30 minute read

VI Sauðfjárrækt hreppsbúa og ögn um mjólkurframleiðsluna

Í lýsingum á Sanda- og Hraunssóknum frá því um 1840 segir m.a.: „Fjárrækt og sjóarafli eru hér bjargræðisvegir, hinn fyrri þessara arðsamari og mest ræktaður.“ Þá voru fráfærur enn alsiða og mjólk kvíaánna mikilvæg undirstaða fæðuöflunar heimilanna. Seljabúskapur var að mestu aflagður, hugsanlega þó enn stundaður á tveimur þremur jörðum í hreppnum (t.d. Meðaldal, Söndum . . . ?). Stekkir á flestum bæjum í fjarlægð frá þeim sem nam „stekkjarveg.“ Þegar leið á nítjándu öldina fjölgaði færikvíum enda var ágæti þeirra prísað af sumum búnaðarfrömuðum á þeim tíma.

FJÁRRÆKTIN BJARGRÆÐISVEGUR Á fyrsta starfsári Búnaðarfélags Þingeyrarhrepps vógu félagsmenn fé sitt þrisvar yfir veturinn, ef til vill fyrir áhrif búfræðinga sem þá voru komnir til starfa við fjörðinn. Frá vetrarbyrjun til sumarmála héldu ærnar tæplega haustþunga sínum en það gerðu lömbin. Afurðafóðrun var engin, aðeins lífi haldið í sauðfénu, með útbeit og takmarkaðri heygjöf. Einni öld síðar voru ær og lömb um 40% þyngri að hausti og bættu 20% við þunga sinn yfir veturinn (ærnar) en lömbin bættu meira en 50% við þunga sinn. Í raun má tala um tvo ólíka heima – þann gamla og þann nýja. Fóður og fóðrun, aðbúnaður og umhirða búfjárins hafði gerbreyst.

Advertisement

Jón H. Þorbergsson sauðfjárræktarráðunautur ferðaðist um Vestfirði árið 1920 að ósk Búnaðarsambands Vestfjarða til þess að kynna sér „vænleik og afurðir sauðfjárins í þessum útkjákahjeruðum“, eins og hann skrifaði.128 Þar segir m.a.:

Í Dýrafirði (Þingeyjarhr.[svo]) er fje einna best á Kirkjubóli, hjá Bjarna Guðmundssyni, Kjaransstöðum og hjá Gunnlaugi lækni Þorsteinssyni á Þingeyri. – Hjá Bjarna á Kirkjubóli er meðalvigt á kjöti af dilkum, 15-16 kg. en best 20-21 kg. Geldar ær skerast með 25 kg. falli og best 30 kg. Mörinn 7-9 kg. Haustið 1918 fargaði hann 3. vetra hrút, og vó kjötið af honum 41 kg. og mörinn 9,5 kg. En hann var farinn að leggja af, er honum var slátrað. Þá um haustið fargaði hann öðrum hrút tvævetrum, og vó kjötið af honum 41,5 kg. Haustið 1919 skar hann dilká. Hún gerði 22,5 kg. fall og 5 kg. mör. Dilkurinn undan henni gerði 20 kg kropp og 3,5 kg mör.

Meðalvigt á ám Gunnlaugs læknis, 26 að tölu, var 16. nóv. 1918, 56 kg. en þyngsta ærin var 73 kg. og sú ljettasta 46 kg. Hrútur, tvævetur – tvílembingur, – vó 89 kg. Vænsti hrútdilkurinn hans vó 51 kg. og vænsta gimbrarlambið 48 kg. – Fjárstofn læknisins er Þingeyskur að uppruna.

Haustið 1919 fargaði hann geldri á, 4 vetra, og vó kjötið af henni 30 kg. en mörinn 8,5 kg.

Frásögnin mótast sýnilega af því að nú var það kjötið og fallþunginn sem málinu skipti, auk feitmetisins. Sr. Þórður Ólafsson á Söndum greindi frá afburða mjólkurá sem hann átti: Það var ærin Fjóskolla, fjósalin veturinn 1914-1915, þá 9 vetra, færðist með presti og fjölskyldu hans til Þingeyrar vorið 1915, þar sem hún gekk frjáls til haga. „Eftir að fært var frá Kollu þetta vor mjólkaði hún fram undir 5 pela í mál, en ofan í tæpan pott í mál var hún komin um Höfuðdag“, skrifaði prestur, sem áleit Fjóskollu hafa mjólkað 293 potta frá 21. júní 1915 til 30. apríl 1916. Sumarið 1916 taldi prestur eigi oftalið að ærin hefði mjólkað 190 potta frá fráfærum, 25. júní, þar til henni var slátrað í lok október.129 Töluverð afurðasæld hefur því verið til í fénu.

Fráfærur munu víða hafa verið lagðar af á öðrum áratug aldarinnar. Héldust þó lengur á sumum bæjum. Á Kirkjubóli var fært frá fram til ársins 1926 eða 7, en svo voru þær teknar upp aftur árin 1933 og 1934. Gamla fólkið taldi sig hafa einhvers misst; kýrnar voru líka fáar

128 Freyr 19 (1922), 59-60. 129 Freyr 19 (1922), 98.

og það skorti mjólk.130 Í Svalvogum var síðast fært frá 1942 eða 1943.131 Ýmsar ástæður lágu að baki breytingunum eins og Jens Kr. Gestsson frá Miðbæ lýsti til dæmi í bréfi:

Ekki man eg uppá ár hvenær fráfærur lögðust af. Jeg man samt að við Jón [Guðmundsson] í Höll færðum síðast frá 1938 eða 39, þá voru fráfærur hættar í Keldudal að mig minnir. Að við Jón í Höll hjeldum þetta lengur á með fráfærur kom til af því að eg fékk brjósthimnubólgu og mátti ekkert á mig reyna í eitt ár, svo eg færði frá nokkrum ám og passaði þær sjálfur og eins gerði Jón í Höll, því hann var farinn að verða linur við heyskapinn vegna lasleika því allt var unnið með orfi og hrífu í þá daga.132

Þó alltaf hafi bændur líklega haft auga fyrir vali vænlegra gripa til ásetnings og undaneldis efldist það starf með þeim aðgerðum til skipulegra kynbóta sem Búnaðarfélag Íslands tók að annast um er leið á tuttugustu öldina. Grundvöllur starfsins var lagður með heildarlögum um búfjárrækt sem sett voru árið 1931.133 Einn þáttur þeirra var að komið var á sýningarhaldi í sauðfjárrækt. Hófst þá tímabil hrútasýninganna, sem efldu áhuga á sauðfjárræktinni og framfarir í henni næstu hálfa öldina og raunar lengur.

HRÚTASÝNINGARNAR Með reglulegum hætti voru haldnar hrútasýningar um landið. Þingeyrarhreppur var þar engin undantekning. Gerð var grein fyrir niðurstöðum sýninganna í Búnaðarriti. Það þótt ekki ónýtt að komast með nafngreinda hrúta á síður ritsins. Hér á eftir hafa verið klipptar saman umsagnir um hrútasýningarnar, sem í ritinu birtust:

1935: Fyrstu verðlauna hrútar voru Kollur á Þingeyri, frá Hjarðardal (Einar Guðm. á Bakka,) og Kollur á Þingeyri, frá Ósi (Lárus Einarsson í Hvammi). (Brit 51 (1937, 82).

1940: Vestur-Ísafjarðarsýsla: Fremur fátt var um úrvalshrúta í þessari sýslu, enda þótt fé sé þar víða sæmilega vænt. Það skortir holdsöfnunareiginleika, og er margt of beinabert til þess að fullnægja núlímakröfum. Þetta er að nokkru leyti auðskilið, því gæðamat á kjöti hefur aldrei farið fram á Vestfjörðum, vestanverðum, en reynslan sýnir, að það er fyrst og fremst gæðamatið, sem knýr bændur, til þess að kynbæta fé sitt með tilliti til vaxtarlags og holdarfars. Ella hættir þeim um of á að einblína á þungann á fæti, meira en á allt annað. Bezti hrúturinn í Vestur-Ísafjarðarsýslu, er Prúður Ágústs Guðmundssonar á Sæbóli á Ingjaldssandi. Hann er ættaður frá Jóhannesi Davíðssyni í N.- Hjarðardal í Dýrafirði, áhugasömum fjárræktarmanni. Prúður þessi er með lýtaminnstu hrútum, sem völ er á, bæði þolslegur, vel vaxinn, holdgóður, og þó sérstaklega ullarmikill og ullin bæði þelgóð, togmikil og sterk. Féð í V.-ísafjarðarsýslu er flest hyrnt, Kleifablendingar eru þó til. Þingeyskt fé hefur ekki náð þar mikilli útbreiðslu, en flest féð líkist mest húnvetnsku og skagfirzku fé í útliti. [1. verðl. hrútar voru Hnífill Friðfinns á Kjaransstöðum og Þröstur Jóns í Höll] (Brit 55 (1941), 211-212).

130 Ásdís Bjarnadóttir í Kirkjubóli í samtali við BG 11. apríl 1982. 131 Ottó Þorvaldsson: Svalvogar. (1980), 27. 132 Jens Kr. Gestsson frá Miðbæ í bréfi til BG 18. janúar 1983. 133 Búnaðarsamtök á Íslandi 150 ára 1837-1987.1 (1988), 268-270.

1945: Í Þingeyrarhreppi er góður hrútur, Spakur í Múla [3 vetur 1945, sagður frá Ketilseyri út af Hnýfli, I v 1940]. Eigandinn Jón Samsonarson, kominn úr Strandasýslu, hyggst að koma upp stofni líkum þeim, sem hann á að venjast úr átthögum sínum, og hefur hann byrjað álitlega með Spaki, sem er af Kleifakyni og Gunnar Jóhannesson á Ásgarðsnesi með hrúta sína og ber öll góðu einkenni þess. (Brit 59 hundinn Busa um eða laust fyrir seinna stríðið (ljósm. (1946), 216). frá Helga Magnúsi Gunnarssyni). 1948: Þar voru sýndir 37 hrútar. Fullorðnu hrútarnir vógu að meðaltali 89,1 kg eða 4,2 kg meira en 1945. Þeir veturgömlu vógu 73,3 kg eða 4,5 kg meira en 1945 og 10,7 kg meira en 1931. Nú hlutu 6 hrútar I. verðlaun en 1945 aðeins 1. Þetta sýnir mikla framför. Sómi Finnboga í Hvammi er afbragðs vel gerður hrútur. Faðir hans var frá Fremri-Hjarðardal. Jón í Múla á ágætan hrút, Spak. Sá er kollóttur, frá Magnúsi á Ketilseyri. Kollur Knúts á Kirkjubóli er sonur Spaks í Múla, rígvænn hrútur og að mörgu leyti ágætur. Blettur á Kirkjubóli er miklum góðum kostum búinn. Kúfur Friðfinns á Kjaransstöðum er frá Jóhannesi Davíðssyni, Neðra-Hjarðardal. Hann er ágætlega holdfylltur og góður hrútur. (Brit 61 (1948), 238-239). 1952: Þátttaka í sýningunni þar var ágæt. Sýndir vorn 56 hrútar eða 19 fleiri en 1948. Af þeim voru 39 fullorðnir og 17 veturgamlir. Þeir voru aðeins léttari en meðaltal fyrir sýsluna, tafla 1. Fyrstu verðlaun hlutu 12 hrútar, 11 fullorðnir, er vógu 94,8 kg, og 1 veturgamall, sem vóg 97,0 kg. Hann er fram úr skarandi kind að vænleika og vaxtarlagi, eign Péturs [í Höll] í Haukadal, sonur Prúðs sama eiganda, sem einnig er ágæt kind, ættaður frá Kirkjubóli. Snöggur og Öngull Knúts á Kirkjubóli eru báðir ágætir, en Prúður Guðmundar á Kirkjubóli er þó enn betri kind. Jón Samsonarson og Eiríkur Þorsteinsson hafa keypt sinn hrútinn hvor úr Nauteyrarhreppi, Jón frá Laugalandi, en Eiríkur frá Laugabóli. Hrútar þessir hlutu báðir fyrstu verðlaun og eru kostamiklir, en hrútur Jóns þó aðeins betri. Spakur Einars á Bakka frá Múla í Nauteyrarhreppi er vel gerður, en aðeins of léttur. (Brit 67 (1953), 93). 1956: Þar var sýning ágætlega sótt. Sýndir voru 53 hrútar. Þeir voru aðeins léttari til jafnaðar en hrútarnir í sýslunni í heild. Fyrstu verðlaun hlutu 14 fullorðnir og 4 veturgamlir eða um þriðjungurinn af sýndum hrútum. Þeir fullorðnu vógu 95,7 kg, en þeir veturgömlu 81,8 kg að meðaltali. Af þriggja vetra og eldri hrútum voru þeir beztir Græðir í Vésteinsholti og Gulltoppur í Höll. Þeir eru albræður, báðir synir Prúðs í Höll frá Knúti á Kirkjubóli. Græðir er metfé, í senn mjög lágfættur, þykkvaxinn og holdgóður. Gulltoppur er enn þyngri en Græðir, en varla eins holdgróinn á baki. Bræður þessir hafa óvenju sterkleg höfuð og bera þess eindregið vott, að þeir séu komnir út af ræktuðu fé. Lengra fram eru þeir taldir vera af þingeysku fé. Sá þriðji var Mökkur á Sveinseyri. Hann er djásn að gerð og líka sonur Prúðs frá Kirkjubóli. Sá fjórði í röðinni var Sómi Guðmundar

