þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.
28 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
ALIV
E
Það fyndnasta var að detta í sjóinn og halda að ég færi á bólakaf
ANNAN Í PÁSKUM KL. 21:00
HRINGBRAUT OG VF.IS
Örn Sævar Eiríksson starfar hjá Ground Safety Officer hjá Icelandair.
Það gerist nú á hverjum morgni þegar ég vakna og lít á konuna mína. Hún er svo falleg.
Hvað er það fyndnasta sem hefur komið fyrir þig? Þegar ég datt í sjóinn á Siglufirði þegar ég var gutti. Í fallinu af bryggjunni bjó ég mig undir að fara á bólakaf og hélt þetta væri mitt síðasta. Sjórinn náði mér hinsvegar aðeins upp fyrir hnén þegar ég lenti. Mikið hlegið að þessu. Enda bráðfyndið.
Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Helsta áskorunin í lífinu var að takast á við erfið veikindi konunnar minnar heitinnar og afleiðingar þess sem enn gætir og mun sennilega aldrei gróa. Í dag er helsta áskorunin eins og hjá öðrum að takast á við gerbreyttan heim.
Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna?
PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Ferðast verður um herbergin í íbúðinni með reglulegum stoppum í eldhúsinu til næringar og farið í langferðalag í skúrinn til að klappa mótorhjólunum. Eru hefðir í páskamat? Hér áður var það já, lambahryggur eða roastbeef hjá mömmu og pabba. Síðar varð það bayon skinka, nú er það ýmist fiskur eða eitthvað gott kjöt. Ekkert fast. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Þá væri ég með elskunni að þeysast um ameríkuhrepp á mótorhjóli líkt og við höfum gert við hvert tækifæri að undanförnu. Gerum það í huganum í bili.
Hvenær varstu stoltastur af sjálfum þér? Þegar ég eignaðist börnin mín fjögur. Þau eru öll heilbrigð og gengur vel. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Hvar sem er, svo framarlega að ég sé á mótorhjólinu með elskuna aftan á.
Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Gamla góða Nói Síríus.
Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að reyna að haga mér skikkanlega.
Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Lífið er núna.
Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi
og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Ég myndi ítreka það við alla að hlýða Víði og vinna fast að því að allir þeir sem brjóta 2m. regluna yrðu hýddir opinberlega með 2m. vendi auðvitað. Síðan myndi ég endalaust hrósa þríeykinu. Þau eru orðin að þjóðargersemi. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Súkkulaðisnúður og Kókómjólk. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Flugmannsnám.
Óskaplega notalegt að grúska eitthvað í bílskúrnum Andri Örn Víðisson, verkefnastjóri í stafrænni þróun hjá Isavia, segir að fyrir utan það að sjá ekki fram á að komast í klippingu í nokkrar vikur í viðbót þá er stærsta áskorunin um þessar mundir að halda öllum boltum á lofti sem maður hefur tekið sér fyrir hendur. Andri Örn er í naflaskoðun hjá Víkurfréttum í dag. Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Það er af mörgu að taka en mér dettur í hug sagan af því þegar ég fékk óvænt útkall frá Broadway fyrir mörgum árum. Frændi minn starfaði þar um árabil sem hljóðmaður og forfallaðist á síðustu stundu fyrir ball þannig að hann hringdi í mig. Ég hafði stundum kíkt í skúrinn til hans þegar hann rak hljóðkerfaleigu en ég hafði aldrei stigið inn á Broadway og hvað þá séð um hljóð á balli. Þannig að ég var mjög efins um að ég gæti tekið þetta að mér og þráttaði við hann í góða stund í símanum. En hann var alveg harður
á því að þetta væri ekkert mál! Ég skyldi bruna til Reykjavíkur sem fyrst og hitta hann, sem ég og gerði. Rúmlega klukkutíma seinna hitti ég frænda fyrir utan Broadway og eftir að hafa heilsast og spjallað smá stund rann upp fyrir honum að hann hafði hringt í rangan Andra! Hann var að bíða eftir allt öðrum Andra sem var öllum hnútum kunnugur. Þannig að það varð lítið úr þessu giggi fyrir mig og skemmst frá því að segja að ég hef ekki ennþá séð um hljóð á balli. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna?
Ég var á fjarfundi í síðustu viku með nokkrum vinnufélögum. Við erum ennþá að venja okkur á að nota video á þessum fundum þannig að í upphafi lagði einhver til að við myndum kveikja á myndavélunum. Það er eins og gengur og gerist þegar fólk er að vinna að heiman að fólk er misjafnlega snyrtilega klætt. En þegar menn kveiktu á myndavélunum blasti einn vinnufélaginn við okkur hinum ber að ofan með bindi. Það var hrikalega fyndið! Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Fyrir utan það að sjá ekki fram á að komast í klippingu í nokkrar vikur í viðbót þá er stærsta áskorunin um þessar mundir að halda öllum boltum á lofti sem maður hefur tekið sér fyrir hendur. Það er mikil áskorun að vera í fullu háskólanámi samhliða krefjandi starfi og bæjarpólitík – og um leið að fjölskyldunni líði vel. Þá er mikilvægt að skipuleggja sig rosalega vel og hafa aga til
að halda sér við skipulagið – öðruvísi gengur þetta ekki upp. Hvenær varstu stoltastur af sjálfum þér? Fyrir utan það að eignast börnin og önnur slík augnablik, þá hugsa ég að ég hafi verið stoltastur af sjálfum mér þegar ég seldi fyrstu íbúðina mína 22ja ára og keypti fokhelt raðhús í Lágseylunni sem ég kláraði með hjálp góðra manna. Á sama tíma var Krissa ólétt af okkar fyrsta barni, honum Birki Frey. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Mér finnst óskaplega notalegt að grúska eitthvað í bílskúrnum og þá er örverpið oftast nálægt. En skemmtilegast finnst mér að vera í Kaupmannahöfn og njóta þess að borða góðan mat, labba um og skoða mannlífið. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir?
Að fara að sofa deginum áður en ég vakna. Þegar ég var yngri var ég rosalegur nátthrafn og hrikalega mikil B-týpa en ég hef unnið mikið í því að reyna að fara fyrr að sofa. Það er samt alltaf jafn erfitt að sofna fyrir miðnætti. Ég á samt, sem betur fer, aldrei erfitt með að vakna á morgnana. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Ég myndi tala um stöðuna á Suðurnesjum. Lýsa áhyggjum af atvinnuástandi og stöðu ferðaþjónustunnar sérstaklega. Leggja fram tillögur um aðgerðir til að bregðast við atvinnuleysinu með því að skapa hentug störf og skapa fleiri tækifæri fyrir fólk til að sækja sér menntun á meðan atvinnulífið er að jafna sig. Þetta eru, eins og margoft hefur komið fram, fordæmalausir tímar og ég er hræddur um að framundan séu jafnvel erfiðari áskoranir en