Víkurfréttir 26. tbl. 41. árg.

Page 18

18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Á áttræðisaldri og g – Hjónin Þorsteinn Eggertsson og Fjóla Ólafsdóttir eru að gefa út hljómplötu. Keflvíkingurinn Þorsteinn á að baki hundruð lagatexta en hefur ekki gefið út lög áður.

Það er ekki á hverjum degi sem hjón á áttræðisaldri gefa út hljómplötu en Þorsteinn Eggertsson og kona hans, Fjóla Ólafsdóttir, eru að gefa út hljómplötu sem heitir „Ég á mér líf“ og verður gefin út í vínyl og á geisladiski. Þorstein þekkja flestir landsmenn sem textahöfund við mörg þekkt lög, ekki síst samstarf hans við Keflavíkurbítlana, sjálfa Hljóma, en líka marga aðra. Fjóla sýnir á þessari plötu að hún kann ýmislegt fyrir sér í tónlist. Páll Ketilsson pket@vf.is

Þorsteinn hefur samið yfir eitt þúsund lagatexta og meira en helmingur þeirra hefur verið gefinn út. Hver man ekki eftir „Er ég kem heim í Búðardal“ frá fyrri tímum en „Söngur um lífið“ í flutningi Rúnars Júlíussonar og síðar Páls Óskars er eitt af þeim lögum sem hefur heyrst mikið á öldum ljósvakans undanfarin ár en þann texta samdi Þorsteinn og þar kom hann meira að segja nafni sínu inn í hann: ... Og ef þú vilt fá skammt að ánægju’ og gleði og hamingju von. Þá ættir þú að hlusta á texta eftir hann Þorstein Eggertsson. Þorsteinn Eggertsson var eitt af Söngvaskáldum á Suðurnesjum en í þeirri tónleikaröð gerðu Dagný Gísladóttir, Elmar Þór Hauksson og Arnór Vilbergsson Þorsteini góð skil. Hér er viðtal við Steina sem Páll Ketilsson tók eftir kvöldstund í Hljómahöll þar sem farið var yfir feril hans í máli, myndum og söng.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

Miðvikudagur 24. júní 2020 // 26. tbl. // 41. árg.

„Efnið á plötunni er allt eftir okkur tvö. Þar eru tíu lög, flest splunkuný, eftir Fjólu og tvö eftir mig, en lög eftir mig hafa ekki komið út áður á hljómplötum. Bara hundruð texta við lög eftir ýmsa. Ég á líka tíu texta á þessari afurð,“ segir Þorsteinn og bætir við að yrkisefnið sé sótt í ýmsar áttir. „Lögin á plötunni eru allskonar, allt frá hressu rokki að sorgarsögum, gríni og öllu mögulegu. Yrkisefnið er sótt í ýmsar áttir, meðal annars til Suðurnesja.“

– Hvað kemur til að þið eruð að gefa út plötu? „Við Fjóla höfum lengi skemmt okkur við að setja eitthvað saman; lög og texta en aðallega að gamni okkar. Svo bauð Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, sem rekur veitingastaðinn Hannesarholt í Reykjavík, okkur að skemmta þar. Þá datt okkur í hug að hljóðrita nokkur lög í hljóðveri Vilhjálms Guðjónssonar og úr varð þessi afurð. Vilhjálmur spilar t.d. á 24 hljóðfæri á plötunni.“

Þorsteinn Eggertsson ásamt flytjendum Söngvaskálda á Suðurnesjum árið 2017.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 26. tbl. 41. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu