Samningar um mæðravernd

Page 1

Samningar um mæðravernd Samningur milli Launanefndar sveitarfélaga og Bandalags háskólamanna um rétt þungaðra kvenna til mæðraskoðunar Samningur þessi er gerður til að hrinda í framkvæmd ákvæðum 9. gr. tilskipunar ESB frá 19. október 1992 um lögleiðingu ráðstafana til að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir starfsmenn sem eru þungaðir eða hafa nýlega alið eða hafa börn á brjósti (92/85/EBE). 1. gr. Barnshafandi konur eiga rétt til nauðsynlegra fjarvista frá vinnu vegna mæðraskoðunar án frádráttar á föstum launum þurfi slík skoðun að fara fram í vinnutíma. 2. gr. Samningur þessi gildir frá undirskriftardegi. Reykjavík, hinn 31. ágúst 1999, f.h. Bandalags háskólamanna f.h. launanefndar sveitarfélaga

Samningur milli fjármálaráðherra og Bandalags háskólamanna um rétt þungaðra kvenna til mæðraskoðunar Samningur þessi er gerður til að hrinda í framkvæmd ákvæðum 9. gr. tilskipunar ESB frá 19. október 1992 um lögleiðingu ráðstafana til að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir starfsmenn sem eru þungaðir eða hafa nýlega alið eða hafa börn á brjósti (92/85/EBE). 1. gr. Barnshafandi konur eiga rétt til nauðsynlegra fjarvista frá vinnu vegna mæðraskoðunar án frádráttar á föstum launum þurfi slík skoðun að fara fram í vinnutíma. 2. gr. Samningur þessi gildir frá undirskriftardegi. Reykjavík, hinn 13. ágúst 1999, f.h. Bandalags háskólamanna f.h. fjármálaráðherra


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.