10 minute read

Aðrar íþróttir

„Einar Þorsteinssson (FORM) skýrði frá því að Skorradælingar, sem eiga spunavélina í klefa við sundlaugina, hefðu farið þess á leit, að samið yrði milli U.M.F. og Skorrdælinga, um að Skorrdælingar fengju að nota klefann fyrir spunavélina, yfir veturinn, en U.M.F. hefði hann til afnota að sumrinu, þegar samningstíminn væri útrunninn keypti U.M.F. eftir sanngjörnu mati, efni það sem Skorrdælingar, hafa lagt fram til lagfæringa við afnot klefans … Fundurinn samþykkti, að veita stjórninni leyfi til að semja við Búnaðarfélag Skorradalshrepps til 3ja ára, um það sem hér hefir verið nefnt.“ Fundur 2. júní 1940.

selja laugina. Félagskröftum var hins vegar safnað og lauginni gert til góða, m.a. með fjárstuðningi sveitarfélaga félagssvæðis Íslendings og nokkurra fyrirtækja. Lengi vel, eða allt til þess að sundlaugar urðu til að Kleppjárnsreykjum og síðar í Borgarnesi (1997), voru héraðsmót UMSB í sundi ýmist haldin að Varmalandi eða í Hreppslaug. Hér má nefna að ungmenni úr Borgarnesi sóttu sundnám í lauginni við Efri-Hrepp.

Advertisement

Hreppslaug var um árabil helsta sundlaug héraðsins. Í tímanna rás hafa margir félagar Íslendings og fastagestir sundlaugarinnar bundist henni sterkum böndum og vilja því stuðla að viðgangi hennar.

Aðrar íþróttir

Á aldarlöngum starfstíma Ungmennafélagsins hafa aðrar íþróttir en sund einnig verið gildur þáttur í starfi félagsins. Fyrstu árin var um beina íþróttakennslu að ræða. Oftast hefur hvatinn að starfinu legið hjá einstaklingunum sjálfum, sem ýmist iðkuðu grein sína til athyglisverðs árangurs ellegar smituðu fleiri með sér til þátttöku. Stuðningur félagsins hefur ýmist legið í sérstakri hvatningu eða því að félagið hefur megnað að halda úti skipulegri íþróttaþjálfun, ýmist eitt sér eða þá í samstarfi við UMSB. Á því sviði hefur einn mikilvægasti samstarfsflötur Ungmennafélagsins og Ungmennasambandsins legið. Mót á vegum UMSB hafa örvað þátttöku. Þar má sérstaklega nefna hina svokölluðu Vorleika sem um og upp úr 1970 voru fastur liður í starfi UMSB og drógu vor hvert hóp unglinga úr sambandsfélögum til einbeittrar þátttöku.

Sérstök aðstaða, t.d. til frjálsra íþrótta, hefur löngum verið takmörkuð á félagssvæðinu. Notast hefur verið við slétta bakka og tún á ýmsum stöðum, oftast á Hvanneyri, en einnig í Árdal og á Mannamótsflöt, svo dæmi séu nefnd. Með tilkomu Sverrisvallar á Hvanneyri árið 2008, sem sagt er frá í öðrum kafla, varð breyting á er fékkst allvel búinn leikvangur til ýmissa íþrótta.

Um miðja síðustu öld varð til harðsnúinn kjarni fjölhæfra frjálsíþróttamanna innan Íslendings sem gat sér afar gott orð í keppni, m.a. á héraðsmótum UMSB er jafnan fóru fram á Ferjukotsbökkum. Ósjaldan bar hann sigurorð af öðrum ungmennafélögum sambandsins. Þeir bestu kepptu einnig á landsvísu, svo sem á Landsmótum UMFÍ, og stóðu sig vel. Þar voru í flokki Sigurður R. og Ásgeir Guðmundssynir frá Hvanneyri, Einar Kr. og Ásgeir Jónssynir frá Neðri-Hrepp, Sigurður Helgason á Heggstöðum, Margrét Sigvaldadóttir frá Ausu, systkinin Ragnheiður og Helgi Daníelsbörn frá Grímarsstöðum, Guðmundur Þorsteinsson frá Efri-Hrepp og ýmsir fleiri. Nefna má til dæmis að ekki færri en níu keppendur frá Íslendingi tóku þátt í Landsmóti UMFÍ í Hveragerði árið 1949. Sigurður Helgason hefur minnst þessara íþróttaára með rækilegum hætti.32 Lesum brot úr minningum Sigurðar:

