12 minute read

Byggð sundlaug við Efri-Hrepp

Ungmennafélagið sá lengi um sundkennslu í sveitinni. Sá sem lengst kenndi sund í Hreppslaug var Daníel F. Teitsson á Bárustöðum; í 17 ár „viku til hálfan mánuð í senn og kom um 300 manns á flot.“22 Í Langholtslaug í Bæjarsveit stóð Ungmennafélagið líka fyrir sundkennslu um árabil.

Byggð sundlaug við Efri-Hrepp

Advertisement

Þann 10. desember 1927 hafði Þorgils Guðmundsson framsögu um sundlaugarbyggingu á félagsfundi að Hvítárbakka. Sagði hann að hægt myndi að ná samningum við Þorstein bónda Jónsson í Efri-Hrepp um laugarbyggingu þar. Bráðabirgðaáætlun hljóðaði upp á 2000 kr. Hvern aðdraganda málið hafði haft mánuðina á undan verður ekki greint því eyða virðist vera í fundargerðum félagsins. Stjórn var falið að athuga „hvort ekki mætti gera þetta án mikils kostnaðar“ og að leggja „ákveðna kostnaðaráætlun fyrir aðalfund.“ Á páskadag, 8. apríl, vorið 1928 kynnti Þorgils hana á aðalfundi félagsins. Málið var rætt og eftirfarandi tillaga samþykkt í einu hljóði:

Fundurinn ákveður að bygð skuli sundlaug við Hreppslaug í vor, ef unt er, eða að öðrum kosti á næsta vori. Tveir menn skulu kosnir til aðstoðar stjórninni til þess að hafa framkvæmdir með höndum. Skal nefndin láta gera ábyggilega kostnaðaráætlun og leggja hana fyrir sveitarstjórnir Andakíls- og Skorradalshreppa og biðja téða hreppa um styrk til byggingarinnar. Ennfremur að sækja um styrk til sýslunefndar Borgarfjarðarsýslu. Þá felur fundurinn þessum mönnum, að leita samskota í hreppunum til væntanlegrar byggingar og heimilar stjórninni að taka að láni úr húsbyggingarsjóði félagsins, það sem til kann að vanta.

Veturinn 1928 var húsbyggingarsjóður félagsins orðinn á annað þúsund krónur, að sögn Páls J. Blöndal. Til samanburðar um verðgildi má geta þess að upphæðin var um það bil þriðjungur af verði einnar stærstu jarðar Andakílshrepps, Bæjar í Bæjarsveit, er seld var tæpum tveimur árum síðar.23 Vorið 1928 keypti Ungmennafélagið land “í kringum Laugarnar” og vatnsréttindi af Þorsteini í Efri-Hrepp fyrir 300 krónur vegna fyrirhugaðrar

22 Þorgils Guðmundsson: Upphaf sundkennslu í Borgarfirði.

Bls. 109. 23 Byggt á viðtali við Júlíus Þórmundsson 29. mars 1982.

Í handriti BG. sundlaugar. Mér sýnist það hafið yfir allan vafa að bygging sundlaugarinnar við Hreppslaug sé stærsta framkvæmd sem Ungmennafélagið Íslendingur hefur til þessa ráðist í. Í ljósi aðstæðna var um risaverkefni að ræða á mælikvarða félagsins. Framkvæmdin má líka vera til marks um stöðu sundsins í hugum félagsmanna. Bygging sundlaugarinnar við Efri-Hrepp var slíkt fyrirtæki að hún verðskuldar rækilegan kafla. Þegar Björn J. Blöndal, bóndi og rithöfundur í Laugarholti, minntist fimmtíu ára afmælis Ungmennafélagsins Íslendings árið 1961 varð honum tíðrætt um sundlaugarbygginguna. Við skiljum það þegar lengra kemur í þessum kafla. Þeir Björn í Laugarholti24 og Daníel F. Teitsson síðar bóndi á Grímarsstöðum25 verða helstu heimildarmenn okkar um sundlaugarbygginguna. Á aðalfundinum 8. apríl 1928 hafði ný stjórn Ungmennafélagsins verið kjörin. Í hana völdust þeir Björn J. Blöndal, sem var formaður, Guðbrandur svili hans Þórmundsson, síðar bóndi í Nýja-Bæ, sem var gjaldkeri, en ritarinn var Pétur Bjarnason síðar bóndi á Grund í Skorradal. Þeir Þorgils Guðmundsson íþróttakennari á Hvanneyri og síðar í Reykholti og Guðmundur Jónsson bóndi á Hvítárbakka voru kjörnir „í sundlaugarnefnd til aðstoðar stjórninni,”sagði í fundargerð. Lesum nú frásögn Björns sem hann flutti aldarþriðjungi síðar:

9. september [1928] var stjórnarfundur haldinn á Hvítárbakka. Þar rjeðist það að við Guðbrandur sæjum um verkið þetta haust. Nauðugir tókum við þetta að okkur. Báðir höfðum við verið fjarverandi þegar við vorum kosnir í stjórnina. Jeg var í Reykjavík þennan vetur og vissi ekki, að jeg hefði verið kosinn formaður, fyrr en jeg kom heim um vorið. En það var ekki auðvelt að neita Guðmundi á Hvítárbakka, þeim elskulega manni. Hann og Þorgils hjálpuðu okkur líka eins og þeir gátu. 10. september lagði jeg snemma á stað til að reyna að fá smið. Fór jeg víða og fann smiði að máli beggja vegna Hvítár, en fjekk alls staðar nei. Um kvöldið kom jeg að Hvítárbrú hundvotur í haustmyrkri. Batt jeg hest minn og labbaði yfir brúna sem þá var í smíðum, fann Sigurð Björnsson26 að máli og sagði honum ferðasöguna. Hann brá sjer stundarkorn frá, en þegar hann kom aftur, sagði

24 Björn J. Blöndal: 60 ára afmæli U.M.F. Íslendings. Nýr

Ljósberi 1974. Bls. 16-19. 25 Daníel F. Teitsson: Hið frjálsa framtak. Kaupfélagsritið. 28. hefti. Des. 1970. Bls. 47-48. 26 Sigurður var yfirsmiður við byggingu

Hvítárbrúarinnar við Ferjukot.

hann: „Jeg er búinn að ráða ykkur smið.“ Sá hjet Kristján og reyndist hinn ágætasti maður.

Teikningu að sundlauginni gerði Sigurður Björnsson að beiðni Daníels F. Teitssonar. Síðan sagði Björn J. Blöndal: „Hann gerði líka járnateikningar og rjeði því raunar að mjög mikið af steypustyrktarjárni var haft í laugarbotninn. Sigurður Björnsson reyndist okkur jafnan hinn mesti drengskaparmaður, þáðum við mörg og góð ráð af honum, jafnan án endurgjalds … Megi Sigurði Björnssyni vegna vel, hvar sem vegir hans liggja.“27 og sveitt hross sundlaugargesta að geta þornað og hvílst í hlýju hesthúsinu í stað þess að norpa útundir vegg í hvaða veðri sem væri? Hesthúsið mun hins vegar aldrei hafa orðið fullbúið en hrossum sundlaugargesta var stundum stungið þangað inn.28 Þakskýli yfir lauginni skyldi vera opið í sólarátt. Um þvermiðja laug var opið hæst, um 3 m. Síðan lækkaði það til hvorrar hliðar. Um hinn opna hluta laugarinnar var síðan gert ráð fyrir skjólvegg.

Hér var því ekki í lítið ráðist. En njótum áfram frásagnar Björns J. Blöndal:

Sundlaugarteikning Sigurðar ber ljósan vott um stórhug félagsmanna Íslendings. Hugmynd Sigurðar virðist hafa verið sú að laugin væri yfirbyggð sem næmi um það bil helmingi af stærð sjálfrar sundlaugarinnar. Hún skyldi vera 23 m löng og 10 m breið. Af lengdinni voru þó 3 m sýnilega ætlaðir í grunna laug (60-80 cm) en sjálf laugin skyldi vera 130-260 cm á dýpt. Grunna laugin skyldi afmörkuð með grind.

Þrír baðklefar skyldu vera til hvorrar hliðar lauginni og fjögur herbergi fyrir (norður)gafli; tvö lítil (8,3 m2) og tvö stærri (16,2 m2). Á teikningunni voru þessi rými merkt „Kensla.“ Má vera að þar hafi barnakennsla verið höfð í huga fremur en kennsla í tengslum við sund. Í kjallara undir gaflrýmunum var síðan rými merkt „Hesthús“ á teikningunni. Eðlilegt var að gera ráð fyrir þörfum helsta „samgöngutækis“ þeirra tíma. Hugsið ykkur hve þægilegt það hefði verið fyrir móð

Kaupfjelag Borgfirðinga ljet okkur í tje mest af efninu. Varð að flytja það sjóveg upp í Skiplæk og þaðan á hestsvögnum. Um annað var þá ekki að tala.

Þá var vjelbáturinn Hvítáin enn við lýði, öldruð og lek. Ólafur Sigurðsson átti hana. Magnús Ólafsson átti góðan bát, en var fjarverandi þegar til átti að taka. Svo þegar sement, timbur og fl. var komið í bátinn og háflóð að koma, vantaði flest. Segl og árar á uppskipunarbátinn og svo stýrimenn. Ólafur varð að halda með handafli lausri skrúfu í vélinni og það var ærið verk.

Á götunni hittum við Hjört Magnússon. Hann var strax ráðinn stýrimaður á uppskipunarbátinn og fjekk í hendur beittan hníf, svo að hann gæti skorið sig frían af Hvítánni, ef hún tæki upp á því að sökkva. Hjörtur var varla eldri en 12 ára þá. Árar og segl fékk Ólafur „lánað“ hjá Magnúsi Ólafssyni. – Hann var raunar norður í landi. Enginn vissi hvar. Ólafur fór víða um Borgarnesið. Enginn vildi stýra, og þegar háflóð var að koma skipaði hann mig stýrimann. Aldrei hafði jeg snert

Langskurðarteikning af sundlauginni við Efri-Hrepp. (Héraðsskjalasafn Borg.).

27 Nýr Ljósberi. 1974. Bls. 13. 14

28 Sjá frásögn Péturs Jónssonar hér síðar í ritinu.

á stýri. Og ekki skal jeg hæla mjer af sjómennskunni. Lá við að jeg stýrði í strand í Brákarsundi, en viðurkenni ekki nú, að hafa oltið nema svo sem þrisvar eða fjórum sinnum frá stýrinu á leiðinni upp í Skiplæk. Það var vont í sjóinn.

Um lánshlutina er þetta að segja: Það gekk ágætlega með árarnar. Þær voru á sínum stað, þegar Magnús Ólafsson kom að norðan. En það gekk verr með seglið. Haustið leið, veturinn líka. Ekki fjekk Magnús seglið. Um vorið fjekkst svo fullvissa á, að Ólafur hafði af sinni alkunnu góðsemi lánað það bónda úti á Mýrum, sem vantaði yfirbreiðslu á hey. Magnús fjekk seglið næsta sumar.

Eins og áður er sagt, kom það á hlut okkar Guðbrandar að sjá um vinnuna þetta haust. Margir örðugleikar urðu á vegi okkar, en tveir urðu okkur þyngstir í skauti.

Áætlað hafði verið, að vinna við að jafna laugarbotninn væri 10 dagsverk, en þau urðu yfir 100. Mölina hafði einhver stórglópur úr Reykjavík sagt vera við hendina og hægt að moka úr melnum fyrir ofan beint á brettið. Sú möl reyndist ógæf og varð að flytja hana alla um alllangan veg á hestvögnum. Þetta tvennt, að jafna laugarbotninn og að sækja mölina, kostaði meira fje en Íslendingur átti í sjóði sínum.

Skylt er að minnast þess að fólkið í nágrenninu og þó víðar, svo og margir ungmennafjelagar sýndu okkur fádæma hjálpfýsi.

Þetta haust var sundlaugarbotninn steyptur allur og dýpsti hluti laugarinnar. Taldi Sigurður Björnsson að verkið væri hálfnað að öllum kostnaði og þar með talið fundarhúsið. Kostnaður var rjett rúmar fimm þúsund krónur.

Næsta sumar var verkinu haldið áfram og hnigið að því ráði að fá til þess Sveinbjörn Kristjánsson, þann er byggði fjósið á Hvanneyri. Húsið vantaði, en kostnaður laugarinnar rúmar 11 þús.kr. Ríkissjóður, Borgarfjarðarsýsla, Andakílshreppur og Skorradalshreppur höfðu lofað styrk til sundlaugarinnar. Andakílshreppur og sýslan stóðu við allt sem lofað var. En er gera skyldi upp við Sveinbjörn vorum við raunar komnir í greiðsluþrot. Sjerstaklega er þá var sýnt að Ríkissjóður mundi ekki greiða nema á nokkrum árum tillag sitt.

