__MAIN_TEXT__

Page 1

VERKTÆKNI TÍMARIT VFÍ 1. TBL. 24. ÁRG. 2018

Verkfræðingafélag Íslands

01/2018


Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?

RARIK rekur í dag stærsta dreifikerfi raforku á Íslandi. Frá árinu 1991 hafa loftlínur markvisst vikið fyrir jarðstrengjum sem aukið hefur rekstraröryggi dreifikerfisins og dregið úr sjónrænum áhrifum þess. Nú þegar eru um 59% dreifikerfis RARIK í jarðstrengjum og stefnt er að því að allt kerfið verði komið í jörð árið 2035.

www.rarik.is


VERKTÆKNI Efnisyfirlit 4 6 8 9 10 11 12 14 16 17 18 20 21.

Um Sjúkrasjóð VFÍ VFÍ á tímamótum Ný bók: Haugseldur Af stjórnarborði VFÍ Hugleiðingar formanns Nýtt Tæknifræðisetur Háskóla Íslands Fjölskyldudagur verkfræðinnar og samstarf við Vísindasmiðju HÍ Dagur verkfræðinnar Af kjaramálum VFÍ Veikindaréttur og hlutverk sjúkra- og styrktarsjóða Viðurkenningar fyrir lokaverkefni í tæknifræði Viðurkenning fyrir besta veggspjaldið Rýni 2018 Heiðursveitingar VFÍ ANE (Association of Nordic Engineers) Siðferði og gervigreind Nordic Engineers stand on Artificial Intelligence and Ethics

Ritrýndar vísindagreinar 25 Bergsprungur og byggingar á höfuðborgarsvæðinu. 31 Hönnun og virkni léttra gróðurþaka við íslenskar aðstæður

Tækni- og vísindagreinar 42

Falin verðmæti í jarðvarmaorku

VFÍ á Facebook – Rafbílahópur VFÍ Við hvetjum félagsmenn VFÍ til að fylgja félaginu sínu á Facebook. Við leggjum áherslu á að setja jafnóðum inn upplýsingar umsóknarfresti í sjóðum og viðburði á vegum félagsins. Þá er einfalt að senda okkur skilaboð í gegnum Facebook síðuna, þau komast til skila. https://www.facebook.com/vfi.1912/ Rafbílahópur VFÍ á Facebook (Rafbílar VFÍ) er í mikilli sókn. Þar eru áhugaverðar upplýsingar og umræður um rafbílavæðinguna.

LEIÐARINN Að meta viðhorf

Á fyrri hluta ársins 2018 voru birtar niðurstöður könnunar á viðhorfi félagsmanna til VFÍ. Þar kom margt gagnlegt og áhugavert fram. Fyrir það fyrsta eru væntingar félagsmanna til félagsins auðvitað afar mismunandi. Sumir vilja að félagið sinni fyrst og fremst kjaramálum, aðrir vilja leggja áherslu á starfsemi sem tengist faginu og tengslaneti félagsmanna. Sumir eru mjög ánægðir aðrir mjög óánægðir, eins og gengur. En ég fullyrði að starfsfólk skrifstofu VFÍ er allt af vilja gert til að bæta í og gera enn betur. Til þess eru mörg tækifæri, sérstaklega gagnvart þeim hópi sem er tiltölulega hlutlaus í afstöðu sinni. – Er svona „hvorki né“. Kannski var það ánægjulegast við könnunina hve þátttakan var góð og margir gáfu sér tíma til að segja skoðun sína og koma með ábendingar í svörum við opnum spurningum. Þetta kom kannski dálítið á óvart þegar litið er til afar lélegrar þátttöku í kosningum hjá mörgum stéttarfélögum. Þátttaka í viðhorfskönnun VFÍ var tæp 55%og má kannski túlka á þann veg að sinnuleysið sé ekki alveg það sama hjá félagsmönnum VFÍ og víða annarsstaðar. Niðurstöður viðhorfskönnunarinnar eru á vef VFÍ undir „útgáfa – ýmis skjöl“. Þegar þetta er skrifað hefur verið ákveðið að gera könnun á viðhorfum félagsmanna í aðdraganda kjaraviðræðna. Hvað er það sem félagsmenn vilja að lögð verði áhersla á? Er það mismunandi eftir hópum? – Annars vegar þeim sem heyra undir kjarasamning við Félag ráðgjafarverkfræðinga og hins vegar þeim sem vinna á opinberum markaði. Það verður án efa fróðlegt að rýna í þær niðurstöður. Þeir félagsmenn sem heyra undir kjarasamning VFÍ við SA fá ekki könnunina enda er þar um að ræða ótímabundinn grunnréttindasamning sem inniheldur ekki launatölur. Þeirra viðhorf munu þó koma fram í næstu kjarakönnun VFÍ þar sem fyrirhugaðar eru breytingar á könnuninni þannig að fleira verði mælt en bara laun. Aðsóknin á Dag verkfræðinnar hefur aukist ár frá ári og síðast mættu á sjötta hundrað manns. Verður það að teljast góður árangur en við viljum gera enn betur. Nú er að fara í gang undirbúningur fyrir Dag verkfræðinnar 2019 og verður það í fimmta sinn sem þessi viðburður er haldinn. Sú stefna hefur verið farsæl að leita eftir hugmyndum félagsmanna og hafa fyrirlestrar nær undantekningalaust farið á dagskrá eftir ábendingar frá þeim. Ég vil því hvetja félagsmenn til að koma með hugmyndir og jafnvel taka þátt í vinnuhópi um þróun og framkvæmd Dags verkfræðinnar. Þeir sem vilja vera með fyrirlestur á Degi verkfræðinnar mega gjarnan láta vita sem fyrst. Við erum líka alltaf á höttunum eftir áhugaverðu efni fyrir samlokufundina. Áhugasamir geta sent skilaboð gegnum Facebook síðu VFÍ eða tölvupóst á sigrun@ verktaekni.is. Nú er þetta að líkindum í síðasta sinn sem Verktækni - Tímarit Verkfræðingafélags Íslands er gefið út á prentuðu formi. Ég vil þakka þeim sem lögðu til efni í blaðið, sérstaklega greinahöfundum og þeim sem tóku að sér að ritrýna. Á nýju ári verða breytingar á útgáfumálunum sem vonandi falla í góðan jarðveg. Áherslan verður á rafræna útgáfu þar sem upplýsingum, til dæmis um kjaramál, er miðlað til félagsmanna jafnt og þétt samhliða því að gera ritrýndu efni hátt undir höfði.

V E R K TÆ K N I

Sigrún S. Hafstein, ritstjóri

Blaðið VERKTÆKNI er gefið út af Verkfræðingafélagi Íslands og er dreift ókeypis til félagsmanna. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún S. Hafstein. Leyfilegt er að birta efni úr Verktækni ef heimildar er getið. Skoðanir sem settar eru fram í blaðinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda. Prentvinnsla: Svansprent · Mynd á forsíðu: Morgunblaðið · Aðstoð við útgáfu: Hænir · Sími: 558 8100 · utgafa@utgafa.is


Munið Sjúkrasjóð VFÍ Mikilvæg réttindi fást með aðild að Sjúkrasjóði VFÍ sem er fyrir félagsmenn á almennum markaði. Þau skapast við lögbundið framlag atvinnurekanda. Sjóðfélagar öðlast rétt til úthlutunar þegar iðgjöld hafa borist í sex mánuði, þar af síðustu þrjá mánuði samfellt. Athugið að í sumum tilvikum er skilyrði um eins árs aðild að sjóðnum. Einungis félagsmenn í VFÍ geta átt aðild að sjóðnum. Veikindi eða slys

Varanleg örorka

Dagpeningar eru greiddir í allt að 120 daga eftir að samnings- eða lögbundinni kaupgreiðslu vinnuveitanda lýkur. Stjórn sjóðsins er heimilt að framlengja tímann í allt að 150 daga og greiða hluta dagpeninga ef sjóðfélagi getur ekki stundað fulla vinnu. Upphæð dagpeninga er 80% af meðal iðgjaldagreiðslum í sjóðinn sl. 12 mánuði. Þó ekki hærri upphæð en ein milljón á mánuði.

Greidd er eingreiðsla að fjárhæð kr. 3 milljónir fyrir 75% örorkumat eða hærra og lækkar í réttu hlutfalli við minna örorkumat.

Heilsustyrkir – líkamsrækt o.fl. Sjúkrasjóður VFÍ hefur sérstöðu að því leyti að sjóðfélagar safna í svokallaðan „pott“ og fá úr honum ýmiss konar heilsustyrki. Hámark árlegrar styrkupphæðar nemur 75% af árs iðgjöldum viðkomandi sjóðfélaga. Heimilt er að safna iðgjöldum þriggja ára. Greiddur er styrkur vegna eftirfarandi: líkamsrækt, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, sjúkranudd, kirópraktor, meðferð hjá sálfræðingi, hjúkrunarfræðingi, félagsráðgjafa, fjölskylduráðgjafa eða sambærilegum viðurkenndum meðferðaraðila. Foreldranámskeið, krabbameinsskoðun, hjarta-, lungna- og æðaskoðun. Gleraugu, linsur og heyrnartæki, lyf, tannlækningar, lýtalækningar og aðrar lækningar sem styrkþegi ber kostnað af.

Fæðingarorlof Greiddar eru viðbótargreiðslur vegna fæðingarorlofs jafn lengi og sjóðfélagi nýtur greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði. Viðbótargreiðslur eru vegna andvana fæðingar eða fósturláts. Dánarbætur Eru hlutfall af launum sem iðgjöld hafa verið greidd af og er miðað við sl. tólf mánuði fyrir andlát sjóðfélaga. Maki eða sambýlingur fær jafngildi einna mánaðarlauna og börn yngri en 18 ára jafngildi hálfra mánaðarlauna. Til aðstandanda sem stendur straum af kostnaði við útför er greidd ein milljón króna. Vegna fjárhagslegra áfalla vegna andláts maka, sambýlings eða barns sjóðfélaga er greitt jafngildi einna mánaðarlauna. Tæknifrjóvgun Greiddur er styrkur allt af 75% af útlögðum kostnaði að hámarki ein milljón króna. Ættleiðing Greiddur er styrkur allt af 75% af útlögðum kostnaði að hámarki ein milljón króna.

Veikindi maka eða barna Vegna skertra launatekna við langvarandi veikindi maka og/eða barna greiðir sjóðurinn dagpeninga í allt að 60 daga.

Augnaðgerðir Endurgreitt er 75% af útlögðum kostnaði að hámarki 300 þúsund krónur. (Lazeraðgerðir: 150 þúsund kr. hvort auga)

Mikilvægt! Almennt gildir að forsenda endurgreiðslu er framvísun frumrits fullgildra greiðslukvittana vegna útlagðs kostnaðar. Skattfrjáls styrkur til heilsueflingar er kr. 55 þúsund á almanaksárinu. Til að nýta þennan rétt verða umsóknir að berast fyrir 1. desember ár hvert. Þess vegna er best að senda inn umsókn um leið og greiðsla hefur verið innt af hendi. Þessar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur og gildandi starfsreglur sjóðsins. Við hvetjum félagsmenn eindregið til að kynna sér vel starfsreglur sjóðsins. Nánari upplýsingar er að finna á vef Verkfræðingafélags Íslands www.vfi.is


Lykillinn að góðri framtíð er að hugsa um hana strax

Opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða ∫ Meiri ávinningur réttinda

∫ Jákvæð tryggingafræðileg staða

∫ Hagstæð sjóðfélagalán

∫ Ábyrg fjárfestingastefna

∫ Sjóðfélagalýðræði

∫ Val um sparnaðarleiðir

LÍFSVERK lífeyrissjóður ¬ Engjateigi 9 ¬ 105 Reykjavík ¬ www.lifsverk.is


6 / VERKTÆKNI

Verkfræðingafélagið á tímamótum Nú eru tvö ár liðin síðan félagar í Verkfræðingafélagi Íslands og Tæknifræðingafélagi Íslands samþykktu í atkvæðagreiðslu að sameina félögin í eitt félag undir nafninu Verkfræðingafélag Íslands -félag verkfræðinga og tæknifræðinga. Þátttaka í kosningu var góð og mikill meirihluti var samþykkur sameiningu og stofnsamningi félagsins. Nú tveimur árum síðar er komin reynsla á starfsemina og í stuttu máli má segja að hún er að lang mestu leyti mjög góð. Flækjustig hefur minnkað og öll þjónusta skrifstofunnar orðið einfaldari og markvissari til hagsbóta fyrir hinn einstaka félagsmann og heildina. Tækifæri hafa skapast til að gera félagið mjög sterkt og gildandi í umræðu og verða áhrifavaldur í þeim málum sem snúa að fagsviðum félagsmanna og öðru sem snertir hagsmuni þjóðfélagsins. Þegar er komin nokkur reynsla á þetta og stjórn félagsins hefur á síðustu misserum tjáð sig um mörg málefni og sent inn umsagnir um lagafrumvörp og þingsályktunartillögur. Umsagnirnar má nálgast á vef félagsins. Það þarf að koma því skýrt á framfæri hversu mikilvægu hlutverki félagsmenn gegna við uppbyggingu innviða og hve

miklu ný tækni skilar í betri nýtingu náttúruauðlinda Í tengslum við stefnumótun stjórnar var fyrr á árinu gerð viðhorfskönnun meðal félagsmanna. Út frá niðurstöðum hennar hafa verkefni skrifstofu og áherslur verið endurskoðaðar að nokkru leyti. Almennt má segja að niðurstöður könnunarinnar sýni að félagsmenn telji margt vel gert en vissulega séu tækifæri til úrbóta. Niðurstöður könnunarinnar eru birtar á vef VFÍ undir „útgáfa“. Í upphafi árs gekk VFÍ í samtök norrænna félaga verkfræðinga og tæknifræðinga, ANE (Association of Nordic Engineers). Samstarf norrænu félaganna er ekki nýtt af nálinni en með þátttöku VFÍ í ANE opnast nýjar leiðir. Samstarf félaganna í ANE er stöðugt að styrkjast og samtökin láta til sín taka á ýmsum sviðum. Dæmi um það er verkefni samtakanna um siðferði og gervigreind sem hefur verið kynnt rækilega á vettvangi VFÍ. Einnig samnorræn könnun á hæfniþróun sem var gerð fyrr á árinu og verða niðurstöður birtar í upphafi nýs árs. Það er því óhætt að segja að við getum lært mikið af þátttöku í ANE en ekki síður miðlað af okkar reynslu. Skrifstofan veitir alls kyns aðstoð til félagsmanna varðandi ráðningar, uppsagnir, kjör í víðum skilningi og leiðbeinir um réttindi samkvæmt kjarasamningum og ráðningarsamningum. Verkfræðingafélag Íslands hefur þá sérstöðu að vera bæði fagfélag og kjarafélag

og í því felast mörg tækifæri. Öflugt faglegt starf styður við kjaratengd verkefni, er mikilvægur liður í því að vekja athygli á faginu og verkefnum verkfræðinga og tæknifræðinga. Viðburðir á vegum félagsins eru vel sóttir og er það ánægjulegt. Ég vil hvetja félagsmenn til að koma hugmyndum sínum á framfæri og taka þátt í að móta starf félagsins. Einnig að vera vakandi yfir að greiðslur í sjóði skili sér og nýta þau réttindi sem aðild að sjóðunum veitir. Árni Björn Björnsson verkfræðingur, framkvæmdastjóri VFÍ.

Ný bók: Haugseldur - Veraldarsaga verkfræðings Nýverið kom út bókin Haugseldur - Veraldarsaga verkfræðings sem er ævisaga Péturs Stefánssonar verkfræðings og fyrrverandi formanns VFÍ. Pétur lýsir vel bernsku- og uppvaxtarárum sínum á Héraði, námsárum í Menntaskólanum í Reykjavík og verkfræðinámi í München í Þýskalandi á miklum umrótstímum. Verið er að reisa Þýskaland úr rústum nasismans og lesendur fá að kynnast aðstæðum þeirra sem lifað höfðu hildarleik styrjaldarinnar. Á bókarkápu segir einnig orðrétt: „Starfsævi Péturs sem verkfræðings spannar framkvæmdasögu Íslendinga á síðari

hluta tuttugustu aldar, þegar þjóðin varð sjálfbjarga hvað verkkunnáttu varðar. Hann lýsir verkefnum sínum af verkfræðilegri nákvæmni en jafnframt stílkunnáttu þess sem alla tíð hefur sótt í lestur og fróðleik.” Bókin er búin fjölmörgum ljósmyndum. Haugseldur - Veraldarsaga verkfræðings er til sölu í Pennanum - Eymundsson og er viðmiðunarverð kr. 7.000.- Félagsmönnum Verkfræðingafélags Íslands býðst að kaupa bókina á sérstökum vildarkjörum eða kr. 5.000.Hægt er að kaupa bókina á skrifstofu félagsins.


AF stjórnarborði VFÍ

8 / VERKTÆKNI

Aðalfundur VFÍ – ársskýrsla 2017-2018 Aðalfundur VFÍ 2018 var haldinn 17. apríl. Í aðdraganda aðalfundar fara fram kosningar í stjórnir félagsins: Aðalstjórn VFÍ, stjórn Kjaradeildar og stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi.

Ársreikningur Rekstrarhagnaður ársins var tæpar 55,3 milljónir króna en rekstrartekjur námu 203,4 milljónum króna. Heildareignir í lok ársins samkvæmt efnahagsreikningi námu rúmum 206,1 milljónum króna en heildarskuldir tæpum 30,6 milljónum króna. Eigið fé var því jákvætt um rúmar 175,6 milljónir króna.

Félagafjöldinn Í ársbyrjun 2018 voru félagsmenn VFÍ 4210. Í árslok 2017 voru konur 16,8% félagsmanna. Hlutfallið lækkaði nokkuð við sameiningu VFÍ og TFÍ enda konur hlutfallslega mun færri í tæknifræðinni. Skrifstofa VFÍ veitir einnig félagsmönnum í Stéttarfélagi tölvunarfræðinga og Stéttarfélagi byggingarfræðinga þjónustu. Í árslok 2017 voru félagsmenn í þessum tveimur félögum samtals 587.

lífskjara og velferðar félagsmanna sem stendur vörð um gæði menntunar og fagkunnáttu. Félagið vill vera framsækið forystuafl og sterk rödd í málefnum samfélagsins sem snerta verkfræði og tæknifræði.“

Stjórnir VFÍ - Aðalstjórn VFÍ Formenn Kjaradeildar og Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi eru nú aðalmenn í stjórn í stað þess að hafa einungis áheyrnar- og tillögurétt. Í stjórn VFÍ sitja Páll Gíslason formaður, Kristjana Kjartansdóttir varaformaður, Jóhannes Benediktsson, María S. Guðjónsdóttir, Þorvaldur Tolli Ásgeirsson, Sveinn Ingi Ólafsson, Birkir H. Jóakimsson og varameðstjórnendur eru Helgi Þór Ingason og Sigurður Örn Hreindal.

Stjórn Kjaradeildar VFÍ Stjórn Kjaradeildar VFÍ er þannig skipuð: Birkir H. Jóakimsson formaður, Hlín Benediktsdóttir varaformaður, Erlendur Örn Fjeldsted, Heimir Örn Hólmarsson, Margrét Elín Sigurðardóttir og varameðstjórnendur eru Helga Helgadóttir, Kristín Arna Ingólfsdóttir og Einar Halldórsson.

Stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi Í stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi eru: Sveinn Ingi Ólafsson formaður, Davíð Á. Gunnarsson, Svana Helen Björnsdóttir og Gylfi Árnason er meðstjórnandi. Ársskýrsla félagsins er á vefnum: www.vfi.is undir „útgáfa“.

Fjölgun kvenna – lægri meðalaldur Við samantekt úr félagakerfinu í árslok 2017 vakti tvennt sérstaka athygli. Í fyrsta lagi hve konum hefur fjölgað í stéttinni og í öðru lagi jákvæð þróun varðandi aldurssamsetningu. Þetta sést vel er bornir eru saman 30 – 34 ára aldurshópurinn og 65 – 69 ára hópurinn. Yngri hópurinn er nærri þrefalt fjölmennari en sá eldri og konur eru um þriðjungur félagsmanna í aldurshópunum 30 – 34 ára en einungis þrjár konur eru í hópunum 65-69 ára af 240.

Ávarp formanns Í ávarpi sínu sagði Páll Gíslason formaður VFÍ meðal annars: „Á starfsárinu vann stjórn að stefnumótun fyrir félagið. Stjórn var sammála um að grunn leiðarvísir til framtíðar fælist í orðunum fagmennska, frumkvæði, samvinna og sanngirni. Hlutverk félagsins er að vera drifkraftur

Þökkum styrktaraðilum VerkTækni golfmótsins

FÆRNI | FRUMKV

Verkís er öflugt og framsækið ráðgjafarfyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum verkfræði. Reynsla og þekking skilar sér til viðskiptavina í traustri og faglegri ráðgjöf og fjölbreyttum lausnum.


