Vetrarbaeklingur-2013/2014

Page 5

www.uu.is

Playa de las Americas

Los C

nos

GOLFVÖLLUR

1 km

is ta s s

L as V

SIAM PARK

in trönd

AQUALAND

VEGU R

Úrval Útsýn býður upp á vinsælustu ferðamanna–bæina á suðurhluta Tenerife; Playa de las Américas og Costa Adeje. Þaðan er stutt niður að strandlengjunni, t.d. hinni frægu dekurströnd Playa del Duque. Hægt er að fara í golf, go-kart, köfun og enginn, sem er ungur í anda, má láta vatnsrennibrautagarðinn Siam Park fram hjá sér fara, en hann er einn sá stærsti sinnar tegundar í Evrópu. Tenerife er paradísareyja sem býður upp á öll hugsanleg þægindi undir stöðugri sól.

ristia

Troya ströndin

LAUG A

Um Tenerife

din COSTA ADEJE

trön abe s

Fan

ndin

e strö

Duqu

Skoðunarferðir

KÖFUN Í UNDURFÖGRUM DJÚPUM TENERIFE

FERÐ TIL EYJUNNAR LA GOMERA

Í vor ætlum við að bjóða uppá stórkostlegar köfunarferðir til paradísareyjunnar Tenerife. Í boði verða tvær ferðir, önnur fyrir reynda kafara og hin fyrir byrjendur í köfun.

Komið er til hafnar við San Sebastian, höfuðborgar La Gomera, eftir 35 mínútna siglingu frá Los Cristianos á Tenerife, með flugbátum Fred Olsen. Þaðan er keyrt upp að Garajonay þjóðgarðinum sem hefur að geyma allsérstakan regnskóg, einann sinnar tegundar í heiminum, en stoppað fyrir myndatökur á leiðinni, þar sem landslagið er stórbrotið og engu líkt. Þá er keyrt í áttina að La Palmelita og stoppað í bænum “Rosas”. Þar er snæddur hádegisverður að hætti Gomera búa og kynnt er til sögunnar hið einstaka flaututungumál La Gomera.

Tenerife hefur uppá að bjóða einn af bestu köfunarstöðum í heiminum, þar sem undraheimur Atlantshafsins er skoðaður í köfun með meistara undirdjúpa Tenerife, Tim Culloty, ásamt fyrsta flokks leiðsögn fararstjórans og kafarans Fjalars Ólafssonar. KÖFUN FYRIR BYRJENDUR 13.-20. FEB Köfunarferðin fyrir byrjendur er fyrir þá sem hafa aldrei kafað, eða hafa litla reynslu, og munu þátttakendur fá Open Water diver réttindi. M.a. heimsækjum við risa skjaldbökurnar í El Puertito ásamt öðrum spennandi köfunar stöðum á suðurhluta Tenerife. KÖFUN FYRIR REYNDA KAFARA 20.-27. FEB Í köfunarferðinni fyrir reynda kafara verður farið í 10 kafanir víðsvegar um eyjunna, þar sem meðal annars verður skoðað skipsflak sem liggur á 30 metra dýpi, djúpköfun, risa skjaldbökurnar heimsóttar til El Puertito ásamt köfun frá báti og svæði þar sem risaskötur halda sig allan ársins hring.

Eftir hádegisverðinn er svo keyrt áfram til Hermigua á norður eyjunni og svo til höfuðborgarinnar San Sebastian, þar sem gestir fá frjálsan tíma til að ganga um borgina og jafnvel kynna sér sögu Kristófers Kólumbusar, en hann sigldi þaðan yfir til Suður Ameríku árið 1492. Í eftirmiðdaginn er svo siglt aftur yfir til Tenerife og gestum skilað heim á hótel. ENSK FARARSTJÓRN!

LORO PARQUE

SIAM PARK

Garðurinn er einstök veröld dýra og náttúru. Hvergi í heiminum er að finna eins margar tegundir páfagauka og þar er ein magnaðasta mörgæsanýlenda utan Suðurskautsins. Í Loro Parque er einnig að finna tígrisdýr, górillur, höfrunga, skjaldbökur, hákarla og margt fleira.

Eftirsóttasti vatnagarður í Evrópu er Siam Park. Garðurinn var opnaður árið 2007 og nær hann yfir 18.5 hektara svæði. Vatnsrennibrautirnar eru fyrir alla aldurshópa og því tilvalið fyrir alla fjölskylduna að gefa sér góðan tíma og njóta þessa einstaklega fallega vatnagarðs.

www.uu.is/sol/tenerife/

5


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.