Hinn 2. og 3. september [1950] stóð Umf. Íslendingur fyrir keppni í tugþraut á Hvanneyri. Aðstæður voru hinar frumlegustu, t.d. áttum við ekki nema eitt sett

„Það hefur oft verið rætt um það að félagið þyrfti að eignast samkomuhús, en eg álít það ekki nauðsynlegt, þegar félagsmenn fá að halda fundi og skemmtanir hér á Hvanneyri þegar þeir vilja. Félagsmönnum ber að leggja áherslu á að þrífa til í kringum sundlaugina og einnig væri mjög vel til fallið að gróðursetja trjáreit í brekkuna fyrir ofan laugina“… Guðmundur Jónsson kennari á fundi 2. janúar 1941.

32 Sigurður Helgason minntist íþróttastarfsins á 60 ára afmælisfagnaði Ungmennafélagsins í Brún haustið 1971. Handrit Sigurðar var síðar birt í Nýjum ljósbera, þannig: 1978, bls. 14-18 og 1980-1981, bls. 22-26, en 6 bls. (A4) eru enn óbirtar.

af heimasmíðuðum grindum og gat því aðeins einn keppandi hlaupið í einu! Engu að síður tókst keppnin vel og luku henni 6 keppendur. Mér tókst að slá Borgarfjarðarmet Kára Sólmundarsonar sem var 4734 stig með því að ná 14 stigum meira samtals. Næstir komu Sigurður Guðmundsson með 4540 og Ásgeir Guðmundsson með 4393. Um sumarið fór fram viðgerð á Hreppslaug. Unnu félagar að viðgerðinni í sjálfboðavinnu á kvöldin eftir vinnu og um helgar. Þegar verkefninu lauk var haldið sundmót og á það boðið afreksfólki úr Ármanni í Reykjavík. Ekki veittum við þeim mikla keppni sem von var vegna æfingaleysis en þó tókst mér að sigra bæði í 50 m og 100 m bringusundi. Synti ég á 38,0 sek. sem var nýtt Borgarfjarðarmet. Síðasta afrekið var unnið hinn 8. október. Þá sigraði Ásgeir Guðmundsson í stangarstökki á íþróttamóti framhaldsskóla í Reykjavík. Hann stökk 3,25 m og setti nýtt Borgarfjarðarmet ...

Við Sigurður Guðmundsson dvöldum við nám í Íþróttakennarskóla Íslands á Laugarvatni veturinn 1950/1951. Við sömdum þar æfingaseðla og sendum félögunum með hvatningu um áframhaldandi sókn ... Má þessi frásögn vera til marks um það sem gjarnan gerist í frjálsu félagsstarfi: Saman koma hæfileikaríkir einstaklingar sem mynda átakamikinn hóp, því eins og þar segir: Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. Slík tímabil hafa mörg fleiri orðið til í starfi Íslendings og á ýmsum sviðum félagsstarfsins. Á tímum hefur hörð keppni verið á milli ungmennafélaga héraðsins um stig á héraðsmótum. Einkum hefur Íslendingur þar átt í höggi við Reykdæli og Skallagrím, eins og Sigurður Helgason rakti í minningum sínum. Til þess að styrkja stöðu sína leituðu Dagrenning og Íslendingur samstarfs og komu stundum fram sem einn keppnisaðili á héraðsmótum. Árið 1971 urðu þau t.d. stigahæst einstakra félaga á frjálsíþróttamótum innan UMSB.33 Síðustu 35-40 árin hefur íþróttastarfið verið líflegast í yngri aldurshópunum enda sérstök rækt lögð við þá oft og tíðum, m.a. með virku starfi margra foreldra. Með fjölgandi unglingsárum hefur áhugi flestra beinst í aðrar áttir, þótt mörg dæmi séu um félaga Íslendings sem náð hafa langt á landvísu í einstaklingsgreinum íþrótta. Innan Íslendings hafa hópíþróttir komið við sögu. Knattspyrna naut löngum vinsælda, kölluð knattspark á fyrstu árunum. Laust fyrir 1970 sótti t.d. nokkur hópur félagsmanna reglulegar æfingar í knattspyrnu á bökkum Flókadalsár, skammt neðan þjóðvegarbrúar, en þær voru sameiginlegar með Ungmennafélagi Reykdæla og Dagrenningarfélögum úr Lundarreykjadal. Engin ástæða er heldur til þess að leyna því að veturinn 1994-1995 tók körfuknattleikslið Íslendings þátt í Íslandsmeistaramóti KKÍ í annarri deild. Þrautseigastar hafa þó verið blakkonur á félagssvæðinu, Hvannir, en um þær er fjallað í sérstökum kafla. Undir þessa málgrein má fella frammistöðu „Íslendinga“ í hinu svonefnda Sparisjóðshlaupi, en til þess var efnt af Sparisjóði Mýrasýslu árin 1989-2008. Sveitir á vegum Íslendings tóku þátt í hlaupinu öll árin og unnu alloft.

„Þá var oft mikið að gera vikuna fyrir íþróttamótin. Sjálfsagt var að láta mann í hvert sæti, en þeir góðu máttu ekki keppa nema í 3 greinum og þá varð bara að búa til menn. Ég man eitt sinn eftir því að alveg hafði gleymst að hugsa fyrir spjótkösturum þegar skrá skyldi til keppni. Þeir voru valdir á stundinni, höfðu 3 daga til æfinga og stóðu sig með prýði. Einhverjum þætti þetta stuttur æfingatími nú. Áhuginn var mikill og oft ók M 315 hratt við að safna liði, og síðan skeði undrið: Íslendingur vann erkióvin sinn á íþróttasviðinu, Reykdæli“. (1950). Guðrún Helgadóttir frá Heggsstöðum. Nýr ljósberi 1980-1981. Bls. 19.

33 Ungmennasamband Borgarfjarðar 60 ára. Bls. 31.

Sigurlið Ungmennafélagsins Íslendings í Sparisjóðshlaupinu 1997. Frá vinstri: Kristján Guðmundsson, Jóhanna Hauksdóttir, Davíð Hauksson, Arnar Víðir Jónsson, Sigurður Guðmundsson, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, Gauti Jóhannesson, Ármann Eydal Sigurðsson, Jóhannes Guðjónsson, Valgerður Friðriksdóttir og Anna Dís Þórarinsdóttir. (G.Sig.) Þótt íþróttastarfið hafi oftast byggst á einstaklingsbundnum áhuga hefur Ungmennafélagið lengst af kallað til sérstaka íþróttanefnd, sem bera hefur átt ábyrgð á hvatningu, skipulagi og framkvæmd þjálfunar, þátttöku í mótum og mótahald.34 Á veltiárum fyrstu Húsafellsmótanna hóf UMSB að halda úti héraðsþjálfara í frjálsum íþróttum fyrir aðildarfélögin. Hefur því með einum eða öðrum hætti verið haldið fram allt til þessa. Íslendingur hefur nýtt sér þessa þjónustu. Vegna nábýlis við Hvanneyrarskóla hefur Ungmennafélagið iðulega fengið íþróttaþjálfara úr hópi nemenda þar, einkum til þjálfunar barna og unglinga á vetrum. Aðstöðu til þjálfunar og keppni hefur félagið sömuleiðis notið þar og árið 2006 var gerður formlegur samningur við skólann um afnot Ungmennafélagsins af hinum aldna

„Knattspyrnuferill Íslendings var allgóður, en þeir í samvinnu við u.m.f. Dagrenningu, sigruðu í tveim leikjum á árinu. Sérstaklega gat Þórhallur [Teitsson] um kappleik við Borgnesinga þar sem árangurinn var alveg sérstaklega góður en þá töpuðum við aðeins með 13 marka mun, en Íslendingur og Dagrenning sendu aðeins 7 menn til leiks gegn 11 Borgnesingum“… Aðalfundur 8. janúar 1971.

34 Sjá frásagnir þeirra Guðmundar Sigurðssonar og Rósu

Marinósdóttur hér síðar í ritinu. Leikfimisal þar, jafnaldra Ungmennafélagsins. Gríðarlegur fjöldi félagsmanna hefur komið við eitt hundrað ára íþróttasögu Ungmennafélagsins. Ýmsir þeirra hafa getið sér gott orð, bæði á héraðsog landsvísu. Meðal þeirra sem langt hafa náð á íþróttavettvangi UMFÍ má nefna hann Hauk Engilbertsson á Vatnsenda í Skorradal sem varð Landsmótsmeistari í 1500 og 5000 m hlaupum að Laugum í Reykjadal árið 1961, og Sigmundur Hermundsson frá Brekku við Andakílsárvirkjun sem sigraði í spjótkasti á Landsmótinu á Sauðárkróki árið 1971. Ágúst Þorsteinsson frá Hömrum vann 5000 m hlaup á Landsmótinu á Selfossi 1978 og Sigurður Guðmundsson frá Hvanneyri varð Landsmótsmeistari í 200 m fjórsundi á Sauðárkróki árið 2004.

Á vef Ungmennasambands Borgarfjarðar, www. umsb.is, eru skráð héraðsmet í hinum ýmsu íþróttagreinum, sundi og frjálsum íþróttum. Áhugasömum skal bent á þá fróðlegu síðu. Þar má m.a. sjá nöfn margra félaga Íslendings sem eiga héraðsmet í sinni grein.

Á aðalfundi Ungmennafélagsins 4. febrúar 1955 bar svo við að íþróttanefnd félagsins sagði öll af sér sakir óánægju með eigin frammistöðu. Haraldur stjórnarformaður Sigurjónsson sagði að þá „bæði hann guð að hjálpa drullusokkunum í stjórninni“…

Sum héraðsmetin hafa staðið svo áratugum skiptir og eru þá til nokkurs marks um það hve framarlega viðkomandi íþróttamaður hefur staðið þegar hann setti met sitt. Stjórn félagsins, sem og ýmsir velgjörðaraðila þess, hafa með ýmsum hætti verðlaunað þá sem bestum árangri hafa náð hverju sinni. Á fyrstu árum félagsins var glímuverðlaunum komið á, enda glíman þá bæði vinsæl keppnis- og skemmtigrein á sumarsamkomum þess. Það sama átti við sundið. Upp úr 1970 komu til sögunnar ýmsar viðurkenningar líkt og þá tóku að tíðkast í hliðstæðum félögum. Verðlaun fyrir mesta íþróttaafrekið hafa verið veitt, sundbikarar hafa verið færðir þeim er afrek unnu á því sviði og fleiri mætti nefna.

Allt frá árinu 1973 hefur Ungmennafélagið kjörið Íþróttamann ársins úr hópi iðkenda innan félagsins eftir sérstökum reglum. Hér á eftir fer listi yfir þá sem þess heiðurs hafa notið. Stundum hefur verið mjótt á munum hinna efstu en í annan tíma hafa afrek viðkomandi verið þannig að engan samjöfnuð áttu. Jafnan hefur verið tilkynnt um kjörið á aðalfundi félagsins: 1973 Ágúst Þorsteinsson frá Hömrum 1974 Ágúst Þorsteinsson frá Hömrum 1975 Kristján Oddsson á Hvanneyri 1976 Hermundur Sigmundsson á Brekku, Andak.v 1977 Kristján Oddsson á Hvanneyri 1978 Elín Blöndal í Langholti 1979 Elín Blöndal í Langholti 1980 Kristín Jóhanna Símonardóttir á Jaðri 1981 Margrét Snorradóttir á Syðstu-Fossum 1982 Margrét Snorradóttir á Syðstu-Fossum 1983 Björn H. Einarsson í Neðri-Hrepp 1984 Björn H. Einarsson í Neðri-Hrepp 1985 Björn H. Einarsson í Neðri-Hrepp 1986 Helga Margrét Þórhallsdóttir á Hvanneyri 1987 Ágúst Þorsteinsson frá Hömrum 1988 Sigurður Einarsson í Neðri-Hrepp 1989 Sigurður Guðmundsson á Hvanneyri 1990 Ástríður Guðmundsdóttir á Hvanneyri 1991 Sólrún Halla Bjarnadóttir á Hvanneyri 1992 Ástríður Guðmundsdóttir á Hvanneyri 1993 Davíð Ólafsson á Hvítárvöllum 1994 Kristín Pétursdóttir á Hvanneyri 1995 Sigurður Guðmundsson á Hvanneyri 1996 Rósa Björk Sveinsdóttir á Vatnshömrum 1997 Sigurður Guðmundsson á Hvanneyri 1998 Rósa Björk Sveinsdóttir á Vatnshömrum

1999 Kristján Guðmundsson á Hvanneyri 2000 Jón Vigfús Sigvaldason á Hesti 2001 Gauti Jóhannesson í Efri-Hrepp 2002 Gauti Jóhannesson í Efri-Hrepp 2003 Gauti Jóhannesson í Efri-Hrepp 2004 Gauti Jóhannesson í Efri-Hrepp 2005 Gauti Jóhannesson í Efri-Hrepp 2006 Lára Lárusdóttir á Hvanneyri 2007 Arnar Hrafn Snorrason á Hvanneyri 2008 Sigmar Aron Ómarsson á Hvanneyri 2009 Sigmar Aron Ómarsson á Hvanneyri 2010 Björk Lárusdóttir á Hvanneyri Afrek þessara íþróttamanna voru flest þannig að þau voru á meðal bestu íþróttamanna landsins í sínum greinum. Staldra má við nöfn tveggja íþróttamanna: Ágúst Þorsteinsson frá Hömrum í Reykholtsdal hlaut viðurkenninguna fyrstur og svo aftur 14 árum síðar, sem sýnir iðni hans og úthald. Ágúst hélt tryggð við félagið þótt fjölskylda hans flytti frá Mið-Fossum þar sem hún hafði búið. Ágúst gat sér frábært orð sem sundmaður en einnig sem langhlaupari. Því skal líka haldið til haga að Ágúst var nokkur sumur gæslumaður við Hreppslaug auk þess að þjálfa íþróttir á vegum Íslendings um árabil. Gauti Jóhannesson hlaut viðurkenninguna fimm ár í röð. Gauti rekur ættir sínar til Efra-Hrepps í Skorradal þar sem hann dvaldi löngum hjá móðurfólki sínu og kaus að leggja Íslendingi lið með hæfileikum sínum. Gauti var um árabil einn albesti langhlaupari landsins og keppti þá m.a.

Ágúst Þorsteinsson, fyrsti kjörni íþróttamaður ársins hjá Íslendingi, einnig þjálfari og sundlaugarvörður félagsins um árabil. Þarna keppir Ágúst í 3000 m hindrunarhlaupi árið 1981. (UMSB).