Víkurfréttir 15. tbl. 41. árg.

Page 56

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

56 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Að allir sýni samfélagslega ábyrgð skiptir öllu máli Þuríður Ingibjörg Elísdóttir er hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Hrafnistuheimilanna í Reykjanesbæ, Nesvalla og Hlévangs. „Helsta áskorunin þessa dagana er COVID-19-veiran. Að vinna með aldraða á þessum tímum vekur gríðarlegan ótta og kvíða og öllu máli skiptir að allir sýni samfélagslega ábyrgð til verndar sjálfum sér og öllum öðrum í samfélaginu,“ segir Þuríður sem svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum.

Bara tímaspursmál hvenær andlitið á mér færi framan á slíka öldós Þorvaldur grefur upp gersemar á nytjamörkuðum og dreymir um draumafrí á Ítalíu – þegar blessuð veiran verður rúmlega horfin þaðan. Þorvaldur svaraði nokkrum laufléttum spurningum frá Víkurfréttum.

allt&ekkert Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Oftar en ekki er stefnan tekin beint á baðherbergið að sinna kalli náttúrunnar. Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Ég hlusta á bæði en þó lítið. Ég er aðallega að hlusta á hlaðvörp, er algjörlega háður þeim. Hvað raular þú eða syngur í sturtu/ baði? Geri það aldrei en lagið „Why does it always rain on me?“ með Travis kemur samt oft upp í hugann á meðan. Hvaða blöð eða bækur lestu? Ég hef mjög gaman af fróðleik ýmiskonar og skáldsögum en sérstaklega glæpasögum og hef mest verið að lesa bækur eftir Arnald Indriðason og Joe R. Lansdale. Uppáhaldsvefsíða? Thomann.de er þýsk sölusíða sem selur allt milli himins og jarðar fyrir fólk í tónlistarbransanum. Hef eytt meiri tíma (og krónum) á þessari síðu en ég kæri mig um. Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Var að byrja að horfa á „Sunderland til’ I die“ á Netflix þar sem farið er á bak við tjöldin hjá knattspyrnuliðinu Sunderland á Englandi. Uppáhaldskaffi eða -te? Nikaragúa kaffibaunirnar frá Kaffitár eru í miklu uppáhaldi. Frábært kaffi, með smá mjólk að sjálfsögðu.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Ég horfði á heimildarmynd sem gerð var í tilefni 100 ára afmælis Veðurstofu Íslands. Mér fannst virkilega áhugavert og skemmtilegt að sjá aðeins á bak við tjöldin á því fjölbreytta starfi sem fer þar fram. Kom mér á óvart. Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Síðast var það ofnsteiktur lambahryggur með soðnum gulrótum og Ora grænum og brúnni. Það sló í gegn. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Ein vika á Ítalíu í góðu yfirlæti í mat og drykk væri ekki slæmt. En þessi blessaða veira þarf að vera aðeins rúmlega horfin þaðan áður en ég fer þangað aftur. Uppáhaldsverslun? (Hvers vegna) Hef mikið dálæti á nytjamörkuðum. Alltaf hægt að finna einhverjar gersemar þar innan um margt draslið. Ég versla t.d. margar bækur á svona mörkuðum. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Ætli það sé ekki óheiðarleiki og tvískinnungsháttur hjá fólki. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Nú geta þeir sem hafa áhuga og aldur til keypt, í þar til gerðum verslunum, sérstakan mjöð sem gerður var til heiðurs hljómsveitinni Valdimar! Það var alltaf bara tímaspursmál hvenær andlitið á mér færi framan á slíka öldós.

Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Ég var stödd á ráðstefnu í Amsterdam og við, nokkrir vinnufélagarnir, vorum að gera vel við okkur og fórum í heilnudd, eitthvað sem maður gefur sér aldrei tíma í. Ég slakaði svo vel á og var aðeins í þoku eftir nuddið og þegar ég var komin fram á biðstofuna og var að spjalla við vinnufélagana þá tók ég eftir því að ég var í öfugum buxununum og það tóku allir eftir því. Það var frekar vandræðalegt. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Börnin mín og eiginmaður, ég er svo þakklát þeim fyrir hvern dag sem allir eru við góða heilsu og þá getur maður ekki annað en brosað framan í heiminn breiðu brosi Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Helsta áskorunin þessa dagana er COVID-19-veiran. Að vinna með aldraða á þessum tímum vekur gríðarlegan ótta og kvíða og öllu máli skiptir að allir sýni samfélagslega ábyrgð til verndar sjálfum sér og öllum öðrum í samfélaginu.

PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Ég ætla að ferðast innahúss um páskana eins og verið er að biðja fólk um að gera. Annars ætla ég að eiga gæðastundir með fjölskyldunni, borða góðan mat, sinna vaktþjónustu neyðarstjórnar Hrafnistu, fara í gönguferðir og svo ætla ég kannski að leyfa mér aðeins að slaka á. Eru hefðir í páskamat? Já, við fjölskyldan höfum miklar hefðir í kringum allar hátíðar. Það verður hamborgarhyggur með öllu tilheyrandi og líklega gerir bóndinn á heimilinu einhvern girnilegan eftirrétt. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Ég hefði kannski farið í heimsóknir til ættingja og vina en nú verður tæknin notuð og tekin nokkur myndsímtöl. Annars er ég mjög heimakær og finnst gott að eiga gæðastundir með fjölskyldunni. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Nói Síríus klikkar aldrei og er í miklu uppáhaldi Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Eitt bros getur dimmu í dagljós breytt. Þessi málsháttur á alltaf vel við.

Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Þegar ég eignaðist börnin mín. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Mér finnst dásamlegast að vera með fjölskyldunni, með samstarfsfólki og íbúum í vinnunni og á göngu hvar sem er. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Mér finnst voða gott að fá mér smá kóksopa þegar ég kem heim eftir vinnudaginn. Ég hef nokkrum sinnum farið í kókbindindi en ég fell frekar fljótt á því. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Ég myndi nota tækifærið og hrósa öllu samstarfsfólki mínu á Nesvöllum og Hlévangi fyrir hvað allir eru að leggja sig mikið fram við að íbúum okkar á hjúkrunarheimilunum líði sem best á þessum fordæmalausu tímum. Svo myndi ég vilja senda kærleikskveðjur til allra aðstandenda sem eiga ættingja á hjúkrunarheimili og geta ekki komið í heimsókn. Þetta er mjög erfiður tími og tekur verulega á tilfinningarnar.

Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Ég var svo heppin að búa nálægt skólanum og þegar það voru frímínútur þá hljóp ég alltaf til ömmu sem var gjarnan að baka flatkökur og fékk heita, upprúllaða flatköku með smjöri.

Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Ég myndi hiklaust fara í hjúkrunarfræði. Hjúkrunarfræði býður upp á fjölbreytt starfssvið og það er svo gefandi og margar áskoranir sem felast í því að vinna með fólki og með fólk.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 15. tbl. 41. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu