Víkurfréttir 15. tbl. 41. árg.

Page 50

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

50 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

allt&ekkert

Gular og appel­sínu­ gular viðvaranir fara í taugarnar Andrea Sif Þorvaldsdóttir drekkur svart kaffi og grænt te. Þá fara gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar í taugarnar á henni, enda komið meira en nóg af svoleiðis veðrum í vetur. Andrea svaraði spurningum Víkurfrétta um allt og ekkert. Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Kveiki á kaffivélinni og fæ mér vatnsglas. Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Algjörlega í bland. Hvað raular þú eða syngur í sturtu/baði? Where are you now ... Hvaða blöð eða bækur lestu? Sakamálabækur – Kastaníumaðurinn verður lesin um páskana.

Uppáhaldsverslun? Auðvitað verslanir Samkaupa. Geri stórinnkaupin í Nettó og ef mig vantar eitthvað smá þá kíki ég í Krambúðina. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Gul og appelsínugul viðvörun. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust.

Uppáhaldsvefsíða? Instagram. Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? You, Marcella, After Life, Ragnarok á Netflix og The Act, The Affair í Sjónvarps Símans.

Guðný Kristjánsdóttir, leiklistarkennari í Heiðarskóla, æddi gleraugnalaus inn í troðfullan karlaklefa í líkamsræktarstöð á höfuðborgarsvæðinu. Hún leggur áherslu á að „því miður“ hafi hún verið gleraugnalaus á þeirri stundu. Guðný er í naflaskoðun fyrir Víkurfréttir.

Uppáhaldskaffi eða -te? Svart kaffi og grænt te. Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Bíómyndina Dr. Sleep kom skemmtilega á óvart.

Hvað er það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Það er af nógu að taka en datt þetta í hug. Ég fór nýlega í dekur og spa með nokkrum vinkonum mínum í líkamsræktarstöð á höfuðborgarsvæðinu. Þurfti svo aðeins að bregða mér inn í klefa og æddi með tilþrifum inní troðfullan karlaklefann, gleraugnalaus, því miður!

Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Það er svo margt ... Uppáhalds í dag er góð nautasteik með heimatilbúinni gráðostasósu og blómkálsgratíni. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Til Ítalíu eða Parísar.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Ótrúlegt að upplifa samkennd og umhyggju

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-14

alla virka daga

vf is

Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Bjarni Thor óperusöngvari, pistlarnir hans á Facebook eru brjálæðislega fyndnir. Ég hlæ upphátt! Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Að geta ekki faðmað að mér þá sem mér þykir vænst um. Að þurfa að halda mig heima og geta ekki boðið fjölskyldu og vinum hingað heim. Svo hef ég ekki mátt mæta í vinnuna í tvær vikur sem er ferlegt fyrir mig. Félagsvera eins og ég á mjög erfitt með þessar áskoranir. Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Ég hef áður verið spurð þessarar spurningar og svaraði þá eins og nú: Þegar ég skipulagði ásamt fleirum styrktarkvöld til styrktar Ómari Jóhannssyni heitnum, revíuhöfundi Leikfélags Keflavíkur, sem þá barðist við krabbamein og fyrirséð að sá bardagi væri honum tapaður. Það var svo ótrúlegt að upplifa þá samkennd og umhyggju sem fólk sýndi þessu verkefni til þess að létta undir með Ómari og fjölskyldu hans. Troðfullur Stapinn og allir sem komu að þessu gáfu vinnu sína. Þarna var ég mjög,

mjög stolt af mér. Auðvitað er ég líka stolt af mörgum öðrum verkefnum sem ég hef komið að í gegnum tíðina eins og t.d. opnun Frumleikhússins, verkefninu „Hljómlist án landamæra“ með Höllu Karen, leiksýningunum sem ég hef leikstýrt og auðvitað að hafa komið þremur frábærum börnum á legg, er líka ákaflega stolt af því.

Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Ég léti líklegast gamlan draum rætast og færi í Stýrimannaskólann.

Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Verð að nefna Frumleikhúsið sem einn af skemmtilegustu stöðunum að vera á, þar er líka svo skemmtilegt fólk. Mér finnst líka ótrúlega skemmtilegt í vinnunni minni í Heiðarskóla þar sem bæði samstarfsmenn og nemendur eru frábærir. Svo líður mér afskaplega vel úti á sjó en skemmtilegast er heima á Skólaveginum með Júlla mínum.

Hvernig á að halda upp á páskana? Borða góðan og hollan mat heima á Skólaveginum með mínum uppáhalds. Skipuleggja páskaeggjaratleik fyrir börnin og bara njóta. Vonandi fæ ég svo eitt páskaegg sjálf!

Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Passa mig á að setja mér engar reglur sem ég get ekki farið eftir. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Ætli ég myndi ekki nota tækifærið og hrósa þeim þremur fyrir þeirra vinnu okkur í hag og hvetja fólk til þess að fylgja þeim reglum sem settar eru á þessum skrítnu tímum í samfélaginu. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Snúðarnir sem voru seldir á ­Lúbarnum í Gaggó.

PÁSKA SPURNINGAR

Eru hefðir í páskamat? Já. Lambalæri að hætti mömmu með hefðbundnu meðlæti og ís í eftirrétt á páskadag. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Ég hefði pottþétt farið í heimsókn til systur minnar austur fyrir fjall og spilað með veiðifélögunum í Postulunum 12 á föstudaginn langa. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Ég á ekkert uppáhaldsegg. Verð bara himinlifandi ef mér verður gefið eitt! Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Morgunstund gefur gull í mund.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.