Vetur 2014/2015

Page 1

Vetur 2014-2015

Sólarferðir Borgarferðir Íþrótta- og afþreyingarferðir Siglingar

Golfferðir Aðventuferðir Sérferðir Skíði

1


EINN, TVEIR, ÞRÍR OG VIÐ HÖLDUM AF STAÐ! Spennandi ferðir við allra hæfi í vetur. Ferðaskrifstofuna Úrval Útsýn þarf vart að kynna fyrir þeim sem eitthvað hafa fylgst með íslenskum ferðamarkaði. Saga skrifstofunnar er samofin ferðalögum Íslendinga allt frá fyrri hluta síðustu aldar. Í dag

byggir ferðaskrifstofan svo sannarlega á þeirri reynslu og hefð sem safnast hefur saman í gegnum árin. Starfsfólk ferðaskrifstofunnar hefur dýrmæta reynslu í skipulagningu ferða um allan heim en skrifstofan hefur á að skipa

4-5 Tenerife

6-7 Kanarí

8-9 Taíland

10 Úrvalsfólk

11-14 Sérferðir & borgir

15 Íþrótta- & skemmtiferðir

16-17 Golf

18-19 Siglingar

20-21 Skíði

22 Gönguferðir, dans og jóga

einvalaliði sem tekur vel á móti þér. Það er keppikefli okkar að bjóða upp á fjölbreytni og faglega þjónustu á öllum sviðum, því ferðin þín skiptir okkur miklu máli.

Allar upplýsingar í bæklingnum eru birtar með fyrirvara um prent- eða myndvillur. Umbrot og hönnun: Birgir Örn Breiðfjörð // Prentun: Ísafold


Ný lína - Íslensk hönnun

Kringlunni 2. hæð, 103 Reykjavík | Sími 568 9111 | augad.is


Tenerife Úrval Útsýn býður upp á vinsælustu ferðamannabæina á suðurhluta Tenerife; Playa de las Américas og Costa Adeje. Þaðan er stutt niður að strandlengjunni, t.d. hinni frægu dekurströnd Playa del Duque. Hægt er að fara í golf, go-kart, köfun og enginn sem er ungur í anda, má láta vatnsrennibrautagarðinn Siam Park fram hjá sér fara, en hann er einn sá stærsti sinnar tegundar í Evrópu. Tenerife er paradísareyja sem býður upp á öll hugsanleg þægindi undir stöðugri sól.

Best Tenerife

Hotel Gala

Gott 4 stjörnu hótel, frábærlega vel staðsett í hjarta Playa de las Americas þar sem örstutt er í verslanir og þjónustu. Fallegur og gróðursæll sundlaugagarður. Gott hótel fyrir alla fjölskylduna.

Gott 4 stjörnu hótel, vel staðsett á Playa de las Americas svæðinu og aðeins í 5 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni. Hótelið er rómað fyrir góðan mat og stutt er í verslanir og fjölda skemmtistaða í næsta nágrenni.

Aðstaða

Aðstaða

Fæði

Strönd

250m

Án fæðis

Nei

Fæði

Strönd

300m

Án fæðis

Nei

Bar

Morgunmatur

Bar

Morgunmatur

Veitingastaður

Hálft fæði

Veitingastaður

Hálft fæði

Sundlaug í garði

Fullt fæði

Sundlaug í garði

Fullt fæði

Barnasundlaug

Allt innifalið

Barnasundlaug

Allt innifalið

Sólbekkir

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Heilsurækt

Loftkæling

Loftkæling

Svæði: Playa de las Americas

Marylanza Apart Hotel

Já Nei

Svæði: Troyaströndin

Hovima Santa Maria

Marylanza er nýlegt og stórglæsilegt 4 stjörnu íbúðahótel á Playa de las Americas svæðinu. Staðsett við Golf Las Americas golfvöllinn og í léttu göngufæri við ströndina og miðbæinn.

Santa Maria er 3 stjörnu íbúðagisting staðsett rétt fyrir ofan Fanabe ströndina og Puerto Colon höfnina, á Costa Adeje. Líflegt umhverfi með mikið af verslunum, veitingastöðum og stutt í alla þjónustu.

Aðstaða

Aðstaða

Strönd

Fæði 1,5km

Án fæðis

Strönd

Fæði 300m

Án fæðis

Nei

Bar

Morgunmatur

Bar

Morgunmatur

Veitingastaður

Hálft fæði

Veitingastaður

Hálft fæði

Sundlaug í garði

Fullt fæði

Sundlaug í garði

Fullt fæði

Barnasundlaug

Allt innifalið

Barnasundlaug

Allt innifalið

Sólbekkir

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Loftkæling

Svæði: Playa de las Americas

Heilsurækt

Nei

Loftkæling

Nei

Já Nei

Svæði: Costa Adeje

4

Kynntu þér Tenerife á urvalutsyn.is


Parque Cristobal

Hotel Troya

Parque Cristóbal er glæsileg og frábærlega staðsett íbúðagisting í hjarta Las Americas strandarinnar. Aðeins 100 m í ströndina og fjöldi veitingastaða og verslana allt í kring. Svæðið nær yfir 30.000 fermetra og skartar 151 íbúð í friðsælum garði.

4 stjörnu hótel á Troya ströndinni. Góð aðstaða í garðinum en einnig er mjög stutt á ströndina. Mjög gott leiksvæði er fyrir börnin og stutt er í verslanir og fjölda skemmtistaða í næsta nágrenni.

Aðstaða

Aðstaða

Fæði

Strönd

100m

Án fæðis

Strönd

Fæði 20m

Án fæðis

Nei

Bar

Morgunmatur

Bar

Morgunmatur

Veitingastaður

Hálft fæði

Veitingastaður

Hálft fæði

Sundlaug í garði

Fullt fæði

Sundlaug í garði

Fullt fæði

Barnasundlaug

Allt innifalið

Barnasundlaug

Allt innifalið

Sólbekkir

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Heilsurækt

Loftkæling

Loftkæling

Svæði: Playa de las Americas

Hotel Fanabe Costa Sur

Svæði: Playa de las Americas

Costa Adeje Gran Hotel

Hótelið kemur fólki skemmtilega á óvart, fjölbreytt sameiginleg aðstaða, góð þjónusta og þægilegt viðmót gerir dvöl á Hótel Fanabe vel þess virði að eyða sumarleyfinu þar.

Fallegt og fjölskylduvænt hótel með glæsilegu útsýni yfir bæði Duque og Fanabé strendurnar. Öll helstu þægindi sem völ er á og glæsilegur garður með góðum sundlaugum.

Aðstaða

Aðstaða

Strönd

Fæði 600m

Án fæðis

Nei

Strönd

Fæði 300m

Án fæðis

Nei

Bar

Morgunmatur

Bar

Morgunmatur

Veitingastaður

Hálft fæði

Veitingastaður

Hálft fæði

Sundlaug í garði

Fullt fæði

Sundlaug í garði

Fullt fæði

Barnasundlaug

Allt innifalið

Barnasundlaug

Allt innifalið

Sólbekkir

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Heilsurækt

Loftkæling

Loftkæling

Svæði: Costa Adeje

Svæði: Costa Adeje

5

Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19 í Kópavogi. Sími 585 4000 | www.uu.is | Facebook


Kanarí Íslendingar sækja til Kanarí allan veturinn. Eyjan hefur verið vinsælasti vetraráfangastaður Íslendinga undanfarna áratugi. Flestir fara aftur og aftur enda erfitt að finna betri stað fyrir vetrarfríið. Loftslag Kanaríeyja hentar Íslendingum vel, það er ekki of heitt og ekki of kalt, heldur stöðugur og þægilegur andvari. Fallegir strandbæir liggja meðfram sjónum sem kafarar, brimbrettafólk og baðgestir sækja í. Á kvöldin kviknar næturlíf þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, allt frá diskótekum til rólegra og huggulegra kráa. Á Kanaríeyjum er líflegt að vera. Á daginn má rölta niður á strönd eða kíkja í einhverja af þeim fjölmörgu verslunarmiðstöðum, börum og kaffihúsum sem eru á eyjunni. Einnig má spila golf á afbragðs golfvöllum.

Roque Nublo

Las Arenas

Vel staðsett íbúðagisting við Avenida de Tirajana með einföldum og björtum íbúðum og góðum sundlaugagarði. Í byggingunni er góður veitingastaður, Las Brasas.

Rúmgóðar stúdíóíbúðir á líflegu svæði á Ensku Ströndinni, skammt frá verslunarmiðstöðvunum Metro og Kasbah og fjölda veitingahúsa. Aðeins 300 metrar á ströndina.

Aðstaða

Aðstaða

Fæði

Strönd

1km

Án fæðis

Fæði 300m

Strönd

Bar

Morgunmatur

Nei

Bar

Veitingastaður

Hálft fæði

Nei

Veitingastaður

Sundlaug í garði

Fullt fæði

Nei

Sundlaug í garði

Barnasundlaug

Allt innifalið

Nei

Sólbekkir

Skemmtidagskrá Nei Heilsurækt

Nei

Loftkæling

Nei

Svæði: Enska ströndin

Án fæðis Morgunmatur

Nei

Nei

Hálft fæði

Nei

Fullt fæði

Nei

Barnasundlaug

Allt innifalið

Nei

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Nei

Heilsurækt

Nei

Loftkæling

Nei

Svæði: Enskaströndin

Barbacán Sol

Montemar Vel staðsett íbúðahótel á Ensku ströndinni. Fjölmargar verslanir, veitingastaðir og barir eru í næsta nágrenni. Staðsett við íbúðagötu á einum eftirsóttasta stað Ensku strandarinnar.

Einn vinsælasti gististaður íslenskra ferðalanga til margra ára. Gisting eins og hún gerist best á Kanaríeyjum, á góðum stað á Ensku ströndinni, með mjög góðri aðstöðu og þjónustu.

Aðstaða

Aðstaða

Fæði

Án fæðis

Nei

Morgunmatur

Nei

Bar

Morgunmatur

Veitingastaður

Nei

Hálft fæði

Nei

Veitingastaður

Hálft fæði

Sundlaug í garði

Fullt fæði

Nei

Sundlaug í garði

Fullt fæði

Nei

Barnasundlaug

Allt innifalið

Nei

Barnasundlaug

Allt innifalið

Nei

Sólbekkir

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Loftkæling

100m

Skemmtidagskrá

Nei

Heilsurækt

Nei

Loftkæling

Nei

Án fæðis

Svæði: Enska ströndin

Strönd

Fæði

Bar

Strönd

1,5km

Svæði: Enska ströndin

6

Kynntu þér Kanarí á urvalutsyn.is


Ifa Buenaventura

Eugenia Victoria

Mjög þægilegt og gott hótel á góðum stað á ensku ströndinni. Tveir sundlaugagarðar og mikil skemmtidagskrá. Stór og rúmgóð herbergi.

Eugenia Victoria er vel staðsett 3ja stjörnu hótel á Ensku ströndinni. Stutt í verslanir , veitingastaði og bari. Garðurinn er stór með miklum gróðri.

Aðstaða

Aðstaða

Fæði

Strönd

400m

Án fæðis

Nei

Fæði

Strönd

300m

Án fæðis

Nei

Bar

Morgunmatur

Bar

Morgunmatur

Veitingastaður

Hálft fæði

Veitingastaður

Hálft fæði

Sundlaug í garði

Fullt fæði

Nei

Sundlaug í garði

Fullt fæði

Nei

Barnasundlaug

Allt innifalið

Barnasundlaug

Allt innifalið

Sólbekkir

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Heilsurækt

Loftkæling

Loftkæling

Svæði: Enska ströndin

Bungalows Parque Cristobal Góð smáhýsi stutt frá strönd í hjarta Ensku strandarinnar. Stutt í veitingastaði og bari. Á hótelinu eru smáhýsi með einu og tveimur svefnherbergjum, premier smáhýsi og “kid suite” smáhýsi. Aðstaða Strönd

1,5km

Án fæðis

Bar

Morgunmatur

Veitingastaður

Hálft fæði

Sundlaug í garði

Fullt fæði

Nei

Barnasundlaug

Allt innifalið

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Loftkæling

Svæði: Enska ströndin

Svæði: Enska ströndin

Dunas Mirador Hótelið er á friðsælum stað ofarlega á Maspalomas svæðinu við Sonnenland. Stór og góður garður með sundlaug, barnalaug og leiksvæði fyrir börnin. Frábær kostur fyrir fjölskyldur. Aðstaða

Fæði

Strönd

Fæði 2km

Án fæðis

Nei

Bar

Morgunmatur

Nei

Veitingastaður

Hálft fæði

Sundlaug í garði

Fullt fæði

Nei

Barnasundlaug

Allt innifalið

Sólbekkir

Skemmtidagskrá

Heilsurækt

Loftkæling

Svæði: Sonnenland

7

Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19 í Kópavogi. Sími 585 4000 | www.uu.is | Facebook


Taíland

- Hua Hin og Bangkok

Úrval Útsýn býður upp á einstakt tækifæri til að heimsækja Taíland, landið sem hefur verðið rómað fyrir fegurð, fjölbreytni og einstaka gestrisni heimamanna. Í þessari ferð verður bæði dvalið við strönd og í borg þar sem gestir geta hagað tíma sínum að vild. Gist verður í strandbænum Hua Hin í fyrri hluta ferðar í hinni mögnuðu höfuðborg Bangkok í þrjár nætur. Val er á milli 3ja, 4ra og 5 stjörnu hótelpakka og er morgunverður alls staðar innifalinn. Farið verður í rútu á milli Bangkok og Hua Hin. Á meðan á dvölinni stendur geta farþegar notið lífsins á sinn hátt, hvort sem það er í sólbaði, dekri, skoðunarferðum eða annarri afþreyingu, eða að kíkja í verslanir, á markaði eða veitingahús. Möguleikarnir eru óþrjótandi í Taílandi. HUA HIN

Hua Hin er strandbær rúmlega 200 km suður af Bangkok. Strandlengjan er mjó og töluvert af stórum steinum sem liggja á henni. Þar af leiðandi fékk bærinn nafnið Hua Hin sem merkir steinaröð. Eftir að konungurinn Rama VII reisti sér sumarhöll við ströndina 1928 fóru almennir borgarar að venja komur sínar þangað og vinsældir staðarins jukust. Í dag er Hua Hin einn vinsælasti staður heimamanna til að dvelja á í frítíma sínum. Staðurinn sameinar sjarma gamla fiskimannabæjarins og nútímalega ferðamannaaðstöðu með hótelum, veitingastöðum, verslunum, mörkuðum og fleiru. Ströndin er um 8 km löng og hótelin teygja sig eftir strandlengjunni. Víða er alls konar vatnasport og afþreying í boði, einnig góðir golfvellir, vinsælir markaðir og áhugaverðir staðir. Einnig er hægt að taka þátt í skoðunar-, göngu- og ævintýraferðum sem verða nánar kynntar á staðnum. Engum ætti því að leiðast í Hua Hin.

BANGKOK

Bangkok er stærsta borg Taílands og jafnframt höfuðborg. Hún er miðstöð stjórnunar, fjármála, menningar og menntunar og þar búa um 9 milljónir manna. Hitinn er oftast á bilinu 26-31°. Bangkok er alþjóðleg, fjölbreytt og heillandi borg þar sem gamlir og nýir tímar mætast og þróast í allar áttir. Þarna

eru gömul Búddahof og fagrar hallir, nútímaleg tækni og samgöngur, háhýsi, hótel, verslanir, veitingastaðir, skemmtistaðir, markaðir og fullt af áhugaverðum stöðum. Chao Pray áin og hin fjölmörgu síki setja líka svip sinn á borgina og þess vegna er kjörið að kynna sér fjölbreytnina í borginni með því að fara í bátsferð. Allir verða líka að kynnast hinum fræga “Floating Market” skammt utan við borgina, þar sem hægt er að kaupa allt milli himins og jarðar. Í borginni er fjöldinn allur af alls konar mörkuðum og glæsilegum verslunarmiðstöðum, en hið sérstaka andrúmsloft og götu- og skemmtanalífið auk frábærra veitingastaða gera lífið bara skemmtilegt. Sannarlega spennandi borg. VERÐDÆMI 7.–18. nóvember HHH  (D VAREE DIVA & NARAI)

299.900 kr

m.v. 2 fullorðna í tvíbýli.

VERÐDÆMI 7.–18. nóvember HHHHH  (ANANTARA & RAMADA PLAZA)

349.900 kr 8

m.v. 2 fullorðna í tvíbýli.

Kynntu þér Taíland á urvalutsyn.is


BROTTFARIR: 7.–18. NÓVEMBER 2014 20. NÓV.—1. DES. 2014 21. JAN—2. FEBRÚAR 2015 16. MARS—27. MARS 2015

Skoðunarferðir SAM ROI YOT ÞJÓÐGARÐURINN Í þessum 9.808 hektara þjóðgarði gefst kostur á að upplifa ýmislegt og fara í skoðunarferðir. Í könnunarleiðangri um Sam Roi Yot þjóðgarðinn er oft hægt að heyra Gibbons apana kallast á með sínum sérkennilegu hljóðum. Eins er hægt að sjá þá stökkva og sveifla sér fimlega á milli trjágreina í regnskóginum. Phraya Nakhon hellaskoðun: Um 10 - 15 mín sigling að staðnum og síðan er létt ganga í um 40 mín. upp lága hæð og inn í opinn bjartan helli þar sem konungurinn Chulalongkorn, Rama V, (f. 1868-1910) lét reisa altarishof til heiðurs Búdda.

DAGSFERÐ Á KOH TALU EYJUNA Þessi fallega litla eyja Koh Talu, liggur í um það bil þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Hua Hin. 15 mínútna sigling er á hraðbát frá meginlandinu yfir á eyjuna. Þar er hægt að snorkla og svamla í sjónum og þar gefur að líta litskrúðugt sjávarlíf og kóralrif. Hádegisverður er innifalinn í ferðinni sem og afnot af kanó bátum. Þeir sem vilja geta kíkt á skjaldbökuræktunina sem er við strandlengjuna eða slakað á með kaldan drykk í sólbaði. 10 -12 klst. skoðunarferð.

FARARSTJÓRI: Halla Frímannsdóttir betur þekkt sem Halla Himintungl hefur búið og ferðast um Asíu síðastliðinn 6 ár.

9

Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19 í Kópavogi. Sími 585 4000 | www.uu.is | Facebook


Úrvalsfólk Aldur: 60+

Úrvalsfólki fjölgar stöðugt og er fjöldi ferðafélaga yfir 10 þúsund manns. Í ferð með Úrvalsfólki er hópurinn samstæður og þú nýtur samvista við jafnaldra, vini og kunningja. Skemmtanastjóri er með í ferðum og skipuleggur fjölbreytta dægradvöl, t.d. leikfimi, spilavist og skemmtikvöld. Farið er saman út að borða, í dans og danskennslu, golf og mínígolf ásamt fjölmörgum öðrum skemmtilegum uppákomum, að ógleymdum frábærum skoðunarferðum í fylgd reyndra fararstjóra. BENIDORM - 18. sept. - 4. október. Uppselt! Hinar vinsælu heldri borgara ferðir á Gran Hotel Bali á Aliancte svæðinu á Spáni hafa svo sannarlega slegið í gegn. Þar njóta menn samvista við jafnaldra, vini og kunningja. Jenný Ólafsdóttir skipuleggur fjölbreytta dagskrá við allra hæfi.

TENERIFE

Tenerife 22.okt. - 10.nóv. 75 ára afmælisferð Kjartans Trausta! Tenerife 30. okt. - 19.nóv. 75 ára afmælisferð Kjartans Trausta! Kjartan Trausti reynir að yngja sig og aðra upp í 75 ára afmælisferð sinni. Kjartan er fæddur og uppalinn á Akranesi. Hann hefur verið fararstjóri erlendis um árabil. “Lengur en elstu menn muna” eins og stundum er gantast með.

FARARSTJÓRAR: Kjartan Trausti og Jenný Ólafsdóttir VERÐDÆMI TENERIFE: 22. október – 10. nóvember HHHH  TROYA HOTEL

249.900 kr

m.v. 2 fullorðna í tvíbýli með hálfu fæði

KANARÍ - 28. okt - 18. nóv og 29. okt - 26. nóv Gist verður meðal annars á Green Park sem er vel staðsett íbúðagisting á Ensku ströndinni, um 500 metra frá ströndinni. Allar íbúðir voru teknar í gegn árið 2014. Aðrir gistimöguleikar eru í boði á sama tíma. Fjölbreytt afþreying, kvöldvökur og mikil skemmtun.

VERÐDÆMI KANARÍ: 28. október–18. nóvember HH  GREEN PARK

154.900 kr

m.v. 2 fullorðna í tvíbýli.

10

Kynntu þér Úrvalsfólk á urvalutsyn.is


Spennandi sérferðir og borgarferðir ÆVINTÝRALANDIÐ TAÍLAND 14.-29. nóvember 2014

Fararstjóri: Halla Frímannsdóttir (Halla Himintungl)

VERÐDÆMI:

429.900 KR

verð á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið.

Tæland er stórt, fjölbreytt og framandi og sífellt fleiri sækja landið heim. Sögurnar af gestrisnum heimamönnum, framandi siðum og venjum, einstöku landslagi, fallegum ströndum og líflegum borgum hljóma margar kunnuglega, en þetta er ekki allt. Heimamenn og þeir sem hafa dvalið í landinu í lengri tíma eins og fararstjórinn okkar, hafa frá ennþá fleiru að segja og luma á ýmsum staðreyndum, gullmolum og leyndum stöðum sem gaman verður að kynnast nánar. Í þessari vinsælu, fjölbreyttu og skemmtilegu ferð Úrvals Útsýnar til Taílands kynnast gestir stórum hluta landsins frá ýmsum sjónarhornum. Höfuðborgin Bangkok (2 nætur), náttúruperlur í fjöllum norðursins (6 nætur), og dvöl við Hua Hin ströndina í lokin (5nætur) skapa grunninn, en fljótasiglingar, fílabúgarður, sigling á bambusfleka, heimsókn til fjallaættbálka, taílenskt handverksfólk, búddismi, te-rækt og margt margt fleira ber á góma.Flogið verður með Icelandair og Thai til og frá Bangkok í gegnum Stokkhólm. Frábær, fjölbreytt og ævintýraleg ferð með góðri gistingu.

MADEIRA 7.-16. apríl 2015

Besta eyja í Evrópu til að ferðast til 2013! Ekki amalegt fyrir hina fögru Madeira að hljóta þennan titil í fyrra hjá World Travel Awards. Þess vegna er það Úrval Útsýn mikill heiður að geta boðið upp á 9 daga ferð til Madeira í apríl. Þessi undurfagra eyja í Atlantshafinu tilheyrir Portúgal og er oft kölluð Eyja hins eilífa vors eða Garðurinn fljótandi, sem segir mikið um veðurfarið og gróðursældina á eyjunni. Í raun er Madeira stærsta eyjan í eyjaklasa, en þó er hún aðeins um 740 km² að stærð. Þarna býr friðsamt og notalegt fólk, þarna fæddist t.d. Cristiano Ronaldo, sem var kosinn besti fótboltamaður heims 2013, margir kannst við Madeiravín og enn fleiri tengja eyjuna við fallegan gróður, landslag og gönguferðir. Í öllu falli er allur aðbúnaður þar mjög góður, góðir gististaðir í boði og afar spennandi kynnisferðir, bæði til höfuðborgarinnar Funchal og um alla eyju. Flogið í beinu leiguflugi. Frábær ferð þar sem fólk getur sólað sig, slakað á, rölt um eða kynnst landinu í skemmtilegum kynnisferðum. Missið ekki af þessu einstaka tækifæri!

SALZBURG AÐ HAUSTI 16.-21. október 2014

Fararstjóri: Ása María Valdimarsdóttir

VERÐDÆMI:

Salzburg er hvort tveggja í senn nafn á fylki í Austurríki og einnig nafn á höfuðborg fylkisins. Salzburg er talin ein fallegasta borgin í Austurríki auk þess að vera merk menningar- og tónlistarborg. Landið í kring er með eindæmum fagurt og fjölbreytt , fjöll, vötn og græn engi, - svona eins og margir kannast við úr “Sound of Music”, enda er kvikmyndin að verulegu leyti tekin þar. Úrval Útsýn býður upp á afar notalega fimm daga ferð um þetta fallega svæði í október, þegar haustlitirnir skarta sínu fegursta. Gist verður í tvær nætur í borginni Salzburg og tvær nætur í fjallabænum St. Johann in Pongau en síðasta nóttin er í München. Kynnisferðir m.a. til Wolfgangsee, Hallstatt og í Arnarhreiðrið auk léttra gönguferða. Flogið með Icelandair til og frá München. Einstaklega skemmtileg, fjölbreytt og fræðandi ferð.

