Víkurfréttir 17. tbl. 41. árg.

Page 62

Mundi

facebook.com/vikurfrettirehf

Orrustan um Helguvík er hafin.

twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Einfalt líf

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

LOKAORÐ Ingu Birnu Ragnarsdóttur

Fyrir mörgum árum gaf ein af mínum bestu vinkonum mér dýrmæt ráð. Ráð sem ég skildi ekki á þeim tíma, fannst þau hálfleiðinleg og þótti enn erfiðara að fara eftir. Hún vildi meina að ef ég myndi ná að einfalda líf mitt þá yrði auðveldara fyrir mig að takast á við erfiða hluti, eða bara alla hluti. Ná þannig að njóta þessara litlu hluta í lífinu. Njóta þess að vera ein með sjálfri mér. Njóta þess bara að vera. Engin geimvísindi svo sem en ótrúlega dýrmætt og mikilvægt. Viðurkenni hér með að mér hefur ekki tekist neitt sérstaklega vel að lifa eftir þessu ráði, þrátt fyrir að það hafi verið greypt í huga mér æ síðan.

GLEÐILEGT SUMAR

Í dag er 36. dagurinn í samkomubanni. 36. dagurinn þar sem við Íslendingar erum krafin um að fara eftir þessu ráði, að einfalda líf okkar. Í dag eru líka 53 dagar síðan ég hætti að vinna að eigin frumkvæði, með framtíðina sem óskrifað blað. Án skuldbindinga ætlaði ég að njóta þess að vera ein með sjálfri mér í fyrsta skipti á ævinni, stunda yoga, hugleiðslu og finna mig í streitulausu lífi. Ég var komin á þann tímapunkt þar sem ég hugsaði að nú þyrfti ég að fara eftir þessu ráði frá vinkonu minni, rekja upp flækjurnar í tilverunni og finna út hvað ég raunverulega vildi gera í lífinu. Ég náði heilum sautján dögum með sjálfri mér áður en allir í fjölskyldunni minni voru „groundaðir“ með mér í heimaveru. Ráði vinkonu minnar var þröngvað upp á mig og flesta aðra á jörðinni á ógnarhraða. Allir og ömmur þeirra voru beðnir að vera heima, vinna heima, vera í skólanum heima og meira að segja stunda ræktina heima. Ég viðurkenni að það hefur verið mikil ögrun að lifa við þessar breyttu aðstæður. Ég fékk t.d. alvarleg þráhyggjuköst yfir því hvað mér fannst dætur mínar ganga illa um,

mér fannst heimilið undirlagt. Mér fannst ég endalaust „þurfa“ að vera að ganga frá eftir aðra. Mér fannst ég komin í aðstæður sem ég gat illa höndlað. Það tók mig um tvær vikur að sjá það að þetta fyrirkomulag var einmitt það sem ég þurfti. Einfalt líf. Við erum flest vön annars konar rútínu. Vakna, kaffi, sími, fréttir, vinna, skóli og svo seinni partinn þá er það „hvað er í matinn?“, „hverjir verða heima?“, „hvað á að gera um kvöldið?“, „ræktin?“, „samvera?“ o.s.frv. Hlaðin dagskrá og streita. Að vera í mikilli nánd við fólkið okkar allan daginn, alla daga í 36 daga er eitthvað sem við höfum flest þurft að takast á við. Veit ekki hvort við séum öll á sama stað en ég þurfti aðlögunartíma fyrir þessa miklu samveru og endurskipuleggja daginn frá grunni. Ég þurfti sannarlega að einfalda líf mitt og finna sáttina. Í staðinn fyrir að vera með þráhyggju yfir því að plana framtíðina, utanlandsferðir, matarboð og vökva neyslublómið hef ég náð að njóta þess bara að vera. Ekkert kapphlaup um lífsgæði. Ekkert kapphlaup punktur. Ég vona sannarlega að þessi breyting sé komin til að vera.

Hreinsunarsvæði Sandgerði 2020

KOMDU ÚT ME Ð OK K U R Á

Ónefnt lag Svæði 1 - Hólar I Svæði 2 - Hólar II Svæði 3 Svæði 5

STÓRA PLOKKDEGINUM!

Svæði 4 Svæði 6 Svæði 7 Svæði 8 Svæði 9 Svæði 10 Svæði 11 Svæði 12 Svæði 13 Svæði 14 Svæði 16

SU ÐU RN E SJABÆ R O G B LÁI HE RINN HAFA T E KI Ð HÖ N DU M SAMAN OG HVE TJA ÍBÚA SU ÐU RN E SJABÆ JAR T I L Þ E SS AÐ TAKA Þ ÁTT Í ST Ó RA P LO KKDE G I N U M SE M FRAM FE R

Svæði 17 Svæði 18 Svæði 19 Svæði 20

Svæði 21- ofan Byggðarvegar Svæði 22 - ofan Byggðarvegar -Grjótnáman Svæði 23 - Gulllág og stakkstæðin

Svæði 24 - Ofan Bjarmalands Svæði 25 - Ofan Norðurgötu Svæði 26 - Ofan Norðurgötu að Klöpp Svæði 27 - Austan Stafnesvegar

Hreinsunarátak Bláa hersins og Sandgerðinga vegna stóra plokkdagsins 25. apríl 2020. Veldu þér númer til að hreinsa, svaraðu könnuninni á Fréttasíðu- og upplýsingasíðu Sandgerðis

L AU G A R DAG I N N 2 5. AP R ÍL.

Hreinsunarsvæði Garður 2020 Ónefnt lag Svæði 1 Svæði 2 Svæði 3 Svæði 4 Svæði 5 Svæði 6 Svæði 7 Svæði 8 Svæði 9 Svæði 10 Svæði 11 Svæði 12 Svæði 13 Svæði 14 Svæði 15 Svæði 16 Svæði 17 Svæði 18 Svæði 19 Svæði 20 Svæði 21

• Frábær hreyfing • Klæðum okkur eftir veðri • Virðum tveggja metra regluna Blái herinn mun dreifa sekkjum meðfram stofnbrautum í báðum bæjarkjörnum, Garði og Sandgerði, þar sem plokkarar geta komið frá sér ruslinu sem plokkað er. Starfsmenn Suðurnesjabæjar og Blái herinn munu svo tæma og fjarlægja sekkina þegar átakið er búið.

Svæði 22 Svæði 24 Svæði 25 Svæði 26 Svæði 27

Hreinsunarátak Bláa hersins og Garðbúa vegna stóra plokkdagsins 25. apríl 2020. Veldu þér númer, með því að svara könnuninni á Garðmenn og Garðurinn, hvaða svæði þú ætlar að hreinsa :)

TÖ KU M HÖ N DU M SAM AN O G HREI N SU M SU ÐU RN ESJA B Æ ! Nánari upplýsingar á heimasíðu Suðurnesjabæjar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.