Beautyklúbburinn 2.tbl

Page 1

FERMINGAR

EFNISYFIRLIT

Forsíða: Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir

Módel: Kristín Margrét Rom Oporto, Aron Þór Valsson og Marta Dögg Stefánsdóttir

Fatnaður: Gallerí 17

04

08

12

18

22

Beautyklúbburinn 2.tbl 2024

Ritstjórn: Erna Hrund Hermannsdóttir, Lára Sigríður Lýðsdóttir & Kristín Ása Brynjarsdóttir

Hönnun & uppsetning: Ragnar Másson

Útgefandi: Beautyklúbburinn

FERMINGARFARÐANIR VÖRUR FRÁ BEAUTYKLÚBBNUM VIÐTÖL VIÐ FYRRI FERMINGARBÖRN VIÐBURÐIR
Kristín Margrét Rom Oporto
Aron Þór Valsson
Marta Dögg Stefánsdóttir 14 Topp 10 16 Heilbrigður ljómi á fermingardaginn 17 Oroblu sokkabuxur fyrir fermingardaginn
Camilla Líf Ólafsdóttir
20
Alba Mist Gunnarsdóttir
Fermingarkvöld Hagkaupa

BEAUTY KLÚBBURINN

Ferming er einn af fyrstu stóru viðburðunum í lífi hvers, hvort sem það er ferming í kirkju eða borgarleg ferming. Dagurinn sem við munum mörg hver eftir langt frameftir aldri. Við tölum um veitingar, gjafir, gesti og fötin að sjálfsögðu. Í dag virðist vera orðin mikil pressa strax hjá þessum ungu krökkum á meðan við eldri kynslóðin hlæjum létt af fötunum sem *einkenndu fermingarárið okkar þar sem við vorum öll í nánast því sama. Við á ritstjórninni vorum einmitt að rifja upp góða tíma þar sem margar í okkar árgangi voru í flauelsdrögtum með miklar hárgreiðslur þar sem hárinu var safnað saman í alls konar dúllerí og lykkjur og helst blóm í hárinu líka.

Við ákváðum þess vegna að setja saman efni fyrir þau sem eru að fermast í dag, ekki bara fyrir þau heldur líka fyrir aðstandendur til að vera þeim innan handar með ráðleggingar og hvað hentar þessari ungu húð. Síðustu misseri hefur verið meira áberandi að ungir krakkar noti virk innihaldsefni sem henta þeim alls ekki og geta jafnvel valdið þeim meiri skaða en annað. Efni blaðsins snýr því að því að fara t.d. yfir hvaða innihaldsefni væri hægt að nota og hvað þarf að varast. Við fengum líka til okkar flotta krakka sem eru að fermast og heyrðum aðeins í þeim með framtíðina og lífið sem er framundan því auðvitað er þetta ekki bara dagur sem snýst um förðun og útlit heldur hvaða augum þau líta til framtíðarinnar sem blasir fyrir þeim.

Í blaðinu finnið þið vörur sem henta fyrir daginn sjálfan, góð ráð við val á brúnkuvörum og sokkabuxum. Við viljum þó líka taka fram að öll eru falleg, öll húð er falleg og það ætti enginn að upplifa að það þurfi að vera eitthvað annað en það er.

Við óskum öllum fermingarbörnum innilega til hamingju með daginn sinn og vonum að þið fyrst og fremst njótið og getið hugsað til baka til dagsins með hlýju og þakklæti.

Nokkur af þekktustu vörumerkjum Beautyklúbbsins eru:

ORÐ FRÁ RITSTJÓRN 3

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir

Módel: Kristín Margrét Rom Oporto – Ey Agency

Förðun: Lilja Gísladóttir

Kjóll: Gallerí 17

KRISTÍN MARGRÉT ROM OPORTO

KRISTÍN TÓK ÞÁTT Í FERMINGARMYNDATÖKUNNI OKKAR Í ÁR OG VIÐ FENGUM HANA TIL ÞESS AÐ SVARA NOKKRUM

SPURNINGUM FYRIR OKKUR

Nafn: Kristín Margrét Rom Oporto

Aldur: 12

Skóli: Hörðuvallaskóli

Fermingardagur: Maí 2025

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frístundum þínum, t.d. persónuleg áhugamál eða tómstundir.

Mér finnst gaman að lita, mála og setja á mig makeup

Áttu þér einhvern draum sem þú myndir vilja láta rætast?

Mér langar að vera góð fyrirmynd og módel

Hvernig telur þú að ungt fólk geti haft áhrif á framtíðina eða breytt heiminum til hins betra?

Ungt fólk geta til dæmis notað samfélagsmiðla til að segja frá um heiminn og hvað við getum gert betur. Ertu með einhver presónuleg gildi sem eru þér mikilvæg?

“Mikilvægustu persónulegu gildin mín er fjölskyldan, vellíðan og ég sjálf ”

Áttu þér fyrirmynd eða einstakling sem þú lítur sérstaklega upp til og afhverju?

Fyrirmyndin mín er mamma mín og stóra frænka mín

Mikilvægustu persónulegu gildin mín er fjölskyldan, vellíðan og ég sjálf. Pælir þú mikið í förðunarvörum eða húðumirðu?

Ég pæli alltaf í húðumhirðu og förðunarvörum því mér finnst það gaman og mér langar ekkert í bólur.

Eru einhverjar vörur frá Beautyklúbbnum sem þú notar eða ert spennt/spenntur fyrir?

Ég nota oftast bara L´Oréal Paris

5
FERMINGARBARN
VIÐTAL VIÐ

FERMINGAR FÖRÐUN

VÖRURNAR Í FÖRÐUN KRISTÍNAR
1. Maybelline Instant Perfector 4 in 1 Glow 2. CeraVe Facial Moisturising Lotion SPF 30 3. CeraVe Micellar Cleansing Water 4. Maybelline Facestudio Lasting Fix Sprey 5. Maybelline City Bronzer 6. Maybelline Sky High maskari 7. Maybelline Fit Me Matte Poreless Powder 090 Translucent 8. Maybelline lifter gloss 02 Ice
7 4 8
6
3 6
1
5
2

Horfðu á förðunina

FERMINGARFÖRÐUN 7

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir

Módel: Aron Þór Valsson

Húðumhirða: Lísa María Markúsdóttir

Fatnaður: Gallerí 17

8

ARON ÞÓR VALSSON

ARON TÓK ÞÁTT Í FERMINGARMYNDATÖKUNNI OKKAR Í ÁR OG

VIÐ FENGUM HANN TIL ÞESS AÐ SVARA NOKKRUM

SPURNINGUM FYRIR OKKUR

Nafn: Aron Þór Valsson

Aldur: 13

Skóli: Laugalækjarskóli

Fermingardagur: 16. mars - veislan er svo 30. mars

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frístundum þínum, t.d. persónuleg áhugamál eða tómstundir.

Ég æfi badminton og mér finnst tækni og tölvuleikir mjög skemmtilegir og spennandi.

Áttu þér einhvern draum sem þú myndir vilja láta rætast?

Hvernig telur þú að ungt fólk geti haft áhrif á framtíðina eða breytt heiminum til hins betra?

Að hlusta á hjartað sitt og að elta draumana sína. Ertu með einhver presónuleg gildi sem eru þér mikilvæg?

Koma vel fram við aðra, mér finnst gaman að láta aðra hlæja og mér líður vel þegar ég hjálpa öðrum.

“Mér finnst gaman að láta aðra hlæja og mér líður vel þegar ég hjálpa öðrum”

Að verða leikari eða leikjaforritari. Áttu þér fyrirmynd eða einstakling sem þú lítur sérstaklega upp til og afhverju?

Pabbi minn og Mamma, pabbi er forritari og er klár í tækni en mamma er leikari.

Pælir þú mikið í förðunarvörum eða húðumirðu?

Ég hugsa mikið um að það sé góð lykt af mér þannig sturtusápurnar og svitalyktareyðarnir.

Eru einhverjar vörur frá Beautyklúbbnum sem þú notar eða ert spennt/spenntur fyrir?

Sturtusápurnar svitalyktareyðarnir og húðhreinsarnir.

9
FERMINGARBARN
VIÐTAL VIÐ

HÚÐ UMHIRÐA

VÖRURNAR Í HÚÐUMHIRÐU ARONS

Neutrogena er þekkt fyrir einstaklega góðar vörur. Vörurnar eru hannaðar og þróaðar út frá rannsóknum og vottaðar af húðlæknum.

Clear & Defend + línan er sérsaklega hönnuð fyrir bólótta húð/ Acne húð. Línan inniheldur bæði andlitshreinsi og serum.

Vörurnar innihalda öflug innihaldsefni AHA (Glycolic sýra, Mandelic sýra), BHA (Salicylic sýra) og PHA (Gluconolactone), sem hreinsa húðina og hjálpar til með að koma í veg fyrir útbrot og óhreinindi. Vörurnar eru þróaðar af húðlæknum, eru ilmefnalausar, stíflar ekki svitaholur og er olíulaust.

1. Neutrogena Clear&Defend facial wash 2. Neutrogena Clear&Defend serum 1 2
10

Horfðu á húð umhirðuna

FERMINGARFÖRÐUN 11

MARTA DÖGG STEFÁNSDÓTTIR

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir

Módel: Marta Dögg - Ey Agency

Förðun: Lísa María Markúsdóttir

Kjóll: Gallerí 17

12 VÖRURNAR Í FÖRÐUN MÖRTU 1. Maybelline Superstay 24H Skin Tint Foundation 2. Bondi Sands Fresh´n Up Gel hreinsir 3. Maybelline Lash Sensational maskari 4. NYX PMY Control Freak Eyebrow Gel 5. NYX PMU Butter Gloss 04 Merengue 6. NYX Bare with me serum hyljari 7. NYX Ultimate Glow Shots augnskuggi 8. Bondi Sands Daydream rakakrem
8 6 7 5
2
1
3
4

Horfðu á förðunina

13
FERMINGARFÖRÐUN

TOPP

Núna þegar fermingar nálgast óðum eru eflaust umræða á mörgum heimilum fermingarbarna um förðun og húðumhirðu á deginum sjálfum. Hér er Topp 10 listi yfir allt sem þarf fyrir förðun og húðumhirðu fyrir ferminguna frá Beautyklúbbnum.

HYDRATING CLEANSER FRÁ CERAVE

Mildur andlitshreinsir sem hentar öllum húðgerðum, hreinsirinn freyðir ekki og fjarlægir allar gerðir óhreininda og förðunarvara. Það er mikilvægt fyrir unga húð að huga að hreinlæti og að hreinsa húðina er eitthvað sem allir þurfa að læra sem fyrst. Með því að hreinsa húðina styðjum við hennar starfsemi, þessi hreinsir frá CeraVe er ríkur ar keramíðum og hýalúron sýru og passar uppá að taka ekki raka frá húðinni heldur frekar styrkja rakastig hennar. Þessi hreinsir hentar öllum húðgerðum og öllum aldri.

GRADUAL TAN SJÁLFBRÚNKU VÖRUR FRÁ BONDI SANDS

Gradual mjólkin inniheldur Aloe Vera og E vitamin, Gradual Tan nærir húðina og gefur henni heilbrigðan ljóma og byggir rólega upp náttúrulega sólkyssta brúnku.

Einnig er til andlitskrem úr sömu línu en það er mjög ríkt af innihaldsefnum sem gefa húðinni djúpan raka og náttúrulega brúnku.

1 2 5 4 14

LIFTER GLOSS FRÁ MAYBELLINE

Þessir glossar frá Maybelline eru gríðarlega vinsælir og til í fjölmörgum litum. Glossarnir gefa vörunum mikinn raka en þeir eru ríkir af hýalúron sýru.

3

BROW FAST SCULPT GEL MASCARA FRÁ MAYBELLINE

Að setja augabrúnagel í augabrúnirnar er eitthvað sem er mjög sniðugt fyrir svona ungan aldur. Þessi gel eru bæði til lituð og glær. Oft er sniðugt að nota bara glært gel til að móta brúnirnar betur og dreifa jafnt úr hárunum og ramma þannig fallega inn augnsvæðið.

SOKKABUXUR

Fyrir þá sem vilja vera í sokkabuxum við fermingarkjólinn er Oroblu með mjög gott úrval, þar sem allir ættu að geta fundið sér sokkabuxur við sitt hæfi.

10
Við höfum séð að hópurinn sem er að nota snyrtivörur er að yngjast talsvert og mikið hefur verið í umræðunni innihaldsefni sem henta ekki svona ungum hópi. Því tókum við saman lista af vörum sem henta þessum unga hópi. Við hvetjum alla til að vanda vel valið á snyrtivörum fyrir svo unga húð og hugsa þá frekar að nota vörur sem stuðla að auknum raka í húðinni, styrkja varnir hennar og að sjálfsögðu að passa upp á að hreinsa húðina ef það á að nota förðunarvörur.

SUPERSTAY 24H SKINTINT

FRÁ MAYBELLINE

Fyrir svona unga húð er jafnvel sniðugt að nota bara litað dagkrem eða BB krem. En þessi nýi farði frá Maybelline er mjög léttur og rakagefandi. Húðin fær fallega, ljómandi áferð og það er auðvelt að stýra því hversu þétt hún er með því að nota t.d. léttan förðunarbursta og dúmpa svo létt yfir andlitið með förðunarsvampi.

CERAVE RAKAKREM

Létt andlitskrem frá CeraVe sem inniheldur mikið magn af keramíðum, híalúron sýru og sólarvörn. Fyrir ungan aldur skiptir mestu máli að fá góðan raka og að sjálfsögðu ætti að nota sólarvörn daglega til að hlífa húðina við áreiti af völdum útfjólublárra geisla en sólin getur ýtt undir vandamál sem eru undirliggjandi í húðinni okkar. Kremið er sérstaklega einfalt og formúlan án allra óæskilegra aukaefna. Kremið er einnig til með SPF50 og án sólarvarnar en það krem er t.d. gott að nota á kvöldin.

SKY HIGH MASCARA FRÁ MAYBELLINE

6 8 9 10

Mest seldi maskarinn í heiminum í dag og það er ekki af ástæðulausu. Mörg fermingarbörn þekkja þennan maskara vel og hann er þess legur að það er auðvelt að stýra því hversu umfangsmikill hann er á augnhárunum. Foreldrar fermingarbarna kannast kannski mörg hver við að fermingardagurinn hafi verið fyrsti dagurinn sem þau máttu nota maskara en í dag er þetta kannski aðeins breytt. En ef fólk vill fara í mildari umgjörð getur verið sniðugt að velja brúnan maskara frekar en svartan en þannig er til frá mörgum merkjum.

GLOWSHOTS AUGNSKUGGAR FRÁ NYX

PROFESSIONAL MAKEUP

Þessir einföldu gelkenndu augnskuggar er hægt að setja yfir allt augnlokið og nota augnskuggabursta eða jafnvel bara fingurna til að dreifa úr litnum. Þessir augnskuggar eru einföld leið til að gefa fermingarbarninu meiri ljóma í kringum augnsvæðið án þess að förðunin verði of mikil, sérstaklega ef fallegir ljósir tónar eru valdir.

BURSTASETT FRÁ REAL TECHNIQUES

7
Real Techniques förðunarburstarnir eru þekktir fyrir mikil gæði, hagstæð verð og hafa unnið til fjölda verðlauna. Vörurnar eru því fullkomin fyrir þá sem að eru að stíga sín fyrstu skref í förðun. NEW NUDES er einstaklega falleg ný lína sem að kemur í takmörkuðu upplagi TOPP 10

HEILBRIGÐUR LJÓMI Á FERMINGARDAGINN

Mörgum fallast hendur þegar þeir koma að öllum sjálfbrúnku vörunum og getur verið erfitt að vita hvaða vöru eigi að velja. Bondi Sands er með breytt vöruúrval í sjálfbrúnku, húðumhirðu og sólarvörnum. Bondi Sands er Ástralskt vörumerki sem að hefur það að leiðarljósi að koma ástralska sumrinu til þín! En hvað á svo að velja fyrir fermingardaginn sjálfan til þess að fá smá ljóma en ekki of mikla sjálfbrúnku.

Það sem við mælum einna helst með fyrir fermingaraldurinn er Gradual Tan mjólk. Hún inniheldur Aloe Vera og E vitamin, Gradual Tan nærir húðina og gefur henni heilbrigðan ljóma og byggir rólega upp náttúrulega sólkyssta brúnku.

Einnig er til andlitskrem úr sömu línu en það er mjög ríkt af innihaldsefnum sem gefa húðinni djúpan raka og náttúrulega brúnku.

Vörurnar hentar vel til daglegrar notkunar, er húðfræðilega prófað og hentar fyrir allar húðgerðir og viðkvæma húð. Formúlan gefur aukinn raka, stíflar ekki húðinna og inniheldur engin ilmefni.

16
BONDI SANDS

Oroblu sokkabuxur

fyrir fermingardaginn

Fyrir þá sem vilja vera í sokkabuxum við fermingarkjólinn er Oroblu með mjög gott úrval, þar sem allir ættu að geta fundið sér sokkabuxur við sitt hæfi.

Oroblu eru ítalskar hátísku gæðavörur framleiddar af fyrirtækinu CSP International. Þeir framleiða m.a sokkabuxur, sokka, tátiljur og leggings og hefur vörumerkið skipað stóran sess hjá mörgum. Þar sem úrvalið er gríðarlega mikið höfum við tekið saman þær sokkabuxur sem að henta sérlega vel fyrir fermingaraldurinn. En þar erum við sérstaklega að huga að þægindum og fallegan stíl.

Við mælum einna helst með: Sokkabuxur með sjálfbrúnkuáhrifum og gefa þar með fótleggjunum fallega og sólkyssta áferð. Þær eru sérstaklega þunnar, með mattri áferð og þægilegar.

Sokkabuxurnar eru fallegar gegnsæar og gefa góðan stuðning. Sokkabuxurnar eru einstaklega fíngerðar, mjúkar, þægilegar og með flötu mittisbandi.

Klassískar þunnar sokkabuxur með breiðum og léttum streng. Eru mjög þæginlegar.

17 OROBLU SOKKABUXUR
OROBLU SUNTIME SUN OROBLU SECRET SHAPE 20 DEN SUN OROBLU SENSUEL 20 DEN NUDE

Módel: Björg Bemediktsdóttir

kvöld Hagkaupa Fermingar

Ísamstarfi við Hagkaup buðum við fermingarbörnum og aðstandendum í Hagkaup Smáralind eftir lokun. Þar var förðunarsýnikennsla, fræðsla um húðvörur og kynning á bæði veitingum og skreytingum sem er hægt að fá hjá Hagkaup.

Lilja Gísladóttir förðunarfræðingur og markaðsfulltrúi Hagkaupa sá um kennsluna sem var líka hægt að horfa á í beinni útsendingu í gegnum streymi. Hér má sjá stemminguna á kvöldinu sjálfu.

Takk kærlega fyrir komuna og við hlökkum til næsta árs.

18
19 FERMINGARFÖRÐUN

CAMILLA LÍF ÓLAFSDÓTTIR

CAMILLA TÓK ÞÁTT Í FERMINGARMYNDATÖKUNNI OKKAR Í

FYRRA OG VIÐ FENGUM HANA TIL ÞESS AÐ SVARA NOKKRUM

SPURNINGUM FYRIR OKKUR M.A. UM FERMINGARDAGINN

Nafn: Camilla Líf Ólafsdóttir

Aldur: 15 ára

Skóli: Norðlingaskóli

Fermingardagur: 6.apríl 2023

Hvernig var fermingardagurinn þinn?

Fermingardagurinn minn var mjög góður og alveg eins og ég var búin að óska mér. Ég byrjaði daginn á því að fara í förðun og hárgreiðslu. Athöfnin var í Árbæjarkirkju og svo vorum við með veislu fyrir fjölskyldu og vini. Eftir veisluna fórum við fjölskyldan upp í sumarbústað sem var mjög kósí og opnuðum pakkana þar.

Áttu þér einhvern draum sem þú myndir vilja láta rætast?

Já mig langar að flytja erlendis og fara í Háskóla, læra tannlækninn og síðan tannréttingarlækninn. Svo langar mig mikið að ferðast meira og fara í heimsreisu. Áttu þér fyrirmynd eða einstakling sem þú lítur sérstaklega upp til og afhverju?

“Hafa gaman, hlægja og koma fram við aðra eins og þú vilt að sé komið fram við þig”

Áttu góð ráð fyrir krakka sem eru að fara að fermast í ár eða á næstu árum?

Bara njóta dagsins eins og þið getið. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frístundum þínum, t.d. persónuleg áhugamál eða tómstundir. Ég æfi fótbolta og handbolta með Fylki. Svo finnst mér mjög gaman að fara á skíði, krossara, ferðast innanlands og fara til útlanda.

Mamma því hún er góð, skemmtileg og alltaf hress. Ertu með einhver presónuleg gildi sem eru þér mikilvæg? Hafa gaman, hlægja og koma fram við aðra eins og þú vilt að sé komið fram við þig.

Pælir þú mikið í förðunarvörum eða húðumirðu?

Eru einhverjar vörur frá Beautyklúbbnum sem þú notaðir á fermingardaginn þinn?

Já notaði bara vörur frá Beautyklúbbnum

• Cicaplast rakakrem frá La Roche-Posay

• Maybelline 4in1 glow

• Maybelline Fit me hyljari

• L’Oréal Paris Pro XXL lift mascara

• Maybelline lifter gloss í lit 20

• Bondi Sands Everyday Gradual Milk

• Essie ballet slippers naglalakk

20

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir

Förðun: Sara Dögg Johansen

VÖRUR FRÁ FERMINGARDEGI

CAMILLU

Maybelline lifter gloss í lit 20 Maybelline Fit me hyljari Maybelline 4in1 glow Essie ballet slippers naglalakk Cicaplast rakakrem frá La Roche-Posay Bondi Sands Everyday Gradual Milk
21

ALBA MIST GUNNARSDÓTTIR

ALBA TÓK ÞÁTT Í FERMINGARMYNDATÖKUNNI OKKAR Í FYRRA OG VIÐ FENGUM HANA TIL ÞESS AÐ SVARA NOKKRUM SPURNINGUM FYRIR OKKUR M.A. UM FERMINGARDAGINN

Nafn: Alba Mist Gunnarsdóttir

Aldur: 14 að verða 15 ára

Skóli: Hagaskóli

Fermingardagur: 16. April 2023

Hvernig var fermingardagurinn þinn?

Mér fannst fermingardagurinn minn mjög góður. Ég fermdist í kirkju og fór út að borða með fjölskyldunni á sjálfan fermingardaginn, mjög kósý og svo hélt ég veisluna viku síðar. Við héldum veisluna í Höfuðstöðinni og það var æði, var svo heppin með veður svo gestirnir gátu borðað hamborgra með sólina í andlitið úti á pallinum þar. Búllubíllinn mætti og það var bara létt og skemmtileg stemning yfir öllu. Listasýningin var opin og amma og afi elskuðu til dæmis að labba í gegnum hana og vinkonur mínar náðu góðum myndum af sér þar haha.

Áttu góð ráð fyrir krakka sem eru að fara að fermast í ár eða á næstu árum?

Áttu þér einhvern draum sem þú myndir vilja láta rætast?

Mér hefur alltaf langað að komast langt i handboltanum og ég stend ennþá við það. Draumurinn væri að fara i atvinnumennsku og auðvitað að komast einhvertíman í A landslið Íslands.

Áttu þér fyrirmynd eða einstakling sem þú lítur sérstaklega upp til og afhverju?

Ég lít sérstaklega upp til Söndru Erlings. Hún er frábær handboltakona og spilar í þýska liðinu Metzingen ásamt því að vera líka í landsliðinu. Pabbi er líka ágætis fyrirmynd en ég var alin upp um alla Evrópu þar sem hann var atvinnumaður í 13 ár. Ertu með einhver presónuleg gildi sem eru þér mikilvæg?

“maður getur allt ef maður vill það nógu mikið”

Fermingar geta verið allskonar, ekki mikla það fyrir þér að hafa veisluna á einhvern vissan hátt heldur mundu að njóta dagsins eins og þér líður best.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frístundum þínum, t.d. persónuleg áhugamál eða tómstundir. Ég æfi handbolta og eyði miklum tíma í Valsheimilinu. Það er það skemmtilegasta sem ég geri að fara á æfingar með vinkonum mínum og keppa. Ég hef líka áhuga á leiklist og var aðeins í leikhúsinu en það áhugamál passar ekki alveg nægilega vel við handboltann svo ég er aðeins að geyma það í bili.

Ætli það sé ekki bara það að maður getur allt ef maður vill það nógu mikið.

Pælir þú mikið í förðunarvörum eða húðumirðu?

Já mér finnst gaman að pæla í þvi og hef áhuga á því. Ég hef verið í erfiðleikum með húðina mína í langan tíma og hef því þurft að pæla mikið í svona hlutum. Eru einhverjar vörur frá Beautyklúbbnum sem þú notaðir á fermingardaginn þinn?

Já, ég notaði CeraVe hydraiting facial hreinsinn. Ég hef notað hann lengi og finnst hann mjög góður. Ég notaði líka fleiri vörur frá Loreal Paris, NYX og Maybelline i förðununni. Notaði t.d. Lifter varaglossinn sem er æði. Ég var líka heppin að Sara Dögg kom og farðaði mig á fermingardaginn og hún leiðbeindi mér mikið.

22

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir

Förðun: Harpa Káradóttir

VÖRUR FRÁ FERMINGARDEGI

ÖLBU

CeraVe Hydrating andlitshreinsir NYX Glowshots augnskuggi Maybelline Lifter gloss
23
Maybelline 4in1 glow

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Beautyklúbburinn 2.tbl by beautyklubburinn_ - Issuu