Víkurfréttir 15. tbl. 41. árg.

Page 35

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

35 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Kókómalt í plastflösku með glænýju brauði

allt&ekkert

Matti Ósvald Stefánsson, PCC-markþjálfi, segir áhyggjur og streituhormón bæði veikja ónæmiskerfið og taka gríðarlega orku sem getur endað í mikilli þreytu og því er mikilvægt að við pössum upp á hvert annað, stillum væntingum í hóf. Matti svaraði nokkrum spurningum í naflaskoðun Víkurfrétta. félagsvera nema einn sér eða í smærri hópum (eins og Bjarni Fel. hefði kannski orðað það). Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að borða ekki á kvöldin þegar ég kem seint heim úr vinnu. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Ég myndi minna á að áhyggjur og streituhormón bæði veikja ónæmiskerfið og taka gríðarlega orku sem getur endað í mikilli þreytu og því er mikilvægt að við pössum upp á hvert annað, stillum væntingum í hóf, ekki reyna gera allt og gerum eitthvað sem okkur finnst skemmtilegt og nærir okkur vel andlega og líkamlega. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Það var að fá blandað kókómalt í plastflösku með glænýju brauði með smjöri og osti. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Forystu og stjórnun, líklega þjónandi forystu.

Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Kannski þegar ég tók í fyrsta skipti framúr með sex daga gamalt ökuskírteini. Það var stærsta tegund af Benz-rútu á gömlum sveitavegi og ég krækti stuðaranum á Blazernum hans pabba í stuðarann á rútunni og reif bæði stuðarann og allar festingar með af henni. Rútubílstjórinn (honum var ekki skemmt) og lögreglan komu inn í bílinn hjá mér og þegar ég tók upp ökuskírteinið til að rétta lögreglunni bað ég hana að bíða aðeins meðan plastið kólnaði, það var svo nýtt að það rauk ennþá úr því. Ég blés á það nokkrum sinnum og rétti henni. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Ætli það hafi ekki verið Guðjón Bergmann, vinur minn í Texas, í samtali í síðustu viku. Hann hefur verið „heimavinnandi“ í nokkur ár og fannst fyndið hvað fólki á Íslandi

fannst erfitt að vera heima að vinna og með börn í tvær vikur í þessu ástandi. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Að uppfæra hjónabandið með konuna langt í burtu og vinnan sem því hefur fylgt. Sem sagt að skipta út „gömlu“ hjónabandi fyrir nýtt en ekki manneskjunni. Það er fallegt og gott en reynir á. Hvenær varstu stoltastur af sjálfum þér? Á augnablikinu þegar ég áttaði mig á hvað börnin mín þrjú eru vel heppnaðar manneskjur. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Hvar sem er með nánustu f­ jölskyldu eða nánum vinum, ég er ekki mikil

PÁSKA SPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Heima við og njóta þess að vera til, lesa, tiltekt og sorteringar, hugsanlega tiltekt á háalofti. Við höfum í u.þ.b. þriðja, fjórða hvert ár notað föstudaginn langa í tiltekt á háalofti. Það er eini dagurinn á árinu sem er nægilega langur til að klára það verkefni. Eru hefðir í páskamat? Nei, ekki nema að við erum oftast með páskalamb á einhverjum tímapunkti yfir páskana. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Hugsanlega farið í Kjósina, í bústað fjölskyldunnar, sem gæti ennþá gerst eða jafnvel farið í heimsóknir til Akureyrar. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Þetta með hrískúlunum í súkkulaðinu. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? „Raunalétt er rasslítil kona.“

Litla flugan rauluð í sturtunni Georg Aspelund eldar nautalund með heimagerðri Bearnaise-sósu þegar hann vill gera eitthvað gott matarkyns fyrir makann. Leiðbeiningar um heimilistæki eru helsta lesefnið og stefnan er sett á Indland í september. Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Vakna snemma, tek morgunpissið, fæ mér vatn og les netmiðla.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Maze Runner 1, 2 og 3 og Contagion.

Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Hlusta mest á útvarp og er þar Bylgjan vinsælust .

Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Nautalund með heimagerðri Bearnaise-sósu.

Hvað raular þú eða syngur í sturtu/baði? Litla flugan.

Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Stefnan sett á Indland í september, hugsa að Tæland verði næst.

Hvaða blöð eða bækur lestu? Leiðbeiningar fyrir heimilistæki (RTFM). Uppáhaldsvefsíða? Facebook.com. Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Arrow og Queen of the South. Uppáhaldskaffi eða -te? Morgundögg frá Kaffitár með baunavél.

Uppáhaldsverslun? Costco af því að maður kaupir alltaf einhverja vitleysu. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Hægfara bílstjórar á vinstri akrein. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Sæti stóri bangsinn í glugganum hjá Sigurbirni bæjarstjóra!

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 15. tbl. 41. árg. by Víkurfréttir ehf - Issuu