Beautyklúbburinn 3.tbl

Page 1


EFNISYFIRLIT

Forsíða: Ljósmyndari: Marinó Flóvent

Módel: Erla Rún Pétursdóttir, Unnur Amalía Sverrisdóttir, Gunnar Erik Snorrason

Fatnaður: Gallerí 17

04 Erla Rún Pétursdóttir 08 Gunnar Erik Snorrason 12 Unnur Amalía Sverrisdóttir

Við mælum með 22 Hið fullkomna brúnkukrem fyrir ferminguna 19 Fallegur ljómi á fermingardaginn 19 Fullkomnir förðunarburstar

Beautyklúbburinn 3.tbl 2025

Ritstjórn: Kristín Ása Brynjarsdóttir

Hönnun & uppsetning: Ragnar Másson Útgefandi: Beautyklúbburinn

20 Ilmir fyrir ferminguna 23 Oroblu sokkabuxur fyrir fermingardaginn

BEAUTY KLÚBBURINN

Við hjá Beautyklúbbnum höfum sett saman efni fyrir þau sem eru að undirbúa fermingu og viljum hjálpa til við að finna það sem þarf til að gera fermingardaginn ógleymanlegan. Fermingardagurinn er einstakur, og við vitum að val á vörum fyrir þann dag getur verið áskorun – bæði fyrir fermingarbörn og foreldra. Þess vegna höfum við tekið saman bestu snyrti- og förðunarvörurnar sem eru tilvaldar fyrir þennan aldur. Í blaðinu finnið þið vörur sem henta fyrir daginn sjálfan, góð ráð við val á brúnkuvörum og sokkabuxum.

Við viljum óska öllum fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju og góðs gengis í undirbúningnum fyrir þennan stóra dag.

Nokkur af þekktustu vörumerkjum Beautyklúbbsins eru:

Ljósmyndari: Marinó Flóvent
Módel: Erla Rún Pétursdóttir
Förðun: Hera Hlín Svansdóttir
Kjóll: Gallerí 17

ERLA RÚN

PÉTURSDÓTTIR

ERLA RÚN TÓK ÞÁTT Í FERMINGARMYNDATÖKUNNI OKKAR

Í ÁR OG VIÐ FENGUM HANA TIL ÞESS AÐ SVARA NOKKRUM

SPURNINGUM FYRIR OKKUR

Nafn: Erla Rún Pétursdóttir

Aldur: 13

Skóli: Garðaskóli

Fermingardagur: 6. apríl 2025

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frístundum

þínum, t.d. persónuleg áhugamál eða tómstundir.

Ég æfi hópfimleika hjá Stjörnunni og dans hjá Dansskóla Birnu Björns.

Áttu þér einhvern draum sem þú myndir vilja láta rætast?

Að komast í landsliðið í hópfimleikum.

Hvernig telur þú að ungt fólk geti haft áhrif á framtíðina eða breytt heiminum til hins betra?

Ungt fólk getur til dæmis haft áhrif á framtíðina með því að vernda náttúruna, endurvinna og hugsa um loftslagsmál.

“hreinskilni og traust skipta mig máli og það að vera góð, jákvæð og opin manneskja”

Áttu þér fyrirmynd eða einstakling sem þú lítur sérstaklega upp til og afhverju?

Já fimleikaþjálfarinn minn, Andreu Sif Pétursdóttur, sem er landsliðskona í fimleikum.

Ertu með einhver persónuleg gildi sem eru þér mikilvæg?

Já, hreinskilni og traust skipta mig máli og það að vera góð, jákvæð og opin manneskja.

Pælir þú mikið í förðun eða húðumirðu?

Já.

Eru einhverjar vörur frá Beautyklúbbnum sem þú notar eða ert spennt fyrir?

Ég nota húðvörurnar frá CeraVe og ég á Sky High maskarasettið, sem ég er mjög ánægð með og er spennt fyrir því að prófa L’Oréal Paris Infaillible setting spreyið.

