3 minute read

Westfjord Adventures

Westfjords Adventures býður upp á fjölbreytta ferðaþjónustu og afþreyingu á sunnanverðum Vestfjörðum, svæði sem þekkt er fyrir stórbrotna náttúrufegurð og gullfallegt umhverfi.

Boðið er upp á jeppaferðir með leiðsögn á hið glæsilega Látrabjarg, Rauðasand, Dynjandisfoss og fleiri fallega staði, t.d Keflavík, Kollsvík og inn í Selárdal. Jafnframt býður fyrirtækið upp á gönguferðir og fjallgöngur með leiðsögn og fugla- og selaskoðun í nærliggjandi fjörðum.

Advertisement

Þá er hægt að leigja fjallahjól og bíla fyrir þá ferðalanga sem vilja njóta augnabliksins á eigin spýtur. Sömuleiðis er hægt að leigja kajak og róðrabretti (e. SUP).

Westfjords Adventures leggur áherslu á að sníða hverja ferð að áhugasviði ferðalangsins enleiðsögumennirnir eru þaulvanir og öllum hnútum kunnugir á svæðinu. Hingað koma náttúruunnendur, ljósmyndarar, fuglaog dýralífsáhorfendur, göngufólk, þeir sem sækja í spennu og þeir sem vilja eingöngu njóta og anda að sér ró óspilltrar náttúru.

Hægt er að hefja ferðina á Patreksfirði þar sem fyrirtæki hefur aðsetur en einnig býður Westfjords Adventures upp á þann möguleika að hefja ferðina á flugvellinum á Bíldudal, en þangað er flogið 6 daga vikunnar, eða hvar sem er á landinu. Þá sjá þau um að bóka gistingu og annað sem þarf til að gera ferðina ógleymanlega. Fyrirtækið getur tekið á móti einstaklingum og hópum af öllum stærðum og gerðum.

Vinsældir gönguferða hafa verið að aukast en á sunnaverðum Vestfjörðum má finna ótal margar gönguleiðir svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrirtækið hefur verið að taka að sér skipulagningu á gönguferðum fyrir alls konar gönguhópa sem koma á Vestfirði og sjá þá um skipulagninguna frá A-Ö. Það eina sem þú þarft að gera er að koma og njóta þess að ganga í fallegu umhverfi með góðu fólki og frábærum leiðsögumönnum.

Þar að auki er boðið upp á daglegar ferðir á Látrabjarg, Selárdalsheiði, Sandsheiði, Lambeyrarháls, Keflavík og Rauðasand.

Hér má lesa um nokkrar af vinsælustu ferðir Westfjord Adventures:

Vá-ferðin (Wow Tour)

Rauðasandur er sjálfsagt frægasta strönd Vestfjarða með rauðlituðum sandi sem afmarkast af svörtum klettum og bláum sjó. Friðsæld Rauðasands og þekking reyndra leiðsögumanna munu skapa frábærar minningar.

Ferðin hefst á skrifstofu Westfjords Adventures að Þórsgötu 8a, 450 Patreksfirði. Þar fá allir hjól, hjálm og annan búnað áður en lagt er í hann. Á meðan ferðinni stendur er stoppað reglulega á góðum stöðum þar sem ferðalangar geta notið þess að skoða náttúruna, stálskipið Garðar BA, fuglalífið og hlustað á sögur leiðsögumannsins sem leiðir hópinn. Hjólað er yfir Skersfjall, þaðan er hægt að njóta magnaðs útsýnis – svo sannarlega VÁ augnablik.

Franska kaffihúsið á Rauðasandi tekur svo á móti gestum með kaffi- eða súkkulaðibolla og hefðbundinni íslenskri vöfflu. Á veröndinni er hægt að njóta útsýnisins yfir sandinn.

Eftir kærkomna hvíld geta ferða-langarnir tekið vel á með því að hjóla aftur upp bratta brekkuna en bíll á vegum fyrirtækisins getur einnig flutt fólk aftur til Patreksfjarðar.

Hið glæsta Vestur (The Grand West)

Í þessari ferð er farið á Látrabjarg, eitt stærsta fuglabjarg Evrópu og vestasta punkt Íslands.

Látrabjarg er sömuleiðis ein stærsta sjófuglabyggð í norðanverðu Atlantshafi og þar hefur löngum verið vinsælt að mynda lunda. Þar má njóta ótrúlegs fuglalífs en þarna verpa um tíu sjófuglategundir, algengastar eru álka, langvía, stuttnefja, rita, fýll og lundi. Að ganga á bjargið með leiðsögumanni og njóta tignarlegs og óspillts íslensks landslags er ógleymanlegt ævintýri.

Stoppað er á Minjasafninu á Hnjóti en þar er hægt að læra allt um það hvernig heimamenn bjuggu í gamla daga og hvernig þeir nýttu fuglabjargið. Að lokum er farið niður á Rauðasand en þar kemur fyrir að hafernir sjást á flugi.

Perlur Vestfjarða (Pearls of the Westfjords) Í þessari ferð fer leiðsögumaður með fólk í jeppa um grófar og ómalbikaðar slóðir Vestfjarða og segir sögur og skemmtilegar staðreyndir um sunnanverða Vestfirði. Að auki við allt sem gert er og skoðað í Hinu glæsta vestri (Grand West) er farið niður í Keflavík en þegar ekið er óslétta brautina í átt að Keflavík er stórkostlegt útsýni yfir Rauðasand, Breiðavík og Látrabjarg. Ferðalangar líkja upplifunin sinni við að þetta sé eins og að keyra á tunglinu áður en komið er inn í þessa fallegu vík sem Keflavík er.

Sömuleiðis er farið til Kollsvíkur en brattur og grófur vegurinn til Kollsvíkur liggur hátt yfir sjávarmáli og veitir spennandi akstur og stórbrotið útsýni yfir Hænuvík og minni Patreksfjarðar og Tálknafjarðar.

Þessi ferð er fyrir þá sem vilja sjá og upplifa sem mest af því sem sunnanverðir Vestfirðir hafa upp á að bjóða og er svo sannarlega ferð sem enginn gleymir.

This article is from: