Page 1

Samkomulag um starfshætti samstarfsnefnda Fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, og BHMR, f.h. aðildarfélaga, hafa gert með sér eftirfarandi Samkomulag um starfshætti samstarfsnefnda 1. Stéttarfélög og heildarsamtök þeirra skipa fulltrúa launamanna í samstarfsnefndir en fjármálaráðherra skipar jafnmarga fulltrúa vinnuveitanda. 2. Fundi í samstarfsnefnd skal halda einu sinni í mánuði á meðan óafgreidd mál liggja fyrir nefndinni en oftar ef þurfa þykir. 3. Fundi skal boða með dagskrá og fundargerð síðasta fundar. 4. Þegar aðilar hafa náð að kynna sér fyrirliggjandi gögn í hverju máli skal það hljóta afgreiðslu innan eins mánaðar. Niðurstaða í hverju máli skal færð í gerðarbók og undirrituð af fulltrúum beggja aðila. 5. Samstarfsnefnir aðildarfélaga BHMR geta skotið máli sínu til samstarfsnefndar BHMR og fjármálaráðherra. Ágreiningi um mál sem varða brot á samningum eða lagatúlkun skal vísað til samstarfsnefndar BHMR og fjármálaráðherra áður en ágreiningnum er vísað til dómstóla. 6. Óski annar hvor aðila eftir breytingum á samkomulagi þessu, skal hann kynna gagnaðila þær skriflega. Takist ekki samkomulag innan þriggja mánaða, getur hvor aðila um sig innan einnar viku sagt upp samkomulag þessu með eins mánaðar fyrirvara.

Reykjavík, 9. janúar 1989 F.h. fjármálaráðherra f.h. B.H.M.R. [Indriði H. Þorláksson] sign

[Páll Halldórsson] sign

Samkomulag um starfshætti samstarfsnefnda