Vodafone Amino 110 myndlykill - leiðbeiningar

Page 1

Amino 110 myndlykill leiรฐbeiningar


Tengi Amino 110 myndlykilsins

2

A

Rafmagnstengi. Til að endurræsa myndlykilinn að fullu þarf að taka snúruna úr þessu tengi.

B

Nettengi. Hér tengist netsnúra sem fer í ADSL-beininn eða ljósleiðaraboxið. Verður að tengja í Port 4 á ADSL-beininum eða TV1 eða TV2 á ljósleiðaraboxinu.

C

USB-tengi. Óvirkt.

D

Digital coax-tengi fyrir hljóðmerki í heimabíókerfi.

E

AV tengi. Hægt að tengja við SCART eða Composite (snúra fylgir ekki). Athugið: AV-tengið er viðkvæmt fyrir núningi og algengt að það skemmist í meðförum.

F

Inntak fyrir loftnetstengi, til að raðtengja myndlykla með loftnetssnúru.

G

Úttak fyrir loftnetstengi. Notist aðeins ef SCART eða Composite er ekki í boði.


Takk fyrir að velja Vodafone Sjónvarp Í þessum bæklingi eru einfaldar uppsetningarleiðbeiningar fyrir Amino 110 myndlykil Vodafone fyrir sjónvarp um ADSL- eða ljósleiðaratengingu. Farið er skref fyrir skref í gegnum það hvernig tengt er í fyrsta skipti, en einnig fylgja ábendingar varðandi helstu vandamál sem upp geta komið við tengingu, góð ráð fyrir notkun myndlykilsins og upplýsingar um fjarstýringuna. Við hvetjum þig til að fylgja leiðbeiningunum vandlega við tengingu myndlykilsins.

Í kassanum eru: »» Amino 110 myndlykill »» Standur fyrir Amino myndlykil »» Rafmagnssnúra með spennubreyti »» SCART-snúra, sem tengir myndlykilinn við sjónvarp »» Fjarstýring »» Rafhlöður fyrir fjarstýringu

3


Svona tengir þú myndlykilinn:

2 3

1

AV

netsnúra

rafmagnssnúra

1 SCART-snúra

SCART

Tengið myndlykilinn við sjónvarp með SCART-snúrunni sem fylgir með. SCART-tengi gefur bestu myndgæðin. Einnig er hægt að tengja með Composite eða hefðbundinni loftnetssnúru (fylgja ekki með). Composite snúrur fást m.a. í verslunum Vodafone. Loftnetssnúrur má fá í raftækja- og byggingavöruverslunum. Athugið: AV-tengið er viðkvæmt fyrir núningi og algengt að það skemmist í meðförum.

4

Loftnetssnúra


Vodafone-beinir

Telsey-Ljósleiðarabox

ETHERNET-4 LAN4/TV

TV1 eða TV2 Zhone beinir

2

ADSL

Ef þú ert með ADSL-tengingu tengir þú myndlykilinn við netbeini (router) með netsnúru. Ef þú ert með Zhone beininn tengir þú myndlykilinn við Ethernet 4 tengi beinisins. Ef þú ert með hvíta Vodafonebeininn tengir þú í LAN4/TV tengi beinisins. Ef þú ert með svarta ZyXEL-beininn tengir þú við ETHERNET-4.

2

Ljósleiðari

Ef þú ert með ljósleiðaratengingu tengir þú myndlykilinn EKKI við netbeini, heldur við TV1- eða TV2tengi Telsey-boxins með netsnúru.

3 Tengið myndlykilinn við rafmagn. Passið að víxla ekki straumbreyti beinis og myndlykils. Myndlykill er allt að 15 mínútur að keyra sig upp í fyrsta skipti. Takið hann alls ekki úr sambandi við rafmagn eða net á meðan á uppsetningu stendur, né notið fjarstýringuna. Þegar uppsetningu er lokið sérð þú merki Vodafone Sjónvarps með því að stilla sjónvarpið þitt á rétt inntak með fjarstýringu sjónvarpstækisins (HDMI, AV eða annað).

5


Algeng vandamál við tengingu og tillögur að lausn Algengustu villur við fyrstu tengingu myndlykilsins lýsa sér í því að myndlykillinn nær ekki sambandi við beininn (ADSL) eða netangaðgstæki (ljósleiðari). Þá skal gera eftirfarandi:

ADSL:

Ljósleiðari:

»» Athugaðu hvort ljós séu við netkapalinn aftan á myndlykli. Annað á að vera stöðugt grænt ljós og hitt á að vera gult blikkandi ljós.

»» Athugaðu hvort ljós séu við netkapalinn aftan á myndlykli. Annað á að vera stöðugt grænt ljós og hitt á að vera gult blikkandi ljós.

»» Ef engin ljós birtast eða bara annað ljósið skaltu athuga hvort myndlykillinn sé tengdur í rétt tengi á netbeininum (sjá bls. 4 og 5 hér á undan).

»» Ef engin ljós birtast eða bara annað ljósið skaltu athuga hvort netkapallinn sé tengdur í rétt tengi á myndlykli og í TV1- eða TV2-tengi í ljósleiðaraboxi. Athugið að EKKI sé tengt í hvíta Vodafone-beininn.

»» Ef það virkar ekki skaltu prófa annan netkapal. »» Prófaðu að endurræsa netbeininn, bíða í tvær mínútur og endurræsa svo myndlykilinn með því að taka hann úr sambandi við rafmagn og stinga aftur í samband.

6

»» Ef það virkar ekki skaltu prófa annan netkapal. »» Prófaðu að endurræsa ljósleiðaraboxið, bíða í tvær mínútur og endurræsa svo myndlykilinn með því að taka hann úr sambandi við rafmagn og stinga aftur í samband.


Góð ráð fyrir Vodafone Sjónvarp Staðsetning myndlykils Myndlykillinn hitnar við notkun og því á ekki að geyma hann í þröngu, lokuðu rými. Ef fjarstýringin virkar ekki er gott að byrja á að ýta á STB hnappinn og prófa aftur. Einnig getur verið gott ráð að slökkva á birtuskynjara í sjónvarpstæki eða færa myndlykilinn lengra frá sjónvarpinu. Áskrift að stöðvum Með Amino 110 færðu aðgang að öllum opnum sjónvarpsrásum og getur pantað efni á Leigunni. Ef óskað er eftir áskrift að læstum sjónvarpsrásum þarf að panta hana hjá þjónustuveri 365 miðla, í síma 512 5100 eða á stod2.is. Áskrift að SkjáEinum og SkjáGolfi má panta hjá Skjánum í síma 595 6000 eða á skjarinn.is. Leigan Þegar þú pantar þér mynd á Leigunni getur þú horft á hana eins oft og þú vilt næstu 48 klukkustundirnar. Hægt er að stöðva mynd og setja hana af stað síðar, spóla fram og til baka í myndinni eða byrja áhorf frá byrjun. Þeir sem ekki hafa notað Leiguna áður geta byrjað að prófa sig áfram með því að panta sjónvarpsefni sem er í boði án endurgjalds, t.d. fréttir eða einhverja af myndunum í efnisflokknum „Frítt efni“. Hafðu samband: Ef þú hefur spurningar um Vodafone Sjónvarp eða þarft aðstoð skaltu ekki hika við að hafa samband. Þú getur haft samband við þjónustuver okkar í síma 1414 eða með netspjalli í gegnum vefinn www.vodafone.is. Þar getur þú einnig pantað símtal og látið tæknimann okkar hringja í þig þegar þér hentar.

7


Slökkva/kveikja Til að endurræsa að fullu þarf að aftengja rafmagnið aftan á myndlyklinum.

STB hnappur Smelltu á STB hnappinn til að stilla fjarstýringuna á að stjórna Vodafone myndlyklinum. Þessi hnappur (eða TV hnappurinn) ljómar þegar smellt er á aðra hnappa eftir því hvor þeirra er virkur.

Last CH hnappur Fer með þig aftur á síðustu stöð sem var stillt á.

VOL + og Stillir hljóðstyrk sjónvarpsins þegar búið að stilla inn á rétta tegund sjónvarpstækis.

TV hnappur Notaður til að stilla fjarstýringuna á að stjórna sjónvarpstæki þínu. Þú getur hækkað/lækkað, slökkt á hljóðinu (mute), skipt um stöðvar sjónvarpstækinu, kveikt á textavarpinu og valið AV-inngang. Leiðbeiningar um hvernig þú stillir fjarstýringuna á þitt sjónvarp er að finna á vodafone.is/fjarstyring

MUTE og AV Virkir þegar búið er að stilla inn rétta tegund sjónvarps.

CH + og Til að skipta um stöðvar.

Menu-hnappur Kveikir á aðalvalmynd.

Afspilunarhnappar Spóla áfram/afturábak, pása, spila eða stöðva afspilun.

OK og örvahnappar Flettir á milli valmynda.

Litahnappar Fletta upp, niður eða til hægri, vinstri um heila skjámynd í dagskránni og Leigunni.

Refresh og Home hnapparnir eru ekki notaðir.

Vodafone Skútuvogi 2 104 Reykjavík Sími 1414 vodafone.is

Viðmótið sýnir ávallt hvaða virkni er á lita­hnöppum. Með þeim gula leigir þú myndir í Leigunni og með þeim rauða lokar þú valmyndinni.

12 03 01

Pg Up, Pg Down, Pg Back og Pg Fwd


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.