Víkurfréttir 15. tbl. 41. árg.

Page 33

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

33 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

allt&ekkert

PÁSKA SPURNINGAR

Vaknar þakklátur með frábærri fjölskyldu

Hvernig á að halda upp á páskana? Við fjölskyldan ætluðum að hugga okkur upp í sumarbústað og skipta aðeins um umhverfi, það plan er í endurskoðun en fyrst og fremst með góðum mat með mínu besta fólki og að sjálfsögðu nóg af súkkulaði. Eru hefðir í páskamat? Nei, engar sérstakar en ef ég spái í því þá held ég að ég hafi alltaf borðað lambalæri yfir páskana.

Helgi Rafn Guðmundsson, taekwondo- og Superform-þjálfari, býr til fáránlega góða hamborgara og er óviti á fréttir. Helgi Rafn svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum.

Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Farið með fjölskyldunni upp í sumarbústað.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Hugsa hvað ég er þakklátur að vakna heilbrigður með frábærri fjölskyldu.

Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Nóa Síríus með karamellukurli og sjávarsalti.

Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Bæði, en Spotify er frábært til að búa til rétta andrúmsloftið fyrir þau verkefni sem ég er að vinna hverju sinni.

Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Svo uppsker sem sáir.

Hvað raular þú eða syngur í sturtu/baði? Hey Jude með Bítlunum.

Áskorun að aðlagast breyttum aðstæðum Gígja Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri UT deildar Bláa lónsins segir að ástandið núna sé auðvitað ofarlega í huga og sín helsta áskorun þessa dagana bara sú að aðlagast breyttum aðstæðum sem nú eru í þjóðfélaginu bæði í vinnu og fjölskyldulífi. Gígja svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum. Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Þegar ég stal keiluskóm í einhverjum fíflagangi með Ernu Rún vinkonu minni og hefndist rækilega fyrir það með því að bókstaflega fljúga á rassgatið þegar ég fór í þeim daginn eftir inn á pizzastað. Gestirnir ráku upp stór augu þegar ég kom fljúgandi á rassinum inn á staðinn og gat svo ekki staðið aftur upp því ég hló svo mikið ... ég fór ekki aftur í keiluskóna. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Erfið spurning ... tel mig vera frekar jákvæða og brosmilda og margt sem fær mig til að brosa. Það síðasta sem fékk mig til að brosa man ég bara ekki en ætli það hafi ekki verið börnin mín sem taka upp á ýmsu hér heima í þessu ástandi sem nú er í gangi og lítið hægt að gera annað en að brosa þó uppátækin séu misgáfuleg og jafnvel bara ekkert brosleg. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Ástandið núna er auðvitað ofarlega í huga og mín helsta áskorun þessa dagana bara sú að aðlagast breyttum aðstæðum sem nú eru í þjóðfélaginu, bæði í vinnu og fjölskyldulífi. Ég myndi samt ekki segja að það væri

mikil áskorun í ljósi þess að svo margir eru að takast á við miklu stærri áskoranir í lífinu. Ég tel mig í raun vera lánsama að geta sagt það að áskoranir mínar í lífinu til þessa hafi verið smávægilegar. Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Held það sé svo sem ekkert eitthvað eitt atvik þar sem ég var stoltust af sjálfri mér. Sennilega er ég bara stoltust af því hafa gengið bara almennt vel í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Á ferðalagi með fjölskyldunni. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Hætta að borða nammi ... er skelfilegur súkkulaðisjúklingur. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Kannski hlutverk foreldra í þessu öllu. Get ekki annað en sagt að það sé krefjandi í þessu öllu að

samtvinna mikla heimaveru, takmarkaða daggæslu, vinnu og bara yfir höfuð þessar miklu breytingar á tilverunni þessa dagana. Mér finnst t.d. svolítið snúið að útskýra fyrir fjögurra ára dóttur minni hvað COVID-19 er og af hverju hún má ekki leika við vinkonur sínar að vild. Við höfum þó reynt að koma okkur upp smá rútínu hér heima. Við höfum m.a. verið dugleg að safna hugmyndum af afþreyingu og samverustundum sem fólk deilir á samfélagsmiðlum og haft gaman af. Við höfum reynt að horfa á þetta með þeim augum að þrátt fyrir þetta hörmungarástand er það kannski ein af jákvæðu hliðum þess að samvera okkar hjónanna með börnunum okkar hefur aukist verulega og það er um að gera að nýta það. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Rúgbrauð með kæfu frá ömmu Sigrúnu. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Tölvunarfræði.

Öll blöðin frá 1980 og til dagsins í dag á timarit.is

Hvaða blöð eða bækur lestu? Ég les allt sem ég kem höndum yfir varðandi afreksmennsku eða frammistöðubætingar, núvitund, sálfræði, þjálfun, bardagaíþróttir o.s.frv. Uppáhaldsvefsíða? Google. Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Nei, ekki beint. Finnst áhugavert að horfa á alls konar heimildarmyndir en þó með gagnrýnum augum. Uppáhaldskaffi eða -te? Drekk ekki kaffi og nánast aldrei te. Fæ mér kannski í mesta lagi eitt grænt te í mánuði þannig að ætli það væri ekki það. Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Free Solo, heimildarmynd um klifrarann Alex Honnold sem var fyrsti maðurinn til að klifra klettinn El Capitan án búnaðar. Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Hamborgara. Ég bý til fáránlega góða lúxusborgara! Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Ferðast til Amazon. Uppáhaldsverslun? Sportvörur. Allt fyrir íþróttamanninn og þjálfarann, góð þjónusta og skemmtilegt starfsfólk. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Neikvæðni ;-) Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Ekki hugmynd. Er óviti á fréttir.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.