Og nú var það sem Halldór á Hvanneyri rjetti okkur hjálparhönd einu sinni enn og óbeðinn. Hann borgaði Sveinbirni það sem við gátum ekki borgað honum, fór með okkur vandlega í gegnum reikninga meistarans og gerði sínar athugasemdir ómyrkur í máli. Halldór lánaði okkur þetta fje vaxtalaust en fjekk í staðinn styrkinn frá Borgarfjarðarsýslu og Andakílshreppi síðar meir.

Hefði Kaupfélag Borgfirðinga, Sparisjóður Mýrasýslu og Halldór Vilhjálmsson ekki hjálpað okkur, er vandsjeð hvernig farið hefði. Guðmundur á Hvítárbakka og Guðbrandur í Bæ inntu af hendi síðustu greiðsluna. Þeir hjeldu skemmtun á Hvanneyri og fjekst þar inn nægilegt fje. 29

Mannvirkið reynist kosta töluvert meira en áætlað var. Félaginu tókst að koma upp lauginni sjálfri, þ.e.a.s. grunnhæð hennar. Það fór hins vegar svo að yfirbyggingin – baðklefarnir, herbergin við norðurgaflinn og skjólveggirnir komust aldrei upp í upphaflegri gerð sinni. Haustið eftir lét Ungmennafélagið steypa garð í Langholtslaug í

Þverskurðarteikning af sundlauginni við Efri-Hrepp. (Héraðsskjalasafn Borg.).

29 Nýr Ljósberi. 1974. Bls. 13-14.

Sundlaugin við Efri-Hrepp á fimmta áratug síðustu aldar. (Þorsteinn Jónsson. Héraðsskjalasafn Borg.). Bæjarsveit og byggja skúr við hana. Skyldi þannig bæta aðstöðu Bæsveitunga til sundiðkana einnig. Í 50 ára afmælisriti UMSB árið 1962 skrifaði stjórn Íslendings um sundlaugarbygginguna við Efri-Hrepp:

Verk þessi bera vott um dugnað félagsmanna, en því miður urðu þau ekki sá aflgjafi, sem margir höfðu vonast til, enda fóru nú erfið ár í hönd, og lá starfsemi félagsins að mestu niðri til ársins 1937.

30

Hver, sem sér sundlaugarmannvirkið við Efri-Hrepp, getur ímyndað sér hvert átak bygging hennar var fámennu ungmennafélagi á þeim tíma er hand- og hestafl voru einu öflin sem drifu verkin áfram, hvort heldur var til aðdrátta eða annarra starfa. Skiljanlegt er því að lúi hafi setið eftir í beinum þeirra, sem að verkunum stóðu, lúi sem ól af sér þau vonbrigði að ekki skyldu betur nýtast verkin. En sundlaugin við Efri-Hrepp átti eftir að duga vel og vera Ungmennafélaginu

Sundlaugin við Efri-Hrepp í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar. (G.Sig.).

hin arðgæfasta eign í áranna rás, bæði til æfinga og keppni og ekki síður sem sundstaður fyrir almenning. Á fyrri hluta áttunda áratugarins var gert átak í að bæta sundlaugina. Hún var hreinsuð og máluð og bætt á ýmsan veg. Að því kom að settur voru við hana heitir pottar í stað inntakshólfs heita vatnsins við sundlaugarbarminn sem lengi hafði gegnt því hlutverki. Vatnsaga var beint frá lauginni og klefunum við norðurgafl hennar lokað. Við þann enda laugarinnar var reistur skjólveggur og fleira gert lauginni til góða. Þá voru endurbætur gerðar í laugarhúsinu eins og nánar er fjallað um á öðrum stað. Um mörg undanfarin vor hefur stjórn kvatt félaga Íslendings til lagfæringa í og við Hreppslaug svo hægt væri að opna hana almenningi.

