11 minute read

Bletturinn“ – félagslundurinn við Andakílsárfossa og draumurinn um félagshús

milli hluta hvar slík framtíðarstofnun yrði reist. Samþykkt var að vísa málinu til héraðsþings UMSB og „leita samkomulags um framkvæmdir við skólanefnd Hvítárbakkaskólans“. Næst bar mál héraðsskólans upp á fundi Ungmennafélagsins að Hvítárbakka 14. mars 1929, en þá hafði UMSB samþykkt að „endurreisa héraðsskóla í Reykholti“.Eftir umræður var fundurinn meðmæltur því að UMSB ábyrgðist og greiddi á 15 árum þá upphæð af 20.000 krónum44 „sem vantar þegar leitað hefur verið almennra samskota héraðsbúa til að reisa héraðsskóla“, segir í fundargerð. Síðan voru þeir Björn Guðmundsson, sr. Eiríkur Albertsson, Guðmundur Jónsson og Þorgils Guðmundsson kosnir til þess að leita samskota í Andakílshreppi. Málið hlaut brautargengi og Þorgils reyndist sannspár á fundi þessum, en eftir honum var bókað ...“að nú væri að rísa alda í héraðinu hvað skólamálin snerti og hana yrði að nota og hefjast handa til framkvæmda.“

Héraðsskólinn í Reykholti tók til starfa haustið 1931 og starfaði fram á tíunda tug aldarinnar. Þangað sóttu mörg borgfirsk ungmenni nám og þroska. Héraðsskólamálið er eitt merkasta viðfangsefni borgfirsku ungmennafélaganna fyrr og síðar. Rætur málsins má rekja til félagssvæðis Íslendings – bændanámskeiðsins á Hvanneyri veturinn 1928.

Advertisement

„Bletturinn“ – félagslundurinn við Andakílsárfossa og draumurinn um félagshús

Komið grænum skógi að skrýða skriður berar, sendna strönd ... segir í ljóði Guðmundar Guðmundssonar sem löngum hefur verið sungið á samkomum ungmennafélaganna. Alþekktur er hlutur ungmennafélagshreyfingarinnar að trjá- og skógrækt; Hún treysti snemma orðum aldamótaskáldsins Hannesar Hafstein um að menningin mundi vaxa „í lundi nýrra skóga.“ Það gerðu líka félagar Íslendings og lögðu því snemma drög að sínum lundi. Á félagsfundi 5. janúar 1913 var kynnt boð skógræktarstjórans, A.F. Kofoed Hansen, um trjáplöntur til félagsmanna, auk þess sem dreift var bæklingum um trjá- og runnarækt „til uppörfunar

44 Lánið, sem UMSB hafði heimild til að taka til greiðslu framlags síns til héraðsskólans, svaraði til andvirðis fimm nýrra dráttarvéla um þær mundir ! og leiðbeiningar fyrir fjelagsmenn.“ Í framhaldinu var síðan rætt um það hvort félagið „ætti að fá sjer fallegan blett til ræktunar.“ Skiptar skoðanir urðu um málið. Bentu sumir á að slíkir blettir hefðu víða farið í handaskolum og fremur orðið víti til varnaðar. Snerist umræðan yfir í það hvort ekki ætti að leita eftir að fá „leigt eða keypt land í kring um“ Hreppslaug. Var það samþykkt. Segir af framhaldi þess máls í kaflanum um sundlaugina. Vorið eftir, 1914, virðist félaginu hafa borist boð um „blett“ – allavega var samþykkt að þakka „gefendum fyrir hina höfðinglegu gjöf.“ Líklega var þarna komið að landsspildunni við Andakílsárfossa sem brátt segir af. Nefnd, sem unnið hafði að málinu, taldi blettinn „í alla staði hinn ákjósanlegasta“. Skyldi nú hugað að framkvæmdum. Skiptar skoðanir reyndust þó um það hvort reitinn ætti að girða með gaddavír eða vírneti að því er í fundargerð segir. Svo virðist sem framkvæmdir hafi dregist fram á árið 1916, hugsanlega vegna tafa á frágangi málsins á milli landeigenda og Ungmennafélagsins sem formlegur varð að vera. Þá um sumarið var bletturinn fullgirtur „að mestu.“ Það var svo 2. október árið 1916 sem þeir Gísli Arinbjarnarson bóndi á Syðstu-Fossum og Þorsteinn Pétursson

…„rætt um trjáplöntur skógræktarstjórans. Gat formaður þess, að skógræktarstjórinn A. F. Kofoed-Hansen hefði auglýst í sumar, að nú væri svo mikið til af ungum trjáplöntum í trjáræktarstöðvunum við Rauðavatn, Hallormsstað og á Vöglum, að skógræktarstjórnin hefði ekki þörf fyrir þær allar á næsta vori. Skoraði hann því á ungmennafélögin að hlaupa undir bagga og nota þessar plöntur. Vildi hann að félögin kæmu sér upp girtum trjáreit hjá sér, og skyldu þau þá fá plöntur ókeypis úr trjáræktarstöðvunum.

Gat formaður þess, að þó að félagið ætti ekki neinn trjáreit, þá væri ekki óhugsandi, að hann gæti fengið eitthvað af trjáplöntum ókeypis til gróðursetningar við bæi. Bað hann þá er gætu og vildu gera tilraunir með trjárækt að láta sig vita. Því næst útbýtti formaður tveimur bæklingum, öðrum um gróðursetningu trjáa og runna og hinum um trjárækt á Norðurlandi, til uppörfunar og leiðbeiningar fyrir félagsmenn.“ Fundur 5. janúar 1913.

bóndi á Mið-Fossum afhentu Ungmennafélaginu með gjafabréfi blett á gömlu stekkjarstæði í óskiptu landi eignar- og ábýlisjarða þeirra „að stærð alt að 1500 ferfaðma. – Bletturinn liggur rétt norðanvert Andakílsár, milli sýsluvegarins og Andakílsárfoss, sem að öðru leyti ákveðst nánar að girðingu“45 . Félagið átti að girða blettinn. Rúmar heimildir skyldi félagið hafa til notkunar blettsins svo sem til ræktunar en takmarkaðar til þess að ráðstafa honum til annarra, sem eðlilegt mátti telja. Heimilt var félaginu að eiga 50 ferfaðma húslóð með 5 álna breiðri götu ásamt „bletti undir hestarétt.“ Á fyrstu árum Ungmennafélagsins starfaði nefnd sem ýmist var kennd við garðyrkju eða jarðrækt og hafði það hlutverk að annast reitinn. Girtur var hann og þar ræktuðu félagar kartöflur til sölu einhver ár auk þess sem hluti blettsins var sléttaður. Á jólafundi 1919 var samþykkt rækileg áætlun um ræktun reitsins, sem fól í sér kartöflurækt, sléttun lands, auk ræktunar blóma, trjáa eða runna. Misjafnlega gekk með framkvæmdina. Verkleg þátttaka félagsmanna reyndist fremur dræm og ekki varð samstaða um peningalegar álögur á þá til þess að standa straum af kostnaði við verkið.

Samt voru farnar birkisóknarferðir í Grundarskóg, fleiri en ein, og haustið 1939 voru plöntur sóttar upp í Norðurárdal. Síðast mun líklega hafa verið plantað í reitinn árið 1943, því að í aðalfundargerð 12. mars 1944 segir: „skógarplöntur voru settar niður í trjáreit félagsins.“ Aðhlynning hans var oft á dagskrá félagsins á fyrra starfsskeiði þess en á endurreisnarárunum 1937-1938 var trjáreiturinn sagður liggja undir skemmdum og girðingar um hann þörf.

Vart mátti hugsa sér fallegri aðstöðu fyrir Ungmennafélagið en einmitt þarna í hvamminum við gljúfur Andakílsár, er féll þá fram í mörgum fossum, gjarnan böðuðum síðdegis- og kvöldsól, er finnur þangað greiða leið. Og við heyrum Pál í Stafholtsey segja frá lundinum góða í afmælisfagnaði félagsins árið 1951:

Á árunum milli 1920 og 1930 var tekinn upp sá

Umf. Íslendingur í Andakílshreppi „vann mikla þegnskaparvinnu við skógrækt og viðhald á sundlaug félagsins. Hélt sundnámskeið.“

Skinfaxi 35. árg 1944. Bls. 68 (úr ársskýrslu 1942).

45 Samningur dags. 2. okt 1916, þinglesinn á

Hvítárvöllum 30. júní 1924. Skjöl Umf. Ísl. Skj.Borg.

siður að fara svonefndan skógartúr. Var þá farið fram í Grundarskóg og teknar upp birkiplöntur og gróðursettar í blett félagsins, og skemtu menn sjer þá oft um leið á blettinum. Þarna sem myndast hafði dálítið skógarkjarr var hugsað að reisa hús fjelagsins46 ... Á fyrstu árum tuttugustu aldar voru óvíða til sveita hús er rúmað gátu samkomur sem fylgdu vaxandi félagastarfi. Fáein skólahús, eða fræðsluskýli er líka nefndust, voru risin hér og hvar til sveita. Þau gátu rúmað nokkuð samkomuhald. Kirkjur voru jú á sínum stað og til síns afmarkaða brúks. Fitjakirkju höfðu Fram-Skorrdælingar þó síðar búið svo haganlega að nýta mátti við kristnitrúarlegar athafnir en einnig til dansleikjahalds við grammófón á altari er lausum kirkjubekkjunum hafið verið ýtt út að veggjum.47 Ekki er vitað um slík not annarra kirkna á félagssvæði Íslendings. Félagsmenn tóku að ræða hugmyndina um hús fyrir félagið. Þá þegar voru ýmis ungmennafélög landsins ýmist í miðjum framkvæmdum eða búin að taka hús sín í notkun. Þannig kom til dæmis nágrannafélagið, Ungmennafélag Reykdæla, upp félagshúsi sínu þegar á öðru starfsárinu (1909).48 Eðlilega vildu félagsmenn Íslendings láta verða af hugmyndinni um eigið hús. Hún kom þó ekki fram fyrr en á fimmta starfsári félagsins. Ef til vill var það vegna þess að félagið átti frá fyrsta starfsdegi sínum vísan stað til fundarhalds í húsum Bændaskólans á Hvanneyri. Þar var fundað mörg fyrstu árin en ekki var óþekkt að sumarfundir hafi verið haldnir utan dyra, ýmist í tjaldi eða bara undir berum himni. Hugmyndin var sú að reisa ungmennafélagshúsið í lundinum góða við Andakílsárfossa. Til fjáröflunar, bæði fyrir húsbygginguna og aðra starfsemi, hélt félagið venjulega eina skemmtun á Hvanneyri á hverjum vetri. Til vetrarskemmtananna kom sér vel leikfimihúsið þar frá 1911, sem enn stendur; lengi vel stærsta samkomuhúsið í Borgarfirði.

Mjög skömmu eftir að gengið hafði verið formlega frá hinni góðu gjöf Fossa-bænda, eða í nóvember árið 1916, urðu á félagsfundi

46 Páll J. Blöndal. U.M.F. Íslendingur 40 ára. 47 Sveinn Skorri Höskuldsson: Svipþing. Bls. 229. (264 bls.

Mál og menning 1998.) 48 Helgi J. Halldórsson: Ungmennafélag Reykdæla 75 ára.

Bls. 12.

Byggðin við Andakílsárvirkjun. „Bletturinn“, sem eitt sinn var félagslundur Ungmennafélagsins og ræktaður af ungmennafélögunum á fyrstu áratugum þess, er fyrir miðri mynd. (ÁHB).

umræður um það hvort ekki ætti að nýta heimild í samningi um landið til þess að byggja þar hús. Páll Zóphóníasson dró anda umræðnanna saman í tillögu sem samþykkt var samhljóða:

Fundurinn felur stjórninni að gera áætlun um hvað kosta muni að byggja fundarhús á bletti félagsins og hvort ekki muni mega hafa þar samvinnu við hreppsbúa um byggingu barnaskóla. Skömmusíðargekkstfélagiðfyrirbögglauppboði til fjáröflunar. Fór það fram á Hvítárvöllum á Þrettándanum 1917 og skilaði kr. 122,74. Um þessar mundir var farkennsla barna hinn ráðandi fræðsluháttur. Kennt var á einstökum heimilum og þar sem unnt var að fá húsrými til skólastarfsins. Hér og hvar í sveitum var þó farið að reisa sérstök skólahús og fræðsluskýli.49 Árið 1938 vakti sr. Eiríkur Albertsson á Hesti máls á nauðsyn „félagsins á fundar- og samkomuhúsi“ e.t.v. í sambandi við önnur félög héraðsins. Aftur bar málið upp á fundum félagsins á árinu 1942. Lá þá fyrir áætlun um kostnað við „samkomuhús í sveitinni“ upp á 27 þús.kr. í efni en 10 þús.kr. í vinnu. Bent var á að brýnni þörf væri fyrir heimavistarbarnaskóla. Þá var samkomuhúsbygging talin ókleif framkvæmd

49 Snorri Þorsteinsson: Barna- og unglingafræðsla í

Mýrasýslu 1880-2007. Bls. 165. vegna kostnaðar en samþykkt að „vinna að því af kappi að félagið kæmi sér upp samkomuhúsi í framtíðinni.“ Tímarnir voru ekki kræsilegir til framkvæmda byggðum á frjálsu framtaki: Heimsstyrjöldin síðari að nálgast hámark sitt og viðskiptaárferði vont. Það reis aldrei hús á bletti Ungmennafélagsins við Andakílsá og það áttu eftir að líða tveir tugir ára áður en hreppurinn eignaðist barnaskólahús. Það varð í samvinnu og sameign með nágrannahreppunum – að Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal. En fleira kom til. Bletturinn varð að kjarri vöxnum lundi og eins og áður var hermt eftir Páli í Stafholtsey áttu félagsmenn Íslendings þar sínar stundir við leiki og gaman. Glaðværð unga fólksins kallaðist þá á við fossaniðinn þar sem kyrrlát Andakílsáin hóf sitt lygna streymi til sjávar. Áin hafði sloppið við að vera lögð í bönd til þess að „knýja vjelar“ en í aldarbyrjun (1908) höfðu verið uppi hugmyndir um orkuver við Andakílsárfossa í tengslum við áburðarframleiðslu.50 Áfram liðu árin og þótt Grundarbirkið þéttist á blettinum við Andakílsárfossa segir ekki mikið af gerðum ungmennafélaga þar. Þeir höfðu um margt annað að hugsa hvað framkvæmdir snerti, m.a. sundlaugina rétt handan Andakílsárinnar,

50 Bjarni Guðmundsson: Halldór á Hvanneyri. Bls. 108-109. 29

Hreppslaug. Samfélagið breyttist og nýjar þarfir þess komu til sögunnar. Árið 1937 hófu Mýra- og Borgarfjarðarsýslur að huga að rafmagnsmálum sínum. Fór svo að 1. nóvember 1942 var sameignarfélagið Andakílsárvirkjun stofnað. Hafinn var undirbúningur að virkjun árinnar. Í október 1947 hóf virkjunin vinnslu og dreifingu rafmagns51 til Borgarness ogAkraness og í litlum mæli til nálægra sveita. Virkjunin þurfti rými fyrir aflstöðvarhús sitt og íbúðarhús starfsmanna. Vegna landshátta þrengdiþvímjögaðblettiUngmennafélagsins.Kom að því að Andakílsárvirkjun leitaði eftir landinu vorið 1946 fyrir 3.000 kr. eða rafmagn til ljósa og suðu í væntanlegu samkomuhúsi félagsins. Mættir félagar á ungmennafélagsfundi 26. maí vildu ekki á það fallast. Fyrir orð Guðmundar Jónssonar á Hvítárbakka, sem var fulltrúi Andakílsárvirkjunar á fundinum en líka ungmennafélagi um langt árabil, virðast fundarmenn þó hafa látið undan. Þeir heimiluðu stjórn að ganga til samninga á þeim grundvelli að félagið fengi raforku til ljósa og suðu og að Andakílsárvirkjun „taki að sér að annast trjágróður sem þar er [á Blettinum].“

Málinu lauk svo með því að Ungmennafélagið afsalaði sér „blettinum“ til Andakílsárvirkjunar með samningi undirrituðum 30. apríl 1950. Athyglisvert er að í samningum er bletturinn kallaður skógarreitur. Sennilega segir nafnið nokkuð um hvað gerst hafði á þeim aldarþriðjungi sem hann hafði verið í eigu og umsjá Ungmennafélagsins. Fyrir reitinn skyldi

„Húsbyggingarmálið. Frummælandi Guðmundur Jónsson [síðar bóndi á Hvítárbakka]. Um málið urðu allfjörugar umræður og mikið talað um hvar húsið ætti að standa. Mæltu margir með að hafa það í bletti fjelagsins en aðrir stungu upp (á) að heppilegast væri að það stæði á Hesti eða Hvanneyri. Síðan var svohljóðandi tillaga samþykkt frá Magnúsi H. Jakobssyni. Fundurinn leggur til að U.M.F. „Íslendingur“ verði í fjelagi við fræðsluhjeruðin Andakíls, Lundarreykjadals og Skorradals með skólahúsbyggingu, með því skilyrði að fjelagið fái tryggingu fyrir að fá nægilega stóra stofu til fundarhalda.“ Aðalfundur 16. febrúar 1919. Andakílsárvirkjun greiða heimtaugargjald rafmagns að samkomuhúsi félagsins „þar sem því verður ákveðinn staður“, takmarkað þó við kostnað 400 m langrar taugar. Þá skyldi virkjunin láta Ungmennafélaginu ókeypis í té 4380 kWst „er svari til hálfsárs-kílówattsnotkunar“.52 Skyldi félaginu heimilt að nota orkuna á tveimur stöðum. Framan við áritun stjórnarmanna Ungmennafélagsins var bætt þessum lið:

Með því að ákveðið er að Andakílsárvirkjun kosti heimtaug að Hreppslaug, og að Ungmennafélagið noti umsamda orku alla þar, erum við samþykkir samningnum.

Víst er þó að ekki voru allir ungmennafélagar sáttir við það að láta reitinn af hendi. Til þess voru of margar minningar honum bundnar frá fyrri starfsárum Ungmennafélagsins. Með störfum sínum að blettinum við Andakílsá hófu félagar Íslendings að sinna ræktun lands og öðrum gróðurbótum í anda ungmennafélagshreyfingarinnar. Löngu seinna eða í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar reis bylgja umhverfishyggju sem fann sér ýmis form, meðal annars í landgræðslu og skógrækt. Minnast má Þjóðargjafarinnar sem Alþingi á hátíðarfundi að Lögbergi Þjóðhátíðarsumarið 1974 samþykkti að færa landinu – með framlagi til landgræðslu og gróðurverndar. Í samræmi við einkunnarorð sín – Ræktun lýðs og lands – létu ungmennafélögin ekki sitt eftir liggja. Höfðu raunar allt frá fyrstu tíð sinnt verkefnunum með ýmsu móti og eftir getu. Ungmennafélagið Íslendingur lagði landgræðslu lið með starfi innan Ungmennasambands Borgarfjarðar. Sumarið 1974 gekk sambandið til liðs við Gróðurverndarnefndir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu við uppgræðslustörf, og raunar einnig Borgfirðingafélagið í Reykjavík. Meðal annars var hlúð að illa förnu landi á Fossamelum í landi Syðstu-Fossa og tóku félagar í Íslendingi virkan þátt í gróðurbótastarfi þar. Víðar um Borgarfjarðarhérað lögðu félagar Íslendings landgræðslu og gróðurbótum lið.

51 www.or.is/UmOR/Fjolmidlatorg/Frettir/Lesafrett/1364

Lesið 15. okt. 2010. 52 Hér er um að ræða hálft kW sem gerir 0,5 kW x 24 klst/ sólarhr. x 365 sólarhr./ár = 4.380 kWst/ár.

This article is from: