Víkurfréttir 22. tbl. 41. árg.

Page 44

44 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

a Maradon

Ein a sem r Han viss ness i ek on, ki h fram vað k han væmd n vi ldi v astjóri erð , er g a þe r gar jóthar han ð n yr ur Kef l ði s tór. víking ur

Netspj@ll

Pot t að v þétt h e í gó ra m ressan ðu p eð M di artý ara don i a

– Nafn: Einar Hannesson.

– Fæðingardagur: 30. janúar 1974.

– Fæðingarstaður: Rigshospitalet í Kaupmannahöfn (en er samt hundlélegur í dönsku). – Fjölskylda: Giftur Maddý Andrésdóttur og við eigum þrjú börn saman, þau Andreu, Bjarka Frey og Hlyn Þór. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Vissi ekki hvað mig langaði til að verða þegar ég yrði stór fyrr en ég varð stór. Finnst fyrst og fremst gaman að vinna með fullt af alls konar fólki. – Aðaláhugamál: Ætli körfubolti standi ekki þar upp úr og að stússast í kringum íþróttir barnanna í gegnum tíðina. Svo er hrikalega gaman á skíðum. – Uppáhaldsvefsíða: kki.is – Uppáhalds-app í símanum: Leggja er geggjað! – Uppáhaldshlaðvarp: Kann ekki á svoleiðis. – Uppáhaldsmatur: Nauta ribey í 57° með Bearnaisesósu. – Versti matur: Brauðsúpa og slímugar ostrur.

– Hvað er best á grillið? Íslenska fjallalambið klikkar ekki. – Uppáhaldsdrykkur? Ísköld nýmjólk. – Hvað óttastu: Að þurfa einhvern tímann að taka stærðfræðipróf aftur. – Mottó í lífinu: Sinna vinum mínum af kostgæfni og gefa af mér í leik og starfi. – Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta? Maradona af því hann er óútreiknanlegt ólíkindatól og hörkudansari. Pottþétt hressandi að vera með honum í góðu partýi. – Hvaða bók lastu síðast? Ítalskir skór eftir Henning Mankell en er annars mikill aðdáandi Halldórs Laxness. – Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu? Maður er auðvitað búinn að þurrka upp Netflix eins og hálft mannkynið. Þar má nú helst nefna þætti eins og Kalifat, The Last Dance og Ozark. – Uppáhaldssjónvarpsefni? Góðar njósnamyndir geta verið klassa afþreying.

– Fylgistu með fréttum? Já, líklega óþarflega mikið. – Hvað sástu síðast í bíó? Úff, man það bara ekki svona á tímum kórónuveirunnar. – Uppáhaldsíþróttamaður? Erfitt að nefna ekki Michael Jordan. Fíla menn með tryllt keppnisskap. – Uppáhaldsíþróttafélag? Er grjótharður Keflvíkingur (en synir mínir segja að ég haldi með Breiðablik).

– Hvað hefur þú að atvinnu? Er framkvæmdastjóri hjá innflutnings- og þjónustufyrirtækinu Fastus ehf.

– Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Já, hef unnið töluvert að heiman undanfarna mánuði. Fínt í hófi en ég er mikil félagsvera og þrífst því töluvert betur innan um margt fólk. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Skrítið, stórfurðulegt – en hef líklega aldrei verið jafn mikið með börnunum mínum sem er stórkostlegt. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já, já, er það ekki bara. – Hvað á að gera í sumar? Verður maður ekki að ferðast um landið fagra. Kannski veiða eitthvað og jafnvel horfa eitthvað á þann yngsta spila fótbolta. – Hvert ferðu í sumarfrí? Alla vega ekki til útlanda þetta sumarið en annars finnst mér alltaf næs að liggja á sólarströnd einhvers staðar við Miðjarðarhafið og þá helst með Piña Colada í hönd.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá – Hvaða tónlist fyrst og hvað myndir kemur þér í þú helst vilja sýna gott skap? þeim? Hjálmar tikka í Náttúran á Suðuröll boxin. nesjum er falin perla. Ótrúleg náttúrufyrir– Hvað tónbrigði á litlu svæði sem Hjálmar list fær þig til alltof fáir þekkja. Geri töluvert af því að fara með að skipta um utanaðkomandi fólk á áhugaútvarpsstöð? Leyfi nú flestri tónlist að verða staði svo sem Keili, Þorbjörn, slæda en nenni ekki að hlusta á of Garðskaga, Reykjanes og svo mætti mikið pólitískt þras í útvarpinu. lengi telja. – Ertu hjátrúarfullur? Nei, mjög langt frá því.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 22. tbl. 41. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu