www.uu.is
Um Almería Úrval Útsýn býður, eins og síðustu tvö ár, upp á ferðir til Almería í sumar. Ástæðurnar fyrir velgengninni eru augljósar; þar er margt um að vera, hagstætt verðlag, sólríkar sandstrendur, ekta spænsk menning, mikið úrval af glæsilegum gistingum og ekki sakar hversu ódýrt er að ferðast þangað.
1 2 3 4 5 6 7
7
PROTUR PIERRE VACANCES ARENA CENTER NEPTUNO SABINAL MEDITERRANEO PARK Zoraida Beach
6
5
Við pössum upp á að allir finni gistingu við sitt hæfi. Hvort sem það er þriggja eða fimm stjörnu hótel, hálft fæði eða allt innifalið ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi - á hagkvæmu verði.
FALLEGUR STRANDBÆR Allt í kringum Almeria er fjöldi lítilla þorpa, hvert með sitt einkenni og sjarma. Í 18 km fjarlægð frá Almería er strandbærinn Roquetas de mar, en þar eru gistingar okkar staðsettar. Fjölbreytt afþreying er í boði. Þar er m.a. vatnsrennibrautagarður, sædýrasafn, go-kart, línuskautasvæði, falleg smábátahöfn og lítill barnaskemmtigarður.
3
2
FJÖLBREYTT MANNLÍF Sólríkar strendur, hvítkölkuð hús, nautaat, senjórítur og seiðandi flamenco-tónlist. Öll þessi sérkenni spænskrar menningar tilheyra næststærsta héraði Spánar, Andalúsíu. Fyrir utan einstaka veðurblíðu og fallegar strendur er þar að finna fjölbreytt landslag, sterka menningu og elskulegt fólk.
4
1
GRANADA - ÓGLEYMANLEG UPPLIFUN Fyrir þá sem vilja fara í lengri ferðalög er ógleymanlegt að heimsækja Granada, ein þekktasta og mest heimsótta borg Spánar. Granada var höfuðborg Andalúsíu á tímum mára, en arabar réðu yfir Granada í næstum 800 ár eða allt fram á 15. öld.
Gott að vita
DRYKKJARVATN Ráðlagt er að kaupa neysluvatn. Vatnið í krönunum er ekki skaðlegt, en það er ekki gott á bragðið og ekki æskilegt að nota það til matargerðar. Agua sin gas er venjulegt vatn og Agua con gas er kolsýrt vatn.
VEÐRIÐ SKOÐUNARFERÐIR Fjölbreyttar skoðunarferðir eru í boði á Almería svæðinu. Upplýsingar um ferðir sem eru í boði hverju sinni er að finna í upplýsingamöppum á gististöðunum. Íslenskur fararstjóri er í flestum ferðum og eru þær því góð leið til að kynnast svæðinu enn betur. Athugið að ferðir geta breyst, fallið niður og/eða aðrar komið í staðinn. Bóka þarf í ferðir með í viðtalstímum eða í gegnum þjónustusímann. Boðið m.a. er uppá ferðir til Granada og Mini Hollywood.
Sérstaklega gott veðurfar er á Almería en meðalhiti yfir hásumarið á ströndum Almería er um 27°C. Á Almería svæðinu eru að meðaltali 320 sólskinsdagar á ári.
ÞJÓRFÉ
Hitatafla mars
april
maí
júní
18
20
23
27
júlí ágúst 29
29
Ef þið eruð ánægð með þjónustu á veitingastöðum er til siðs að gefa 5 – 10% þjórfé. Herbergisþernum er ágætt að gefa 6 til 10 evrur á viku, en athugið að enginn er skyldugur að gefa þjórfé.
www.uu.is/sol/almeria/
9