168.900 KR

verð á mann í tvíbýli. Mikið innifalið. 11

Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19 í Kópavogi. Sími 585 4000 | www.uu.is | Facebook


DUBLIN

23.-26. október 2014 - (Örfá sæti laus.) og 20. - 23. nóvember 2014 Fararstjóri: Helgi Daníelsson

VERÐDÆMI:

88.500 KR

Dublin, sem er höfuðborg Írska lýðveldisins, er með líflegri borgum Evrópu. Veitingahúsin, krárnar og nýtísku hótelin hafa lífgað uppá miðbæ Dublin svo um munar. Menning, listir, hefðir og saga laða til sín fólk á öllum aldri auk þess sem fjörugt mannlífið heillar. Borgin iðar af fjöri fyrir jafnt unga sem aldna og allir finna skemmtun og stemningu við sitt hæfi. Dublin hefur verið þekkt hjá Íslendingum sem verslunarborg og hefur það ekki breyst. Nóg er af verslunum í Dublin. Borgin er þægileg yfirferðar og stutt er á milli helstu verslunargatna sem eru beggja vegna við ána Liffey. Fyrir sunnan er helsta verslunar­ gatan Grafton Str. þar sem hægt er að finna ýmsar merkjavörur og sérverslanir. Fyrir norðan ána er svo Henry Str. og við hana standa ýmis minni vöruhús og verslunarmiðstöðvar. Verslunarmiðstöðin Dundrum Town Centre er gríðarlega flott og býður uppá óendanlega verslunarmöguleika.

verð á mann í tvíbýli.

BARCELONA

3.-6. október 2014 - Örfá sæti laus. Fararstjóri: Astrid Helgadóttir

Það er stíll yfir Barcelona sem margir telja fallegustu borg í Evrópu. Barcelona er heillandi heimsborg, iðandi af lífi og uppfull af menningu og listum, sögu og söfnum. Spánverjar hafa átt frábæra listamenn og þekktustu listasöfn Barcelona eru helguð Pablo Picasso og Joan Miró. Fallegar og sérstæðar byggingar arkitektsins Gaudís prýða borgina en þar ber hæst dómkirkjuna frægu La Sagrada Familia. Næturlífið í Barcelona spannar allt litrófið og er kröftugt og fjörmikið. Kaffihúsin og skemmtistaðirnir í miðbænum iða af lífi. Borg til að skoða, skemmta sér í og snæða góðan mat og kaupa hátískuvörur á góðu verði. Borgin sem heillar Íslendinga ár eftir ár. Þig langar alltaf aftur til Barcelona.

VERÐDÆMI:

112.900 KR verð á mann í tvíbýli.

LISSABON 16.-20. apríl 2015

Lissabon er einstaklega heillandi borg byggð á hæðum við bakka Tagus fljóts, en sagt hefur verið að innsiglingin í borgina sé sú fegursta í heimi. Borgin var ein af höfuðmiðstöðvum landafundanna og suðupottur márískrar og evrópskrar menningar. Glæst minnismerki, gamlar byggingar, grænir skrúðgarðar og iðandi mannlíf einkenna borgina. Lissabon hefur yfir sér ólýsanlegan þokka þar sem minningar glæstrar fortíðar Portúgala kallast á við væntingar til framtíðar. Yfir borginni gnæfir glæsilegur kastali frá tímum Mára reistur á einni af sjö hæðum borgarinnar. Meðfram torgum og minnismerkjum iðandi stórborgarinnar liðast svo Tagus fljót til sjávar. Í Lissabon eru fjölbreyttir verslunarmöguleikar við allra hæfi. Þar er að finna verslunargötur og fjölda stórra verslunarmiðstöðva, ásamt fornmunaverslunum og öðrum sérverslunum. Þegar kvölda tekur er tilvalið að njóta gómsætrar matargerðarlistar Portúgala á einhverjum af mörgum veitingahúsum borgarinnar. Lissabon er einkar aðlaðandi heimsborg sem lætur engan ósnortinn.

12

Kynntu þér borgarferðir á urvalutsyn.is


VALENCIA 1.-5. apríl 2015

Valencia er höfuðborg Valenciahéraðsins og er þriðja stærsta borg Spánar á eftir Madríd og Barcelona. Valencia er einstaklega falleg borg sem byggir á mikilli sögu. Borgin var byggð af Rómverjum á sínum tíma sem gáfu henni nafnið Valencia. Mannlífið er litskrúðugt og menningin fjölbreytt. Vinsældir Valencia hjá ferðamönnum hafa aukist síðustu ár og má það rekja til að borgin er einstök menningarborg. Hvort sem litið er á arkitektúrinn, listasöfnin eða matarmenninguna. Valencia er oft kölluð „Litla Barcelona“. Allir sem koma til Valencia verða að skoða dómkirkjuna, Micalet turninn, Albufeira garðinn og gamla bæinn. Enginn ætti að láta þessa stórkostlegu borg fram hjá sér fara!

BRATISLAVA

11.-15. september 2014 - (Uppselt) - Vor 2015 Borgin Bratislava stendur við bakka Dónár sem rennur í gegnum borgina. Bratislava er höfuðborg Slóvakíu en tilheyrði fram til 1993 gömlu Tékkóslóvakíu. Hún er eina höfuðborgin í heiminum sem liggur við landamæri tveggja landa, Austurríkis og Ungverjalands. Bratislava er miðstöð menningar, stjórnmála og viðskipta í landinu. Hún á sér mikla sögu og ber þess augljós merki að hún hefur lotið yfirráðum ýmissa þjóða í gegnum tíðina, s.s. Austrríkismanna, Ungverja og Tyrkja. Hún var höfuðborg konungsríkisins Ungverjalands 1536-1783 og var merk krýningarborg. Þá bar hún nafnið Pressburg. Á undanförnum áratugum hefur mikil uppbygging átt sér stað í borginni. Þar eru fallegar og sögulegar byggingar og fjölbreytt menningarlíf. Í borginni er fjöldi verslana og veitingastaða og safna og iðandi mannlíf. Gaman er líka að skreppa út fyrir borgina og skoða fallegt landslagið, merka kastala, vínræktarsvæði og margt fleira í skemmtilegum skoðunarferðum. Bratislava á vafalaust eftir að koma á óvart.

VÍNARBORG Vor 2015

Í Vínarborg, höfuðborg Austurríkis, mætast fortíð og nútið á eftirminnilegan hátt þar sem fagrar hallir gamla keisaraveldisins keppa um athygli við nútímalegar byggingar. Nafn Vínarborgar er órjúfanlega tengt því besta í tónlist og þar hafa Mozart, Strauss, Schubert, Beethoven og fleiri skapað sín ódauðlegu verk. Áhugafólki um sjónlistir er ekki á kot vísað því í borginni eru listasöfn, óperuhús og leikhús á heimsmælikvarða. Vagga kaffihúsamenningarinnar er í Vínarborg en með kaffinu er boðið upp á girnilegasta meðlæti sem sést hefur. Að fara út að borða er ævintýri líkast því í þessari borg þróaðist matarmenning sem kennd er við gamla keisaradæmið. Vínarbúar eru enn meistarar í því að taka við nýjungum í matargerð og flétta hana með snilld inn í hefðirnar. Vínarborg er líka full af gáska og heimamenn kunna svo sannarlega að lyfta sér upp. Á kvöldin iða kaffihúsin af lífi og svo eru það barirnir, diskótekin og klúbbarnir en sumir þeirra hafa náð alþjóðlegri frægð. Eftir dvöl í Vínarborg er engu líkara en maður hafi lent um stund í stórkostlegri veislu við Austurrísku hirðina svo mikil eru áhrifin. 13

Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19 í Kópavogi. Sími 585 4000 | www.uu.is | Facebook


BERLIN

Fararstjóri: Marie Krüger

VERÐDÆMI:

90.500 KR

verð á mann í tvíbýli.

2.-5. október - UPPSELT 30.-2. nóvember 19.-23. mars 26.-29. mars 30.-3. maí - Örfá sæti laus 14.-17. maí

Það er óhætt að segja að engin borg í Evrópu, og þótt víðar væri leitað, sé eins mörkuð af sögu tuttugustu aldarinnar og Berlín. Borgin, eins og hún er nú og hið sérstæða andrúmsloft sem þar ríkir, hefur óhjákvæmilega mótast af skiptingu hennar í tvo gjörólíka heima um þrjátíu ára skeið. En Berlín hefur alltaf verið sérstök og haft mikla sérstöðu í hugum Þjóðverja, jafnt jákvæða sem neikvæða. Úrval Útsýn býður upp á helgarferðir til Berlínar í vor og haust. Fararstjórinn okkar Marie er fædd og uppalin í Austur-Berlín en hún var aðeins ellefu ára þegar múrinn féll. Marie bjó nálægt múrnum og hefur sýn á þessa sögulegu hluti sem við hin getum aðeins reynt að ímynda okkur. Kurfürstendamm eða „Kudamm“ er vinsælasta og aðal­verslunar­gatan í Berlín. Þar eru margar fallegar verslanir og stór verslunarhús. Þar er að finna allar helstu verslanir eins og H&M, Zara, C&A, Mango og fjöldann allan af verslunahúsum, Europa Center, Innovation og KaDeWe. Alexanderplatz er sennilega eitt af þekktustu svæðum í Berlín og þar er einnig frábært að versla.

AÐVENTUFERÐIR BERLIN

Fararstjóri: Marie Krüger

VERÐDÆMI - BERLIN:

86.500 KR

27.-30. nóvember 4.-7. desember

Glühwein og Lebkuchen spilla ekki fyrir þegar komið er á jólamarkaði í Berlín þar sem allt iðar af lífi. Torg full af yndislegum jólamörkuðum þar sem allt sem tilheyrir jólunum er til sölu í handverkskofunum. Jólamarkaðirnir í Berlín eru engu líkir. Í lok nóvember breytist Berlín í jólaborg. Jólaljós og skreytingar fylla götur og torg. Það er upplifun að sjá heimsborgina í jólabúningi. Skreytingarnar á aðal verslunargötu borgarinnar, Kurfürstendamm, eru ótrúlegar og koma öllum í jólaskap svo ekki sé talað um Potsdamer- og Alexanderplatz. Verðlag er gott í borginni og vöruúrvalið gífurlegt og þar fyrir utan ríkir á þessum tíma einstök stemning hátíðarinnar sem er í nánd. Einnig er mikið úrval tónleika í kirkjum og tónlistarhúsum á þessum tíma, s.s. í Konzerthaus við Gendarmenmarkt og í Berlínar Fílharmoníunni.

verð á mann í tvíbýli.

MÜNCHEN Fararstjóri: Soffía Halldórsdóttir

VERÐDÆMI - MÜNCHEN:

103.900 KR 14

27.-30. nóvember

Aðventuferðin til Þýskalands er engu lík. Úrval Útsýn býður upp á ferð til München á aðventunni. München er í SuðurÞýskalandi og höfuðstaður Bæjaralands (Bayern), sem er stærsta sambandsland Þýskalands. Jólamarkaðir í München eiga sér aldagamla hefð, elsti markaðurinn á Marienplatz sem er í miðborginni á rætur sínar að rekja allt til 15. aldar. Alla daga eru jólatónleikar á svölum ráðhússins í bænum svo eitthvað sé nefnt af öllu því sem er í boði í München á aðventunni. Fjöldinn allur af jólamörkuðum er um alla borg, þar sem auk jólaskrauts og handverksmuna er ýmislegt góðgæti til sölu. Ekki skemmir bjórhefð þeirra Münchenbúa sem eru einnig frægir fyrir pylsurnar sínar og ilmurinn af piparkökum og grilluðum hnetum fyllir borgina. Borgin er skreytt jólaljósum og skrauti og er eitt ævintýra jólaland. Fyrir utan jólamarkaði eru verslanir, verslunar­miðstövar og markaðir víða í München.

verð á mann í tvíbýli.

Nánar á urvalutsyn.is


Íþrótta- og skemmtiferðir

CROSSFIT TENERIFE 19. - 27. nóvember 2014

Viltu upplifa ævintýri í sólinni og komast í gott form í leiðinni? Sveinbjörn og Ásta, Bootcamp og CrossFit þjálfarar, bjóða upp á 8 daga ferð fyrir alla sem hafa áhuga á líkamsrækt, útiveru og ýmsum uppákomum. SÝNISHORN ÚR DAGSKRÁ

VERÐDÆMI:

229.900 KR

verð á mann í tvíbýli með fullu fæði.

Líkamsrækt (Crossfit og Bootcamp) í höfuðborg Tenerife, Santa Cruz og á Adeje ströndinni á sunnanverðri eyjunni. Æfingar á Las Terresitas ströndinni, akstur til Las Caletillas, þaðan verður hlaupið til Candelaria, endað á æfingum á torginu við hina sögufrægu kirkju Basilica of Our Lady of Candelaria. Gönguferð í nágrenni Teide, og Masca hinum sögufræga og fallega stað á Tenerife.

HM HESTAR 3. - 10. ágúst 2015

VERÐDÆMI:

220.200 KR

verð á mann í tvíbýli með morgunverði.

Heimsmeistaramót íslenska hestsins 2015 verður haldið í Herning í Danmörku dagana 2.-10.ágúst. Eins og margir hestaunnendur vita þá er Herning kjörinn staður fyrir atburð sem þennan. Bæði er bærinn vel staðsettur á Jótlandi og svo er mótssvæðið frábært. Mótið hefur verið haldið þarna áður og eiga margir góðar minningar um það mót. Eins og áður verða Úrval-Útsýn í samtarfi sem gengur út á að þegar þú kaupir miða hjá Úrvali - Útsýn á mótið þá styrkir þú landsliðið um leið. Þannig hefur það verið undanafarin 10-15 Heimsmeistaramótum. Skoðaðu úrvalið á heimasíðunni hjá okkur og vertu í sambandi. Úrval-Útsýn og Landssamband hestamannafélaga hafa verið með samstarfssamning síðustu 10-15 árin, varðandi heimsmeistaramót íslenska hestsins. Í ár er mótið haldið í Herning á Jótlandi, Danmörku, og eins og áður eru ÚrvalÚtsýn og LH með samning um atburðinn. Um leið og keyptur er miði hjá Úrval-Útsýn á mótið, styrkir þú landsliðið. ÚrvalÚtsýn býður upp á marga möguleika á að komast á þennan glæsilegan atburð, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

BETT SÝNINGIN

21. - 25. janúar 2015

VERÐDÆMI:

134.900 KR

verð á mann í tvíbýli með morgunverði.

Tölvu- og hugbúnaðarsýning fyrir fagaðila í skólastarfi

Eins og undanfarin ár verður Úrval Útsýn, í samstarfi við Nýherja, með hópferð á þessa áhugaverðu skólasýningu sem er sú stærsta sinnar tegundar í Bretlandi. Þar er hægt að tvinna saman fræðslu og skemmtun á hnitmiðaðan hátt. Áfangastaðurinn er hin einstaka borg London. Borgin iðar af lífi með fjölda áhugaverðra staða og viðburða . Sýningin haldin í EXCEL sýningarhöllinni og eru rútuferðir innifaldar á og af sýningu. BETT sýningin er viðamikil og er fyrir alla sem koma að skólastarfi, hvort sem það eru kennarar , stjórnendur eða tölvufólk. Á sýningunni er fjöldi áhugaverðra fyrirlestra um allt sem við kemur skólastarfi. Á miðvikudagskvöldi er móttaka, eingöngu fyrir okkar farþega. Þar hittast menn og eiga saman skemmtilegt kvöld. 98% gesta segja að BETT sé besta skólasýningin í Bretlandi. 90% gesta gefa sýningunni frábæra einkunn til þess að finna nýjungar.

Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19 í Kópavogi. Sími 585 4000 | www.uu.is | Facebook

15


Golfferðir Alicante Spánn HOTEL HUSA ALICANTE GOLF HHHH

Gott 4* hótel staðsett við Alicante Golf golfvöllinn. Vinsælasti golfáfangastaðurinn á Alicante svæðinu. Stutt frá flugvelli, miðborg Alicante, fallegri sólarströnd, verslunum, veitingahúsum, menningu og næturlífi. Hér er allt við hendina. Meiri segja golfbílarnir, sem eru innifaldir með golfinu, bíða kylfinga inni á hótelinu. VERÐDÆMI:

179.900 KR

verð á mann í tvíbýli með morgunverði í viku.

PLANTIO GOLF RESORT,

ALLT INNIFALIÐ!

HHHH

Frábær valkostur fyrir íslenska kylfinga. Aðeins 5 mín frá flugvellinum í ALicante og 10 mín frá miðborg Alicante. Gist í lúxus íbúðum, 2-3 svefnherbergi og 2 baðherbergi. ALLT INNIFALIÐ Í MAT OG DRYKK Tveir golfvellir, 18 holu völlur og par 3 níu holu æfingavöllur. VERÐDÆMI:

209.900 KR

verð á mann í tvíbýli í viku.

