Víkurfréttir 22. tbl. 41. árg.

Page 38

38 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, segir á fjórða þúsund félagsmanna VSFK með uppsögn eða í skertu starfshlutfalli. Fólk sýni ástandinu skilning og er með von um að því ljúki fyrr en seinna.

Þetta er mikið sjokk „Ástandið er vægast sagt mjög slæmt en maður er alltaf að reyna að halda í einhverja bjartsýni og vonar að þetta fari að lagast. Við fengum skell með falli WOW fyrir um ári síðan en það var bara lítill skellur miðað við núna. Svæðið okkar mátti alls ekki við þessu. Þetta er mikið sjokk,“ segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, en á fjórða þúsund félagsmanna þessa stærsta stéttarfélags á Suðurnesjum eru atvinnulausir eða í skertu starfshlutfalli. Guðbjörg segir að það hafi verið mjög sérstakt að upplifa svona miklar sveiflur á síðustu árum. Fólksfjölgun hefur verið gríðarleg og lítið eða nánast ekkert atvinnuleysi. Þúsundir útlendinga á svæðinu við störf. Það vantaði starfsfólk í hin ýmsu störf hjá ferðaþjónustunni og fyrirtækjum tengdum henni en svo kom veiran og breytti öllu í einu vetfangi. Hvernig var fólk að taka þessu?

Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.