6 minute read

Hálfnað er verk þá hafið er – fyrsta starfsskýrslan

Svava Þórhallsdóttir skólastjórafrú á Hvanneyri, fyrsti ritari Ungmennafélagsins.

Þannig voru allir fyrstu stjórnarmennirnir ýmist starfsmenn Hvanneyrarskóla eða nemendur hans. Stofnfundinum lauk með því að sungin voru nokkur lög.

Advertisement

Það var ekki alveg tilviljun að félagið skyldi stofnað 12. desember. Þennan dag árið 1911 voru einmitt liðin 200 ár frá fæðingu Skúla Magnússonar fógeta. Í Reykjavík var merkra verka Skúla minnst og á stofnfundinum á Hvanneyri flutti Páll Zóphóníasson fyrirlestur um Skúla. Dagurinn var valinn sérstaklega, eða eins og segir í fyrstu árskýrslu stjórnar til félagsfundar:

Það þótti eiga vel við að stofna þá félag, sem hlúði að því er honum var kærast, hlúði að því sem þjóðlegt var og þarflegt og öllu því, er göfgar og bætir manninn. Til starfa var tekið ungmennafélag. Áður en við förum að fylgja nokkrum vörðum í aldarstarfi þess er rétt að víkja að sérstöðu félagsins sem stofnendur virðast hafa viljað marka. Hana má lesa úr 3. grein fyrstu félagslaganna en þar sagði m.a.: „Tilgangi sínum hugsar félagið sér að ná með því að halda fundi, þar sem aðallega verða rædd ungmennafélagsmál og félagar sem eru frá ýmsum ungmennafélögum út um land skýri frá starfsemi og fyrirkomulagi sinna félaga.“15 Þannig er þess til dæmis getið í fundargerð 8. mars 1914 að Eyfirðingurinn Helgi Einarsson frá Steinnesi hafi greint frá starfi Ungmennafélagsins Ársólar í Eyjafirði. Helgi var þá nemandi við Hvanneyrarskóla.

Sakir hinna nánu tengsla félagsins við Hvanneyrarskóla hlaut það marga þjálfaða liðsmenn úr ungmennafélögum úti um land, sem þá þegar voru starfandi og, eins og hér hefur komið fram, virðast þeir hafa átt hvað mestan þátt í stofnun félagsins. Hitt var ekki síður mikilvægt, að fjölmargir Hvanneyringar kynntust þarna ungmennafélagshreyfingunni í fyrsta sinn af

15 Fyrstu lög Ungmennafélagsins Íslendingur. Einar Jónsson kennari og ráðsmaður á Hvanneyri, fyrsti gjaldkeri Ungmennafélagsins.

eigin raun og hlutu þjálfun, sem nýttist þeim í félagsmálastarfi þegar heim kom. Ef til vill má segja að þarna væri á ferð fyrsti vísir að félagsmálaskóla UMFÍ.

Ungmennafélagið Íslendingur var því ekki aðeins félag Hvanneyringa og byggðanna í Andakílshreppi og neðanverðum Skorradal, heldur líka með sínum hætti gróðurreitur ungmennafélagshreyfingarinnar á landsvísu. Sennilega geta því einhver ungmennafélög rakið rætur sínar og starf með einum eða öðrum hætti til félagsstarfs Íslendings. Þannig er vitað að þjóðdansar, sem iðkaðir voru innan Íslendings, bárust með nemendum Hvanneyrarskóla, er þar kynntust þeim, til ýmissa sveita. Frá þeim verður sagt síðar.

Hálfnað er verk þá hafið er – fyrsta starfsskýrslan

Og svo hóf ungmennafélagið starf sitt. Upphaf verka gefur gjarnan tón framhalds þeirra. Því skulum við rifja upp hvað stjórninni þótti mikilvægast að tilgreina af starfi Íslendings fyrsta starfsárið en svo vel vill til að starfsskýrsla ungmennafélagsins hefur varðveist. Hún er endurrituð hér á eftir:

Skýrsla til Ungmennafjelagsins “Íslendings” frá Stjórninni í sama fj. árið 1912

Eins og þið vitið var það um þetta leyti í fyrra sem Íslendingur var stofnaður. Það var þá – 12 desember – liðin 200 ár frá fæðingu Skúla fógeta Magnússonar. Og einmitt þann dag, afmælisdag fógetans, völdu menn til að stofna fjelagið. Það þótti eiga vel bið að stofna þá fjelag sem hlúði að því er honum var kærast, hlúði að því sem þjóðlegt er og þarflegt og öllu því er göfgar og bætir manninn.

Nú er þetta fjelag ársgamalt. Og þó fjelagið sje ekki í 9

dag ... þá komum við samt saman í dag til þess að halda upp á það. Þegar einhver slík tímamót eru lítur maður ætíð til baka á liðna tímann. Mun þurfa að glöggva sig á því hvað orðið er, hvort manni miði, og hvaða orsakir sjeu til þess. Af því liðna þurfa menn að læra, læra svo menn verði betur færir að mæta því ókomna.