FERMINGAR FÖRÐUN

VÖRURNAR Í FÖRÐUN ERLU

Maybelline Instant Perfector
Maybelline Fit Me concealer
Makeup Plump Finish Setting Sprey
Makeup Buttermelt Blush

Horfðu á förðunina

Ljósmyndari:

Módel:

Húðumhirða:

Fatnaður:

Marinó Flóvent
Gunnar Erik Snorrason
Hera Hlín Svansdóttir
Gallerí 17

GUNNAR ERIK SNORRASON

GUNNAR TÓK ÞÁTT Í FERMINGARMYNDATÖKUNNI OKKAR Í ÁR

OG VIÐ FENGUM HANN TIL ÞESS AÐ SVARA NOKKRUM SPURNINGUM FYRIR OKKUR

Nafn: Gunnar Erik Snorrason

Aldur: 13

Skóli: Dalskóli

Fermingardagur: 6. apríl 2025

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frístundum þínum, t.d. persónuleg áhugamál eða tómstundir.

Ég æfi fótbolta og á trommur, er í leiklist og tónlist.

Áttu þér einhvern draum sem þú myndir vilja láta rætast?

Ég er búin að vera í leiklist síðustu ár og féll fyrir henni. Ætli mig dreymi ekki bara um að verða leikari.

Hvernig telur þú að ungt fólk geti haft áhrif á framtíðina eða breytt heiminum til hins betra?

Mér finnst að ungt fólk eigi að vera gott við hvort annað og byggja upp góða framtíð með því að vera heilbrigð, standa sig vel og reyna að halda sig frá öllu rugli.

Ertu með einhver persónuleg gildi sem eru þér mikilvæg?

“Ég vil koma vel fram við fólk, vera ég sjálfur og fara mínar eigin leiðir”

Áttu þér fyrirmynd eða einstakling sem þú lítur sérstaklega upp til og afhverju?

Ég lít upp til fólks sem er nákvæmlega eins og það er.

Ég lít upp til mömmu af því hún er sterk og jákvæð og er alveg sama um hvað öðrum finnst. Ég hef líka fengið að hitta mikið af fólki sem hefur haft mikil og góð áhrif á mig.

Að eiga gott samband við fjölskylduna mína er númer eitt. Ég vil koma vel fram við fólk, vera ég sjálfur og fara mínar eigin leiðir. Pælir þú mikið í húðumirðu?

Nei, pæli ekki mikið í því nema bara kremum og að lykta vel.

Eru einhverjar vörur frá Beautyklúbbnum sem þú notar eða ert spenntur fyrir?

Já kremin, hreinsarnir og fleira spennandi.

UMHIRÐA

VÖRURNAR Í HÚÐ-

UMHIRÐU GUNNARS

CeraVe er vinsælt húðvörumerki sem hefur hlotið viðurkenningu fyrir árangursríkar og mildar formúlur. Vörurnar eru hannaðar af húðlæknum með sérstakri áherslu á að veita raka og stuðla að heilbrigði ysta lags húðarinnar. Með keramíðum og öðrum nærandi innihaldsefnum henta þær öllum aldurshópum. Merkið kom fyrst á markað árið 2005 og er nú fáanlegt víða um heim. Á Íslandi er CeraVe að finna í apótekum og snyrtivörudeildum Hagkaupa, þar sem fagfólk veitir aðstoð við val á vörum.

1

2

1. CeraVe Micellar Cleansing Water 2. CeraVe Facial Moisturising Lotion

Horfðu á húð umhirðuna

Módel:

Förðun:

Kjóll:

Ljósmyndari: Marinó Flóvent
Unnur Amalía Sverrisdóttir
Rita Efendija
Gallerí 17

UNNUR AMALÍA SVERRISDÓTTIR

UNNUR TÓK ÞÁTT Í FERMINGARMYNDATÖKUNNI OKKAR

Í ÁR OG VIÐ FENGUM HANA TIL ÞESS AÐ SVARA NOKKRUM

SPURNINGUM FYRIR OKKUR

Nafn: Unnur Amalía Sverrisdóttir

Aldur: 13

Skóli: Réttarholtsskóli

Fermingardagur: 6. apríl 2025

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frístundum þínum, t.d. persónuleg áhugamál eða tómstundir.

Spila fótbolta og vera með vinum mínum.

Áttu þér einhvern draum sem þú myndir vilja láta rætast?

Draumurinn minn er að getað unnið við eitthvað sem tengist tísku.

Ertu með einhver persónuleg gildi sem eru þér mikilvæg?

Mér finnst mikilvægt að koma vel fram við aðra því þá er líklegt að þeir komi vel fram við mig Pælir þú mikið í förðun eða húðumirðu?

“Mér finnst mikilvægt að koma vel fram við aðra því þá er líklegt að þeir komi vel fram við mig”

Áttu þér fyrirmynd eða einstakling sem þú lítur sérstaklega upp til og afhverju?

Mamma mín.

Hvernig telur þú að ungt fólk geti haft áhrif á framtíðina eða breytt heiminum til hins betra?

Vera upplýst um það sem er að gerast í heiminum, sérstaklega í umhverfismálum.

Já, ég hef mikinn áhuga á öllu sem tengist förðum og húðumhirðu. Ég passa mjög mikið upp á að vera með heilbrigða húð og nota vörur sem eru góðar fyrir unga húð. Eru einhverjar vörur frá Beautyklúbbnum sem þú notar eða ert spennt fyrir?

Já mikið af mínum vörum eru frá Beautyklúbbnum. Mínar uppáhaldsvörur eru: Nýja L’Oréal Paris setting spreyið Infaillible 3-Second Setting Mist, Plump Right Back Primerinn frá NYX Professional Makeup, Loréal Paris True Match Serum.

Svo elska ég Slim Lip Pencil varalitablýantana frá NYX Professional Makeup.

FERMINGAR FÖRÐUN

VÖRURNAR Í FÖRÐUN UNNAR

1. L’Oréal Paris True Match Serum farði 2. Maybelline Lasting Fix setting sprey 3. L’Oréal Paris Lumi Glotion 4. NYX Professional Makeup Bare With Me serum hyljari
NYX Professional Makeup Fat Oil Slick Click Main Character 6. Maybelline Sky High maskara primer
NYX Professional Makeup Glow Shots Grape Fruit Glow
Maybelline Sun Kisser Blush/05 9. Maybelline Lasting Fix setting powder

Horfðu á förðunina

MEÐ VIÐ MÆLUM

Núna þegar fermingar nálgast óðum er eflaust umræða á mörgum heimilum fermingarbarna um förðun og húðumhirðu á deginum sjálfum.

Við höfum tekið saman úrval vara frá Beautyklúbbnum sem eru sérlega hentugar fyrir fermingaraldur og við mælum með fyrir fermingardaginn. Við hvetjum alla til að vanda vel valið á snyrtivörum fyrir svo unga húð og hugsa þá frekar að nota vörur sem stuðla að auknum raka í húðinni, styrkja varnir hennar og að sjálfsögðu að passa upp á að hreinsa húðina ef það á að nota förðunarvörur.

CeraVe RAKAKREM

Rakakremið hentar bæði fyrir líkama og andlit og það hjálpar húðinni að styrkja og endurnýja ysta lag og varnir húðarinnar.

HYDRATING CLEANSER

Mildur andlitshreinsir sem hentar öllum húðgerðum, hreinsirinn freyðir ekki og fjarlægir allar gerðir óhreininda og förðunarvara. Það er mikilvægt fyrir unga húð að huga að hreinlæti og að hreinsa húðina er eitthvað sem allir þurfa að læra sem fyrst. Með því að hreinsa húðina styðjum við hennar starfsemi, þessi hreinsir frá CeraVe er ríkur ar keramíðum og hýalúron sýru og passar uppá að taka ekki raka frá húðinni heldur frekar styrkja rakastig hennar. Þessi hreinsir hentar öllum húðgerðum og öllum aldri.

GARNIER MICELLAR HREINSIVATN

Þetta margverðlaunaða hreinsivatn fjarlægir förðun, óhreinindi og umframolíu í einu skrefi án þess að þurfa að skola eða nudda húðina harkalega. Formúlan er mild og hentar öllum húðgerðum, þar á meðal viðkvæmri húð, sem gerir það að kjörnum valkosti fyrir þá sem eru að byrja að sinna húðumhirðu.

Micellar vatnið skilur húðina eftir fríska, hreina og mjúka – fullkomið til daglegrar notkunar, bæði á morgnana og kvöldin.

CeraVe DAGKREM

Létt andlitskrem frá CeraVe sem inniheldur mikið magn af keramíðum, híalúron sýru og sólarvörn. Fyrir ungan aldur skiptir mestu máli að fá góðan raka og að sjálfsögðu ætti að nota sólarvörn daglega til að hlífa húðinni við áreiti af völdum útfjólublárra geisla en sólin getur ýtt undir vandamál sem eru undirliggjandi í húðinni okkar. Kremið er sérstaklega einfalt og formúlan án allra óæskilegra aukaefna. Kremið er bæði til með SPF50 og án sólarvarnar en það krem er t.d. gott að nota á kvöldin.

BONDI SANDS DAYDREM RAKAKREM

Rakakrem sem gefur húðinni samstundis raka og í allt að 72 klukkustundir. Rakakremið hentar viðkvæmri húð, er prófað undir eftirliti húðlækna, er ilmefnalaust og er Non-comedogenic svo það stíflar ekki svitaholur.

GRADUAL TAN SJÁLFBRÚNKU

VÖRUR FRÁ BONDI SANDS

Gradual mjólkin inniheldur Aloe Vera og E vitamin, Gradual Tan nærir húðina og gefur henni heilbrigðan ljóma og byggir rólega upp náttúrulega sólkyssta brúnku.

Einnig er til andlitskrem úr sömu línu en það er mjög ríkt af innihaldsefnum sem gefa húðinni djúpan raka og náttúrulega brúnku.

ELNETT HÁRSPREY FRÁ

L´ORÉAL PARIS

Elnett spreyið er þekkt fyrir sína léttu og fíngerðu úðun sem skilur hárið eftir mjúkt og náttúrulegt en samt vel mótað. Þetta goðsagnakennda hársprey frá L’Oréal Paris býður upp á sterka en sveigjanlega festingu sem heldur hárgreiðslunni glæsilegri frá morgni til kvölds – án þess að gera hárið stíft eða þungt. Hvort sem þú ert með fallegar krullur, klassíska slétta greiðslu eða uppsett hár, þá er þetta hársprey ómissandi fyrir fermingardaginn.

REAL TECHNIQUES FÖRÐUNARSVAMPUR

Vinsælasti farðasvampur heims, sem er frábær með fljótandi farða. Gefur ljómandi áferð og létta til miðlungs þekju. Má nota bæði rakan og þurran.

Elegant Touch er stærsta gervinagla vörumerki Bretlands og gervineglurnar eru í hæsta gæðaflokki. Neglurnar eru þunnar svo þær virka ekki gervilegar og laga sig að náttúrulegu nöglinni.

SOKKABUXUR

Fyrir þá sem vilja vera í sokkabuxum við fermingarkjólinn er Oroblu með mjög gott úrval, þar sem allir ættu að geta fundið sér sokkabuxur við sitt hæfi.

ELEGANT TOUCH NEGLUR REAL TECHNIQUES

DR. TEAL’S SKRÚBBUR

Dr. Teal’s Shea Sugar Body Scrub er dásamlegur sykurskrúbbur sem skrúbbar húðina varlega og gerir yfirborð hennar sléttara. Inniheldur ilmkjarnaolíur sem hjálpa til við að róa hugann ásamt shea smjöri sem veitir húðinni raka.

Fáðu mjúka, náttúrulega og langvarandi lyftingu á augnhárin og langvarandi lyftingu með auðveldum hætti með augnhárabrettaranum frá Real Techniques. Brettarin hentar fyrir öll augnform.

MAYBELLINE SUNKISSER KINNALITIR

Sunkisser Blush frá Maybelline er fljótandi kinnalitur sem er afar auðveldur í notkun og gefur náttúrulegan og sólkysstan ljóma. Kinnaliturinn hentar öllum húðgerðum og er mjög léttur á húðinni.

SKY HIGH MASCARA PRIMER FRÁ

MAYBELLINE

Ef þú ert að stíga þín fyrstu skref í förðun, þá er Maybelline Sky High Mascara Primerinn frábær kostur. Sky High Primerinn er auðveldur í notkun, með mjúkri og mildri formúlu sem hentar vel fyrir viðkvæm augu og byrjendur. Hann tryggir að maskarinn þinn haldist lengur og veitir náttúrulega fallega áferð sem er hvorki of mikið né of lítið – fullkomið fyrir fermingaraldurinn.

LUMI GLOTION FRÁ

L´ORÉAL PARIS

Lumi Glotion frá L’Oréal Paris gefur fallegan ljóma. Með léttum og fallega lýsandi eiginleikum er hann fullkominn bæði sem náttúrulegur farði eða til að bæta við fallegan ljóma í daglegu útliti.

LIFTER GLOSS FRÁ MAYBELLINE

Þessir glossar frá Maybelline eru gríðarlega vinsælir og til í fjölmörgum litum. Glossarnir gefa vörunum mikinn raka en þeir eru ríkir af hýalúron sýru.

SUPERLOCK BROW GLUE

FRÁ MAYBELLINE

Augabrúnagel sem er auðvelt í notkun og mun sjá til þess að augabrúnirnar þínar haldist á sínum stað allan daginn.

GLOWSHOTS AUGNSKUGGAR FRÁ NYX PROFESSIONAL MAKEUP

Þessir einföldu gelkenndu augnskuggar er hægt að setja yfir allt augnlokið og nota augnskuggabursta eða jafnvel bara fingurna til að dreifa úr litnum. Þessir augnskuggar eru einföld leið til að gefa fermingarbarninu meiri ljóma í kringum augnsvæðið án þess að förðunin verði of mikil, sérstaklega ef fallegir ljósir tónar eru valdir.

FALLEGUR LJÓMI Á

MAYBELLINE

Ef þú ert að leita af léttum farða fyrir fermingardaginn þá er Instant Perfector 4 in 1 Glow frá Maybelline fullkominn farði fyrir þig. Farðinn gefur húðinni aukinn ljóma ásamt því að sameina bæði primer, bb krem, hyljara og highlighter.

Þessi vara er tilvalin fyrir þá sem vill ná náttúrulegu og fersku útliti án þess að nota of mikinn farða. Farðinn inniheldur létta formúlu sem stíflar ekki húðina og hentar því vel fyrir allar húðgerðir ásamt því að veita húðinni raka allan daginn.

Með Instant Perfector 4 in 1 Glow nærðu fram náttúrulegu fallegu útliti sem er fullkomið fyrir fermingardaginn.

FULLKOMNIR FÖRÐUNARBURSTAR

REAL TECHNIQUES

Real Techniques burstarnir eru meðal mest seldu förðunarbursta í heimi.

Þeir eru frábær kostur fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í förðun. Burstarnir eru auðveldir í notkun, burstahárin eru sérstaklega mjúk og mun mýkri en margir aðrir förðunarburstar sem eru til á markaðnum í dag. Hárin eru 100% Cruelty Free. Mýktin á hárunum gefa þessa fullkomnu áferð á makeup-ið þitt sem allir sækjast eftir.

FERMINGUNA ILMIR FYRIR

Vissir þú að lyktarskynið er öflugasta skilningarvitið?

Það er allt að 150.000 sinnum næmara en sjónin og við getum skynjað yfir trilljón mismunandi ilmi í umhverfinu. Lyktarskynið er einnig það skilningarvit sem við tengjum minningum þar sem öflugir og einstakir ilmir geta dregið fram djúpar tilfinningar.

Ilmvatn er ósýnilegur hluti persónuleikans og hefur áhrif á þig og fólkið í kringum þig. Góður ilmur getur unnið gegn stressvöldum í daglegu amstri og aukið sjálfstraust.

Við tókum saman nokkra ilmi sem eru vinsælir hjá fermingar krökkum sem vonandi hjálpa þér að finna þinn rétta ilm.

EMPORIO ARMANI STRONGER WITH YOU INTENSELY

Stronger With YOU Intensely frá Armani er kraftmikill, ákafur ilmur með líflegum viðarkeim og kastaníuþykkni. Ógleymanlegur ilmur sem hrífur þig með sér.

VALENTINO

BORN IN ROMA

Valentino Born in Roma eru ilmir fyrir hann, hana og þau og sækja innblástur í Rómarborg þar sem glæsileiki og nútími renna saman.

Götur Rómar eru fullar af minningum liðins tíma þar sem frjálshyggja, menning og fagurfræði renna saman. Born in Roma ilmirnir heiðra bæði hátísku og götumenningu borgarinnar.

Born in Roma Donna er glæsilegur og nútímalegur, austurlenskur blómailmur sem inniheldur blöndu af jasmínblómum, bourbon-vanillu, ferskum, svörtum pipar og skammti af viðarkeim sem gerir hann djarfan og öðruvísi.

Born in Roma Uomo er heillandi, viðarkenndur og arómatískur ilmur sem inniheldur steinefnasalt, kryddað engifer og viðarnótur sem gefa honum mikla dýpt sem erfitt er að standast.

YSL LIBRE FLOWERS & FLAMES

YSL LIBRE Flowers & FLames er nýr, ferskur og kraftmikill ilmur, ástríðufullur og tilfinningaríkur, fyrir djörfu og frjálsu konuna. Hlý og kraftmikil liljublóm úr eyðimörkinni blandast mjúkum blómatónum kókospálma sem skila þægilegum nótum.

PRADA PARADOXE

Prada Paradoxe er nýr auðkennisilmur Prada sem dregur fram margbreytilegar hliðar konunnar og leiðina við að vera aldrei neitt nema hún sjálf. Ilmurinn inniheldur þrjú þverstæð lykil innihaldsefni fyrir algjörlega nýja upplifun með áherslu á Neroli blómið.

YSL Y EAU DE PARFUM

Y eau de parfum endurspeglar manninn sem er tilbúinn að upplifa nýja drauma, skorast ekki undan áskorunum og tekur ekkert sem sjálsögðum hlut. Ilmurinn er djúpur og erskur með sprengju bergamots og engifers, salvíu, blágresi og viðartónum.

BONDI SANDS TECHNOCOLOR HIÐ FULLKOMNA BRÚNKUKREM FYRIR FERMINGUNA

Fermingardagurinn er stór stund í lífi ungmenna og stund sem allir muna eftir. Fermingardressið, hárið, förðunin og svo auðvitað frískandi heilbrigður ljómi sem gerir stóra daginn fullkominn.

Það er mikilvægt að velja örugga og heilbrigða leið til þess að ná fram náttúrulegri brúnku og heilbrigðum ljóma. Snyrtivörudeildir eru yfirfullar af vörum sem bjóða upp á allskyns brúnkuvörur og þá getur verið erfitt að velja réttu vöruna.

Beautyklúbburin mælir eindregið með TechnoColor línunni frá Bondi Sands fyrir þennan aldurshóp og í raun fyrir alla þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í að nota sjálfsbrúnku.

EN AF HVERJU AÐ VELJA TECHNO COLOR UMFRAM AÐRAR VÖRUR?

TechnoColor frá Bondi Sands er frábær sjálfsbrúnka fyrir byrjendur, brúnkan er til í 4 mismunandi tegundum svo hún framkallar ljómandi og sólbrúnan lit fyrir mismunandi húðtóna. Liturinn dýpkast því eftir þínum húðtón og því engar líkur á því að enda appelsínugul/ur eða flekkótt/ur. Sjálfsbrúnkan er með leiðandi lit og því mjög auðvelt að bera á líkamann, þar sem þú sérð strax hvar er búið að bera á. Techno color línan er lyktarlaus og inniheldur einnig rakagefandi innihaldsefni svo húðin þornar ekki upp. Sjálfsbrúnkuna þarf svo að skola af eftir 1 klukkustund, eftir að búið er að skola brúnkuna af helst hún í um 5-7 daga og smitast ekki í föt.

EN HVAÐ Á AÐ NOTA Í ANDLITIÐ?

Nýlega kom á markaðinn Techno color andlitserum, serumið hefur sama eiginleika og Techno color sjálfsbrúnkufroðan nema hún er sérsniðin fyrir andlit. Byggir upp náttúrulega brúnku út frá þínum húðtón, þurrkar ekki húðina og stíflar ekki svitaholur. Serumið er einnig vottað af húðsjúkdómafræðingum.

VONANDI GEISLAR ÞÚ AF LJÓMA Á FERMINGARDAGINN ÞINN.

Skannaðu QR kóðann til þess að svara spurningum um þinn húðlit og þá finnum við út hvaða litur hentar þér best.

Oroblu sokkabuxur

fyrir fermingardaginn

Fyrir þá sem vilja vera í sokkabuxum við fermingarkjólinn er Oroblu með mjög gott úrval, þar sem allir ættu að geta fundið sér sokkabuxur við sitt hæfi.

Oroblu eru ítalskar hátísku gæðavörur framleiddar af fyrirtækinu CSP International. Þeir framleiða m.a sokkabuxur, sokka, tátiljur og leggings og hefur vörumerkið skipað stóran sess hjá mörgum. Þar sem úrvalið er gríðarlega mikið höfum við tekið saman þær sokkabuxur sem að henta sérlega vel fyrir fermingaraldurinn. En þar erum við sérstaklega að huga að þægindum og fallegan stíl.

Við mælum einna helst með:

OROBLU

Slim Zero Tights eru örþunnar sokkabuxur sem eru nánast ósýnilegar. Eins og þínir eigin leggir nema betri. Saumar eru undir il og sjást því ekki og gefa aukin þægindi.

OROBLU SECRET

Sokkabuxurnar eru fallegar gegnsæar og gefa góðan stuðning. Sokkabuxurnar eru einstaklega fíngerðar, mjúkar, þæginlegar og með flötu mittisbandi.

Klassískar þunnar sokkabuxur með breiðum og léttum streng. Eru mjög þæginlegar.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.