Víkurfréttir 15. tbl. 41. árg.

Page 66

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

66 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Líður best í göngu með hundinn minn Jógastöður á hverjum degi eru helsta áskorun sem ég hef tekist á við nýverið, segir Erla Björg Rúnarsdóttir sem er í námsleyfi frá kennslustörfum. Hvað er það fyndnasta sem hefur komið fyrir þig? Þegar ég dældi bensíni á díselbílinn minn og þjóðþekktur maður aðstoðaði mig og ég þekki hann ekki – vinkonurnar skemmtu sér mjög vel þegar þær komust að þessu. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Sonur minn. Hann minnti mig á greiða sem ég átti að hafa skuldað honum – og fékk mig til að færa sér te í rúmið. Tek það fram að hann hefði bara þurft að spyrja, ég færi honum te næstum á hverjum degi.

PÁSKA SPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Með fjölskyldunni, í útiveru og hreyfingu. Eru hefðir í páskamat? Ekki í minni fjölskyldu – bara hefð með góðan mat sem okkur langar í hverju sinni. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Ég væri í Vínarborg að heimsækja dóttur mína, Helene Rún. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Hvaða egg sem er fá Nóa og Siríus. Hver er uppáhaldsmálshátturinn þinn? Flæktu ekki líf þitt að óþörfu.

Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Jógastöður og námið. Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Þegar börnin mín fæddust og þegar ég ákvað fyrir rúmi ári síðan að elta drauma mína. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Mér líður best í göngu með hundinn minn, hana Grímu Rún, og auðvitað með fjölskyldunni minni en líka í vinnunni með skemmtilegasta fólki í heimi – börnum. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að stunda jóga á hverjum degi. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Mikilvægi þess að anda, að lifa í núinu og jóga. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Kókómjólk og snúður. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Ég sit á skólabekk og legg stund á samskipti og forvarnir, diplómu á meistarastigi. Ég er einnig að ljúka jógakennaranámi, 200 tíma námi frá Amarayogastöðinni í Hafnarfirði. Næst langar mig að læra jákvæða sálfræði, diplómu á meistarastigi. Ég er eilífðarstúdent og er skráð í margskonar áfanga á netinu sem ég klára jafnt og þétt.

PÁSKA SPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Vonandi verð ég eitthvað heima um páskana en ég byrja að vinna í bakvarðasveitinni á Landspítalanum á skírdag. Maður verður að leggja sitt af mörkum og styðja kollega sína. Eru hefðir í páskamat? Við erum yfirleitt með hamborgarhrygg og fullt af páskaeggjum. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Ég væri eflaust á skíðum myndi ég halda eða jafnvel á flandri einhversstaðar. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Draumaegg með lakkrís, ekkert er betra. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Án heilsunnar er enginn ríkur.

Í bakvarðasveitinni á Landspítalanum Guðný Birna Guðmundsdóttir segir að kaffi sé algjör nauðsyn í hennar lífi. Hún lætur það alveg vera að syngja í baði. Bað sé til að njóta en ekki til að hlusta á gargið í sér. Guðný Birna svaraði spurningum frá Víkurfréttum um allt og ekkert.

Uppáhaldsvefsíða? Keldan, nei djók. Bara fréttamiðlarnir þessa dagana.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Kveiki á kaffivélinni. Kaffi er algjör nauðsyn í mínu lífi.

Uppáhaldskaffi eða -te? Java Mocca frá Te og kaffi er í blóðinu mínu. Annars allt frá Te og kaffi og Kaffitár. Drekk ekki Bónus kaffi eða Merrild, lífið er of stutt fyrir vont kaffi.

Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Hlusta mjög mikið á Spotify. Um þessar mundir hlusta á ég COVID-19 listann sem er reyndar mjög góður. Hvað raular þú eða syngur í sturtu/ baði? Bað er til að njóta, ekki til að hlusta á gargið í mér. Hvaða blöð eða bækur lestu? Ég les voðalega mikið af skólabókum þessa dagana sem fjalla um viðskipti eða stjórnun. Ég les annars allt sem ég finn eftir Camillu Läckberg og allt eftir antigúrúinn Sarah Knight sem ég mæli með fyrir alla.

Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Netflix er að bjarga geðheilsunni hjá mörgum þessa dagana. Ég er núna að horfa á Big Bang Theory, búin með Stranger Things og dýrka heimildamyndirnar sem þeir gera.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Allir heimatónleikarnir. Veisla heima í stofu, takk fyrir mig snillingar. Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Ég bý til rosalega góða og sterka kjúklingasúpu. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Ég ætla til Alicante, ekki spurning. Æðislegur staður og Tenerife einnig en hjartað í mér langar aftur til Alicante.

Uppáhaldsverslun? Ég held rosalega upp á Palóma í Grindavík. Hún Linda er svakalega dugleg að setja inn á Facebook og auglýsa og hefur meiri að segja komið með vöru til mín í vinnuna. Elska að styrkja svona frábært fólk og úrvalið hjá henni er mjög gott. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Þegar ég næ ekki að stjórna hlutunum í kringum mig eða þegar ég er ráðþrota. Það er ömurleg tilfinning. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Vá, erfið spurning. Maður er eitthvað svo dreneraður þessa dagana út af þessum aðstæðum. Okkur vantar svo innilega að það fari að draga úr faraldrinum og að sólin fari að koma upp og vindinn að lægja. Stóru fréttirnar eru eiginlega hvað við tökum þessu ástandi vel, vona að svo reynist áfram. Að við getum stutt hvort annað í þessu árferði og að fólkið okkar fái vinnu, að sem flestir haldi heilsu og að efnahagurinn snúist aftur við. Ef einhvern tímann er tími til að vona það besta þá er það núna.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.