4
fimmtudagurinn 12. september 2013 • VÍKURFRÉTTIR
RITSTJÓRNARBRÉF hilmar bragi bárðarson
vf.is
Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: BlaðamENN: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis um kjör 7 fulltrúa og 7 varamanna þeirra til setu á 4. þingi Starfsgreinasambands Íslands, sem fer fram dagana 16. – 18. október nk.
Mín leið til betra lífs Snemma í morgun hóf ég göngu sem hófst við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og mun ljúka síðar í dag við Landsspítalann í Fossvogi. Gangan er farin á þessum tímamótum því í dag eru þrír mánuðir frá því ég gekkst undir aðgerð á Landsspítalanum. Aðgerð sem bjargaði lífi mínu og varð til viðhorfsbreytingar til eigin heilsu. Undanfarin ár hafði ég lítið hugsað um eigin heilsu, borðað óhollan mat og ekki stundað neina hreyfingu eða líkamsrækt. Með áunna sykursýki hrakaði heilsu minni snemma sumars og í byrjun júní varð ég fárveikur. Kominn með heiftarlega sýkingu og eitrun í blóðið. Síðdegis þann 11. júní sl. leitaði ég á bráðamóttöku HSS í Keflavík. Þar var fólki strax ljóst hvert stefndi með mig og ég því sendur með sjúkrabíl áfram á Landsspítalann í Fossvogi. Þar hófust strax rannsóknir og skömmu eftir miðnætti þann 12. júní var ég kominn í aðgerð þar sem unnið var á sýkingunni. Næstu þrjár vikurnar lá ég á sjúkrahúsi og í heilan mánuð var ég í umfangsmikilli lyfjagjöf í 18 tíma á sólarhring. Skurðsárameðferð tók svo tvo mánuði. Ég fékk strax að vita það að ég þyrfti að taka mér tak ef ég ætlaði að komast lifandi út úr þessum hremmingum sem ég hafði sjálfur komið mér í. Ég ákvað strax á fyrsta degi að nú yrði hafið nýtt líf. Gjörbreytt matarræði og hreyfing voru sett efst á listann. Fyrstu dagana var erfitt að komast nokkra metra á klósettið en fljótlega var ég farinn að arka ganga sjúkrahúsanna í Fossvogi og síðan á HSS. Þann 12. júní fór ég á vigtina á Landsspítalanum og reyndist 152,7 kíló. Ég var í allt sumar frá vinnu hér á Víkurfréttum en notaði tímann til heilsueflingar. Fékk mér gönguskó og hef arkað um götur Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis. Hundruð kílómetra að baki og þegar stigið var á vigtina í gærmorgun stóð hún í 127,2 kílóum. Sentimetrarnir hafa líka fokið en fyrst og síðast er heilsan miklu betri og líðan mín allt önnur og betri. Sykraðir drykkir og sælgæti
heyra sögunni til og maturinn orðinn miklu hollari og í hæfilegum skömmtum. Öll höfum við okkar skoðanir á heilbrigðiskerfinu. Það er eitt að standa utan við sjúkrahúsið og segja sína skoðun á heilbrigðisþjónustu og annað að upplifa sjúkrahúsdvöl. Ég upplifði frábæra umönnun þessar vikur sem ég var á sjúkrahúsi. Ég upplifði einnig allt álagið á sjúkrahúsunum sem svo mikið hefur verið til umfjöllunar síðustu misseri og það hvernig allt er komið að þolmörkum. Ég gat ekki annað en dáðst af starfsfólkinu að vinna undir þessu álagi og skil vel kröfur þessa fólks. Þrátt fyrir allt álagið þá var starfsfólkið allt elskulegt og ég sem sjúklingur fékk ekkert annað en elskulegheit og framúrskarandi þjónustu. Það er líka skoðun mín eftir þessar vikur á sjúkrahúsi að við eigum að setja heilbrigðisþjónustu í landinu í fyrsta sæti. Ég hef deilt reynslu minni með vinum mínum á Fésbókinni. Þar hef ég einnig staðið fyrir söfnun í svokallaðan Gleðisjóð. Hjúkrunarfólkið mitt gaf mikið af sér til mín og ég vildi gefa eitthvað til baka. Vinir mínir á Fésbókinni hafa tekið vel í þessa söfnun mína. Söfnunarfé verður varið til að gera hjúkrunarfólkinu mínu á Landsspítalanum og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja glaðan dag. Hef hugsað mér að bjóða hópnum í leikhús. Ég mun greina ykkur nánar frá því þegar þær gjafir verða afhentar og birta myndir. Með göngu minni milli HSS og Landsspítala í dag vil ég fagna þeim áfanga sem ég hef náð á leið minni til betra lífs. Einnig markar þessi dagur lok söfnunarinnar í Gleðisjóðinn sem 110 hjúkrunarfærðingar og sjúkraliðar á HSS og á deild A7 í Fossvogi munu njóta. Fyrir þá sem eru ekki á vinalista mínum á Fésbókinni þá er söfnunarreikningurinn 542-14-403394 og kennitalan 250570-3929. Hilmar Bragi Bárðarson
Tillögum skal skila á skrifstofu félagsins í síðasta lagi klukkan 12:00 föstudaginn 20. september nk. Hverri tillögu skal fylgja stuðningsyfirlýsing tilskilins fjölda félagsmanna samkvæmt reglugerð ASÍ þar að lútandi. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins. Kjörstjórn VSFK og nágrennis Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
LAMPAÚRVAL Ryco LDL-MD418A lampi m. grind 4x18W T8 62x60x8 cm með perum
7.990
Ryco LCB-T5003 T5 lampi 13W með 1,8 m snúru 59 cm með peru Ryco LCL-M2 T8 lampi 2x36W 113 cm IP30 með perum
2.590
7.990
Ryco LCL-M1036 T8/G13 lampi 36W 122 cm með peru
2.490 Ryco LDL-MD236A lampi m.grind 2x36w T8 122x30x7,5cm með perum
6.990
Ryco lampi með perum hvítur spegill 2x36W
4.690
Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum
– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Ný bæjarhlið formlega opnuð N
ý bæjarhlið Reykjanesbæjar voru formlega opnuð sl. föstudag. Hliðin eru annars vegar við Aðalgötu og hins vegar við Þjóðbraut. Þar er ferðamönnum vísað á miðbæ bæjarfélagsins með merkingunum „Center Keflavík“ og „Center Njarðvík“. Samskonar bæjarhlið verður sett upp við Hafnaveg sem vísar á Hafnir og Reykjanes.
Það var Magnea Guðmundsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, sem ávarpaði fólk og opnaði hliðin formlega. „Eins og sjá má hafa hafa bæjarhliðin sterka skírskotun í náttúru svæðisins þar sem hraunhellur af Reykjanesi setja svip sinn á hliðin en þær þurfti að færa vegna framkvæmda á Reykjanesi og nýtast því hér hjá okkur,“ sagði Magnea við
Styrktarkvöld fyrir lítinn dreng
S
tyrktarkvöld verður haldið á Center, Hafnargötu 29 í Keflavík, föstudaginn 13. september kl. 20:00. Styrktarkvöldið er haldið fyrir Kaleb, sem er 4 ára barnabarn Guðrúnar Eyjólfsdóttur úr Garðinum. Hann greindist með hvítblæði þann 21. júní sl. Fram koma Sigríður og Sólborg Guðbrandsdætur, Bríet Sunna, Kristín Svava, SíGull, Róbert Freyr, Birgir Örn, Kristmundur Axel og DJ Egill Birgisson. Aðgangseyrir er 1000 kr. Einnig verður happdrætti og veglegir vinningar í boði.
opnun hliðanna. Hraunhleðslan var í höndum fyrirtækisins Grjótgarða og unnin undir handleiðslu Birgis Axelssonar, skrúðgarðsmeistara. Ellert Skúlason sá um mótun mana og þökulögn og Nesraf um raflagnir. Inga Rut hjá arkitektastofunni Forma kom að hönnun hliðanna.