Víkurfréttir 38. tbl. 41. árg.

Page 1

4 síðna blaðauki !

1.790 KR.

Sport

PIZZUR MÁNAÐARINS

DOMINOS.IS | DOMINO’S APP

Miðvikudagur 7. október 2020 // 38. tbl. // 41. árg.

Agnar fer á fjöll Hlaðnar silfri upp í efstu deild! Kvennalið Keflavíkur hefur tryggt sér sæti í Pepsi Maxdeild kvenna að ári. Þær eru silfurhafar Lengjudeildarinnar. Sjá nánar íblaðauka um íþróttir með Víkurfréttum í dag.

JÓN AXEL Í TOPPMÁLUM

Stoppaður með stolið vegabréf Á LEIÐ TIL MANCHESTER

300 milljónir króna í menntanet á Suðurnesjum frá ríkinu „Erum með augun á Suðurnesjum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að leggja til að komið yrði á fót menntaneti á Suðurnesjum í samstarfi við menntastofnanir á svæðinu til að efla náms- og starfsúrræði fyrir atvinnuleitendur. Fyrirhugað er að ráðstafa allt að 300 millj. kr. til kaupa á þjónustu hjá menntanetinu sem hluti af átakinu Nám er tækifæri. Þá hefur verið ákveðið að styrkja þær námsleiðir sem í boði eru hjá Keili gegn því að sveitarfélögin á Suðurnesjum komi jafnframt inn með fjármuni á móti. Stjórnvöld hafa að undanförnu átt samtöl við forsvarsmenn sveitarfélaga, landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurnesjum, menntastofnanir og atvinnurekendur á svæðinu með það að markmiði að koma fram með aðgerðir sem taki mið af stöðu vinnumarkaðarins en atvinnuleysi á svæðinu fór hæst í kringum 25% eftir að faraldurinn hófst en var í september í kringum 17%. „Við erum með augun á Suðurnesjum núna. Það er engin spurning. Við áttum mjög góðan fund með bæjarstjórum sveitarfélaganna ný-

lega þar sem farið var yfir ýmsa möguleika og verkefni og það má segja að þetta menntaúrræði sé það fyrsta sem kemur úr því. Einnig að styrkja rekstur Keilis sérstaklega en þar koma sveitarfélögin einnig með í það. Við vitum hvernig ástandið er á svæðinu í atvinnumálum og erum að skoða fleiri úrræði í þeim efnum, m.a. hugmyndir sem hafa komið frá heimamönnum. Þar má nefna hafnamál, samgöngumál, frumkvöla-

starfsemi og fleira,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við Víkurfréttir. Katrín segir að það sé einnig horft til þess hvernig hægt sé að auka fjárfestingu einkaaðila samhliða því að tryggja félagslegs og menntaúræði, nýsköpun, ný tækifæri og hraða verkefnum. „Við erum líka að hvetja til einkafjárfestingar í grænni umbreytingu með möguleika á ívilnunum í slíkum verkefnum,

þar sem horft er til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar eru mörg ónýtt tækifæri, til dæmis í grænmetisframleiðslu. Við erum bara að framleiða lítið af því sem við borðum,“ sagði forsætisráðherra. Menntamálaráðherra mun stýra þessu nýja menntaneti í samvinnu við heimamenn en forsætisráðherra sagði að svona verkefni hafi verið gert víðar með góðum árangri.

GOTT VERÐ alla daga

Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn

Combo tilboð

218

Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

kr/combo

Kókómjólk 1/4 ltr og kleinuhringur

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Taka 8,4 milljarða króna að láni Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að Reykjanesbær taki lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 8,4 milljarðar króna til allt að 40 ára til að fjármagna uppgreiðslu láns Reykjanesbæjar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Tekjur Reykjanesbæjar eru til tryggingar á láninu en bæjarstjóra hefur verið falið að vinna áfram í málinu.

Bjóða frestun á greiðslu gjalda Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að bjóða ferðaþjónustufyrirtækinu Vogasjóferðum ehf. gjaldfrest á hafnargjöldum félagsins, á sambærilegan hátt og veittur hefur verið gjaldfrestur á fasteignagjöldum lögaðila í ferðaþjónustu. Gjaldfresturinn er veittur til sex mánaða. Vogasjóferðir ehf. höfðu sent bæjaryfirvöldum erindi með beiðni um niðurfellingu hafnargjalda Særósar GK, sem er ferðaþjónustuskip sem gert er út frá höfninni í Vogum.

Loftrýmisgæsla Bandaríkjamanna að hefjast Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á næstu dögum með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Allt að 250 liðsmenn flughersins taka þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins í Uedem í Þýskalandi (Combined Air Operations Center) og eistneska flughernum. Flugsveitin kemur til landsins frá Bretlandi með allt að fjórtán F15 orrustuþotur.

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 9. til 16. október ef veður leyfir. Framkvæmd verkefnisins verður með sama hætti og áður auk þess sem hún verður í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Fyrstu liðsmenn sveitarinnar komu til landsins í síðustu viku. Strangari ráðstafanir eru gerðar vegna komu sveitarinnar en almennt gildir

um ferðamenn sem koma til landsins því auk landamæraskimana fara allir í tveggja vikna vinnusóttkví (B-sóttkví) að lokinni fyrstu skimun. Flugsveitin kemur til með að hafa aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki fyrir lok mánaðarins. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia.

7,6 milljarða tap á rekstri Isavia fyrstu sex mánuðina Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) á fyrri helmingi ársins 2020 var neikvæð um 5,3 milljarða króna samanborið við neikvæða rekstrarafkomu upp á 942 milljónir króna árið á undan. Áhrif kórónuveirunnar voru veruleg á rekstur félagsins á fyrri helmingi ársins og nam samdráttur í tekjum frá sama tímabili í fyrra um 9,6 milljörðum króna eða 53%. Ef horft er eingöngu til annars ársfjórðungs nam tekjusamdráttur milli ára um 77% fyrir samstæðu Isavia en 97% ef horft er til reksturs móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar. Félagið hefur gripið til verulegra hagræðingaaðgerða til að mæta tekjusamdrættinum en áhrifa þeirra mun gæta á síðari hluta ársins. Engu að síður lækkaði rekstrarkostnaður um 12,4% milli fyrri helmings árs 2019 og 2020 sem má að stærstum hluta rekja til aðgerða sem félagið greip til í kjölfar falls Wow air í lok fyrsta ársfjórðungs á síðasta ári og áhrifa af kyrrsetningu Boeing 737-MAX flugvéla Icelandair. Heildarafkoma tímabilsins var neikvæð um 7,6 milljarða króna samanborið við neikvæða afkomu um 2,5 milljarða króna fyrir sama tímabil í fyrra en inn í þeirri afkomu var niðurfærsla upp á um 1,9 milljarð króna vegna falls Wow air. „Áhrif kórónuveirunnar á rekstur flugvalla og flugleiðsöguþjónustu hafa verið veruleg og ber afkoman hjá samstæðu Isavia þess merki,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Við höfum gripið til umfangsmikilla aðgerða til að mæta þessum áhrifum og höfum m.a. því miður neyðst til þess að segja upp fjölda

starfsmanna hjá móðurfélaginu og í Fríhöfninni ásamt því að skerða starfshlutföll starfsmanna hjá samstæðunni. Við búum okkur undir að flugumferð fari jafnvel ekki af stað á ný fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs næsta árs. Þannig lítur þetta út í dag. Afkomuspá okkar gerir nú ráð fyrir að heildarafkoma samstæðu Isavia verði neikvæð um 13-14 milljarða króna á árinu 2020 og að áhrif kórónuveirunnar geti því numið um 15-16 milljörðum króna á heildarafkomuna. Aftur á móti er sjóðstaða félagsins sterk og við ráðum við að vera tekjulaus á Keflavíkurflugvelli fram á næsta vor án þess að sækja viðbótar fjármögnun. Við gerum þó ráð fyrir í okkar áætlunum að sækja nýtt fjármagn inn í félagið til að geta viðhaldið okkar umsvifum til næstu ára.“ Þrátt fyrir gríðarmikil áhrif kórónuveirunnar á rekstur Isavia og ferðaþjónustunnar í heild þá telur félagið að mikil tækifæri séu til staðar fyrir

Ísland og innlenda ferðaþjónustu þegar flug hefst á ný: „Við sáum í sumar að það er mjög mikill áhugi hjá ferðamönnum að heimsækja Ísland og þá kom það okkur í rauninni á óvart hversu hratt flugfélög fjölguðu ferðum þegar byrjað var að skima fyrir veirunni á Keflavíkurflugvelli í júní,“ segir Sveinbjörn. „Ferðamenn munu að okkar mati sækja heim áfangastaði sem bjóða upp víðáttu og hreinleika, þannig að við teljum að Ísland verði eftirsóttur áfangastaður þegar flug hefst á ný. Við sjáum líka mikil tækifæri til að styrkja samkeppnisstöðu Keflavíkurflugvallar sem tengiflugvallar milli Evrópu og Norður-Ameríku. Þá má ekki gleyma því að það flugfélag sem hefur nýtt flugvöllinn sem tengiflugvöll tryggði sér nýverið mikilvæga fjármögnun. Þó að staðan núna sé afar krefjandi megum við ekki missa sjónar á þeim miklu möguleikum sem við höfum til framtíðar,” segir Sveinbjörn.

Öll blöðin frá 1980 og til dagsins í dag á timarit.is


ÓDÝRT OG LJÚFFENGT Í NETTÓ! Hringskorinn grísabógur

KLIKKAÐ VERÐ!

Ð VSPER RENGJA!

399

KR/KG ÁÐUR: 927 KR/KG

-44%

-53%

-57%

-47%

-59%

BILUÐ BOMBA!

Bæonne skinka

Hamborgarhryggur

KR/KG ÁÐUR: 2.119 KR/KG

KR/KG ÁÐUR: 1.784 KR/KG

996

999

MEIRIHÁTTAR SKYNDIBITI! síðan 1986

Bleikjuflök með roði Sjávarklasinn

Lambafille 2 stk saman

984

2.967

KR/KG ÁÐUR: 2.399 KR/KG

KR/KG

ÁÐUR: 5.599 KR/KG

NÝTT!

-15%

-20%

-20% Kjúklingaborgarar með brauði - 4 stk

1.487 ÁÐUR: 1.859 KR/PK

KR/PK

Ananas Gold Del Monte

Pulled pork með brauði - 4 stk

220

2.079 ÁÐUR: 2.599 KR/PK

-50%

KR/KG ÁÐUR: 439 KR/KG

KR/PK

Hrossagúllas Kjötbankinn

-40%

1.079

KR/KG ÁÐUR: 1.799 KR/KG

Tilboðin gilda 8. — 11. október

Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Bæjarskrifstofur Suðurnesjabæjar með skertan opnunartíma vegna Covid-19 Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar hefur yfirfarið hertar reglur um sóttvarnir. Sem fyrr er lögð áhersla á órofna starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins. Aðgerðastjórn hefur ákveðið að eftirfarandi breytingar á starfsemi gildi frá og mánudeginum 5. október 2020, þar til annað verður ákveðið: Opnunartími ráðhúsanna í Garði og Sandgerði verður alla virka daga kl. 11:00–13:00 og gildir það í óákveðinn tíma. Einstaklingar sem koma í ráðhúsin notist við andlitsgrímur sem verða til afnota í afgreiðslum. Jafnframt verður gestum óheimill aðgangur að skrifstofurýmum og kaffistofum starfsfólks, nema í sérstökum tilfellum og undir leiðsögn viðkomandi starfsmanna. Íbúum og þeim sem eiga erindi við starfsfólk í ráðhúsum er bent á að notast við síma eða tölvupóst. Einnig er hægt að bóka sér-

staka viðtalstíma við einstaka starfsmenn eftir ástæðum. Líkamsræktarstöðvum í íþróttamiðstöðvum Suðurnesjabæjar hefur verið lokað. Gestafjöldi í sundlaugar fer eftir reglum um fjölda sem miðast við 50% af gestafjölda samkvæmt starfsleyfum. Starfsemi leik- og grunnskóla Suðurnesjabæjar verður með óbreyttu sniði. Starfsemi fjölskyldusviðs í Vörðunni í Sandgerði hefur verið skipt upp en einstaklingum sem eiga erindi við starfsfólk fjölskyldusviðs er bent á að hafa samband um síma eða tölvupóst. Ef ákvarðanir verða teknar um frekari breytingar á starfsemi Suðurnesjabæjar verður þeim komið á framfæri á heimasíðu sveitarfélagsins. Þær ráðstafanir sem nú gilda eru tímabundnar, segir á vef sveitarfélagsins.

Suðurnesjabær:

Rannsóknir á innsiglingunni til Sandgerðis hefjist sem fyrst Dýpkun Sandgerðishafnar í tengslum við aðgerðaáætlun stjórnvalda var til umræðu á síðasta fundi Hafnarráðs Suðurnesjabæjar. Í afgreiðslu ráðsins segir að hafnarráð leggur áherslu á að vinna við rannsóknir á innsiglingu hafnarinnar hefjist sem fyrst.

Fagna fjölþætt heilsueflingu 65 ára og eldri Íþrótta- og tómstundaráð Suðurnesjabæjar fagnar því að verkefnið um fjölþætta heilsueflingu 65 ára og eldri sé komið til umræðu í Suðurnesjabæ og hvetur til þess að það fái brautargengi í fjárhagsáætlunarvinnunni sem framundan er.

Bjóði upp á æfingar í Sandgerði og Garði Samstarfssamningur milli körfuknattleiksdeildar Reynis og Suðurnesjabæjar var til umræðu á síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs Suðurnesjabæjar. Ráðið hvetur körfuknattleiksdeild Reynis til að bjóða upp á æfingar í báðum bæjarhlutum til að gæta jafnræðis á milli bæjarkjarna.

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

HÖRÐUR STEINÞÓRSSON, Engjadal 4, Reykjanesbæ,

lést á krabbameinsdeild Landsspítalans laugardaginn 26. september. Úförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Már Eyfjörð Harðarson Fanney Guðrún Magnúsdóttir Helgi Þór Harðarson María Ingibjörg Ragnarsdóttir Sigfús Benóný Harðarson Gyða Sigurðardóttir Rafnkell Jónsson Pálína Hildur Sigurðardóttir Lilja Berglind Jónsdóttir Lars Dalton Hadberg Barnabörn og barnabarnabörn.

Frá Sandgerðishöfn.

Hafnarráð Suðurnesjabæjar:

Gerir alvarlegar athugasemdir við reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla – gengið í þveröfuga átt miðað við stöðugar tækniframfarir Í drögum að breytingum á reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla, sem nú er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, er gert ráð fyrir að íþyngja verulega rekstri og starfsemi fiskihafna. Þær breytingar á reglugerðinni sem um ræðir munu hafa í för með sér breytingar á fyrirkomulagi og umgjörð á vigtun sjávarafla á hafnarvog. Í því felst meðal annars krafa um aukinn mannafla og tækjabúnað hafna sem mun hafa í för með sér aukinn rekstrarkostnað upp á milljónir króna. Slíkur aukinn rekstrarkostnaður mun því bætast við mjög erfiða rekstrarstöðu Sandgerðishafnar. Þetta segir í afgreiðslu hafnarráðs frá síðasta fundi þess. Hafnarráð Sandgerðishafnar gerir alvarlegar athugasemdir við þau áform sem birtast í tillögum um breytingar á fyrrgreindri reglugerð og munu valda óviðráðanlegum kostnaðarauka í rekstri hafnarinnar. Hafnarráð bendir á að nú þegar þarf Sandgerðishöfn að bera mikinn kostnað vegna þjónustu við Fiskistofu við skráningu og endurskráningu afla sem fer um hafnarvogina. Hafnarráð telur að skoða þurfi alvarlega hvort eðlilegt sé að rekstur hafnarinnar

eigi að bera þann kostnað sem hlýst af þeirri vinnu sem unnin er fyrir Fiskistofu að því leyti. Hafnarráð bendir á að í framangreindum drögum að breytingum á reglugerðinni er gengið í þveröfuga átt miðað við stöðugar tækniframfarir og möguleika sem í þeim felast. Sú tækni sem nú þegar er til staðar ætti að gefa möguleika á að byggja upp nýtt fyrirkomulag við vigtun sjávarafla sem væri mun hagkvæmara en núverandi fyrirkomulag,

Eignir Litla leikfélagsins verða Menningarsjóður Suðurnesjabæjar

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir og afi,

BJÖRN RAGNARSSON Hringbraut 57, Reykjanesbæ,

lést föstudaginn 25. september. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju 8. október klukkan 13:00. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarreikning Kattholts. Kt. 550378-0199, reikningur 113-26-000767 Guðmundur Örn Björnsson Ingibjörg Hallgrímsdóttir Leifur Smári Guðmundsson Þórhallur Björnsson Guðbjörn Friðbjörnsson

svo ekki sé talað um þær breytingar sem lagðar eru til á reglugerðinni og munu valda mjög auknum kostnaði. Hafnarráð skorar á Hafnasamband Íslands að beita sér af fullu afli gegn þeim breytingum sem lagðar eru til á reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla. Jafnframt er skorað á Hafnasamband Íslands að beita sér fyrir því að tekið verði upp fyrirkomulag fjarvigtunar hjá öllum höfnum, sem verði fjármagnað og þjónað af fiskveiðieftirliti Fiskistofu fyrir hönd ríkisins. Slíkt fyrirkomulag mun auðvelda Fiskistofu hlutverk sitt við eftirlit með umgengni um nytjastofna sjávar og fiskveiðar en jafnfram gefa höfnum í landinu möguleika til hagræðingar og nýta þar með bestu fáanlegu tækni hverju sinni, öllum til hagsbóta.

Bergný Jóna Sævarsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, og Bragi Einarsson, fyrir hönd Litla leikfélagsins, undirrituðu samkomulagið.

Samkomulag á milli Suðurnesjabæjar og Litla leikfélagsins um stofnun Menningarsjóðs Suðurnesjabæjar var undirritað í vikunni. Tilurð samkomulagsins er að Litla leikfélagið, sem var starfandi í Garði, hefur hætt starfsemi sinni og var ósk félagsins að fjármagn í eigu þess renni til menningarmála í Suðurnesjabæ. Samkomulagið var kynnt bæjarráði í síðustu viku þar sem bæjarráð fól bæjarstjóra að móta reglur fyrir sjóðinn. Sjóðnum er ætlað að efla listaog menningarlíf í Suðurnesjabæ og verður hægt að sækja um í sjóðinn eftir ákveðnum reglum. Gert er ráð fyrir að úthlutun styrkja verði í höndum ferða-, safna- og menningarráðs en reglur um sjóðinn verða kynntar nánar þegar þær hafa verið samþykktar af bæjarstjórn.


BETRI LEIKFÖNG HJÁ OKKUR!

Café Café

AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG LAUGAVEGI • AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG LAUGAVEGI • AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM

Austurstræti 18 Austurstræti 1811 Skólavörðustíg Skólavörðustíg Laugavegi 77 11 Laugavegi 77 Hallarmúla 4 Hallarmúla16, 4 Mjódd Álfabakka Álfabakka 16, Mjódd

Kringlunni norður Kringlunnisuður norður Kringlunni Kringlunni suður Smáralind Smáralind - Strandgötu 31 Hafnarfirði Hafnarfirði - Strandgötu Keflavík - Krossmóa 4 31 Keflavík - Krossmóa 4

Akureyri - Hafnarstræti 91-93 Akureyri - Dalbraut Hafnarstræti Akranesi 1 91-93 Akranesi - Dalbraut 1 2 Ísafirði - Hafnarstræti Vestmannaeyjum - Bárustíg 2 Ísafirði - Hafnarstræti 2 Vestmannaeyjum - Bárustíg 2 Húsavík - Garðarsbraut 9 Húsavík - Garðarsbraut 9

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is 540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

GRINDAVÍK

Stígur vestur að golfvelli við Grindavík Óskað hefur verið eftir viðauka að upphæð 23 milljónir króna vegna göngu- og hjólastígs frá Grindavík að undirgöngum við golfvöll. Gert var ráð fyrir tólf milljónum króna í verkefnið á þessu ári en verkefnið er unnið með Vegagerðinni. Bæjarráð Grindavíkur lagði á dögunum til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

Snillitímar í Gerðaskóla tilnefndir til menntaverðlauna

Viðhald á reiðvelli og reiðvegum Viðhald á reiðvelli og reiðvegum var til umræðu á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur. Bæjarráð hafði lagt til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka vegna hestamannafélagsins Brimfaxa. Viðaukinn felur í sér að rekstrarstyrkur til Brimfaxa árið 2020 hækkar um 1,9 milljónir króna sem fjármagnaður verði með lækkun á liðnum „Hesthúsasvæði: Uppbygging reiðvallar“ á fjárfestingaáætlun Grindavíkurbæjar. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

Samþykktu jafnréttisáætlun samhljóða Ný jafnréttisáætlun Grindavíkurbæjar, ásamt aðgerðaráætlun, var lögð fyrir bæjarstjórn Grindavíkur á síðasta fundi til staðfestingar. Bæjarstjórn staðfesti jafnréttisáætlun Grindavíkurbæjar samhljóða.

Frá kynningu á verkefnum úr snillitímum í Gerðaskóla. Myndir af vef skólans.

Snillitímar í Gerðaskóla, þróunarverkefni sem beinist að því að efla frumkvæði nemenda í námi með því að gefa þeim kost á að fást við skapandi verkefni á eigin áhugasviði hafa verið tilnefndir til Íslensku menntaverðlaunanna 2020 undir liðnum Framúrskarandi þróunarverkefni. Bryddað var upp á Snillitímum í Gerðaskóla fyrir tveimur árum að frumkvæði eins kennara við skólann. Markmið verkefnisins er að efla frumkvæði nemenda, sköpunargáfu og færni í að nota mismunandi efni, verkfæri og miðla. Í byrjun voru snillitímarnir fyrir nemendur á miðstigi en á þessu skólaári er verið að þróa snillitíma með nemendum á yngsta stigi. Snillitímar eru á stundatöflu tvisvar í viku, alls fjórar kennslustundir. Námið fer fram í verkgreinastofum, kennslustofum nemenda og í sal skólans. Í snillitímunum velja nemendur sér viðfangsefni út frá eigin áhuga og með það að markmiði að úr verði afurð sem þeir kynna

fyrir öðrum í lokin. Þeir afla sér upplýsinga um viðfangsefnið og halda utan um vinnuferlið með nokkurs konar skýrsluskrifum. Nemendur þurfa að verða sér úti um verkfæri og efnivið til þess að búa til afurð og hafa frelsi til þess að velja og útfæra verkefnið eins og þeir vilja. Það er leyfilegt að gera mistök og gengið út frá því að nemendur dragi ályktanir og lærdóm út frá þeim. Yfir veturinn er haldin kynning í tvö til þrjú skipti þar sem nemendur sýna og segja frá verkefnum sínum, bæði því sem heppnaðist vel og því sem ekki tókst sem skyldi. Foreldrum og öllum áhugasömum í nærsamfélagi skólans er boðið á kynninguna.

Foreldri við skólann lýsir verkefninu með þessum orðum: „Sem foreldri hef ég fylgst með [barni mínu] blómstra í verkefnavinnu og fyllast stolti þar sem [hann/hún] kynnir verkefni sín. Á kynningunum fá foreldrar og aðrir áhugasamir tækifæri til þess að heimsækja skólann sem styrkir tengsl heimila og skóla. Nemendur eru hvattir til þess að biðja fjölskyldu og vini um aðstoð við efnisöflun sem gefur samfélaginu tækifæri til að tengjast

námi nemenda. Skólinn á hrós skilið fyrir að gefa verkefninu fastan sess í stundaskrá og gefa verkefninu færi á að þróast og verða hluti af skólastarfinu. Sem foreldri hef ég séð mikinn mun á áhuga [barnsins míns] á náminu eftir að verkefnið hófst. Snillitímar ýta undir skapandi hugsun og nýsköpun og [barnið mitt] fær tækifæri til þess að efla listræna hæfileika sína og styrkja í leiðinni lestur, ritun, upplýsingalæsi, rökhugsun og svona mætti lengi telja.“ Verkefnið var styrkt af Sprotasjóði og í samantekt til sjóðsins var verkefninu lýst á eftirfarandi hátt: „Snillitímar eru stórkostlegt verkfæri sem gefa nemendum tækifæri til að njóta sín á eigin forsendum við nám.“

Móttaka VSFK lokuð! Á meðan neyðarstig varir vegna útbreiðslu COVID-19 munu stéttarfélögin Krossmóa 4 eingöngu veita félagsmönnum fjarþjónustu. Þetta er gert með velferð félagsmanna að leiðarljósi. Öllum fyrirspurnum er svarað í síma 421-5777. Eins má senda fyrirspurnir á netföngin vsfk@vsfk.is og á Facebook-síðu VSFK og þeim verður svarað svo fljótt sem unnt er. Umsóknir er hægt að skilja eftir í póstkassa félagsins á 1. hæð. Þjónustuþegar VIRK eru beðnir að hafa samband við ráðgjafa sína í gegn um síma eða með tölvupósti.

Grímuskylda í Strætó Frá og með síðasta mánudegi þurfa þeir sem ferðast með strætisvögnum hjá Reykjanesbæ að nota andlitsgrímur á meðan ferðinni stendur. Þetta á ekki við um börn fædd 2005 og seinna. Þeim viðskiptavinum sem ekki bera andlitsgrímur er óheimilt að nýta sér almenningssamgöngur. Viðskiptavinir munu þurfa að útvega sér eigin andlitsgrímur og skulu þær hylja nef og munn. Þá eru farþegar beðnir um að nota strætó-appið eða strætókort til þess að greiða fargjaldið. Strætó hjá Reykjanesbæ brýnir jafnframt fyrir farþegum að huga að hreinlæti og sóttvörnum og ferðast ekki með vögnunum ef þeir finna fyrir flensueinkennum.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins:

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

www.vsfk.is Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 7

Ný skoðunarstöð Aðalskoðunar við Njarðarbraut 11 a í Reykjanesbæ.

Pálmi Hannesson stöðvarstjóri Aðalskoðunar í Reykjanesbæ.

Tvöfalda afkastagetu í nýrri skoðunarstöð Aðalskoðunar í Reykjanesbæ Aðalskoðun hefur flutt starfsemi skoðunarstöðvar sinnar í Reykjanesbæ í nýtt húsnæði að Njarðarbraut 11a. Með nýrri skoðunarstöð verður afkastagetan tvöfölduð. Í nýju skoðunarstöðinni verða tvær skoðunarlínur í stað einnar sem var á gamla staðnum. Fyrsta hálfa mánuðinn verður þó eingöngu önnur línan starfrækt því búnaður úr gömlu stöðinni verður uppfærður og honum komið fyrir í nýja húsnæðinu. Pálmi Hannesson er stöðvarstjóri Aðalskoðunar í Reykjanesbæ. Hann var að vonum kátur með breytingarnar og nýja húsnæðið. Öll vinnuaðstaða í skoðunarsalnum er til mikilla

bóta. Önnur skoðunarlínan er með gryfju og þar verður hægt að taka inn stærri ökutæki og eftirvagna en áður. Þannig er t.a.m. auðveldara núna að koma stærri húsbílum inn í skoðunarstöðina og sama á við um stærri og breiðari hjólhýsi. Skoðunarstöð Aðalskoðunar í Reykjanesbæ getur tekið við ökutækjum upp á 7,5 tonna heildarþunga. Eins og fyrr segir er önnur skoðunarlínan með gryfju en hin línan verður með lyftubúnaði úr gömlu skoðunarstöðinni sem verður endurnýjaður og uppfærður. Aðstaða í skoðunarsalnum er ekki bara betri því móttaka viðskiptavina

er einnig rúmbetri og þar verður hægt að afgreiða fleiri á sama tíma. Þá er öll starfsmannaaðstaða betri á nýja staðnum. Í skoðunarstöðinni í Reykjanesbæ er hægt að skoða alla fólksbíla upp að 3.500 kg., farþegabíla frá 3.500 kg. að 7.500 kg. auk ferðavagna og mótorhjóla.

Móttaka og biðsvæði viðskiptavina er mun rúmbetra en á gamla staðnum.