Nú segja lögin okkur stjórninni að rifja upp það sem drifið hefur á daga “Íslendings”. Við viljum gera þetta, en þó við gerum það verið þið líka að gera það. Hver einstaklingur innan vjebanda fjelagsins verður að svara þeim 3 spurningum sem afmælisbarnið spyr um. En það spyr.

Ertu orðinn betri á árinu og hefur þú gert nokkuð til þess.

Ertu orðinn hraustar eða hefur þú gert nokkuð til að verða það.

Ertu orðinn fróðari.

Hafir þú ekki gert neitt til þess að verða þetta, hefur þú þá ekki hjálpað öðrum til þess?

Fjelagið í heild sinni hefur helst gert þetta til að hjálpa sjer og fjelögum sínum til að verða betri menntaðri og hraustari menn.

Það gekk strax í U.M.F.Í. Þótti það meiri styrkur enda er sagt “sameinaðir stöndum vjer” og fj.m. vissu að einmitt í sambandi við aðra mætti vænta árangurs. Fulltrúa sendi það á fjórðungsþing svo og á stofnfund U.M.S.B. enda er U.M.F. nú í því sambandi.

Fundi hefur fjelagið haldið 10. Á þeim hafa mörg mál verið rædd, hafa þau við það skýrst, og fj.m. æfst í að tala. Það mun því mega fullyrða að þeir hafi bæði haft mennandi og mentandi áhrif.

Fyrirlestrar hafa verið haldnir og þeir eru fáir. 3. mun mega telja þá, 2 er Guðm. Hjaltason hjelt, annan um Björnstjerne Björnson en hinn um “Tryggð við ættjörð og hugsjónir”. Þann þriðja mun mega telja erindi það er P.Z. flutti á stofnfundi fj. um Skúla Magnússon.

Sunnudaginn 28/7 fóru flestir fj.m. skemmtiferð á Grundarskóg. Veðrið var því ver ekki sem bezt, þó skemmtu menn sjer með söng, glímum og fl. og voru menn glaðir og ánægðir er heim var snúið um kvöldið.

Að tilhlutun fj. fór fram sundkennsla. Kendi Einar Jónsson sund í 9 sunnudaga. Nemendur voru 34, þaraf 7 konur. Utanfjelagsmenn gátu tekið þátt í sundinu, en þeir gerðu það fáir, 4 alls.

Í september var svo haldið “sundmót”. Skildi þar keppt um verðlaun í sundi en auk þess hlaupa, stökkva, glíma og sýna knattspark.

Einn fjelagsmanna – Páll Zóphoníasson – hafði gefið fjelaginu silfurskjöld til verðlauna. Skildi hann vera geymdur árlangt af vinnanda, en ynni hann sami maður í röð 3var yrði hann hans lögmæt eign. Í þetta sinn bar Sigurður Gíslason skjöldinn heim, hann synti fljótast, og geymir hann því uns annar fær hann að ári. Sundsamkoman var vel sótt, aðgangur var seldur og kom þó ögn inn, enda var fyrirhöfn nokkur. Á sundmóti þessu sýndu 2 stúlkur sund. Hafði önnur þeirra byrjað að læra sund nú í vor, og var nú orðin vel synd. Sýnir slíkt lofsverðan áhuga, sem aðrir ættu að taka sér til eftirbreytni.

Eignir eru litlar.

Fjelagið á þó fána. Skutu fj.m. saman fyrir hann og hefja hann síðan í broddi framgöngu sinnar. Fáninn kostaði kr. 12.

Sundkúta á og fjelagið 4. Þurfti þeirra með við sundkensluna. Þeir kostuðu kr. 5,40

Þá er skjöldurinn og eign fjelagsins, kostaði hann kr. 15. Enn á fjelagið kr. 53,55 í sjóði en þaraf kr. 5,60 útistandandi.

Nú eru fjelagsmenn 74 að tölu eru þaraf 54 karlmenn en 20 kvenmenn.

Hvanneyri 14 Desember 1912

Páll Zóphoníasson Svava Þórhallsdóttir (formaður) (ritari)

Ingimar Jóhannesson Einar Jónsson (varaform.) (gjaldkeri)

Starf félagsins virðist hafa farið af stað við töluverðan byr. Félagsmenn urðu þegar rúmlega sjötíu og á starfsskrá félagsins sjáum við þegar getið verkefna sem áttu eftir að móta starfsemi þess öldina á enda og vel það. Félagið varð strax hluti af UMFÍ, landssamtökum ungmennafélaganna. Og þótt eignir og efni væru takmörkuð í fyrstu (og

Frá Hvanneyri árið 1912. Í skólahúsinu lengst til vinstri var Ungmennafélagið Íslendingur stofnað. (Hve).