
1 minute read
Íslenskt lambakjöt
Lambakjöt er uppáhald flestra Íslendinga á grillið, enda hollt og einstaklega bragðgott. Þegar við grillum lamb eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga. Almennt þarf grillið auðvitað að vera hreint, burstað vandlega eftir síðustu eldun og öll áhöld þurfa að vera hrein. Stærð og hitastig grilla er afar mismunandi eftir tegundum, afli og aðstæðum, t.d. veðri og vindum. Gerið ráðstafanir í samræmi við það magn sem á að grilla hverju sinni og þau tæki sem þið eigið.
Bitar eins og hryggvöðva „fillet“ og framhryggs „rib eye” eru bestir við medium eldun því þetta eru afar meyrir bitar. Bógurinn er tilvalinn í hægeldun í nokkra klukkutíma þar sem má bæta við reykingu í lokin, jafnvel fullelda bóginn í ofni og ljúka eldun síðasta hálftímann á grillinu, rífa svo fulleldað kjötið af beininu. Passið vel að brenna ekki bita með mikilli fitu, oft er best að brúna þá vel á góðum hita fyrst og færa síðan til hliðar í svokallaða óbeina eldun (þá er ekki eldur beint undir hráefninu) loka grillinu og ljúka þannig við eldunina.
Advertisement
Aðalráðleggingin er að allir ættu að eiga digital kjöthitamæli sem eru tiltölulega ódýr tæki til að tryggja rétt kjarnhitastig. Þannig tryggjum við bestu mögulegu útkomu, látum uppáhalds hráefnið skína og spörum í leiðinni, því mistökin geta reynst afar dýr við eldun á hágæða hráefni. Notum þess vegna hitamæla við eldun á kjöti og fiski hvort sem er við grillið eða í eldhúsinu.
Uppskriftir að einföldum lambakjötsréttum og ýmis ráð í eldhúsinu má finna á www.islensktlambakjot.is
Fyrir 2