn þess. Samningurinn náði jafnframt til starfsmanna á öðrum fámennum opinberum stofnunum á sviði heil­ brigðisvísinda. Stóru sjúkrahúsin sömdu sjálf fyrir sig hvert og eitt. Á þessum tíma var tæknin ekki orðin eins og núna, framkvæmd míns samnings var möguleg vegna þess að Landspítalinn leyfði góðfúslega afnot af dreifingarkerfi sínu til þess að fólk kæmist í rafræna efn­ ið sem ég samdi um. Þetta var sérstakur samningur að því leyti að fjöldi notenda var opinn. Við sömdum um tiltekið verð og síð­ an gat ég bætt við stofnunum sem höfðu aðgang eftir að samningurinn var gerður, þannig að eftir því sem fleiri tóku þátt í áskriftinni, þeim mun lægra varð verðið fyrir hverja stofnun. Þetta var alveg einstakt á þessum tíma, tímamótasamningur, slíkur samningur hafði aldrei verið gerður áður, hvorki hér á landi né erlendis, að sögn sölumannsins. Hér heima hafði hver stofnun samið fyrir sig, fram til þess tíma, greiddir voru fleiri reikningar til er­ lendra dreifingaraðila fyrir rafrænan aðgang að sömu gagnasöfnunum og aðgangur í heild varð dýrari fyrir landið en hefði þurft að vera. Árið 2001 bauðst mér starf forstöðumanns Bóka­ safns Landspítalans. Þá stóð til að vinna að sameiningu

28

bókasafnsþjónustu á stóru sjúkrahúsunum en því verk­ efni var tímabundið slegið á frest. Í starfinu þar þróaði ég í samstarfi við aðra forstöðu­ menn bókasafna á sviði heilbrigðisvísinda hugmynd mína frekar um sameiginlega áskrift opinberra stofnana að rafrænum gagnasöfnum, tímaritum og bókum með heildartexta og gerði samning fyrir hönd stofnana á sviði heilbrigðisvísinda við fyrirtækið Ovid. Samningurinn náði aðeins til opinberra aðila vegna þess að það var mismunandi verð á aðgangi eftir því hvort samið var fyrir opinbera stofnun sem var ekki rekin í hagnaðarskyni eða einkafyrirtæki. Ef Íslensk erfðagreining hefði til dæmis verið með í þeim samningi hefði verðið hækkað mikið. Skipulag gagna í Ovid var mjög gott og leitarvél þess geysilega öflug og auðveld í notkun, enda hafði þekking og reynsla bókasafnsfræðinga á skipulagi rit­ aðrar þekkingar og reynsla af leitum í raf­rænum gagnasöfnum verið beisluð við bókfræðilegt skipulag innan gagnasafnsins og þróun leitaraðferða í Ovid. Samningurinn kostaði í heild mun minna en samningar stofnananna höfðu kostað samanlagt áður. Jafnframt samdi ég við Ovid um að fá töluleg gögn um afnot einstakra stofnana af hverju tímariti eftir gerð­ um dreifingareininganna uppgefna mánaðarlega í Excel skjali. Notkun á hverju áskriftarriti var sundurliðuð mán­ uð fyrir mánuð. Þetta var lykilorðaaðgangur sem opinn var innan stofnana fyrir alla starfsmenn og aðra safngesti, sem einnig var einstakt á þeim tíma. Gögn um notkun voru sundurliðuð eftir stofnunum og starfstétt, hvort notendur voru til dæmis læknar eða hjúkrunar­ fræðingar. Þá tíðkaðist erlendis að semja um aðgang fyrir tiltekinn fjölda starfsmanna af tiltekinni gerð. Fólk sem ekki var starfandi við viðkomandi stofnun á samn­ ingstíma mátti ekki nota rafrænu gagnasöfnin. Ég fór til dæmis í heimsókn til Columbia háskóla á þessum tíma, þá var sérstaklega tekið fram að sem fyrrverandi nem­ andi gæti ég haft aðgang að öllum safnkosti bókasafns­ ins en þó væru rafrænu gagnasöfnin undanskilin vegna þess að ekki hefði verið samið um aðgang að þeim fyrir útskrifaða. Jafnvel voru dæmi um að stofnanir sem voru félitlar gerðu samning um aðgang lækna að tilteknum gagnasöfnum en hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigð­ isstarfsmenn sömu stofnunar fengju ekki aðgang að þeim. Í samstarfi við aðra forstöðumenn bókasafna á sviði heilbrigðisvísinda gerði ég einnig fjölnotasamning við MDConsult, sem var nýtt gagnasafn á þeim tíma og geysilega fjölbreytt með aðgangi að heildartexta tíma­ rita, bóka og alls kyns öðru efni fyrir heilbrigðisstarfsfólk,


Bókasafnið 38. árg. 2014 ásamt aðgangi að fjölmiðlaumfjöllun um nýjungar á sviði heilbrigðsvísinda og ýmiss konar öðrum upplýsingum, meðal annars bæklingum sem hægt var að prenta út og sniðnir voru að þörfum sjúklinga. Uppfærsla gagna­ safnsins var hröð og leitir geysilega öflugar og að­ gengilegar fyrir alla. Þetta safn var ætlað fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem hafði ekki aðgang að bóka­ safni, til dæmis á litlum heilsugæslustöðvum á lands­ byggðinni. Efni þess var bæði tekið úr helstu tímaritunum og líka úr umræðum samfélagsmiðla, sjá mátti um hvað var verið að tala í sambandi við heilbrigð­ ismálin. Og svo náttúrulega nýjustu rannsóknir. Það var mjög sérstakt að geta fengið að hafa þetta opið fyrir hvern sem var, ekki bara fyrir starfsmenn heldur líka fyrir gesti og gangandi sem komu á söfnin. Í starfinu á Bókasafni Landspítala gerði ég könnun á notkun tímarita. Hún náði til tímarita í áskrift á pappír og rafrænt og einnig notkun efnis úr tímaritum sem fengið var í millisafnaláni. Með könnuninni var meðal annars aflað upplýsinga til þess að meta hve mörg ár aftur í tím­ ann þyrfti að geyma tímaritin og hver kostnaður væri við hverja notkun, annars vegar í rafrænum aðgangi og hins vegar með áskrift að pappírstímaritum eða í millisafn­ alánum. Þessar upplýsingar voru nauðsynlegar fyrir mig sem stjórnanda til þess að meta hvernig haga skyldi að­ föngum í framtíðinni. Ekki var hægt að hafa sama hátt á og verið hafði vegna þess að tímaritaáskriftir höfðu hækkað um 10­15% árlega, auk þess sem rými safnsins til að geyma safnkost var að verða uppurið. Það varð að breyta stefnu safnsins um með hvaða hætti aðgangur var veittur að útgáfuritum. Ljóst var fyrir rannsóknina að fólk ljósritaði aðallega úr tímaritum á pappír og las annars staðar en á lesstofu safnsins. Söfnun gagna á notkun þess efnis var með þeim hætti að þegar notandi ljósritaði úr tímariti þá var það bara lagt til hliðar, ekki sett aftur í hillu, og síðan í lok dagsins var starfsmaður sem merkti við frá degi til dags: úr hvaða tímariti, hvaða árgangi og hefti hafði ver­ ið ljósritað. Upplýsingarnar sem fengust gáfu meðal annars til kynna hvað væri æskilegt að geyma papp­ írstímaritin langt aftur í tímann, auk þess að sjá hver notkunin var á einstökum pappírstímaritum. Sams konar upplýsingum var safnað um það efni sem fengið var í millisafnaláni og um notkun á því efni ﴾ekki bara tímarit­ um hjá Ovid, heldur líka um leitir í gagnasöfnunum þar﴿ sem voru í rafrænni áskrift. Þar sem vitað var hvað áskriftir einstakra tímarita kostuðu var hægt að reikna út kostnað á hverja notkunareiningu. Þetta rafræna var langódýrast. Þegar við gerðum þessa rannsókn kom í

ljós að sum tímarit sem starfsfólk hafði heimtað að fá keypt og kostuðu kannski þúsundir dala á ári voru nán­ ast ekkert notuð. Það hefði verið miklu ódýrara að kaupa eina og eina grein eftir hendinni, samkvæmt beiðnum frá notendum. Ef ég hefði verið lengur hefði ég bylt þjónustunni, nánast alveg hætt með pappírsrit. Það er reyndar orðið þannig núna. En jafnframt hefði ég dregið mjög úr áskriftarritum.

Doktorsnámið Ég hóf doktorsnámið við Åbo Akademi í Turku haustið 2001 og byrjaði á því að dvelja í Turku í um það bil mánuð við að skipuleggja verkefnið í samráði við leiðbeinanda minn þar, Mariam Ginman prófessor. Síðar flutti ég mig heim í Háskóla Íslands og prófessorarnir Jóhanna Gunnlaugsdóttir og Þorbjörn Broddason voru leiðbeinendur mínir þar. Hugur minn stóð upphaflega til þess að kanna áhrif tækniþróunar á atvinnumöguleika og störf í bókasöfnum. Fljótt áttaði ég mig á því að áhrif félagslegrar þróunar og tæknilegrar þróunar eru samtvinnuð. Til þess að átta sig á áhrifum tækninnar þurfti að finna leið til þess að að­ greina áhrif félagslegu þáttanna og þeirra tæknilegu á þeim tíma sem breytingarnar áttu sér stað. Nauðsynlegt var að finna bæði kenningu eða kenningar til þess að styðjast við og einnig aðferðir til þess að greina á milli hvort tiltekin samtímaþróun hefði átt sér stað vegna tæknibreytinga, félagslegra breytinga eða hvors tveggja. Þetta var nauðsynlegt til þess að átta sig á hver tæknilegu áhrifin yrðu þegar til lengri tíma var litið. Aðferðin sem ég notaði í doktorsverkefninu nefnist

Sequential explanatory strategy ﴾eins konar rann­ sóknaröð﴿ og felst í því að fyrst er gerð megindleg rann­ sókn og síðan eigindleg til þess að leita skýringa á niðurstöðum megindlegu rannsóknarinnar. Helsti galli þessarar aðferðar er hve langan tíma hún tekur. Í raun­ inni gerði ég þrjár megindlegar rannsóknir og eina eigindlega. Áður en ég hóf doktorsnámið hafði ég gert megind­ lega könnun á þjónustueiningum og mannafla bóka­ safna hér á landi 1989 og hafði alla tíð langað til þess að endurtaka hana til þess að afla upplýsinga um þróunina sem orðið hafði síðan þá. Það gerði ég haustið 2001 sem hluta doktorsverkefnisins og tók þá með þjónustu­ einingar skjalastjórnar og starfsfólk þeirra. Skjalastjórn var orðinn svo stór hluti af starfsvettvangi bókasafns­ og upplýsingafræðinga að það var ekki hægt að líta fram hjá henni. Þannig hafði það ekki verið árið 1989. Þessar

29


Bókasafnið 38. árg. 2014 tvær kannanir gefa upplýsingar um þróun starfsvettvangsins og mönnun hans á umræddu tímabili. Ég hafði einnig gert könnun í starfi mínu á Bókasafni Landspítala, sem fyrr er getið á notkun tímarita á pappír ann­ ars vegar og rafrænnar útgáfu þeirra hins vegar skólaárið 2000­2001. Þessa rannsókn vann ég upp til þess að nota í doktorsritgerðinni. Það kemur nátt­ úrulega fram geysileg breyting á störf­ um fólks í bókasöfnum við það að efni verður rafrænt, það þarf ekki lengur að manna vaktir á kvöldin og um helgar og það þarf ekki að raða upp þessum ra­ Doktorsvörnin. Stefanía ásamt Lindu Rafnsdóttur, forseta Félags- og mannvísindadeildar fræna safnkosti, það þarf heldur ekki og andmælendum, Karen Markey og Hermanni Óskarssyni. að fara yfir hvort tímaritaheftin hafi Ljósmyndari: Kristinn Ingvarsson skilað sér eins og gert var áður, skrá heftin inn þegar þau bárust, rukka inn markaðinn og í rannsóknir hér á landi. Ég er mjög hlynnt hefti sem ekki skiluðu sér eða gera annað sem tengdist því að námið færist á framhaldsstig eingöngu. pappírsáskriftum. Auk þess drógust millisafnalán verulega saman þegar stór hluti efnis var orðin rafrænn, Í nútímaþjóðfélagi er þörf á meiri þekkingu og þess auk þess sem ákvæði var í okkar samningi um að ekki vegna meiri menntun starfsfólks en áður var. Til sam­ mátti nota áskriftarritin í millisafnalánum. Það er bara ræmis við það eru margar háskólagreinar búnar að færa fullt af störfum sem hverfa með tilkomu raf­rænnar út­ sig alfarið yfir á meistarastigið. Námið í upplýsingafræði gáfu og miðlunar. þarf að haldast í hendur við þjóðfélagsþróunina. Á þeim Þriðja megindlega rannsóknin var á þróun útgáfu­ eininga, þar sem sérstaklega var skoðuð þróun á hlut­ falli af markaðsútgáfu annars vegar og utanmarkaðsútgáfu hins vegar hér á landi ásamt þróun markaðsútgáfu erlendis á þekkingu sem verður til hér á landi. Rannsóknin náð einnig til nýtingar á einkaleyfa­ umsóknum hér á landi í því skyni að miðla nýrri þekk­ ingu á tímabilinu 1944­2001. Eigindlega rannsóknin var gerð síðast til þess að leita skýringa á niðurstöðum megindlegu rannsóknanna, með því að afla upplýsinga um viðhorf valinna forstöðu­ manna í starfi á rannsóknasviðinu og tveggja notenda með viðtalskönnun.

Breytingar á námi Ég er þeirrar skoðunar að fólk í okkar þjóðfélagi þurfi á góðri fagmenntun að halda til viðbótar við nám í bókasafns­ og upplýsingafræði, eða upplýsingafræði eins og greinin er nefnd núna. Það er ekki nóg að hafa 60 einingar í aukagrein til viðbótar við 120 einingar í upplýsingafræði. Mér finnst þurfa meira. Ég hef trú á því að þessi breyting muni skila öflugra fólki út á vinnu­

30

tíma sem breytingin var gerð var ekki möguleiki á því að halda áfram bæði með grunnnám og framhaldsnám. Til þess hefði þurft að ráða fleiri kennara og hafa námsleið­ irnar aðskildar. Auk þarfar á meira menntuðu starfsfólki í nútíma þjóðfélagi hafa undanfarin ár verið fleiri nemend­ ur á framhaldsstigi en í grunnnámi. Þegar námið færðist á meistarastigið komu fram rök um þörf á breytingu á nafninu til þess að undirstrika að breytingar muni eiga sér stað á náminu; að ekki væri bara verið að flytja það yfir á meistarastigið, það væri líka verið að breyta náminu á annan hátt. Og þá varð heitið upplýsingafræði ofan á. Mér finnst breytingar á atvinnumöguleikum, og ekki bara þeim heldur líka þörfum þjóðfélagsins, kalla á aukna þörf á að skipuleggja þekkingu og upplýsingar til geymslu á þann hátt að finna megi aftur með auðveldu móti. Þess vegna finnst mér að innan upplýsingafræð­ innar verði að kenna aðferðir við það; mér finnst það vera aðalatriðið í náminu. Sú þekking og færni sem að því lýtur er það sem aðrar greinar hafa ekki. Hún er ein­ stök. Það eru kenningar og kerfi við að skipuleggja geymsluna þannig að efnið finnist á auðveldan hátt aft­


Bókasafnið 38. árg. 2014 ur, og að skilja hvernig kerfin virka. Ef fólk skilur það ekki, þá er þetta alveg glatað. Ég vann töluvert með tölvufólki í tengslum við þróun bókasafnstölvukerfis með Ísmark sniðinu á sínum tíma og margt þeirra skildi þetta ekki alveg. Það skorti skilning á tengslunum milli þess að vista upplýsingar um útgáfurit á tiltekin hátt og þess að geta heimt þær markvisst úr gagnasafninu með að­ stoð bókasafnstölvukerfisins, án þess að fram kæmu upplýsingar um alls kyns önnur rit óviðkomandi leitinni. Það verður til dæmis að greina mismunandi tegundir ábyrgðaraðilda að í innsetningu til þess að geta leitað markvisst eftir nafni tiltekins ábyrgðaraðila sem aðalhöf­ undar, þýðanda, eða höfundar myndefnis eða með ann­ ars konar ábyrgðaraðild. Fólk verður að skilja svona atriði til þess að geta sett upp og unnið við slík upplýs­ ingakerfi þannig að þau virki. Í nýja skráningarkerfinu RDA ﴾Resource Description and Access﴿ er einmitt tekið á þessu. Mér finnst framtíðin vera fólgin í því að miða námið við störf við skipulag þekkingar og upplýsinga fyrir vistun og geymslu á þann hátt að það sem að er leitað finnist auðveldlega aftur. Taka þarf mið af mun víðari starfs­ vettvangi en bara bókasöfnum og skjalastjórn. Til þess þarf einmitt öfluga kennslu í að skilja kerfisvirknina. Það hafði verið mjög mikið dregið úr kennslu slíkra nám­ skeiða á tímabili, það var talað um að það þyrfti ekkert að kenna þetta, fólk gæti bara veitt skráningarfærslur annars staðar frá og tengt í Gegni. Það getur e.t.v. gengið á bókasöfnum að vissu marki. Þó ber þess að gæta að starfsfólk þarf að skilja verkið, af því að það eru margs konar hefðir við skráningu. Fólk þarf að skilja hvort það er þessi skráningarfærsla sem passar við það safn sem verið er að veiða fyrir eða einhver önnur. Það er stundum erfiðara að lesa margar færslur og meta hvað passar en að skrá sjálfur beint. Það tekur lengri tíma. Það er svo margt sem þarf að meta. Mér finnst framtíðin fara eftir því hvar við sjáum okkur sjálf, og við þurfum að skipuleggja kennsluna þannig að það verði hægt að ná tökum á vettvangi þess að skipuleggja vist­ un á og aðgang að þekkingu og upplýsingum fyrir okkar fólk almennt í þjóðfélaginu. Þetta eru mikil tímamót, geysilega stór tímamót sem skipta sköpum. Á þessum breytingartímum er lán okkar meðal annars fólgið í því að upplýsingafræðin er staðsett í helsta háskóla lands­ ins og nemendur hafa þess vegna val á að taka nám­ skeið úr öðrum greinum. Til dæmis er kennd menningarmiðlun hér við skólann, það væri þá tilvalið að taka hana með sem val­ námskeið ef fólk vill starfa á því sviði. Það er náttúrulega

líka kennd tölvunarfræði og það er tilvalið að taka hana með námi í upplýsingafræðinni.

Hvað stendur upp úr á ferlinum? Það sem upp úr stendur á ferlinum er að hafa átt þess kost að kenna fagið. Það starf hefur verið gefandi, skemmtilegt og gagnlegt. Auk þess er vert að nefna að ég hef orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hugmyndir mín­ ar um framþróun greinarinnar hafa náð fram að ganga. Stjórn Gagnabrunns bókasafna, sem ég starfaði í sem bókafulltrúi ríkisins stefndi á að velja eitt tölvukerfi fyrir bókasöfn landsins. Hún hafði hugmyndir um að kerfið gæti einnig nýst til þess að skrá gögn í skjalasöfnum og þær bækur sem til sölu voru í bókaverslunum. Til skoðunar hafði verið DOBIS/LIBRIS­tölvukerfið, sem notað var víða um lönd í stórum bókasöfnum og hafði einnig verið notað þar til þess að skrá skjalasöfn og sölurit bókaverslana. Það hefði verið tilvalið fyrir það sem við höfðum áhuga á að ná fram. Frá þessum hug­ myndum var horfið tímabundið í lok níunda áratugarins. Síðar var ég formaður nefndar sem vann að því að sam­ ræma skráningu í heimildasöfnum landsins þannig að hægt væri að finna margs konar heimildir ﴾t.d. útgáfurit, myndir og minjar﴿ með einni leit. Trúlega hafa þær hug­ myndir verið of langt á undan samtíð sinni á þeim tíma. Í upphafi þessarar aldar komust rafrænu samskrárhug­ myndirnar til framkvæmdar með Gegni, samskrá bóka­ safna sem rekin er fyrir opinbert fé og í Leitum.is, þar sem einnig má sjá hvað er til af bókum í Bóksölu stúd­ enta og vefverslun Amazon og fá upplýsingar og til­ vísanir í ýmislegt annað, svo sem ljósmyndir. Hefðin á íslenskum bókasöfnum sem rekin eru fyrir almannafé hefur verið sú að almenningur sem borgar brúsann hefur haft aðgang að safnefni þeirra. Þetta fannst mér að ætti einnig að ná til rafræns safnkosts sem þessi bókasöfn keyptu aðgang að og samdi um það fyrir hönd bókasafna og stofnana á heilbrigðis­ vísindasviði sem rekin voru fyrir almannafé, eins og ég nefndi áðan að safngestir sem kæmu á safnið hefðu að­ gang hvort sem þeir tengdust áskrifendastofnunum eða ekki. Tilvalið hefði verið að útfæra þá hugmynd og láta hana ná til safnkosts á öllum sviðum fyrir landið í heild á þann hátt að gera samning við dreifingaraðila um rann­ sóknaverkefni sem lyti að athugun á upplýsingahegðun heillar þjóðar. Þessar hugmyndir setti ég fram í grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið árið 2000.1 Dreifingarað­ ilar voru í vandræðum vegna þess að slíkar upplýsingar voru ekki til og þess vegna var erfitt fyrir þá að marka sanngjarna dreifingarstefnu. Með því að semja um slíka

31


Bókasafnið 38. árg. 2014 rannsókn hefðum við borgað minna fyrir aðganginn og einnig fengið meiri upplýsingar um notkunina hér innan­ lands, upplýsingar sem hægt væri að byggja framtíðar­ samninga á. Það gekk ekki eftir. Sú útfærsla á hugmyndinni sem notuð er hefur í raun verið of dýr. Enn eitt sem ég er ánægð með að hafa komið að er að þróa námskeiðið Skjalavarsla og skjalasöfn, yfir í námskeiðið Skjalastjórn. Það hefur skipt greinina mjög miklu máli, ekki aðeins ímyndarlega séð heldur hefur það líka orðið til þess að bókasafns­ og upplýsingafræð­ ingum hafa staðið vel launuð störf til boða sem njóta virðingar innan stofnana og fyrirtækja. Á þessum tíma fór tölvunotkun á bókasöfnum að aukast og margir litu svo á að aðalmálið væri að komast inn í þau mál. Eftir á að hyggja hefði sú þróun orðið eins og hún varð með til­ komu Lýðnetsins. En það var ekki sjálfgefið að þróunin í skjalastjórnarmálum hefði orðið sú að bókasafns­ og upplýsingafræðingar yrðu eftirsóttir sem skjalastjórar og það hefur skipt miklu máli. Nú þarf bara að halda áfram á sömu braut og víkka starfsvettvanginn ennþá meira.

Framtíð upplýsingafræðingsins Framtíðin er björt ef við höldum rétt á spilunum. Við verðum að gæta þess í endurskoðun á náminu að auka frekar en minnka það sem hvergi er hægt að læra ann­ ars staðar á landinu. Mikil þörf er á í þjóðfélaginu og eftirspurn eftir slíkri kunnáttu, svo sem að skipuleggja vistun upplýsinga um alls kyns heimildir ásamt aðgangi að heimildunum sjálfum. Einnig má nefna skráningu, flokkun og lyklun, ásamt vefstjórn og öðru því er varðar stjórn á og skipulagningu þekkingar og upplýsinga. Miða þarf kennslu í þessum greinum við þarfir á víðum vettvangi, ekki aðeins á bókasöfnum og skjalasöfnum.

Hvað er á dagskrá á næstunni? Í sumar verð ég sjötug og mun þess vegna hætta í starfi lektors við Háskóla Íslands. Þó verð ég aðeins viðloðandi greinina. Til stendur að ég hafi umsjón með vettvangsnáminu og einnig sé ég fram á að einhverjir nemendur, sem ég leiðbeini muni ef til vill ekki ljúka lokaverkefnum sínum fyrr en í árslok. Auk þess stefni ég á að halda rannsóknum mínum áfram.

Abstract:

„ The future is bright if we play our cards right“:

An interview with Stefanía Júlíusdóttir

Stefanía Júlíusdóttir is a lecturer in Information Science at the University of Iceland. She defended her doctoral dissertation at the age of 69 at the University of Iceland in June 2013, which is the latest doctorate in Library and Information Science in Iceland. The title of her thesis is A role to play: continuity and change in

career opportunities and working conditions in libraries, records management, and archives. Stefanía was born

in 1944. She finished her BA in library science and biology at the University of Iceland in 1974 and her MA in library science at Cornell in 1984. She has had a long and interesting career as a librarian and a university lecturer. She worked at the National Library of Iceland and the library at the National University Hospital of Iceland among others. I met with Stefanía at her office at the University of Iceland to discuss her doctoral studies, career and more.

Sem dæmi má nefna að miðla ætti þekkingu um kenningar um skráningu, þróun skráningarreglna og virkni mismunandi skráningarhátta og skráningarkerfa. Þekkingu sem nýtist á fleirum en einum starfsvettvangi. Aðeins ætti að kynna skráningu í Gegni, en ekki að kenna hana. Innsetning í tiltekin bókasafnstölvukerfi er í raun tækniþekking, sem ekki er aðeins bundin við bókasöfn, heldur innsetningu í eitt tiltekið bókasafnskerfi sem nýtist ekki einu sinni við vinnu í öðrum slíkum bókasafnskerfum.

1

Greinin sem Stefanía nefnir hér heitir „Frá upplýsingabyltingu til þekkingarþjóðfélags“ og birtist í Morgunblaðinu þann 11 . júní 2000.

32


Ritrýnd grein

Útlán háskólanema og tengsl við námsgengi

Kristína Benedikz

Kristína Benedikz lauk BA námi í ensku 1992 og MLIS gráðu í Bókasafns­ og upplýsingafræði við Háskóla Íslands 2005. Hún hefur starfað á bókasafni Menntavísindasviðs frá 2006.

Útdráttur Í þessari megindlegu rannsókn kannaði höfundur út­ lánatölfræði nemenda Menntavísindasviðs Háskóla Ís­ lands skólaárið 2012­2013. Skoðað var hve mikið nemendur fengu að láni að meðaltali og hversu hátt hlut­ fall nemenda hafði ekkert fengið að láni á tímabilinu og hvort munur var þar á eftir deildum og námsstigi. Auk þess var kannað hvort tengsl væru milli fjölda útlána og lokaeinkunna nemenda í grunnnámi við útskrift. Af 2.171 nemanda höfðu 1.066 nemar ﴾48%﴿ ekkert fengið lánað á tímabilinu og í ljós kom kom að nemendur í grunnnámi höfðu fengið hlutfallslega meira lánað en nemendur í meistaranámi, en 61% grunnnema höfðu fengið lánað á árinu á móti 43% meistaranema. Nemendur í Íþrótta­ tómstunda­ og þroskaþjálfadeild höfðu hlutfallslega fengið minnst lánað. Marktektarprófið Spearman‘s rho var notað til að kanna hvort fylgni væri á milli fjölda út­ lána og lokaeinkunna sem leiddi í ljós að marktæk já­ kvæð tengsl eru milli útlána og einkunna. Eftir því sem útlánaþrep nemenda er hærra þeim mun líklegra er að hann hafi háa meðaltalseinkunn við útskrift. Þessar nið­ urstöður eru samhljóma niðurstöðum erlendra rann­ sókna.

Gegna háskólabókasöfn veigamiklu hlutverki í námi háskólanema? Eða er bara hægt að „googla“ og sleppa því að heimsækja bókasafnið og nýta sér allt það fræðilega efni sem safnið hefur upp á að bjóða? Útlána­ tölur háskólasafna fara lækkandi og vitað er um nem­ endur sem hafa útskrifast með háskólagráðu án þess að hafa fengið lánaða bók á safninu ﴾Dilevko og Gottlieb, 2002, bls. 381﴿. Í þessari tímaritsgrein verður leitast við

að svara því hvaða áhrif bókasafnsnotkun hefur á náms­ gengi. Víða erlendis eru háskólabókasöfn í auknum mæli að kanna notkun á þjónustu og efnivið safnsins en einnig er verið að rannsaka áhrif bókasafnsnotkunar ﴾e. library activity data﴿ á námsgengi nemanda ﴾e. student attainment﴿ við útskrift. En hvernig er þessu háttað á Menntavísindasviði Háskóla Íslands? Hafa fastagestir safnsins sem nýta sér safnkostinn forskot á aðra nem­ endur? Bókasafn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands er sérfræðisafn sem er opið almenningi ﴾18 ára og eldri﴿ en þjónar aðallega nemendum og fræðimönnum sviðsins. Notkun nemenda annarra deilda Háskóla Íslands hefur aukist eftir sameiningu Kennaraháskólans og Háskóla Íslands árið 2008. Áhersla er lögð á að kynna bókasafn­ ið og starfsemi þess fyrir nemendum og kennurum sviðsins og er lesrými safnsins vel nýtt en útlán hafa dregist saman undanfarin ár eins og þróunin virðist vera á öðrum háskólabókasöfnum. Útlán nemenda við Há­ skóla Íslands ﴾hér eftir notað HÍ﴿ á Landsbókasafni Ís­ lands − Háskólabókasafni hafa til dæmis dregist saman árlega frá árinu 2009 til 2012 ﴾Ingibjörg Steinunn Sverr­ isdóttir, [2013], bls. 38﴿. Hugsanleg skýring gæti verið sú að nemendur nýti sér meira Landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum­hvar.is ﴾hér eftir notað Landsaðgangur﴿ og rafrænar séráskriftir HÍ og taki því færri bækur að láni á bókasafninu. Notkunartölur á ra­ frænu efni í landsaðgangi benda til þess þar sem sóttum greinum í heildartexta hefur fjölgað jafnt og þétt frá 2003 til 2012 ﴾Birgir Björnsson, 2013, bls. 1﴿. Notkun á ra­ frænu efni í séráskrift bókasafns Menntavísindasviðs hefur einnig aukist milli ára samkvæmt mælingum safnsins. Árið 2011 voru 712 tímaritsgreinar sóttar í


Bókasafnið 38. árg. 2014 heildartexta en árið 2012 voru þær orðnar 1.102. Útlánatölfræði er keyrð árlega til að kanna útlán á efni bókasafns Menntavísindasviðs og hefur það verið gert um árabil og þróunin skoðuð milli ára. Það sem einna helst hefur verið skoðað eru heildarútlán eftir deildum sviðsins ﴾Kennaradeild, Íþrótta­, tómstunda,­ og þroskaþjálfadeild og Uppeldis­ og menntunarfræðideild﴿, endurnýjanir og frátektir ﴾á vef og í starfsmannaaðgangi﴿. Þessar tölur eru lýsandi fyrir notkun á efni safnsins en lýsa ekki útlánum allra nemenda, það er hversu mikið fær hver og einn nemandi lánað á safninu? Hversu hátt hlutfall nemenda hefur ekkert fengið að láni? Er munur á notkun eftir námsstigi og/eða deild? Tilgangur rannsókn­ arinnar sem hér verður gerð skil á er að svara ofangrein­ um spurningum og kanna auk þess hvort tengsl séu milli fjölda útlána og lokaeinkunna nemanda.

Erlendar rannsóknir Erlendar rannsóknir voru skoðaðar til að kanna hvort háskólabókasöfn rannsaki útlán nemenda eftir náms­ stigi, deild eða öðrum breytum. Í ljós kom að fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á útlánum háskólanema ﴾prentuðu efni﴿ og/eða notkun á rafrænum áskriftum og hvort notkun sé til dæmis breytileg eftir deildum og/eða námsstigum innan háskólanna ﴾Bridges, 2008; Gerke og Maness, 2010; Kayongo og Helm, 2010 og Liu, 2006﴿. Þrátt fyrir mikla notkun á rafænum heimildum og að raf­ ræn útgáfa er sífellt að aukast benda ýmsar rannsóknir til þess að nemendur líti á þær sem viðbót við prentaðar heimildir. Eins og Liu bendir á í rannsókn sinni völdu flestir meistaranemar að nota bæði rafrænar og prentað­ ar heimildir þar sem þau töldu þessi form hafa mismunandi eiginleika; kosti og galla ﴾2006, bls. 590﴿. Í einni rannsókn var innskráning nemenda að raf­ rænu efni háskólans mæld og reyndust vera jákvæð tengsl milli útlána á bókum og notkunar á rafrænu efni, það er nemandi sem fékk lánað mikið af prentuðu efni notaði einnig mikið af rafrænum fræðigreinum/ritum ﴾Goodall og Pattern, 2011, bls. 164­5﴿. Slíkur beinn sam­ anburður er óframkvæmanlegur á Menntavísindasviði nema með því að leggja spurningakönnun fyrir nemend­ ur. En aðgangur að rafrænu efni er veittur gegnum IP tölu en ekki með innskráningu. Nemendur og starfsfólk háskólans geta einnig tengst háskólanetinu með VPN ﴾Virtual Private Network﴿ að heiman. Þar af leiðandi er einungis hægt að skoða heildarnotkun á rafrænum sérá­ skriftum. Ekki er mögulegt að greina notkunina frekar. Það gæti til dæmis verið fróðlegt að vita hvort nemar í framhaldsnámi noti rafrænar séráskriftir meira en grunnnemar? Eða eru sumar deildir virkari en aðrar? Eru

34

kennarar virkari notendur en nemendur? Eða eru það aðeins fáir notendur sem nota aðganginn mikið? Enn erfiðara er að átta sig á notkun Landsaðgangs þar sem áskriftirnar eru aðgengilegar öllum á Íslandi og því ill­ mögulegt að greina heildarnotkun nemenda HÍ hvað þá notkun á einstaka sviðum eða hópum. Það hefur færst í vöxt að háskólabókasöfn rannsaki tengsl útlána og námsgengis og/eða notkunar á rafrænu efni og námsgengis. Jafnframt hafa tengsl bókasafns­ heimsókna nemenda og einkunna verið skoðaðar ﴾Matt­ hews, 2012; Cox og Jantti 2012; Davidson, Rollins, og Cherry, 2013; Wong og Webb, 2011﴿. Ein slík rannsókn var gerð í Háskólanum í Huddersfield í Vestur­Yorkshire ﴾Norður Englandi﴿. Árið 2008 var háskólabókasafn þeirra metið sem eitt af tíu bestu bókasöfnum í Bretlandi fyrir framúrskarandi þjónustu og aðstöðu. Heildarfjöldi nem­ enda var 24.000 á sjö fræðasviðum ﴾Goodall og Pattern, 2011, bls. 159﴿. Í greininni eru fyrstu niðurstöðurnar kynntar en engin marktektarpróf voru framkvæmd. Helstu niðurstöður eru þó forvitnilegar sér í lagi þar sem notkunin var ekki mæld eftir spurningalistum heldur var raunveruleg notkun skoðuð með keyrslum í útlánakerfinu og notkunin á rafræna efninu var mæld með innskrán­ ingu á gagnasöfnin. Auk þess voru bókasafnsheimsóknir hvers nemanda taldar. Aðgangi að gagnasöfnum á há­ skólasvæðinu var breytt í innskráningu ﴾í stað IP að­ gangs﴿ til að mæla alla notkun, jafnt heima sem og í háskólanum. Einkunnir nemenda voru fengnar frá nem­ endaskrá og bókasafnsheimsóknir voru taldar við inn­ gang bókasafnsins þar sem nemendur þurftu að skanna nemendaskírteini sín til að fá inngöngu. Helstu niður­ stöður voru þær að nemendur með 1. einkunn fengu mest lánað og notuðu rafræn gögn meira en nemendur með 2. og 3. einkunn. Nemendur með 3. einkunn fengu minnst lánað og notuðu einnig raf­ræn gögn minnst. Engin tengsl voru milli bókasafnsheimsókna og ein­ kunna ﴾Goodall og Pattern, 2011, bls. 166–7﴿. Í framhaldi af þessari rannsókn hlaut Háskólinn í Huddersfield sex mánaða rannsóknarstyrk til að gera víðtækari rannsókn með þátttöku fleiri háskólabóka­ safna. Rannsóknin var framkvæmd 2009–2010 og hlaut nafnið The Library Link Impact Data Project. Tilgáta rannsóknarinnar var sú að marktækt samband væri á milli bókasafnsnotkunar og frammistöðu nemanda. Raf­ ræn notkun, útlánatölfræði og bókasafnsheimsóknir voru mældar og bornar saman við lokaeinkunnir ﴾1., 2., og 3. einkunn﴿ 33.074 nemenda í grunnnámi í átta háskólum í Bretlandi. Helstu niðurstöður voru þær að marktækt samband er á milli útlána og lokaeinkunna annars vegar og rafrænnar notkunar og lokaeinkunna nemanda hins vegar. Aftur á móti reyndust ekki vera tengsl á milli


Bókasafnið 38. árg. 2014 bókasafnsheimsókna og einkunna ﴾Stone og Ramsden, 2013, bls. 546; 554﴿. Þessi rannsókn styður fyrri niðurstöðu rannsóknar­ innar í Huddersfield og hér voru marktektarpróf fram­ kvæmd. Þó skal þess getið að þrátt fyrir að sýna marktækan mun á einkunnum nemenda eftir bókasafns­ notkun ﴾það er útlánum og rafrænni notkun﴿ er ekki hægt að fullyrða um orsakasamband og einnig er rétt að taka fram að þrátt fyrir marktækan mun á bókasafns­ notkun er munurinn ekki mikill.

Rannsókn í bókasafni Menntavísindasviðs Hvernig skyldi þessu vera háttað á Menntavísinda­ sviði? Eins og fram hefur komið er ekki hægt að mæla rafræna notkun nemenda á séráskriftum HÍ og Landsað­ gangs og bókasafnsheimsóknir nemanda er einnig erfitt að mæla. En unnt er að kanna fjölda útlána og hvort tengsl séu á milli fjölda útlána og einkunna. Þær rannsóknarspurningar sem leitast er við að svara í þessari rannsókn eru: 1. Hversu hátt hlutfall nemenda fékk enga bók að láni skólaárið 2012–13? 2. Er munur á útlánum eftir deildum ﴾Kennara­ deild, Uppeldis­ og menntunarfræðideild og Íþrótta­, tómstunda­ og þroskaþjálfadeild﴿? 3. Er munur á útlánum eftir námsstigi ﴾grunnnám, framhaldsnám﴿? 4. Eru tengsl á milli fjölda útlána og lokaeinkunna?

Aðferð Tölfræðileg úrvinnsla fór fram í Excel og tölfræðifor­ ritinu SPSS. Lýsandi tölfræði var reiknuð fyrir allar breyt­ ur og fylgni skoðuð. Marktektarprófið Spearman‘s rho var notað til að kanna hvort marktæk fylgni væri milli út­ lána og einkunna þar sem dreifing útlána var skekkt og breytan útlán er raðkvarði. Miðað var við tvíhlíða próf og 95% öryggismörk.

Þátttakendur Til að svara spurningum 1–3 eru þátttakendur allir nemendur Menntavísindasviðs, ﴾fyrir utan doktorsnema﴿, skólaárið 2012–2013 samtals 2.171. Til að svara spurningu 4, „Eru tengsl milli fjölda út­ lána og einkunna?“, voru þátttakendur allir grunnnemar sem útskrifuðust í júní 2013 samtals 224, undanskildir voru 38 nemar í diplómanámi.

Framkvæmd Eftir að tilskilin heimild var fengin frá Persónuvernd var útlánatölfræði fyrir skólaárið keyrð í bókasafnskerfinu Aleph fyrir hvern og einn nemanda ásamt upplýsingum um deild ﴾Kennaradeild, Íþrótta­ tómstunda­ og þroska­ þjálfadeild og Uppeldis­ og menntunarfræðideild﴿ og hvort viðkomandi var í grunnnámi, diplómanámi eða meistaranámi. Upplýsingarnar voru afritaðar yfir í Excel þar sem lýsandi tölfræði var skoðuð. Meðaleinkunn grunnnema við brautskráningu í júní 2013 var fengin hjá nemendaskrá ﴾til að svara spurningu 4﴿ og var breytunni einkunn bætt við í Excel hjá út­ skriftarnemum sem voru síðan merktir hlaupandi númer­ um frá einum áður en gögnin voru færð yfir í SPSS þar sem unnið var með þær. Deildirnar eru misstórar og er því best að skoða út­ lánin í prósentum til að bera þau saman. Ákveðið var að flokka útlánin í átta flokka, ﴾0 útlán, 1–5 útlán, 5–10 útlán, 10–15 útlán, 15–20 útlán, 20–25 útlán, 25–30 útlán, 30–35 útlán og 35+ útlán﴿, eins og gert var í Huddersfield rann­ sókninni að undanskildum endurýjunum.

Niðurstöður Heildarútlán þessara nema skólaárið 2012–2013 voru samtals 11.544. Af 2.171 nemanda voru 1.066 nemar ﴾48%﴿ ekki með nein útlán á árinu. Fjöldi útlána var mjög mismunandi en sá nemandi sem hafði flest útlánin var í framhaldsnámi í Uppeldis­ og menntunarfræði og fékk að láni alls 108 bækur á árinu. Grunnnemar í Uppeldis­ og menntunarfræði höfðu fengið að láni átta bækur að meðaltali á árinu sem var hæsta meðaltalið. Grunnnem­ ar í Kennaradeild höfðu hins vegar fengið að meðaltali fimm bækur að láni á árinu en voru með hæsta miðgildið 10, það er helmingur nemanna hafði fengið fleiri bækur en 10 að láni á árinu. Framhaldsnemar í Íþrótta­ tóm­ stunda­ og þroskaþjálfadeild voru með lægsta meðaltal­ ið, eða eina bók á árinu. Þegar skiptingin eftir deildum er skoðuð ﴾sjá mynd 1﴿ er ljóst að 25% nema í grunnnámi í Uppeldis­ og menntunarfræði höfðu aldrei fengið bók að láni, en í öðrum deildum er hlutfallið mun hærra eða rúmlega 40%. Af þeim sem voru með 10 útlán eða fleiri á árinu höfðu nemar í grunnnámi í Íþrótta­ tómstunda­ og þroskaþjálfafræði fengið minnst lánað. Í framhaldsnámi hækkar hlutfall þeirra sem fengu ekkert lánað og fer upp í 74% hjá Íþrótta­ tómstunda­ og þroskaþjálfafræði, en er rúm 50% hjá Uppeldis­ og menntunarfræðideild og Kennaradeild ﴾sjá mynd 2﴿. Út­ lánin eru annars frekar svipuð milli deilda, en það sem er mest sláandi er hversu hátt hlutfall meistaranema fékk

35


Bókasafnið 38. árg. 2014 aldrei lánaða bók á síðasta skólaári. Á mynd 3 má sjá að grunnnemar fá töluvert meira lánað en framhaldsnemar, en um 57% framhaldsnema höfðu ekkert fengið að láni á ár­ inu á móti tæplega 40% grunnnema. Í upprunalegu Huddersfield rannsókninni voru útlán grunnnema í viðskiptafræði ﴾samtals 4.416﴿ sérstaklega birt og er fróðlegt að bera saman töl­ fræði þeirra við útlán grunnema Menntavísinda­ sviðs ﴾samtals 1.220﴿. Rétt er að taka allan samanburð með fyrirvara þar sem rannsóknirnar eru ólíkar. Samkvæmt töflu 1 er fjöldi útlána mjög svipaður. Munurinn er þó mestur í fyrstu tveimur flokkunum þar sem 39% nema á Menntavísinda­ sviði höfðu ekkert fengið að láni á árinu á móti 47% nema í Huddersfield, og 24% nema á Menntavísindasviði voru með eitt til fimm útlán á árinu á móti 14% nema í Huddersfield. Hudders­ field rannsóknin útilokaði nema í hlutanámi, fjar­ námi, í styttri námskeiðum og fámennum námskeiðum ﴾Goodall og Pattern, 2011, bls. 164﴿. En eru tengsl milli fjölda útlána og einkunna á Menntavísindasviði og er sá munur marktækur eins og í The Library Impact Data Project? ﴾Stone og Ramsden, 2013, bls. 546; 554﴿. Til að kanna hvort svo sé var miðað við útlán útskriftarnema sem brautskráðust í júní 2013. Á Kennarabraut eru margir í diplómanámi ﴾bæði á grunnstigi og í framhaldsnámi﴿. Þessir einstaklingar fá yfirleitt minna lánað en aðrir nemar og þau skila ekki lokaverkefni. Af þeim sökum voru nemar í diplómanámi ﴾samtals 38﴿ fjarlægðir úr úrtakinu til að fá marktækari niðurstöður og raunhæfari sam­ anburð milli deilda. Töluverður munur reyndist vera á útlánum útskriftarnema eftir námsstigi. Grunnnemar fengu að meðaltali meira að láni en meistaranemar og 40% meistaranema voru ekki með nein útlán á árinu á móti 20% grunnnema. Því var ákveðið að þrengja úrtakið enn frekar og skoða eingöngu útskriftarnema í grunnnámi, samtals 224 ﴾sjá mynd 4﴿. Þá er einnig raunhæf­ ara að bera saman niðurstöðurnar við The Library Impact Data Poject sem tekur einungis til út­ skriftarnema í grunnnámi. Eins og áður er miðað við útlán skólaárið 2012–2013. Ljóst er að útlán útskriftarnema í grunnnámi eru tölu­ vert hærri en útlán grunnnemanna allra ef við berum saman mynd 3 og 4. Enda er það ekki ósennilegt að vinna við lokaverkefni auki útlán, en langflestir nemar ljúka verkefni sínu á lokaárinu. Að meðaltali fengu út­ skriftarnemar 13 bækur að láni yfir árið en sá nemandi

36

Mynd 1 – Útlán grunnnema eftir deild

Mynd 2 – Útlán framhaldsnema eftir deild

Mynd 3 – Útlán eftir námsstigi

sem var með flest útlán fékk 97 bækur að láni. Helming­ ur nemanna fékk fleiri en sjö bækur að láni yfir árið. Ef skoðuð er fyrst meðaleinkunn við útskrift í hverju útlánaþrepi í töflu 2 er ljóst að meðaleinkunn við útskrift hækkar eftir því sem útlánum fjölgar. Þó er hækkunin mjög lítil og meðaleinkunn í öllum flokkunum er 1. stigs einkunn ﴾7,25– 8,99﴿.


Bókasafnið 38. árg. 2014 Skyldi þessi munur vera marktækur? Spearman‘s rho prófið var marktækt og reyndist vera jákvæð fylgni milli útlána og einkunna

rs = .19, p<.001 ﴾N=224﴿. Og má því

segja að eftir því sem útlánaþrepið er hærra hjá nemanda þeim mun líklegri er hann til þess að hafa háa meðaltalsein­ kunn við útskrift. Þó er rétt að benda á að þrátt fyrir marktæka fylgni er ekki hægt staðhæfa um orsakasamband. Einnig er rétt að hafa í huga að fylgnistuðullinn var .19 sem telst lág fylgni þar sem fylgni­ Tafla 1 – Útlán grunnnema MVS 2012–13 og grunnnema í Huddersfield 2008–09 stuðlar undir .20 lýsa veiku sambandi ﴾Einar Guðmundsson og Árni Kristjánsson, 2005, bls. lands, sem er samhljóma niðurstöðum erlendra rannsókna. Þrátt fyrir lágan fylgnistuðul eru niðurstöð­ 312﴿. Þessi niðurstaða er samhljóma niðurstöðu The urnar áhugaverðar og þrátt fyrir litla dreifingu einkunna Library Impact Data Project. En eins og fram hefur kom­ er ekki hægt að horfa framhjá því að meðaltalseinkunn ið mældist marktæk fylgni milli útlána og lokaeinkunna hækkar eftir því sem útlánum fjölgar. Það kom á óvart hversu mikill munur er á útlánum þar sem nemar með 1. einkunn höfðu fengið marktækt meira að láni en nemar með 3. einkunn ﴾Stone og grunnnema og meistaranema og hversu fá útlánin voru hjá meistaranemum. Hugsanleg skýring gæti verið sú að Ramdsen, 2013, bls. 553–4﴿. Fylgni milli deilda var skoðuð og var frekar svipuð. meistaranemar noti rafræn gögn í meira mæli en Hæsta fylgnin var hjá Íþrótta­, tómstunda­ og þroska­ prentuð. Útlán nema í Íþrótta­ tómstunda­ og þroska­ þjálfadeild ﴾N=83﴿ eða rs=.25, p<.05. Kennaradeildin var ekki langt undan með rs= .20, p<.05 ﴾N=119﴿. Meðaleinkunn Fylgnin hjá báðum deildunum var aðeins hærri en sam­ við útskrift anlögð fylgnin og nær upp fyrir mörkin um lága fylgni. Hjá Uppeldis­ og menntunarfræðideild reyndist prófið Útlán nemenda Meðaltal N Staðalfrávik vera ómarktækt líklega vegna þess að sá hópur var 45 7,876 ,471 5 minnstur ﴾N=22﴿ rs= .11, p>.05. En til að greina meðal­ 0 útlán fylgni ﴾r=.3﴿ þarf 85 þátttakendur eða fleiri ﴾Field, 2009, 7,855 42 ,5379 1 -5 útlán bls. 58﴿.

Umræður

5-1 0 útlán

7,995

37

,4672

Marktæk jákvæð tengsl eru milli útlána og lokaein­ kunna grunnnema á Menntavísindasviði Háskóla Ís­

1 0-1 5 útlán

7,961

28

,5540

1 5-20 útlán

8,042

26

,61 98

20-25 útlán

8,067

15

,411 7

25-30 útlán

8,050

4

,251 7

30-35 útlán

8,083

6

,541 9

35+ útlán

8,1 38

21

,551 8

Samtals

7,967

224

,51 64

Tafla 2 – Meðaleinkunn við útskrift í hverjum útlánaflokki Mynd 4 – Útlán útskriftarnema í grunnnámi

37


Bókasafnið 38. árg. 2014 þjálfadeild voru fæst í þessari rannsókn, en í þeirri deild mældist hæsta fylgnin milli útlána og einkunna grunnnema. Fróðlegt væri að kanna hvort þau noti frekar rafræn gögn en aðrar deildir. Einnig er spurning hvort bókasafnið geti bætt þjónustuna og/eða safnkostinn á þeirra efnissviði og fjölgað útlánum þeirra? Ein rannsókn kallar á fleiri og áhugavert væri að rannsaka notkun á gögnum í Landsaðgangi og rafræn­ um séráskriftum Háskóla Íslands og bera saman við út­ lánatölur og kanna tengsl notkunarinnar við námsgengi. Ef þróa á þjónustu á háskólabókasafni og auka faglega heimildanotkun nemenda er nauðsynlegt að rannsaka upplýsingahegðun, notkun og viðhorf. Margar góðar eigindlegar rannsóknir hafa verið gerðar sem lokaverk­ efni í Bókasafns­ og upplýsingafræði, en ég sakna þess að sjá ekki fleiri megindlegar rannsóknir bæði úr náminu og innan starfsstéttarinnar. Ég tel að það sé mikilvægt fyrir framþróun bókasafna í landinu að fjölga megindleg­ um rannsóknum í faggreininni til að öðlast heildarsýn og kortleggja stöðuna á hverjum tíma og er þessi könnun vonandi innlegg í þá átt.

Þakkir: Ég vil þakka vinnuveitanda mínum fyrir að veita mér svigrúm í starfi til að framkvæma þessa rannsókn sem vonandi gagnast bókasafni Menntavísindasviðs til að gera góða þjónustu enn betri. Einnig vil ég nota tækifær­ ið og þakka samstarfskonu minni Þórhildi S. Sigurð­ ardóttur kærlega fyrir yfirlesturinn.

Abstract: University library material usage and its correlation to academic performance This quantative study focuses on the circulation statistics of students enrolled in the University of Ice­ land’s School of Education during the academic year 2012­2013. It records the average number of books borrowed by students as well as the number of students who borrowed no books at all, determining whether factors such as the faculty in which students were en­ rolled and/or the stage at which they were studying ﴾i.e. undergraduate or graduate level﴿ have a significant bearing on either figure. In addition, it examines whether there is a correlation between the number of loans made by students and their final GPA ﴾grade point average﴿. The findings were as follows. Of a total of 2,171 stud­ ents 1,066 ﴾48%﴿ borrowed no books at all during the said period. Moreover, a proportionately larger number of undergraduate than graduate students had borrowed

38

books ﴾61% as against 43%﴿, and students in the Faculty of Sport, Leisure Studies and Social Education borrowed the fewest number of books. Spearman’s rho was used to determine whether there was a correlation between the number of books borrowed by students and their final GPA and discovered that there was indeed a positive correlation, i.e. that the more loans a student made the more likely he/she was to have a high GPA. These findings are comparable to similar studies carried out abroad.

Heimildir Birgir Björnsson. ﴾mars, 2013﴿. Notkun á gagna­ og tímaritasöfnum í Landsaðgangi 2012. hvar.is. Sótt af http://hvar.is/index.php?page=notkun Bridges, L. M. ﴾2008﴿. Who is not using the library? A comparison of undergraduate academic disciplines and library use. Portal: Libraries and the Academy, 8﴾2﴿, 187– 196. Sótt af http://search.proquest.com/docview/216175681?accountid=288 22 Cox, B. and Jantti, M. ﴾2012﴿. Discovering the impact of library use and student performance. Educause Review: Online. Sótt af http://www.educause.edu/ero/article/discovering­impact­library­ use­and­student­performance#comments Davidson , K. S., Rollins, S. H. og Cherry, E. ﴾2013﴿. Demonstrating our value: Tying use of electronic resources to academic success. The Serials Librarian: From the Printed Page to the Digital Age, 65﴾1﴿, 74­79. doi:10.1080/0361526X.2013.800630 Dilevko, J., og Gottlieb, L. ﴾2002﴿. Print sources in an electronic age: A vital part of the research process for undergraduate students. Journal ofAcademic Librarianship, 28﴾6﴿, 381­392. doi:10.1016/S0099­1333﴾02﴿00341­5 Einar Guðmundsson og Árni Kristjánsson. ﴾2005﴿. Gagnavinnsla í SPSS. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Field, A. ﴾2009﴿. Discovering statistics using SPSS: (And sex and drugs and rock ‘n’ roll) ﴾3. útgáfa﴿. London: Sage. Gerke, J. og Maness, J. M. ﴾2010﴿. The physical and the virtual: The relationship between library as place and electronic collections. College & Research Libraries 71 ﴾1﴿, bls. 20– 31. Sótt af http://crl.acrl.org/content/71/1/20.full.pdf+html Goodall, D. og Pattern, D. ﴾2011﴿. Academic library non/low use and undergraduate student achievement. Library Management, 32﴾3﴿, 159–170. doi:10.1108/01435121111112871 Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir ﴾ritstjóri﴿. [2013]. Ársskýrsla 2012. [Reykjavík]: Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Sótt af http://landsbokasafn.is/uploads/arsskyrslur/Arsskyrsla2012.pdf Kayongo, J. og Helm, C. ﴾2010﴿. Graduate students and the library: A survey of research practices and library use at the University of Notre Dame. Reference & User Services Quarterly, 49﴾4﴿, 341–349. Sótt af http://search.ebscohost.com/login.aspx?direct=true&db=aph&A N=51203279&site=ehost­live Liu, Z. ﴾2006﴿. Print vs. electronic resources: A study of user perceptions, preferences, and use. Information Processing & Management, 42﴾2﴿, bls. 583–592. doi:10.1016/j.ipm.2004.12.002 Matthews, J. R. ﴾2012﴿. Assessing library contributions to university outcomes: The need for individual student level data. Library Management, 33﴾6﴿, 389– 402. doi: 10.1108/01435121211266203 Stone, G. og Ramsden, B. ﴾2013﴿. Library impact data project: Looking for the link between library usage and student attainment. College and Research Libraries, 74﴾6﴿, 546–559. Sótt af http://crl.acrl.org/content/74/6/546.full.pdf+html Wong, S. H. R. og Webb, T.D. ﴾2011﴿. Uncovering meaningful correlation between student academic performance and library material usage. College & Research Libraries, 72﴾4﴿, bls. 361­ 370. Sótt af http://crl.acrl.org/content/72/4/361.full.pdf+html


Ritrýnd grein

Umboð skjalastjóra og stuðningur stjórnenda við innleiðingu á rafrænu skjalastjórnunarkerfi, RSSK Magnea Davíðsdóttir og Jóhanna Gunnlaugsdóttir Magnea Davíðsdóttir hefur lokið BA prófi í bókasafns­ og upplýsingafræði og MA í bókasafns­ og upplýsingafræði með áherslu á rafræn samskipti hjá skipulagsheildum. Hún starfar sem skjalastjóri hjá Skiptum hf. og áður sem skjalastjóri hjá VR frá 2005­2013. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, MSc﴾Econ﴿, PhD, er prófessor í Upplýsingafræði við Háskóla Íslands.

Útdráttur Þessi grein fjallar um tvo þætti; umboð skjalastjóra til athafna í innleiðingaferli og stuðning stjórnenda við innleiðingu á rafrænu skjalastjórnunarkerfi. Rannsóknin byggir á blandaðri aðferðafræði, eigindlegum og megin­ dlegum rannsóknaraðferðum. Tekin voru hálfopin viðtöl við átta skjalastjóra sem höfðu tekið þátt í innleiðingu á rafrænu skjalastjórnunarkerfi og sendur var út spurn­ ingalisti til félagsmanna í Félagi um skjalastjórn. Gögn­ um var safnað frá október 2010 til mars 2012. Rannsóknarspurningarnar beindust að eftirfarandi: Hvort umboð skjalastjóra til athafna nauðsynlegt í inn­ leiðingarferlinu og hversu mikilvægur stuðningur stjórn­ enda við innleiðingu rafræns skjalastjórnunarkerfis hefði verið. Helstu niðurstöður eru þær að kenningar og líkön breytingastjórnunar styðja vel við innleiðingarferli á raf­ rænu skjalastjórnunarkerfi. Í upphafi innleiðingarferlis þarf að skilgreina hlutverk skjalastjóra og gera hann ábyrgan fyrir öllum þáttum skjalastjórnunar, eins og hönnun, innleiðingu og viðhaldi skjalakerfa innan skipu­ lagsheildar. Gera þarf starfsfólki grein fyrir þörfinni og megintilgangi innleiðingarinnar, ástæðu fyrir breyting­ unum og megintilgangi með innleiðingunni. Skjalastjór­ um ber að veita fullt umboð til athafna og skilgreina þarf til hlítar verksvið þeirra. Jafnframt er brýnt að upplýsa starfsfólk um umboðið.

Inngangur Rafræn skjalastjórnunarkerfi ﴾RSSK – Electronic Records Management Systems, ERMS﴿ eru notuð til

þess að stýra skjalahaldi, fanga skjöl og varðveita skjöl allan líftíma þeirra. Notkun slíkra kerfa kallar á umtals­ verðar breytingar á vinnubrögðum starfsfólks til þess að notkun þeirra skili tilætluðum árangri. Með skilvirkri inn­ leiðingu á starfsfólk, sem býr yfir lágmarkstölvukunnáttu, að geta notað kerfin á réttan hátt og aðlagast auðveld­ lega þeim nýju vinnubrögðum sem hljótast af því að taka þau í notkun. Rannsókn var framkvæmd á hlutverki skjalastjóra í breytingarferli við innleiðingu á RSSK í íslenskum skipu­ lagsheildum1. Gögnum var safnað á tímabilinu október 2010 til mars 2013. Við gagnasöfnun voru annars vegar tekin viðtöl við skjalastjóra í átta skipulagsheildum og hins vegar var spurningakönnun send á póstlista Félags um skjalastjórn ﴾skjalastjorn@listar.ismennt.is﴿. Gagnasöfnunin skilaði umfangsmiklum niðurstöðum ﴾Magnea Davíðsdóttir, 2013﴿ en tilgangur þessarar tímaritsgreinar er að kynna niðurstöður tveggja þátta rannsóknarinnar þar sem leitast var við að finna út ﴾1﴿ hvernig umboð skjalastjóra til athafna við innleiðingu á RSSK hefði reynst vera og ﴾2﴿ hvernig stuðningi stjórn­ enda við innleiðingu á RSSK hefði verið háttað. Einnig verða skoðanir skjalastjóra á þessum mikilvægu þáttum ræddar. Helstu niðurstöður voru þær að skjalastjórarnir voru sammála um að þeir þyrftu fullt umboð til athafna á inn­ leiðingartímanum svo og góðan stuðning stjórnenda ætti verkefnið að heppnast. Enn fremur kemur fram að tals­ verður hluti skjalastjóra hafði ekki slíkt umboð og þar sem umboð til athafna var skýrt og stuðningur stjórn­

1 Skipulagsheild (organization), orðið er hér notað sem samheiti yfir fyrirtæki, stofnanir, félög, sambönd og félagasamtök.


Bókasafnið 38. árg. 2014 enda til staðar gekk innleiðingin umtalsvert betur. Í upphafi greinarinnar verður fjallað um fræðilegan bakgrunn rannsóknarinnar og því næst gerð grein fyrir aðferðafræði hennar. Niðurstöður verða raktar í tveimur aðgreindum köflum og loks birtar umræður og saman­ tekt um rannsóknina.

Fræðilegur bakgrunnur Rafræn skjalastjórnunarkerfi ﴾RSSK﴿ eru hönnuð með það fyrir augum að fanga og stjórna skjölum í hvaða formi sem er í samræmi við skjalastefnu skipu­ lagsheildar. Þeim er ætlað að stjórna skjölum frá þeim tíma sem þau verða til eða berast og síðan ráðstöfun þeirra allt til enda líftíma skjalanna þegar þeim er eytt eða þeim komið í varanlega varðveislu ﴾Jóhanna Gunn­ laugsdóttir, 2008﴿. Í ÍST/ISO 15489:2001 ﴾Staðlaráð, 2005a; 2005b﴿ um upplýsingar, skjalfestingu og skjalastjórnun kemur fram að skilgreina þurfi ábyrgðarsvið og hver það er sem fari með boðvaldið við innleiðingu á RSSK. Talið er að þetta sé ein af grunnforsendum innleiðingar skjala­ stjórnunar innan skipulagsheilda. Mikilvægt er að öllu starfsfólki sé gert þetta ljóst ásamt því hver beri ábyrgð á innleiðingunni og hver hafi vald til þess að taka ákvarðanir um myndun og föngun skjala. Staðallinn mælist til þess að ábyrgðin sé allra, þar á meðal skjala­ stjóra, sérfræðinga í meðferð upplýsinga, framkvæmda­ stjóra, stjórnenda rekstrareininga, kerfisstjóra og annarra sem mynda skjöl innan skipulagsheildarinnar. Einnig eiga framkvæmdastjórar að bera ábyrgð og styðja við framkvæmd skjalastefnu. Kerfisstjórar eiga að tryggja að öll skjalfesting sé nákvæm, aðgengileg og auðlesin þegar á þarf að halda og gera á þær kröfur til starfsfólks að skjöl, sem verða til í störfum þess, séu ná­ kvæm og heil ﴾Staðlaráð Íslands, 2005a; 2005b﴿. Til þess að stuðla að árangursríkri notkun starfs­ fólks á upplýsingakerfum s.s. RSSK, er nauðsynlegt að það sé haft með í ráðum um hvernig taka skuli kerfið í notkun og koma á breytingum þeim sem þess háttar kerfi hafa óneitanlega í för með sér. Þetta á ekki síst við um þá aðila sem eiga að leiða breytingarferlið ﴾Heyes, 2002; Kotter, 1996, 2002; Smyth, 2005﴿. Þetta stuðlar að því að áhugi starfsfólks eykst og notkun kerfisins verður skilvirkara. Þá skiptir máli að vel sé staðið að fræðslumálum bæði hvað varðar tilgang þess að taka RSSK í notkun og þjálfun við að vinna við kerfin sjálf ﴾Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2007﴿. Notkun nýrra kerfa breyta gjarnan vinnubrögðum starfsfólks en markmið umbreytingar ætti að felast í að bæta ferla og auka gæði og árangur ﴾Daft, 2001; Pal­

40

mer, Dunford og Aikin, 2009﴿. Nauðsynlegt er að skjala­ stjórar taki þátt í þarfagreiningu fyrir RSSK, vali á kerfi og þróun og aðlögun kerfisins á innleiðingartíma ﴾Goldschmidt, Joseph, og Debowski, 2012; Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2006﴿. Því víðtækara umboð sem leið­ andi lykilstarfsmenn hafa eins og skjalastjórar og milli­ stjórnendur hafa varðandi þarfagreiningu og kröfulýsingu fyrir kerfið, val á kerfinu sjálfu svo og þróun og aðlögun kerfisins á innleiðingartíma, þeim mun líklegra er að innleiðing kerfisins takist vel og það verði notað á réttan og skilvirkan hátt. Máli skiptir að gefa starfsfólki, sem vinnur að verkefnum sem breytingarnar ná til, fullt umboð og beina þátttöku í breytingarferlinu ﴾Kotter og Cohen, 2002﴿. Rannsóknir hafa sýnt að starfsfólk tölvudeilda hefur oft afgerandi áhrif á val RSSK og því ætlað að hafa samskipti við notendur varðandi aðlögun kerfisins þó svo að það hafi vart tíma til þess að sinna innleið­ ingarmálum vegna anna. Í þeim tilvikum liggur ákvörð­ unarvald og umboð ekki hjá skjalastjórum þótt þeir hafi verið spurðir ráða og tekið þátt í kröfulýsingu og vali á kerfinu. Hins vegar hafa fagmenntaðir skjalastjórar jafn­ an mikla þekkingu og stjórnendur ættu að treysta þeim til þess að stýra innleiðingarferlinu ﴾Jóhanna Gunn­ laugsdóttir, 2006﴿. Eigi innleiðing RSSK að takast er mikilvægt að stjórnendur sýni kerfunum, sem og nýjum vinnubrögð­ um, áhuga og noti þau sjálfir á réttan hátt, undantekn­ ingarlaust. Brýnt er að skjalastjóri fái fullt umboð til athafna þegar kemur að innleiðingu á RSSK, hann sé hafður með í ráðum varðandi val á kerfi og gerður ábyrgur fyrir innleiðingunni með fullum stuðningi æðstu stjórnenda ﴾Gregory, 2005; Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2005; 2007; Maguire, 2005﴿. Þá er nauðsynlegt að hafa í huga að millistjórnendur, sem oft gegna lykilhlutverki í breytingum ﴾Sigríður Ásta Ásbjarnardóttir, 2009﴿, þurfa einnig að standa við bakið á innleiðingu RSSK með því að umbuna, hvetja og vera góðar fyrirmyndir við notkun kerfisins. Æðstu stjórnendur þurfa að sýna það í verki að þeir séu góð fyrirmynd undirmanna og stuðla þannig að vel heppnaðri innleiðingu kerfanna ﴾Enns, Huff og Higgins, 2003﴿. Skortur á stuðningi stjórnenda er ein aðalorsök þess að innleiðing upplýsingakerfa mistekst. Mikilvægt er því að tryggja stuðning æðstu stjórnenda og því fyrr sem það er gert þeim mun betra. Margar eldri rann­ sóknir staðfesta nauðsyn þess að æðstu stjórnendur styðji við innleiðingu á upplýsingakerfum og upplýsinga­ tækniverkefnum ﴾Armstrong og Sambamurthy, 1999; Brittain, 1992; Fjermestad og Hiltz, 2000/­2001; Laudon og Laudon, 2002; Orlikowski, 1992﴿.


Bókasafnið 38. árg. 2014 Við innleiðingu RSSK er mikilvægt að styðjast við aðferðafræði breytingarstjórnunar allt frá upphafi breytingarferilsins og til enda hans eða þar til tekist hef­ ur að festa breytingarnar í sessi ﴾Bridges, 2003; Hiatt, 2006; Kotter, 2002﴿. Staðreyndin er sú að alltof oft er lit­ ið á innleiðingu upplýsingatækniverkefna einungis sem tæknileg viðfangsefni ﴾Brittain, 1992; Laudon og Laudon, 2002﴿. Það er ástæða þess að svo mörg upp­ lýsingatækniverkefni mistakast með tilliti til þarfa not­ enda og skipulagsheilda. Einungis um 16% slíkra verkefna telja aðstandendur þeirra að heppnist fullkom­ lega samkvæmt könnunum Oxford University og British Computer Society ﴾Craig, 2005﴿. Rannsóknir sýna að lít­ ill stuðningur stjórnenda getur leitt til þess að innleiðing­ in mistekst. Stjórnendur þurfa sjálfir að nota rafræna skjalastjórnarkerfið, hvetja starfsfólk til þess að nota það og fylgjast með því að það sé notað á réttan hátt ﴾sjá til dæmis Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2005﴿.

Aðferðafræði Undirbúningur rannsóknar á hlutverki skjalastjóra í breytingarferli við innleiðingu á rafrænu skjalastjórnun­ arkerfi ﴾RSSK﴿ hófst haustið 2010. Við framkvæmd hennar var stuðst við blandaða aðferðafræði ﴾mixed research methodology﴿. Gögnum var annars vegar aflað með eigindlegri aðferðafræði ﴾qualitative methodology﴿, nánar tiltekið viðtalsaðferð ﴾interview method﴿, og hins vegar megindlegri aðferðafræði ﴾quantitative meth­ odology﴿ með því að senda spurningakönnun á póstlista Félags um skjalastjórn. Blönduð aðferðafræði sameinar kosti beggja aðferða og með þess háttar nálgun fást upplýsingar sem erfitt er að afla með því að nota einungis aðra þeirra ﴾Creswell og Plano Clark, 2007; Zikmund, Babin, Carr og Griffin, 2013, 2010﴿. Eigindlega rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar í október 2010 ﴾tilkynning nr. S4958/2010﴿ og megindlegi hlutinn í febrúar 2013 ﴾tilkynning nr. S6189/2013﴿. Meginmarkmið eigindlega hluta rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hlutverk skjalastjóra í breytingarferli við innleiðingu RSSK og markmið megindlega hluta hennar var að styðja við eigindlega hlutann og fá fram ítarlegri upplýsingar um þá þætti sem fram komu í viðtöl­ unum. Nokkrar rannsóknarspurningar voru settar fram til þess að ná markmiðinu og snérust tvær þeirra um: ﴾1﴿ Álit skjalastjóra varðandi umboð þeirra til athafna við innleiðingu á RSSK og hvernig um­ boð þeirra hefði reynst vera á innleiðingartíma. ﴾2﴿ Álit skjalastjóra varðandi stuðning stjórnenda við innleiðingu á RSSK og hvernig stuðningi þeirra hefði verið háttað í innleiðingarferlinu.

Hér verður einungis fjallað um þessar tvær rann­ sóknarspurningar og þeim svarað í niðurstöðuköflum greinarinnar. Bæði eigindleg og megindleg gögn rann­ sóknarinnar, sem þessa þætti varðar, verða tekin til um­ fjöllunar. Hvað varðar eigindlega hluta rannsóknarinnar voru viðtöl tekin við átta skjalastjóra sem höfðu tekið þátt í innleiðingu RSSK og notast var við markmiðsúrtak ﴾purposive sample﴿ ﴾Þórólfur Þórlindsson og Þorlákur Karlsson, 2003﴿. Þrír viðmælenda störfuðu hjá opinber­ um stofnunum, þrír hjá einkafyrirtækjum, einn hjá sveit­ arfélagi og einn hjá félagasamtökum. Viðtölin voru hljóðrituð og síðan afrituð með athugasemdum og hugleiðingum í lok hvers viðtals. Með því móti voru við­ tölin færð yfir í ritaðan texta ﴾transcripts﴿. Textinn var lesinn ítrekað yfir til þess að öðlast heildarmynd af reynslu viðmælenda. Þá hófst formleg textagreining og stuðst var við túlkunarfræði ﴾hermeneutics﴿ ﴾Sigríður Halldórsdóttir, 2003﴿. Við gagnagreiningu var enn frem­ ur notast við aðferð grundaðrar kenningar ﴾grounded theory﴿ þar sem aðleiðsla og sönnunarfærsla var notuð til þess að þróa kenningu á grundvelli rannsóknargagn­ anna ﴾Hennink, Hutter og Bailey, 2011, Schwandt, 1997﴿. Megindlegi hlutinn byggði á spurningalista með Likert­kvarða ﴾Þorlákur Karlsson, 2003﴿ og var Gallup­ kvarði notaður til þess að meta svörin þar sem fullyrðing sem hefur meðaltalið á bilinu 4,20 – 5,00 lendir á styrkleikabili, 3,70 – 4,19 er starfhæft bil og 1,00 – 3,69 er aðgerðabil ﴾Auður Hermannsdóttir og Sif Cortes, 2012﴿. Lýsandi tölfræði ﴾descriptive statistics﴿ var beitt ﴾Amalía Björnsdóttir, 2003﴿ og leitast við að kanna hvort niður­ stöður spurningakönnunarinnar endurspegluðu niður­ stöður viðtalanna. Spurningalistinn var sendur á póstlista Félags um skjalastjórn ﴾skjalastjorn@listar.is­ mennt.is﴿ og svarhlutfall reyndist 36,1%. Hlutfallið er viðunandi en samkvæmt Baruch og Holtom ﴾2008﴿ er svarhlutfall á bilinu 35% til 40% í akademískum rann­ sóknum ásættanlegt. Við þetta má bæta að mikilvægt er að hafa í huga að ekki er hér um úrtakskönnun ﴾sample survey﴿ að ræða en spurningalistinn var sendur á þýðið, póstlista Félags um skjalastjórn, það er til allra skráðra félaga á póstlistanum þegar rannsóknin fór fram ﴾gener­ al survey﴿.

Umboð skjalastjóra til athafna Allir viðmælendurnir átta, sem tóku þátt í rannsókn­ arinni, voru sammála um að skjalastjórar þyrftu að hafa skýrt umboð til athafna í innleiðingarferli RSSK. Nokkrir þættir voru til staðar sem tengdust umboðsveitingunni

41


Bókasafnið 38. árg. 2014 og skiptu máli varðandi innleiðingarferlið svo sem staða skjalastjóra í skipuriti, aðgangur skjalastjóra að stjórn­ endum, að innleiðingin fengi stuðning frá æðstu stjórn­ endum, að almennt starfsfólk og millistjórnendur gerðu sér grein fyrir því að starf og hlutverk skjalastjóra byggð­ ist á mikilli sérfræðiþekkingu og á bak við starfið lægi oftast mikil menntun og reynsla. Í þremur tilvikum virtist sýnileiki skjalastjóra innan stofnunar hafa verið takmarkaður og stjórnunarleg staða hans innan skipulagsheildarinnar verið óviss eða óskýr. Í einu tilviki hafði skjalastjórinn verið fluttur fjórum sinn­ um til innan stofnunarinnar og þar af leiðandi hafði hann haft fjóra yfirmenn. Og, eins og hann sagði sjálfur: „Staðsetningin á mér innan stofnunar, það var aldrei sátt um það.“ Hann benti á að staðsetning skjalasafnsins innan vinnustaðarins skipti einnig máli ásamt því að skjalastjórinn væri sýnilegur á vinnustaðnum. Allir við­ mælendur voru sammála um mikilvægi þess að gera skjalamálum hátt undir höfði og fram kom í þremur við­ tölum af átta að slíku hefði ekki verið til að dreifa. Að sögn fimm viðmælenda höfðu þeir öðlast þá virðingu meðal samstarfsfólks og stjórnenda sem til þurfti til þess að innleiðingin gæti gengið vel fyrir sig. Grundvöllur þess var að hafa fullt umboð til athafna varðandi innleiðingaferlið. Einnig höfðu þeir þau völd sem þurfti til þess að geta sagt starfsfólki hvernig það ætti að vinna við, umgangast og nota RSSK. Öllum viðmælendum bar saman um að hlutverk skjalastjóra þyrfti að vera skýrt og stuðningur stjórnenda þyrfti að vera af heilum hug; ekki einungis í orði heldur einnig á borði. Þeir voru sammála um að hvatinn til þess að innleiða nýtt vinnulag þyrfi að koma að ofan, það er frá æðstu stjórnendum eða í gegnum lög og reglugerðir. Sjö viðmælenda nefndu það að starfsmenn ættu ekki að hafa neitt annað val en að sýna öguð vinnubrögð, fara eftir verkferlum og þeim lögum og reglugerðum sem skipulagsheildin starfaði eftir. Viðmælendunum átta bar einnig saman um að menntun skjalastjóra skipti máli þegar kom að um­ boðsveitingu þeirra og hvernig almennt starfsfólk horfði til stöðu þeirra innan skipulagsheildarinnar. Viðmælend­ ur nefndu að þeim virtist oft sem menntun þeirra og hlut­ verk væri vanmetið og almennu starfsfólki ekki gert ljóst með nægjanlega skýrum hætti til hvers væri ætlast af skjalastjórum. Einn viðmælenda tók fram að í hans tilviki hefði samstarfsfólk ekki áttað sig á að þarna væri á ferð háskólamenntaður sérfræðingur ráðinn inn til ábyrgðar­ mikilla starfa. Hann sagði: „Já, ég upplifði það í nokkur ár að fólk taldi að ég ætti að vera að ganga frá pappírs­ gögnum niðri í kjallara og alveg fram á síðasta dag.“ Annar viðmælandi tók í sama streng og benti á að sam­

42

starfsfólk hefði ekki gert sér grein fyrir menntun hans og í hverju starf hans væri fólgið. Samstarfsfólk leit svo á að hlutverkið hefði verið að raða skjölum og taka til. Fimm viðmælenda sögðust hafa haft þau völd sem til þyrfti og skýrt umboð til athafna. Þar skipti máli hvar þeir væru staðsettir í skipuritinu og hvaða aðgang þeir hefðu haft að framkvæmdastjórn skipulagsheildarinnar. Þeir álitu það skipta sköpum við innleiðinguna á RSSK að hafa aðgang að framkvæmdastjórafundum þar sem þá væri hægt að koma mikilvægum skilaboðum varð­ andi innleiðinguna milliliðalaust til yfirstjórnar. Þrír viðmælenda töldu sig ekki hafa haft fullt umboð til athafna. Einn viðmælenda benti á að þegar hann var ráðinn til fjármálafyrirtækisins, sem hann vann hjá, hefði hann komið inn sem ráðgjafi. Þá hefði myndast ákveðin togstreita á milli hans og tölvudeildar sem sinnti upplýs­ ingatæknimálum. Ekki hafi verið ljóst hver fór með stjórnina og hvaða leiðir ætti að fara varðandi innleið­ inguna annars vegar og val á kerfi hins vegar. Þetta leiddi því til óskilvirkari innleiðingar á kerfinu. Einn viðmælenda hafði bæði starfað sem ráðgjafi hjá fyrirtækjum við innleiðingu á RSSK og sem skjala­ stjóri. Hann lagði mikla áherslu á ríkt umboð skjalastjóra til athafna og taldi að skjalastjórar í þessu hlutverki ættu að vera leiðtogar og sýna frumkvæði. Í megindlega hluta rannsóknarinnar kom fram að í 63% tilvika hefði farið fram þarfagreining vegna innleið­ ingar á RSSK og aðeins rúmur helmingur þátttakenda, eða 55,1%, höfðu verið þátttakendur í henni. Aftur á móti hafði tæpur helmingur, eða 49,3%, tekið þátt í val­ inu á RSSK. Þá kom einnig fram að 73,3% þátttakenda töldu sig hafa haft umboð æðstu stjórnenda til athafna við innleiðinguna.

Stuðningur stjórnenda við innleiðingu RSSK Þeir skjalastjórar, sem rætt var við, voru sammála um að til þess að innleiðing RSSK gæti orðið skilvirk og árangursrík þyrftu stjórnendur að styðja vel við breytingaferlið og sýna fordæmi og vera góð fyrirmynd. Þegar stjórnendur tileinkuðu sér nýtt vinnulag gengi inn­ leiðingin mun betur fyrir sig. Svo virtist sem stjórnendur áttuðu sig ekki alltaf nægilega vel á því að um ákveðið breytingaferli væri að ræða og innleiðingin kallaði í raun á breytingastjórnun þar sem skjalastjórar gegndu lykil­ hlutverki. Viðmælendur nefndu að ekki væri nóg að sýna fordæmi og stuðning. Stjórnendur yrðu að átta sig á mikilvægi verkefnisins og hafa skilning á því. Í máli viðmælenda kom einnig skýrt fram að millistjórnendur gegndu lykilhlutverki í innleiðingarferlinu og það að


Bókasafnið 38. árg. 2014 virkja þá gæti skipt sköpum hvort innleiðingin heppnað­ ist. Samkvæmt viðtölunum virtist sem stjórnendur hefðu ekki alltaf haft skýr markmið í upphafi varðandi innleið­ ingu RSSK. Ekki virtist hafa verið nægilega ljóst hvað stjórnendur ætluðu sér með breytingunum og hver til­ gangurinn hefði verið með innleiðingunni. Margt benti til þess að væru stjórnendur ekki tilbúnir fyrir breytingar og hvatinn til breytinga kæmi ekki frá æðstu stjórnendum yrði niðurstaðan ekki árangursrík. Allir viðmælendur voru sammála um mikilvægi þess að yfirmenn og milli­ stjórnendur sýndu frumkvæði og væru góðar fyrirmyndir í breyttum starfsháttum svo að undirmenn tækju mark á breytingunum. Tveir viðmælenda bentu á að yfirmenn þeirra, sem tóku ákvörðun um að innleiða RSSK, ynnu ekki eftir nýju verklagi. Einn viðmælenda benti á að reynsla hans hefði verið sú að væri skipulagsheild með stjórnendur, sem væru tilbúnir til þess að tileinka sér breytt vinnulag, gengi innleiðingin mun betur fyrir sig. Hann benti einnig á að stjórnendur áttuðu sig ekki alltaf á því að við inn­ leiðingu á RSSK færi af stað ákveðið breytingaferli. Hjá fjórum skjalastjórum var annað uppi á teningn­ um þegar kom að stuðningi stjórnenda. Ákvörðun um innleiðinguna og breytingaferlið var tekin af æðstu stjórnendum og svo virtist sem búið hefði verið að undir­ búa hinn almenna starfsmann undir breytingarnar. Stjórnunarlegt umboð skjalastjóra og aðgangur að stjórnendum virtist þarna hafa skipt sköpum. Einn við­ mælenda benti á að hann hefði heyrt beint undir yfir­ stjórn og hefði haft allan stuðning stjórnenda. Annar viðmælandi benti á að með því að ná til stjórnenda í upphafi hefði hann „verið komin með ákveðið verkfæri í hendurnar“. Á þessu fyrsta stigi hefði verið komið á ákveðið samkomulag á milli skjalastjórans og stjórnenda, ákveðinn stuðningur stjórnenda í innleið­ ingarferlinu. Allir viðmælendur tóku undir mikilvægi þess að vera sýnilegir og nálægir yfirstjórninni. Einn viðmælenda benti á að hefði ágreiningur komið upp innan hans skipulagsheildar hefði hann vísað málum til yfirstjórnar og þar hefði verið tekið á ágreininginum. Hann lagði áherslu á að með því hefði hann náð að afla sér ákveð­ innar virðingar innan skipulagsheildarinnar þannig að mark væri tekið á honum. Allir viðmælendur lögðu áherslu á að millistjórnend­ ur væru mikilvægir þátttakendur í breytingaferlinu og bentu á að þeir væru einnig lykilstarfsmenn varðandi það að innleiðingin og breytingaferlið í heild gengi vel fyrir sig. Annar viðmælanda lagði einnig áherslu á mikil­ vægi millistjórnenda og sagði að í upphafi hefði hann

nýtt sér millistjórnendur á þann veg að þeir væru „þéttur og öflugur hópur“. Því næst vann hann með hverri deild fyrir sig. Þriðji viðmælandi benti á að hann hefði fengið stuðning millistjórnenda í upphafi innleiðingarinnar en tók fram að honum hefði fundist skorta mikið á að þeir sýndu öðru starfsfólki í verki að þeir væru góðar fyrir­ myndir og samstarfsfólk fyndi fyrir viðhorfinu og stuðn­ ingnum. Í megindlega hluta rannsóknarinnar kom fram að skjalastjórar báru ekki fullt traust til æðstu stjórnenda til þess að viðhalda þeim breytingum sem innleiðing RSSK fól í sér en sú fullyrðing lenti á aðgerðabili, 3,55. Enn fremur kom fram að millistjórnendur, sem oft gegna lyk­ ilhlutverki í breytingum, studdu ekki mikið við bakið á breytingunum en 72,2% skjalastjóra voru sammála eða mjög sammála þeirri fullyrðingu. Heldur fleiri skjalastjór­ ar töldu sig hafa fullt umboð æðstu stjórnenda við inn­ leiðinguna. Þrátt fyrir minna traust til æðstu stjórnenda sögðust 79% skjalastjóra að æðstu stjórnendur hefðu stutt innleiðinguna og breytingaferlið. Í þessum hluta rannsóknarinnar kom enn fremur fram að skjalastjórar höfðu ekki fengið næga þjálfun eða fræðslu fyrir innleið­ ingu kerfisins og stjórnendur sýndu hvorki mikið frum­ kvæði né voru góðar fyrirmyndir við innleiðinguna.

Umræður og samantekt Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir tveimur þáttum rannsóknar sem framkvæmd var á árunum 2010 til 2013 um hlutverk skjalastjóra í breytingarferli á inn­ leiðingartíma rafrænna skjalastjórnunarkerfa ﴾RSSK﴿. Þeir þættir, sem hér um ræðir, snéru að umboði skjala­ stjóra til athafna í innleiðingarferlinu og stuðning stjórn­ enda við verkefnið á innleiðingartíma. Í ljósi gagnagreiningar og rýni í niðurstöður er ekki úr vegi að setja fram þá kenningu að því ríkara sem umboð skjala­ stjóra til athafna í breytingarferli og innleiðingu á RSSK reynist svo og styrkur stuðningur stjórnenda við verk­ efnið þeim mun skilvirkari og árangursríkari verður inn­ leiðingin á RSSK. Rannsóknin leiddi í ljós að aðferðir breytinga­ stjórnunar eiga vel við þegar innleiða á nýtt upplýsinga­ kerfi líkt og RSSK ﴾Heyes, 2002; Hiatt, 2006; Kotter, 1996, 2002; Smyth, 2005﴿. Árangursrík innleiðing skiptir sköpum þegar koma skal á kerfisbundinni, rafrænni upplýsinga­ og skjalastjórnun með notkun RSSK ﴾Greg­ ory, 2005; Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2005; 2007; Maguire, 2005; Staðlaráð Íslands, 2005a; 2005b﴿. Helstu niðurstöður voru þær að þátttakendur voru sammála um að þeir þyrftu fullt og skýrt umboð til athafna í innleiðingarferli RSSK. Það er í samræmi við

43


Bókasafnið 38. árg. 2014 reglur og fyrirmæli sem er að finna í skjalastjórnunar­ staðlinum ÍST/ISO 15489 ﴾Staðlaráð Íslands, 2005a; 2005b﴿. Fram kom að talsverður hluti þátttakenda hafði hvorki fullt né skýrt umboð til athafna á innleiðingartíma RSSK. Það leiddi til þess að innleiðingin gekk ekki eins og til var ætlast í upphafi. Þar sem aftur á móti fullt og skýrt umboð var til staðar heppnaðist innleiðingin mun betur. Það er í samræmi við aðrar rannsóknir á innleið­ ingu og notkun starfsfólks á upplýsingakerfum almennt ﴾Armstrong og Sambamurthy, 1999; Brittain, 1992; Fjer­ mestad og Hiltz, 2000/­2001; Laudon og Laudon, 2002; Orlikowski, 1992﴿. Þá skiptir máli að veita starfsfólki, sem að breytingarverkefnum vinnur, umboð til athafna og þátttöku í breytingarferlinu ﴾Jóhanna Gunnlaugsdótt­ ir, 2006; Kotter og Cohen, 2002﴿. Rannsóknin leiddi enn fremur í ljós að stjórnendur og annað samstarfsfólk gerðu sér ekki grein fyrir því að starf skjalastjóra byggist á mikilli sérfræðiþekkingu og þeir hefðu að jafnaði mikla menntun og starfsreynslu. Fram kom að ákveðin tog­ streita hefði myndast á einum vinnustað milli skjalastjóra og tölvudeildar varðandi RSSK. Þær aðstæður eru ekki einsdæmi eins og rannsóknir sýna ﴾Jóhanna Gunn­ laugsdóttir, 2006﴿. Þátttakendur voru sammála um að stjórnendur yrðu að styðja vel við breytingarferlið, sýna gott fordæmi og vera góð fyrirmynd hvað notkun RSSK varðaði. Það kemur heim og saman við tillögur ÍST/ISO 15489 ﴾Staðlaráð Íslands, 2005a; 2005b﴿. Niðurstöður gáfu til kynna að allstór hluti þátttakenda naut ekki stuðnings æðstu stjórnenda í breytingarferlinu hvað RSSK varðaði sem hamlaði því að innleiðingin reyndist árangursrík. Þar sem aftur á móti góður stuðningur stjórnenda var til staðar heppnaðist innleiðingin umtalsvert betur. Aðrar rannsóknir sýna sambærilegar niðurstöður ﴾Gregory, 2005; Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2005; 2007; Maguire, 2005﴿. Þá kom fram að í sumum tilvikum hafði ekki verið staðið nægjanlega vel að þjálfunar­ og fræðslumálum skjalastjóra fyrir innleiðingu RSSK og stjórnendur sýndu lítið frumkvæði við innleiðinguna en slíkt hefur iðulega í för með sér að innleiðing RSSK misheppnast ﴾Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2007﴿. Enn fremur virtist mikilvægt að millistjórnendur styddu við bakið á innleiðingu RSSK en þeir gegna oft lykilhlutverki í breytingum ﴾Sigríður Ásta Ásbjarnardóttir, 2009﴿. Niðurstöður rannsóknarinnar gætu haft hagnýtt gildi fyrir stjórnendur skipulagsheilda sem vilja innleiða eða endurinnleiða RSSK á vinnustað. Aflað hefur verið nýrrar þekkingar á því að hve miklu leyti skjalastjórar hafa umboð til athafna í breytingarferli á innleiðingartíma RSSK svo og hversu miklu máli ríkur stuðningur stjórn­ enda skiptir í breytingarferlinu. Niðurstöðurnar hafa

44

einnig fræðilegt gildi. Þær gefa innsýn í daglegt líf og starf starfsfólks í skipulagsheildum og sýna hvað veldur því að það nýtir sér eða nýtir sér ekki þá nýju tækni sem innleiða skal. Loks má nefna að rannsóknin getur skap­ að grundvöll til frekari rannsókna.

Abstract: The records manager's empowerment and management support in implementing an electronic records management system, ERMS This paper focuses on two topics; empowerment of the record manager to take action in the implementation process and the importance of management support in implementing electronic records management system. The study was based on mixed research methods, qualitative methodology and quantitative research met­ hods. Eight record managers were interviewed by using semi­structured questions who had participated in impl­ ementation of electronic record management systems in organizations. Questionnaire was also sent to indi­ viduals in IRMA ­ Icelandic Records Management Association. The data was collected from October 2010 to Mars 2013. The focus was on the following topics: Wether empowerment to take action necessary in the implementation process and how important manage­ ment support was for the implementation of an electronic records management system. The main results seem to indicate that it is valid to use methods, theories and models of change management to support the implementation process of an electronic record management system. It’s necessary to define the role for the record manager from the beginning of the impl­ ementation process. Make him responsible for all aspects of records management including the design, implementation and maintenance and monitoring systems within the organization. It is also necessary to inform employees why the implementation is being carried out and what is the main purpose of the change. It is vital to supply the record manager with authority to act as well as to define scope of work and to let the employees know about the mandate.

Heimildir Amalía Björnsdóttir. ﴾2003﴿. Útskýringar á helstu tölfræðihugtökum. Í Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson ﴾ritstjórar﴿.

Handbók í aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum

﴾bls. 115­129﴿. Akureyri: Háskólinn á Akureyri. Armstrong, C. P. og Sambamurthy, V. ﴾1999﴿. Information technology assimilation in firms: The influence of senior leadership and IT infrastructures. Information System Research, 10﴾4﴿, 304­327. Auður Hermannsdóttir og Sif Cortes. ﴾2012﴿. Vinnustaðamenning við


Bókasafnið 38. árg. 2014 upphaf sameiningar tveggja grunnskóla. Institute of Business Research – Working Paper Series, 12﴾1﴿, 1­37. Sótt af http://ibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/WP/audur_sif.pdf. Baruch, Y. og Holtom, B. C. ﴾2008﴿. Survey response rate levels and trend in organizational research. Human Relations, 61 , 1139­ 1160. Bridges, W. ﴾2003﴿. Managing transitions, making the most of change ﴾2. útgáfa﴿. Cambridge: Perseus Publishing. Brittain, M. ﴾ritstjóri﴿. ﴾1992﴿. Integrated information systems. London: Taylor Graham Publishing. Craig, D. ﴾2005﴿. All of these organisations paid millions in management consultancy fees: Did they get value for money… or were they victims of AFAB ﴾that’s the anything for a buck culture﴿. The Business: Europe’s Global Business Newspaper, 8/9 May, 6. Creswell, J. W. og Plano Clark, V. L. ﴾2007﴿. Designing and conducting mixed methods research. Thousand Oaks, CA: Sage Publications. Daft, R. L. ﴾2001﴿. Organization theory and design ﴾7. útgáfa﴿. Ohio, OH: South­Western College Publishing. Enns, H. G., Huff, S. L. og Higgins, C. A. ﴾2003﴿. CIO lateral influence behaviors: Gaining peers’ commitment to strategic information systems. MIS Quarterly, 27﴾1﴿, 155­174. Fjermestad, J. og Hiltz, S. R. ﴾Vetur 2000­2001﴿. Group support systems: A descriptive evaluation of case and field studies. Journal of Management Information Systems, 17﴾3﴿, 115­159. Goldschmidt, P., Joseph, P. og Debowski, S. ﴾2012﴿. Designing an effective EDRMS based on Alter's Service Work System model. Records Management Journal 22﴾3﴿, 152­169. Gregory, K. ﴾2005﴿. Implementing an electronic records management system: A public sector case study. Records Management Journal, 15﴾2﴿, 80­85. Hennink, M., Hutter, I. og Bailey, A. ﴾2011﴿. Qualitative research methods. Los Angeles, CA: Sage. Hiatt, J. M. ﴾2006﴿. ADKAR: A model for change in business, government, and our community. Loveland: Proschi Research. Hayes, John. ﴾2002﴿. The theory and practice of change management. New York: Palgrave. Jóhanna Gunnlaugsdóttir. ﴾2005﴿. Stuðningur stjórnenda við innleiðingu á rafrænum skjalastjórnarkerfum. Í Úlfar Hauksson ﴾ritstjóri﴿, Rannsóknir í félagsvísindum VI. Félagsvísindadeild ﴾bls. 37–50﴿. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Jóhanna Gunnlaugsdóttir. ﴾2006﴿. Rafræn skjalastjórnarkerfi: Mikilvægi þátttöku notenda á innleiðingartíma. Í Úlfar Hauksson ﴾ritststjóri﴿, Rannsóknir í félagsvísindum VII. Félagsvísindadeild ﴾bls. 53–64﴿. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Jóhanna Gunnlaugsdóttir. ﴾2007﴿. Svo uppsker sem sáir: Innleiðing og notkun á rafrænum skjalastjórnarkerfum. Stjórnmál og stjórnsýsla – Veftímarit, 2﴾3﴿, 179­209. Sótt af http://hdl.handle.net/1946/8918 Jóhanna Gunnlaugsdóttir. ﴾2008﴿. Registering and searching for records in electronic records management systems. International Journal of Information Management 28, 293­304. Kotter, J. P. ﴾1996﴿. Leading change. Boston, MA: Harvard Business School Press. Kotter, J. P. ﴾2002﴿. The heart of change: Real-life stories of how people change their organizations. Boston, MA: Harvard Business School Press. Kotter, J. P. ﴾2005﴿. Change leadership. Leadership Excellence, 22﴾12﴿, 3. Kotter, J. P. og Cohen, D. S. ﴾2002﴿. The heart of change: Real-life stories of how people change their organizations. Boston: Harvard Business School Press. Laudon, C. L. og Laudon, J. P. ﴾2002﴿. Management information systems: Managing the digital firm. ﴾7. útgáfa﴿. Upper Saddle River, NJ: Prentice Hall. Magnea Davíðsdóttir. ﴾2013﴿. „Maður verður að markaðssetja sig“:

Massachusetts Institute of Technology. Palmer, I., Dunford R. og Akin G. ﴾2009﴿. Managing organizational change: A multiple perspectives approach. New York: McGraw­ Hill. Schwandt, T. A. ﴾1997﴿. Qualitative inquiry: A dictionary of terms. Thousand Oaks, CA: Sage Publications. Sigríður Ásta Ásbjarnardóttir. ﴾2009﴿. Hlutverk millistjórnenda í breytingum innan fyrirtækja. ﴾Óbirt MS­ritgerð﴿. Háskóli Íslands, Viðskiptafræðideild. Sigríður Halldórsdóttir. ﴾2003﴿. Vancouver­skólinn í fyrirbærafræði. Í Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson ﴾ritstjórar﴿.

Handbók í aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum

﴾bls. 249­265﴿. Akureyri: Háskólinn á Akureyri. Smyth, Z. A. ﴾2005﴿. Implementing EDRM: Has it provided the benefits expected? Records Management Journal, 15﴾3﴿, 128­130. Staðlaráð Íslands. ﴾2005a﴿. ÍST ISO 15489-1:2001: Upplýsingar og skjalfesting – skjalastjórn: 1. hluti: Almenn atriði. Reykjavík: Höfundur. Staðlaráð Íslands. ﴾2005b﴿. ÍST ISO 15489-2:2001: Upplýsingar og skjalfesting – skjalastjórn: 2. hluti: Leiðbeiningar. Reykjavík: Höfundur. Þorlákur Karlsson. ﴾2003﴿. Spurningakannanir: Uppbygging, orðalag og hættur. Í Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson ﴾ritstjórar﴿, Handbók í aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum ﴾bls. 331­335﴿. Akureyri: Háskólinn á Akureyri. Þorlákur Karlsson og Þórólfur Þórlindsson. ﴾2003﴿. Um úrtök og úrtaksaðferðir. Í Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson ﴾ritstjórar﴿, Handbók í aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum ﴾bls. 51­66﴿. Akureyri: Háskólinn á Akureyri. Zikmund, W. G., Badin, B. J., Carr, J. C. and Griffin, M. ﴾2013, 2010﴿. Business research methods ﴾9. útgáfa﴿. International Edition: South­Western, Cengage Learning.

Hlutverk skjalastjóra í breytingaferli við innleiðingu á rafrænu skjalastjórnunarkerfi. ﴾Óbirt MA­ritgerð﴿. Háskóli Íslands, Félags­

og mannvísindadeild. Maguire, R. ﴾2005﴿. Lessons learned from implementing an electronic records management system. Records Management Journal, 15﴾3﴿, 150­157. Orlikowski, W. J. ﴾1992﴿. Learning from notes: Organizational issues in groupware implementation. CSCW’92 Proceeding: November 1992. Cambridge, MA: Sloan School of Management,

45


Ritrýnd grein

Viðhorf háskólanema til bókasafnskerfisins Gegnis Helga Kristín Gunnarsdóttir

Helga Kristín Gunnarsdóttir er M.Phil.­ próf í sagnfræði frá bókasafns­ og upplýsingafræði við Hverfisgötu árið 1988 Háskólabókasafni frá 1994.

Útdráttur Þessi grein byggir á lokaverkefni höfundar sem lagt var fram til MLIS­gráðu í bókasafns­ og upplýsingafræði við Háskóla Íslands vorið 2013. Markmið rannsóknarinn­ ar var að skoða viðhorf nemenda til bókasafnskerfisins, leitarhegðun þeirra og afmarkaða þætti upplýsingalæsis með því að athuga hvernig þeir teldu að sér gengi að nota gagnasafnið. Athugað var hvort þeir hefðu fengið kennslu, hversu vel þeir töldu sig þekkja gagnasafnið og hvernig það nýttist þeim í náminu. Beitt var eigindlegri rannsóknaraðferð sem fólst í því að taka opin viðtöl við átta háskólanema í grunn­ og framhaldsnámi. Niðurstöð­ urnar sýndu að þátttakendur voru ánægðir með bóka­ safnskerfið og þótti það einfalt í notkun. Flestir höfðu fengið kennslu á Gegni á vinnulagsnámskeiðum, en nokkrir höfðu þó ekki fengið neina beina kennslu. Nem­ unum fannst kennslan hafa reynst vel en að hún hefði mátt vera hagnýtari. Notkun þeirra á Gegni tengdist mest heimildaöflun vegna verkefna og ritgerða og var hún mismikil eftir því á hvaða stigi námsins þeir voru og í hvaða fagi þeir stunduðu nám. Þekking nemanna á hlut­ verki og innihaldi gagnasafnsins var almennt nokkuð góð. Þótti flestum Gegnir hentugur og áreiðanlegur. Það var þó misjafnt hvort þeir nýttu sér alla valmöguleikana í bókasafnskerfinu. Nemendurnir virtust samt sem áður sæmilega upplýsingalæsir, en rannsóknin sýndi að þörf er á að efla fræðslu.

Inngangur Háskólanemar hafa úr fjölmörgum upplýsingakerfum og gagnagrunnum að velja í námi sínu og er bókasafns­ kerfið eitt þeirra. Bókasafnskerfið auðveldar þeim að finna gögn og heimildir í háskólabókasafninu og því er

með B.A.­ próf í frönsku og sagnfræði frá HÍ, 1981; University of Exeter, Englandi, 1984; MLIS próf í frá HÍ, 2013. Hún hóf störf á Landsbókasafni Íslands og hefur starfað á Landsbókasafni Íslands –

mikilvægt að þeir hafi góða þekkingu á innihaldi og notkun þess. Einn þáttur í því að teljast upplýsingalæs er að kunna að leita upplýsinga og þekkja leiðirnar til að nálgast fræðilegar upplýsingar. Árið 1989 settu banda­ rísku bókavarðasamtökin ALA fram eftirfarandi skilgrein­ ingu á upplýsingalæsi: „Til að teljast upplýsingalæs verður einstaklingurinn að vera fær um að vita hvenær upplýsinga er þörf og hafa getu til að nálgast, meta og nota á skilvirkan hátt þær upplýsingar sem hann þarf á að halda“ ﴾Þórdís T. Þórarinsdóttir, 2008, bls. 105﴿. Upplýsingalæsi er nauðsynleg undirstaða þess að geta stundað háskólanám og hafa þarf góða upplýsingafærni til þess að geta aflað þeirra gagna sem þörf er á í nám­ inu og stundað sjálfstæð vinnubrögð. Eins og rannsóknir hafa sýnt þá er þessu oft ábótavant, einkum hjá nýnem­ um í háskóla, og mikilvægt að bregðast við með fræðslu og kennslu í upplýsingalæsi ﴾Mittermeyer og Quirion, 2003﴿. Nemendum í flestum deildum Háskóla Íslands er boðið upp á slíka fræðslu strax í upphafi háskólanámsins í samvinnu við Landsbókasafn Íslands – Háskólabóka­ safn og er henni fléttað inn í námið í flestum námsgrein­ um. En telja nemendur sig fá fullnægjandi kennslu á bókasafnskerfið og hvernig gengur þeim að nota það? Þeim spurningum verður leitast við að svara í þessari grein ásamt því að kynna helstu niðurstöður úr eigind­ legri rannsókn höfundar sem byggir á lokaverkefni hans til MLIS­gráðu í bókasafns­ og upplýsingafræði ﴾Helga Kristín Gunnarsdóttir, 2013﴿.

Tilgangur, markmið og niðurstöður rannsóknarinnar Markmið rannsóknarinnar var fyrst og fremst að skoða viðhorf nemenda við Háskóla Íslands til gagna­ safnsins Gegnis, leitarhegðun þeirra og afmarkaða þætti


Bókasafnið 38. árg. 2014 upplýsingalæsis með því að athuga hvernig þeir töldu að sér gengi að nota gagnasafnið. Spurt var eftirfarandi þriggja rannsóknarspurninga: 1. Hvernig hafa nemendur við Háskóla Íslands lært að nota Gegni? ­ Hvaða aðilar hafa séð um að kynna Gegni fyrir nemendum? ­ Hvaða kennslu eða leiðsögn hafa þeir fengið? ­ Hvernig fannst þeim kennslan/leiðsögnin reyn­ ast? 2. Hversu vel telja nemendur sig þekkja gagna­ safnið Gegni og hvernig gengur þeim að nýta það í námi sínu við Háskóla Íslands? 3. Hver er afstaða nemenda til Gegnis og þjón­ ustunnar sem boðið er upp á? ­ Hversu vel fullnægir Gegnir þörfum nem­ endanna? ­ Hvaða hindranir eru og hvað má bæta? ­ Hvernig bregðast þeir við nýjungum í Gegni? Niðurstöðurnar sýndu að nemendurnir voru sæmilega upplýsingalæsir varðandi þá þætti sem voru skoðaðir. Þeim fannst Gegnir auðveldur í notkun og höfðu flestir fengið kennslu og leiðsögn á vinnulagsnám­ skeiðum. Þrír nemar höfðu þó ekki fengið neina beina kennslu. Nemunum þótti kennslan reynast vel en sumum fannst þó að hún hefði mátt vera hagnýtari. Nemendurnir notuðu Gegni mismunandi mikið eftir því í hvaða fagi þeir stunduðu nám og á hvaða stigi þeir voru í náminu. Tengdist notkunin mest heimildaöflun vegna verkefna og ritgerða. Afstaða þátttakenda til Gegnis var mjög já­ kvæð. Þótti flestum Gegnir hentugt og áreiðanlegt gagnasafn en það var þó misjafnt hvort þeir nýttu sér alla valmöguleika. Benti rannsóknin til að þörf væri á að efla fræðslu. Rannsókn á reynslu og notkun nemenda á Gegni er mikilvægt framlag til umræðu um kennslu í upplýsinga­ læsi. Með því að varpa ljósi á upplýsingalæsi og leitar­ hegðun háskólanema má öðlast betri skilning á þörfum þeirra og veita þeim betri þjónustu og fræðslu.

Rannsóknir á notkun á bókasafnskerfum Erlendis hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á notkun háskólanema á bókasafnskerfum og hafa þær á síðasta áratug endurspeglað áhyggjur manna af minnk­ andi notkun á þeim. Virðist það verða sífellt algengara að fólk leiti fræðilegra upplýsinga eingöngu á Internetinu og benda rannsóknir til að nemendur hafi oft á tíðum ekki kunnáttu í grundvallaratriðum upplýsingaleitar og skorti þjálfun í að nota bókasafnskerfið og önnur gagnasöfn bókasafnsins ﴾Calhoun 2006; Lippincott, 2005; Mitter­

meyer og Quirion, 2003﴿. Hafa margir bent á nauðsyn þess að efla kennslu í upplýsingalæsi innan háskóla, til að mynda Mittermeyer og Quirion ﴾2003﴿ sem rannsök­ uðu nýnema við Quebec háskóla í Kanada. Bentu niður­ stöðurnar til að byrjendurnir væru fáfróðir um upplýsingaleit og hefðu lítinn skilning á hlutverki bóka­ safnskerfisins. Eric Novotny ﴾2004﴿ rannsakaði nemend­ ur háskólanna í Pennsylvaniufylki í Bandaríkjunum og komst að því að þeir vissu lítið um bókasafnskerfið sem jafnframt var samskrá háskólanna. Fylgst var með 18 nemendum á meðan þeir leituðu og þeir beðnir að hugsa upphátt á meðan. Rannsókn Griffiths og Brophy ﴾2005﴿ á upplýsingaleitarhegðun háskólanema í Bretlandi sýndi að leitarvélanotkun var almenn meðal nemendanna en að lengra komnir nemendur voru ekki eins háðir þeim og að notkun á upplýsingakerfum var mismunandi eftir námsgreinum. Talið er að með almennri notkun á leitarvélum á borð við Google hafi fólk ekki lengur kunnáttu í leitartækni, velji hentugleika og skjótt aðgengi fram yfir innihald eða gæði heimildanna og verði óþolinmótt ef upplýsingaleitin krefst tíma og fyrirhafnar. Þannig hafi nemendur oft nei­ kvæð viðhorf til gagnasafna bókasafnsins þrátt fyrir að þeir viti að þar finni þeir áreiðanlegar upplýsingar ﴾Kim og Sin, 2011﴿. Tíminn sem nemendur hafa til umráða við upplýsingaöflun virðist hafa áhrif á það hvaða leiðir þeir velja til þess að nálgast upplýsingar. Head og Eisenberg ﴾2009﴿ rannsökuðu nemendur í grunnnámi í sex háskól­ um í Bandaríkjunum og kom í ljós að nemendurnir leituðust við að finna viðeigandi upplýsingar á sem stystum tíma og eyddu ekki tíma í að þjálfa sig í leitar­ tækni heldur héldu sig fremur við vanabundnar aðferðir. Þeir notuðu þó mismunandi upplýsingakerfi eftir því á hvaða stigi upplýsingaleitarinnar þeir voru og völdu oft­ ast þau gagnasöfn sem þeir þekktu og treystu. Rann­ sóknin byggðist á spurningalistakönnun. Rannsóknir hafa sýnt að nemendur standa frammi fyrir ýmsum hindrunum við notkun á bókasafnskerfinu. Þeir ráða oft ekki við flóknar leitaraðferðir, þekkja ekki alla leitarmöguleikana og eiga erfitt með að velja viðeig­ andi leitaraðferðir eða að leita á hnitmiðaðan hátt. Höf­ unda­ og titlaleit ásamt því að vafra eða skima eftir efni virðast algengar aðferðir. Þá reka þeir sig oft á að efnið sem þá vantar finnst ekki í bókasafnskerfinu eða hillum bókasafnsins eða þeim þykir notendaviðmótið óað­ gengilegt ﴾Ansari og Amita, 2008; Islam og Ahmed, 2011; Kumar og Vohra, 2011; Morupisi og Mooko, 2006﴿. Rannsókn Novotny ﴾2004﴿ sýndi að nemarnir skoðuðu leitarumhverfið ekki vel heldur völdu gjarnan í flýti einhvern líklegan leitarmöguleika. Þá hafa rann­ sóknir bent til að fólk sé ekki að nýta sér alla val­

47


Bókasafnið 38. árg. 2014 möguleika í bókasafnskerfum, lesi sjaldan leiðbeiningar og nýti sér lítið hjálparsíður ﴾Hartley og Booth, 2006; Kumar, 2011﴿. Rannsókn Morupisi og Mooko ﴾2006﴿ á notkun nemenda í háskólanum í Botswana á bókasafns­ kerfinu leiddi í ljós að aðeins tæplega helmingur nem­ enda skráði sig inn í bókasafnskerfið til að skoða lánastöðu sína og framlengja útlánin. Rannsóknin byggði á þátttökuathugun og spurningalistakönnun þar sem spurt var bæði opinna og staðlaðra spurninga. Rann­ sóknir á háskólanemum almennt sýna þó oftast að þeir eru yfirleitt fremur ánægðir með bókasafnskerfið hvort sem þeir kunna fullkomlega á það eða ekki ﴾Ansari og Amita, 2008; Hsieh­Yeah, 1996; Islam og Ahmed, 2011﴿. Fræðimenn hafa bent á nauðsyn þess að auka fræðslu og kennslu á bókasafnskerfið og margir álíta að almennt safnfræðslunámskeið í upphafi náms veiti nem­ endum ekki fullnægjandi þjálfun. Þá hafa menn bent á nauðsyn hagnýtrar kennslu og verkefnavinnu ﴾Ansari og Amita, 2008; Morupisi og Mooko, 2006; Novotny, 2004﴿. Samkvæmt rannsókn Head og Eisenberg ﴾2009﴿ lærðu flestir um bókasafnskerfið í safnkynningum í bókasafninu á fyrsta ári námsins en mjög fáir sóttu að öðru leyti nám­ skeið eða fræðslu í bókasafninu eða leituðu aðstoðar starfsfólks bókasafnsins við að læra á gagnasöfnin. Nemendurnir leituðu þá frekar aðstoðar hjá kennurum sínum og reyndu að bjarga sér sem mest sjálfir í bóka­ safninu. Líklegra er að nemendur noti gagnagrunna bókasafnsins ef þeim þykja þeir hentugir og mikilvægt að þeir fái fræðslu um þá hjá kennurum sínum ekki síður en á háskólabókasafninu. Virðast nemendur nota þau gagnasöfn frekar sem kennararnir mæla með og þykir gagnlegt ef kennarar ræða gagnasöfn og leitaraðferðir í tímum ﴾Head og Eisenberg, 2009; Tenopir, 2003﴿. Jacqui DaCosta ﴾2010﴿ benti á að margir háskólakenn­ arar virðast álíta að nemendur tileinki sér upplýsinga­ færni á einhvern hátt óafvitandi í gegnum verkefni í náminu frekar en að þetta sé eitthvað sem þeir þurfi að læra og algengt er að þeir flétti ekki neinni slíkri fræðslu inn í kennsluna.

Aðferðafræði rannsóknarinnar Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafræði. Að­ ferðin byggir á nálgun grundaðrar kenningar og mótar hún rannsóknina og rannsóknarsniðið. Í eigindlegri að­ ferðafræði er leitast við að öðlast skilning á viðhorfum fólks og reynt er að lýsa viðfangsefninu sem best út frá sjónarhóli þátttakenda sjálfra. Rannsóknin er takmörkuð og gefur aðeins vísbendingar um sjónarmið þeirra ein­ staklinga sem þátt tóku í henni. Rannsóknin byggir á opnum viðtölum þar sem spurt

48

var opinna spurninga og sveigjanlegur viðtalsrammi var lagður til grundvallar. Viðtölin voru afrituð orðrétt og gögnin greind með aðferðum opinnar kóðunar sem felst í því að kóða og þemagreina viðtölin og finna í þeim rauð­ an þráð með hliðsjón af rannsóknarspurningunum. Öflun rannsóknargagna hófst í september 2011 og lauk í októ­ ber 2012. Viðtöl voru tekin við átta háskólanema. Úrtakið er markvisst að því leyti að þátttakendur voru nemendur í Háskóla Íslands. Þrír þátttakenda voru karlkyns og fimm kvenkyns á aldrinum 23­46 ára, þrír í grunnnámi og fimm í framhaldsnámi. Þátttakendur fann ég með því að leita til samstarfsmanna, vina og kunningja og biðja þá um að benda mér á viljuga þátttakendur. Tilviljun réði þannig vali þátttakenda að nokkru, en flestir voru á Félags­ vísindasviði, tveir á Hugvísindasviði og einn á Heilbrigð­ isvísindasviði.

Niðurstöður Greining rannsóknargagnanna leiddi í ljós þrjú meginþemu og skiptust þau í nokkur undirþemu. Hér verður fjallað um nokkrar helstu niðurstöður sem svara þá um leið að einhverju leyti rannsóknarspurningunum sem lagt var upp með.

Að læra á Gegni Nemunum fannst þeir vera misvel undir það búnir að takast á við fræðaumhverfið í Háskólanum en flestum þótti þó frekar auðvelt að ráða fram úr því. Í ljós kom að flestir kynntust Gegni í fyrsta sinn í Háskólanum en þrír nemendur þekktu hann vel áður og höfðu tamið sér að nota hann. Örfáir höfðu heyrt um Gegni án þess þó að hafa notað hann áður en þeir hófu háskólanám. Fólk virtist hafa fengið takmarkaða fræðslu á skólagöngunni þótt þrír nemendur hefðu lært á Gegni í mennta­ eða framhaldsskóla. Margir nemanna minntust þess að hafa fengið bókasafnskennslu í grunnskóla en tengdu þessa fræðslu ekki við Gegni. Þess ber þó að geta að þrír þátt­ takendur voru það gamlir að Gegnir var ekki kominn til sögunnar þegar þeir voru í skóla og að margt hefur breyst varðandi kennslu í upplýsingalæsi á síðustu árum. Nemunum fannst auðvelt að læra á Gegni og höfðu flestir fengið leiðsögn á vinnulagsnámskeiðum, en þrír þeirra höfðu þó ekki fengið neina beina kennslu. Einn þeirra greindi til dæmis frá því að þeim hefði verið bent á að nota Gegni við að leysa verkefni í náminu, en að engin bein kennsla eða kynning hefði farið fram. Nemi sem skipt hafði um námsgrein á öðru ári námsins kvað mikinn mun hafa verið á þessum tveimur fögum og kvaðst enga slíka fræðslu hafa fengið á fyrsta árinu. Al­


Bókasafnið 38. árg. 2014 mennt fannst þátttakendum námskeiðin vera gagnleg en sumum fannst þó ókostur að verið væri að kynna mörg gagnasöfn í sama námskeiðinu því þá vildi kennslan á Gegni fara fyrir ofan garð og neðan. Margir töldu að það hefði gagnast þeim betur að fá hagnýtari kennslu í formi verkefna fremur en sýnikennslu. Flestum þótti best að læra á Gegni í gegnum verkefni í náminu og með því að nota hann mikið. Leiðsögn væri þó nauðsynleg til að geta skilið leitarniðurstöður og ýmis hugtök í bókasafns­ kerfinu og vita um valmöguleikana. Almennt virtust nem­ arnir ekki hafa sótt önnur námskeið í bókasafninu.

Að nota Gegni Flestir viðmælenda höfðu nokkuð góða hugmynd um hlutverk og innihald gagnasafnsins og gerðu skýran greinarmun á Gegni og öðrum gagnasöfnum. Það virtist ekki vefjast fyrir þeim að Gegnir væri sameiginleg skrá margra bókasafna yfir íslenskt og erlent efni á ýmsu formi í eigu þeirra, en hugtakið samskrá var þátttakend­ um þó ekki tamt. Einnig þekktu margir vel og notfærðu sér helstu leitarmöguleikana í Gegni og áttu auðvelt með að lýsa því hvernig þeir notuðu þá. Sumir töldu sig þó nota mest einfalda leitarmöguleika og kváðust ekki velta valmöguleikunum mikið fyrir sér. Á máli tveggja nem­ enda mátti skilja að notkun þeirra væri á einhvern hátt venjubundin. Margir notuðu Gegni til að leita almennt eftir efni og fá yfirsýn yfir efnissviðið og byrjuðu þá upp­ lýsingaleitina þar. Orðaleit og skimun eftir efni virtust vera algengar leitaraðferðir en tveir nemendur kváðust þó nota Gegni nær eingöngu til að leita að ákveðnum titli eða höfundi bókar. Einn nemandi notfærði sér markvisst efnisorð og flokkstölur til þess að finna skylt efni á sínu fræðasviði og hafði honum verið leiðbeint með þetta af kennara sínum. Notkun nemendanna á Gegni tengdist mest öflun upplýsinga og heimilda vegna verkefna og ritgerða. Notkunin virtist aukast eða verða markvissari eftir því sem leið á námið hjá flestum og þeir sem voru að skrifa lokaritgerðir notuðu hann jafnan mikið. Notkun á gagnasöfnum tengdist að nokkru leyti námsgrein og því efni sem nemendurnir höfðu þörf fyrir að nota í náminu. Þeir sem þurftu aðallega á erlendum fræðigreinum að halda í sínu námi leituðu að þeim í viðeigandi erlendum gagnasöfnum og notuðu þau meira en Gegni. Fólkið leit­ aði þá kannski ekki í Gegni nema það hefði beina tilvísun í einhverja heimild til þess að athuga hvort hún væri til í einhverju bókasafni. Aðrir virtust nota Gegni og erlendu gagnasöfnin nokkuð jöfnum höndum þótt tveir nemendur segðust aðallega nota Gegni og kváðust hafa litla þörf fyrir erlent fræðiefni í sínu námi. Meiri hluti þátttakenda

﴾sex nemendur﴿ taldi erfiðara að læra á rafrænu gagnasöfnin eða nota þau en Gegni en tveimur þótti það álíka.

Reynslan af Gegni Þátttakendur virtust hafa mjög jákvæða reynslu af Gegni. Lýstu margir Gegni sem hentugu og áreiðanlegu gagnasafni til að finna heimildir sem óhætt væri að treysta og vitna til. Nemarnir töldu samskrána auðvelda sér upplýsingaöflunina og þótti einfalt að átta sig á hvar ritin væru staðsett, hvort þau væru í útláni og hvenær þau væru væntanleg. Á nokkrum mátti skilja að þeim þætti ekki endilega tímasparnaður að leita mikið heim­ ilda á Netinu, heldur þvert á móti þyrfti að eyða lengri tíma í leitir þar til þess að finna góðar og áreiðanlegar heimildir. Þegar talið barst að Google leitarvélinni sér­ staklega sögðu margir að þegar þeir hefðu alls enga eða mjög óljósa hugmynd um efnið byrjuðu þeir leitina þar í þeirri von að finna upplýsingar sem gagnast gætu við að leita í Gegni eða öðrum gagnasöfnum. Einn nemandi sagðist stundum gúggla tímaritsgreinar því það væri styttri leið en að fara í gegnum gagnasöfnin og annar sagðist stundum þurfa að nota efni í sínu námi sem ein­ faldast væri að gúggla þar sem það lægi oftast á vef ýmissa stofnana og væri sjaldan að finna í Gegni. Það var þó misjafnt hvort fólk hefði reynslu af að not­ færa sér alla valmöguleikana í bókasafnskerfinu eða þekkti alla möguleika í boði. Það var nokkuð algengt að fólk hefði ekki tekið eftir ýmsum valmöguleikum. Til dæmis hafði enginn tekið eftir hnappnum Leitir.is í Gegni eða prófað að nota nýja leitarvefinn. Höfðu þátttakendur enga eða óljósa hugmynd um leitarvefinn. Einnig vissu fáir að rafrænt efni væri aðgengilegt í gegnum Gegni. Einungis þrír nemendur kváðust vita af þessu og tveir þeirra virtust nýta sér það að einhverju marki. Aðeins fjórir sögðust nýta sér innskráningu til að endurnýja útlán og tveir þeirra nýttu sér einnig að taka frá rit eða panta millisafnalán. Tveir þátttakenda höfðu ekki tekið eftir innskráningarglugganum og vissu ekki hvaða þjónusta fengist með því að skrá sig inn. Tveir vissu um þennan möguleika en höfðu aldrei nýtt sér hann. Nokkrir bentu á að þeir hefðu ekki vitað til hvers þetta væri gert nema af því að þeim hafði verið sagt frá því. Það ríkti þó almenn ánægja með þessa þjónustu og fannst fólki það spara tíma og fyrirhöfn að geta gert þessa hluti sjálft. Nemarnir virtust kunna vel að meta það sem sparaði þeim tíma við upplýsingaöflunina og nefndu tveir að þeir yrðu óþolin­ móðir eða pirraðir ef þeir þyrftu að eyða miklum tíma í að leita eða finna út úr hlutunum. Þrátt fyrir það taldi fólk sig yfirleitt ekki þurfa að leita aðstoðar starfsfólks bóka­

49


Bókasafnið 38. árg. 2014 safnsins við notkun á Gegni. Aðeins einn nemandi gat lýst reynslu sinni af að notfæra sér hjálparsíður Gegnis og virtust einungis tveir nemendur þekkja til þeirra. Þegar talið barst að hindrunum nefndu nemarnir yfir­ leitt ekki neinar sérstakar hindranir við notkun á Gegni. Minntust nokkrir á það að bækurnar eða tímaritin fyndust stundum ekki í Gegni eða í hillum bókasafnsins þótt þær ættu að vera þar samkvæmt bókasafnskerfinu. Einn nemandi sagðist þess vegna hafa hætt að reyna að leita að tímaritum í Gegni og fara aðrar leiðir til þess að finna þau. Sumum fannst að það mættu vera skráðar meiri og ítarlegi upplýsingar um ritin og þótti þeim þá ekki alltaf augljóst að átta sig á innihaldi bókanna út frá upplýsing­ unum í færslunum. Einn nemandi benti á að skráning í Gegni byggði ekki á sömu stöðlum og notaðir væru við heimildaskráningu og að hann mætti nýtast betur við það. Viðmælendur sögðust þó almennt treysta upplýs­ ingunum í Gegni varðandi þetta. Yfirleitt þótti nemendum auðvelt að leita í Gegni, en flestir sögðust gera sér grein fyrir að það þyrfti að skipuleggja leitaraðferðir og huga vel að leitarorðinu til þess að fá afmarkaðar niðurstöður. Að mati eins þátttakanda var það mikill kostur hvað Gegnir skilaði góðum niðurstöðum þegar maður vissi lítið um efnið og annar sagði að það væri gott að hefja upp­ lýsingaleitina í Gegni vegna þess að þá sæi maður strax hvað væri til um efnið og hvar það væri staðsett. Það sem gerði Gegni „svo frábæran“ að mati þeirra var að geta fundið allt um eitthvert ákveðið efni, til dæmis bara með því að slá inn nafn eða tímabil og fá þá upp allt sem tengdist því og staðsetningu þess. Þá taldi einn viðmæl­ andinn að Gegnir væri góður „miðpunktur“ í „hafsjó upp­ lýsinga og kerfa“.

Umræða Það er ljóst að afar misjafnt var hvað þátttakendur í rannsókninni höfðu fengið mikla fræðslu um Gegni. Meiri hluti þeirra hafði þó fengið leiðsögn á vinnulagsnám­ skeiðum og lærðu flestir að nota hann í gegnum verkefni í náminu. Líkt og í rannsókn Head og Eisenberg ﴾2009﴿ sóttu nemendurnir ekki að öðru leyti námskeið í bóka­ safninu og leituðu sjaldan aðstoðar starfsfólksins. Áherslur í kennslu í upplýsingaleit virtust misjafnar eftir háskóladeildum og var sums staðar eins og ráð væri fyrir því gert að nemendur lærðu hvernig ætti að bera sig að í gegnum verkefni í náminu án þess að bein kennsla færi fram. Þessar niðurstöður eru athyglisverðar í ljósi rann­ sóknar Jacqui DaCosta ﴾2010﴿ sem benti til að það væri ekki óalgengt að háskólakennarar legðu ekki áherslu á að kenna upplýsingafærni sérstaklega. Almennt voru þátttakendur í þessari rannsókn sammála um að kennsl­

50

an sem þeir fengu á námskeiðunum hefði mátt vera í formi hagnýtra verkefna og þótti þeim það ekki skilja mikið eftir sig að fá eingöngu sýnikennslu. Margir fræði­ menn hafa einmitt bent á nauðsyn hagnýtrar kennslu og álíta að almenn safnfræðslunámskeið bjóði ekki upp á fullnægjandi kennslu á bókasafnskerfið ﴾Ansari og Amita, 2008; Morupisi og Mooko, 2006; Novotny, 2004﴿. Óhætt er að segja að þátttakendur þekktu innihald gagnasafnsins nokkuð vel að því leyti að flestir vissu að Gegnir innihéldi upplýsingar um íslenskt og erlent efni á ýmsu formi í eigu íslenskra bókasafna. Þótt þekking þeirra á þessu væri að vísu eitthvað misjöfn virtust þeir sæmilega upplýsingalæsir varðandi ýmsa þætti. Þeir gerðu greinarmun á mismunandi upplýsingakerfum og leituðu upplýsinga í þeim gagnasöfnum sem þeir töldu viðeigandi að leita þeirra í. Þeir þekktu einnig leitar­ möguleikana í Gegni yfirleitt vel og gerðu greinarmun á þeim. Töldu flestir mikilvægt að skipuleggja leitaraðferðir vel, velja leitarorðið af kostgæfni og endurskoða að­ ferðirnar ef svo bæri undir. Á máli nokkurra mátti þó skilja að þeir notuðu mest einfaldar leitaraðferðir og kemur það að mörgu leyti heim og saman við það sem erlendar rannsóknir benda til, sem sé að nemendur haldi sig við einfaldar aðferðir og noti mikið orðaleit, höfunda­ og titlaleit og skimun ﴾Ansari og Amita, 2008; Morupisi og Mooko, 2006﴿. Rannsókn Griffiths og Brophy ﴾2005﴿ benti til að notkun nemenda á upplýsingakerfum væri mismunandi eftir námsgreinum og segja má að notkun á Gegni hafi að einhverju leyti tengst faginu sem nemarnir lögðu stund á enda virtist notkun þeirra á gagnasöfnum markast af því efni sem þeir þurftu á að halda í náminu. Flestir nemarnir höfðu þörf fyrir að nota hefðbundið bókasafnsefni og þeir sem höfðu aðallega þörf fyrir er­ lendar fræðigreinar í náminu notuðu erlendu gagnasöfn­ in meira en Gegni. Þó nokkrir kváðust samt alltaf byrja að leita í Gegni nema þeir vissu alls ekkert um efnið. Þessum niðurstöðum svipar nokkuð vel til niðurstaðna rannsóknar Head og Eisenberg ﴾2009﴿ sem leiddi í ljós að nemarnir þekktu ágætlega til upplýsingalinda bóka­ safnsins og notuðu mismunandi upplýsingakerfi eftir því á hvaða stigi upplýsingaleitarinnar þeir voru. Afstaða nemendanna til Gegnis var mjög jákvæð og ber niðurstöðunum að því leyti saman við erlendar rann­ sóknir sem sýna að háskólanemar almennt eru yfirleitt ánægðir með bókasafnskerfið ﴾Ansari og Amita, 2008; Hsieh­Yeah, 1996; Islam og Ahmed, 2011﴿. Mat þátt­ takenda á Gegni var almennt það að gagnasafnið væri hentugt og áreiðanlegt og sparaði þeim tíma við upplýs­ ingaöflunina. Líkt og nemendurnir í rannsókn Head og Eisenberg ﴾2009﴿ virtust þeir velja þær upplýsingalindir


Bókasafnið 38. árg. 2014 sem þeir þekktu og treystu. Það var í samræmi við já­ kvæða afstöðu þeirra til Gegnis að þeir töldu sig ekki rekast á neinar sérstakar hindranir við notkun á bóka­ safnskerfinu. Nokkrir minntust á ytri þætti eins og að bækurnar eða tímaritin fyndust ekki í bókasafnskerfinu eða hillum bókasafnsins, svipað og Morupisi og Mooko ﴾2006﴿ bentu á í sinni rannsókn. Einhverjir töldu að það gæti verið hjálplegt við að finna viðeigandi upplýsingar ef gefnar væru meiri og ítarlegri upplýsingar um innihald bókanna. Er það umhugsunarverð ábending en leiðir jafnframt hugann að mikilvægi þess að fólk geti skilið upplýsingarnar í færslunum og hafi þekkingu á því hvað býr að baki. Tíminn virtist skipta nemana miklu og kváð­ ust sumir ekki eyða miklum tíma í að velta vöngum yfir valmöguleikunum eða sögðust alltaf leita á svipaðan hátt. Þetta er áhugavert í ljósi rannsóknar Novotny ﴾2004﴿, en hann taldi einmitt mikilvægt að brýna fyrir nemendum að gefa sér tíma til að skoða vel val­ möguleikana í bókasafnskerfinu. Head og Eisenberg ﴾2009﴿ álitu einnig að nemendur hefðu tilhneigingu til að halda sig við vanabundnar leitaraðferðir og gæfu sér ekki tíma til að þjálfa sig í leitartækni. Það var augljóst að nemendur þessarar rannsóknar töldu bókasafnskerfið uppfylla þarfir sínar þótt þeir sjálfir væru ekki að nýta sér alla möguleika þess. Aðeins helm­ ingur þátttakenda hafði reynslu af þjónustunni sem fæst með innskráningu í Gegni en þeir sem skráðu sig inn gerðu það oftast til þess að framlengja lán hliðstætt og í rannsókn Morupisi og Mooko ﴾2006﴿ þar sem tæplega helmingur nemenda notfærði sér þetta. Tveir nemendur höfðu ekki tekið eftir innskráningarglugganum en nokkrir nefndu að þeim hefði verið sagt frá þessum möguleika ella hefðu þeir ekki vitað til hvers hann væri. Þetta leiðir hugann að mikilvægi þess að fá fræðslu um alla val­ möguleikana og að lesa leiðbeiningar og skoða leitarum­ hverfið vel líkt og Novotny ﴾2004﴿ benti á.

Lokaorð Rannsóknin sýnir að það höfðu ekki allir þátttakendur fengið kennslu í upplýsingaleit eða leiðsögn á Gegni. Vissi fólk ekki alltaf af öllum valmöguleikunum sem stóðu því til boða og var þar af leiðandi ekki að nýta sér alla valkostina. Það er því augljóslega þörf á meiri fræðslu og tryggja þarf að hún nái til allra háskólanema. Fræðslan þarf að koma snemma til þess að hún nýtist þeim í nám­ inu. Í ljósi þess að nemendur taka yfirleitt mið af leið­ beiningum kennara sinna mætti þáttur þeirra í kennslu upplýsingalæsis án efa vera meiri. Háskólanemar hafa ekki mikinn tíma fyrir upplýsingaleit og eru líklegir til að halda sig frekar við leiðir og aðferðir sem þeir þekkja,

fremur en að setja setja sig inn í eitthvað nýtt ef það krefst tíma og fyrirhafnar, nema það hafi einhver bein tengsl við námið. Rannsóknin er mikilvægt framlag til umræðu um kennslu í upplýsingalæsi. Það skal þó áréttað að hún endurspeglar aðeins viðhorf þeirra einstaklinga sem þátt tóku í henni og að ekki er hægt að draga af henni al­ mennar ályktanir. Úrtakið var lítið en nýta mæti niður­ stöðurnar til að gera megindlega rannsókn með breiðari hópi nemenda sem endurspeglaði betur fræðasvið og deildir Háskóla Íslands. Rannsóknina mætti einnig þróa frekar með því að skoða hvernig kennslu í upplýsinga­ læsi er háttað í grunn­ og framhaldsskólum og hvort samfella sé í fræðslunni á milli skólastiga. Að hvaða marki er verið að kenna á Gegni eða Leitir.is á þessum skólastigum? Þá væri áhugavert að skoða viðhorf há­ skólakennara til kennslu í upplýsingalæsi.

Abstract: University students’ attitudes to the library system Gegnir This article is based on the author‘s MLIS thesis sub­ mitted to the University of Iceland in 2013. The focus of the study was to examine students’ attitudes to the Uni­ versity Library OPAC, their information seeking behav­ iour and information literacy skills by looking at how they thought they managed using the database. It was examined whether they had received instruction, how well they believed they knew the database and how they were utilizing it in their studies. A qualitative research method was used by conducting open interviews with eight undergraduate and postgraduate students. The results showed that the participants were very satisfied with the library system and found it easy to use. Most had received instruction in introductory courses, but a few had received no direct instruction or guidance. The students felt that the instruction had been useful but that it could have been more practical. They used Gegnir mostly for seeking information to complete assignments and final papers and their use varied depending on their level or field of studies. The students’ knowledge about the role and coverage of the database was generally quite good. Most thought Gegnir was convenient and reliable. However, it varied whether the students utilized all the different options offered by the OPAC. Nevertheless, they seemed fairly well information liter­ ate, but the study showed that there is need to increase instruction.

51


Bókasafnið 38. árg. 2014

Heimildaskrá Ansari, M. A. og Amita. ﴾2008﴿. Awareness and use of OPACs in five Delhi libraries. Electronic Library, 26﴾1﴿, 111­129. Calhoun, K. ﴾2006, mars﴿. The changing nature of the catalog and its

integration with other discovery tools: Prepared for the Library of Congress. Final report. Sótt 9. mars 2012 af

http://www.loc.gov/catdir/calhoun­report­final.pdf DaCosta, J. W. ﴾2010﴿. Is there an information literacy skills gap to be bridged?: An examination of faculty perceptions and activities relating to information literacy in the United States and England. College & Research Libraries, 71 ﴾3﴿, 203­222. Griffiths, J. R. og Brophy, P. ﴾2005﴿. Student searching behavior and the Web: Use of academic resources and Google. Library Trends, 53﴾4﴿, 539­554. Hartley, R. J. og Booth, H. ﴾2006﴿. Users and union catalogues. Journal of Librarianship and Information Science, 38﴾1﴿, 7­20. Sótt 25. febrúar 2012 af http://lis.sagepub.com/content/38/1/7.full.pdf+html Head, A. J. og Eisenberg, M. B. ﴾2009﴿. Lessons learned: How college

students seek information in the digital age. Project information literacy progress report. The Information School, University of

Washington. Sótt 25. apríl 2012 af http://projectinfolit.org/pdfs/PIL_Fall2009_Year1Report_12_2009 .pdf Helga Kristín Gunnarsdóttir. ﴾2013﴿. „Þess vegna er Gegnir svo frábær“: Viðhorf háskólanema til bókasafnskerfisins Gegnis. Óbirt MLIS­ritgerð: Háskóli Íslands, Félagsvísindadeild. http://hdl.handle.net/1946/14626 Hsieh­Yee, I. ﴾1996﴿. Student use of online catalogs and other information channels. College & Research Libraries, 57﴾March﴿, 161­175. Islam, Md. M. og Ahmed, S. M. Z. ﴾2011﴿. Measuring Dhaka University students' perceptions of ease­of­use and their satisfaction with University Library's online public access catalogue. Performance Measurement and Metrics, 12﴾3﴿, 142­156. doi: 10.1108/14678041111196631 Kim, K.­S. og Sin, S.­C. J. ﴾2011﴿. Selecting quality sources: Bridging the gap between the perception and use of information sources. Journal of Information Science, 37﴾2﴿, 178­188. Sótt 20. janúar 2012 af http://jis.sagepub.com/content/37/2/178 Kumar, S. ﴾2011﴿. Effect of web searching on the OPAC: A comparison of selected university libraries. Library Hi Tech News, 28﴾6﴿, 14­21. doi: 10.1108/07419051111173883 Kumar, S. og Vohra, R. ﴾2011﴿. Online public access catalogue usage at Panjab University Library, Chandigarh. DESIDOC Journal of Library & Information Technology, 31 ﴾4﴿, 302­310. Sótt 20. janúar 2012 af http://www.publications.drdo.gov.in/ojs/index.php/djlit/article/vie w/1110 Lippincott, J. ﴾2005﴿. Net generation students and libraries. EDUCAUSE Review, 40﴾2﴿, 56­66. Sótt 23. júlí 2012 af http://www.educause.edu/ero/article/net­generation­students­ and­libraries Mittermeyer, D. og Quirion, D. ﴾2003﴿. Information literacy: Study of

incoming first-year undergraduates in Quebec. Paper presented at the conference of rectors and principals of Quebec Universities, Montréal. Québec: Conference of Rectors and Principals of Québec Universities. Sótt 26. febrúar 2012 af

http://www.crepuq.qc.ca/documents/bibl/formation/studies_Ang. pdf Morupisi, L. og Mooko, N. P. ﴾2006﴿. Using the Online Public Access Catalogue at the University of Botswana. Information Development, 22﴾3﴿, 197­204. Sótt 20. janúar 2012 af http://idv.sagepub.com/content/22/3/197.full.pdf+html Novotny, E. ﴾2004﴿. I don't think I click: A protocol analysis study of use of a library online catalog in the Internet Age. College & Research Libraries, 65﴾6﴿, 525­537. Tenopir, C. ﴾2003﴿. Use and users of electronic library resources: An overview and analysis of recent research studies. Washington, D.C.: Council on Library and Information Resources. Sótt 7. apríl 2012 af http://www.clir.org/pubs/reports/pub120/pub120.pdf Þórdís T. Þórarinsdóttir. ﴾2008﴿. Upplýsingalæsi – Forsenda þátttöku í upplýsingaþjóðfélaginu? Í Gunnar Þór Jóhannesson og Helga Björnsdóttir ﴾ritstjórar﴿, Rannsóknir í félagsvísindum IX ﴾bls. 103­114﴿. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

52


Bókasafnið 38. árg. 2014

Tímamót í sögu námsgreinar: Upplýsingafræði í Háskóla Íslands Dr. Ágústa Pálsdóttir og dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir

Ágústa Pálsdóttir og Jóhanna Gunnlaugsdóttir eru prófessorar í upplýsingafræði, Félags­ og mannvísindadeild Háskóla Íslands

Útdráttur Markmið þessarar greinar er að fjalla um hvernig þarfir þjóðfélagsins fyrir skipulagningu skráðrar þekkingar og menntaða sérfræðinga í bókasafns­ og upplýsingafræði mynduðust samfara tækniframförum. Tilgangurinn var enn fremur að færa til bókar hvernig námsgreinin bókasafns­ og upplýsingafræði hafði þróast innan Háskóla Íslands. Eigindlegar aðferðir voru notaðar við söfnun rannsóknargagna. Gagna var aflað úr útgefnum og óútgefnum heimildum varðandi Háskóla Íslands. Niðurstöðurnar gefa til kynna að bókasafns­ og upplýsingafræði innan Háskóla Íslands hafi að mestu þróast í samræmi við samfélagsþörfina. Framfarir í vinnumenningu og tækni leiddu til aukinna þarfa fyrir sérmenntað starfsfólk í bókasafns­ og upplýsingafræði um miðja síðustu öld. Áhersla hefur verið lögð á að kenna allar undirstöðugreinar innan bókasafns­ og upplýsingafræði í Háskóla Íslands. Skortur á fé hefur hins vegar leitt af sér kennaraeklu sem aftur hefur haft í för með sér að ekki hefur verið hægt að bjóða upp á mikla fjölbreytni í námskeiðsvali. Í upphafi kennslu í greininni, upp úr miðri síðustu öld, var boðið upp á bókasafnsfræði sem aukagrein. Fljótlega þróaðist greinin í að verða fullgild háskólagrein til BA­prófs og er hún nú kennd til MA­, MIS­ og PhD­gráðu auk diplómanáms á meistarastigi. Í júní 2014 höfðu 563 nemendur lokið BA­gráðu og starfsréttindanámi til BA­ prófs, 69 MLIS­gráðu, sjö MA­gráðu og 22 diplóma á meistarastigi. Fyrsti nemandi með PhD­gráðu útskrifaðist frá námsbrautinni í júní 2013. Niðurstöðurnar lýsa þróun og stöðu námsgreinarinnar. Ekki er lengur boðið upp á BA­nám í fræðigreininni og frá og með haustmisseri 2014 verður hún einungis kennd á

framhaldsstigi. Nafni námsbrautarinnar hefur nú verið breytt í upplýsingafræði.

Inngangur Með breyttum atvinnuháttum jókst þörfin fyrir skipu­ lega miðlun þekkingar eftir því sem leið á síðustu öld. Það leiddi meðal annars til þess að námi í bókasafns­ fræði var komið á fót við Háskóla Íslands 1956. Með breyttum tímum þróaðist heiti námsgreinarinn­ ar í bókasafns­ og upplýsingafræði og síðar í upplýs­ ingafræði árið 2013. Árið 2004 urðu tímamót hjá námsgreininni þegar sett var á laggirnar fastmótað ML­ IS­nám ﴾Master of Library and Information Science﴿. Ár­ ið 2013, þegar nafni námsgreinarinnar hafði verið breytt í upplýsingafræði, öðlaðist MLIS­námið heitið MIS­nám ﴾Master of Information Science﴿. Kennsla í námsgreininni hefur staðið óslitið í meira en hálfa öld. Mikilvægt er að námsgrein sem þessi þró­ ist í takt við breytingar á atvinnuháttum og tækni og í þessari tímaritsgrein er meðal annars leitast við að svara spurningunni um hvort svo hafi verið. Í upphafi greinarinnar er skýrt frá aðferðafræði og gagnasöfnun. Því næst er fjallað um forsögu og fél­ agslegt samhengi þess að þörfin fyrir starfsfólk með sérfræðimenntun á bókasöfnum kom til sögunnar. Í framhaldinu er stiklað á stóru varðandi sögu og þróun námsgreinarinnar frá því að hún hóf göngu sína í Há­ skóla Íslands til nútímans. Þar er gæðamati, sem unnið var fyrir námsgreinina lýst, og stefna og helstu markmið hennar tíunduð. Þá eru námsleiðum og námi eins og það er nú gerð skil og greint frá þeim breytingum á námi í bókasafns­ og upplýsingafræði, nú upplýsingafræði, sem felst í því að BA­nám var lagt niður frá og með há­

53


Bókasafnið 38. árg. 2014 skólaárinu 2013­2014. Áfram verður í boði að ljúka framhaldsnámi við greinina. Loks eru birtar umræður og samantekt.

varpað ljósi á sögu, þróun og stöðu námsgreinarinnar og hvort hún hefði þróast í samræmi við kröfur og viðmið í ytra umhverfi.

Aðferðafræði

Vaxandi þörf fyrir sérmenntað starfsfólk

Markmiðið með ritun greinarinnar var að skoða og færa til bókar sögu, þróun og stöðu námsgreinar í bóka­ safns­ og upplýsingafræði, nú upplýsingafræði, frá því að hún hóf göngu sína í Háskóla Íslands og til nútímans. Við þá athugun var notuð sú aðferð að rannsaka fyrir­ liggjandi skjalfest gögn sem námsgreinina vörðuðu svo og gögn innan og í tengslum við Háskóla Íslands ﴾Hartley, 1999﴿. Í því sambandi voru upplýsingar bæði í skjalasöfnum starfseininga og á heimasíðu Háskólans rannsökuð ﴾Edwards, Thomas, Rosenfeld og Booth­ Kewley, 1997﴿ auk útgefins efnis varðandi Háskólann. Þá voru gögn úr ytra umhverfi námsgreinarinnar skoðuð svo sem viðeigandi lög og útgefin rit. Tafla 1 gefur yfirlit yfir fyrirliggjandi gögn úr innra og ytra umhverfi náms­ greinarinnar.

Segja má að þörf fyrir miðlun almennrar verkþekk­ ingar í rituðu máli hafi ekki skapast á Íslandi fyrr en á 20. öld þegar atvinnuhættir og verkmenning breyttust. Þeg­ ar kom fram á miðja öldina höfðu atvinnuhættir, bæði landbúnaður og fiskveiðar, náð að þróast og þjóðin tekin að iðnvæðast ﴾Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon, 1997﴿. Á þeim tíma varð einnig ljóst að það kerfi, sem not­ að hafði verið til bóklegrar þekkingarmiðlunar, það er lestrarfélög starfrækt af ólaunuðum sjálfboðaliðum, var ófullnægjandi fyrir þekkingar­ og upplýsingaþörf lands­ manna. Það lýsir sér meðal annars í því að fyrstu lög um almenningsbókasöfn, nr. 42/1955, voru sett um miðja öldina þó svo að þar sé ekki gerð krafa um menntun þeirra sem gegndu starfi á almenningsbókasöfnum. Þá var talin þörf á sérmenntuðu fólki til þess að sinna bóklegri þekkingarþörf landsmanna sem leyst skyldi með því að hefja kennslu í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013﴿. Háskóli Íslands var settur á laggirnar 1911. Háskólinn er opinber stofnun og honum var ætlað að koma að mótun íslenska þjóðríkis­ ins ﴾Guðmundur Hálfdanarson, Sigríður Matthíasdóttir og Magnús Guðmundsson, 2011﴿. Á fimmta áratugnum var Atvinnudeild Háskólans stofnuð en henni var ætlað að standa að rannsóknum í landbúnaði, fiskveiðum og iðnaði. Meginstarfsemi Háskólans hafði fram til þess tíma verið menntun embættismanna, presta, lækna og lögfræðinga ﴾Guðmundur Hálfdanarson, Sigríður Matth­ íasdóttir og Magnús Guðmundsson 2011﴿. Þegar kom fram um miðja síðustu öld bendir stofnun kennslu í bókasafnsfræði, árið 1956 ﴾Háskóli Íslands, 1956﴿, til þess að aukin þörf á sérmenntuðu starfsfólki í bóka­ safnsfræði hefði skapast bæði meðal landsmanna al­ mennt sem innan vísinda­ og háskólasamfélagsins. Árið 1965 voru þrjár sjálfstæðar rannsóknarstofnan­ ir settar á fót með lögum um rannsóknir í þágu atvinnu­ veganna, nr. 64/1965, Hafrannsóknarstofnun, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og Iðntæknistofnun. Stofnanir þessar tóku við hlutverki Atvinnudeildar Há­ skólans. Atvinnudeildin hafði notið þjónustu Háskóla­ bókasafns en með nýja fyrirkomulaginu var sérstökum sérfræðibókasöfnum komið á fót innan stofnananna þriggja. Allt frá áttunda áratug síðustu aldar komu enn fremur til sögunnar breytingar og nýjungar sem stuðluðu að aukinni þörf fyrir sérmenntað starfsfólk til skipulagn­

Fyrirliggjandi skráð efni Ársskýrslur Brautskráningaryfirlit Fundargerðir Kennsluskrár Lög Samningar Skráningar nemenda, yfirlit Stefnur Útgefin rit Úttektarskýrslur Tafla 1: Gagnaöflun

Gagnasafn þetta flokkast undir eigindleg gögn en við greiningu slíkra gagna er ekki hægt að fylgja eins af­ mörkuðum reglum og við greiningu megindlegra gagna þó svo að leitast sé við að ná fram sem skýrastri mynd af viðfangsefninu ﴾Williamson, 2002﴿. Við skoðun á fyrir­ liggjandi efni úr innra og ytra umhverfi námsgreinarinnar var leitast við að fylgja vinnuferlum orðræðugreiningar ﴾discourse analysis﴿ eins og unnt var ﴾Fairclough, 1993/2002; Hennink, Hutter og Bailey, 2011; Schwandt, 1997﴿. Gögnin voru lesin á kerfisbundinn hátt og reynt var að rýna þau með tilliti til þess hvernig þau gætu

54


Bókasafnið 38. árg. 2014 ingar og miðlunar upplýsinga. Má þar telja stofnun nýrra fræðigreina innan Háskólans, síaukna tæknivæðingu safnkosts, sívaxandi upplýsingamagn og nýtt og breytt lagaumhverfi á sviði bókasafns­ og upplýsingamála ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013﴿. Þessar nýjungar fólu meðal annars í sér auknar kröfur um áreiðanlega upp­ lýsingaþjónustu og –miðlun svo og sérþekkingu á skipu­ lagningu þekkingar, það er flokkun hennar, lyklun og skráningu samkvæmt alþjóðastöðlum.

Námsgreinin innan heimspeki og félagsvísinda Nám í bókasafnsfræði hófst innan heimspekideildar Háskóla Íslands 1956. Í upphafi veitti Björn Sigfússon þáverandi háskólabókavörður kennslunni forstöðu ﴾Há­ skóli Íslands, 1956﴿. Nemendur sem í fyrstu lögðu stund á fræðigreinina voru einkum þeir sem höfðu lært íslensk fræði eða sagnfræði. Framan af var aðaláhersla lögð á kennslu í efnisflokkun og skráningu rita, bókfræði, hand­ ritalestri svo og starfsþjálfun. Talsvert hefur verið fjallað um upphafsár kennslu í námsgreininni ﴾sjá til dæmis Friðrik G. Olgeirsson, 2004; Sigrún Klara Hannesdóttir, 1997﴿. Hér verður því einungis stiklað á stóru hvað hana varðar. Árið 1957 luku fyrstu tveir nemendur fyrsta stigi í bókasafnsfræði eða eins vetrar námi í fræðigreininni. Á næstu árum bættust nokkrir í hópinn og þegar kennsla til BA­prófs í bókasafnsfræði hófst háskólaárið 1963­1964 höfðu samtals 13 nemendur lokið einu til tveimur stigum í náminu. Fræðigreinin var loks viðurkennd sem sjálf­ stæð háskólagrein við Háskóla Íslands þegar fyrsti nem­ andi lauk BA­prófi 1964 ﴾Friðrik G. Olgeirsson, 2004﴿. Námsgreinin bjó við þröngan kost framan af og öll nám­ skeið voru kennd af stundakennurum. Hún hafði fyrst á að skipa föstum kennara 1975 þegar fyrsti lektor var ráðinn til kennslunnar ﴾Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2005﴿. Það sem einkum hafði áhrif á þróun og breytingu bókasafnsmála til batnaðar var að Bókavarðarfélag Ís­ lands var sett á fót 1960. Meðal markmiða félagsins var að efla kennslu á sviðinu ﴾Friðrik G. Olgeirsson, 2004﴿. Félagsmenn sáu um útgáfu fyrstu íslensku handbókar­ innar um skáningu rita í samræmi við ensk­amerísku skráningarreglurnar ﴾Skráningarnefnd Bókavarðarfélags Íslands, 1970﴿, stóðu að þýðingu Dewey Decimal Class­ ification System yfir á íslensku ﴾Dewey, 1970﴿ og stuðl­ uðu að útgáfu fréttabréfsins Fregna og tímaritsins Bókasafnins. Auk þessa varð stofnun félagsins til þess að efla tengsl og samstarf milli starfsfólks jafnt innan­ lands sem á erlendum bókasöfnum. Stofnun Félags bókasafnsfræðinga 1973 renndi frekari stoðum undir fræðigreinina og stöðu bókasafns­

fræðinga og stuðlaði að frekari samvinnu við erlenda aðila ﴾Friðrik G. Olgeirsson, 2004﴿. Þar sem eitt af markmiðum félagsins var að efla menntun í fræðigrein­ inni setti það fram þá kröfu að nám í bókasafnsfræði við Háskólann yrði endurskoðað. Í framhaldinu voru fengnir erlendir sérfræðingar, dr. G. Edward Evans frá Denver, Colorado og Douglas J. Foskett frá Bretlandi til þess að vinna að tillögum um framtíðarskipan námsins. Félag bókasafnsfræðinga setti einnig á fót nefnd til þess að gera tillögur um námsskipan. Þótt tillögur þessara aðila væru að mörgu leyti ólíkar voru þær þó samhljóða um að ráða þyrfti fastan kennara í bókasafnsfræði ﴾Sigrún Klara Hannesdóttir, 1996﴿. Námsgreinin starfaði innan heimspekideildar þar til félagsvísindadeild var sett á fót við Háskólann í sept­ ember 1976. Námsgreinar hinnar nýju deildar voru fé­ lagsfræði, stjórnmálafræði og mannfræði, en þær höfðu áður starfað innan sérstakrar námsbrautar, auk bóka­ safnsfræði, sálfræði og uppeldis­ og kennslufræði sem áður töldust til heimspekideildar ﴾Inga Dóra Sigfúsdóttir, 1997﴿. Bókasafnsfræðin hefur síðan vaxið og dafnað meðal félagsvísindanna og stefnt hefur verið að því að þróa námsgreinina og aðlaga að breytingum í starfsum­ hverfi hennar. Árið 1977 var annar lektor ráðinn til starfa ﴾Sigrún Klara Hannesdóttir, 1997﴿. Lengst af hafa þrír fastir kennarar starfað við kennsluna á sama tíma, á tímabili voru þeir fjórir ﴾Sigrún Klara Hannesdóttir, 1996﴿ en nú stefnir í að þeir verði einungis tveir. Til viðbótar föstum kennurum hefur talsverður fjöldi stundakennara kennt við námsgreinina í tímans rás og hún hefur átt því láni að fagna að hafa notið starfskrafta erlendra gistikennara frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Danmörku og Bretlandi.

Námsgreinin í ljósi ESB/EFTA-gæðamats Í júní 1995 var gefin út skýrsla hóps sérfræðinga utan námsgreinarinnar. Vinnan var hluti af evrópsku verkefni og skýrslan greindi frá niðurstöðum gæðamats á kennslu í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins var að leitast við að sannreyna reglur sem notaðar höfðu verið til þess að meta gæði háskólakennslu, einkum að komast að því hvort reglurnar væru jafnnothæfar fyrir raungreinar annars vegar og starfstengdar háskólagreinar hins vegar ﴾Sigrún Klara Hannesdóttir munnleg heimild, 11. júní 2012﴿. Menntamála¬ráðuneytið og ESB/EFTA valdi bókasafnsfræðina sem aðra tveggja starfstengdra greina innan Háskólans til þess að taka þátt í verkefninu ﴾Menntamálaráðuneytið, 1995﴿. Á þeim tíma starfaði námsgreinin samkvæmt stefnu og markmiðum frá 1983. Þau voru skilgreind í tilefni af

55


Bókasafnið 38. árg. 2014 útgáfu norrænnar handbókar fyrir bókasafnsfræði­ menntun ﴾External Review Teem, 1995﴿. Síðan þá hafði hlutverk bókasafnsfræðinga í íslensku samfélagi ger­ breyst. Námsgreinin hafði þróast smám saman á þess­ um tíma. Vettvangsnámið var endurskoðað 1992 og í kjölfar þess sett á fót endurskoðunarnefnd fyrir náms­ greinina 1993 ﴾External Review Team, 1995﴿. Þá var boðið upp á MA­nám í fyrsta skipti við námsbrautina veturinn 1993­1994 ﴾Háskóli Íslands, 1993﴿. Enda þótt endurskoðun námskeiða hafi þegar farið fram á tíma gæðamatsins þótti tímabært að endurskoða stefnu og markmið greinarinnar. Skýrslan um gæðamatið var jákvæð fyrir náms­ greinina hvað fjölda fastra kennara, menntun þeirra og hæfni varðaði en talin var þörf á að endurskoða val á leiðbeinendum vegna starfsþjálfunar á bókasöfnum. Að­ búnaður til kennslu var talinn góður að mati skýrsluhöf­ unda, nemendur sýndu ánægju með kennsluna og atvinnumöguleikar þeirra að námi loknu þóttu góðir. Tengsl námsgreinarinnar við útlönd var talin einn helsti styrkur hennar. Jákvætt þótti að fastir kennarar væru all­ ir menntaðir erlendis og hefðu samskipti við þá háskóla og lönd sem þeir höfðu sótt menntun sína til. Þá var álit­ ið að tengslin við erlend fagfélög og stofnanir væru fremur sterk ﴾External Review Team, 1995﴿. Niðurstöður skýrslunnar sýndu að ýmislegt mátti betur fara og talið var að stefnumörkun námsgreinarinn­ ar þyrfti að vera skýrari. Fram kom að skortur væri á skrifstofu­ og aðstoðarfólki til þess að styðja við náms­ greinina. Það hefði einkum þær afleiðingar að tími fastra kennara nýttist ekki sem skyldi til rannsókna og hvað rannsóknarvinnu varðaði þótti námsgreinin fremur veik. Þá mæltu skýrsluhöfundar með nánari samvinnu við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn ﴾External Review Team, 1995﴿.

Áframhaldandi þróun námsgreinarinnar Rannsóknarvirkni fastra kennara hefur aukist til muna hin síðari ár bæði hvað varðar innlend rannsókn­ arefni og rannsóknarefni í tengslum við erlenda háskóla. Þeir leggja stund á rannsóknir á mismunandi sviðum bókasafns­ og upplýsingafræði. Kennarar námsbrautar­ innar kynna rannsóknir sínar á íslenskum, fjölþjóðlegum og alþjóðlegum ráðstefnum og birta bókarkafla og grein­ ar í ritrýndum tímaritum. Rannsóknir meistara­ og doktorsnema eru ennfremur fjölbreyttar. Í ESB/EFTA­gæðamatsskýrslunni var hvatt til frekari samvinnu við Landsbókasafn Íslands – Háskóla­ bókasafn. Unnið hefur verið að því að treysta tengsl og auka samvinnu við safnið. Í ágúst 2004 var gerður sam­

56

starfssamningur milli Háskólans og Landsbókasafns Ís­ lands – Háskólabókasafns. Þar eru tiltekin fjögur helstu markmið samningsins og eitt þeirra er „að styrkja safnið sem rannsóknarstofnun á sviði bókfræði og bókasafns­ og upplýsingafræði, m.a. í samvinnu við bókasafns­ og upplýsingafræðiskor félagsvísindadeildar H.Í.“ ﴾Háskóli Íslands, 2004b﴿. Starfsmenn safnsins hafa komið tölu­ vert að kennslu og leiðsögn verkefna við greinina í ár­ anna rás og þess ber að geta að nú hefur safnið tekið að sér kennslu í flokkun, lyklun og skráningu. Æskilegt væri að efla enn frekar samvinnu og tengsl við safnið og stéttina. Á vegum námsbrautarinnar hefur samvinnu verið komið á fót við ýmis bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar, Þjóðskjalasafn Íslands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og skjalasöfn stofnana og fyrirtækja. Þá hefur tengslum verið komið á við fyrirtæki og þá einkum hugbúnaðarfyr­ irtæki. Starfsaðferðir í bókasafns­ og upplýsingafræði hafa tekið breytingum í tímans rás meðal annars vegna til­ komu og þróunar í upplýsingatækni. Leitast hefur verið við að aðlaga námið með tilliti til þeirra breytinga. Þá hefur verið lögð áhersla á tengsl við atvinnulífið og að laga námsgreinina og markmið hennar að þörfum þess án þess að slakað hafi verið á fræðilegum kröfum í náminu. Nemendur hafa jafnframt átt greiða leið inn á atvinnumarkað að loknu námi. Bókasafns­ og upplýsingafræðingar starfa í hinum fjölmörgu safnategundum og sem skjalastjórar, vefstjór­ ar, gæðastjórar og þekkingarstjórar í fyrirtækjum og stofnunum svo að dæmi séu tekin. Þeir hafa einnig stofnað ráðgjafafyrirtæki og veitt fyrirtækjum og stofnun­ um ráðgjöf við skipulagningu upplýsingamála. Töluverður fjöldi nýnema er samþykktur inn í námið að jafnaði ár hvert. Í árslok 2013 voru 117 nemendur innritaðir í námsbrautina og er meirihluti þeirra í fram­ haldsnámi. Fjöldi nemenda í BA­námi var á þeim tíma 46, MLIS­nema 36, MA­nema 14 og doktorsnema fjórir. Þá voru 17 nemendur innritaðir í diplómanám á meistarastigi á þessum tíma ﴾Jóna Margrét Guðmunds­ dóttir vefpóstur, 2. janúar 2014﴿. Af þeim nemendum sem innrituðust í BA­nám háskólaárið 2010­2011 eru átta nú í náminu, 15 þeirra frá 2011­2012 og 12 frá 2012­2013. Rétt er að hafa í huga að þó svo að fólk sendi inn umsóknir í háskólanám skila ekki allir sér í námið.Góð aðsókn var í námið á vormisseri 2014 og verður sérstaklega gerð grein fyrir henni síðar í greininni ﴾sjá myndir 3, 6 og 7﴿ Stefna námsbrautarinnar er að útskrifa hæfa ein­ staklinga sem eru færir um að vinna árangursrík störf


Bókasafnið 38. árg. 2014

Mynd 1: Dreifing útskrifta úr BA-námi eftir árum, 1964 til 2013

innan atvinnulífsins og á sviði rannsókna og kennslu. Til þess að framfylgja stefnunni er leitast við að hafa á boð­ stólum námskeið sem innihalda alla nauðsynlega þætti í bókasafns­ og upplýsingafræði og tengdra greina. Stefnt er að því hafa endurskoðun sífellt í gangi hvað varðar námið í heild, námsleiðir og einstök námskeið. Megin­ markmiðin með kennslunni eru: • Að útskrifa nemendur sem búa yfir nauðsynlegri þekkingu og hæfni til þess að skila árangursríkri vinnu á starfsvettvangi. • Að hvetja nemendur til þess að fylgjast með þeim öru breytingum sem eiga sér stað í starfs­ umhverfi fræðigreinarinnar og tileinka sér nýj­ ungar með símenntun að loknu háskólanámi. • Að stuðla að því að nemendur miðli þekkingu eftir að námi lýkur til dæmis með námskeiðs­ og fyrirlestrahaldi á vinnustöðum sínum. • Að hvetja nemendur til rannsókna og leiða þeim fyrir sjónir að innan fræðigreinarinnar er víða óplægður akur hvað rannsóknarverkefni varðar. • Að hvetja nemendur til framhaldsnáms og gefa þeim gott veganesti svo að þeir séu færir um að velja þá leið. Ofangreind markmið eru háð því að boðið sé upp á nægjanlegt úrval námsleiða og námskeiða ﴾Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2005﴿. Það er svo aftur á móti háð því fé og þeim starfskrafti sem námsbrautin hefur yfir að ráða hverju sinni hvernig til tekst.

Nám og kennsla Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að kennsla hófst í greininni árið 1956. Námið hefur tekið breytingum

og þróast á þeim áratugum sem liðnir eru. Árið 1979 var fyrst boðið upp á sérhæfingu skólasafnsvarða. Kennsla í skjalavörslu hófst sama ár og árið 1994 var boðið upp á sérhæfingu á sviði skjalastjórnar ﴾Háskóli Íslands, 1979; 1993﴿. Fleiri sérhæfingarleiðir hafa fylgt í kjölfarið svo sem upplýsingafræði og þekkingarmiðlun og stjórnun og stefnumótun ﴾Háskóli Íslands, 2014a﴿. Fjöldi nemenda sem hafa útskrifast sem skólasafnsverðir ﴾30 einingar eða 60 ECTS﴿ er 52 ﴾Háskóli Íslands, 2001; Jóna Margrét Guðmundsdóttir munnleg heimild, 14. ágúst 2012﴿. Í árslok 2013 höfðu alls 553 nemendur útskrifast með BA­gráðu í bókasafns­ og upplýsingafræði frá Há­ skóla Íslands ﴾Háskóli Íslands, 2014a; Kristín H. Péturs­ dóttir og Ragnhildur Bragadóttir, 1998; Sigrún Klara Hannesdóttir, 1997﴿. Mynd 1 sýnir fjölda útskrifta úr BA­ námi og dreifingu á árunum 1964­2013. Sem sjá má hefur útskrifuðum BA­nemum farið fækkandi hin síðari ár. Það helst í hendur við dvínandi aðsókn í BA­námið. Í júní 2014 útskrifuðust tíu nemendur úr BA­náminu og von er á fleiri útskriftum í október 2014. Með setningu laga um bókasafnsfræðinga, nr. 97/1984, var kveðið á um að þeir sem höfðu lokið há­ skólaprófi í annarri grein, auk að minnsta kosti 60 ein­ inga námi í bókasafnsfræði ﴾120 ECTS﴿, mættu kalla sig bókasafnsfræðinga. Um þær mundir var komið á fót svokölluðu starfsréttindanámi í bókasafns­ og upplýs­ ingafræði til 60 eininga ﴾120 ECTS﴿ ætlað þeim sem höfðu háskólapróf í annarri grein. Árið 1990 höfðu um það bil tíu nemendur útskrifast með starfsréttindanám í greininni ﴾Félagsvísindadeild. Háskóli Íslands, 2001﴿. Á mynd 2 má sjá yfirlit yfir fjölda nemenda sem út­ skrifuðust með starfsréttindanám á árunum 1990­2006 og eru þeir 43 samtals ﴾Háskóli Íslands, 2001; Háskóli Íslands, 2012; Kristín H. Pétursdóttir og Ragnhildur

57


Bókasafnið 38. árg. 2014 Librarians of the 21st Century frá Sambandi bókavarða í sérfræði­ og rannsóknarbókasöfnum ﴾SLA﴿. Það tók enn fremur mið af öðru framhaldsnámi innan Háskóla Íslands svo sem MPA­námi ﴾Master of Public Admin­ istration﴿ og MSW­námi ﴾Master of Social Work﴿ í fé­ lagsráðgjöf ﴾Clyde, 2004﴿. Á mynd 3 má sjá dreifingu samþykktra umsókna í MLIS­námið eftir árum. Alls hafa umsóknir frá 173 nemendum verið sam­ Mynd 2: Fjöldi nemenda sem luku starfsréttindanámi, 1990 til 2006

Bragadóttir, 1998﴿. Þess ber að geta að þeir sem útskrif­ uðust úr starfsréttindanámi eru taldir með í mynd 1 hér að ofan. Þó svo að starfsréttindanámið hafi vissulega verið góð viðbót við námsleiðir í bókasafns­ og upplýsinga­ fræði á sínum tíma þurftu þeir nemendur sem það tóku að bæta við sig tveggja ára námi sem var eingöngu á BA­stigi. Námsgreinin hafði hug á að bæta stöðu þess­ ara nemenda svo að námið yrði þeim verðmætara. Þess vegna var ákveðið að bjóða upp á MLIS­nám ﴾Master of Library and Information Science﴿ í bókasafns­ og upp­ lýsingafræði og hófst kennslan háskólaárið 2004­2005 ﴾Háskóli Íslands, 2004a﴿. Það nám leysti af hólmi starfs­ réttindanámið sem áður hafði verið kennt á BA­stigi. Þeim sem áður höfðu lokið starfsréttindanámi var jafn­ framt boðið að uppfæra það nám á framhaldsstig ﴾Ág­ ústa Pálssdóttir, 2009﴿. MIS­námið er til 120 ECTS­eininga. Lokahnykkurinn í náminu er meistaraprófsritgerð til 30 ECTS. Námið er ætlað þeim sem þegar hafa lokapróf í annarri háskóla­ grein en bókasafns­ og upplýsingafræði, eins og fyrr segir, það er nemendum sem lokið hafa BA­gráðu í hinum ýmsu greinum hug­ og félagsvísinda, BEd­gráðu í kennaranámi og BS­gráðu í raungreinum svo að dæmi séu tekin. Námið gefur hinu fyrra háskólaprófi því aukið gildi svo að um munar ﴾Ný og spennandi námsleið, 2004﴿. MLIS­námið við Háskóla Íslands var þróað með hliðsjón af alþjóðlegum samtökum á sviði bókasafns­ og upplýsingafræði og stuðst var við Standards for Library Schools Update: Report 1999 frá Alþjóðasambandi bókasafns­ og bókavarðafélaga ﴾IFLA﴿, Standards for Accreditation of Masters Programs in Library and In­ formation Studies 1992 frá Sambandi bandarískra bókasafna ﴾ALA﴿ og Competencies for Special

*Inntökum fyrir vormisseri 2015 er ólokið. Mynd 3: Dreifing samþykktra MLIS-umsókna eftir árum, 2004-2005 til 2014-2015

þykktar í MLIS­námið frá upphafi.1 Sem sjá má á mynd 3 hefur verið töluverð uppsöfnuð eftirspurn eftir náminu þegar það hófst en 35 umsóknir voru samþykktar háskólaárið 2004­2005. Í kjölfarið dró nokkuð úr fjölda umsókna en á síðari árum hefur aðsóknin farið vaxandi og voru 23 umsóknir samþykktar fyrir háskólaárið 2013­ 2014 ﴾Háskóli Íslands, 2003­2014﴿. Alls hafa 29 umsóknir verið samþykktar fyrir haustmisseri 2014 en hafa ber í huga að inntökum fyrir vormisseri 2015 er ólokið. Því getur samþykktum umsóknum í MIS­nám

*Útskriftum á haustmisseri 2014 er ólokið. Mynd 4: Dreifing útskrifta úr MLIS-námi eftir árum 2005 til 2014

1 Þess má geta að í sumum tilvikum sækja sömu nemendurnir um, og eru samþykktir inn í námið, oftar en einu sinni. Farið var yfir nafnalista umsækjenda og þeir aðeins taldir með í síðasta skipti sem þeir sóttu um.

58


Bókasafnið 38. árg. 2014 fyrir háskólaárið 2014­2015 fjölgað enn frekar frá þvi sem nú er. Mynd 4 sýnir dreifingu útskrifta úr MLIS­námi eftir árum. Fyrstu nemendurnir útskrifuðust úr náminu árið 2005 en í júní 2014 höfðu alls 69 nemendur útskrifast með MLIS­gráðu frá Háskóla Íslands ﴾Háskóli Íslands, 2014a﴿. Sem sjá má á mynd 4 hefur útskriftum úr MLIS­ námi farið fjölgandi á undanförnum árum. Mesti fjöldi út­ skrifta var árið 2011 þegar 13 nemendur útskrifuðust og árið 2013 þegar 12 nemendur útskrifuðust. Þegar horft er til fjölda útskrifta ársins 2014 ber að hafa í huga að hér eru einungis meðtaldar útskriftir í febrúar og júní. Konur eru í miklum meirihluta þeirra sem hafa útskrifast úr MLIS­náminu en alls hafa 58 konur útskrifast á móti 11 körlum ﴾Háskóli Íslands, 2014a﴿. Þegar tölur um samþykktar umsóknir í MLIS­námið ﴾sjá mynd 3﴿ eru bornar saman við tölur um útskriftir í mynd 4 þarf að hafa í huga að það tekur framhaldsnem­ endur að jafnaði tvö til fjögur ár að ljúka námi eins og fram kemur í sjálfsmatsskýrslu Félags­ og mannvísinda­ deildar Háskóla Íslands á gæðum náms innan deildar­ innar ﴾Háskóli Íslands, 2013a﴿. Í þessu sambandi er vert að geta þess að samkvæmt tilmælum frá mennta­ og menningarmálaráðuneytinu var ákveðið að fram færi yfirgripsmikið gæðamat á háskólakennslu og háskólum á Íslandi háskólaárin 2011­2012 til 2014­2015. Af því til­ efni var sett á fót gæðaráð háskóla sem stendur að þró­ un gæðakerfis íslenskra háskóla ﴾Quality enhancement framework﴿. Meginmarkmið gæðakerfisins er að stuðla

að rekstri óháðra og fjölbreyttra háskólastofnana. Verk­ efnið samanstendur af sjálfsmati háskóla og háskóla­ deilda á Íslandi auk þess sem stuðst er við reynslu og sérfræðiþekkingu evrópskra og alþjóðlegra aðila ﴾Magnús Lyngdal Magnússon, 2011﴿. Gæðamat á Fé­ lags­ og mannvísindadeild, þar á meðal námsbraut í bókasafns­ og upplýsingafræði fór fram á vormisseri 2013 ﴾Háskóli Íslands, 2013a﴿. Mikilvægt er fyrir litla stétt sem starfar á fjöl­ breytilegum vettvangi að hafa bakgrunn úr mismunandi áttum. Eins og mynd 5 sýnir hafa nemendur sem útskrif­ ast úr MLIS­námi lokið grunnnámi í hinum ýmsu há­ skólagreinum. Námsgreinarnar sem útskrifaðir MLIS­nemar höfðu lokið í grunnnámi reyndust 19 talsins en þá eru erlend tungumál talin saman sem ein námsgrein. Flestir þeirra sem hafa lokið MLIS­námi, eða 18 talsins, höfðu kenn­ aramenntun að baki. Einnig er nokkuð algengt að fólk hafi lokið grunnnámi í erlendu tungumáli eða í bók­ menntum, sjá mynd 5 ﴾Ágústa Pálsdóttir, 2009a; Háskóli Íslands, 2003­2014﴿. Árið 2008 var í fyrsta sinn boðið upp á diplómanám á meistarastigi ﴾Háskóli Íslands, 2008﴿ og á árunum 2009­2014 útskrifuðust 17 nemendur með þá háskóla­ gráðu ﴾Háskóli Íslands, 2014a; Jóna Margrét Guð­ mundsdóttir vefpóstur, 27. febrúar 2013﴿. Diplómanám er viðbótarnám í bókasafns­ og upplýsingafræði til 30 ECTS og er sérstaklega hugsað sem styttri námsleið fyrir fólk sem hefur ef til vill ekki áhuga á að ljúka fram­ haldsgráðu en vill samt bæta við sig í námi. Nemendur

Mynd 5: Yfirlit yfir grunnnám sem útskrifaðir MLIS-nemar hafa lokið

59


Bókasafnið 38. árg. 2014 sem ljúka diplómanámi hljóta ekki námsgráðu en þeir fá diplómaskírteini um að náminu hafi verið lokið. Jafnframt geta þeir sem hafa áhuga á að halda áfram í námi sótt um að fá námskeið úr diplómanáminu metin inn í fram­ haldsnám í greininni og reynsla undanfarinna ára sýnir að margir hafa valið þá leið. Mynd 6 sýnir þróun í aðsókn í diplómanámið en sem sjá má hefur hún aukist jafnt og þétt ﴾Anna Margrét

*Inntökum fyrir haustmisseri 2014 er ólokið og eftir eru inntökur fyrir vormisseri 2015. Mynd 6: Dreifing samþykktra umsókna í diplómanám eftir árum, 2008-2009 til 2014-2015

Eggertsdóttir, vefpóstur 6. nóvember 2013﴿. Eins og áður segir hófst framhaldsnám í bókasafns­ og upplýsingafræði fyrst árið 1993 þegar greinin tók að bjóða upp á rannsóknatengt meistaranám. Rannsókna­ tengt meistaranám er tveggja ára ﴾120 ECTS﴿ fræðilegt framhaldsnám, til prófgráðunnar magister artium, MA. Öllum, sem lokið hafa BA­námi í greininni og fullnægja kröfum þeim sem Háskólinn setur um lágmarkseinkunn fyrir inntöku í nám á meistarastigi, býðst nú að stunda MA­nám í upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Námið

*Inntökum fyrir vormisseri 2015 er ólokið. Mynd 7: Dreifing samþykktra umsókna í MA-nám eftir árum 1993-1994 til 2014-2015

hentar vel þeim sem vilja auka við menntun sína með áherslu á sveigjanleika og þverfræðilegt nám. Þar sem nemendur hafa þá þegar öðlast nauðsynlegan grunn í greininni býður MA­námið upp á að hægt sé að sérsníða það fyrir hvern og einn með tilliti til áhugasviðs og MA­ rannsóknar. Námsbrautin hefur orðið vör við vaxandi áhuga og aukna aðsókn í MA­námið og hefur brugðist við með því að skipuleggja námsleiðir til sérhæfingar þar sem meðal annars eru nýtt námskeið úr öðrum háskóla­ greinum ﴾Háskóli Íslands, 2014b﴿. Á mynd 7 má sjá dreifingu samþykktra umsókna í MA­námið eftir árum.2 Fyrsti nemandinn var tekinn inn í MA­nám í greininni háskólaárið 1993­1994 og háskólaárið 1995­1996 hófu jafnframt tveir nemendur til viðbótar rannsóknartengt meistaranám. Áratuginn þar á eftir innrituðust engir nemendur eða fram til háskólaársins 2006­2007 þegar einn nemandi var tekinn inn. Þess ber að geta að fyrstu árin var inntaka í MA­nám háð því að nemar fengju styrk

*Útskriftum á haustmisseri 2014 er ólokið Mynd 8: Dreifing útskrifta úr MA-námi eftir árum, 1996 til 2014

úr Rannsóknarnámssjóði Háskóla Íslands til þess að greiða fyrir það ﴾Sigrún Klara Hannesdóttir, 1996﴿ en það breyttist síðan og nú geta allir nemendur, sem hafa lokið BA­námi í greininni, sótt um í MA­námið. Á undan­ förnum árum hefur aðsókn í MA­nám farið vaxandi eins og sjá má á mynd 7. Árið 1996 útskrifaðist fyrsti nemandi með MA­gráðu í námsgreininni frá Háskólanum en alls hafa sjö útskrif­ ast þaðan með þá gráðu og sá síðasti 2014 ﴾Háskóli Ís­ lands, 2014a; Jóna Margrét Guðmundsdóttir vefpóstur, 27. febrúar 2013﴿. Mynd 8 sýnir dreifingu útskrifta úr MA­námi eftir árum. Sem sjá má á mynd 8 hafa alls sjö nemendur lokið MA­námi ﴾Háskóli Íslands, 2014a; Jóna Margrét Guð­

2 Farið var yfir nafnalista umsækjenda til þess að tryggja að þeir sem höfðu sótt um og verið samþykktir í námið oftar en einu sinni væru aðeins taldir með í síðasta skipti sem þeir sóttu um.

60


Bókasafnið 38. árg. 2014 mundsdóttir vefpóstur, 27. febrúar 2013﴿. Hér þarf að hafa í huga að það sama á við og um MLIS­námið að framhaldsnemendur eru að jafnaði á bilinu tvö til fjögur ár að ljúka námi ﴾Háskóli Íslands, 2013a﴿. Fjölgunin sem orðið hefur á samþykktum umsóknum í MA­nám að undanförnu ﴾sjá mynd 7﴿ hefur því skilað sér að tak­ mörkuðu leyti í útskriftum úr náminu enn sem komið er. Doktorsnám hófst við félagsvísindadeild Háskóla Ís­ lands 1997. Árið 2007 var fyrsti nemandi tekinn inn í doktorsnám í bókasafns­ og upplýsingafræði ﴾Anna Margrét Eggertsdóttir vefpóstur, 16. janúar 2014﴿. Einn nemandi hefur þegar útskrifast frá námsbrautinni og nú stunda fjórir nemendur doktorsnám við námsbrautina.

Nýir tímar Mikil uppbygging hefur átt sér stað í framhaldsnámi við Háskóla Íslands undanfarin ár sem er í takt við þá þróun, sem orðið hefur bæði á Íslandi og erlendis, að formleg menntun hefur almennt hlotið meira vægi. Þá er litið til þess að háskólamenntun, einkum framhalds­ menntun á háskólastigi, þykir stöðugt vera mikilvægari og eftirsóknarverðari á vinnumarkaði. Námsbraut í bókasafns­ og upplýsingafræði hefur leitast við að taka þátt í þessari þróun með því að skil­ greina og bjóða upp á fleiri leiðir í framhaldsnámi í grein­ inni. Nú eru fjórar námsleiðir í boði í framhaldsnámi: Diplómanám til 30 ECTS, 120 ECTS MIS­nám, 120 ECTS rannsóknatengt MA­nám og doktorsnám sem er til 210 ECTS. Gera má ráð fyrir að auknir möguleikar í framhaldsnámi séu líklegir til þess að efla stétt bóka­ safns­ og upplýsingafræðinga. Allar námsleiðir í bóka­ safns­ og upplýsingafræði taka mið af Bologna­yfirlýsingunni eins og annað nám við Háskóla Íslands ﴾Guðrún Geirsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhann­ esson, 2010; Þórður Kristinsson, 2010﴿. Nemendur í upplýsingafræði við Háskóla Íslands geta, auk þess að stunda námið eingöngu innanlands, sótt nám til erlendra háskóla sem Háskólinn hefur gert samning við um samstarf í tilvikum þar sem bókasafns­ og upplýsingafræði er kennd við tiltekinn skóla. Íslenskir nemendur hafa sótt námskeið í erlendum háskólum á vegum NORDPLUS og ERASMUS. Þá hafa erlendir nemendur við erlenda háskóla í greininni stundað nám sitt að hluta til í bókasafns­ og upplýsingafræði við Há­ skóla Íslands. Þess má einnig geta að Háskóli Íslands á aðild að NORSLIS ﴾Nordic Research School in Information Studies﴿. NORSLIS er samstarfsnet 14 háskóladeilda á Norðurlöndunum og í Baltnesku löndunum sem bjóða upp á doktorsnám sem hefur það að markmiði að efla

doktorsnám í bókasafns­ og upplýsingafræði. Slíkt sam­ starf milli Norðurlandanna má rekja til ársins 1998 þegar NordIS­Net ﴾Nordic Information Studies Research Education NETwork﴿ var komið á fót en það var styrkt til fimm ára af Norfa ﴾1998­2002﴿. Árið 2004 tók NORSLIS við sem samstarfsnet og fékk til þess fimm ára styrk frá NordForsk ﴾2004­2008﴿ og komu háskóladeildir í Balt­ nesku löndunum þá einnig inn í samstarfið. Háskóla­ deildirnar sem að NORSLIS standa eru flestar litlar og eiga erfitt um vik með að halda úti doktorsnámi einar og sér. Það hefur því verið mikil þörf fyrir þær að taka höndum saman og hjálpast að við að byggja upp og efla doktorsnám í greininni og hefur samstarfið reynst far­ sælt frá upphafi ﴾Ágústa Pálsdóttir, 2009b; Norslis, 2012﴿. Sú breyting hefur orðið á náminu að frá og með há­ skólaárinu 2013­2014 hefur BA­nám í greininni verið lagt niður. Forsaga breytinganna er sú að þegar MLIS­ námið var sett á fót haustið 2004 var ákveðið af fjár­ hagsástæðum að samkenna að stærstum hluta nám á BA­ og MLIS­stigi. Þá þegar var stefnan að halda skyldi allri kennslu á mismunandi háskólastigum algerlega að­ greindum í nánustu framtíð. Þar vógu gæðamál námsins þyngst bæði hvað kennslufyrirkomulag og námsframboð varðaði. Reyndin varð þó sú að til þess að geta boðið upp á MLIS­nám samhliða grunnnámi hefur af fjárhags­ ástæðum frá upphafi þurft að samkenna nær öll nám­ skeið sem augljóslega er ekki ákjósanlegt. Á árinu 2013 var orðið ljóst að á sama tíma og nemendum í grunnnámi fækkaði fjölgaði nemendum í framhaldsnámi á milli ára. Með þróun undanfarinna ára í huga er útséð með að hægt verði að aðskilja BA­ og MLIS­nám í framtíðinni eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Með því að fella grunnnámið niður býðst tækifæri til þess að byggja frek­ ar upp nám á meistarastigi ﴾MA­, MIS­ og diplómanám﴿. Í þessu sambandi má geta þess að ýmsir telja það góð­ an kost fyrir upplýsingafræðinga að tileinka sér efnis­ þekkingu á sviði utan upplýsingafræði. Það geri störf þeirra þýðingarmeiri og skapi þeim fleiri atvinnutækifæri ﴾Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2004; Hjørland, 2002﴿. Hvað MIS­námið varðar hafa nemendur þá þegar öðlast þekkingu á öðru fræðasviði og sé litið til MA­námsins hafa nemendur tækifæri til þess að styrkja þekkingu sína á öðru fræðasviði þar sem gefinn er kostur á miklu vali í þeirri námsleið. Þess eru ýmis dæmi innan Háskólans að náms­ brautir hafi fellt grunnnám niður og kenni námsgreinina einungis á framhaldsstigi svo sem í Bandaríkjunum og Bretlandi. Jafnframt má geta þess að í mörgum ná­ grannalöndum er upplýsingafræði einungis kennd á

61


Bókasafnið 38. árg. 2014 framhaldsstigi. Það var því mat námsbrautar í bóka­ safns­ og upplýsingafræði, Félags­ og mannvísinda­ deildar og stjórnar Félagsvísindasviðs að rétt væri að stefna í þá átt við þróun námsins í Háskóla Íslands. Í framhaldinu lagði Félagsvísindasvið Háskólans, hinn 19. september 2013, til þá breytingu við háskólaráð á 84. grein reglna fyrir Háskóla Íslands, nr. 569/2009, að bókasafns­ og upplýsingafræði yrði einungis kennd á framhaldsstigi ﴾MA, MIS, diplómanám og PhD﴿ en grunnnám yrði látið niður falla. Á fundi háskólaráðs 3. október 2013 var tillaga Félagsvísindasviðs um niður­ fellingu grunnnáms í námsgreininni samþykkt ﴾Háskóli Íslands, 2013b﴿. Háskólaráð hefur jafnframt tekið þá ákvörðun að breyta heiti námsgreinarinnar úr bóka­ safns­ og upplýsingafræði í upplýsingafræði ﴾Háskóli Ís­ lands, 2013c﴿.

Umræður og samantekt Í upphafi greinarinnar var fjallað um samfélagslega þætti sem urðu til þess að þörf skapaðist fyrir sérmennt­ að starfsfólk í bókasafns­ og upplýsingafræði. Þá var gerð grein fyrir sögu, stöðu og þróun námsgreinarinnar innan Háskóla Íslands. Námsgrein í bókasafns­ og upplýsingafræði við Há­ skólann hefur að flestu leyti þróast í takt við kröfur, ytra umhverfi og þarfir samfélagsins sem endurspeglast meðal annars í því að nemendum hefur gengið vel að fá störf við sitt hæfi að námi loknu. Í ESB/EFTA­gæðamatsskýrslunni var lagt til að samstarf námsgreinarinnar og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns yrði aukið ﴾External Review Team, 1995﴿. Samningur hefur verið undirritaður milli Há­ skólans og safnsins þar sem meðal annars er kveðið á um aukin tengsl þess við námsbrautina ﴾Háskóli Íslands, 2004b﴿. Teknar hafa verið ákvarðanir um aukið samstarf milli námsbrautarinnarog safnsins varðandi kennslu og leiðsögn og er þess vænst að báðir aðilar njóti góðs af. Samstarfi hefur jafnframt verið komið á við mörg bóka­ og skjalasöfn og aðrar stofnanir og fyrirtæki. Með tilliti til ábendinga höfunda ESB/EFTA­skýrsl­ unnar ﴾External Review Team, 1995﴿ hefur verið unnið að mótun stefnu og markmiða fyrir námsbrautina og nauðsynlegt er að halda þeirri vinnu áfram. Slík vinna þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Jafnframt þarf sí­ fellt að fylgjast með breytingum sem varða fræðigreinina og meta gæði náms og kennslu hverju sinni á þeim grundvelli ﴾Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2005﴿. Á þeim tíma sem ESB/EFTA­skýrslan var gefin út voru fjórir fastir kennarar starfandi við námsgreinina. Nú hefur hún hins vegar einungis á að skipa þremur föstum

62

kennurum sem ekki er viðunandi auk þess sem það stefnir í að þeir verði aðeins tveir á næsta háskólaári. Í skýrslunni ﴾External Review Team, 1995﴿ er lagt til að skrifstofu­ og stoðþjónusta verði aukin og bætt. Sú hefur orðið raunin og það hefur meðal annars haft í för með sér að fastir kennarar hafa meira ráðrúm til þess að stunda rannsóknir og bæta kennslu. Rannsóknarvirkni fastra kennara hefur eflst til muna svo og rannsóknir nemenda eftir að framhaldsnámi var komið á fót í náms­ brautinni. Gæta þarf þess að námsframboð sé ætíð í sam­ ræmi við kröfur og kennsla í grundvallarþáttum greinar­ innar sé ávallt nægjanleg. Það kallar hins vegar á aukið fé sem því miður ríkir ekki bjartsýni um í nánustu framtíð á tímum niðurskurðar. Hafa ber í huga að eigi markmið námsbrautarinnar að ná fram að ganga hvað aukið námsframboð varðar brennur mest á að ráða fleiri fasta kennara. Aðsókn að námi í bókasafns­ og upplýsingafræði hefur verið tiltölulega stöðug þótt einhverju muni til eða frá á milli ára. Á háskólaárinu 2013­2014 stunduðu 117 nemendur nám í greininni á öllum stigum háskólanáms ﴾Jóna Margrét Guðmundsdóttir vefpóstur, 2. janúar 2014﴿. Aðsókn fyrir háskólaárið 2014­2015 lofar góðu og væntingar eru um að fjöldi nemenda muni aukast. Umsóknir í MLIS­nám hafa komið úr ýmsum greinum en flestir hafa kennaramenntun að baki ﴾Anna Margrét Eggertsdóttir vefpóstur, 16. apríl og 4. maí 2012; Háskóli Íslands, 2003­2014﴿. Með nýorðnum breytingum á náminu gefst tækifæri til þess að auka námskröfur í samræmi við menntun­ arstig og fagkröfur í nútímaþjóðfélagi og fara að dæmi margra annarra háskóla og bjóða einungis upp á fram­ haldsnám í greininni. Með því að fella niður samkennslu við grunnnám skapast tækifæri til þess að miða námið eingögnu við kröfur sem gilda um framhaldsnám á há­ skólastigi. Þetta skapar svigrúm í kennslunni sem ekki var til staðar áður. Nú er boðið upp á þrjár námsleiðir í meistaranámi, það er MA­nám, MIS­nám og diplóma­ nám. Óskandi væri að sem flestir sem lokið hafa BA­ námi í greininni sjái sér fært að bæta við sig námi á meistarastigi. Nauðsynlegt er fyrir íslenska bókasafns­ og upplýs­ ingafræðinga sem stétt að standa jafnfætis kollegum sínum erlendis. Þá skiptir ekki síður máli að þeir verði ekki eftirbátar annarra stétta með háskólamenntun á Ís­ landi sem hafa sótt sér framhaldsmenntun í síauknum mæli. Því er það lykilatriði að greinin sé ávallt tilbúin til að horfa fram á veginn og sé opin fyrir því hvernig námið getur best nýst til að flytja stéttina áfram og upp á við. Tilgangurinn með breytingunni er að lyfta menntun­


arstiginu og efla greinina og stéttina með það í huga að skila vinnumarkaðinum vel menntaðri fagstétt, fagfólki sem er fært um að horfa til framtíðar, takast á við áskoranir og nýta sér þá vaxtarbrodda sem fyrirfinnast hverju sinni.

Abstract: A milestone in the history of a discipline: Information science at the University of Iceland The aim of this paper was to analyse how the social need for the systemization of written knowledge and professional library and information services developed as the working culture progressed. Moreover the purpose was to record the development of the discipline of library and information science ﴾LIS﴿ at the University of Iceland. Qualitative methods were used for collecting the data. Published sources in connection with the University of Iceland as well as unpublished and documented material within the University were used in the data collection. The findings indicated that the development of LIS within the University of Iceland had for the most part been in accordance with social needs. Since the middle of the 20th century, progresses in the working culture and technical advances have led to increased demand for personnel with LIS education. Within the LIS programme at the University of Iceland emphasis has been placed on instruction in basic fields of the discipline, while financial difficulties have resulted in a shortage of qualified teachers, which has been a limiting factor in the variety of the courses offered. When first established at the University of Iceland, library science was a minor subject, but has since progressed to becoming a major subject for BA, MA, MIS and PhD degrees in LIS. In June 2014, 563 students had qualified with the BA­degree or its equivalent ﴾starfsréttindanám﴿, 69 with MLIS­degree, seven with MA­degree and 22 with a diploma on masters level. The first student graduated from the department with a PhD in June 2013. The findings describe the development, the state as well as teaching within the discipline. The discipline does not offer undergraduate studies since 2013 only studies on postgraduate level. The name of the department has now been changed into Department of Information Science.

Heimildir

Bókasafnið 38. árg. 2014

Ágústa Pálsdóttir. ﴾2009a﴿. Framhaldsnám á meistarastigi í bókasafns­ og upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Bókasafnið, 33, 4­6. Ágústa Pálsdóttir. ﴾2009b﴿. NORSLIS: Samstarf um doktorsnám í bókasafns­ og upplýsingafræði á Norðurlöndunum og í Baltnesku ríkjunum. Bókasafnið, 33, 7­9. Clyde, L. A. ﴾2004﴿. The University of Iceland: New MLIS programme. Fregnir, 29﴾1﴿, 48­52. Dewey, M. ﴾1970﴿. Flokkunarkerfi fyrir íslenzk bókasöfn. Reykjavík: Bókafulltrúi ríkisins. Edwards, J. E., Thomas, M. D., Rosenfeld, P. og Booth­Kewley, S. ﴾1997﴿. How to conduct organizational surveys: A step-by-step guide. Thousand Oaks, CA. Sage Publications. External Review Team. ﴾1995﴿. The library and information science

programme at the Faculty of Social Sciences, University of Iceland: Report of the External Review Team. Reykjavík:

Höfundur. Fairclough , N. ﴾1993/2002﴿. Discourse and social change. Malden: Blackwell Publishers. Friðrik G. Olgeirsson. ﴾2004﴿. Á leið til upplýsingar: Saga

Bókavarðafélags Íslands, aðildarfélaga þess og Félags bókasafnsfræðinga. Reykjavík: Upplýsing. Félag bókasafns­ og

upplýsingafræða. Guðmundur Hálfdanarson, Sigríður Matthíasdóttir og Magnús Guðmundsson. ﴾2011﴿. Aldarsaga Háskóla Íslands. Háskólaútgáfan: Reykjavík. Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon ﴾ritstjórar﴿. ﴾1997﴿. Hagskinna: Sögulegar hagtölur um Ísland. Reykjavík: Hagstofa Íslands. Guðrún Geirsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. ﴾2010﴿. Bolognaferlið og íslenskir háskólar. Uppeldi og menntun, 19﴾1­2﴿, 181­185. Hartley, J. F. ﴾1999﴿. Case studies in organizational research. Í C. Cassell og G. Symon ﴾ritstjórar﴿, Qualitative methods in organizational research: A practical guide ﴾bls. 208­229﴿. London: Sage Publications. Háskóli Íslands. ﴾1956, 23. mars﴿. Háskólaráðsfundur. Reykjavík. Höfundur. [Fundargerð]. Háskóli Íslands. ﴾1979﴿. Kennsluskrá háskólaárið 1979-1980. Reykjavik: Höfundur. Háskóli Íslands. ﴾1993﴿. Kennsluskrá háskólaárið 1993-1994. Reykjavik: Höfundur. Háskóli Íslands. ﴾2001﴿. Félagsvísindadeild: Háskóli Íslands: Staða og stefna félagsvísindadeildar 2001-2006: Drög. Reykjavík: Höfundur. Háskóli Íslands. ﴾2003­2014﴿. Bókasafns­ og upplýsingafræði. Reykjavík: Höfundur. [Fundargerðir]. Háskóli Íslands. ﴾2004a﴿. Kennsluskrá háskólaárið 2004-2005. Reykjavík: Höfundur. Háskóli Íslands. ﴾2004b﴿. Samstarfssamningur Háskóla Islands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns 18. ágúst 2004. Sótt af http://www.hi.is/adalvefur/samningur_hi_og_landsbokasafns_ha skolabokasafns_2004. Háskóli Íslands. ﴾2008﴿. Kennsluskrá háskólaárið 2008-2009. Reykjavik: Höfundur. Háskóli Íslands. ﴾2012﴿. Brautskráningar kandidata . Sótt af http://www.hi.is/adalvefur/brautskraningar. Háskóli Íslands. ﴾2013a﴿. Faculty of Social and Human Sciences: School of Social Sciences: Self-review report. Reykjavík: Höfundur. Háskóli Íslands. ﴾2013b, 23. október﴿. Háskólaráðsfundur. Reykjavík. Höfundur. [Fundargerð]. Háskóli Íslands. ﴾2013c, 7. nóvember﴿. Háskólaráðsfundur. Reykjavík. Höfundur. [Fundargerð]. Háskóli Íslands. ﴾2014a﴿. Brautskráningar kandidata . Sótt af http://www.hi.is/adalvefur/brautskraningar. Háskóli Íslands. ﴾2014b﴿. Kennsluskrá háskólaárið 2014-2015. Reykjavik: Höfundur. Sótt af https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=skoli&chapter=cont ent&id=28719&kennsluar=2014. Hennink, M., Hutter, I. og Bailey, A. ﴾2011﴿. Qualitative research methods. Los Angeles: Sage Publications.

63


Bókasafnið 38. árg. 2014 Hjørland, B. ﴾2002﴿. Domain analysis in information science: Eleven approaches, traditional as well as innovative. Journal of Documentation 58﴾4﴿, 422­462. Inga Dóra Sigfúsdóttir. ﴾1997﴿. Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum: Áfangi að stofnun nýrrar deildar. Íslensk félagsrit: Tímarit félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, 7­9, 7­40. Jóhanna Gunnlaugsdóttir. ﴾2004﴿. Skipulag upplýsinga í rafrænum miðlum: Leið til þekkingarstjórnunar á tímum breytinga. Í Úlfar Hauksson ﴾ritstjóri﴿, Rannsóknir í félagsvísindum V: Erindi flutt á ráðstefnu í oktober 2004 ﴾bls. 43­65﴿. Reykjavík: Félagsvísindadeild, Háskóli Íslands. Jóhanna Gunnlaugsdóttir. ﴾2005﴿. Menntun mikilvægrar stéttar. Bókasafnið, 29, 5­16. Kristín H. Pétursdóttir og Ragnhildur Bragadóttir ﴾ritstjórar﴿. ﴾1998﴿.

Bókasafnsfræðingatal: Æviskrár íslenskra bókasafns- og upplýsingafræðinga 1921-1996. Reykjavík: Mál og mynd. Lög um almenningsbókasöfn nr. 42/1955. Lög um bókasafnsfræðinga nr. 97/1984. Lög um rannsóknir í þágu atvinnuveganna nr. 64/1965. Magnús Lyngdal Magnússon ﴾ritstjóri﴿. ﴾2011﴿. Quality enhancement handbook for Icelandic higher education. Reykjavík: Rannís. Menntamálaráðuneytið. ﴾1995, 19. júní﴿. European pilot project for evaluating quality in higher education. Reykjavík: Höfundur.

[Fundargerð]. NORSLIS. ﴾2012﴿. Welcome to the website of NORSLIS ­ Nordic Research School in Information Studies. Sótt af http://www2.abm.uu.se/norslis. Ný og spennandi námsleið. ﴾2004, 18. mars﴿. Morgunblaðið, bls. 8. Sigrún Klara Hannesdóttir. ﴾1996﴿. Kennsla í bókasafns­ og upplýsingafræði 40 ára. Bókasafnið, 20, 68­70. Sigrún Klara Hannesdóttir. ﴾1997﴿. Kennsla í bókasafns­ og upplýsingafræði 1956­1996. Í Guðrún Pálsdóttir og Sigrún Klara Hannesdóttir ﴾ritstjórar﴿, Sál aldanna: Íslensk bókasöfn í fortíð og nútíð ﴾bls. 403­415﴿. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Skráningarnefnd Bókavarðafélags Íslands. ﴾1970﴿. Skráningarreglur bókasafna: Bráðabirgðaútgáfa. Reykjavík: Bókavarðarfélag Íslands. Stefanía Júlíusdóttir. ﴾2013﴿. A role to play: Continuity and change in

career opportunities and working conditions in libraries, records management, and archives. ﴾Doctoral dissertation﴿. Reykjavík:

University of Iceland, Faculty of Human and Social Sciences. Schwandt, T. A. ﴾1997﴿. Qualitative inquiry: A dictionary of terms. Thousand Oaks, CA: Sage Publications. Williamson, K. ﴾2002﴿. Research methods for students, academics

and professionals: Information management and systems

﴾2. útgáfa﴿. Wagga Wagga, NSW: Centre for Information Studies, Charles Sturt University. Þórður Kristinsson. ﴾2010﴿. Bolognaferlið og Háskóli Íslands. Uppeldi og menntun, 19﴾1­2﴿, 213­81­185.

64

Hringrás Brotnar lífsins hinsta bára, burtu rekur andans ljós. Opnast jurt á ný á himnum, á jörðu niðri sölnuð rós. Um lífsins vegu gengin ganga, vetur, sumar, vor og haust, uns strýkur dauðinn visinn vanga, tímans velta endalaust.

Eyrún Ýr Tryggvadóttir


Bókasafn Reykjanesbæjar í nýtt húsnæði Svanhildur Eiríksdóttir

Svanhildur Eiríksdóttir er bókmennta­ og stjórnsýslufræðingur að mennt og starfar sem verkefnastjóri hjá Bókasafni Reykjanesbæjar.

Bókasafn Reykjanesbæjar var flutt í sumarbyrjun 2013 og opnað á nýjum stað 11. júní sama ár. Um var að ræða þriðju flutningana í sögu safnsins, sem rekja má aftur til ársins 1957 þegar ný bókasafnslög voru samþykkt. Fyrstu 16 árin var safnið starfrækt á loftinu í íþróttahúsi Myllubakkaskóla en var flutt árið 1974 að Mánagötu 7 í húsnæði sem var og er í dag einbýlishús. Árið 1993 varð mikil bylting í húsnæðismálum safnsins þegar það var opnað að nýju eftir flutning í rúmlega 1100 m² húsnæði í Kjarna við Hafnargötu 57. Þar hafði safnið aðsetur í tæp 20 ár eða þar til í sumarbyrjun 2013.

og reynt að undirbúa þá eins vel og unnt var samhliða daglegum rekstri. Teikningar af nýju húsnæði voru skoðaðar vandlega og starfsfólki var fljótlega ljóst að nýju húsa­ kynnin voru töluvert minni en þau í Kjarna. Það þýddi að grisja þurfti safnkostinn eins og kostur var. Ráðist Mynd 2. Barnadeild eftir var í þann niðurskurð breytingar á vormánuðum og í framhaldi hóf starfsfólk að ganga frá geymslubókum í kassa. Safninu var síðan lokað í maí og framan af júní­ mánuði til þess að klára flutninginn og undirbúa opnun á nýjum stað. Reynslan af þessum flutningum var því öðruvísi en af flutningunum tveimur áratugum fyrr, þegar húsnæðið stækkaði um rúmlega 800 fermetra. Nú eru húsakynnin 840 m² og þótt ráðist hafi verið í grisjun er hluti safn­

Mynd 1. Tjarnargata 12 Það var með kvíðablandinni tilhlökkun sem starfs­ menn Bókasafns Reykjanesbæjar réðust í flutning í maí­ mánuði 2013. Starfsfólk bókasafna veit sem er að það er ekki auðvelt að flytja stórt almenningsbókasafn. Á sama tíma fylgdi því tilhlökkun og hagræðing að komast nær menningarsviði og öðru starfsfólki Reykjanesbæjar. Öll kjarnastarfsemi bæjarins er nú komin undir eitt þak, í Ráðhúsi við Tjarnargötu 12. Byrjað var að huga að flutningum í ársbyrjun 2013

Mynd 3. Horft niður af annarri hæð


Bókasafnið 38. árg. 2014 kostsins enn í geymslu úti í bæ. Eftirspurnir úr þeim safnkosti eru skráðar niður og efni sótt þangað einu sinni í viku, en vonir standa til að hægt verði að koma öllum safnkostinum fyrir á þessu ári. Það var því snemma ljóst að gera þurfti ýmsar breytingar á núverandi húsnæði og hluti þeirra breytinga hefur nú þegar farið fram, meðal annars með niðurbroti veggja. Við flutningana var tekin sú ákvörðun að hafa alla menningarviðburði innan safnsins en áður höfðu allir stærri dagskrárliðir farið fram í menningarsölum

1984 Geng niður götu minninganna hvar litirnir fölna, blöðin sölna, hrópin hljóðna, en sól skín að eilífu.

Steikjandi hitinn á malbikinu útvarp í fjarska, hamarshöggin, rauðröndótt sippuband, hring eftir hring eftir hring eftir hring.

Eyrún Ýr Tryggvadóttir

Mynd.4 Upplýsingaþjónusta eftir breytingar

Reykjanesbæjar, svo sem Listasafni og Bíósal. Í Ráð­ húsinu rekur Angela Marina Barbedo Amaro Ráðhúskaffi og gaman hefur verið að prófa samstarf við kaffihúsið. Í nóvembermánuði voru til að mynda þrjú Bókakonfekt þrjú síðdegi í röð í stað einnar stórrar dagskrár í byrjun desember. Árleg menningardagskrá til heiðurs Erlingi Jónssyni listamanni var einnig með nýju sniði í ár. Aðrar breytingar urðu á starfsemi Bókasafns Reykjanesbæjar árið 2013. Hulda Björk Þorkelsdóttir for­ stöðumaður til 21 árs lét af störfum og við forstöðu tók Stefanía Gunnarsdóttir bókasafns­ og upplýsingafræð­ ingur. Stefanía hefur auk þess mastersgráðu í opinberri stjórnsýslu og rúmlega sex ára starfsreynslu á safninu. Fastráðnir starfsmenn safnsins eru samtals 10 í mismikl­ um starfshlutföllum.

66


Þekkingarveita í allra þágu : Stefna Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns 201 3-201 7 Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir

Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir er bókasafns- og upplýsingafræðingur MA, stjórnsýslufræðingur MPA og er landsbókavörður frá 2007.

Í upphafi árs 201 3 hófst vinna við nýja stefnumótun fyrir Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Tilgangurinn var eins og í síðustu stefnumótun, að búa til vegvísi sem nýtist starfsfólki safnsins við að þróa starfsemina á næstu árum. Framkvæmdaráð safnsins sem í sitja sviðsstjórar og landsbókavörður, ásamt starfsmannastjóra voru stýrihópur við vinnuna og báru hitann og þungann af mótun stefnunnar. Sigurjón Þórðarson hjá ráðgjafafyrirtækinu Gekon leiddi verkefnið í upphafi, tók þátt í skipulagningu og stýrði fundum. Mynd 2: Stund milli stríða

Málaflokkar:

Mynd 1 : Vinna við stefnumótun

Við mótun stefnunnar var haft víðtækt samráð og haldnir fundir með starfsfólki, helstu samstarfs- og hagsmunaaðilum og sérstakur fundur var haldinn með hópi stúdenta frá Háskóla Íslands. Stjórn safnsins tók einnig virkan þátt í vinnunni, sótti fundi og fór yfir stefnuskjöl á mismunandi stigum en hún skal vera landsbókaverði til ráðgjafar um stefnu safnsins. Þá voru ýmis gögn lögð til grundvallar, svo sem lög safnsins frá 201 1 , bókasafnalög sem voru samþykkt í árslok 201 2, þingsályktun Alþingis um menningarstefnu 201 3, stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 201 3, gögn frá Landskerfi bókasafna og Landsaðgangi auk þess sem tekið var mið af þróun í málaflokknum víða um

- Upplýsingatækni - Rannsóknir og nýsköpun - Safnkostur og skráning - Varðveisla - Aðgengi og miðlun - Þjónusta - Vinnumenning og vinnuumhverfi - Rými

Gildi: - Frumkvæði - Þróun og nýsköpun - Metnaður og fagmennska - Samvinna


Bókasafnið

38. árg. 201 4

heim.

2009-201 3. The emphasis then was on services, electronic solutions, collection and organization of Nýja stefnan byggir á eldri stefnu fyrir árin 2009- electronic material, as well as cooperation. The new 201 3 og ber sömu yfirskrift. Síðast var áherslan lögð á policy will continue along the same track as previously þjónustu, rafrænar lausnir, söfnun og skipulag stafræns but more emphasis will be placed on research, innovaefnis, auk samvinnu. Áfram verður unnið á þeirri braut tion and changes in the use of the Library’s premises. en einnig lögð áhersla á rannsóknir, nýsköpun og breytingar á því rými sem safnið starfar í. The policy document outlines 61 strategic items, divided into eight general categories. To accomplish this, Að þessu sinni eru sett fram 61 stefnumál til næstu 21 3 projects, big and small, have been defined. Many of ára og skiptast þau í átta málaflokka. Til að vinna að the projects are interdisciplinary and call for cooperation þeim eru skilgreind 21 3 verkefni, stór og smá. Mörg across different fields of the Library; others are a logical verkefnanna eru þverfagleg og krefjast samstarfs milli continuation of older projects. In the future they will be ólíkra starfseininga innan safnsins, en önnur eru eðlilegt linked to the annual project-plans and implemented. framhald fyrri verkefna. Framundan er að tengja þau við árlegar verkefnaáætlanir og hrinda þeim í framkvæmd.

Knowledge Source for Everyone: Policy of the National and University Library of Iceland for 201 3 – 201 7 Early in 201 3 the National and University Library of Iceland started work on a new policy. The purpose was to develop guidelines for the employees of the Library while focusing on the Library’s activities for the years to come. The Executive Board of the Library, along with the Human Resources Manager, led this work and carried out the necessary coordination of ideas in shaping the new policy. Mr Sigurjón Þórðarson, from Gekon Consultants, guided the work in the beginning, participated in the organization of the work and chaired the meetings. In forming the policy, there was extensive consultation and meetings were held with employees, partners and stakeholders of the Library and a special meeting was held with a group of students from the University of Iceland. Since the Board of the Library has an advisory role to the National Librarian in policy development it was also instrumental in the work, attended meetings and studied the policy documents in different stages. Several documents were used as background material, such as the National Library Act from 201 1 , the Library Act from 201 2, a Parliamentary resolution on cultural policy from 201 3, Governmental policy on the Information Society from 201 3, documents from the Consortium of Icelandic Libraries (Landskerfi) and Iceland Consortium for Electronic Subscriptions (Landsaðgangur), besides considering the developments in libraries around the world. The new policy is based on the former policy from

68

General categories: - Information Technology - Research and Innovation - Library Collections and Cataloguing - Preservation - Access and Dissemination - Service - Staff Culture and Working Environment - Premises

Values: - Initiative - Development and innovations - Ambitions and professionalism - Collaboration


Hráefni þekkingarhagkerfisins Hrafn H. Malmquist

Hrafn H. Malmquist útskrifaðist með MLIS­gráðu í febrúar 2013 og hafði fyrir BA­ gráðu í stjórnmálafræði. Hann hóf störf við skylduskiladeild Landsbókasafns Íslands – Háskólasafns á árinu 2013 þar sem hann sérhæfir sig í rafrænu efni.

Fyrir hálfri öld síðan var verið að leita að heiti á nýstárlegu tæki sem borist hafði til landsins. Í útvarps­ þættinum „Veðrið í vikunni“ þann 19. desember 1964 ræddi Páll Bergþórsson þáverandi veðurstofustjóri um rafeindareiknivélina, „þá galdranorn rafeindatækninnar sem menn leita til með erfiðastar ráðgátur nú á dögum“. Hann lagði til að orðið vala yrðið notað um hana. Vala er smábein í hækillið sauðkindar á milli fótleggjar og lang­ leggjar sem börn fyrr á tímum tylltu upp á höfuð sér áður en þau fóru með eftirfarandi þulu: Segðu mér nú, Vala mín, Það sem ég spyr þig um; Ég skal með gullinu gleðja þig Og silfrinu seðja þig, Ef þú segir mér satt En í eldinum brenna þig Og koppinum kæfa þig Ef þú lýgur að mér. Því næst báru þau upp spurningu sem svara mátti neitandi eða játandi. Svo steyptu þau völunni á gólfið og lega völunnar ákvarðaði svarið ﴾Baldur Jónsson, 1994, bls. 36﴿. Orðið vala varð þó ekki fyrir valinu heldur orðið tölva. Tölva er einstakt nýyrði myndað af orðunum tala og völva ﴾orðin vala og völva eru skyld﴿ sem kom til greina að yrði tekið upp í öðrum Norðurlöndum að íslenskri fyr­ irmynd en varð ekki úr ﴾Baldur Jónsson, 1994, bls. 33﴿. Undanfarin misseri hefur nýtt hugtak verið að ryðja sér til rúms á sviði upplýsingatækni sem á ensku nefnist big data. Hugtakið er að vissu leyti tískuorð, notað í auglýsingaskyni en án þess að fyrir liggi almenn skil­ greining á því. Hugtakið vísar í stuttu máli til þess að upplýsingatæknin í dag gerir okkur kleift að mæla, safna

saman og vinna úr margfalt meira magni af gögnum en áður. Líkt og fyrir hálfri öld síðan er nú á ferð nýtt hugtak sem vísar með nánast mótsagnakenndum hætti bæði til stærðfræðilegrar fullvissu og yfirskilvitlegrar forspár­ hyggju á sama tíma.

Bylting? Á haustráðstefnu Advania sem haldin var í sept­ ember 2013 hélt Páll Ríkharðsson dósent við viðskipta­ deild Háskólans í Reykjavík erindi undir yfirskriftinni „Big Data“ ﴾Páll Ríkharðsson, 2013﴿. Hann fjallaði um möguleikana á nýtingu big data fyrir viðskiptafræði, svið sem er nefnt viðskiptagreind. Ekki er komin hefð á Ís­ landi fyrir þýðingu á hugtakinu, en Jón Arnar Jónsson, tölvunarfræðingur, hefur lagt til orðið gagnagnótt sem mér þykir tilvalin þýðing. Í tölvutækri íslenskri orðabók á vefnum snara.is er eftirfarandi skilgreining á orðinu ofgnótt:

feikimikið af e-u, fullmikið af e-u

tölvutækni nútímans með ofgnótt upplýsinga Samkvæmt svari við fyrirspurn minni til tölvu­ orðanefndar Skýrslutæknifélags Íslands er hins vegar annað orð talið heppilegra yfir big data en það er orðið gríðargögn. Kvenkyns orðið gríð merkir ákafi eða áfergja og er oftast notað sem forliður við lýsingarorð til þess að undirstrika mikilleika, til dæmis gríðarstór, gríðarmikill og gríðarlegur. Orðið gríð er einnig notað í orðasambandinu „í gríð og erg“ en hefur þá neikvæðari blæ þar eð kven­ kynsorðið ergi merkir „geðvonska; ákafi“ og ergja „gremja; ákafi, ágirnd“ ﴾Guðrún Kvaran, 2005﴿. Það er skoðun höfundar að orðið gagnagnótt eigi betur við og


Bókasafnið 38. árg. 2014 verður það orð notað hér. Í metsölubókinni Big

Data: A Revolution That Will Transform How We Live, Work, and Think sem fjallar um

gagnagnótt, og ég get mælt heilshugar með, fjalla höf­ undarnir um margvísleg dæmi sem varpa ljósi á þessa merkilegu þróun ﴾Mayer­Schönberger og Cukier, 2013﴿. Þeir benda á að gagnagnótt er ekki í eðli sínu bundin við tölvutækni. Löngu fyrir tíma tölvunnar hafi miklu magni gagna verið safnað saman og úr þeim unnar verðmætar upplýsingar á handrituðu og prentuðu sniði. Hér á eftir verða rakin nokkur dæmi um úrvinnslu gagnagnóttar. Í starfi sínu hjá bandaríska sjóhernum safnaði haffræðingurinn og kortagerðarmaðurinn Matthew Fontaine Maury ﴾1806­1873﴿ miklu magni gagna um haf­ strauma og vindafar um miðbik 19. aldar. Þetta voru gögn sem skipstjórar höfðu fært til bókar á ferðum sínum um heimshöfin en lágu ónýtt í dagbókum þeirra. Með því að safna þeim saman og greina þessi gögn gat Maury meðal annars fundið betri siglingaleiðir en áður þekktust.

Amazon Á vaxtarárum Amazon netheildsalans undir lok síð­ ustu aldar hélt fyrirtækið úti bókmenntagagnrýni.1 Hugs­ unin var að þetta væri góð leið fyrir notendur Amazon til að lesa umfjallanir um bækur og fá þá til að íhuga frekari bókakaup. Árið 1998 sótti forritarinn Greg Linden og deild hans hjá Amazon um einkaleyfi á aðferð sem fékk heitið samvinnusía ﴾e. collaborative filter﴿ og byggðist á samsafni gagna um verslunarsögu fyrri viðskiptavina. Upplýsingarnar voru notaðar til að spá fyrir um vörur sem líklegir viðskiptavinir gætu haft áhuga á að kaupa. Fljótlega kom í ljós að þetta kerfi jók mjög sölu bóka og í kjölfarið var því ákveðið að leggja niður bókmennta­ gagnrýnina.2 Niðurstöður úr samvinnusíuaðferðinni veittu mun markvissari vísbendingar um áhugasvið líklegra viðskiptavina en gagnrýni á völdum titlum af metsölubókalistanum. Í dag er talið að allt að þriðjungur af sölu Amazon sé fyrir tilstilli samvinnusíunnar ﴾Mayer­ Schönberger og Cukier, 2013, bls. 50­52﴿.

CAPTCHA

Mynd 1. Kort Maury sem sýnir hafstrauma á heimshöfunum og var gefið út um miðja 19. öld.

Hin nýju kort Maurys breiddust hratt út um allan heim og urðu til að stórbæta samgöngur á sjó. Fyrir vikið var Maury sleginn til riddara í fleiri en einu evrópsku konungsríki ﴾Mayer­Schönberger og Cukier, 2013, bls. 73­77﴿. Meðal annars veitti Friðrik 7. Danakonungur honum Dannebrogsorðuna árið 1856.

70

Um sama leyti og Linden sótti um einkaleyfið var ruslpóstur á netinu ﴾e. spam﴿ og önnur slík skilaboð orðin útbreidd og fyrirséð að dreifing slíks efnis yrði meiriháttar vandamál að öðru óbreyttu. Tölvunarfræðingurinn Luis von Ahn hannaði aðferð til þess að greina á milli tölvu­ forrita sem dreifa slíku efni og raunverulegra manneskja. Hann hannaði aðferð sem nefnd er CAPTCHA ﴾Completely Automated Public Turing Test to tell Computers and Humans Apart﴿.3 Þetta einfalda próf felst í því að birta brenglaða mynd af bók­ og/eða tölustöfum sem tölvur ná ekki að ljóslesa og er notandinn beðinn um að slá inn stafina á myndinni. Aðferðin virkar vel og leiða má líkum að því að henni megi þakka að talsvert minna sé um ruslpóst en ella. Luis Von Ahn var þó ekki sáttur við að milljónir manna eyddu nokkrum sekúndum á hverjum degi í að slá inn stafi sem þjónaði aðeins þessum þrönga tilgangi. Hann lagði því höfuðið í bleyti og fann upp stórsnjalla endurbót sem hann nefndi reCAPTCHA. Í stað þess að birta notandanum handahófskennda stafi og tölur voru nú valin orð úr ljóslestursverkefnum sem tölvurnar gátu ekki ljóslesið. Vitað er hvað annað orðið stendur fyrir ﴾til staðfestingar á að manneskja sé að fylla út﴿ en hitt er orð

1

James Marcus sem var yfir ritstjórn bókmenntagagnrýni gaf út bókina Amazonia árið 2005 um reynslu sína.

2

Hér er aðeins átt við bókmenntagagnrýni samda af starfsmönnum Amazon. Notendur geta auðvitað skrifað gagnrýni um bækur á vef Amazon.

3

Turing­próf eru aðferðir til þess að greina á milli manna og tölva kenndar við stærðfræðinginn Alan Turing ﴾1912­1954﴿ sem fyrstur setti hugmyndina um slík próf fram.


Bókasafnið 38. árg. 2014 sem ekki hefur tekist að ljóslesa. Til staðfestingar á því að orðið sé rétt þýtt þurfa að meðaltali fimm ein­ staklingar að slá inn sama orðið. Luis Von Ahn hefur því hannað einstaklega hugvitsamt kerfi sem dregur úr ruslpósti á netinu og á sama tíma bætir ljóslestur bóka. Ár­ ið 2013 var áætlað að ígildi um 250.000 vinnustunda færu í þessa vinnu gegnum reCAPTCHA á degi hverjum! ﴾Mayer­Schönberger og Cukier, 2013, bls. 98­99﴿. Í grein sinni í síðasta tölublaði Bókasafns­ ins nefndi Óli Gneisti Sóleyjarson ﴾2013﴿ slíka vinnu lýðvistun ﴾e. crowdsourcing﴿ sem er að mati höf­ undar prýðileg þýðing.

Mynd 2. Þessi reCaptcha birtir orðið „morning“ sem er tekið úr ofangreindum texta og tekst ekki að ljóslesa. Það þarf því að slá það inn. Seinna orðið, „overlooks“, getur hugbúnaðurinn ljóslesið en þarf sömuleiðis að slá inn rétt til staðfestingar á því að manneskja sé á ferð.

Magn og umfang Í tölvuheiminum vísar lögmál Moores til þess að afkastageta tölvutækni tvöfaldist á um tveggja ára fresti ﴾það er jafnvel talað um 18 mánaða frest﴿. Hér er meðal annars átt við vinnslugetu örgjörva, minnisstærð skyndiminnis og geymslugetu harðra diska.4 Slíkur vöxtur nefnist veldisvöxtur ﴾sjá mynd 3﴿. Ef við miðum við að afkastageta venjulegrar heimilistölvu hafi verið 5 árið 2004 þá væri afkastagetan orðin 160 í ár, eða 32­falt meiri! Timarit.is, einn af vefjum Landsbókasafns Íslands ‒ Háskólabókasafns, hefur að geyma meira en 4,5 milljón­ ir blaðsíðna sem búið er að mynda stafrænt og ljóslesa. Þar af leiðandi er hægt að leita í texta meirihluta þeirra tímarita sem komið hafa út á Íslandi frá upphafi. Möguleikarnir á að nýta sér tölvutæknina til þess að veita nýja innsýn í þetta efni eru nánast óendanlegir. Sem dæmi mætti nefna athugun á útbreiðslu og tíðni á notkun orða og hugtaka, og þar af leiðandi hugmynda, eftir tíma og landfræðilegri staðsetningu. Íslenska fyrirtækið Snertill hefur komið upp stórum gagnagrunnum fyrir fjölda sveitarfélaga á Íslandi þar sem búið er að tengja landfræðilega staðsetningu húsa við skannaðar húsateikningar arkitekta.5 Þannig er til 4

5

dæmis hægur leikur að slá upp upprunalegum teikning­ um Ragnars Emilssonar af Kópavogskirkju frá 1958. Byggingarfulltrúinn í Reykjavik hefur veitt aðgang að aðaluppdráttum bygginga í gegnum netið frá því í maí 2013. Íslenska fyrirtækið DataMarket, sem hefur það að markmiði að verða „Google fyrir tölur“, hefur hafið útrás til Bandaríkjanna og stofnað söluskrifstofu í Boston ﴾Fitzgerald, 2013﴿. DataMarket vinnur aðallega við að safna saman gögnum frá ótal mismunandi rannsóknar­ og greiningaraðilum og samræma ﴾e. normalize﴿ gögnin, viðhalda tengingum við þau og miðla til viðskiptavinanna í gegnum eina gátt þar sem viðskiptavinurinn getur leit­ að, myndbirt, borið saman og síðan sótt gögnin á því sniði sem best hentar. Mikil eftirspurn er eftir gögnum DataMarket og eru helstu viðskiptavinir fyrirtækisins markaðsrannsóknafyrirtæki og ráðgjafafyrirtæki sem vinna ítarlegar greiningar úr gögnunum. Það hefur ekki farið mjög hátt að gögn úr Íslensku kosningarannsókninni hafa verið aðgengileg almenningi á vef Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2011. Íslenska kosningarannsóknin var leidd af prófess­ or Ólafi Þ. Harðarsyni og er viðamikil rannsókn þar sem

Í grein sinni í Tölvumálum árið 1980 var Páll Jensson ansi sannspár þegar hann skrifaði: „Ljóst er að vélbúnaður verður á næstu árum og áratugum sífellt ódýrari, hraðvirkari, umfangsminni og áreiðanlegri. Smátölvur og útstöðvar, þar á meðal örþunnir "flatskjáir" ﴾display panels﴿, verða á flestum skrifstofum og heimilum, og símakerfið mun bjóða upp á flutning upplýsinga innan lands og milli landa á sérstökum gagnarásum. Sjálfvirk tölvustýring framleiðslu og vélmenna af ýmsu tagi munu einkenna iðnaðinn, bændur fá fóðrunartölvur og hægri hönd togaraskipstjóra verður tölva með gagnabanka um miðin o.fl.“. Bls. 12. Sjá http://infrapath.is

71


Bókasafnið 38. árg. 2014 spurt var um kosninga­ og stjórnmálahegðun íslenskra kjósenda. Þessi könnun hefur verið framkvæmd reglu­ lega frá kosningunum 1983. Skilningur virðist fara vax­ andi á verðmæti gagna og að „hrá“ gögn geti átt erindi til almennings, rétt eins og og unnar og matreiddar upplýs­ ingar, til dæmis á vegum fjölmiðla, eða í fræðigreinum og skáldsögum.

Vinnan framundan Tölvur og tölfræði eru tengdar órjúfanlegum böndum. Þýska orðið statistik er dregið af latneska orðinu statisticum sem þýðir „tilheyrir ríkinu” og ítalska orðinu statista sem þýðir „embættismaður“. Þýski fræðimaður­ inn Gottfried Achenwall ﴾1719­1792﴿ notaði fyrstur manna hugtakið til þess að lýsa nauðsyn þess að greina gögn um ríkið til þess að geta stjórnað því skynsamlega ﴾þ. Staatswissenschaft﴿ ﴾van der Zande, 2010﴿. Gagnagnótt er ekki eðlisbreyting á gögnum heldur magnbreyting á þeim sem er svo umfangsmikil að afleið­ ingarnar verða mjög víðtækar. Nýjasta tölublað D­Lib veftímaritsins ﴾2014﴿ er helgað vinnu Research Data Alliance ﴾RDA﴿ samtakanna sem er í örri þróun.6 Markmið þeirra er að skapa vettvang til samvinnu til þess að staðla og tengja gagnagnóttina. Í ritstjórnarspjalli tölu­ blaðsins eru nokkrar spurningar lagðar fram og þar á meðal eftirfarandi:

Hvort er líklegra að maður fái astma í Mexíkóborg eða Los Angeles? Hvaða atriði veita bestu forspá fyrir hveitiuppskeru? Hvaða íbúðahverfi eru líklegust til þess að verða verst úti ef það kæmi jarðskjálfti? Spurningun­ um er hægt að svara með nokkurri vissu sé miklu magni gagna safnað saman frá ólíkum aðilum og fylgni milli breyta athuguð. Til þess að það sé gerlegt þarf að staðla meðhöndlun gagna. Verkefni á borð við það sem RDA fæst við er til marks um að verið er að stíga stór skref inn í framtíðin. Við þurfum ekki lengur að spyrja hækillið sauðkindar á milli fótleggjar og langleggjar. Nú getum við notast við stærðfræðileg forspárlíkön sem byggja á gagnagnótt. Gagnagnótt þýðir að okkur stendur til boða hreint ótrúlegt safn af upplýsingum sem meðal annars má tengja saman og búa til ný gögn sem leiða til nýrrar þekkingar og verðmæta sem ekki voru fyrirsjáanleg. Á tungutaki hagfræðinnar eru gögn gæði sem margir geta notað án þess að skerða getu annarra til þess að nota þau ﴾e. non­rivalrous good﴿. Flestar ef ekki allar opinber­ ar stofnanir liggja á verðmætum gögnum sem nýst geta samfélaginu betur en raun er á. Landmælingar Íslands 6 https://rd­alliance.org/

72

﴾e.d.﴿ hafa veitt almenningi aðgang að gjaldfrjálsum gögnum með þeim skilmála að uppruna gagnanna sé skilmerkilega getið. Þetta er mjög lofsvert og mættu fleiri opinberar stofnanir hér á landi taka Landmælingar Ís­ lands til fyrirmyndar hvað þetta varðar.

Heimildir Baldur Jónsson. ﴾1994﴿. Um orðið tölva. Í Gísli Sigurðsson, Guðrún Kvaran og Sigurgeir Steingrímsson ﴾ritnefnd﴿, Sagnaþing : helgað Jónasi Kristjánssyni sjötugum 10. apríl 1994. ﴾bls. 33­44﴿. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. D-Lib Magazine. ﴾2014﴿. Table of contents, 20 ﴾1/2﴿. doi:10.1045/january2014­contents Fitzgerald, M. ﴾2013, 8. ágúst﴿. DataMarket aims to be a Google for numbers. InformationWeek. Sótt af http://www.informationweek.com/big­data/big­data­ analytics/datamarket­aims­to­be­a­google­for­numbers/d/d­ id/1111096 Guðrún Kvaran. ﴾2005, 22. mars﴿. „Hvaðan er orðatiltækið „í gríð og erg“ komið?“. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4851 Landmælingar Íslands. ﴾e.d.﴿. Leyfi, samkvæmt 31. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og lögum um landmælingar og grunnkortagerð nr. 103/2006, fyrir gjaldfrjáls gögn frá Landmælingum Íslands. Sótt af http://www.lmi.is/wp­content/uploads/2013/10/Leyfi­fyrir­ gjaldfrj%C3%A1ls­g%C3%B6gn­LM%C3%8D­Almennir­ skilm%C3%A1lar.pdf Mayer­Schönberger, V. og Cukier,K. ﴾2013﴿. Big data: A revolution that will transform how we live, work, and think. New York: Houghton Mifflin Harcourt. Óli Gneisti Sóleyjarson. ﴾2013﴿. Stafræn endurgerð texta : höfundaréttur og lýðvistun. Bókasafnið, 37, 32­35. Páll Jensson. ﴾1980﴿. Um ﴾ör﴿tölvubyltinguna. Tölvumál, 5 ﴾4﴿, 10­14. Páll Ríkharðsson. ﴾2013﴿. Big Data [glærur af haustráðstefnu Advania 2013]. Sótt af http://www.advania.is/library/Files/Haustradstefna­ 2013/P%C3%A1llR%C3%ADkhar%C3%B0ssonHR.pdf van der Zande, Johan. ﴾2010﴿. Statistik and History in the German Enlightenment. Journal of the History of Ideas. 71 ﴾3﴿, 411­432

Myndir Mynd 1: Kort Maurys Kort Maurys sótt 20. febrúar 2014 af http://www.davidrumsey.com/luna/servlet/detail/RUMSEY~8~1~ 251743~5517426:VIII­­Winds­and­routes­­­to­ accompa?qvq=w4s:/what/Atlas%20Map/when/1857/;lc:RUMSE Y~8~1&mi=7&trs=188# Mynd 2 : Skýringarmynd f. reCaptcha sótt 20. febrúar 2014 af http://irevolution.files.wordpress.com/2013/06/recaptcha_pic2.jpg Mynd 3 : Skýringarmynd f. veldisfall sótt 20. febrúar 2014 af http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/d/d0/Exponential _function.svg


Til Kölnar Sigrún Guðnadóttir og Hallur Guðmundsson Sigrún Guðnadóttir er forstöðumaður Lindasafns, útibús Bókasafns Kópavogs. Hún er með B.A. í Upplýsingafræði með Þjóðfræði sem aukagrein og M.A. í Hagnýtri menningarmiðlun.

Hallur Guðmundsson er bókavörður, tónlistarmaður og áhugamaður um útlán rafbóka.

Útdráttur Dagana 9.­13. september 2013 fóru Hallur Guð­ mundsson og Sigrún Guðnadóttir frá Bókasafni Kópa­ vogs til Kölnar í þeim tilgangi að kynna sér útlán á rafbókum og viðskiptahugmyndina á bak við þau. Ferðin var styrkt af Leonardo menntaáætlun Evrópusam­ bandsins. Á vikutíma kynntust þau kostum og göllum rafbókaútlána sem og þeim gildrum sem geta staðið í veginum fyrir því að hefja slíkt ferli hér á landi. Niður­ staðan varð sú að heppilegast þætti að Landskerfi Bókasafna hefði yfirumsjón með innleiðingu útlána raf­ bóka á Íslandi enda sér það fyrirtæki um Gegni og rök­ réttast er að bein tenging sé á milli þessara þátta útlánastarfsemi.

Safnið Aðalsafnið í Köln hefur að geyma margs konar safndeildir, má þar nefna stóra barnadeild, skjala­ og sýningarsvæði til minningar um rithöfundinn Heinrich Böll, bókasafn rithöfunda frá Köln, blindrabókasafn og safn bókmennta um sögu þýskra gyðinga, sem var opn­ að árið 1959. Ellefu útibú eru rekin frá aðalsafninu ásamt einum bókabíl, „Minibib“, „Krimmasjálfsala“ og rafbókavef þar sem hægt er að fá lánaðar rafbækur allan sólarhringinn. Mesta aukning í útlánum hefur verið á rafbókum. Frá árinu 2012 hefur verið hægt að skila gögnum í aðalsafn­ ið allan sólarhringinn. Svokölluð RFID tækni var tekin í gagnið til að tryggja sem mestan hraða í útlánum. Hún virkar þannig að bókasafnsskírteinið er sett í þar til gerða afgreiðsluvél og lykilorð slegið inn, því næst getur lánþeginn fengið lánað eða skilað bunka af bókum með einu handtaki. Árið 2012 komu í fyrsta skiptið yfir 2 milljónir gesta á safnið, eða 2.053.450, en daglega koma um 8.250

Mynd 1. Aðalsafnið í Köln

safngestir. Í aðalsafninu og tengdum rekstrareiningum eru 148.9 stöðugildi sem 196 manns skipta með sér ásamt 87 sjálfboðaliðum. Árgjaldið í safnið fyrir fullorðna er 38 evrur ﴾á geng­ inu 164 kr. í september 2013 eru það um það bil. 6.200 krónur﴿ og var það hækkað talsvert frá 2012 þar sem tekin var sú ákvörðun að hætta að taka gjald fyrir safn­ efni eins og DVD diska. En til að koma á móts við lán­ þega gildir skírteinið í 13 mánuði. Hægt er að fá skírteini sem gilda í þrjá og sex mánuði. Líkt og hérlendis eru skírteini fyrir börn undir 18 ára aldri ókeypis. Á safninu er boðið upp á safnkynningar fyrir grunn­ og menntaskólanema. Kynningar fara að miklu leyti fram í formi verkefna sem nemendur vinna á safninu og þyngjast eftir því sem þeir eldast. Kynningar af þessu tagi eru nemendum mjög mikilvægar þar sem ekki tíðkast að vera með bókasöfn í skólum í Þýskalandi. Mikill fjöldi erlendra gesta heimsækir almennings­ bókasafnið í Köln ár hvert til að fræðast enda er safnið í fremstu röð hvað varðar nýjungar og tækni. Þegar nú­ verandi forstöðumaður, Dr. Hannalore Vogt tók við


Bókasafnið 38. árg. 2014 safninu árið 2008 gerði hún róttækar breytingar á jarð­ útgefendur og rithöfunda. Að sögn starfsmanna er ekki hæð safnsins. Um þessar mundir eru þar engar bækur þekking, mannskapur eða tækjabúnaður til staðar í til útláns fyrir utan þær sem safngestir hafa pantað. Þar safninu á þessum sviðum sem þýðir að á Íslandi myndi eru nú sjálfsafgreiðsluvélar, kaffivél fyrir gesti, stólar og útvistun verksins vera óhjákvæmileg. Það myndi spara netaðgangur fyrir lánþega. Gestum safnsins er heimilt tíma, fyrirhöfn og kostnað. Upphaflega bauð Divibib bóka­ að koma með nesti og snæða það á söfnunum upp á að vera milliliður í raf­ jarðhæðinni, sem virtist vera vel nýtt að bókaútlánum og er safnið í Köln eitt af mati höfunda. Enn fremur hafa orðið fjórum söfnum í Þýskalandi sem tóku breytingar á öllum hæðum safnsins þar þátt í þessu frumkvöðlaverkefni. Einnig sem stóru afgreiðsluborðin hafa verið að tekur Divibib að sér ítarlegri aðstoð eftir hverfa eitt af öðru. Í stað þeirra eru að starfsmaður bókasafnsins hefur komnar upplýsingamiðstöðvar þar sem gengið úr skugga um að vandamálið starfsfólk er vel sýnilegt. sé ekki af einföldustu gerð þannig að Annað sem okkur þótti athyglisvert starfsmenn tölvudeildar safnsins ráði er að í einu útibúanna, Bocklemünd, ekki við að laga það sem er í ólagi. starfa eingöngu nemar í bókasafns­ og Adobe digital editions er sá hug­ upplýsingafræði. Dr. Vogt talaði um að búnaður sem bókasafnið mælir með það kæmi sér mjög vel og að þar væri við lestur rafbóka á PC og Apple tölv­ hægt að bjóða upp á ýmislegt sem ekki Mynd 2. Sigrún og Hallur prófa um. Lánþegi pantar rafbók með því að væri í boði í öðrum söfnum í Köln. Í öðru rafbókartæki skrá inn bókasafnsauðkenni sitt ﴾skír­ útibúi, Kalk, er boðið upp á „Leikjasvæði” ﴾games zone﴿ þar sem börn og unglingar geta komið teinisnúmer﴿ og gengur frá öllu þar að lútandi. Kerfið saman og spilað tölvuleiki. Einu sinni í mánuði kemur sendir smáskjal af gerðinni ACSM ﴾Adobe Content Ser­ þangað blaðamaður frá tímariti um tölvuleiki sem fær ver Message﴿ til lánþegans sem þarf að opna það. börn til að spila nýjustu leikina og segja álit sitt á þeim. Í Skjalið inniheldur samskiptatengingar milli þess er hýsir þessu leikjasvæði eru leikjatölvur frá Wii, Playstation 3 rafbókina, Adobe leyfiskerfisins og tölvu lánþegans. Neðangreint sýnir samskiptaferlið eftir að ACSM og Xbox og eru reglur svæðisins þær að leikirnir sem spilaðir eru þurfi að henta börnum frá 6 ára aldri sam­ skjalið hefur verið opnað: ­ Kannað hvort útlán sé virkt. kvæmt bannmerkingum á leikjunum sjálfum. ­ Tengist rafbókahýsingunni sem tengist lánþega­ grunni bókasafnsins til að sannreyna útlána­ heimildir. Hugmyndin um rafbókaútlán er ekki ný af nálinni. ­ Tengist Adobe Content Management Server til að Árið 2000 kom upp sú hugmynd hjá Borgarbókasafninu í kanna hvort Adobe notandi sé til. Berlín að hefja útlán á rafbókum, sem þá voru eingöngu ­ Finnur rafbókina með því að leita að titli, höfundi, til á PDF formi. Hugmyndafræði „Shareware“ var höfð flokkun og leyfisnúmeri. að leiðarljósi, sem byggist á því að hægt er að ná í ­ Rafbókin flutt inn á tölvu lánþega og lánstími skil­ gögnin annað hvort til framtíðarnotkunar eða til greindur í rafbókinni sjálfri. tímabundinnar notkunar án greiðslu. Útgefendur fóru í ­ Rafbókin opnuð. baklás af þeirri ástæðu að á þessum tíma var Napster Þegar skjalið er opnað sækir það rafbókina sem ﴾forrit til ólöglegs niðurhals á tónlist﴿ tiltölulega ný tilkom­ opnast í Adobe Digital Editions. Til að það virki þarf lán­ ið og menn óttuðust að það færi eins fyrir bókum og fór þeginn fyrst að skrá sig sem notanda hjá Adobe svo fyrir tónlistinni, fólk færi að hlaða niður rafbókum í stór­ hann geti opnað ACSM skjalið. Að því loknu getur lán­ um stíl og skeyta ekki um höfundarréttinn. Það var ekki þeginn lesið bókina í tölvunni eða tengt allt að sex jað­ fyrr en árið 2007 sem augu útgefenda opnuðust fyrir artæki við hugbúnaðinn til lestrar rafbóka. Á hagkvæmni þess að leyfa rafbókaútlán og var þeim lánstímanum getur lánþegi dreift bókunum á öll tækin en hleypt af stokkunum sama ár. lánið er tímastillt og verður skjalið óaðgengilegt á sama Við þarfagreiningu á rafbókaútlánum hjá bókasafn­ tíma á öllum tækjunum. Sumar rafbókanna eru í boði á inu í Köln kom snemma í ljós að útvista þyrfti þeim nokkrum rafbókasniðum. Algengustu snið rafbóka bóka­ rekstri. Það er einkafyrirtækið Divibib sem sér um öll safnsins í Köln eru PDF, ePub, Mobi og txt. ePub og tæknimál er varða útlánin. Það sér um alla samninga við Mobi henta afar vel á lesbrettin en PDF og txt aftur á

Rafbækur

74


Bókasafnið 38. árg. 2014 móti í spjaldtölvur og borð­ og fartölvur. Reyndar er hægt að fá rafbóka­„öpp“ sem lesa ePub og Mobi skjöl. Samt sem áður er reynt að miða við að lánþegi þurfi ekki að krafsa sig í gegnum risastóran hugbúnaðarskóg til að njóta góðra rafbóka. Það eru ýmsir vankantar á því kerfi sem notað er í Köln. Til dæmis er útlánstími hverrar bókar 14 dagar og það er ekki hægt að skila henni fyrr þótt svo lánþegi vilji það. Ekki er unnt að lána gagnið út aftur fyrr en að 14 dögum liðnum. Einnig er það ókostur, sérstaklega þar sem vinsælar bækur eiga í hlut, að safnið má ekki kaupa nema 10 eintök af hverri bók. Á meðan við vorum í Köln var vinsælasta bókin Inferno eftir Dan Brown með 137 daga biðtíma. Þó er boðið upp á stóra leyfið, 20 – 25 út­ lán pr. eintak. Eftir ákveðinn tíma fellur það niður í eitt eintak. Gallinn er sá að verðið er þrefalt á við núgildandi verð á leyfum. Í þessu verkefni hefur Kölnarbókasafn haft að leiðarljósi markmið IFLA um rafbókaútlán sem miða að auknu aðgengi og greiðari leið rafbóka til lán­ þega. Viðmótið sem er notað til útlána á bókasafninu heitir Onleihe undir slóðinni www.onleihe.de. Nýverið tók Divibib í gagnið „app“ fyrir farsíma sem gerir lánþegum kleift að fá rafbækur lánaðar beint í símann sinn. Því miður var ekki hægt að sýna okkur þann hluta þar sem það var enn í lokaprófunum en var væntanlegt skömmu eftir að við fórum frá Köln. Þegar ritun þessarar greinargerðar fór fram tókum við eftir á vefnum www.onleihe.de að farsímaappið var komið í umferð. En miðað við ummæli notenda á vef Google play, sem sér um dreifingu hug­ búnaðar í Android síma er talsvert í land með að þetta „app“ verði vel nothæft. Hugmyndafræðin á bak við rafbókaútlán í bókasafn­ inu í Köln er talsvert önnur en sú sem viðgengst í venju­ bundnum útlánum bókasafna. Þetta er meira í ætt við það sem þekkist á kvikmyndaleigum símafyrirtækjanna. Reyndar þarf að skrá sig inn á vefsíðu, velja rafbók og sækja og hún er virk í tækinu í 14 daga. Að þeim tíma liðnum eyðileggst skráin og verður ekki lengur nothæf. Með rafbókaútlánum þarf að bjóða upp á kennslu í lesbrettanotkun því ekki er hægt að ganga út frá því að allir viti hvernig þessi tæki virka. Í safninu í Köln eru leið­ beiningar um hvernig eigi að nota lesbretti eins og Tolino, Sony, Kindle ﴾bæði e­ink útgáfuna og spjald­ tölvuútgáfuna﴿, Kobo, Ipad og Samsung. Enn fremur lánar safnið út ákveðin tæki svo notendur geti kynnt sér virkni þeirra og notkunarmöguleika. Tolino lesbrettið er andsvar þýskra bókaútgefenda við Kindle bretti Amazon vefveitunnar og hefur verið markaðssett sem höfuðand­ stæðingur Kindle. Ókosturinn við Tolino brettið er sá að það fæst eingöngu með þýsku notendaviðmóti enn sem

komið er. Lesbrettið hefur náð mikilli útbreiðslu í Þýskalandi og var það samdóma mat þeirra sem við ræddum við að næsta útgáfa hlyti að hafa að minnsta kosti enskt viðmót, ef ekki fleiri tungumálamöguleika. Hugsanlega gæti verið hentugt að útfæra íslenska þýð­ ingu á stýrikerfi Tolino og bjóða upp á möguleikann á því að kaupa það í vefverslun þegar bókasöfnin verða farin að bjóða upp á rafbókaútlán. Þegar kemur að rafbókaútlánum á Bókasafni Kópa­ vogs þarf safnið að vera tilbúið með kynningu þeim lútandi bæði á staðnum og í formi myndbands á Netinu. Í kynningunni þarf að lýsa framkvæmdinni skref fyrir skref, frá því að fólk leitar að rafbók þar til hún er komin í lesbrettið. Einnig þarf að vera möguleiki á skammtíma­ láni lesbretta. Sérstakt teymi starfsmanna þarf að búa yfir góðri þekkingu og kunnáttu þegar kemur að raf­ bókaútlánum og þeim gert kleift að uppfæra þekkingu sína reglulega. Hins vegar þykir ekki ráðlegt að bóka­ safn fari út í að halda utan um rekstur sem þennan þar sem kröfur um tækjabúnað og tæknikunnáttu eru um­ talsverðar. Hagkvæmnin með útvistun rafbókakerfisins fæli í sér að öll bókasöfn á landinu hefðu óheftan að­ gang að því þar sem viðkomandi aðili hefði hag af þess­ ari þjónustu. Ein hugmyndin er að Landskerfi bókasafna sinni þessu hlutverki þar sem útlánakerfi landsins er á þeirra vegum. Tæknilegar hindranir gætu orðið á þessu ferli vegna ósveigjanleika Gegnis ﴾Aleph﴿ ­ útlánakerf­ isins sem framleitt er af ExLibris í Ísrael. Hins vegar mætti gera því skóna að Landskerfi fyrir hönd íslenskra bókasafna gæti verið í fararbroddi við hugmyndavinnu og þróun samtengingar útlána á prentuðum bókum og rafrænu efni. Hagkvæmnin felst sérstaklega í því að í Gegni er sá notendagrunnur sem bókasöfn styðjast við og er uppfærður reglulega með upplýsingum úr þjóð­ skrá. Það hefur sannast í bókasafni Kölnarborgar að raf­ bækur eru ekki síður eftirsóttar en prentað efni. Sam­ kvæmt ársskýrslu bókasafnsins sækja að meðaltali 1.221 manns rafbókavefinn þeirra á dag. Á milli áranna 2011 og 2012 varð um 100% aukning á útlánum á raf­ bókum. Markmið ársins 2013 var að ná 50% aukningu,

75


Bókasafnið 38. árg. 2014 eða álíka aukningu og árið á undan. Það sem kemur í veg fyrir þessa aukningu eru leyfismál, bæði kostnaður á rafbókum sem og stífni útgefenda og hömlur á fjölda keyptra eintakaleyfa. Allur aðfangaþátturinn fer í gegn­ um vefsíðu sem rekinn er af fyrirtækinu Divibib. Divibib var áður rekið af einkaaðila og í samstarfi nokkurra bókasafna. Síðar eignaðist einkafyrirtækið allt hlutafé og er rekið sem sjálfstætt fyrirtæki í dag. Eins og áður seg­ ir, sjáum við fyrir okkur að hagkvæmast væri að umsýsla rafbókaútlána og Gegnis ﴾Aleph﴿ verði undir sömu hendi til að lágmarka fjölda milliliða í þessum samskiptum.

Almannatengsl Almenningsbókasafnið í Köln hefur eigin almanna­ tengil sem sér um samskipti við fjölmiðla fyrir aðalsafnið og útibú. Meðal þess sem tengillinn sér um er að senda út tilkynningar og auglýsingar til fjölmiðla í nánu sam­ starfi við forstöðumanninn. Jafnframt er safnið með graf­ ískan hönnuð í vinnu sem sér alfarið um að hanna útlit fyrir safnið með tilliti til auglýsinga og dreifiefnis. Sam­ ræmt útlit er á öllu útgefnu efni safnsins, en bakgrunns­ myndin breytist milli auglýsinga og bæklinga allt eftir því hvað verið er að kynna. Stóran hluta efnisins prenta þau sjálf, en annað efni sem krefst betri prentgæða er sent í prentsmiðju. Almannatengillinn heldur einnig utan um Vísindaspjallið, sem telst til stórra viðburða hjá þeim.

Minibib Hugmyndin að Minibib kemur frá Lissabon í Portúgal. Árið 2008 komu fyrst upp hugmyndir um að vera með lítið bókasafn í Köln sem væri eingöngu mannað af sjálfboðaliðum. Hugmyndafræðin er sú að hafa einungis skáldrit fyrir börn og fullorðna og að safnnotendur þurfi ekki að gefa upp nafn. Þess vegna er hvorki þörf á skírteinum né skilríkjum, þar sem lánþeg­

Mynd 4: Horft inn í Minibibb

um er treyst til að skila því sem það fær lánað. Safn­ kosturinn er byggður upp á gjafabókum sem eiga helst að vera nýlegar eða ekki eldri en tveggja ára. Viðmiðun­ artími útlána er 14 dagar. Árið 2009 var efnt til samkeppni í Arkitektaskóla um hönnun á þessu litla bókasafni. Hönnuðir áttu að hafa að leiðarljósi byggingu sem passaði inn í þann garð sem hún er í út frá fagurfræðilegu og notendavænu sjónar­ miði. Byggingin er í daglegu tali kölluð Minibib sem vísar í stærð þess og notagildi: Mini bibliothek. Við hönnun hússins þurfti að miða við rými fyrir um 1.000 bækur en sem hefði að geyma pláss fyrir fólk til að setjast niður með bók, koma með börn og lesa fyrir þau. Byggingin er úr tré og gleri og er máluð að mestu í grænu til þess að falla sem best inn í umhverfi garðsins, þar sem mjög strangar reglur gilda um byggingar í görðum í þéttbýli. Á sama tíma var haldin samkeppni um nafn á byggingunni og varð „Minibib” fyrir valinu. Ferlið frá því hugmynda­ samkeppnin hófst og þar til safnið opnaði gerðist á einu ári ﴾2009﴿ og var safnið opnað með viðhöfn í Borgar­ garðinum ﴾Stadtpark﴿ í Köln. Minibib var boðið að taka þátt í hönnunarkeppnum eins og „Plan 09 - Forum of Contemporary Architecture in Colonge” í september 2009 og fékk mikið lof fyrir frumlega hönnun. Minibib vann einnig til verðlauna árið 2011 sem eitt af „365 Landmarks in the Land of Ideas”. Það var 20 manna hópur sérfræðinga sem valdi úr 2.600 hugmyndum þær sem þóttu standa upp úr varð­ andi hönnun, sjálfbærni og fleira. Á Íslandi mætti útfæra þessa hugmynd með bókum sem hafa dalað í vinsæld­ um og bókum sem stendur til að afskrifa ásamt gjafa­ bókum.

Krimmasjálfsali Mynd 3: Minibibb í Köln. Eingöngu mannað sjálfboðaliðum

76

Fyrirtækið

Sorting Systems frá Troisdorf bauð


Bókasafnið 38. árg. 2014 Kölnarsafni glæpasagna­sjálfsala að láni án endurgjalds í nokkur ár. Sjálfsalinn sem er samstarfsverkefni er fyrsti sjálfsali sinnar tegundar í Þýskalandi. Samningurinn milli safnsins og Sorting Systems er þannig að eftir nokkur ár, þegar reynsla er komin á sjálfsalann, skal notkun hans metin og vilji safnið halda áfram notkun sjálfsalans mun það leigja tækið af Sorting Systems. Leyfi var feng­ ið hjá stjórn almenningssamgangna í Köln fyrir afnot af svæði í lestarstöð við Neumarkt-Passage sem er ekki langt frá aðalsafninu. Þetta er nýbreytni í þjónustu sem er ekki í boði annars staðar. Stjórn almenningssam­ gangna í Köln samþykkti að safnið þyrfti ekki að greiða leigu þar sem um er að ræða frumkvöðlaverkefni, en al­ mennt er svæðisleiga í lestarstöðvum mjög há. Safnið fékk mikla fjölmiðlaumfjöllun þegar sjálfsalinn var tekinn í gagnið og voru bæði ljósvaka­ sem og prentmiðlar með veglega umfjöllun um þessa nýbreytni. Þegar tilboðið kom frá Sorting Systems, framleið­ anda vélarinnar, veltu menn fyrir sér hvaða bókmennta­ tegund ætti að bjóða upp á. Glæpasögur urðu fyrir valinu ﴾krimmar﴿, bækur sem eru í brennidepli þessa stundina. Vélin er eingöngu með kiljur og eru 800 bæk­ ur í henni. Auðvelt er að leita í vélinni að efni á snerti­ skjá. Lánþegar nota skírteini til að fá lánaðar bækur. Einnig er hægt að skila bókunum aftur í vélina eða í safnið. Vélin er opin allan sólarhringinn öllum þeim sem eru með gilt bókasafnsskírteini. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvort áframhald eigi að vera á notkun þessa tækis þar sem leigan er há. Metið verður á næstunni hvort áframhald verði á þjónustunni.

Nördar Á safninu eru reglulegir viðburðir með tækjakynn­ ingum, fyrirlestrum og „hittingum” fyrir „nörda” eins og þekkist af samfélagsmiðlunum en ekki utan þeirra. Með­ al heppnaðra viðburða er „Vísindaslamm“ sem er í lík­ ingu við ljóðaslamm, þar sem vísindamenn kynna sín sérsvið á óhefðbundinn og einfaldan hátt. Af öðrum viðburðum má nefna þegar tveir aðilar frá þýsku geimferðarstofnuninni ásamt einum aðila frá þeirri evrópsku héldu fyrirlestur um störf sín og komust færri að en vildu. Umsjónaraðilar Geeks viðburðanna stefna að því að fá aðila frá þýsku geimferðastofnuninni árlega á „Nörda viðburði” ﴾geeks event﴿. Höfundar veltu fyrir sér hvort hægt væri að útfæra „nörda viðburð“ í Bóka­ safni Kópavogs, til dæmis með því að vera með teikni­ mynda­ og fantasíuviðburð í samvinnu við Nexus bóka­ og leikjasölu. Einnig væri tilvalið að fá Sprengjuteymið til að vera með sýningu og umræður um efnafræði. Fyrir­ tækið Geeks@cologne er með eigin vefsíðu

http://geekscologne.mixxt.de/ sem Babett Hartmann, starfsmaður bókasafnsins sér um.

Þrívíddarprentari Í Kölnarsafni hefur þrívíddarprentari verið tekinn í notkun til almenningsnota. Prentarinn var nokkuð dýr, kostaði um 2.200 evrur. Tækið prentar litla hluti úr plasti eftir teikningu úr þar til gerðri skrá sem koma verður með í safnið. Til eru stórir prentarar sem prenta út heilu byggingarnar og gera það að verkum að hægt er að vera með óhefðbundið byggingarform. Í alþjóðlegu geimstöðinni sem svífur á sporbraut um jörðu er þrívídd­ arprentari sem býr til varahluti í geimstöðina úr þeim efnum sem þar þarf að nota – eins konar varahluta­ prentari. Það vakti mikla athygli þegar safnið fékk þenn­ an prentara og var fjallað um það í fjölmiðlum. Í dag er boðið upp á sýningu á þrívíddarprentun vikulega og geta viðskiptavinir komið með hlut til útprentunar þeim að kostnaðarlausu. Talsvert er um að nemendur í arkitektúr komi með teikningar af hlutum eða byggingum sem þeir fá prentað út til að setja á þrívíddarlíkan. Til þess að geta nýtt sér þessa þjónustu þurfa skjölin sem við­ skiptavinir hafa meðferðis að vera á STL formi ﴾standard tessellation language﴿. Plastið sem notað er í þrívíddar­ prentun er 1.8 mm þykkur hitaþolinn plastþráður PLA ﴾Polylactide ­ Polylactic acid﴿. Prentarinn hitar plastið og leggur það í lögum þar til hluturinn er fullgerður, en það getur tekið allt frá nokkrum mínútum upp í nokkra klukkutíma að prenta út einn hlut ­ allt eftir stærð og því hversu flókin teikningin er.

Makerspace Skemmtileg nýjung í starfi bókasafnsins í Köln er Makerspace. Þar er búið að koma upp all góðu hljóðveri og vinnuaðstöðu fyrir upprennandi tónlistarmenn. Þar er hljómborð sem er hægt að tengja við tölvu á staðnum og inniheldur hugbúnað sem hljómborðið spilar á. Þarna er einnig fjölbreyttur hljóðbreytir fyrir gítar og gítarmagnari, góður hljóðmixer, hljóðnemi og sérstakir hljóðvers­ hátalarar. Makerspace Kölnarsafns er hugsað fyrir upprenn­ andi listamenn bæði til að koma saman og skiptast á hugmyndum og líka til leiða saman hesta sína. Enn fremur geta tónlistarmenn fengið aðstöðuna til afnota fyrir prufuupptökur ﴾demos﴿. Framtíðaráform safnsins eru þau að tengja fleiri listgreinar í Makerspace, til dæmis myndbandagerð, myndvinnslu. Makerspace er á fimmtu hæð safnsins þar sem tónlistardeildin er og á vel við þar sem fyrsta hlutverk Makerspace rýmisins er tónlistartengt. Að sögn Babett Hartmann, sem hefur um­

77


Bókasafnið 38. árg. 2014 sjón með Makerspace, kemur þessi hluti til með að taka undir sig stærra húsnæði þegar fram líða stundir og hef­ ur hún farið fyrir hugmyndavinnu á því verkefni. Í hinum enda hæðarinnar er herbergi sem hefur að geyma fá­ dæma góðan flygil. Þar getur fólk bókað tíma, lokað að sér og leikið tónlist. Þeir sem nýta sér Makerspace bóka gjarnan flygilinn til listsköpunar. Makerspace rýmið er einnig notað fyrir ýmis konar námskeið sem tengjast ekki endilega listsköpun, til dæmis iPad námskeið.

Samfélagsmiðlar Samfélagsmiðlar eru mikið notaðir á safninu í Köln til að auglýsa viðburði og aðra starfsemi, þó eru þeir notaðir á mismunandi hátt. Teymi sér um að setja efni inn á samfélagsmiðlana sem jafnframt ritstýrir efninu. Öllu starfsfólki safnsins ﴾um 170 manns﴿ er skipt niður í teymi og hvert teymi sér um að uppfæra Facebook síð­ una eina viku í senn. Þeir senda efnið á ritstjórnina til yfirlesturs sem að lokum setur það inn á Facebook. Enginn er þó neyddur til að taka þátt í þessu. Facebook er notuð til að auglýsa viðburði, birta myndir og frétta­ mola um safnið og tengja við bloggfærslur safnsins. Twitter er meira notað til að fylgjast með því sem aðrir eru að gera og að tísta því áfram ásamt því að koma af stað umræðum um ýmis málefni og reynt að spila inn á húmor og hressileika. Bloggið er notað sem fréttaveita og pistlasafn á Netinu. Blaðamaður safnsins sér aðallega um að skrifa fréttir á bloggsíðuna. Á meðan við höfundar voru í heim­ skókn var tekið viðtal við okkur sem birtist bæði á blogginu og Facebook ásamt mynd. En þess má geta að ekki er sjálfgefið að fólk gefi leyfi til að birta mynd af sér opinberlega. Það er krafa bókasafnsins í Köln að leita verður samþykkis hjá þeim sem taka á myndir af áður en smellt er af. Þess vegna eru allar myndir sem teknar voru í ferðinni mannlausar eða af höfundum.

Lestrarhvatning Boðið er upp á les­ og söngstundir fyrir börn á öll­ um aldri, allt frá þriggja mánaða til sex ára. Þetta lestrarhvetjandi verkefni er unnið í samstarfi við Stiftung lesen og er styrkt af Þýska Menntamálaráðuneytinu. Börnunum er skipt í þrjá aldurshópa: þriggja mánaða til tveggja ára, þriggja til fjögurra ára og fimm til sex ára. Öllum börnum er boðið að koma í eina heim­ sókn á bókasafnið þar sem er sungið, lesið og leikið við þau í 45­90 mínútur. Í lok heimsóknar fá þau og for­ eldrarnir taupoka með bókum fyrir viðkomandi aldur ásamt upplýsingabæklingum um verkefnið og safnið, sjá vefsíðuna http://www.lesestart.de/.

78

Lestrarhvatning fyrir nýbúa Mülheim er stærsta útibú Kölnarbókasafns, staðsett í hverfi þar sem hátt hlutfall íbúa eru innflytjendur. Mikið er að gera í Mülheimsafni alla daga og er öll þjónusta þar augljóslega vel nýtt.Í bókasafninu í Mülheim er barnadeild sem hefur að geyma barnabækur á algeng­ ustu tungumálum innflytjenda, þar með taldar bækur sem eru á fleiri en einu tungumáli, til dæmis þýsku og tyrknesku, þýsku og ensku. Á safninu er einnig svo kallað mediabox, ferðataska sem er full af alls kyns fræðsluefni um menningu á ýmiskonar formi, svo sem geisladiska, mynddiska og bóka sem eru ætluð til að gera nýbúumaðlögun þeirra aðeins auðveldari. Með þessum mediaboxum geta innflytjendur útskýrt sinn menningarheim fyrir Þjóðverjum auk þess að viðhalda þekkingunni á eigin menningu. Mediaboxin eru fimm talsins og inniheldur hvert um sig ákveðið þema, svo sem trúmál, landafræði og menningu svo dæmi séu tekin. Mediabox eru lánuð út til þeirra grunnskóla sem hafa hátt hlutfall innflytjenda.

Viðburðir Á almenningsbókasafninu í Köln eru rúmlega 1.300 viðburðir árlega og sóttu 24.000 manns þá árið 2012. Meðal þeirra eru: „Stafræn verkstæði” ﴾Digital works­ hops﴿ þar sem boðið er upp á kennslu og þjálfun í grunnatriðum við tölvunotkun, netnotkun, netöryggi, það sem Google finnur ekki, notkun á Ipad, umsýsla og meðferð stafrænna mynda og ýmislegt fleira. Þessar kynningar hafa verið mjög vinsælar hjá Kölnarbúum og hafa þær fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Vísinda­ kynningar þar sem höfundar fræðibóka eru fengnir til að kynna þær í samtalsformi við þekkta blaðamenn með áhorfendum í sal eru mjög vinsælir viðburðir. Á 3. hæð safnsins er skrifstofa rithöfundarins Heinrich Böll til sýnis eins og hún var þegar hann lést. Skrifstofan er varin með glervegg að framan til að hindra að fólk snerti munina. Einn af þeim ókostum sem fylgja þessari gjöf til safnsins er að hvorki má taka myndir til að nota í auglýsingar fyrir viðburði né geta gestir tekið myndir af þessari sýningu. Safnið hefur leyfi til að nota eina mynd sem aðstandendur Heinrich Böll hafa sam­ þykkt.

Bókabíll Árið 1928 kviknaði sú hugmynd að vera með bóka­ bíl í Köln til að auka þjónustu við borgarbúa. Árið 1931 varð þessi hugmynd að veruleika þegar fyrsti bókabíllinn


Bókasafnið 38. árg. 2014 var tekinn í notkun. Í bílnum var pláss fyrir 2.000 bækur auk morgunverðarborðs. Bókabíllinn varð strax mjög vinsæll en þegar nasistar stóðu fyrir bókabrennunum 1934 var bókabílnum ekki einungis lokað heldur var hann eyðilagður þar sem stjórnvöld óttuðust að ólögleg­ um áróðri yrði dreift með bókabílnum. Það var ekki fyrr en upp úr 1960 sem bókabíllinn í Köln var tekinn upp að nýju og árið 1980 voru sex bókabílar í notkun fyrir við­ skiptavini almenningssafnsins í Köln. Árið 2004 var hætt með bókabílana vegna fjárhagsörðugleika. Árið 2007 var bókabíllin enn aftur tekinn í notkun á þeim svæðum þar sem langt er að fara í útibú. Nú er hægt er að skila efni sem fengið er að láni í bókabílnum í hvaða útibúi sem er, enn fremur er hægt að panta efni frá öllum útibúum og aðalsafni og sækja það í bókabílinn viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

framkvæmdastjóri allra almenningssafnanna í Köln. Þar ræddum við meðal annars um ástæðu ferðar okkar til Kölnar og væntingar okkar til ferðarinnar. Við komum inn á hversu mikilvægt það er fyrir þá sem starfa í upp­ lýsingafræðigeiranum að fylgjast með því nýjasta sem aðrir eru að gera og að mynda tengsl við fólk í öðrum löndum. Frú Vogt lýsti yfir áhuga á því að heimsækja Ís­ land og kynnast bókasafnamenningunni hér á landi. Meðan á dvöl okkar stóð í Köln fylgdi okkur maður að nafni Frank Daniel, sem hafði yfirumsjón með dvöl okkar í safninu. Frank kynnti okkur ögn fyrir djasslífi Kölnar­ borgar utan vinnutímans og má segja að hugmyndir okkar um dæmigerða Þjóðverja hafi hrunið eins og spilaborg við almennilegheit Franks Daniel, Hannelore Vogt og allra þeirra starfsmanna sem fræddu okkur á meðan heimsókninni stóð.

Að lokum Heimsókn okkar til Kölnar lauk með hádegisverði í boði Hannelore Voght, en hún er eins og áður segir

Barnið í mér Gulleitt glas á borði sóleyjarvöndur í glugga hringlaga munstur á gólfdúk appelsínubrúnum. Emil í Kattholti horfir á mig í grænum stól í horni, við langan glugga lítil mús. Skurður í túni, kvígan hún Stjarna og stóra lambið sem dó. Í anddyri angan sem finnst ekki lengur, en þó. Eyrún Ýr Tryggvadóttir

79


Almenningsbókasöfn ­ mikilvægur fjársjóður til framtíðar Málþing um málefni almenningsbókasafna á Íslandi Fundaritari Helga Jónsdóttir Sunna Njálsdóttir bjó til birtingar fyrir Bókasafnið

Sunna Njálsdóttir er bókasafns­ og upplýsingafræðingur og forstöðumaður Bókasafns Grundarfjarðar frá 1986.

Samtök forstöðumanna almenn­ ingsbókasafna ﴾SFA﴿ stóðu fyrir málþingi í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og Mennta­ og menningarmálaráðuneytið í Bókasafni Mos­ fellsbæjar föstudaginn 27. september kl. 8.30­12.30. Hvatinn að málþinginu voru áhyggjur manna af breyting­ um á skipulagi innan menningarsviðs nokkurra sveit­ arfélaga og fyrirkomulagi bókasafnamála innan þeirra. Í tilefni af samþykkt Alþingis á nýjum bókasafnalögum sem tóku gildi 3. janúar 2013 var ákveðið að SFA kæmu til fundar við fulltrúa sambandsins til þess að ræða breytingar á lagaumhverfinu. Meginafstaða Sambands íslenskra sveitarfélaga var sú að lagarammi nýju laganna ætti að veita nægjanlegt aðhald í ljósi þess að um almannaþjónustu væri að ræða en jafnframt að skapa svigrúm til að þróa þjón­ ustuna. Á fundinum var lýst eftir sterkari áherslum sam­ bandsins um málefni bókasafnanna og mikilvægi og vaxandi hlutverk þeirra undirstrikað. Forstöðumönnum almenningsbókasafna hefur þótt vanta aðila úr kerfinu sem fylgist með framgangi laga og stefnumörkun um starfsemi bókasafna. Bætt er úr því með bókasafnaráði samkvæmt 5. gr. 1. lið nýju laganna. Samband íslenskra sveitarfélaga gætir hagsmuna sveitarfélaganna gagnvart ríkinu en stýrir ekki vinnu eða stefnu þeirra í hinum ýmsu málaflokkum, meðal annars menningarmálum. Fundarmenn voru á einu máli um nauðsyn þess að byggja upp öflug samskipti milli sveitarstjórnarmanna og forstöðumanna bókasafna um faglegt skipulag bókasafnaþjónustu og var í framhaldinu skipulagt málþing um málefni almenningsbókasafna undir yfirskriftinni „Bókasafn framtíðarinnar“. Málþingið sóttu forstöðumenn almenningsbóka­ safna ásamt fulltrúum úr menningarnefndum nokkurra sveitarfélaga, hátt í 50 manns. Hér á eftir verður greint

frá erindum nokkurra forstöðumanna bókasafna og full­ trúa annarra stofnana:

Halldór Halldórsson , formaður Sambands ís­ lenskra sveitarfélaga fjallaði um stöðu sveitarfélaga eftir hrun. Hann sagði aðstæður sveitarfélaga hafa breyst og skera hefði þurft niður og forgangsraða. Framlög til menningarmála hefðu aukist eftir hrun, úr 5,5 milljörðum 2007 í 8 milljarða 2012. Þar af runnu 1,6 milljarðar til bókasafna árið 2007 ﴾30%﴿ en 1,9 milljarðar árið 2012 ﴾23,75%﴿. Halldór sagði ennfremur að sambandið væri í tengslum við systurfélög á Norðurlöndunum sem fylgdust með innleiðingu á rafbókaútlánum í bókasöfn­ um og öðru þróunarstarfi. Vinna við stefnumörkun í menningarmálum krefðist faglegs stuðnings. Skoða þyrfti hlutverk bókasafna í upplýsingaþjónustu, útlánum á rafrænu efni til hagsbóta í afskekktum byggðum, þjón­ ustu við erlenda samborgara og framboði á athvarfi í erli dagsins.

Eiríkur Þorláksson , fulltrúi mennta­ og menn­ ingarmálaráðuneytis lýsti þróun í lagasetningu og lagaramma fyrir bókasöfn og hlutverki nýs bóka­ safnaráðs. Með nýju bókasafnalögunum nr. 150/2012 urðu breytingar á ákvæðum um skólabókasöfn og bókasafnasjóð rithöfunda. Höfundalögin frá 1972 þyrfti að endurskoða í samræmi við tækni nútímans til að koma efni á framfæri án mikils kostnaðar eða tilhneig­ ingar til að taka efni til sín án greiðslu. Hann benti á að almenningsbókasöfnum á Norðurlöndunum væri að fækka. Lesa mætti í fagtímaritum bókasafna um sam­ vinnu og samstarf safnanna og hlutverk þeirra sem þekkingarveitur og fræðslustofnanir með virka þjónustu og miðlun. Nýju lögin gæfu sveitarfélögum og söfnum gott tækifæri til að víkka út hlutverk sitt sem upplýsinga­ miðstöðvar ferðamála og miðstöðvar menningarmála al­ mennt. Því næst greindi Eiríkur frá áðurnefndu bóka­


Bókasafnið 38. árg. 2014 safnaráði sem myndi starfa samkvæmt nýju bókasafna­ lögunum. Því væri ætlað að vinna að stefnumörkun um starfsemi bókasafna í samvinnu við Landsbókasafn Ís­ lands – Háskólabókasafn og að setja reglur um söfnun og úrvinnslu tölfræðilegra upplýsinga um bókasöfn á Ís­ landi. Nústarfandi bókasafnaráð væri vel í stakk búið til að fjalla um þessi mál og móta stefnuna. Eftir að embætti bókafulltrúa ríkisins var lagt niður hefur enginn séð um að safna tölfræðilegum upplýsingum um bókasöfn. Bókasafnaráð þyrfti að meta hverju skyldi safna og hvernig. Eiríkur benti á þá nýjung í lögunum að hægt væri að sækja í bókasafnasjóð vegna þróunar­ og samstarfsverkefna. Fjármögnun væri að vísu óviss í ár en yrði vonandi á næsta ári. Tryggvi Þórhallsson lögfræðingur á lögfræði­ og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga talaði um lagaumhverfi bókasafna, verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, lýðræði, jafnræði og aðgengi: Búið væri að ná ákveðnum markmiðum með nýjum sveitarstjórn­ arlögum frá 2012. Skylda sveitarfélaga væri ótvíræð og söfnin hefðu hlutverki að gegna gagnvart íslenskri tungu og upplýsingalæsi sem hluti af grunnþjónustu. Ekki væru þó í lögunum ákvæði með viðurlögum ef sveit­ arfélög teldust ekki standa við sína skyldu í stuðningi við söfnin enda væri betra að beita hvatningu í þeim tilvik­ um.

Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir,

lands­ bókavörður lýsti nýjum og gömlum viðfangsefnum bóka­ safna og velti fyrir sér viðhorfi sveitarstjórnarfólks til almenningsbókasafna á ýmsum tímum. Hún sagðist vera ánægð með vinnslu nýju bókasafnalaganna. Bókasöfn skyldu vera þekkingarveitur og fræðslustofn­ anir. Samstarfsverkefni væru mörg, tæknivæðing gengi vel í söfnum og hagræðing hefði verið mikil í greininni undanfarin ár. Ingibjörg taldi að brugðist hefði verið við kreppunni á skynsaman hátt með sparnaði og hagræð­ ingu og hlutirnir hugsaðir upp á nýtt. Hún sagði frá verk­ efnum í skráningu og ýmsum fagmálum á Landsbókasafni Íslands­Háskólabókasafni. Gegnir og Leitir væru þar stærstu samstarfsverkefnin. Meðal annarra verkefna væru stafræn endurgerð íslensks efn­ is, Bækur.is, söfnun stafræns efnis á íslensku sem væri varðveitt í Rafhladan.is, tilraunaverkefni um útlán á ís­ lenskum rafbókum og nýtt skráningarkerfi bókasafna RDA ﴾Resource Description and Access﴿ sem væri í sjónmáli. Að lokum útskýrði Ingibjörg hvernig jákvæð viðhorf sveitarstjórnarfólks toguðust á við neikvæð og hvernig hægt væri að nýta starfsemi bókasafna. Al­ menningsbókasöfn hefðu í för með sér aukaútgjöld,

starfsmanna­ og húsnæðisvandamál. Jafnframt væri óljóst hvort vantaði meira eða öðru vísi efni og framboð á afþreyingu leiddi til lítillar aðsóknar. Jákvæðir sveitar­ stjórnarmenn ættu að líta á bókasöfnin sem öflugar menningarstofnanir, sem ættu gott samstarf við skóla og aðra menningarstarfsemi, þjónuðu íbúunum og ferða­ mönnum af fagmennsku og væru styrk stoð í samfélag­ inu.

Pálína Magnúsdóttir,

forstöðumaður Borgar­ bókasafns Reykjavíkur sagði frá breytingarferli almenn­ ingsbókasafna sem væru einstakar menningarstofnanir. Hún benti á mikilvægi góðs aðgengis að bókasöfnum og tók sem dæmi athugun sem hún gerði á leið sinni frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði. Hún bar saman aðgengi að vínbúðum og bókasöfnum og komst að því að vín­ búðir á þessari leið voru mjög sýnilegar, en bókasöfn ekki. Hún sagði að aðgengi að bókasöfnunum þyrfti að vera betra ef þau ættu að taka á þeim verkefnum sem talað hefur verið um. Almenningsöfnin væru fyrir alla, samkomustaður í nærsamfélaginu þar sem hægt væri að upplifa menningu, læra og menntast ævina á enda og fá óhlutdrægar upplýsingar. Þau hefðu fjölbreyttu hlutverki að gegna, væru alþýðleg og löðuðu að sér mikinn fjölda og margvíslega notendur með mismunandi þarfir. Pálína sagði ennfremur að almenningsbóksöfn væru eina menningarstofnunin sem sveitarfélögum bæri lögum samkvæmt að reka. Bókasöfnin styrktu lýðræðið með því að bjóða upp á ókeypis upplýsingaþjónustu óháð stöðu og stjórnmálaflokki og væru hlutlausar stofnanir. Upplýsingahlutinn væri góður og gildur en við mættum ekki gleyma menningarhlutanum sem væri ekki síður mikilvægur. Hún greindi frá því að í kringum 700 þúsund manns heimsæktu Borgarbókasafn árlega, fleiri en kæmu í Hörpu, tónlistarhús. Útlán væru um milljón á ári og þeim færi ekki fækkandi. Bókasöfnin væru mikil­ vægasti þriðji staðurinn og lagði áherslu á að starfsfólkið væri allra mikilvægast. Það væri menntað, hæfileikaríkt og hugmyndaríkt og það þyrfti að virkja, finna og nota styrkleika þess. Pálína sagðist sjá fyrir sér að starfsfólk á bókasöfnum yrði einhvers konar samfélagsþjálfar – og þess væri nú þegar farið að gæta. Pálína minntist á nokkur verkefni sem væru í gangi á Borgarbókasafni og í öðrum söfnum erlendis. Hún nefndi sem dæmi Laptop club í Helsinki sem varð til eftir námskeið sem var haldið fyrir eldra fólk og þróaðist út í eins konar klúbb. Gamla fólkið mætti með tölvurnar sín­ ar í safnið, skiptist á skoðunum og lærði hvert af öðru. Í lokin velti Pálína fyrir sér stöðu bókasafna þessa dag­

81


Bókasafnið 38. árg. 2014 ana. Hvað yrði um söfnin í heimi breyttra miðla eins og rafbóka? Almenningsbókasöfn væru ekki á útleið og hún sagðist vona að okkur bæri gæfa til að þróa þau og þroska við nýjar aðstæður því full þörf væri á þeim sem félagsstofnanir eða menningarlegar stofnanir ekki síður en upplýsingastofnanir.

Hólmkell Hreinsson ,

forstöðumaður Amts­ bókasafnsins á Akureyri fór aðeins yfir þróun í starfsemi almenningsbókasafna og taldi brýnt að leggja meiri áherslu á þjónustu en safnkost. Það væri tiltölulega nýtt að kenna notendum að nýta sér safnkostinn. Nú á dög­ um væri mikilvægara að mæla þjónustuna í öðru en út­ lánum. Hólmkell sagði 400­500 manns koma daglega í safnið og ekkert lát væri á. Aftur á móti væru útlánatölur að dragast saman því æ fleiri sæktu tímaritsgreinar í ra­ frænar gagnaveitur. Ekki væri nóg að stilla út safnkosti og hafa góðan bókavörð, það þyrfti að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Í lokin sagði Hólmkell frá danska verkefninu Modelprogram for folkebiblioteker1, og sýndi mynd úr bókinni Gör bibliotekene forskel, sem lýsir starfsemi al­ menningsbókasafna og skörun ýmissa höfuðþátta eins og að skapa – upplifa – uppgötva – taka þátt og hvernig rýmið og þekkingin mynda hluta af þessari skörun.

Sunna Njálsdóttir,

forstöðumaður Bókasafns Grundarfjarðar lýsti vanda bókasafna úti á landi. Hún sagði Bókasafn Grundarfjarðar vera dæmigert almenn­ ingsbókasafn í litlu sveitarfélagi. Hún tæpti á sögu safnsins og tók fram hversu mikil einangrunin gæti verið þar sem aðeins væri um einn starfsmann að ræða. Í þeirri stöðu hefði bókafulltrúi ríkisins skipt miklu máli og verið líflínan fyrir litlu söfnin úti á landi. Sunna sagðist vænta mikils af bókasafnaráði. Það væri nauðsynlegt að geta leitað til fagráðs til að tryggja samræmi í starf­ seminni sem víðast um landið. Sunna sagði ennfremur að það vantaði ráðgjafa, fyrirmynd og samræmda stefnu fyrir sveitarfélög og starfsfólk bókasafna til að fara eftir. Sveitarfélögin gætu gert ýmislegt til að styðja bókasöfn­ in. Til dæmis væri hægt að koma á samstarfi innan sýsl­ unnar, gagnlegt væri að skipta með sér verkum og jafnvel safnkosti og nota rafrænu byltinguna til að samnýta hann. Bókasöfn í litlu byggðalagi úti á landi væru oft í bakhúsum eða langt frá miðpunkti samfélags­ ins. Starfsemin væri einhæf og lítið pláss gæfist fyrir safngesti. Mörg safnanna sætu uppi með stóran lager af illa nýttum safnkosti og fagvinna eins og grisjun sæti á 1

82

http://modelprogrammer.kulturstyrelsen.dk/

hakanum vegna fjárskorts og vanþekkingar. Sunna greindi frá því að Bókasafn Grundarfjarðar hefði verið flutt í svokallaða samfélagsmiðstöð í mið­ bænum og þótt húsnæðið hefði minnkað mikið væri staðsetningin mikilvægari. Þessi miðstöð væri eins kon­ ar fræðslu­ og menningarmiðstöð með þjónustu við ferðafólk, aðstöðu fyrir starfsemi klúbba og félaga, ljós­ myndasafn héraðsins og sögusýningar. Í lokin benti hún á að þegar flutt væri í minna húsnæði kæmi í ljós það sem kallað væri „dauður safnkostur“. Það væri tímafrekt að grisja hann svo viðunandi væri. Einnig væri tekist á um það hvort halda ætti sem mest í bókaarfinn heima í héraði eða ekki þar sem hver hillumetri kostaði sitt.

Boðsgestur málþingsins var Njörður Sigurjónsson , lektor í Háskólanum á Bifröst, fram­ kvæmdastjóri Bókmenntasjóðs, er jafnframt í samráðs­ nefnd um framtíð íslenskrar bókaútgáfu sem bráðlega mun skila niðurstöðum. Njörður lýsti breyttu skipulagi menningarmála innan sveitarfélaga og leiðandi hlutverki almenningsbókasafna í menningarmálum. Njörður ræddi vandamál tengd breyttu skipulagi menningarmála innan sveitarfélaga, umhugsunarefni varðandi stöðu bókasafna og hvernig bókasafnið legði áherslu á mikil­ vægi sitt sem leiðandi afl í yfirvofandi breytingum. Mikil­ vægi bókasafni væri meðal annars fólgið í aðgengi að upplýsingum og menningu í víðum skilningi, innblæstri, þekkingu og afþreyingu. Þau væru lýðræðislegt „al­ mannarými“, veittu athvarf og frelsi frá öðrum hagsmun­ um, frá áreiti, markaðssetningu og vörumerkjum og væru kjarninn í menningarstarfsemi lítilla samfélaga. Njörður sagðist sakna menningarhugtaksins í nýju lögunum og sagði að í umræðu um menningarstofnanir gleymdist stundum að bókasöfnin væru meðal þeirra fáu staða sem ekki tengdust sölumennsku. Söfnin væru yfirleitt litlar einingar og stæðu ekki alltaf undir kröfum, því sífellt væri að bætast við hlutverk þeirra. Því væri auðvelt að skera niður sem hefði oft mikil áhrif. Svo væri aðstaða auðvitað misjöfn í sveitarfélögunum. Kannski þyrfti ekki lengur söfn þar sem allt væri á Netinu og brátt yrði allt prentað efni á íslensku aðgengilegt þar. Njörður talaði um að rannsóknir í bókasafnageiranum tengdust lítið öðrum greinum. Fagleg þróun virtist meira inn á við þar sem rætt væri um menntun í bókasafns­ og upplýs­ ingafræðum en ekki þróun fagsins. Hann benti á að í niðurskurði færi fólk í vörn. Í kjölfarið kæmi áhersla á lög, verndun starfsheita og stöðlun. Bókasöfnin ættu að


Bókasafnið 38. árg. 2014 vera leiðandi í vinnu við endurskipulag menningar­ tengdrar starfsemi í sveitarfélögum. Þau ættu ekki að vera sá hluti starfseminnar sem „er troðið með“ heldur í fararbroddi. „Hvað er það mikilvæga sem bókasöfnin hafa uppá að bjóða?“ Þessu þyrfti að miðla í sveitarfé­ laginu. Söfnin þyrftu að vera sveigjanleg, leita að nýjum leiðum, vera opin

Samantekt úr pallborðsumræðum Bókasöfnin leika stórt hlutverk í menningarstarfsemi sveitarfélaga og oft er leitað til þeirra um hvers konar menningarstarf. Sátt hefur verið um rammann, en nú er komið að útfærslunni þar sem áskoranirnar liggja. Í pall­ borðsumræðunum var rætt um að nauðsyn þess að veita fjármagni til bókasafna og nýta aðstoð sérfræðinga til að laga þau að nýrri tækni. Bent var á tilhneigingu starfsfólks bókasafnanna til fastheldni á gamla siði. Rædd var nauðsyn þess að færa fókusinn frá bókasöfn­ um til notenda, skoða þörfina og móta síðan þjónustuna. Umræður um samnýtingu og nýja möguleika til hagræð­ ingar og nýbreytni hafa sýnt að þróunin er hafin. Sam­ kvæmt 13. gr. bókasafnalaga nr.150/2012 getur ráðherra lagt fé í þjónustusamninga við tiltekin bókasöfn að fenginni umsögn bókasafnaráðs, Næst var bent á nýjungar í starfsemi almennings­ bókasafna. Það mætti bjóða upp á skrifstofuaðstöðu fyr­ ir frumkvöðla að fyrirmynd bókasafna í Helsinki með aðgangi að ýmsum tækjum og búnaði til að prófa nýjar

hugmyndir. Til dæmis hefur ungmennahúsið í Kópavogi boðið upp á vinnustofur eða „workshops“. Nokkuð var rætt um ungmennamenningu og mikilvægi hennar. Raf­ ræna byltingin og breyting á Hljóðbókasafninu í kjölfar hennar breytti verulega starfsemi þess. Þangað kæmi varla hræða lengur sem þykir hrósvert. Verkaskipting gagnvart nýbúum með söfnun bókakosts á ýmsum tungumálum þótti gott dæmi um hugmyndina um að þjóna fólkinu, ekki ætti að einblína á öflun gagna. Mikil­ vægt væri að bjóða upp á upplýsingar fyrir íbúana, ekki síst nýbúa. Í bókasafnalögum nr. 150/2012 er lögð áhersla á virkni bókasafna og frumkvæði. Í umræðunum var bent á muninn milli bókasafna þéttbýlis og dreifbýlis. Litlu bókasöfnin þykja of veikar stofnanir til að geta sinnt þessu hlutverki, að minnsta kosti úti á landi. Þó að kallað sé eftir fyrirmynd að starfrækslu bókasafna í minni sveitarfélögum þykir erfitt að finna eitt módel fyrir almenningsbókasöfn því aðstæður eru misjafnar. Kallað var eftir breytingu til framfara með eftirliti og samhæfingu undir forystu bókasafnaráðs í samstarfi við Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna ﴾SFA﴿ sem heyra undir sveitarfélög. Vonir standa til að næsta þing Sambands íslenskra sveitarfélaga taki þessi mál­ efni til umræðu og kom fram tillaga um að fulltrúar SFA sæki landsfundinn og leitist við að kynna málefni bóka­ safna og mögulegan starfsgrundvöll þeirra innan ólíkra sveitarfélaga.

83


Af bókamessu, Jesú, ryksugu, uppþvottavél og nútíðarhugljómun

Gróa Finnsdóttir

Gróa Finnsdóttir lauk BA-námi í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands árið 1 988 og BA-námi í almennri bókmenntafræði árið 1 992 frá sama skóla. Hún starfar sem fagstjóri bóka- og heimildasafns Þjóðminjasafns Íslands þar sem hún hefur unnið síðan 1 988.

Haustið 2007 hlotnaðist mér sá heiður að vera aðstoðarkona hennar Önnu Einarsdóttur á hinni þekktu bókamessu í Gautaborg sem haldin er ár hvert í sýningarsvæðinu Svenska mässan við Gothia hótelið, sem jafnframt er eitt allra fínasta hótelið þar í borg. Ég vissi alltaf að Anna Einarsdóttir væri mikil kraftaverkakona þegar kom að kynningu íslenskra bókmennta á Norðurlöndunum, en að orðspor hennar væri svo djúpt sem raun ber vitni kom mér á óvart. Þar buktuðu sig fyrir henni fullir af lotningu hver höfðinginn á fætur öðrum, ráðherrar, menningarfrömuðir, rithöfundar, sjónvarpsstjörnur og jafnvel forsetar. Þegar Anna birtist í móttöku hótelsins þustu á móti henni flestir móttökuritararnir og uppi á 1 1 . hæð hótelsins beið hennar sama herbergið og jafnan áður, með blómvendi og kampavínsflösku. Mér leið svona eins og ég væri skyndilega orðin fylgikona drottningar. Það hafði verið minn draumur um margra ára skeið að fara á bókamessuna í Gautaborg og þegar tækifærið datt upp í hendurnar á mér greip ég það auðvitað. Í fjóra dásamlega daga stóð ég síðan við hlið Mynd 1. Anna Einarsdóttir og Gróa Önnu í íslenska Finnsdóttir á bókamessunni í Gautaborg básnum okkar í hinni stóru sýningarhöll sem er svona eins og 4-5 Laugardalshallir að flatarmáli. Þarna voru bókaútgefendur og rithöfundar frá öllum Norðurlöndunum og víðar til að sýna sig og kynna bókmenntir sinna landa. Sömuleiðis var mikil og stór dag-

Hér greinir meðal annars frá því þegar Desmond Tutu líkir Jesú Kristi við uppþvottavél en ekki ryksugu skrá haldin samhliða þeim kynningum sem fram fór á sýningarsvæðinu. Þar var meðal annars hægt að taka þátt í málstofum, erindi voru haldin og höfundar kynntu sig og sínar afurðir, auk þess sem ýmis mannréttindafélög og hjálparstofnanir vöktu athygli á ýmsum mannúðarmálum. Á hverri bókamessu er alltaf valinn einn aðalfyrirlesari og að þessu sinni var það friðarnóbelsverðlaunahafinn Desmond Tutu frá SuðurAfríku sem var boðið til messunnar í tilefni af því að ævisaga hans, Rättvisans rebell eftir John Allen, var Mynd 2. Desmond Tutu. nýkomin út á sænsku. Mynd fengin frá www.wikipedia.org Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að dvelja á meðan á bókamessunni stóð hjá gamalli og góðri vinkonu minni, Jean Njamela, frá Suður-Afríku, sem nú er látin. Hún hafði búið í Svíþjóð allt frá þeim tíma sem hún og maður hennar, Bawana, komu sem pólitískir flóttamenn þangað árið 1 973, vegna virkni þeirra í ANC (African National Congress). Þau hjón voru góðir vinir Nelson Mandela (meðal annars var Bawana, þá unglingur, samfangi hans um tíma á Robbin Island) og höfðu


Bókasafnið 38. árg. 2014

einnig haft kynni af Tutu. Í gegnum þau hafði ég hins skoðanir hans og kynni af framkvæmd stefnu ANC í vegar lært ýmislegt um baráttuna gegn aðskilnaðarstefn- Suður Afríku, um bitra lífsreynslu hans undir apartheid unni (apartheid), um óréttlætið, grimmdina og þján- og náin kynni hans af Nelson Mandela. Þessu öllu ingarnar sem þau höfðu persónulega reynt, og um svaraði Tutu af sinni alkunnu hægð og yfirvegun og á óbilandi baráttuþrek manna eins og Nelson Mandela og máli sem allur þorri fólks skilur og tók gjarnan einföld dæmi úr daglegu lífi fólks máli sínu til stuðnings, jafnDesmond Tutu. Það var því með mikilli eftirvæntingu sem ég beið framt því sem hann sagði brandara og rak upp skelliþess að fá að heyra og sjá þennan sögufræga prest og hlátur við og við. Það var ótrúlegt að heyra þennan mann, sem sjálfur baráttumann. hafði upplifað skelfingar apartheid Með góðfúslegu leyfi Önnu fór ég og tekið þátt í ótrúlegum þjáningum með aðgöngumiðann næst hjartanu samlanda sinna, geta talað af slíkri og stillti mér upp í biðröðinni fyrir glettni og lífsgleði. Þó brá fyrir alframan stærsta sal messunnar í um vöruþunga í svip hans þegar hann klukkutíma áður en samtalið við Tutu talaði um hvernig Vesturlandabúar átti að hefjast. Það veitti greinilega kæmu fram við aldrað, lífsreynt fólk ekki af, því þá þegar var komin óraaf mikilli lítilsvirðingu og litu fram löng biðröð sem átti eftir að lengjast. hjá dýrmætri reynslu þeirra og Tutu hafði líka vakið enn meiri athygli visku, og benti á með talsverðu en ella, því deginum áður hafði hann Mynd 3. Beðið eftir Tutu háði í röddinni að slíkt væri í raun birst á bókamessunni öllum að óvörnýtt í sögu mannkyns og að í Afríku um og lífvörðum sínum til mikillar skelfingar og mótmælt kröftuglega mannréttindabrotum í væri „ ... elder people regarded as people who has Burma og Kína sem þá voru mjög í fréttum. Taldi hann some wisdom and experience“. Og að lokum hvatti hann málið einfalt viðureignar ef stjórnvöld í heiminum meintu fólk til að hlusta sérstakalega á þöglar raddir hinna kúgeitthvað með vilja sínum til mannrétta: þjóðum heims uðu (listen especially to the mutant voices: women etc. ), bæri að flytja Ólympíuleikana 2008 frá Kína eða fresta á raddir þeirra sem eiga sér engan opinberan málssvara, þeim ef svo bæri undir. Átti hann óskipta athygli allrar né auð. Þegar hér var komið sögu sat fólk og horfði í heimspressunnar þegar hann sendi út yfirlýsingu sína og gaupnir sér í þöglum samræðum við grettna samvisku greindu sjónvarpsstöðvar heimsins frá atburðinum þá sína. Þegar umræðustjórnandinn sagði síðan allt í einu um kvöldið, margar sem fyrstu frétt - nema íslenskir fjölhvort fólk hefði einhverjar spurningar í lokin til Tutu leit miðlar sem þögðu þunnu hljóði. Hægt og sígandi mjakaðist röðin áfram uns ég komst ég á klukkuna og uppgötvaði að það sem mér hafði loks inn í þennan risavaxna sal og mátti ég prísa mig fundist vera örskotsstund var orðið að heilum klukkusæla fyrir að fá sæti rétt fyrir aftan miðju, fyrir aftan kvik- tíma. Fólk leit í kringum sig, og eins og oft gerist á stundum myndatökumanninn frá sænska sjónvarpinu. Þegar salnum hafði verið lokað kom svo þessi aldni undramaður sem þessum hafði enginn kjark til að spyrja fyrstur. Loks stökkvandi inn á sviðið í fylgd með aðstoðarmanni sínum stóð einn ungur blaðamaður upp með svip þess sem veit og höfundi ævisögu hans, John Allen, ásamt dagskrár- allt á andlitinu og spurði Tutu hvaða álit hann hefði á Jesú Kristi í sambandi við apartheid (What is your opinistjórnanda, fallegri sjónvarpskonu með rauðan trefil. Ég skotraði augunum í kringum mig og sá litskrúðuga on about Jesus Christ in connection with apartheid?!) mannkynsflóru í salnum. Þarna var fólk með þykjustu hvað sem hann í ósköpunum gat nú átt við með því. Tutu skrúfaði sér örlítið til í stólnum, sagði he, he, gáfumannasvip, sænskar baráttukonur, rithöfundar, listamenn, iðnaðarmenn, samlandar Tutus, blaðamenn lagaði á sér sokkana, hló aftur og sagði: „ dear friend, do og svo trúað fólk með kyrrð í svipnum. Alls konar fólk you know Jesus Christ?“ og dró seiminn lengi á krææææsssst. sem sagt. Um leið fór röddin stig hækkandi og það ískraði í Spyrillinn hóf nú kynningu sína á Tutu og jafnframt á John Allen sem hefur fylgt Tutu á þeytingi hans um honum af innibyrgðum hlátri og um salinn fór rafmagnað andrúmsloft. heiminn og þekkir hann öðrum betur. Hann byrjaði á að segja með hárri tærri röddu að Lagðar voru ýmsar spurningar fyrir hann varðandi mannréttindabrotin í Kína og í heiminum yfirhöfuð, um Jesús hefði nú verið með þeim allan tímann og hjálpað þeim að kollsteypa apartheid stjórninni, en hann hefði þó 85


Bókasafnið 38. árg. 2014

fyrst og fremst verið að kenna þeim einn hlut með þessu og það væri að fyrirgefa. Fyrirgefa og sýna síðan auðmýkt og þakklæti. Í því fólst meðal annars sú viska að Jesús væri alls ekki eins og ryksuga líkt og margir sem tækju til hendinni og hreinsuðu upp skítinn en geymdu hann svo inní sér. Nei, hann kysi að líkja Jesús frekar við uppþvottavél sem hreinsaði og losaði sig síðan við óhreinindin. (Jesus is not a vacum cleaner - doesn´t keep the dirt - he is rather like a dishwasher who moves the dirt away). Nelson Mandela hefði haft þetta að leið-

arljósi þegar hann varð forseti eftir 27 ára fangelsisvist og gaf kvölurum sínum um leið upp sakir. Hann hefði þvegið og losað sig við óhreinindin úr sálinni svo hann gæti haldið áfram án þess að nokkuð íþyngdi honum. Það varð almennur hlátur í salnum og blaðamaðurinn ungi smitaðist einnig af andrúmsloftinu og allt í einu var uppgerðar gáfumannasvipurinn horfinn og afslappað unglingsandlit komið í ljós. Í kjölfarið rigndi fleiri spurningum yfir gestinn sem hann svaraði alltaf af sömu kátínunni og lífsgleðinni uns þar kom að tíminn var útrunninn og Tutu sveif út úr salnum af sama léttleika og hann hafði komið inn og veifaði til áhorfenda og brosti. Eftir sátu ríflega þúsund manns með bros eyrna á milli og leið öllum eins. Vegna dularfullra töfra hafði þessum manni tekist að laða fram þá óskýranlegu góðvild sem sameinar fólk, góðvild sem maður skynjar að er öllum eiginleg, en sem svo sjaldan finnur sinn rétta farveg. Í þessari óvenjulegu hamingju okkar áhorfendanna aumkuðum við okkur jafnframt yfir fávísi okkar að vera búin að týna hæfileikanum til að gleðjast yfir öllu því sem við höfum. Ég minntist þessarar stundar með Desmond Tutu fyrir nokkru síðan þegar hann bar á góma í fréttum, og ég ákvað svona uppúr þurru, að gera einn sunnudaginn að „Degi gleðilegrar eftirtektar“. Ég vandaði mig virkilega strax um morguninn þegar ég teygði úr mér og horfði upp í svefnherbergisloftið: hverju gat ég glaðst yfir akkúrat núna? Auðvitað fóru þessar vanabundnu hugsanir af stað um allt það sem þurfti að gera, fara á fætur, taka til mat, þrífa, þvo þvott, já og helst mála svefnherbergið... En allt í einu gerðist eitthvað. Mér tókst að sveigja af þessari kunnuglegu hugsanabraut og hreyfði hendur og fætur, deplaði auga og uppgötvaði að ég gat það og mundi líka að það var fullt af fólki sem gat þetta alls ekki eða þá með harmkvælum. Ég leit út um gluggann og sá sólskin í nýútsprungu trénu mínu - þvílík fegurð! Ég stóð á fætur gat gengið og hreyft mig og kenndi hvergi til. Þvílík gjöf. Ég þvoði mér og fann þessa mjúku tilfinningu þegar vatnið lék um hendurnar. Ég skynjaði snertingu og fann ilm af pottablómunum mínum og mat, og hvernig 86

lungun fylltust af hreinu lofti. Seinna um daginn gekk ég í sundlaugina og fann vorvind strjúka mér um andlitið og blása í hárið og kitla mig á hálsinum. Ég synti baksund og sá grábrydduð ský búa til síbreytileg listaverk. Ég sá fólk brosa, konur þurrka börnunum sínum og kjassa þau, og gömul hjón leiðast yfir götu. Í lok dagsins fann ég að mér hafði tekist, allavega örskotsstund af þessum góða degi að tileinka mér þessa nýju hugsun, að læra að njóta augnabliksins. En ég fann að ströng og erfið þjálfun beið mín. Desmond Tutu hafði vakið mig til umhugsunar um óhefðbundna leið til að láta sér líða vel með því að minna mig á aðferð Nelson Mandela til að gera heiminn betri. Með því að fyrirgefa og losa sig við óhreinindi þjáninganna, sem hvort sem var tilheyrðu fortíðinni, og horfast í augu við dásemdir augnabliksins án þess að nokkuð íþyngdi honum. Um leið minntist ég nokkurra lína í bréfi hundrað ára gamals frænda míns sem hann skrifaði til móður minnar fyrir mörgum árum: „Mundu það svo Ella mín, að við getum engu breytt um það sem liðið er, hið ókomna er óráðið, en augnablikið, hin líðandi stund , eigum við og er á valdi manns“. Hann var gamall kennari, þessi góði frændi minn, og einhvernveginn fyndist mér rétt að í þessari flóknu veröld sem við lifum í um þessar mundir mættum við kenna börnunum sitthvað um einmitt það að njóta, lifa og þakka. Eða hefur nokkurn tíma verið tekið próf í því að njóta, sýna alúð, umburðarlyndi, heiðarleika, hugmyndaauðgi, vináttu, samkennd, félagshæfni? Með öðrum orðum próf í því sem öllu máli skiptir í lífinu? Af hverju þurfum við að vera svona háð „viðurkenndum“ prófum, reglugerðum, tölum og titlum? Nýtum við virkilega alla þessa þekkingu okkar til þess að verða betri manneskjur? Notum við hana ekki frekar sem staðlausa stafi til að verða „samkeppnishæf“ og ota okkur fram? Fyrir hvern? Hvað erum við að reyna að sanna? Samfélagsnorm aftan úr órökstuddri forneskju? Kunnum við að njóta með öllum þeim skilningarvitum sem okkur voru gefin? Gáum svolítið að þessu.


Bókasafnið 38. árg. 2014

Minning Guðrún Gísladóttir 1920­2013 Guðrún Hólmfríður Gísladóttir fæddist á Eyrarbakka 5. september 1920. Foreldrar hennar voru Gísli Ólafur Pétursson læknir og Aðal­ björg Jakobsdóttir. Systkinin voru sjö sem upp komust, sex bræður ásamt Guðrúnu. Einn bræðranna var Jakob Gíslason sem var raf­ orkumálastjóri frá 1947 og síðar orkumálastjóri fram til 1972. Guðrún stundaði nám við Gagnfræðaskóla Lúðvíks Guðmundssonar á Ísafirði og hjá Ágústi H. Bjarnasyni við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga þar til hún fékk inngöngu í stærðfræðideild 4. bekkjar Menntaskólans í Reykja­ vík árið 1937. Þar lauk hún stúd­ entsprófi vorið 1941. Guðrún giftist Pétri Sumarliðasyni kennara árið 1939. Þau eignuðust fjóra drengi á árunum 1940­1949. Guðrún kenndi einn vetur stærðfræði í Kvennaskól­ anum og vann sumarstörf hjá Raf­ orkumálaskrifstofunni við útreikninga úr landmælingum og teiknun korta. Stofnunin keypti bækur til að styðja við rannsóknir sínar og í þær sóttu fræðimenn mikið. Til að hafa reglu á hlutunum keypti stofnunin þýska kerfið UDK sem byggði á bóka­ safnskerfi Dewey. Með öðrum störf­ um var Guðrún fengin til að flokka bækur stofnunarinnar eftir þessu kerfi og koma reglu á notkun þeirra. Hún var svo ráðin í fasta vinnu við safnið en naut þess ekki í launum þar sem hún hafði ekki menntun á sviði bókasafna. Á sjöunda ára­ tugnum var farið að kenna bóka­ safnsfræði við Háskóla Íslands og Guðrún fékk leyfi til að sækja það nám með vinnu. Hún lauk BA­prófi með þremur stigum í bókasafns­

fræði, tveimur í jarðfræði og einu stigi í bókmenntafræði vorið 1972. Prófritgerð hennar sem hún lauk ár­ ið 1967 fjallaði um tímaritakaup á ríksstofnunum og varð seinna grunnur að samskrá um erlend tímarit á íslenskum bókasöfnum. Á þessum árum urðu flestir náms­ menn í verkfræði og náttúruvísind­ um að sækja nám sitt til annarra landa. Háskóli Íslands kenndi til fyrri hluta prófs í verkfræði og kennsla í jarðfræði og landfræði var ætluð kennaranemum til BA­prófs. Starfandi verkfræðingar og fræðimenn í nátt­ úruvísindum gátu því lítið sótt til Há­ skólabóksafns eða Landsbókasafns í sínum fræðum. Því var algengt að þeir færu utan og dveldu við gagna­ öflun á erlendum söfnum. Rann­ sóknastofnanir urðu að bjarga sér með eigin söfnum og þau voru með­ al annars byggð upp á Hafrann­ sóknastofnun, Veðurstofu Íslands og Tilraunastöðinni á Keldum. Jakob Gíslason raforkumálastjóri stefndi að virkjun vatnsfalla og jarð­ hita og réð til sín framsýna fræði­ menn, svo sem Gunnar Böðvarsson og Guðmund Pálmason á sviði jarð­

hita og Jakob Björnsson og Hauk Tómasson á sviði jarðfræði og orku­ verkfræði. Þeir lögðu mikla áherslu á að afla tímarita og fræðibóka vegna rannsókna sinna og undir stjórn Guðrúnar varð bókasafn Raf­ orkumálaskrifstofu og síðar Orku­ stofnunar lykilsafn í þessum fræðum. Við úttekt á söfnum ríkis­ stofnana þóttu söfn Hafrannsókna­ stofnunar, Veðurstofu Íslands og Raforkumálaskrifstofu taka öðrum fram. Guðrún vann braut­ ryðjendastarf við skipulagningu, varðveislu og þjónustu í sínu safni og til hennar leituðu allir sem störf­ uðu í þessum greinum. Bókasafnið sá einnig um útgáfu á skýrslum stofnunarinnar sem urðu brátt mjög miklar að umfangi. Guðrúnu var einnig falið að skipuleggja skjala­ safn stofnunarinnar. Hún leitaði fyr­ irmynda í Danmörku og Noregi og lagaði þær að þörfum stofnunarinn­ ar. Guðrún var einn af stofnendum Félags bókasafnsfræðinga árið 1973. Hún var einnig stofnfélagi í Félagi um skjalastjórn og lengi virk í Kvenréttindafélagi Íslands og bar­ áttu fyrir launamálum kvenna. Störf hennar voru mikils metin í öllum þessum félögum og hún gerð heið­ ursfélagi í þeim öllum. Nú getum við sótt heimildir, tímaritsgreinar og jafnvel bækur á augabragði hvaðan sem er úr heim­ inum. Við eigum því erfitt með að gera okkur í hugarlund þá erfiðleika sem Guðrún glímdi við í frumkvöð­ ulsstarfi sínu. Hún átti drjúgan þátt í þeim mikilvæga árangri sem Raf­ orkumálaskrifstofan og Orkustofnun náðu í virkjun vatnsafls og jarðhita. Hennar verður lengi minnst sem merks brautryðjanda í bókasöfnum hér á landi. Sveinbjörn Björnsson

87


Take a new challenge with online professional development Rachel Van Riel and Anne Downes Rachel Van Riel and Anne Downes work at Opening the Book, the company which founded the reader development movement and has embedded reader­centred ideas in the UK library service. Opening the Book supplies training, consultancy, library design and book display furniture in the UK, North America and in many European countries. See www.openingthebook.com

Útdráttur: Ný áskorun fyrir bókasafns- og upplýsingafræðinga – námskeið á Netinu Fjallað er um kosti þess að sækja námskeið og þjálfa starfsfólk bókasafna í gegnum Netið. Litið er til áhrifa námskeiða Opening the Book á starfshætti í bókasöfnum, en námskeið þeirra eru ætluð fyrir bóka­ safns­ og upplýsingafræðinga og annað starfsfólk bóka­ safna. Þá er útskýrt hvers vegna bókasöfn þurfa að breytast frá því að bregðast fyrst og fremst við fyrir­ spurnum um lesefni og hvernig mögulegt er að virkja starfsfólk bókasafna enn frekar til að leiðbeina notend­ um við val á lesefni ﴾reader engagement﴿. Gerð er grein fyrir kennsluaðferðum, uppbyggingu og lengd gagnvirka námskeiðsins InterActive og þeirri hagkvæmni sem felst í sjálfstýrðu námi. Námskeiðið byggist á persónulegum tengslum milli nemenda og leiðbeinanda og byggir upp alþjóðlegt tengslanet milli þeirra bókasafns­ og upplýs­ ingafræðinga sem taka námskeiðið.

Expertise at work is something that we develop over time. Academic and professional qualifications are the solid platform upon which many library jobs are based but it is the day­to­day experience that helps to build our confidence and develop our competence. It would be instructive to make a list of all the things that you have actually done at work this week. Your list will probably include a lot of tasks that didn’t get covered in your college training or post­graduate studies. You cope with whatever surprises your day­to­day working life throws at you while doing your best to maintain a great service. If you’ve been in your job for a few years, you

become confident that you can manage your familiar workload and it is sometimes hard to see any advantage in change. Especially on Monday mornings. The lessons we gain from day­to­day work, however, are often small­scale and practical – they don’t result in seeing our jobs in a new light and they don’t gi­ ve support when we need to be challenged and stretched. This is where continuing professional development comes in. Continuous learning will occur in any job but if we want to practice new skills, introduce change and experiment with new projects then continu­ ous learning needs theory, measurable outcomes, structure and support. The most common training opportunities are one day workshops, meetings or conference sessions. These are great for introducing new ideas and can be truly inspiring. But it is difficult to maintain that initial enthusiasm when you are back at your workplace and other pressures crowd in. Colleagues who didn’t share the inspirational experience may be sceptical about the new ideas you bring back and if you try something and it appears not to work very well, there is nowhere to go to discuss and understand why.

Advantages of online training At Opening the Book we have run many face­to­ face workshops for librarians in different countries but over the last ten years we have moved to develop sub­ stantial online training programmes. When we say online, we don’t mean a faceless computerised set of questions with tick­boxes. All our courses mix online learning with practical application to library work. What


Bókasafnið 38. árg. 2014 you learn is connected directly to what you do. And all our courses involve dialogue and discussion – you have a personal mentor who is accessible to you in a way that a conference presenter can’t be and you can continue that snatched coffee break discussion with another participant whose name you can’t remember whenever you like over a period of months. The huge practical and time­saving advantages of online delivery for training to a widely distributed work­ force are obvious. The costs and logistics of bringing staff together over long distances mean that it doesn’t happen very often in many library services. It’s not just the cost of those attending, it’s also the cover to keep the libraries open while staff are away. Where distances are greater, and where staff are part­time like many in the library service, training opportunities can be few and far between. Online training offers the chance to reach those staff who can feel a bit isolated and left out; they can get the same experience as everyone else and feel connected in to the centre of what’s going on. For the individual learner, online training is very convenient. You can study when you like and where you like in slots of ten minutes or several hours, whichever you prefer. All you need is access to the in­ ternet ­ the course materials, and your own course work, are stored and available to you whenever you wish. You can dialogue with your mentor at any time and pick up on learner discussions when it suits you. The practical work can be undertaken in your own workplace and fitted around and into your regular work activities.

Evaluating impact In ten years of developing and delivering online training, the aspect which has astonished us is the impact in the library services which have used it. As a company, Opening the Book works with libraries to change the look and feel of library buildings and spaces, the skills and confidence of library staff, the mana­ gement and presentation of library collections and li­ brary presence on the web. We do this through a wide range of programmes and projects from consultancies to installing whole library interiors. We never anticip­ ated how online training would deliver these objectives so successfully.

Recently Opening the Book was asked to assess the quality of what has been achieved in the Australian State of Victoria where a 3­year partnership has in­ volved every public library service. The course has been rolled out to 1000 library staff with co­ordination and support through the State Library. Opening the Book trained the key co­ordinators and they have managed the online cascade. In order to evaluate the impact, we sampled the work of 300 graduates spread right across the state looking at all seven modules of the course. In addition we analysed the self­reported experience of 229 graduates giving feedback 3 months after finishing the course. ﴾We ask for comments as each graduate completes the course but a better test of impact is an email which asks what you remember and what you are still using 3 months later.﴿ The results of this analysis are truly impressive: • 94% of the sample of 300 used all the opportunities the course offered to talk with customers and they recorded quality feed­ back , creating a large databank of evidence on how people choose books in Australian li­ braries • 87% of the 300 demonstrated understanding of how to target a group of readers, consider their needs and create a promotion to meet those needs • 96% of the 229 reported that their library created more effective displays as a direct result of the course • 91% of the self­reporting sample said that the course work they had done directly affected what their visitors chose to read • 76% felt more confident to talk positively about books they disliked or wouldn’t choose to read themselves The two most difficult things for any course to de­ liver are motivation to learners and real impact in the workplace. On the first, there were only 6 non­ completers across the full 1000 learners. On the second, almost half of the 229 graduates sampled said that the course completely changed their view of their job and their library. These are statistics that elite uni­ versities would find it hard to match!

One recent and large­scale example gives impressive evidence of the outcomes of online training. Our first course, called Frontline, has been used by more than 11,000 staff in the UK, Ireland and Australia.

89


Bókasafnið 38. árg. 2014

Changing practice In an age of smooth­talking marketing, most org­ anisations claim a lot more than they deliver in practice. Public libraries are one of the very few org­ anisations who routinely deliver much more than they claim. They usually do not articulate their huge contri­ bution to individual and public wellbeing, but just quietly get on with doing the business. Libraries have always undertaken work as a matter of course which is now dignified with new names and initiatives. The poor man’s university of the nineteenth century has consistently been at the centre of lifelong learning. Libraries were child­centred long before other services recognised children as indi­ viduals with rights. They provided material in alter­ native formats before disability awareness and ran Picture 1. Starting from the Reader mobile and housebound services when no­one else "A reader-centered approach gives libraries an important new role at the delivered any outreach. Libraries welcomed homeless centre of the cultural landscape." people, eccentrics of all kinds and new arrivals from other countries before the invention of the term social of delivering online training is that new ways of working inclusion. Libraries have offered participative demo­ are tried out and assessed in the learner’s own library. cracy and been the hub of local communities for deca­ What doesn’t work can be adapted. The impact is des, whether through access to ideas or displays of visible for staff and readers. Learners get an under­ local planning applications. standing of the theory behind the approach but, more importantly, experience and apply it personally and so So why do libraries need to change? The main are motivated to make change to the way they do their change we seek to support is to move from a largely own jobs. passive approach to service provision to libraries taking a more active role. Traditionally, libraries focus on the organisation of collections and responding to requests for information. If you ask a librarian anything, they will All of our course contents and methodology have go to the ends of the earth to help you. This is a wond­ been tested and refined with feedback from library staff erful service – friendly, knowledgeable and non­ who use them. The current courses we offer have been judgmental. But what about those people who don’t shaped in discussion ﴾face­to­face as well as online!﴿ ask? Opening the Book research in UK libraries uncov­ with many librarians. Library managers told us they ered evidence that the majority of library visitors never want to pick and choose to develop specific reader­ ask staff anything. centred skills in their staff teams. Skills to Go is a suite

So what’s in it for me?

The reader­centred approach asks staff to engage with readers, rather than waiting for readers to ask. It sets out to make all of the collection work harder ﴾not just the latest bestsellers﴿ and to adapt retail solutions to solve li­ brary problems. A reader­centred approach moves the focus from the organisation of collections to how people use books in their lives. After all, the principal aim in any lending library is not to shelve books but to promote them ­ to use the most successful methods to get books off the li­ brary shelves and into people’s homes and minds. The whole point of initiating training is to embed new skills – to change practice. The distinct advantage

90

of five short, practical courses which can be taken together or separately to develop skills in engaging rea­ ders, creating promotions, merchandising bookshelves, increasing collection knowledge and managing first impressions of your library. Skills to Go is for staff who work on the frontline – the courses are quick and fun to take and the tasks are within the remit of anyone who works in a customer­facing role in a library. Examples and tasks range across all areas of a collection – fiction, non­fiction, audiobooks, ebooks, books for children and young adults.


Bókasafnið 38. árg. 2014 Keen librarians also wanted a more challenging course which would stretch their experience and enable them to apply the reader­centred approach more stra­ tegically, taking them into new areas with larger­scale project development, outreach into the community and library advocacy. We took more than a year to develop and test interActive and it is now being used by librari­ ans in Scotland, Australia, Canada and New Zealand. You can get a taste of the approach by trying out a few pages of the course at http://www.openingthe­ book.com/interactive The name is clearly because it’s an interactive on­ line course but it’s also because the course facilitates new interactions. Learners interact with their customers and find new ways to engage people in reading; they interact with their collections and test fresh approaches to promotion and display; they interact with their colleagues, especially fellow librarians in other countries. What would such an experience offer you, and why might you want to undertake it? The fundamental value in taking interActive is that it starts with readers. If we want to make a library service more relevant to more people, and make the most of the unique range of the library collection, then answers can be found by turning right around and looking at the li­ brary, and at books, from the reader’s point of view. If we start with readers as our focus, rather than books, authors or classification systems then it opens up some practical possibilities for fundamental change that can make a measurable difference. A reader­centred app­ roach to library display, promotion and layout can increase loans and widen membership.

and exploit the dynamism of the library collection. You will consider how to capture readers’ enthusiasm for a book in a written review and link readers online with those in the library. Methods of effective targeting are introduced as a tool for you to widen access to your li­ brary collection. The project you undertake will leave you with a legacy of relevant experience and opportunities for future development with readers and colleagues. The third module works across the range of the li­ brary collection. It helps you build on the key strengths and unique purpose of the library. It looks at practical ways of exploiting the full range of the collection in order to help readers choose more widely. You’ll get experience of how focusing on the reader makes a fundamental difference to the way you select and display books. You’ll try out a new approach to themed promotions. This module introduces an important range of evaluation tools so that you can measure the impact of your reader­centred work and how it influences readers. Module four examines how the organisation of a li­ brary space affects the way people use it. You’ll make an objective analysis of your library space with the help of customers and find quick ways of using existing resources to improve its appeal. You will compare and adapt retail solutions to the library situation to increase its attraction. You will be creating or adapting and managing a showcase for your library and monitoring its success.

The first module of interActive introduces the key theories that underpin a reader­focused approach to li­ brary practice and looks at the place of the library in the wider culture of books and reading. You will consider the fundamental role that libraries take in influencing readers’ choices. Concrete examples of projects and promotions show how starting with the reader offers you a different approach to library work. You’ll make a practical start by undertaking two projects that will pro­ vide you with some flexible and sustainable resources for the future. The second module looks at the potential that libr­ aries have to actively bring readers together in different ways. It shows how their reading experiences can be used as a resource in libraries. You’ll create opportunities for readers to share their reading passions

Picture 2: Getting started

91


Bókasafnið 38. árg. 2014 The focus in the fifth module is on how the majority of the standard spine­out shelving in the library is mana­ ged, particularly non­fiction. You will practice ways of using different merchandising techniques to help rea­ ders explore and navigate and make the whole library more attractive. The practical project looks at managing new books in a library in different ways. The module supports you to identify, introduce and support changes in library routines to bring staff out from behind the counter to engage with readers on the library floor. The last module looks at how a library presents and articulates its role to readers and to organisations outsi­ de the library. It looks at how that message, and what the library offers partners in practice, might be influ­ enced by a reader­centred approach. Examples and ideas are offered in support of arguments you may want to make to influence fundamental changes of policy or practice in your job. You will find examples of the practical contribution that reader­centred skills can make to the work of external partners. You’ll take a new view of the role of the library online and on social media and test out a different approach. Finally, this module offers you a fundamentally different way of organising library events and you finish the course by organising one to celebrate.

How long will it take? You will encounter a wide variety of different learn­ ing methods. Read and reflect is always active as you are asked for your views, reactions and experience. Online interactive exercises offer a chance to experi­ ment and practise new skills, then practical exercises take the experiment into a library of your own choosing and support you in implementing it with your colleagues. Your personal Opening the Book mentor is availa­ ble online when you want to discuss work and will give detailed feedback when you finish every module. Your mentor is there to stretch your practice and challenge your thinking as well as to assess your achievements. You can talk over how you want to apply what you have learned, and tailor projects to your own work programme and objectives. There’s a Facebook discussion group which is open only to interActive users; graduates, learners and mentors have a safe space to share ideas and solutions, what worked and what didn’t. It is really interesting to pick up solutions from across the world which may apply well to your own situation.

92

If a library service buys interActive for a number of their staff then one or more graduates can take a further three­module mentoring course in order to become an internal mentor for their colleagues instead of Opening the Book acting as mentor. That process asks them to examine the way they support the learning of their colleagues and to reflect on their own practice more deeply. The experience of their learners contributes to their assessment as a mentor. As a learner, you will need access to a library to really benefit from the practical work but you will also need control over your own timetable so you can put aside time to follow the course and implement the work. Each learner has their own workload and timetable into which they fit the course work. As a guideline, if you give four hours a week to the work, you could complete all six modules in around six months. Some learners have finished in four months, others spread the work through a year. It will depend on how far you want to take the work and which aspects are most rewarding for your own working situation. One thing that your Open­ ing the Book mentor will not do is push you for time since we don’t know the pressures that you are under. Taking interActive, like most continuous professional development, has to be largely self­directed if it is to be useful and practical. A valuable element in the whole course is that you learn and use different methods of measuring your results. InterActive teaches key methods of measuring the impact of all your reader­centred work. You will collect a wide variety of evidence which you will find us­ eful to support your budget applications, your regular reporting and to measure the outcomes that you deliver. Throughout the course there are print materials to download which support a variety of flexible promotions with lasting interest for readers. The promotions and projects are all highly sustainable – and there are plenty of ideas in the course and within the interActive group to help you take the work further and develop beyond your initial tryouts.

An international community So the interActive course is challenging ­ it will stretch your thinking. At times it may frustrate and even annoy you. If you make time to do the work, it will inspire you. We can guarantee it will refresh your practice and that your readers will notice.


Bókasafnið 38. árg. 2014

You will need the support of your manager and your colleagues to make the best use of the course work. If you enrol on the course there is no time­limit to your use of it. Your area of the site is always available to you. You can take the time you need, when you need it and your mentor will always respond within a very short time. Once you have finished, you can go back at any time to revisit a topic or a project, to try out a different option you didn’t have time for. You will be a member of the interActive group for as long as you wish to participate. Every graduate who has finished the course says that they have found it very useful and many have found it inspiring. Below are comm­ ents from two early graduates, both of whom are “I found the mentor feedback hugely useful ­ someone else looking at what you were doing with an objective eye and giving encouragement and ideas for extending what I'd done. There are so many great ideas that I want to take forward and pass on ­ it’s very motivation­ al and hugely enjoyable.”

Jennifer Stewart, Service Development Librarian, Fife Libraries, Scotland.

now mentoring further learners in their own li­ brary services.

Abstract: This article outlines the advantages of delivering train­ ing for library staff online and evidences the impact of Opening the Book’s online courses on library practice. It looks at why libraries need to change and how to help li­ brary staff move from responsive provision to taking a more active role in reader engagement. The content and approach of the interActive course are discussed in detail, “This course is about people.

It's about people

communicating their reading experiences, yes, but fundamentally it's about people connecting with each other. InterActive gives you a range of tools and skills to facilitate connectedness ­ and you're not limited to age, ethnicity, education, socio­ economics or any other separating factor. It is per­ haps the most empowering course I have ever done. Do it. It is vital.”

Suzanne Verrall, Customer Services Officer, Adelaide City Council Libraries, Australia.

93









Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.