Alla leið á öruggari dekkjum Pantaðu tíma í dekkjaskipti á n1.is Nýtt Michelin X-ICE Snow Nýjasti meðlimurinn í vetrardekkjalínu Michelin Aukið grip hvort sem í hálku, snjó eða slabbi Endingargott grip út líftímann Einstakir akstureiginleikar og þægindi við erfiðustu aðstæður

Michelin X-ICE North 4

Michelin Alpin 6

Besta hemlun í hálku, hvort sem dekkin eru ný eða ekin 10.000 km

Nýr mynsturskurður sem opnast eftir því sem dekkið slitnar

Betri aksturseiginleikar m.v. helstu samkeppnisaðila

Endingargott grip út líftímann

Hámarks grip með sérhönnuðu mynstri fyrir hverja stærð

Lagskipt gúmmíblanda sem veitir hámarks grip

Einstök ending

Allir bestu eiginleikarnir – Michelin Total Performance

Notaðu N1 kortið

Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða Fellsmúla Réttarhálsi Ægisíðu

440-1318 440-1322 440-1326 440-1320

Langatanga Mosfellsbæ Reykjavíkurvegi Hafnarfirði Grænásbraut Reykjanesbæ Dalbraut Akranesi Réttarhvammi Akureyri

440-1378 440-1374 440-1372 440-1394 440-1433

Opið mán – fös kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.n1.is

ALLA LEIÐ


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Frá göngu um Skógfellsstíg með Gönguhópi Suðurnesja í vor. Mynd: Styrmir Jónsson

skipta öllu máli í gönguferðum – segir Agnar Guðmundsson sem fékk mikinn áhuga á gönguferðum og fjallgöngum árið 2016. AGNAR GUÐMUNDSSON vildi bæta eigin heilsu og þann 6. febrúar 2016 var

Einar Skúlason (Gönguklúbburinn Vesen og Vergangur) með ferð um Prestastíg sem er forn þjóðleið milli Hafna og Grindavíkur. „Við hjónin ákváðum að skrá okkur í þá ferð og satt best að segja þá ætlaði ég alls ekki að fara enda veður vont og vetrarríki mikið. Ég hélt ég myndi ekki lifa af þessa ferð en áhuginn var kviknaður og ég fór í fjórtán aðrar ferðir vítt um breitt um Reykjanesið það sem eftir lifði febrúarmánaðar 2016,“ segir Agnar þegar hann er spurður um hvað hafi vakið áhuga hans á fjallgöngum og útivist. – Hvernig skipuleggur þú þínar gönguferðir? Almennt tek ég þátt í skipulögðum ferðum, helst þar sem einhver djörfung eða fíflaskapur ræður för. Ef ég skipulegg ferðir á eigin vegum þá er eitthvað sem hefur kveikt áhuga minn, t.d. sögulegir atburðir fyrri tíma, lítt þekktar og ókannaðar þjóðleiðir eða ég hef séð eitthvað í fyrri ferðum sem þarfnast nánari skoðunar. Þá er byrjað að skipuleggja ferðina á korti, hnit sett í staðsetningartækið, veður og birtuskilyrði metin fyrir ferðina og svo bara lagt í‘ann. – Hvernig er best að búa sig fyrir gönguferð? Það fer alfarið eftir aðstæðum, veðurspá og lengd göngu. Almennt huga

ég að klæðnaði, öryggisþáttum, rafhlöðum fyrir tæki og mat sem dugar þó eitthvað komi upp á. – Hvernig klæðir þú þig fyrir göngur? Góðir skór, ull og skel eru lykilatriði – dúnúlpa er líka með ef veður er þurrt og kalt. – Hvað skiptir mestu máli í búnaði? Skór, skór sem passa manni og halda manni þurrum. Í raun það eina sem maður þarf að hafa í lagi áður en maður byrjar að ganga, svo bætir maður við búnað eftir því sem þarfirnar kvikna. Gott að vera með skel úr öndunarefni ef von er á votviðrum, brodda í snjó/klaka og góðan ullarfatnað.

– Hvað er í bakpokanum? Það er höfuðljós, húfa, vettlingar, Íbúfen, hælisplástrar, nokkrir pokar og pappír, sokkapar til skiptanna, auka rafhlöður fyrir höfuðljósið. Ekki langt undan er skelin og annar búnaður. – Hvernig nesti ertu með á gönguferðum? Gott brauð með smjöri, kæfu, hamborgarhrygg, eggjum og sultu, hálfur lítri af vökva fyrir hverjar tvær klukkustundir nema nóg af vatni sé á leiðinni, þá þarf minna. Stundum kjötsúpa eða hakk og spaghetti í hitaboxi. Fyrir fjallgöngur er betra að vera með orkuríkara nesti sem er léttara.

Mynd ofan af Kirkjufelli og sést niður til Grundarfjarðar.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9

Frá göngu um Skógfellsstíg með Gönguhópi Suðurnesja í vor. Mynd: Styrmir Jónsson

– Ferðu hratt yfir? Nei, alls ekki. Ferðirnar eru nokkurs konar hugleiðsla, úrvinnsla verkefna lífsins sem maður fæst við hverju sinni. Ef veður gott, náttúrufegurð mikil þá er hægara farið yfir.

Agnar og Anton Berg Sævarsson, frændi hans, á fjalli á Austfjörðum.

– Hvernig er best að byrja? Sennilega að skoða gönguhópana á Facebook. Vesen og Vergangur eru með reglulegar göngur alla þriðjudaga og sunnudaga, einnig eru þar lokaðir hópar. Einar Skúlason er alveg dásamlegur félagi og gott að vera í þeim hópi. Gönguhópur Suðurnesja, þar hafa orðið til undirhópar sem stunda reglulegar göngur. Einnig gott að finna ágætt æfingarfjall, t.d. Þorbjörn, hann er mjög aðgengilegur, þrunginn sögu og fjölbreyttur, stunda æfingar þar. WAPP-appið er líka með fullt af gönguleiðum með leiðbeiningum, svo er Wikiloc óþrjótandi brunnur gönguleiða. – Hversu oft ferðu á fjöll? Ætla það sé ekki einu sinni til tvisvar í viku að jafnaði. – Áhugaverðasta göngusvæðið á Suðurnesjum? Þessi er erfið. Þjóðleiðirnar yfir háveturinn, t.d. Þórustaðarstígur og Skógfellsstígur, um vorin er svæðið í kringum Sogin, t.d. Trölladyngjan, Fíflavallarfjall og Grænadyngja í uppáhaldi, mögnuð litadýrð, yfir hásumarið er gott að vesenast í Fagradalsfjallgarðinum og Keili en nú þegar haustar þá eru það þessi dalverpi, Nátthagi, Maradalur (stundum nefndur Dauðadalur) og Stóri Leirdalur, það er einhver dulúð við þessa staði sem eru umluktir algjörri kyrrð. – Hvert hefur þú ekki komið en langar að ganga um? Hraundrangi í Öxnadal er klárlega sá tindur sem ég á eftir en er mest spenntur fyrir að fara. Austurland er svo allt í vinnslu, uppáhaldsfjöllin mín eru þar.

Mynd tekin ofan af Merkitindi og sést niður í Breiðdalsvík.


10 // AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Grímsnes GK og Maron GK á toppnum – stuð á Nesfisksbátunum September búinn og október hafin. Undanfarin ár þá hefur október verið nokkuð góður aflamánuður og þá aðallega hjá línubátunum. Loksins eru línubátar byrjaðir á veiðum frá Suðurnesjum. Reyndar ekki stórir en tveir bátar í Sandgerði hafa hafið veiðar. Annar þeirra heitir Alli GK og er í eigu Sigurðar og Gylfa Sigurðarssonar, hann hefur farið í þrjá róðra og landað um sex tonnum. Hinn báturinn er Gulltoppur GK sem Stakkavík á, hann hefur líka farið í þrjá róðra og landað um átta tonnum. Gulltoppur GK fór núna í byrjun október á línuslóðir út af Sandgerði og fékk þar tæp fjögur tonn á 24 bala sem er um 166 kíló á bala. Það telst nú nokkuð gott. Báðir bátarnir róa með bölum og er beitt af bátunum í Sandgerði. Talandi um Sandgerði þá er Ellert Skúlason nýbúinn að ljúka við að dýpka undir kranana við höfnina. Reyndar hefði nú mátt ganga betur frá undir fyrsta krananum en ennþá er smá malarhrúga utan við legustæðið. Flestir línubátanna eru á veiðum við Norður- og Austurlandið og fyrir-

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

tækið Einhamar ehf. í Grindavík er með alla bátana sína við Austurlandið. Línubáturinn Auður Vésteins SU var á útleið frá Djúpavogi á sunnudaginn og sigldi á sker sem er skammt frá Papey. Höggið var mjög mikið því peran datt af og hliðarskrúfan brotnaði frá. Sjór komst í vistarverur skipverja og báturinn hallaði mikið fram á við enda höfðu dælur ekki undan því mikill sjór var kominn í bátinn. Áhöfninni var bjargað yfir í Véstein GK sem var þarna skammt frá og ákveðið var að taka bátinn í tog og var báturinn dreginn afturábak til Djúpavogs. Björgunarsveitin Björg á Djúpavogi tók bátinn í tog og þegar komið var til Djúpavogs þá var lekinn svo mikill að dælur höfðu ekki undan og var því ákveðið að hífa bátinn strax á land svo hann myndi

Viðburðir í Reykjanesbæ

ekki sökkva við bryggjuna. Tjónið á bátnum er þó nokkuð, stórt og mikið gat er fremst á bátnum. Hliðarskrúfan er ónýt og mikil sjór komst í vistarverur skipverja. Viðgerðarmenn frá Trefjum í Hafnarfirði, en báturinn er smíðaður þar, fóru strax austur og áætlað er að eftir rúma eina viku verði viðgerð lokið á bátnum. Fjögurra manna áhöfn bátsins bjargaðist og er það gleðiefni. Mjög mikið er af skerjum á leið til Djúpavogs og þótt mikil mildi að báturinn skyldi hafa siglt beint á skerið en ekki fengið það undir

miðjan bátinn því þá hefði líklegast ekki verið hægt að bjarga honum. Fyrst við erum að tala um þessa báta þá er rétt að líta aðeins á aflatölur um bátana í september. Af bátunum sem eru um 30 tonn af stærð þá var Sævík GK aflahæst með 125 tonn í sautján róðrum, Gísli Súrsson GK var með 120 tonn í fimmtán og Óli á Stað GK 113 var með tonn í 23 róðrum, Vésteinn GK 108 tonn í sextán og Auður Vésteins SU 107,5 tonn í sextán róðrum. Endum á dragnóta- og netabátunum. Nesfisksbátarnir áttu feiki-

lega góðan mánuð því þeir lönduðu alls 651 tonni. Siggi Bjarna GK var með 199 tonn í tuttugu, Sigurfari GK 205 tonn í átján og Benni Sæm GK 247 tonn í sextán og má geta þess að báturinn varð þriðji aflahæsti dragnótabáturinn á Íslandi í september. Hjá netabátunum var ufsabáturinn Grímsnes GK aflahæsti netabáturinn á landinu í september með 222 tonn í ellefu róðrum. Maron GK var hæstur þorskveiðibátanna með 95 tonn í 24 róðrum.

Listasafn Reykjanesbæjar - Áfallalandslag Síðasta sýningarhelgi á þessari frábæru sýningu. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur. Súlan - Menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2020 Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar óskar eftir tilnefningum vegna menningarverðlauna Reykjanesbæjar. Tilnefna skal einstakling, hóp eða fyrirtæki sem unnið hafa vel að menningarmálum í bæjarfélaginu. Tilnefningu ásamt rökstuðningi skal skilað í Ráðhúsið Tjarnargötu 12 eða á netfangið: sulan@reykjanesbaer.is í síðasta lagi 12. október næstkomandi. Upplýsingar um verðlaunahafa fyrri ára og nánari reglur má finna á vef Reykjanesbæjar undir flokknum Mannlíf.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Stapaskóli – Deildarstjóri Velferðarsvið – Félagsliði Velferðarsvið – Liðveisla Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Núna á tímum Covid-19 er mun rólegra yfir öllu mannlíf og því erfiðara að finna áhugavert í alla okkar miðla. Við hvetjum ykkur því til að standa með okkur vaktina og koma með ábendingar um gott efni fyrir blaðið eða sjónvarpsþátt. Ábendingar má senda á póstfangið vf@vf.is


sport

Miðvikudagur 7. október 2020 // 38. tbl. // 41. árg.

Keflvíkingar fögnuðu að leik loknum Það var kátt á hjalla á Nettóvellinum þegar stelpurnar í Keflavík fengu afhenta silfurpeninga KSÍ eftir leik þeirra gegn Gróttu á sunnudag. Fyrir leikinn hafði Keflavík, ásamt Tindastóli, tryggt sér sæti í Pepsi Max-deildinni á næsta ári enda hefur liðið átt góðu gengi að fagna í sumar. Eftir sautján umferðir hafa Keflvíkingar unnið þrettán sigra, gert þrjú jafntefli og tapað einum leik, Keflvíkingar hafa skorað 45 mörk en fengið á sig sextán. Fyrirliðið Keflavíkur, Natasha Moraa Anasi, sagði eftir leik að markmiðið hefði verið að fara beint upp aftur. „Ég er rosalega sátt. Við náðum markmiði okkar, að fara beint upp aftur, og ég er mjög ánægt að við náðum að gera það,“ sagði Natasha sem hefur átt mjög gott tímabil með Keflavík í ár. „Ég var að reyna að spila og hafa gaman á þessu tímabili. Síðasta tímabil var rosalega erfitt og eftir það settist ég niður með manninum mínum sem sagði mér bara að njóta.“ Þær ráðleggingar hafa hitt í mark því Natasha hefur farið fyrir liði sínu í sumar og er næstmarkahæst í deildinni, hefur skorað fjórtán mörk, auk þess að vera öflug bæði í vörn og sókn. Leiknum gegn Gróttu lyktaði með sannfærandi 3:1 sigri Keflvíkinga. Mörk Keflavíkur skoruðu þær Paula Isabella Germino Watnick (3’), Natasha Moraa Anasi (15’) og Kristrún Ýr Holm (63’) sem átti stórgóðan leik og var valin maður leiksins. Eftir leik afhenti fulltrúi Knattspyrnusambandsins Keflvíkingum silfurmedalíur fyrir árangur tímabilsins og því var vel fagnað af liðinu og stuðningsmönnum þess.

Natasha Anasi, Til að gæta smitvarna sá fyrirliði Keflvíkinga, Eitthvað voru henni sína. laga um að hengja verðlaunapeningana á liðsfé pening að lokum. u feng allar en þó mislagðar hendur eins og sjá má

SVEINDÍS JANE HEFUR EKKERT ÁKVEÐIÐ ENN Fyrrum liðsmaður Keflavíkur og heitasti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar, Sveindís Jane Jónsdóttir, mætti á völlinn til að samgleðjast uppeldisfélagi sínu þegar Keflavík lék við Gróttu. „Mér þykir rosalega vænt um þær, og Keflavík í heild, þannig að ég kom og hvatti þær. Mér fannst þær mjög flottar og spila flottan fótbolta. Ég er búin að fylgjast með þeim í allt sumar og er mjög sátt með þeirra gengi – ég samgleðst þeim,“ sagði Sveindís sem hefur heldur betur slegið í gegn í sumar, bæði með Breiðabliki og íslenska A-landsliðinu. Sveindís er á láni frá Keflavík og leikur með Breiðabliki í efstu deild. Blikastelpur eru efstar eftir góðan sigur á Val sem eru helstu keppinautar þeirra um Íslandsmeistaratitilinn sem blasir nú við Blikum. Aðspurð um með hvaða liði hún sjái sig á næsta ári hafði Sveindís þetta að segja: „Ég hef ekki ákveðið neitt. Ég hef ákveðið að klára þetta tímabil og vera ekkert að hugsa

um þetta núna. Ég hef fengið nokkur skilaboð í gegnum samfélagsmiðla en ég er að reyna að hunsa þetta – eins og ég segi þá hef ég ekkert ákveðið hvað ég ætla að gera. Árið í ár er búið að vera mjög skemmtilegt og viðburðarríkt, ég er mjög ánægt með þetta tímabil og hvernig ég hef þróast sem leikmaður,“ sagði Sveindís Jane að lokum.

Sveindís fylgdist spennt með leik Keflavíkur og Gróttu, ásamt föður sínum og unnusta, og samgladdist fyrrum samherjum sínum innilega þegar þeim voru veitt verðlaunin fyrir annað sæti Lengjudeildar kvenna.


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Keflvíkingar leiða Lengjudeildina:

Vonbrigðatímabil Grindvíkinga Grindvíkingar eygðu örlitla von um að vinna sér sæti í efstu deild karla að nýju fyrir leiki síðustu umferðar. Grindavík tapaði hins vegar fyrir Aftureldingu á laugardag og með því heltust þeir endanlega úr lestinni og þurfa því að bíða næsta tímabils með að vinna sig upp um deild. Afturelding komst þremur mörkum yfir í leiknum en Grindavík tókst að minnka muninn í 3:2 með tveimur mörkum frá Guðmundi Magnússyni. Lengra komust Grindvíkingar þó ekki og því er útséð

um að þeim takist að standa við markmið sín um að endurheimta sæti í Pepsi Max-deildinni. Mikil vonbrigði fyrir Grindavík sem var með eindæmum óheppið í sumar og missti leiki of oft niður í jafn­ tefli eða jafnvel tap.

Grindavíkurkonur stefna upp Stelpurnar í kvennaliði Grindavíkur stefna ótrauðar upp í Lengjudeildina á næsta ári eftir góðan 4:0 sigur á Fram á þriðjudag. Grindvíkingar eru nú aðeins tveimur stigum á eftir HK sem er á toppi 2. deildar kvenna. HK hefur lokið leik en Grindavík á eftir að

leika gegn Hamri frá Hveragerði í síðast leik sínum. Vinni þær hann eru þær deildarmeistarar 2. deildar kvenna í ár.

Þróttarar höndluðu ekki spennuna

„Okkar hlutverk er að láta Keflvíkinga verða ástfangna af fótbolta“ – segir Eysteinn Húni Hauksson, annar tveggja þjálfara Keflvíkinga. Nú þegar tveimur umferðum í Lengjudeildinni er ólokið er Keflavík í kjöraðstöðu til að komast í efstu deild að nýju. Keflvíkingar eru efstir í deildinni en bæði Fram og Leiknir Reykjavík koma fast á hæla þeirra, aðeins einu stigi á eftir. Keflavík á að auki leik inni gegn Grindavík sem verður leikinn í næstu viku. Víkurfréttir tóku tal af Eysteini Húna Haukssyni til að ræða lokaumferðirnar. „Þetta er alltaf að sýna sig, eins og í síðasta leik hjá okkur, að þetta er mjög tæpt. Þetta er tími sem reynir á taugar, skipulag og aga. Bæði við og Fram unnum lið sem eru í botnbaráttunni með einu marki og þurftum að hafa töluvert fyrir því,“ segir Eysteinn. „Reyndar ef við skoðum Leiknisleikinn í rólegheitum þá vorum við vaðandi í færum, fengum níu færi fyrir utan markið á fyrsta hálftímanum – á sama tíma voru þeir ekki að skapa neitt.“ Spila fótbolta sem fólk vill horfa á „Við áttum á þessum tíma þrjú skot í slánna og ég veit ekki hvað – en það þarf að klára þetta, þú ert aldrei öruggur nema þú komir þér í almennilega stöðu og þótt við höfum verið að spila vel þá vantaði að reka endahnútinn á þetta. Við þurfum að nýta færin.“ Keflavík hefur leikið skemmtilegan sóknarbolta í ár og hefur þegar skorað 57 mörk á tímabilinu. Til gamans má geta þess að samkvæmt gögnum á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands hefur aðeins einu liði tekist að skora fleiri mörk á einu tímabili. Það var árið 2007, þegar liðum var fjölgað í deildinni, að Fjölnir skoraði 61 mark. Þrátt fyrir alla þessa markaskorun endaði Fjölnir í þriðja sæti.

Spennustigið hefur verið hátt í Vogunum undanfarið en knattspyrnulið Þróttar var búið að vinna sig upp í annað sæti 2. deildar og er mögulega á leið í næstefstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þróttur hefur leikið afburðaskemmtilegan fótbolta í sumar og komið ánægjulega á óvart, verið svokallað spútniklið deildarinnar. Þróttarar fóru til Ólafsfjarðar um síðustu helgi þar sem þeir mættu liði KF. Þróttur komst yfir á 60. mínútu með marki Alexander Helgasonar en KF jafnaði stuttu síðar og þar við sat, 1:1 jafntefli og mikilvæg stig töpuð því á sama tíma vann helsti keppinautur

Þróttar, Selfoss, sinn leik og komst tveimur stigum upp fyrir Þrótt þegar tvær umferðir eru eftir. Nú eru Þróttarar komnir í þá stöðu að þeir þurfa að vinna báða sína leiki og treysta á að Selfoss misstígi sig á lokametrunum.

Njarðvíkingar í fjórða sæti Eftir sigur á Kára um síðustu helgi eru Njarðvíkingar þremur stigum á eftir Selfossi og Þrótti í toppbaráttunni. Það verður að teljast ólíklegur möguleiki að þeir nái að komast upp fyrir bæði liðin í lokaumferðunum en miði er möguleiki. Fari svo ólíklega að bæði lið misstígi sig á lokametrunum gæti Njarðvík komist upp.

Víðismenn bitu frá sér

Samstarf þeirra Eysteins og Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar hefur skilað góðum árangri. Þeir voru m.a. valdir þjálfarar annars þriðjungs Lengjudeildarinnar af vefmiðlinum Fótbolti.net.

„Allir leikirnir sem við eigum eftir verða erfiðir, leikir Keflavíkur og Grindavíkur eru alltaf eins og bikarúrslitaleikir og þá er ekkert gefið eftir sama hver staða liðanna er. Við þurfum bara að undirbúa okkur vel og vera með liðsheildina klára, vinna okkar vinnu og mæta með toppframmistöðu. Frans [Elvarsson] meiddist í síðasta leik og við erum að setja upp hvernig við leysum það, þá er spurningarmerki með Kian [Williams] og Ingimundur [Aron Guðnason] er í banni. Þetta er smá púsl en nú búum

við vel að því að vera með stóran og sterkan hóp þar sem allir hafa hlutverki að gegna, við erum búnir að nota 27 leikmenn í ár – næstum því þrjú lið. Við höfum skorað að meðaltali þrjú mörk í leik og viljum spila fótbolta sem fólk vill horfa á. Þess vegna spilum við sókndjarfan leik og leggjum áherslu á að allir séu í toppstandi, það er okkar verkefni núna að fá Keflvíkinga til að verða ástfangna af fótbolta aftur – og það er það sem við ætlum okkur,“ sagði Eysteinn að lokum.

Bætir Gibbs markametið? Ástralinn Joey Gibbs hefur slegið í gegn í framlínu Keflvíkinga í ár. Hann hefur skorað 21 mark þegar þrír leikir eru eftir af mótinu og er ekki langt frá því að ná markametinu í næstefstu deild. Fyrir tveimur árum skoraði Viktor Jónsson 22 mörk fyrir Þrótt Reykjavík en það þarf að fara aftur til ársins 1976 til að finna markametið. Það met á Örn Óskarsson sem lék með ÍBV, hann skoraði 25 mörk.

Víðir sigraði Kára 3:1 á þriðjudag í leik úr sautjándu umferð en hafði verið frestað. Víðismenn eru að berjast fyrir tilveru sinni í 2. deild eftir tap fyrir Völsungi á heimavelli sínum á laugardag. Það var sannkallaður sex stiga leikur því fyrir leikinn voru Víðismenn í fallsæti, einu stigi á eftir Völsungi, og með sigri hefðu þeir haft sætaskipti við Húsvíkingana.

Það voru leikmenn Völsungs sem höfðu betur í þessum mikilvæga leik en eftir sigur á Kára glæðast vonir Víðis um að halda sér í deildinni lífi. Nú munar aðeins einu stigi á Víði og Völsungi þegar tvær umferðir eru eftir. Víðir á eftir að leika gegn liðunum sem eru að berjast um sæti í Lengjudeildinni, Selfossi og Þrótti, á sama tíma og Völsungur á eftir að leika gegn botnliði Dalvíkur/Reynis og Kára.

REYNISMENN KOMNIR UPP Reynismenn hafa tryggt sér farseðilinn í 2. deild á næsta ári þegar tvær umferðir eru eftir. Þeir höfðu þegar tryggt sér sætið þegar liðið steinlá 5:1 fyrir Sindra á Hornafirði um helgina. Reynismönnum til afsökunar þá voru aðstæður á Hornafirði varla boðlegar. Fyrir leik var búið að tilkynna þeim að leikurinn yrði færðu á annan völl en þegar Reynir mætti til Hafnar voru heimamenn búnir að skipta um skoðun og ákveða að leika á heimavelli sínum þótt hann væri eins og sundlaug að sjá. Í síðustu viku sigraði Reynir lið Álftaness á Blue-vellinum 3:1 til að tryggja sér sæti í 2. deild. Eftir markalausan fyrri hálfleik gerðu heimamenn út af við leikinn á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks með mörkum Benedikts Jónssonar (48’), Guðmundar Gunnars Gíslasonar (51’) og Fufura Barros (54’). Eftir leikinn sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Reynis, í

Benedikt Jónsson að koma Reyni yfir gegn Álftanesi. samtali við Víkurfréttir að markmiðið fyrir tímabilið hefði verið að komast upp um deild. „Núna er bara næsta markmið að vinna deildina, við erum í harðri baráttu við KV um það,“ sagði Haraldur. Reynir missti KV fjórum stigum fram úr sér með tapinu gegn Sindra. Reynismenn þurfa að sigra báða sína leiki sem eru eftir og treysta á að KV tapi stigum í síðustu umferðum 3. deildar.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

Grindvíski körfuboltakappinn

JÓN AXEL í toppmálum í Frankfurt „Ég er bara í toppmálum og er hrikalega sáttur með borgina og liðið sem ég er í. Við erum búnir að bæta við okkur mörgum leikmönnum síðan í fyrra og ætlum okkur stóra hluti,“ segir Jón Axel Guðmundsson, körfuboltakappi úr Grindavík, en hann gekk til liðs við þýska úrvalsdeildarliðið Fraport Skyliner í Frankfurt í sumar og mun leika með liðinu í Bundesligunni. – Hvað geturðu sagt okkur um borgina og hvenær fórstu? „Ég flaug út í lok ágúst til Frankfurt. Ég fíla þetta alveg í botn, hef búið í smábæ allt mitt líf þannig að það er gott að geta keyrt niður í miðbæ, farið á kaffihús, rölt aðeins um og verslað sér einhverjar flíkur. Borgin er risastór þannig séð, ég bý í einhverju „molli“ hérna sem er svona tíu mínútur frá miðbænum. Svo er á hérna þar sem margir koma og liggja á handklæði í góðu veðri. Þar sem hér er engin sjór er áin notuð eins og baðströnd, meiriháttar skemmtilegt.“ – Hvernig líst þér á liðið, aðstæður og keppni framundan? „Mér líst mjög vel á allt hérna, flottar aðstæður sama hvert litið er. Við erum með mikið af vopnum í liðinu og fullt af gæjum sem geta skorað þannig það verður spennandi að sjá hvernig okkur mun ganga. Mér gekk mjög vel í æfingaleik um síðustu helgi sem við unnum (skoraði 27 stig, átti fjórar stoðsendingar og hirti fjögur fráköst).“ – Hvernig kom það til að þú settir NBA-drauminn aðeins í pásu og endaðir í Þýskalandi? „Ég setti eiginlega ekki NBAdrauminn á pásu. Það var meira svona Covid-19 sem sá um það. Það vita allir hversu slæmt Covid er í heiminum og hvað þá í Ameríkunni, þannig að þeir í NBA vita ekkert hvernig næsta tímabil verður. Til dæmis var leikmannavalið (draftið) í júní fært yfir í október en núna er búið að færa það ennþá aftar og á að vera í lok nóvember. Ég er hins vegar ennþá að tala við lið sem eru í NBA-deildinni, er til dæmis að tala

Jón Axel Guðmundsson hefur undanfarin fjögur ár leikið fyrir Davidson Wildcats í bandaríska háskólaboltanum. Árið 2019 var Jón Axel valinn leikmaður ársins í Atlantic 10. Jón Axel átti frábæran feril með Davidson-liðinu og til stóð að hann færi í nýliðaval NBA í haust en ekkert varð af því, mestmegnið út af Covid-19. Samningur Jóns Axels við Skyliners gildir út komandi leiktímabil, 2020–2021. Lið Fraport Skyliners endaði í sjöunda til áttunda sæti í þýsku Bundesligunni síðasta ár en liðið varð þýskur

Páll Ketilsson pket@vf.is

atvinnumannaferilinn í gang. Það skemmir ekki að það eru ekki nema fjórir tímar í lest á milli okkar þannig ættum að geta hist eitthvað.“

við Golden State Warriors núna í næstu viku. Er bara reyna selja þetta svona sem „draft og stash“ eins og það kallast. Eitthvað lið „draftar“ mig og mun þá eiga réttinn á mér og svo getur það notað mig eftir þetta ár. Það eru mörg lið að skoða það og finnst gott að maður fái eitt ár í Evrópu þar sem ég fæ að spila mikið og læra allt það helsta. Koma svo sterkur inn á næsta ári. Þetta mun koma frekar í ljós á næstunni. Nú er bara að bíða og vona það besta og að einhver muni kalla nafnið mitt.“ – Svo er yngri bróðir þinn, Ingvi Þór, líka kominn til Þýskalands. Þú hlýtur að hafa fagnað því. „Já, ég er hrikalega stoltur af honum að hafa ákveðið þetta. Maður þarf bara stíga upp listann og vinna sig á hæsta stall eins og við sjáum með Martin Hermannsson. Hann byrjaði í næstefstu deild í Frakklandi og er núna kominn í eitt besta lið í heimi. Maður verður að byrja einhvers staðar og keyra

meistari árið 2004 og vann þar að auki FIBA Europe Cup árið 2016. Jón Axel er 23 ára gam­all bakvörður og lék með Grindavík þar til að hann hélt til náms vest­ an­hafs. Hann hef­ur leikið ellefu A-lands­leiki fyr­ir Íslands hönd. Jón Axel var stigahæstur í æfingaleik með liði sínu nýlega þar sem hann skoraði 27 stig og var besti maður liðsins í leiknum. Keppnistíðin hefst síðar í október.

– Hvernig er staðan á Covid-19 þarna úti? „Heyrðu, ég veit ekki mikið um hvernig staðan er, þannig lagað. Held hún sé bara fín í borginni minni en veit að allir þurfa vera með grímur inni við á almenningsstöðum en mega taka hana af úti við. Við leikmenn megum ekki ferðast með lestum og strætisvögnum og eigum eingöngu að ferðast í bíl til að minnka áhættuna á að smitast. Svo erum við settir í Covid-próf alla mánudaga.“ – Hvernig fór sumarið með þig á Íslandi, varstu kannski bara að æfa á fullu? „Sumarið fór mjög vel með mig. Þetta var fyrsta sumarið þar sem ég var heima í meira en tvær vikur síðustu fjögur árin og eyddi miklum tíma með fjölskyldu og vinum. Ég spilaði mikið golf með fjölskyldunni og félögum mínum og naut þess að vera á Íslandi. Svo var ég að æfa á hverjum einasti degi heima til að vera alltaf tilbúinn að fara út.“ – Tókstu golfsettið með. Þú ættir að geta leikið eitthvað golf þarna er það ekki? „Að sjálfsögðu greip ég kylfurnar með mér. Planið er að taka upp golfhanskann þegar atvinnu­ mennskan er búin. Er búinn að spila fjóra, fimm hringi hérna. Maður vælir alltaf yfir kuldanum heima en hérna er maður farinn að væla yfir hitanum en það hefur verið mjög heitt. Það eru margir gríðarlega flottir vellir hérna í Frankfurt og maður nýtir veðrið og frídagana mikið til að fara í golf.“

Guðmundur Bragason, faðir Jóns Axels, var einn af bestu körfuboltamönnum landsins, hann var m.a. í liði Grindavíkur þegar liðið varð Íslandsmeistari 2003 og á einnig marga landsleiki að baki.


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Keppir í úrvalsdeildinni í FIFA

Alexander Aron Hannesson keppir fyrir Keflavík úrvalsdeild KSÍ í e fótbolta Mjög fáir vita fyrir hvað rafíþróttir standa. Rafíþróttir eru stundaðar í vaxandi mæli út um allan heim og í ár steig Knattspyrnusamband Íslands stórt skref í að fá rafíþróttir viðurkenndar sem íþróttagrein þegar KSÍ kom á fót úrvalsdeild í e fótbolta. Alexander Aron Hannesson er einn af átta leikmönnum sem keppa í úrvalsdeildinni. Hann keppir undir merkjum Keflavíkur en auk þess að keppa í e fótbolta er Alexander leikmaður Reynis Sandgerði sem vann sér á dögunum sæti í 2. deild karla í knattspyrnu. Víkurfréttir áttu spjall við Alexander um e fótbolta. – Þú keppir fyrir hönd Keflavíkur, eruð þið mörg sem takið þátt í e fótbolta af Suðurnesjum? „Ég held að ég sé sá eini núna, það var annar héðan sem tók líka þátt í Íslandsmótinu sem var haldið í vor. Það var nokkurs konar undanfari úrvalsdeildarinnar og þeir sem lentu í átta efstu sætunum í Íslandsmótinu mynda deildina. Mér skilst að fljótlega verði farið í gang með neðri deildir líka. Þetta á að vera með svipuðu fyrirkomulagi og deildarkeppnin hjá KSÍ. Ég er einmitt að fara í tökur á kynningarefni fyrir rafíþróttirnar á næstunni, það á að fara að kynna fyrir ungmennum hvað rafíþróttir hafa upp á að bjóða hér hjá RAFÍK (Rafíþróttir Keflavík).“ – Þegar maður hugsar um fullorðna menn í tölvuleikjum sér maður bara fyrir sér feita karla á hlýrabolum, þú ert nú ekki einn þeirra er það? „Nei, aldeilis ekki – og flestir sem stunda þetta eru strákar úr íþróttum, aðallega fótbolta. Annað hvort þeir sem eru ennþá að spila eða nýhættir. Þetta er orðið allt öðru vísi en ímyndin á tölvuleikjum var. Til að ná árangri þarftu að kunna fótbolta, ef þú ert með fótboltaheila hjálpar það við hugsunina hvernig þessi leikir virka – engin spurning. Ég væri ekki góður í þessu leik ef ég væri ekki í fótbolta sjálfur eða hefði verið í fótbolta áður.“ – Ertu búinn að spila lengi? „Ég er í raun ekki búinn að vera lengi í FIFA, ég keypti mér fyrstu Playstation 4 tölvuna í desember 2017. Þá keypti ég fyrsta FIFA-leikinn minn sem var FIFA 18, ég er í raun bara í þriðja leiknum og núna er sá fjórði að koma út. Maður hafði alltaf verið að spila hjá vinum sínum, tekið einn

Alexander er Keflvíkingur þegar hann keppir í e fótbolta.

og einn leik þar og alltaf kunnað á þetta.“ – Æfið þið eða spilar bara hver í sínu horni? „Keflavík er að setja rafíþróttadeild í gang. Stefnan hjá Keflavík, eða RAFÍK, er að kynna þetta fyrir yngra fólki og að það verði þjálfun og þess háttar í framtíðinni. Eins og er spila ég bara heima, ég held að flestir geri það, svo horfir maður á erlenda atvinnumenn á netinu og lærir heilmikið af þeim.“ – Hvernig hefur þér gengið í úrvalsdeildinni? „Eins og er þá er ég í fyrsta sæti. Það eru búnar fjórar umferðir en einn leikur sem á eftir að spila, það eru Íslandsmeistarinn og sá sem lenti í öðru sæti, annar þeirra getur jafnað eða komist upp fyrir mig. Ég er búinn að vinna tvo leiki og gera tvö jafntefli. Í heildina eru þetta fjórtán umferðir svo það er nóg eftir. Síðasta umferðin í FIFA 20, gamla leiknum, verður spiluð á miðvikudaginn og eftir það færum við okkur yfir í nýja leikinn. Það verður svolítið sérstakt því maður er vanur þessum gamla og nýi leikurinn er talsvert frábrugðinn. Þannig að maður verður að æfa sig vel á næstunni. Ég er búinn að spila nýja leikinn, maður fær tíu klukkutíma aðgang að honum áður en hann kemur út, og þetta er bara nýr leikur – maður þarf að læra allt upp á nýtt.“ – Hvernig virkar þessi leikur? Velurðu þér bara lið og byrjar að spila? „Það er svolítið flókið að útskýra það. Maður byrjar á að kaupa sér pakka og velja sér leikmenn sem fara vel saman, leikmenn passa misvel saman. Sem dæmi má segja að ef þú ert með bakvörð og hafsent sem báðir eru franskir en leika í sitt hvorri deildinni þá eru þeir veikara par en ef þeir spila í sömu deild. Það þarf ekkert endilega að kaupa sér pakka, það er líka hægt að vinna sér inn fyrir þeim en þá þarf maður að vera duglegur við að spila og safna sér. Þetta er lengri leiðin.“ – Er hægt að fylgjast með þessum leikjum einhvers staðar? „Já, það er sýnt frá leikjunum á hverju miðvikudagskvöldi á Stöð tvö eSport, þá eru fjórir keppendur sýndir en hinir leikirnir fara fram fyrr um daginn og eru ekki sýndir. Það er líka hægt að ná leikjunum á Twitch.tv/rafithrottir.“

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

– Hvað gerir þú svona fyrir utan fótbolta og e fótbolta? „Það er voða lítið þessa dagana, ég er mikið í tölvunni og þess á milli fer ég út með hundinn eða er með konunni. Ég er atvinnulaus eins og ástatt er núna en er á leiðinni í nám, láta verða af því að klára stúdentinn. Ég bjó á Akureyri en kláraði ekki námið þar áður en ég flutti suður, ég á rosalega lítið eftir og byrja í fjarnámi núna í lok október. Stefnan er

Alexander Aron leikur með Reyni Sandgerði sem mun leika í 2. deild á næsta ári.

að klára eftir áramót, þá ætti útskrift að vera komin í hús. Pabbi, amma og afi eru Sandgerðingar og ég flutti þaðan þegar ég var í þriðja bekk. Við fórum fyrst í Hafnarfjörð, mamma er þaðan, og eftir níunda bekk fórum við norður. Þar bjó ég í sjö, átta ár áður en ég kom aftur hingað sumarið 2016. Þá bjó

ég fyrst hjá ömmu minni í Keflavík því ég kom á láni frá Þór Akureyri til Reynis. Þá mundi ég hvað það er gott að vera hérna og ákvað eftir sumarið að flytja suður. Byrjaði að leigja upp á Ásbrú og bý núna hjá pabba í Sandgerði, flutti til hans eftir að þessi heimsfaraldur byrjaði,“ segir Alexander að lokum.

Fyrir krakka sem hafa ekki fundið sig í öðrum hópíþróttum Arnar Már Halldórsson er í forsvari fyrir RAFÍK (Rafíþróttir Keflavík) og hann sagði okkur hvað væri framundan hjá félagsskapnum. „Þetta Covid er búið að setja okkur í aðstöðu sem ég bjóst ekki við,“ segir Arnar Már. „Við erum búin að vera að leita eftir styrkjum til að kaupa tölvur og það voru nokkrir aðilar búnir að gefa vilyrði fyrir styrkjunum en þeir þurftu að slá öllu á frest út af ástandinu. Við erum komin með samþykki fyrir stofnun deildarinnar frá Keflavík og Reykjanesbæ, deildin mun alla vega til að byrja með heyra undir Keflavík og við getum þá tekið á móti hvatagreiðslum frá Reykjanesbæ fyrir krakkana. Við vorum komin með aðstöðu í 88-húsinu til að setja upp tölvurnar, það er ljósleiðari að koma þangað. Það eina sem stendur á eru styrktaraðilar til að kaupa tölvurnar. Við vorum búin að komast að samkomulagi um kaupin en það var dregið til baka þar sem ástandið er svo ótraust sem stendur.“

Forvarnir í fyrirrúmi „Við stefnum á að vera með æfingar fyrir átta ára og upp úr. Kenna þeim á þá leiki sem þau vilja spila og þjálfa krakkana í þeim. Vil viljum kenna þeim skynsama notkun á tölvuleikjum, hversu marga tíma þú mátt spila á dag o.s.frv. Við viljum kenna þeim að umgangast aðra spilara á heilbrigðan hátt. Þetta er líka hugsað fyrir krakka sem eru mikið í tölvunni og eiga kannski félagslega erfitt – að þau geti fundið sér sinn samastað, sína hópíþrótt. Við viljum veita þessum krökkum, sem hafa ekki fundið sig í öðrum hópíþróttum, skjól. Við hugsum þetta líka fyrir foreldrana, að virkja þá svo þeir geti komist betur inn í það sem barnið þeirra hefur áhuga á – komast inn í heiminn hjá krökkunum.“ Það eru margir spilarar héðan sem eru í félögum í Reykjavík, margir hverjir meðal þeirra bestu í sínum leikjum. Þeir hafa farið annað af því að hér er ekkert félag.“ – Er þetta orðið fjölmennt samfélag sem stundar rafíþróttir? „Þetta er alltaf að vaxa, úti í heimi eru rafíþróttir orðnar mjög stórar og verðlaunin í þessum leikjum eru orðin fáránlega há. Fólk getur orðið atvinnumenn í rafíþróttum og það er meira að segja hægt að komast á háskólastyrki út á rafíþróttir víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Þeir sem eru að þéna mest eru komnir í sjötíu milljón dollara og rétt komnir yfir tvítugt. Þetta er orðið miklu stærra en maður býst við. Margir af þessum bestu spilurum eru orðnir hálfgerðar rokkstjörnur, það eru fleiri að fylgjast með rafíþróttum en Formúlu 1.“

League of Legends er vinsæll bardagaleikur þar sem liðsfélagar vinna saman að settu marki.

Rafíþróttir ekki enn viðurkenndar innan ÍSÍ „Félögin á Íslandi eru að vinna saman að því að breyta vihorfinu gagnvart þessum íþróttum því það er svo margt sem hægt er að læra af þeim. Í mörgum leikjum spila leikmenn saman sem lið og þá er mikilvægt að kunna að tjá sig, eiga samskipti og geta peppað hvern annan upp. Við ætluðum í samstarf við einn skólann í Reykjanesbæ, um leið og við værum komin með tölvur, þar sem það væri val að fara í rafíþróttir.“ – Hafa rafíþróttir verið teknar inn í Íþróttasamband Íslands? „Ekki ennþá, við erum ekki rafíþróttadeild Keflavíkur af því að það er ekki búið að stofna sérsamband. Við erum innan knattspyrnudeildar Keflavíkur og verðum það þar til sérsamband hefur verið stofnað. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar tók rafíþróttir fyrir á síðasta ársþingi og þar eru þessi mál í vinnslu eins og hjá ÍSÍ. Það eru aðilar sem hafa verið að þrýsta á ÍSÍ að samþykkja rafíþróttir sem sérgrein en það tekur bara tíma.“ – Það hlýtur að hafa verið stigið stórt skref í þá átt þegar KSÍ ákvað að stofna deildarkeppni í e fótbolta. „Já, engin spurning. Sem dæmi þá byrjaði mót á Íslandi í Counter Strike og þá voru liðin skipuð félögum sem voru að spila saman. Strax á næsta tímabili voru félög eins og FH og KR komin með lið, síðan hafa bæst við Fylkir, Tindastóll og það er alltaf að bætast við. Við vorum með lið í Keflavík en þurftum að draga okkur úr keppni þar sem við erum ekki búin að koma okkur upp aðstöðu til að æfa. Það stoppar allt á styrkjunum núna.“ – Hvaða leikir eru þetta sem helst er verið að spila? „Það eru leikir eins og Rocket League, FIFA, League of Legends og Counter Strike, þetta eru fjórir stærstu leikirnir eins og er – og það er keppt og haldin mót í þeim reglulega. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér rafíþróttir betur geta fundið okkur á Facebook, þar erum við með síðuna RAFÍK - Rafíþróttir Keflavík.“


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15

Minningarorð um Björn Ragnarsson sem verður jarðsunginn fimmtudaginn 8. október næstkomandi.

230-MVV-1046 X

Samúel Kári til norsku Víkinganna

Björn Ragnarsson fór ekki með hávaða og látum í gegnum lífið. Hann gekk rólega um og gætti að hvort ekki mæti koma einhverju betur fyrir eða lagfæra eitthvað sem hefði aflagast. Alltaf var hann tilbúinn til aðstoðar og alltaf kunni hann ráð. Bjössi, eins og við samstarfsfólkið kölluðum hann alltaf, hóf störf hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar upp úr síðustu aldamótum og strax frá fyrsta degi var ljóst að við hefðum unnið í lóttóinu. Hann hafði um æfina unnið hin ýmsu störf, bæði til sjós og lands, og bjó að margs konar reynslu en var nú atvinnulaus og kom til okkar í gegnum vinnuátaksverkefni sem átti bara að vera tímabundið. Okkar gæfa var sú að við áttuðum okkur nógu snemma á því að þarna var gullmoli á ferð og hann var fastráðinn um leið og tæifæri gafst. Hans aðalstarfsstöð innan menningarsviðs bæjarins var í Duus Safnahúsum og þar var hann vakinn og sofinn yfir hverju verkefni, hverri þraut sem þurfti að leysa allt þar til hann lét af stöfum vegna aldurs. Hann hafði ekki bara þá handlagni sem til þurfti heldur líka skapandi hugsun sem oft gerði útslagið. Engin sýning var sett upp án Bjössa, hvorki á vegum listasafns né byggðasafns og engin viðburður haldinn án hans tilkomu, hvort heldur hann var í hlutverki starfsmanns eða gests. Hann heillaði alla upp úr skónum með sinni elskulegu framkomu og sinnti öllum af stakri samviskusemi og hlýju, hvort sem um var að ræða safngesti eða samstarfsmenn. Bjössi var líka mikill dýravinur og safnkötturinn Dúsi átti góða æfi undir verndarvæng Bjössa. Eftir að Bjössi hætti fastri vinnu hjá okkur hélt hann áfram að koma í kaffi og alltaf hafði hann vakandi auga á safnahúsunum og lét vita ef gleymst hefði að loka glugga eða eitthvað þyrfti að skoða betur. Mig langar að þakka honum Bjössa mínum sérdeilis góða viðkynningu og vináttu og veit að ég tala þar fyrir munn allra samstarfsmanna hans hjá Reykjanesbæ. Þarna var eðalmaður á ferð. Valgerður Guðmundsdóttir 0001-5981

Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson er genginn til liðs við norska félagið Víking frá þýska félaginu Paderborn. Samúel fór til Þýskalands í byrjun árs og lék með liðinu þar til tímabilinu lauk í vor. Samúel skrifaði undir rúmlega tveggja ára samning við norsku Víkingana sem hann lék með á lánssamningi frá Valerenga árið 2019. Hann varð bikarmeistari með norska liðinu, lék 33 leiki með því og skoraði fimm mörk. Samúel var í landsliðshópi Íslands fyrr í sumar.

Reykjanesvirkjun Uppsetning rafbúnaðar Útboð nr. F0219-418 HS Orka hf. óskar eftir tilboðum í deilihönnun, útvegun og uppsetningu rafbúnaðar vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar á Reykjanesi samkvæmt útboðsgögnum númer F0219-418. Í megindráttum felst verkið í deilihönnun, efnisútvegun, smíði og uppsetningu á stöðvarnotkunarspennum, 16,5 kV, 11 kV, 690 V og 400 V AC ásamt 110 V og 24 V DC dreifiskápum, liðaverndarbúnaði, skinnustokkum, og háspennustrengjum. Einnig útvegun og uppsetningu afl- og stýristrengja, smíði og uppsetningu á stjórnskápum samkvæmt teikningum frá verkkaupa, móttaka, uppsetning og olíuvinnsla á vélaspenni og eiginnotkunarspenni, brunaþéttingum, steypusögun og götun og stálsmíði sem fylgir búnaði sem settur er upp. Vinnusvæðið skiptist í stöðvarhús, skiljustöð og sjótökusvæði.

Daníel Leó genginn til liðs við Blackpool Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson hefur sagt skilið við norska knattspyrnuliðið Aalesunds FK og gert tveggja ára samning við enska knattspyrnufélagið Blackpool FC sem leikur í ensku C-deildinni. Daníel, sem er uppalinn Grindvíkingur, hefur verið í herbúðum Álasunds síðan 2015 og leikið yfir 100 leiki með liðinu á þessum fimm keppnistímabilum. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik í byrjun þessa árs þegar Ísland sigraði Kanada 1:0 og að auki hefur Daníel leikið sex leiki með U21 og tíu leiki með U19 landsliðum Íslands. Neil Critchley, yfirþjálfari Blackpool, segir að félagið hafi lagt sig fram við að finna rétta leikmanninn og sú reynsla sem fylgi Grindvíkingnum komi til með að styrkja lið Blackpool en Daníel er öflugur varnarmaður og Blackpool er sem stendur í fjórða neðsta sæti deildarinnar. „Hann kemur með reynslu úr keppni með félagsliðum og landsliðum. Hann lítur á komu sína til Englands og að ganga í raðir Blackpool sem næsta skref á ferli sínum,“ segir Critchley á vef Blackpool FC. „Okkur hlakkar til að vinna með honum, hjálpa honum að falla inn í hópinn og bjóðum hann velkominn í Blackpool-fjölskylduna,“ er enn fremur haft eftir Neil Critchley.

Helstu kennistærðir eru: Stöðvarnotkunarspennar

3 stk

16,5 kV og 11 kV dreifiskápar

12 stk

690 V, 400 V og 110 V dreifiskápar

24 stk

16-800 A Mótorútgangar og kvíslar í lágspennudreifiskápum

80 stk

110 V 400 Ah rafgeymasett

2 stk

Strengjastigar

600 m

Rafstrengir

35 km

Háspennustrengir 245 kV

690 m

16,5 kV Einleiðara straumskinnur rafala

3x60 m = 180 m

Stjórnskápar og tengiskápar stýrivéla

11 stk

Liðavernd, fjöldi meginvarnarliða

4 stk

Aflspennar, mótttaka, uppsetning og olíuvinnsla

2 stk

Stálsmíði, strengendaturnar 245 kV strengja

3 stk

Skila skal öllum raf- og stjórnbúnaði tilbúnum vegna prófana á vélbúnaði í skiljustöð þann 5. maí 2022 og í stöðvarhúsi þann 22. júlí 2022. Skila skal öllum háspennubúnaði tilbúnum til notkunar 13. september 2022. Vinnu skal vera að fullu lokið 1. desember 2022. Útboðsgögn verða aðgengileg fimmtudaginn 8. október á útboðsvef HS Orku hf. og skulu bjóðendur senda tölvupóst á netfangið rey4@hsorka.is til þess að fá aðgang að vefnum. Tilboðum skal skila í höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi fyrir kl. 14 þann 24. nóvember 2020. Tilboð verða opnuð kl. 14 þann sama dag.

Ofanleiti 2 - 103 Reykjavík - 422 8000 - verkis@verkis.is - www.verkis.is

HS ORKA SVARTSENGI 240 GRINDAVÍK 520-9300 HSORKA@HSORKA.IS


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Soroptimistaklúbbur Keflavíkur er stærsti klúbbur landsins Soroptimistaklúbbur Keflavíkur er stærsti klúbburinn innan Soroptimistasambands Íslands. Hann var stofanaður 5. júní 1975 og telur 42 systur. Klúbburinn hefur á undanförnum árum styrkt Velferðarsjóð Suðurnesja, Björgina og Frú Ragnheiði, ásamt styrkjum til einstaklinga. Allar tekjur klúbbsins koma frá árgjöldum systra og fjáröflunum og er fjármagnið nýtt til að styrkja konur og stúlkur þó samfélagið allt njóti vissulega góðs af stuðningi Soroptimista. Soroptimistar eru alþjóðleg samtök kvenna sem hafa það að markmiði að stuðla að jákvæðri heimsmynd, þar sem samtakamáttur kvenna nær fram því besta sem völ er á. Samtökin vinna að bættri stöðu kvenna, að mannréttindum öllum til handa sem og jafnrétti, framförum og friði með alþjóðlegri vináttu og skilningi að leiðarljósi. Samtök Soroptimista eru starfsgreinasamtök og er leitast við að hafa fulltrúa sem flestra starfsstétta til að fá sem breiðastan hóp.

Appelsínugular vegan-sápur og snúðar í átaki Soroptimistakvenna Appelsínugular vegan sápur og snúðar með appelsínugulu kremi standa Suðurnesjamönnum til boða í árlegu átaki Soroptimistaklúbbs Keflavíkur frá 25. nóvember. Átakið er alþjóðlegt og heitir „Roðagyllum heiminn“. Konurnar í klúbbnum hófu undirbúning í vikunni þegar þær fóru í sápugerð undir handleiðslu Ólafs Árna Halldórssonar í Sápunni en hann leggur fram vinnu sína, uppskriftir, tæki og tól til framleiðslu á sápunum. Í fyrra tók Soroptimistaklúbbur Keflavíkur í fyrsta sinn þátt í roðagyllingu heimsins, sem er alþjóðlegt átaka gegn kynbundnu ofbeldi og mörg mannúðarsamtök um allan heim taka þátt í. Átakið hefst 25. nóvember á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, staðfestur í mannréttindayfirlýsingunni. Átakið nær hámarki sínu mánudaginn 10. desember, á alþjóða mannréttindadaginn.

Appelsínugulur er litur átaksins „Í fyrra fengum við fyrirtæki og stofanir í lið með okkur en forsvarsmenn margra þeirra tóku vel í beiðni okkar um að lýsa byggingar, húsnæði eða umhverfi upp með appelsínugulum lit, sem er litur átaksins. Liturinn

táknar bjartari framtíð, lausa við ofbeldi gegn konum og börnum,“ segir Svanhildur Eiríksdóttir, formaður soroptimistaklúbbsins.

Stofnanir og fyrirtæki í appelsínugulu „Í ár munum við aftur biðja fyrirtæki og stofnanir að lýsa upp og fáum vonandi enn fleiri til að taka þátt núna. Þá hefur Sigurjón Héðinsson bakari tekið jákvætt í beiðni klúbbsins að selja snúða með appelsínugulu kremi þessa sextán daga meðan átakið stendur yfir og láta ágóðann af sölunni renna til Velferðarsjóðs Suðurnesja. Það er mikilvægara sem aldrei fyrr að auka innstreymi í hjálparsjóði, þar sem streymið hefur verið að minnka vegna samdráttar allsstaðar í þjóðfélaginu. Við ætlum að kalla snúðana Mannúðarsnúða.“

Karlarnir hjálpa konunum Fjáröflun klúbbsins verður sala á appelsínugulri vegan-sápu sem Ólafur Árni Haraldsson í Sápunni aðstoðar Soroptimistakonur með að gera svo þær geti selt hana til Suðurnesjamanna. „Þetta er alveg frábært. Pabbi einnar systur í klúbbnum útvegar okkur húsnæði svo það er óhætt að segja að karlar styðji sérstaklega vel við átakið, sem okkur finnst skemmtilegt. Sápuna munum við selja á vettvangi Soroptimista en sjáum við aðrar smugur munum við að sjálfsögðu nýta okkur það,“ segir Svanhildur.

Páll Ketilsson pket@vf.is

Svanhildur Eiríksdóttir, formaður vandar sig í sápugerðinni. Soroptimistakonur verða líka í sviðljósi Suðurnesjamagasíns.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

Sjónvarpsinnslagið er aðgengilegt í rafrænni útgáfu.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

Appelsínugular Soroptimistakonur Keflavíkur á fundi í fyrra þegar átakið var kynnt.

Sápan á flug eftir bankahrun og niður aftur vegna Covid-19 Ólafur ÁrniHalldórsson hefur rekið fyrirtækið Sápuna síðan 2009 og var mest að selja til ferðamanna. Hann hefur þurft að draga saman seglin á veirutímum og m.a. lokað verslun sinni í Reykjanesbæ. „Við vonumst til að þetta fari vel í gang aftur þegar ferðamenn fara að mæta aftur til Íslands en nú er ég bara með vefverslun.“ Það kom samt ekki til af góðu að Óli fór út í þessa sápuframleiðslu því sjálfur lenti hann í heiftarlegu ofnæmi sem kom honum inn á spítala í Bandaríkjunum þar sem hann var í námi. „Ég lenti í því í Atlanta að fá ofnæmi fyrir sápu sem varð svo alvarlegt að ég var lagður inn. Ég gat ekki notað neinar sápur. Þar fundu þeir út að ég væri með svona mikið ofnæmi fyrir sápuvörum. Í kjölfarið vorum við fjölskyldan úti að keyra eitt sinn um sveitahéruð Georgíu og ókum fram á bóndabæ þar sem verið var að framleiða náttúrulegar sápur,

framleiddar frá grunni eins og gert var fyrir fimm þúsund árum. Þessi bóndi var einnig að selja alls konar dót, heimagerðar sultur og fleira heimagert. Ég keypti af honum sápu og prófaði og varð betri í húðinni því ég þoldi þessa tegund af sápu. Svo kynntist ég þessum bónda betur og hann kenndi mér að búa til mínar eigin sápur,“ sagði Ólafur Árni í viðtali við Víkurfréttir í lok mars 2019. Ólafur stofnaði Sápuna í kjölfar bankahrunsins. „Þá fannst mér ég verða sjálfur að skapa mér atvinnu svo aðrir gætu fengið starfið sem ég hafði. Ég ákvað að prófa að framleiða smá af sápum og fór með þær og kynnti fyrir verslunum og útbjó þær sem minjagripi. Ég fékk jákvæð viðbrögð og boltinn byrjaði að rúlla, smátt í fyrstu. Reksturinn stækkaði með fleiri ferðamönnum sem voru aðal viðskiptavinirnir en fyrirtækið mitt er dæmi um hrun í rekstri vegna Covid-19.“

Ólafur með hluta af sápuúrvalinu í viðtali við VF í mars 2019.

SKRIFSTOFA STFS LOKUÐ! Á meðan neyðarstig varir vegna útbreiðslu COVID-19 mun skrifstofa Starfsmannafélags Suðurnesja Krossmóa 4 eingöngu veita félagsmönnum fjarþjónustu. Þetta er gert með velferð þeirra að leiðarljósi. Félagsmenn geta sent fyrirspurnir á netfangið stfs@stfs.is og þeim verður svarað svo fljótt sem unnt er. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

WWW.STFS.IS

Undirbúningur á fullu í sápugerð. Vökvinn fer í þessi hólf og síðan eru sápurnar skornar í passlegar einingar.


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Aldingarður æskunnar undirbúinn fyrir vetrarhvíld Þá þessar línur eru ritaðar er hinn fegursti haustdagur með einstakri litarskrúð. Ég horfi út í garðinn minn, lotningarfullur fyrir þeim atburðum sem eiga sér stað. Hneggið í svartþrestinum gefur til kynna, að hann sé á varðbergi yfir utanaðkomandi vá. Kettir nágrennisins ögra honum og aðrir meðbræður hans í hópi fugla eru ekki allir honum þóknanlegir. Þess á milli tínir hann aldin af greinum ilmreynisins, oft í félagsskap við aðra þresti sem fá tímabundin leyfi þá stundina. Hin ástarþrungna söngrödd sem við fáum að njóta á vormorgnum er nú lágstemmd, en bregður þó fyrir öðru hverju. Hvarvetna má líta aldin á trjám og runnum. Rósagarðurinn skartar einstöku blómum en þó aðallega aldinum, afrakstur þess að að baki er yndilegt sumar með mikilli blómgun, hefði kófið ekki lagt stein í götu okkar, hefði sumarið talist fullkomið hér sunnanlands. Nú er sá tími þá plöntur búa sig undir vetrardvala. Þær skynja haustið löngu áður en við sjáum litarbreytingar á þeim, líklega um leið og dag tekur að stytta. Fjölærar plöntur sem vaxa í tempraða beltinu á jörðinni þurfa að kunna undirbúa sig fyrir veturinn, annars lifa þær ekki af. Þær þurfa að mynda blóm nógu snemma svo fræin nái að þroskast og tré og runnar þurfa að flytja afurðir ljóstillífunnar í öruggari geymslu, í stofninn eða ræturnar. Þær fella laufblöðin, þó ekki fyrr en þær hafa lokað sárinu sem myndast, svo greinar og stofnar haldist ekki opnir fyrir vatnstapi. Plöntur búa yfir líffræðilegri klukku sem sólarljósið stillir af. Kerfið allt er flókið og eilífur vettvangur mannanna til að hafa áhrif á með tilbúinni birtu, hita og næringu. Haustlitadýrðin er þar ekki undanskilin. Hún er tilkomin vegna efnahópa í grænukornum blaðgrænunnar, og safabólum plöntufrumna. Á haustin skynjum við mest rauða og gula liti á blöðunum. Styrkleiki litanna er fer eftir sólaljósinu og hitasveiflum. Ef dagshiti á haustin er hár og næturhiti miklu lægri verða rauðir litir áberandi. Plantan sjálf býr yfir einnig

yfir erfðaeiginleikum sem einkenna hennar haustliti.

Sumarveðráttan hefur lykiláhrif Sumarveðráttan hefur lykiláhrif á afkomu plantna næsta árs. Á þeim tíma safnar hún orku og vexti til framhaldslífs. Köld sumur, sólarlítil og rigningasöm draga úr viðgangi plantna, þær eru ver undirbúnar undir vetrahvíld og upprisu aftur að vori. Mörg slík sumur geta því riðið þeim að fullu. Eftir einstakt sumar með mikilli blómgun megum við eiga von á enn meiri fegurð í ríki náttúrunnar að sumri komanda, svo fremi náttúruöflin snúi ekki af leið. Á vormánuðum 2019 var fengin til afnota garðspilda í skrúðgarðinum og eyrnamerkt æskunni. Hugmyndin var að kynna hana fyrir gildi ræktunar til nytsemda og upplifunnar. Málið var auðsótt enda grunnurinn hér góður, leikskólar metnaðarfullir og bæjarfélagið jákvætt. Í forsvari var Suðurnesjadeild Garðyrkjufélags Íslands í náinni samvinnu við leikskólann Tjarnarsel. Þessi spilda, kölluð Aldingarður æskunnar, hefur á tímabilinu tekið miklum breytinum. Aðkoman var slík, að mikið hreinsunarstarf lá fyrir til að fá notið þess sem þegar var í lagt. Fallegur setgrágrýtissteinn verður kennileiti garðsins til frambúðar, nú merktur skjöldum í bak og fyrir. Það er töluverð vinna sem liggur í að halda slíkri spildu við. Það þarf að hreinsa burt illgresið, og verja plöntur gegn áhlaupi bæði vetur og vor. Höfundur fékk því til fulltingis Rótarýklúbb Keflavíkur til að leggja hönd á plóg, enda þar fyrir mannauður til að takast á við verkefni sem krefst líkamskrafta og hugvits. Snarrótarkögglum, arfa og öðrum illgresisplöntum hefur nú verðið þeytt í sífellt atorkusamari jeppakerru höfundar, jarðvegur bættur og plantað í garðinn haustlaukum, sumarblómum og nú í sumar 20 nýjum rósayrkjum sem öll hafa blómgast og fengið meðbyr í upphafi. Rósirnar hafa verið merktar á einfaldan hátt, en gefandi til upplýsinga fyrir áhuga-

sama. Þau ávaxtatré sem gróðursett voru, hafa fengið sérstaka umönnun og fá hlífðarföt yfir veturinn.

Konráð Lúðvíksson, læknir.

Við höfum fengið styrki til að sinna þessu verkefni, þar með talið veglegan styrk úr verkefnasjóði Rótarýumdæmisins á Íslandi auk þess umhverfistyrk frá Krónunni. Á döfinni er að taka neðsta hluta garðsins til endurskipulags með því að moka þar út jarðvegshroða og setja betri í staðinn, planta síðan sígrænum runnum af ýmsum gerðum sem getur orðið mikið augnayndi, ef vel heppnast. Rótarýfélagar minntust þess á dögunum í orði og verki, að þeir eru verndarar þessa verkefnis með því að hreinsa illgresi úr garðinum, planta haustlaukum og hengja síðan á bakhlið steinsins ofannefnda skilti, hannað af einum félaga klúbbsins þessu til áréttingar. Ætíð eru leikskólabörnin á Tjarna-

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga lýsir þungum áhyggjum vegna stöðu atvinnumála í Sveitarfélaginu Vogum og á Suðurnesjum ráðs Sveitarfélagsins Voga frá því á dögunum í tengslum við yfirlit Vinnumálastofnunar um atvinnuleysistölur í ágústmánuði. Í ljósi þróunar á heimsfaraldri Covid-19 og þeirra sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til, þá er ástand og horfur í atvinnumálum nú enn meira áhyggjuefni en var fyrir nokkrum vikum síðan. Eftir að heldur birti til á sumarmánuðum þá standa nú fjölmörg atvinnufyrirtæki frammi fyrir samdrætti í starfsemi þeirra, sem veldur tekjufalli og hefur í för með sér fækkun starfsfólks. Framundan er erfiður tími fyrir fjölmarga einstaklinga og heimila vegna atvinnu-

haustlauka, sem birta munu litskrúð sína að vori okkur öllum til dýrðar.

Sígrænir runnar augnayndi

Framundan er erfiður tími fyrir fjölmarga einstaklinga og heimili „Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga lýsir þungum áhyggjum vegna stöðu atvinnumála í Sveitarfélaginu Vogum og á Suðurnesjum. Samkvæmt spá Vinnumálastofnunar fyrir ágúst 2020 er gert ráð fyrir að atvinnuleysi, almennt og minnkandi starfshlutfall, telji um 17% á Suðurnesjum og 13% í Sveitarfélaginu Vogum. Útlit er fyrir að staðan versni enn frekar á komandi vikum og mánuðum en frá því þessar tölur voru birtar hafa borist upplýsingar um fjöldauppsagnir á svæðinu. Fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisskrá er hvergi meiri á einu landsvæði en á Suðurnesjum,“ segir í bókun bæjar-

seli tilbúin að leggja okkur lið við verkefnið með sínum glaðværa opna hug. Þau ljúka nú undirbúningi vetrarhvíldarinnar með gróðursetningu

missis og óvissu í atvinnu- og fjármálum, segir jafnframt í bókuninni. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga beinir ákalli til ríkisstjórnar og alþingismanna um að vinna með sveitarfélögum á Suðurnesjum og aðilum vinnumarkaðarins að því að leita allra mögulegra leiða til þess að mæta þeim miklu áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir og leita leiða til að koma hjólum flugtengdrar starfsemi í gang að nýju. Bæjarráð skorar jafnframt á ríkisvaldið að styðja við sveitarfélagið vegna mikils samdráttar í tekjum þeirra, þannig að hægt verði að halda uppi eðlilegri þjónustu við íbúa.

Neyðarstig almannavarna hefur áhrif á heilsugæsluna Flestir læknatímar á dagtíma á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verða hringdir út. Þetta er gert vegna neyðarstigs almannavarna sem tók gildi á miðnætti á sunnudagskvöld. Fyrirkomulagið verður þar til annað verður ákveðið. Slysa- og bráðamóttaka verður áfram opin allan sólarhringinn og læknavaktin síðdegis og um helgar verður áfram opin en skjólstæðingar eru beðnir um að hringja á undan sér í síma 422-0500 og bóka tíma. Þjónustan gæti tekið breytingum eftir því sem á líður, þannig að rétt er að fylgjast vel með tilkynningum á Facebook-síðu HSS og á www.hss.is næstu daga, segir í tilkynningu sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja birti á heimasíðu sinni.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

Gera ráð fyrir nýjum sjótökuholum HS Orka hefur óskað eftir að breyta deiliskipulagi iðnaðar- og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi. Tilgangur breytinga er að gera ráð fyrir nýjum sjótökuholum. HS Orka vinnur jafnframt að matsskyldufyrirspurn til Skipulagsstofnunar vegna þessara framkvæmda. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að auglýsa tillöguna.

Slökkviliðsmenn fækka fötum

Heimila nýjan þjónustuveg Skipulagsyfirvöld Keflavíkurflugvallar hafa auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi og breytingu á deiliskipulagi NA-svæðis Keflavíkurflugvallar. Meginbreyting skipulagsáætlana felur í sér heimild fyrir nýjum þjónustuvegi milli Reykjanesbrautar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar gerir ekki athugasemdir við skipulagið en vísar í fyrirvara um Aðalskipulag Reykjanesbæjar.

Slökkviliðsmenn úr Reykjavík heimsóttu slökkviliðsminjasafnið á Fitjum í Njarðvík í vikunni. Ekki til að skoða munina á mögnuðu safninu heldur til að fækka fötum og sitja fyrir á myndum sem fara á árlegt dagatal Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Keflvíkingurinn Kristmundur Carter er einn af liðsmönnunum en var fullklæddur þegar Víkurfréttamenn litu inn. „Við prentum tvöþúsund og fimm hundruð dagatöl og seljum þau öll. Slökkviliðsmenn eru fyrirsæturnar og pósa hér vinstri hægri. Förðunar-

kona er á staðnum til að gera þetta sem raunverulegast. Ágóðann höfum við notað í söfnunarsjóð vegna alheimsleika slökkviliðsmanna sem hópurinn hefur sótt. Þá höfum við líka notað hluta ágóðans til að styrkja góð málefni. Þetta er búið að vera árlegt verkefni síðan 2007, mjög skemmtilegt,“ sagði Kristmundur sem var ljósmyndaranum og liðsmönnum sínum til aðstoðar.

Almenningsgarður og skólalóð í deiliskipulag Skipulagsfulltrúi hefur óskað heimildar til að vinna deiliskipulag fyrir almenningsgarð og skólalóð ásamt Grænásbraut á Ásbrú í samræmi við rammaskipulag dagsett janúar 2020. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur heimilað að hefja vinnu við deiliskipulagið.

Kannabisræktun stöðvuð á Ásbrú Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun á Ásbrú í vikunni sem leið. Við húsleit, að fenginni heimild, fundust nokkrar plöntur og búnaður til ræktunar. Hvoru tveggja var haldlagt til eyðingar.

Svipt ökuréttindum ævilangt Ökumaður sem lögregla tók úr umferð í síðustu viku reyndist vera undir áhrifum fíkniefna, að því er sýnatökur á lögreglustöð sýndu. Viðkomandi var svipt ökuréttindum ævilangt og bifreiðin sem hún ók var jafnframt ótryggð svo skráningarnúmer voru fjarlægð. Þá voru fáeinir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á tvöföldum hámarkshraða í Keflavík, eða 60 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km.

Klipping og greiðsla með viðhafnargrímu Grímur eru víða skylda og síðustu daga hefur grímunotkun aukist víða og mælt með því. Hárgreiðslukonurnar á Promoda í Reykjanesbæ láta það ekki á sig fá og ekki heldur viðskiptavinirnir eins og sjá má á þessum myndum. Linda Hrönn Birgisdóttir t.v. var með viðhafnarútgáfu af grímu en samstarfskonur hennar, þær Svala Úlfarsdóttir og Marta Teitsdóttir létu sér duga hefðbundnar grímur, sem og viðskiptavinirnir.


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Stoppaður fyrir stolið vegabréf á leið til Manchester Netspj@ll

Frá vinstri: Úlfar Guðmundsson, lögmaður, Haukur Andreasson, fasteignasali, Guðmundur Torfi Rafnsson, húsasmíðameistari, Vilhjálmur Axelsson, matreiðslumeistari, og Ingi Gunnar Ólafsson, einkaþjálfari.

Haukur Andreasson og eiginkona hans, Rakel Jónsdóttir, viðskiptafræðingur.

Haukur Andreasson, 37 ára íbúi í Suðurnesjabæ, er á kafi í laganámi samhliða vinnu á fasteignasölu þessa dagana. Hann gaf sér þó tíma í smá netspjall við Víkurfréttir um lífið og tilveruna. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

– Nafn, aldur og búseta: Haukur Andreasson, 37 ára. Suðurnesjabæ. – Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Fer fram úr og fæ mér kaffibolla. – Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Hlusta á Bylgjuna.

– Hvað raular þú eða syngur í sturtu/baði? Ég humma oftast eitthvað sem ég veit ekki hvað er. – Hvaða blöð eða bækur lestu? Upp á síðkastið hafa það verið lagabækur sem eiga allan minn tíma. Contract Law er sú bók sem ég var að klára. – Hvað er það fyndnasta sem hefur hent þig? Ætli það sé ekki þegar konan fann vegabréf sem ég týndi og afhenti

mér þegar ég fór til Manchester á leik. Var stoppaður fyrir stolið vegabréf og það setti tóninn í ferðina. – Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Grallarinn hún dóttir mín fær mig stöðugt til að brosa. – Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Umbrella Academy. – Uppáhaldsvefsíða: fonsjuris.is, veit ekki hvar ég væri án hennar. – Uppáhaldskaffi eða -te: French Roast frá Te & kaffi kemur sterkt til greina. – Uppáhaldsverslun: Fyrirhann.is er að koma sterk inn. – Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir fjölskylduna? Íslenska kjötsúpu. – Hvað fer mest í taugarnar á þér? Ég er með ótrúlegt jafnaðargeð svo mér dettur ekkert í hug. – Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Hver dagur er ný áskorun, ætli það sé ekki að halda síbreytilegu skipulagi.

Haukur og dóttir hans, Sigurrós Máney Hauksdóttir.

– Hvað er eftirminnilegast frá sumrinu? Vinahópurinn fór saman á hótel Hamar, þar var dustað rykið af golfkylfunum.

Haukur og Sigurrós Máney. – Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Hef sett mér það markmið/reglu að ætla byrja að mæta í tíma hjá Dodda og Þurý í ræktina hér í Sandgerði. Hef náð tveimur frábærum námskeiðum hjá þeim en þarf að fara í fleiri. – Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Ég er í fullu laganámi samhliða vinnu sem stendur.

– Stóra fréttin síðustu daga: Trump með Covid. – Hvernig er haustið að leggjast í þig? Haustið leggst ágætlega í mig. Samanstendur af mikilli rútínu og vinnu. – Eru hefðir á þínu heimili tengdar haustinu? Það má segja að hefðin sem stendur sé að sitja á skólabekk í námi.


REYKJANESBÆ

Takk fyrir stuðninginn við framleiðslu á sjónvarpsefni frá Suðurnesjum!

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Veist þú um áhugavert efni í miðla Víkurfrétta? Á tímum Covid-19, þegar ró er yfir mannlífinu, er erfiðara að finna áhugavert efni í sjónvarpsþáttinn okkar. Lumar þú á ábendingu? Sendu okkur línu á vf@vf.is


22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Nútímadjass

í Bókasafni Sandgerðis

Það voru þýðir tónar sem ómuðu um Bókasafn Sandgerðis þegar bassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson, ásamt þeim Ásgeiri Ásgeirssyni (oud og önnur strengjahljóðfæri), Hauki Gröndal (klarinett), Matthíasi Hemstock (trommur) og píanóleikaranum Inga Bjarna Skúlasyni, léku við hvern sinn fingur á tónleikum Jazzfjelags Suðurnesjabæjar sem haldnir voru í Bókasafni Sandgerðis í síðustu viku.

Halldór Lárusson, skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis, er helsta driffjöður Jazzfjelags Suðurnesjabæjar.

Bassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson vinnur að gerð nýrrar hljómplötu og lék frumsamið efni af henni.

Tónleikagestir nutu þess sem ómaði um sali bókasafnsins. bókasafnsins.

Texti og myndir: Jóhann Páll Kristbjörnsson | johann@vf.is

Á tónleikunum var frumflutt frumsamið efni þar sem áhrifa austrænnar þjóðlagatónlistar og annarrar heimstónlistar gætti í bland við nútímadjass en Sigmar Þór hefur hafið undirbúning hljómplötu sem ber vinnuheitið Metaphor og er áætlað að gefa út í byrjun næst árs. Sigmar gaf út sína fyrstu sólóplötu, Áróra, árið 2018 og hlaut sú plata tvennar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki djassog blústónlistar. Jazzfjelag Suðurnesjabæjar stendur reglulega fyrir ýmiss konar og ekki var annað að sjá en gestir tónleikanna kynnu vel að meta tónlistina og stemmninguna sem Sigmar og félagar göldruðu fram enda afburða færir tónlistarmenn þar á ferð.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

Hælisleitendamál Frábærar fréttir! í ólestri „Ertu að yfirgefa landið þitt í leit að betri lífskjörum? Ertu að yfirgefa landið þitt í leit að vinnu? Þetta eru ekki löglegar ástæður fyrir því að fá alþjóðlega vernd í Noregi. Þér verður vísað til baka“. Þetta er texti úr auglýsingu sem norsk stjórnvöld birta á helstu netmiðlum. Auk þess er því komið á framfæri í auglýsingunni að reglur hafi verið hertar í Noregi. Danir hafa birt áþekkar auglýsingar. Árið 2004 var 48 tíma reglan við afgreiðslu umsókna tekin upp í Noregi til að draga úr tilefnislausum umsóknum og gera kerfið skilvirkara. Ríkisstjórn sósíaldemókrata í Danmörku ræðir að ekki verði tekið við hælisleitendum á danskri grundu heldur í móttökustöð í Norður-Afríku til að girða fyrir að fólk leggi á sig hættuferð á manndrápsfleytum yfir Miðjarðarhafið. Fyrir fáeinum árum komu 6.000 hælisleitendur að landamærum Noregs frá Rússlandi á nokkrum vikum. Eru stjórnvöld hér á landi viðbúin því að fá slíkan fjölda umsókna á fáeinum vikum? Dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi nú í vor um breytingu á lögum um útlendinga. Frumvarpinu er ætlað að gera stjórnvöldum kleift að afgreiða skjótt og örugglega umsóknir sem leiða ekki til veitingar alþjóðlegrar verndar. Frumvarpið náði ekki fram að ganga vegna ósættis í ríkisstjórninni. Brýnt er að einfalda og hraða málsmeðferð umsókna svo að auka megi skilvirkni og stytta málsmeðferðartíma. Á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hælisleitendamálin á sinni könnu um árabil. Hann sýnist

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir skömmu að leggja til að komið yrði á fót menntaneti á Suðurnesjum í samstarfi við menntastofnanir á svæðinu til að efla náms- og starfsúrræði fyrir atvinnuleitendur. Menntamálaráðherra mun stýra þessu nýja menntaneti í samvinnu við heimamenn en forsætisráðherra sagði að svona verkefni hafi verið gert víðar með góðum árangri. Það er mikið gleðiefni að haldið sé áfram veginn til styrkingar náms á Suðurnesjum.

skorta nauðsynlega festu og hefur ekki reynst fær um að taka á vandanum. Stjórnsýslan ræður ekki við að afgreiða umsóknir innan viðunandi frests og beinn kostnaður við framfærslu hælisleitenda eykst hratt. Á þessu ári kostar hann skattgreiðendur fjóra milljarða og fer ört hækkandi. Þögn ríkir um óbeinan kostnað. Samkvæmt tölum flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA, er fyrir kostnað af hverjum hælisleitenda sem kemur til Vesturlanda hægt að hjálpa a.m.k. tíu til tólf manns í heimalandi. Okkur ber að aðstoða nauðstadda eftir föngum að teknu tilliti til fámennis þjóðarinnar. Koma ber í veg fyrir að móttökukerfi hælisleitenda sé misnotað með röngum upplýsingum og tilhæfulausum umsóknum. Ísland hefur ekki farið að fordæmi Dana og Norðmanna og auglýst strangt regluverk í útlendingamálum vegna þess að á Íslandi eru útlendingamálin í ólestri, m.a. vegna stefnuleysis, ófullnægjandi stjórnsýslu og lagaþræta á kostnað skattgreiðenda. Á vettvangi stjórnmálanna dugir ekki að hlaupast undan merkjum réttarríkisins af ótta við háværan minnihluta. Birgir Þórarinsson, alþingismaður Miðflokksins.

UPPBOÐ

Einnig birt á www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir

Nielsen, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 13. október nk. kl. 09:45.

Hafnargata 67, Keflavík, 50% ehl. gerðarþola, fnr. 208-8124 , þingl. eig. Haraldur Gunnar Húbertsson, gerðarbeiðandi Greiðslumiðlun ehf., þriðjudaginn 13. október nk. kl. 09:00.

Kirkjubraut 7, Njarðvík, fnr. 2093774 , þingl. eig. JV Capital ehf, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, þriðjudaginn 13. október nk. kl. 10:00.

Hátún 1, Keflavík, fnr. 208-8331 , þingl. eig. Jakub Polkowski, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 13. október nk. kl. 09:20. Kirkjubraut 19, Njarðvík, fnr. 2093794 , þingl. eig. Guðlaugur Smári

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Nám er tækifæri Fyrirhugað er að ráðstafa allt að 300 milljónum króna til kaupa á þjónustu hjá menntanetinu sem hluti af átakinu Nám er tækifæri. Þá hefur verið ákveðið að styrkja þær námsleiðir sem í boði eru hjá Keili gegn því að sveitarfélögin á Suðurnesjum komi jafnframt inn með fjármuni á móti. Stjórnvöld hafa að undanförnu átt samtöl við forsvarsmenn sveitarfélaga, landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurnesjum, menntastofnanir og atvinnurekendur á svæðinu um aðgerðir til að bregðast við stöðu vinnumarkaðarins á svæðinu. Atvinnuleysi þar hefur farið vaxandi eftir að kórónafaraldurinn hófst, fór hæst í kringum 25% í upphafi faraldursins en var í september í kringum 17%. Það skiptir máli á tímum sem þessum að fólk hafi greiðan aðgang að aukinni menntun til þess að styrkja sig á atvinnumarkaði til framtíðar.

Fjölbreytni og sveigjanleiki Fjölbreytt námsframboð og sveigjanlegt námsumhverfi, sem skapað er í nánu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, er nauðsynlegt svo að atvinnulíf og samfélag vaxi og dafni. Fjölbrautaskóli Suðurnesja hefur verið mikil lyftistöng fyrir samfélagið á Suðurnesjum frá stofnun árið 1976. Menntaskólinn Ásbrú (Keilir), Fisktækniskólinn og MSS eru stofnanir sem orðið hafa til vegna frumkvæðis einkaaðila, sveitarfélaga á Suðurnesjum og fyrirtækja á svæðinu. Þörfin fyrir fjölbreyttar námsleiðir, starfsþjálfun og endurmenntun hefur verið áþreifanleg.

Nú eru þessar menntastofnanir orðnar rótgrónar í samfélaginu og hafa sannað gildi sitt. Menntunarstig fólks á svæðinu hefur hækkað, sérstaklega kvenna. Það er ekki síst bættu aðgengi að námi að þakka sem og fjölbreyttum námsleiðum og sveigjanlegum kennsluháttum. Höldum áfram þessa leið.

Breyttar kröfur vinnumarkaðarins Sjálfvirknivæðing undanfarinna ára og hraðar tæknibreytingar munu ekki hægja á sér. Með þeim breytingum er einsýnt að kröfur um fjölbreytta menntun á framhaldsskólastigi sem og ákall eftir nútímalegum og sveigjanlegum kennsluháttum muni halda áfram að aukast. Ný tækifæri eru handan við hornið. Í skýrslu starfshóps forsætisráðuneytisins um Ísland og fjórðu iðnbyltinguna kemur fram að líkur á sjálfvirknivæðingu starfa minnka með hærra menntunarstigi. Líklegt er að mörg störf sem krefjast lítillar menntunar muni hverfa eða taka miklum breytingum. Vægi framhaldsskólanáms verður því sífellt meira og þörfin fyrir fjölbreyttar námsleiðir vex. Því þarf að auka áherslu á tæknigreinar og nýsköpun auk þess að halda áfram að bjóða upp á hefðbundið bóknám og iðngreinar. Menntun er máttur. Áfram veginn! Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

EKKI DETTA ÚR SAMBANDI!

Rafmagnsleysi getur valdið stórtjóni

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 5. október 2020.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Eins og dæmin sanna geta bæði fyrirtæki og einstaklingar, ekki síst bændur, orðið fyrir stórtjóni þegar rafmagn dettur út vegna veðurs og náttúruhamfara. Við eigum varaaflstöðvar fyrir allar aðstæður.

Hafðu samband í tæka tíð! Opið:

11-13:30

alla virka daga

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Nánari upplýsingar á ronning.is eða ronning@ronning.is REYKJAVÍK Klettagörðum 25 Sími 5 200 800

SELFOSSI Eyravegi 67 Sími 4 800 600

AKUREYRI Draupnisgötu 2 Sími 4 600 800

REYÐARFIRÐI Nesbraut 9 Sími 4 702 020

REYKJANESBÆ Hafnargötu 52 Sími 4 207 200

HAFNARFIRÐI Bæjarhrauni 12 Sími 5 200 800

GRUNDARTANGA Mýrarholtsvegi 2 Sími 5 200 830


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir

Mundi Þetta hótel reis ekki upp á þriðja degi.

instagram.com/vikurfrettir

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

... audda og kvaseiru? Ég geri ekki ráð fyrir því að vera sú eina sem hef brennandi áhuga á tungumálinu okkar. Það er erfitt að halda því ósködduðu í samfélagi þar sem aðgengi að efni á internetinu er svo til allt á ensku. Börnin okkar alast upp við að horfa á enskt efni og lesa á ensku og með því er ég ekki að segja að þau gleymi íslenskunni en það hefur áhrif. Talmál brenglast, stafsetning brenglast. Ég fyrirgef yngri kynslóðum ansi margt, eins og slettur af og til og skammstafanir sem ekki voru til þegar ég var að alast upp, þar sem samskipti fara mikið fram rafrænt – en langvarandi brenglun á tungumálinu er eitthvað sem við verðum að passa upp á. Áður en lengra er haldið skal ég viðurkenna að ég er óþolandi mamman sem leiðrétti börnin mín gegndarlaust ef sletturnar ganga fram af mér og skrumskælingin fer yfir ákveðin mörk. Viðurkenni hins vegar fúslega ánægju mína með að enska er orðið annað tungumál í skólagöngu barna en ekki danska eins og þegar ég var að alast upp. Ég hefði kosið betri og

lengri enskukennslu í mínu námi því ekki hef ég notað dönskuna mikið. Engu að síður hef ég ekki þolinmæði fyrir því þegar börn tala hreinlega eingöngu ensku. Mér finnst mikil-

vægt að viðhalda okkar tungumáli og kenna börnum okkar að nota öll þessi fallegu orð sem íslenskan hefur að geyma. Lendi oft í að leiðrétta ellafu ára stjúpson minn sem notar enska setningaruppbyggingu. Til dæmis: „Þetta er hvað ég sagði“ í staðinn fyrir „ég sagði það“ og „ég ætla að taka sturtu“ í staðinn fyrir „ég ætla að fara í sturtu“. Ekkert ofangreint er eitthvað sem kemur á óvart. Við búum á lítilli eyju norður í Atlantshafi og samgöngur til annarra landa tíðar. Atvinnuvegir okkar byggjast mikið á útflutningi og því mikilvægt að geta bjargað sér á öðru tungumáli. Mér finnst að sjálfsögðu ekkert mál að reyna að við-

halda íslenskunni hjá börnunum okkar með því að biðja þau hreinlega að tala íslensku þegar við á. Öllu verra finnst mér þegar við tölum íslenskuna bandvitlaust. Þá fer stafsetningarpúkinn í mér á flug og ég leiðrétti börnin mín hiklaust. Verst af öllu er þó þegar maður talar við fullorðið fólk sem talar vitlaust en ég er nú ekki alveg svo óþolandi að ég sé grípandi fram í með leiðréttingar í tíma og ótíma – en ég geri þó þá kröfu til fólks sem vinnur við það að skrifa fréttir, bækur, greinar og þess háttar eða æðsta valdið okkar, fólkið sem vinnur á Alþingi, fari rétt með málið okkar. Ég er án nokkurs vafa ekki sú eina sem tryllibilast aðeins

LOKAORÐ

Einhvað og eikkern megin ...

INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR í hvert sinn sem ég heyri „eikkern megin“ sagt. Í eitt skipti fyrir öll, þá á að segja „einhvern veginn“, punktur! Mæli heilshugar með þáttunum Kappsmáli á RÚV sem byggja svo skemmtilega á okkar ylhýra móðurmáli og vona að okkur gangi öllum vel að viðhalda móðurmálinu um ókomin árhundruð.

Hóteldraumurinn endanlega jarðsettur Í góðæri í upphafi aldarinnar voru stórir draumar um byggingu hótels að Útskálum í Garði. Grunnur hafði verið lagður að hótelinu og mikið jarðrask unnið á Útskálatúninu, þar sem hótelið átti að rísa. Í hruninu varð út um hóteldrauminn, sem svo endanlega var jarðsettur nú á haustmánuðum þegar gengið var frá landinu og það sléttað út en sáð verður í sárið.

O p n u m nýj a o g g l æ s i l e g a s k o ð u n a r s tö ð v i ð N j a r ð a r b r a u t 11A á þ r i ð j u d a g i n n n æ s t a á s l a g i n u 8:0 0. D a g a n a 6.—12 . o k tó b e r e r 20% opnunar tilboð af bifreiðaskoðun f yrir fólksbíla.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.