Víkurfréttir 15. tbl. 41. árg.

Page 46

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

46 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fastur í næsta bæ við Suðurskautslandið vegna COVID-19

Frá höfninni í Ushuaia í Argentínu. Bærinn er mikill ferðamannabær og þangað koma fjölmörg skemmtiferðaskip sem sigla til og frá Suðurskautslandinu.

Falklandseyjar

Ushuaia

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta Ingvar Þór Jóhannesson er verksmiðjustjóri á frystiskipinu San Arawa II sem gert er út frá Argentínu. Skipið kom í höfn í Ushuaia í Argentínu fyrir hátt í hálfum mánuði síðan. Ushuaia er syðsta byggða ból í Argentínu og í raun næsti bær við Suðurskautslandið. Ingvar hefur búið í Argentínu í sautján ár og starfað á verksmiðjutogurum í þrjá áratugi. Hann flutti tvítugur til Nýja Sjálands og var þar á verksmiðjuskipum í þrettán ár og hefur verið í sautján ár á skipum sem gerð eru út frá Argentínu.

Þegar San Arawa II kom í höfn síðla marsmánaðar var hins vegar búið að loka öllu í Argentínu vegna COVID-19. Flugvöllurinn er lokaður og öll landamæri. Þá er útgöngubann á svæðinu, nema til að fara í matvörubúðir og apótek. Höfnin þar sem skipið liggur

er víðsfjarri heimahögum áhafnarinnar. Syðsti oddi Argentínu er stór eyja og til að komast þaðan þarf annað hvort að fara með flugi eða yfir til landamæri Chile, sem flækir málið enn frekar. Í spilaranum hér að ofan er viðtal við Ingvar Þór sem Víkurfréttir tóku síðastliðinn sunnudag. Þar lýsir hann í raun hræðilegu ástandi sem ríkir á svæðinu og í nágrannaríkjum. Smellið á spilarann til að horfa og hlusta.

Suðurskautslandið

Ingvar Þór Jóhannesson.

San Arawa II.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.