Þroski barnsins – skref fyrir skref

Page 1


SMÁBÓKIN ER Í EIGU:

FÆÐINGARDAGUR:

ÞYNGD OG LENGD:


EFNISYFIRLIT Ve lkom in

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

3

4

0-3 mánað a .

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

5

3-6 mánað a .

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

6

6-12 mánað a .

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

7

12-18 mánað a .

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

8

18-24 mánað a .

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

9

2-2 ,5 ára .

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

10

2 ,5 -3 ára .

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

11

3- 4 ára .

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

12

4-5 ára .

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

13

5 -6 ára .

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

14

. . . . . . . . . .

15

. . . . . . . . . . . . . . . . .

16

Hvað er snem mtæ k í h lut un?

. . . . . . . . . . . . . . . . . . .

17

Sla k ur má lþro sk i o g ADHD .

. . . . . . . . . . . . . . . . . . .

18

Ég er t ilb ú in að fara í gr unn skó la þ e g ar é g: . Hver n ig g e t ur þ ú h já lp að m ér ? .

Sk y núr vinn sluvand i o g ein hver fa . Mik ilvæ gi hrey f ing ar .

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Hvar g e t ur þ ú leitað h já lp ar . Um ver ke f n ið .

. . . . . . . . . . . . . . . .

. . . . . . . . . . . . . . . . . . .

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Ta k k f y r ir s t uðn inginn .

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

19 20 21 22 23


4

VELKOMIN ÞESSI SMÁBÓK ER UPPLÝSINGA- OG LEIÐBEININGARIT FYRIR FORELDRA UM HVERNIG BÖRN Á ALDRINUM 0-6 ÁRA ÞROSKAST OG HVAÐA TÍMAMÓT ERU Í ÞROSKAFERLI BARNSINS.

Ritið útskýrir af hverju þetta þroskaferli er nauðsynlegt fyrir velferð barnsins í framtíðinni. Einnig koma fram grunn upplýsingar um algengustu einkenni sem gefa til kynna seinkun í þroska hjá ungum börnum. Foreldrar geta skrifað nafn, þyngd og fyrstu orðin á línurnar og merkt við það sem barnið getur gert á mismunandi þroskastigum.

Fyrstu árin í lífi barnsins eru mjög mikilvæg. Á meðan börnin okkar eru að vaxa og þroskast þá eru þau að takast á við síbreytilegan heim. Þau þurfa að hafa ýmsa færni til að ná árangri og að lifa farsælu lífi sem fullorðnir einstaklingar. Börn þurfa að geta séð, heyrt og hreyft sig á allan hátt. Einnig að skynja umhverfið sitt á réttan hátt í gegnum snertingu, lykt og með bragðlaukunum. Á þann hátt læra börnin að skilja heiminn í kringum sig. Ungabarn mun einn daginn fara í skóla og verða fullorðin manneskja. Til að börn geti lært að vinna með öðrum og tekið þátt í því sem lífið hefur upp á að bjóða þá verða þau að læra að eiga samskipti við mismunandi einstaklinga. Foreldrar geta notað þessa smábók sem gátlista til að sjá hvernig barnið þeirra er að þroskast. Ef einhver grunur vaknar um seinkun í þroska hjá barni er mikilvægt að foreldrar leiti aðstoðar fyrir barnið sitt sem fyrst.


0-3 MÁNAÐA

5

Ég get snúið höfði mínu til beggja hliða

Ég á auðvelt með að drekka

Þegar ég ligg á maganum get ég haldið höfði

Ég tek eftir hljóðum, andlitum og mynstrum

Mér finnst gaman í baði

Ég þekki hendurnar mínar

Ég bregst við brosi foreldra minna

Ég get opnað lófana mína

Ég get sagt “oooo” og “aaaaaa”

Þyngd og

le

Ég þekki rödd foreldra minna

ng

d 3 mánaða


6

3-6 MÁNAÐA Ég get snúið mér til beggja hliða Ég get velt mér af baki yfir á magann Ég get haldið á leikföngum mínum Ég nota báðar hendur mínar jafn mikið Augun mín geta fylgt hlutum eftir, t.d. leikfangi Ég get fært leikföng á milli handa Ég sef vært Ég veit úr hvaða átt ýmis hljóð koma Ef einhver talar við mig þá get ég svarað með einföldum hljóðum Ég get hermt eftir tjáningu foreldra minna (gleði, reiði, undrun) ngd og leng

d

Þy

6m ánaða


6-12 MÁNAÐA

7

Ég get dregið mig áfram á maganum Ég get setið án aðstoðar Ég haga mér öðruvísi með ókunnugum en foreldrum mínum Ég get fylgt fallandi leikfangi eftir með augunum Ég tek eftir því þegar einhver segir nafnið mitt Ég get slegið tveimur hlutum saman Ég tek eftir sjálfum mér í speglinum Ég get hermt eftir einföldum hljóðum eins og “mamamama” (babbla) Ég skil einföld fyrirmæli eins og „klappaðu lófunum”, “veifaðu” Ég borða með höndunum

d Þyng og len

Ég get skriðið

gd

12 mánaða


8

12-18 MÁNAÐA Ég get staðið upp án aðstoðar Ég get tekið upp litla hluti Ég bendi með vísifingri Ég get drukkið án aðstoðar Ég set hluti ofan í kassa og tek þá upp aftur Ég get gengið án aðstoðar Ég get bitið og tuggið mat Ég reyni að borða með skeið Ég hermi eftir dýrahljóðum Ég segi a.m.k. 5 orð á minn hátt

Þyn

gd og h

æ ð

18

mitt fyrsta orð var:

mánaða


18-24 MÁNAÐA

9

Ég borða fjölbreyttan mat Ég get tekið utan af litlum hlutum Ég get kropið og staðið upp án aðstoðar Ég get svarað spurningum með nei eða já Ég hef áhuga á því að vera með öðrum börnum Ég get byggt turn með 4 kubbum Mér finnst gaman að krota Ég get bent á að a.m.k. 5 líkamshluta Ég get kastað og gripið bolta

24

Þy

ng d o g h æð

Ég get leikið mér ein/n í a.m.k. 10 mínútur

mánaða


2-2,5 ÁRA

10

Ég get gengið upp stiga án aðstoðar Ég mynda einfaldar setningar Ég spyr „Hvað er þetta?” oft á dag Ég get nefnt að minnsta kosti 5 líkamshluta Mér finnst óþægilegt þegar ég pissa eða kúka í bleyjuna Ég veit að ég er sjálfstæður einstaklingur Ég get nefnt sjálfan mig (t.d. litla barnið) Ég get skrúfað hluti (t.d. opnað flösku) Ég kann að hoppa Ég get sparkað bolta Ég sýni öðrum samkennd (ef vinur minn grætur þá hugga ég hann)

ngd og h æð 2 ,5

Þy

ára

fyrsta setningin mín var:


2,5-3 ÁRA

11

Ég kann að flokka hluti eftir lit Ég get hermt eftir hreyfingum Ég reyni að klæða mig sjálf/ur Ég get leikið þykjustuleiki Ég læt vita þegar ég þarf að pissa eða kúka Ég geng upp og niður tröppur með sitt hvorn fótinn Ég get hoppað af þrepi án þess að meiða mig Ég kann að teikna línu Mér finnst gaman að leika við önnur börn Ég segi setningar með 3-4 orðum

Þyngd

og

Ég kann að setja mismunandi form á rétta staði á formbretti

ð 3 ára


12

3-4 ÁRA Fólk skilur það sem ég er að segja

Ég get tjáð tilfinningar mínar

Ég kann að nota klósett (hætt/ur með bleyju) Ég nota ímyndunaraflið með því að hafa hlutbundna hluti sem eitthvað annað (kubbur getur verið bíll) Ég get talið upp að þremur

Ég get klætt mig sjálf/ur án aðstoðar

Ég kann að hjóla á þríhjóli Ég get hermt eftir einföldum teikningum eins og línum og hringjum Ég get staðið á öðrum fæti í a.m.k. 1 sekúndu Ég get gengið upp og niður stiga og stigið með sitt hvorn fótinn í hvert þrep

Þyn

gd og h

æ ð 4á

ra


4-5 ÁRA

13

Ég kann að segja stuttar sögur og ljóð

Ég get nefnt helstu litina

Ég kann að teikna mismunandi hluti með ólíkum formum

Ég kann að hoppa áfram jafnfætis

Ég get leikið við önnur börn

Ég get talið upp að 10

Ég á vini

Ég kann að halda rétt á blýanti/lit

Ég hef valið ríkjandi hönd

Þyngd

og

Ég kann að fara í hlutverkaleik t.d þóst vera mamma eða pabbi

ð 5 ára


14

5-6 ÁRA Ég kann að hjóla á tvíhjóli Ég þekki magn hluta upp að 5 Ég þekki árstíðir og daga vikunnar Ég kann að nota gaffal, hníf (til að smyrja brauð) og skeið á réttan hátt Ég kann að svara „af hverju“ spurningum Ég kann að nota teninga fyrir borðspil Ég get hoppað á öðrum fæti og talið hversu oft ég hoppa Ég get leikið mér ein/n í a.m.k. 30 mínútur Ég tala ekki lengur eins og smábarn Ég er með frjótt ímyndunarafl ngd og hæ ð

Þy

6á ra


Ég er tilbúin að fara í grunnskóla þegar ég: Get teiknað manneskju Kann að fylgja reglum Get leikið og unnið með öðrum börnum Get unnið við verkefni í a.m.k. 10 mínútur í einu Get talið upp fleiri en 5 hluti eftir minni Get einbeitt mér í a.m.k. 30 mínútur Get verið í gagnkvæmum samskiptum við aðra Tala skýrt Þekki afstöðuhugtök (upp, niður, inni, úti, við hliðina o.s.frv.) Kann að nota aðra höndina þegar ég nota hluti (skeið, penna, tannbursta) Er sjálfstæð/ur og uppfylli frumþarfir mínar eins og að borða, drekka og fara sjálf/ur á salernið

15


16

Hvernig getur þú hjálpað mér? Foreldrar eru mikilvægustu manneskjurnar í lífi barnsins. Þeir skapa það umhverfi sem börnin vaxa og dafna í og þar sem þau öðlast sjálfstraust. Börn þurfa að fá tækifæri til að leika sér bæði innan- og utandyra við aðstæður sem hæfa aldri þeirra og þroska. Það er mikilvægt að foreldrar tali við börnin sín, gefi þeim tíma, rými og sjái til þess að þau fái fjölbreyttan efnivið til að leika sér með. Foreldrar eru lykilpersónur varðandi það að taka eftir hvernig barnið þeirra er að þroskast. Þeir ættu að veita því athygli ef barnið þeirra sýnir eftirfarandi einkenni: • Heldur á leikfangi eða bók of nálægt augunum EÐA hallar höfði þegar það er að ná fókus • Sýnir engin eða ýkt viðbrögð við hljóðum • Notar aðra hlið líkamans oftar en hina • Vill ekki snerta hluti með ákveðinni áferð • Notar engin eða fá orð og/eða skilur ekki þegar talað er við það • Myndar ekki augnsamband; horfir ekki þangað sem það bendir • Kýs að leika eitt og/eða sýnir hörku í hegðun gagnvart öðrum Ef þú hefur áhyggjur af barninu þínu, skalt þú kynna þér snemmtæka íhlutun og leita frekari aðstoðar.


Hvað er snemmtæk íhlutun? Með snemmtækri íhlutun er hægt að styðja við börn með seinkaðan þroska og fjölskyldur þeirra. Þegar barn sýnir merki um seinkun af einhverju tagi geta sérfræðingar í snemmtækri íhlutun framkvæmt nauðsynlegar skimanir. Niðurstöður skimananna veita sérfræðingum grunn til að byggja einstaklingsáætlun fyrir barnið á. Snemmtæk íhlutun er nauðsynleg þegar barnið sýnir ekki aldurssvarandi þroska á einu eða fleirum þroskasviðum: • • • • •

í hreyfingu í sjón eða heyrn í tali og tungumáli í félagsfærni og hegðun í vitsmunaþroska

Í snemmtækri íhlutun felst að styðja við fjölskylduna, bæði nánustu og þá stærri. Það felur í sér ráðgjöf og teymisvinnu sem bæði sérfræðingar og foreldrar þurfa að koma að. Það skiptir höfuðmáli að foreldrar hafi samband við sérfræðing sem fyrst ef þeir hafa áhyggjur af þroska barnsins. Því fyrr sem frávikin greinast, því fyrr er hægt að byrja að vinna með barnið. Snemmtæk íhlutun hjálpar barninu þínu að ná hámarks árangri til að lifa farsælu og sjálfstæðu lífi.

17


18

Slakur málþroski og ADHD Tal og tungumál þróast saman frá fæðingu. Þegar um frávik er að ræða, má sjá ýmsar vísbendingar um það: • • • • •

Bablar ekki Ekki farin/n að segja orð á aldrinum 1 – 1,5 árs Engar setningar á aldrinum 2,5 – 3 ára Notar rangar forsetningar eða engar Fylgir ekki einföldum fyrirmælum eða misskilur þau

Margar ástæður geta verið fyrir seinkun í málþroska. Það er nauðsynlegt að finna leið til að vinna með þá þætti sem barn á í erfiðleikum með, annars getur það leitt til námserfiðleika seinna þegar barnið er komið í skóla. ADHD er ein af algengustu röskunum hjá börnum. Það stendur fyrir ,,Attention Deficit Hyperactivity Disorder“ eða athyglisbrestur og ofvirkni. Algengustu einkenni hjá börnum eru: • • • • • • • •

Truflast auðveldlega og eru gleymin Erfiðleikar með að halda athygli Erfiðleikar með að klára verkefni Ofvirk og eirðarlaus Óskipulögð og eiga það til að týna hlutum Hvatvís Tilfinningalegur órói Hávær


Skynúrvinnsluvandi og einhverfa SKYNÚRVINNSLUVANDI

EINHVERFURÓF

Börn uppgötva veröldina í gegnum skynfærin og upplýsingarnar sem aflað er eru síðan skipulagðar af taugakerfinu. Þetta ferli gengur vel ef skynfærin (augu, eyru, snerting, upplýsingar frá eigin líkama o.s.frv.) virka rétt og ef barnið getur unnið rétt úr mótteknum áreitum.

Frávik í taugaþroska sem hefur áhrif á samskipti og hegðun barns. Fyrstu merki koma fram áður en barn nær 2ja ára aldri og gæti verið einhver eða öll þessi einkenni:

Hjá sumum börnum er þetta ferli öðruvísi, önnur atburðarás. Þau hafa tilhneigingu til að túlka veröldina á ólíkan hátt en önnur börn. Sum af þeim truflast við hljóð, sum tala of hátt eða eru sífellt að mynda há hljóð því þeim finnst það þægilegt. Önnur neita að snerta ákveðna hluti eða efni (t.d. sand) eða fikta sífellt í einhverju. Sum börn vilja alls ekki róla og önnur geta ekki hætt að hlaupa, hoppa eða snúa sér í hringi. Sum vilja ekki borða ákveðna tegund af mat því þau þola ekki áferð matarins í munninum. Börnin gera þetta ekki viljandi heldur er líkamsstarfsemi þeirra frábrugðin frá öðrum börnum.

• • • • • • • •

Forðast augnsamband Bendir ekki á áhugaverða hluti Notar ekki tungumál til samskipta Streitist á móti smávægilegum breytingum í venjum eða umhverfi Hefur takmörkuð áhugamál Sýnir endurtekna hegðun (rugg, snúningur, blaka höndunum o.s.frv.) Bregst óeðlilega við hljóðum, lykt, bragði, áferð eða ljósum Tapar niður færni í tali, babli eða félagsfærni sem áður var til staðar

Ef þú hefur áhyggjur skaltu láta sérfræðinga meta barnið. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun skilar jákvæðum árangri seinna í lífi fólks með einhverfu.

19


20

Mikilvægi hreyfingar AF HVERJU ER HREYFING MIKILVÆG FYRIR BARNIÐ ÞITT? Frá fæðingu er mikilvægt að fylgjast með þróun hreyfinga hjá börnum. Þróun hreyfinga er sambland margra þátta og tengsl milli taugakerfis og hreyfinga er þar mikilvægast. Fyrstu ár barnsins eru mjög mikilvæg fyrir myndun taugatenginga. Hreyfing stuðlar að líkamlegri, vitsmunalegri og félagslegri vellíðan, gleði, lipurð og sjálfstrausti. Umhverfi ungra barna þarf því að bjóða þeim upp á marga möguleika til að styrkja þessi tengsl. Með skynfærunum fimm getur barnið framkvæmt hreyfingar. Ef skynjunarferlið er hins vegar ekki eins og það á að vera mun framkvæmd hreyfingarinnar ekki vera rétt. Hreyfingarnar sýna hve samhljóða taugakerfið er og hvernig taugafræðilegar tengingar virka. Með því að ferðast um á maganum og að skríða getur barnið uppgötvað umhverfið, lært sjálfstæði og lært að hræðast. Longitudinal Complex Test er skimunarpróf sem mælir hreyfi- og taugaþroska. Út frá niðurstöðum þess er útbúin meðferð, annað hvort í hópi eða einstaklingsþjálfun.


Hvar getur þú leitað hjálpar • • • •

Í Ungverjalandi – www.bhrg.hu Í Slóvakíu – www.rata.sk Í Rúmeníu – www.bsjk.ro Á Íslandi »» Heilsugæslur - Local health center »» Heyrnar- og talmeinastöð - The National Hearing and Speech Institute of Iceland - hti.is »» Sérfræðiteymi leik- og grunnskóla - Local kindergartens or primary schools specialists »» Sjálfstætt starfandi sérfræðingar - Independent specialists »» Hreyfiland - Moveland movement therapy center - hreyfiland.is »» Sjónarhóll - Counselling Center for Parents of Children with Special Needs - sjonarholl.net.

BÓK SEM MÆLT ER MEÐ: • Carol Kranowitz: The-Out-of-Sync-Child VEFSÍÐA: • www.greining.is • www.heilsuvera.is

21


22

Um verkefnið 6 stofnanir frá Íslandi, Ungverjalandi, Rúmeníu og Slóvakíu mynduðu samstarf og Bio Trio verkefnið varð til. Markmiðið er að stuðla að góðum samskiptum milli barns með sérþarfir, foreldra og sérfræðinga sem annast barnið. Smábókin aðstoðar foreldra við að fylgjast með þroska barnsins þeirra og leita hjálpar ef þörf krefur. Neðangreindir þátttakendur verkefnisins hlutu þjálfun í samskiptum og samhyggð. Þeir sýndu verkefninu mikinn áhuga og fylgdu því vel eftir. Þjálfunin nýttist til að bæta samskiptin og útbúa smábók þessa. • • • • • •

Anita Madács (BHRG Stofun, Ungverjaland) – Verkefnastjóri Berglind Gréttarsdottir (Skólar ehf, Ísland) – Verkefnastjóri Brigitta Fazekas (Scheffler Stofun, Rúmenía) – Verkefnastjóri Jana Muranska (R.A.T.A, Slóvakía) – Verkefnastjóri Krisztina G. Agueda (HLI, Ísland) – Verkefnastjóri & Ritsjóri bæklingsins Rita Kárpáti (Natura Hungarica Foundation, Ungverjaland) – Yfirverkefnastjóri

Við viljum þakka kennurunum okkar tveimur fyrir þjálfun: Krisztina Zsiday Galgóczy og Sára Pásztor. Sérstakar þakkir fær Rita Kárpáti fyrir mikla aðstoð og skipulagningu á verkefninu. Takk fyrir stuðninginn Erasmus+

Co-funded by the Erasmus+ Programme of the European Union

Myndskreyting: Zita Major


Takk fyrir stuðninginn Blessed Scheffler Janos Center, Rúmenía

UN AH G

ICA AR

NATUR

BHRG, Ungverjaland

Natura Hungarica, Ungverjaland

R.A.T.A., Slóvakía

Skólar ehf, Ísland

HLI - Healthy Life and Integration, Ísland

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins styður við útgáfu þessa rits en er ekki ábyrg fyrir innihaldi þess sem endurspeglar einungis skoðanir höfunda, Framkvæmdastjórnin er ekki ábyrg fyrir upplýsingunum sem þar er að finna.

23



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.