VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 69
Netspj@ll Með þremur af afabörnunum á Ed Sheeran tónleikunum.
Ég gat smíðað og málað í garðinum um páskana, þannig að það var ekki bara verið innanhúss í útgöngubanninu.
Páskalambið áður en það fór í ofninn, hægeldað í 5 tíma.
Sex rétta máltíð á Asia Kitchen fyrir 2000 kall Einar Lárus Ragnarsson er starfsmaður á plani hjá Snittenonline. com, fyrirtæki sem Einar rekur á Spáni þar sem hann er búsettur. Hann tekur COVID-19 með jafnaðargeði. — Hvernig voru páskarnir? Útgöngubann hér þannig að það var innanhússferðalag. — Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Páskaeggið er á leiðinni, sá í gær að það er í Madrid. Síðasti málshátturinn sem ég fékk var „Betra er autt rúm en illa skipað“. — Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Við erum með myndfjölskyldspjall í gegnum Messenger.
— Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Foreldrarnir til að ganga frá flugmiðum fyrir heimsóknina þeirra.
— Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Léttreyktur lambahryggur með góðri sósu og meðlæti. Má alls ekki vanta asíur.
— Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Engin sérstök upplifun. Jafnaðargeð, var viðbúið.
— Hvað var í páskamatinn? Lambalæri að hætti Evu Laufeyjar.
— Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Nægjusemi, virðingu og ag sem hefur verið skortur á í okkar þjóðfélagi. — Ertu liðtækur í eldhúsinu? Já, mjög svo.
— Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Kjötsúpu.
— Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Mömmukökur. — Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Sex rétta máltíð á Asia Kitchen. — Hvað hefur gott gerst í vikunni? Tölurnar eru á niðurleið og það var aflétt vinnubanni.
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni?
– Hvar ertu staddur núna? Heima hjá mér, í Almoradí.