BONALBA GOLF RESORT & SPA HHHH

Á Bonalba er mjög gott 4* hótel sem hefur hlotið góðan róm meðal íslenskra kylfinga. Fjölbreyttur og skemmtilegur 18 holu golfvöllur. Bonalba er rúmlega 20 mín frá flugvellinum í Alicante og 15 mín frá miðborg Alicante. VERÐDÆMI:

179.900 KR

verð á mann í tvíbýli með morgun- og kvöldverði í viku.

TVENNAN

- RODA GOLF OG PLANTIO SAMAN Í 14 DAGA FERÐ. Fyrir þá sem vilja vera aðeins lengur. Frábær valkostur að tvinna þessa tvo skemmtilegu áfangastaði saman í drauma golfferðina. 30.09 - 07.10 á Roda Golf og 07.10 - 14.10 á Plantio. Gist í lúxusíbúðum bæði á Roda Golf og Plantio. Ótakmarkað golf með golfkerrum á báðum stöðum, ath. hægt að leigja golfbíla. Morgunmatur á Roda Golf og allt innifalið í mat og drykk á Plantio. VERÐDÆMI:

289.900 KR

verð á mann í tvíbýli í tvær vikur. 16

Kynntu þér golfferðir á urvalutsyn.is


GOLFSKÓLI

HHHH Það hafa allir gott af því að fara í golfskóla á Spáni. Kennsla fyrir hádegi og leikið golf eftir hádegi. Val um 3 eða 6 daga skóla í vikuferðum. VERÐDÆMI:

199.900 KR

verð á mann í tvíbýli með morgunverði á Hotel Husa Alicante Golf.

VERÐDÆMI:

234.900 KR

verð á mann í tvíbýli með öllu inniföldu á Plantio Golf Resort.

GOLFFERÐ AÐ ÞÍNUM ÓSKUM - Viltu vera lengur eða skemur? - Viltu komast í golfkennslu aðra daga en auglýstur skóli er? - Viltu blanda saman áfangastöðum, hluta ferðar hér og hluta þar? - Ef uppsettar ferðir henta þér ekki þá endilega sendu okkur fyrirspurn og leyfðu okkur að kanna hvort við getum bjargað málunum. Nánari upplýsingar á golf@uu.is

Golfferðir Tenerife VERÐDÆMI:

219.190 KR VERÐDÆMI:

233.900 KR

19.-27. nóvember 2014

verð á mann í tvíbýli með morgun- og kvöldverði.

BUENAVISTA, TENERIFE Golfdeild Úrvals Útsýnar býður upp á skemmtilega nýjung í golfferðum til Tenerife. Vincci Selección Buenavista Golf and Spa, 5 stjörnu lúxushótel og Buenavista Golf golfvöllinn. Buenavista svæðið er á norður hluta eyjunnar og er rómað fyrir mikla náttúrufegurð. Hótelið, sem er staðsett við golfvöllinn, er fyrsta flokks 5 stjörnu hótel sem hefur hlotið mjög góða dóma fyrir allan aðbúnað, þjónustu og veitingar. Á hótelinu er fyrsta flokks heilsulind sem farþegar okkar hafa frían aðgang að flesta daga. Golfvöllurinn er hannaður af stórmeistaranum Severiano Ballesteros og opnaði árið 2003. Átján holur, par 72 með jafnri skiptingu par 3, 4 og 5 brauta. Hann liggur að hluta meðfram stórskorinni klettaströnd Atlantshafsins og er útsýnið ægifagurt. Að okkar áliti þá er Buenavista mjög góður kostur fyrir þá sem kjósa afslappað frí með fyrsta flokks gistingu og golfaðstöðu. Frá flugvellinum eru rétt um 70 km til Buenavista.

19.-27. nóvember 2014

verð á mann í tvíbýli í viku með morgun- og kvöldverði.

LAS AMERICAS, TENERIFE

Vinsælustu vetrargolfferðirnar til Tenerife hafa verið hjá Úrval Útsýn undanfarin ár. Gisting á hinni geysivinsælu Las Americas strönd og golfið á Las Americas golfvellinum. Eftir að hafa skoðað þá valmöguleika sem eru í boði á suðurhluta eyjarinnar þá var það okkar mat að mannlífið, fjöldi veitingastaða, verslana, menningin og frábærar sandstrendur Las Americas strandarinnar bæri af. Las Americas golfvöllurinn er mjög fjölbreyttur og alltaf í fyrsta flokks standi. Auðveldur að ganga og mikil veðursæld einkennir golfvöllinn en það getur verið ansi vindasamt á köflum á eynni. Frá ströndinni upp á golfvöll er aðeins um 5 mín. akstur. Í uppsettu ferðunum er boðið upp á gistingu á hótel Gala, góðu 4 stjörnu hóteli, staðsett nokkuð miðsvæðis á Las Americas ströndinni. Ef farþegar hafa áhuga á að gista á einhverju öðru af hinum fjölmörgu hótelum sem ferðaskrifstofan hefur samninga við, þá könnum við að sjáfsögðu möguleika á því. Skipulagðar ferðir með fararstjóra verða í boði frá 28. janúar til 18. febrúar 2015. Val er um ferðir í eina, tvær, eða þrjár vikur. 17

Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19 í Kópavogi. Sími 585 4000 | www.uu.is | Facebook


Siglingar

VESTUR KARÍBAHAF 31. október - 11. nóvember 2014

Orlando Ft. Lauderdale – Laberdee, Haiti – Falmouth, Jamaica – Cozumel, Mexico - Orlando

VERÐDÆMI:

352.900 KR

verð á mann í tvíbýli í innri klefa.

Þessi frábæra siglingaleið hefur notið mikilla vinsælda hjá Íslendingum undanfarin ár. Siglt er frá Fort Lauderdale til Labadee sem er undurfagur tangi á Haiti sem er í eigu skipafélagsins Royal Caribbean. Þar er strandpartý með öllu, drifhvítar strendur þar sem starfsmenn skipsins grilla og bjóða upp á suðræna kokteila og halda uppi fjörinu. Innfæddir bjóða upp á sína vöru á markaðnum. Næsta stopp er á Jamaika sem er ógleymanlegt ævintýri fyrir þá sem þangað koma og svo litla friðsæla eyjan Cosumel, Mexico. Auk 3ja ógleymanlegra daga á þessu frábæra skipi Allure of the Seas, sem er stærsta farþegaskip í heimi, er sjósett í desember 2010. Allure of the Seas, ótrúlegt í alla staði og hefur að geyma yfir 20 veitingastaði og bari auk þess að þar er glæsilegt leikhús sem er sérstaklega hannað með loftfimleika í huga, skautasvell og vatnsleikhús þar sem listamenn á heimsmælikvarða leika listir sínar.

SUÐUR KARÍBAHAF OG ORLANDO 6. - 20. janúar 2015

Orlando, Port Canaveral – Laberdee, Haiti – Oranjestad, Aruba – Willemstd, Curacao – Kralendijk, Bonaire – Port Canaveral, Orlando Hvað getur verið notarlegra en að fara úr mesta skammdeginu og kuldanum suður í Karíbahaf í 30° hita. Sigla með einu af flottustu skemmtiferðaskipum heims og bara að njóta. Um borð er fjöldi veitingastaða, bara og skemmtistaða. Þar er 9-holu minigolfvöllur, heilsulind, skautasvell, körfuboltavöllur og Klifurveggur. Í leikhúsinu er ný sýning á hverju kvöldi hvort sem það er söngleikur, hjómsveit eða önnur skemmtun. VERÐDÆMI:

320.500 KR

verð á mann í tvíbýli í innri klefa.

18

Kynntu þér siglingar á urvalutsyn.is


VESTUR KARÍBAHAF OG ORLANDO 13. - 23. mars 2015

Orlando, Port Canaveral – Laberdee, Haiti – Falmouth, Jamaica – George Town, Grand Cayman – Cozumel, Mexico – Orlando, Florida

VERÐDÆMI:

326.500 KR

á mann í tvíbýli í innri klefa.

Úrval Útsýn kynnir enn eina frábæra siglingu um hið yndisfagra Karíbahaf, skipið Freedom of the Seas er eitt stærsta skemmtiferðaskip heims. Um borð er fjöldi veitingastaða, bara og skemmtistaða. Þar er brettalaug, 9-holu minigolfvöllur, heilsulind, skautasvell, körfuboltavöllur og klifurveggur.

PÁSKASIGLING OG NEW YORK 27. mars - 7. apríl 2015

New York – Port Canaveral, Florida – Nassau, Bahamas – Cococay, Bahamas – New Jersey

VERÐDÆMI:

420.500 KR

á mann í tvíbýli í klefa með sýndarsvölum.

Páskasigling á glænýju skipi Royal Caribbean, Quantum of the seas. 7 nætur á siglingu á þessu nýjasta skipi í flota Royal Caribbean sem fer í sína fyrstu ferð í nóvember 2014. Þetta glæsilega skip er búið nær öllu er hugurinn girnist, enda 348 metrar á lengd og með rými fyrir 4200 farþega. Barir, veitingahús, leiksýningar og skemmtanir eru hvarvetna í boði, ásamt ævintýralegu sundlaugasvæði. Auk þess eru nýungar í þessu skipi eins og klessubílar, fallhlífastökks hermir, og glerhylki sem lyftist í um 90m hæð yfir sjávarmál og snýst í 360°.Siglt suður til Bahamaeyja og stoppað á Nassau og Cococay á Bahamas auk þess sem komið verður í höfn á Port Canaveral.

SIGLING UM PANAMASKURÐINN 11. - 29. apríl 2015

Denver, Los Angeles, San Diego, Cabo san Lucas/Mexico, Puerto Vallarta/Mexico, Puerto Quetzal/ Guatemala,Punarenas/Costa Rica, Panama Canal, Colon/Panama, Cartagena/Colombia, Fort Lauderdale/Florida, Orlando/Florida

VERÐDÆMI:

549.900 KR

á mann í tvíbýli í ytri klefa með glugga.

Ógleymanleg 15 nátta sigling um Panama skurðinn. Flogið er til Denver, Colorado í beinu flugi Icelandair, síðan áfram til Los Angeles, þaðan haldið til San Diego þar sem hópurinn gistir í 2 nætur áður en lagt er af stað í siglinguna.Í siglingunni er komið til hafnar í Cabo Dan Lucas og Puerto Vallarta í Mexico, Puerto Quetzal í Guatemala, Puntarenas í Costa Rica og síðan er siglt í gegn um Panamaskurðinn og síðan er stoppað í Colon í Panama og Cartagen í Colombíu áður en siglt er til Fort Lauderdale. Síðan eru 7 dagar á siglingu sem hægt er að njóta þess sem skipið og áhöfn þess hefur upp á að bjóða. Herbergin eru glæsileg og öll sameiginleg aðstaða um borð er í hæsta gæðaflokki. Klefarnir eru allir með glugga út á haf. Komið í land í Ft. Lauderdale og ekið til Sanford flugvallar í Orlando.

Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19 í Kópavogi. Sími 585 4000 | www.uu.is | Facebook

19


SKÍÐI

Úrval Útsýn býður í vetur upp á úrvals skíðaferðir til Austurríkis og Bandaríkjanna. Flogið verður vikulega frá 20. desember til febrúarloka til Salzburg í Austurríki, fjórar brottfarir í janúar og febrúar eru til Denver í Bandaríkjunum. Frábærir skíðastaðir og úrval gististaða í boði.

ABTENAU - DACHSTEIN WEST Austurríki

Fjölskylduvænt - gott verðlag

Abtenau í jaðri Dachstein Westfjalla er einstaklega fallegur smábær aðeins um 50 km frá Salzburg. Bærinn er einn af fáum ferðamannastöðum þar sem gamli góði þorpsandinn ríkir enn og hefðir og einstök gestrisni er í fyrirrúmi. Lítið skíðasvæði er við bæinn en frí skíðarúta fer á örfáum mínútum yfir á Dachstein West skíðasvæðið sjálft þar sem eru 60 lyftur sem geta flutt 65.000 manns á klst. og 142 km af fjölbreyttum brekkum fyrir alla, byrjendur eða ævintýramenn á skíðum eða brettum. HOTEL POST HHHH

DER ABTENAUER HHH

GÄSTEHAUS ABTENAU HH

Mjög fallegt fjölskyldurekið hótel í miðbæ Abtenau, þar sem alla þjónustu og verslanir er að finna. Rúmgóð og falleg herbergi, veitingasalir, innisundlaug, sauna og fl. Örstutt í skíðarútuna.

Notalegt hótel í þremur samtengdum byggingum, nýuppgerð herbergi. Heilsulind, veitingastaður og vinsæll bar í hótelnu, sem er við markaðstorgið og skíðarútan stoppar í 50 m fjarlægð.

Nýuppgert, einfalt og fjölskyldurekið gistiheimili á rólegum stað rétt við Karkogel skíðalyftuna og skíðarútuna. Um 10 mínútna göngufjarlægð frá miðbæ Abtenau. Gönguskíðabraut við húsið.

ZELL AM SEE

Austurríki

Einn vinsælasti skíðabær Austurríkis Enn og aftur býður Úrval Útsýn upp á skíðaferðir til Zell am See, eins vinsælasta skíðabæjar Austurríkis, sem er í 100 km fjarlægð frá Salzburg. Bærinn er í 757 m yfir sjávarmáli, liggur við fallegt vatn og við rætur Schmittenhöhe fjallsins (2000m). Góð hótel, matur og heilsurækt, en líka lífleg göngugata með verslunum, veitingastöðum og börum. Á hinu víðfeðma og fjölbreytta Zell am See – Kaprun skíðasvæði má finna samanlagt rúmlega 130 km af frábærum skíðabrekkum og aðstöðu fyrir alla, hvort sem um er að ræða byrjendur eða ævintýramenn á skíðum eða brettum. Fjöldinn allur af alls konar lyftum eru á svæðinu og frí skíðarúta fer á milli. HOTEL ZUM HIRSCHEN HHHH

DER WALDHOF HHHH

SCHMITTENHOF DEPENDANCE HHH

Mjög gott fjölskyldurekið hótel í miðbæ Zell am See á horni aðalgötu og göngugötunnar. Örstutt niður að vatninu og í alla þjónustu og CityXpress kláfurinn er í 300 m fjarlægð. Heilsulind, veitingastaður og vinsæll bar í húsinu.

Afar gott hótel með fallegum innréttingum og vingjarnlegri þjónustu. Heilsulind og lítil upphituð útilaug. Hótelið er á rólegum stað en þó nálægt öllu. Hægt að renna sér niður að CityXpress kláfnum frá bakgarði hótels eða fara í skíðarútuna sem stoppar í 60 m fjarlægð. Um 500 m frá miðbæ.

Vinalegt reyklaust gistihús sem er hluti af fjögurra stjörnu hótelinu Schmittenhof, sem er staðsett ofarlega í bænum, rétt við lyfturnar. Gistingin er í tveggja hæða húsi, sem nokkra metra frá aðalbyggingu.

20

Kynntu þér skíðaferðir á urvalutsyn.is


ST. JOHANN, ALPENDORF Austurríki

Spennandi skíðaáfangastaður

Sankt Johann im Pongau, með bæjarhlutann Alpendorf, er aðeins 60 km frá flugvellinum í Salzburg. Það búa um 10.700 manns og skipar þar ferðaþjónusta auk verslunar veglegan sess allan ársins hring. Í St. Johann er mikið líf og skemmtilegur bæjarbragur. Frá Alpendorf fara nýlegir og góðir kláfar og stólalyftur beint upp á Ski Amadé svæðið, stærsta samfellda skíðasvæði Austurríkis þar sem 28 skíðasvæði og bæir tengjast með 860 km af brekkum, 270 lyftum. Örugglega eitthvað fyrir alla. ALPENLAND SPORTHOTEL HHHH Afar gott hótel miðsvæðis í St. Johann. Rúmgóð herbergi, stór gestamóttaka, 4 veitingastaðir, bar, fundaherbergi, heilsurækt og garður. Skíðaskóli og skíðaleiga. Um 2 mín í skíðarútuna.

HOTEL BRÜCKENWIRT HHHH Mjög gott fjölskyldurekið hótel neðst í St. Johann bænum. Notaleg herbergi, góð heilsulind og útilaug. Gestamóttaka, bar, veitingastaður og dansklúbbur. Skíðarútan stoppar við hótelið.

HOTEL OBERFORSTHOF HHHH Glæsilegt hótel í Alpendorf, alveg við skíðakláfinn og brekkurnar. Rúmgóð og falleg herbergi. Fallegt útsýni yfir dalinn. Góð sameiginleg aðstaða, veitingastaður, flott heilsurækt, aprés-skíðabar og fleira.

STEAMBOAT SPRINGS, COLORADO

Einn vinsælasti skíðabær í Colorado.

USA

Steamboat Springs er fallegur skíðabær staðsettur í norðvestur hluta Colorado ríkis og í u.þ.b. 3 klst akstursfjarlægð frá Denver. Bærinn stendur við Mount Werner fjallið og er umvafinn alls 1200 hektara svæði þar sem brekkur við allra hæfi liggja vítt og breitt um fjallgarðinn. Á skíðasvæðinu hefur myndast kjarni hótela, veitinga- og kaffihúsa ásamt almennri þjónustu fyrir gesti. Það má því segja að skíðasvæðið sé orðinn lítill bær innan Steamboat en í u.þ.b. 8 km fjarlægð frá þeim kjarna er sjálfur Steamboat Springs bærinn. Hótelin á skíðasvæðinu bjóða flest ókeypis akstur til og frá Steamboat Springs fyrir þá sem langar til að heimsækja bæinn og þá þjónustu sem er þar í boði. SHERATON STEAMBOAT HHHH Sheraton Steamboat Glæsilegt 4 stjörnu hótel staðsett við hliðina á kláfnum sem gengur frá miðbænum. Þar er í boði herbergi með eða án morgunverðar. Hægt er að sérpanta íbúðir með allt að 6 svefnherbergjum.

STEAMBOAT GRAND HOTELHHH Steamboat Grand Hotel er glæsilegt 4 stjörnu hótel staðsett í u.þ.b. 3-5 mínútna göngufjarlægð frá kláfnum sem gengur frá miðbænum. Í boði eru herbergi, studioíbúðir og íbúðir með 1, 2 og 3 svefnherbergjum. Besta verðið í Steamboat m.v. gæði.

WEST CONDOMINIUMS HHH Gott 3-4 stjörnu íbúðagisting staðsett í u.þ.b. 7 mínútna göngufjarlægð frá kláfnum sem gengur frá miðbænum. Í boði eru studioíbúðir og íbúir með 1 svefnherbergi. Hægt að fá íbúðir með allt að 4 svefnherbergjum. 21

Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19 í Kópavogi. Sími 585 4000 | www.uu.is | Facebook


GÖNGUFERÐ TENERIFE 11. - 18. mars 2015

Frábær gönguferð um Tenerife, blómaeyjuna vinsælu í Kanaríeyjaklasanum. Kanaríeyjarnar eru 7 talsins og er Tenerife þeirra stærst. Landslagið á Tenerife er mikilfenglegt og býður upp á ógleymanlegar gönguleiðir. Vegna hins milda loftslags eru eyjarnar of kallaðar eyjar hins eilífa vors. Loftslagið á Tenerife er nefnilega með eindæmum milt og þar er minnsti munur hitastigs sumars og veturs á heimsvísu. Þessari ferð er skipt upp í 2 hluta og fyrri hluta vikunar er gist í Puerto de la Cruz og gengið þaðan um fjallgarðana í fjóra daga. Í lok fjórða dags er síðan ekið til suðurhluta eyjunnar á Amerísku ströndina þar sem gist er í 3 nætur og farið í gönguferðir þaðan. Hjónin Snorri Guðmundsson og Inga Geirsdóttir hafa búið í Skotlandi síðan 2003. Þau reka ferðaþjónustufyrirtækið Scot Walks Ltd (SKOTGANGA) Undanfarin ár hafa þau skipulagt og leitt fjölmargar gönguferðir í Skotlandi og Englandi. Þau hafa einnig starfað við fararstjórn og skipulagningu annars konar sérferða í Bretlandi auk þess sem Inga var um tíma fararstjóri Úrvals Útsýnar á Tenerife. Þau verða farastjórar í gönguferðunum okkar.

DANS OG JÓGA Með Jóa og Theu 19. - 27. nóv 2014

Sól og hiti, Zumba og jóga, hvíld og hreyfing, skemmtun og slökun. Allt þetta er í boði í Dans & Jóga ferðinni með Jóa og Theu til Tenerife. Námskeiðið leiða hjónin Theodóra Sæmundsdóttir jógakennari og Jóhann Örn Ólafsson danskennari. Hjónin Jói og Thea starfrækja Dans & Jóga ( sem hét áður Danssmiðjan ) og hafa í áraraðir kennt pörum og einstaklingum að dansa. Á suðrænni sólarströnd á engin hreyfing betur við en Zumba sem byggist á salsa, merenge og fleiri suðrænum dönsum. Zumba tímarnir eru geggjuð brennsla og frábær skemmtun. Jóga með Theu er dásamleg leið til að öðlast styrk, kraft, vellíðan og slökun. Allir eru velkomnir í þessa ferð og þú getur komið með hvort sem þú hefur prófað Zumba og jóga áður eða ekki. Jói og Thea stjórna námskeiðinu þannig að allir fá hreyfingu, allir skemmta sér og allir njóta þess að slaka á í fallegu umhverfi, sól og hita.

22


FERÐAFÉLAGAR FJÖLNOTA PAPPÍR PENNANS

Hágæða ryk- og sýrufrír pappír sem flækist síður.

R Í R F U R Ý S

MIKIÐ ÚRVAL AF FERÐATÖSKUM

Fjölnotapappír fyrir ljósritunarvélar, prentara, fax- og fjölnotatæki. Stærð A4.

40% afslá

HEIMI” Í A K S A FERÐAT YMUNDSSON A T S A T “LÉT ANUM E SEPTEMBER. N N E P FÆST Í ÆNTANLEG Í GV SENDIN

Pappírinn er framleiddur af finnska pappírsfyrirtækinu UPM sem hefur ISO 14001 umhverfisvottun.

ttur

500 blöð í pakka. 5 pakkar í kassa.

BLEKIÐ ER Í PENNANUM

NOA4

VERÐ 569 KR. PAKKINN

Blekið er í Pennanum. Glæsileg blek- og dufthylkja deild í Pennanum Hallarmúla

Verð áður: 949 kr.

Það kemur allt með góða kaffinu ...

Siena • Tveir vatnskatlar, enginn biðtími eftir flóun, hægt að flóa meðan hellt er í bollann • Gaumljós og texti á skjá fyrir allar aðgerðir • Sjálfhreinsibúnaður, hreinsun tekur um 5 mínútur • Mismunandi bollastærðir og styrkleiki á kaffi • Heitt vatn úr stút • Fáanleg með vatnstank eða fasttengd við vatn

Penninn býður nú fyrirtækjum að fá kaffivélar í gegnum þjónustusamning. Við val á vélbúnaði er horft til áralangrar reynslu samstarfsaðila okkar í Te & Kaffi. Penninn leggur metnað sinn í að bjóða aðeins bestu vélar og hráefni.

Létt, nett og þolir álag

Áætluð fyrir 25-30 manns

Leiguverð: 5.900,- kr. pr. mán. Kaupverð vélar kr. 439.125,-

1. Ekkert fjármagn bundið í vélbúnað 2. Aðgangur að sérþekkingu á vélbúnaði og hráefni 3. Vélbúnaður, hráefni og þjónusta allt á einum stað 4. Besti bollinn í vinnunni 5. Allt þetta án aukagjalds

Aequator • Stórt forðabúr fyrir baunir • Kakó og mjólkurdrykkir úr mjólkurdufti • Hægt að stilla magn og styrkleika í hvern bolla • Sjálfhreinsibúnaður, hreinsun tekur um 8 mínútur • Heitt vatn úr stút • Aðeins hægt að fá fyrir fasttengingu við vatn

Hafðu samband, við metum þörfina og gerum þér tilboð. Rjúkandi samstarf ...

Hentar stórum vinnustöðum t.d. mötuneytum og skólum

5%

Starfsfólk Pennans kennir á búnaðinn ásamt því að sjá um uppsetningu og viðhald sé þess óskað. Allt sem þú þarft að gera er að sjá um daglegan rekstur og njóta gæðakaffis frá Te & Kaffi.

Leiguverð: 8.900,- kr. pr. mán.

afsláttur af ÖLLUM Áætluð fyrir 60-80 manns Kaupverð vélar kr. 992.580,-

Fáanlegir litir:

VÖRUM einnig tilboðum

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is


„Ég ferðast fyrir mínar Aukakrónur“ Á vefsíðu Úrvals Útsýnar geturðu greitt ferðina þína að hluta eða öllu leyti með Aukakrónum. Rúmlega 30 þúsund manns nota Auka-

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

krónur til að greiða fyrir vörur hjá um 300 fyrirtækjum um allt land.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.