Menntaskólatíðindi

Page 1


Ritstjórn Arngrímur Einarsson Guðmundur Kristinn Lee Halldór Kári Sigurðarson Herdís Hergeirsdóttir Páll Ársæll Hafstað Sara Högnadóttir Hönnun og umbrot Elín Edda Þorsteinsdóttir elinedda.com Markaðsnefnd Alexander Ísak Sigurðsson Elvar Wang Atlason Hólmfríður Benediktsdóttir Karvel Schram Sólveig María Gunnarsdóttir

þakkir

2

Prentun Ísafoldar prentsmiðja Upplag 600 eintök Ábyrgðarmaður Sigmar Aron Ómarsson Fyrirsæta Alex Kári Ívarsson Teikningar Elín Edda Þorsteinsdóttir

Þakkir Andri Páll Alfreðsson Anna Steinunn Ingólfsdóttir Atli Pálsson Ágúst Páll Haraldsson Daníel Hákon Friðgeirsson Hergeir Einarsson Hjallaland 31 Jóhann Ragnarsson Jón Hlöðver Friðriksson Jón Tómas Jónsson Orri Matthías Haraldsson Pálína Hallgrímsdóttir Sigurður Bjartmar Magnússon Stefán Gunnlaugur Jónsson Stefán Páll Sturluson Teitur Helgi Skúlason Þórður Atlason


4 ávarp inspectors 5 ávarp ritstjórnar 6 busaball 7 pikköpp línur 8-9 skólafélagsstjórn 10-11 undirfélög og embætti 12-13 oppia suomea! 14-15 frægir finnar 16-17 busaviðtöl 18-19 tónleikar 20-21vinnandi MR-ingar 22-23 sumarferðin 25 10 leiðir til að auka spaðastatus 26-27 marokkó 28 heitt og kalt 29 skologram 30-31 jón og almúginn 3


Kæru MR-ingar! Fimmtudaginn 21. ágúst síðastliðinn var Menntaskólinn í Reykjavík settur í 169 skipti við hátíðlega athöfn. Vera ykkar í skólanum í dag er einmitt bein afleiðing af því. Hvort sem þið eruð að upplifa hana í fyrsta skipti eða hafið verið hér áður, býð ég ykkur hjartanlega velkomin. Framundan er enn eitt skólaárið með öllum þeim áskorunum sem og skemmtilegheitum sem því fylgir. Ég hvet ykkur til að taka virkan þátt í félagslífinu, enda finnst ekki betri leið til að kynnast nýju og spennandi fólki. Þátttaka í félagslífinu léttir líka lundina í skammdeginu og lífgar upp á tilveruna. Skólafélagið og undirfélög þess spanna mjög vítt svið og allir ættu því að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Með samvinnu og jákvæðni getum við gert þetta skólaár að því besta í manna minnum. Ég veit ekki með ykkur, en ég hlakka mikið til!

4

Sigmar Aron Ómarson inspector scholae


Kæru MR-ingar og busabörn. Eftir langa, blauta bið er skólinn loksins hafinn að nýju. Við höfum unnið hörðum höndum og fótum í allt sumar við gerð þessa íturvaxna blaðs. Okkar eina markmið er að vera ykkur sem ljós í myrkri og auðvitað á sama tíma vísa ykkur veginn í leitinni að ykkar innra sjálfi. Hlaupið hratt á gleðinnar göngum og munið að betri er einn mávur í hendi en þrír busar í skógi. Reyndar væri hálfur mávur í klofi betri en fimmtán busar í Brimborg ef út í það er farið. Hvað sem því líður viljum við bjóða alla (ekki busa samt) hjartanlega velkomna í skólann og við hlökkum til að skaffa ykkur lesefni enda skortur á góðum bókmenntum í þessum lítilfjörlega heimi. Kv. Menntaskólatíðindi

5


Nú er komið að því kæru MR-ingar, busaballið er alveg að bresta á! En þar sem busaballið er rave-ball þurfum við að fara yfir nokkur atriði til að forðast allan misskilning. Sumir hafa aldrei farið á raveball áður og gætu því lent í obbabobba nokkrum klukkustundum áður en ballið hefst. Viðkomandi busi áttar sig á síðustu stundu á því að hann veit ekkert hverju hann á að klæðast og hefur gleymt þeim hlutum sem eru bráðnauðsynlegir fyrir þetta ball. Reynslusaga Halldórs af busaballinu þegar hann var í 3. bekk: Ég fór á busaball MR um árið. Var búinn að kaupa mér ný jakkaföt í Debenhams enda ekki á hverjum degi sem maður fer á sitt fyrsta menntaskólaball. Ótrúlega spenntur og gelaður í drasl valhoppaði ég út í bíl. Mamma skutlaði mér upp í Kópavog þar sem við höfðum fengið boð í fyrirteiti sjöttubekkinga. Þegar þangað var komið blasti við mér sólbrúnt fólk, klætt hvítum lökum og skreytt neonljósum. Þá fór ég að velta fyrir mér hvort ég væri á réttum stað. Hringdi í Ragnar bekkjabróður til þess að fá staðfestingu á staðsetningunni. Hann spurði hvort ég væri ekki búinn að ,,reiva mig í gang’’. Þá fóru að renna á mig tvær grímur. Hvað var eiginlega þetta ,,rave’’ sem allir voru að tala um?

6

Hvað skal kaupa? • GLOWSTICKS eru algjörlega bráðnauðsynleg!! Kauptu þau tímanlega því þau verða að öllum líkindum uppseld 3-4 dögum fyrir ballið. Hverju á að klæðast? • Stutta svarið er að klæðast einhverju hvítu en það eru þó takmarkanir. ALLS EKKI vera í hvítri skyrtu eða einhverju því um líkt. Þetta er rave-ball og því er langbest að vera í hlýrabol eða stuttermabol. Bolaval fer eftir smekk hvers og eins en hvítir bolir eru skemmtilegir vegna þess að þeir koma flippaðslega vel út í blacklightinu. • Ef þú ert í hvítum klæðnaði skaltu útvega þér neonmálningu og smyrja henni vel yfir þig. Þá verður þú good to go! • Passaðu að vera ekki í dýrum fötum, þetta ball endar oft skrautlega. • Skærir skór eru málið, s.s. hlaupaskór. Hvað er bannað? • Það er stranglega bannað að vera í jakkafötum! Þau ganga bara ekki upp á svona balli, punktur. Árshátíð Skólafélagsins er í október svo best er að geyma 200.000 króna BOSS jakkafötin uppi í skáp svo þau eyðileggist ekki. • Allt sem er svart. • Að fara ekki í sleik. • Spariskór. • Gallabuxur.


Þegar kemur að því að næla sér í maka er eins gott að vera vel upplýstur um hvað virkar og hvað virkar ekki. Hér er brot af því besta sem viðgengst á göngum Menntaskólans nú um mundir. Þess ber að geta að allar þessar línur virka í 100% tilfella. Frekar fínt.

Afsakið, ég týndi símanúmerinu mínu, gætiru nokkuð lánað mér þitt? Geturu geymt símann minn, því það er ekkert pláss í buxunum mínum lengur. Hæ, ég heiti Gissur Atli.

Má ég taka mynd af þér því þú ert svo svakalega mynda-rleg. Þú ert eins og vasareiknir í stærðfræðiprófi… ómissandi. Var amma þín að deyja? Því ég er að flagga í hálfa. Koddí sleik (mjög áhrifaríkt). Þú ert eins og pastasalatið í Kakólandi, mig langar bara að éta þig!

Er það bara ég eða er ég ótrúlega getnaðarlegur? 7


Inspector scholae Innspektor skóle er forseti Skólafélagsins og ber einfaldlega ábyrgð á allri starfsemi Skólafélagsins. Hann hefur sæti í Skólaráði og situr í 6. bekk.

Að þessu sinni gegnir Sigmar Aron Ómarsson þessu veigamikla hlutverki eins og allir (líka busar) ættu að vita. Sigmar er betur þekktur undir nafninu Seifur og stjórnar veðrinu sem og Menntaskólanum í Reykjavík. Þegar hann er búinn að hlaða eldingarnar sínar þá er hreinlega ekkert sem getur stoppað hann. Ljóst er að Menntaskólinn í Reykjavík stefnir inn í nýtt gullaldarskeið með Sigmar við stjórnvölinn.

8

Scriba scholaris Skrípa skólaris er ritari og varaforseti Skólafélagsins. Scriba sér um útgáfu skólaskírteina og Morkinskinnu auk þess að hafa yfirumsjón með öllu auglýsingastarfi Skólafélagsins.

Ásthildur Emma er Scriba Menntaskólans í Reykjavík. Vinir hennar kalla hana Afródítu enda er hún gædd öllum eignileikum hennar. Ef fólk fellur ekki fyrir töfrandi brosinu þá er allavega ekki hægt að líta framhjá gullnu hári hennar en það hefur hreppt margan drenginn.


Collegae (2) Kollegurnar eru tvær og eru meðstjórnendur Skólafélagsins. Þær sjá um Söngkeppni Skólafélagsins, ýmsa viðburði í Cösu og allt hitt sem þú heldur að þær geri.

Eros (Emil Örn) er magnaður konfektmoli. Eros er kunnasti afkomandi Afródítu enda er hans helsta áhugamál ást. Þetta ljóshærða goð hlífir engum við ástarörvum sínum og hafa stelpur elt hann á röndum allt hans líf.

Hanna María eða Aþena eins og við kjósum að kalla hana er gyðja visku og snilli. Hún er gleðikona mikil (mjög glöð kona) og vinur vina sinna. Hún er kremið á kökuna í þessari stjórn og á eftir að sýna okkur öllum afhverju það er stytta af henni við Íþöku.

Quaestor scholaris Kvestor skólaris er gjaldkeri Skólafélagsins og sér um öll peningamál þess.

Hermes eða Karl Ólafur, eins og

Rómverjar kölluðu hann til forna, er guð kaupmanna með réttu enda óprúttinn í viðskiptum. Hann heldur fjárhirslum Menntaskólans fullum og menntskælingum glöðum. Frekar fínt.

9


Inspector platearum Er nörd sem mætir alltaf á réttum tíma og hringir bjöllunni.

Íþróttaráð Eina fólkið í MR sem fær sér ekki kaffi og sígó í morgunmat. Þau hlæja heldur ekki að íþróttum.

Inspector instrumentorum Hún/hann þarf að heita Rakel og sér um leiktækin í Cösu.

Forseti Ferðafélagsins Fær að fara í embó.

Skólaráðsfulltrúi Drekkur te með rektor og konrektor á þriðjudögum.

Skólanefndarfulltrúi Vildi óska þess að hann væri skólaráðsfulltrúi.

Forseti Listafélagsins Fer með stjórn Listafélagsins. Listafélagið á að efla listræna starfsemi í skólanum og skipuleggur t.d. listaviku. Þetta er bara svona týpískt MH embætti. 10

Eques scholae Stjórnar umferðinni á nemendabílastæðinu og hvetur fólk til þess að koma ríðandi á hestum í skólann.

Ljósmyndafélagið Í stjórn Ljósmyndafélgsins sitja þrír einstaklingar. Þeir vinna alltaf í edrúpottinum og taka myndir af ballsleikum.

Ritnefnd Menntaskólatíðinda Einhver leeeeedjends!


Bingó Sér um gerð dramaþáttanna Bingó sem fjalla um erfitt líf MR-inga.

Félagsheimilisnefnd Sér um veitingasölu sem nefnist Kakóland og er hún staðsett í Cösukjallara. Allir í nefndinni eru sígaunar sem reyna að svindla á þér og selja vörur á “student price”. Best er að prútta upphaflegt verð um helming áður en greitt er.

Ritnefnd Vetrar Ritnefnd var mjög virk fyrir jarðskjálftann 17. júní árið 2000. Hafa ekki náð fótfestu eftir það líkt og Geysir.

Leiknefnd Skipuleggur og setur upp Herranótt, hinn árlega skólaleik nemenda. Sýningarnar eru oftast fjölskylduvænar og með léttu yfirbragði, t.d. hafa leikrit á borð við Kalla á þakinu, Línu Langsokk og Dýrin í Hálsaskógi verið sýnd.

Myndbandsnefnd Er mjög virk á Youtube og henni er skylt að hlaða inn a.m.k. einu “funny cats” myndbandi á viku.

Auglýsinganefnd Hún lýsir upp í augu MR-inga þegar þeir eru að sofna í tímum.

Lagatúlkunarnefnd Greinir ekki rapptexta heldur sker úr um ágreiningsefni tengd lögum Skólafélagsins. Sveinn Andri gengdi þessu embætti á sínum tíma. Sjáðu hvar hann er í dag.

Skemmtinefnd Skipuleggur bestu 14+ böllin í samstarfi við Auðunn Blöndal og DJ Óla Geir.

Ritnefnd Skólablaðsins Skinfaxa Hún hefur allt árið til þess að gefa út eitt blað svo það er mikil pressa á nefndinni. 11


Nú hafa flestir sem lesa þessa grein lært dönsku í að minnsta kosti 4 ár. Nemendur í 5. og 6. bekk hafa spísað og snakkað í 6 ár, sumir eru með stúdentspróf í faginu en aðrir ekki (Huki). Þeir sem eru ekki með stúdentspróf í dönsku munu aldrei geta talað við alla dönsku konungana og kaupmennina sem völsuðu hér um landið back in the dayz. Heldur ekki stúdentar í dönsku. Hvers vegna lærum við ekki eitthvað gagnlegt? Nú er tími til kominn að hressa upp á námsskrána og henda úreltu dönskunni út fyrir miklu gagnlegra, skemmtilegra og fallegra tungumál… Finnskuna! Hægt og rólega mun finnskukennslan steypa dönskukennslunni af stóli en til þess að koma þessari framkvæmd af stað höfum við fengið Orra Matthías, nemanda í 6.bekk, sem talar reiprennandi finnsku til þess að gefa okkur nasasjón af þessu magnaða tungumáli og fræða okkur um þúsundvatnalandið sjálft. Þess má geta að á næsta ári mun MR bjóða upp á finnskuval og hefur Orri verið fenginn til þess að kenna.

12 14


Að telja á finnsku:

Nolla Yksi Kaksi Kolme Neljä Viisi Kuusi Seitsemän Kahdeksan Yhdeksän Kymmenen

Núll Einn Tveir Þrír Fjórir Fimm Sex Sjö Átta Níu Tíu

Pikköpplínur: Olet niin kuuma, että en tarvitse mitään lokit lämmetä minun sauna Þú ert svo heit að ég þarf ekki við til að kynda saununa mína Mukava kengät. Haluatko vittua? Flottir skór. Viltu ríða? Tunnenko sinut? Syy näytät paljon kuin minun seuraava tyttöystävä. Þekki ég þig? Því þú lítur út eins og nýja kærastan mín. Finnskir frasar: Hyvää päivänjatkoa = Góðan daginn Mikä teidän nimenne on? = Hvað heitir þú? Hauska tavata = Gaman að kynnast þér Minä rakastan sinua = Ég elska þig Hyvää syntymäpäivää = Til hamingju með afmælið Voinko käydä vessassa = Má ég fara á klósettið? Skemmtileg finnsk orð: Tervetuloa = Velkomin Pikkutekijä = Olut Silmä = Auga Kulma = Brún Silmäkulma = Augnbrún Nauraa = Hlæja Kyllä = Já Ei = Nei Kippis = Skál Skemmtilegar staðreyndir: Það eru 2,2 milljón saunur í Finnlandi Það eru engir tíkallasímar í Finnlandi Það eru 188 þúsund stöðuvötn í Finnlandi Big Mac kostar 647 íslenskar krónur í Finnlandi Helsta útflutningsvara Finnlands er v***a (sterkt vatn) og þunglyndi

13


Raikkonen kann að keyra. Hann klessti samt bílinn sinn um daginn. Skítur skeður. Pekka Luodeslampi er forsætisráðherra Finnlands og skemmtikraftur. Hann er Finnland.

Darude þeytir skífum, samt bara um helgar. Á virkum dögum er hann leikskólakennari. Hann á kanínu og stundar skíðagöngu af kappi.

Skuggi

hárgreiðslustofa 14

Hverfisgötu 37, 101 Reykjavík sími: 571 4420

Mr. Lordi fór til Mallorca í fyrra.


15


Nafn: Breki Jóelsson Bekkur: 3. D Gælunafn: Bebbi, Bebbi Cool. Hjúskaparstaða: Ég er til í, til í, til í allt, til í allt. s: 861-6408. Hvað gerðir þú í sumar? Ég var ótrúlega duglegur í unglingavinnunni, spilaði fótbolta, fór holu í höggi og gerði bara allt sem svona spaða legend gera sko. Lýstu þér í tveimur orðum: Ágætlega fínn. Afhverju MR? Bara elta vinina sko, spaðar þurfa á crewinu sínu að halda. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Besti geimfarinn. Áttu einhverja vini í Versló? Já einn, hann er samt frekar glataður...erum samt eiginlega ekki vinir.

Nafn: Viktoría Sif Haraldsdóttir Bekkur: 3. I Gælunafn: Stikký Vikký. Hjúskaparstaða: Laus og liðug ;) mjáw s: 867-1710. Hvaða target ertu með? Bara allir sem eru í tóga. Hvað gerðir þú í sumar? Þegar ég var ekki í sveitinni að strokka smjör þá var ég bara upptekin við að halda hjólum atvinnulífsins gangandi í Bónus, skom. Af hverju valdir þú MR? Það er bara einn skóli á landinu, duuuhhh. Lýstu sjálfum þér í tveimur orðum: Ömmm...já já (3 orð). Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Framapotari! 16


Nafn: Daníel Breki Bárðarson Bekkur: 3. E Gælunafn: Danni Súkkó eða Danní Rave. Hjúskaparstaða: Single eins og ég vil hafa það. Hvað gerðir þú í sumar? Kallinn var að moka inn monnís á fótboltanámskeiði HK. Af hverju valdir þú MR? YOLO Lýstu sjálfum þér í tveimur orðum: Smávaxinn, þrjóskur. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Spekingur Hvað finnst þér um Vessló? Staður til að geyma pabbastráka sem hafa villst af beinu brautinni.

Nafn: Anna Margrét Stefánsdóttir Bekkur: 3. C Gælunafn: Anna Egó. Hjúskaparstaða: Single Lady híhíhí. Hvað gerðir þú í sumar? Ég var bara að dansa ballett í Korninu. Af hverju valdir þú MR? Til að verða ótrúlega vinsæl. #Framapotarinr1. Lýstu sjálfum þér í tveimur orðum: Mjög merkileg (hennar eigin orð). Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Færasti heilaskurðlæknir í heiminum. Viltu segja eitthvað að lokum? Já ég vil bara láta alla vita af því að ég mæti á busaballið...call me maybe baby s: 899-2660.

17


Vopnuð húfu og lopapeysu hélt ég í Laugardalinn. Helgin skyldi helgast af heimsklassa tónlist og nætursól, eða svo sagði allavega í auglýsingunni. Drunurnar fóru að berast úr þónokkurri fjarlægð frá svæðinu. Þegar armbandi hafði verið þrengt á úlnliðinn gat ballið hafist. Tónleikasvæðið var glæsilega skreytt í stíl norrænnar goðafræði en þó allt innan fagurfræðilegra marka. Á miðju svæðinu stóð fagurbleikur Askur Yggdrasils framan við barinn, Óminnishegrann. Nóg var af dúnka dúnka þetta kvöld, Woodkid, Disclosure og fleira fjör. Loks var endað í skautahöllinni, sem hafði fengið nafnið Hel, og dansað fram á rauða nótt. Ekki að það hafi borið á neinum kvöldroða samt. Það var bara svona ,,ekkert veður”. Reykingalykt af lopapeysunni, vöfflusúkkulaði í gallabuxunum og skórnir útataðir í drullu. Nújæja, ekkert væl. Nýr dagur, fleiri tónleikar og meira tjútt framundan. Útbúnaður dagsins var því gúmmítúttur. Laugardagseftirmiðdagur einkenndist af frábærum íslenskum listamönnum; Amaba Dama, Sísý Ey, Mammút, Ojba Rasta og svo lengi mætti telja. Þá voru menn komnir í rétta gírinn fyrir kvöldið. Eftir nokkrar óskemmtilegar ferðir á missnyrtilega kamra svæðisins var komið að erlendu listamönnum kvöldsins. Banks og Massive Attack buðu uppá mikla sýningu á stóra sviðinu. Þá færðist fjörið enn á ný í helvíti þar sem Jamie Jones þeytti skífum fram á morgun.

Gönguferðin heim var afar erfið þó stutt væri enda margra tíma tjútt í gúmmítúttum ekki ráðlegt.

Sunnudagur genginn í garð. Mikinn viljastyrk þurfti til að yfirgefa rúmið. Eftir staðgóðan hádegisverð var lagt af stað. Skyggnst inn í áhugaverðan hugarheim Steinunnar Eldflaugar. Það var góð byrjun á deginum. Stemmningin á svæðinu var frekar afslöppuð framan af. Það átti eftir að breytast og rappið taka öll völd. Fljótlega fóru bucket hattarnir svokölluðu að skjóta upp kollinum á kollum hátíðargesta. Það var greinilegt að eitthvað lá í loftinu. Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti og Rottweiler komu fjöldanum í gott stuð. Erlendir tónleikagestir virtust þó frekar ringlaðir yfir látunum. Næstur var hálfber Gísli Pálmi og loks lokaði hattaprúður Schoolboy Q hátíðinni með tilheyrandi mannfjölda brimi. Ég var ekki svikin um kvöldsólina þetta kvöldið. Þessi 14 mínútna sólarglenna setti sannarlega punktinn yfir i-ið á þessari stórskemmtilegu hátíð.

18


Þann 10. júlí hófst þriggja daga fjör. All Tomorrow’s Parties eða einfaldlega ATP er tónlistarhátíð sem haldin var í Keflavík 10.-12. júlí. Stíll hátíðarinnar er frábrugðinn öðrum. Þetta er sætt, lítið, persónulegt og í Keflavík. Við könnumst öll við þessa tilfinningu sem maður fær á stórum tónlistarhátíðum; leitað í bakpokum, allt skipulagt, ópersónulegt og mikil gæsla. Á ATP voru öryggisverðirnir tveir við innganginn fyrsta daginn og báðir hressir karlar sem grínuðust í manni, þeir spurðu mann hvort maður hefði eitthvað í pokunum sem ætti ekki að vera þar og ef neitað var fékk maður bros frá þeim og inngöngu. Hátíðin státaði nokkrum stórum nöfnum, Portishead, Interpol, Mogwai, Ólafi Arnalds og fleirum. Veðrið var slæmt fyrstu tvo dagana en það var fínt, það setti sinn svip á hátíðina. Tónlistin var frábær, allt frá noise upp í post-rock. Ólafur Arnalds spilaði í Hljómahöllinni fyrir hátíðina. Sænska krútthljómsveitin I Break Horses kom einnig fram, hún er í miklu uppáhaldi hjá mér og var skemmtilegt að sjá þau loksins live. Ég fer að sjálfsögðu á næsta ári og vonast eftir hellidembu enn á ný. Gef þessari hátíð 8,5/10, great but not good. -Sigurður Bjartmar Magnússon

Ég fékk gefins miða… fór ekki. Hefði samt örugglega verið ágætt. -Jón Hlöðver 19


Fullt nafn og bekkur: Teitur Helgi Skúlason, 5.M. Starfstaða: Þúsundþjalasmiður í Byko. Hversu lengi hefur þú unnið þar? Rúm tvö ár eða síðan í júlí 2012. Best við vinnuna? “Fékk að horfa á Frozen 7 sinnum á dag í sumar þar sem Elko er í sama húsi”. Leiðinlegast við vinnuna? “Sama og besta.’’ + vörutalningar í skrúfudeildinni. Hvernig myndir þú lýsa vinnunni? Búðu betur. Borgaðu minna. Aðstoða fólk við að kaupa málningu og fleira. Uppáhalds samstarfsmaður? (og afhverju) Bragi Þór Sigurðsson kvenskælingur (oft kallaður Úlfurinn í Byko) og

ég erum gott teymi. Hvað er það versta sem hefur gerst í vinnunni? Síðustu helgi missti ég lítra af málningu yfir lyklaborðið á málningarbarnum og þurfti að þrífa það þannig að ég skolaði það í vaskinum inni í lager og svo var það ónýtt. Það var frekar leim.

Fullt nafn og bekkur: Jón Hlöðver Friðriksson og Jóhann Ragnarsson, 6.S. Starfstaða: J: Efnafæðingar, heimafæðingar og allskonar þannig. ;--) Hversu lengi hafið þið unnið þar? J: Við lítum ekki á þetta sem vinnu heldur ævistarf sem rétt er að hefjast og munum því ekki skilgreina þetta út frá því afstæða hugtaki sem tíminn er. Best við vinnuna? J: Þegar við fengum að fara til Víetnam að hitta litla fólkið sem býr það. Leiðinlegast við vinnuna? J: Þegar við þurftum að fara út til Víetnam og hitta alla útlendingana. Hvernig mynduð þið lýsa vinnunni? J: Við mættum þangað, drukkum kaffi til að sofna ekki, lærðum, gerðum tilraunir, gerðum matarblogg og magaæfingar. Uppáhalds samstarfsmaður? (og af hverju) J&J: Már Björgvinsson vegna ómótstæðilegs bossa og ágætis persónuleika (samt aðallega útaf bossanum). Eigið þið góða vinnusögu? J: Þegar við höfðum smakkdag á labbinu og enduðum öll upp á spítala heheheh, crazy times heheheheh. Hvað er það versta sem hefur gerst í vinnunni? J: Rækjur, hárplokkandi skópússarar og nördar. Eitthvað að lokum varðandi vinnu ykkar? J: Við lærðum ekkert um hin einu sönnu frumefni. (Eld, Vatn, Jörð og Loft) svo sumarið var algjörlega og gjörsamlega tilgangslaust. Ég hefði líka átt að biðja fólkið sem var að taka myndir af mér út á götu um pening.

20


Fullt nafn og bekkur: Daníel Hákon Friðgeirsson, 4. U. Starfstaða: Uppvaskari á Café Paris. Hversu lengi hefurðu unnið þar? Vann þar í allt sumar. Best við vinnuna? Fjölbreytnin sem fylgir starfinu, stundum vaska ég upp diska og stundum glös, maður veit aldrei hvað gerist næst. Leiðinlegast við vinnuna? Fátt er leiðinlegra en að kveðja þetta gefandi starf í lok dagsins, það nagar mig gjörsamlega að innan að hugsa til alls uppvasksins sem bíður óþreyjufullt eftir hjálparhönd. Hvernig myndir þú lýsa vinnunni? Vinnan er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvað þú færð næst. Uppáhalds samstarfsmaður? Það verður að vera yfirmaðurinn minn Davíð af því við náum svo vel saman. Áttu góða vinnusögu? Eitt kvöldið var óvenjulega lítið að gera en allt í einu kom gamall og lúinn sjóari askvaðandi inn í eldhúsið og snýr sér beint að mér. Ég stóð stjarfur meðan hann predikaði yfir mér fyrir að vaska ekki nógu vel upp, en hann hafði fengið illa þveginn disk. Áður en ég vissi af var hann kominn með burstann á loft að handþvo uppvaskið. Hann vaskaði upp fyrir mig í næstum 20 mínútur meðan hann sagði mér sögur af sjónum og kenndi mér misgóða tækni við að vaska upp. Hvað er það versta sem hefur gerst í vinnunni? Það hlýtur að ver þegar ég braut fullt af diskum fyrsta daginn beint fyrir framan yfirmanninn minn. Eitthvað að lokum varðandi vinnu þína? Fyrir fólk í leit að nýjum ævintýrum og tækifærum mæli ég eindregið með smá uppvaski.

Fullt nafn og bekkur: Ágúst Páll Haraldsson, 6.Y. Starfstaða: Bakari á Eldsmiðjunni, Laugavegi. Hversu lengi hefur þú unnið þar? 2 ár. Best við vinnuna? Fríar pizzur líklega, en það er orðið frekar þreytt. Leiðinlegast við vinnuna? Að þurfa alltaf að koma sér fram og til baka til Hafnarfjarðar. Uppáhalds samstarfsmaður? (og afhverju) Siggisjomli örugglega, því hann hefur ekki mætt á eina vakt án þess að vera freðinn. Reyndar var hann svo rekinn fyrir það. Áttu góða vinnusögu? Mm engin sérstök sem mér dettur í hug, en siggisjomli var einu sinni svo góður á því að hann gleymdi að setja ólífur á allar pizzur sem hann gerði það kvöld sem voru svona 30.

Hvað er það versta sem hefur gerst í vinnunni? Yfirmaðurinn minn stakk sig einu sinni á sprautunál þegar hún var að taka ruslið inni á klósetti. Það var frekar slæmt.

21


„Ég crasha bara einhverstaðar, gamli.“ Alltof seint á laugardeginum 19. júlí pakkaði ég alltof miklu bölvuðu útilegudrasli í alltof litla tösku. Öllu hafurtaskinu var svo troðið í alltof risasmáan Yaris bíl og svo var haldið af stað með nokkrum alltof góðum félögum í eina alltof mjólkaða sumarferð. Ferðinni var heitið á tjaldsvæðið á Þjórsárveri svo allir komu sér þægilega fyrir í sætunum sínum og tónlistin spiluð í botni í von um að enginn mundi nú sofna úr spenningi. Á Hellisheiðinni lentum við á svo þykkum þokuvegg að líklega hefði verið hægt að synda í gegnum hann. Við létum það nú ekki stöðva okkur og sigldum í gegn enda Yarisum flest fært. Á tjaldsæðinu var virkilega vel tekið á móti okkur félögunum. Við komum okkur

fyrir á æðislegum grasbala með útsýni yfir lygnt og virkilega friðsælt vatn. Allt saman var þetta

mjög kósý. Það hefði að minnsta kosti verið það ef 70 óbeislaðir menntskælingar hefðu ekki verið í veginum. Langflestir drifu sig að frussa upp tjöldunum sínum svo mjólkurþambið gæti hafist. Sumir höfðu þó litlar áhyggjur af næturskjóli. „Ég crasha bara einhverstaðar, gamli,“ var setning sem undirritaður heyrði ósjaldan. Hann kom einnig illa út úr þessu, því

22

óboðinn gestur hafði gert sig heimakunnan í bæli hans áður en nóttin var úti. Sá hafði rallað aðeins yfir sig en eins og þið vitið er stranglega bannað að ralla. Partítjaldið var góð viðbót við tjaldsvæðið og var þar spiluð eðaldægurtónlist alla liðlanga nóttina. Bókstaflega linnulaust alla nóttina. Þar var djammað. Þið getið alltaf spurt hæstvirtan forseta vorn ef þið trúið mér ekki. Sögur segja að hann hafi djammað af sér bolinn og vit. Í partítjaldinu var svo hægt að næla sé í allskyns gotterí, svo sem orkudrykki, sælgæti og vatn. Kvöldinu var svo eytt í göngu milli tjaldbúða, heimsóknir í partítjaldið sem og spjall í góðra vina hópi. Ég hef aldrei séð meiri subbuskap og þegar ég gekk framhjá grillinu. Remolaði hafði verið slett yfir óþægilega stórt svæði og tómatsósunni hafði greinilega verið sprautað af ómannlegu afli í allar áttir. Ég ætla ekki einu sinni að byrja á sinnepinu.

Þetta var eins og átakasvæði frönsku byltingarinnar. Hversu

erfitt er að setja steiktan lauk, tómatsósu, remolaði, pulsu og svo sinnep í pulsubrauð án þess að 90% af því endi á jörðinni? Ekki erfitt ef þú spyrð mig. Eldribekkingar fóru yfirleitt frekar snemma að sofa á meðan yngribekkingar


vöktu ívið lengur, aðeins örfáir útvaldir gamlingjar vöktu alla liðlanga nóttina. Þeir buðu þá gestum og gangandi upp á fanta í dós til að fæla í burtu hina alræmdu þynnku. Ónefndur Gissur súkkulaðistrákur var ekki nógu sáttur með djammleti jafnaldra sinna og skellti sér í fótbolta með undirrituðum klukkan sjö á sunnudagsmorguninn. Fólk tíndist smám saman á fætur og hypjaði sig af tjaldsvæðinu áður en

minningar gærkvöldsins læddust upp að þeim. Sjálfur var ég ekkert að drífa mig og naut þess að horfa á litlu lömbin skoppa í burtu eitt af öðru. Að einu skyldustoppi á Búllunni í Selfossi loknu var brunað í bæinn. Þegar á heildina er litið var þetta

ansi viðburðarík og skemmtileg sumarferð að undanskildu örlitlu veseni með utanskólafólk en það er önnur saga. - Stefán Gunnlaugur Jónsson

23


NGU SÉRVALIÐ HRÁEFNI EINGÖ

PREMIUM PIZZUR

Premium pizzur Domino’s verða til þegar pizzubakararnir okkar fara fram úr sjálfum sér, í jákvæðum skilningi, svo úr verða framúrskarandi pizzur. Við fengum listakokkinn Hrefnu Sætran til samstarfs og hún töfraði fram tvær af Premium pizzum okkar, Bröns og Prima. Prófaðu Premium pizzurnar okkar, þær gera góðan matseðil okkar enn fjölbreyttari.

BRÖNS

MEAT DELIGHT

ELDÓRADÓ

PRIMA

Ferskt spínat, úrvals beikonsneiðar, sérvalin steikarpylsa og egg

Úrvals beikonsneiðar, sérvalin steikarpylsa, rjómaostur, piparostur og chiliflögur.

Hvítlaukspizzubotn, hvítlauksolía í stað pizzusósu, rjómaostur, úrvals beikonsneiðar, pepperoni, jalapeno og chiliflögur. Þessi rífur aðeins í.

Pepperoni, safaríkir kirsuberjatómatar, ferskur mozzarella, úrvals beikonsneiðar, basilpestó og svartur pipar.

Samsett af

Hrefnu Sætran

Samsett af

Hrefnu Sætran

WWW.DOMINOS.IS

DOMINO’S APP

SÍMI 58 12345


Ertu þreyttur á því að enginn virði þig viðlits og að allir láti eins og þú sért nobody? Ekki örvænta kæri busi, í MR færð þú tækifæri til þess að byrja upp á nýtt. Það eina sem þú þarft að gera til að þurrka út öll þín vandamál er að fylgja þessum 10 boðorðum Menntaskólatíðinda.

1. Talaðu við alla sem skipta máli, það gæti gagnast þér í framtíðinni (og Skólafélaginu).

2. Vertu örlátur, öllum líkar vel við höfðingja. 3. Notaðu löng og flókin orð, það gerir þig virðulegan. 4. Vertu dularfullur, forvitni er ein af frumhvötum menntskælinga.

5. Ekki hengja þig í smáatriðum, engum líkar vel við upptrekta framapotara.

6. Vertu aldrei með neinum sem er með hærri spaðastatus en þú.

7. Ekki vera bara í einhverjum fötum, ráðfærðu þig við Stefán Gunnlaug (persónulegan stílista MT) en hann er þekktur fyrir að fara hinn gullna meðalveg þegar kemur að fatavali.

8. Ekki láta þig vanta á neina viðburði, þótt þér sé ekki boðið.

9. Farðu á Íþöku, viðvera þín þar lætur þig líta út fyrir að vera metnaðarfullur.

10. Vertu bara þú sjálfur, nema þú sért alveg glataður.

25


Næsta stigs Útskriftarferð “Akkuru fórum við ekki bara til Ibiza?” - Enginn nokkurn tímann Einfalt, eiginlega bara afar einfalt. Marróko ferðin var snilld. – En hvað meinarðu, Þórður? Já nú skal ég segja, það var nefninlega svo fokking piprað flippað gaman að þú ættir á hættu að missa vitið við að heyra söguna, Litli Busalingur. Vegna þessa vil ég biðja lesendur veikra tauga, óléttu, og almenns niðurpepps að yfirgefa blaðið. Lokið því samstundis og einbeitið ykkur að þáttun annars stigs margliðu. Ég er ekki einu sinni að grínast. Sjúsjú. Til að byrja með þá var eitt það skemmtilegasta, nei! Haltu fyrir eyrun, þetta var mergjað piparpepp! Varúð lesendum góðum. Fyrsta kvöldið þegar allir voru byrjaðir að taka úr töskum þá gengur Árni Beinteinn inn í andyri hótelsins og æææ nei veistu, ég bara get ekki sagt þetta. En þið fáið eina aðra góða í staðinn. Eitt kvöldið tölvuvert, lengra inn í ferðina voru allir komnir í rólegri gír og tilbúnir í slökun á ströndinni nema bara hvað þá heldur Karl Ólafur á bananakippu í annarri, brimbretti í hinni og tvo drullusokka fyrir framan sig á annarri hæð hótelsins beint fyrir framan ströndina og, fokk má ekki, ég get ekki skrifað þetta! En okokok ég kem með sögu sem ég get klárað. Jónatan dó. ,,Ekki vera saltaður og pipraðu mökkara, yfir og út.” -Swagmanzer1337 Þakka lesturinn. - Þórður Atlason

26


27


O TWI S X U H PWB O A E OH C O C SMH H C J X X I C C H F I NN L AND C HNH E Y J N F P BMV Z Ð I S Ó J F U S K T D G N U G T H E N WW A E T L E M F E G N E V E FWL U K S F K F YQ C Y I VMS E B U S A S L E I K U RWY N G K ÓU P J K F N Y G X U Z C R F R T I X UN G R E T B T U G G S N P Q L E C V P T P X V G H L K X V L H G S H R T P D V O C B J I S V T D V J L B A K X L M I V K E Q D F NW R E D R I N Y ZMS O B Y K B A T G E T DN T E B T H R S N G R QH E M P ZMG U F Ó Z P J R J P QH K C A Á AMOU V NX D V A F S F G Z P Y Ú P E P P R B B Ð F A B H B N G JWA Z A O A B U O P BW I C R U Y L L R WQ L T P R O Q E B G T Q R Y O Q F Q N K B OÁ A V U C L A V K R XQ L Y T TMD T F F MD U D T T K B K H A S R D F I F ÓO F B Q P TQ P L I H Z U R U L R Y B K P N E U F ÐQQX S N UQ R N X I B WZ S T T R A ÓWU Y G J R E C T F N R D U G S M H J K K I X H S L E H B H P S S O K UMMÖM R L W I Q B O L O V U A I E P C M P M F O K Y T X P V C R U S X D K C T B T F TWR S P U N G H Á R T L V F E S R QN H Y SW Í R QN R Q B M F VWD K G J E J O C S M O Y X G V Ð U Y C T O T W X D S M O MWM Y E N D T S P V WQ I U I O F N J Á L G U R I X WH Z F E L J J I R G E N T T Ú R P S OW R U K I E L S U S Ö N E Q L C W B D X K A K Ó L A N DWN P X U S G D G P DWU Y U O I S Q B J S I M X I WG O C D H D O L D K I W V P L D T K O QW V A K R K U Z L P W V B J Y F U E S B NO L A C C O R A A E H P G V T P QD D T A I T Í Ð A H R I N G U R D H C P QWO X W K R T XQ K E B N E D B X L F P V R E K R V R U K I E L S U S W R J L D G A M P G Y L L I NÆÐ A R K R E M D E MV U Y G J P S P K C O T S OD C N E B S X T U S Y V K YWR N I F M E Ú L F A L D I C F R B V C MZ G DNA L U K I Y N G V I X V J H I OD K N G R H F MQ T G Y H L G E G L Y H P B R T M I B Y O R D J G E E U F H A Q G F W Y D C V U SWN U O T I O J X T

TQT I Y R E Y E D E K G X K E S C C R Y G S O X I V EWJ E H E F E D OU X HH V X L I Y A I P H E K J O ÐÓ G U Y G A S A P E P J O Y C N S U L C E G F MT V K S N C A A A D R U E N A A J F XO T OX S T Ó G D F

P QU U F MN A I X E L D U HN Y P C X D A SQD X K H H P OO R G J A E G NWO U H C S R HQM J T N P T OA V O B T H E G O RMU K K G O S I SM E I K L D S E O F C E P U E O R B I L F G IÆ A K E R L P N K UOU K L D Y RMS Y O I QQU S P I M R E NA T A S G B X I S DO E K I JWE R P E R ÓN Í G QW G X Y K E A S AN P OM NU YMV U U G Y A V S G D K D L L MVM G K L Q R I J QND T I E I ÖN T OX G Y F R H DO Y H F P DQG L U E I P Q I J U QJ J XO C G L P Í P A G T QY T B NMZ

Diese Wörter sind versteckt: menntaskólatíðindi

2

inspectorsleikur

4 satanergóður Menntaskólinn í Reykjavík Sleikur við stjórnarmeðlimi 7 cösusleikur (ekki rapesleik) 10 busasleikur Dominos 13 edrúpottur #skologram Busasleikur 16 naflakusk Saga í 3. bekk 19 busaball Rassaskál 22 punghár Skólafélagið

5

nördasleikur

8

maggifrændi

11

tussufruss

14

pepperóní

17

busablóð

20

stólpípa

23

njálgur

1

28

3

gyllinæðarkrem

6 tíðahringur Veló Lesa jarðfræðibókina 9 sprúttnegri Cösu-dólgar 12 fótsveppur Borða á Íþöku mömmukoss Óhlýðnast15Portner Svara í símann á íþöku 18 finnland Klósettpappír 21 kakóland Framtíðin 24

úlfaldi

25

fjósið

26

sigmar

27

snella

28

hahaha

29

sáðlát

30

prump

31

yngvi

32

pepp

33

casa

34

tóga



Listin við að fylgjast með fólki, þ. e. mannfélagsrýni er gífurlega vanmetin. Það besta við erfiðan og annasaman dag er að setjast á bekk niðri í bæ og fygjast með mannlífinu. Við slíka iðju má fá innsýn inn í líf annarra og aukinn skilning á náunganum. Í daglegu lífi eru gífurlega mörg tilefni til að gera sér glaðan dag og fagna með fjölskyldu og vinum. Brúðkaup, afmæli og öðrum atburðum ber að fagna. Menningarnótt er ein af fjölmörgum hátíðum sem höfuðborgarbúar eru óðir í að sækja, en hvað skal gera á Menningarnótt annað en að sökkva í þann mikla fólksfjölda sem er í bænum. Ég, ævintýrasinninn og þjóðfélagsrýnirinn Jón, fór í leiðangur til að skoða hvað Reykvíkingar gera á Menningarnótt. Mannmergðin var gífurleg, hvert sem ég leit voru helgarpabbar með litlu börnin sín að finna einhverja skemmtun fyrir þau, lítil börn í kandíflossvímu og ungmenni jafnt og fólk á besta aldri á pokafylleríi. Ég labbaði í mestu makindum um miðbæinn, gegnum mannmergðina, í leit að einhvers konar skemmtun.

Mitt fyrsta stopp var Hljómskálagarðurinn þar sem fólk hafði safnast saman til að hlusta á Helga Björnsson lýsa dálæti sínu á rigningu. Það var uppi fótur og fit þegar tónleikunum var lokið, mannfjöldinn hélt í átt að höfninn til að líta á flugeldasýninguna. Ég rétt náði að forða mér út í blómabeð áður en ég varð undir.

Þegar hópur fólks var farinn úr garðinum tók ég eftir að einhverjir krakkar höfðu klifrað í einhvers konar klifurgrind. Ævintýrasinninn ég varð að prófa þetta. Ég byrjaði á að klifra upp í klifurgrindina en þá rann upp fyrir mér hversu lofthræddur ég er. Ég gat ekki hreyft mig af ótta og því þurftu krakkarnir að hjálpa mér niður úr grindinni. Ég væri ekki hér með ykkur án þeirra hjálpar. 30


Dálæti Reykvíkinga á SS pylsum er gríðarlegt og daglega myndast langar raðir við pylsuvagn Bæjarins bestu. Því ákvað ég að prufa þessa miklu snilld sem Bæjarins bestu pylsur eru. Stemmningin í röðinni var rosaleg, ég kynntist fullt af nýju fólki úr ólíkum áttum. Pylsan var ótrúleg. Hvílík upplifun. Ég þakka SS fyrir mig.

Allt í einu hófust mikil læti, ég vissi ekki hvað var að gerast. Óttasleginn faldi ég mig undir bekk, það var verið að hertaka Ísland, þriðja heimstyrjöldin byrjuð. Loks áttaði ég mig á aðstæðum. Flugeldasýningin var byrjuð, ljósin léku um háloftin og ég horfði á af hrifningu.

Niðurstaða: Þegar Menningarnótt gengur í garð verða Reykvíkingar alveg óðir og leggja leið sína niður í miðbæ Reykjavíkur til að gera sér glaðan dag. Mannmergðin verður mikil og ógnvænleg en þrátt fyrir það er hægt að njóta sín í fólksfjöldanum og um að gera að leyfa ævintýrasinnanum að leika lausum hala. 31



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.