Víkurfréttir 13.tbl. 41. árg.

Page 18

fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.

18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK KRISTJÁN JÓHANNSSON

Vinnan orðin 20-30% af því sem áður var Kristján Jóhannsson starfar sem leigubílstjóri og

COVID-19 fór í raun að hafa áhrif á hans líf og störf strax upp úr síðustu mánaðarmótum. „Leigubílastöðin Hreyfill, sem ég starfa á, er með gríðarstór verkefni fyrir Reykjavíkurborg, þar með talinn akstur með aldraða og fatlað fólk. Þegar þessi hópur var settur í einangrun um síðustu mánaðarmót snarminnkað í vinnan okkar. Ennfremur fór maður fljótlega að finna fyrir því hversu margir unnu heima. Svo fóru ferðamenn að hverfa úr landi, og fáir sem komu og nú er svo komið að ég kalla það ekki að fara að vinna heldur í dagdvölina,“ segir Kristján um ástandið. Hann svaraði nokkrum spurningum blaðamanns Víkurfrétta. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

— Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? „Það eru skrítnir tímar núna og án nokkura fordæma. Ég hef starfað sem leigubílstjóri í nokkur ár og man varla eftir samfélaginu í eins miklum hægagír eins og núna. Hrunárin voru erfið en þó öðruvísi. Mér finnst persónulega miklu meira frumkvæði af hendi yfirvalda núna heldur en í hruninu. Menn búa vissulega af reynslu og Íslendingar eru ekkert óvanir krísustjórnun“. — Hefurðu áhyggjur? „Já vissulega, fyrst og fremst hef ég áhyggjur af vinnu og því að framfleyta fjölskyldunni, Það er gömul saga og ný með þá sem starfa sjálfstætt. En nú skilst mér að okkur verið einnig gert kleift að sækja um bætur til Vinnumalastofnunar. En áhyggjur af flensunni eru vissulega líka til staðar. En ég hef reynt að tileinka mér að takast á raunverulegan vanda en ekki búa hann til“. — Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? „COVID-19 fór í raun að hafa áhrif á mitt líf og mín störf strax upp úr síðustu mánaðarmótum.

Leigubílastöðin Hreyfill, sem ég starfa á, er með gríðarstór verkefni fyrir Reykjavíkurborg, þar með talinn akstur með aldraða og fatlað fólk. Þegar þessi hópur var settur í einangrun um síðustu mánaðarmót snarminnkað í vinnan okkar. Ennfremur fór maður fljótlega að finna fyrir því hversu margir unnu heima. Svo fóru ferðamenn að hverfa úr landi, og fáir sem komu og nú er svo komið að ég kalla það ekki að fara að vinna heldur í dagdvölina. Þetta er seinnilega komið niður í 20-30% af því sem áður var. Og þá er ég að tala um góðu dagana. En vissulega eru að detta inn verkefni. Meira um skutl með mat og nauðsynjar heim að dyrum“. — Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? „Ekki svo mikið nema sjá til þess að iPad-inn sé fullhlaðin. Gjörsamlega bráðnauðsynlegt tæki þega mikil bið er. Og vissulega forðast maður margmenni og situr því meira í bílnum. Annars er ég venjulega árrisull en hef leyft mér að sofa lengur enda er enginn morgunvinna“.

stutt í að þetta bærist til Íslands. En það gerðist þó mun hraðar en ég ímyndaði mér“.

svo hanska þurfi ég að aðstoða fólk með farangur. Er með andlitsmaska í bílnum en hef ekki notað þá enn“.

— Hvað varð til þess? „Þegar Íslendingar fóru að koma smitaðir heim úr ferðalagi fór maður að líta á þetta alvarlegum augum og gæta mun meiri varúðar í samskiptum“.

— Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? „Ég fylgist með fréttum og fylgdist vel fréttum frá Kína. Þegar smit barst til Evrópu vissi maður að það yrði

— Hvernig ert þú að fara varlega? „Handþvottur hvenær sem ég kem því við. Er svo með handspritt í bílnum og nota það óspart. Reyni að takmarka allar snertingar. Nota

— Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Mér finnst vel tekið á þessum málum hjá Almannavörnum og Landlækni. Skýr sklilaboð og fumlausar aðgerðir. Það er líka mikilvægt að hlusta á lækna sem hafa áratuga reynslu af sóttvörnum og faraldsfræði sjúkdóma. Treysti þessu fólki 100%“.

Hlustum og hlýðum ábendingum og ráðleggingum fagfólks. Förum varlega en gleymum ekki að vera til. Nú er mikilvægast að standa saman. Standa þétt við bak þeirra sem þurfa aðstoð. Það er oft sagt um Íslendinga að þeir standi þétt saman á erfiðum tímum og það er satt.

— Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? „Hlustum og hlýðum ábendingum og ráðleggingum fagfólks. Förum varlega en gleymum ekki að vera til. Nú er mikilvægast að standa saman. Standa þétt við bak þeirra sem þurfa aðstoð. Það er oft sagt um Íslendinga að þeir standi þétt saman á erfiðum tímum og það er satt“. — Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? „Sýnist það standa sig bara vel“. — Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? „Get ekki sagt það. Þá ekki nema vinnulega. En ég læt það ekki á mig fá. Uppáhaldsstaðurinn minn er heimilið. Þar hef ég allt sem ég þarfnast“.

— Hvernig hagar þú innkaupum í dag? „Fer enn í búð en það kann að breytast“. — Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? „Á von á því að flensan gangi yfir að mestu leiti á næstu tveimur mánuðum. Það er apríl og maí. En við verðum lengi að ná fullum styrk og skriðþunga í atvinnulífinu. Þetta sumar og jafnvel ár er ónýtt í ferðaþjónustunni. Getum afskrifað það að mestu leiti. Gætum farið að sjá ferðamenn næsta vetur. En ferðamenn koma aftur og Ísland verður enn sem fyrr vinsæll áfangastaður“. — Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? „Fyrst um sinn innanlands. En það eru enginn plön uppi um það. Höfðum ekki í huga að ferðast utanlands næsta sumar. Stefnan var á fjölskylduferð um næstu jól. Tíminn leiðir í ljós hvað við gerum“. — Hvernig eru börnin á heimilun að upplifa þetta? „Yngsta dóttir mín er í grunnskóla. Eðlilega veltir hún þessu fyrir sér. En það er mikilvægt að ræða við börnin og útskýra fyrir þeim aðstæður. Ekki leyna neinu en heldur ekki að magna upp ótta“.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.