Víkurfréttir 15. tbl. 41. árg.

Page 34

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

34 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

allt&ekkert

PÁSKA SPURNINGAR

Féll fyrir Breaking Bad og það kostaði mikinn tíma

Hvernig á að halda upp á páskana? Við verðum fjögur saman fjölskyldan hér heima, ætli að við spilum ekki, æfum okkur að pútta á púttmottunni okkar og kíkjum á rúntinn að kaupa ís ef veður leyfir. Eru hefðir í páskamat? Já, okkur hefur alltaf verið boðið í mat hjá foreldrum okkar í lamb eða hamborgarhrygg.

Agnar Guðmundsson er í augnablikinu að lesa efni tengt Íslandssögunni. „Ef nútímafólk telur sig hafa það skítt þá er hollt að rifja upp aðbúnaðinn sem þjóðin lifði við á Íslandi fyrir aldarmótin 1900,“ segir Agnar, sem svaraði nokkrum laufléttum spurningum frá blaðamanni Víkurfrétta. Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Skoða fréttir á netmiðlum yfir fyrsta skammtinum af koffíni Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Útvarp og hlaðvarp (Podcast), nota Spotify fyrir nostalgíutónlistina, aðallega 80’s. Hvað raular þú eða syngur í sturtu/baði? Það gerist ekki hjá mér, dett frekar í hugleiðslu í baðkarinu og þá er nokkuð hljótt hjá mér. Hvaða blöð eða bækur lestu? Í augnablikinu er það efni tengt Íslandssögunni, 19. öldin, íslenskt mannlíf eftir Jón Helgason og bækur Einars Braga. Ævisögurnar „Virkir dagar“ um Sæmund hákarlaskipstjóra, „Í verum“ eftir Theódór Friðriksson. Ef nútímafólk telur sig hafa það skítt þá er hollt að rifja upp aðbúnaðinn sem þjóðin lifði við á Íslandi fyrir aldarmótin 1900. Uppáhaldsvefsíða? Víkurfréttir – ekki spurning. Því næst koma aðrir fréttamiðlar, fylgist vel með svæðisfréttamiðlum eins og Skessuhorn og ísfirska Bæjarins Besta. Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Nei. Hef bara fallið fyrir Breaking Bad, það var fyrir nokkrum árum og kostaði mikinn tíma. Uppáhaldskaffi eða -te? Herbalife te – þangað til maður fær svitadropa á ennið, þá er maður klár í daginn

Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Farið í mat til foreldra minna og tengdaforeldra, hitt vinkonur mínar, farið í páskaeggjaleit, jafnvel í sund og hitt fólk!

Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Landinn, Ferðastiklur og gömlu Stikluþættirnir, svo 80’s aulafyndnimyndir eins og The Naked Gun og Police Academy. Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Þessi spurning varpar ljósi á veikleika mína. Ekki orð um það meir – ég kann þó að gera hægeldaða nautalund en það er meira fyrir mig og strákinn minn heldur en makann. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Það er um Ísland með fjölskyldunni þar sem lyktin af birkinu og fuglasöngur koma við sögu, lengri gönguferðir í góðra vina hópi og fjallgöngur með áhættusömum vinum. Ég elska landið okkar, hef einu sinni farið í sólarlandaferð og það er ekki fyrir mig. Uppáhaldsverslun? GG Sport og Fjallakofinn, það er eiginlega nauðsynlegt að heimsækja búðirnar, skoða búnaðinn og spjalla við afgreiðslufólkið og fá nýjustu fréttir. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Það er ekki í boði að ég láti eitthvað fara í taugarnar á mér, alltaf til lausnir eða leiðir fram hjá neikvæðum hlutum. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Að mest seldi bíllinn á Íslandi það sem af er árinu 2020 sé rafbíllinn Tesla.

Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Piparfyllt lakkrísegg. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Margur er knár þótt hann sé smár.

Ég er óttaleg brussa Rannveig Jónína Guðmundsdóttir starfar sem leiðbeinandi í 4. bekk í Grunnskóla Grindavíkur. Hún fékk flensu á dögunum og þar sem nú eru COVID-tímar þá var ekki um annað að ræða en að loka sig inni í herbergi í fimm sólarhringa þar til niðurstaða úr sýnatöku var fengin. Ekkert COVID og þá var knúsað. Rannveig er í naflaskoðun Víkurfrétta. Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Ég er óttaleg brussa og það geta allir sem þekkja mig staðfest það og lendi í ótrúlegustu hlutum. En ætli að það fyndnasta sem hefur gerst fyrir mig sé ekki þegar ég gekk á glerhurð í Kringlunni fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan, rétt fyrir jól. Ég meiddi mig talsvert á enninu, hélt áfram að tala og tala við manninn minn og þá var hann farinn í burtu í aðra búð. Þannig að ég var bara að tala við sjálfa mig í dágóða stund. Honum fannst þetta mjög vandræðalegt. Hver fékk þig til að brosa síðast? Maðurinn minn, þegar hann var að hressa mig við í veikindum. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Að fá flensu á COVID-tímum er líklega helsta áskorun mín nýverið. Þurfti að vera innilokuð í fimm daga inni í herbergi heima hjá mér og mátti enginn koma nálægt mér. Ég er

mikil félagsvera og þegar það kom neikvætt úr sýnatökunni þá faðmaði ég alla meðlimi fjölskyldunnar mjög fast. Mér finnst það líka mikil áskorun að mega ekki hitta fólkið mitt, foreldra, tengdaforeldra og vinkonur á þessum skrýtnu tímum. Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Þegar ég úrskrifaðist með BA gráðuna mína, það kostaði blóð, svita og tár. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Úti á golfvelli með fjölskyldunni eða með góðu holli, ekki skemmir ef það er gott veður líka.

Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að minnka nammiát og borða hollari mat, það gengur agalega illa í þessari inniveru. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Hvort þau taki Daðadansinn á morgnana áður en fundir byrja hjá þeim og hvort þau séu brjáluð yfir því að það verði ekkert Eurovision í ár. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Snúður með karamellu. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Leiklist, það er leyndur draumur hjá mér að vera leikari.

ALIVE

ANNAN Í PÁSKUM KL. 21:00

HRINGBRAUT OG VF.IS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.