Síðastliðinn aldarþriðjung hefur Hreppslaug verið opin almenningi um sumartímann. Þótt ekki geti hún keppt við nútíma sundstaði, stóra og vel búna, hefur hún yfir sér frumstæðan þokka þar sem hún hniprar sig upp að eldgamalli jökulöldunni og

„Þess skal getið í sambandi við stjórnarkosninguna að formaður Björn Blöndal færðist mjög eindregið undan endurkosningu og sama máli var að gegna með gjaldkerann Guðbrand Þórmundsson. En sökum þess að félagsmenn voru einhuga um að þeir störfuðu áfram í stjórninni, ekki síst vegna þess að þeir hafa manna mest haft umsjón með byggingu sundlaugarinnar, þá gerðu þeir það að starfa áfram“… Aðalfundur 25. apríl 1929.

30 Ungmennasamband Borgarfjarðar 50 ára. Bls. 48. 16

Umf. Íslendingur í Andakílshreppi: „Vann 145 dagsverk við sundlaugarbyggingar. Hélt 10 daga sundnámskeið með 25 þátttaköndum, og fimleikanámskeið í 30 daga. Kennari var Hallgrímur Stefánsson frá Fitjum. 5 félagar kepptu á íþróttamóti U.M.S.B. Á bókasafn með 300 bindum. Umræðuefni m. a. trúmál, þjóðfélagsmál og atvinnumál. Félagið hefir nýlega hafizt myndarlega til starfs eftir nokkurn svefn.“ Skinfaxi 30. árg. 1939. Bls. 154 (úr ársskýrslu 1938).

„Rætt um sundlaug félagsins. Kjartan Sveinsson hafði framsögu. Hóf hann máls á því, að sér þætti mjög leitt, hvað sundlaugin væri orðin mikið skemmd, og að það mætti ekki dragast lengi að henni væri gert eitthvað til góða. Sagðist hann treysta sér til að útvega félaginu lán, allt að þúsund kr. svo væri líka tilraun að sækja um styrk til sýslusjóðs. Ennfremur þyrfti félagið litla eða enga vinnu að kaupa því félagar gætu unnið mest að þessu sjálfir; einnig hefðu nemendur Hvanneyrarskólans boðist til að vinna við sundlaugina einn eða tvo daga“… Aðalfundur 30. janúar 1938.

Helga Jensína Svavarsdóttir kennir sund í Hreppslaug um aldamótin síðustu. (G.Sig.).

Á Aldursflokkamóti í sundi 1982. Frá vinstri: Steinunn Ágústa Einarsdóttir, Guðlaug Ósk Gísladóttir, Margrét Sólveig Snorradóttir, Ásdís Helga Bjarnadóttir og sundþjálfarinn Einar Kr. Jónsson. (Umf. Ísl.).

dregur að fjölda gesta. Þúsundir hafa sótt laugina hvert sumar; átta til níu þúsund sumarið 1987, þar af 340 einn daginn, sagði í stjórnarskýrslu þess árs. Tíðarfar hefur jafnan ráðið aðsókn.

Um miðjan níunda áratuginn var kannaður sá möguleiki að lagfæra laugina og byggja hana upp að hætti nýrra tíma. Takmarkaður áhugi félagsmanna, rýr félagssjóður ásamt óvissu í fjármálum leiddu til þess að hætt var við allar stórframkvæmdir „að sinni“ eins og segir í stjórnarskýrslu.31 Ekki verður því neitað að rekstur laugarinnar hefur verið fyrirhafnarsamur. Aldrað mannvirkið hefur kallað á mikið viðhald, auk þess sem stundum var glímt við bagalegar sveiflur á hitastigi laugarvatnsins. Ráðin var bót á þeim með orkukaupum frá héraðshitaveitunni (nú Orkuveitu Reykjavíkur). Á tíunda áratugnum kom til tals að

Boðsundssveit UMSB á Landsmóti UMFÍ 1981. Frá vinstri: Líney Snjólaug Diðriksdóttir, Soffía Magnúsdóttir, Sigrún Hrönn Hauksdóttir og Ragnheiður Laufey Jónsdóttir. Líney, Soffía og Sigrún voru í Umf. Ísl. (DJ).

31 Skýrsla stjórnar Íslendings um árið 1987. Í handriti. Boðsundssveit Ungmennafélagsins 1986. Frá vinstri: Sigurður Guðmundsson, Leifur Gíslason, Oddur Grétarsson og Kristján Ingi Pétursson. (Umf. Ísl.).