Verktækni Tímarit VFÍ 01/2017

Page 1

VERKTÆKNI TÍMARIT VFÍ 1. TBL. 23. ÁRG. 2017

Verkfræðingafélag Íslands

01/2017


Opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða •

Hagstæð sjóðfélagalán

Góð tryggingavernd

Traust staða

Ábyrg fjárfestingarstefna

Val um sparnaðarleiðir

Meiri ávinningur

LÍFSVERK lífeyrissjóður, Engjateigi 9, 105 Reykjavík, www.lifsverk.is


VERKTÆKNI Efnisyfirlit

Af vettvangi VFÍ Fréttir úr starfi VFÍ félagsskírteini, kjarakönnun o.fl. 7 Af stjórnarborði VFÍ 9 Viðurkenningar fyrir lokaverkefni 1 0 VerkTækni golfmótið 2017 1 2 Upplýsingar um Sjúkrasjóð VFÍ 1 3 Dagur verkfræðinnar 2017 1 6 Heiðursveitingar VFÍ 1 8 Fjölskyldudagur verkfræðinnar 4

Ritrýndar vísindagreinar 21 31 38 43 50

Ferðavenjur grunnskólabarna á landsbyggðinni QMS in the consulting engineering industry – can we do better? Nýting ljósleiðara á Íslandi Tilviksrannsókn á innleiðingu straumlínustjórnunar hjá framleiðslufyrirtæki Lykilþættir í innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna á Íslands

Tækni- og vísindagreinar 57

Samtengd hljómrými.

VFÍ á Facebook – Rafbílahópur VFÍ Við hvetjum félagsmenn VFÍ til að fylgja félaginu sínu á Facebook. Við leggjum áherslu á að setja jafnóðum inn upplýsingar umsóknarfresti í sjóðum og viðburði á vegum félagsins. Þá er einfalt að senda okkur skilaboð í gegnum Facebook síðuna, þau komast til skila. https://www.facebook.com/vfi.1912/ Rafbílahópur VFÍ á Facebook (Rafbílar VFÍ) er í mikilli sókn. Þar eru áhuga-verðar upplýsingar og umræður um rafbílavæðinguna.

LEIÐARINN Sameinuð Fyrir ári síðan var sameining Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands í farvatninu. Sameiningin var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu, samrunafundur var 1. desember 2016 og sameinað félag tók formlega til starfa 1. janúar 2017. Við sem störfum fyrir VFÍ teljum að sameiningin hafi verið heillaskref enda finnum við það vel í störfum okkar dagsdaglega. Vonandi hafa félagsmenn sömu sögu að segja. – Í hnotskurn snerist sameiningin um þá sýn á framtíðina að hagsmunum tæknifræðinga og verkfræðinga verði best borgið í einu félagi. Í nóvembermánuði er stefnt að því að gera viðhorfskönnun til sameiningarinnar. Frá sameiningu hefur stjórn VFÍ unnið að stefnumótun fyrir félagið. Enda nauðsynlegt á tímamótum sem þessum að rýna starfsemina og greina sóknarfæri. Niðurstöður stefnumótunarinnar verða kynntar á næstu mánuðum. Nýr vefur VFÍ fór í loftið í lok febrúar. Í framhaldinu er stefnt að því að endurskoða útgáfumál VFÍ í heild og verður þeirri vinnu lokið nú í haust. Í skoðun er að öll miðlun upplýsinga VFÍ verði rafræn. Það þýðir að útgáfa Verktækni í prentuðu formi mun að líkindum renna sitt skeið. Finna verður leiðir til að koma útgáfu ritrýndra vísindagreina og almennra tækni- og vísindagreina á vef VFÍ. Ýmsar leiðir eru færar og er rétt að líta til reynslu annarra fagfélaga sem hafa stigið sín fyrstu skref í slíkri útgáfu. Samhliða þessum breytingum verður gefið út rafrænt fréttabréf mánaðarlega. Eins og sést á þessu tölublaði hefur ýmislegt drifið á dagana síðan VFÍ og TFÍ voru sameinuð. Viðburðir á vegum félagsins eru margir, til dæmis Samlokufundir og morgunfundir um fróðleg málefni. Hæst ber Dag verkfræðinnar sem haldinn var í apríl í fjórða sinn og Fjölskyldudag verkfræðinnar sem haldinn var í fyrsta skipti í ágústmánuði. Nú er að fara í gang undirbúningur fyrir Dag verkfræðinnar 2018 og vil ég hvetja félagsmenn til að koma með hugmyndir og jafnvel taka þátt í vinnuhópi um þróun og framkvæmd Dags verkfræðinnar. Þeir sem vilja vera með fyrirlestur á Degi verkfræðinnar mega gjarnan láta vita sem fyrst. Við erum líka alltaf á höttunum eftir áhugaverðu efni fyrir Samlokufundina. Áhugasamir geta sent skilaboð gegnum Facebook síðu VFÍ eða tölvupóst á sigrun@verktaekni.is Í lokin vil ég þakka þeim sem lögðu til efni í þetta blað, sérstaklega þeim sem ritrýndu greinar.

Sigrún S. Hafstein, ritstjóri

V E R K TÆ K N I

Blaðið VERKTÆKNI er gefið út af Verkfræðingafélagi Íslands og er dreift ókeypis til félagsmanna. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún S. Hafstein. Leyfilegt er að birta efni úr Verktækni ef heimildar er getið. Skoðanir sem settar eru fram í blaðinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda. Prentvinnsla: Svansprent · Mynd á forsíðu: Morgunblaðið · Aðstoð við útgáfu: Hænir · Sími: 558 8100 · utgafa@utgafa.is


4 / VERKTÆKNI

Nýr vefur

Félagskírteini

Nýr vefur VFÍ fór í loftið í febrúarmánuði og hefur reynst vel. Áfram verður unnið að því að nýta þá möguleika sem nýr vefur og öflugt félagakerfi býður upp á. Má nefna uppsetningu á „Mínum síðum“ fyrir félagsmenn þar sem þeir geta meðal annars fylgst með réttindum í sjóðum. Einnig er vefurinn nýttur í að einfalda utanumhald vegna umsókna um félagsaðild og starfsheiti.

Í apríl fengu félagsmenn VFÍ félagsskírteini sent í pósti. Þeir sem hafa ekki fengið skírteini eru beðnir um að hafa samband við skrifstofuna. Skírteinið er rafrænt auðkenniskort og er unnið í samstarfi við Íslandskortið. Með útgáfu þess opnast ótal möguleikar til að auðkenna sig við kaup og/eða notkun á ýmiss konar þjónustu. Kostnaður félagsins við útgáfu skírteinanna er óverulegur vegna hagstæðra samninga við Íslandskort. Skírteinið er aðeins gefið út einu sinni fyrir hvern félagsmann og er í gildi á meðan hann er virkur félagsmaður.

Er greitt fyrir þig í sjúkrasjóð? Mikilvæg réttindi fást með aðild að sjúkra- og styrktarsjóðum VFÍ. Þau skapast við lögbundið framlag atvinnurekanda. Félagsmenn eru hvattir til þess að ganga úr skugga um að þessi iðgjöld séu greidd, annars geta mikilvæg réttindi glatast, til dæmis í erfiðum veikindum. Athugið að full aðild er ekki tryggð nema greiðslur berist samfellt í sex mánuði. Sjóðirnir tryggja fjárhagslegt öryggi sjóðfélaga og þeirra nánustu þegar þörf er á aðstoð vegna sjúkdóma, slysa og andláts. Athugið að Sjúkrasjóður VFÍ er fyrir félagsmenn á almennum markaði en Styrktarsjóður VFÍ fyrir félagsmenn sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum.

Nýir starfsmenn Nokkrar mannabreytingar hafa orðið á skrifstofu VFÍ sl. mánuði. Aðalheiður Ragnarsdóttir er nýr fulltrúi sjóða, Heiðrún H. Þórisdóttir er fulltrúi í móttöku og Brynja Magnúsdóttir er fulltrúi Menntunarnefndar VFÍ og Orlofssjóðs VFÍ. Við bjóðum þær velkomnar til starfa.

Orlofsvefur VFÍ Fyrir rúmu ári síðan tók Orlofssjóður VFÍ í notkun nýjan bókunarvef „Frímann“. Ekki þarf að skrá sig inn til að skoða þá kosti sem í boði eru. Með innskráningu er hægt að ganga frá bókun, greiða og skoða punktastöðu. Kerfið hefur reynst vel. Upplýsingar um úthlutunartímabil eru sem fyrr sendar sjóðfélögum með tölvupósti.

Nýtt orlofshús í Hraunborgum Orlofssjóður VFÍ hefur fest kaup á orlofshúsi frá danska fyrirtækinu EBK. Framkvæmdir við húsið eru hafnar og er stefnt að því að það verði tekið í notkun í nóvember. Sjóðurinn á fyrir tvö orlofshús í Hraunborgum og átti þriðju lóðina frá því þau voru byggð. Nýja orlofshúsið er 120 fermetrar og í alla staði glæsilegt. Upplýsingar um húsið eru á vef EBK. (www.ebk.dk - Húsið er af gerðinni Fjordhuset 135).

Kjarakönnun 2017 Niðurstöður kjarakönnunar Kjaradeildar VFÍ liggja fyrir. Þær má nálgast á vef VFÍ. Spurt var um laun í febrúar 2017. Með því að skoða laun eftir starfsaldri, lífaldri, fagsviði og starfssviði má nálgast þau markaðslaun sem við eiga fyrir hvern einstakling.

Launaviðtöl

Afsláttur Hægt er að sjá upplýsingar um afslátt á margvíslegri vöru og þjónustu á www. orlof.is/vfi og www.islandskortid. is/afslattur þar sem afsláttarkjör eru uppfærð reglulega. Þar eru einnig nánari upplýsingar um Íslandskortið. Í framtíðinni verður hægt að nota kortið til greiðslu (með því að leggja inn á kortið). Í hópi staða sem nú þegar eru farnir að taka við greiðslum í gegnum kortið eru Þingvallaþjóðgarður, Vatnajökulsþjóðgarður, Gullfoss og fleiri staðir. Síðar verður boðið upp á að tengja kortið við rafrænar þjónustur og sjálfsafgreiðslu.

Athygli vekur að 43% verkfræðinga og tæp 38% tæknifræðinga fóru í launaviðtal á árinu 2016. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem fóru í viðtal fengu launahækkun í kjölfarið. (Verkfræðingar 83,1% og tæknifræðingar 74,1%). Einnig vekur athygli að hátt hlutfall þátttakenda svarar ekki hvort þeir hafi fengið hækkun eða ekki, eða rétt um 60% í hvorum hópi. Námskeið var haldið í launaviðtölum sem var vel sótt. Fleiri slík námskeið vera haldin í haust og auglýst með tölvupóstum til félagsmanna.

Fylgstu með VFÍ á Facebook Ef þú ert ekki þegar búin/n að líka við Facebooksíðu VFÍ þá er rétt að drífa í því. Það er einfaldasta leiðin til að fylgjast með starfsemi félagsins, viðburðum framundan, umsóknarfrestum í sjóði o.fl.


Bráðum verðum við öll aftursætisbílstjórar Á götum heimsins er tæpur milljarður fólksbíla og þeim mun fjölga enn frekar næstu árin. Því er spáð að sjálfstýring bifreiða muni auka skilvirkni umferðarinnar til mikilla muna, rafvæðing breiðast út og notkun áls í bílasmíði vaxa hröðum skrefum. Allt mun þetta hjálpa til við að draga úr neikvæðum áhrifum bíla á umhverfið – og vonandi auka öryggi og bæta umferðarmenningu í leiðinni. Norðurál notar umhverfisvæna íslenska orku til að framleiða 0,53% af öllu áli sem framleitt er í heiminum.

Íslenskt ál um allan heim

nordural.is


6 / VERKTÆKNI

Rýni 2017 – Riga í Lettlandi Dagana 23. til 27. september tók 55 manna hópur þátt í Rýni 2017 á vegum VFÍ þar sem farið var til Riga í Lettlandi. Þetta var sautjánda Rýnisferðin en slíkar ferðir hófust á vegum TFÍ árið 1998. Ferðirnar hafa notið mikilla vinsælda frá upphafi. Sem fyrr var margt áhugavert á dagskrá. Auk skoðunarferðar um borgina voru fyrirtæki og verkstaðir heimsóttir. Má nefna fyrirtækið Interior Solutions SIA, sem sérhæfir sig í innréttingum og búnaði í íbúðir og hótel, Vika Wood, stærsta timburframleiðanda í Lettlandi og verksmiðju KNAUF gifsplötuframleiðandans. Einnig var farið á stóran byggingastað sem stýrt er af Kolbeini Kolbeinssyni verkfræðingi þar sem verið er að byggja 38 þúsund fermetra IKEA verslun. Fararstjórar í ferðinni voru Jóhannes Benediktsson og Hreinn Ólafsson sem skipulagt hafa margar af Rýnisferðunum. Þegar er hafinn að undirbúningur að Rýni 2018 sem farin verður haustið 2018. Gert er ráð fyrir að ferðaáætlun og dagskrá verði auglýst í byrjun árs 2018.

VIÐ FLYTJUM RAFMAGN Við flytjum raforku á Íslandi og sjáum fyrir okkur rafvædda framtíð í takt við samfélagið. Markmið okkar er að tryggja örugga afhendingu á raforku til framtíðar. Við tökum tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma og sýnum ábyrgð í umgengni við náttúruna. Þannig vinnum við að víðtækri sátt um uppbyggingu flutningskerfisins.

Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is


Alhliða byggingaplatan Útlit Viroc klæðningarinnar er sígilt sjónsteypu útlit með náttúrulegum blæbrigðum. Hentar vel fyrir Íslenskar aðstæður Umhverfisvænt eldþolið efni í flokki 1. Fjölmargir notkunarmöguleikar.

Nýtt !

Nú eru fáanlegir 6 litir í VIROC Ljósgrátt, Koksgrátt, Krem hvítt, Terracotta rautt, Gult og Ocher gult. Þykkt: 10, 12, 16 og 19mm Plötustærð: 1200 x 2600 mm Aðrar stærðir og þykktir fáanlegar

Byggingavöruverslun

Þ. ÞORGRÍMSSON & CO

Traust fyrirtæki í yfir 70 ár


AF stjórnarborði VFÍ

8 / VERKTÆKNI

Aðalfundur VFÍ – ársskýrsla 2016-2017 Aðalfundur VFÍ var haldinn 27. apríl. Ekki var kosið í stjórnir félagsins, það var gert á samrunafundi VFÍ og TFÍ 1. desember 2016.

Ársreikningur Rekstrarhagnaður ársins var rúmar 13,2 milljónir króna en rekstrartekjur námu 77,7 milljónum króna. Heildareignir í lok ársins samkvæmt efnahagsreikningi námu rúmum 112,5 milljónum króna en heildarskuldir rúmum 33,2 milljónum króna. Eigið fé var því jákvætt um rúmar 79,3 milljónir.

Menntamálanefnd Af 213 umsóknum um inngöngu í félagið voru 193 umsóknir samþykktar, 12 var hafnað og umfjöllun um 7 ekki lokið. Af 162 umsóknum um starfsheitið var 136 umsóknir samþykktar, 17 hafnað og umfjöllun um 8 ekki lokið.

Ávarp formanns Í ávarpi sínu sagði Páll Gíslason formaður meðal annars: „Sem kunnugt er þá hófust viðræður um aukið samstarf eða sameiningu VFÍ og TFÍ í upphafi starfsársins. Má segja að unnið hafi verið að þessu verkefni sleitulaust allt starfsárið. Þegar þetta er ritað um miðjan apríl 2017 er staðan þannig að tekist hefur að hnýta flesta ef ekki alla lausa enda á farsælan hátt. Verkefnið var reyndar að mörgu leyti flókið þar sem sameina þurfti deildir og kjarasjóði félaganna, gæta að réttindum sjóðfélaga og aðlaga reglugerðir og starfsreglur sjóða að breyttri stöðu.“ Páll rakti síðan helstu verkefni félagsins á liðnu starfsári og sagði síðan: „Þegar litið er fram á veginn er ljóst að meðal mikilvægra verkefna félagsins má nefna hagsmunagæslu hvað varðar nám

Árni B. Björnsson, framkv.stjóri, Páll Gíslason formaður VFÍ og Jóhannes Benediktsson formaður TFÍ þegar niðurstöður atkvæðagreiðslu um sameiningu VFÍ og TFÍ lágu fyrir.

í tæknigreinum. Einnig að nýta þann meðbyr sem sameiningin skapaði til að styrkja ímynd félagsins og auka þjónustuna við félagsmenn.“

Stjórnir VFÍ Kosið var í stjórnir VFÍ á samrunafundi VFÍ og TFÍ 1. desember 2016. Í aðalstjórn VFÍ starfsárið 2016-2017 sitja eftirtalin: Páll Gíslason formaður, Jóhannes Benediktsson, varaformaður, Bjarni G.P. Hjarðar, Kristjana Kjartansdóttir, María S. Gísladóttir, Snjólaug Ólafsdóttir, Sveinbjörn Pálsson og Helgi Þór Ingason. Varameðstjórnendur eru Sigurður Örn Hreindal og Þorvaldur Tolli Ásgeirsson. Formenn Kjaradeildar og Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi sitja einnig stjórnarfundi með áheyrnar- og tillögurétt. Stjórn Kjaradeildar: Birkir Örn Jóakimsson formaður, Hlín Benediktsdóttir

varaformaður, Erlendur Örn Fjeldsted, Heimir Örn Hólmarsson og Ólafur Vignir Björnsson. Varameðstjórnendur eru Helga Helgadóttir, Kristín Arna Ingólfsdóttir og Stefán A. Finnsson. Í stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi eru: Sveinn I. Ólafsson formaður, Davíð Á. Gunnarsson, Svana Helen Björnsdóttir og Gylfi Árnason, varameðstjórnandi. Ársskýrsla félagsins er á vefnum: www.vfi.is

Stefnumótun stjórnar VFÍ Í framhaldi af sameiningu TFÍ og VFÍ ákvað stjórn félagsins að fara í stefnumótunarvinnu. Ráðgjafi hefur stýrt verkefninu þar sem undir er skipulag, starfsemi félagsins og mótun markmiða til framtíðar. Ráðgert er að þessari vinnu ljúki í haust og verða niðurstöður kynntar félagsmönnum.

Þökkum styrktaraðilum VerkTækni golfmótsins


VERKTÆKNI / 9

Viðurkenningar VFÍ fyrir lokaverkefni Um langt árabil veitti Tæknifræðingafélag Íslands viðurkenningar fyrir lokaverkefni við brautskráningu tæknifræðinga frá Háskólanum Í Reykjavík og Háskóla Íslands – Keili. Þessum góða sið er haldið áfram eftir sameiningu TFÍ og VFÍ. Háskólinn í Reykjavík Á Tæknidegi Háskólans í Reykjavík voru afhentar viðurkenningar VFÍ fyrir framúrskarandi lokaverkefni. Kristjana Kjartansdóttir tæknifræðingur sem situr í stjórn VFÍ ávarpaði samkomuna og afhenti viðurkenningarnar. Þrjú verkefni hlutu viðurkenningu að þessu sinni. Davíð Freyr Jónsson rafmagnstæknifræði Multi-channel microphone system for sound localization and beamforming Verkefnið lýsir hönnun á fjölrása hljóðnemakerfi fyrir rannsóknir á sviði hljóðstaðsetningar. Kerfið á að geta safnað gögnum úr 128 hljóðnemum samtímis og streymt í rauntíma yfir í tölvu. Hönnun á einingu sem breytir hliðrænu hljóði yfir í stafrænt hljóð úr 8 hljóðnemum er lýst og hvernig gögnum úr mörgum slíkum einingum er komið yfir á einn USB kapal. Jón Bjarni Bjarnason – rafmagnstæknifræði Computer vision system to detect salmon deformity Þegar afmyndaður lax er slægður í sjálfvirkri vél getur hann stoppað vélina eða vélin skemmt laxinn. Í þessu verkefni er lýst aðferð til að greina afmyndaða laxa með myndgreiningarkerfi. Aðferðin felur í sér að mæla breytur, svo sem lengd, breidd og horn á baki en einnig hátt til að skera úr um hvort fiskurinn sé afmyndaður. Við þróun á aðferðinni var notast við forritið Halcon til að búa til þá myndgreiningu sem notast er við í verkefninu. Óskar Kúld Pétursson – vél- og orkutæknifræði Uprights, wheel hubs and brake system for a new Formula Student race car Formula Student er ein stærsta hönnunarkeppni milli nemenda á háskólastigi þar sem þeir hanna og framleiða kappakstursbíl í anda Formúlu 1. Í verkefninu er megin áhersla lögð á hönnun íhluti á milli spyrna, þ.e uppréttur hjólnöf og bremsukerfi fyrir nýjan kappakstursbíl sem er í hönnun. Íhlutirnir þurfa að mæta þeim kröfum og álagi sem á þá er lagt í Formula Student keppni sem og uppfylla reglur SAE. Hönnunin sem leidd er út í þessu verkefni leiðir af sér léttari íhluti í fjöðrunarkerfi sem lágmarka

Guðrún A. Sævarsdóttir deildarforseti Tækni- og verkfræðideildar HR, Davíð Freyr Jónsson, Jón Bjarni Bjarnason, Óskar Kúld Pétursson og Kristjana Kjartansdóttir tæknifræðingur og fulltrúi stjórnar VFÍ.

Arnlaugur Guðmundsson tæknifræðingur og fulltrúi í Menntamálanefnd VFÍ, Þórir Sævar Kristinsson og Ólafur Jóhannsson.

fjaðrandi massa bílsins ásamt því að vera stillanlegri en forveri þess.

Háskóli Íslands – Keilir Föstudaginn 23. júní fór fram brautskráning níu kandídata í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Arnlaugur Guðmundsson tæknifræðingur sem situr í Menntamálanefnd VFÍ flutti ávarp og afhenti viðurkenningar fyrir áhugaverð og vel unnin lokaverkefni. Tvö verkefni hlutu viðurkenningu að þessu sinni. Ólafur Jóhannsson - orku- og umhverfistæknifræði Hagkvæmnismat á uppsetningu

umhverfisvænna orkugjafa fyrir rekstur gistihúsa. Þórir Sævar Kristinsson – mekatróník hátæknifræði Í verkefninu var hönnuð og unnin hagkvæm lausn að jaðartæki við Flutningsvaka sem er sjálfvirkur búnaður sem skrásetur hvers konar meðhöndlun sem varningur í flutningi verður fyrir, ásamt því að skrá hitastig, þrýsting og rakastig. Þórir hlaut einnig viðurkenningu fyrir góðan námsárangur, með 9,01 í meðaleinkunn.


10 / VERKTÆKNI

Viðurkenning fyrir besta veggspjaldið Verkin tala var yfirskriftin á veggspjaldadegi í HR sem haldinn var 7. júní. Meistaranemar í verkfræði við Tækni- og verkfræðideild HR kynntu lokaverkefni sín á veggspjöldum í Sólinni í HR. Steindór Guðmundsson formaður Menntamálanefndar VFÍ og Sigurður Ingi Erlingsson dósent við Tækni- og verkfræðideild HR skipuðu tveggja manna dómnefnd og völdu besta veggspjaldið. Við valið var bæði tekið tillit til innihalds og efnistaka í lokaverkefninu og framsetnin gar á veggspjaldaformi. Þórey Friðrikka Guðmundsdóttir hlaut viðurkenninguna. Lokaverkefni hennar úr meistaranámi í rekstrarverkfræði ber heitið: Reliability Analysis of the Eclectrical System in Boeing 757-200 Aircraft an RB211-535 Engines. Þórey lauk BSc prófi í fjármálaverkfræði frá HR 2009. Þetta er í fyrsta sinn sem VFÍ veitir þessa viðurkenningu.

Sigurður Ingi Erlingsson, Þórey Friðrikka Guðmundsdóttir og Steindór Guðmundsson.

VerkTækni golfmótið 2017 VerkTækni golfmótið fór að þessu sinni fram á Keilisvellinum þar er glæsilegur 18 holu golfvöllur. Þátttakendur voru um 70 og þótti mótið takast vel. Fyrri níu holur vallarins, Hraunið, eru lagðar í hraunbreiðu sem getur reynst kylfingum afar erfið viðureignar missi þeir boltann út af brautum. Seinni 9 holur vallarins, Hvaleyrin, er af ætt links-golfvalla þar sem sjórinn og djúpar sandglompur koma mikið við sögu. Hvaleyrarvöllur hefur um árabil þótt einn allra fremsti golfvöllur Íslands og hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar því til staðfestingar. Sumarið 2017 voru þrjár nýjar brautir teknar í notkun á Hvaleyrinni í stað

eldri brauta. Tókust breytingarnar afar vel en fyrst var keppt á þeim á Íslandsmótinu í höggleik nú í sumar. Hvaleyrarvöllur er krefjandi og skemmtilegur, hraunið og sjórinn höfðu vissulega áhrif á leikinn þegar VerkTækni mótið fór fram í blíðskaparveðri en smá vindi. Frá árinu 1997 héldu TFÍ og VFÍ sameiginlegt golfmót fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Einn hluti mótsins var sveitakeppni mill verkfræðinga og tæknifræðinga. Nú var þeirri keppni breytt í fyrirtækjakeppni milli verkfræðistofa og stofnana sem hafa félagsmenn í hinu nýja sameinaða félagi Verkfræðingafélagi Íslands í vinnu hjá sér. Farandgripur var í

verðlaun og verður gripurinn varðveittur hjá sigursveitinni í eitt ár. Tólf sveitir tóku þátt í mótinu.

Úrslit VerkTækni golfmótsins 2017 Eins og áður var keppt í eftirtöldum flokkum einstaklinga: a. Félagsmenn í Verkfræðingafélagi Íslands. Punktakeppni með fullri forgjöf, veitt voru verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti.Leikinn var 18 holu Stableford punktakeppni með fullri forgjöf. Einnig var keppt um farandgrip og er hann áritaður með nafni sigurvegarins. b. Gesta- og makakeppni. Punktakeppni með fullri forgjöf, veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Sigursveit fyrirtækja var Íslenskir aðalverktakar/verkfræðistofan Ferill en sveitina skipuðu þeir Haukur Magnússon og Snæbjörn Kristjánsson. Við afhendingu farandsgripsins gat Haukur þess að sveitin hefur fengið nafnið, VERKFERILL. Boðið var upp á kvöldverð í Verkfræðingahúsinu að Engjateig 9 og afhent verðlaun og dregið úr skorkortum. Það þótti vel til fundið að slíta mótinu í heimahúsi félagsins. Golfnefnd verk- og tæknifræðinga vill þakka starfsfólki Keilis og Verkfræðingafélagsins fyrir mjög góða þjónustu á mótsdag.

Guðmundur Pálmi – 20 ár í golfnefndinni Sigursveitin ÍAV/Ferill, Snæbjörn Kristjánsson og Haukur Magnússon.

Guðmundur Pálmi Kristinsson verkfræðingur og golfari hefur verið í


VERKTÆKNI / 11 Golfnefnd VFÍ frá upphafi eða í tuttugu ár. Nú hefur hann ákveðið að draga sig í hlé og hætta í nefndinni. Við verðlaunaafhendingu að móti loknu voru Guðmundi færðar þakkir frá VFÍ. Árni B. Björnsson framkvæmdastjóri færði Guðmundi blómvönd og sagði meðal annars: „Verktækni golfmótið var í dag haldið í tuttugasta sinn ef mér reiknast rétt til en að þessu sinni með breyttu sniði þar sem félög tæknifræðinga og verkfræðinga sameinuðust í eitt um síðustu áramót. Mótið hefur alla tíð verið vel sótt og eflt kynni þeirra sem íþróttina stunda. En mót sem þetta krefst mikils undirbúnings og golfnefndin hefur alltaf verið skipuð öflugum einstaklingum úr félögunum sem hafa lagt sitt af mörkum. Sá sem þar hefur farið fremstur í flokki er Guðmundur Pálmi. Hann hefur einstakt lag á að koma hlutunum í verk og deila verkefnum meðal nefndarmanna. Annað sem ber glöggskyggni hans vitni er hversu naskur hann hefur verið að blanda saman yngri og eldri félögum í nefndina. Fjárhagshliðinni höfum við ekki þurft að hafa áhyggjur af. Nefndin hefur verið dugleg að safna styrkjum og mörg fyrirtæki hafa styrkt mótið oft og ég vil þakka stuðningsaðilum mótsins í gegnum árin sérstaklega. Guðmundur Pálmi hefur nokkrum sinnum hótað mér því að draga sig til hlés en ég hef tekið því fálega. Nú notar hann enn tækifærið orðinn sjötugur og vitnar í það að hann megi þá ekki vinna lengur. Ég bendi honum kurteislega á að æ yngri menn verða sjötugir nú til dags.“

Golfnefnd VFÍ. Kristinn J. Kristinsson, Lára Hannesdóttir, Guðmundur Pálmi Kristinsson og Víðir Bragason.

Árni B. Björnsson framkvæmdastjóri VFÍ og Guðmundur Pálmi Kristinsson.

Úrslit urðu sem hér segir: Sveitakeppnin

Nafn

Fjöldi pkt.

Sveitin ÍAV/FERILL

Haukur Magnússon/Snæbjörn Kristjánsson

61

Félagsmenn

Sæti

Punktakeppni m.fg.

1

Bergsteinn Hjörleifsson

33

Punktakeppni m.fg.

2

Haukur Magnússon

32

Punktakeppni m.fg. Gestir Punktakeppni m.fg. Punktakeppni m.fg. Punktakeppni m.fg. Næst holu Braut Braut Braut

3 Sæti 1 2 3 Braut 4. 6. 10.

Markús S. Markússon Snorri B. Sturluson Kristín Einarsdóttir Ingólfur Arnarsson Hallgrímur Jónasson Þórólfur Níelssen Grétar Leifsson

30

Braut

15.

Snorri B. Sturluson

3,82 m

33 28 27 3,22 m 2,60 m 9,72 m


Munið Sjúkrasjóð VFÍ Mikilvæg réttindi fást með aðild að Sjúkrasjóði VFÍ sem er fyrir félagsmenn á almennum markaði. Þau skapast við lögbundið framlag atvinnurekanda. Sjóðfélagar öðlast rétt til úthlutunar þegar iðgjöld hafa borist í sex mánuði, þar af síðustu þrjá mánuði samfellt. Athugið að í sumum tilvikum er skilyrði um eins árs aðild að sjóðnum. Einungis félagsmenn í VFÍ geta átt aðild að sjóðnum. Veikindi eða slys

Varanleg örorka

Dagpeningar eru greiddir í allt að 120 daga eftir að samnings- eða lögbundinni kaupgreiðslu vinnuveitanda lýkur. Stjórn sjóðsins er heimilt að framlengja tímann í allt að 150 daga og greiða hluta dagpeninga ef sjóðfélagi getur ekki stundað fulla vinnu. Upphæð dagpeninga er 80% af meðal iðgjaldagreiðslum í sjóðinn sl. 12 mánuði. Þó ekki hærri upphæð en ein milljón á mánuði.

Greidd er eingreiðsla að fjárhæð kr. 3 milljónir fyrir 75% örorkumat eða hærra og lækkar í réttu hlutfalli við minna örorkumat.

Heilsustyrkir – líkamsrækt o.fl. Sjúkrasjóður VFÍ hefur sérstöðu að því leyti að sjóðfélagar safna í svokallaðan „pott“ og fá úr honum ýmiss konar heilsustyrki. Hámark árlegrar styrkupphæðar nemur 75% af árs iðgjöldum viðkomandi sjóðfélaga. Heimilt er að safna iðgjöldum þriggja ára. Greiddur er styrkur vegna eftirfarandi: líkamsrækt, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, sjúkranudd, kirópraktor, meðferð hjá sálfræðingi, hjúkrunarfræðingi, félagsráðgjafa, fjölskylduráðgjafa eða sambærilegum viðurkenndum meðferðaraðila. Foreldranámskeið, krabbameinsskoðun, hjarta-, lungna- og æðaskoðun. Gleraugu, linsur og heyrnartæki, lyf, tannlækningar, lýtalækningar og aðrar lækningar sem styrkþegi ber kostnað af.

Fæðingarorlof Greiddar eru viðbótargreiðslur vegna fæðingarorlofs jafn lengi og sjóðfélagi nýtur greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði. Viðbótargreiðslur eru vegna andvana fæðingar eða fósturláts. Dánarbætur Eru hlutfall af launum sem iðgjöld hafa verið greidd af og er miðað við sl. tólf mánuði fyrir andlát sjóðfélaga. Maki eða sambýlingur fær jafngildi einna mánaðarlauna og börn yngri en 18 ára jafngildi hálfra mánaðarlauna. Til aðstandanda sem stendur straum af kostnaði við útför er greidd ein milljón króna. Vegna fjárhagslegra áfalla vegna andláts maka, sambýlings eða barns sjóðfélaga er greitt jafngildi einna mánaðarlauna. Tæknifrjóvgun Greiddur er styrkur allt af 75% af útlögðum kostnaði að hámarki ein milljón króna. Ættleiðing Greiddur er styrkur allt af 75% af útlögðum kostnaði að hámarki ein milljón króna.

Veikindi maka eða barna Vegna skertra launatekna við langvarandi veikindi maka og/eða barna greiðir sjóðurinn dagpeninga í allt að 60 daga.

Augnaðgerðir Endurgreitt er 75% af útlögðum kostnaði að hámarki 300 þúsund krónur. (Lazeraðgerðir: 150 þúsund kr. hvort auga)

Mikilvægt! Almennt gildir að forsenda endurgreiðslu er framvísun frumrits fullgildra greiðslukvittana vegna útlagðs kostnaðar. Skattfrjáls styrkur til heilsueflingar er kr. 55 þúsund á almanaksárinu. Til að nýta þennan rétt verða umsóknir að berast fyrir 1. desember ár hvert. Þess vegna er best að senda inn umsókn um leið og greiðsla hefur verið innt af hendi. Þessar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur og gildandi starfsreglur sjóðsins. Við hvetjum félagsmenn eindregið til að kynna sér vel starfsreglur sjóðsins. Nánari upplýsingar er að finna á vef Verkfræðingafélags Íslands www.vfi.is


VERKTÆKNI / 13

Dagur verkfræðinnar – metþátttaka Dagur verkfræðinnar var haldinn í þriðja sinn 7. apríl síðastliðinn. Þátttakendur voru rúmlega 400 sem er met. Það er ánægjulegt að þessi stærsti viðburður Verkfræðingafélagsins hafi náð að festa sig í sessi. Við þökkum fyrirlesurum og öðrum sem lögðu hönd á plóginn kærlega fyrir. Forsetinn á Degi verkfræðinnar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flutti erindi á Degi verkfræðinnar. Í máli sínu lagði forseti m.a. áherslu á skoðanafrelsi og fullt frelsi til rannsókna, mikilvægi þess að vísindafólk setji sig ekki á háan hest í krafti náms síns og stöðu, en jafnframt þó að fólk beri virðingu fyrir kunnáttu, fræðslu og sérfræðiþekkingu í samfélaginu.

Ertu með hugmynd? Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina, spennandi verkefni og störf á því sviði og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga. Félagsmenn VFÍ eru hvattir til að koma með hugmyndir fyrir næsta Dag verkfræðinnar hvort sem það eru ábendingar um áhugaverða fyrirlestra eða anna sem snertir dagskrána. VFÍ vill sérstaklega hvetja nýsköpunarfyrirtæki og nema í verkfræði og tæknifræði að nýta þennan vettvang til að kynna áhugaverð verkefni. Senda má tölvupóst á sigrun@verktaekni. is eða senda skilaboð í gegnum Facebook síðu VFÍ.




16 / VERKTÆKNI

Heiðursveitingar VFÍ Arnlaugur Guðmundsson tæknifræðingur og verkfræðingarnir Gísli Viggósson, Jónas Elíasson og Ragna Karlsdóttir voru nýverið sæmd heiðursmerki Verkfræðingafélags Íslands. Heiðursmerki VFÍ má veita í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf á sviði verkfræði og tæknifræði eða vísinda, fyrir framtak til eflingar verkfræðinga- og tæknifræðingastéttinni í heild eða fyrir félagsstörf í þágu stéttarinnar. Alls hafa 118 einstaklingar hlotið heiðursmerki VFÍ í 105 ára sögu félagsins. Áhugasamir geta nálgast umsagnirnar sem ritaðar voru í viðurkenningarskjölin á vfi.is

Á myndinni eru frá vinstri: Jónas Elíasson, Ragna Karlsdóttir, Arnlaugur Guðmundsson og Gísli Viggósson.

Rafbílahópur á Facebook Í lok árs 2014 stóð Rafmagnsverkfræðingadeild VFÍ (RVFÍ) fyrir ráðstefu um rafbílavæðingu á Íslandi sem vakti mikla athygli. Í framhaldinu skilaði vinnuhópur á vegum RVFÍ ríkisstjórn Íslands ítarlegri tillögu að stefnumótun um rafbílavæðingu. Tillögunni fylgdi greinargerð og ítarefni sem má nálgast á vef VFÍ. Í framhaldi af ráðstefnunni var stofnaður umræðuhópur á Facebook „Rafbílar VFÍ“. Það hefur fjölgað í hópnum jafnt og þétt og eru meðlimir nú um 2400 talsins. Markmiðið með hópnum er að miðla upplýsingum og skapa umræðu um rafbíla á Íslandi. Hópurinn er opinn og öllum er velkomið að taka þátt.

Norðurlandsdeildin styrkir langveik börn Á síðasta samlokufundi vetrarins hjá Norðurlandsdeild VFÍ (NVFÍ) var tilkynnt um styrkveitingu til Hetjanna sem er félag sem styrkir langveik börn á Norðurlandi. Á aðalfundi NVFÍ í mars var samþykkt að deildin myndi styrkja Hetjurnar um hálfa milljón króna. Formaður félagsins, Linda Rós Daðadóttir, veitti styrknum viðtöku og var myndin tekin við það tilefni. Með Lindu á myndinni eru sonur hennar, ein af hetjunum á Akureyri og Sigurður Hlöðvesson sem er í stjórn NVFÍ. Á fyrrgreindum samlokufundi var fjallað um raforkumál á norður- og austurlandi. Fyrirlesari var Sverrir Jan Norðfjörð verkfræðingur og deildarstjóri kerfisþróunar Landsnets.


VERKTÆKNI / 17

Vegir, framkvæmdir og loftslagsmál Deild stjórnenda og sjálfstætt starfandi í VFÍ hefur staðið fyrir mjög áhugaverðum morgunfundum sem vakið hafa athygli. Fyrst var sjónum beint að vegum á hálendi Íslands, því næst voru tveir fundir um leyfisferli framkvæmda og nú síðast var fjölmennur fundur um stöðu Íslands, skuldbindingar Íslendinga og það sem er í húfi í loftslagsmálum. Markmið fundarins um loftslagsmálin var að greina stöðuna og koma á framfæri gagnlegum upplýsingum en aðgerðaáætlun ríkisstjórnar í loftslagsmálum á að vera tilbúin um næstu áramót. Gylfi Árnason verkfræðingur fjallaði um helstu stærðir í loftslagmálum á Íslandi. Vanda Úlfrún Liv Hellsing teymisstjóri í loftmengunarteymi Umhverfisstofnunar sagði frá skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum og Halldór Björnsson hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands fór yfir hvað er í húfi þegar kemur

Pallborðsumræður á morgunfundi SVFÍ um loftslagsmálin.

að hnattrænum loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á Íslandi. Að loknum fyrirlestrum voru pallborðsumræður en þar tóku þátt, auk fyrirlesara, Ágústa S. Loftsdóttir

verkefnisstjóri eldsneytismála og vistvænnar orku hjá Orkustofnun og Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Á vef VFÍ eru glærur fyrirlesara og upptaka frá fundinum.

Átak VFÍ í umhverfismálum Á haustmánuðum 2016 var gert átak í að skoða umhverfismál og umhverfisáhrif af starfsemi skrifstofu VFÍ og Verkfræðingahúss frá ýmsum hliðum. Líflegar umræður sköpuðust og starfsfólk vaknaði til vitundar um mikilvægi þess að draga úr umhverfisáhrifum sínum. Í framhaldinu var umhverfisstefna Verkfræðingafélags Íslands útbúin með það að markmiði að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum bæði fyrir félagsmenn og samfélag. Stefnan var samþykkt af starfsfólki VFÍ í febrúar 2017 og verður vonandi lifandi í hugum starfsfólks og nefndarmanna í sinni vinnu fyrir Verkfræðingafélag Íslands. Umhverfisstefna VFÍ Verkfræðingafélag Íslands vill stuðla að þróun samfélagsins með sjálfbærni að leiðarljósi og vill vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Félagið leitast við að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag með meðvitaðri ákvarðanatöku og þjónustu við félagsmenn.

Umhverfisstefna félagsins er liður í daglegum rekstri skrifstofu Verkfræðingafélagsins til að lágmarka álag á umhverfið og vekja áhuga starfsfólks og félagsmanna á mikilvægi þess að huga að umhverfismálum. Stefnan tekur til allra þátta í starfsemi skrifstofunnar, svo sem við innkaup, auðlindanotkun, meðferð úrgangs og almennan rekstur Verkfræðingahúss. Stjórn VFÍ átti frumkvæði að átakinu enda vilji til þess að starfsemi í Verkfræðingahúsi sé til fyrirmyndar í umhverfismálum.

Markmið VFÍ í umhverfismálum • Að draga úr umhverfisáhrifum rekstrar félagsins og Verkfræðingahúss í hvívetna. • Að stefnumótun og úrbætur í rekstri taki mið af umhverfismálum. • Að vera fyrirmynd félagsmanna í umhverfismálum. • Að bæta umhverfisvitund starfsfólks og félagsmanna. Snjólaug Ólafsdóttir umhverfisverkfræðingur hjá Andrými ráðgjöf, sem er í stjórn VFÍ, var ráðgjafi og hafði yfirumsjón með verkefninu.


18 / VERKTÆKNI

Fjölskyldudagur verkfræðinnar Það var mjög góð mæting á fyrsta Fjölskyldudag verkfræðinnar sem VFÍ hélt í Húsdýragarðinum 27. ágúst. Góð stemmning var og Vísindasmiðja HÍ og Sprengju-Kata vöktu mikla hrifningu. Ráðgert er að Fjölskyldudagur verkfræðinnar verði árlegur viðburður.

Í farandsýningu Vísindasmiðjunnar eru í boði tilraunir, þrautir, tæki, tól, leikir og óvæntar uppgötvanir fyrir alla aldurshópa. Gestir geta meðal annars kynnst undraverðum eiginleikum ljóss, lita, hljóðs og rafmagns, teiknað listaverk með rólu, leikið á syngjandi skál, smíðað vindmyllu,

mótað heillandi landslag og margt fleira. Öll fjölskyldan getur upplifað vísindin með lifandi hætti, uppgötvað og leikið sér af hjartans lyst.

Þökkum styrktaraðilum VerkTækni golfmótsins Tak-Malbik

TÓV verkfræðistofa ehf.


Námskeið fyrir AutoCAD og Inventor notendur IÐAN fræðslusetur býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í AutoCAD og Inventor hugbúnaði frá Autodesk. Kynntu þér framboð námskeiða í AutoCAD og Inventor hugbúnaði hjá IÐUNNI fræðslusetri fyrir nýja notendur og lengra komna. Kennslan fer fram í glæsilegri kennsluaðstöðu IÐUNNAR að Vatnagörðum 20 í Reykjavík eða hjá fyrirtækjum að ósk. Skráning og frekari upplýsingar um námskeið á www.idan.is eða í síma 590 6400.

IÐAN fræðslusetur er ATC (Authorized Training Center) fyrir Autodesk hugbúnað.

www.idan.is


Jón Óli Benediktsson, starfsmaður Alcoa, nýtur lífsins ásamt Hinriki syni sínum á frábæru útivistarsvæði á Austurlandi.

Öflugt samfélag til frambúðar Ál gefur okkur einstaka og fjölbreytta möguleika til að styrkja undirstöður atvinnulífs í landinu. Við höfum um árabil unnið að því að ná jafnvægi milli efnahags og samfélags í anda sjálfbærrar þróunar. Alcoa Fjarðaál er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem ýmis þjónusta stendur starfsmönnum og fjölskyldum þeirra til boða. Þannig tökum við virkan þátt í að byggja upp þróttmikið og sjálfbært samfélag til framtíðar.


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

Ferðavenjur grunnskólabarna á landsbyggðinni Hefur þjóðvegurinn áhrif? Erna Bára Hreinsdóttira, Dr. Sigríður Kristjánsdóttirb, Dr.-Ing. Haraldur Sigþórssonc Fyrirspurnir: Erna Bára Hreinsdóttir ebh@vegagerdin.is

b

a Vegagerðin, Borgartúni 7, 105 Reykjavík Landbúnaðarháskóli Íslands, Auðlinda- og umhverfisdeild, Árleyni 22, 112 Reykjavík c

VHS Verkfræðistofa Haralds Sigþórssonar, Funafold 9, 112 Reykjavík

Greinin barst 28. febrúar 2017 Samþykkt til birtingar 27. apríl 2017

ÁGRIP Síðustu áratugi hefur bíllinn orðið æ stærri hluti af okkar daglegu tilveru. Stundum er gert grín að því að Íslendingar noti einkabílinn í stað yfirhafnar. Í skipulagsáætlunum af öllu tagi er nú meiri áhersla á sjálfbærni og ýmsa umhverfisþætti í tengslum við hana. Þar með á lýðheilsu. Með því að nota annan fararmáta en bílinn minnkum við útblástur, slit á umferðar­ mannvirkjum og minni líkur eru á að endurbyggja þurfi umferðarmannvirki til að koma til móts við umferðar­aukningu. Slíkur lífsstíll stuðlar einnig að heilbrigði. Hvatning berst frá ýmsum opinberum aðilum um að landsmenn temji sér heilbrigðari lífsstíl, til að mynda með því að ganga eða hjóla til skóla og vinnu. Slíkt ætti að skila sér í betri líðan og kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna lífstílstengdra sjúkdóma, svo sem sykursýki 2 og hjartasjúkdóma, ætti að minnka. Áhersla er lögð á að kenna börnum heilbrigða lífshætti til dæmis með því að þau gangi í skólann. Í Reykjavík eru flest grunnskólahverfi afmörkuð þannig að skólabörn þurfa ekki að fara yfir umferðarþungar götur á leið sinni til hverfisskóla. Jafnframt þurfa börn í Reykjavík sjaldan að ganga lengra en 800m til grunnskóla. Rannsókn sýnir að um 84% grunnskólabarna í Reykjavík ferðast með virkum hætti, þ.e. ganga eða hjóla, í skólann. En hvernig er staðan á lands­byggðinni? Er lífsstíll grunnskólabarna með öðrum hætti hvað varðar virkan ferðamáta? Til að gæta sanngirni er hér aðeins miðað við búsetu í innan við 800m frá grunnskóla. Í ljós kemur að hlutfall barna sem ferðast með virkum hætti til skóla í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni er talsvert lægra eða 66%. Aðstæður innan þeirra þéttbýliskjarna sem könnunin náði til eru ólíkar því sem gengur og gerist í höfuðborginni vegna þess að leitast var við að velja þéttbýliskjarna þar sem þjóðvegur liggur um íbúabyggð. Lögum samkvæmt skulu öll leyfileg farartæki komast um þjóðvegi og því fara land­flutningar gjarnan um þá. Virkur ferðamáti grunnskólabarna í þéttbýli á landsbyggðinni sem ekki þurfa að fara yfir þjóðveg á leið sinni til skóla er 77% sem er nokkuð nærri því hlutfalli sem er í Reykjavík. Hlutfall barna sem ferðast með virkum ferðamáta og þurfa að þvera þjóðveg á leið sinni til skóla er umtalsvert lægri eða 40%. Því má draga þá ályktun að lega þjóðvegar um skólahverfi hafi áhrif á ferðavenjur skólabarna á landsbyggðinni. Niðurstöður þessar eru gagnlegt tæki fyrir sveitarfélög við gerð skipulags­ áætlana.

ABSTRACT Over the last decades the car has become an increasingly bigger part of our lives. Sometimes Icelanders say that they use the private car instead of a coat. In modern planning some of the main goals are sustainability and public health. By using other means of travel than the private car, pollution will decrease and the need to rebuild traffic infrastructure is less likely. Active lifestyle also contributes to health. The government as well as many local authorities motivate citizens for a healthier lifestyle, for example by encouraging them to use an active mode of travel, such as walking or cycling. This should result in improved wellbeing and the costs of health care should be reduced. To implement active travel the focus is on children and how they get to school. In Reykjavík the public schools are often situ­ ated in the middle of the neighbourhood so children do not need to cross roads with heavy traffic on their way to school. Furthermore, children in Reykjavík usually do not have to travel over 800m for school. A study shows that 84% of school children in Reykjavík walk or cycle to school. But how is the situation in smaller towns in other parts of Iceland? A study was done in six towns in Iceland. Based on residence within 800m from school, it turns out that the ratio in towns in rural areas is significantly lower than in Reykjavík, or 66%. The circumstances in the towns are different from those in Reykjavík because of the highway crossing the residential areas. By law, any authorized vehicles is to be able to be driven through the highway. Therefore there is often heavy traffic on the highways. The rate of active transport for the children who do not need to cross the road on their way to school is 77%, which is pretty close to the percentage in Reykjavík. Active mode of travelling by children that have to cross the road on their way to school is significantly lower; or 40%. The conclusion is that the location of the school and the highway affects the way children travel to school. These results are useful tools for municipalities preparing spatial plans. Keywords: Traffic, speed, accident, mode of transport, public health,highway, traffic safety, development plans.

Lykilorð: Umferð, hraði, slysatíðni, ferðamáti skólabarna, lýðheilsa, þjóðvegur, umferðar­öryggis­áætlun, skipulagsáætlun.

Inngangur Verkefni þessu er ætlað að draga athygli að bæjarkjörnum á landsbyggðinni og þeim áskorunum sem því fylgir að þjóðvegir liggi um þétta og jafnvel fíngerða byggð. Farartæki hafa breyst frá því elstu húsin voru byggð og vegurinn var lagður og eru nú á stærð við eða jafnvel stærri en sum húsin. Jafnframt hefur umferð aukist. Tilurð þessa verkefnis er best lýst með 1. grein Vegalaga en þar segir: Markmið laga þessara er að setja reglur um vegi og veghald sem stuðla að greiðum og öruggum samgöngum (Vegalög, nr. 80/2007). Hugtökunum, greiðum og öruggum, er gerð skil í stefnumótun samgönguáætlunar fyrir Samgönguáætlun 2011-2022. Öryggi: Stefnt verði markvisst að því að auka öryggi í samgöngum og unnið að því á gildistíma áætlunarinnar að draga verulega úr líkum á alvarlegum slysum eða banaslysum (Samgönguáætlun 2011-2022, 2012). Greiðfærni: Með greiðum samgöngum er fyrst og fremst átt við áreiðanlegar samgöngur – að einstaklingar og vörur komist leiðar sinnar. Brýnt

er að stuðla að styttri ferðatíma en áreiðanleiki skiptir höfuðmáli (Samgönguáætlun 2011-2022, 2012). Ólíkum aðferðum er beitt til að ná markmiðum um greiðfærni annars vegar og umferðaröryggi hins vegar þegar þjóðvegir liggja um þéttbýli. Veghaldara, Vegagerðinni, er gert að tryggja að stærstu leyfilegu ökutæki komist um. Þessi farartæki eru allt að 25,25 m að lengd og breidd þeirra getur verið allt að 2,55 m (Vegagerðin, 2010, bls. 1.8 og 1.17). Víða hefur þéttbýli á landsbyggðinni byggst upp meðfram þjóðveginum og íbúar þurfa að sækja ýmsa þjónustu og fleira yfir þjóðveg. Í Vegalögum segir: 12. gr. Almennt. Veghaldari ber ábyrgð á veghaldi vegar. Við veghaldið skal gæta umferðaröryggis og að umferð eigi greiða og góða leið um vegi að teknu tilliti til umhverfis-, náttúru- og minjaverndar í samræmi við kröfur sem leiðir af gildandi lögum á hverjum tíma. 13. gr. Veghaldarar. Vegagerðin er veghaldari þjóðvega. Sveitarfélög eru veghaldarar sveitar­félags­vega (Vegalög, nr. 80/2007). Þjóðvegir eru í flestum tilvikum stofnbrautir þar sem þeir liggja í

VERKTÆKNI 2017/23 21


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR gengum þéttbýliskjarna. Á minni vegum í umsjá sveitarfélaga er sjaldan gert ráð fyrir að stærstu farartæki komist um. Þar hafa veghaldarar víða lagað veginn að þörfinni og æskilegum hraða. Hin svo kölluðu 30 km hverfi eru gott dæmi um það. Einungis þarf að uppfylla kröfur fyrir neyðaraðila og í einstaka tilvikum strætisvagna á slíkum vegum. Víða er þjóðvegurinn lífæð smærri bæjarkjarna og byggðin verulega háð umferð um hann. Sem dæmi má nefna bæjarkjarna sem þrífst sökum sjávarútvegs á staðnum. Fiskflutningar fara um þjóðveginn með stærstu og hagkvæmustu farartækjum sem völ er á. Íbúðarhús standa nærri vegi og íbúar líta á þjóðveginn sem húsagötu og gera kröfur til veghaldara í samræmi við það. Augljóslega er vandkvæðum bundið að tryggja hagsmuni beggja aðila.

Virkur ferðamáti Talsverður þrýstingur er á að börn gangi eða ferðist með öðrum virkum hætti til skóla. ÍSÍ, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, hefur m.a. staðið fyrir verkefninu „Göngum í skólann“ í mörg ár. Verkefnið heldur úti heimasíðu, þar kemur fram að 67 grunnskólar á landinu eru skráðir til leiks (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, 2016). Aðstæður barna til að ganga í skóla eru mjög mismunandi. Forráðamenn geta metið það svo að of mikil áhætta sé við að barnið gangi í skólann ef leiðin er ekki örugg og forgangsraði þannig öryggi barnsins ofar en daglegri hreyfingu þess. Þannig er bein tenging á milli umferðaröryggis og lýðheilsu skólabarna. Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að í Reykjavík eru 10 borgarhverfi. Lögheimili nemenda ræður því hvaða hverfisskóla þeir tilheyra en forráðamönnum er heimilt að velja annan skóla fyrir börn sín. Af korti á heimasíðu borgarinnar sem sýnir skólahverfi er ljóst að leitast er við að börn þurfi ekki að þvera þjóðvegi eða aðra umferðarþunga vegi á leið sinni til skóla.

Göngufæri Meta þarf hversu langa vegalengd líklegt er að grunnskólanemi eða forráðamaður hans telji ákjósanlega til að nota virkan ferðamáta, þ.e. að ganga eða hjóla. Ákveðið var að nota skil­ greiningar úr Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Þar segir að miða skuli við að nær­ þjónusta, t.d. skóli, eigi að vera innan fimm til tíu mínútna göngufjarlægðar frá heimili. Fimm mínútna ganga samsvarar um 400 m fjarlægð en tíu mínútna ganga samsvarar um 800m (Svæðisskipulag höfuðborgar­svæðisins, 2015, bls. 76). Í úrvinnslu er hér miðað við 800 m göngufæri.

Ferðavenjur skólabarna í Reykjavík Árið 2014 skrifaði Íris Stefánsdóttir meistaraprófsritgerð sína Ferðavenjur skólabarna í Reykjavík. Áhrif hins byggða umhverfis á val ferðamáta. Ritgerðin byggði m.a. á könnun Reykjavíkurborgar á ferðavenjum skólabarna sem gerð var veturinn 2009-2010. Samkvæmt Kristni Jóni Eysteinssyni hjá Reykjavíkurborg hefur ekki verið unnið nánar úr könnuninni frá 2014 né hefur hún verið endurtekin (Kristinn Jón Eysteinsson, 2016). Því verður stuðst við niðurstöður könnunarinnar sem birtar voru í ritgerð Írisar. Þar segir: Í samantekt á ferðamáta í öllum skólum sem tóku þátt í könnuninni (óháð svarhlutfalli) kom í ljós að mjög margir nemendur í 3.-7. bekk ferðast með virkum hætti í skólann eða um 84% eins og sjá má á mynd 17 (Íris Stefánsdóttir, 2014, bls. 8).

Mynd 1. Nokkrir skólar í Reykjavík (Reykjavíkurborg, 2011).

Mynd 2. Mynd nr. 17 úr ritgerð Írisar. Skipting ferðamáta barna í 3.-7. bekk í 30 grunnskólum Reykjavíkur (Kristinn Jón Eysteinsson, óbirtar niðurstöður) (Íris Stefánsdóttir, 2014, bls. 31).

Markmið og rannsóknarspurningar Markmið með rannsókn þessari er að skoða hvort ferðavenjur barna í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni séu á einhvern hátt frábrugðnar ferðavenjum barna í Reykjavík og hvort þjóðvegurinn hafi þar áhrif. Hefur lega þjóðvega og afmörkun skólahverfa áhrif á ferðamáta grunnskólabarna á leið þeirra til skóla? Hvert er hlutfall barna á landsbyggðinni sem ganga og hjóla í skólann samanborið við Reykjavík.

22

VERKTÆKNI 2017/23

Niðurstöður könnunarinnar voru bornar saman við niðurstöður úr könnun á ferðavenjum grunnskólabarna í Reykjavík. Könnunin í Reykjavík náði aðeins til barna í 3. – 7. bekk en hér verður leitað til allra grunnskólabarna, þ.e. í 1. – 10. bekk. Það er gert m.a. til að gera samanburð auðveldari við endurteknar rannsóknir á gönguleiðum skólabarna á landinu. Á minni stöðum utan höfuðborgarsvæðisins setur þjóðvegurinn oft meira mark á mannlíf, atvinnu og umhverfi en innan höfuðborgarsvæðisins. Umhverfi er að jafnaði fíngerðara og áhrif umferðar, með allt að 25 m löngum ökutækjum, áþreifanlegri. Sérstök lög og reglur gilda fyrir þjóðvegi sem ávallt eru í umsjá ríkisins, þ.e. Vegagerðarinnar. Áhugavert er að bera ferðavenjur skóla­ barna í Reykjavík saman við ferðavenjur skólabarna á landsbyggðinni.


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR Valdir staðir eru Bíldudalur, Reyðarfjörður og Vík.

Ísafjörður,

Húsavík,

Egilsstaðir,

Mynd 3. Skólabarn og ökutæki sem heimilt er að aka á þjóðvegum landsins.

Gögn og aðferðir Notast var við eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir. Eigindlegar rannsóknir: Viðtöl voru tekin við skólastjóra, veghaldara og helstu fyrirtæki sem nýta þjóðveg vegna starfsemi sinnar eftir því sem við á. Megindlegar rannsóknir: Könnun meðal nemenda þar sem aðeins koma fram staðreyndir en ekki persónulegar skoðanir eða reynsla viðkomandi. Ákveðið var að leita til skólastjórnenda til að framkvæma könnunina meðal skólabarna. Áður en það var gert voru foreldrar/forráðamenn látnir vita hvað til stæði og þeir beðnir að gera viðvart ef þeir óskuðu ekki eftir að barn þeirra tæki ekki þátt í könnuninni. Nokkrar ástæður lágu að baki því að leitað var til barnanna í gegnum skóla en ekki foreldra. Talið var líklegra að svarhlutfallið yrði hærra með þessu móti, m.a. þar sem frítími foreldra/forráðamanna er dýrmætur og ekki allir hafa áhuga á að nýta hann í að gera kannanir. Líklegt var talið að skólastjórnendur hefðu áhuga á niðurstöðum könnunarinnar og hefðu því fullan hug á þátttöku. Þetta kom einmitt á daginn og óskuðu allir skólastjórnendur að fyrra bragði eftir að fá niðurstöðurnar sendar. Könnunin var sett upp á mjög einfaldan máta og auðvelt var fyrir langflest skólabörn að svara spurningunum án aðstoðar. Könnunin var framkvæmd í miðri viku (þriðjudag, miðvikudag eða fimmtudag) í október 2016.

Mynd 5. Valdir þéttbýlisstaðir. Eftirfarandi var skoðað fyrir hvern þéttbýliskjarna fyrir sig; staðhættir, aðalskipulag, umferð og íbúafjöldi, slysatíðni og hraði. Staðhættir geta haft áhrif á ferðamáta barna til skóla einkum ef byggð er fjarri skóla, þ.e. fjær en 800m eða hvort börn þurfi að þvera þjóðveg á leið sinni til skóla. Í aðalskipulagi eru lögð drög að uppbyggingu til framtíðar, þar með talið fjarlægð á milli nýbygginga og skóla og legu þjóðvegar. Umferð getur verið hindrun í sjálfu sér, athugað var hver fjöldi bíla á sólarhring er á þjóðvegi um þéttbýlið og hver þróunin hefur verið. Slysatíðni á þjóðveginum var skoðuð og hún borin saman við meðaltal slysatíðni á þjóðvegum í þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins. Athugað var hvort hraðamælingar eru til á þjóðvegunum og skoðað hvort hann sé yfir leyfilegum hámarkshraða.

Samanburður þéttbýlisstaða Þessir sex þéttbýlisstaðir sem könnunin náði til voru bornir saman og niðurstöður könnunar jafnframt bornar saman við niðurstöður könnunar á ferðamáta grunnskólabarna í Reykjavík. Reyðarfjörður hefur ákveðna sérstöðu þar sem þjóðvegurinn með tilheyrandi þunga­ flutningum hefur verið færður út fyrir byggðina. Niðurstöður könnunar fyrir Reyðar­ fjörð eiga því einungis við hvað varðar ferðamáta grunnskólabarna, ekki hvort þjóðvegurinn hafi þar áhrif á.

Skipulag Í aðalskipulagsáætlunum sveitarfélaganna er í öllum tilvikum fjallað um bætt umferðaröryggi. Í nokkrum þeirra er fjallað um mikilvægi góðra samgangna fyrir virka ferða­­­máta með tengingu í umhverfismál eða lýðheilsu. Þjóðvegurinn hefur þegar verið færður út fyrir byggðina á Reyðarfirði. Áform eru um að þungaumferð verði færð að sjó á Húsavík og í Vík og verði þannig ekki til frambúðar í miðbænum. Á öðrum aðalskipulagsuppdráttum sem til skoðunar voru er ekki gert ráð fyrir færslu þjóðvegarins.

Umferð og íbúafjöldi Mynd 4. Eyðublað vegna könnunar á meðal grunnskólabarna.

Val á þéttbýliskjörnum Við l l l l

val á þéttbýliskjörnum var horft til eftirfarandi þátta: Þéttbýlisstaður skal vera utan höfuðborgarsvæðisins. Byggð skal vera beggja vegna þjóðvegar. Þéttbýlisstaður skal aðeins vera eitt skólahverfi. Dreifing skal vera nokkuð jöfn yfir landið.

Íbúafjöldi á þeim stöðum sem könnunin náði til var nokkuð mismunandi eða frá 207 manns á Bíldudal og upp í 2.559 á Ísafirði. Umferð á þjóðvegunum var jafnframt nokkuð mismunandi eða frá 656 bílum á sólarhring (ÁDU) á Bíldudal og upp í 4.534 bíla á sólarhring (ÁDU) á Egilsstöðum. Nokkuð samræmi er hvað varðar íbúafjölda og umferð en Egilsstaðir og ekki síst Vík skera sig úr hvað það varðar.

VERKTÆKNI 2017/23 23


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

Umferð og íbúafjöldi Umferð og íbúafjöldi 4534

5000 4500 5000 4000 4500

4534

3613

3500 4000

3613

3000 3500

2559

2500 3000

2559

2000 2500

2701 2701 2182 2182

1500 2000 1000 1500 500 1000 500 0 0

656 656

2306 2306

2056 1384 1188 1384 1188

2056

318

207

207 Bíldudalur Bíldudalur

Ísafjörður

Húsavík

Ísafjörður Húsavík Umferð 2015 (ÁDU)

Egilsstaðir Reyðarfjörður Egilsstaðir Reyðarfjörður Íbúafjöldi um mitt ár 2016

318 Vík Vík

Umferð 2015 (ÁDU) Íbúafjöldi um mitt ár 2016 Mynd 6. Umferð og íbúafjöldi. Eining umferðar er bílar á sólarhring. Upplýsingar af heimasíðu Vegagerðarinnar og Hagstofunnar (Vegagerðin, 2016a) og (Hagstofa Íslands, 2016). Mynd 6. Umferð og íbúafjöldi. Eining umferðar er bílar á sólarhring. Upplýsingar af heimasíðu Vegagerðarinnar og Hagstofunnar (Vegagerðin, Mynd 6. Umferð og íbúafjöldi. Eining umferðar er bílar á sólarhring. Upplýsingar af heimasíðu Vegagerðarinnar og 2016a) og (Hagstofa Íslands, 2016). Hagstofunnar (Vegagerðin, 2016a) og (Hagstofa Íslands, 2016). Slysatíðni Tafla 1. Slysatíðni. Eining: slys á hverja milljón ekinna km. Upplýsingar af heimasíðu Vegagerðarinnar (Vegagerðin, 2016c). Tafla 1. Slysatíðni Slysatíðni. Eining: slys á hverja milljón ekinna km. Upplýsingar af heimasíðu Vegagerðarinnar (Vegagerðin, 2016c). Tafla 1. Slysatíðni. Eining: slys á hverja milljón ekinna km. Upplýsingar af heimasíðu Vegagerðarinnar (Vegagerðin, 2016c).

Slysatíðni, meðaltal áranna 2010-2014 Slysatíðni, meðaltal Bíldudalur áranna 2010-2014 Ísafjörður Bíldudalur Húsavík Ísafjörður Egilsstaðir Húsavík Reyðarfjörður Egilsstaðir Vík Reyðarfjörður

Vegur:

Yfir Undir landsmeðaltali* landsmeðaltali* Vegur: Yfir Undir Ketildalavegur 619 01 0,00 landsmeðaltali* landsmeðaltali* Djúpvegur 61 42 1,32 Ketildalavegur 619 01 0,00 Norðausturvegur 1,17 Djúpvegur 61 42 85 05 1,32 Norðfjarðarvegur 2,08 Norðausturvegur 8592 0500 1,17 Norðfjarðarvegur 92 06 1,36 Norðfjarðarvegur 92 00 2,08 Hringvegur 1 b3 0,46 Norðfjarðarvegur 92 06 1,36 *Meðaltal slysatíðni á þjóðvegum í þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins árin 2010-2014 er 1,26 slys á *Meðaltal slysatíðni á þjóðvegum í þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins árin 2010-2014 er 1,26 slys á hverja milljón ekinna km. Vík Hringvegur 1 b3 0,46

hverja milljón ekinna km. *Meðaltal slysatíðni á þjóðvegum í þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins árin 2010-2014 er 1,26 slys á Greiðfærni: hverja milljón ekinna km. Slysatíðni Viðtöl: Við greiningu og flokkun var viðtölum skipt í þrjá flokka: umferðaröryggi gagnvart óvörðum vegfarendum, greiðfærni og hagsmunaárekstra á milli flutningsaðila og íbúa vegna þjóðvegarins. Athygli vekur að í öllum skólum er hvatt til að börn ferðist með virkum hætti til skóla. Umferðaröryggi gagnvart óvörðum vegfarendum: l Aðeins einn skólastjórnandi fær kvartanir vegna þess að börn þurfa að fara yfir þjóðveg á leið sinni til skóla. l Fjórir Vegagerðarstarfsmenn hafa fengið kvartanir vegna þess að börn eigi erfitt með að þvera þjóðveg á leið sinni til skóla. l Fimm af sex Vegagerðarstarfsmönnum hafa ávallt áhyggjur af umferð gangandi í tengslum við snjómokstur. Fram kom að oft er gert hlé á snjómokstri þegar flest börn eru á leið til skóla. l Tveir af fjórum flutningabílstjórum hafa áhyggjur af umferð gangandi veg­farenda yfir veginn. Einn segir að ávallt séu áhyggjur af gangandi vegfarendum þegar ekið er um þéttbýliskjarna.

24

VERKTÆKNI 2017/23

l Fjórir af sex Vegagerðarstarfsmönnum fá kvartanir frá flutningafyrirtækjum vegna þess að þeim finnst vegurinn ekki nægilega greiðfær. l Fjórir af fimm flutningabílstjórum telja þjóðveginn í gegnum þéttbýliskjarnann ekki nægilega greiðfæran. Hagsmunaárekstrar á milli flutningsaðila og íbúa vegna þjóðvegarins: l Tveir af fimm aðspurðra skólastjórnenda telja einhverskonar hagsmunaárekstra vera á milli flutningsaðila og íbúa vegna þjóðvegarins. l Fjórir af sex Vegagerðarstarfsmönnum telja hagsmunaárekstra vera á milli flutningsaðila og íbúa vegna þjóðvegarins. Hinir tveir tala um lítilvæga hagsmunaárekstra. l Þrír af fimm flutningsaðilum telja hagsmunaárekstra á milli flutningsaðila og íbúa vegna þjóðvegarins. Einn telur svo ekki vera og einn bendir á að vegurinn sé jafnmikilvægur fyrir þéttbýlið eins og ósæðin er fyrir líkamann. Umferðaröryggi gagnvart óvörðum vegfarendum: Ekki er mikið um kvartanir en meðvitund virðist vera hjá


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR öllum hópum um að taka tillit til óvarinna vegfarenda, þá Könnun: sérstaklega barna. Þetta lýsir sér m.a. í að hlé er gert á Hlutfall þeirra sem ferðast með virkum hætti, þ.e. gangandi eða snjómokstri þegar börn eru á leið í skóla. hjólandi, til skóla er lægra en í Reykjavík. Hér er búið að leiðrétta Greiðfærni: niðurstöðurnar fyrir þann hóp nemenda sem kemur með skólabíl til Þó flutningabílstjórar hafi áhyggjur af umferð gangandi er skóla. Sá hópur býr oft í umtalsverðri fjarlægð frá skóla. (Sjá mynd 7) ljóst að þrengingar og annað sem sett er á vegi til að hamla Ef gert er ráð fyrir að göngufæri miðist við 800 m eða 10 mínútna hraðakstri hentar ekki þeirra starfsemi. göngu er rétt að leiðrétta gögnin einnig gagnvart þessum þætti. Í Hagsmunaárekstrar á milli flutningsaðila og íbúa vegna fjórum af sex þéttbýliskjörnum sem könnunin náði til náði byggðin þjóðvegarins: töluvert lengra frá skóla. Aðeins á minni stöðunum, Vík og Bíldudal, Þó svo að vegur sé jafn mikilvægur fyrir þéttbýli eins og var byggðin innan þessara marka. Þá er ekki miðað við þá sem búa í ósæðin er fyrir líkamann er ljóst að hagsmunir ólíkra hópa Hlutfall gangandi og hjólandi umtalsverðri fjarlægð frá skóla og koma með skólabíl. Í Reykjavík er fara illa sama hvað varðar útfærslu og staðsetningu viðmiðið um 800 uppfyllt í langflestum skólum. (Sjá mynd 8) -frá er dreginn fjöldi þeirra sem koma í skólabíl þjóðvegar í þéttbýli. Þó að leiðrétt hafi verið fyrir akstri í skólabíl og fjarlægð til skóla er 84% hlutfallið á landsbyggðinni fyrir virkan ferðamáta skólabarna enn 90% talsvert lægra en í Reykjavík eða 66% að meðaltali á meðan hlutfallið 80% 64% 63% í Reykjavík er 84%. (Sjá64% mynd 9) 70%

60% 50% 40% 30% 90% 20% 80% 10% 70% 0% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0%

57%

50%

Hlutfall gangandi og hjólandi -frá er dreginn fjöldi þeirra sem koma í skólabíl 32% 84% 64% 50%

63%

64%

57%

32%

Mynd 7. Hlutfall barna sem ganga eða hjóla í skóla.

Mynd 7. Hlutfall barna sem ganga eða hjóla Mynd 7. Hlutfall barna sem ganga eða hjóla í skóla. í skóla.

Hlutfall gangandi og hjólandi -frá er dreginn fjöldi þeirra sem koma í skólabíl og þeirra sem búa í meira en 800 m fjarlægð frá skóla 90%

84%

80% 70% 60% 50%

40% 90% 30% 80% 20% 70% 10% 60%

71% 71% 64% Hlutfall gangandi og hjólandi 60%

72%

71%

72%

-frá er dreginn fjöldi þeirra sem koma í skólabíl og þeirra sem 57% búa í meira en 800 m fjarlægð frá skóla 84% 64%

71%

60%

57%

0% 50% 40% 30% 20%

Mynd 8. Hlutfall þeirra10% barna, sem búa í innan við 800m frá skóla, sem ganga og hjóla í skólann.

Mynd 8. Hlutfall þeirra barna, sem búa í innan við 800m frá skóla, sem ganga og hjóla í skólann. VERKTÆKNI 2017/23 25 0%


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR Til að skoða hvort áhrifa þess að forðast að ganga yfir þjóðveg gæti, hvað varðar ferðamáta grunnskólabarna, er jafnframt skoðað sérstaklega hlutfall virks ferðamáta þeirra sem þurfa að þvera þjóðveg á leið sinni til skóla og hinna sem ekki þurfa þess. (Sjá mynd 10)

Niðurstöður Hefur lega þjóðvega og afmörkun skólahverfa áhrif á ferðamáta grunnskólabarna á leið þeirra til skóla? Af viðtölum að dæma er ljóst að ákveðnir hagsmunaárekstrar eru varðandi not mismunandi hópa af þjóðvegi. Samhljómur virðist ríkja um að forgangsraða öryggi fram fyrir greiðfærni. Leyfilegur hámarkshraði er lægri í sjálfu þéttbýlinu en á aðliggjandi vegum, gangbrautir hafa verið settar á helstu gönguleiðir og snjómokstur fer

100% 100% 90% 90% 80% 80% 70% 70% 60% 60% 50% 50% 40% 40% 30% 30% 20% 20% 10% 10% 0% 0%

ekki fram á sama tíma og börn eru á leið til skóla. Þó flutningsaðilar séu sammála þessari forgangsröðun hefur hún greinilega neikvæð áhrif á störf þeirra. Draga má þá ályktun að hagsmunaárekstar hafi þau áhrif að færri börn ferðist með virkum ferðamáta til skóla þurfi þau að þvera þjóðveg á leið sinni. Niðurstöður könnunarinnar eru skýrar. Það að þjóðvegur þveri leið grunnskólabarns til skóla, þó svo að fjarlægðin sé í öllum tilvikum undir 800 m, hefur þau áhrif að börn og forráðamenn þeirra velja heldur að aka barni til skóla eða að það taki strætó heldur en að það hjóli eða gangi til skóla. Hlutfall nemenda sem búa innan 800 m fjarlægð frá skóla og þurfa ekki að þvera þjóðveg á leið sinni og koma til skóla með virkum ferðamáta, þ.e. gangandi eða hjólandi, er 77%. Meðaltal er tekið af þeim fimm þéttbýliskjörnum þar sem þjóðvegur

Hlutfall gangandi og hjólandi. Hlutfall gangandi og hjólandi. Þeir sem ekki þvera þjóðveg, Þeir sem ekki þvera þjóðveg, frá er dreginn fjöldi þeirra sem koma í skólabíl og þeirra sem frá er dreginn fjöldi þeirra sem koma í skólabíl og þeirra sem búa í meira en 800 m fjarlægð frá skóla búa í meira en 800 m fjarlægð frá skóla 84% 84%

81% 81%

89% 89%

66% 66%

78% 78%

72% 72%

78% 78%

Mynd 9. Hlutfall barna sem ganga eða hjóla til skóla, búa í innan við 800m fjarlægð frá skóla og þvera ekki þjóðveg á leið Mynd 9. Hlutfall barna sem ganga eða hjóla til skóla, búa í innan við 800m fjarlægð frá skóla og þvera ekki þjóðveg á leið sinni til skóla. Mynd 9. Hlutfall barna sem ganga eða hjóla til skóla, búa í innan við 800m fjarlægð frá skóla og þvera ekki þjóðveg á leið sinni til skóla. sinni til skóla.

Hlutfall gangandi og hjólandi Hlutfall gangandi og hjólandi Þeir sem þvera þjóðveg Þeir sem þvera þjóðveg -frá er dreginn fjöldi þeirra sem koma í skólabíl og þeirra sem -frá er dreginn fjöldi þeirra sem koma í skólabíl og þeirra sem búa í meira en 800 m fjarlægð frá skóla búa í meira en 800 m fjarlægð frá skóla 60% 60% 50% 50% 40% 40% 30% 30% 20% 20% 10% 10% 0% 0%

42% 42%

0% 0%

49% 49% 33% 33%

47% 47% 29% 29%

0% 0%

Mynd 10. Hlutfall barna sem ganga eða hjóla til skóla, búa í innan við 800m fjarlægð frá skóla og þvera þjóðveg á leið sinni. Mynd 10. Hlutfall barna sem ganga eða hjóla til skóla, búa í innan við 800m fjarlægð frá skóla og þvera þjóðveg á leið sinni. Mynd 10. Hlutfall barna sem ganga eða hjóla til skóla, búa í innan við 800m fjarlægð frá skóla og þvera þjóðveg á leið sinni.


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

Áhrif þjóðvegar á ferðamáta grunnskólabarna 100% 90%

84%

80%

81%

89%

78% 66%

70% 60%

42%

50% 40%

72%

78%

49%

47% 33%

30%

29%

20% 10% 0%

0%

0%

Þeir sem ekki þvera þjóðveg

Þeir sem þvera þjóðveg

Mynd 11. Áhrif þjóðvegar á ferðamáta skólabarna. Samanburður á hlutfalli þeirra skólabarna sem þurfa að þvera þjóðveg á leið sinni til skóla og Mynd 11. Áhrif þjóðvegar á ferðamáta skólabarna. Samanburður á hlutfalli þeirra skólabarna sem þurfa að þvera þjóðveg á þeirra sem ekki þurfa þess í 6 þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni og Reykjavík. Aðeins er horft til þeirra sem búa í innan við 800m fjarlægð frá leið sinni til skóla og þeirra sem ekki þurfa þess í 6 þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni og Reykjavík. Aðeins er horft til þeirra skóla. sem búa í innan við 800m fjarlægð frá skóla.

90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0%

Hlutfall grunnskólabarna á landsbyggðinni sem ferðast með virkum hætti til skóla 77%

40%

Þéttbýli á landsbyggðinni, meðaltal, nemendur sem þurfa að þvera þjóðveg á leið sinni til skóla

Þéttbýli á landsbyggðinni, meðaltal, nemendur sem þurfa ekki að þvera þjóðveg á leið sinni til skóla

Mynd 12. Áhrif þjóðvegar á ferðamáta grunnskólabarna til skóla. Mynd 12. Áhrif þjóðvegar á ferðamáta grunnskólabarna til skóla. liggur um íbúabyggð, 40% nemenda sem búa innan 800 m fjarlægðar frá skóla og þurfa að þvera þjóðveg á leið sinni, koma til skóla með virkum ferðamáta, þ.e. gangandi eða hjólandi. Hlutfall nemenda sem búa innan við 800 m fjarlægð frá skóla og þurfa ekki að þvera þjóðveg á leið sinni, koma til skóla með virkum ferðamáta, þ.e. gangandi eða hjólandi, er 77%. Til saman­burðar er þetta hlutfall 84% í Reykjavík. Segja má að hlutfallið sé sambærilegt þegar búið er að draga frá þá þætti sem hafa áhrif á ferðamáta og eru ekki til staðar í hverfisskólum í Reykjavík eins og fjarlægðir lengri en 800m og þjóðveg sem liggur þvert í gegnum skólahverfi.

Umræður og ábendingar Ljóst er að lega þjóðvega og afmörkun skólahverfa hefur áhrif á ferðamáta grunnskólabarna á leið þeirra til skóla. Aðalskipulagsáætlanir

fyrir alla þéttbýliskjarnana sem skoðaðir voru gerðu ráð fyrir auknu umferðaröryggi á einn eða annan hátt. Í þeim flestum var jafnframt kveðið á um virkan ferðamáta sem þátt í að efla lýðheilsu. Aðeins í aðalskipulagi Húsavíkur og Víkur í Mýrdal eru áform um að flytja þungaflutninga út fyrir gönguleiðir barna til skóla. Þetta eru dýrar lausnir og tryggja þarf að öryggi gangandi vegfarenda batni til muna. Skoða ætti hvort til séu aðrar og mögulega hagkvæmari lausnir sem tryggi öryggi vegfarenda og standist aðrar þær kröfur sem til þjóðvega eru gerðar. Þó aðalskipulagsáætlanir geti að vissu leyti innihaldið sýn til framtíðar þurfa þær jafnframt að vera raunsæjar og taka mið af ólíkum þörfum samfélagsins. Setja mætti undirgöng eða göngubrýr til að auðvelda gangandi vegfarendum að þvera þjóðvegi en þetta er kostnaðarsamt og vanda þarf til útfærslu til að fólk noti slíkar lausnir. Undirgöng þurfa að falla

VERKTÆKNI 2017/23 27


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

Mynd 13. Áhrif legu þjóðvegar á ferðamáta barna til skóla. Hvert er hlutfall barna á landsbyggðinni sem ganga og hjóla í skólann samanborið við Reykjavík. Niðurstöður verða bornar saman við niðurstöður sem birtust í MS ritgerð Írisar Stefánsdóttur í skipulagsfræði, 2014.

Hlutfall grunnskólabarna sem ferðast með virkum hætti til skóla 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0%

84%

77%

40%

Reykjavík, meðaltal

Þéttbýli á landsbyggðinni, Þéttbýli á landsbyggðinni, meðaltal, nemendur sem meðaltal, nemendur sem þurfa að þvera þjóðveg á þurfa ekki að þvera þjóðveg leið sinni til skóla á leið sinni til skóla

Mynd 14. Hlutfall grunnskólabarna sem ferðast með virkum hætti til skóla. Áhrif þjóðvegar á ferðamáta skólabarna. Samanburður á hlutfalli þeirra Mynd 14. Hlutfall grunnskólabarna sem ferðast með virkum hætti til skóla. Áhrif þjóðvegar á ferðamáta skólabarna. skólabarna sem þurfa að þvera þjóðveg á leið sinni til skóla og þeirra sem ekki þurfa þess. Borið er saman meðaltal 6 þéttbýliskjarna á Samanburður á hlutfalli þeirra skólabarna sem þurfa að þvera þjóðveg á leið sinni til skóla og þeirra sem ekki þurfa þess. landsbyggðinni við Reykjavík. Aðeins er horft til þeirra barna sem búa í innan við 800m fjarlægð frá skóla. Borið er saman meðaltal 6 þéttbýliskjarna á landsbyggðinni við Reykjavík. Aðeins er horft til þeirra barna sem búa í innan við 800m fjarlægð frá skóla. ekki fara saman mættu sveitarfélögin skoða betur hvort möguleikar séu vel að landslagi og gangandi vegfarandi þarf að sjá í gengum göngin til staðar til að færa þjóðveg, og þá þungu umferð sem honum tilheyrir, til að hann vilji nýta þau. Að fara ofan í dimma „holu“ er ekki aðlaðandi út fyrir skólahverfin. Jafnframt mætti huga að þéttingu byggðar í þeim og jafnvel ógnvekjandi. Jafnframt þarf að huga að grunnvatnsstöðu því hlutum bæjanna sem eru sömu megin og skólinn. Þétting byggðar lítið gangast undirgöng full af vatni og dælingar geta reynst dýrar. hefur átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Ekki er að sjá Göngubrýr þurfa sömuleiðis að falla vel að landi þannig að gangandi að áhersla sé á slíka þróun í þéttbýliskjörnunum sex sem hér voru til vegfarandi freistist ekki til að fara yfir þjóðveg, með tilheyrandi hættu, skoðunar. En með því að þétta byggð þeim megin þjóðvegar sem frekar en að eyða orku í að fara upp bratta rampa eða tröppur. skólinn er, innan 800 m fjarlægðar frá grunnskóla, skapast aðstæður Lágmarkshæð göngubrúa verður að vera þannig að öll leyfileg faratæki til að fleiri börn muni ferðast með virkum hætti til skóla. Hvoru tveggja komist undir þær. Önnur leið verður jafnframt að vera til staðar til að ætti að skila sér í virkari ferðamáta skólabarna og þar með aukinni akstur með stóran farm, þá í lögreglufylgd, komist á áfangastað. Af lýðheilsu. viðtölum í verkefni þessu að dæma er ljóst að öryggi er forgangsraðað Umferðaröryggi ætti ávallt að vera í fyrirrúmi hjá öllum þeim er fram yfir aðra þætti. Umferðaröryggi er til umræðu í öllum þeim koma að skipulagsmálum. Sé umferðaröryggi ekki tryggt er alls óvíst aðalskipulagsáætlunum sem til skoðunar voru. Þar sem hagsmunir að öðrum markmiðum verði náð svo sem hvað varðar virka ferðamáta, ólíkra aðila gagnvart þjóðvegi um þéttbýli virðast, skv. könnun þessari,

28

VERKTÆKNI 2017/23


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR umhverfismál, lýðheilsu, íbúafjölda og margt fleira. Huga þarf að umferðaröryggi í öllum áætlunum er varða framtíðina. Erfitt getur reynst að bæta umferðaröryggi í þegar byggðum hverfum þar sem umferðaröryggi allra vegfarenda var ekki fullnægjandi á skipulagsstigi. Markmið með rannsókn þessari var að skoða hvort ferðavenjur barna í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni væru á einhvern hátt frábrugðnar ferðavenjum barna í Reykjavík og hvort þjóðvegurinn hefði þar áhrif. Leitað var eftir hvort sambærilegar kannanir hefðu verið gerðar erlendis en án árangurs. Í gegnum aldirnar hefur þéttbýli um allan heim byggst upp meðfram þjóðvegum. Í nýjum hverfum er oft leitast við að gangandi vegfarendur, þá sérstaklega börn á leið til skóla, þurfi ekki að þvera þungar umferðaræðar. Afar forvitnilegt er vita hvort niðurstöður sambærilegrar könnunar erlendis gefi sömu niðurstöður. Ekki væri síður forvitnilegt að bera niðurstöður þessarar rannsóknar saman við kenningar Jan Gehl annars vegar og hugmyndir um samrými (e. shared space) hins vegar. Í bók sinni „Life Between buildings“ sem kom fyrst úr árið 1987 fjallar Gehl um samspil akandi og gangandi umferðar og hversu mikilvægt er að veita óvörðum vegfarendum nægilegt rými til að þeir geti og vilji ferðast frjálsir og öruggir á milli staða. Niðurstöður hér benda ótvírætt til að mannlíf sem einkennist af gangandi og hjólandi umferð skerðist við að akandi umferð, þá sérstaklega þungaumferð, fari um sama svæði. Hugmyndir um samrými ganga út á að öll tegund umferðar ferðist um sama rými, oft án aðgreiningar. Í skýrslunni Samrými – Reynsla og þekking sem unnin var árið 2014 af VSÓ ráðgjöf eru teknar saman upplýsingar af reynslu þjóða af slíku samrými. Athyglisvert væri að skoða hvort þeir þættir sem taldir eru neikvæðir í þeirri samantekt séu í samræmi við þá niðurstöðu að þjóðvegaumferð hafi neikvæð áhrif á ferðamáta skólabarna.

Heimildir Hagstofa Íslands (2016). Mannfjöldi. Sótt 10. 2016 af vef Hagstofunnar: https:// hagstofa.is/talnaefni/ibuar/mannfjoldi/ Íris Stefánsdóttir (2014). Ferðavenjur skólabarna í Reykjavík. Áhrif hins byggða umhverfis á val ferðamáta. Óútgefin meistaraprófsritgerð, Landbúnaðarháskóli Íslands, Hvanneyri. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (2016). Göngum í skólann. Sótt 16. 11. 2106 af vefsíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands: http://www. gongumiskolann.is/gongum/frettir/frett/2016/09/07/Gongum-i-skolannsett-af-stad-i-morgun-i-Akurskola-i-Reykjanesbae/ Kristinn Jón Eysteinsson (2016): Viðtal höfundar við Kristinn Jón Eysteinsson tækni- og skipulagsfræðing hjá Reykjavíkurborg: 8. 11. Reykjavíkurborg (2011). Grunnskólar. Sótt 28. 10. 2016 af vef Reykjavíkurborgar: http://eldri.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/Skola_og_fristundasvid/ skjol/Grunnskolar.2011.pdf Samgönguáætlun 2011-2022 (2012). Sótt 15. 10. 2016 af vef Vegagerðarinnar: h t t p : / / w w w. v e g a g e r d i n . i s / m e d i a / u p p l y s i n g a r- o g - u t g a f a / Samgnguaaetlun-2011-2022_kynningarrit_vefutgafa.pdf Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins (2015). Höfuðborgarsvæðið 2040. Sótt 25. 10. 2016 af vef SSH: http://ssh.is/images/stories/ Hofudborgarsvaedid_2040/HB2040-2015-07-01-WEB_Undirritad.pdf Vegagerðin (2010). Veghönnunarreglur. Sótt 6. 10. 2016 af http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/VhRg01_Grunnatridi/$file/VhRg01_ Grunnatridi_2010.pdf Vegagerðin (2016a). Umferðin í tölum. Sótt 10. 2106 af vef Vegagerðarinnar: h t t p : / / w w w. v e g a g e r d i n . i s / u p p l y s i n g a r- o g - u t g a f a / u m f e r d i n / umfthjodvegum/. Vegagerðin (2016c). Slysatíðni. Sótt 10. 2106 af vef Vegagerðarinnar: http:// www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/umferdaroryggismal/slysatidni/ Vegalög nr. 80/2007. Sótt 6. 10. 2016 af vef Alþingis: http://www.althingi.is/ lagas/nuna/2007080.html

VERKTÆKNI 2017/23 29


Veldu samferðamann með úthald og reynslu Arion eignastýring býður fjölbreytt úrval sjóða fyrir ólík fjárfestingarmarkmið. Við mætum þínum þörfum með traustri ráðgjöf og djúpri þekkingu á möguleikum markaðarins. Saman stefnum við að árangri

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Í útboðslýsingu og lykilupplýsingum hvers sjóðs er að finna nánari upplýsingar um sjóðinn, m.a. um áhættu og hvort umræddur sjóður telst verðbréfasjóður eða fjárfestingarsjóður. Auglýsingin er aðeins í upplýsingaskyni og skal ekki litið á hana sem ráðgjöf um að ráðast í eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

QMS in the consulting engineering industry – can we do better?

Helgi Þór Ingasona1, Sveinn Thor Hallgrimssonb School of Science and Engineering at Reykjavík University, Reykjavík, Iceland bSenior consultant at Sevo, Reykjavík, Iceland

a

Fyrirspurnir: Helgi Þór Ingason helgithor@ru.is Greinin barst 14. janúar 2017 Samþykkt til birtingar 15. júní 2017

ÁGRIP Sú breyting hefur orðið á starfi íslenskra verkfræðistofa á undanförnum árum að flestar þeirra eru vottaðar samkvæmt ISO 9001 stjórnunarstaðlinum. Í þessari grein er fjallað um þessa umbreytingu úr þremur mismunandi sjónarhornum. Í fyrsta lagi með viðtölum við gæðastjóra og stjórnendur fimm verkfræðistofa hvar 80% ráðgjafarverkfræðinga hér á landi starfa. Í öðru lagi með könnun sem gerð var meðal allra starfsmanna sömu verkfræðistofa. Í þriðja lagi með viðtölum við fulltrúa fimm stóra verkkaupa þessara verkfræðistofa, sem allir eru opinber fyrirtæki eða stofnanir. Fulltrúar og starfsmenn verkfræðistofanna eru jákvæðir í afstöðu sinni til ISO 9001 vottunar og reynsla þeirra af vottuninni er jafnvel enn betri en þær væntingar sem gerðar voru í upphafi. Verkkauparnir eru hlutlausari í afstöðu sinni og virðast oft taka vottun verkfræðistofanna sem sjálfsögðum hlut. Engu að síður er það jafnan lykilatriði fyrir þessa verkkaupa að verkfræðistofur, sem fyrir þá starfa, séu vottaðar samkvæmt ISO 9001 staðli. Vottuð fyrirtæki þurfa að stunda stöðugt umbótastarf til að aðlaga og bæta gæðakerfi sín og þau þurfa að tryggja að stjórnendur, starfsmenn og viðskiptavinir upplifi árangur af þessu umbótastarfi. Lykilorð: Gæðastjórnunarkerfi, ISO 9001, verkfræðistofur, vottun.

1. INTRODUCTION The Association of Chartered Engineers in Iceland was formed in 1912 and the work of member engineers in the following decades was a vital element in the revolutionary modernisation of Iceland (Thordarson, 2002). Much of this early work involved building up the transport infrastructure, and the development of water, sewerage, electricity, heating and communications infrastructure, alongside large-scale building programmes. During these earlier times, most engineers would have been employed by the public sector, while more and more private sector engineering consultancies gradually developed over time. Those in the private sector were relatively small until the last years of the 20th century when some of them began to merge, mainly to be able to undertake larger projects. Since this time, the larger engineering consultancies have broadened their scope and successful­ ly developed overseas markets for their engineering services that are now truly global. Implementing best practice for quality management systems and achieving widespread ISO 9001 certification has been carried out in conjunction with this recent development. This paper sets out to explore different aspects of these changes in quality man­ agement approaches and to find answers to the following three main questions: 1. Why did the engineering consultancies decide to implement a Quality Management System (QMS) and what have they gained? 2.

What are the perceptions of the employees of the engineering consultancies towards the Quality Management Systems?

3.

What are the benefits perceived by clients and how does ISO 9001 certification affect the competitive position of engineering consultancies?

In order to answer these questions, the views of executives, quality managers and employees of large consulting engineering firms, as well

ABSTRACT The consulting engineering industry in Iceland has transformed itself in recent years to the extent that ISO 9001 certification has now been widely achieved. This paper explores aspects of this transformation from three different perspectives: Firstly through interviews with quality managers and executives of five engineering firms employing 80% of consulting engineers in Iceland; secondly through a survey conducted among all employees of the same engineering firms; and thirdly through interviews with represent­ atives of five major public purchasers of engineering services in this coun­ try. The representatives and employees of the engineering consultancies are quite positive about the benefits of their ISO 9001 certification and that their experiences have surpassed their expectations. The public clients are more neutral in how they view the same topic and often seem to take certification for granted. Nevertheless, it is normally a key requirement for these public clients that companies tendering for larger projects have to have ISO 9001. Certified companies need to adapt and continuously improve their quality systems and make the benefits of this known to man­ agement, employees and clients, as appropriate. Keywords: QMS,

ISO 9001, Engineering consultancies, certification.

as representatives of large clients that purchase their engineering services, were sought.

2. LITERATURE REVIEW ISO 9001 has been implemented by over one million companies and organisations in over 170 countries. The standard is based on a number of quality management principles and helps ensure that customers get consistent, good quality products and services, and that quality is continously improved (ISO, 2017). FIDIC (International Federation of Consulting Engineers), founded in 1913 by three European national associations of independent consulting engineers, has members operating in 97 countries. In 1997, FIDIC, together with EFCA (European Federation of Engineering Consultancy Associations), issued a guide entitled: Interpretation and Application of the ISO 9001 Standard for the Engineering Consulting Industry. In 2001 this guide was updated to reflect the revised ISO 9001:2000 Standard (FIDIC, 2001). Many papers have been written on the implementation and opera­ tion of ISO 9001, but little can be found specifically on the consulting engineering industry. Tang and Kam (1999) did a survey of ISO 9001 implementation in engineering consultancies in Hong Kong. Their survey results demonstrated that a major reason for attaining ISO 9001 certification was to improve their quality image. In fact, the increase in client satisfaction met the original high expectations of the engi­ neering consultancies. However, they found that the certification could not help in a competetive environment as other consultants were also certified. From a broader perspective, Zeng et al. (2007) explored the barriers to implementation of ISO 9001 in China. They highlighted various problems in implementing the standard that large­ ly revolved around its perception as a mandatory requirement. Only 41% of the respondents felt that their companies had implemented the ISO 9001 standard seriously and there was widespread over-expecta­ tion as to the benefits of certification. Urbonavicius (2005) studied ISO 9001 system implementation in small- and medium-sized companies

VERKTÆKNI 2017/23 31


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR from new EU member countries and found that the main motivation to its implementation is different from the main benefits of implemen­ tation – as perceived in retrospect. The motivational arguments are connected with marketing and sales, while the main benefits experi­ enced are linked to aspects such as operational efficiency. Al-Najjar and Jawad (2011) did an empirical study on ISO 9001 implementation barriers and misconceptions in the service and man­ ufacturing sectors in Iraq. Among other things, a lack of commitment from top management and employee resistance were identified as important barriers to ISO 9001 implementation. According to the findings of Sampaio et al. (2009), ISO 9001 motivations and benefits can be categorised as being external – related to marketing and pro­ motional issues, or internal – related to internal organisational improvements. They conclude that companies maximise their benefits if they achieve ISO 9001 certification based on internal motivations. Lack of involvement by top management is considered to be the main obstacle faced by companies during the implementation and certifica­ tion of ISO 9001 QMS. A number of references can be found that assess the impact of ISO 9001 QMS certification on the financial operation of companies. Some authors conclude that there is a direct link between ISO 9001 certification and financial improvement (e.g. Beirã & Sarsfield, 2002; Wayhan et al., 2002; Sellers & Nicolau, 2002; Chow-Chua et al., 2003; Naseret al., 2004; Dimara et al., 2004), while others claim that they cannot find evidence to substantiate that hypothesis (e.g. Lima et al., 2000; Aarts & Vos, 2001; Heras et al., 2001; Martínez-Costa & Martínez-Lorente, 2003; Corbett et al., 2005). Hrobjartsson et al. (2013) looked at all ISO 9001 certified compa­ nies in Iceland and compared them to similar noncertified companies in an effort to find out if there was a financial benefit from the certifi­ cation. Certified companies had a significantly higher gross profit and return on sales ratio. Certified companies also had a lower debt ratio than those that were noncertified. Heras et al. (2002) compared certi­ fied and noncertified firms, and found significantly better sales growth and profitability in the certified companies. However, when they ana­ lysed the difference between pre- and post-registration sales growth and profitability, they found no evidence to support the link between ISO 9001 certification and improvements. They concluded that firms with superior performance are more likely to seek and acquire certi­ fication. Terziovski et al. (2003) pointed out that quality, culture and motiva­ tion for adopting ISO 9001 certification are significant predictors of the benefits and values derived from such certification. Furthermore, organisations that gain ISO certification as part of their continuous improvement strategy profited most in terms of performance out­ comes. These findings are also supported by Singels et al. (2001). Gunnlaugsdottir (2010) documents the results of two surveys car­

ried out in Iceland in 2001 and 2010 about the reasons and perceived benefits of companies that acquired ISO 9001 certification. The most common incentive for the companies studied was pressure from cus­ tomers. 39% of the companies got certified because of government, international or customer requirements, rather than in order to improve quality. Only 11.9% claimed that they achieved a competitive advan­ tage over other companies after certification. Ólafsdóttir (2011) examined if contractors in Iceland working in accordance with quality management systems achieved more custom­ er satisfaction than those who did not. She concluded that there is a positive correlation between client’s satisfaction with project execu­ tion - and whether the corresponding contractor works in accordance with a quality management system. Brynjarsdottir (2016) studied contractor selection methods in Iceland. Her results show that when Icelandic organisations select contractors, price is by far the most important criteria. Other criteria, for instance whether they work in accordance with a quality manage­ ment system - do not matter much when clients select contractors.

3. METHOD This study has been carried out in Iceland, a European society limited in size, where it was possible to collect information from the majority of operating engineering consultancies and some of their most important clients. The study was divided into three sections. Firstly, in-depth interviews were carried out with quality managers and executives of the five largest engineering firms with a combined share of about 80% in the engineering consultancy market in Iceland. This part of the research focused on the objectives and perceived benefits to these engineering firms of implementation of ISO 9001 QMS. Secondly, a survey was conducted among all the employees in the same engineering firms. The scope of this survey was approximately 80% of all privately-employed consulting engineers in Iceland. SurveyMonkey was utilised to conduct the survey based on selected statements sent to all employees of the engineering firms. The objectives were to explore their views on the QMS, to identify the benefits to their firm from the ISO 9001 certification, and collect their perceptions regarding client benefits. The employees were asked to answer a number of statements using a 5-step Likert scale – strongly agree, agree, neutral, disagree, and strongly disagree. Thirdly, in-depth interviews were carried out with the representatives of five major public bodies that are among the leading purchasers of engineering services in Iceland. The interviews were semi-structured, the questions focusing mainly on the demands these clients place on their suppliers and the quality of the service provided by the engineering firms.

Table 1 An overview of the engineering consultancies interviewed in the study.

Company

Profile

Employees

Certified

EFLA

A general engineering and consulting company with widespread international activities and consultancy (Efla, 2014).

250

2004

Mannvit

An international consulting firm, offering engineering, consulting, management, operations and EPCM services (Mannvit, 2014)

300

2005

Verkís

A consulting firm that provides services in all areas of engineering (Verkís, 2014).

350

2007

VSO

A consultancy offering engineering and management consulting (VSO, 2014).

50

2007

VSB

An international engineering and consulting firm in the fields of civil, mechanical and electrical engineering and construction project management (VSB, 2014)

16

2011

32

VERKTÆKNI 2017/23


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

60%

50%

40%

30%

20%

10%

0%

The QMS leads to more client satisfaction The QMS enables us better to meet the needs of our clients We have a QMS because of requirements from our clients

Strongly agree

Agree

Neutral

Disagree

Strongly disagree

15%

53%

28%

3%

1%

20% 12%

43% 44%

34% 32%

3%

11%

0% 1%

Figure 1 Results from employee survey - answers to statements that relate to clients and their needs.

4. RESULTS 4.1 Interviews with representatives of engineering firms Interviews were carried out with representatives of five engineering consultancies in 2013 and 2014. This was a part of a more extensive study looking at the implementation of quality management systems in Icelandic organisations. The interviewees were quality managers and executives from five companies. Based on EU standards (EU, 2014) and the number of employees, three of these firms, namely Efla (250 employees), Verkís (350 employees), and Mannvit (300 employees), are classified as large enterprises. VSO Consulting (50 employees) is a medium-sized company, while VSB is a small company.

On what grounds did you decide to implement a QMS? The overall key reason for the implementation of QMS in engineering enterprises was that the public sector had included QMS in the criteria to be taken into account in their tendering procedures. Bidders got extra points if they could show a QMS, and additional points if the QMS was certified. This meant that an engineering service could get a contract, even at a higher price, if they had a QMS. Three of the interviewees said that their companies work internationally. Here, one of the reasons for establishing a certified QMS was that this was a condition for being able to operate internationally. They claimed that they would not have been assigned their overseas projects without fulfilling this condition. Further reasons were mentioned, but this seemed to be of the greatest importance. One of the interviewees said that his firm saw the need for a system to help coordinate procedures. Here, the ISO 9001 standard was seen as a new and practical tool, and in addition, the academic community was starting to accept quality management as an academic field. Another one said: “But equally important is that managers perceived and understood that when a company has become larger than 60 employees, they lose overview, projects become larger and more complex, there is more manpower and increased complexity. This requires a methodology different from what works for small businesses.”

What has been the experience of establishing a QMS? Has it brought benefits, more satisfaction for customers, suppliers, employees, increased efficiency or financial economic benefits? The interviewees were all quite positive towards their ISO 9001 certified QMS. Among other things they mentioned: It has made it easier to get project assignments, both domestically and abroad. It gives increased credibility, both with employees and customers. Employees do not want to return to the time before there was QMS. Efficiency, transparency and uniform systems are key outcomes of the QMS. The QMS has united the employees. One of the interviewees phrased his views in a general way and echoed the perceptions of all the representatives of the engineering firms: “It would not have been possible for us to grow as a company without the QMS and we would not have been eligible participants in many of our most important projects in the last years, both domestically and abroad. The QMS gives important credibility, not only outwards but also inwards; and it is clear that our employees would not like to return to the old times when we did not have a certified QMS. The main benefits are increased efficiency, a uniform and transparent management system, which lead to financial benefits.” l

l

l

l

l

4.2 Survey among employees of engineering firms The same engineering consultancies as in section 4.1 were surveyed. The total number of employees of these engineering firms is about 970 or approximately 80% of privately-employed consulting engineers in Iceland. The response rate for the survey was 38.4%. As a first result, 69% of the employees in the survey agree or strongly agree with the statement that they have a good knowledge of the QMS, 23% are neutral, while 7% disagree. Other results are plotted as bar charts (figures 1 and 2) which show the question asked in each case and the employee responses. 63% of the employees agree or strongly agree with the statement that the QMS leads to more customer satisfaction, 34% are neutral,

VERKTÆKNI 2017/23 33


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

60%

50%

40%

30%

20%

10%

0%

The QMS is important for the company The QMS gives us an advantage over our competitors It is important that the QMS is certified according to ISO 9001

Strongly agree

Agree

Neutral

Disagree

Strongly disagree

13%

44%

35%

7%

1%

55% 45%

38% 42%

6%

11%

0% 1%

1% 0%

Figure 2 Results from employee survey - answers to statements that relate to the company. while 3% disagree. 68% of the employees agree or strongly agree with the statement that the QMS enables their organisation to better meet the needs of their customers, 28% are neutral, while 4% disagree or strongly disagree. 56% of the employees agree or strongly agree with the statement that their organisation runs a QMS because of requirements from their customers, 32% are neutral, while 12% disagree or strongly disagree (Figure 1). 93% of the employees agree or strongly agree with the statement that the QMS is important for the company, 6% are neutral, while 1% strongly disagree. 57% of the employees agree or strongly agree with the statement that the QMS gives an advantage over competitors, 35% are neutral, while 8% disagree or strongly disagree. 87% of the employees agree or strongly agree with the statement that it is important for the organisation to have the QMS certified, 11% are neutral, while 1% disagree or strongly disagree (Figure 2).

OR – Orkuveita Reykjavíkur (Reykjavik Energy)

4.3 Interviews with representatives of clients of the engineering consultancies

City of Reykjavík

Five representatives of very large clients of engineering services were interviewed. All of them are public organisations, three operating on a national basis and two operating in Reykjavik city, the capital of Iceland. Interviewees with extensive ‘hands on’ experience of dealing with engineers and engineering firms were identified within these organisations. The representatives of the organisations were quality managers, senior project managers or executives. The organisations are as follows:

Government Construction Contracting Agency (GCCA) GCCA is a state agency of 25 specialists - plus support services - under the Ministry of Finance. GCCA administers government construction projects for ministries and government agencies, and undertakes con­ sulting on technical matters, procurement and preparation of projects (GCCA, 2014). GCCA has been ISO 9001 certified since 2012.

Landsvirkjun (National Power Company of Iceland) Landsvirkjun, which is owned by the Icelandic state, processes 75% of all electricity used in Iceland and is the country’s largest electricity generator, with 330 employees. Their main clients come from the aluminium industry as well as other power-intensive industries (Landsvirkjun, 2014). Landsvirkjun has been ISO 9001 certified since 2006. 34 VERKTÆKNI 2017/23

OR, a public utility provider for greater Reykjavík and other regions in the southwest and west of Iceland provides electricity, hot water for heating, cold water for consumption, as well as maintaining sewage systems. Their service area extends to 20 communities and 67% of Iceland’s population (OR, 2014). The number of employees is 420, including subsidiaries, and they have been ISO 9001 certified since 1997.

RARIK (Iceland State Electricity) Rarik, established in 1946, is owned by the Icelandic state and is primarily a distribution company for electricity whose main purpose is the distribution of electricity to rural areas (Halldórsson, 2014). With a workforce of 200 employees, Rarik operates a QMS and is aiming for ISO 9001 certification.

Reykjavík is the capital of Iceland, with the highest population (120.000 residents). The local administration, with 8950 employees, operates a quality manual and is working towards ISO 9001 certifica­ tion (Jónsson & Kristinsson, 2014).

What requirements do your suppliers have to meet regarding QMS? Four of the organisations said that while they would have required it from their suppliers in the past, they do not make any such demands any more – “We do not demand any such requirements, it is so common now that the consultancies have certified QMS”. The largest engineering firms mentioned in this regard were Efla, Mannvit and Verkís. The two clients that still do not have ISO 9001 certification stated that they feel that they cannot demand a certified QMS while they have not acquired one themselves. One client claimed that they make such demands – although the QMS does not have to be certified. They see it as one of their roles to be a leading force, to be a role model and believe that QMS acts to push the market forward. However, this requirement does not apply to small projects.


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

External - market position

What is your opinion of the ISO 9001 standard? What, if anything, has it delivered to the clients of ISO 9001 certified organisations? In general, the responses to this question were quite positive. The following are examples:

Internal – HRM

“I think that it is important for the larger firms to have ISO 9001, especially those who are working abroad. I think they would not get projects assigned without having it – the demands are a lot higher”.

Internal - operations External client demands

External quality of services

“Quality certification alone does not guarantee quality in projects. It ensures procedures and coordination, but does not deliver quality technically. However, it can do so. There is also the question of attitude/ sentiment and ambition and how the firms want to operate. But I have full confidence in these systems”.

External - quality assurance Figure 3 Six themes identified in results. Figure 3

Six themes identified in results.

When you choose consultants, how important is it for you that they have a certified QMS? With one exception, all of the representatives claimed that this was not important because the large engineering firms already have certified QMS. In the exceptional case, the representative claimed it is important –“It is a demand in some of our projects. If the engineering firm does not have it, it can result in them not getting the job. So if we make the demand, we enforce it”.

5. DISCUSSION

In order to create a structured overview of the feedback from the three groups, a simple classification was applied. All the feedback was classified based on the group, and whether the feedback - being a comment or a statement - reflects a motive for implementing a QMS, or the experience from operating a QMS. On the basis of this classification, In your opinion, should only consulting firms with certified six themes were identified. These themes are shown in Figure 3. QMS get to work for your organisation? The first theme is External - client demands. Two interrelated motives are found under this theme: executives saw a certified QMS as one of All the representatives stated that this depends on the size of the the criteria in public bidding projects; and employees saw it as a projects. Demanding a certified QMS is logical in larger projects, but Figure 4 A comparison of motives and expectations in connection with the conversion of the engineeringtoconsulting in Icelandintosmaller certified projects QMS. Theso signs requirement from clients for quality reasons. In terms of experience, it would be acceptable reduce sector the demand indicate if the perceptions are positive (+), and/or neutral (0), and/or controversial (-). clients confirm that a QMS is required in larger projects and a certified that smaller engineering firms, which do not have certified QMS, can QMS is important in some projects. Furthermore, employees claim be eligible. that QMS has led to increased customer satisfaction. 26 Is the quality of the work of consultancies with ISO 9001 The second theme is External - market position. A single motive is certification in any way different from other consultancies? found under this theme: executives expected that a certified QMS would make it easier to get assignments abroad, which is confirmed Four of the representatives said that they could not really find any by their experiences. Employees pointed out that QMS certification difference in the service of the engineering firms with ISO 9001 gave their companies a competitive advantage. Finally, clients felt that certification versus noncertified. One of them said: “I have been QMS certification is important for the consultancies to get assignments dealing with these firms for about 20 years and I cannot see any abroad. difference. I would think that it would show within the firms rather The third theme is External - quality assurance1. The incentive here than outwards”. One of the interviewees said that it is their impression for executives was the belief that QMS would increase their credibility that ISO 9001 has had a positive effect. In their opinion the firms with with clients. This motive seems to be supported, at least partly, by ISO 9001 show improvement by working according to structured experience. Employees indicated that their experience showed that procedures. certification is important. Clients, on the other hand, gave somewhat Have you experienced a change in the quality of services ambivalent feedback regarding this theme. On the one hand, they provided by an engineering consultancy, before and after claimed that it is assumed that the engineering consultancies operate becoming ISO 9001 certified? QMS and they pointed out that they have full confidence in their QMS. On the other hand, they stated that certification is not important Two of the representatives pointed out that they were not in a position and, more specifically, that QMS certification is no longer important to make this comparison, because the large engineering consultancies as most of the consultancies are, in fact, certified. have been ISO 9001 certified for so long. Two of the representatives The fourth theme is External - quality of services. No specific motive said that they had not experienced a noticeable impact, but one added was defined under this theme, but two distinct experiences were that he thought that the engineering firms that he has been dealing identified by clients. Firstly, some stated that there was no discernible with had been exercising work methods that correspond with ISO difference between the work of consultancies that have certified QMS, 9001 even before receiving certification. One representative said that and those that do not, as it is not possible to detect differences in he had followed one of the larger engineering firms through their ISO quality of services any more. Secondly, others felt that there was more 9001 process, and senses that this process has led to more professionalism to be found within certified consultancies as compared professionalism and resulted in the company’s structure and to noncertified consultancies. approaches becoming more assertive.

1 The term is used here according to the definition of ISO 9000: “part of quality management focused on providing confidence that quality requirements will be fulfilled” (ISO 9000:2015, Clause 3.3.6).

VERKTÆKNI 2017/23 35


Figure 3

Six themes identified in results.

RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

Figure 4 A comparison of motives and expectations in connection with the conversion of the engineering consulting sector in Iceland to certified QMS. The signs indicate if the perceptions are positive (+), and/or neutral (0), and/or controversial (-)

Figure 4 A comparison of motives and expectations in connection with the consultancies they use are in fact certified according to ISO 9001. conversion of the engineering consulting sector in Iceland to certified QMS. The signs These findings are in line with the reported observation that motivational arguments are and/or connectedcontroversial to marketing and sales, indicate if the perceptions are positive (+), and/or neutral (0), (-).while

The fifth theme is Internal - human resource management. No specific motive was defined under this theme, but several distinct experiences were identified. The executives claimed that employee satisfaction had increased with the implementation of QMS and stated that the employees would not like to return to how it was before the QMS was implemented. Furthermore, the executives claimed that implementing the QMS had united the employees and increased the credibility of the consultancies in the eyes of the employees. The employees confirmed this perception with positive general feedback and specifically claimed that they had a good knowledge of the QMS. The sixth theme is Internal - operations. Important motives were specified by the executives under this theme. They saw that quality management had been acknowledged as an academic field and that ISO 9001 represented a new and practical tool. They expected to gain better coordination of procedures, which would help them to deal with increased complexity in their business environment. Their experience certainly seemed to be positive. They reported that they are running uniform management systems, leading to greater efficiency and more transparency. The employees confirmed this, claiming that having a QMS enables them to better meet the needs of their clients. An overwhelming majority of employees claim that a certification of the QMS is important. This view is also confirmed by clients, who stated that the positive effects of ISO 9001 certification can be seen in the approach of the engineering consultancies, which have more structured procedures than before. Another way of looking at the themes is to distinguish between those relating to motives and those relating to experience. This is shown in Figure 4. Three themes relate to ‘motives’ on the left of Figure 4. These are: External - market position, External - client demands, and Internal operation. In all cases, the motives are positive; they express the expectations of the executives. In contrast, all the six themes relating to ‘experience’ are shown on the right of Figure 4. In most cases, the experience is positive, but can be considered neutral or controversial in two themes. External - quality of services had 2 neutral or controversial items where clients pointed out that they could not see a difference in the quality of services provided by engineering consultancies with certified QMS as compared to consultancies without. Similarly, External - quality assurance had 3 neutral or controversial items, where clients claimed that a certified QMS held by the engineering consultancies is not important for them. In both cases, the reason for these views is, first and foremost, that clients no longer have the means to compare, as most of the engineering 36 VERKTÆKNI 2017/23

the main benefits are linked to internal factors, such as operational efficiency (Urbonavicios, 2005). We find it interesting, however, that the experience of operating the QMS seems to have surpassed the expectations of the participants. An example of this is the theme human resource management which was not mentioned by the participants as a motivation for QMS implementation. The literature indicates that a culture of quality and motivation for adopting ISO 9001 certification are predictors of the benefits and values derived from such certification. Firms which are primarily moti­ vated to get ISO 9001 certification in order to respond to external pressure might adopt a minimalist approach to deriving certification and therefore achieve limited internal performance improvements (Terziovski et al., 2003; Singels et al., 2001). In practice, the conver­ sion of the consulting engineering service industry in Iceland to certi­ fied QMS seems to have been successful, based on the subjective feedback from the three groups surveyed in this study. Our findings reflect a clear commitment from the executives concerned and con­ siderable buy-in by the employees. The executives have expectations regarding the improved operation of their companies, in addition to meeting client expectations and strengthening their market position. These observations imply that industry has managed to avoid the most important barriers to successful implementation of ISO 9001 as report­ ed by Al-Najjar and Jawad (2011) and Sampaio et al. (2009). The engineering consultancies appear content with their QMS certification. But what about the clients? Olafsdottir (2011) concluded that there is a positive correlation between client’s satisfaction and whether their contractors are working in accordance with QMS. Our study implies a different situation. Operating QMS does not seem to result in more customer satisfaction. What does this mean? The engineering consultancies have been operating certified QMS for some time. This is already taken for granted by the clients. In a way, the consultancies have long ago ‘reaped the benefits’ of certified QMS, as seen from the narrow perspective of market position. We feel that this general observation is in line with the findings of Brynjarsdottir (2016) who concluded that when companies select contractors, they look primarily at price and operating a QMS does not give the contractors any notable advantage, in the eyes of the clients. We point out that if the clients do not experience any noticeable improvement from their certified providers of engineering services,

26


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR this may indicate a flaw in continuous improvement within the industry. Continuouse improvement is a fundamental theme in the ISO 9001 standard and stressed further in the 2015 version with the explicit application of the PDCA cycle (ISO, 2015). The engineering consultancies need to be proactive in their improvement efforts, and continuously improve their quality systems. They should make the benefits of this known to management, employees and clients.

6. CONCLUSIONS This study provides an overview of the motives and perceived experiences relating to the conversion of much of the consulting engineering industry in a European country – Iceland – to the use of certified ISO 9001 based quality management systems as a framework for their activities. The conclusions reached here are based on feedback from the vast majority of consulting engineers in the country, the most important engineering consultancies, and key large public clients. The main motives for implementing Quality Management Systems in the engineering consultancies were to respond to demands by the clients, improve their market position (QMS) and improve their operations. All of these benefites have been realised and in addition, they have eperienced increased employee satisfaction as a consequence of implementing QMS. The employees of the engineering consultancies are very positive when asked about their attitudes towards QMS. They feel that operating QMS leads to a competetive advantage and enhanced ability to meet the needs of the customer. To sum up, the executives and the employees of the engineering consultancies surveyed claim that the conversion has been successful – the expectations of the engineering consultancies have been met and exceeded in important areas. The perceptions of the clients, on the other hand, are more ambivalent. Certified QMS is seen as being important by some clients and it is considered a logical condition in larger projects by all clients. It seems, however, that certified QMS is now taken for granted by the clients and little specific gratification is expressed by the clients in this context. One can conclude that operating a certified QMS is a prerequisite for the engineering consultancices, but does not lead to any competetive advantage. This may be an indication that the consultancies run their QMS as ‘business as usual’ and are not active in their continuous improvement work. If this is the case, they fail to take advantage of one of the key elements of ISO 9001 as a framework to foster continuous improvement. This possibility is worth investigating further, both in the engineering consultancy industry and in fact in ISO 9001 certified organisations in general.

7. REFERENCES Aarts F. M. &Vos E. (2001).The impact of ISO registration on New Zealand firms’ performance: a financial perspective. TQM Magazine, 13(3), 180-191. Al-Najjar, S. M., & Jawad, M. K. (2011).ISO 9001 Implementation Barriers and Misconceptions: An Empirical Study. International Journal of Business Administration, 2(3). Beirã G. & Sarsfield C. J. (2002).The reaction of the Portuguese stock market to ISO 9000 certification. Total Quality Management, 13(4), 465-474. Brynjarsdottir, B. (2016). A review of contractor selection methods in Iceland: Risky business? MSc thesis at the School of Science and Engineering, Reykjavik University. Chow-Chua C., Goh M. & Wan B. T. (2003). Does ISO 9000 certification improve business performance? International Journal of Quality & Reliability Management, 20(8), 936-953. Corbett C. J., Montes-Sancho M. J. & Kirsch D. A. (2005). The Financial Impact of ISO 9000 Certification in the United States: An Empirical Analysis. Management Science, 51(7), 1046-1059. Dimara E., Skuras D., Tsekouras K. &Goutsos S. (2004). Strategic orientation and financial performance of firms implementing ISO 9000. The International Journal of Quality & Reliability Management, 72-89.

Efla (2014). Retrieved April 26th 2016 from www.efla-engineers.com. EU (2014). Retrieved on May 3rd 2014 from http://ec.europa.eu/enterprise/ policies/sme/facts-figures-analysis/sme-definition/index_en.htm. FIDIC (2001). Guide to the interpretation and application of the ISO 9001:2000 standard for the consulting engineering industry. Lausanne, Romandy, Switzerland: Fédération Internationale des Ingénieurs-Conseils (FIDIC). GCCA (2014). FSR - Government Construction Contracting Agency, Retrieved on April 26th 2014 from www.fsr.is/English. Gunnlaugsdóttir J. (2010). Vottað gæðakerfi - Hvatar og áskoranir. Þjóðarspegillinn 2010. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Heras I., Casadesús M., & Ochoa C. (2001). Effects of ISO 9000 certification on com­ panies’ profitability: an empirical study. Integrated Management: Proceedings of the 6th International Conference on ISO 9000 and TQM, 60-65. Heras I., Dick G. P., & Casadesus M. (2002). ISO 9000 registration’s impact on sales and profitability: A longitudinal analysis of performance before and after accreditation. The International Journal of Quality & Reliability Management, 774-791. Hrobjartsson A., Ingason H. T. & Jonasson H.I. (2013). Financial benefits of an ISO 9001 certification (in Icelandic). Verktaekni Journal of the Icelandic Association of Chartered Engineers, 2014/20, p. 39 - 43. Ólafsdóttir, A. H. (2011). Áhrif gæðastjórnunar á mannvirkjagerð. MSc thesis, University of Iceland. Retreived from http://skemman.is/item/view/1946/9874 ISO (2017). ISO 9000 - Quality management. Retrieved on June 2nd 2017 from ISO: https://www.iso.org/iso-9001-quality-management.html ISO (2015). ISO 9000:2015 Quality Management Systems - Fundamentals and vocabulary. Geneva, Switzerland: ISO/IEC. ISO (2015). ISO 9001:2015 Quality Management Systems - Requirements. Geneva, Switzerland: ISO/IEC. Landsvirkjun (2014). Retrieved on April 26th 2014 from www.landsvirkjun. com/company Lima M., Resende Marcelo & Hasenclever L. (2000). Quality certification and performance of Brazilian firms: An empirical study. International Journal of Production Economics, 66, 143-157. Mannvit (2014). Retrieved on April 26th, 2014 from www.mannvit.com. Martínez-Costa M., & Martínez-Lorente A. R. (2003). Effects of ISO 9000 certification on firms’ performance: A vision from the market. Total Quality Management & Business Excellence, 14(10), 1179-1191. Naser K., Karbhari Y. & Mokhtar M. Z., (2004). Impact of ISO 9000 registration on company performance: Evidence for Malaysia. Managerial Auditing Journal, 509-516. Orkuveita Reykjavikur (2014). Retrieved on April 26th 2014 from www.or.is/ en/services Sampaio, P., Saraiva, P., & Rodrigues, A. G. (2009).ISO 9001 certification research: questions, answers and approaches. International Journal of Quality & Reliability Management, 26(1), 38-58. Sellers, R. & Nicolau, J. L. (2002).The stock market’s reaction to quality certification: Empirical evidence from Spain. European Journal of Operational Research, 142(3), 632-641. Singels J., Ruel G. & Water H. V. (2001). ISO 9000 series - Certification and performance. The International Journal of Quality & Reliability Management, 62-75. Tang, S. L., & Kam, C. W. (1999).A survey of ISO 9001 implementation in engineering consultancies in Hong Kong. The International Journal of Quality & Reliability Management, p. 562-574. Terziovski M., Power, D. & Sohal A. S. (2003). The longitudinal effects of the ISO 9000 certification process on business performance. European Journal of Operational Research, 580-595. Thordarson, S. (2002). Frumherjar í verkfræði á Íslandi (in Icelandic). Reykjavik: Icelandic Association of Chartered Engineers. Urbonavicius, S. (2005). ISO system implementation in small and medium companies from new EU member countries: A tool of managerial and marketing benefits development. Research in international business and finance, 19(3), 412-426. Verkís (2014). Retrieved on April 26h 2014 from www.verkis.com. VSB (2014). Retrieved on April 26th 2014 from www.vsb.is. VSO (2014). Retrieved on April 26th 2014 from www.vso.is/english2/home.html. Wayhan, V. B., Kirche, E. T., & Khumawala, B. M. (2002). ISO 9000 certification: The financial performance. Total Quality Management, 13(2), 217-231. Zeng, S. X., Tian, P., & Tam, C. M. (2007). Overcoming barriers to sustainable implementation of the ISO 9001 system. Managerial Auditing Journal, 22(3), 244-254.

ACKNOWLEDGEMENTS The authors would like to thank all participants in this research for their support and participation.

VERKTÆKNI 2017/23 37


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

Nýting ljósleiðara á Íslandi Sæmundur E. Þorsteinssona a

Fyrirspurnir: Sæmundur E. Þorsteinsson saemi@hi.is

Rafmagns- og Tölvuverkfræðideild, Háskóla Íslands, Dunhaga 5, 107 Reykjavík

Greinin barst 23. febrúar 2017 Samþykkt til birtingar 28. apríl 2017

ÁGRIP Ljósleiðaratæknin komst í almenna notkun á 9. áratug liðinnar aldar. Innleiðing hennar olli byltingu í fjarskiptum og hún er orðin undirstaða flestra fjarskiptakerfa sem í notkun eru. Ljósleiðarar tengja saman heimsálfur og lönd, eru í stofnnetum og aðgangsnetum og eru notaðir til bakfæðingar í farsímakerfum. Internetið hefði aðeins orðið svipur hjá sjón án ljósleiðaratækninnar og alþjóðavæðingin hefði aldrei litið dagsins ljós. Íslendingar njóta nú ljósleiðaratengingar við umheiminn um þrjá sæstrengi, Farice og Danice sem liggja til Evrópu og Greenland Connect sem liggur vestur um haf með viðkomu í Grænlandi. Hryggjarstykkið í íslenska stofnnetinu er ljósleiðarahringurinn sem liggur um flestar byggðir landsins og ljósvæðing aðgangsnetsins er langt komin hér á landi. Ljósvæðing sveita er hafin og mun væntanlega taka fá ár að ljúka henni. Fullyrða má að Íslendingar eru í fararbroddi í nýtingu ljósleiðaratækninnar. Í þessari grein verður fjallað um nýtingu ljósleiðaratækninnar á Íslandi, í stofn- og aðgangsnetunum. Í aðgangsnetum er hægt að haga lagningu ljósleiðara á nokkra vegu og verður þeim aðferðum lýst. Einnig verður fjallað um samkeppni á ljóleiðaranetum.

General deployment of optical fibre technology commenced in the eight­ ies. Its introduction revolutionised the telecommunications arena and has become the foundation of most telecommunication systems in use today. Optical fibres connect continents and countries, are used in core and access networks and for backhauling of mobile communication systems. The internet would barely exist without optical fibres and globalisation would hardly have seen the dawn of light. Three submarine optical cables connect Iceland to the outside world; Farice and Danice connect Iceland to Europe and Greenland Connect to America via Greenland. The optical ring around Iceland constitutes the Icelandic core network. The ring passes by nearly all villages and towns and fibre deployment in the access net­ works has reached an advanced state. Fibre deployment in rural areas has already begun and will presumably be finished in a few years. Iceland plays a leading role in fibre deployment. In this paper, fibre utilisation in Iceland will be described, both in core and access networks. Three different archi­ tectures for fibre deployment in the access network will be described. Competition on fibre networks will also be discussed.

Lykilorð: Ljósleiðari, FTTC, FTTH, hjávirkt ljósleiðaranet (PON), beintengdur ljósleiðari, virkt stjörnunet, innviðasamkeppni, þjónustusamkeppni.

Keywords: Optical fibre, FTTC, FTTH, PON, Point-to-Point, Active Star, Infrastructure competition, service competition.

Inngangur Póst- og símamálastofnun hóf lagningu ljósleiðara á Íslandi árið 1985 [1]. Um þessar mundir urðu stórtækar framfarir við hönnun og framleiðslu ljósleiðara. Unnt varð að framleiða svo granna glerþræði að þeir gátu borið ljós undir aðeins einum hætti sem þýddi að bitahraðinn sem hægt er að senda um einn þráð er gríðarmikill. Í rannsóknarumhverfi hefur tekist að senda um 100 Tb/s yfir 165 km leið [2]. Þetta gagnamagn jafngildir 12,5 milljónum háskerpu sjónvarpsrása og u.þ.b. 200 földu því gagnamagni sem fer um tengingar til Íslands þegar mest er. Ljósleiðarar eru jafnframt ódýrir. Bróðurpartur kostnaðar við ljósleiðaraframkvæmdir í þéttbýli er iðulega jarðframkvæmdir sem ráðast þarf í, því næst kostnaður við endabúnað og kostnaður við ljósleiðarastrengina sjálfa rekur lestina. Kostir ljósleiðara til uppbyggingar háhraða fjarskiptasambanda og -neta eru því ótvíræðir. Engin teikn eru á lofti um að önnur tækni muni leysa ljósleiðara af hólmi. Þráðlaus fjarskipti geta ekki keppt við ljósleiðara hvað varðar getu og tæplega hvað varðar kostnað þegar litið er til lengri tíma. Reyndar er það svo að þráðlaus fjarskipti byggja mjög á notkun ljósleiðara og þeim mun meira sem hraði þeirra er meiri enda er gagnafæðing til þráðlausra fjarskiptastöðva iðulega um ljósleiðara.

Fjarskiptaþjónusta Við upphaf ljósleiðaraaldar voru talfjarskipti yfirgnæfandi en fjarskipti með gögn milli tölva voru að hefja innreið sína. Ekki leið á löngu þar til myndum og kvikmyndaefni var breytt yfir á gagnaform og þannig borið yfir stafræn fjarskiptanet. Strax var ljóst að einn góðan veðurdag yrðu gagnafjarskiptin umfangsmeiri en talfjarskiptin sem varð raunin í þróuðum löndum um aldamótin [3]. Vöxtur í umferð yfir internetið var mikill á þessum tíma og segja má að umferðin hafi tvöfaldast á eins til tveggja ára fresti eftir því hvernig mælt var. Ástæður vaxtarins voru nokkrar, sífellt fleiri tengdust netinu, tengingar voru bættar með DSLog ljósleiðaratækni, og kvikmyndaefni var sent í síauknum mæli um netið. Framan af var algengt að fólk skiptist á kvikmyndaefni með

38

ABSTRACT

VERKTÆKNI 2017/23

tækni sem byggðist mest á svonefndum jafninganetum (e. Peer-to-peer networking) þar sem BitTorrent tæknin er fremst í flokki. Þessi þáttur internetumferðarinnar hefur farið minnkandi á undanförnum árum enda er nú orðið mikið val um efnisveitur sem bjóða kvikmyndaefni á vægu verði með miklum gæðum. Háskerpu myndefni (HD, 2k, 1920*1080) krefst um 8 Mb/s fjarskiptahraða en efni með venjulegri skerpu (SD, 1024*576) krefst um 2 Mb/s hraða. Efni með tvöfaldri háskerpu (UHD, 4k, 3840*2160) er talið þurfa um 15 Mb/s [4]. Spurning er hvort svonefnt 8k sjónvarp nái fótfestu í framtíðinni enda þarf mjög stóra skjái til þess að sjá mun á því og 4k sjónvarpi [5]. Ólíklegt er að fólk telji fýsilegt að hafa svo stóra skjái inni á heimilum sínum. Hægt hefur á vexti internetumferðar síðan fyrir aldamót [6]. Ekkert bendir til þess að vöxturinn verði hraðari á ný og ekki er vitað hvort og hvenær hann stöðvast. Hitt virðist ljóst að þær tengingar sem flestir Íslendingar eiga nú kost á verði fullnægjandi um nokkurt árabil. Helstu nýjungar sem taldar eru að krefjist enn meiri fjarskiptahraða eru fjarskipti með þrívíddarkvikmyndir, svonefndar heilmyndir (e. hologram). Nú er unnið ötullega að því að þróa kóðunartækni fyrir slíkar myndir og svo virðist að mönnum takist að þjappa þeim verulega mikið saman þannig að óvíst er hvort það valdi jafn miklum vexti fjarskiptaumferðar og margir hafa talið [7]. Í [8] er fjallað um sendingar slíkra mynda með þráðlausum hætti.

Ljósleiðaralagnir Ljósleiðarahringurinn var að mestu lagður á árunum 1986 til 1993 og þjónar landsmönnum enn. Hann er í eigu Mílu ehf. og íslenska ríkisins. Ríkið leigir sína þræði til Fjarskipta hf. (Vodafone). Í ljósleiðarahringnum eru þrjú ljósleiðarapör á sumum svæðum en fjögur á öðrum. Hringurinn í núverandi formi hefur næga burðargetu um langa framtíð og óvíst er hvenær þarf að endurnýja hann, t.d. vegna öldrunar efnis. Enn hefur ekkert komið fram sem bendir til öldrunar í þeim strengjum og glerþráðum sem legið hafa í jörðinni í hartnær 30 ár enda vandað til verka við lagningu þeirra. Ljósleiðarahringurinn er sýndur á mynd 1. Nú hafa verið lagðir um 5 þúsund km af ljósleiðara í stofnnetinu


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

Mynd 1. Íslenski ljósleiðarahringurinn íslenska. Til viðbótar hafa Orkufjarskipti lagt ljósleiðara yfir hálendi landsins. Hann liggur milli virkjanasvæðisins á miðhálendinu og Eyjafjarðar. Jafnframt búa Orkufjarskipti yfir ljósleiðurum sem liggja í háspennulínum. Orkufjarskipti sinna þó eingöngu fjarskiptaþörfum orkufyrirtækja [9]. Landið er tengt umheiminum um þrjá sæstrengi sem allir eru nýlegir ljósleiðarastrengir, þ.e. Farice, Danice [10] og Greenland Connect [11]. Flutningsgeta þeirra er mjög vannýtt og bjóða þeir landsmönnum mikil sóknarfæri, t.d. við uppbyggingu gagnavera [12]. Ljósleiðarar hafa verið nýttir í aðgangsnetum hér á landi síðan 1994 þegar lagning breiðbands Pósts og Síma hófst. Í breiðbandinu voru ljósleiðarar lagðir til götuskápa sem eru í mest 200 m línufjarlægð frá heimilum. Frá götuskápunum til heimilanna voru lagðar símalínur, kóaxstrengir og síðar einnig blástursrör fyrir ljósleiðara. Þessi högun er nefnd „ljósleiðari í götuskáp“ og „Fibre to the Curb“ (FTTC) á ensku. Um og eftir aldamótin fóru menn að leggja ljósleiðara alla leið heim

Aðgangspunktur

til viðskiptavina og er sú högun nefnd „ljósleiðari heim“ eða „Fibre to the Home“ (FTTH). Helstu aðilar hér á landi sem leggja ljósleiðara heim eru Gagnaveita Reykjavíkur (GR), Míla og Tengir. Við ljósleiðaralagnir heim er þrenns konar högun beitt, hjávirkt ljósleiðaranet (e. Passive Optical Network, PON) mynd 2, beintengisamband (e. Point to Point, PTP) mynd 3 og virkt stjörnunet (e. Active star, AS) mynd 4.

Hvaða högun hentar best? Allar þær haganir ljósleiðaraneta sem hér hefur verið getið anna gríðarmiklu gagnamagni og verða aldrei takmarkandi þáttur hvað varðar þann gagnahraða sem um netin fer. Þetta er augljóst hvað varðar beintengdan ljósleiðara, þar er óskipt ljósleið alla leið frá símstöð og heim til notanda. Netskiptirinn (eða skiptarnir) í virku stjörnuneti ráða hraðanum á slíku neti. Nú þegar eru netskiptar

Hjávirkur ljósdeilir Farsímastöð Heimili eða fyrirtæki

Mynd 2. Hjávirkt ljósleiðaranet (PON)

VERKTÆKNI 2017/23 39


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

Heimili eða fyrirtæki fyrirtæki

Ethernet Ethernet skiptir skiptir AðgangsAðgangspunktur punktur

Mynd 3. Beintengdur ljósleiðari (PTP)

AðgangsAðgangspunktur punktur

Mynd 4. Virkt stjörnunet (AS)

Ethernet Ethernet skiptir skiptir

sem ráða við margfaldan þann hraða sem heimili þurfa og fáanlegir þurfa um langa framtíð. Þróun netskipta er ekki hætt og því má munu fullyrða að stjörnuhögunin sé framtíðarheld. Sama gildir um PON högunina. PON byggir á því að senda sama gagnastrauminn til allra notenda, straumurinn er dulkóðaður og endabúnaður (ONT, Optical Network Termination) hjá hverjum notanda sér um að hleypa gögnum þess notanda í gegn. Hjávirkur (e. passive) deilir sér um að deila ljósorkunni til þeirra notenda sem tengjast hverju sinni. Sú útfærsla sem nú er mest notuð er nefnd GPON (Gigabit Passive Optical Network). Í GPON er 2,5 Gb/s hraði sem skiptist milli notenda sem tengjast deilinum. Algengt er að hafa fjölda þeirra á bilinu 32 til 128. Ef gert er ráð fyrir að 64 notendur tengist deilinum eru því 39 Mb/s að meðaltali til reiðu fyrir hvern notanda. Öll fjarskiptakerfi eru hönnuð með tilliti til þess að afar litlar líkur eru á því að allir notendur nýti getu kerfisins til fulls á sama tíma, þetta er nefnt „tölfræðileg fléttun“ (e. statistical multiplexing). Þetta gildir

40

VERKTÆKNI 2017/23

FarsímaFarsímastöð stöð Heimili eða Heimili eða fyrirtæki fyrirtæki

FarsímaFarsímastöð stöð Heimili eða Heimili eða fyrirtæki fyrirtæki einnig um ljósleiðaranet, óháð högun þeirra. Gagnaumferð kemur í gusum (e. burst) og því þurfa netin að vera hæf að veita mikinn hraða í skamma stund þó að meðalhraðinn yfir tíma geti verið afar lágur. Um þessar mundir er meðalhraði á ljósleiðaratengingu á háannatíma aðeins um 1,5 Mb/s. Því eru allar líkur á því að notandi GPON njóti gusuhraða sem er mörg hundruð Mb/s þegar hann þarf á því að halda. Dæmi eru um fjarskiptafélög sem bjóða allt að 1 Gb/s hraðar tengingar yfir GPON net. Þeir sem hallast að beintengdum ljósleiðaranetum benda á að slík net séu öruggari til framtíðar af því að gagnaflutningsgeta þeirra er ekki takmörkuð. Í raun má fullyrða það sama um PON og AS. Gagnaflutningsgeta ljósleiðara er svo mikil að einu gildir hvort hún skiptist milli 100 notenda eða að einn notandi njóti hennar allrar. Hugmyndin um beintengd ljósleiðaranet er í raun afsprengi högunar koparneta [13]. Koparnet eru beintengd, hver notandi hefur sína koparlínu alla leið til símstöðvar. Í ljósleiðaraneti er ekki þörf fyrir þetta


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR og mun hagkvæmari uppbyggingarkostir eru fyrir hendi. Auðvelt er að leggja ljósleiðaranet þar sem hver leggur er 20 km langur og því er mjög hagkvæmt að hafa deilipunkta nálægt notendum og fækka þar með símstöðvum og ljósþráðum sem til þarf. Að auki er högunin mun sveigjanlegri þar sem auðveldara og ódýrara er að bæta við notendum sem síðar koma til sögunnar. Uppbygging PON neta er hagkvæmari en beintengdra neta sem nemur u.þ.b. 10% til 30% eftir því umhverfi sem netin eru lögð í. Skv. [14] má vænta þess að fjárfesting (CAPEX) við PON lausnir í þéttbýli sé um 10% lægri en við beintengdan ljósleiðara og skv. [15] má búast við 10% - 30% minni fjárfestingu í dreifbýli. PON er sú högun sem flest fjarskiptafélög um heiminn hafa valið [16], um 75% tenginga í Evrópu eru byggðar á PON [17]. Nýlegt dæmi um PON net er ljósleiðaranet Google í Bandaríkjunum, sem nefnt er Google fiber [18, 19]. Rekstur PON neta er talinn hagkvæmari en rekstur beintengdra og AS neta. Í PON er enginn virkur búnaður milli símstöðvar og heimilis, aðeins ljósleiðarar og hjávirkur ljósdeilir. Sama er að segja um beintengd net en þau þurfa að hafa einn ljóssendi fyrir hvern viðskiptavin meðan PON net þurfa einn fyrir hverja 32 – 128 viðskiptavini. Í AS þarf netskipti sem hefur a.m.k. jafnmörg ljóstengi og viðskiptavinir eru margir. Við þetta bætist að viðgerð á ljósstrengjum í PON netum getur tekið mun skemmri tíma en í beintengdum netum. Samsetning ljósleiðara sem hefur verið slitinn (t.d. af gröfu) er tímafrekt verk. Því er betra að nota strengi með tiltölulega fáum ljósleiðurum og stytta þar með viðgerðartíma umtalsvert. Skv. [20] er árlegur rekstrarkostnaður beintengdra ljósleiðaraneta um 35 € hærri en GPON neta fyrir hvern tengdan viðskiptavin. Þetta stafar m.a. af því að beintengd net þurfa meiri orku og meira rými í símstöð.

Ljósleiðaralagnir í sveitum Íslands Nokkur íslensk sveitarfélög hafa staðið fyrir ljósleiðaravæðingu á sínum svæðum. Víða í dreifbýli á Íslandi ríkir markaðsbrestur sem þýðir að enginn markaðsaðili telur sér í hag að fjármagna ljósleiðaralagnir á markaðslegum forsendum. Þess vegna hefur Fjarskiptasjóður fjármagnað hluta framkvæmdanna í nokkrum tilvikum og hefur þá stefnu að halda áfram slíkri fjármögnun. Áætlað er að úthluta 500 milljónum króna árlega á árunum 2016-2019 [21]. Í sveitum eru oft svo fáir viðskiptavinir fjarskiptafélaga að tekjurnar sem þeir skapa hrökkva ekki fyrir kostnaði. Til þess að veita þjónustu yfir ljósleiðaranet þarf þjónustuveitandi að bakfæða (e. backaul) netið með internettengingu, sjónvarpstengingu og símatengingu. Kostnaður við bakfæðinguna getur orðið verulegur hluti af tekjum fjarskiptafyrirtækja af netinu sem undirstrikar þörfina á því að halda öllum öðrum kostnaði við lágmark. Ljósleiðaranet í sveit veitir enga þjónustu, það verður að tengjast inn á þjónustuhnútpunkta sem margir eru í Reykjavík. Þar sem strjálbýlið er mest er hugsanlegt að stjórnvöld þurfi hreinlega að styrkja rekstur ljósleiðarakerfa. Á móti mætti spara t.d. þráðlausar útsendingar útvarps og sjónvarps. Ljósleiðaralagnir í sveitum munu leysa úr fjarskiptaþörfum sveitafólks til frambúðar. Fólk mun eiga kost á gagnvirku sjónvarpi, háhraða internettengingu og góðu talsambandi. Við bætist að ódýrara verður að setja upp farsímanet þar sem unnt verður að nýta ljósleiðaranetið til gagnafæðingar farsímastöðva en gagnafæðingin er verulegur kostnaðarliður við uppsetningu farsímastöðva. Þetta styður enn frekar PON uppbyggingu því auðveldara og ódýrara er að bæta við nýjum notendum á PON net en á beintengd net. Ástæðan er sú að á endanum klárast ljósþræðir í beintengdum netum nema þau séu verulega yfirhönnuð frá upphafi. Í sveitum geta risið sumarbústaðahverfi sem þurfa ljósleiðaratengingar og ný farsímanet (t.d. 5G) þurfa þéttriðin sendanet sem best er að bakfæða með ljósleiðurum.

Samkeppni á ljósleiðaranetum Nauðsynlegt er að tryggja samkeppni í fjarskiptum. Tvær meginaðferðir eru notaðar og nefnast þær innviðasamkeppni og þjónustusamkeppni. Innviðasamkeppni byggist á því að hver aðili á markaði byggir upp sína eigin innviði og býður þjónustu sína yfir þá. Dæmi um þetta eru farsímakerfin þar sem hver aðili hefur byggt upp eigin farsímanet og forskot á markaði hefur m.a. falist í því að hafa sem mesta útbreiðslu. Annað dæmi er samkeppni GR og Mílu þar sem verið er að leggja tvö samhliða ljósleiðaranet. Í þessu eru línur þó ekki skýrar og þjónustusamkeppni ryður sér til rúms. Vodafone og Nova hafa sameinað rekstur á sínum farsímainnviðum og nýta sömu innviðina til að keppa hvort við annað og aðra á markaðnum. Sýndarfarsímafélög (Mobile Virtual Network Operator, MVNO) eru einnig á farsímamarkaði. Slík félög semja við félag sem á innviði og bjóða farsímaþjónustu yfir þá innviði. Dæmi um þetta er 365 sem býður farsímaþjónustu yfir farsímainnviði Símans. Þjónustusamkeppni byggir á því að tveir eða fleiri aðilar nýta tiltekna innviði til að veita þjónustu sína. Þjónustuaðilar leigja þá aðgang að innviðunum sem geta verið í eigu eins þeirra eða í eigu aðila sem ekki býður þjónustu á markaði. Góð dæmi um þetta eru ljósleiðaranet GR, koparnet og ljósveita Mílu. Hvorugt félag býður fjarskiptaþjónustu í smásölu en önnur fjarskiptafélög leigja aðgengi að innviðunum og keppa um hylli neytenda með mismunandi þjónustu og verði. GR og Míla hafa þó innviðasamkeppni sín á milli eins og fyrr segir. Samkeppni á beintengdum ljósleiðaranetum og virkum stjörnutengdum netum getur farið þannig fram að aðilar leigja sameiginlega hýsingu fyrir búnað (símstöð) og hver setur upp sinn netskipti. Ljósleiðaratengigrind er sett upp og hægt er að tengja viðskiptavini hvers fjarskiptafélags inn á netskipta þess. Þetta kemst nærri því að vera innviðasamkeppni þó að innviðirnir séu í raun þeir sömu milli aðseturs viðskiptavinar og símstöðvar. Hægt er að reka PON net á beintengdu ljósleiðaraneti en þá næst ekki kostnaðarhagkvæmnin sem fæst við það að miða innviðina við PON. Ef ljósleiðaranet er lagt með PON högun er hægt að mynda þjónustusamkeppni. Einnig fylgir því óverulegur kostnaður að leggja strengi með nægilega mörgum ljósþráðum þannig að samkeppnisaðilar geti hver rekið eigið PON net. Þetta leiðir þó til mun verri nýtingar á símstöðvarbúnaði. Þjónustusamkeppni sem unnt er að viðhafa á PON neti er vel þekkt á markaðnum og er mikið beitt. Dæmi um þetta er sýndaraðgangur á VDSL netum sem nefndur er VULA (Virtual Unbundled Local Access) og viðskiptalíkan GR sem nefnt er „opið net“ [22] og felst í því að margir markaðsaðilar nýta innviði GR til að bjóða þjónustu sína.

Lokaorð Stjórnvöld hafa markað þá stefnu að leggja ljósleiðara sem víðast um sveitir landsins [21]. Sú aðgerð horfir mjög til framfara fyrir landsmenn og mun styðja verulega við atvinnulíf og nýsköpun í sveitum. Mjög þarf að vanda til verka við lagningu ljósleiðaranna til þess að rekstur netanna verði eins hnökralaus og kostur er. Viðgerðir í sveitum eru kostnaðarsamar og taka oft mun lengri tíma en tilsvarandi viðgerðir í þéttbýli. FTTH net eiga að duga um margra áratuga skeið og ekki ætti að vera þörf fyrir mikla endurnýjun strengja eins og reynslan af ljósleiðarahringnum sýnir. Endabúnaður ljósleiðara mun halda áfram að þróast og víst er að ávallt verður hægt að bjóða viðskiptavinum tengdum ljósleiðaraneti þann fjarskiptahraða sem þeir óska. Þetta er óháð þeirri högun sem beitt er og gildir um PON, beintengd og AS net. Ýmiss konar þróun á sér stað í tækni yfir PON net og er lesendum t.d. bent á [23] um frekari fróðleik. Eitt af því sem athygli vekur er samþætting PON og fimmtu kynslóðar farsímaneta. Búist er við því að flestar aðgerðir sem nú fara fram í farsímastöðvum verði færðar í tölvuský í framtíðinni og eftir sitji lítið annað en sendir, viðtæki og

VERKTÆKNI 2017/23 41


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR loftnet í farsímastöðvum. Tengingin milli tölvuskýs og slíkra farsímastöðva er nefnd „framfæðing“ (e. fronthaul) og þarf að eiga sér stað með miklum bitahraða. Nú er unnið að stöðlum sem gera slíka framfæðingu yfir PON mögulega til þess að halda kostnaði við hana í lágmarki.

Heimildir [1] H. Þorleifsson, Söguþræðir Símans - þróunarsaga íslenskra símamála, Reykjavík: Póst- og símamálastofnun, 1986. [2] J. Hecht, „Ultrafast fibre optics set new speed record,“ New Scientist, 9 April 2011. [Á neti]. Available: https://www.newscientist.com/article/ mg21028095.500-ultrafast-fibre-optics-set-new-speed-record. [Skoðað 4. desember 2016]. [3] D. M. Flournoy, The Broadband Millenium: Communication Technologies and Markets, Chicago: International Engineering Consortium, 2004. [4] T. Morrod, „Netflix goes Ultra High Definition,“ IHS Inc., 09 April 2014. [Á neti]. Available: https://technology.ihs.com/496648/netflix-goes-ultra-highdefinition. [Skoðað 6. febrúar 2017]. [5] E. Harstead og R. Sharpe, „Future Fiber-To-The-Home bandwidth demands favor Time Division Multiplexing Passive Optical Networks,“ IEEE Communications Magazine, pp. 218-223, November 2012. [6] A. Odlyzko, „The growth rate and nature of Internet traffic,“ Transactions on Internet Research, special issue on “New developments on the Web,, pp. 39-42, January 2016. [7] T. Senoh, I. Yasuyuki, S. Hisayuki og Y. Kenji, „Multi-View Image and Depth Map Coding for Holographic Reconstruction for Future Idealistic 3DTV System,,“ 2013. [8] Y. Huo, P. T. Kovács, T. J. Naughton og L. Hanzo, „Wireless Holographic Image Communications Relying on Unequal Error Protected Bitplanes,“ IEEE Transactions on Vehicular Technology, nr. DOI 10.1109/ TVT.2017.2656798, 2017. [9] „Um Orkufjarskipti,“ Orkufjarskipti, [Á neti]. Available: https://orkufjarskipti. is/?pageid=3. [Skoðað 14 febrúar 2017]. [10] „Farice,“ Farice ehf, [Á neti]. Available: http://www.farice.is. [Skoðað 31. janúar 2017]. [11] „Submarine Cable Map,“ TeleGeography, 8. febrúar 2017. [Á neti].

Available: http://www.submarinecablemap.com. [Skoðað 10. febrúar 2017]. [12] Ó. Benediktsson, „Um Farice og gagnaver,“ Morgunblaðið, p. 24, 9. september 2016. [13] D. Payne og R. Davey, „A new architecture for optical networks,“ Telektronikk, special issue on optical communications, pp. 34-48, Vol. 2 2005. [14] E. Zouganelli og et.al., „Fibre in Access Network Greenfield Scenarios, Deliverable 1,“ Eurescom GmbH, Heidelberg, 2006. [15] K. I. Ásgeirsson, „Ljósleiðaravæðing Mílu - Nútíð og framtíð,“ í Hádegisfundur Ský, “Ljóstengt Ísland - Fyrirmynd annarra þjóða”, Reykjavík, 2016. [16] F. news, „Industry’s first XGS-PON Plugfest extends PON interoperability,“ FSAN, Full service Access Network, 15 Desember 2016. [Á neti]. Available: http://www.fsan.org/industrys-first-xgs-pon-plugfest-extends-poninteroperability/. [Skoðað 13. febrúar 2017]. [17] E. Festraets, „Speed & Convergence define the Access Network of the Future,“ í Haustfundur Mílu, Reykjavík, 2016. [18] E. Keith, „Google Fiber’s Brewing Little Secret Exposed: It’s GPON!,“ Current Analysis, 27 Febrúar 2014. [Á neti]. Available: https://networkmatter. com/2014/02/27/google-fibers-brewing-little-secret-exposed-its-gpon/. [Skoðað 20. desember 2016]. [19] Google, „Google fiber,“ Google, 2016. [Á neti]. Available: https://fiber. google.com/about/. [Skoðað 1 Febrúar 2017]. [20] S. Ricciardi, G. Sanots-Boada, D. Cariglio og J. Domingo-Pascual, „GPON and EP2P: A Techno-Economic Study,“ í 17th European Conference on Networks and Optical Communications, Vilanova i la Geltrú, Catalonia Spain, 2012. [21] H. Benediktsson, „Snjalla Ísland fyrirmynd annarra þjóða,“ í Hádegisfundur Ský, “Ljóstengt Ísland - Fyrirmynd annarra þjóða, Reykjavík, 2016. [22] Gagnaveita_Reykjavíkur, „Stefna,“ Gagnaveita Reykjavíkur, 2016. [Á neti]. Available: https://www.ljosleidarinn.is/stefna. [Skoðað 15. desember 2016]. [23] J. Salgado, R. Zhao og N. Monteiro, „New FTTH-based technologies and applications,“ FTTH Council Europe, Deployment & Operations Committee, http://www.ftthcouncil.eu/documents/Publications/DandO_ White_Paper_2014.pdf, 2014.

TIL LEIGU VÖNDUÐ 280 FM. SKRIFSTOFUHÆÐ Í KRINGLUNNI Á 7. HÆÐ. • Útsýni 360° gr. • Sex lokaðar skrifstofur, opið vinnurými, fundarherbergi, tæknirými, tvö salerni.

• Parket á gólfi og lagnastokkar með veggjum. • Vandaðar innréttingar og lýsing. • Aðgangsstýrð lyfta. Einnig til leigu á 8. hæð, norðan megin, 120 fm. 4 skrifstofur. Vandað skrifstofuhúsnæði

Upplýsingar í síma 530 4606 / sigurdur@eigna.is 42

VERKTÆKNI 2017/23


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

Tilviksrannsókn á innleiðingu straumlínustjórnunar hjá framleiðslufyrirtæki Dr. Þórður Víkingur Friðgeirssona og Magnús Bollasonb Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, Menntavegi 1, 101 Reykjavík b Nói Síríus hf., Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík

a

Fyrirspurnir: Þórður Víkingur Friðgeirsson thordur@ru.is

Greinin barst 21. júní 2016 Samþykkt til birtingar 9. maí 2017

ÁGRIP Straumlínustjórnun (e. lean management) er umtalað og vinsælt stjórnunarform. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvernig innleiðing straumlínustjórnunar gekk fyrir sig hjá meðalstóru framleiðslufyrirtæki (Nóa Síríusi h.f ) með tilliti til þriggja rekstarþátta þ.e.:Vörugæða, starfsánægju og flæði. Rannsóknin er tilviksrannsókn sem framkvæmd var með eigindlegum rannsóknaraðferðum í formi viðtala við stjórnendur og almenna starfsmenn fyrirtækisins. Niðurstöður leiða í ljós að marktæk breyting hefur orðið á tveimur þáttum, starfsánægju og flæði en rannsóknin leiðir hins vegar ekki ljós að vörugæði hafi aukist eftir að fyrirtækið hóf innleiðingu straumlínustjórnunar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að helstu hindranir í veginum á innleiðingu straumlínustjórnunar hjá Nóa Síríusi hafa einkum snúið eftirfarandi þáttum; þjálfun og þekkingu starfsfólks, skuldbindingu allra stjórnenda við innleiðinguna og þekkingu þeirra á aðferðafræði straumlínustjórnunar og loks upplýsingaflæði innan fyrirtækisins.

ABSTRACT The purpose of this study is to examine Lean implementation at an manu­ facturing company. Three of the main factors that prompted the company to undertake the Lean journey are product quality, employee satisfaction and flow. This is a case study conducted with qualitative research methods and analysis of company data. Semi-structured interviews were conducted with employees that were purposively chosen for the task. Company data was also be studied for numerical results relating to the study. Primary results indicate that a significant change has occurred in two of the three factors measured. Flow and employee satisfaction have both improved. The study does not indicate that product quality has improved in regard to the Lean implementation. The results also show that the main obstacles in the Lean implementation are employee training, company culture and internal flow of information. Keywords: Lean, manufacturing SMEs, food production, product quality, flow, employee satisfaction

Lykilorð: Straumlínustjórnun, framleiðslufyrirtæki, matvælaframleiðsla, vörugæði, starfsánægja.

Inngangur Straumlínustjórnun (lean management) er orðin vel þekkt hugmyndafræði sem ryður sér sífellt meira til rúms á meðal fyrirtækja hvort sem er í framleiðslu, þjónustu eða annars konar starfsemi. Markmið fyrirtækja með því að innleiða hugmyndafræði straumlínustjórnunar er að auka samkeppnishæfni sína í sífellt kröfuharðara umhverfi. Í mörgum greinum í framleiðsluiðnaði, sérstaklega í Bandaríkjunum má segja að straumlínustjórnun sé orðin stjórnunarlegt viðmið (Liker og Morgan, 2006). Lág framleiðni og minnkandi samkeppnishæfni evrópskra fyrirtækja í matvælaiðnaði í samanburði við asísk og bandarísk fyrirtæki hefur vakið athygli Evrópusambandsins sem hratt af stað sérstöku verkefni til að reyna að bæta úr því (Commission of the European Communities, 2005). Ýmsar rannsóknir benda til þess að straumlínustjórnun sé góð leið til þess að bæta samkeppnisstöðu framleiðslufyrirtækja. (Dora et al. 2013). Lág framleiðni í íslensku atvinnulífi í samanburði við mörg önnur lönd (Jacobsen, 2013) hefur þótt áhyggjuefni og til að bregðast við því hafa mörg íslensk fyrirtæki á undanförnum árum innleitt straumlínustjórnun að meira eða minna leyti. Eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa tileinkað sér hugmyndafræði straumlínustjórnunar og innleitt hana í starfsemi sína er Nói Síríus hf. Í þessari rannsókn er leitast við að greina hvernig innleiðing straumlínustjórnunar hefur gengið fyrir sig hjá fyrirtækinu.

Rannsóknarspurning og rannsóknarmarkmið Straumlínustjórnun stefnir að því að unnið sé eftir sem skilvirkustum ferlum og aðferðum sem hámarka nýtingu á framleiðslutækjum, fólki og fjármagni. Það á að leiða til þess að fyrirtækið skili betri vörum og þjónustu til viðskiptavina sinna á sem stystum tíma með sem minnstum tilkostnaði. Þessu markmiði er náð með því að koma auga á og reyna að útrýma sóun í ferlum fyrirtækisins (Hines og Rich, 1997). Í þessari tilviksrannsókn er leitað svara við eftirfarandi spurningu: Hvernig geta lítil og meðalstór framleiðslufyrirtæki nýtt sér aðferðafræði straumlínustjórnunar til að auka samkeppnishæfni sína? Markmið rannsóknarinnar er að gera aðgengilegar upplýsingar um

innleiðinguna þannig að þær geti gagnast fyrirtækjum sem hafa áhuga á innleiðingu straumlínustjórnunar.

Fræðileg nálgun Straumlínustjórnun er annars vegar hugmyndafræði (Holweg, 2007) og hins vegar safn ýmissa aðferða og verkfæra en hugmyndafræðin og aðferðirnar verða alltaf að vinna saman til að árangur náist (Liker og Morgan, 2006). Allt frá því að Taiichi Ohno setti fram Toyota Production system á sjötta áratug síðustu aldar hafa aðferðirnar og hugmyndafræðin verið í sífelldri þróun enda eftir miklu að slægjast með réttri forgangsröðun. Melton (2005) sýndi fram á að 5% aðgerða auka virði vörunnar með beinum hætti fyrir viðskiptavini, að 35% aðgerða eru nauðsynlegar aðgerðir en auka þó ekki virði og að 60% aðgerða skapa ekkert virði fyrir viðskiptavini. Helsta leiðin til að lækka kostnað og auka virði er að freista þess að minnka sóun með því að fækka þeim aðgerðum sem skapa ekki virði fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Í bók Womack og Jones, Lean thinking (2003) eru fimm grundvallaratriði straumlínustjórnunar dregin saman en þau eru: (1) skilgreina virði í augum viðskiptavinarins, (2) koma auga á allar þær aðgerðir sem þarf að framkvæma til að koma vörunni til viðskiptavinarins og útrýma þeim aðgerðum sem ekki skapa virði, (3) skapa samfellt flæði, (4) láta kröfur viðskiptavina “toga” vöruna í gegn um ferlið og (5) leita fullkomnunar með stöðugum umbótum (Womack og Jones, 2003). Fyrirtæki þurfa að ná tökum á öllum þessum þáttum til að geta innleitt straumlínustjórnun með árangursríkum hætti í starfsemi sína. Eitt af vandamálunum við sóun er það að erfitt er að hafa yfirsýn yfir umfang hennar vegna þess að hún er ekki mæld eða skráð sem slík í bókhaldi fyrirtækja (Dahlgaard og Dahlgaard-Park, 2006). Straumlínustjórnun miðar þannig að því að greina vandamál í ferlum fyrirtækisins sem valda sóun og draga þau upp á yfirborðið til að gera þau sýnileg. Síðan er leitast við að komast fyrir rót vandans og endurbæta ferlana til að koma í veg fyrir að vandamálin komi upp aftur. Með þessum aðferðum straumlínustjórnunar geta fyrirtæki aukið framleiðni, bætt vörugæði, lækkað kostnað og þar með aukið virði

VERKTÆKNI 2017/23 43


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR vara og þjónustu til viðskiptavina sinna (Bhasin og Burcher, 2006). Í seinni tíð hefur þó áherslan víða færst frá því að einblína einungis á sóun og kostnað yfir í það að nýta straumlínustjórnun til þess að auka virði eða skynjað virði vörunnar/þjónustunnar fyrir viðskiptavininn. Það er hægt að gera t.d. með því að bæta við vöruna eiginleikum sem auka virðið fyrir viðskiptavini, en fjarlægja jafnframt eiginleika sem auka það ekki (Hines, Holwe, og Rich, 2004). Straumlínustjórnun snýr eins og áður sagði ekki eingöngu að hugmyndafræði og fyrirtækjamenningu. Hún inniheldur líka ýmsar aðferðir sem hægt er að velja úr til að aðstoða við innleiðingu, og með því að velja réttu aðferðirnar er hægt að aðlaga hugmyndafræðina að öllum fyrirtækjum, bæði stórum og smáum. Aðferðirnar styðja flestar við hugmyndafræðina um stöðugar umbætur og eru ýmist til þess að draga úr sóun eða auka virði fyrir viðskiptavini á annan hátt. Verkfærin sem slík eru þó til lítils gagns ef skilningur á hugmyndafræði straumlínustjórnunar er ekki fyrir hendi og fyrirtækjamenningin styður ekki við innleiðingu og notkun þeirra (Bhasin og Burcher, 2006). Fræðsla og þjálfun allra starfsmanna er grundvöllur fyrirtækjamenningar sem leiðir til valdeflingar allra þátttakenda í ferlinu til að þeir geti unnið með verkfærin á skilvirkan hátt (Dahlgaard og Dahlgaard-Park, 2006). Hugmyndafræðin um að greina sóun í virðisstraumum (value stream) og útrýma henni í þeim tilgangi að auka samkeppnishæfni fyrirtækja var þróuð af Ohno og Shiego Shingo og var fyrst innleidd innan Toyota og tekur til sjö þrepa (Hines & Rich, 1997): (1) Offramleiðsla þ.e. þegar framleitt er meira en þarf. Þetta er oft skilgreint sem alvarlegasta sóunin, (2) bið þ.e. sá tími sem fer í bið hjá starfsmönnum á milli verkefna eða eftirlit með sjálfvirkum tækjum. Varan er einnig í bið þegar ekki er verið að flytja hana eða vinna við hana, (3) flutningur þ.e. að flytja vöru á milli svæða bætir engu virði við hana fyrir viðskiptavini og eykur jafnframt hættu á skemmdum og tekur tíma frá virðisaukandi aðgerðum, (4) ofvinnsla þ.e. þegar að vara verið ofunnið vegna þess að ferlum eða ástandi búnaðar er ábótavant, (5) birgðir sem binda fjármuni og taka pláss sem leiðir til kostnaðar, (6) hreyfing þ.e. ónauðsynleg hreyfing starfsmanna og tækja skapar ekki virði og er því sóun og (7) gallar sem kalla á lagfæringar, endurvinnslu eða förgun- sem skapar kostnað og skapar ekkert virði. Stundum er bætt við áttundu tegund sóunar sem er vannýttur mannauður eða vannýttir hæfileikar (Womack og Jones, 2007). Virðisstraumur inniheldur allar aðgerðir í ferlinu sem þarf til að framleiða vöru og koma henni til viðskiptavinar (Womack og Jones, 2003) hvort sem þær aðgerðir eru virðisaukandi eða ekki (Abdulmalek og Rajgopal, 2006). Virðisstraumurinn hefst með hráefninu og endar hjá viðskiptavininum og nær jafnt yfir yfir flæði á vörum og upplýsing­ um (Abdulmalek og Rajgopal, 2006). Kortlagning virðisstrauma (value stream mapping) er grunnur þess að greina tækifæri til þess að eyða sóun, auka virðisaukandi aðgerðir og bæta flæði í ferlum fyrirtækja (Chiarini, 2013). Með því að greina og setja upp á sýnilegan hátt flæði vörunnar frá upphafi til enda í gegn um fyrirtækið er hægt að draga fram hvaða aðgerðir eru virðisaukandi og hvaða aðgerðir eru það ekki (Abdulmalek og Rajgopal, 2006). Við kortlagningu á virðisstraumi er leitast við að greina hvaða eiginleikar og þættir vörunnar eða þjónustunnar hafa raunverulega virði fyrir viðskiptavininn. Síðan eru fundnar leiðir til þess að bæta og breyta ferlinu og nýtt framtíðarferli teiknað upp (Abdulmalek og Rajgopal, 2006). Þegar virðisstraumar eru kortlagðir kemur nánast alltaf fram mikil sóun í ferlinu (Womack og Jones, 2003) og með kortlagningunni næst yfirsýn yfir heildarmyndina í stað þess að einblína á einstaka þætti í ferlinu. Það skapar sameiginlega sýn á ferlið sem leiðir til betri ákvarðanatöku við endurbætur á virðisstraumnum (Abdulmalek og Rajgopal, 2006). Eitt af grundvallaratriðum straumlínustjórnunar eru stöðugar umbætur (Womack og Jones, 2003). Kaizen er japanska orðið yfir

44

VERKTÆKNI 2017/23

umbætur og oft er því haldið fram í skrifum um stjórnun að Kaizen og þátttaka almennra starfsmanna í umbótaverkefnum sé lykillinn að þeim árangri sem japanskur framleiðsluiðnaður hefur náð (Brunet og New, 2003). 5S aðferðin er aðferð sem oft er innleidd snemma í ferlinu hjá fyrirtækjum við innleiðingu straumlínustjórnunar. 5S er aðferð til þess að auka framleiðni og minnka sóun með því að hafa allt í röð og reglu og á sínum stað (Bayo-Moriones et al. 2010). Í Japan er gjarnan litið á á 5S sem heimspekilega hugmyndafræði en á vesturlöndum er litið á 5S sem aðferðafræði eða verkfæri í straumlínustjórnun (Bayo-Moriones et al. 2010). Oft er litið til 5S sem forsendu fyrir því að skapa umhverfi stöðugra umbóta innan fyrirtækja. (Bayo-Moriones et al. 2010). Sýnileg stjórnun (visual management) er samansafn ýmissa aðferða til að auka yfirsýn stjórnenda og starfsmanna yfir starfsemina. Leiðirnar eru misjafnar en markmiðið er alltaf hið sama sem er að gera sem flesta þætti starfseminnar sýnilega fyrir alla og virkja bæði starfsfólk og stjórnendur til þátttöku í umbótastarfinu (Slack, Chambers, og Johnston, 2010). Algeng aðferð eru svokallaðar VMS (Visual management system) töflur. Þær geta verið settar upp með ýmsum hætti og innihaldið bæði mælingar á einstökum þáttum starfseminnar og verkefni sem er verið að vinna að (Liker og Morgan, 2006 Straumlínustjórnun var upphaflega kölluð Just in time þegar hugmyndafræðin barst til annarra landa frá Japan (Slack, Chambers, og Johnston, 2010). Markmiðið með JIT er að framleiða einungis vörur eftir þörf og einungis í því magni sem pantað er hverju sinni. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir birgðasöfnun í ferlinu og stytta afhendingartíma. Gemba er japanska orðið yfir staðinn sem verðmætin verða til eða vinnan fer fram (Chiarini, 2013). Gemba ganga er það kallað þegar æðstu stjórnendur gera sér ferð á þessa staði, kynna sér hvaða starfsemi er í gangi hverju sinni, hvernig hún fer fram og ræða við starfsmenn. SMED (single-minute exchange of die) aðferðafræðin var þróuð af Shigeo Shingo í lok sjötta áratugar síðustu aldar til að stytta þann tíma sem tekur að skipta á milli mismunandi afurða í framleiðslutækjum. Toyota var einna fyrst til að nýta sér aðferðafræðina með góðum árangri (Chiarini, 2013). Gjarnan er eingöngu litið á SMED aðferðafræðina sem styttingu á uppsetningatíma í framleiðsluvélum þegar verið er að skipta um framleiðsluvöru en það er þó aðeins hluti af því sem SMED aðferðafræðin snýst um. Aðferðinni er gjarnan skipt í fjögur stig: (1) Skilgreining á ytri og innri uppsetningu og undirbúningi, (2) umbreyting á eins mörgum innri uppsetningaþáttum og mögulegt er yfir í ytri þætti, (3) umbætur á innri uppsetningu og (4) umbætur á ytri uppsetningu (Chiarini, 2013). Kanban er kerfi til að skapa tog í gegn um framleiðsluferilinn og koma þannig í veg fyrir offramleiðslu. (Chiarini, 2013) Þetta er framkvæmt þannig að hvert stig í ferlinu kallar á gangsetningu á næsta stigi á undan. Þannig er framleiðsla ekki gangsett fyrr en þörf er á og innri birgðasöfnun verður því ekki til í framleiðsluferlinu. (Chiarini, 2013). Heijunka er leið til þess að jafna út álagi á framleiðslutækin í kerfi sem er með blandaða framleiðslu ásamt því að koma í veg fyrir birgðasöfnun inni í kerfinu. Heijunka er í samræmi við þá hugmyndafræði að framleiðsla eigi eingöngu að mæta pöntunum frá viðskiptavinum og sveiflur á markaðinum eigi ekki að leia til aukinnar birgðasöfnunar (Coleman og Vaghefi, 1994). Sá árangur sem hægt er að ná fram með Heijunka er (1) lágmörkun heildarbirgða, (2) lágmörkun nauðsynlegrar framleiðslugetu bæði í tækjabúnaði og mannafla og (3) styttri afhendingartími á vöru til viðskiptavinar (Coleman & Vaghefi, 1994). Loks má geta um Flæði (flow) sem til dæmis Womack og Jones (2003) telja eitt af eitt af grundvallaratriðunum í hugmyndafræði straumlínustjórnunar. Þar kemur fram að ekki er einungis nóg að


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR útrýma sóun og staðla verklag. Það þarf einnig að tryggja að gott flæði sé í gegn um virðiskeðjuna allt frá aðföngum til viðskiptavinar. Ekki hafa verið gerðar ýkja margar rannsóknir á innleiðingu straumlínustjórnunar í íslenskum fyrirtækjum. Þó má nefna rannsóknir Vilborgar Hannesdóttur (2009), Snorra Fannars Gunnlaugssonar (2013), Ólafar Árnadóttur (2010) og Bynju B. Gröndal (2013). Erlendis hefur innleiðing straumlínustjórnunar verið talsvert rannsökuð hjá framleiðslufyrirtækjum enda á hugmyndafræðin uppruna sinn að rekja til framleiðslufyrirtækja. Mætti þar nefna þekktar rannóknir Achanga et al. (2006), Dora et al. (2012) og (2013) og Worley og Doolen (2006) en þessar rannsóknir leiddu í ljós umtalsverð jákvæð áhrif á margvíslega þætti rekstrarins.

Um fyrirtækið Nói Síríus er framleiðslu og innflutningsfyrirtæki sem framleiðir fjölmargar tegundir af sælgæti og flytur einnig inn og dreifir sælgæti og morgunkorni. Fyrirtækið er með verksmiðju og söludeild ásamt skrifstofum og vöruhúsi í Reykjavík en starfrækir einnig söluskrifstofu á Akureyri. Heildarvelta fyrirtækisins er um þrír milljarðar á ári. Í verksmiðjunni eru árlega framleidd um 1.800 tonn af sælgæti og er fjöldi framleiddra vörunúmera um 300. Starfsmannafjöldi er um 150 og þar af starfa um 100 á framleiðslusviði. Verksmiðjunni er skipt upp í sex deildir þar sem ýmist fer fram framleiðsla eða pökkun (www.noi. is, án dags.).

Aðferðafræði Rannsóknin er fyrirbærafræðileg þar sem leitast er við að finna þemu í gögnunum sem fást með viðtölum við viðmælendur og greina þannig reynslu þeirra af fyrirbærinu sem er til rannsóknar (Sigríður Halldórsdóttir, 2013). Þátttakendur voru því valdir með markmiðsúrtaki (purposive sampling) en þá eru valdir viðmælendur sem best þykja henta markmiði rannsóknarinnar (Katrín Blöndal og Sigríður Halldórsdóttir, 2013). Tekin voru viðtöl við sex starfsmenn með eigindlegum rannróknaraðferðum sem hafa tekið þátt í innleiðingu straumlínustjórnunar hjá fyrirtækinu frá upphafi og höfðu því samanburð á aðstæðum bæði fyrir og eftir að innleiðingin hófst. Þess var gætt að velja góða fulltrúa starfsmanna með næga þekkingu og yfirsýn yfir innleiðinguna til að fá nægilega mettun (saturation) í þeim tilgangi að tryggja gæði rannsóknarinnar (Sigríður Halldórsdóttir og Sigurlína Davíðsdóttir, 2013). Viðmælendur voru konur og karlar á ólíkum aldri sem starfa í mismunandi deildum innan fyrirtækisins. Þátttakendur voru bæði stjórnendur og almennir starfsmenn. Viðtölin voru svokölluð hálfstöðluð viðtöl (semi structured interviews) sem henta vel þar sem að ætlunin er að ná fram skilningi á reynslu viðmælenda frá þeirra sjónarhóli (Helga Jónsdóttir, 2013). Rannsóknin er tilviksrannsókn (Case study) sem er heppileg aðferð til að skoða raunveruleg tilvik og aðstæður (Rúnar Helgi Andrason og Ársæll Már Arnarsson, 2013). Rannsakandi starfar hjá fyrirtækinu og því er einnig um starfendarannsókn að ræða (Kristín Þórarinsdóttir og Rúnar Sigþórsson, 2013) Þau gögn sem fengust með viðtölum við þátttakendur rannsóknarinnar voru kóðuð með svokallaðri opinni kóðun (Unnur Guðrún Óttarsdóttir, 2013) til að koma auga á þemu í gögnunum en með kóðun viðtala er hægt að flokka saman sameiginlegt efni til að auðvelda greiningu (Kristín Björnsdóttir, 2013). Notast var við samleitandi snið (convergient parallell design) Þar sem að niðurstöður viðtala og greining á fyrirliggjandi gögnum eru tengdar saman áður en niðurstöður eru túlkaðar (Sigurlína Davíðsdóttir og Anna Ólafsdóttir, 2013) Til vinna gegn hlutdrægni þátttakenda og auka áreiðanleika niðurstaðna var notast við margprófun gagna (data triangulation) en þá eru viðmælenda voru borin saman við fyrirliggjandi gögn í þeim tilgangi að auka réttmæti rannsóknarinnar (Robson, 2011).

Framkvæmd og Niðurstöður Við úrvinnslu gagnanna sem fengust með viðtölum við þátttakendur voru viðtölin kóðuð til að draga fram þemu sem tengjast viðfangsefninu. Í þessum kafla eru svör viðmælenda greind eftir kóðun viðtala var niðurstöðunum skipt niður í fjögur þemu sem tengjast rannsóknarspurningunni. Þemun eru eftirfarandi: (1) Innleiðing straumlínustjórnunar, (2) áhrif straumlínustjórnunar á vörugæði, (3) áhrif straumlínustjórnunar á starfsánægju og (4) áhrif straumlínustjórnunar á flæði. Innleiðing straumlínustjórnunar hjá fyrirtækinu hófst fyrir alvöru árið 2010 með samþykki stjórnar á tillögu forstjóra um að það yrði stefna fyrirtækisins að vinna samkvæmt hugmyndafræði straumlínustjórnunar. Í upphafi voru innleiddar VMS töflur hjá framkvæmdaráði fyrirtækisins og skömmu síðar hjá fleiri deildum. Skömmu síðar var stigið næsta skref í innleiðingunni og þá var framkvæmt eitt mjög stórt Kaizen verkefni þar sem að fulltrúar allra deilda og allir stjórnendur endurhönnuðu áætlanaferli fyrirtækisins allt frá innkaupum á hráefni og umbúðum og til sölu og afhendingar til viðskiptavina. Áætlanaferlið var í framhaldinu skilgreint sem kjarnaferli fyrirtækisins sem knýr alla starfsemina áfram. Þetta verkefni skilaði fyrirtækinu miklum árangri, bæði hvað varðar þjónustu við viðskiptavini og ekki síður varðandi samskipti og boðleiðir innanhúss. Mikið vantaði á í upphafi að fyrirtækjamenningin styddi við innleiðinguna og eins var stuðningur allra stjórnenda ekki fyrir hendi. Þekking innan fyrirtækisins á straumlínustjórnun var nánast engin nema hjá hluta æðstu stjórnenda. Í raun og veru voru fyrstu skrefin þannig að verið var að þreifa á verkfærunum og sjá hvaða árangur næðist af því að innleiða þau í litlum skrefum. Það voru klárlega ekki allir tilbúnir í svona miklar breytingar og það var líka alveg greinilegt að sumir ætluðu ekki að standa þessu veseni og bara að bíða eftir því að þetta liði hjá eins og allt hitt sem var svosem búið að prófa áður í einhverjum stjórnunarpælingum og ekki gengið upp. Fengin var ytri ráðgjafi til að leiða innleiðinguna.Hún fékk víðtækt umboð forstjóra og lét mikið til sína taka innan fyrirtækisins. Hún stýrði Kaizen viðburðum, innleiddi VMS töflur ásamt því að stjórna fræðslu og þjálfun starfsmanna varðandi straumlínustjórnun. Þetta setti aukinn kraft í innleiðinguna en gerði það líka að verkum að stjórnendur þurftu ekki að stíga inn af eins miklum krafti og annars hefði verið krafist af þeim. Einnig skapaði föst viðvera og óljóst hlutverk ráðgjafans nokkra óvissu meðal starfsfólks. Það var nú bara þannig á tímabili eins og (ráðgjafinn) réði bara öllu í fyrirtækinu. Fólk vissi einhvern vegin ekki alveg hvert hennar hlutverk var og af hverju hún virtist fá að ráða öllu því sem hún vildi ráða og hún gæti bara vaðið inn í allar deildir og sett út á hvernig við vorum að vinna vinnuna okkar. Mikið vantaði upp á að þekking stjórnenda á straumlínustjórnun og verkfærunum sem verið var að innleiða væri næg sem gerði það að verkum að hlutverk þeirra í innleiðingunni var ekki nægilega skýrt og þeir voru því ekki allir í því leiðtogahlutverki sem þeir hefðu átt að vera við að kynna aðferðirnar gagnvart starfsmönnum og leiða breytingarnar. Starfsmenn fundu fyrir þessu og þetta dró að einhverju leyti úr trúverðugleika stjórnenda gagnvart starfsmönnum í upphafi innleiðingarinnar og hægði á innleiðingarferlinu. Það hefði klárlega verið betra gagnvart starfsfólkinu ef framkvæmdaráðið hefði keyrt dæmið áfram með hjálp (ráðgjafans) í staðinn fyrir að (ráðgjafinn) drægi (þá) áfram. Ég meina það var eins og enginn vissi neitt um hvað þetta snérist og það var bara allt í einu einhver kona utan úr bæ farin að stýra fundunum sem að (X) átti að stýra og hann sat bara með okkur hinum og fattaði ekki neitt frekar en við hin.

VERKTÆKNI 2017/23 45


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR Smátt og smátt komst meira jafnvægi á innleiðingarferlið og viðhorf starfsmanna breyttust bæði til innleiðingarinnar og ráðgjafans. Vilji starfsmanna til að nýta sér VMS töflurnar í umbótastarfi jókst og árangurinn jókst í samræmi við það. Það var oft alveg ferlega erfitt að standa í þessu sérstaklega töflufundirnir í byrjun, þeir voru nú ekki alltaf gæfulegir og maður sá ekki alltaf hvert hún var að fara en þegar maður horfir til baka sér maður að hún vann auðvitað alveg ótrúlegt starf að snúa skútunni á rétta braut. Innleiðing á VMS töflunum gekk upp og ofan til að byrja með. Framkvæmdaráðið var fyrst til að innleiða VMS töflu hjá sér og gekk það hægt í byrjun en með með aðstoð ráðgjafans gekk það sífellt betur og einhverjir stjórnenda voru hrifnir af hugmyndafræðinni en aðrir síður. Öllum deildum í fyrirtækinu var svo í framhaldinu gert að tileinka sér sjónræna stjórnun og setja upp VMS töflur. Þessi verkefnastjórnunarþáttur er enn notaður í umbótastarfinu og virkar vel. Þegar verkefni er samþykkt er það síðan rekið á töflunni þar sem að ábyrgðarmenn eru skilgreindir og aðgerðir tímasettar. Hægt og rólega fóru starfsmenn síðan að átta sig á kostum sýnilegrar stjórnunar, mótstaðan minnkaði eftir því sem árangurinn kom betur í ljós og sífellt fleiri starfsmenn lærðu að meta VMS töflurnar. Nú eru starfræktar yfir 20 virkar VMS töflur í fyrirtækinu og algengt er að tímabundin teymi sem stofnuð eru um einstök verkefni noti VMS töflur sem verkefnastjórnunartæki. Fyrst skildi enginn neitt í þessum töflum. Maður hafði það á tilfinningunni stundum að það væri verið að búa til verkefni bara til að hafa eitthvað í gangi á töflunum. Það hefði þurft að kynna okkur miklu betur hver væri raunverulega pælingin á bak við þetta töfludæmi. Daglegu fundirnir skila miklu meira. Allur hópurinn hittist strax í upphafi dagsins og allir vita nákvæmlega hvað er í gangi. Notkun á VMS töflum og daglegir jafnt sem vikulegir fundir með aðstoð þeirra eru nú orðnar eðlilegur þáttur í starfseminni hjá fyrirtækinu og fjöldi starfsmanna notar þær sem eðlilegt og sjálfsagt hjálpartæki við verkefnastjórnun og upplýsingagjöf á hverjum degi. Fundir eru daglega, stuttir og hnitmiðaðir og skilningur starfsfólks og árangur af sýnilegu stjórnuninni hefur aukist jafnt og þétt. Mikil breyting hefur orðið á vinnubrögðum innan fyrirtækisins almennt og viðhorfi starfsmanna til þeirra aðferða straumlínustjórnunar sem notaðar eru og menning stöðugra umbóta er sífellt að að festast betur í sessi. VMS töflurnar eru orðnar eðlilegur partur af daglegri störfum flestra starfsmanna, allir ferlar í starfseminni hafa verið teiknaðir upp og eru rýndir reglulega af þeim sem að vinna í þeim þar sem umbætur á þeim eru leiðarljósið. Stór og smá umbótaverkefni sem oft skila góðum árangri eru reglulega unnin með aðlöguðu Kaizen verklagi sem hefur þótt henta vel. Innleiðingaráætlun er í gangi varðandi 5S og því hefur 5S teymi þar sem fulltrúar úr mismunandi deildum taka þátt verið starfrækt um nokkra hríð og stýrir það innleiðingu á aðferðafræðinni innan fyrirtækisins. 5S hefur nú þegar verið innleitt á nokkrum stöðum bæði á skrifstofu fyrirtækisins, vöruhúsinu og í verksmiðjunni. Það er almenn ánægja meðal starfsmanna með árangurinn af þeim 5S innleiðingum sem þegar hafa átt sér stað og stefnt er að því að 5S verði innleitt á öllum svæðum í fyrirtækinu. Mikið vantar þó enn upp á að nægilega margar aðferðir straumlínustjórnunar hafi verið innleiddar. SMED hefur verið til skoðunar hjá stjórnendum og tæknideild en innleiðing er ekki hafin og ýmis hugtök eins og Kanban og Heijunka virðast ekki vera almennt þekkt hjá starfsmönnum og ekkert er verið að vinna með þau. Jújú maður hefur svosem eitthvað pælt í þessu Lean dæmi en þetta eru einhver svaka fræði sem maður er ekkert að fara að setja sig neitt mikið inn í held ég….. alls konar einhver japönsk speki sem passar kannski ekkert endilega hér hjá okkur. Það er samt margt sniðugt í þessu dóti eins og til dæmis töflurnar og 5S. 46 VERKTÆKNI 2017/23

Samvinna á milli deilda og sviða hefur batnað mikið samkvæmt viðmælendum og mun meiri umbótahugsun en áður var er almennt orðin ríkjandi á meðal starfsmanna. Mun fleiri starfsmenn eru farnir að taka virkan þátt í umbótaverkefnum og viðhorf til breytinga hefur gjörbreyst. Sumir starfsmenn tala um „Gamla Nóa“ fyrir innleiðingu og „Nýja Nóa“ núna og þegar vel heppnaðar breytingar, eftirtektarverð samvinna eða umbótahugsun almennra starfsmanna eiga sér stað sem eru þessi hugtök gjarnan notuð. Margt hefur áunnist en samt virðist vera að sé enn langt í land með að þekkingin á hugmyndafræði og aðferðafræði straumlínustjórnunar sé næg innan fyrirtækisins.

Áhrif straumlínustjórnunar á vörugæði Erfitt er að greina hver áhrif innleiðingar straumlínustjórnunar hafa verið á vörugæði. Hlutfall kvartana frá viðskiptavinum hefur ekki minnkað, er ennþá á bilinu 100-120 kvartanir á hver 1.000 seld tonn sem er kannski ekki mjög mikið miðað við þær milljónir stykkja sem eru seldar á ári, en kvartanir eru teknar alvarlega hjá fyrirtækinu og vilji er til þess að fækka þeim eins og kostur er. Hluti af framleiðslutækjunum er nokkuð gamall og á það sinn þátt í að stundum er ekki hægt að hafa eins fullkomna stöðlun á framleiðslunni og æskilegt væri. Einnig er mikil handavinna við framleiðslu á sumum vörum, sérstaklega í kring um jól og páska og þá á sér stað mest af gæðafrávikum sem verða vegna mannlegra mistaka og leiða til kvartana frá viðskiptavinum. Unnið hefur verið töluvert að því að auka gæðavitund starfsmanna innan fyrirtækisins með fræðslu og valddreifingu. Með þeim hætti var farin sú leið að flytja meiri ábyrgð á gæðamálum á herðar framleiðslustjóra, verkstjóra og almennra starfsmanna og draga um leið úr formlegu gæðaeftirlit Viðmælendur voru ekki sammálu varðandi það hvort þessi leið hafi skilað miklum árangri hingað til eða hvort sú leið sé vænleg til árangurs. Mjög skiptar skoðanir voru meðal viðmælenda um áhrif straumlínustjórnunar á vörugæði og ágæti þeirrar leiðar sem farin hefur verið í þeim málum. Sumum fannst þetta afleitt. Ég skil ekki hvað var verið að pæla með því að leggja niður gæðaeftirlitið og setja þetta bara allt á verkstjórana. Þeir hafa ekki nógu mikla þekkingu eins og matvælafræðingarnir hafa…... Þetta á bara eftir að koma í bakið á okkur.

Öðrum fannst þetta skref í rétta átt. Það var mikil framför að hætta með „gæðalögguna“ og færa í staðin ábyrgðina á framleiðsluna beint. Það eru allir núna miklu meðvitaðri um gæðamálin…..ég meina ef verkstjórarnir sem þekkja vöruna betur en allir aðrir eru ekki manna hæfastir til að gera þetta, hver er það þá?

Stöðlun verklags Öll framleiðsluferli hafa verið teiknuð upp eins og önnur ferli í starfseminni. Vinnulýsingar hafa verið endurbættar, mælingar hafa verið samræmdar og reynt að staðla verklag eins og hægt er. Samt er ekki hægt að greina merkjanlegan mun á gallatíðni þegar kemur að athugasemdum frá viðskiptavinum. Verklag á skráningu og meðferð meðferð kvartana hefur einnig verið staðlað Skráning og utanumhald kvartana er orðið miklu betra en áður var í kjölfar umbótaverkefnis sem var unnið á því ferli ásamt því að athugasemdir varðandi vörur eða vörugæði sem koma frá neytendum á Facebook síðu fyrirtækisins eru núna skráðar. Þar sem að bæði skráning og aðgengi neytenda til að koma athugasemdum á framfæri hefur gerbreyst er samanburðurinn á raunverulegri gallatíðni erfiður og þar sem að skoðanir viðmælenda voru afar skiptar er ekki hægt að draga ályktanir um það hvort að innleiðing straumlínustjórnunar hafi aukið vörugæði.


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

Áhrif Straumlínustjórnunar á starfsánægju Strax í upphafi var mikil tortryggni á meðal almennra starfsmanna í garð innleiðingarinnar og ráðgjafans sem stýrði innleiðingunni. Þekkingin á straumlínustjórnun var lítil sem engin innan fyrirtækisins og ekki unnið nógu markvisst að fræðslu og kynningu meðal almennra starfsmanna. Óvissan var því mjög mikil og ástandið á atvinnumarkaðinum og í efnahagslífinu var ekki til auka almenna tiltrú starfsmanna á verkefninu og jók á óöryggið sem einhverjir fundu fyrir. Ókei sko, það er kannski allt í lagi að segja þetta núna….en ef það hefði verið einhver séns að fá sæmilega vinnu á þessum tíma hefði ég trúlega og ábyggilega fleiri bara labbað út…ég meina þetta var bara eins og eitthvað tómt rugl. Maður þurfti að sitja endalaust á einhverjum fundum með ykkur (stjórnendum) og [ráðgjafanum] og setja einhverjar hugmyndir á gula miða sem maður vissi síðan ekkert hvort eitthvað kæmi út úr. Maður hafði auðvitað engan tíma til að standa í þessu … það var nógu brjálað að gera samt. Fyrirtækið var skyndilega að taka mjög hröðum breytingum eftir að hafa verið frekar íhaldssamt í stjórnunarháttum og stöðugt í áratugi. Margir starfsmenn héldu að straumlínustjórnun væri fyrst og fremst leið til að fækka starfsfólki og sáu ekki tilganginn í því að taka þátt í vinnu sem myndi jafnvel leiða til þess að það missti starf sitt í framtíðinni. Ég meina, maður var náttúrulega skíthræddur fyrst um að það ætti að fara einhver massífur niðurskurður í gang. Ég man það var líka talað um það á göngunum að það ætti að henda út öllu gamla liðinu og ráða inn yngra fólk í staðinn til að spara. Þegar öldurnar lægði og starfsmenn fóru að átta sig á því að markmið stjórnenda fyrirtækisins með því að innleiða straumlínustjórnun í starfsemina var ekki að fækka störfum, heldur að ná betri árangri í rekstrinum breyttist viðhorfið jafnt og þétt á meðal þeirra og mæld starfsánægja hefur síðan aukist jafnt og þétt með hverju ári og nú talsvert fyrir ofan meðallag hjá Íslenskum fyrirtækjum. Ég held að mórallinn hafi aldrei verið eins góður og hann er núna, að minnsta kosti ekki sem ég man eftir. Það eru allir eitthvað svo mikið til í að vinna saman alltaf og samvinna á milli sölu og framleiðslu er náttúrulega allt önnur en hún var áður. Einn af þeim þáttum sem flestir viðmælendur nefndu varðandi aukna starfsánægju var bætt upplýsingaflæði innan fyrirtækisins. Notkun á VMS töflunum er stór þáttur í gagnvirku upplýsingaflæði á milli deilda og starfsmanna.auk þess að vera aðalverkfæri verkefnastjórnunar innan fyrirtækisins. Það er alveg frábært að geta séð hvað er í gangi hjá öðrum deildum með því bara að kíkja á töflurnar þeirra og skoða verkefnin sem hanga uppi. Það er bara verst að það fatta ekki allir að gera þetta eða ég held líka að sumir kunna ekki við að vera að skoða töflurnar hjá öðrum eins og það sé hnýsni eða eitthvað. Mikið hefur verið unnið að umbótum á upplýsingaflæði innan fyrirtækisins. VMS töflurnar gegna þar veigamiklu hlutverki þar sem að þær eru sýnilegar öllum starfsmönnum. Viðmælendur voru almennt sammála um það að upplýsingaflæði hefi batnað verulega innan fyrirtækisins. Fyrsta stóra Kaizen verkefnið var mjög metnaðarfullt, sérstaklega í ljósi þess að þekkingin á aðferðafræði straumlínustjórnunar var mjög takmörkuð innan fyrirtækisins. Markmiðið var að bæta afhendingarhlutfall á vörum fyrirtækisins til viðskiptavina með því að innleiða nýtt áætlanakerfi og ný vinnubrögð í allri virðiskeðjunni varðandi framkvæmd söluáætlana, innkaupa og skipulagningar framleiðslu. Áður en það var farið í áætlanaverkefnið voru níu manns minnir mig að sjá um einhverskonar innkaup án þess að það væri endilega þeirra hlutverk eða djobb. (ísl.starf). Pældu i því. níu manneskjur! Og samt var innkaupadeild. Núna eru þær tvær og allt gengur miklu betur.

Þetta fyrsta Kaizen verkefni sem var unnið hafði mjög mikil áhrif á alla starfsemi og árangur fyrirtækisins. Vinnubrögð við áætlanagerð og framleiðsluskipulag gerbreyttist og skerpt var á ábyrgð allra sem koma að ferlinu. Afhendingarhlutfallið á vörum til viðskiptavina fór úr því að vera yfirleitt á bilinu 70-80 % í það að vera nánast alltaf yfir 90% í flestum vöruflokkum og marga mánuði er það nær 100%. Þetta er orðin rosa breyting. Það er sko ekkert einfalt mál að eiga alltaf allt til hjá fyrirtæki sem er með langt yfir þrjúhundruð mismunandi vörur í boði og ábyggilega miklu meira en þúsund vörunúmer í umbúðum og hráefnum. Ég meina það er rosalega margt sem þarf alltaf að ganga upp til að þetta sé hægt….á hverjum einasta degi. Þetta aukna þjónustustig gagnvart viðskiptavinum hefur ekki leitt til aukinnar birgðasöfnunar því að á tímabilinu hefur veltuhraði birgða framleiðsluvara aukist sem bendir til þess að flæðið sé skilvirkara en það var áður og meira sé verið að miða framleiðsluna til að uppfylla raunverulega þörf en ekki til að nýta vélar tíma eða aðföng eins og þægilegast gæti þótt hverju sinni. Við vorum alltaf að lenda í því að lagerinn var fullur af vörum en samt ekkert til ef þú skilur hvað ég meina. Allt of mikið til af vörum sem hreyfðust lítið og runnu svo kannski út fyrir rest en vinsælu vörurnar á bullandi vöntun og allir brjálaðir, (x) var að koma hlaupandi inn og stóð yfir okkur á meðan við vorum að pakka einhverju sem hann beið eftir (...). Endalaust verið að redda einhverju og skipta um í vélum til að bjarga einhverjum slöttum þú veist… Sá tími sem líður frá því að hugmynd að nýrri vöru er samþykkt og þar til hún kemur á markað hefur styst verulega og allt ferlið orðið „margfalt skilvirkara og tíu sinnum skemmtilegra“ eins og einn viðmælandi orðað það. Vöruþróun á nýjum vörum hefur tekið stakkaskiptum hjá fyrirtækinu. Þróunartíminn á nýjum hefur styst, samvinna á milli markaðs og sölusviðs og framleiðslusviðs í vöruþróunarverkefnum hefur gerbreyst, öll undirbúningsvinna orðin vandaðri og allir þátttakendur í ferlinu eru orðnir mun betur upplýstir á öllum stigum vöruþróunarferilsins. Hérna í gamla daga þá frétti maður stundum af því að það ætti að fara að framleiða nýja vöru þegar umbúðirnar komu í hús eða maður sá hana auglýsta í einhverju blaði eins og einu sinni skeði. Það var ekki einu sinni búið að spyrja mann hvort þetta væri yfirhöfuð hægt eða hvort það væri einhver tími til að gera þetta…. Þetta er allt öðruvísi núna maður… (X) er auðvitað líka frábær í að stýra vöruþróuninni og vinna þetta með okkur. Það er eins og þetta á auðvitað að vera.

Umræður og ályktanir Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós ýmsa annmarka á innleiðingunni en jafnframt er niðurstaðan sú að talsvert hefur einnig áunnist og er upplifun viðmælenda almennt sú að árangur hafi aukist á mörgum sviðum starfseminnar og eins að starfsánægja og samvinna hafi batnað innan fyrirtækisins. Lítil og meðalstór fyrirtæki þurfa að glíma við ýmis konar vandamál við innleiðingu straumlínustjórnunar bæði hvað varðar fjármögnun og stjórnunarlega annmarka (Achanga et al. 2006). Við innleiðingu straumlínustjórnunar hjá Nóa Síríusi var farin sú leið að fjárfesta í því fá utanaðkomandi ráðgjafa til að aðstoða við innleiðinguna trúlegt má telja að það hafi gert gæfumuninn í því að tekist hefur að innleiða straumlínustjórnun að nokkru leiti í starfsemina. Eitt af því sem niðurstöður viðtalanna leiddu í ljós er það að kynning á því um hvað straumlínustjórnun snýst og hver sé tilgangurinn er ákaflega mikilvægt við fyrstu skref innleiðingar. Fyrstu skrefin sköpuðu ótta og óöryggi á meðal starfsmanna að sögn flestra viðmælenda og tafði það fyrir því að sá árangur næðist sem stefnt var að í fyrstu verkefnunum. Mun meiri skuldbindingu allra stjórnenda við verkefnið hefði þurft og eins leiddi skortur á upplýsingaflæði og fræðslu til þess að innleiðingin gekk hægar en annars hefði trúlega orðið.

VERKTÆKNI 2017/23 47


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR Tengingin við vörugæði er ekki nægilega skýr hvorki í hugum viðmælenda né í mælanlegum árangri innan fyrirtækisins og hugmyndin sem lagt var upp með af stjórnendum fyrirtækisins um aukna gæðavitund samfara aukinni valdeflingu starfsfólks virðist enn eiga langt í land. Ekki allir viðmælenda sáu þessa tengingu straumlínustjórnunar við vörugæði og sumir sáu neikvæð áhrif á vörugæði. Breytt verklag við skráningar á gæðafrávikum skekkja þar að auki myndina töluvert þannig að að ekki er hægt að fullyrða með neinni vissu um hver áhrifin hafa verið. Gæðamál voru flestum viðmælendum ofarlega í huga og bar þau oft á góma og gætti ákveðinna vonbrigða hjá sumum þeirra með að árangurinn væri ekki mælanlega betri. Mögulega þarf að skýra betur innan fyrirtækisins tengingu straumlínustjórnunar við gæðamál, hvernig hægt er að beita henni til að ná árangri í þeim efnum og etja skýr markmið þar um. Innleiðing straumlínustjórnunar virðist hafa haft jákvæð áhrif á starfsánægju, þrátt fyrir að svör viðmælenda bendi eindregið til þess að í upphafi hafi áhrifin verið neikvæð. Þetta kom fram hjá viðmælendum og eins sýna niðurstöður starfsánægjukannana bættan árangur í þessum efnum á undanförnum árum Þetta undirstrikar mikilvægi þess að kynna vel fyrir starfsfólki hugmyndafræði og aðferðafræði straumlínustjórnunar strax í byrjun innleiðingar en byrja ekki að innleiða verkfærin og sjá svo til með kynninguna eins og gert var í upphafi innleiðingarinnar hjá fyrirtækinu. Einnig kemur skýrt fram hve mikilvæg þekking stjórnenda á straumlínustjórnun er og stuðningur þeirra við innleiðinguna þarf að vera skýr og eindreginn strax frá upphafi. Mestur árangur hefur náðst varðandi flæði í gegn um virðiskeðjuna. Afhendingarhlutfall á vörum til viðskiptavina hefur batnað verulega og einhverjir viðmælendur nefndu aukna ánægju viðskiptavina sem beina afleiðingu af því. Afhendingartími á framleiðsluvörum hefur styst og vöruþróun er orðin mun skilvirkari og markvissari. Birgðir hafa ekki aukist, hvorki í umbúðum og hráefnum né í framleiðsluvörum þrátt fyrir stórbætt afhendingarhlutfall til viðskiptavina sem þýðir að veltuhraði birgða hefur aukist sem afleiðing af því að ferlar eru orðnir skilvirkari. Skýr tenging er einnig hjá viðmælendum varðandi samband bætts flæðis við aukna starfsánægju og bætt samstarf á milli deilda og sviða.

Lokaorð Innleiðing straumlínustjórnunar hjá Nóa Síríusi er gott dæmi um það hversu löng og ströng vegferð það er fyrir minni fyrirtæki að tileinka sér aðferðafræðina. Þrátt fyrir fullan stuðning forstjóra og stjórnar og mikla skuldbindingu við verkefnið bæði í fjármunum og tíma starfsmanna, einkum stjórnenda hafa hindranir verið margar. Niðurstöður rannsóknarinnar passa vel við ýmsar fyrri rannsóknir og undirstrika enn frekar mikilvægi þess að huga vel að þeim þáttum sem nauðsynlegir eru fyrir farsæla innleiðingu straumlínustjórnunar. Sérstaklega þarf að tryggja næga þekkingu og skuldbindingu allra stjórnenda við verkefnið og þjálfun starfsmanna og upplýsingagjöf til þeirra. Um þessar mundir er verið að setja aukinn kraft í innleiðinguna, bæði með ráðningu sérfræðings og stóraukinni þjálfun starfsmanna, Ljóst er að fyrirtækið á enn langt í land með það að vera „LEAN“ þrátt fyrir að margt hafi áunnist en skuldbindingin innan fyrirtækisins við verkefnið hefur aukist og stefnan er sú að komast lengra í átt að því að vera straumlínufyrirtæki.

Heimildaskrá (án dags.). Sótt 29. nov 2014 frá www.noi.is: http://noi.is/Um_Noa_Sirius/Um_ Noa_Sirius Abdulmalek, F. A., & Rajgopal, J. (28. nov 2006). Analyzing the benefits of lean manufacturing and value stream mapping via simulation: A process sector case study. International Journal of production economics, 107, 223-236. doi:10.1016/j.ijpe.2006.09.009

48

VERKTÆKNI 2017/23

Achanga, P., Shehab, E., Roy, R., & Nelder, G. (2006). Critical success factors for lean implementation within SME’s. Journal of Manufacturing Technology Management, 17(4), 460-471. Sótt 20. feb 2015 Bayo-Moriones, A., Bello-Pintado, A., & de Cerio, J. M.-D. (2010). 5S use in manufacturing plants: contextual factors and impact on operating performance. The International Journal of Quality & Reliability Management, 27(2), 217-230. doi:http://dx.doi.org/10.1108/02656711011014320 Bhasin, S., & Burcher, P. (2006). Lean viewed as a philosophy. Journal of Manufacturing Technology Management, 17(1/2), 56-72. Sótt 13. feb 2015 frá http://search.proquest.com/docview/208185115?accountid=32710 Brunet, A. P., & New, S. (2003). Kaizen in Japan: an empirical study. International Journal of Operations & Production Management, 23(11/12), 1426-1446. Sótt 16. feb 2015 frá http://search.proquest.com/docview/232351270?acc ountid=32710 Brynja B. Gröndal. (2013). Starfsánægja í straumlínustjórnun. Rannsókn á viðhorfum starfsmanna til innleiðingar straumlínustjórnunar og áhrifum hennar á starfsumhverfi, störf og starfsánægju. Óbirt MS-ritgerð: Háskóli Íslands, Viðskiptafræðideild, Reykjavík. Chiarini, A. (2013). Lean Organization: from the Tools of the Toyota Production System to Lean Office. Milan: Springer-Verlag Italia. Coleman, B. J., & Vaghefi, M. R. (1994). Heijunka (?): A key to the toyota production system. Production and Inventory Management Journal, 35(4), 31-35. Sótt 18. okt 2015 frá http://search.proquest.com/docview/1998772 14?accountid=32710 Commission of the European Communities. (2005). FOOD PRICES IN EUROPE. Brussel: Commission of the European Communities. Sótt 23. feb 2015 frá http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/PDF/?uri=CELEX:52008DC 0821&from=EN Dahlgaard, J. J., & Dahlgaard-Park, S. M. (2006). Lean production, six sigma quality, TQM and company culture. The TQM Magazine, 18(3), 263-281. doi:http://dx.doi.org/10.1108/09544780610659998 Dora, M., Kumar, M., Van Goubergen, D., Molnar, A., & Gellynck, X. (2013). Operational performance and critical success factors of lean manufacturing in European food processing SMEs. Trends in Food Science & Technology, 31, 156-164. Dora, M., Van Goubergen, D., Molnar, A., Gellnyck, X., & Kumar, M. (2012). Adoptability of Lean Manufacturing among Small and Medium Food Processing Enterprises. IIE Annual Conference.Proceedings, (bls. 1-9). Sótt 24. okt 2015 frá http://search.proquest.com/docview/1151086083?accoun tid=32710 Helga Jónsdóttir. (2013). Viðtöl í eigindlegum og megindlegum rannsóknum. Í Sigríður Halldórsdóttir (Ritstj.), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 137-153). Akureyri: Ásprent Stíll. Hines, P., & Rich, N. (1997). The seven value stream mapping tools. International Journal of Operations, 17(1), 46-64. Sótt 26. jan 2015 frá http://dx.doi. org/10.1108/01443579710157989 Hines, P., Holwe, M., & Rich, N. (2004). Learning to evolve: A review of contemporary lean thinking. International Journal of Operations & Production Management, 24(9/10), 994-1011. Sótt 13. feb 2015 frá http:// search.proquest.com/docview/232364114?accountid=32710 Holweg, M. (2007). The genealogy of lean production. Journal of Operations Management(25), 420-437. doi:10.1016/j.jom.2006.04.001 Jacobsen, G. (ágúst 2013). Comparisons Of Labour Productivity And Per Capita Income In The Nordic Countries (2000-2010). International Business & Economics Research Journal, 12(8), 945-952. Sótt 22. feb 2015 frá http:// cluteinstitute.com/ojs/index.php/IBER/article/view/7990/8044 Katrín Blöndal, & Sigríður Halldórsdóttir. (2013). Úrtök og úrtaksaðferðir í eigindlegum rannsóknum. Í Sigríður Halldórsdóttir (Ritstj.), Handbók í aðferðafæði rannsókna (bls. 129-136). Akureyri: Ásprent Stíll. Kristín Þórarinsdóttir, & Rúnar Sigþórsson. (2013). Starfenda og Þátttökurannsóknir. Í S. Halldórsdóttir (Ritstj.), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 347-359). Akureyri: Stíll Ásprent. Liker, J., & Morgan, J. M. (2006). The Toyota Way in Services: The Case of Lean Product Development. The Academy of Management perspectives, 20(2), 5-20. doi:10.5465/AMP.2006.20591002 Melton, T. (2005). The Benefits of Lean Manufacturing: What Lean Thinking has to Offer the Process Industries. Chemical Engineering Research and Design, 83(6), 662–673. doi:doi:10.1205/cherd.04351 Ólöf Árnadóttir. (2010). Straumlínustjórnun í íslenskum fyrirtækjum : valkostur fyrir heilbriðgðisþjónustuna? Óbirt MS-ritgerð: Háskólinn á Bifröst, Viðskiptadeild, Bifröst. Sótt 12. okt 2015 frá http://hdl.handle.net/1946/7895 Robson, C. (2011). Real world research: A resource for users of social research methods in applied settings (3. útg.). Chichester: John Wiley & Sons Ltd. Rúnar Helgi Andrason, & Ársæll Már Arnarsson. (2013). Tilfellarannsóknir. Í Sigríður Halldórsdóttir (Ritstj.), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls.


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR 497-509). Akureyri: Ásprent Stíll. Sigríður Halldórsdóttir. (2013). Yfirlit yfir eigindlegar rannsóknaraðferðir. Í Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 239-249). Akureyri: Áprent Stíll. Sigríður Halldórsdóttir, & Sigurlína Davíðsdóttir. (2013). Réttmæti og áreiðanleiki í megindlegum og eigindlegum rannsóknum. Í Sigríður Halldórsdóttir (Ritstj.), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 211-227). Akureyri: Ásprent Stíll. Slack, N., Chambers, S., & Johnston, R. (2010). Operations Management (6. útg.). Harlow: Pearson Education. Snorri Fannar Guðlaugsson. (2013). Straumlínustjórnun í íslensku fjármálakerfi. Er hægt að nota straumlínustjórnun til að ná betri árangri í íslensku fjármálakerfi? Óbirt MS-ritgerð: Háskóli Íslands, Viðskiptafræðideild, Reykjavík. Sótt 15. okt 2015 frá http://hdl.handle.net/1946/13689

Unnur Guðrún Óttarsdóttir. (2013). Grunduð kenning og teiknaðar skýringarmyndir. Í S. Halldórsdóttir (Ritstj.), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 361-375). Akureyri: Ásprent Stíll. Vilborg Hannesdóttir. (2009). Þróun og þjálfun starfsmanna í straumlínustjórnun. Óbirt MS-ritgerð: Háskóli Íslands, Viðskiptafræðideild, Reykjavík. Sótt 20. feb 2015 frá http://skemman.is/handle/1946/2524 Womack, J. P., & Jones, D. T. (2003). Lean Thinking. New York: Free Press. Womack, J. P., Jones, D. T., & Roos, D. (2007). The Machine That Changed the World. New York: Free Press. Worley, J. M., & Doolen, T. L. (2006). The role of communication and management support in a lean manufacturing implementation. Management Decision, 44(2), 228-245. Sótt 10. okt 2015 frá http://search. proquest.com/docview/212073699?accountid=27513

Gerir þú ráð fyrir rafmagninu? Vissir þú að tíundi hver nýskráður fólksbíll er rafmagns- eða tengiltvinnbíll? Rafbílaeigendur í fjölbýlum lenda oft í vandræðum með að hlaða bílana heima hjá sér þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir hleðslu á bílastæðum eða í bílskýlum. Þessu getur þú breytt. Gerum ráð fyrir rafbílum við hönnun bílastæða!

Veitur ohf. ● Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík ● veitur.is

NÚ MEÐ SLA

hannaverk.is

www.3d-prentun.is

Smiðjuvegi 74 - 200 Kópavogur Samtök orku- og veitufyrirtækja

Sími 515 8701 - www.funi.is - funi@funi.is

Ármúla 16 - 108 Reykjavík Sími: 552 2222 - Fax: 562 4966 hitastyring@hitastyring.is

VERKTÆKNI 2017/23 49


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

Lykilþættir í innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna á Íslandi Eyrún Pétursdóttira, Hrund Ó. Andradóttira, Halldóra Hreggviðsdóttirb a

Fyrirspurnir: Hrund Ó. Andradóttir hrund@hi.is.is

Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, Hjarðarhaga 2-6, 107 Reykjavík .b

Ráðgjafarfyrirtækið Alta, Ármúla 32, 108 Reykjavík

Greinin barst 21. desember 2016 Samþykkt til birtingar 13. september 2017

ÁGRIP

ABSTRACT

Þétting byggðar og ákafari rigningarskúrir vegna hlýnunar jarðar auka álag á hefðbundin frárennsliskerfi sem safna ofanvatni í neðanjarðar lagnir. Ef ekkert er aðhafst þá getur tíðni flóða í þéttbýli aukist, með tilheyrandi eignatjóni og hættu fyrir umhverfi og heilsu fólks. Til lausnar þessa vanda er horft í æ ríkara mæli til blágrænna ofanvatnslausna sem vistvænnar og hagrænnar leiðar til þess að meðhöndla magn og gæði ofanvatns. Blágrænar ofanvatnslausnir eins og græn þök, grænir geirar og svæði, stundum nefnd græna netið, tjarnir og regnbeð, hægja á flæði vatns og stuðla að náttúrulegri hreinsun á skaðlegum efnum sem koma frá bílaumferð, malbikssliti, þakefnum og rusli. Blágrænar ofanvatnslausnir voru fyrst hannaðar í heilt hverfi á Íslandi í Urriðaholti í Garðabæ. Jafnframt hafa skipulagsreglugerð og landsskipulagsstefna lagt línurnar fyrir innleiðingu þeirra. Á Íslandi skortir hins vegar heildræna stefnu um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna. Þessi grein kynnir lykilþætti árangursríkrar innleiðingar blágrænna ofanvatnslausna á Íslandi, byggt á rýni á áratuga reynslu Svía og Englendinga og núverandi laga-, skipulags-, þekkingar og gagnaumhverfi á Íslandi. Í fyrsta lagi er mikilvægt að skerpa betur stefnu um meðhöndlun ofanvatns í landsstefnu. Í öðru lagi þarf að samtvinna innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna við skipulagsferlið, frá aðalskipulagi yfir í deiliskipulag. Við hönnun blágrænna ofanvatnslausna þarf þverfaglegt samstarf sérfræðinga m.a. á sviði skipulags- og veitumála, jarðfræði, landslagsarkitektúrs og umhverfismála. Samvinna, hlutverk og ábyrgð þátttakenda þarf að vera vel skilgreind í gegnum alla áfanga á lífsskeiði lausnanna, frá stefnumótun, til skipulags, hönnunar, framkvæmdar, reksturs og viðhalds. Styrkja þarf íslenskan gagnagrunn m.t.t. blágrænna ofanvatnslausna og auka almenna þekkingu og þjálfun hagsmunaaðila á viðfangsefninu til að stuðla að farsælli innleiðingu. Lykilorð: Blágrænar ofanvatnslausnir, ofanvatnslausnir, skipulagsáætlanir

stefna,

innleiðing,

sjálfbærar

Inngangur Í hinni náttúrlegu hringrás vatns drýpur mest allt ofanvatn (regnvatn og leysingavatn sem rennur á yfirborðinu) ofan í jarðveginn nálægt þeim stað sem það kemur niður (Hennelly, 2005). Í þéttbýli raskast þessi náttúrulega hringrás: Hlutfall gegndræps yfirborðs minnkar, minna af ofanvatni kemst niður í jarðveginn og rennsli vatns ofanjarðar eykst (Department for Environment, Flood and Rural Affairs [DEFRA], 2008). Hin hefðbundna lausn við að minnka vatn á yfirborðinu er að safna því og flytja burt í neðanjarðar fráveitukerfum. Þessi aðferð getur skapað ýmis vandamál. Grunnvatnsborð og vatnsborð í ám og vötnum

Existing urban drainage structures that collect stormwater in underground piping networks face increased pressure with urban densification and increased rainfall intensity with global warming. Urban flooding may become more frequent in the future posing economic, environmental and health risks. Sustainable Drainage Solutions (SuDS) are increasingly being considered as a natural and economical approach to surface water man­ agement. Ponds, vegetated swales, rain gardens and green roofs slow down the surface water flow and break down pollutants stemming from traffic, asphalt wear and roof materials. SuDS has been designed for one neigh­ bourhood in Iceland, Urriðaholt. The Icelandic Planning Act and National Planning Strategy have set the base for the implementation of SuDS. Iceland, however, lacks a comprehensive strategy to obtain the benefits of SuDS. This article presents the key success factors for implementing SuDS in Iceland, based on a review of Sweden’s and England ́s decadal experi­ ence, and current legal, planning, knowledge and data environment in Iceland. Firstly, it is important to clarify the strategic goals of urban runoff management in governmental policy documents. Secondly, the implemen­ tation of SuDS needs to be intertwined with the planning process both in municipal and detailed planning phases. A collaborative effort must be undertaken between sewer specialists, planners and other professionals to develop novel surface water collection approaches with respect to local conditions. Collaboration, roles and responsibilities must be clear and identified throughout the SuDS life cycle, from strategy, planning and design, to construction, operation and maintenance. More interdisciplinary research needs to be conducted with regards to SuDS, and communicated to local stakeholders to improve their general knowledge on SuDS. Keywords: Sustainable implementation

VERKTÆKNI 2017/23

drainage

solutions,

strategy,

policy,

nærri byggð eiga t.a.m. hættu á að lækka með neikvæðum afleiðingum á vistkerfi og vatnsbúskap. Í miklum rigningum geta kerfin átt erfitt með að anna auknu vatnsmagni sem getur leitt til flóða (DEFRA, 2008). Slík flóð geta valdið eigna- og umhverfisspjöllum og heilsuspillandi aðstæðum fyrir íbúa, sérstaklega í eldri hverfum þar sem ofanvatn er í sameiginlegri lögn með skólpi. Mikið regn- og leysingavatn veikir skólpstyrk, sem dregur úr skilvirkni skólphreinsunar. Í verstu tilfellum flæðir ómeðhöndlað skólp út í viðtaka (Andradóttir, 2012; DEFRA, 2008). Hækkandi sjávaryfirborð vegna hlýnunar jarðar eykur enn frekar á álag þessara hefðbundnu kerfa (IPCC, 2014).

Mynd 1 Nokkrar gerðir blágrænna ofanvatnslausna (Ljósmyndir Alta og Portlandborg, Oregon).

50

urban


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR Góð og sannreynd lausn á þessu vandamáli eru svokallaðar blágrænar ofanvatnslausnir, einnig þekktar undir hugtakinu sjálfbærar ofanvatnslausnir. Lausnirnar líkja eftir hinni náttúrulegu hringrás með því að beina vatni í jarðveg og á skilgreind svæði ofanjarðar. Meðhöndlun vatns fer eftir ákveðnu ferli sem má skipta í þrjú stig. Í fyrsta stiginu, stjórnun við upptök, taka lausnir eins og græn þök, svelgir, regngarðar, gróðurveggir og gropið yfirborð, við ofanvatni frá húsum og götum. Á stigi tvö, stjórnun innan lóðar, er ofanvatni sem síast ekki í jarðveginn nálægt upptökum beint inn á keðju af blágrænum ofanvatnslausnum, s.s. svelgi, tjarnir, læki og sýki sem hegða sér sem n.k. ofanjarðar lagnakerfi. Á loka stiginu, svæðisbundin stjórnun, er umframvatni safnað saman í t.a.m. settjörnum eða votlendi, þaðan sem því er hleypt út í næsta viðtaka á sama hraða og myndi eiga sér stað í náttúrunni (Graham o.fl., 2012). Þessar lausnir eru kallaðar blágrænar, sem vísa í þá staðreynd að þær auka vægi gróðurs (græns litar) og vatns (blás litar) í borgarumhverfinu sbr. mynd 1. Blágrænar ofanvatnslausnir hafa marga kosti umfram hefðbundnar ofanvatnslausnir. Þær eru taldar hafa meiri aðlögunarhæfni og meiri sveigjanleika í miðlun vatnsmagns. Auðveldara er að efla kerfin enn frekar ef þess þarf í framtíðinni á viðráðanlegra verði en hefðbundin kerfi (Ballard o.fl., 2015). Einnig eru þær sveigjanlegar á þann hátt að hægt er að hanna hverfi með þeim í upphafi eða innleiða þær í gömul hverfi í þeim áföngum sem henta, til þess að létta á álagi á hefðbundnar neðanjarðar lausnir. Þær stuðla að sjálfbæru vatnafari í borgarumhverfinu og náttúrulegri hreinsun vatns. Með auknu aðgengi að vatni ofanjarðar auka þær og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika í borgarumhverfinu, þar sem vatn er grundvallar undirstaða þess að plöntur og dýr geti dafnað (Graham o.fl, 2012). Þær skapa og viðhalda fjölskrúðugu umhverfi sem eykur fegurðar- og notagildi almenningsrýma. Þær stuðla að bættri lýðheilsu með því að auka loftgæðin, draga úr hávaða og skapa vettvang til útivistar og hreyfingar. Byggingar- og rekstrarkostnaður blágrænna ofanvatnslausna er einnig minni en kostnaður við hefðbundnar ofanvatnslausnir (Ballard o.fl., 2015). Þessir kostir hafa stuðlað að hraðri innleiðingu á blágrænum ofanvatnslausnum í mörgum löndum síðasta áratug. Innleiðing blágrænna ofanvatnslausna er þegar hafin á Íslandi. Þær voru fyrst innleiddar í heilt hverfi á Íslandi í Urriðaholtinu 2008 (Alta, 2016). Blágrænar ofanvatnslausnir eru nefndar í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Í Landsskipulagsstefnu 2015–2026 eru blágrænar ofanvatnslausnir nefndar sem leið til að stuðla að heilnæmu borgarumhverfi sem sveitafélög eiga að útfæra nánar í svæðis- og aðalskipulagi. Stefna um innleiðingu blágrænna ofanvatnlausna hefur verið sett í Aðalskipulagi Reykjavíkur, þar sem sagt er að huga skuli að því við skipulag vistvænna hverfa. Blágrænar ofanvatnslausnir hafa verið útfærðar í ramma- og deiliskipulagi Urriðaholts í Garðabæ og í nokkrum deiliskipulögum í Reykjavík. Meðan þetta eru mikilvæg skref í átt að áhrifaríkri innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna hér á landi, þá þarf m.a. að kortleggja betur nauðsynlegt samspil vinnu við skipulagsáætlanir og hönnun veitukerfa til að nýta sér ávinning þessara lausna. Þessi grein kynnir lykilþætti til að innleiða blágrænar ofanvatnslausnir á árangursríkan þátt á Íslandi, byggt á mastersrannsókn Eyrúnar Pétursdóttur (2016). Áhersla var lögð á eftirfarandi atriði: (1) Stefnumótun, (2) mótun skipulagsáætlana og samspil þeirra við hönnun, (3) hlutverk og ábyrgð hagsmunaaðila, (4) aðgengi að gögnum á Íslandi og (5) kennslu, þekkingu og þjálfun.

Aðferðir Fyrst var rannsökuð innleiðing blágrænna ofanvatnslausna í tveimur nágrannalöndum, Svíþjóð og Englandi, sem hafa rigningasamt og kalt loftslag svipað og á Íslandi. Rýnt var í lög og reglugerðir (t.d. Town and Planning Act 1990; The Flood and Water Managment Act, 2010),

stefnur (t.d. Malmö Stad, 2000 og 2008; DEFRA, 2008; Department for Communities and Local Government, 2012 og 2014), skýrslur (Pitt, 2008), leiðbeiningar frá stofnunum og sveitafélögum um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna (t.d. Stahre, 2008), vísindagreinar (t.d. Ellis og Revitt, 2010; Goodson, 2011) og handbækur (Svenskt Vatten, 2011; Ballard o.fl 2015) um blágrænar ofanvatnslausnir. Út frá heimildarýninni var gerð fortillaga að lykilþáttum í innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna og lagt mat á hvernig íslenskt laga-, skipulags og rekstarumhverfi féll að henni. Leitað var álits fagfólks á mörgum sviðum. Forniðurstöður voru kynntar á vísindadegi Orkuveitu Reykjavíkur þann 14. mars 2016 fyrir breiðum hópi fagfólks. Tekin voru formleg viðtöl við Einar Jónsson, sviðsstjóra stefnumótunar- og þróunarsviðs hjá Skipulagsstofnun til að fá endurgjöf á niðurstöður og kanna stöðu blágrænna ofanvatnslausna á Íslandi nánar; og Davíð Egilsson, hópstjóra vatnarannsókna hjá Veðurstofu Íslands til að fá frekari upplýsingar um aðgengi að gögnum um vatnafar. Að lokum var gerð forúttekt á íslensku gagnaumhverfi sem gæti nýst við skipulag og hönnun blágrænna lausna. Leitað var til Lovísu Ásbjörnsdóttur hjá Náttúrustofnun Íslands; Þórunnar Erlu Sighvatsdóttur hjá Orkustofnun; Ólafs Arnalds hjá Landbúnaðarháskóla Íslands; Írisar Þórarinsdóttur hjá Veitum ohf; Gerðar Stefánsdóttur, Halldórs Björnssonar, Óðins Þórarinssonar og Bolla Pálmasonar hjá Veðurstofu Íslands.

Niðurstöður Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að árangursrík innleiðing blágrænna ofanvatnslausna verði að ná til allra áfanga á lífsskeiði þeirra, frá stefnumótun, (2) mótun skipulagsáætlana, (3) hönnun, (4) framkvæmd til (5) reksturs og viðhalds (mynd 2). Gegnumgangandi þráður er samstarf, ábyrgð og þekking.

Mynd 2 Fimm lífsskeið blágrænna ofanvatnslausna og lykilþættirnir þrír sem stuðla að árangursríkri innleiðingu

Mótun skýrrar stefnu um innleiðingu Fyrsti áfangi innleiðingar blágrænna ofanvatnslausna felst í því að marka skýrari stefnu og framtíðarsýn um meðhöndlun ofanvatns í þéttbýli. Í Landsskipulagsstefnunni 2015-2026 er fjallað um blágrænar ofanvatnslausnir sem hluta af því heilnæma umhverfi sem stuðla skal að í skipulagsgerð. Bæði Svíþjóð og England hafa gengið enn lengra með því að setja meginreglur fyrir meðhöndlun ofanvatns: Ekki einungis skal stefnt að því að miðla magni vatns á yfirborði (og þar með minnka flóðahættu), heldur skal einnig stefnt að því að tryggja vatnsgæði, fjölskrúðugt umhverfi og líffræðilegan fjölbreytileika í

VERKTÆKNI 2017/23 51


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR þéttbýli. Þessi nýja sýn er skýrð ýtarlegar í stefnu Malmö (Malmö Stad, 2000): l Þéttbýli hafi ekki áhrif á náttúrulega hringrás vatns. l Halda skal mengun frá og hreinsa hana úr ofanvatnsafrennslinu. l Hanna skal kerfi sem koma í veg fyrir skaðleg flóð í kröftugum rigningum. l Líta skal á ofanvatn sem auðlind, ekki vandamál. l Ofanvatn skal nýta til að auðga gæði og líffræðilegan fjölbreytileika í þéttbýli. Þessi skilgreining og sýn á ofanvatn sem auðlind sem veitir fjölþætta samfélagslega þjónustu markar grundvallar viðhorfsbreytingu gagnvart ofanvatni. Með því að setja skýrari ákvæði í lög og í næstu endurskoðun á Landsskipulagsstefnu, mætti hvetja sveitarfélög til að vinna markvisst að innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna sem eru eitt helsta verkfærið til að uppfylla ofangreinda sýn.

Mótun skipulagsáætlana Til að innleiða blágrænar ofanvatnslausnir á árangursríkan hátt þarf

hönnun þeirra að vera samtvinnuð byggð og líta þarf til lykilþátta hönnunar þeirra á öllum skipulagstigum, þ.e. við gerð aðal-, rammaog deiliskipulags (Mynd 3). Tryggja þarf aðkomu þverfaglegs hóps sérfræðinga m.a. veitumála við skipulagsvinnuna. Á aðalskipulagsstigi er mikilvægt að sveitarfélög setji skýra stefnu um ofanvatnslausnir. Skilgreina þarf heildarmarkmið fráveitu og vatnsbúskaps í samhengi við landslagið í kring s.s. hvar séu náttúrulegar rennslisleiðir, mengunarvaldar, flóðahætta, viðkvæmt lífríki, helstu grænu tengingar og minjar (Alta, 2016). Leyfa þarf blágrænum ofanvatnslausnum að mótast af staðháttum og leyfa skipulaginu að mótast af þeim. Þannig er eðlilegast og ódýrast að innleiða þær. Á þann hátt hafa þær einnig jákvæð áhrif á heildarskipulag svæðis og geta aukið bæði gæði og verðgildi þess. Í rammahluta aðalskipulags og/eða deiliskipulagi er stefnan um blágrænar ofanvatnslausnir svo útfærð nánar. Verkaskiptingin á þessum tveimur skipulagsstigum er breytileg og fer eftir staðarháttum, m.a. hversu stórt landsvæðið er og hvort um sé að ræða nýja byggð eða innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna inn í eldri byggð (Alta, 2016).

Mynd 3 Tengsl á milli skipulagsferlisins skv. skipulagslögum og ferlis við innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna Tafla 1 Hlutverk og ábyrgð þátttakenda í innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna Þátttakendur

Hlutverk og ábyrgð

Umhverfisstofnanir og heilbrigðiseftirlit

Vekja athygli á umhverfisáhrifum sem ofanvatn hefur á umhverfið og meta rannsóknir gerðar á hönnunarferlinu Stjórna framkvæmdum verkefnisins í heild og tryggja greiða upplýsingamiðlun og samstarf við lykilaðila strax í upphafi skipulagsferils eða stefnumótunar. Sér í lagi, leita álits frá aðilum sem sjá um rekstur og viðhald lausnanna síðar á lífsferli þeirra strax á skipulags stigi

Sveitafélög og aðrir landeigendur

Tryggja að ofanvatnsrannsóknir eigi sér stað og að nægilegt landrými sé tekið frá fyrir blágrænar ofanvatnslausnir og sér í lagi fyrir söfnunarsvæði á yfirborði. Passa upp á að kröfum um blágrænar ofanvatnslausnir sé fylgt eftir

Veitufyrirtæki

Framkvæma ofanvatnrannsóknir á aðalskipulagsstigi. Sjá um framkvæmd rekstur og viðhald inntaka og úttaka blágrænna ofanvatnslausna og rannsaka mögulegar skemmdir á eða frá þeim. Tryggja rétt vatnsmagn og mikil vatnsgæði blágrænna ofanvatnslausna yfir líftíma þeirra

Viðhaldsaðilar almenningsrýma

Sjá til þess að blágrænar ofanvatnslausnir auki líffræðilegan fjölbreytileika, ýti undir fjölskrúðugt og margnota (multy functional) borgarumhverfi. Sjá um daglegan rekstur og viðhald að fráskildum þeim þáttum sem veitukerfin eru ábyrg fyrir

52

VERKTÆKNI 2017/23


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

Hlutverk og ábyrgð hagsmunaaðila Innleiðing blágrænna ofanvatnslausna er mun þverfaglegri en innleiðing hefðbundinna frárennsliskerfa. Gott samstarf frá upphafi milli allra hagsmunaaðila er nauðsynlegt til að tryggja árangursríka innleiðingu. Tafla 1 kynnir helstu þátttakendur og gefur tillögu að hlutverki þeirra og ábyrgð í innleiðingarferlinu á Íslandi. Taflan byggir á fyrirkomulagi frá Malmö (Malmö Stad, 2000).

Aðgengi að gögnum Skilvirk hönnun og innleiðing blágrænna ofanvatnslausna byggir á þverfaglegri þekkingu á hinum ýmsu staðháttum s.s. veðurfari, vatnafari og jarðfræði (sjá töflu 2). Íslenskar stofnanir sem hafa lagalega skyldu til að safna saman hluta þeirra gagna sem þörf er á við innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna eru: Veðurstofa Íslands sem ber að safna ofanvatns- og grunnvatnsgögnum á Íslandi (Lög um Veðurstofu Íslands nr. 70/2008). Náttúrufræðistofnun Íslands skal safna gögnum um jarðfræði, gróðurfar og dýralíf (Lög um Náttúrufræðistofnun Íslands nr. 60/1992). Orkustofnun ber að safna orkuauðlindagögnum og öðrum jarðfræðigögnum (Lög um Orkustofnun nr. 87/2003) og Landmælingar Íslands halda uppi stafrænni landupplýsingagátt (Lög um grunngerð fyrir stafrænar upplýsingar nr. 44/2011).

Grunnupplýsingar eru nú þegar til á Íslandi í flestum ofangreindum flokkum sem nefndir eru í Töflu 2. Byggja þarf þó enn frekar ofan á þennan gagnagrunn með kerfisbundnum rannsóknum. Eitt helsta áhyggjuefni sem hindrar innleiðingu blágrænna lausna er skilvirkni þeirra á veturna þegar jarðvegur er frosinn eða hálffrosinn (Roseen og fl., 2009). Nýverið tók Veðurstofa Íslands í notkun nýja veðurspálíkanið Harmonie sem mun í framtíðinni safna gögnum yfir klukkutíma rigningarskúri (Davíð Egilsson, munnleg heimild, 20.05.2016), byggt á mælingum 136 úrkomustöðva á landsvísu (Óðinn Þórarinsson, munnleg heimild, 23. sept 2016). Við hönnun ofanvatnslausna er hins vegar þörf á þekkingu á hámarksrigningu sem varir í 5-10 mínútur með mismunandi endurkomutíma. Gagnasöfnun á stuttum rigningarskúrum hefur ekki verið forgangsverkefni hjá Veðurstofunni (Bolli Pálmason, munnleg heimild, 20.05.16). Einnig er almennur skortur á þekkingu um hraða snjóbráðnunar í þéttbýli og hversu hátt hlutfall snjós skilar sér sem ofanvatn og hversu mikið nær að hripa niður í jörðina, en slíkir atburðir eru jafnlíklegir til þess að valda flóðum og snarpir rigningarskúrir í köldu loftslagi (Valeo og Ho, 2004). Til að hanna blágrænar ofanvatnslausnir á öruggan hátt þarf að greina mögulega flóðahættu. Til þess þarf rannsóknir á lekt jarðvegs í þéttbýli með örum skiptum á frosti og þíðu, og á afdrifum tíðrar rigningar á snjó, sem einkennir vetrarloftslag á Suðurlandi. Skortur er

Tafla 2 Helstu upplýsingar sem liggja þurfa fyrir við innleiðingu. Flokkar

Dæmi

Gagnaaðgengi

Veðurfræði

Hámarkskúrir, snjóbráð

Veðurstofa Íslands

Vatnafar

Sjávarborð, yfirborðs- og grunnvatn

Veðurstofa Íslands, Umhverfisstofnun

Jarðfræði

Jarðvegur, berg- og jarðgrunnur

Landbúnaðarháskólinn, Náttúrufræðistofnun, ÍSOR

Yfirborðslögun lands

1 m hæðarlínur

Sveitafélög

Þéttbýli

Núverandi landnotkun, frárennsli

Sveitafélög

Vistkerfi

Gróður

Landbúnaðarháskólinn, Náttúrufræðistofnun

á góðum jarðvegskortum í og kringum þéttbýl svæði. Náttúrfræðistofnun Íslands hefur gefið út jarðvegskort í skalanum 1:250.000. Þessi kort þekja þó ekki allt landið og eru ekki nægilega nákvæm til að gagnast að ráði við innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna. Einnig þarf gögn um breytilega grunnvatnsstöðu og hátoppa í grunnvatnsborðinu. Langvarandi úrkoma getur leitt til þess að grunnvatnsborðið rísi upp til yfirborðs og valdi grunnvatnsflóði (Environmental Agency of England, 2014). Gögnum um grunnvatnshæð á Íslandi hefur ekki verið safnað kerfisbundið og sérstaklega er skortur á gögnum í þéttbýli. Þó er til grunnvatns- og rennslislíkan af hluta af höfuðborgarsvæðinu (Vatnaskil, 2012).

Kennsla, þekking og þjálfun Farsæl innleiðing byggir á góðri ákvörðunartöku. Góðar ákvarðanir eru teknar þegar fag- og hagsmunaðilar eru vel að sér í hinum ýmsu þáttum innleiðingarferlisins s.s. skipulagsferlinu, hönnunarferlinu og tæknilegum lausnum. Viðtöl við hagsmunaaðila á vormánuðum 2016 gáfu til kynna að auka þyrfti þekkingu og kunnáttu um blágrænar ofanvatnslausnir, eðli þeirra og virkni. Nú liggja fyrir almennar leiðbeiningar um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna við íslenskar aðstæður, sem SAMORKA og ráðgjafarfyrirtækið Alta hafa gefið út með styrk frá Skipulagssjóði (Alta, 2016). Þær eru einkum ætlaðar sveitarstjórnarfólki, íbúum og öðrum sem vilja öðlast grundvallarskilning á blágrænum ofanvatnslausnum.

Mælt er með að næsta skref verði stigið með útgáfu tæknilegra leiðbeininga á íslensku fyrir fagfólk, og hafa t.d. til hliðsjónar leiðbeiningar sem hafa verið gerðar í Svíþjóð og Englandi (Ballard o.fl., 2015; Svenskt Vatten, 2011). Einnig mætti fara þá leið að koma á laggirnar íslenskri vefsíðu um blágrænar ofanvatnslausnir svipaðri þeim vefsíðum sem hafa t.a.m. verið gerða í Englandi og Danmörku (sjá t.d. http://www.susdrain.org/ og http://www.laridanmark.dk/). Umsjón slíks vefs gæti verið samvinnuverkefni nokkurra lykilstofnana s.s. Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og annarra stofnana sem hafa lögbundið hlutverk í skipulags- og veitumálum. Á vefnum gætu verið almennar upplýsingar um blágrænar ofanvatnslausnir, að hverju ætti að huga við skipulagsvinnu og hönnun þeirra, auk, yfirlits yfir lög og reglugerðir tengdum blágrænum ofanvatnslausnum og tengla á gögn sem þarf til að innleiða lausnirnar. Upplýsingar á síðunni myndu þróast, eftir því sem frekari þekking og reynsla byggist upp. Samhliða almennri upplýsingamiðlun er þörf á kennslu og þjálfun fyrir tiltekna markhópa. Lykilatriði er að fræða almenning um eðli blágrænna ofanvatnslausna, því íbúar eru alls ekki vanir því að sjá mikið vatn á yfirborði (sjá töflu 3).

Lokaorð Ógegndræpt yfirborð í þéttbýli eykur hættu á vatnsflóðum og tilheyrandi tjónum á eignum. Hin hefðbundna lausn er að veita regnog leysingavatni í fráveitukerfi neðanjarðar og flytja það burt. Þessi

VERKTÆKNI 2017/23 53


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR Tafla 3 Kennsla, upplýsingamiðlun og þjálfun um blágrænar ofanvatnslausnir til mismunandi þjóðfélagshópa Hvað þarf að vita?

Hverjir?

Hvers vegna?

Ríkisstofnanir tengdar lausnunum Starfsmenn sveitafélaga Sérfræðingar*

Til að auka líkur á innleiðingu gæða lausna

Starfsmenn sveitafélaga

Til að tryggja að gæðalausnir séu innleiddar

Dýpri tæknilega þekking

Sérfræðingar*

Til að geta hannað og viðhaldið gæða lausnum

Framkvæmdaferlið

Sérfræðingar* Verktakar

Til að tryggja gæði lausnanna

Rekstur og viðhald

Starfsmenn sveitafélaga

Til að auka líkur á góðu viðhaldi og löngum líftíma lausnanna

Fyrirlestrar, námskeið og lesefni

Íbúar og/eða samfélagshópar

Til að vekja ábyrgðartilfinningu

Opin þátttaka í innleiðingarferlinu með hverfisfundum, könnunum og vinnustofum

Starfsmenn fyrirtækja á eða við blágrænar ofanvatnslausnir

Til að tryggja endingu lausnanna og verndun umhverfisins.

Upplýsingar um mengunarvarnir aðgengilegar á vinnustöðum

Almenningur

Til að hvetja til aukinnar umhverfisvitundar

Auglýsingaherferðir og merkingar við og nærri inntökum lausnanna sem varpa ljósi á mögulega mengunarhættu

Hlutverk, þjónusta og kostir blágrænna ofanvatnslausna. Innleiðingarferlið

Almennar upplýsingar m.a. um rekstur og viðhald Upplýsingar um mengunarvarnir Grunnþekking á hugtakinu og möguleg hætta á vatnsmengun

Hvernig?

Hnitmiðaðir fyrirlestrar, námskeið og lesefni

Sérsniðnar námskeið, kennsla í háskólum, hefðbundnir fyrirlestrar og námskeið

Heimildir: Ballard o.fl. (2015), Malmö Stad (2008), Stahre (2008) Sérfræðingar eru t.d. fráveituhönnuðir, skipulagsfræðingar, rekstraraðilar, landslagsarkitektar o.fl. meðhöndlun á ofanvatni getur haft neikvæð áhrif á vistkerfi og vatnsbúskap. Þegar skólp og ofanvatn er flutt í sameiginlegum lögnum, eins og í flestum gömlum hverfum, getur skólp flætt upp í kjallara og götur, sérstaklega í miklu úrhelli og valdið eigna- og umhverfisspjöllum og heilsuspillandi aðstæðum fyrir íbúa. Blágrænar ofanvatnslausnir taka á þessum vanda með því að herma eftir hinu náttúrulega vatnsferli og stuðla að heilbrigðum og sjálfbærum vatnsbúskap, vatnshreinsun, líffræðilegum fjölbreytileika og fjölskrúðugu borgarumhverfi. Áratugareynsla frá Svíþjóð og Englandi gefur til kynna að huga þurfi að innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna og hönnun þeirra strax við aðalskipulagsgerð sveitarfélaga og síðan áfram við deiliskipulagsgerð. Mikilvægt er að heildstæð sýn um fyrirkomulag blágrænu ofanvatnslausnanna liggi fyrir á aðal- og deiliskipulagsstigi, sem taki mið af þörfum við hönnun, uppbyggingu, rekstur og viðhald svæða. Til að efla innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna á Íslandi þarf að skýra innleiðingarferlið nánar. Marka þarf skýra stefnu um innleiðingu í skipulagsáætlunum. Hönnun þeirra þarf að samtvinna almennu skipulagi í þéttbýli í gegnum allt skipulagsferlið. Skilgreina þarf hlutverk og ábyrgð hagsmunaaðila allt frá skipulagi, hönnun, uppbyggingu og til reksturs. Einnig þarf að mynda þverfaglegt teymi strax í upphafi skipulagsferlisins sem fylgir hönnuninni eftir og tryggir þannig farsæla innleiðingu. Fyrir liggur grundvallar þekking á leiðum til farsællar innleiðingar blágrænna ofanvatnslausna. Til að tryggja að innleiddar séu gæða lausnir og allir kostir þeirra nýtist til fulls þarf þó að byggja enn frekari ofan á þennan grunn t.a.m. með frekar rannsóknum á eiginleikum jarðvegs, grunnvatnshæðar og stuttra regnskúra. Hagsmunaaðilar þurfa einnig að fá kennslu, upplýsingar og þjálfun í bestu starfsvenjum, tilgangi og kostum blágrænna ofan-vatnslausna.

Þakkir Verkefnið hlaut fjárhagslegan stuðning frá Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. Höfundar vilja þakka fjölda viðmælanda sem komu með innlegg í þessa vinnu. 54

VERKTÆKNI 2017/23

Heimildir Alta (2016). Blágrænar ofanvatnslausnir, Innleiðing við íslenskar aðstæður. Reykjavík. Samorka. Andradóttir, H. Ó. (ed.). (2012) Proposal for a Blue Green University Campus. Reykjavík. Umhverfis- og byggingarverkfræðideild, Háskóli Íslands, bls. 66. Ballard, W., Wilson, B., Udale-Clarke, H., Illman, S., Scott, T., Ashley, R., og Kellagher, R. (2015). The SuDS Manual v6. Report C753. London: The Construction Industry Research and Information Association (CIRIA). ISBN: 978-0-86017-760-9. Department for Environment, Flood and Rural Affairs [DEFRA] (2008). Future Water. The Government´s Water Strategy for England. London: Stationery Office. Department for Communities and Local Government. (2012). National Planning Policy Framework. London. ISBN: 978-1-4098-3413-7 Department for Communities and Local Government. (2014). Planning practice guidance. Sótt 14.05.16 frá: http://planningguidance.communities.gov.uk/ blog/guidance Ellis, J.B., og Revitt, D.M. (2009). The management of urban surface water drainage in England and Wales. Water and Environment Journal, 24(1–8). doi:10.1111/j.1747-6593.2009.00203.x Environmental Agency of England. (2014). Groundwater flooding briefing note. Sótt 14.05.16 frá: https://www.kent.gov.uk/__data/assets/pdf_ file/0005/19958/Groundwater-Flooding.pdf Eyrún Pétursdóttir (2016). Key Factors for the implementation of Sustainable Drainage Systems in Iceland. Meistararitgerð, Umhverfis og byggingarverkfræðideild. Háskóli Íslands Flood and Water Management Act 2010, c.29. London: The Stationery Office. Goodson, J.M. (2011). Briefing: Keeping up with the SuDS revolution and legislative evolution. Municipal Engineer, 164(2), 67-70. Graham, A., Day, J., Bray, B., og Mackenzie, S. (2012) Sustainable drainage systems. Maximizing the potential for people and wildlife- A guide to local authorities and developers. United Kingdom: RSPB and the Wildfowl & Wetland Trust (WWT). ISBN: 978-1-905601-41-7 Hennelly, B. (2005). SuDS-principles and drivers. Dublin Ireland: Dublin City Council. Intergovernmental Plan on Climate Change [IPCC] (2014). Climate change 2014: Impacts, Adaptation, and Vulnerability. Part A: Global and Sectoral Aspects. Contribution of Working Group II to the Fifth Assessment Report of the Intergovernmental Panel on Climate Change. New York: Cambridge University Press.


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR Lög um grunngerð fyrir starfrænar upplýsingar nr. 44/2011 Lög um Náttúrfræðistofnun Íslands nr. 60/1992 Lög um Orkustofnun nr. 87/2003 Lög um Veðurstofu Íslands nr. 70/2008 Malmö Stad (2000). Dagvattenpolicy för Malmö.Sótt 16.12.16 af: http://www. projektering.nu/files/Dagvattenpolicy.pdf Malmö Stad (2008). Dagvattenstrategi för Malmö (í. Ofanvatnsstefnumótun fyrir Malmö). Sótt 16.12.16 af: http://malmo.se/download/18.7de6400c149d2 490efb1062/1416578198402/Dagvattenstrategi_2008.pdf Pitt, M. (2008). The Pitt Review: Learning lessons from the 2007 floods. London: Secretary of State. Roseen, R.M., Ballestero, T.P., Houle, J.J., Avellaneda, P., Briggs, J., Fowler, G., and Wildey R. (2009). Seasonal Performance Variations for Storm-Water Management Systems in Cold Climate Conditions, Journal of Environmental Engineering ASCE, 135(3), 128-137.

Skipulagsreglugerð nr. 90/2013 Skipulagsstofnun. (2016). Um landsskipulagsstefnu. Sótt 16.12.16 af: http:// www.skipulag.is/landsskipulag/um-landsskipulagsstefnu/ Stahre, P. (2008). Blue-green fingerprints in the city of Malmö, Sweden. Malmö: VA SYD. Svenskt Vatten. (2011). Hållbar dag-och dränvatt enhantering. Råd vid planering och Utformning (í. Sjálfbærar ofanvatns- og frárennslisstjórnun) Publikation P105. Stokkólmur. Town and Country Planning Act 1990. London: The Stationery Office. Valeo, C., og Ho C.L.I. (2004). Modelling urban snowmelt runoff, Journal of Hydrology, 299(3-4), 237-251. Vatnaskil (2012). Höfuðborgarsvæði: Grunnvatns- og rennslislíkan. Árleg endurskoðun fyrir árið 2011. Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Skýrsla nr. 12.15. Þingsályktun um landsskipulagsstefnu 2015-2026 nr. 19/145

VERKTÆKNI 2017/23 55


ÍSTAK - TRAUSTUR VERKTAKI ÍSTAK er leiðandi verktakafyrirtæki sem leggur áherslu á samfélagslegaábyrgð og sanngjarna samkeppni á markaði. Fyrirtækið hefur verið kraftmikill þátttakandi á íslenskum verktakamarkaði frá 1970 og býr við góða verkefnastöðu. Stefna ÍSTAKS er að mæta þörfum markaðarins og veita bestu þjónustu sem völ er á. ÍSTAK hefur sett sér það markmið að vera leiðandi verktaki þegar kemur að hagnýtingu upplýsingatækni við framkvæmdir. Ístak leggur áherslu á BIM og VDC til að stuðla að skilvirkara framkvæmdaferli og aukinni samverkun milli hagaðila, sem aftur skilar sér í hagkvæmari framkvæmdum.

Ístak hf - Bugðufljóti 19 - 270 Mosfellsbær - Sími 530 2700 - istak@istak.is - www.istak.is


TÆKNI- OG VÍSINDAGREINAR

Samtengd hljómrými Ólafur Hjálmarsson, verkfræðingur, Ólafur Hafstein Pjetursson verkfræðingur, Þórir Hrafn Harðarson, verkfræðingur. Trivium ráðgjöf, Borgartúni 20, 105 Reykjavík. Fyrirspurnir:olafur@trivium.is Inngangur Til þess að lýsa flóknum hljóðheimi reynum við gjarnan að beita einföldum reiknilíkönum til þess að öðlast yfirsýn og skilning á viðfangsefninu. Ein af stóru spurningunum sem blasir við okkur þegar hljómlengd (ómtími) rýma er reiknuð er hvenær rétt sé að líta á byggð rými sem eitt eða aðskilin hljómrými. Á því er mikill munur. Í þessari grein er fjallað um lærdómsríkt dæmi um glímuna við hljóðið. Þegar hljómlengd (ómtími) rýma á í hlut skiptir verulegu máli að tryggja sem jafnastan hljóm yfir allt tónsviðið [ 3 ]. Hann verður ekki tryggður án útreikninga. Skýrsluhöfundar voru fengnir til þess að aðstoða húsráðanda með óþægilegan hljóm í opnu alrými í íbúð í fjölbýli. Rýmið skiptist upp í þrjá hluta, borðstofu (1), setustofu (2), og gang (3). Galopið var á milli þessara rýma. Út frá borðstofu er opið inn í eldhúskrók. Lofthæðir eru sem hér segir: 2,5 m í setustofu, 3,3 m í borðstofu og 2,8 m í gangi (sjá mynd 1). Til að geta veitt fullnægjandi ráðgjöf var fyrst mældur ómtími í rýminu. Niðurstöður hljóðmælinga voru notaðar til að stilla af reiknilíkan, sem síðar var beitt til þess reikna út æskilegar hljóðdeyfiaðgerðir vegna óþægilegs hljóms í alrýminu.

Hljóðmælingar Framkvæmdar voru 6 mælingar á ómtíma; 2 mælingar í hverju rými; hver með hátalara og hljóðmæli í sama rými. Niðurstöður mælinga má sjá í töflu 1: Tafla 1: Niðurstöður ómtímamælinga

Rými

Ómtími, T(s)

Setustofa

0,93

Borðstofa

1,00

Gangur

0,90

Meðalómur

0,94

Eins og sést á niðurstöðum mælinga er hljómlengd í alrýminu breytileg á milli rýma. Mælingarnar gefa því ákveðna vísbendingu um að við gerð reiknilíkans sé ekki ráðlagt að líta á rýmið sem eina heild heldur sem þrjú samtengd hljómrými. Út frá mælingunum sést einnig að ómurinn í rýminu er óþægilega hár fyrir íbúðarhúsnæði. Reynslan segir okkur að æskilegt sé að ómtími fyrir íbúðarhúsnæði sé sem jafnastur yfir tónsviðið með meðalómtíma T ≤ 0,8 s til þess að gefa tempraðan og þægilegan hljóm. Þess verður líka að gæta að ofdempa

Mynd 1: Yfirlitsmynd yfir þau rými sem tekin voru til skoðunar.

VERKTÆKNI 2016/22

57


TÆKNI- OG V�SINDAGREINAR ekki rými. Gerist Það er dregið verulega úr åheyrileika talaðs måls og tónlistar. Það getur verið jafn Þreytandi að vera í slíkum rýmum og of hljómmiklum rýmum. Hljómlengd rýma Þarf að vera hÌfileg og hÌfa notkun Þeirra.

Reiknilíkan Rýmið var fyrst reiknað sem ein heild til að meta hversu vel sú niðurstaða passaði við mÌld gildi å ómtíma. Tekin voru saman stÌrðir allra flata og ísogsflatarmål Þeirra reiknað með Því að margafalda saman stÌrð flatar við ísogsgildi hans við 125, 250, 500, 1000, 2000 og 4000 Hz. Ómtími rýmisins, T (s), var svo reiknaður út å hverju tíðnibandi með formúlu Sabine:

đ?‘‰đ?‘‰ đ?‘‡đ?‘‡ = 0.163( ) đ??´đ??´

1

HĂŠr er V rĂşmmĂĄl rĂ˝misins (m3) og A heildar Ă­sogsflĂśtur rĂ˝misins (m2 Sabine). MeĂ° Ăžessari aĂ°ferĂ° gĂĄfu Ăştreikningar aĂ° meĂ°alĂłmtĂ­mi vĂŚri T = 2,09 s, sem er talsvert langt frĂĄ ĂžvĂ­ sem var mĂŚlt (sjĂĄ mynd 2). ĂžaĂ° er ĂžvĂ­ ljĂłst aĂ° ekkiđ?‘†đ?‘†er rĂŠtt aĂ° lĂ­ta opna alrĂ˝miĂ° sem eitt hljĂłmrĂ˝mi, ĂžrĂĄtt 2 -/ đ??¸đ??¸- đ?‘?đ?‘? fyrir aĂ° đ?‘ƒđ?‘ƒ galopiĂ° sĂŠ ĂĄ milli rĂ˝ma eins og ĂĄĂ°ur er sagt. = -,/ 4 samtengd hljĂłmrĂ˝mi af hvaĂ° mestri skynsemi SĂĄ sem hefur nĂĄlgast er Lothar Cremer et al. [ 1 ]. MeĂ° orkuflĂŚĂ°isĂştreikningum um Ă­myndaĂ°an skilflĂśt ĂĄ milli rĂ˝ma, Ăžar sem gert er rĂĄĂ° fyrir aĂ° hljóðorka đ?‘‰đ?‘‰ sĂŠ jafndreifĂ° diffuse sound field) Ă­ hverju rĂ˝mi fyrir sig,1 mĂĄ nota đ?‘‡đ?‘‡ = (e. 0.163( ) tĂślfrĂŚĂ°ilegar aĂ°ferĂ°ir tilđ??´đ??´aĂ° meta hljóðorku Ă­ hverju rĂ˝mi fyrir sig; og đ?‘‰đ?‘‰ hins Ă­myndaĂ°a skilflatar. Ăžannig 1mĂĄ sĂ­Ă°an Ăžar meĂ° virkt hljóðísog đ?‘‡đ?‘‡ = 0.163( ) hvers rĂ˝mis fyrir sig. Samtengd hljĂłmrĂ˝mi reikna hljĂłmlengd (ĂłmtĂ­ma) đ??´đ??´ hafa Ăžann eiginleika aĂ° draga hvert niĂ°ur Ă­ Üðru. đ?‘†đ?‘†2-/ đ??¸đ??¸/ đ?‘?đ?‘? 3 LĂĄtumđ?‘ƒđ?‘ƒnĂş S 12 đ?‘‰đ?‘‰ flatarmĂĄl skilflatarins ĂĄ milli rĂ˝ma (m ) tĂĄkna 1 1 og 2. /,- = ) 2 đ?‘‡đ?‘‡ = 0.163( A1 (m Sabine) tĂĄkna heildar đ?‘†đ?‘†-/4đ??¸đ??¸ 22 Sabine) - đ?‘?đ?‘? Ă­sogsflatarmĂĄl rĂ˝mis 1 og A2 (m đ??´đ??´ heildar đ?‘ƒđ?‘ƒ Ă­sogssflatarmĂĄl rĂ˝mis 2 (aĂ° meĂ°tĂśldum skilfleti S12 Ă­ bĂĄĂ°um -,/ = 4 tilvikum), E1 tĂĄknar meĂ°alhljóðorku ĂĄ rĂşmmĂĄlseiningu Ă­ rĂ˝mi 1 og E2 đ?‘†đ?‘†-/ đ??¸đ??¸ đ?‘?đ?‘? 2 -/ -meĂ°alhljóðorku ĂĄ rĂşmmĂĄlseiningu Ă­ rĂ˝mi 2. đ?‘ƒđ?‘ƒ-,/ = -,/ 4 Ăşr rĂ˝mi 1 Ă­ rĂ˝mi 2 mĂĄ ĂžvĂ­ tĂĄkna sem [ 2 ]: HljóðafliĂ° sem berst 4đ?‘ƒđ?‘ƒ-,/ 4 đ??¸đ??¸/ = đ?‘†đ?‘†-/ đ??¸đ??¸- đ?‘?đ?‘? 2 đ?‘ƒđ?‘ƒ-,/ = đ?‘?đ?‘?đ??´đ??´/ RĂ˝mi

4

RĂ˝mi Setustofa Ăžar sem c er hljóðhraĂ°i đ?‘†đ?‘†-/ đ??¸đ??¸/ đ?‘?đ?‘? Ă­ lofti [343 ]. Setustofa 3 RĂ˝mi Ă sama hĂĄtt ĂşrBorĂ°stofa rĂ˝mi 2 Ă­ rĂ˝mi 1 sem: đ?‘ƒđ?‘ƒ/, =mĂĄ skrifa hljóðafliĂ° sem berstBorĂ°stofa 4 Gangur Setustofa 3 đ?‘†đ?‘†đ?‘†đ?‘†-/ đ??¸đ??¸/ đ?‘?đ?‘? -/ đ?‘†đ?‘†-/ Gangur 5 -/ đ?‘?đ?‘? / 4đ?‘ƒđ?‘ƒ-,/ đ?‘ƒđ?‘ƒđ?‘ƒđ?‘ƒ/, = /,= đ?‘ƒđ?‘ƒ-,/ ∙ MeĂ°alĂłmtĂ­mi /,- = BorĂ°stofa 4 đ?‘?đ?‘?đ??´đ??´/ đ??´đ??´/MeĂ°alĂłmtĂ­mi 4 Gangur 3 đ?‘†đ?‘†-/ đ??¸đ??¸/ đ?‘?đ?‘?

Ef gert er rĂĄĂ° fyrir stÜðugu ĂĄstandi mĂĄ tĂĄkna meĂ°alhljóðokuna E2 Ă­ đ?‘ƒđ?‘ƒ/,- =4đ?‘ƒđ?‘ƒ-,/ 4 rĂ˝mi 2 sem: MeĂ°alĂłmtĂ­mi 4 đ??¸đ??¸/ = đ?‘?đ?‘?đ??´đ??´/ 4đ?‘ƒđ?‘ƒ-,/ 4 đ??¸đ??¸// = -,/ đ?‘?đ?‘?đ??´đ??´//

MeĂ° ĂžvĂ­ aĂ° sameina 4đ?‘ƒđ?‘ƒ-,/ jĂśfnur 3 og 4 mĂĄ ĂžvĂ­ fĂĄ: 4 đ??¸đ??¸/ = đ?‘?đ?‘?đ??´đ??´ đ?‘†đ?‘†-//đ?‘?đ?‘? 4đ?‘ƒđ?‘ƒ-,/ đ?‘†đ?‘†-/ 5 đ?‘ƒđ?‘ƒ/,- = ∙ = đ?‘ƒđ?‘ƒ-,/ đ?‘?đ?‘?đ??´đ??´/ đ??´đ??´/ 4 đ?‘†đ?‘†-/ đ?‘?đ?‘? 4đ?‘ƒđ?‘ƒ-,/ đ?‘†đ?‘†-/ 5 -/ -,/ -/ đ?‘ƒđ?‘ƒ/, = đ?‘ƒđ?‘ƒ flatar, ∙ đ?‘ƒđ?‘ƒ , er = ĂžaĂ°đ?‘ƒđ?‘ƒ-,/ hlutfall hljóðorku sem yfirborĂ° HljóðísogsstuĂ°ull /,-,/ − đ?‘†đ?‘† -,/ /,-/ đ?‘?đ?‘?đ??´đ??´// = 1 − đ??´đ??´// 4 6 âˆ?-,/ = rĂ˝mis dregur Ă­ sig ĂĄ mĂłti Ăžeirri hljóðorku sem lendir ĂĄ yfirborĂ°inu. đ?‘ƒđ?‘ƒ đ??´đ??´/rĂ˝mis 2 gagnvart rĂ˝mi 1, -,/ LĂĄtum nĂş tĂĄkna hljóðísog skilflatar đ?‘†đ?‘†-/ đ?‘?đ?‘? 4đ?‘ƒđ?‘ƒ-,/ đ?‘†đ?‘†-/ 5 = ∙ Ăž.e.a.s. đ?‘ƒđ?‘ƒ hlutfall semđ?‘ƒđ?‘ƒ-,/ berst inn Ă­ rĂ˝mi 2 frĂĄ rĂ˝mi 1 og /,- =Ăžeirrar hljóðorku đ??´đ??´/ er Ă­ rĂŠttu hlutfalli viĂ° / sem hljóðafl fer ekki aftur Ăşt Ă­ 4 rĂ˝mi 1.đ?‘?đ?‘?đ??´đ??´ Ăžar hljóðorku mĂĄ skrifa:

58

VERKTÆKNI 2016/22

�-,/ =

đ?‘ƒđ?‘ƒ-,/ − đ?‘ƒđ?‘ƒ/,đ?‘†đ?‘†-/ = đ??´đ??´/1=− đ??´đ??´:/ + đ??´đ??´<,-/ đ?‘ƒđ?‘ƒ-,/ đ??´đ??´/

6

7

Ăžar sem heildar Ă­sogsflatarmĂĄl rĂ˝mis 2 samanstendur af Ă­sogsflatarmĂĄli 7 đ??´đ??´/ = đ??´đ??´:/ + đ??´đ??´<,-/ skilflatar milli rĂ˝ma 1 <,-/ og 2 og Ă­sogsflatarmĂĄli allra annara 7 flata Ă­ rĂ˝mi đ??´đ??´:/ + đ??´đ??´ đ??´đ??´/ = 2 mĂĄ rita:

đ??´đ??´/ = đ??´đ??´:/ + đ??´đ??´<,-/

7

âˆ?/,- = 1skilflatarins Ăžar sem tĂĄknar Ă­sogsflatarmĂĄl og tĂĄknar Ă­sogsflatarmĂĄl allra annara flata og loftrĂ˝mis Ă­ rĂ˝mi 2. MeĂ° ĂžvĂ­ aĂ° gera Þå fyrstu nĂĄlgun skilflĂśturinn veiti fullkomiĂ° hljóðísog (eins og opinn gluggi) gagnvart rĂ˝mi 2 Ăž.e.a.s. . đ??´đ??´:/ âˆ?/,- = 1 âˆ?-,/ = âˆ?/,- = 1 đ??´đ??´:/ + đ?‘†đ?‘†-/ fĂŚst:

�/,- = 1

đ??´đ??´:/ 8 âˆ?-,/ = đ??´đ??´:/ 8 âˆ?-,/ = đ??´đ??´:/ + đ?‘†đ?‘†-/ đ??´đ??´:/ + đ?‘†đ?‘†-/ đ??´đ??´:/ Ăžekktar til aĂ° reikna ĂłmtĂ­ma rĂ˝mis 1 og hĂŚgt Ăžannig eru allar stĂŚrĂ°ir 8 âˆ? = aĂ° reikna -,/ 1. nĂĄlgun đ??´đ??´:/aĂ°+ĂłmtĂ­ma đ?‘†đ?‘†-/ Ăžess. SĂ­Ă°an mĂĄ meĂ° sama hĂŚtti reikna

rĂ˝mi 2 Ă­ hina ĂĄttina og endurreikna hljóðísogsstuĂ°la. Samleitni Ăžessarar reikniaĂ°ferĂ°ar er mjĂśg hrÜð. Ăžegar samtengdum rĂ˝mum fjĂślgar eykst lĂ­tillega flĂŚkjustig Ăştreikninga en samleitni er eftir sem ĂĄĂ°ur mjĂśg hrÜð. NiĂ°urstÜður framanskrĂĄĂ°s reiknilĂ­kans eru sem hĂŠr segir: Tafla 2: NiĂ°urstÜður reiknilĂ­kans eftir Ă­tranir

Rými

Ă“mtĂ­mi, T(s)

Setustofa

0,80

BorĂ°stofa

0,98

Gangur

0,67

MeĂ°alĂłmtĂ­mi

0,82

GrĂśfin ĂĄ mynd 2 sĂ˝na tĂ­Ă°nirĂłf,Ă“mtĂ­mi, frĂĄ 125 tilT(s) 4000 Hz, reiknaĂ°s og Ă“mtĂ­mi,mĂŚldra T(s) og reiknaĂ°ra gilda er mĂŚlds ĂłmtĂ­ma Ă­ hverju tilviki. SamrĂŚmi 0,80 mjĂśg ĂĄsĂŚttanlegt Ăžegar reiknaĂ° er meĂ° framanskrĂĄĂ°ri reikniaĂ°ferĂ° fyrir 0,80 samtengd rĂ˝mi. Ranga niĂ°urstÜðu gefur aĂ° reikna alrĂ˝miĂ° sem eitt 0,98 T(s) Ă“mtĂ­mi, hljĂłmrĂ˝mi eftir lĂ­kingu Sabine (1). 0,98 0,67 Af reiknilĂ­kaninu mĂĄ sjĂĄ, eins og mĂŚlingar 0,80sĂ˝na lĂ­ka, aĂ° mest er hĂŚgt 0,67 aĂ° vinna meĂ° ĂžvĂ­ aĂ° dempa stĂłra borĂ°stofurĂ˝miĂ° Ă­ miĂ°ju alrĂ˝misins. 0,82 0,98 MeĂ° tiltĂślulega einfĂśldum aĂ°gerĂ°um; um 9 m2 hljóðdeyfifleti Ă­ loft 0,82 borĂ°stofu mĂĄ stĂłrbĂŚta hljóðvist Ă­búðarinnar. 0,67 MeĂ° ĂžvĂ­ aĂ° draga niĂ°ur Ă­ borĂ°stofunni dempast hin rĂ˝min lĂ­ka Ăžar sem Ăžau eru samtengd. MeĂ° Ăžessum einfĂśldu endurbĂłturm verĂ°ur 0,82 meĂ°alĂłmtĂ­mi rĂ˝ma sem hĂŠr segir:

Rými

Ă“mtĂ­mi, T(s)

Setustofa

0,71

BorĂ°stofa

0,68

Gangur

0,60

MeĂ°alĂłmur

0,66

HĂŠr er meĂ°alĂłmtĂ­mi Ă­ Ăśllum rĂ˝mum kominn vel undir hin ĂŚskilega ĂłmtĂ­ma T ≤ 0,8 s og Ă­ Ăśllum hlutum um eĂ°a fyrir innan 0,6 s ≤ T ≤ 0,7 s sem Þýðir aĂ° rĂ˝miĂ° myndi uppfylla flokk B (nĂŚst efsta hljóðflokk) fyrir ĂłmtĂ­ma Ă­ Ă­búðarrĂ˝mi skv. hljóðvistarstaĂ°li Ă?ST 45:2016. ViĂ° tillĂśgu aĂ° lausn var Ăžess gĂŚtt aĂ° hljĂłmlengdin yrĂ°i jĂśfn yfir tĂ­Ă°nisviĂ°iĂ° til Ăžess aĂ° tryggja skarpan og skĂ˝ran hljĂłm.

8


TÆKNI- OG VÍSINDAGREINAR

Mynd 2: Samanburður mælinga og reiknilíkans

Niðurlag Í greininni er lýst reikniaðferð til þess að glíma við samtengd hljómrými sem hafa allt aðra hljómeiginleika heldur en samfelld rými. Samræmi á milli hljóðmælinga og reiknilíkansins virðist gott í því dæmi sem hér er tekið. Hefðbundið reiknilíkan hefði gefið kolranga mynd. Það sem er sérstaklega lærdómsríkt er hversu mikil áhrif það hefur á hljómlengd rýma að brjóta þau upp; þannig þau virki ekki eins og eitt hljómrými heldur mörg; sem draga þá hvert niður í öðru. Þar sem þörf Rými er fyrir vel tempruð rými eins og á heimilum, opnum vinnustöðvum, opnum samkomurýmum skóla og þess háttar má því talsvert vinna með Setustofa uppbroti rýmanna. Þegar tónlist á í hlut og þörf er fyrir lengri hljóm ættu menn hins vegar að Borðstofa fara varlega. Greinarhöfundar þakka húsráðanda fyrir heimild til þess að birta Gangur framangreindar niðurstöður.

Heimildir

Meðalómur

[ 1 ] Lothar Cremer og Helmut A. MüllerPrinciples and Application of Room Acoustics. Vol. 1 Applied Science Publishers, London and New York 1982 [ 2 ] Lawrence E. Kinsler et al.Fundamentals of Acoustics 3. Ed. John Wiley & Sons Inc. 1982 [ 3 ] Ólafur Hjálmarsson Í góðu hljóði. Grein í Árbók VFÍ/TFÍ 2004. Reykjavík 2004.

Ómtími, T(s) 0,71 0,68 0,60 0,66

VERKTÆKNI 2016/22

59


Eflum samfélög Hlutverk EFLU verkfræðistofu er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum og efla samfélög. Starfsfólk fyrirtækisins býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á öllu milli himins og jarðar. Það eru hæfileikar þess sem gera fjölbreytileg verkefni um allan heim að veruleika á degi hverjum.

EFLA VERKFRÆÐISTOFA +354 412 6000

efla@efla.is

www.efla.is


SÍÐUMÚLA 12-14 - Sími: 510-5500

Þekkingarfyrirtæki í málmiðnaði- og véltækni

Sími 569-2100 – hedinn.is

Virkni loftræstikerfa er okkar fag!

Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Ísland www.rafstjorn.is

VERKTÆKNI 2016/22

61


Gunnbjarnarholti 801 Selfoss 480 5600 landstolpi.is

UPPBYGGING Í YFIR 60 ÁR

ISO 9001

OHSAS 18001

FM 512106

OHS 606809

Quality Management

Við breytum vilja í verk

Occupational Health and Safety Management

Stækkun Búrfellsvirkjunar - stöðavarhúshellir

Íslenskir aðalverktakar hf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 | iav.is


Ný kynslóð varmaskipta fyrir upphitun og kælingu frá Danfoss

Við erum

eini framleiðandinn í heiminum sem framleiðir tengigrindur og vamaskipta ásamt sjálfvirkum stjórnbúnaði fyrir hitakerfi.

Veldu hagkvæmustu lausnina, varmaskipta með nýju MICRO PLATETM plötunum sem gefa 10% betri hitaleiðni en aðrar plötur. Við bjóðum upp á fjölda lausna, til upphitunar, fyrir heitt neysluvatn og til kælinga. Varmaskiptarnir eru fáanlegir í tveimur grunngerðum. Soðnir og boltaðir og í mismunandi stærðum fyrir hagkvæmustu lausnina fyrir þínar þarfir. Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík •Sími: 510 4100


Auglýsing 2016-A5.pdf 1 21/03/2016 09:58:37

CAD ehf - Skúlagata 10, 101 Reykjavík - sími: 5523990 - www.cad.is - cad@cad.is

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K


VSÓ RÁÐGJÖF Þríhnúkagígur, Klettaskóli, Kringsjå skole landslagshönnun, undirgöng undir Vesturlandsveg, verðmat lands, umferðarlíkan höfuðborgarsvæðisins, stækkun flugstöðvar, mat á umhverfisráhifum, staðarval fimleikahúss í Kópavogi, Jessheim kirke framkvæmdaeftirlit, jarðtækni, svæðisskipulag Suðurnesja, hótel Marina, hörðnunarhraði steypu, Børstad idrettsområde, kortlagning gististaða, aðveitustöð á Akranesi, vörugeymslur, hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði, fráveita á Siglufirði, öryggis og neyðaráætlanir, byggingarstjórn Fjölbrautarskóla Mosfellsbæjar, hjúkrunarheimili í Hamar kommune, Betri hverfi í Reykjavík, landmælingar, Lygna skisenter öryggis- og heilsuáætlun, umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnesbæjar, Nýr Landspítali, Skóli í Úlfarsárdal...

Og lengi má áfram telja. VSÓ hefur unnið að fjölbreyttum, krefjandi og skemmtilegum verkefnum undanfarin 56 ár og mun halda því áfram.

www.vso.is STOFNAÐ 1958


NÝSKÖPUN S PRE T TU R Ú R SAM STARFI Marel er stoltur styrktaraðili Team Spark marel.is

Þar sem tvær lagnir koma saman þar ætti að vera brunnur

Byggingarreglugerðir krefjast þess að brunnar séu settir við allar nýbyggingar enda er mikið öryggi og kostnaðarhagkvæmni fólgin í að hafa aðgang að lögnum utanhúss vegna eftirlits og viðhalds. Sæplast framleiðir brunna til fráveitulagna úr polyethylene-efni (PE). Í Sæplast-vörulínunni er fjölbreytt úrval brunna til að mæta mismunandi notkunarkröfum. Brunnarnir eru fáanlegir í þremur þvermálsstærðum: 400 mm, 600 mm og 1000 mm. ATH. Hægt er að fá upphækkanir á alla brunna. Fást í byggingavöruverslunum um land allt. Sæplast ráðleggur að ætíð sé leitað til fagaðila um niðursetningu á brunnum. HLUTI AF RPC GROUP

SÆPLAST • Gunnarsbraut 12 • 620 Dalvík • Sími 460 5000 • sales.europe@saeplast.com • www.saeplast.com

® Sæplast er skrásett vörumerki í eigu RPC GROUP


Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?

RARIK hefur verið í þjónustu lands og þjóðar í 70 ár og rekur í dag stærsta dreifikerfi raforku á Íslandi. Háspennuhluti kerfisins er um 8.700 km að lengd og nú þegar eru um 57% þess komin í jörð. Með því hefur afhendingaröryggi aukist til muna og rafmagnstruflunum fækkað verulega. www.rarik.is



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.