VERKTÆKNI / 9

Ábyrgð okkar er mikil - Hugleiðingar formanns Ágætu félagar. Sameining Tæknifræðingafélags Íslands og Verkfræðingafélags Íslands var heillaspor. Félagið okkar er öflugt og við getum verið stolt af því. Við sem förum fyrir sameinuðu félagi höfum leitað eftir viðhorfum félagsmanna. Þeir hafa lagt kúrsinn. Í viðhorfskönnun var gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum um starfsemi félagsins og svörum við spurningum. Meðal þess sem þar kom fram var að félagsmenn vildu að félagið léti meira að sér kveða, væri sýnilegri og atkvæðameiri aðili í þjóðfélaginu. Við höfum tekið þetta sem skilaboð um að VFÍ ætti að láta að sér kveða í málum er snerta umgjörðina um starfsumhverfi tæknifræðinga og verkfræðinga og reyndar tæknifólks almennt. Félagsmenn koma víða við sögu og þessvegna er óhjákvæmilegt að taka að einhverju leyti þátt í almennri þjóðfélagsumræðu. Meðal þess sem við höfum gert er að senda Alþingi og stjórnvöldum umsagnir um mál, bæði í samráðsgátt stjórnvalda sem og í umsagnarkerfi Alþingis. Við höfum lagt áherslu á vandaðar og greinandi umsagnir þar sem meðal annars er bent á að víða skorti samþætta og rökrétta stefnu þegar stjórnvöld kynna áform sín. Þannig höfum við mælt með heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum í stað bútasaums með einstökum endurbótum á flóknu lagaumhverfi. Í umsögn um aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er vakin athygli á að misræmi er milli markmiða og fjármögnunar. Meginhluta fjármagns á að verja til breyttrar landnotkunar, en það er ekki viðfangsefni Parísarsáttmálans sem ætlunin er að efna með framkvæmd áætlunarinnar. Loftslagssjóður fær að sönnu fé til að hefja starfsemi en hann verður óburðugur miðað við Tækniþróunarsjóð og AVS rannsóknasjóð í sjávarútvegi. Græn tækni og nýsköpun verða útundan þótt þýðing nýrra tæknilausna sjáist meðal annars í stórkostlega bættri orkunýtingu í sjávarútvegi sem rekja má til tæknifyrirtækja okkar. Losun frá fiskiskipum dróst saman um 33% á árabilinu 1990 – 2016 meðan losun á hvern landsmann stóð nánast í stað. Því er einnig sjaldan haldið á lofti að fyrir tilstilli bættrar framleiðslustýringar þá hefur losun gróðurhúsaloftegunda frá álverum minnkað verulega Við höfum leitt í ljós að í kynntri samgöngustefnu eru á ferðinni árekstrar sem þarf að komast hjá. Með því að setja markmið um greiðar samgöngur í forgang er miðað við að fólk komist sem hraðast leiðar sinnar. Áhersla í þéttbýli er hinsvegar oftast á öruggar samgöngur, lækkun á umferðarhraða og aðgengi hjólandi og gangandi. VFÍ leggur í umsögn sinni til að markmiðið

um greiðar samgöngur verði fellt út. Hinum fjórum meginmarkmiðunum, öruggar, hagkvæmar, umhverfislega sjálfbærar samgöngur og jákvæð byggðaþróun, verði gert hærra undir höfði. Áhrifin af þannig breyttri forgangsröðun yrðu þau að nýframkvæmdir fengju forgang og slysamestu vegarkaflarnir yrðu lagaðir fyrst. Í dreifbýli gæti þetta þýtt breikkun á vegum og aðgreiningu akstursstefnu með meiri umferðarhraða. Í þéttbýli gæti minni hraði, hraðahindranir og fleiri umferðarljós orðið upp á teningunum. Sé markmiðið öruggar samgöngur þarf öðruvísi aðgerðir í dreifbýli heldur en þéttbýli. Fyrir allnokkrum árum samþykktu stjórnvöld forgangsröðunarkerfi varðandi nýtingu orkuauðlinda, þetta kerfi fékk nafnið rammaáætlun og stóðu væntingar til þess að kerfið sem slíkt myndi auka sátt um forgangsröðunina. Þessi sátt hefur ekki gengið eftir. Áform sem hafa lent í bið eða verndarflokki hafa að sjálfsögðu verið lögð á hilluna. Á sama tíma hafa andstæðingar ábyrgrar nýtingar orkuauðlinda landsins, til dæmis í þágu aðgerða gegn loftslagsbreytingum, einbeitt sér að þeim fáu verkefnum sem lentu í nýtingarflokki. Það hefur leitt til stöðnunar í orkuöflun. Vaxandi líkur eru á orkuskorti innan fárra ára. Á sama tíma eru stjórnvöld með stór áform uppi um orkuskipti í samgöngum. Þau hafa þó ekki komið fram með haldbærar útleggingar á því hvaðan orkan eigi að koma, hvernig eigi að dreifa henni og síðast en ekki síst hvernig eigi að bæta samgöngukerfið þannig að rafdrifnir bílar geti leyst núverandi bílaflota af hólmi. Á tímum vaxandi öfga í veðurfari og

stjórnmálaumræðu sem fram fer í moldviðri samfélagsmiðla er ef til vill ekki von til þess að hlustað sé á rökstudda skoðun tæknifólks. Þó er álit mitt og þeirra sem með mér starfa í forystu félagsins að það sé skylda okkar að gera grein fyrir viðhorfum okkar til stefnumála. Við trúum því að það hafi heillavænleg áhrif í lengd ef ekki í bráð. Stétt tæknifólks er ábyrg, horfir til framtíðar og spyr sig hvernig hún geti stutt við mál sem varða hagsmuni lands og þjóðar. Við hljótum einnig að gjalda varhug við málum sem virðast eiga að verja eða hefja til vegs hagsmuni fárra á kostnað fjöldans. Loftslagsmálin verða mál málanna á næstu árum. Aðgerðum til þess að hamla gegn loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar verður ekki hrint í framkvæmd nema með aðkomu tæknimanna í fjölmörgum greinum. Ábyrgð stéttarinnar er því mikil. Áhugi og þekking innan hennar á samspili loftslagsmála og tæknilausna fer hraðvaxandi og það lofar vissulega góðu. Við munum halda áfram á markaðri braut og láta í okkur heyra!

Páll Gíslason verkfræðingur, formaður Verkfræðingafélags Íslands.


10 / VERKTÆKNI

Nýtt Tæknifræðisetur Háskóla Íslands

Myndin er frá opnunarathöfn Tæknifræðiseturs HÍ. Frá vinstri: Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði, Karl Sölvi Guðmundsson dósent við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður setursins, Kristinn Andersen deildarforseti Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar og Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis. Mynd/Kristinn Ingvarsson.

. % " !%

#)"( '

   $   "" #$ $"   #1"

 

#1 10#$ & 0  (

(

#)"( (    

  $+ Tæknifræði til BS-náms hefur undanfarin níu ár farið fram á vettvangi Keilis að Ásbrú í Reykjanesbæ en nemendur útskrifast formlega frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Þar sem starfsemi Keilis að Ásbrú hefur aukist mikið, eflst og þróast og til þess að svara ákalli bæði atvinnulífs og nemenda var ákveðið að ráðast í breytingar á fyrirkomulagi tækni-

til Háskóla Íslands um áramót. Karl Sölvi Guðmundsson, dósent við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands, verður forstöðumaður Tæknifræðisetursins en hann hefur unnið ötullega að flutningi þess í Hafnarfjörð ásamt starfsfólki einingarinnar hjá Keili sem kemur nú formlega til starfa hjá Háskóla Íslands.

fræðinámsins og finna því stað nær höfuðborgarsvæðinu. Samningar náðust við Hafnarfjarðabæ fyrr á árinu um aðstöðu fyrir námið í Menntasetrinu við Lækinn og hófst kennsla þar í haust. Þar stunda nú 43 nemendur nám í greininni. Flutningurinn er afar mikilvægur fyrir eflingu umgjarðar og aðstöðu tæknifræðináms en rekstur þess mun alfarið flytjastÞann 27. nóvember var opnað við hátíðlega athöfn nýtt Tæknifræðisetur Háskóla Íslands í Menntasetrinu við Lækinn í Hafnarfirði. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði, undirrituðu samning um afnot Tæknisfræðisetursins af húsnæði Menntasetursins. Í frétt á vef HÍ kemur fram að með flutningi tæknifræðinámsins í Menntasetrið hyggist Háskóli Íslands efla enn frekar umgjörð þess og jafnframt leggja sterkan grunn að styttra fagháskólanámi í tæknigreinum. '

,#0 0   # # $" $ $ $  

# 0 0 

 

 

 $ 0 /" "  $ $-"  & 
VERKTÆKNI / 11

Fjölskyldudagur verkfræðinnar og samstarf við Vísindasmiðju HÍ Verkfræðingafélag Íslands hélt Fjölskyldudag verkfræðinnar í annað sinn sunnudaginn, 26. ágúst. Öllum félagsmönnum var boðið í Húsdýragarðinn með fjölskyldum sínum. Þátttaka var mjög góð enda sumarveður, góð stemmning og Vísindasmiðja HÍ og Stjörnu-Sævar vöktu mikla hrifningu. Með þessum degi vill Verkfræðingafélag Íslands leggja sitt af mörkum til að efla áhuga barna á vísindum og tækni. Kannanir hafa sýnt að skortur er á tæknimenntuðu fólki og mikilvægt að efla áhuga íslenskra barna á tækni- og raungreinum.

VFÍ og Vísindasmiðja HÍ starfa saman Verkfræðingafélags Íslands og Vísindasmiðja Háskóla Íslands ákváðu að taka höndum saman um að efla áhuga ungs fólks á vísindum, tækni og nýsköpun. Samstarfssamningur þess efnis var undirritaður í marsmánuði 2018. Á grundvelli samningsins veitti Verkfræðingafélagið Vísindasmiðjunni 500 þúsund króna styrk til þess að vinna fræðsluefni fyrir vef Vísindasmiðjunnar. Byrjað var á efni tengdu forritun en Vísindasmiðjan hefur lagt aukna áherslu á að efla færni bæði kennara og nemenda í að nýta möguleika forritunar og tengja hana mismunandi námsgreinum. Samstarfssamningurinn gerir einnig ráð fyrir að Vísindasmiðjan taki þátt í Fjölskyldudegi verkfræðinnar sem haldinn er í ágúst ár hvert. Hefur þetta tekist einstaklega vel og mikill fjöldi lagt leið sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og kynnst hluta af þeim tækjum, tilraunum og tólum sem finna má í Vísindasmiðjunni.

Fræðsla um loftslagsmál Samningur VFÍ og Vísindasmiðjunnar er endurskoðaður árlega og nú er unnið að því að útfæra verkefni sem miðar að því að fræða gesti Vísindasmiðjunnar um loftslagsmál. Áherslan er á lausnir fremur en slæmar framtíðarhorfur, jafnframt á mikilvægi þess að nemendur öðlist ekki bara skilning á þeim þáttum sem orsakað hafa þau vandamál sem nú steðja að, heldur einnig getu – og trú á eigin getu – til að leysa vandamálin.

Forritun fyrir börn félagsmanna VFÍ Einnig er í undirbúningi tilraunaverkefni þar sem börnum félagsmanna Verkfræðingafélagsins verður boðið upp á kennslu í forritun í Vísindasmiðjunni.

Myndin er frá undirritun samnings VFÍ og Vísindasmiðju HÍ. Páll Gíslason formaður Verkfræðingafélags Íslands og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands undirrita samninginn við risaborðið í Vísindasmiðjunni. Hlutföllin eru eins og fjögurra ára börn sitji við borð í venjulegri stærð. Mynd/Kristinn Ingvarsson.

Ráðgert er að fyrsta hópnum verði boðið á vormánuðum 2019 verður sá viðburður auglýstur með tölvupósti til félagsmanna VFÍ. VFÍ vill einnig taka þátt í að efla Legókeppnina, First Lego League Ísland. Verður unnið að því að móta samstarf við Háskóla Íslands á nýju ári. Vísindasmiðja Háskóla Íslands var opnuð vorið 2012 og aðsetur hennar er í Háskólabíói. Markmiðið smiðjunnar er að efla áhuga ungmenna á vísindum og fræðum með gagnvirkum og lifandi hætti og styðja þannig við kennslu á sviði náttúruog raunvísinda. Leiðbeinendur í smiðjunni eru kennarar og nemendur Háskóla Íslands. Smiðjan er fyrst og fremst ætluð nemendum 5.-10. bekkjar og er hún opin grunnskólahópum fjóra daga vikunnar, þeim að kostnaðarlausu. Vísindasmiðjan

nýtur afar mikilla vinsælda og hefur verið nær fullbókuð frá því að hún var opnuð fyrir um sex árum. Áætlað er að ríflega 20 þúsund grunnskólabörn hafi heimsótt Vísindasmiðjuna á þessum tíma. Í farandsýningu Vísindasmiðjunnar sem er fastur liður á Fjölskyldudegi verkfræðinnar eru í boði tilraunir, þrautir, tæki, tól, leikir og óvæntar uppgötvanir fyrir alla aldurshópa. Gestir geta meðal annars kynnst undraverðum eiginleikum ljóss, lita, hljóðs og rafmagns, teiknað listaverk með rólu, leikið á syngjandi skál, smíðað vindmyllu, mótað heillandi landslag og margt fleira. Öll fjölskyldan getur upplifað vísindin með lifandi hætti, uppgötvað og leikið sér af hjartans lyst.


12 / VERKTÆKNI

Metþátttaka á Degi verkfræðinnar Enn á ný var slegið met í þátttöku á Degi verkfræðinnar. Yfir 500 manns lögðu leið sína á Hilton Reykjavík Nordica. Það var þétt setinn stóri salurinn þegar upphafserindin voru flutt en síðan skiptist dagskráin á þrjá sali. Í upphafi flutti Ásta Sigríður Fjeldsted verkfræðingur og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs ávarp og talaði meðal annars um markaðsbrest í menntun. Því næst tók Ari Kristinn Jónsson rektor

HR við og flutti áhugavert erindi um verkfræðina og fjórðu iðnbyltinguna.

Dagur verkfræðinnar 2019 Dagur verkfræðinnar 2019 verður haldinn föstudaginn 22. mars á Reykjavík Hilton Nordica. Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina, spennandi verkefni og störf á því sviði og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga. Félagsmenn VFÍ eru hvattir til að koma með hugmyndir fyrir Dag verkfræðinnar hvort

sem það eru ábendingar um áhugaverða fyrirlestra eða annar sem snertir dagskrána. VFÍ vill sérstaklega hvetja nýsköpunarfyrirtæki og nema í verkfræði að nýta þennan vettvang til að kynna áhugaverð verkefni. Senda má tölvupóst á sigrun@verktaekni.is eða senda skilaboð í gegnum Facebook síðu VFÍ.

RAFMÖGNUÐ

FRAMTÍÐ


AF kjaramálum VFÍ

14 / VERKTÆKNI

Veikindaréttur og hlutverk sjúkraog styrktarsjóða VFÍ Í þessari grein verður fjallað um þær reglur sem gilda um rétt félagsmanna VFÍ til launa í veikindum á almennum og opinberum vinnumarkaði. Jafnframt verður fjallað um hlutverk sjúkraog styrktarsjóða VFÍ og þýðingu þeirra fyrir félagsmenn. Kjarasamningsbundinn veikindaréttur á almennum vinnumarkaði er mun lakari en á opinberum vinnumarkaði. Félagsmenn VFÍ á almennum vinnumarkaði ávinna sér veikindarétt eftir því sem kveðið er á um í kjarasamningum félagsins við SA og FRV, sjá töflur 1 og 2 hér á eftir. Veikindaréttur samkvæmt neðangreindum kjarasamningum miðast við daga og mánuði á hverju tólf mánaða tímabili. Á almennum vinnumarkaði er mánuðurinn talinn sem 22 virkir dagar og starfsaldur telst ekki samanlagður starfstími heldur er miðað við starfsaldur hjá hverju fyrirtæki fyrir sig ólíkt því sem er á opinbera markaðnum. Starfsmenn á almenna markaðnum flytja þar af leiðandi ekki með sér uppsafnaðan veikindarétt á milli vinnuveitenda með sama hætti og á opinberum markaði. Veikindaréttur foreldra vegna barna undir 13 ára aldri eru 12 vinnudagar á ári bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Veikindaréttur starfsmanna á opinberum vinnumarkaði er mun betri en á almennum vinnumarkaði. Starfsmaður hjá hinu opinbera á rétt á 133 veikindadögum eftir t.d. eitt ár í starfi. Félagsmenn VFÍ sem ráðnir eru til starfa hjá ríkinu í að minnsta kosti tvo mánuði á mánaðarlaunum heldur launum í veikindum til samræmis við töflu

kjarasamningum skulu atvinnurekendur á almennum markaði greiða 1% af launum launþega í sjúkrasjóði stéttarfélaga. Þó svo kjarasamningsbundinn veikindaréttur opinberra starfsmanna sé betri en á almennum markaði starfrækja stéttarfélög þó sjúkraog styrktarsjóði fyrir opinbera markaðinn. Í þessu sambandi starfrækir VFÍ styrktarsjóð fyrir félagsmenn sem starfa hjá ríki eða sveitarfélögum en launagreiðandum er skylt að greiða á bilinu 0,55-1% af launum til sjóðsins samanborið við 1% greiðsluskyldu í sjúkrasjóð á almenna markaðnum. Elsa María Rögnvaldsdóttir, sviðsstjóri kjaramála VFÍ.

3 hér á næstu blaðsíðu, svo lengi sem veikindadagar verða ekki fleiri á hverjum tólf mánuðum en þar greinir. Veikindaréttur hjá hinu opinbera tekur mið af almanaksdögum og starfsaldur á opinberum markaði telst samanlagður starfstími hjá stofnunum ríkis, sveitarfélaga og hjá sjálfseignarstofnunum sem reknar eru að meirihluta með almannafé. Á almennum vinnumarkaði, þar sem veikindaréttur er lakari en á opinbera vinnumarkaðnum, hafa félagsmenn stéttarfélaga aðgang að öflugum sjúkrasjóðum. Sjúkrasjóðirnir á almenna vinnumarkaðnum gegna lykilhlutverki við að tryggja félagsmönnum fjárhagslegan stuðning ef þeir verða fyrir launamissi vegna veikinda og slysa og þeir hafa tæmt veikindarétt sinn samkvæmt kjarasamningum. Í lögum er kveðið á um að öllum atvinnurekendum sé skylt að greiða í sjúkra- og orlofssjóði viðkomandi stéttarfélaga. Í kjarasamningum er kveðið á um þau iðgjöld sem atvinnurekendum ber að skila í sjóði stéttarfélaganna. Samkvæmt lögum og

Kjarasamningar – könnun Verkfræðingafélag Íslands er aðili að 10 kjarasamningum bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði, þar af einum ótímabundnum samningi við Samtök atvinnulífsins (SA). Kjarasamningur félagsins við SA er réttindasamningur og var endurskoðaður í júlí 2018. Kjarasamningar félagsins við Orkuveituna, Rarik og

Tafla 1. Veikindaréttur samkvæmt kjarasamningi VFÍ og SA.

Starfstími

Veikindaréttur

Á fyrsta ári í starfi

2 dagar á mánuði

Eftir 1 ár

2 mánuðir

Eftir 5 ár

4 mánuðir

Eftir 10 ár

6 mánuðir

Tafla 2. Veikindaréttur samkvæmt kjarasamningi VFÍ og FRV.

Starfstími

Veikindaréttur

Fyrstu 10 ár í starfi

60 dagar

Eftir 10 ár

90 dagar

Eftir 15 ár

120 dagar

Eftir 20 ár

240 dagar


VERKTÆKNI / 15 Tafla 3. Veikindaréttur samkvæmt kjarasamningi VFÍ og ríkisins.

Starfstími

Veikindaréttur

0–3 mánuðir í starfi

14 dagar

Næstu 3 mánuðir

35 dagar

Eftir 6 mánuði

119 dagar

Eftir 1 ár

133 dagar

Eftir 7 ár

175 dagar

Eftir 12 ár

273 dagar

Eftir 18 ár

360 dagar

Landsvirkjun renna út 31. desember 2018. Kjarasamningurinn við Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV) rennur út 28. febrúar 2019 og kjarasamningar við ríkið, sveitarfélögin og Reykjavíkurborg (tveir samningar við RVK) renna út 31. mars 2019. Kjarasamningur félagsins við Landsnet rennur svo út 31. apríl 2019. Undirbúningur kjaraviðræðna er hafinn og liður í honum er að félagsmönnum verður send könnun um áhersluatriði í komandi samningum. Fyrirtækið Maskína mun sjá um framkvæmd könnunarinnar. Markmiðið er meðal annars að greina hvað félagsmenn vilja leggja áherslu og hvort munur er á milli mismunandi hópa eftir starfsvettvangi.

Námskeið í launaviðtölum Námskeið í launaviðtölum hafa verið mjög vel sótt. Stefnt er að því að halda næsta námskeið í marsmánuði næstkomandi. Leiðbeinandi á námskeiðunum er Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Námskeiðið er ókeypis og verður auglýst með tölvupósti til félagsmanna.

Breytingar á reglum Styrktarsjóðs VFÍ Aðild að Styrktarsjóði VFÍ eiga verkfræðingar og tæknifræðingar sem starfa hjá

ríki, borg og öðrum sveitarfélögum. Einnig starfsmenn hálfopinberra fyrirtækja eins og OR, ON og Veitna. Sjóðurinn greiðir sjúkradagpeninga og styrki vegna útlagðs kostnaðar sjóðfélaga. Sjóðfélagar fengu tölvupósti 12. nóvember 2018 þar sem kynntar voru nýjar úthlutunarreglur sjóðsins sem gilda frá áramótum 2018-2019. Í stuttu máli fela breytingarnar það í sér að svokallaðir heilsustyrkir munu í framtíðinni verða greiddir út sem hlutfall af uppsöfnuðu iðgjaldi hvers sjóðfélaga síðustu 36 mánuði. Með þessu eru teknar upp sambærilegar reglur og gilda í Sjúkrasjóði VFÍ (launþegar á almennum markaði).  Tryggingafræðileg úttekt leiddi í ljós að breytingar voru nauðsynlegar til að tryggja örugga afkomu Styrktarsjóðsins og möguleika á að hann geti staðið við samtryggingarlegur skyldur sínar,  sem eru greiðsla sjúkradagpeninga og styrkja þegar áföll verða í lífi sjóðfélaga. Heilsustyrkir eru (sbr. nýjar starfsreglur sjóðsins): „Líkamsrækt, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, sjúkranudd, kírópraktor, meðferð hjá sálfræðingi, hjúkrunarfræðingi, félagsráðgjafa, fjölskylduráðgjafa eða sambærilegum viðurkenndum meðferðaraðila.

Verkfræðingar unnu golfmótið Sveit verkfræðinga bar sigur úr býtum í VerkTækni golfmótinu sem haldið er árlega. Mótið var að þessu sinni haldið á Garðavelli á Akranesi. VerkTækni golfmótið er fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga sem eru félagmenn í VFÍ, maka þeirra og gesti.  Keppt  er í sveitakeppni á milli verkfræðinga og tæknifræðinga þar sem 5 bestu skor telja án forgjafar. Á myndinni togast sveitirnar á um Héðinsgripinn. – Verkfræðingar hægra megin, tæknifræðingar vinstra megin.

Foreldranámskeið, krabbameinsskoðun, hjarta-, lungna- og æðaskoðun. Gleraugu, linsur og heyrnartæki, lyf, tannlækningar, lýtalækningar og aðrar lækningar“. Tekið skal fram að hægt er nota uppsafnað iðgjald í allt það sem að framan greinir eftir þörfum og óskum hvers sjóðfélaga. Engar breytingar verða á samtryggingarlegu hlutverki sjóðsins. Allir sjóðfélagar munu eiga sama rétt til dagpeningagreiðslna. Fæðingarstyrkur, styrkur til ættleiðingar og tæknifrjóvgunar, dánarbætur og styrkur til laseraðgerða mun ekki breytast. Þess ber að geta að iðgjald sem greitt er fyrir félaga í sjóðnum er mismunandi eftir kjarasamningum. Þannig eru iðgjöld sem eru greidd fyrir félaga sem starfa hjá ríkinu 0,55% af heildartekjum, 0,75% af heildartekjum þeirra félaga sem starfa hjá Reykjavíkurborg og 1% af heildartekjum þeirra félaga sem starfa hjá öðrum sveitarfélögum. Með þessum breytingum er framtíð sjóðsins tryggð og visst réttlæti fæst með því að heilsustyrkir eru bundnir við iðgjöld hver og eins. Einnig fá sjóðfélagar meira frelsi varðandi ráðstöfun réttinda.


16 / VERKTÆKNI

Viðurkenningar fyrir lokaverkefni í tæknifræði Á Tæknidegi Háskólans í Reykjavík voru afhentar viðurkenningar VFÍ fyrir áhugaverð og vel unnin lokaverkefni. Páll Gíslason formaður VFÍ afhenti viðurkenningarnar. Þrjú verkefni hlutu viðurkenningu að þessu sinni. Á myndinni eru Guðrún A. Sævarsdóttir þáverandi deildarforseti Tækni- og verkfræðideildar HR, Birgir Hrafn Sæmundsson, Grétar Bragi Bragason, Páll Gíslason formaður VFÍ og Kristjana Kjartansdóttir, varaformaður VFÍ.

Grétar Bragi Bragason, Vél- og orkutæknifræði. Hönnun og prófun höggdeyfis fyrir keppnisbíl Team Sleipnir Verkefni þetta fjallar um hönnun og prófun höggdeyfis fyrir formúlu keppnisbíl stúdentaliðsins Team Sleipnir. Markmið verkefnisins er að hanna, greina, smíða og prófa höggdeyfi ásamt undirplötu sem stenst reglur SAE og IMechE og öryggisskoðun FSUK þannig að bíll Team Sleipnir fái þátttökurétt í aksturshluta keppninnar árið 2018. Einnig er markmið verkefnisins að létta höggdeyfinn um a.m.k. 20% og minnka stærð hans frá eldri hönnun liðsins. Niðurstöður verkefnisins er fullbúinn högg- deyfir sem stenst markmið liðsins Team Sleipnir og reglur SAE og IMechE og öryggis- skoðun FSUK árið 2018. 

Ómar Þór Sigfússon, Rafmagnstæknifræði Hönnun gítarpedals eftir lampamagnara Bjögun á hljóðmerki er í nær öllum tilvikum óæskilegur hlutur í mögnurum og hljóðrásum, en í heimi gítarleikara

er hún eftirsótt og velkominn. Með yfirkeyrslu magnara er hægt að ná fram bjögun á hljóðmerki sem er stór hluti af rokktónlist. Í þessu verkefni er ætlunin að skoða hvernig lampi virkar og greina formagnara í Marshall JCM 800 lampamagnara. En meginmarkmið verkefnisins er að hanna og búa til gítarpedal sem hljómar líkt og magnarinn. Nær öll hermun mun fara fram í LTspice og úrvinnsla gagna í Matlab, að lokum verður prentplata hönnuð í Altium og pedall fullgerður.

ár. Til að byrja með aðallega í skartgripi og annað slíkt en nú sjáum við gler allt um kring hvort sem það er í byggingum, farartækjum, farsímum eða öðru. Á síðastliðnum 60 árum hefur framleiðsla á gleri tekið miklum framförum og að mati höfundar á mikil framþróun eftir að eiga sér stað í gleri í náinni framtíð. Það er mín spá að gler komi til með að vera notað meira sem burðarefni og með því ná hönnuðir mannvirkja að kalla fram meira gagnsæi byggingarhluta. Í þessu verkefni er farið yfir sögu og framleiðslu helstu tegunda glerja sem eru notuð í byggingariðnaði.

Birgir Hrafn Sæmundsson, byggingartæknifræði Gler sem byggingarefni Gler hefur verið framleitt í mörg þúsund

Hópur eldri félagsmanna í VFÍ Unnið er að því að skipuleggja og ná utan um hóp eldri félagsmanna í VFÍ. Markmiðið er að styrkja tengsl og nýta krafta þeirra og reynslu við að efla starfsemi VFÍ. Tveir fundir hafa verið haldnir og var öllum félagsmönnum eldri en 65 ára sent fundarboð. Mæting var mjög góð og augljóst að áhugi er fyrir hendi. Skipuð var nefnd til að halda utan um starfið og koma með hugmyndir að viðburðum og verkefnum.

Myndin er tekin á fundi eldri félagsmanna í nóvember.


VERKTÆKNI / 17

Viðurkenning fyrir besta veggspjaldið Verkin tala er yfirskriftin á veggspjaldadegi í HR sem haldinn var er árlega. Meistaranemar í verkfræði við tækni- og verkfræðideild HR kynna lokaverkefni sín á veggspjöldum í Sólinni í HR. Undanfarin tvö ár hefur VFÍ veitt viðurkenningu fyrir besta veggspjaldið en við valið er bæði tekið tillit til innihalds og efnistaka í lokaverkefninu og framsetningar á veggspjaldaformi. Þóra Björg Sigmarsdóttir hlaut verðlaun Verkfræðingafélags Íslands fyrir besta veggspjaldið í ár. Þóra Björg útskrifaðist í vor með MSc gráðu í heilbrigðisverkfræði. Rannsóknin bar heitið: Describing the Glucose-Lactate Consumption Rate During Expansion and Osteogenic Differentiation of Human Bone Marrow Derived MSCs. Að venju var umfjöllunarefni nemenda í rannsóknunum afar fjölbreytt. Má nefna verðbólguvörn, jarðboranir, þrívíddarlíkön af jarðhitasvæði í Mosfellsbæ, myndatökur með dróna til að greina jarðhita, flutningskerfi raforku, flokkunarkerfi fyrir uppsjávarfisk, notkun loftneta í bergmálslausu herbergi, nanóvíra í sólarhlöðum, rekstrarlíkön fyrir einstaka atvinnugreinar, fjöðrunarkerfi kappakstursbíls og margt, margt fleira.

Á myndinni eru Þóra Björg Sigmarsdóttir, Steindór Guðmundsson formaður Menntamálanefndar VFÍ, Halldór Guðfinnur Svavarsson dósent og Guðrún A. Sævarsdóttir, þáverandi forseti tækniog verkfræðideildar HR.

Rýni 2018 – Singapúr og Balí Það var gríðarlegur áhugi á Rýnisferð VFÍ sem að þessu sinni var farin til Singapúr og hægt að framlengja með dvöl á Balí. Þetta var nítjánda Rýnisferðin á vegum félagsins en ferðirnar hófust á vegum Tæknifræðingafélags Íslands árið 1998 og hafa frá upphafi notið mikilla vinsælda.

Við undirbúning var gert ráð fyrir 150 manns í ferðina en hún seldist upp á örfáum mínútum. Það tókst að bæta við sætum þannig að þegar upp var staðið taldi hópurinn 183 ferðalanga á vegum VFÍ. Ferðin gekk mjög vel og margt áhugavert var skoðað. Í Singapúr heimsótti hópurinn meðal annars Háskólann, nýja þróunarmiðstöð Schneider, þar sem 1200 manns starfa, samgöngustofu Singapúr og íþróttamiðstöð sem er sú stærsta í Asíu. Einnig flóðgáttirnar og Gardens by the bay sem eru stærstu ylgarðar í heimi.

Fararstjórar voru Jóhannes Benediktsson, Hreinn Ólafsson og Þorvarður Jóhannesson. Þegar er hafinn undirbúningur fyrir næstu Rýnisferð, þeirri tuttugustu.


18 / VERKTÆKNI

Fengu heiðursmerki VFÍ Davíð Á. Gunnarsson vélaverkfræðingur, Fjóla Jónsdóttir vélaverkfræðingur og Guðbrandur Steinþórsson byggingarverkfræðingur voru sæmd heiðursmerki Verkfræðingafélags Íslands. Heiðursmerki VFÍ má veita í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf á sviði verkfræði og tæknifræði eða vísinda, fyrir framtak til eflingar verkfræðinga- og tæknifræðingastéttinni í heild eða fyrir félagsstörf í þágu stéttarinnar. Alls hefur 121 einstaklingur hlotið heiðursmerki VFÍ í 106 ára sögu félagsins. Á myndinni eru frá vinstri: Páll Gíslason formaður VFÍ, Fjóla Jónsdóttir, Davíð Á. Gunnarsson, Guðbrandur Steinþórsson og Árni B. Björnsson framkvæmdastjóri VFÍ.  Áhugasamir geta nálgast umsagnirnar sem ritaðar voru í viðurkenningarskjölin á vfi.is


Eflum samfélagið Hlutverk EFLU verkfræðistofu er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum og efla samfélög. Starfsfólk EFLU býr yfir víðtækri þekkingu á öllu milli himsins og jarðar. Það eru hæfileikar þess sem gera verkefni um allan heim að veruleika á degi hverjum.

EFLA VERKFRÆÐISTOFA +354 412 6000

efla@efla.is

www.efla.is


TÆKNI- OG VÍSINDAGREINAR

Málsvari 360 þúsund félagsmanna

Hvað er ANE?

Frá upphafi árs 2018 hefur Verkfræðingafélag Íslands verið aðili að ANE (Association of Nordic Engineers). ANE er samstarfsvettvangur sem var settur á laggirnar árið 2007 af félögum verkfræðinga og tæknifræðinga í Danmörku, Svíþjóð og öðru af tveimur félögum í Noregi. Hlutverk ANE er að gæta hagsmuna norrænna verkfræðinga og tæknifræðinga bæði innan Norðurlandanna og í alþjóðlegu tilliti. Í dag eru um 360 þúsund félagsmenn í aðildarfélögum ANE. Markmiðið er að auka sýnileika og áhrif stéttarinnar og koma þekkingu og hagsmunum á framfæri inan Norðurlandanna og utan. Einnig að miðla þekkingu og reynslu milli félaganna. Á árinu hefur ANE beitt sér á sviði siðferðis og gervigreindar og einnig gert könnun á hæfniþróun verkfræðinga og tæknifræðinga á Norðurlöndunum. Niðurstöður könnunarinnar verða birtar í upphafi árs 2019.

Siðferði og gervigreind Norrænir verkfræðingar og tæknifræðingar taka afstöðu ANE hefur tekið ákveðið frumkvæði í umræðu um siðferði og gervigreind. Um miðjan nóvember voru kynntar niðurstöður vinnufundar um þetta efni. Hér á næstu blaðsíðum eru kynntar fimm tillögur að stefnumálum og listi með viðmiðum fyrir siðferðilega nálgun í þróun á sviði gervigreindar og notkun hennar. Ítarefni um verkefnið er í fréttum á vef VFÍ og undir „útgáfa – ýmis skjöl“. Einnig var haldinn Samlokufundur á vegum VFÍ og er upptaka á vefnum. Vinnufundurinn var skipulagður af ANE og Upplýsingatækniháskólanum í Kaupmannahöfn (ITU), EthosLab. Þátttakendur á fundinum voru frá aðildarfélögum ANE, þ.á.m. Verkfræðingafélagi Íslands, tæknifræðingar, verkfræðingar og tölvunarfræðingar auk nemenda í þessum greinum og sérfræðingar á sviði gervigreindar.

20

VERKTÆKNI 2018/24

Í frétt frá ANE segir meðal annars: „Þörf er á sterkum stuðningi frá stofnunum samfélagsins til að ná árangri í vegferð okkar í átt að siðferðilega réttum starfsháttum og þess vegna er kerfislegur stuðningur við málstaðinn algjört grundvallaratriði þegar kemur að siðferði og gervigreind. Verkfræðingar og stofnanir þeirra koma til með að bera stóran hluta ábyrgðarinnar sem fylgir því að hanna og nota kerfi sem byggja á gervigreind, en einnig verða viðkomandi stjórneiningar norrænu ríkjanna sem og í ESB að axla sína ábyrgð og nýta þau tækifæri til aðgerða sem til staðar eru. - Þetta er ákall norrænna verkfræðinga og tæknifræðinga til stjórnmálamanna í norrænu ríkjunum sem og í allri Evrópu.“ Þar segir ennfremur að í öllum greinum verkfræðinnar komi sífellt betur í ljós að siðferðileg álitamál þurfi að vera skýr og óaðskiljanlegur hluti verkfræðinnar í heimi sem byggir á gögnum og er tengdur sem ein heild. Hins vegar geta verkfræðingar og tæknifræðingar ekki axlað ábyrgðina einir. Verkfræðilegar lausnir, hvort sem þær eru byltingarkenndar eða ekki, eru þróaðar í tengslum við viðskiptalíkön og verða að passa inn í regluverk og ramma sem stjórnvöld búa til. Þess vegna leggja norrænir verkfræðingar og tæknifræðingar enn frekari áherslu í tillögum sínum á þörfina fyrir umræðu á meðal stjórnmálamanna um þessi mál sem og mikilvægi þess að auka skilning almennings á gervigreind. Markmiðunum mætti ná með því að búa til vettvang - fundarsvæði þar sem viðskiptalífið, akademían, borgaraleg samtök, áhrifafólk og sérfræðingar geta hist ásamt verkfræðingum og tæknifræðingum, í þeim tilgangi að finna varanlegar og gagnsæjar lausnir fyrir gervigreind. Umræðurnar leiddu þar að auki í ljós nauðsyn þess að gera gátlista sem taka á siðferðilegum álitaefnum við þróun gervigreindar; í því skyni að tryggja að manneskjur hafi stjórn á mikilvægum þáttum, að getan til að íhuga siðferðileg atriði fái að þroskast, umræður fari fram og að fólk átti sig á hlutdrægni sinni og annarra.


TÆKNI- OG VÍSINDAGREINAR

Nordic engineers’ stand on Artificial Intelligence and Ethics Policy recommendations and guidelines

VERKTÆKNI 2018/24 21


Policy Recommendations “ While engineers and their organizations will need to shoulder much of the growing

responsibilities in the design and implementation of AI systems, the relevant governing bodies of the Nordic countries and at EU level must aknowledge their own responsibilities and opportunities for action.“

1. There is a need to anchor discussions on the

5. Engineers, policy makers, civil society and

political level and to advance the public un-

the general public need spaces for sustaining a

derstanding on AI. This could be accomplished

living dialogue around issues of AI and ethics.

through the creation of a platform - a meeting

These need to be facilitated and supported

space that would engage decision makers,

through funding and other forms of support.

business, academia, civil society and professionals including engineers to come up with stable and transparent solutions for AI through joint discussions. 2. Education for ethical considerations and

guidelines is often insufficient in the technical disciplines and throughout work-life. This needs to be addressed through changes in educational goals and priorities for technical subjects as well as through provision of relevant opportunities for lifelong learning. 3. Development of an appeal process with

governmental oversight is crucial. Such a process must enable individuals and organizations to address the AI behaviour and decisions that they find potentially harmful. 4. There is a need for shaping regulation and

legislation to govern issues related to AI that formalises relevant responsibility and defines accountabilities.


List of guidelines “ Efforts towards ethical practices need

strong institutional backing to be effective, and therefore, organizational commitment is a requirement for addressing ethics in AI.“

1. Create spaces for discussion of the issues

around AI and ethics. These need to be facilitated and supported by both workplaces and civil society organizations. 2. Invest into and develop tools that enable

ethical discussions, questions and decision making throughout the design process and not only at the beginning and the end. 3. Establish a set of internal standards and

7. Develop ways for accepting organizational

checklists tackling ethical issues in AI devel-

responsibility for potential harm, for example,

opment such as ensuring meaningful human

by establishing ways to address the harm in-

control.

flicted on others by AI systems that the organization has built.

4. Support and facilitate internal reporting of

risk and violations, establishing rules for clear

8. Establish an internal ethical review process

action in response.

that democratizes company decision-making by involving more internal actors.

5. Establish internal training programs for staff

to deepen an understanding of ethics, and to

9. Work to increase transparency not only in

develop skills for ethical reflection, debate and

the decisions leading to design and develop-

recognition of biases.

ment of AI systems, but also in organizational chains of responsibility.

6. Pay special attention to potential biases

encoded in system development, training data

10. In working towards transparency, main-

and model performance, especially those that

tain awareness that transparency has its own

may affect the most vulnerable.

ethical pitfalls and limits.


About the event and organisers The hackathon Nordic engineers stand on artificial intelligence and ethics was organised jointly by the Association of Nordic Engineers, ANE and the IT University of Copenhagen, EthosLab. The event taking place on 25 September 2018, gathered members from the ANE affiliate organisations - engineers and students in engineering, IT and natural sciences with competences in AI and its applications. ANE is a binding cooperation between the Swedish Association of Graduate Engineers (Sveriges Ingenjörer), the Danish Society of Engineers (IDA), the Norwegian Society of Engineers and Technologists (NITO) and the Association of Chartered Engineers in Iceland, VFÍ. The negotiation of the Finnish organisations’ membership in ANE is ongoing. The associations from Finland sent one representative to take part at the hackathon. Together, ANE represents more than 340,000 engineers in the Nordic Region. The mission of ANE is to promote the interests of Nordic engineers through Nordic crossorganisational cooperation. The event was facilitated by scholars from the IT University of Copenhagen who specialize in research on ethics and technology development.

MORE INFORMATION ABOUT THE EVENT

Full report Short video about the event Website Follow us on LinkedIn and Twitter

CONTACT INFORMATION

Inese Podgaiska

Irina Shklovski

ANE Secretary General

Associate Professor, IT University

Phone: +4529743960

Phone: +45 7218 5363

E-mail: ipo@ida.dk

E-mail: irsh@itu.dk


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

Bergsprungur og byggingar á höfuðborgarsvæðinu Dr. Páll Einarsson, prófessora, Dr. Haukur Jóhannessonb, Dr. Ásta Rut Hjartardóttira Fyrirspurnir: Dr. Páll Einarsson palli@hi.is

a Jarðvísindastofnun Háskólans, Sturlugötu 7, Askja 101 Reykjavík. Jarðfræðiþjónusta Hauks Jóhannessonar, Barðavogi 44, 104 Reykjavík.

b

Greinin barst 7. september 2017. Samþykkt til birtingar: 10. nóvember 2018

ÁGRIP Útdráttur: Staða Íslands á flekaskilum meginfleka býður upp á aðstæður sem finnast óvíða annars staðar og krefst sérstakrar aðgátar við mannvirkjagerð. Þéttbýli á Íslandi færist nú óðfluga inn á svæði þar sem berggrunnur er sundurskorinn af virkum misgengjum og sprungum. Sprungusveimur kenndur við Krísuvík liggur um austustu hluta höfuðborgarsvæðisins. Virkni á sprungum hans tengist að öllum líkindum kvikuhreyfingum í eldstöðvarkerfi Krísuvíkur og á flekaskilunum á Reykjanesskaga sem láta til sín taka á þúsund ára tímakvarða. Hætta sem mannvirkjum er búin stafar annars vegar af færslum um sprungurnar í tengslum við slíka virkni og hins vegar af gjökti þegar bylgjur frá fjarlægum skjálftum ganga yfir. Tjón má að líkindum fyrirbyggja að talsverðu leyti með því að forðast að byggja mannvirki yfir sprungurnar. Mælt er með breyttu verklagi við mannvirkjagerð á virkum sprungusvæðum.

ABSTRACT Abstract: Straddling the boundary between two of the major tectonic plates on Earth, Iceland offers unique conditions for engineering structures that require special attention. Urban areas are rapidly expanding into areas where the bedrock is cut by numerous active fractures and faults. The fissure swarm of the Krísuvík volcanic system runs through the outskirts of Reykjavík and other towns of the metropolitan area. Activity of its fractures mostly occurs during magmatic events along the Reykjanes Peninsula oblique rift on a thousand years timescale. Hazard caused by the fractures is mostly twofold: Relative displacement of the walls of the fracture during magmatic intrusion and small relative displacements during the passage of seismic waves from distant earthquakes may damage structures built across them. The risk of structural damage may most likely be reduced considerably by avoiding building structures across the fractures. We suggest a change in building practice in fractured areas to achieve that.

Inngangur

Sprungukerfin

Ísland er um margt frábrugðið öðrum löndum og margs að gæta við mannvirkjagerð sem ekki þarf annars staðar. Flekaskil milli tveggja stærstu jarðskorpufleka jarðarinnar liggja í gegnum landið (1. mynd), og það er því nokkuð sérkennilega í sveit sett með tilliti til jarðskorpuhreyfinga. Á seinustu áratugum hefur byggð og mannvirkjagerð færst lengra inn á svæði þar sem virkar bergsprungur eru algengar. Þetta á sérstaklega við um höfuðborgarsvæðið en önnur þéttbýlissvæði má einnig nefna, t.d. Húsavík, Kópasker, Selfoss og Grindavík. Í umfjöllun framkvæmdaaðila um sprungurnar og þau atriði sem varast ber gætir stundum nokkurrar ónákvæmni og stundum vantar á að þeir sem um málið fjalla hafi fylgst með breyttum hugmyndum og auknum skilningi sem fengist hefur með rannsóknum hin síðari ár. Skilin milli Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans liggja eftir Reykjanesskaga endilöngum (sjá t.d. greinar eftir Pál Einarsson 2008 og Sveinbjörn Björnsson o. fl. 2018). Þau ganga á land norðan Reykjanestár, liggja undir Svartsengi, austur undir Fagradalsfjall, Krýsuvík, allt austur undir Hellisheiði. Þar greinast þau í tvennt. Önnur greinin fer til NA um Þingvelli og Langjökul, hin til austurs um skjálftasvæði Suðurlands og er hún miklu virkari. Hraði færslunnar milli flekanna er um 19 mm á ári á Reykjanesskaga og er hann jafn milli ára. Skilin eru þó engan vegin grönn lína heldur á aflögunin sér stað á um 30 km breiðu belti umhverfis skilin. Innan aflögunarbeltisins hleðst upp spenna sem losnar í snöggum atburðum, bæði jarðskjálftum og kvikutengdum atburðum, innskotum og eldgosum. Þessir atburðir eru ekki jafndreifðir í tíma og virðist tímasetning þeirra ráðast að nokkru af framboði á bergkviku úr möttli jarðar. Svo virðist sem kvikuvirknin sé bundin við kvikutímabil, sem standa í nokkur hundruð ár (Kristján Sæmundsson og Magnús Sigurgeirsson 2013). Milli kvikutímabila virðast líða um þúsund ár. Fyrstu aldirnar eftir landnám Íslands gekk hrina eldgosa yfir Reykjanesskaga sem endaði árið 1240. Síðan þá hefur flekahreyfingin leitt til jarðskjálfta fremur en gosvirkni. Skjálftavirknin virðist einnig vera hviðukennd en lengd hviðanna og bil milli þeirra eru mun styttri. Síðan um aldamótin 1900 hafa skjálftar náð hámarki á um 30 ára fresti. Stærstu skjálftar ná stærðinni 6-6,5. Greina má fjögur virk tímabil: Fyrsti áratugur tuttugustu aldar, 1929-35, 1967-75, og 2000-03 (Páll Einarsson 1991, 2015; Sveinbjörn Björnsson o. fl. 2018).

Aflögunin umhverfis flekaskilin á sér stað að stórum hluta með sprunguhreyfingum. Greina má tvenns konar sprungukerfi: A) Sprungusveimar eldstöðvarkerfa. Á skaganum eru í meginatriðum fjögur eldstöðvarkerfi sem oft eru kennd við Reykjanes, Krísuvík, Brennisteinsfjöll og Hengil. Stundum eru þau talin fleiri, t.d. er Reykjanes- og Krísuvíkurkerfunum stundum skipt í tvennt, en við látum það liggja milli hluta. Í gegnum hvert þeirra liggur öflugur sprungusveimur með gossprungum, gjám og siggengjum. Sveimarnir eru um 10 km breiðir og nokkrir tugir kílómetra að lengd. Þeir liggja skáhallt á flekaskilin, hafa NA-SV stefnu, og teygja sig því inn á flekana beggja vegna skilanna. Það er sprungusveimur Krísuvíkur sem kemur helst við sögu í austustu byggðum Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Sprungusveimarnir tengjast kvikuvirkni eldstöðvarkerfanna. Reynsla frá Kröflueldum sýnir að þeir eru helst virkir þegar gangar skjótast inn í jarðskorpuna undir þeim (Ásta Rut Hjartardóttir o.fl. 2012, 2016). Ef það sama á við á Reykjanesskaga, er líklegt að þeir séu helst virkir á kvikuskeiðunum, og þar með að síðustu umtalsverðu færslur á þeim séu tæpast yngri en frá þrettándu öld. B) Rannsóknir á jarðskjálftum á Reykjanesskaga síðustu áratugina hefur leitt í ljós að þeir stærstu verða vegna sniðgengishreyfinga (Páll Einarsson 2015). Þeir eru því óháðir misgengjunum í sprungusveimunum, sem eru siggengi. Stefna þessara sniðgengja er oftast nálæg N-S. Nánari rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi sniðgengi má víða sjá á yfirborði (Páll Einarsson o.fl. 2018). Þau eru um 10 km löng og liggja hlið við hlið þvert á flekaskilin. Þau hafa stundum verið kölluð bókahillumisgengi. Þau ná ekki eins langt inn í flekana og sprungusveimarnir. Þau ná því ekki inn á byggingaland þéttbýlisins. Lega helstu þekktu sprungukerfanna er sýnd á mynd 1. Þau eru fundin með hjálp loftmynda og kortlagningar úti í mörkinni með nákvæmum GPS-tækjum (sjá t.d. greinar Páls Einarssonar 2010 og Clifton og Kattenhorn 2006). Einnig er stuðst við vinnu stúdenta við Jarðvísindadeild HÍ en námsverkefni þeirra um áratuga skeið hafa nýst vel í þessum tilgangi (sjá t.d. grein Pálma Erlendssonar og Páls Einarssonar 1996).

VERKTÆKNI 2018/24 25


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

Mynd 1. Yfirlitskort af Reykjanesskaga og afstöðu til sprungusveima og upptakamisgengja skjálfta. Skýrt kemur fram hvernig þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu teygir sig æ meira inn á sprungusvæði. Þekkt sniðgengi eru einnig færð inn á kortið. Þau liggja flest í N-S stefnu og eru hægri-handar sniðgengi, þ.e. vesturbakki þeirra færist í norður, austurbakkinn til suðurs.

Krísuvíkursprungusveimurinn Það er ljóst af mynd 1 að það er fyrst og fremst sprungusveimurinn sem kenndur er við Krísuvík sem varast ber þegar mannvirkjum er valinn staður á höfuðborgarsvæðinu. Mynd 2 sýnir afstöðuna til þéttbýlisins enn betur. Sprungukortin sem sýnd eru hér ásamt myndum 3 og 4 eru byggð á sprungukortum Clifton og Kattenhorn (2006) og jarðfræðikortum ÍSOR (Kristján Sæmundsson o.fl. 2016) en einnig ítarlegri könnun höfunda þessarar greinar um áratuga skeið. Einnig hafa mörg verkefni nemenda í Jarðvísindadeild HÍ verið unnin á þessu svæði. Miðja virkninnar á þessu sprungukerfi er á Krísuvíkursvæðinu þar sem kerfið sker hin eiginlegu flekaskil. Eldvirkni og jarðhitavirkni er þar í hámarki. Þaðan liggur sveimurinn til suð-vesturs í átt til sjávar og til norð-austurs í átt til höfuðborgarsvæðisins og er sú grein hans öllu lengri. Þrjár gerðir sprungna einkenna sprungusveiminn. Mest eru áberandi siggengi, þ.e. sprungur þar sem annar barmurinn hefur sigið miðað við hinn. Siggengin sjást því vel í landslaginu, og getur misgengisfærslan verið fáeinir tugir metra. Í öðru lagi finnast í sveimnum opnar sprungur eða gjár með litlum sem engum lóðréttum færslum. Í þriðja lagi eru innan sveimsins gossprungur, þar sem bergkvika hefur náð yfirborði í sprungugosi. Gosvirknin dvínar þó eftir því sem norðar dregur og nyrsta gosstöðin er í Búrfelli ofan Hafnarfjarðar. Sprungusveiminn má hins vegar rekja lengra þótt líka dragi úr sprunguvirkninni til norðurs. Hann virðist enda í Mosfellsdal. Sunnan dalsins, í Helgafelli, má sjá sprungur og misgengi af óvissum aldri sem gætu tilheyrt sprungusveimnum. Í Mosfelli norðan dalsins er hins vegar lítið um sprungur (mynd 2). Yfirleitt sjást bergsprungurnar best þar sem land stendur hátt. Þar sem land liggur lægra eru sprungurnar oft huldar seti og jarðvegi þannig að illa sést til þeirra. 26

VERKTÆKNI 2018/24

Norðan Búrfells, þar sem eldvirkninni sleppir, verður sprungusveimurinn mjög áberandi í landslaginu (mynd 3) enda hafa hér ekki runnið hraun til að jafna út landslagið. Þetta svæði er að mestu nýtt til útivistar, sem verður að teljast ákjósanleg notkun á mikið sprungnu landi. Sprungusveimurinn er tvöfaldur á þessu svæði. Aðalgrein hans myndar djúpan sigdal sem afmarkast að vestan af Hjallamisgenginu svokallaða. Auk þess má greina grunnan sigdal vestar, sem sker hálsana við Hvaleyrarvatn og sunnan og austan Urriðakotsvatns. Þessi vestari grein er stundum kennd við Trölladyngju. Á byggingasvæðinu við Urriðakotsvatn hafa komið í ljós opnar sprungur þegar grafið var fyrir húsgrunnum. Mjög dregur af þessari grein sveimsins þegar norðar dregur. Þó má líklega rekja til hans tilvist sprungna sem komið hafa í ljós í húsgrunnum í Hólahverfi í Breiðholti. Megingrein sprungusveimsins heldur áfram til NA um Heiðmörk og liggur Elliðavatn í dældinni þar sem sigið hefur mest. Austurmörk sprungusvæðisins eru þar nokkuð óljós vegna ungra hrauna sem runnið hafa austan frá Bláfjallasvæðinu og yfir sprungurnar. Norðaustan Elliðavatns taka við Norðlingaholt, Rauðavatn og Hólmsheiði. Landið hér er greinilega sprungið en erfitt er að festa hendur á einstökum sprungum (mynd 4). Sprunguvirknin er greinilega minni en sunnan Elliðavatns og aldur sprungnanna óvissari (Kristbjörn Egilsson o. fl. 1996). Ótvíræð merki um hreyfingar á síðustu 10 000 árum má þó finna á a.m.k. fjórum stöðum (sjá mynd 4). Gapandi gjár og niðurföll í jarðvegsþekju benda til hreyfinga eftir að jökull fór síðast yfir svæðið. Við skipulag byggðar á Norðlingaholti var tekið tillit til tveggja sprungna sem staðfestar voru með skurðgreftri. Það vekur þó athygli að sprungur liggja mun þéttar í sama sprungukerfi norðan Rauðavatns, sem gæti bent til þess að ekki séu öll kurl komin til grafar í Norðlingaholti. Þar gætu fleiri sprungur leynst.


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

Mynd 2. Yfirlitskort af nyrsta hluta sprungusveims Krísuvíkur sýnir vel afstöðu til þéttbýlis höfuðborgarsvæðisins. Kortið sýnir einungis sprungur sem eru þekktar. Þær gætu verið umtalsvert fleiri en hér eru sýndar. Landslagsgögn á myndum 2, 3 og 4 eru ArcticDEM, fengin frá Polar Geospatial Center í Bandaríkjunum, Upplýsingar um vegi, vötn og byggð eru frá IS50 gagnagrunni Landmælinga Íslands

Norðan Úlfarsár taka við Úlfarsfells- og Lágafellssvæðin, sem bæði eru greinilega sprungin. Þar hafa þó ekki fundist ótvíræð merki um hreyfingar á síðustu 10 000 árum, þótt ekki sé hægt að útiloka virkni á því tímabili. Tvö greinileg sprungukerfi sjást (mynd 4). Annað er framhald Krísuvíkursveimsins og hefur NA-SV stefnu. Einnig sjást hér misgengi með N-S stefnu. Ef til vill eru hér á ferðinni gömul merki um virkni á sniðgengjum, eins konar bókahillu-misgengjum, frá fyrri kafla jarðsögunnar þegar skjálftasvæði Suðurlands lá norðar en nú er. Fjalllendið austan Hafravatns er talsvert sprungið og hafa sprungurnar yfirleitt NNA-læga stefnu. Þetta sprungukerfi á sér ekki greinilegt framhald til SV eða NA, að minnsta kosti ekki í nýlegum sprungumyndunum. Líklega eru þetta sprungur frá eldri köflum jarðsögunnar, jafnvel myndunarskeiði berggrunnsins sem þær eru í. Ekki er þó hægt að fullyrða um það.

Umræða og athugasemdir Það er ljóst að staðsetning mannvirkja á sprungusvæði og í nágrenni virks jarðskjálftasvæðis á flekaskilum gerir óvenjulegar kröfur til hönnunar. Til viðbótar álagi vegna bylgjuhreyfinga frá nálægum skjálftum kemur hætta á að hreyfingar verði á virkum sprungum sem skeri undirstöður eða valdi aflögun á mannvirkinu. Við hönnun mannvirkisins er því skynsamlegt að reyna að taka mið af hugsanlegum hreyfingum. Þetta er sérstaklega áríðandi þar sem ekki er hægt að vera viss um að allar sprungur séu þekktar þegar framkvæmdir hefjast. Æskilegt væri að haga hönnun þannig að hægt sé að bregðast við nýjum upplýsingum sem berast meðan á byggingu stendur, t.d. þegar jarðvegi er flett af berggrunninum og sprungur koma betur í ljós. Nánar er fjallað um þetta í bókinni „Náttúruvá á Íslandi“ sem kom út 2013 (Páll Imsland 2013).

Höfundar þessarar greinar hafa á löngum starfsferli oft verið kallaðir til ráðgjafar við mannvirkjagerð þar sem bergsprungur koma við sögu. Ekki fer hjá því að mörg sjónarmið séu uppi þegar byggja skal á ótraustum grunni. Í eftirfarandi kafla er tekið á nokkrum þeirra álitamála sem upp hafa komið í þessari vinnu. Því er stundum haldið fram að „það séu sprungur alls staðar á Íslandi og því engin leið að byggja nema undir sé sprunga“. Þetta er rangt. Vissulega eru bergsprungur algengar á Íslandi, en þær skipa sér oftast í ákveðin kerfi sem hægt er að kortleggja, sjá mynd 1. Sprungur sem eru líklegar til að haggast á næstu öldum, er flestar tengdar flekaskilunum sem liggja í gegnum landið. Byggingaland sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu teygir sig nú í auknum mæli inn á sprungusvæði, eins og glöggt kemur fram á mynd 2. Það er sjálfsögð varúðaraðgerð að byggja mannvirki einungis á óbrotnum spildum milli sprungna. Með því má koma í veg fyrir slys og draga úr tjóni í náttúruhamförum framtíðarinnar. Kostnaðaraukning er hins vegar óveruleg. Það er stundum lögð umtalsverð vinna í að flokka þekktar sprungur í „virkar“ og „óvirkar“ sprungur. Aðferðir byggja oftast á því að grafa skurði þvert yfir sprungurnar og athuga jarðvegssnið. Þessi flokkun orkar tvímælis í besta falli. Ef jarðvegur hefur raskast yfir sprungu í berginu undir, er það vissulega vísbending um að hreyfing hafi orðið á sprungunni. Tímasetningin er hins vegar óviss því jarðvegur heldur áfram að sitra niður í sprunguna með úrkomu og grunnvatnsbreytingum um langt skeið á eftir. Tilviljun getur líka ráðið því að ekki sjáist rask í skurðinum þótt hreyfing hafi orðið. Því ber að varast oftúlkun á niðurstöðum slíkra athugana. Sprungusveimur Krísuvíkur er ótvírætt virkur enda er hann hluti af aflögunarsvæði meginflekaskilanna í gegnum landið. Það er engin leið að flokka einstakar sprungur innan sveimsins sem VERKTÆKNI 2018/24 27


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

Mynd 3. Sprungukort af svæðinu sunnan og austan Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs. Sunnan Hvaleyrarvatns eru sprungurnar kaffærðar af nýjust hraununum frá gosstöðvum við Undirhlíðar og Helgafell. Hraun frá Búrfelli hylur einnig sprungurnar í dölum sunnan og austan við Urriðakotsvatn.

„óvirkar“ og aðrar sem „virkar“. Þær verða allar að teljast virkar í þeim skilningi að þær eru hluti af hreyfikerfi sem er sannanlega og mælanlega á hreyfingu. Stundum örlar á þeirri hugmynd að sprunga sem ekki hefur hreyfst í langan tíma (þúsund – 10 þúsund ár) sé „óvirk“ eða ólíkleg til að hreyfast frekar. Þetta getur verið réttlætanleg röksemdafærsla þar sem færslur eiga sér stað á einföldum sprungukerfum. Þetta á ekki við á Íslandi. Vegna þess hve hreyfingin deilist á margar sprungur þá getur tími milli atburða á hverri þeirra verið mjög langur. Sprunga sem ekki hefur haggast í 10 þúsund ár getur einmitt verið sprungan sem hreyfist næst. Í umræðunni hefur stundum komið fram sú skoðun að sprungusvæði séu ónothæf til bygginga, jafnvel til hvers konar nota. Þetta er að okkar mati fjarri lagi. Sprungusvæðin á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess eru flest hlutar af sprungusveimum eldstöðvarkerfanna á Reykjanesskaga. Þessi sprungukerfi eru virk fyrst og fremst í tengslum við kvikuvirkni kerfanna. Miklar færslur á sprungum eru líklegastar þegar gangainnskot verða innan sveimsins. Þeim fylgja skjálftar en þeir verða sjaldan stórir. Hættan sem stafar af sprungunum er því fyrst og fremst vegna sprunguhreyfinga, ekki vegna titrings frá skjálftum. Byggingar og mannvirki innan sprungusveimanna ættu því ekki að verða fyrir meira tjóni en gengur og gerist nema þau standi á sprungunum og séu tengd berggrunninum báðum megin. Við teljum skynsamlegt ákvæðið í reglugerð að „óheimilt sé að byggja á þekktum jarðsprungum, misgengi eða nálægt hverum“. Sprungurnar og næsta nágrenni þeirra má hins vegar nýta til annarra hluta, sem útivistarsvæði, fyrir lagnastokka, gangstíga, bílastæði, akbrautir o.s.frv. Sú hugmynd stingur stundum upp kollinum að hægt sé að byggja yfir sprungur ef húsið er hannað fyrir jarðskjálftaálag. Við 28

VERKTÆKNI 2018/24

leggjum áherslu á að helsta hætta sem stafar af sprungunni er mismunafærslan sem þar getur orðið, ekki titringur frá jarðskjálftum. Siggengi sprungusveimanna eru ekki líkleg til að valda stórum jarðskjálftum. Stærsta skjálftaálag á byggingar á svæðinu er því frá skjálftum með upptök í meiri fjarlægð. Gegn þeim þarf vissulega að hanna byggingarnar og umtalsverð þekking er til staðar til að gera það. En færslur á misgengjum eru erfiðari viðfangs. Það er erfitt að taka tillit til þeirra við hönnun, hins vegar auðvelt að sneiða hjá því að byggja mannvirki yfir þær. Við mælum með því að eftirfarandi verklag sé viðhaft við byggingar á sprungusvæðum. Sum atriðin eru þegar í reglum og hluti núverandi verklags: A) Sprungukort byggt á yfirborðsrannsóknum liggi fyrir við gerð skipulags nýrra hverfa á sprungusvæðum. Engar byggingar séu skipulagðar yfir sprungur. B) Komi í ljós sprunga í byggingareit við nánari skoðun, s.s. þegar jarðvegi er flett af, skal byggingareiturinn færður til innan lóðarinnar svo byggingin liggi ekki yfir sprunguna. C) Ef ekki er hægt að færa bygginguna til innan lóðarinnar skal húsbyggjandanum úthlutað nýrri lóð, enda hætt við að hús byggt yfir sprungu verði lítils virði, hvort sem sprungan hreyfist eða ekki. Rétt er að taka fram að ekki er hægt að tryggja að undirlag mannvirkis sé ósprungið þótt þetta verklag sé viðhaft. Sprungur geta verið ógreinilegar og erfitt að koma auga á þær við aðstæður á byggingarstað. Við teljum þó að með þessu lagi megi draga verulega úr hugsanlegu tjóni á mannvirkjum í kvikuatburðum sem vafalítið eiga eftir að ganga yfir höfuðborgarsvæðið í framtíðinni.


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

Mynd 4. Sprungur í austurhverfum Reykjavíkur og í Mosfellsbæ. Austan Elliðavatns eru mörk sprungusvæðisins óljós vegna ungra hrauna frá Bláfjallasvæðinu. Greinilega dregur úr sprunguvirkninni eftir því sem norðar dregur. Nyrstu sprungur sem vitað er að hafi hreyfst á síðastliðnum 10 000 árum eru norðaustan við Rauðavatn, merktar með grænum lit.

Heimildir Ásta Rut Hjartardóttir, Páll Einarsson, E. Bramham, and T. J. Wright, 2012. The Krafla fissure swarm, Iceland, and its formation by rifting events. Bulletin of Volcanology, 74, 2139-2153. doi 10.1007/s00445-012-0659-0. Ásta Rut Hjartardóttir, Páll Einarsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Þórdís Högnadóttir. 2016. Fracture movements and graben subsidence during the 2014 Bárðarbunga dike intrusion in Iceland. Journal of Volcanology and Geothermal Research, 310, doi: 10.1016/j.jvolgeores.2015.12.002. Clifton, A., S. Kattenhorn, 2006. Structural architecture of a highly oblique divergent plate boundary segment. Tectonophysics 419, 27-40. Freysteinn Sigmundsson, A. Hooper, Sigrún Hreinsdóttir, Kristín S. Vogfjörd, Benedikt G. Ófeigsson, Elías R. Heimisson, S. Dumont, M. Parks, K. Spaans, Gunnar B. Guðmundsson, V. Drouin, Þóra Árnadóttir, Kristín Jónsdóttir, Magnús Tumi Gudmundsson, Þórdís Högnadóttir, Hildur M. Fridriksdóttir, M. Hensch, Páll Einarsson, Eyjólfur Magnússon, S. Samsonov, Bryndís Brandsdóttir, R.S. White, Þorbjörg Ágústsdóttir, T. Greenfield, R.G. Green, Ásta Rut Hjartardóttir, Rikke Pedersen, R.A. Bennett, Halldór Geirsson, P.C. La Femina, Helgi Björnsson, Finnur Pálsson, E. Sturkell, C.J. Been, M. Möllhoff, A.K. Braiden & E.P.S. Eibl, 2015. Segmented lateral dyke growth in a rifting event at Bárðarbunga volcanic system, Iceland. Nature, 517, 191-195, doi:10.1038/nature14111. Kristbjörn Egilsson, Haukur Jóhannesson, Jóhann Ó. Hilmarsson, Kristinn H. Skarphéðinsson, 1996. Náttúrufar í austurlandi Reykjavíkur. Náttúrufræðistofnun Íslands, 60 pp. Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson, 2013. Reykjanesskagi. Kafli í: Náttúruvá á Íslandi, (ritstj. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson, Bjarni Bessason), bls. 379-401, Háskólaútgáfan, Reykjavík. Kristján Sæmundsson, Magnús Á. Sigurgeirsson, Árni Hjartarson, Ingibjörg Kaldal, Sigurður G. Kristinsson og Skúli Víkingsson, 2016. Jarðfræðikort af Suðvesturlandi, 1:100 0000, önnur útgáfa. Íslenskar orkurannsóknir. Páll Einarsson, 1991. Earthquakes and present-day tectonism in Iceland. Tectonophysics, 189, 261-279.

Páll Einarsson, 2008. Plate boundaries, rifts and transforms in Iceland. Jökull, 58, 35-58. Páll Einarsson, 2010. Mapping of Holocene surface ruptures in the South Iceland Seismic Zone. Jökull, 60, 121-138. Páll Einarsson, 2015. Mechanisms of earthquakes in Iceland. Encyclopedia of Earthquake Engineering, edited by M. Beer, E. Patelli, I. A. Kougioumtzoglou, and S.-K. Au. Doi 10.1007/978-3-642-36197-5_298-1. Springer Verlag, Berlin, Heidelberg 2015. Páll Einarsson, Ásta Rut Hjartardóttir, Páll Imsland, Sigrún Hreinsdóttir, 2018. The structure of seismogenic strike-slip faults in the eastern part of the Reykjanes Peninsula oblique rift, SW Iceland. J. Volcanol. Geothermal Res., doi:10.1016/j.jvolgeores.2018.04.029. Páll Imsland, 2013. Jarðskjálftasprungur. Kafli í: Náttúruvá á Íslandi, (ritstj. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson, Bjarni Bessason), bls. 658-662, Háskólaútgáfan, Reykjavík. Pálmi Erlendsson og Páll Einarsson. The Hvalhnúkur Fault, a strike-slip fault mapped within the Reykjanes Peninsula oblique rift, Iceland. Í: Seismology in Europe (ritstj. Barði Þorkelsson o.fl.), European Seismological Commission, Reykjavík, bls. 498-504, 1996. Sveinbjörn Björnsson, Páll Einarsson, Helga Tulinius, Ásta Rut Hjartardóttir, 2018. Seismicity of the Reykjanes Peninsula 1971-1976. J. Volcanol. Geothermal Res., https://doi.org/10.1016/j.jvolgeores.2018.04.026.

VERKTÆKNI 2018/24 29


STERKIR Í STÁLGRINDARHÚSUM Þekking - Reynsla - Öryggi

Yfir 135 hús frá 2004

Auglýsing 2016-A5.pdf 1 21/03/2016 09:58:37

Gunnbjarnarholti - 801 Selfoss - s. 480 5600 - www.landstolpi.is

CAD ehf - Skúlagata 10, 101 Reykjavík - sími: 5523990 - www.cad.is - cad@cad.is

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

Hönnun og virkni léttra gróðurþaka við íslenskar aðstæður Halla Einarsdóttir1,3, Ágúst Elí Ágústsson1,4, Hrund Ólöf Andradóttir1 , Magnús Bjarklind2 og Reynir Sævarsson2 1

Fyrirspurnir: Hrund Ólöf Andradóttir hrund@hi.is

Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands 2 Efla Verkfræðistofa 3

Nú við Umhverfisstofnun 4 Nú við Verkís Verkfræðistofu

Greinin barst 28. maí 2018 Samþykkt til birtingar 3. desember 2018

ÁGRIP Gróðurþök hafa verið sett upp í vaxandi mæli víða í borgum í Evrópu sem hluti af blágrænum ofanvatnslausnum. Markmið þessarar rannsóknar var að greina vatnafræðilega virkni mismunandi útfærslna af léttum gróðurþökum við íslenskar aðstæður og koma með tillögur að farsælli hönnun gróðurþaka á Íslandi. Rýnt var í erlendar heimildir og hönnunarleiðbeiningar. Jafnframt voru byggð tilraunaþök og afrennsli mælt yfir 11 mánuði samhliða mælingum á snjóþekju, rigningu, vindi, og lofthita. Meðalvatnsheldni þakanna mældist mest 85% í júní og júli í samræmi við erlendar rannsóknir í köldu loftslagi. Vatnsheldnin mældist þó heldur lægri á veturna á Íslandi (<20%). Marktæk seinkun á massamiðju afrennslis og lækkun afrennslistoppa mældist af öllum gróðurþökunum nema helst í stærstu úrkomuatburðunum. Vatnsheldni innan hvers atburðar var mest háð lofthitastigi, uppsafnaðri úrkomu, úrkomu 14 daga fyrir atburð og vindhraða 7 daga fyrir atburð. Þök með mosavaxinn úthaga virkuðu vel vatnafræðilega, litu vel út, og þurftu lítið viðhald. Grasþökin voru með hærri vatnsheldni en á móti báru þau vott um þurrk, og litu illa út sér í lagi fyrri hluta sumars. Ályktað er að villtur þurrkaþolinn gróður eins og úthagi reynist betur en fóðurgras sem hefur meiri vatnsþörf og vex hraðar.

1 Inngangur Þétting byggðar rýfur hina náttúrulega hringrás vatns. Flest öll borgarmannvirki eru byggð úr vatnsþéttum efniviði sem leiðir til þess að úrkoma á ekki lengur greiða leið í jarðveginn og safnast á yfirborði. Hin hefðbundna lausn er að safna ofanvatni saman í neðanjarðar lagnakerfi sem flytur það frá mannvirkjum í næsta viðtaka, sjó, stöðuvötn eða ár. Í eldri borgum eru fráveitulagnir bæði komnar til ára sinna og ekki nægjanlega stórar til þess að taka við öllu ofanvatni. Með hnattrænni hlýnun er spáð breyttu úrkomumynstri og meiri aftakarigningu, sem leiðir til tíðari flóða í borgarumhverfinu með tilheyrandi tjóni og hættu á sjúkdómum, þegar ofanvatn er í sömu lögn og skólp. Endurbygging neðanjarðarfráveitukerfa er dýr og veldur einnig miklum óþægindum fyrir borgarbúa. Því eru fráveituverkfræðingar farnir í ríkara mæli að horfa til svokallaðra blágrænna ofanvatnslausna sem meðhöndla ofanvatn á yfirborðinu (Alta ehf. 2016; Eyrún Pétursdóttir 2016). Blágrænar lausnir erum meðal annars gróðurdældir, svelgir, tjarnir, gegndræpt malbik og gróðurþök sem öll hafa getu til þess að hægja á streymi og geyma ofanvatn tímabundið eða varanlega. Gróðurþök eru skilgreind sem flöt eða hallandi þök með gróðri, sem auka græna ásýnd í þéttbýli og miðla magni og efnasamsetningu ofanvatns (Magill o.fl. 2011). Þökin eru flokkuð sem létt (e. extensive) eða þung (e. intensive) eftir þyngd eða þykkt jarðlaga. Gríðarleg aukning varð á gróðurþökum upp úr tíunda áratug síðustu aldar í t.d. Austurríki, Sviss og Þýskalandi (Locatelli o.fl. 2014) í kjölfar markvissra aðgerða í stefnumörkun, skipulagsferlum, lagasetningum og styrkjum (Magill o.fl. 2011). Samhliða þessari framþróun hefur farið fram vöruþróun og rannsóknir. Gefin hafa verið út leiðbeiningarrit, eins og t.d. „Forschungsgesellschaft Landschatfsentwicklung Landsshcaftsbau e. V. (FLL, 2014)“ sem fjallar um skipulag, uppbyggingu, og viðhald gróðurþaka. Kostir gróðurþaka eru margir. Frá verkfræðilegu sjónarmiði, þá minnka gróðurþök magn ofanvatns, og seinka tímasetningu flóðtoppa, sem dregur úr flóðahættu í þéttbýli (Getter og Rowe 2006). Sérvalinn jarðvegur og gróður hreinsa ofanvatn með því að sía mengunarefni

ABSTRACT Green roofs are increasingly being installed cities in Europe as a part of sustainable stormwater systems. The goal of this research was to assess the hydrological efficiency of different configurations of extensive green roofs in Iceland and present suggestions for successful design of such roofs based on local materials and weather conditions. International literature and best design practices were reviewed. Runoff from five test roofs was monitored for 11 months, in conjunction with snowdepth, rainfall, wind and air temperature. Green roof water retention measured highest 85% in June and July in accordance with other studies in cold climates. Water retention measured, however, somewhat lower during the winter (<20%). Significant delay of runoff’s center of mass and lowering of peak runoff was measured in all green roofs except during the largest runoff events. Average event water retention was correlated to air temperature, cumulative rain, rain 14 days before event and wind speed 7 days before event. Roofs with moss and sedum turf demonstrated good hydrological efficiency, good appearance and needed little maintenance. Grass turf roofs retained slighlty more water, but were less drought resistant and looked poorly during early summer. Wild, water resistent plants like moss and sedum performed better overall.

(Berndtsson o.fl. 2006). Gróðurþök virka sem auka hitaeinangrun í köldu loftslagi og bægja hita frá í heitu loftslagi (Magill o.fl. 2011). Með minni hitasveiflum þá þenjast (og dragast) byggingarefni minna saman, springa síður og skemmast. Þannig geta gróðurþök enst lengur en hefðbundin þök (RRPDC, 2012). Uppsetningarkostnaður gróðurþaka er almennt hærri en hefðbundinna þaka. En sé litið á lengri líftíma gróðurþakanna, lækkun hitunarkostnaðar vegna meiri einangrunar, og minnkun álags á frárennsliskerfin þá eru gróðurþök talin hagstæðari en hefðbundin. Fermetraverð á gróðurþökum er mjög breytilegt eftir aðgengi og verði hráefna. Helstu munar þar um kostnað við jarðvegslagið (Magill o.fl. 2011). Frá vistfræðilegu sjónarmiði, þá laðar gróðurinn að sér skordýr og fugla svo gróðurþök stuðla að líffræðilegum fjölbreytileika í borgarumhverfinu (Bengtsson o.fl. 2005). Frá velferðarsjónarmiði, gefa kannanir til kynna neikvæð viðhorf gagnvart köldu viðmóti þéttbýlis. Borgarbúar sækja í græn svæði þar sem að náttúran fær að njóta sín. Gróðurinn og hreint vatn minnir á heilbrigða náttúru og hefur róandi og jákvæð áhrif á mannfólkið (Dunnett 2006). Rannsókn þessi beinist að léttum gróðurþökum sem einkennast af 3- 15 cm þykku jarðvegslagi (Uhl og Schiedt 2008) og gróðri sem þarfnast lítillar sem engrar umhirðu. Þessum léttu þökum svipar til torfþaka sem er gömul byggingarhefð á Norðurlöndum. Þrátt fyrir áralanga notkun, þá hafa ekki verið gerðar rannsóknir á gróðurþökum miðað við íslenskar aðstæður. Einnig liggja ekki fyrir innlendar leiðbeiningar um hönnun og rekstur léttra gróðurþaka. Á norðurslóðum tíðkast að nota torf á hvolfi í stað jarðvegs. Er slík útfærsla verri en t.d. að setja jarðveg, eins og mælt er með í erlendum hönnunarleiðbeiningum (t.d. FLL 2014). Einnig er spurning um hversu vel innlendur gróður og jarðvegur breyti vatnsbúskap við íslenskar aðstæður. Markmið þessarar rannsóknar var að koma með nýtt innlegg í hönnun léttra gróðurþaka á Íslandi. Rýnt var í heimildir og vatnafræðileg virkni gróðurþaka metin. Þessi grein er byggð á tveimur meistara verkefnum í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands. Lesendum er bent á að frekari upplýsingar og fróðleik megi finna í ritgerðunum (sjá Ágúst Elí Ágústsson 2015; Halla Einarsdóttir 2018). Hafa skal í huga að framsetning niðurstaða á árstíðabundinni vatnsheldni er að nokkuð ólík en í ritgerðunum.

VERKTÆKNI 2018/24 31


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

2 Hönnun og fræðin Í þessum kafla er gerð grein fyrir helstu hönnunarforsendum sem hafa áhrif á líftíma og vatnafræðilegri virkni gróðurþaka, byggt á heimildarýni í erlendar rannsóknir.

2.1 Þakhalli og vatnsþéttni Þakhalli stjórnar flæði vatns um þakið. Annars vegar má hallinn ekki vera svo mikill að rætur gróðursins slitni og hann renni til á þakinu. Talið er að gróðurþök séu stöðug og þurfi ekki viðbótar jarðvegsstyrkingu ef halli þeirra er < 36%. Hins vegar verður hallinn að vera nægur svo vatn sem fellur á þakið renni frá þakinu en safnist ekki fyrir í dældum sem leiði til leka (FLL 2014). Mælt er með að hallinn sé >2% til að tryggja frjálsa framræslu í þakinu. Ef hallinn er < 2% er nauðsynlegt að hafa drenlag sem flytur vatn frá þakinu (Fassman o.fl. 2010). Neðsta lagið á þakinu verður að vera vatnsþétt til að fyrirbyggja leka (FLL 2014). Það má t.d. vera þakpappi. Yfirleitt er lagður rótheldur hlífðardúkur yfir til þess að fyrirbyggja skemmdir á vatnsþétta laginu.

vegsins og getur valdið því að rætur gróðursins rotni. Góð loftun í jarðveginum stuðlar að heilbrigðum gróðurvexti. Rakaheldni jarðvegsins er mikilvæg til viðhalda plöntum. Jarðvegurinn þarf einnig að uppfylla næringarþörf gróðurlagsins ásamt því að hafa fullnægjandi styrkleika fyrir stöðugleika jarðvegsins (FLL 2014). Algengt er að nota einhver af eftirfarandi steinefnum í jarðveginn: vikur, unninn leirstein, sand, leir, endurunna múrsteina eða hellur. Steinefnunum er síðan blandað við næringarrík efni eins og moltu. Hlutföll þessara efna fara eftir gróðrinum sem á að nota á þakinu, hvernig gróðurþak er verið að byggja (létt eða þungt), aðgengi að efnum og kostnaður (Ampim ofl. 2010). Mikilvægt er að ekki sé of hátt hlutfall af fínefnum í jarðveginum því það getur orðið til þess að hann skolist út í miklum rigningum. Jafnframt þarf að tryggja að hæfilegt magn af lífrænum efnum séu í jarðveginum svo hann haldist næringarríkur fyrir gróðurlagið svo gróðurinn drepist ekki (FLL 2014).

2.4 Gróðurlag

gerðir úr óofnu (e. non-woven) trefjaefni (FLL 2014).

Helsta hlutverk gróðurlags er að binda jarðveginn saman og styrkja hann ásamt því að vernda jarðveginn gegn veðri og ágangi dýra. Þar að auki er gróðurlagið notað til að draga úr neikvæðum sjónrænum áhrifum bygginga með því að veita byggingum umhverfisvænni ásýnd. Fyrir létt gróðurþök þá skiptir máli að gróðurinn þurfi lítið viðhald eins og vökvun, áburðargjöf eða slátt. Það getur verið kostnaðarsamt að viðhalda gróðrinum ásamt því að aðgengi að þökum er oft misgott sem gerir viðhald erfitt. Önnur skilyrði sem plönturnar þurfa að uppfylla eru að þola þurrkatímabil, frost, snjóálag og mikla vinda (Fassman o.fl. 2010). Erlendis er algengt að nota þurrkþolna fjölæringa, t.d. hnoðra (e. sedum) til þess að ná fram þessum eiginleikum. Gróðurlagi er yfirleitt komið á fót með sáningu, stiklingum eða útplöntun í jarðveginn. Einnig eru til fyrirtæki erlendis sem rækta sérstakar gróðurmottur og gróðureiningar sem eru sérhannaðar fyrir gróðurþök (FLL, 2014).

2.3 Jarðvegslag

2.5 Vatnafræðileg virkni

Megin markmið jarðvegslags er að búa til hagstætt rótarlag fyrir gróðurþekju þar sem loft-, vatns- og efnainnihald er fullnægjandi. Jarðvegslagið þarf að hafa gott jafnvægi á milli loftunar, framræslu (e.

Úrkoma sem fellur á yfirborð gróðurþaka sígur að hluta til í gegnum jarðveginn og skilar sér sem afrennsli. Hraði ísigs vatns í jarðvegi (e. infiltration) er háður eiginleikum jarðvegarins s.s. holrýmd, hlutfalli lífrænna efna í jarðveginum, gróðurgerð, veðurfari og landslagi (Berglind Orradóttir o.fl. 2006). Mettun (e. field capacity) er náð þegar öll holrými í jarðveginum hafa fyllst, og við það hefst afrennsli. Vatnið sem skilar sér ekki sem afrennsli frá þakinu gufar ýmist upp í andrúmsloftið (uppgufun, e.evaporation) eða er tekið upp í rætur gróðursins (útgufun, e.transpiration; Raes o.fl. 1998). Helsti mælikvarði á vatnafræðilegri virkni er vatnsheldni, þ.e. hversu mikið vatn skilar sér ekki sem afrennsli vegna raungufunar (e. evapotranspiration). Vatnsheldni er háð veðri og gróðri og getur því verið mjög breytileg bæði í tíma og rúmi (Bengtsson o.fl. 2005). Tafla 1 tekur saman vatnsheldni á ársgrundvelli af mismunandi útfærslum á léttum gróðurþökum. Þökin eru flest með sérhönnuðu, manngerðu drenlagi. Gróðurinn samanstendur af hnoðrum sem eru annaðhvort lagðir á þakið í mottum, bökkum eða plantað beint í jarðveg. Þökin voru annað hvort úr tilraunaverkefnum eða gróðurþök af byggingum og yfirleitt minna en 5 ára gömul. Getter ofl. (2007) færðu rök fyrir því að vatnsheldni tvöfaldaðist með tíma, þar sem pórurnar urðu stærri og fínefni skoluðust út. Almennt sýndu rannsóknirnar að ráðandi hönnunarbreyta fyrir vatnsheldni er þykkt jarðvegs- og drenlaga (sjá t.d. Uhl og Schiedt 2008). Aukinn þakhalli dregur úr vatnsheldni (Getter ofl. 2007).

2.2 Dren- og hlífðarlag Til að tryggja framræslu á vatni um botn þakanna niður að ræsi eða þakrennu sem flytur vatnið frá byggingunni er lagt drenlag, sem er oftast sérhannaður drendúkur eða gróf möl. Drendúkarnir eru vanalega gerðir úr plastefni. Mynd 1 sýnir dæmi um einn slíkan dúk, sem notaður hefur verið á Íslandi. Annars vegar er dúkurinn með hólf eða bolla, sem geyma aukaforða af vatni og hjálpa þannig gróðri í gegnum þurrkatímabil. Hins vegar eru göt þar sem vatnið rennur í gegnum þegar bollarnir fyllast (FLL 2014). Ofan á drendúkinn er settur hlífðardúkur sem er notaður til að koma í veg fyrir að jarðvegslagið skolist í burtu og/eða stífli drenlagið. Einnig til að fyrirbyggja að rætur vaxi niður í drenlögin og stífli. Jarðvegsdúkar á gróðurþökum eru vanalega

Mynd 1 Sérhannaður drendúkur fyrir gróðurþök frá Nophadrain.com. drainage) og rakaheldni. Framræsla er mikilvæg til að varna því að jarðvegurinn verði vatnsmettaður, sem takmarkar loftinnihald jarð-

32

VERKTÆKNI 2018/24

3 Aðferðir 3.1 Tilraunaþök Fimm tilraunaþök voru byggð haustið 2014 í samstarfi við Þorkel


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR Tafla 1. Meðalvatnsheldni léttra gróðurþaka á ársgrundvelli mtt. hönnunarþátta

Staðsetning

Jarðvegsþykkt

Heimild

4 x 1,25

3 cm

Bengtsson o.fl. 2005

<2

310-940

3-10 cm

Marasco o.fl. 2013

47

E.G.

3x3

4 cm

Locatelli o.fl. 2014

Detroit, Bandaríkin

86, 76

2, 25

2,4 x 2,4

6 cm

Getter o.fl. 2007

Reykjavík, Ísland

35, 39

8

2,05 x 1,2

5 cm torf , 7 cm jarðvegur

Þessi rannsókn (úthagi)

61*

E.G.

3x1

8 cm

Stovin o.fl. 2012

61-77

0-26,8

12-25

5-15 cm

Uhl og Schiedt 2008

64

3

70, 27

7,5 og 10 cm

Hathaway o.fl 2005

Malmö, Svíþjóð New York, Bandaríkin Óðinsvé, Danmörk

Sheffield, Bretland Skotland Norður Karólína, Bandaríkin

Vatnsheldni (%)

Þakhalli (%)

Þakflötur (m2)

50

2,6

36, 47, 61

* Úrkomuatburðir stærri en 2 mm; E.G. = ekki gefið upp í grein. Gunnarsson, garðyrkjustjóra Háskóla Íslands, Kristinn Kristinsson húsasmíðameistara og Þóri Arngrímsson húsasmið hjá Háskóla Íslands. Þökin voru 2,05 m löng og 1,20 m breið úr gagnvarinni furu og vatnsvörðum krossviði. 8% kjörhalli var valinn til að tryggja fullnægjandi framræslu (FLL 2014) og vatnsheldni (Getter o.fl. 2007). Tilraunaþökin voru staðsett ofan á áhaldaskúr á lóð Háskóla Íslands sem er í u.þ.b. 2-3 metra hæð frá jörðu til að koma í veg fyrir skemmdarverk og óþarfa umgang sem gæti truflað rannsóknina. 8 m háar byggingar eru í u.þ.b. 4 m og 10 m fjarlægð frá áhaldaskúrnum, og fella því skugga yfir tilraunaþökin þegar sólin er lágt á lofti. Einnig geta myndast staðbundin vindskilyrði þar sem úrkoma, vindátt og vindhraði mælist annar en ríkjandi vindátt og vindhraði vegna legu og hæð bygginga, sjá mynd 2. Þessar aðstæður voru taldar lýsa vel breytileika í borgarumhverfinu. Við hönnun var haft að leiðarljósi halda kostnaði hæfilegum og að efnið væri auðfengið hér á landi. Þökin samanstanda af fjórum lögum:

Mynd 2 Yfirlitsmynd af tilraunaþökum á lóð Háskóla Íslands. Frá hægri: (1) Úthagi + torf; (2) Úthagi + jarðvegur; (3) Bárujárn; (4) Gras + torf; (2) Gras + jarðvegur;

Vatnsþétt lag. Neðsta lagið var vatnsvarinn krossviður. Dren- og hlífðarlag. Sérhannaðir drendúkar fyrir gróðurþök fengust ekki hér á landi á þeim tíma þegar tilraunaþökin voru byggð. Því var útbúinn sambærilegur plastdúkur úr Plastofoil 8 sökkuldúki með drengötum sem voru boruð handvirkt með 4 mm breiðu skrúfjárni. Um 0,6 L af vatni geta safnast fyrir í hólf sökkuldúksins í hverju þaki (um 0,24 /m2) samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda (Plastoform GmbH, Stuttgart, Þýskaland). Götin voru gerð á milli hólfanna, á u.þ.b. 3,3 cm millibili, þ.e. um 2260 göt/þak. Jarðvegsdúkur af gerðinni Fibertex F-20 (Fibertex Nonwovens, Álaborg, Danmörk) var lagður yfir sökkuldúknum til að fyrirbyggja útskolun á jarðveginum eða stíflun gatanna í sökkuldúknum. Jarðvegslag. Annars vegar var notast við sérstaklega hannaða jarðvegsblöndu fyrir rannsóknina með vikri (45%), gjallsandi (45%) og moltu (10%). Vikurinn var fenginn frá fyrirtækinu Jarðefnaiðnaður ehf, og er upprunninn úr Heklu. Hann var valinn í blönduna til að auka rakadrægni og loftun og lágmarka þyngd hennar. Gjallsandurinn og moltan voru fengin frá fyrirtækinu Gæðamold ehf. Gjallsandurinn kemur úr fjörum á Eyrarbakka. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru á samskonar gjallsandi er kornstærðadreifing góð og lektar og vatnsheldnieiginleikar hæfilegir fyrir vaxtarlag grass (Verkfræðistofan Efla, 2009). Moltan er unnin úr grasi (50%), trjákurli (30%) og hrossaskít (20%) (Verkfræðistofan Efla, 2014). Jarðvegurinn var lagður í 7 cm, sem samsvarar meðaldýpi í erlendum rannsóknum (sjá töflu 1). Hins vegar var notast við eitt torflag á hvolfi (3 og 5 cm að þykkt, sjá lýsingu að neðan), sem vísar í gamlar hefðir á norðurlöndum. Gróðurlag. Tvær gerðir af torfi voru fengnar frá Túnverk ehf. Úthagatorf var valið þar sem það inniheldur vanalega harðgerðar plöntur sem eru þurrkþolnar og þurfa lítið af næringarefnum. Þar að auki þarf yfirleitt ekki að slá úthagann þar sem hann inniheldur lágvaxnar plöntur. Úthagatorfið var tekið úr landi Selalæks í Rangárþingi og eru þökurnar þykkari en grastorfið eða um 5 ± 0,5 cm. Upphaflega var sáð í landsvæðið að Selalæk þar sem að úthagatorfið var tekið um árið 1983. Jarðvegurinn á þessum slóðum er í raun ræktað land en ber þó einkenni mólendis þar sem að náttúrulegar íslenskar plöntur og mosi hafa tekið sér þar bólfestu (Gylfi Jónsson, 2015). Til samanburðar var valið sérræktað grastorf sem er bæði algengt hér á Íslandi og er einnig ódýrt og auðfengið. Grastorfið var fengið úr landi Garðsauka við Hvolsvöll, ræktað árið 2006 úr grasblöndu af vallarsveifargrasi

VERKTÆKNI 2018/24 33


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

Mynd 3. Afrennslissöfnun af tilraunaþökum með 220L tunnum (t.v.) og 2 m háum 250x6 mm PE100 plaströrum (t.h). (sobra) (60%) og fjölæru rýrgresi (40%). Grastorfið er um 3 ± 0,5 cm þykkt með rótarlagi.

3.2 Afrennslissöfnun Þakrennur og ø5,0 cm Skolan-dB plaströr leiddu afrennslisvatnið í söfnunartanka. Fyrri hluta árs tóku 220 L tunnur úr HDPE (e. High Density Polyethylene) plasti (Pit Plastics, Almelo, Holland) við vatninu. Um mitt sumar 2015 tunnum skipt út fyrir ø250 mm, 2 m há plaströr úr PE plastefni útbúin með áföstum botni frá Set ehf. á Selfossi, sjá mynd 3. Kranar voru settir í botninn svo unnt væri að tæma tankana eftir þörfum. Innra þvermál röranna er 238 mm, og mesta rúmtak 94 L. Með grennri söfnunarrörum minnkaði mæliónákvæmni í vatnshæð afrennslisóvissu en á móti kom að minna rúmmál varð takmarkandi í stærstu úrkomuatburðunum.

3.3 Vatnshæðarmælingar Í botni söfnunartunna/pípna var komið fyrir þrýstings- og hitamælum af gerð Levelogger Edge 3001 (Solinst, Ontario, Canada). Mælarnir voru hengdir í band þannig að þeir næmu við botn tankanna og bandið fest í áskrúfanlegt lok sem fylgdi mælunum á toppi tankanna. Til að halda mælunum stöðugum við botninn var sett 200 g þyngingarsökka á hvern mæli. Loftþrýstings- og hita mælir af gerð Barologger Edge 3001 var hengdur efst í einn tankinn. Vatnshæð var reiknuð með því að leiðrétta fyrir loftþrýstingi og hitastigsmuni í lofti og vatni með forritinu Levellogger 4.0 frá Solinst. Mælinákvæmni þessarar aðferðar

er gefin sem á ±0,1 cm vatnshæð (fyrir hitastig 0°C til 50°C) frá framleiðanda. Þetta skilar sér í mismunandi óvissu eftir stærð söfnunartankanna (sjá töflu 2). Talsverðar dægursveiflur mældust í vatnsyfirborði (sjá töflu 2). Sveiflurnar virtust tengjast hitastigi, en ekki fékkst einhlítt samband þannig að hægt væri að leiðrétta fyrir sveiflunum. Mestar sveiflur mældust um 2 cm í fyrri uppsetningunni, en að meðaltali um 1 cm.

3.4 Veður- og snjómælingar Stuðst var við tvenns konar veðurmælingar. Í fyrsta lagi var sett upp veðurstöð við tilraunaþökin (sjá mynd 1). Fyrsta stöðin var af gerðinni HOBO U30-NRC-SYS-B (Onset Computer Corporation, Massachusetts, Bandaríkjunum). Vindmælirinn skemmdist í ofsastormi þann 26. janúar 2015. Ný veðurstöð var sett upp við tilraunaþökin, 25. júní 2015, í leigu frá fyrirtækinu M&T ehf. Veðurstöðin er sjálfvirk og samanstendur af Young vindmæli, Lambrecht úrkomumæli með innbyggðu snjóbræðslutæki og Campbell CS500 loftraka og hitastigs og loftþrýstingsmæli. Til viðmiðunar, voru 10 mínútna veðurgögn fengin af Veðurstofu Íslands úr sjálfvirkri veðurstöð sem staðsett er við Bústaðaveg 7 - 9 í Reykjavík. Á norðurslóðum getur mikið afrennsli myndast í snjóbráð eða þegar rignir á snjó. Því var snjódýpi mælt í upphafi mælitímabils á sex stöðum á hverju þaki fyrir sig og meðal snjódýpt metin út frá því. Sjónrænt mat var lagt á hve stór hluti þakanna var þakinn snjó í upphafi mælitímabilsins. Áætla má að mælinákvæmni í snjódýptinni sé upp á ±0,5

Tafla 2. Mæli- og raunskekkjur í afrennslismagni

Mælióvissa þrýstingsmæla skv framleiðanda

Áætluð óvissa í afrennslisrúmmáli

Mestar mældar sveiflur

Raun-óvissa

Tímabil

Uppsetning

Innra flatarmál söfnunartanka

Feb-Jún

220 L tunnur

2597 cm2

± 0,1 cm

0,3 L

± 2,2 cm

< 5,8 L

Júl-Des

94 L plaströr

445 cm2

± 0,1 cm

0,04 L

± 1,5 cm

0,7 L

34

VERKTÆKNI 2018/24


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR Tafla 3. Mæld dýpt (D) og áætlað hlutfall snjóþekju (H).

Mælitímabil

Aths.

Þak1: Úthagi + torf

Þak2: Úthagi + jarðv.

D [cm]

H [%]

D [cm]

H [%]

D [cm]

Þak3: Bárujárn

Þak4: Gras + torf

Þak5: Gras+jarðv.

H [%]

D [cm]

H [%]

D [cm]

H [%]

A2*

Í upphafi

5

100

5

100

5

100

5

100

5

100

A3

Í upphafi

4

80

4

75

3

60

4

50

3

30

A4

Í upphafi

8

100

7

100

7

100

8

100

6

100

H14

í lok

0,2

100

0,3

100

0,2

100

0,2

100

0,3

100

H15

í lok

29

100

30

100

27

100

28

100

29

100

H16

í upphafi

0,1

100

0,1

100

0,3

100

0,2

100

0,1

100

Skýringar: * Metið út frá mæligögnum (ekki mælt). A(nr) = Ágúst Elí Ágústsson (2015); H(nr) = Halla Einarsdóttir (2018).

Mynd 4. Dæmi um mælingar á afrennsli af gróðurþökum (15.-17. ágúst 2015) cm. Alls voru 6 mælitímabil með snjóþekju, þar af 4 með markverðum snjó (sjá töflu 3).

3.5 Plöntugreining Plöntugreining var gerð á torfinu 25. október 2015 af Ágústu Helgadóttur líffræðingi og Hlyni Bárðarsyni doktor í líffræði frá Háskóla Íslands. Notast var við mælireiti af stærð 50x50 cm og gróðurþekjan metin út frá tíðni/þekju hverrar plöntutegundar innan mælireitsins. Samkvæmt greiningu þeirra samanstóð úthagatorfið í þökunum fyrst og fremst af mosa (70-90%) og lítið eitt af háplöntum, þá aðallega vallarsveifgrasi (2-5%) og blávingli (4-5%). Í grastorfinu greindust hins vegar í 85-95% vallarsveifgras auk mosa í litlu magni (2-10%). Gróðurþekjan var mikil og lítið um bera mold, bæði á grasþökunum og úthaganum.

3.6 Skilgreining afrennslisatburða Rúmmál afrennslis (V) var reiknað sem margfeldi vatnshæðarbreytingu og innra flatarmáls röranna (Ar). Hátíðni flökt í mældri vatnshæð var síað með fallinu loess í Matlab miðað við þröskuld 0,7. Rúmmál úrkomu var reiknað sem margfeldi mældrar úrkomu (P) og flatarmáli þakanna (Aþ = 2,46 m2). Tímaraðir af uppsöfnuðu afrennslisrúmmáli, V(t), frá mismunandi þökum yfir sama úrkomuatburð eru sýndar á mynd 4. Súlurnar gefa til kynna mælda 10 mín úrkomu. Afrennsli var skilgreint ef vatnsyfirborð í rörunum eftir síun hækkaði um 0,1 cm/klst, sem samsvarar mælinákvæmni þrýstingsmæla (sjá töflu 2). Þegar lítið afrennsli var mælt af þökum og þá fóru mæliskekkjur að skipta meiri máli. Með eldri uppsetningunni (220 L tunnur) voru atburðir þar sem að afrennsli af bárujárninu (sjá töflu 2) mældist undir 6 L ekki teknir með en eftir að uppsetningunni var miðað við 1 L í afrennsli af bárujárninu. Alls verða kynntar niðurstöður frá 52 atburðum yfir tímabilið febrúar til desember 2015.

VERKTÆKNI 2018/24 35


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

3.7 Mat á vatnafræðilegri virkni

4 Niðurstöður og umræður

3.7.1 Vatnsheldni

4.1 Árstíðabundin vatnsheldni

Varanleg vatnsheldni (e. water retention) er það hlutfall heildarákomu (regn og snjór) sem skilar sér ekki sem afrennsli, reiknuð fyrir hvern atburð sem (Hathaway o.fl. 2008).

Á rannsóknatímabilinu febrúar til desember 2015 reyndist kleift að greina 52 staka afrennslisatburði. Vatnsheldni hvers mánaðar ársins 2015 var reiknuð út frá samanlögðu afrennsli af gróðurþökum frá öllum atburðum innan hvers mánaðar í hlutfalli við samanlagt afrennsli frá bárujárnsþaki. Mynd 5 sýnir mánaðarmeðaltölin samhliða mælingum á lofthita og úrkomu á frá Veðurstofu Íslands. Vetrarmánuðirnir framan af á árinu voru umhleypingasamir, og einkenndust af miklum stormum með snjókomu og vindi. Mánuðirnir maí til júlí voru hins vegar þurrir. Vatnsheldnin fylgdi öfugri árstíðasveiflu miðað við úrkomu og lofthita. Mest vatnsheldni mældist í þurrasta og heitasta tímabilinu, eða að meðaltali 85% fyrir öll þökin í júní og júlí. Haustið var úrkomusamt, sér í lagi október mánuður þar sem rigndi alla daga nema einn og heildarúrkoman var 86% meiri en meðal októbermánaðar samkvæmt Veðurstofu Íslands. Í þessum mánuði var vatnsheldnin milli 12-35%, og hélst nokkuð óbreytt fram í desember. Á ársgrundvelli héldu íslensku gróðurþökin um 35-39% af heildarákomu (regn og snjó) í mældum afrennslisatburðum. Þetta virðist vera í lægri kantinum miðað við erlendar rannsóknir með 5-8 cm þykku jarðvegslagi (sjá töflu 1). Hluti af þessum mun getur legið í mæliaðferðum, þar sem vatnsheldni var einungis reiknuð fyrir markverða úrkomuatburði í þessari rannsókn meðan aðrar rannsóknir mæla samfellt yfir allt mælitímabilið, og innihalda þannig úrkomu sem gefa ekki af sér afrennsli. Til þess að skilja betur þennan mun á vatnsheldni, þá skoðum við betur árstíðasveiflur í vatnsheldni á úthagaþökunum við 6 kassa- og þríhyrningslaga hnoðraþök með 5-8 cm þykku jarðvegslagi og 0-26,8% halla í Skotlandi (Uhl og Schiedt 2008). Lækkun afrennslis þessara sex þaka var mun hærri en í okkar rannsókn, eða 61-69% á ársgrundvelli, en var mjög breytileg allt frá 0 - 100% eftir atburðum (tafla 4). Vatnsheldnin á sumrin var mjög sambærileg í báðum löndum, en vatnsheldnin á veturna mældist töluvert lægri á Íslandi. Sama niðurstaða fæst ef borið er saman við danska rannsókn af hnoðra þaki með 4 cm þykkum jarðvegi (Locatelli o.fl. 2014), þar mældist 35% vatnsheldni yfir vetrartímann (nóvember til mars) sem er hærri en mældist í okkar rannsókn, meðan hún var sambærileg, í kringum 53%, að sumri (apríl til október).

(1)

Á mynd 4 sést að afrennsli af bárujárnsþaki (svört lína) helst vel í hendur við úrkomu. Þess vegna var vatnsheldni reiknuð líka sem hlutfall afrennsli af gróður- og ógegndræpu bárujárnsþaki. Þar sem var snjóeiginleikar voru nokkuð jafnir yfir þökin (sjá töflu 3) var hægt að sleppa leiðréttingum vegna snjóbráðnunar (þ.e.a.s. snjódýpi og eðlismassa snjós). Gott samræmi fékkst á milli vatnsheldni reiknaða sem hlutfall af ákomu og vatnsheldni í hlutfalli við afrennsli af bárujárnsþaki yfir lengri tímabil. Hins vegar gat verið töluverður munur í einstaka atburðum með miklum vindi. Í þessari grein eru eingöngu sýndar niðurstöður á vatnsheldni sem hlutfall af afrennsli af bárujárnsþaki, því það mat er talið nákvæmara. Vegna óútskýrða sveiflna í gömlu uppsetningunni (sjá töflu 2) var vatnsheldni einstaka atburða einungis reiknuð í nákvæmari uppsetningunni.

3.7.2 Seinkun afrennslis Auk varanlegrar vatnsheldni myndast tímabundin vatnsheldni (e. detention) í upphafi atburða þar til jarðvegurinn nær mettun og afrennsli hefst. Seinkunin ræðst af hversu áköf úrkoman er (e. rainfall intensity distribution) og eðliseiginleikum þaksins s.s. þykkt, halla, stærð holrýma í jarðvegi ofl. (Locatelli, o.fl., 2014). Mælikvarði á tímabundinni vatnsheldni er upphafsseinkun (tseinkun) skilgreind sem tíminn sem líður frá því að úrkoma hefst (tupphaf), þangað til að að regn skilar sér sem afrennsli af þaki (tupphaf,þakX, sjá mynd 4), þ.e.

(2)

Einnig var reiknuð seinkun á massamiðju afrennslis af gróðurþökum í samanburði við bárujárn. Massamiðja afrennslis tcm er skilgreind sem sú tímasetning þegar 50% heildarafrennslisins sem mælist í hverjum afrennslisatburði hefur runnið af þökunum, þ.e.

(3) Qi stendur fyrir rúmmál afrennslis í hverju tímaskrefi í L/mín, og ti er tímasetning á hverju tímaskrefi.

3.7.3 Lækkun afrennslistoppa Að lokum, til þess að leggja mat á álag á fráveitukerfin og minnkun flóða, þá er notast við lækkun afrennslistopps stuðul Kp sem er skilgreindur sem hlutfall hámarksútflæði [Qmax = L/mín] tiltekins gróðurþaks X (e. peak effluent) af hámarksinnflæði (e. peak influent)

(4) Í þessari rannsókn var miðað við 10 mínútna hámörk, sem samsvarar stysta samrennslistíma í hönnun fráveitukerfa á Íslandi og mestu upplausn í úrkomumælingum. Í stað innrennslis var notast við afrennsli af bárujárnsþaki, sem lýsir þá hversu mikið gróðurþak miðlar flóðtoppum í samræmi við hefðbundin ógegndræp þök.

36

VERKTÆKNI 2018/24

4.2 Breytileiki milli atburða Meðan sterk árstíðasveifla greindist í mælingum, var dreifni vatnsheldni fyrir hvern og einn afrennslisatburð mikil. Rannsóknir sýna að vatnsheldni gróðurþaka hverju sinni er háð úrkomumagni, rakastigi jarðvegsins fyrir úrkomuatburð og jarðvegsgerð (þykkt jarðlaga, halla, jarðvegs og gróðurefni ofl.). Hraði raungufunar ræðst meðal annars af því hversu langt þurrkatímabil hefur verið fyrir úrkomuatburðinn (e. antecedent dry weather period), hitastigsmuni á jarðvegi og andrúmslofti og vindhraða (Stovin o.fl. 2012). Línuleg aðfallsgreining var framkvæmd við margvíslega veðurþætti í aðdraganda og á meðan á atburði stóð. Marktæk (R2 > 0,3; p < 0,05) línuleg vensl greindust milli vatnsheldni og nokkurra veðurþátta sem samræmdust fræðunum (sjá töflu 5). Minni vatnsheldni greindist eftir því sem úrkoman yfir atburð og 14 daga fyrir atburð var meiri. Hærri lofthiti og meiri vindhraði stuðluðu að meiri vatnsheldni, sem samræmist meiri raungufun. Með margvíðri línulegri greiningu þessara veðurþátta og vatnsheldni var dreifnin sambærileg og í einvíðri línulegri aðfallsgreiningunni sem gefur til kynna að aðrir þættir en þeir veðurþættir sem voru til skoðunar hafi áhrif á vatnsheldnina eða að venslin séu ekki línuleg.


4 Niðurstöður og umræður 4.1 Árstíðabundin vatnsheldni

RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR

Úrkoma (mm) Úrkoma (mm)

150 150

88 66

100 100

44 22

50 50 00

Lofthiti (°C) Lofthiti (°C)

12 12 10 10

200 200

00

Jan Jan

Feb Feb

Mar Mar

Apr Apr

Maí Maí

Jun Jun

Júl Júl

Úrkoma Úrkoma

Ágú Ágú

Sep Sep

Okt Okt

Nóv Nóv

Des Des

-2 -2

Lofthiti Lofthiti

100 100 90 90

Vatnsheldni (%) Vatnsheldni (%)

80 80 70 70 60 60 50 50 40 40 30 30 20 20 10 10 00

00

44

88

22

33

22

22

11 11

77

66

44

33

Jan Jan

Feb Feb

Mar Mar

Apr Apr

Maí Maí

Jun Jun

Júl Júl

Ágú Ágú

Sep Sep

Okt Okt

Nóv Nóv

Des Des

ÚT ÚT

ÚJ ÚJ

GT GT

GJ GJ

Mynd 5: a) Mánaðarlofthiti, regn (gögn frá Veðurstofu Íslands) og b) vatnsheldni árið 2015. Tölur á lárétta ás merkja fjölda greindra afrennslisatburða Mynd 5: 5: a) a) Mánaðarlofthiti, Mánaðarlofthiti, regn regn (gögn (gögn frá frá Veðurstofu Veðurstofu Íslands) Íslands) og og b) b) vatnsheldni vatnsheldni árið árið 2015. 2015. Mynd innan hvers mánuðar.

Tölur áá lárétta lárétta ás ás merkja merkja fjölda fjölda greindra greindra afrennslisatburða afrennslisatburða innan innan hvers hvers mánuðar. mánuðar. Tölur 4.3 Áhrif gróðurs og undirlags á vatnsheldni samanstóð að mestu leyti af mosa. Mosi hefur ekki eiginlegar rætur, Í þessari rannsókn voru tvær gróðurþekjur prófaðar, annars vegar gras og hins vegar mosavaxinn úthagi. Við fyrstu sýn virðist ysta grasþakið með jarðvegsundirlagi (Þak 5) vera með mestu vatnsheldnina (sjá GJ mynd 5b). Síðari mælingar á rigningu við hvert þak leiddu í ljós að í miklum vindi þá féll 10-20% minna regn á þetta ysta þak, sem skýrir að hluta þennan mun. Að meðaltali mældist svipuð vatnsheldni hjá báðum þökum með úthaga gróðri (sjá mynd 5). Því má álykta að 7 cm sérhannað jarðvegslag gefi sambærilega (eða örlítiði hærri) vatnsheldni á fyrsta rekstrarári og 5 cm úthaga torf á hvolfi. Að sama skapi virðist vatnsheldni beggja grasþakanna vera sambærileg ef leiðrétt er fyrir minni úrkomu á ysta þakinu. Nánari athugun á vatnsheldni minni úrkomuatburða leiðir hins vegar í ljós að grasþak með 3 cm torfi á hvolfi hefur minni vatnsrýmd en 7 cm þykkt jarðvegslag (sjá mynd 4): Um miðjan ágúst mældist um 2 mm afrennsli af grasþaki með torfi undir í 8 mm úrkomu. Vatnsrýmd þaksins var þá um 6 mm. Á meðan mældist ekkert afrennsli af hinum gróðurþökunum, þannig að vatnsrýmd þeirri var meiri en úrkoman, eða >8 mm. Þrátt fyrir minni vatnsrýmd hins 3 cm þykka grastorflags á hvolfi, mældist samsvarandi vatnsheldni milli gras og úthaga (sjá GJ, mynd 5b). Í byrjun vaxtartímabilsins í apríl var vatnsheldni beggja grasþakanna mun hærri en úthagans. Báðar þessar athuganir styðja því við tilgátuna að venjulegt nytjagras dragi í sig meira vatn en úthaginn, sem

ólíkt grösum og öðrum háplöntum, heldur eingöngu svokallaða rætlinga og upptaka vatns því að nær öllu leyti af yfirborðinu. Sú aðferð að leggja torf á hvolfi, sem undirlag/rótarlag gróðurþekju, er nokkuð algeng, m.a. þar sem torfið er yfirleitt auðfengið og ódýrara en sérblandaður jarðvegur. Hins vegar fylgja yfirleitt ýmsir ókostir notkun torfs sem rótarlags, m.a. minna álagsþol, heilbrigði, þurrkþol og þ.a.l. styttri endingartími, eins og verður rætt betur síðar.

4.4 Seinkun afrennslis Seinkun afrennslis var metin fyrir atburði í nýju, og nákvæmari uppsetningunni (sjá töflu 6). Niðurstöður gefa til kynna 1-3 klst seinkun á upphafi og massamiðju afrennslis gróðurþaka í samanburði við bárujárnsþak. Seinkunin fór lækkandi þegar líða tók á haustið. Í desember byrjaði afrennsli af gróðurþökum á undan bárujárni og skilaði sér fyrr (tupphaf, tcm < 0). Mögulegt er að snjóþekja hafi runnið fram af bárujárnsþaki og þannig ekki skilað sér í þakrennu. Upphafs- og massamiðju seinkun í þessari rannsókn mældist á stærðargráðu klukkutíma (sjá töflu 6), sem er töluvert lengra en hálftíma upphafseinkun í öðrum rannsóknum af léttum gróðurþökum (Hathaway ofl. 2005; Stovin ofl. 2014). Þessi munur má skýra að einhverju leyti með tímabreytileika úrkomu á Íslandi, en hér rignir vægt og lengi. Þannig tekur lengri tíma að fylla pórurnar í jarðveginum, til þess að afrennsli hefst.

VERKTÆKNI 2018/24 37


TÆKNI- OG VÍSINDAGREINAR

Mynd 6: Gróðurþekja 4. október 2015: a) Úthagi með jarðvegsblöndu í undirlagi (þak 2), b) gras með torfi í undirlagi (þak 4) og c) gras með jarðvegsblöndu í undirlagi (þak 5).

4.5 Lækkun afrennslistoppa Lækkun hámarks 10 mínútna afrennslis gróðurþaka í hverjum atburði er veruleg í samanburði við bárujárn (sjá töflu 7), eða að meðaltali 0,7 yfir allt tímabilið fyrir þök með torfi sem undirlag, og aðeins hærri eða 0,8 fyrir þök með jarðvegsundirlagi. Þessar niðurstöður eru í góðu samræmi við Hathaway ofl. (2005) sem mældu um 75% lækkun. Niðurstöðurnar gefa til kynna að gróðurþökin draga úr álagstoppum í, en í stærstu úrkomuatburðunum lækka topparnir lítið. Það er því varlegt að treysta á að gróðurþök minnki álag á frárennsliskerfin í stórum úrkomuatburðum.

4.6 Ásýnd gróðurs Eins og kom fram í inngangi greinarinnar, þá skiptir náttúruleg ásýnd máli fyrir vellíðan borgarbúa. Fólki líður vel með fallegan gróður í kringum sig. Bæði úthagaþökin litu vel út allt árið um kring, voru með jafnri áferð, og engum sjáanlegum skemmdum (mynd 6a). Grasþökin, hins vegar, litu mjög illa út eftir þurrka vorsins (í apríl – júní) og var gróðurinn lengi að taka við sér. Sér í lagi drapst mikið af gróðri í grasþakinu með 3 cm þykku torfi í undirlagi. Jafnvel eftir sumarið og aukna

úrkomu, þá voru stórir þurrkablettir og gróðurinn mjög misleitur í því þaki (mynd 6b). Um veturinn leit þetta þak illa út, og pollar mynduðust í dældum í grassverðinum. Grasið yfir 7 cm þykku jarðvegslagi (mynd 6c) var mun jafnara en þó ekki eins þétt eins og mosi úthagatorfsins. Af þessu er ályktað að gras sé ekki eins gott hvað varðar ásýnd gróðurþaka og úthaginn. Það tíðkast stundum að setja tvöfalt lag af grastorfi á hvolfi sem undirlag á Íslandi. Meðan það myndi tvöfalda vatnsrýmdina, og þar með stuðla að meiri vatnsheldni, þá eykur það ekki rými rótarkerfis. Yfirleitt er þéttleiki torflags það mikill að hann hamlar rótarvöxt og fáar eða engar rætur vaxa í gegnum fyrra torflagið. Þurrkþol grassins er þar af leiðandi álíka takmarkað og þegar um eitt torflag er að ræða. Á þeim forsendum er ekki mælt með slíkri lausn.

4.7 Rekstur og viðhald Þættir sem geta leitt til þess að þak leki með tíma eru t.d. gallar í frágangi vatnsþéttilagsins, lélegt viðhald niðurfalla og heft afrennsli t.d. með háum þakkanti. Hægt er að fylgjast með hefðbundnum þökum og þar verða vandamálin oft sýnilegri, sem einfaldar viðhaldsðgerðir.

Tafla 4. Samanburður á rannsóknum á árstíðabundinni vatnsheldni léttra gróðurþaka.

Skosk hnoðraþök

Árstíð

Reykvísk úthagaþök *

VH (%)

P (mm)

VH (%)

P (mm)

Sumar (maíseptember)

70-76

405±38

72-75

166

Vor og haust (15. mars – apríl; október – 15. nóvember)

49-64

150±35

12-20

194

Vetur (15. nóvember – 15. mars)

43-56

137±6

22-17

111

* Atburðir sem gáfu af sér > 1 mm afrennsli. VH = vatnsheldni, P = heildarúrkoma tímabils.

38

VERKTÆKNI 2018/24


TÆKNI- OG VÍSINDAGREINAR Tafla 5. Fylgni og marktæknistuðlar fyrir einvíða aðfallsgreiningu vatnsheldni og veðurþátta

Júní til desember

Allt mælitímabilið

R2

p

R2

p

-0,5 til -0,3

< 0,06

-0,4 til -0,3

< 0,03

0,5 til 0,8

0,00

0,5 til 0,8

0,00

Úrkoma 14 daga fyrir atburð

-0,5 til -0,4

< 0,02

-0,5 til -0,3

< 0,11

Vindhraði 7 daga fyrir atburð

-0,5 til -0,3

< 0,05

-0,5 til -0,3*

< 0,02

Veðurþáttur Úrkoma innan atburðar Lofthiti (fyrir og) innan atburðar

* mv. veðurstöð VÍ Tafla 6. Seinkun á upphafi og massamiðju afrennslis.

∆ tupphaf (klst)

Þak2: Úthagi+jarðv

Þak5: Gras+jarðv.

Þak2: Úthagi+jarðv

∆ tcm (klst)

Þak5: Gras+jarðv.

M

Std

M

Std

M

Std

M

Std

Ágúst

3

4

2

2

3

1

1

4

Sept

3

3

2

2

3

4

4

7

Okt

3

4

2

1

2

2

2

2

Nóv

2

3

1

1

1

1

1

1

-2

1

-1

1

Des Skýring: M = meðaltal; STD = staðalfrávik

En með gróðurþök getur gallinn verið falinn undir gróðurþekjunni sem leiðir til að fjarlægja þarf stærri hluta þaks ef vandamál kemur upp. Því er mikilvægt að huga sérstaklega vel að frágangi og rekstri gróðurþaka, og einkum þegar þakhalli er lítill og vatn getur legið lengi í dældum. Þýskar leiðbeiningar um uppsetningu og umhirðu gróðurþaka (FLL 2014) ráðleggja að slá grasþök til að lágmarka eldhættu. Tekin var ákvörðun að slá grasið ekki á meðan á þessari rannsókn stóð. Hins vegar er ljóst að minni þörf hefði verið að slá úthagatorfið því það var með færri háplöntur en grastorfið (sjá mynd 6). Að sama skapi var engin þörf á að vökva úthagaþökin sem litu vel út allt árið um kring. Grasþökin hefðu þurft að fá vökvun sérstaklega í þurrkatímabilinu um vorið til að fyrirbyggja að grasið dræpist sbr. kaflann að framan. Meðan það er hægt að koma fyrir léttum vökvunarbúnaði, er betra að komast hjá því. Út frá sjónarmiðum sláttar og vökvunar, þá kom úthaginn betur út en grasið í þessari rannsókn.

Áburður er stundum borinn á þök til að viðhalda gróðurvexti, en þó ekki oftar en tvisvar sinnum á ári (FLL 2014). Engin áburður var borinn á þökin í þessari rannsókn. Hafa skal í huga að bera spart af næringarefnum sérstaklega á létt gróðurþök, því þau síast hratt í gegnum jarðveginn og enda að stórum hluta í næsta viðtaka. Næringarefnauaðgun í viðtaka er áhyggjuefni í mörgum nágrannalöndum Íslands.

5 Lokaorð Í þessari rannsókn var lagt mat á vatnafræðilega virkni á fjórum útfærslum af léttum gróðurþökum á Íslandi, með tveimur tegundum af torfi (mosavöxnum úthaga og grastorfi) og tvenns konar undirlagi (jarðvegsblöndu og torfi á hvolfi). Almennt samræmdust niðurstöður erlendum rannsóknum. Hæst vatnsheldni mældist í mesta þurrkatímabilinu um hásumar, og var hún þá um 85%. Vatnsheldnin var lægri í köldum vetrarmánuðum (<20%) sem virðist vera í lægri kantinum miðað við sambærileg þök í Skotlandi og Danmörku. Gróðurþök seinkuðu að meðaltali afrennsli um rúman klukkutíma, og lækkuðu 10mín

VERKTÆKNI 2018/24 39


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR Tafla 7. Lækkun afrennslistoppa Kp (Qmax,10mín).

Þak1: Úthagi + torf

Þak2: Úthagi +jarðv

Þak4: Gras + torf

Þak5: Gras+jarðv.

M

Std

M

Std

M

Std

M

Std

Ágúst

0,85

0,15

0,92

0,07

0,79

0,27

0,91

0,10

Sept

0,59

0,19

0,68

0,15

0,67

0,13

0,70

0,28

Okt

0,31

0,27

0,50

0,27

0,19

0,42

0,40

0,38

Nóv

0,55

0,21

0,64

0,21

0,58

0,16

0,73

0,15

Des

0,42

0,01

-

-

0,52

0,05

0,60

0,10

Skýring: M = meðaltal; STD = staðalfrávik hámarksafrennsli um að meðaltali 70% í samanburði við hefðbundin bárujárnsþök. Því er ekki önnur ástæða að ætla að ef gróðurþök eru vel byggð og reglulega viðhaldið að þau muni sýna sambærilega vatnafræðilega virkni og erlendis, nema kannski á veturnar. Frekari rannsóknir á vetrarvirkni eru nauðsynlegar. Erlendis er lögð áhersla á að halli sé nægjanlegur og að drenlag sé til staðar til að koma í veg fyrir að jarðvegurinn verði vatnsósa sem skemmi gróðurinn. Að sama skapi má halli ekki vera svo mikill að gróðurinn losni og renni af þakinu. Þykkt jarðvegslags er að jafnaði sá hönnunarþáttur sem ákvarðar mest vatnafræðilega virkni léttra gróðurþaka. Mosagróinn úthagi með 5-7 cm þykku undirlagi stóð sig vel bæði vatna- og fagurfræðilega allt árið um kring án nokkurs viðhalds í þessari rannsókn. Hins vegar fleytti 3 cm þykkt lag af torfi á hvolfi ekki grasi í gegnum 2-3 vikna þurrkatímabil í Reykjavík, grassvörðurinn skemmdist og leit lengi illa út. Af þessu er dregin sú ályktun að 3 cm jarðvegslag sé of lítið fyrir Ísland, mælst er með amk. 7 cm. Einnig er mikilvægt að velja þurrkþolnar gróðurtegundir, t.d. villtan gróður af vel drenandi jarðvegi. Einnig mætti nýta sérræktaðar þurrkþolnar tegundir, m.a. gras- og blómplöntur. Forðast beri grófgerðar og hávaxnar tegundir sem hafa lítið þurrkþol, og krefjast meiri vatnsgeymslu eða vökvunar. Létt gróðurþök eru skilgreind sem Meðan rannsóknin gaf til kynna að notkun torfs á hvolfi sem rótarlag leiði til sambærilegrar vatnsheldni og jafn þykkur jarðvegur, þá vega minnkað álagsþol, heilbrigði, þurrkþol og þ.a.l. styttri endingartími á móti. Þessi rannsókn náði yfir eitt gróðurtímabil eftir að þakið var byggt. Ekki er hægt að álykta þannig um langvarandi virkni sem ræðst af mörgum þáttum, bæði gæði upprunalegu hönnunar og uppsetningu, svo og viðhalds þakanna. Að lokum, létt gróðurþök eru þunn og hafa því takmarkaða vatnsrýmd í samanburði við aðrar blágrænar ofanvatnslausnir. Rannsóknin leiddi í ljós að vatnsheldni og lækkun úrkomutopps innan hvers atburðar sé mest háð úrkomumagni, þeim mun meiri sem úrkoman er bæði innan atburðar og fyrir atburð, þeim mun lægri virkni. Því er ekki hægt að treysta á létt gróðurþök ein og sér til þess að minnka flóðavanda í þéttbýli, til þarf mismunandi lausnir með mismunandi eiginleika. En gróðurþök þjóna mikilvægu hlutverki að dreifa álagi og tímasetningum á minni flóðtoppum.

Þakkir Verkefnið hlaut fjárhagslegan stuðning frá Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. Byggingardeild Háskóla Íslands byggði tilraunaaðstöðuna undir handleiðslu Þorkels Gunnarssonar garðyrkjustjóra. Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson tæknimaður hjá verkfræði og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands veitti ráðgjöf og hjálpaði við mælingar. Hlyni Bárðarsyni doktor í líffræði og Ágústu Helgadóttur líffræðingi er þakkað fyrir að mæla gróður þakanna. MogT og Veðurstofa Íslands fá þakkir fyrir hjálp við öflun veðurgagna. Halldóra Hreggviðsdóttir, framkvæmdastjóri Alta ehf. fær þakkir fyrir endurgjöf á inntak rannsóknarinnar, en hún var prófdómari á báðum meistarverkefnunum sem greinin byggir á.

Heimildir Ágúst Elí Ágústsson (2015). Græn þök á Íslandi. MS ritgerð. Reykjavík: Háskóli Íslands. Alta ehf (2016). Blágrænar ofanvatnslausnir - innleiðing við íslenskar aðstæður. Reykjavík: Alta. Ampim, P. A., Sloan, J. J., Cabrera, R. I., Harp, D. A., og Jaber, F. H. (2010). Green Roof Growing Substrates: Types, Ingredients, Composition and Properties. Journal of Environmental Horticulture, 28(4), 244-252. Bengtsson, L., Grahn, L., og Olsson, J. (2005). Hydrological function of a thin extensive green roof in southern Sweden. Nordic Hydrology, 36(3), 259268. Berglind Orradóttir, Ólafur Arnalds og Jóhann Þórsson. (2006). Ísig vatns í jarðveg: Áhrif gróðurs og frosts. Reykjavík: Fræðaþing landbúnaðarins. Berndtsson, J. C., Emilsson, T., og Bengtsson, L. (2006). The influence of extensive vegetated roofs on runoff water quality. Science of the Total Environment, 355, 48-63. FLL (2014). Guidelines for the planning, Construction, and Maintenance of Green Roofing. Green Roofing Guideline. Germany. Dunnett, N. (2006). Roofs for Biodiversity: Reconciling Aesthetics with. Fourth Annual Greening Rooftops for Sustainable Communities Conference, Boston 11-12 maí 2006. Eyrún Pétursdóttir (2016). Key Factors for the Implementation of Sustainable Drainage Systems in Iceland. MS ritgerð. Reykjavík: Háskóli Íslands. Getter, K. L., Rowe, D. B., og Andresen, J. A. (2007). Quantifying the effect of slope on extensive green roof stormwater retention. Ecological engineering, 31, 225-231. Halla Einarsdóttir (2018). Árstíðabundin virkni grænna þaka á Íslandi. MS ritgerð. Reykjavík: Háskóli Íslands. Hathaway, A. M., Hunt, W. F., & Jennings, G. D. (2008). A Field Study of Green Roof Hydrologic and Water Quality Performance. Transactions of the


RITRÝNDAR VÍSINDAGREINAR ASABE. 51(1), 37-44. doi:10.13031/2013.24225 Locatelli, L., Mark, O., Mikkelsen, P., K.Arnbjerg-Nielssen, Jensen, M. B., og Binning, P. J. (2014). Modelling of green roof hydrological performance for urban drainage applications. Journal of Hydrology, 519, 3237–3248. doi:10.1016/j.jhydrol.2014.10.030 Magill, J. D., Midden, K., Groninger, J., og Therrell, M. (2011). A History and Definition of Green Roof Technology with Recommendations for Future research. Illinois: Southern Illinois University Carbondale. Sótt frá http:/ opensiuc.lib.siu.edu/gs_rp/91 Raes, D., Pereira, L. S., Smith, M., og Allen, G. R. (1998). FAO Irrigation and Drainage Paper. Rome: Food and Agriculture Organization of the United Nations. Roseen, R. M., Ballestero, T. P., Houle, J. J., Avellaneda, P., Briggs, J., Fowler, G., og Wildey, R. (2009). Seasonal Performance Variations for Storm-Water Management Systems in Cold Climate Conditions. J. Environ Engineer,

135(3), 128-137. doi:10.1061/(ASCE)0733-9372(2009)135:3(128) RRPDC. (2012). Richmond Regional Planning District Commission / Richmond Area. Sótt frá http://www.richmondregional.org/planning/Stormwater/ green_roof.htm Stovin, V., Vesuviano, G., & Kasmin, H. (2012). The hydrological performance of a green roof test bed under UK climatic conditions. Journal of Hydrology, 414–415, 148–161. doi:10.1016/j.jhydrol.2011.10.022 Uhl, M., og Schiedt, L. (2008). Green Roof Storm Water Retention - Monitoring Results. 11th International Conference on Urban Drainage. Edinburgh. Verkfræðistofan Efla (2009). Kornastærðardreifing: Sýni 1 (Eyrarbakki). Óútgefin Skýrsla. Verkfræðistofan Efla (2014). Molta - efniseiginleikar. Óútgefin Skýrsla

Virkni loftræstikerfa er okkar fag!

Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Ísland www.rafstjorn.is

Þekkingarfyrirtæki í málmiðnaði- og véltækni

Sími 569-2100 – hedinn.is

hannaverk.is

SÍÐUMÚLA 12-14 - Sími: 510-5500

Ármúla 16 - 108 Reykjavík Sími: 552 2222 - Fax: 562 4966 hitastyring@hitastyring.is

VERKTÆKNI 2018/24 41


TÆKNI- OG VÍSINDAGREINAR

Falin verðmæti í jarðvarmaorku Hildur Rún Sigurðardóttir Kvaran geoSilica Iceland ehf, Grænásbraut 506, 262 Reykjanesbær Fyrirspurnir: Hildur Rún Sigurðardóttir Kvaran – hildur@geosilica.com

Inngangur Jarðvarmaorka tilheyrir þeim flokki orkugjafa sem kallast græn orka, ásamt öðrum umhverfisvænum orkugjöfum eins og vatns-, sólar- og vindorku[1]. Þrátt fyrir að vera umhverfisvæn orka er ekki sjálfgefið að jarðvarmaorka sé sjálfbær. Til þess að teljast sjálfbær orka þarf jarðhitavinnsla úr jarðhitakerfunum að fylgja þeim takmörkunum sem fylgir hverju kerfi fyrir sig. Hvert jarðhitakerfi hefur mörk sem kallast hámark sjálfbærrar vinnslu og til þess að hægt sé að vinna orku úr slíkum kerfum til langframa þarf vinnslan að vera innan þeirra marka. Reikna þarf þessi mörk fyrir hvert jarðhitakerfi og er stærð og hitastig kerfisins veigamikill þáttur í þeim útreikningum. Mikilvægt er að viðhalda þrýstingi og hita á meðan vinnslu stendur svo ekki sé gengið á jarðhitakerfið og er það meðal annars gert með samdrætti í vinnslu eða með því að dæla jarðhitavökvanum aftur inn á kerfið[2]. Niðurdæling á jarðvarmavökva felur í sér að affallsvatni, sem búið er að nýta orku úr, er dælt aftur niður í jarðhitageyminn og viðheldur þannig þrýstingi inni í jarðhitakerfinu. Þessi aðferð telst oftar en ekki vera fýsilegri kostur en samdráttur í orkuframleiðslu vegna mikillar eftirspurnar á orku[3]. Niðurdæling er ekki einungis æskileg aðferð þegar horft er til sjálfbærni jarðvarmaorku, því þessi aðferð er einnig umhverfisvænni kostur en að dæla affallsvatninu út í umhverfið. Sérstakar niðurdælingarholur eru boraðar í þeim eina tilgangi að dæla vatni niður í jarðhitakerfin.

Útfellingar kísils í jarðvarmavirkjunum Þegar kemur að niðurdælingu eru útfellingar steinefna algengt vandamál í jarðvarmavirkjunum og má þá helst nefna kísilinn í því samhengi. Útfellingarnar gera það erfitt að dæla affalsvatninu niður þar sem þær valda stíflum og gera þannig ferlið mjög kostnaðarsamt. Í jarðvarmavirkjunum á háhitasvæðum er borað eftir vatni sem er um það bil 200°C heitt og undir miklum þrýstingi. Þessi gífurlegi hiti og þrýstingur veldur því að vatnið sem kemur upp er í flestum tilfellum tvífasa, sem mjög heit gufa og vatn. Við þetta hitastig er kísillinn í vökvanum í

Mynd 1: Leysni formlauss kísils 42 VERKTÆKNI 2018/24

uppleystu formi, eða kísilsýru[4]. Leysni kísilsins er háð hitastigi annars vegar og sýrustigi hins vegar (mynd 1), sem veldur því að þegar vökvinn kólnar hefst ferli sem kallast fjölliðun sem er fyrsta stig útfellingar. Uppleystar kísilsameindir í vökvanum rekast hver á aðra og mynda efnasamband, en efnahvarfið sem á sér stað við slíkan árekstur er eftirfarandi: Kísilsameindirnar sameinast í tilviljunarkenndar keðjur án forms (e. amorphous silica), sjá mynd 2, sem taka að stækka við ákveðin varmafræðileg skilyrði sem eru háð pH-gildi.

Mynd 2: Dæmigerð kísilsameind Þegar einliða kísilsameindir í vökvanum eru orðnar of fáar hættir kísilinn að mynda keðjur, þar sem mikla orku þarf til þess að mynda slíkar keðjur, en þess í stað leysast smærri kísilagnir upp og bindast þeim keðjum sem þegar hafa myndast sem krefst mun minni orku. Kísilkeðjurnar halda því áfram að stækka þar til þær mynda kísilkorn sem eru á milli 0,003 til 5 µm að stærð. Þegar kísilkornin hafa náð þessari stærð byrja þau að falla út sökum þyngdar sinnar. Þegar kísilinn fellur út, til að mynda í lögnum jarðvarmavirkjana eða í niðurdælingarholum, myndar hann einliða lag af kísli innan á lagnaveggjunum sem verður til þess að keðjuverkun fer af stað sem veldur enn meiri útfellingu, þar sem kísilsameindir bindast við einliða kísilinn sem þekur lagnirnar[5]. Þessi keðjuverkun veldur því að lagnir og niðurdælingarholur jarðvarmavirkjana geta stíflast (mynd 3)[6].

Mynd 3: Kísilútfellingar í niðurdælingarholu


TÆKNI- OG VÍSINDAGREINAR Tafla 1: Niðurdæling affallsvatns fjögurra jarðvarmavirkjana á Íslandi og kísilmagn í vökvanum

Niðurdæling Niðurdæling Magn kísils í Magn kísils í vökva (t/ári) grunn (Mt/ár) djúp (Mt/ár) vökva (ppm) Reykjanes

-

1,42

702

997

Svartsengi 33,33 (2011) Hellisheiði -

7,13 9,9

455 510

18.409 5.049

Krafla

3,47

533

1.919

-

Niðurdæling jarðvarmavirkjana Áður fyrr voru umhverfisáhrif jarðvarmavirkjana töluvert meiri en í dag, þar sem aukin umhverfisvitund hefur leitt til þess að varúðarráðstafanir hafa verið gerðar og starfleyfisskilyrði sett á jarðvarmavirkjanir varðandi losun affallsvatns. Niðurdælingarholur eru ein þeirra ráðstafana sem gerðar hafa verið til þess að bregðast við hertum starfsleyfisskilyrðum, en slíkar aðferðir geta dregið úr efna- og varmamengun sem hefur áhrif á grunnvatn og lífríki á svæðinu. Niðurdælingarferlið er breytilegt eftir staðsetningu, þar sem ekkert jarðhitakerfi er eins, og er því nauðsynlegt að prófa sig áfram. Niðurdælingar hafa aukist síðan 2011 þrátt fyrir hækkandi kostnað, en kostnaður við hverja niðurdælingarholu og útfellingavandamála er gífurlega hár[7]. Efnasamsetning jarðvarmavökva frá jarðvarmavirkjunum er ólík milli svæða, en þó eiga þau öll sameiginlegt að mikið magn kísils er að finna í vökvanum. Mikið magn kísils í jarðvarmavökva veldur því að erfitt er að eiga við vökvann, ásamt því að hann stíflar lagnir og niðurdælingarholur. Flestar jarðvarmavirkjanir á Íslandi dæla affallsvatni aftur niður í jarðvarmageyminn, en í töflu 1 má finna magn affallsvatns sem fjórar af jarðvarmavirkjunum Íslands dæla aftur niður[8]. Eins og sést í töflu 1 er töluvert mikið magn kísils sem fer í niðurdælingarholur, en úr þessum fjórum virkjunum eru 26.374 tonn af kísli sem hægt er að skapa verðmæti úr, en er að mestu leyti ónýtt auðlind í dag. Erfitt er að komast hjá útfellingum sem verða í holunum ef ekki

eru notaðar fyrirbyggjandi aðferðir. Aðferðir til að leysa upp kísilinn eru ekki fýsilegar þar sem ekki er hægt að leysa kísilinn upp nema með sterkum sýrum eða basa[6].

Úrvinnsla kísils úr jarðhitavatni Notkunarmöguleikar kísils eru margir og má þá meðal annars nýta hann sem fylliefni í gúmmí, plast, pappa, málningu, sement, leir, lyf, skordýraeitur og í límiðnað. Slík vinnsla á kísli krefst þess að kísillinn sé markvisst felldur út með gleypnu efni sem hefur mikið yfirborðsflatarmál[9]. Listinn yfir nýtingarmöguleika kísils er ekki tæmandi, en til að mynda sérhæfir nýsköpunarfyrirtækið geoSilica Iceland sig í vinnslu á jarðhitakísli úr skiljuvatni jarðvarmavirkjana. geoSilica notast við

Tafla 2: Efnagreining á skiljuvatni fjögurra virkjanna á Íslandi

Reykjanes 2011

Svartsengi 2011

Hellisheiði 2009

Krafla 2011

Kísildíoxíð (mg/kg) Bór (mg/kg) Járn (mg/kg) Kalíum (mg/kg) Magnesíum (mg/kg) Klór (mg/kg) Natríum (mg/kg) Súlfat (mg/kg) Ál (mg/kg) Arsen (mg/kg) Baríum (mg/kg) Kadmíum (mg/kg) Króm (mg/kg) Kopar (mg/kg) Flúor (mg/kg) Kvikasilfur (mg/kg) Mangan (mg/kg) Nikkel (mg/kg)

698 9,3 1,10 1.650 1,42 22.580 11.110 13,9 0,0404 0,0879 12 0,000097 0,00095 < 0,0005 0,22 < 0,000002 2,76 0,000592

4551 4,4 0,09 579 0,23 7.510 3.940 15,2 0,061 0,052 1,04 0 0,0002 0 0,110 0,000002 0,0945 0,0128

822 1,039 0,03 38,4 0,0035 170 213 19 1,7 0,09 0,078 0,00017 0,00008 0,002 0,00002 0,0003

610 1,07 0,008 30,2 0,001 72,7 231 245 1,37 0,0431 0,000002 0,000129 0,367 0,79 0,00002 0,000266

Blý (mg/kg)

0,00058

0,0003

0,0035

0,000036 VERKTÆKNI 2018/24 43


44 / VERKTÆKNI

Mynd 4: Vörur geoSilica sem innihalda hágæða jarðhitakísil tveggja þrepa framleiðsluferli sem hannað var af fyrirtækinu, þar sem magn kísilsins í skiljuvatni frá Hellisheiðarvirkjun er styrkt í fyrra þrepinu án þess að breyta efnasamsetningu þess að öðru leyti, og skiljuvatninu svo skipt út fyrir grunnvatn í seinna þrepinu. Framleiðsluferlið er laust við öll skaðleg efni og því er hægt að nýta steinefnaríkt skiljuvatnið aftur til niðurdælingar, án vandamála sem hljótast af kísilnum. geoSilica nýtir kísilinn í heilsuvöru, en afurð framleiðsluferilsins er hágæða náttúrulegur jarðhitakísill á vökvaformi sem ætlaður er til inntöku. Vörur geoSilica eru í dag fjórar (mynd 4) [10]. Það má segja að geoSilica sé með fyrstu fyrirtækjum í heimi sem finnur leið til að nýta kísilinn sem jafnframt felur í sér lausn á útfellingarvandamálum.

Úrvinnsla annara efna úr jarðhitavatni Mikil áhersla hefur verið lögð á aukna nýtingu og hafa til að mynda iðngarðar eins og Auðlindagarðurinn á Reykjanesi verið í uppbyggingu. Markmið slíkra iðngarða er að nýta jarðvarmann til hins ýtrasta, þar á meðal jarðhitavökvann. Sú hugsjón byggir á því að „affall eins er hráefni fyrir annan“. Nokkur dæmi eru um það hvers konar fyrirtæki gætu nýtt framleiðslu eða affallsefni hvers annars og eru það meðal annars fyrirtæki sem starfa í matvælaiðnaði, ylrækt, þörungaræktun, líftækni, efnaiðnaði og pappírsvinnslu. Einnig er hægt að vinna ýmis efni úr affallsvatninu, bæði málma, sölt og steinefni[11]. Forsenda þess að hægt sé að vinna efni úr vökvanum er sú að búið sé að fjarlægja kísilinn þar sem útfellingar kísils valda vandamálum í búnaði sem ætlaður er til útfellinga á öðrum steinefnum[9]. Eins og áður kom fram er efnasamsetning jarðhitavatns ólík eftir staðsetningu, en nákvæm efnagreining á jarðhitavökva frá fjórum jarðvarmavirkjunum er listuð upp í töflu 2[7]. Þegar búið er að fjarlægja kísilinn eru þó nokkur efni sem fýsilegt væri að skoða úrvinnslu á, en til að mynda eru efnin barín (e.Barium), súlfat (e. Sulfate), ál (e. Aluminum), kalín(e.potassium), bróm(e. Bromine), klór (e. Chloride) flúor, (e. Fluride) og natrín (e.sodium) að finna í töluverðu magni í affallsvatni þessara fjögurra virkjana. Arctic Sea Minerals er gott dæmi um fyrirtæki sem nýtir affallsvatn jarðvarmavirkjana til efnavinnslu, en fyrirtækið vinnur natríumklóríð, kalíumklóríð og magnesíum úr vökvanum og framleiðir úr því heilsusalt[12].

Önnur nýting á jarðvarma Bláa Lónið er mjög þekktur og vinsæll ferðamannastaður, sem nýtir affallsvatn frá Svartsengi í baðlón ásamt því að vinna kísil og önnur steinefni úr jarðvarmavatni til að setja í húðvörur sem fyrirtækið þróar og selur. Bláa Lónið nýtir einnig affallsvatnið í ræktun þörunga sem finnast í baðlóninu, en þörungarnir nýtast þeim í húðvörurnar líkt og kísillinn[7]. Carbon Recycling International er annað dæmi um nýtingu á jarðvarma, en þau nota útblástur koldíoxíðs frá Svartsengi til framleiðslu á endurvinnanlegu metanóli[13].

Umræður Úrvinnsla kísils úr jarðvarmavatni spilar mikilvægt hlutverk í sjálfbærni og aukinni nýtingu jarðvarmavirkjana. Með því að fjarlægja kísilinn úr

vökvanum er framkvæmd við niðurdælingu affallsvatns auðvelduð til muna, þar sem kísilútfellingar valda miklum vandamálum í niðurdælingarholum. Bæði er kostnaður vegna útfellingavandamála hár auk þess að möguleiki á því að vinna önnur efni úr vökvanum þegar kísillinn hefur verið fjarlægður. geoSilica Iceland er leiðandi í heiminum í úrvinnslu á kísil úr jarðvarmavatni með byltingarkenndri aðferð, en félagið var stofnað af tveimur félagsmönnum VFÍ þeim Fidu Abu Libdeh og Burkna Pálssyni. Framleiðsluferlið er náttúrulegt og umhverfisvænt þar sem engin efni eru notuð í framleiðsluna sem gætu valdið neikvæðum umhverfisáhrifum. Með aukinni framleiðslu fyrirtækisins væri möguleiki á að vinna nægilega mikið magn kísils úr vökvanum til þess að það hefði jákvæð áhrif á niðurdælingu í Hellisheiðarvirkjun. Einnig væri möguleiki á því að aðlaga tæknina að öðrum jarðvarmavirkjunum á Íslandi, og með því auka sérstöðu íslenskrar jarðvarmaorku á sviði sjálfbærni og aukinni nýtingu auðlinda. Falin verðmæti í jarðvarmaorku er auðlind sem ber að nýta enn frekar og eru sífellt fleiri frumkvöðlar að sjá tækifæri í slíkri nýtingu. Með því að styðja við nýsköpunarfyrirtæki sem sjá verðmæti í affalli jarðvarmavirkjana og hvors annars erum við að loka hringrás jarðvarmaorkunnar og færa okkur nær fullnýtingu þeirrar auðlindar sem Ísland hefur yfir að búa.

Heimildir [1] “Græn orka | Norðurorka” , Norðurorka. Sótt 16.11.18 frá: https://www. no.is/is/frodleikur/umhverfismal/graen-orka. [2] Ólafur G. Flóvenz og Guðni Axelsson, “Sjálfbær nýting jarðhita”, Isor.is. Sótt 16.11.18 frá: http://www.isor.is/sjalfbaer-nyting-jardhita-0. [3] Orkuspárnefnd, “Sviðsmynd um raforkunotkun 2017 - 2050”, Orkustofnun, Reykjavík, 2017. [4] “Hvað er Kísill | geoSilica.is”, geoSilica Iceland, 2018. Sótt 08.11.17 frá: https://geosilica.is/hvad-er-kisill/. [5] Kevin Brown, “Mineral Scaling in Geothermal Power Production”, Orkustofnun, Reykjavík, 2013. [6] Engineering and Consulting Firms Association, “Preventions and Solutions for the Scale Problem at the Geothermal Power Plant and CDM Study in Indonesia”, Tohoku Electric Power Co, 2006. [7] Andri Stefánsson, “Verðmætasköpun úr affalli og útblæstri jarðvarmavirkjana. Greining á viðskiptahugmynd í samstarfi við geoSilica Iceland ehf.: Heilsudrykkur úr affallsvatni. Hluti I”, meistararitgerð, Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarverkfræðideild, Háskóli Íslands, Reykjavík, 2014. [8] Þráinn Friðriksson, „Förgun affallsvatns frá jarðhitavirkjunum“, flutt á Aðalfundi Jarðhitafélags Íslands, 2013. [9] William Bourcier, Mow Lin and Gerald Nix, “Recovery of Minerals and Metals from Geothermal Fluids”, Lawrence Livermore National Laboratory, Cincinnati, 2005. [10] “Um okkur | geoSilica.is”, geoSilica Iceland, 2018. Sótt 12.11.17 frá: https://geosilica.is/um-okkur/. [11] “Auðlindagarður HS Orku”, Audlindagardurinn.is. Sótt 12.11.18 frá: https:// www.audlindagardurinn.is/. [12] “Arctic Sea Minerals ehf.”. Sótt 13.11.18 frá: https://www.f6s.com/arcticseamineralsehf. [13] “ETL-Technology”, CRI - Carbon Recycling International. Sótt 15.11.18 frá: http://carbonrecycling.is/innovation1/.

1 Upplýsingar fengnar úr Förgun affallsvatns frá jarðhitavirkjunum [8].


NÚ ER TÆKIFÆRIÐ

Fjórða iðnbyltingin er hafin Sí- og endurmenntun á málm- og véltæknisviði IÐUNNAR fræðsluseturs. Öllum námskeiðunum er hægt að skipta niður og halda í viðkomandi fyrirtækjum. • Málmsuða: Pinna-, TIG-, MIG/MAG, plasmasuða og logsuða. Allar suðuvottanir

• Kælitækni frá grunni, áfylling kælimiðils og smurolíu auk kennslu á CO2 kerfi

• CoWelder TIGsuða með hjálpar þjarka (róbót) • Efnisfræði

• Blikksmíði. Loftræsitækni, frá tilgangi til hönnunar og stillinga

• Rafmagnsfræði og iðntölvustýringar

• Véltækni: Smurolíur, afréttingar og legur

• Vökvatækni frá grunni til hönnunar, fjögur mismunandi námskeið auk fyrirtækjanámskeiða

• Verkefnastjórnun • Fræðslustjóri að láni til fyrirtækja

• Hönnun í AutoCad, Inventor og Revit o.fl.

Nánari upplýsingar á heimasíðunni, www.idan.is eða í síma 590 6400.

www.idan.is

Þar sem tvær lagnir koma saman þar ætti að vera brunnur

Byggingarreglugerðir krefjast þess að brunnar séu settir við allar nýbyggingar enda er mikið öryggi og kostnaðarhagkvæmni fólgin í að hafa aðgang að lögnum utanhúss vegna eftirlits og viðhalds. Sæplast framleiðir brunna til fráveitulagna úr polyethylene-efni (PE). Í Sæplast-vörulínunni er fjölbreytt úrval brunna til að mæta mismunandi notkunarkröfum. Brunnarnir eru fáanlegir í þremur þvermálsstærðum: 400 mm, 600 mm og 1000 mm. ATH. Hægt er að fá upphækkanir á alla brunna. Fást í byggingavöruverslunum um land allt. Sæplast ráðleggur að ætíð sé leitað til fagaðila um niðursetningu á brunnum. HLUTI AF RPC GROUP

SÆPLAST • Gunnarsbraut 12 • 620 Dalvík • Sími 460 5000 • sales.europe@saeplast.com • www.saeplast.com

® Sæplast er skrásett vörumerki í eigu RPC GROUP


Skýrslur Við tökum að okkur vinnslu á alls konar skýrslum, t.d. ársskýrslum, skýrslum fyrir fundi og lokaverkefnum nemenda í framhaldsskólum. Frágangur skýrslu getur verið með ýmsum hætti: límd, vírheft, gormuð eða heft með kjalbandi. Skýrslur í minna upplagi prentum við í stafrænum prentvélum. Tímarit/fréttablöð Við tökum að okkur að prenta fréttablöð og minni tímarit. Nafnspjöld og kveðjuspjöld Við prentum nafnspjöld í öllum litum og notum ýmsar gerðir pappírs. Ef afhendingartími er stuttur prentum við nafnspjöldin stafrænt. Bæklingar Svansprent framleiðir bæklinga í ýmsum gerðum og stærðum. Við höfum þróað mjög gott ferli við framleiðslu bæklinga og getum því afgreitt þá með stuttum fyrirvara.

Bréfagögn og umslög Fyrirtæki sem vilja byggja upp góða ímynd senda frá sér falleg og stílhrein bréfagögn. Við prentum bréfsefni, reikninga, greiðsluseðla, kvittanir, blokkir og minnisblokkir. Við afgreiðum bréfsefni, reikninga og greiðsluseðla í snyrtilegum öskjum. Falleg umslög vekja athygli og kynna fyrirtæki á jákvæðan hátt.

Bækur Svansprent tekur að sér að framleiða bækur í kiljubandi, annaðhvort límdar í kjölinn eða gormaðar.

Svansprent með umhverfisvottun

VIÐ HLUSTUM VERKIN TALA Auðbrekka 12

200 Kópavogur

Sími 510 2700

svansprent@svansprent.is


Orlofssjóður VFÍ

Í Orlofssjóði VFÍ eru þeir félagagsmenn sem greitt er fyrir í sjóðinn. Iðgjöld í sjóðinn eru 0,25% af launum og eru greidd af vinnuveitanda. Tilgangur sjóðsins er að auka möguleika sjóðfélaga á fjölbreytni í orlofsmálum, til dæmis með því að bjóða leigu á orlofshúsum og orlofsíbúðum og styrkja til annars konar orlofsdvalar. Orlofssjóður VFÍ hefur vaxið hratt. Sjóðurinn á fimm orlofshús og íbúð á Akureyri. Þrjú orlofshúsanna eru í Hraunborgum í Grímsnesi, eitt í Húsafelli og eitt í Árnesi. Þá hefur sjóðurinn leigt til lengri tíma þrjú

orlofshús að Stóruborg í Borgarfirði, Klapparholt. Einnig hefur sjóðurinn tekið á leigu íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Framboð á sumrin er meira því sjóðurinn tekur hús á leigu yfir sumartímann. Orlofshúsin eru mjög vel nýtt að sumri jafnt sem vetri.

Bókunarvefur Í maí 2016 tók Orlofssjóður VFÍ í notkun nýjan bókunarvef fyrir orlofshúsin. Orlofsvefurinn er mjög aðgengilegur og auðvelt að skoða lausa orlofskosti og bóka. Leiðbeiningar eru á vef VFÍ.


Mynd: Ómar Runólfsson

Við erum monthanar! 60 ára, síung og höfum

verið framúrskarandi fyrirtæki í fjölda ára!

Við tökum daginn snemma, komum hlutunum í verk, setjumst svo á montprik og dáumst að dagsverkinu. Og næsti dagur verður alveg eins.

VERKFRÆÐISTOFA


NÝSKÖPUN

SPRETTUR ÚR SAMSTARFI

Hjá okkur vinna 138 verk- og tæknifræðingar. Við erum stolt af okkar fagfólki. Saman leysum við sköpunarkraftinn úr læðingi og skilum matvælaiðnaðinum auknum verðmætum.

marel.is

FÆRNI | FRUMKVÆÐI | FAGMENNSKA

Við breytum vilja í verk

ISO 9001

OHSAS 18001

FM 512106

OHS 606809

Quality Management

Íslenskir aðalverktakar hf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 | iav.is

Occupational Health and Safety Management


Alhliða byggingaplatan Útlit Viroc klæðningarinnar er sígilt sjónsteypu útlit með náttúrulegum blæbrigðum. Hentar vel fyrir Íslenskar aðstæður Umhverfisvænt eldþolið efni í flokki 1. Fjölmargir notkunarmöguleikar.

Nýtt !

Nú eru fáanlegir 6 litir í VIROC Ljósgrátt, Koksgrátt, Krem hvítt, Terracotta rautt, Gult og Ocher gult. Þykkt: 10, 12, 16 og 19mm Plötustærð: 1200 x 2600 mm Aðrar stærðir og þykktir fáanlegar

Byggingavöruverslun

Þ. ÞORGRÍMSSON & CO

Traust fyrirtæki í yfir 70 ár


Verkís er öflugt og framsækið ráðgjafarfyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum verkfræði. Reynsla og þekking skilar sér til viðskiptavina í traustri og faglegri ráðgjöf og fjölbreyttum lausnum.


Íslenskt ál um allan heim Tæp 2% af öllu áli sem er framleitt á jörðinni koma frá Íslandi. Álið okkar ferðast heiminn á enda og kemur aftur sem snjallsími eða sportbíll, gosdós eða húsbúnaður. Við pökkum heilu húsunum í ál, en líka lyfjum og tyggjói og afgangnum af kvöldmatnum. Með hreinni orku og fyrsta flokks framleiðsluaðferðum verður íslenskt ál það umhverfisvænasta sem völ er á í heiminum – og svo má endurvinna það nánast endalaust.

nordural.is

Profile for Verkfræðingafélag Íslands

Verktækni Tímarit VFÍ  

Verktækni Tímarit Verkfræðingafélags Íslands. (The Icelandic Journal of Engineering).

Verktækni Tímarit VFÍ  

Verktækni Tímarit Verkfræðingafélags Íslands. (The Icelandic Journal of Engineering).

Profile for vfi1912
Advertisement