Geðkafli Skólablaðsins Skinfaxa

Page 1

Skรณlablaรฐiรฐ Skinfaxi

6.รกrgangur 119. รกrgangur Skinfaxa 11


geðveikur Á fyrsta fundi nýkjörinnar ritstjórnar Skólablaðsins Skinfaxa var tekin ákvörðun um að tileinka stóran hluta blaðsins ákveðnu verkefni. Þessi hugmynd kom í kjölfar mikillar umræðu á samfélagsmiðlum um geðræn vandamál og það tabú sem þau virðast vera. Umræðan einkenndist af átakanlegum reynslusögum auk þess sem fjölmargir einstaklingar, þar á meðal ýmsir þjóðþekktir, stigu fram og gerðu sín veikindi opinber. Þessar herferðir létu fáa ósnortna en þó var þátttaka fagmanna ekki áberandi. Okkur fannst því við hæfi að fjalla ítarlega um geðheilbrigði í Skólablaðinu Skinfaxa í ár. Engilbert Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala kynnir stuttlega helstu geðsjúkdóma sem herja á ungt fólk í inngangi að kaflanum. Þar eru einnig viðtöl við þrjá geðlækna, Erik B.S. Eriksson ræðir tengsl hugans og heilans, Guðrún Dóra Bjarnadóttir greinir frá skaðsemi kannabis og Guðlaug Þorsteinsdóttir ræðir átraskanir. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur

kafli

2


skólablaðið

skinfaxi

greinir frá tengslum sálfræði og íþróttaiðkunar. Auk þess deildu tveir nemendur með okkur reynslusögum sínum, annar undir nafni, hinn nafnlaust, báðir þó jafn hugrakkir. Efnið er fræðilegt en sett fram á einfaldan hátt. Við vonum að sem flestir nemendur innan skólans fræðist og læri af því að lesa þessa vönduðu umfjöllun. Þetta er okkar framlag í mun stærra verkefni. Verkefni sem við tökum öll þátt í saman sem samfélag. Og því verkefni mun ekki ljúka fyrr en litið verður á geðsjúkdóma sömu augum og aðra sjúkdóma, ekki fyrr en sálfræðiþjónusta verður niðurgreidd og aðgengileg öllum, hvort sem er í skóla eða heilsugæslu, á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni, ekki fyrr en sjúkdómur sem sest á heilann verður litinn sömu augum og sjúkdómur sem sest á hjartað, ekki fyrr en enginn mun lengur þurfa að ganga í gegnum það helvíti sem það er að þjást af þungbærum veikindum og þora ekki að segja frá því, heldur burðast frekar um með sinn svarta hund í hljóði. Við vonum að þessi framtíð sé í kortunum. En þar til hún rætist, þá verðum við að halda áfram að berjast gegn fordómum og fyrir umbótum. Í sameiningu.

3


Er ástin diskó og

lífið pönk? 4


skólablaðið

skinfaxi

Er ástin diskó og lífið pönk?

Frúardagur setti upp söngleik Hallgríms Helgasonar í Bæjarbíói síðastliðið haust. Ástin er ekki bara diskó eins og þið vitið sjálfsagt flest; hún er líka blús, hún er djass og hún er alger klassík á köflum. Allt frá því Homo sapiens varð til hefur eðli og náttúra manna verið lítt háð tíma og aðstæðum. Lífið sjálft spannar vitaskuld víðara róf en ástin og því miður er blúsinn og kvíðinn oft skammt undan á lífsgöngunni; hann er hluti af lífinu. Vanlíðan leitar þó missterkt á fólk. Depurð litar hugarheim sumra nokkra tíma eða daga í hverjum mánuði en aðrir glíma við djúpstæðari og meira viðvarandi vanlíðan, sannkallað þunglyndi sem bregður fyrir þá fæti á lengri tímabilum og mótar þá sjálfsvirðingu og truflar mat einstaklingsins á sjálfum sér og umhverfi sínu í fortíð, nútíð og framtíð. Litróf geðraskana – hvernig eru geðsjúkdómar flokkaðir? Hægt er að flokka geðsjúkdóma með hliðsjón af einkennum og áhrifum á daglegt líf líkt og gert er í flokkunarkerfi alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, ICD-10. Í þessum stutta pistli mun ég freista þess að lýsa í nokkrum orðum helstu flokkunum. Einnig er hægt að nota spurningalista eða stöðluð viðtöl til að greina einkenni sem stundum fara þvert á þessa flokka. Dæmi um það eru einkenni eins og depurð, þráhyggja, ranghugmyndir, ofskynjanir, skert einbeiting og athyglisbrestur. Sum einkenni koma helst fram tímabundið en önnur, eins og til dæmis athyglisbrestur og erfiðleikar við að setja sig í spor annarra, eru oftar viðvarandi og fylgja fólki í gegnum lífið.

myndgreiningu heilans. Við látum þann flokk hér liggja á milli hluta af augljósum ástæðum; markhópur greinarinnar er menntaskólanemar en ekki afar þeirra og ömmur. Fyrir þá sem vilja kynna sér vitglöp nánar má benda á nýlegar kvikmyndir svo sem Mamma Gógó og Still Alice og franska myndin Amour sýnir vel hverjar afleiðingar heilablóðfalls geta orðið. Hér að neðan eru flokkarnir raktir í sömu röð og í ICD-10. Fíkn og vímugjafar Hjá ungum sem öldnum skal ávallt hafa í huga hvort atferlisbreytingar og einkenni geðraskana stafi af eða tengist notkun vímugjafa. Útbreiddasti vímugjafinn hér á landi er áfengi hjá öllum aldurshópum, en næst því kemur kannabis hjá ungu fólki. Nokkuð færri nota örvandi efnin amfetamín, metýlfenidat (t.d. Rítalín og Concerta) og kókaín að staðaldri. Regluleg notkun þessara efna getur aukið á kvíða, depurð, svefnröskun og óvirkni í námi og starfi. Vímunni fylgir jafnan skert dómgreind og oftast

Þegar geðlæknar hugsa um greiningu geðraskana hjá miðaldra eða eldri einstaklingum eiga þeir jafnan að hugsa fyrst um hvort breytt atferli og líðan eigi sér rætur í vitglapasjúkdómum eins og Alzheimer sjúkdómi eða heilaáföllum eins og heilablæðingu. Það er gert með því að fá sögu frá einstaklingnum og nánustu aðstandendum hans og síðan undirbyggt frekar með taugasálfræðiprófum og 5


nær aukin hvatvísi. Viss siðblinda, ójafnvægi tilfinninga, vanlíðan og vonleysi þar sem dauða- og sjálfsvígshugsanir eru skammt undan eru vel þekktir fylgifiskar reglulegrar neyslu vímugjafa. Afneitun á þetta samhengi er algeng meðal notenda. Þessi afneitun ásamt hvatvísi og fíkn í vímugjafann eiga snaran þátt í því hve oft fíknivandi einstaklinga verður langvinnur þótt öllum öðrum sé ljóst að notandinn er að grafa jafnt og þétt undan sjálfum sér og möguleikum sínum í lífinu.

milli í algengi og alvarleika. Skilyrði geðhvarfagreiningar eru að lyndisröskun sé til staðar, ýmist þunglyndi eða örlyndi, á mismunandi tímabilum, og hún er blandin geðrofseinkennum í sumum tilvikum. Örlyndi (e. mania) er andstaða þunglyndis og vísar til aukinnar vellíðunar með hraðari hugsun og tali, raunar oft svo miklum talþrýstingi að erfitt er fyrir aðra að komast að, og aukinni hvatvísi samhliða skertu innsæi í breytta líðan og dómgreind. Geðrofssjúkdómar koma oftast fyrst fram á aldrinum 16-29 ára en geta þó greinst á öllum aldursskeiðum. Geðklofi er best þekktur þessara sjúkdóma. Tæplega einn af hverjum 100 veikist af honum á lífsleiðinni.

Áfengi og kannabis eru lúmskari en ýmsir aðrir vímugjafar að því leyti að einstaklingurinn ánetjast þeim stundum hægar en skaðlegri efnum eins og örvandi efnum og sterkum ópíötum (morfíni og heróíni til dæmis). Unglingar eiga greiðan aðgang að áfengi og missterk kannabisefni eru einnig víða í umhverfi ungs fólks í dag. Kannabis er frábrugðið flestum vímugjöfum að því leyti að um blöndu margra og misskaðlegra efna er að ræða. Hið skaðlegasta, tetrahydrokannabinol (THC), tengist oftar langvinnum geðrofseinkennum og þróun geðrofssjúkdóma eins og geðklofa en aðrir vímugjafar. Geðrof vísar til skerðingar á raunveruleikatengslum vegna ofskynjanana, ranghugmynda og/eða skertrar getu til að hugsa og tjá sig skýrt.

Aðdragandi geðrofssjúkdóma eins og geðklofa getur bæði verið stuttur og langur og einkennafræðin spannar ýmsar víddir. Sumir draga sig hægt og sígandi inn í sína skel, virknifall verður þar sem einstaklingurinn ræður ekki lengur við nám, tómstundir eða vinnu og ver oftast mestum tíma einn á heimili sínu, gjarna inni í herbergi. Svipuð þróun getur einnig sést í kjölfar reglulegra kannabisreykinga og stundum fara þær saman við þróun geðrofssjúkdóms líkt og kom fram að ofan. Í báðum tilvikum geta geðrofseinkenni eins og ofskynjanir, oftast ofheyrnir, komið fram en einnig ranghugmyndir þar sem einstaklingurinn telur að eitthvað skrýtið sé á seyði sem vekur sterkar tilfinningar. Oft upplifir hlutaðeigandi þá að verið sé að fylgjast með sér, til dæmis í gegnum nágranna eða fólk sem verður á vegi hans eða í gegnum tæki svo sem tölvur, snjallsíma og faldar myndavélar eða hljóðnema. Einnig hafa sumir tilhneigingu til að tengja umfjöllun í fjölmiðlum eða lagatexta við sjálfa sig eða taka orð úr samhengi og rangtúlka þau þegar geðrofið er að brjótast fram. Aðrir eru í engum vafa um að þeim sé ætlað nýtt hlutverk eða að þeir séu búnir að öðlast nýja hæfileika.

Umfjöllun um kannabisefni, bæði um skaðleg áhrif þeirra og notkun til að örva matarlyst og fleira í lækningaskyni má finna á síðunni kannabis.is. Hafi breytt atferli og einkenni geðraskana þróast í kjölfar neyslu vímugjafa er óhjákvæmilegt að hætta neyslunni, tímabundið í það minnsta, eigi meðferð að skila árangri. Meðferð með samtölum, atferlismótun eða lyfjum er nær vonlaus sé regluleg neysla vímugjafa til staðar og raunar ámóta tilgangslaus og að ætla sér að létta sig án þess að breyta næringarvenjum og hreyfingu. Sama gildir um ýmsa aðra fíkn sem einstaklingur hefur misst tökin á, einkum spilafíkn, sem kallar oft fram þunglyndi og áleitnar sjálfsvígshugsanir. Dæmi um velþekktar kvikmyndir sem sýna innviði neysluheima í ólíkum löndum eru til dæmis Svartur á leik, Vonarstræti, Trainspotting, Leaving Las Vegas, Traffic og Flight.

Þegar kalda stríðið var í algleymingi á seinni hluta 20. aldar komu leyniþjónustur stórveldanna oft við sögu í ranghugmyndakerfum veikra einstaklinga. Slíkt er orðið fágætt á síðustu árum enda hátækni orðin mun útbreiddari í samfélaginu í dag en þá var. Geðrofssjúkdóma þarf að meðhöndla með geðrofslyfjum, en hugræn meðferð getur að auki hjálpað veikum einstaklingum að takast á við ofskynjanir svo sem viðvarandi ofheyrnir sem rífa þá niður eða hlæja að þeim. Líkamsrækt og endurhæfing sem bætir hugarfærni, styður skipulag daglegs lífs og dregur úr félagslegri einangrun og aukaverkunum lyfja eru einnig hjálplegir þættir í meðferðinni. Aðgengi er því miður oft takmarkað að slíkum úrræðum bæði hér á landi og erlendis. Fullyrðingar sem

Geðrofssjúkdómar Þegar notkun vímugjafa skýrir ekki breytta líðan og atferli, er næsta skref að vega og meta hvort geðrofssjúkdómur sé hugsanlega að þróast hjá einstaklingnum. Geðrofs­ sjúkdómar (e. psychotic disorders) eins og geðklofi eru þó mun sjaldgæfari en lyndisraskanir eins og þunglyndi. Segja má að geðhvörf (e. bipolar disorder) sitji þarna á

6


skólablaðið

skinfaxi

stundum heyrast um að það sé hægt að „tala fólk út úr geðrofi“ eru ekki studdar af vísindarannsóknum og alls ekki af daglegri reynslu fagfólks. Ber að gjalda varhug við þeim. Tiltölulega fáar kvikmyndir, ef nokkrar, hafa verið gerðar sem ná að lýsa geðklofa á trúverðugan hátt. Englar alheimsins eftir sögu Einars Más Guðmundssonar er vel þekkt hér á landi. Einnig má nefna stórmyndina A Beautiful Mind sem hlaut óskarsverðlaun. Framsetning veikindanna í henni þjónar þó frekar markmiðum Hollywoodkvikmyndar en því að lýsa þróun geðklofasjúkdóms.

„Þegar kalda stríðið var í algleymingi á seinni hluta 20. aldar komu leyniþjónustur stór­ veldanna oft við sögu í ranghugmyndakerfum veikra einstaklinga. Slíkt er orðið fágætt á síðustu árum enda hátækni orðin mun útbreiddari í samfélaginu í dag en þá var.“

Lyndisraskanir Þunglyndi og þar á eftir geðhvörf eru algengustu geðraskanirnar í þessum flokki. Einstaklingar sem eru greindir með geðhvörf hafa allir veikst af þunglyndi. Til að greiningin sé geðhvörf verða þeir einnig að hafa sveiflast upp á við, orðið örir, málglaðir, hvatvísir og oft sveiflóttir í lund. Sumir hafa upplifað ofskynjanir, oftast ofheyrnir, eða ranghugmyndir í dýpstu lægðunum og hæstu hæðunum og endurspeglar innihald ofheyrna og ranghugmynda þá líðan einstaklingsins; niðurrif í lægðum og mikilmennsku í hæðum. Sjúklegar sjálfsásakanir og ranghugmyndir um að hafa brugðist öðrum eða um fátækt eða líkamleg veikindi geta komið fram í djúpum lægðum samhliða hugsunum og röddum sem segja einstaklinginn misheppnaðan og fráhrindandi. Í örlyndinu (manía, geðhæð, oflæti) fer sjálfsmatið hins vegar upp í hæstu hæðir, hraði hugsunar og tals eykst, svefnþörf minnkar og séu raddir til staðar þá endurspegla þær almennt hækkað sjálfsmat og áhuga á breyttu og stærra hlutverki í lífinu. Skynjun getur einnig breyst á þann hátt að fólki finnst það hafa „víðari skynjun“ og telur sig þá til dæmis geta lesið eða skynjað áru annarra einstaklinga eða hvern mann aðrir hafa að geyma. Geðhvörf koma oftast fyrst fram hjá unglingum og ungum fullorðnum líkt og geðklofi. Í hefðbundnu þunglyndi (e. unipolar depression) hjá einstaklingum sem hafa aldrei sveiflast upp í örlyndi koma sömu einkenni þunglyndis fram og í geðhvörfum, en ranghugmyndir og ofskynjanir eru þar sjaldgæfari. Slíkt þunglyndi spannar þó raunar vítt róf í einkennum og röskun á getu; allt frá depurð með aukinni þreytu, minni matarlyst, vægt lækkuðu sjálfsmati og svartsýni yfir í mjög hamlandi og alvarleg veikindi þar sem einstaklingurinn vill helst vera í rúminu fram eftir morgni, líðan og hugsun er lituð af vonleysi, hjálparleysi og tilgangsleysi, og einstaklingnum finnst í þjáningum sínum, hugsanabjögun og vonleysi að bæði hann og aðrir væru betur komnir án hans. Það kemur sjálfsagt engum á óvart að slíkt þunglyndi

7


auki hættu á sjálfsvígi. Áföll eru sterkasti áhættuþáttur þunglyndis, en þar á eftir má nefna sögu um alvarlegt þunglyndi hjá nánum ættingjum og kvíðahneigð hjá einstaklingnum sjálfum. Erfið félagsleg staða vegur einnig oft þungt enda ekki auðvelt að njóta lífsgleði þegar fólk á vart fyrir mat síðustu daga mánaðarins eða býr við mikið óöryggi í húsnæðismálum.

Dæmi um kvíðaraskanir í daglegu lífi eru að lyftufælnir forðist lyftur; þeir sem eru með dæmigerð einkenni almennrar kvíðaröskunar fari ekki í styttri eða lengri ferðalög út af því sem gæti gerst og valdið erfiðleikum; þeir sem hafa fengið ofsakvíðaköst fari ógjarna í leikhús eða bíó af hræðslu við að geta fengið kast þar og ef þeir fara þá sitja þeir við gangveg; félagskvíðnir forðist hópvinnu eða að fara upp að töflu í skóla af ótta við að verða sér til skammar; þeir sem hafa þráhyggju þvoi sér stöðugt um hendur eða séu fastir í rútínum við að kanna endurtekið hvort þeir hafi ekki örugglega læst dyrum eða slökkt á hellum, telji á sérstakan hátt í huganum eða fái endurtekið óþægilegar hugsanir um kjarnaviðhorf í trúmálum eða viðhorf tengd kynáttun og hreinlæti.

Þunglyndi veldur meiri sjúkdómsbyrði og skaða en aðrar geðraskanir vegna þess hve algengt það er. Minnst fjórða hver kona og áttundi hver karl veikist alvarlega af þunglyndi einu sinni eða oftar á lífsleiðinni og á hverjum tíma þjást að minnsta kosti 5-10% Vesturlandabúa af hamlandi þunglyndiseinkennum. Sá hópur á meira á hættu að þróa með sér offitu og líkamlegan heilsubrest en aðrir. Viðvarandi þunglyndi veldur til dæmis auknu álagi á ónæmiskerfið og dregur úr áhugahvöt einstaklingsins til líkamsræktar og annarra hollra lífshátta.

Áfallastreita hefur að mörgu leyti fjölbreyttari og flóknari birtingarform en aðrar kvíðaraskanir. Endurupplifanir með forðun gagnvart því sem minnir á áfallið, ofurárvekni með svefnröskun og hættu á ofnotkun áfengis og annarra vímugjafa eru þar algeng einkenni. Þunglyndiseinkenni, kvíðaköst og reikult sjálfsmat þar sem stutt er í reiði og sjálfsásakanir fléttast oft inn í áfallastreituna.

Vegna þess hve algengt þunglyndi er þá er nauðsynlegt að hægt sé að greina það og meðhöndla í heilsugæslunni. Þeir sem þurfa meiri hjálp en læknar og hjúkrunarfræðingar heilsugæslunnar geta veitt geta leitað til sálfræðinga eða geðlækna á stofu eða með tilvísun á bráðamóttöku eða göngudeild geðsviðs eftir eðli og alvarleika veikindanna. Íslendingum hefur gengið mjög hægt að byggja upp sálfræðiþjónustu í heilsugæslunni andstætt til dæmis Bretum sem hafa sett það í forgang á síðustu 5 árum og fjárfest af framsýni í auknu aðgengi að gagnreyndri sálfræðimeðferð við lyndisröskunum. Það stendur þó vonandi til bóta með tillögum Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra um breytta geðheilbrigðisstefnu sem nú liggur fyrir Alþingi. Geðhvörfum er þokkalega lýst í myndunum The Hours og Silver Linings Playbook. Dæmi um myndir sem sýna alvarlegt þunglyndi og áhrif þess eru hin klassíska jólamynd It´s a Wonderful Life og meðal nýrri mynda, Helen.

Sum þunglyndislyf eru talsvert notuð við meðferð kvíðaraskana en þau virka aðeins á meðan þau eru tekin og hafa stundum aukaverkanir sem einstaklingar finna þó mismikið fyrir. Almennt skal aðeins taka þríhyrningsmerkt kvíðalyf úr flokki bensódíazepínlyfja svo sem Sobril eða Díazepam eða svefnlyf eins og Stilnoct eða Imovane í skamman tíma við meðferð kvíða og svefntruflana, helst ekki lengur en í nokkrar vikur í senn vegna ávanahættu. Þol myndast fyrir áhrifum þeirra og sumum reynist mjög erfitt að hætta töku þeirra. Ef svefnvandamál er til staðar er best að byrja á að kynna sér leiðir til að bæta svefn á síðum eins og www.svefnfelag.is/svefnrad/ eða á www.betrisvefn. is/index. Dæmi um myndir þar sem kvíðaröskunum er ágætlega lýst eru meðal annars What About Bob, Elling, As Good As It Gets og American Sniper.

Kvíðaraskanir Átraskanir Kvíðaraskanir falla í nokkra undirflokka. Má þar meðal annars nefna einfalda fælni, almenna kvíðaröskun, skelfingarkvíða með ofsakvíðaköstum, félagskvíða, þráhyggju- og árátturöskun og áfallastreitu. Hugræn atferlismeðferð þar sem meðal annars er unnið með óhjálplegar alhæfingar í hugsun er heppileg fyrsta nálgun í flestum tilvikum hjá ungu fólki þegar kvíðaraskanir eiga í hlut. Mikilvægt er að leita sér hjálpar ef einstaklingurinn forðast endurtekið tilteknar aðstæður þannig að það valdi truflun í daglegu lífi.

Átraskanir geta endurspeglað ýmiss konar sálfélagslega röskun. Birtingarmyndin getur verið mjög mismunandi; allt frá átköstum og uppköstum um nokkurra vikna skeið í tengslum við megrunarþráhyggju og vanlíðan yfir í viðvarandi lystarstol sem getur orðið lífshættulegur sjúkdómur. Átraskanir eru mun algengari hjá ungum konum en körlum, en ungir karlar hafa þó í vaxandi mæli sýnt merki útlits- og fæðuþráhyggju hér á landi á síðustu árum, ekki síst í tengslum við íþróttaiðkun. Hugræn atferlismeðferð hentar oftast nær vel sem fyrsta meðferð 8


skólablaðið

skinfaxi

samhliða ráðgjöf um næringu og hreyfingarviðmið. Ekki er hægt að segja að átröskunum hafi verið gerð góð skil í vinsælum kvikmyndum, en þó má benda á myndir eins og For the Love Of Nancy og The Karen Carpenter Story. Víddir einhverfurófsins og athyglisbrests og ofvirkni læt ég liggja á milli hluta í þessu greinarkorni. Persónuleikaraskanir (e. personality disorders) eru ekki heldur til umræðu þar sem rýmið er takmarkað en lesa má stuttar lýsingar á helstu flokkum þeirra á netinu.

Að lokum er ekki úr vegi að benda lesendum á að ritað mál sýnir oft fleiri blæbrigði geðraskana en styttri og einfaldari sögur kvikmyndaformsins. Lestur bóka krefst þó meira af hinum verðmæta tíma menntaskólaáranna - sem mörgum þykir samt líða of hratt. Njótið hans. Leggið ykkur engu að síður fram um að auka hæfni ykkar í samskiptum áður en þið takið næstu skref inn í framtíðina; getan til að skilja aðra og horfa fram fyrir eigin tær og nafla mun ráða meiru um raunverulega farsæld ykkar á lífsgöngunni en nokkuð af því námsefni sem þið lærið í skóla.

Engilbert Sigurðsson Prófessor við Læknadeild og yfirlæknir við geðsvið Landspítala Inspector Scholae 1983-84

9


Hvað veldur

Kristborg Sóley Þráinsdóttir og Sindri Engilbertsson

Erik Brynjar Eriksson útskrifaðist úr MR árið 2000 en hann var yngsti starfandi geðlæknir á landinu þangað til fyrir tveimur árum, þegar Guðrún Dóra hóf störf. Á síðustu sextán árum hefur orðið mikil breyting í samfélaginu hvað varðar viðhorf til geðsjúkdóma að hans mati.

geðsjúkdómum? Frá því að ég var í MR, 1996-2000, hefur klárlega orðið mikil breyting í samfélaginu hvað varðar viðhorf til geðsjúkdóma. Fólk er almennt upplýstara um hvað geðsjúkdómar eru. Þessi breyting var ekkert byrjuð á þeim tíma sem ég var í menntaskóla. Mér finnst eins og þetta hafi gerst á síðastliðnum tíu árum. Áhugi Eriks á læknastarfinu kviknaði snemma og hann fór beint í læknisfræði að loknu stúdentsprófi. Það var hinsvegar ekki fyrr en eftir fjórða ár námsins sem geðlækningar fóru að standa upp úr. Í grunnskóla hafði ég gaman að líffræði og hugsaði: ,,Já kannski verð ég læknir.” Ég fór í MR því ég var með góðar einkunnir og gekk vel í grunnskóla. Svo fannst mér ennþá gaman í líffræði svo ég ákvað að fara í lækninn. Ég komst ekki inn í fyrstu tilraun en á þeim tíma var klásus. Þá komust allir inn sem sóttu um og svo eftir eina önn kom í ljós hvort maður var einn af þeim 40 sem komust áfram. Ég komst inn í annað skiptið. Það er svolítið sérstakt með læknisfræðina að fyrstu þrjú árin í náminu er maður í efna­ fræði, líffærafræði og frumulíffræði og allt er mjög fræðilegt. Maður kemur ekkert inn á spítala og veit í rauninni ekkert hvernig vinnan sjálf er. Ég var frekar stressaður yfir því að byrja að vinna á spítala á fjórða árinu því ég vissi ekkert hvort ég myndi fíla þetta eða ekki. Þá var ég búinn að vera að þessu í þrjú ár og kannski átti ég bara að gera eitthvað allt annað.

10


skólablaðið

Áhugi fyrir geðlækningum byrjaði eftir 4. árið en þá fékk ég stöðu á Kleppi sem aðstoðarlæknir. Mér fannst það alveg frábært, ég fílaði það í tætlur. Mér fannst allt áhugavert í þessu og áhuginn jókst og jókst eftir því sem leið á veturinn og ég kynntist starfinu. Þegar ég fór á kandídatsárið var ég meira og minna ákveðinn í að mennta mig í geðlækningum. Svo prófaði ég margt á kandídatsárinu og þá pældi ég aðeins í öðrum greinum eins og skurðlækningum til dæmis.

skinfaxi

þunglyndis- og kvíðasjúklinga kæmi samtalsmeðferð hjá sálfræðingi fyrst. Ef einstaklingurinn er orðinn mjög veikur eða svarar ekki samtalsmeðferð gæti hann þurft á lyfjameðferð að halda. Hins vegar þegar fólk upplifir geðrofseinkenni og fær ofsóknarkennd eða ofskynjanir, þá ætti frekar að leita til læknis því þá er þörf á lyfjameðferð. Einnig þegar fólk fer í örlyndi (maníu) þá ætti að leita til læknis. Þetta eru samt margir sjúkdómar svo oft getur bara verið gott að leita til heimilislæknis og fá ráðgjöf frá honum fyrir næstu skref.

Varstu með einhverja hugmynd um hvað þú vildir gera þegar þú byrjaðir í læknisfræðinni? Þegar ég byrjaði í læknisfræði var ég, eins og margir, með hugmyndina um hvíta sloppinn og spítalann. Ég pældi aðeins í barnalækningum því þá myndi ég örugglega eignast kærustu, nei ég er að grínast. En á þeim tíma fannst mér sálfræði líka spennandi svo ég hef alltaf verið með hugann við geðið. Annars var þetta ekkert meðvitað, hlutirnir æxluðust bara svona.

Er mikil þróun í meðferðarúrræðum við geðsjúkdómum? Heilinn er svo flókið líffæri að rannsóknir á honum eru í rauninni staddar á miðöldum miðað við önnur líffæri. Við vitum til dæmis miklu meira um hjartað enda er það mun einfaldara líffæri. Við erum ennþá að fikra okkur áfram í því að reyna að skilja heilann. Það eru miklar rannsóknir á þessu efni og þróun í lyfjafræði og samtalsmeðferð er mjög hröð. Menn eru ennþá að reyna að skilja tengsl heilans við hugann.

Þegar ungt fólk finnur fyrir geðtruflunum er ekki alltaf ljóst hvert sé best að leita hjálpar. Hvenær á fólk að leita til geðlæknis og hvenær til sálfræðings? Í þessum aðstæðum er annað hvort hægt að leita til heimilis­læknis með vandann eða fara beint til sálfræðings á stofu. Það er ódýrt og gott aðgengi að heimilislæknum svo oft er gott að bera vandamálið upp við þá fyrst. Þeir geta þá sagt til um hvað sé að angra einstaklinginn og hvert myndi henta að leita hjálpar. Fyrsta stopp fyrir ungt fólk sem þjáist af þunglyndi og/eða kvíða ætti klárlega að vera samtalsmeðferð og það er þá oftast hjá sálfræðingi. Geð­ læknar beita líka stundum samtalsmeðferð en algengara er að þeir beiti lyfjameðferð. Ég myndi segja að fyrir

Heilinn okkar er gríðarlega flókinn og hefur rosalega mörg hlutverk. Hann passar að við stöndum upprétt og hreyfum okkur og að hjartað slái og garnirnar hreyfist. Þetta gerir hann í gegnum taugar og boðefni. En það sem gerir hann merkilegan að mínu mati er að hann sér um þennan huga okkar sem skilur okkur frá „óæðri dýrum“. En hvað er þessi hugur okkar? Hann er það sem við hugsum og hann er tilfinningar okkar – eða þannig sé ég hugann. Heilinn stjórnar huganum, eins og öðru, með alls kyns boðefnum. Ef ákveðin boðefni eru ekki rétt í heilanum þá hefur það 11


áhrif á hvernig við hugsum og hvernig okkur líður. Til dæmis ef magn ákveðinna boðefna á ákveðnum stöðum lækkar, upplifir fólk þunglyndi eða kvíða. Geðklofi hins vegar verður vegna þess að það er of mikið af ákveðnum boð­efnum á ákveðnum stöðum. Það sem við geðlæknar reynum að gera er að halda þessum boðefnum í jafnvægi. Mér finnst mjög áhugavert hvernig þetta spilar inn í hug­ ann. Í rauninni er alveg óþolandi að einhver boðefni og móle­kúl spili inn í það hvernig okkur líður. Alls konar efni hafa áhrif á tilfinningar okkar, kynhormón til dæmis, testosterón, prógesteron og estrógen. Ég vil meina að mitt tilfinningalíf sé hafið yfir svona einfalda hluti, en við erum auðvitað bara dýr.

upp insúlínið í brisinu. Samtalsmeðferð er því eiginlega alltaf góð, hvort sem einstaklingur er á lyfjum eða ekki. Það að efnabreytingar í höfðinu skili sér sem tilfinningar er stórmerkilegt og ýmsar rannsóknir í geðlækningum snúa bara að því að öðlast betri skilning á þessum tengslum milli heila og hugar.

En hvers vegna fara þessi boðefni hingað og þangað? Það getur einfaldlega verið í erfðaefninu okkar. Í sumum fjölskyldum er mikið um sykursýki og þá bara fæðist fólk með bris sem framleiðir ekki nógu mikið insúlín. Að sama skapi eru fjölskyldur þar sem mikið er um að fólk fæðist með gen sem valda því að það framleiðir ekki nógu mikið serótónín, og fær þá þunglyndi. Annað sem hefur áhrif eru vímuefni. Vímuefni geta haft mjög jákvæð áhrif á okkur með því að hræra í þessum sömu boðefnum. En á lengri tíma eyðileggja þau jafnvægið sem heilinn vill hafa. Svo getur fólk orðið fyrir einhverjum skemmdum eða áverkum, til dæmis við höfuðhögg eða heilablæðingu. Ef einhver hluti heilans skemmist þá hefur það áhrif á hvernig okkur líður.

Nú vinnur þú á nokkrum mismunandi stöðum, hvar ertu að vinna og hver er munurinn á þessum vinnustöðum? Ég er að vinna hjá geðrofsteymi Landspítalans. Þar hitti ég ungt fólk á aldrinum 18-30 ára sem haldið er geðrofs­ sjúkdómum en það eru veikindi þar sem fólk missir tengsl við raunveruleikann, er haldið ranghugmyndum eða upplifir ofskynjanir. Svo er ég tvo daga vikunnar með stofu á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni. Ég vinn einnig með geðteymi Breiðholts sem er almenn, annars stigs heil­ brigðisþjónusta. Annars stigs þjónusta er fyrir fólk sem þarf meiri aðstoð en heilsugæslan býður upp á en þarf þó ekki spítalaþjónustu. Við tökum við fólki þegar það kemur út af spítalanum og fáum líka tilvísanir frá heilsugæslum.

En vandinn byrjar ekki alltaf í heilanum, stundum koma ytri aðstæður við sögu. Það getur til dæmis verið áfall, eins og að verða fyrir ofbeldi eða verða vitni að einhverju skelfilegu. Álag getur líka valdið veikindum. Við höfum öll einhvern „breaking point“ og ef fólk er viðvarandi undir miklu álagi þá fer því að líða illa.

Það er ljóst að þessi þjónusta er eitthvað sem vantar mjög á Íslandi. Nágrannalönd okkar bjóða upp á svona þjónustu og búa yfir áratuga reynslu. Við í geðteyminu fengum ný­sköpunar­verðlaun fyrir starfið sem er kannski svolítið skrýtið því það eina nýja í þessu hjá okkur er að við erum að laga gagnreynda þjónustu að íslenska kerfinu. Við erum alls ekki að finna upp hjólið.

Það virðist vera þannig að fólk skiptist oft upp í tvo hópa, annað hvort er það mjög líffræðilega þenkjandi og einblínir á líffærið heilann, eða sálrænt þenkjandi og horfir meira á hugann. Flestir reyna að átti sig á hvoru tveggja. Það eru greinilega sterk tengsl á milli og samstarf geðlæknis og sálfræðings er ekkert nýtt af nálinni.

Það sem er merkilegt við þetta er að þó veikindin eigi rót í huganum þá hafa þau, vegna ytri aðstæðna, áhrif á boðefni heilans. Þetta virkar í báðar áttir, heili hefur áhrif á huga og hugur á heila.

Hversu lengi hefur geðrofsteymið verið stafrækt? Geðrofsteymið var stofnað 2014 og er enn í mótun. Við fáum talsvert mikið af tilvísunum, aðallega af Land­ spítalanum en eitthvað frá heimilislæknum líka. Við metum hvort um geðrofssjúkdóm sé að ræða hjá sjúk­ lingnum. Ef svo er og sjúklingurinn þarf sérhæfða að­ stoð, endurhæfingu, þá erum við að vinna undir endur­ hæfingarúrræði sem heitir Laugarás.

Þó þessir tveir þættir spili náið saman er mikilvægt að sjá hvar rótin að vandanum liggur í sambandi við hvort betra sé að nota lyfjameðferð eða samtalsmeðferð. Ef vandamálið liggur hugarmegin og orsökin er eitthvað eins og áföll eða álag, þá er best að einbeita sér að samtalsmeðferð. Lyfin virka hins vegar á heilann. Þrátt fyrir þetta hefur það sýnt sig að samtalsmeðferð eins og hugræn atferlismeðferð (HAM) getur hækkað boðefnin í heilanum á ákveðnum stöðum sem er mjög merkilegt. Ég meina þú getur ekki bara setið fyrir framan einhvern með sykursýki og talað 12


skólablaðið

Er einhver ein orsök algengari en aðrar fyrir geðrofssjúkdómum hjá ungu fólki? Yfirleitt tengist það að einhverju leyti genamengi fólks, þó það sé ekki alltaf fjölskyldusaga. Það er yfirleitt einhver „trigger“ sem útleysir veikindin. Stór hluti þeirra sem koma til okkar er að nota eða hefur notað kannabis.

skinfaxi

Ég hugsa alltaf meir og meir að „geðsjúkdómur“ sé ekki nógu gott orð, það ætti að kalla þetta heilasjúkdóm. Því þetta er heilinn, þar liggur vandamálið.

Kannabis eykur hættuna á geðrofssjúkdómum en fólk með geðrofssjúkdóma leitar oft í eiturlyf til þess að láta sér líða betur, þetta er sjálfshjálp sem veldur í rauninni versnun. Kannabis er mikið mein í mínum augum. Örvandi lyfin eru ekkert frábær heldur og geta ýtt undir sjúkdóma en út frá minni reynslu er kannabis stærsta vandamálið. Finnst þér vanta meiri fræðslu um geðsjúkdóma og áhættuþætti þeirra fyrir ungt fólk hérlendis? Fræðsla um eiturlyfjanotkun er að mínu mati mjög mikil­ væg. Við erum að taka fram úr öðrum þjóðum í notkun á kannabisefnum til dæmis. Ég er mjög uggandi yfir því að fólk sé farið að líta á notkun þessara efna sem eðlilegt. Þetta er alls ekki skaðlaust efni og því fleiri sem nota það því fleiri veikjast. Almenn fræðsla um andleg veikindi er alltaf til góðs. Það getur verið erfitt að vita ekki hvað er í gangi þegar maður gengur um með einhverjar tilfinningar og vanlíðan. Gott dæmi um þetta er til dæmis áráttu- og þráhyggjuröskun sem er alls ekki óalgeng kvíðaröskun. Hún lýsir sér þannig að allt í einu færðu einhverja þörf til að gera hlutina á ákveðinn hátt, annars gæti eitthvað hrikalegt gerst. Þú gerir þér kannski grein fyrir því að þetta er fáránleg hugsun og skilur ekki hvað er í gangi með þig. Um leið og fólk veit að þetta er áráttu- og þráhyggjuröskun getur því liðið betur og náð bata á endanum. Þá veit það að þetta er ekkert hættulegt, að það er hægt að fá aðstoð og að þetta mun verða betra. Fólk þarf að fá fræðslu til að skilja þessar tilfinningar og vita að það sé ekki að að missa vitið eins og fólk hræðist stundum. Óvissan er svo óþægileg. Að vita hvað veldur þessum tilfinningum getur verið mikill léttir. Hvað myndir þú gera í sporum heilbrigðisráðherra til að efla geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi? Efla heilsugæslu. Það er mikill skortur á heimilislæknum og þeir hafa lítinn tíma. Þegar læknir hittir sjúklinga með geðræn vandamál þá eru tuttugu mínútur ekki nóg til að gera geðskoðun og átta sig á vandamálinu. Ég veit að heimilislæknar vilja mjög gjarnan geta sinnt þessu betur en eru bara ekki í aðstöðu til þess. Það þarf að fjölga heimilislæknum og þeir þurfa meiri tíma.

13


Mikilvægt að fá að taka þátt í lífinu Friðrika Hanna Björnsdóttir og Sindri Engilbertsson

Hvernig gengur meðferðin fyrir sig? „Fólk kemur fyrst í greiningarviðtal og í framhaldi er gerð áætlun um hvort viðkomandi komi í göngudeildarmeðferð eða dagdeildarmeðferð. Flestum er boðin einstaklings­ meðferð (psychotherapy) sem þerapistarnir þrír sjá aðal­lega um. Þeir taka þá einstaklinga í viðtal einu sinni til tvisvar í viku, eftir því sem við á. Hinir í teyminu koma svo að málunum eftir þörfum. Ég sé til dæmis um lyfjamál og hjálpa til við að meta önnur samhliða vandamál. Næringar­fræðingurinn okkar kemur líka mikið við sögu þar sem einkenni snúast náttúrulega um mat, alls konar rang­hugmyndir og hugsanaskekkjur í tengslum við mat. Hún sér um að hjálpa fólki að breyta viðhorfi til matar og reyna að koma á reglubundnu og heilbrigðu mataræði.Við leggjum einnig ríka áherslu á það að fá fjölskyldur sjúk­ linga hingað til þess að hitta þá sem eru stuðningskerfið í kringum sjúklinginn. Veikindin hafa stundum haft nei­ kvæð áhrif á fjölskyldusamskiptin sem ef til vill er að við­­halda einhverri vanlíðan og þarf að laga. Það er ekki þannig að einhver sé sökudólgur, alls ekki. En ef einhver

Guðlaug Þorsteinsdóttir er geðlæknir sem stendur fyrir át­röskunarmeðferðarteymi á geðdeild Landspítalans. Hún er eini geðlæknirinn í teyminu en auk hennar eru tveir sálfræðingar, listmeðferðarfræðingur, félagsráðgjafi, næringarfræðingur, hjúkrunarfræðingur og tveir ráðgjafar með sérmenntun í áfengisráðgjöf og jóga. Teymið hóf form­ lega starfsemi sína árið 2006. Fyrir var ekkert starfandi þver­­faglegt teymi fyrir meðferð átraskana fullorðinna á Ís­ landi. Guðlaug segir þörfina fyrir úrræði og meðferð vegna át­raskana vera mjög brýna. Hvernig leitar maður sér hjálpar hjá ykkur? „Við erum á heimasíðu Landspítalans þar sem fólk getur kynnt sér starfsemina. Einfaldast er að senda tölvupóst á atroskun@landspitalinn.is. Eftir að það hefur verið gert hringjum við til baka og spjöllum við viðkomandi. Þá metum við hvort einstaklingurinn eigi heima hjá okkur eða hvort hann skuli leita eitthvert annað. Þeir sem óska eftir að koma til okkar fara á biðlista. Sumir koma svo náttúrulega með tilvísun frá heimilislækni, námsráðgjöfum, öðrum deildum geðsviðs o.s.frv.“ 14


skólablaðið

skinfaxi

Hvernig er aldursskiptingin? „Við erum aðallega með ungt fólk. Langflestir eru átján til þrjátíu og fimm ára myndi ég segja. Við höfum samt alveg verið með fólk upp í sextugt. Síðast þegar meðalaldurinn var reiknaður var hann um tuttugu og sex ár. Mér finnst þau alltaf verða yngri og yngri með hverju árinu en það er nú bara ég sem er að eldast. Það koma mjög margir mennt­skælingar eða krakkar sem hafa flosnað upp úr skóla. Maður heyrir mikið um það að í fjölbrautakerfinu séu ein­ staklingar frekar utanveltu félagslega en í bekkjakerfinu og líði illa í skólanum. Þessir einstaklingar hætta oft í skóla, þetta eru þeir sem að gefast upp. Þetta eru eflaust mjög klárir krakkar og hæfileikaríkir en eru ef til vill eitthvað við­kvæmir, óöryggir, hafa kannski átt eitthvað erfitt og upplifa alls staðar einhverjar klíkur og að þau passi hvergi inn. Þau fara þá að upplifa að eitthvað sé að þeim, þau líti t.d. ekki nógu vel út eða séu „leiðinleg” og ekki nógu góð. Þetta finnst mér vera meiri vandi í framhaldsskólum þar sem er ekki bekkjarkerfi og krakkar geta auðveldlega „týnst”. Auðvitað getur svipað komið upp í bekkjarkerfinu, þar getur til dæmis verið útilokun og krakkar upplifað meiri samkeppni. Mér finnst ekki hugað nógu vel að líðan krakka í framhaldsskólum.“

innan fjölskyldunnar á erfitt, hvort sem það er átröskun, þung­­lyndi, neysla eða annað, þá hefur það áhrif á allt um­ hverfið. Öllum líður illa og upp koma hugsanir eins og: „Hvað get ég gert? Er þetta mér að kenna? Er ég að gera eitthvað vitlaust?“ Þess vegna er mjög gagnlegt að ræða við fjölskyldurnar og við erum reglulega með að­stand­enda­ námskeið. Einu sinni á haustönn og einu sinni á vor­önn. Það er bara fyrir aðstandendur, sjúklingarnir eru ekki með.“ Er alltaf hægt að senda ykkur spurningar? „Já hægt er að senda á atroskun@landspitalinn.is. Stundum eru þetta áhyggjufullir vinir eða vinkonur sem senda okkur bréf og þá hringjum við til baka og reynum að heyra í þeim og svara spurningum. Stundum hringja sjúk­ lingarnir sjálfir. Mikill meirihluti eru stelpur. Stærsti ótti ein­staklinga sem vilja leita sér aðstoðar vegna átröskunar er sá að þeir verði píndir til að borða eitthvað. Að einhver vilji fita þá. Þetta er auðvitað ekki þannig, svo ég taki það fram.“ Guðlaug segir að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem leiti sér hjálpar séu stelpur. „Það eru bara um það bil 5% þeirra sem koma strákar. Við höfum orðið vör við mikla fordóma hjá strákum. Ýmsar stelpur sem koma til okkar hafa sagt að þær þekki alveg stráka sem æla en myndu aldrei vilja segja frá því eða leita sér aðstoðar. Það er eins og fólk líti á átröskun sem „stelpusjúkdóm”. Eins og eitthvað sem strákar fá ekki. Það vantar kannski einhverjar strákafyrirmyndir til að stíga fram, eða einhverja jákvæða umræðu varðandi þetta. Fyrir um það bil tólf árum voru stofnuð aðstandendasamtök sjúklinga með átraskanir sem hétu Spegillinn. Þá fóru tveir strákar, þar sem annar glímdi við átröskun, í viðtöl í sjónvarpinu og blöðunum til þess að ræða um sjúkdóminn. Annar „fórnaði” sér fyrir málstaðinn og sagði frá sinni átröskun til þess að hvetja stráka til að koma fram og leita hjálpar. Þetta var mjög erfitt fyrir hann því hann var bara einn. Hinn strákurinn var aðstandandi konu sem hafði glímt við átröskun. Það er mikilvægt að reyna að breyta þessu viðhorfi. Svo er líka alltaf miklu meiri fókus á að strákar séu miklu meira í vöðvasöfnuninni, eins og þeir vilji frekar stækka heldur en að mjókka og geti því ekki fengið átröskun. Ég held að strákar séu mun uppteknari af „fitu” og líkamsmynd í dag en áður en um leið þyki það frekar hallærislegt og stelpulegt. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að minna er um að strákar leiti til okkar heldur en stelpur.“

Er einhver meðaltími á meðferð? „Ég myndi halda að það væru um það bil 6-12 mánuðir. Sumir eru miklu lengur en aðrir styttra.“ Hvað með eftirfylgni? „Öll eftirfylgni er hjá okkur líka. Ég er ennþá með fólk sem hefur verið hjá mér í fimmtán ár, það er þá frekar um stuðning að ræða í langtíma veikindum. Við útskrifum þá sem við getum en einnig kemur fyrir að fólk gefist upp og hætti. Brottfall úr meðferð er hátt, jafnvel 40-50% sjúklinga gefast upp á einhverjum tímapunkti. Stór hluti þeirra kemur svo aftur seinna, sumir voru kannski ekki alveg til­búnir. Sumum finnst of mikið álag að fara að borða og takast á við þetta allt saman. Kannski þarf bara eitthvað í þínum aðstæðum að breytast eða þú hreinlega að þroskast aðeins. Það fer eftir því hvað þú vilt, þá kemur þú bara aftur, það er oft þannig.“ Hverju er helst ábótavant á Íslandi í tengslum við úrræði vegna átröskunar? „Við í teyminu erum fyrst og fremst upptekin af því að vera með meðferðir fyrir átröskunarsjúklinga. Við erum ekki nógu mörg til þess að geta verið með forvarnarstarf og gefið okkur tíma í að halda kynningar. Það sem vantar helst á Íslandi er meðferðarheimili fyrir þá einstaklinga sem eru veikastir. Þeir einstaklingar þurfa að vera í inn­lögn allan sólarhringinn alla daga vikunnar, kannski í ein­hverja 15


Eru það einungis búlimíusjúklingar sem kasta upp? ,,Nei, allir átröskunarsjúklingar geta kastað upp. Sumir kasta upp þó það sé ekki eftir átkast. Ástæðan er þá oft sú að þeim líður svo hræðilega yfir að borða eitthvað á bann­ lista, til dæmis kökusneið. Átröskun getur haft margar birtingar­myndir og oft er erfitt að setja hana í ákveðna flokka. Það sem þessir sjúklingar eiga sameiginlegt er að áhyggjur af líkamsþyngd og hugsanir um mat og mataræði eru farnar að stjórna lífi þeirra. Einstaklingar hætta að fúnkera og hreinlega breytast sem manneskjur. Það er það sem gerir þetta að sjúkdómi. Fullt af fólki hreyfir sig mikið og borðar ofurhollt en maður myndi ekki segja að þau væru endi­lega með átröskun eða að það væri sjúkleg hegðun. Um­ræðan um hvar mörkin liggja er endalaus. Hvenær ýkt „heilbrigð“ hegðun verður sjúkleg er umdeilanlegt.“

mánuði eða eitt til tvö ár. Átröskunarsjúklingar geta orðið svo rosalega veikir, sérstaklega líkamlega. Þeir svelta sig, æla kannski alla daga og misnota lyf. Það fer mjög illa með skrokkinn. Þessu fylgir líka andleg vanlíðan og orkuleysi, úthaldsleysi og einbeitingarleysi. Margir hætta að geta unnið eða verið í skóla. Þeir upplifa sig bara alltaf með veikan líkama og þá þurfa þeir langan tíma til að ná sér. Þess vegna er mikilvægt að hér verði stofnað með­ferðar­ heimili fyrir átröskunarsjúklinga, eins og er í flestum öðrum löndum. Ísland er auðvitað lítið land og núna er það þannig að ef sjúklingar þurfa að leggjast inn fara þeir á bráða­geðdeild við Hringbraut. Það er hins vegar ekki beint heppi­legt umhverfi. Það hljómar ekki vel að vera á læstri bráða­deild í marga mánuði þar sem samsjúklingarnir eru með alls konar mismunandi vandamál og meðallegutíma upp á um það bil tíu daga og það er ekkert prógram yfir daginn. Ég held þetta muni ekki ganga nema einhver öflug aðstandendasamtök eða sjúklingasamtök standi fyrir söfnun og ríkið komi inn með rekstrarfé. Þá væri þetta bara svona fallegt lítið heimili eða hús og þyrfti ekki að vera fyrir svo marga. Þar gætu sjúklingar fengið að jafna sig með stuðningi allan sólarhringinn. Þeir myndu fá stuðning við meðferðina og daglegt líf, stuðning við að borða og sofa og loks sálfræðilegan stuðning. Fengið að taka þátt í lífinu í stað þess að vera bara sjúklingur. Það að vera félagslega virkur skiptir mjög miklu máli fyrir einstaklinginn. Mikilvægt er að reyna að hjálpa ungum sjúklingum og reyna að fyrirbyggja langtíma veikindi.“

Hverjar eru langtímaafleiðingar átraskana? „Sem dæmi um langtímaafleiðingar átraskana má nefna að meltingin fer í klessu, tíðahringurinn líka, tennurnar verða ónýtar af öllum uppköstunum og beinin þynnast. Líkaminn á líka erfiðara með að endurnýja frumur sínar sem hraðar öldrun. Það er þetta sem er svolítið sérstakt við átraskanirnar og maður reynir stundum að hræða sjúklinga með þessu; „Viltu verða svona? Viltu líta út eins og þú sért níræð/ur þegar þú ert þrítug/ur?“ Það góða er hins vegar að það gengur mjög mikið af þessu til baka þegar vannæringin er leiðrétt, nema auðvitað tannheilsan og beinin. Líkaminn er svo ótrúlegur.“

Hverjar eru helstu átraskanirnar? „Lystarstolið. Það er náttúrulega frægasta átröskunin, anorexia nervosa, sem allir þekkja. Það er sjálfsvelti og sú tilfinning að maður sé aldrei nógu mjór; að upplifa sig feitan þó maður líti út eins og beinagrind. Vera í krónískri, öfgakenndri, stífri megrun sem leiðir til alvarlegrar van­ næringar. Þetta hefur alls konar líkamlegar afleiðingar í för með sér. T.d. hætta stelpur oft á blæðingum, beinin þynnast, fólk verður kulvíst og líkamshiti og blóðþrýstingur lækkar. Anorexia er þekktasta átröskunin og það tekur oft lengstan tíma að glíma við og lækna hana. Svo eru það einstaklingar sem eru með lotugræðgi (búlimíu) og taka át­köst. Þeir sjúklingar eru líka alltaf í megrun. Sleppa því að borða morgunmat og hádegismat, halda í við sig stöðugt en missa sig svo í ofátsköst, oftast á kvöldin. Annað hvort verður hungrið of mikið eða önnur vanlíðan sem verður til þess að manneskjan missir stjórn á sér. Algengast er að detta í nammi, kökur eða skyndibita. Borða eitthvað á „svarta listanum”. Fara síðan á klósettið og kasta því upp. Það er klassísk búlimía.“

Veistu hversu algeng átröskun er meðal framhalds­skólanema á Íslandi? „Nei, ég veit það ekki alveg. Við stóðum fyrir skimunar­ rannsókn á Íslandi fyrir 10 árum þar sem við fórum í alla framhaldsskóla í Reykjavík og nokkra úti á landi. Niður­ stöðurnar voru mjög háar en um 15% stelpna skimuðust fyrir átröskunareinkennum og um 2% stráka, en næstum helmingur þátttakenda voru strákar sem mér fannst áhuga­ vert. Um 60% stelpnanna sögðu líkamsþyngdina hafa áhrif á líðan þeirra og 30% strákanna. Á þessum tíma voru átraskanir líka mjög mikið í umræðunni.“ Hefur sjúklingum sem leita til ykkar farið fjölgandi? „Tilvísanir til okkar hafa verið nokkuð stöðugar, um 80-90 á ári. Það eru þó einhverjar sveiflur á milli ára. Til dæmis var toppur fyrir um tveimur árum en þá komu 118 beiðnir. Þá er ég ekki að telja með símaráðgjöfina og alla þá sem við vísum eitthvert annað. Auðvitað er líka fullt af fólki sem leitar sér ekki aðstoðar. Það veit kannski ekki að það sé með átröskun eða veit hreinlega ekki að hún sé til. Umræðan 16


skólablaðið

skinfaxi

Hvað myndir þú gera í sporum Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra til að efla geðheilbrigðisþjónustuna fyrir lok kjör­ tímabilsins? „Mér finnst vanta aðgengi og þjónustu fyrir ungt fólk. Það er kannski af því að ég vinn svo mikið með ungu fólki. Ég veit að þörfin er gríðarlega mikil og geðheilbrigðisþjónusta er mjög dýr. Sálfræðiviðtal kostar um fimmtánþúsund krónur og tími hjá geðlæknum er einnig dýr, þó það sé niðurgreitt af sjúkratryggingum. Þetta er fáránlegt og veldur því að ungt fólk getur ekki leitað sér hjálpar vegna þess að það hefur ekki efni á því. Stjórnvöld þurfa að móta stefnu og leggja í þetta fjármagn. Til eru alþjóðleg sam­tök fagfólks (International Association for Youth Mental Health) með rætur í Ástralíu sem hafa barist fyrir bættu aðgengi og ókeypis þjónustu fyrir ungt fólk að geðheilbrigðisþjónustu í ýmsum löndum, þ.á.m. Svíþjóð. Ísland þyrfti að vera þátttakandi í því. Það væru þá settar upp aðgengilegar móttökur fyrir ungt fólk t.d. 16-25 ára sem vill leita sér hjálpar, milliliðalaust, vegna geðrænna vandamála. Svokallað ,,snemminngrip” í vanda fólks getur skipt sköpum. Það væru þá reyndir, vel menntaðir meðferðaraðilar, áhugasamir sálfræðingar og læknar sem myndu sinna þessu. Þessi þjónusta ætti að vera gjaldfrjáls og foreldrar þyrftu ekki að frétta neitt, því oft þora ung­ menni þá ekki að fara. Síðan þurfa framhaldsskólar að hafa skólasálfræðinga innanborðs eins og við töluðum um áðan, en þeir gætu t.d. hjálpað við að hindra brottfall úr skóla. Það þarf að setja einhverja stefnu um þessi mál. Það væri gaman ef við á Íslandi gætum boðið upp á betri þjónustu við ungt fólk. Hér á Íslandi er skoðun og meðferð flestra kynsjúkdóma ókeypis og fólk getur sjálft pantað tíma hjá göngudeild húð- og kynsjúkdómadeildar Landspítalans. Óskandi væri að það sama gilti fyrir ungt fólk sem glímir við andlega vanlíðan.”

dettur alltaf niður af og til og þá eru skólarnir kannski ekki alveg eins vakandi fyrir þessu. En mér finnst ekki eins og átraskanir séu að aukast, þetta er búið að vera frekar stöðugt síðustu tíu árin.“ Finnst þér einhverju ábótavant í framhalds­ skólum landsins í tengslum við átröskun? „Já, það þurfa að vera skólasálfræðingar í framhalds­ skólum, það er engin spurning. Það er nauðsynlegt. Það er ekki nóg að vera með einhverja kennslu eða einhverja tíma í sálfræði fyrir þá sem eru í ákveðinni deild eða vilja það. Það þarf að vera einhver sem stígur inn ef nemanda líður illa og hjálpar viðkomandi innan skólans. Einnig þarf að kenna efnið „Sálfræði daglegs lífs” í öllum framhaldsskólum. Það er algjör snilld og hefur reynst vel sem valfag í Kvennó til dæmis. Nú er nýkomið út kennsluefni í handbók og því hægt að kenna fagið í öðrum skólum.“ Við sögðum Guðlaugu frá því að Andrea Urður Hafsteinsdóttir, nemandi í MR, hafi staðið fyrir „Depression awareness week” í september síðastliðnum. Vikan gekk vel og hófst með því að Andrea flutti sjálf erindi niðri í Cösu þar sem hún deildi sinni reynslu á þunglyndi. „Það þarf rosalegan kjark til þess að gera þetta. Svona for­varnar­störf eru líka mjög erfið og vandmeðfarin. Í grunn­skóla eiga forvarnarstörf að beinast að fullorðnum, foreldrum og kennurum, en í framhaldsskóla er þetta aðeins öðruvísi. Ég get tekið sem dæmi að í kringum 2004 stofnuðu tvær stúlkur sem glímt höfðu við átröskun sjúklingasamtökin Forma. Þær héldu forvarnarfyrirlestra í framhaldsskólum fyrir mjög stóra hópa af nemendum. Þessir fyrirlestrar voru mjög vinsælir. Því miður hafði þetta öfug áhrif á suma og ýtti undir átröskunareinkenni sem voru farin að láta á sér kræla. Svona forvarnarstarf er svo viðkvæmt og þeir sem vinna starfið þurfa að vera komnir í góðan bata sjálfir. Þetta er auðvitað öðruvísi með þunglyndi en átröskun. Sumum finnst nefnilega bara flott að vera með átröskun. Hins vegar er ekki til nein ,,glamour“ hlið á þung­lyndi. ,,Glamour“ hliðin á átröskun er til dæmis sú að margar Hollywood stjörnurnar og frægustu fyrirsæturnar glíma við átröskun. Þetta er auðvelt að googla. Ég held það væri sniðugt að athuga hvernig svona át­ röskunar „awareness weeks“ fara fram erlendis. Það væri hægt að hafa svona viku í skólanum og tengja hana við líðan, sjálfsmynd og alla þessa fituumræðu sem er í þjóðfélaginu. Það er mikið skrifað um fitufordóma og líkamsvirðingu, og það væri hægt að flétta þessu saman.“

Átröskunarteymið heldur uppi facebook-síðu: Átröskunarteymi Landspítalans. Þar setja þau inn áhugaverðar greinar, fræðslu, viðtöl og fleira. Við hvetjum alla til þess að læka!

17


Íþróttir og sálfræði Gunnar Reynir Einarsson og Sindri Engilbertsson

Hafrún Kristjánsdóttir starfar sem sviðsstjóri íþrótta­ fræðisviðs Háskólans í Reykjavík. Hún er menntaður sál­fræðingur með mikinn áhuga á íþróttum en hún hefur stundað rannsóknir á þeim sviðum sálfræðinnar.

Í hvaða framhaldsskóla varstu? Ég byrjaði í Verzlunarskóla Íslands en fannst viðskiptafögin ekki eiga vel við mig svo ég ákvað að skipta yfir í Fjölbrauta­ skólann í Breiðholti á íþróttabraut og útskrifaðist þaðan.

geð­klofa og átraskanir) eða sem eiga erfitt á einhvern hátt í lífinu, eru t.d að skilja, það þarf ekki endilega að tengjast geð­rænum vandamálum. Bara einhver vandamál sem verið er að reyna að laga eða taka á. Íþróttasálfræðingur vinnur hins vegar með íþróttamönnum og þjálfurum, jafnvel stundum þeim sem stjórna í íþróttafélögum og foreldrum. Hans verkefni er að hjálpa íþróttamönnum að hámarka árangur.

Af hverju ákvaðstu að læra sálfræði eftir að þú útskrifaðist þaðan af íþróttabraut? Fyrst og fremst hef ég alltaf haft áhuga á fólki og langað að geta hjálpað öðrum. Þegar ég var lítil vann mamma á Kleppi og þá kynntist ég geðklofasjúklingum sem voru á deildinni hjá henni. Þá fyrst áttaði ég mig á því að mig langaði að geta hjálpað þeim sem áttu erfitt. Þessi áhugi leiddi til þess að ég byrjaði í sálfræði í Háskóla Íslands. Ég fór svo í meistaranám í klínískri sálfræði en meistararitgerðin mín var á sviði íþróttasálfræði.

Hvernig getur ungt fólk áttað sig á því hvort það henti betur að hitta sálfræðing, heimilislækni eða geðlækni þegar það fer að finna fyrir einkennum eins og miklum kvíða, geðrænum truflunum eða þunglyndi? Margt í starfi geðlækna og sálfræðinga felur í sér svipaða vinnu. Það sem er eins er viðtalsmeðferðin, en henni beitir stór hluti meðferðaraðila innan beggja starfsstétta. Það sem skilur geðlækna frá sálfræðingum er að þeir geta skrifað út lyf en ekki þeir síðarnefndu. Þú ferð ekki til sálfræðings ef þú þarft að fá geðlyf. Sálfræðingar eru meira í sálrænu mati en geðlæknar. Þeir leggja fyrir sálfræðileg próf, þeir

Hver er helsti munurinn á starfi klínísks sálfræðings og íþróttasálfræðings? Og hvað þýða þessi orð yfir höfuð? Klínískur sálfræðingur vinnur oftast við að hjálpa fólki sem eru með ek. geðræn vandamál (m.a. þunglyndi, kvíða,

18


skólablaðið

gera mat eins og greindarmat svo eitthvað sé nefnt, sem geð­læknar gera ekki. Svo eru það heimilislæknar, bæði geð­læknar og (klínískir) sálfræðingar hafa sérmenntun í að takast á við geðræn vandamál en það hafa heimilislæknar ekki. Þeir geta skrifað út lyf og geta þannig hjálpað. Mín persónulega skoðun, sem byggir á rannsóknum, er að ef einstaklingur þjáist af vægu til miðlungsalvarlegu þung­ lyndi og/eða kvíða þá ætti viðkomandi að finna fagmann, hvort sem það er geðlæknir eða sálfræðingur, sem veitir hug­ræna atferlismeðferð. Þegar vandinn er alvarlegri eins og geðklofi sem dæmi, þá er eðlilegt að geðlæknar komi að því.

skinfaxi

hærra en sem nam ákveðnu marki var boðið upp á hugræna atferlismeðferð í hóp. Þetta var eins og áfangi, þau fengu einingar fyrir og við skoðuðum síðan árangurinn af þessari meðferð en hann reyndist góður. Hvers vegna starfa ekki sálfræðingar á heilsu­ gæslum eins og læknar og hjúkrunar­fræðingar í ljósi þess að geðraskanir eru jafn algengar hjá ungu fólki og raun ber vitni? Heilsugæslan hérlendis var skipulögð fyrir fleiri tugum ára, þá var þetta kannski ekki uppi á borðinu og heilsugæslan einungis skipulögð út frá ,,hefðbundnum“ sjúkdómum, ung­barnavernd og þess háttar. Starfsemi heilsugæslunnar var skipulögð út frá læknum og hjúkrunarfræðingum, svo eykst þekkingin en heilsugæslan hefur ekki þróast samhliða því. Það geta flestir verið sammála um að sálfræðingar eiga að starfa innan heilsugæslunnar en það vantar pening í það. Af erlendum rannsóknum sést að sá peningur sem settur er í að ráða sálfræðinga inn á heilsugæslu skilar sér margfalt til baka. En Kristján Þór, heilbrigðisráðherra, er búinn að ákveða að ráða átta sálfræðinga inn á heilsugæslustöðvar landsins. Það er ekki mikið en það er skref í rétta átt. Það er mér óskiljanlegt að það sé ekki sálfræðingur á hverri einustu heilsugæslustöð á landinu.

Hvað er hugræn atferlismeðferð og hvernig fer hún fram? Hugræn atferlismeðferð getur verið hóp- eða einstaklings­ meðferð. Meðferðin snýst í meginatriðum um að breyta hugsunum sínum og hegðun til þess að draga úr þunglyndi og kvíða svo dæmi sé nefnt. Þá er sálfræðingur (eða sá sem stýrir meðferð) sem hjálpar þeim sem er í meðferð að átta sig á hugsunum sínum, tilfinningum, hegðun og hvernig þetta allt tengist. Ásamt því hjálpar hann viðkomandi að skipta út óhjálplegum, órökréttum hugsunum fyrir hjálp­ legar og rökréttar hugsanir ásamt því að hjálpa viðkomandi að breyta hegðun sinni á einhvern hátt. Heldur þú að þunglyndi og kvíði sé stórt vandamál hjá mörgum ungmennum nú til dags, til dæmis á menntaskólaaldrinum? Já, ég held það. Við vitum að þunglyndi og kvíði er mjög algengt vandamál og út frá rannsóknum þá myndi ég áætla að það ásamt öðrum geðröskunum hrjái 1 af hverjum 4 eða 5 menntaskólanemum á einhverju tímabili yfir menntaskólaárin, sem er mjög há tíðni.

Þú varst að ljúka við doktorsverkefni núna fyrir stuttu, um hvað snerist það? Það snerist um aukið aðgengi að hugrænni atferlismeðferð eða sálfræðimeðferð í heilsugæslum. Við tókum 5 vikna hóp­meðferð sem var þróuð á Landspítalanum þar sem 15 til 25 manns, sem þjást af þunglyndi eða kvíða, koma saman í hóp og lengdum hana um viku. Við vorum að skoða hvort þetta væri hentugur kostur fyrir heilsugæsluna. Meðferðin virkaði vonum framar. Þátttakendurnir þurfa ekki allir að glíma við sama vandamál, einn getur verið með félagsfælni og annar með áráttu- og þráhyggjuröskun. Þetta er ekki hugsað fyrir alvarlegri tilfelli eins og geðrofssjúkdóma. Hópurinn situr saman og uppröðunin er eins og á fyrir­ lestri. Það kemur fyrirlestur svo hlé og síðan eftir það er unnið verkefni. Allir fá síðan heimaverkefni sem þeir þurfa að ljúka fyrir næsta tíma og svona gengur þetta. Þetta er nám­skeið í því hvernig maður stjórnar hugsunum sínum. Þetta sama námskeið var einmitt notað í ME og VA, nema þar var það aðlagað að yngri kynslóðum.

Væri að þínu mati æskilegt að hafa sálfræðing tengdan hverjum framhaldsskóla eða einhvers­ skonar sálfræðiteymi sem stæði mennta­skóla­ nemum til boða þar sem nemendur gætu leitað sér aðstoðar? Klárlega, það hefur verið gert í VMA og heppnast vel. Það hefur leitt til þess að auðveldara er fyrir nemendur að fara til sálfræðings, en þar er sálfræðingur með skrifstofu í skólanum. Það er erfitt að fá tíma hjá geðlæknum, þeir eru upp­bókaðir og það er dýrt að fara til sálfræðings á stofu. Svo er engin þjónusta í heilsugæslunni. Fyrsta skrefið á ekki að vera geðdeildin. Ég vann að rannsókn á Egilsstöðum þar sem við vorum með hugræna atferlismeðferð fyrir hóp, fyrst hjá VA, Verkmenntaskólanum á Austurlandi, og síðar gerði ME það sama. Þar skimuðum við fyrir þunglyndi og kvíða hjá krökkum á öðru og þriðja ári. Þeim sem skoruðu 19


Þú spilaðir lengi handbolta með Val og hefur nú verið að vinna mikið með íþróttafólki, fannst þér sálfræðinámið nýtast þér vel í handboltanum? Grunnnámið nýttist mér að ákveðnu marki, þar lærði ég gagnrýna hugsun. Það sem ég lærði í framhaldsnáminu (klínískt) hefur nýst mér töluvert meira. Það er þó erfitt að vita hvað af því var námið og hvað var vegna aukins þroska og aukinnar reynslu sem maður fær með árunum. Í haust stóðst þú fyrir fjölsóttu málþingi um geðraskanir í íþróttum í HR, var sérstök ástæða fyrir því að þetta þing var haldið? Já nokkrar, ég hef haft áhuga á þessu málefni í einhvern tíma, sérstaklega eftir að ég hóf að starfa fyrir Íþrótta­ samband Íslands (ÍSÍ). Mikið af íþróttamönnum leituðu þá til mín vegna ýmiss konar vandamála sem opnaði augun mín fyrir þeirri staðreynd að íþróttamenn glíma við sömu vandamál og aðrir. Þeir eru undir mikilli pressu sem skapar streituvaldandi umhverfi. Svo gerist það að Ingólfur Sigurðsson og Guðlaugur Viktor stíga fram með sín geðrænu vandamál og um svipaðar mundir sýndu nemendur mínir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sævar Ólafsson áhuga á að skrifa um þetta efni. Margrét gerði megindlega rannsókn þar sem hún vann með tölur og skoðaði algengi þunglyndis- og kvíðaeinkenna hjá atvinnumönnum á Íslandi í boltaíþróttum (handbolta, fót­bolta og körfubolta). Hún fékk 90% svarhlutfall sem er nánast óþekkt í rannsóknum og það leiddi í ljós að afreksíþróttafólk á Íslandi skorar hærra á kvíða og þunglyndiskvörðum heldur en almenningur. Sævar gerði frábæra ritgerð þar sem hann tók viðtal við íþróttamenn sem höfðu verið að glíma við þunglyndi og kvíða. Mér fannst ástæða til þess að segja frá þessu og á sama tíma var átakið ,,Útmeða” í gangi og fleiri íþróttamenn stigu fram. ÍSÍ vildi gera eitthvað í þeim málum þannig við ákváðum að gera málþing þar sem uppistaðan voru þessar tvær BS-ritgerðir, auk þess sem ég fór yfir rannsóknir á svipuðu efni erlendis sem reyndust vera ótrúlega fáar. (Áhugasamir geta horft á málþingið með því að leita að ,,andleg líðan íþróttamanna vimeo”) Í viðtali við Guðlaugu sem er í átröskunar­teyminu þá ræddum við tíðni átröskunarsjúkdóma hjá íþróttamönnum. Ósjálfrátt gerði maður ráð fyrir að þess konar sjúkdómar væru algengari hjá fólki í íþróttum eins og dansi og fimleikum. Hún sagði hins vegar að það væri jafnmikið um þetta hjá íþróttamönnum í boltaíþróttum og í öðrum íþróttum sem kom á óvart.

Við gerðum rannsókn árið 2013 á meðal kvenkyns íþróttaiðkenda þar sem við ákváðum að taka fimleika, þá sérstaklega hópfimleika til samanburðar við handboltann. Það sem kom í ljós með þessari ,,litlu“ rannsókn, var að það var töluvert mikið um átröskunareinkenni hjá öllum þessum hópum og handboltinn var engin undantekning. Þið eruð núna að gera skimunarrannsókn hjá íþróttamönnum. Hvernig gengur hún fyrir sig? Um þessar mundir erum við að vinna að stórri rannsókn. Núna erum við að skoða fleiri íþróttagreinar, crossfit og fitness. Þetta gengur þannig fyrir sig að við sendum spurningalista á íþróttamenn, karla og konur, í efstu deildum í íþróttum þar sem er deildaskipting, handbolta, körfubolta, fótbolta og blaki, og svo sendum við spurninga­ lista á þau sem eru orðin lögráða (18 ára og eldri). Svo erum við að skoða hópfimleika, fimleika, áhaldafimleika, fitness, crossfit, badminton, sund, MMA, jiujitsu, júdó, skíði og kraft­lyftingar. Við lögðum áherslu á að skoða íþróttir sem eru með þyngdarflokka. Líkt og í júdóinu eða MMA, þá ertu oft aðeins þyngri en flokkurinn sem þú ert að æfa með og því þarftu að létta þig sem er eitt af því sem getur ýtt undir átröskun og slíkt. Við erum að reyna að skoða sem flestar íþróttir og það verður áhugavert að sjá niðurstöðurnar. Við erum bæði að kanna átröskunareinkenni, lotugræðgi og lystarstol, og svo erum við að skoða líkamsímynd, hvað fólki finnst um líkama sinn. Þetta er allt íþróttafólk í toppformi þannig það verður áhugavert að sjá hvernig þau upplifa sig. Svo spyrjum við líka hvort að íþróttamenn finni fyrir pressu frá þjálfara eða samfélaginu og hvort þeim finnist mikilvægt að nota einhverskonar efni, ólögleg eða lögleg. Hefur það hafa aukist á undanförnum árum að íþróttafélög starfi með sálfræðingum fyrir sitt íþróttafólk? Það eru ekki mörg félög sem gera það. Meginástæða þess er að íþróttafélögin virðast ekki átta sig á því hvað felst í starfi sál­fræðinga og halda jafnvel að einungis þeir sem eiga við alvarleg geðræn vandamál að stríða þurfi á sálfræðihjálp að halda. Í öðrum tilfellum er það oft peningaskortur. Ef að þú stæðir í sporum Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra, hvaða verkefni myndir þú leggja mesta áherslu á? Ég myndi auka aðgengi fólks að gagnreyndri sálfræðimeðferð, það eru til meðferðir sem virka mjög vel við þunglyndi, kvíða og öðrum geðröskunum. Vandamálið er ekki það að við höfum ekki kunnáttuna til að lækna þessa sjúkdóma, vandamálið er miklu frekar að málin koma seint upp og það er miklu erfiðara að hjálpa einhverjum sem 20


skólablaðið

er búinn að stríða við geðræn vandamál í 20 ár heldur en í nokkra mánuði. Ástæðan er sú að ungt fólk veit ekki hvert það getur leitað sér hjálpar. Heimilislæknar eru ekki sérhæfðir í því að takast á við slík vandamál, tímar hjá sál­­fræðingi eru dýrir og það er rosalega erfitt að komast að hjá geðlæknum. Á meðan það er svona erfitt að komast að í gagnreyndri meðferð þá versnar vandamálið sem veldur því að það verður erfiðara að eiga við það og dýrara fyrir samfélagið. Nú hefur verið mikil umræða um geðsjúkdóma á twitter og öðrum samfélagsmiðlum. Hvaða áhrif heldurðu að þessi umræða hafi? Ef við tölum um stóru myndina þá eru jákvæðu af­leiðing­ arnar sem þetta hefur í för með sér að fólk sem glímir við geðræn vandamál áttar sig á því hvað þetta er algengt. Það sér að allskonar fólk glímir við geðræn vandamál auk þess sem sögurnar láta nánast engan ósnortinn.

Því opnari sem umræðan er því minni skömm finna þeir einstaklingar sem stríða við þessi vandamál fyrir. Þetta er bara hluti af lífinu þannig að ég tel að þessar herferðir, ef svo má kalla, hjálpi fólki að átta sig á því hvað þetta er í raun algengt vandamál og að þau standi ekki ein í þessu. Ég tel þetta klárlega vera skref í rétta átt.

21

skinfaxi


Reynslu

(TW) Þessi grein inniheldur lýsingar á andlegum veik­ indum og kynferðislegu ofbeldi.

saga 1

Síðastliðið vor lenti ég inni á geðdeild. Ég skammaðist mín, og geri enn mikið, fyrir það og í byrjun vildi ég ekki að neinn vissi hvar ég væri. Ég man að ég lá inni og hugsaði, hvernig endaði ég hér? 22


skólablaðið

skinfaxi

Ég fór að finna fyrir vægum þunglyndiseinkennum í byrjun 4. bekkjar. Það var í kjölfar atviks í lok september það ár, sem er óþarfi að útlista hér. Það var þannig að ég grét mjög oft og gat ekki hætt að hugsa um atvikið sama hvað ég reyndi. Stuttu eftir áramót fór ég síðan enn dýpra niður. Besta vinkona mín fór með mér í bíltúr þar sem við töluðum um hlutina og það hjálpaði mjög mikið. Mér fór svo að líða aðeins betur um sumarið. En í byrjun fimmta bekkjar versnaði mér. Dagarnir þar sem ég lá uppi í rúmi með sængina yfir haus, ýmist grátandi eða illt í maganum af andlegum sársauka jukust til muna og ég þurfti að hafa mig alla við að drulla mér í skólann á morgnanna, sem ég gerði oftast. Það sem bætti gráu ofan á svart, var að allar bestu vinkonur mínar eignuðust kærasta og var ég þar af leiðandi mun minna með þeim og gat ekki eins greiðlega leitað til bestu vinkonu minnar eins og í fjórða bekk. Ég ákvað að reyna að ná sambandi við einhvern geðlækni, ég hringdi á nokkra staði en þeir voru allir uppbókaðir. Ég fór og talaði við skólahjúkrunarfræðinginn og hún ætlaði að reyna að finna einhvern en hún gat ekkert gert.

Dagarnir urðu verri og verri og þetta var orðið þannig að ég átti sífellt erfiðara með að halda andliti í skólanum og fór oft í hléum inn á klósett að gráta. Ég sagði engum frá því hvernig mér leið og ekki heldur frá áfallinu sem ég varð fyrir. Skömmu síðar fóru sjálfsvígshugsanir að ásækja mig og þá ákvað ég að biðja mömmu að fara með mig á bráðamóttöku geðssviðs. Ég fór þangað og læknirinn greindi mig með meðal til alvarlegt þunglyndi og setti mig á lyf. Eftir svona tvær vikur fann ég að lyfin hjálpuðu smá en ég fann samt sem áður mikið fyrir aukaverkunum. Ég fann fyrir mjög miklu líkamlegu orkuleysi, nætursvita og gífurlegri ógleði. Eitt skipti í verklegri efnafræði var ég næstum því búin að æla yfir tilraunabókina mína. Þrátt fyrir lyfin þá hélt nauðgunin og fleira áfram að ásækja mig. Mér fannst eins og sjálfsvígshugsanirnar ágerðust, þó svo að lyfin hjálpuðu mér að takast á við daglegt líf. Ég gat ekki hætt að hugsa um hvað myndi gerast ef ég myndi taka öll lyfin mín í einu. Þá myndi mér kannski hætta að líða svona ömurlega, þá myndi ég hætta að finna fyrir þessari skömm og sektarkennd. Ef ég myndi bara deyja.

Á þessum tíma fannst mér ástand mitt ekki það alvarlegt að ég gæti leitað til bráðamóttöku geðsviðs svo ég ákvað bara að gera ekkert og reyna að harka af mér. Ég átti sífellt erfiðara með að einbeita mér að skólanum vegna gífurlegrar vanlíðunar.

Mér leið ólýsanlega illa og til að gera langa sögu stutta þá var ég lögð inn á geðdeildina. Læknarnir ákváðu að taka mig strax af þunglyndislyfjunum „cold turkey“ því aukaverkanirnar voru það slæmar að ég fékk krampa í and­litið og gat ekki sofið. Aukaverkanir sem mjög fáir finna fyrir. Það varð til þess að ég fékk gífurleg fráhvarfseinkenni og varð verri. Þegar ég lá þarna inni var ég skiljanlega í áfalli. Ég var þjökuð af kvíða, miður mín og ofan á það með fráhvarfseinkenni út af því að ég var tekin svo skyndilega af lyfjunum.

Í jólafríinu leið mér ógeðslega illa og flesta dagana lá ég uppi í rúmi með sængina yfir haus og fyrirleit sjálfa mig því mér fannst ég vera svo ömurleg að öllu leiti. Ég hitti vinkonur mínar nánast ekkert. Vanlíðanin hélt áfram eftir áramót og var ekkert að skána. Ég brá á það ráð að fara að djamma meira og nota áfengi til að deyfa sársaukann. Eitt örlagaríkt kvöld var ég í partýi með frænku minni. Ég drakk mun meira en góðu hófi gegnir eins og mér einni er lagið og endaði áfengisdauð uppi í einhverju hjónarúmi. Ég rumskaði og fann að það var einhver strákur ofan á mér að nauðga mér. Ég ætla ekkert að greina frá þessu atriði í smáatriðum en ég fór beinustu leið í sturtu þegar ég kom heim og grét og grét og grét. Mér fannst ég ógeðsleg og sjúklega heimsk að drekka svona mikið og fannst þetta bara vera gott á mig að lenda í þessu og þetta ætti í rauninni að kenna mér lexíu að drekka ekki svona óhóflega. Ég hataði sjálfa mig ólýsanlega mikið. Ég byrjaði á að stunda sjálfsmeiðingar þegar ég átti mjög slæm kvöld.

Ég trúði á endanum núverandi geðlækninum mínum fyrir því að mér var nauðgað og stuttu eftir trúði ég mömmu minni fyrir því og mér fannst mjög gott að geta talað við hana um þetta, þó mér þætti afar leiðinlegt að hún þyrfti að heyra þetta. Mamma hafði um miðjan maí talað við skólann og fengið í gegn að ég fengi að taka prófin seinna um vorið og síðan restina um haustið. Þau próf gengu eins og í sögu og ég komst upp í sjötta bekk. Ég hef verið í sálfræðimeðferð í allt sumar, er enn í henni og verð betri með hverjum deginum. Ég er ekki orðin alveg góð en mun vonandi verða það. Ég myndi ekki einu sinni óska mínum versta óvini að lenda í öllum þessum hlutum sem ég lenti í vor og ég hvet alla sem eru að glíma við eitthvað svipað að leita sér hjálpar. Þó það sé bara að tala við náinn vin eða fjölskyldumeðlim um hvað amar að.

Einn daginn var ég á bókasafninu að læra fyrir stærð­ fræði­próf og fékk símtal sem hefði, undir eðlilegum kringumstæðum, átt að gleðja mig mjög mikið, en ég var bara komin á þann stað að ég gat ekki fundið fyrir gleði.

­Nafnlaus stelpa í 6. bekk.

23


Reynslu saga 2

Hugurinn er magnað fyrir­ bæri. Allt sem gerist í hausnum á okkur getur verið raunverulegt fyrir okkur þó það sé fullkomlega brenglað fyrir öðrum. Við getum búið okkur til raunveruleika sem enginn upplifir nema við sjálf.

(TW) Þessi grein inniheldur lýsingar á andlegum veikindum.

Þegar ég var í 9. bekk í grunnskóla byrjaði ég að þróa með mér hugsanaskekkju. Mér gekk vel í skóla og æfði ballett á listdansbraut í JSB. Ég átti marga góða vini og góðan kærasta. Frá því að ég var lítil hef ég alltaf verið þetta týpíska fullkomna barn. Með allt á hreinu í skólanum, á fullu í íþróttum og með mikið keppnisskap. Í raun mætti segja að allt mitt sjálfstraust hafi verið byggt á þessari full­ komnun. Sem síðar varð árátta. Ég byrjaði að fara út að hlaupa sumarið eftir 8. bekk. Það voru ekki æfingar á sumrin og í lok sumars tók ég eftir að ég var búin að bæta aðeins á mig. Ég sagði sjálfri mér að ég vildi bara byggja upp þol og komast í betra form en undirliggjandi var samt alltaf þessi löngun til þess að grennast. Mér leið vel þegar ég sá árangur og þar að auki gekk mér betur í ballettinum. Ég byrjaði að horfa meira og meira á mig í spegli. Mæla hvort lærin snertust eða hvort maginn væri sléttur. Ég átti líka tumblr-síðu þar sem ég followaði bara þessi thinspo blogg og byrjaði svo smám saman að followa anorexíublogg og deila anorexíumyndum sjálf. Það fór í taugarnar á mér að ég væri ekki (að mínu mati) með þennan litla granna ballettlíkama sem mér fannst vera fullkominn. Ég byrjaði að skera niður í mataræði. Hætti að borða brauð, nammi o.s.frv. Þremur mánuðum seinna borðaði ég bara 5 ávexti á dag og æfði í 2-3 klukkutíma alla daga. Ég léttist um 10 kíló á mjög stuttum tíma en þrátt fyrir það fannst mér ég ekki vera nógu mjó. Ég byrjaði að taka inn brennslutöflur þegar ég staðnaði í þyngd. Nokkrum vikum seinna var ég orðin svo háð þessum töflum að ég bað um að fara á klósettið í skólanum til þess að taka þær. Ég hætti að fara á blæðingar og hárið mitt fór að þynnast verulega. Einn daginn bað skólahjúkrunarkonan mig um að koma og tala við sig. Hún hafði fengið ábendingu frá mötuneytisstarfsfólkinu um að ég væri ekki að borða matinn. Ég veit ekki af hverju en ég sagði henni að ég væri hætt að fara á blæðingar. Hún vigtaði mig og spurði mig hvort ég væri að borða nóg. Ég svaraði játandi. Hjúkrunarkonan hringdi heim til mín og sagði foreldrum mínum frá því að ég hafi verið kölluð til 24


skólablaðið

hennar. Þau voru orðin verulega áhyggjufull og spurðu mig hvort ég vildi ekki fá hjálp. Ég vildi það alls ekki. Ég byrjaði að fá hugsanir eins og: ,,Af hverju má ég ekki bara fá að grennast í friði?’’ eða ,,Vilja þau að ég sé feit?’’ Ég var orðin svo upptekin af því að vera í megrun og hugsa um megrun að ég missti samband við vini mína og mér byrjaði að ganga verr í skólanum. Sambandið við foreldra mína hafði aldrei verið verra og ég kom illa fram við kærastann minn. Ég reyndi allt til þess að þurfa ekki að borða matinn heima. Faldi hann eða henti honum þegar foreldrar mínir sáu ekki til. Þetta varð þreytandi til lengdar svo ég byrjaði að láta mig kasta upp eftir mat. Ég gat aldrei viðurkennt veikindi mín. Ekki fyrir öðrum og að vissu leyti ekki fyrir sjálfri mér heldur. Ég gerði allt til að fela hvernig mér leið. Þó svo að ég hafi innst inni vitað að ég væri með átröskun þá var mér í raun alveg sama. Það eina sem skipti mig máli var að verða mjó. Ég var komin undir kjör­þyngd og orðin mjög vannærð en mér fannst ég aldrei grönn. Ég hataði sjálfa mig svo mikið að mér fannst ég eiga þessa vanlíðan skilið. Mér fannst ég svo feit og viðbjóðsleg að ég átti ekki skilið að fá að borða. Ég var minn versti óvinur. Mér fannst allir vera á móti mér. Ég varð brjáluð út í hvern þann sem reyndi að hjálpa mér og upplifði það þannig að sú manneskja vildi að ég yrði aftur ‘’feit’’. Það var það versta sem ég gat hugsað mér, að fitna aftur. Ég var orðin rosalega langþreytt. Einn daginn var ég að klípa í fituna mína fyrir framan spegil og mamma spurði mig hvað gengi að mér. Ég sagði henni, miður mín, að sama hversu lengi ég yrði í megrun, ég yrði aldrei mjó. Hún pantaði tíma hjá sálfræðingi fyrir mig sem greindi mig með anorexíu og ég byrjaði í meðferð hjá henni í kjölfarið. Mig langar að segja að þarna hafi allt lagast og ég sé búin að vera heilbrigð síðan en það væri lygi. Það er líka ómögulegt. Bataferlið er ekki bein braut upp á við. Sjálfsmyndin mín hefur lagast mjög mikið síðan þá en ég fæ en þann dag í dag átröskunarhugsanir af og til. Í dag hef ég ekki látið mig æla í 1 ár og 3 mánuði og ekki stigið á vigt í 2 ár. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þann bata sem ég hef náð og alla þá sem hjálpuðu mér í ferlinu. Þó svo ég verði líklega alltaf með undirliggjandi átröskun þá sé ég fram á að geta lifað lífi mínu áfram eðlilega það sem eftir er.

Þóranna Dís Bender, 5. R

25

skinfaxi


Fólk verður að átta sig á áhættunni Gunnar Reynir Einarsson og Sindri Engilbertsson

Guðrún Dóra Bjarnadóttir er yngsti geðlæknir á Íslandi, þrjátíu og þriggja ára gömul. Að loknu grunnskólanámi fór hún í Verzló. Aðspurð hvers vegna hún valdi ekki MR svarar Guðrún að á kynningunni í MR hafi henni fundist stólarnir of skítugir, litlir og ljótir. Hún gat ekki hugsað sér að sitja á þessum stólum og ákvað því að velja ekki MR. Á lokaárinu í Verzló ákvað Guðrún að fara í læknisfræði.

ofboðslega leiðinlegt að læra um flugur og fiska. Ég gat ekki hugsað mér það. Mér var alveg sama um einhver líffæri í flugum. Þá ákvað ég að læra læknisfræði. Ég tók klásusinn (nemendakvóti byggður á einkunnum) hérna heima en komst ekki inn og fór þá til Ungverjalands að læra. Ég hafði engan áhuga á geðinu. Mér fannst það ótrúlega leiðinlegt og hugsaði: „Æ, getur fólk ekki bara hrist þetta af sér?“ Ég var með þessa týpísku fordóma. Eftir fimmta árið í læknis­ fræði ráðlagði vinkona mín mér að sækja um hér á geðdeild land­spítalans. Hún sagði að það yrði góð reynsla. Ég fór að hennar ráðum og hér er ég enn! Ég eiginlega lenti hérna óvart.“

Hvað kom til? „Ég ætlaði alltaf að verða líffræðingur en svo fannst mér svo 26

Þar sem Guðrún er bæði yngsti geðlæknir landsins og kona, veltum við fyrir okkur hvort hún fyndi fyrir aldurs- og/eða kynjafordómum í starfi sínu. „Ég finn fyrir aldursfordómum þegar ég vinn með sjúk­ lingum. Sérstaklega þegar ég er til dæmis í víðum galla­ buxum og með húfu. Þá er ég oft spurð hvað ég sé eigin­lega gömul. Hins vegar finn ég ekki fyrir miklum kynja­ fordómum. Maður þarf líka svolítið að pæla í því hvaða fólk maður mun umgangast þann daginn. Þegar ég er með eldra fólk á göngudeild þá klæði ég mig í takt við það og þegar ég er með yngra fólk á göngudeild þá er ég kannski í Minnie Mouse bol og í bláum skóm. Svo þarf maður að uppfæra lingóið reglulega og vita hvað er „in“. Þegar „swag“ var aðalorðið þá þurfti maður að kunna að nota það.


skólablaðið

Guðrún fer mikið í skóla landsins að halda fyrir­lestra um geðsjúkdóma. Hún leggur mikla áherslu á að fjalla um skaðsemi kannabis í fyrirlestrum sínum og tengsl þess við geðsjúkdóma. „Kannabis er það vímuefni sem kemur mest við sögu hjá ungu fólki um þessar mundir. Þegar ég var á ykkar aldri var áfengi númer eitt, tvö og þrjú. Nú er kannabis mun algengara vandamál en áfengi. Ég legg þess vegna mjög mikla áherslu á að fjalla um kannabis og einnig það sem er í gangi á hverjum tíma. Til dæmis er verið að taka mikið af e-töflum núna í tollinum og þá kannski ræði ég aðeins um það. Ég legg samt alltaf aðaláherslu á kannabis í mínum fyrirlestrum.“

skinfaxi

fíknivandamál og annað slíkt sem getur haft áhrif á geðraskanir? „Það er búið að vera mikil umræða um geðsjúkdóma sem er mjög jákvætt. Þessi kynslóð virðist vera að taka við sér hvað þetta varðar og það er mjög jákvætt skref. Hins vegar virðast of margir hugsa að ekkert slæmt muni koma fyrir þá þó þeir prófi vímuefni. Fólk verður að átta sig á því að ef það prófar vímuefni, alveg sama hvort þau efni eru lögleg eða ólögleg, þá er það að taka ákveðna áhættu. Bæði það að verða fíkill og að þróa með sér geðsjúkdóm. Við vitum ekki hvernig okkar genamengi lítur út og vitum þar með ekki hvort við séum í áhættuhópi fyrir ákveðna sjúkdóma. Þess vegna er mikil áhætta fólgin í því að prófa vímuefni. Ágæti kannabis hefur mikið verið í umræðunni núna. Mikill áróður gagnvart ungu fólki. Það vantar að ungt fólk geti líka lesið sér til um þetta í stað þess að trúa öllu sem stendur á internetinu í blindni. Ef maður vill finna að hundaskítur sé hollur þá getur maður örugglega lesið einhvers staðar á netinu að það sé rétt. Það þýðir samt ekki að maður sé að maka honum í grímuna á sér.“

Nú þekkir maður líka marga á okkar aldri sem eru að taka inn geðlyf eins og til dæmis Ritalin og Concerta. Er mikið um að ungt fólk sé að misnota þess konar lyf? „Ég er að vinna mitt doktorsverkefni sem fjallar um sprautu­neyslu meþílfenídatlyfja sem eru þá Ritalín, Rita­lín uno og Concerta. Þetta eru lyf sem gefin eru krökkum með ADHD. Þessi lyf eru mikið misnotuð af íslenskum sprautufíklum. Mörg dæmi eru til erlendis, t.d. í Bandaríkjunum og Ísrael, um að fólk misnoti lyfin í prófatíð til að örva sig og geta lært meira. Hins vegar eru engar rann­sóknir til um þetta á Íslandi svo við vitum ekki hversu margir stunda þetta hérlendis.

Eflaust hefur flest ungt fólk orðið vart við þennan áróður um kannabis. Sérstaklega í tónlist eða bíómyndum frá Hollywood. Á Íslandi er þetta kannski ekki eins áberandi. SÁÁ (Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann) eru með forvarnastarf og Marita-fræðslan veitir forvarnafræðslu í formi fyrirlestra í öllum grunnskólum landsins. „Þeir sem sinna forvarnafræðslu eiga þó auðvitað við ramman reip að draga. Í Hollywood syngja til dæmis Miley Cyrus, Justin Bieber og Snoop Dogg mikið um ágæti kannabis eða e-taflna. Í bandarískum þáttum og kvikmyndum er mjög mikið sýnt um ágæti kannabis. Rosa stuð að „blasta“ einni jónu en slæma hliðin á neyslunni er ekki sýnd. Í uppáhaldsþættinum mínum, Big Bang Theory, er dæmi um þetta. Þá eru þau í tjaldútilegu að reykja kannabis og það er bara rosa skemmtilegt. Þannig að þessi áróður gagnvart ungu fólki er alls staðar; að kannabis sé skaðlaust og það sé allt í lagi að reykja gras. Þess vegna er mjög erfitt að eiga við þetta. Í fyrirlestrum mínum fyrir ung­menni legg ég einmitt ríka áherslu á að láta þau vita um þessa skaðsemi. Þau verða síðan að taka upplýsta ákvörðun hvort þau vilji taka þessa áhættu. Þetta er bara eins og með sígarettur. Það vita allir að sígarettur geta valdið lungna­ krabbameini og þegar þú byrjar að reykja veistu af þessari áhættu. Mér finnst mikilvægt að koma upplýsingum um þessa áhættu til skila til unga fólksins.“

Hvaða áhrif geta þessi efni haft á heilsu fólks? „Meþílfenídat efnin eru örvandi efni. Þau valda því að blóðþrýstingurinn hækkar og hjartað slær örar. Fólk sem er viðkvæmt getur þá fengið heilablóðfall eða hjarta­áfall. Þetta er því hættulegra fyrir fólk sem er veikt fyrir. Unga fólkið sem tekur þetta af og til er ekki í eins mikilli hættu. Hins vegar hefur þetta slæm áhrif á þá sem eru með undirliggjandi geðsjúkdóma. Þá er hætta á að þeir einstaklingar upplifi geðrof og finni fyrir mikilmennskubrjálæði. Þeim finnst þeir þá vera bestir og geta allt. Þeir vaka út í eitt, lenda í áflogum og taka kannski aukna áhættu. Þetta getur þá útleyst geðsjúkdóma eins og geðklofa og geðhvarfasýki. Eins og með öll vímuefni upplifa ekki allir geðrof sem prófa kannabis, nákvæmlega eins og það fá ekki allir klamydíu sem stunda óvarin kynmök. Þú ert að taka ákveðna áhættu með þessu.“

Hverju finnst þér helst vera ábótavant hjá ungu fólki á Íslandi varðandi geðsjúkdóma og

Hver er helsta áhættan við kannabis?

27


„Það eru þessir geðsjúkdómar. Það er alltaf verið að bera saman áfengi og kannabis. Áfengi er mjög skaðlegur vímu— gjafi og líklega sá skaðlegasti. En hvernig erum við að bera saman þessu vímugjafa? Áfengi drepur fólk. Ekki hefur verið sýnt fram á að kannabis út af fyrir sig geti drepið fólk. Áfengi er kannski að drepa fólk að meðaltali um fimmtugt, sextugt, sjötugt þegar lifrin fer að gefa sig. Kannabis er skað­legt á annan hátt. Það veldur geðrofssjúkdómum í ungu fólki sem á allt lífið framundan. Tilfinningaþroskinn verður minni. Þessir einstaklingar eiga erfiðara með að eignast vini og að sinna fjölskyldunni. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem reykja kannabis eru líklegri til að detta út úr skóla. Þannig að þetta er skaðlegt á allt annan hátt. Ef við ætlum að bera saman skaðsemi vímugjafa með tilliti til dauða þá er áfengi klárlega skaðlegra. Hins vegar er það að vera með geðsjúkdóm á átján ára aldri mjög mikil skerðing á lífsgæðum. Eins og ég segi alltaf í fyrirlestrunum mínum: þó áfengi sé skaðlegra, þ.e. að þú sért líklegri að deyja úr þeirri neyslu, þýðir það ekki að kannabis sé skaðlaust. Það er bara skaðlegt á allt annan hátt.“

gott. Mér finnst hins vegar vöntun á úrræðum fyrir ung­ menni yngri en 18. Ég er náttúrulega ekki í þeim geira en það er bara mín tilfinning. Einnig heyri ég það svolítið frá foreldrum ungmenna þegar ég held þessa fyrirlestra því ég held þá líka fyrir foreldra. Þeim finnst ekki nægilega mikið af úrræðum í boði.“ Nú er áfengiskaupaldurinn á Íslandi 20 ára en oft virðist viðurkennt að íslensk ungmenni byrji að drekka miklu fyrr. Algengt er að miða við menntaskólaaldurinn. Þá byrja margir að fara á menntaskólaböll og í fyrirpartý, oft með eldri krökkum. Þar er ölvun orðin viðurkenndur hlutur. Meðalaldur íslenskra ungmenna sem byrja að drekka er því líklega í kringum 16-17 ára. Vantar þá kannski eitthvað upp á forvarnir gagnvart áfengi líka? Þó svo maður viti meira um skaðsemi þess. „Auðvitað má gera betur þar. Hins vegar má t.d. sjá á tölum frá Vogi að aðalástæða innlagna inn á Bangsadeildina er kannabisvandi. Árið 2011 lögðust 71% ungmenna 19 ára og yngri inn vegna kannabisvanda. Áfengið virðist því vera á undanhaldi þó svo að það sé alltaf vandamál, sérstaklega unglingadrykkja. Það hefur kannski meiri fókus farið á kannabisforvarnir síðustu ár en það er samt sem áður mikilvægt að halda áfram með áfengisforvarnir. Mér finnst samt vera strangari gæsla inn á böllin frá því ég var í Verzló. Svo virðist sem loksins sé farið að taka á því að ölvun ógildi miðann. Það var nú bara eitthvað grín þegar ég var í menntaskóla. Ef við horfum á áfengisneyslu ungmenna 16 ára og yngri þá hefur dregið mjög mikið úr henni. Svo virðist einmitt vera þetta stökk þegar krakkar fara í menntaskóla. Forvarnafulltrúar Reykjavíkurborgar eru einmitt að skoða hvernig hægt er að minnka þetta stóra stökk þegar krakkar koma úr 10. bekk.

Ef einhver vill komast út úr fíkn, hvert er þá best að leita? „Það fer nú svolítið eftir því hvað sá einstaklingur er gamall. Ef hann er yfir 18 ára myndi maður alltaf ráðleggja fólki að leita fyrst til SÁÁ. Hægt er að hringja til þeirra og panta tíma. Þá fer einstaklingurinn í viðtal til ráðgjafa sem getur metið hve alvarleg neyslan er. Ráðgjafinn metur hvort einstaklingurinn þurfi inniliggjandi meðferð eða hvort göngudeildarmeðferð nægi. Þetta ætti að vera fyrsta skrefið fyrir alla. SÁÁ er líka með mjög góðan vef, saa.is. Þar geta ungmenni lesið sér til og tekið ákveðin próf sem sýna hvort áfengisneyslan sé vandamál og þess háttar. Einnig er hægt að fara í viðtal til heimilislæknis. Hins vegar ef einstaklingurinn er yngri en 18 ára þá eru færri meðferðarúrræði, því miður. Þó er hægt að hafa samband við staði eins og Laugaland, Barnavernd, Stuðla eða Bangsadeildina inni á Vogi. Bangsadeildin er inniliggjandi meðferð fyrir þennan aldurshóp á Vogi. Það er reynt að hafa þau á Bangsadeildinni eins aðskilin frá fullorðinsdeildinni og hægt er. Dæmi eru um að ungmenni hafi komist í harðari neyslu eftir afeitrunarmeðferðir sem eru í boði á Íslandi .

Ef þú værir í sporum Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra, hvað væri fyrsta málið sem þú settir í forgang? „Maður horfir náttúrulega alltaf með sínum gleraugum á málin. Ég myndi vilja sjá betra aðgengi að sálfræðingum og þá sérstaklega á heilsugæslunni. Fólk á mjög erfitt með að greiða fyrir sálfræðiaðstoð á stofu. Mál sem ég myndi setja í forgang væri að niðurgreiða sálfræðinga og koma þeim inn á heilsugæsluna og jafnvel inn í skóla. Heilsugæsluna þarf svo að efla svo um munar. Að mínu mati er ekki boð­legt að það séu biðlistar eða margra vikna bið til að komast til heimilislæknis. Þetta gerir það að verkum að fólk leitar í sífellt meiri mæli í bráðaþjónustu, hvort sem það er slysabráðamóttaka, bráðamóttöku geðsviðs eða

Er þessu ábótavant hér heima? „Aðgengi að meðferðum fyrir fullorðna er mjög gott. Ef við horfum til dæmis til Bretlands þá eru þar sumir sem fá einfaldlega ekki að fara í meðferð. Viðkomandi er einungis metinn af heimilislækni hversu líklegur hann er til að hætta í neyslu. Svo er það oft þannig að hann fær aldrei að fara í meðferð. Hér kostar meðferð varla neitt og aðgengi er mjög 28


skólablaðið

barnadeildin. Bráðaþjónustan er dýrasta þjónustan og tekur einnig lengri tíma. Maður gæti fengið sömu þjónustu á heilsugæslunni í sínu nærumhverfi og borgað þúsundkall. Það væri ódýrara fyrir samfélagið líka. Mér finnst þetta svolítið öfug forgangsröðun. Það á að spýta pening inn í heilsugæsluna.“

skinfaxi

„Það var alltaf þannig. Það komu til dæmis fleiri á mánudögum og fleiri í lok mánaðarins heldur en í byrjun hans. Miklu færri koma þegar það er rosa gott veður eða rosa slæmt veður. Ef það er grámyglulegt úti á mánudegi undir lok mánaðarins… þá er ekki von á góðu. Undanfarið hefur þetta hins vegar verið mjög stöðugt. Aukningin á bráðaþjónustu geðsviðs hefur samt sem áður verið mjög mikil undanfarið. Það eru um það bil tíu fleiri komur á dag en áður.“

Finnur maður mikið fyrir sveiflum á bráða­ þjónustu geðdeildarinnar eftir dögum eða í kringum ákveðnar árstíðir? „Það var alltaf þannig. Það komu til dæmis fleiri á mánudögum og fleiri í lok mánaðarins heldur en í byrjun hans. Miklu færri koma þegar það er rosa gott veður eða rosa slæmt veður. Ef það er grámyglulegt úti á mánudegi undir lok mánaðarins… þá er ekki von á góðu. Undanfarið hefur þetta hins vegar verið mjög stöðugt. Aukningin á bráðaþjónustu geðsviðs hefur samt sem áður verið mjög mikil undanfarið. Það eru um það bil tíu fleiri komur á dag en áður.“ Gæti það stafað af því að það er búið að opna umræðuna svona mikið? „Það gæti verið og líka eins og ég sagði áðan með heilsu­ gæsluna. Að aðgengi að heilsugæslunni hefur verið lélegt.“ Undanfarið hafa verið margar umræðu­ byltingar á samfélagsmiðlum. Nokkrar þeirra snerust um geðsjúkdóma. Fylgdist þú eitthvað með þeim? „Já og nei. Ég var nú einu sinni inni í Beauty Tips hópnum en það var ekki nokkur leið að lesa það allt því það komu þrjátíu nýjar sögur á fimm mínútum. Þetta getur verið góður vettvangur til að tjá sig fyrir suma. Það eru samt sem áður kostir og gallar við þetta. Hins vegar skiptir það auðvitað gríðarlega miklu máli að reyna að minnka fordóma fyrir geðsjúkdómum.“ Andrea Urður Hafsteinsdóttir, nemandi í MR, stóð fyrir svokallaðri Depression Awareness week í skólanum fyrr á þessu ári. Þetta hefur ekki verið gert í neinum öðrum skóla á landinu. Finnst þér að mætti gera meira af þessu? „Mér finnst þetta mjög góð hugmynd. Allt sem nemendur gera til að opna umræðuna skiptir máli. Þetta er mjög gott skref og eitthvað sem þið MRingar getið verið stolt af og eigið að halda áfram.“

29



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.