á Kirkjubóli, þar heimaalinn. Hann er ágætur einstaklingur. Næstur honum var Spakur sama eiganda frá Neðri-Hjarðardal, sonur Eyris. Spakur er prýðileg kind, lágfættur eins og faðir hans, útlögumikill, bakbreiður og holdgóður. Bezti tvævetlingurinn var Spakur á Sveinseyri, metfé að gerð og prýðilega vænn. Hann er sonarsonur Prúðs frá Kirkjubóli. Magnús Lárusson á Vegamótum, einn af þeim sem lengi Næstur honum stóð Prúður í Höll, stundaði smábúskap á grasbýlunum innan við Þingeyri sonur Prúðs frá Kirkjubóli, fagur (ljósm. frá Lárusi Hagalínssyni). hrútur og ágætum kostum búinn. Þriðji tvævetlingurinn var Atgeir á Kjaransstöðum, frá Fremstu-Húsum í Mýrahreppi, vænn hrútur, en hefur herðakamb í hærra lagi. Álitlegasti veturgamli hrúturinn var Kolur í Húsatúni, þéttur hrútur, en ekki þungur. Næstur honum stóð Jökull í Meðaldal frá Kirkjubóli, þyngri hrútur en Kolur, en ekki eins þéttholda. Sá þriðji var Spakur í Múla, álitleg kind. Í hrútunum i Þingeyrarhreppi eru margir mjög kostamiklir einstaklingar, margir þeirra í röð hinna allra beztu í sýslunni. Það er augljóst mál, að Prúður frá Kirkjubóli hefur verið frábær kynbótakind, og víst má telja, að Kirkjubólsféð sé miklum kostum búið. Frá Kirkjubóli og Múla hafa margar ágætar kindur komið í fjárskiptin á undanförnum árum. Nokkur galli er á ræktun fjár í Þingeyrarhreppi, að blandað hefur verið saman í allstórum stíl kollóttu fé og hyrndu. Sumir af beztu hrútunum eru þannig ræktaðir. Bezta hyrnda féð í hreppnum er upprunnið úr Suður-Þingeyjarsýslu, út af fé, sem flutt var vestur fyrir 20-30 árum síðan. Það eru til svo kostamiklar kindur í Þingeyrarhreppi, að auðvelt ætti að vera að rækta þar upp ágætt fé. (Brit 70 (1957), 207-208). 1959: Þar var sýningin vel sótt. Sýndir voru 54 hrútar. Þeir voru aðeins þyngri en hrútar í sýslunni í heild. I. verðlaun hlutu 15 fullorðnir og 5 veturgamlir eða rúmlega þriðjungur sýndra hrúta. Þeir fyrrnefndu vógu 97,6 kg að jafnaði, en þeir síðarnefndu 84,4 kg. Af þriggja vetra hrútum og eldri voru beztir: Jökull Guðm. á Kirkjubóli, heimaalinn, sonur Sóma og Jökull í Meðaldal frá Kirkjubóli í Dýrafirði. Þeir eru báðir þungir, útlögugóðir og holdmiklir. Næstir þeim komu: Víkingur á Kjaransstöðum, heimaalinn, sonur Prúðs frá Múla og Spakur Guðmundar á Kirkjubóli frá Neðri-Hjarðardal, sonur Eyris. Víkingur hefur þróttmikið höfuð og góða afturbyggingu. Hann er ræktarlegur. Spakur er prýðileg kind, útlögumikill, bakbreiður og holdgóður. Beztu tvævetlingarnir voru: Spakur á Þingeyri og Spakur á Sveinseyri. Spakur á Þingeyri er frá Hrafnabjörgum, sonur Svals frá Selárdal, en Svalur er sonur Storms. Spakur á Sveinseyri er kostamikil kind, en hefur varla nógu þróttmikið höfuð. Af veturgömlum hrútum stóðu efstir Prúður í Svalvogum og Kollur í Múla, báðir prýðilegar kindur. Auk þessara hrúta, sem hér hafa verið nefndir, eru margir álitlegir hrútar og má þar nefna Vin á Kirkjubóli, Spak í Múla og Atgeir á Kjaransstöðum. Hrútarnir í Þingeyrarhreppi eru margir prýðilega gerðir og ræktarlegir, og ætti

að vera auðvelt fyrir hreppsbúa að rækta gott fé upp úr þeim efnivið, sem þeir nú hafa. Sumir hrútanna eru með hinum beztu í sýslunni. (Brit 74 (1961), 271-272).

1964: Þar voru sýndir 44 hrútar, 30 fullorðnir, er vógu 96,6 kg, og 14 veturgamlir, sem vógu 75,6 kg til jafnaðar. Þeir fyrrnefndu voru þyngri en jafnaldrar þeirra í öðrum hreppum sýslunnar, en þeir veturgömlu aðrir þeir léttustu. Fyrstu verðlaun hlutu 28 hrútar eða 63,6% sýndra hrúta, og er þar um mikla framför að ræða frá 1960. Fullorðnu hrútarnir eru margir ágætlega vænir og vel gerðir, enda áhugamenn um fjárrækt innan hreppsins. Þyrftu þeir sem fyrst að koma á fjárræktarfélagsstarfsemi, svo unnt sé að vinna sem bezt úr þeim stofni, sem nú er til staðar. Veturgömlu hrútarnir voru mjög misjafnir að gæðum, sumir ágætir, en aðrir ónothæfir. Bezti hrútur sýningarinnar mun hafa verið Kollur Þórðar Jónssonar í Múla. (Brit 78 (1965), 397-398).

1968: Þar voru sýndir 47 hrútar, 31 fullorðinn, og vógu þeir 93,8 kg, og 16 veturgamlir, sem vógu 80,8 kg. Þeir fyrrnefndu voru nú léttari en jafnaldrar þeirra 1964, en þeir veturgömlu þyngri. Fyrstu verðlaun hlutu 25 eða 53.2% sýndra hrúta, sem er lakari röðun en 1964. Af tvævetrum hrútum voru taldir beztir Gráni Gránason og Roði Guðmundar á Kirkjubóli, Roði ættaður frá Felli í Dýrafirði. Af veturgömlum Kollur Kollsson Þórðar í Múla og Kurfur Bítilsson Þorláks í Svalvogum, ættaður frá Guðmundi á Hrafnabjörgum. (Brit 82 (1969), 512).

1972: Þeir fullorðnu voru nú um 5 kg þyngri en jafnaldrar þeirra 1968, og þeir veturgömlu álíka þungir og jafngamlir hrútar fyrir fjórum árum, en röðun hrúta var mun lakari að þessu sinni. Margir hrútar voru blendingsæxlaðir og sumir hníflóttir, nokkrir um of háfættir, og misheppnað uppeldi eða val á mörgum veturgömlum hrútum. Á héraðssýningu mættu Blakkur Þórðar í Múla, ættaður frá Björgmundi á Kirkjubóli [í Valþjófsdal], og hlaut hann I. verðlaun A, Maó Garðars og Jóhanns í Hvammi, veturgamall, og Kútur Þorláks í Svalvogum, ættaður fra Lokinhömrum, hlutu I. verðlaun B. Loki Knúts á Kirkjubóli, veturgamall, ættaður frá Lokinhömrum, var varafulltrúi á héraðssýningu. (Brit 86 (1973), 422-423).

1976: Þar voru sýndir 36 hrútar, 19 fullorðnir og 17 veturgamlir. Af þeim fullorðnu hlutu 12 I. verðlaun eða 63%, en aðeins 1 veturgamall, en mjög margir voru of þroskalitlir. Hrútar í Þingeyrarhreppi eru margir fremur stórbeinóttir. Á héraðssýningu fóru eftirtaldir hrútar; Prúður, 2 vetra, Jónasar Ólafssonar, Þingeyri; Gullhöttur, 3 vetra, Gunnars Jóhannessonar, Þingeyri; Roði, 2 vetra,

Hugað að fé í Kirkjubólsrétt haustið 1960; Guðmundur Jónsson (t.v.) og Knútur Bjarnason.

kollóttur, og Bjartur, 2 vetra, báðir eign Knúts á Kirkjubóli. Til vara var Passi Þórðar í Múla. (Brit 90 (1977), 424).

1980: Þar voru sýndir 30 hrútar, 20 fullorðnir og 10 veturgamlir. 60% fullorðnu hrútanna og 20% af veturgömlu hrútunum hlutu I. verðlaun í Þingeyrarhreppi er mikið af meðalgóðum hrútum, m. a. voru þar 2 mórauðir hrútar, Móri Kristjáns í Múla og Hnoðri Guðmundar á Kirkjubóli, sem hlutu I. verðlaun. Aðeins einn hrútur hlaut III. verðlaun og engum var hent. 3 hrútar fóru á héraðssýningu, þeir Hreinn 3 v. er hlaut I. verðlaun A, Glanni, 3 v. er hlaut I. verðlaun B, báðir eign Guðmundar á Kirkjubóli, og Drellir, 3 v. Kristjáns í Miðbæ, er hlaut I. verðlaun A. (Brit 94 (1981), 468).

Tvennt má úr greinargerðunum lesa: Annars vegar það að bændur hafa gert í því að fá góða hrúta að, bæði utan sveitar og innan, framan af tímabilinu hrúta sem röktu ættir norður í Inn-Djúp. Hins vegar það að bestu gripir sýninganna hafa dreifst á býsna marga bæi í hreppnum.

Árið 1981 voru fyrst reyndar sæðingar áa í hreppnum og þær stundaðar flest árin síðan. Uxu þá möguleikar til öflunar fjölbreyttara erfðaefnis og öllu meiri framfara en áður. Þá má ekki gera minna úr áhrifum skýrsluhalds sem undir lok nítjándu aldarinnar var orðið mjög almennt meðal sauðfjárbænda. Í fyrstu, um 1960, voru bændur með hluta ánna á skýrslum innan sauðfjárræktarfélags. Leið ekki á mjög löngu áður en allar ær búanna voru færðar á afurðaskýrslur.

Haustlömb á Kirkjubólstúni 26. september 2022.

LÍFLAMBASALA – FJÁRSKIPTI Á árunum 1946-1956 voru líflömb seld úr hreppnum nær því hvert haust til svæða þar sem fjárstofn hafði verið skorinn niður sem liður í útrýmingu mæðiveikinnar. Þorri gimbrarlamba var seldur og vænleg hrútlömb. Þannig dreifðist erfðaefni úr hreppnum til fjarlægra svæða.

Eftirfarandi er úr minningabrotum mínum um fjárskiptin, sem geymd eru á öðrum stað134:

Þegar ég kem í sláturhússrétt og sé þar gimbrar fer enn um mig einhver ónota-tilfinning. Ég óx nefnilega upp við það heima í Dýrafirði að öll gimbrarlömb væru seld til lífs í fjarlægar sveitir. Það komu framandi menn að sunnan, vógu og merktu gimbrarlömbin eitt af öðru, og kíktu svo kannske á fáeina lambhrúta. Komu síðan inn í kaffi. Dögum seinna var lambahópurinn rekinn til Þingeyrar, settur um borð í skip og þaðan siglt með hann norður til Arngerðareyrar við Djúp eða suður í Salthólmavík í Saurbæ, þar sem bílar voru sagðir bíða hópanna og flytja þá í hinar nýju heimasveitir.

Fjárskiptin og fjárkaupmennskan kölluðu á heilmikið skipulag. Fyrir því öllu stóð „Sæmundur í sexmannanefndinni“, eins og hann var kallaður, Sæmundur Friðriksson frá Efri-Hólum í Núpasveit. Hann gerði fjárkaupmennina, sem ferðuðust saman tveir og tveir, út með stóra skýrslubók og sérstaka reislu í strigapoka, sem þeir meðhöndluðu sem helga dóma, enda reislan jústeruð til löglegra stórviðskipta undir forsjá og með miklum tilstyrk ríkisins.

Fjárkaupmennirnir urðu margir eftirminnilegir. Sumir gistu heima á Kirkjubóli. Það þótti sérlega áhugavert því þá gafst langur tími til samræðna og fréttaspurnar úr framandi sveitum. Mér, barninu, er til dæmis minnistætt, hve Ásgrímur fjárkaupmaður frá Borg í Miklaholtshreppi, var lengi að raka sig eftir næturgistinguna; hann hafði frá svo mörgu að segja. Og ekki var minni stíll yfir Þórði fjárkaupmanni og bónda í Hjarðarholti í Dölum, sem fór á milli bæja á einkabifreið sinni, Willys 1947, minnir mig, og hafði sérstakan bílstjóra. Borgfirsku fjárkaupmennirnir, Sigurður Daníelsson á Indriðastöðum og Jón Gíslason frá Innri-Skeljabrekku, voru lengi um talaðir á mínu heimili, ekki síst Jón, sem í gegnum mægðir var tengdur

Mótorbáturinn Sæhrímnir frá Þingeyri flytur líflömb til fjarlægs héraðs vegna fjárskipta á fimmta áratug síðustu aldar (Þjóðminjasafn).

134 Textinn er úr pistli BG Fjárskipti, sem geymdur er í Gullastokki Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum (2021).

heimilisfólkinu. Jón var þá ungur maður, dökkur á brún og brá, hraustlegur og þéttur á velli og ferðaðist um í merkilegum klæðnaði, að mér fannst, buxum með undravíðum uppskálmum og þröngum stígvélum, svipuðum þeim sem Danakonungur gekk í á ferðalögum sínum meðal þegnanna, skv. myndum í Familie Journal.

Margvísleg kynni urðu til. Bændur á fjárkaupasvæðunum urðu sér úti um markaskrár svo þeir gætu fregnað hvaðan lömb að nýjum fjárstofni væru komin. Ég man eftir að bréf bárust frá þeim. Þannig urðu stundum til nokkur tengsl á milli sveita. Sjálfur kom ég á bæ hér skammt undan, líklega sumarið 1966, þar sem ég var þráspurður um fé og fjárhald heima á Kirkjubóli, en þaðan hafði bóndi fengið eitt eða tvö gimbrarlömb og lambhrút á sínum tíma. Hann virtist vita og muna nákvæmlega hvaðan líflömb hans höfðu komið.

Við vissum hins vegar minna um líðan lambanna, sem urðu að ferðast um langan veg við misjafna aðbúð, rekstur, sjóferð og síðan skakstur á vörubílspalli um frumstæða vegi, þar sem oft varð langt á milli brynningarstaða, fóðurs og beitarhvílda. Þegar hingað í sveitir kom var lömbunum skipt á bæina eftir reglum Sæmundar „í sexmannanefndinni“, sem tryggja skyldu jafnræði viðtakenda. Bændur tóku spenntir við hinum nýja fjárstofni og gerðu áreiðanlega eins vel við lömbin og aðstæður og geta leyfðu.

En líklega hafa blessuð lömbin, nú móðurlaus, haldið hikandi út á haustföl túnin og annað víðlendi borgfirskra sveita, áður vön sumarvist í þröngum dölum og bröttum fjallahlíðum: Aðrir landshættir og annar gróður: „Og því geng ég fár og fölur með framandi jörð við il, það vex eitt blóm fyrir vestan og veit ekki að ég er til“, kvað Steinn Steinarr, og hefði þá allt eins getað verið að kveða fyrir munn lambanna okkar heima á Kirkjubóli kominna í Borgarfjörð. Sjálfur velti ég því fyrir mér, sjö eða átta ára gamall, hvar gimbrin mín hefði lent, gimbrin undan henni Kolu minni. En hún hvarf í gleymskuna – hún fékk alla vega að lifa lengur en eitt sumar. . .

SLÁTURHÚS – MARKAÐSSETNING Óvíst er hvenær telja skal að markaðssetning sauðfjárafurða í hreppnum hafi hafist. Heimilin voru sjálfum sér næg um mjólk og kjöt en snemma varð ullin markaðsvara, ýmist unnin eða óunnin eins og alþekkt er. Áreiðanlega var alltaf eitthvað um það að afurðum væri miðlað á milli heimila, til dæmis í skiptum fyrir sjávarafurðir, að ógleymdum leigum (sauðasmjöri). Þingeyrarkaupmaður tók að einhverju marki við sauðfjárafurðum. Hvað kjötið snerti óx markaður fyrir það á öðrum áratug tuttugustu aldar, og þá saltað kindakjöt því ekki var um aðrar geymsluaðferðir kjötsins að ræða.

Löng hefð var fyrir slátrun og vinnslu kjöts heima á bæjunum. Ekki er vitað hvenær Þingeyrarkaupmaður hóf að taka við fé á fæti og slakta þar á eyrinni. Heimildir eru fyrir því að það var byrjað haustið 1904 því þá tók Wendel faktor við fé sr. Kristins Daníelssonar á Söndum til slátrunar, sem langafi minn, Guðmundur Nathanaelsson á Kirkjubóli, hafði umsjón með, sjá

bls 76. Slátrunaraðstaða hefur til að byrja með verið frumstæð; sjálfsagt útbúin á fjörukambi undir beru lofti og einhver smáskýli.

Það var svo sumarið 1934 sem Kaupfélag Dýrfirðinga (KD) reisti sláturhús á Þingeyri enda þörfin fyrir það orðin mjög knýjandi. Fyrsti sláturhússtjórinn þar var Jón Þórarinsson bóndi í Neðsta-Hvammi. Hafði hann sinnt því starfi frá 1920 að slátrun hófst á vegum Kaupfélagsins.135 Um þær mundir var samræmd skipan að komast á afurðasölumál bænda með svonefndum afurðasölulögum og mikið líf að færast í starf Kaupfélagsins undir forystu Eiríks Þorsteinssonar kaupfélagsstjóra. Enn um sinn var þó söltun eina verkunarleiðin. Því var brytjun kjöts og söltun þess í tunnur veigamikill þáttur í meðferð og frágangi. Það var svo árið 1942 sem Kaupfélagið kom upp sérstöku frystihúsi á Þingeyri. Þá fyrst var unnt að mæta kröfum nýrra tíma um frystingu kjötsins svo brátt lagðist söltunin af enda spurn eftir söltuðu kjöti þverrandi. Frystiskip komu til sögu og umfangsmikið sölukerfi Sambands íslenskra samvinnufélaga sá með hagkvæmum hætti um markaðssetningu kjötsins.

Á vegum KD var fé slátrað úr Mýrahreppi, þó ekki af Ingjaldssandi, Þingeyrarhreppi og úr Auðkúluhreppi að Laugabóli. Fé frá Hokinsdal mun hafa verið slátrað á Bíldudal. Sláturfé var ýmist rekið til Þingeyrar ellegar flutt með ferjubáti, áður en akvegir lengdust og til sögunnar komu hentugir vörubílar. Lengi vel var lítil sem engin aðstaða til þess að hýsa fé í sláturhúsinu svo það varð að geyma nóttina fyrir slátrun á túnblettum á Þingeyri, svo sem úti á Þingeyrarodda, eða í útiréttum. Óneitanlega var tilkomumikið að sjá misstóra fjárhópa rekna til Þingeyrar, suma langt að komna, til dæmis utan úr Lokinhamradal.

Sláturhús KD þar við „Plássið“ á Þingeyri var notað fram til ársins 1964. Þá var slátrunaraðstaðan færð í móttökusal hraðfrystihúss KD og útbúin þar aðstaða. Byggt var yfir sund sem var á milli frystihúss og fiskimjölsverksmiðjunnar sem þar stóð yst í húsaröðinni. Þar var gerð fjárrrétt með grindagólfi og stíum svo hægt var að hýsa allt fé dagsslátrunar en hún var um 400 fjár. Byggður var nýr frystiklefi og „er kroppunum rennt þangað beint af vigtinni“, segir í sögu KD.136 Úr gamla sláturhúsinu hafði þurft að flytja allt kjöt á bíl eða viðlíka farartæki til frystingar og geymslu í hraðfrystihúsinu; vinnufrekt verk og ekki haganlegt. En þetta var samt bráðabirgðalausn.

Frétt úr Bæjarins besta frá slátrun á Þingeyri haustið 1989.

135 Kristinn Guðlaugsson o.fl.: Kaupfélag Dýrfirðinga 1919-1979 (1979), 40 og 145. 136 Sama heimild, 69-70.

Til tals kom að reisa sameiginlegt sláturhús fyrir svæðið og þá á Ísafirði. Því voru bændur í Þingeyrarhreppi mótfallnir, eins og fram kemur í IV kafla. Kaupfélag Dýrfirðinga réðst í byggingu sláturhúss utarlega á Þingeyrarodda sem tilbúið var haustið 1980. Mátti þá segja að aðstaða til slátrunar væri orðin svo sem tímarnir kröfðust og þess vænst að sauðfjárslátrun væri komin í framtíðarskorður. Svo var þó ekki.

Rekstur KD þyngdist og brugðið var á það ráð að stofna stofna sérstakt félag um rekstur sláturhússins með aðild nágranna. Við það varð til Sláturfélagið Barði árið 1988. Til slátrunar hjá Barða var tekið fé allt frá Arnarfirði og norður í Djúp. Félagið setti einnig upp kjötvinnslu á Ísafirði. Reksturinn reyndist ekki auðveldur en stóð þó fram til hausts 1996 að ekki var lengur gerlegur án breytinga. Samvinnu var leitað við Kaupfélag Steingrímsfjarðar um slátrun á Hólmavík það haust. Bændur lögðu að forminu til fé sitt inn hjá sláturhúsinu á Hólmavík en Sláturfélagið Barði sá um slátrun sem eins konar verktaki. Kaupfélagið gerði síðan upp við bændur í stað Barða áður.137

Veturinn eftir hætti Sláturfélagið Barði hf formlegri starfsemi vegna rekstrarörðugleika, einkum þó vegna skulda kjötvinnslunnar og Kaupfélags Ísfirðinga að því er blaðafregnir hermdu.138 Leitað var lausna til lengri tíma og til varð leið sem greint var þannig frá sumarið 1997:

Félag um slátrun við Húnaflóa og Breiðafjörð, „Norðvesturbandalagið“ sem yfirtekur sláturhúsrekstur Kaupfélags V-Húnvetninga á Hvammstanga, Kaupfélags Hrútfirðinga á Borðeyri, Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík og Afurðastöðvarinnar í Búðardal. Þessir aðilar eru jafnframt megin eigendur nýja félagsins. Félagið mun starfrækja 3 sláturhús á Hvammstanga, Hólmavík og í Búðardal.139

Þessi skipan stóð næstu þrjú haustin. Haustið 2000 hófu bændur í Þingeyrarhreppi að senda sláturfé sitt til sláturhúsa á Norðurlandi vestra, ýmist hjá Kaupfélagi V.-Húnvetninga á Hvammstanga, Sölufélagi Húnvetninga á Blönduósi eða Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki.140 Hefur svo verið síðan. Komst þá fastara form á greiðslur fyrir afurðirnar en misjafnlega hafði tekist til um þær nokkrum sinnum á þessu breytingaskeiði frá því Kaupfélag Dýrfirðinga var hinn fasti grundvöllur sauðfjárbænda í Þingeyrarhreppi. Áhyggjur voru í fyrstu hins vegar nokkrar af óralangri flutningsleið sláturfjárins í annan landshluta og velferðar þess. Reynsla sýndi fljótt að þær voru óþarfar. Síðan hafa vegir batnað og sömuleiðis bílar og verklag við flutningana svo nú eru þær áhyggjur að mestu úr sögunni.

137 DV 20. Sept. 1996. 138 Morgunblaðið 12. febrúar 1997. 139 Morgunblaðið. 7. júlí 1997. 140 https://www.althingi.is/altext/131/s/1035.html

MJÓLKIN OG MARKAÐURINN Í ÞORPINU Um langan aldur hafði hvert heimili verið sjálfu sér nægt með mjólk og mjólkurafurðir. Til forna virðist mjólkurframleiðsla með nautgripum hafa varið gildur þáttur búskapar í sveitinni, eins og raunar mun hafa verið á landsvísu. Hvað Þingeyrarhrepp varðar er að þessu vikið í I. kafla. Með tilkomu þurrabúðanna á ofanverðri nítjándu öld má ætla að til hafi orðið fyrstu vísar að eiginlegum mjólkurmarkaði, þótt grasbýlingar og þurrabúðarmenn hafi reynt að afla sér einhverrar sumarmjólkur með fáeinum ám. Geitur munu einnig hafa verið í örlitlum mæli á Þingeyri um tíma á framanverðri tuttugustu öld.

Með vaxandi þéttbýli á Þingeyri varð þar til markaður fyrir mjólk. Af ýmsum búum víðs vegar við fjörðinn voru unnar mjólkurafurðir, smjör, skyr, rjómi og súr, seldar kaupstaðarbúum, ýmist í vöruskiptum eða gegn peningagreiðslum. Verslanirnar, og þá einkum Kaupfélag Dýrfirðinga, tóku slíkar vörur til sölu. Meðal annars seldi Kaupfélagið smjör (bögglasmjör) í verslun sinni fram undir 1970. Óvíst er hvenær sala á neyslumjólk til kaupstaðarbúa hófst. Ef til vill var það frá Hólum en þar byggði búfræðingurinn Guðmundur Jónas Guðmundsson steinsteypt fjós árið 1914 (?). Það rúmaði sjö gripi.141 Má telja það fyrsta „nútímafjósið“ í hreppnum. Mjög bráðlega mun hafa hafist mjólkursala úr Hólum til Þingeyrar.

Telja má víst að umhirða kúnna hafi að miklu leyti hvílt á kvenfólkinu hefðunum samkvæmt. Kýrnar voru svo nátengdar heimilishaldi og daglegri fæðuöflun. Meðferð og vinnsla mjólkurinnar var í höndum kvenna. Sagt hefur verið að þær hafi skilið kýrnar betur en karlar. Konur mjólkuðu kýrnar. Skrifarinn man ömmusystur sína sem annaðist fjósverk og

Fjósið og hlaðan í Hólum utan við íbúðarhúsið. Tímamótabyggingar úr steinsteypu reistar um 1914.

141 Eldri bærinn í Hólum var steyptur árið 1914 (sjá Firði og fólk 1900-1999, 177); fjósið var steypt um svipað leiti, líklega sama árið.

umgekkst kýrnar af kunnáttu og skilningi, sat til dæmis yfir kúnum við burð . . . Fyrir tíma lærðra dýralækna hefur heilsugæsla kúnna og lækningastörf helst verið í höndum kvenna. Um aldamótin 1900 óx áhugi á ræktun kúnna í kjölfar stækkandi mjólkurmarkaða. Þingeyrarhreppur var engin undantekning í þeim efnum og til varð nautgriparæktarfélag, eins og sagt hefur verið frá. Forystu hafði búfræðingurinn Jón Þórarinsson í Hvammi. Ólafur Hákonarson í Ystabæ, einnig búfræðingur, fór fyrir endurreistu Nautgriparæktarfélagi. „Natinn við skepnur var hann mikið“, var skrifað um Ólaf, „og hjálpaði skepnum, sem sjúkar urðu t.d. kom hann mörgum kúm á fætur með doðasprautunni sinni. Ólatur var hann að koma, hvernig sem á stóð og án fjármunavonar.“142 Andrés Guðmundsson á Brekku varð einnig mjög liðtækur við hjúkrun kúa eins og fram kemur í afmæliskvæði Elíasar Þórarinssonar frá Hrauni til hans, áttræðs, haustið 1972:

Gluggi í vegg steinfjóssins í Hólum sem nú (2022) er meira en aldar gamalt. „Danskur“ járngluggi í steyptum og múrhúðuðum fjósveggnum sem vel hafði verið borið í af grjóti að þeirrar tíðar hætti.

Ruddir þú í búskap braut, bændur gott af hlutu. Málleysingjar þjáðir þraut þinna handa nutu.

Þér hafði Drottinn lagni léð langt við oft þig sóttum. Ekki var þá eftir séð ótal vökunóttum.

Árangurinn yfirleitt ekki í minni rýrnar. Lítt var oft um launin skeytt, lifnuðu doða kýrnar143 . . .

Ýmsir fleiri gátu sér orð fyrir aðhlynningu sjúkra dýra sem kom sér vel þar sem erfitt var að nálgast þjónustu embættisdýralækna. Þannig fór til dæmis orð af liðveislu Lárusar Einarssonar bónda í Efri-Mið-Hvammi við að líkna skepnum og lækna þær.144 Þjónusta lærðra dýralækna efldist á síðasta fjórðungi tuttugustu aldar.

Aldrei kom mjólkursamlag til sögu í Þingeyrarhreppi í anda afurðasölulaganna frá 1934. Verðlagning mjólkurafurðanna mun líka hafa verið með ýmsum hætti þar til kom

142 Þorleifur Eggertsson í minningargrein um Ólaf í Morgunblaðinu 15. apríl 1976. 143 Íslendingaþættir 4. janúar 1973. Hluti afmæliskveðju Elíasar Þórarinssonar til Andrésar. 144 Gunnar Hvammdal Sigurðsson: „Guðrún Helga Kristjánsdóttir“. Morgunblaðið 15. nóvember 1969.

að Framleiðsluráði landbúnaðarins sem „Við bárum mjólk fyrir ungbörn stofnað var til með lögum árið 1947 til að og sjúklinga á bakinu úr sveitinni til Þingeyrar, þegar hvorki var hægt að sjá um sölu, verðmiðlun og verðskráningu á beita hestum né jeppanum, og einu sinni íslenskum landbúnaðarvörum. Veturinn 1934 man ég eftir því að lokað var frá því á hóf Stefán Guðmundsson í Hólum máls á Þorláksmessu og fram til 10. maí.“. . . mjólkursölumálum á aðalfundi Búnaðarfélags Gunnar á Hofi í viðtali við Heima er bezt 1984. Þingeyrarhrepps. Á þeim fundi var kosin nefnd „til að koma á skipulagi á afurðasölumál bænda.“ Ekki virðist sú nefnd hafa skilað áliti. Réttum áratug síðar kom málið aftur upp á fundi bænda. Sagt var að bændur seldu sömu landbúnaðarafurðir sínar misháu verði til óánægju bæði kaupendum og seljendum. Málið leystist á þann veginn að til sögu komu ákvarðanir verðlagsnefndar landbúnaðarafurða sem gilda skyldu fyrir allt landið. Um miðjan fimmta áratug síðustu aldar hóf Gunnar Guðmundsson á Hofi einnig mjólkursölu til Þingeyrar, þar sem markaður hafði enn vaxið. Hann fjölgaði kúm sínum enda Hofsjörðin, eins og fleiri jarðir um miðja sveitina, ágætlega fallin til mjólkurframleiðslu með kúm. „Nýsköpunarstjórnin óskaði eftir því að ég setti upp mjólkurbú [kúabú] á Hofi, og hét mér leyfi fyrir jeppa í staðinn. Svo ég fjölgaði kúnum í 7, og fór mest upp í 14 mjólkandi kýr og geldar kvígur“, sagði Gunnar í blaðaviðtali.145 Jók Gunnar þá ræktun á Hofi en sótti einnig heyskap að Söndum. Hann kom sér upp súgþurrkun á heyinu fyrstur manna í hreppnum. Með bættum vegi og brú á Kirkjubólsá var Gunnari gert kleift að færa þorpsbúum mjólk dag hvern eins og Stefán í Hólum hafði gert. Mjólkina færðu þeir kaupendum heim að dyrum. Einnig hafði Gunnar afgreiðslustað í bakinngangi Gamla kaupfélagsins er svo var kallað (Gramsverslunar), fyrir kaupendur þar í nágrenninu. Með fjölskyldu sinni stundaði Gunnar mjólkurframleiðslu til 1958. Um það leiti komu tveir nýir mjólkurframleiðendur til sem um munaði. Annars vegar voru það Jón Samsonarson með fólki sínu á Múla en hins vegar Gunnar Jóhannesson sem með Ólafíu konu sinni. Þau byggðu upp kúabú á Ásgarðsnesi, sem verið hafði eitt af grasbýlunum innan við Þingeyri. Reistu m.a. sex kúa fjós árið 1954 og viðbót árið 1957. Á þessum árum voru

Kýrnar þeirra Ólafíu og Gunnars Jóhannessonar á Ásgarðsnesi sáu þorpsbúum á Þingeyri fyrir mjólk um árabil ásamt kúm á fleiri bæjum (ljósm. frá Helga Magnúsi Gunnarssyni).

145 Heima er bezt. Október 1984, 272-283.

margir að hætta með skepnur í plássinu og markaður fyrir afurðirnar vaxandi. Heyskap sóttu þau á túnspildur, sem þau keyptu, í Þingeyrarplássi en mest þó upp að Söndum, þar sem kýrnar gengu einnig til beitar. Í huga skrifarans kemur kúahópurinn frá Ásgarðsnesi, sem taldi 15 kýr þegar flestar urðu, þar sem hann röltir í gegnum plássið og út Sneiðinga eftir morgunmjaltir. Þau hjón á Ásgarðsnesi ráku kúabúskap sinn fram til 1974 að þau hættu mjólkurframleiðslu og -sölu.146 Á Múla tók Þórður Jónsson við mjólkurframleiðslu og -sölu um 1960 með sinni fjölskyldu, byggði m.a. sérstakt og vel búið fjós í því skyni, og jók nauðsynlega ræktun. Við fráfall Þórðar árið 1979 tók Kristján Björnsson með Nönnu konu sinni við Múlabúinu. Þau stunduðu mjólkursölu fram um miðjan níunda áratuginn. Guðbrandur Stefánsson í Hólum tók við búi foreldra sinna og stundaði mjólkursölu til Þingeyrar lengi. Á Kirkjubóli var farið að selja neyslumjólk í kaupstaðinn um 1960 en um langt árabil áður hafði rjómi og skyr verið unnið þar og selt í kaupstaðnum. Mjólkurflutningarnir í kaupstaðinn voru með ýmsu móti. Frá Hólum og Múla fóru mjólkurpóstarnir mörg ár daglega með hest undir reiðingi. Á honum héngu mjólkurbrúsarnir. Hver kaupandi átti sinn brúsa. Leiddu mjólkurpóstarnir reiðingshestana í kaupstaðinn en máttu sitja ofan í milli á heimleið. Gunnar bóndi á Hofi notaði Willys-jeppa sinn, en þurfti að grípa til hests og sleða þegar ófærðin var hvað mest, svo sem veturinn 1957. Dráttarvélar voru notaðar til flutninganna bæði í Hólum og á Kirkjubóli. Rússajeppi kom að Múla 1956, og Land-Rover í Hóla 1962 og að Kirkjubóli 1963. Frá Ásgarðsnesi var mjólkin flutt á Farmall Cub til kaupenda í þorpinu frá árinu 1952, á Rússajeppa frá 1956 og á Land-Rover frá 1963. Með undantekningum, t.d. eins og áður

Varðveizt hefur skrá um mánaðarlega mjólkursölu frá Hólum til heimila á Þingeyri árin 1927-1930. Meðalsalan á ári nam 5.534 lítrum. Mjólkurverðið var 0,40 kr./l öll árin. Andvirði seldrar ársmjólkur svaraði til rúmlega sjö kýrverða og nær 250 dagsverka um heyannir, skv. verðlagsskrám þeirra ára.

Magnús S. Magnússon: Landauraverð . . . (2003).

Guðbrandur í Hólum kemur með mjólkina í kaupstaðinn á jeppa sínum – að morgni dags skv. fastri venju – líklega á níunda áratugnum. Hjá honum stendur Hallgrímur Sveinsson skólastjóri (Einkasafn/Freyr Jónsson).

146 Helgi Magnús Gunnarsson í skrifum til BG 5. mars 2022.

var nefnd um mjólk frá Hofi, var mjólkin flutt heim til kaupenda í því magni sem þeir voru áskrifendur að.

Þar sem ekki var um mjólkursamlag að ræða er tæki við afurð bænda, nutu seljendur mjólkur opinberra niðurgreiðslna á henni sem í gildi voru hverju sinni, á því magni sem þeir sannanlega seldu. Skilaverð mjólkurinnar var því hlutfallslega hagstætt sem kom sér vel því markaðssetning hennar krafðist all nokkurrar fyrirhafnar.

Á sjöunda áratugnum fleygði geymslutækni matvöru fram, en einnig vöruflutningum, ekki síst með tilkomu flugvallarins í landi Hóla. Þangað hófst reglubundið áætlunarflug frá Reykjavík með farþega og vörur, og um tíma flug með póst o.fl. frá Ísafirði. Samgöngur á landi bötnuðu einnig með Dýrafjarðarbrú og Breiðadalsgöngum en norðan þeirra var Mjólkursamlagið á Ísafirði. Þingeyrarverslun gat því í vaxandi mæli boðið viðskiptavinum sínum mjólkurafurðir, þar með talið nýmjólk, með sæmilega öruggum hætti.

Mjólkurviðskipti þorpsbúa við kúabændur í sveitinni drógust hægt og sígandi saman undir aldarlokin þótt sumir kaupendur héldu mikilli tryggð við framleiðendur sína eftir að fá mátti „fernumjólk í búðinni“.

En svo kom að því að þessi sérstæði þáttur búskapar og afurðasölu í Þingeyrarhreppi lagðist endanlega af. Þann 1. september 1991 var beinni mjólkursölu úr sveitinni til Þingeyrar hætt. Síðustu mjólkursölubýlin voru Hólar og Kirkjuból. Lauk þar með merkilegum kafla í búskaparsögu hreppsins. Var þá skammt í að nautgripir hyrfu með öllu úr Þingeyrarhreppi. Aldrei kom til þess að bændur þar legðu mjólk inn í Mjólkursamlagið á Ísafirði.