Úrval Útsýn - Sumarbæklingur 2014

Page 35

D N LA G EN

LIVERPOOL Helgarferð til Liverpool á Englandi sem býður upp á margt fleira en fótbolta. Liverpool hefur verið þekkt fyrir að vera Bítlaborgin, þar sem John Lennon og Paul McCartney ólust upp og byrjuðu tónlistarferilinn. Liverpool stendur við ána Mersey og er ein mikilvægasta hafnarborg Bretlands. Státar Liverpool einnig af mikilli safna- og leikhúsmenningu, þeirri mestu í Bretlandi fyrir utan London, þannig að enginn þarf að láta sér leiðast. Beint flug til Manchester með Icelandair tekur 2 klst. og 35 mín. Helgi Daneílsson Fararstjóri í Liverpool

HHH DAYS INN Days inn er 3 stjörnu fallegt hótel í miðborginni. Á hótelinu er veitingastaður og bar. Staðsett nálægt Liverpool One verslunarmiðstöðinni og aðra merka staði.

Fleiri gistimöguleikar í boði. Skoðaðu úrvalið á vefsíðu okkar uu.is

VERSLANIR Mikið er um skemmtilegar verslanir í Liverpool hvort sem um er að ræða verslunarmiðstöðvar, skemmtilegar sér ­verslan­ir eða markaði. Liverpool One er stór verslunarmiðstöð í miðborginni með 160 verslanir.

BORGIN Dómkirkjan í Liverpool er 189 m löng og er næst lengsta kirkju­bygging heims og stærsta kirkja Bretlands að flatarmáli. Royal Liver Building er risastór bygging í miðborginni reist 1911 og var hæsta hús Bretlands til 1961.

TÓNLIST Boðið er upp á að fara hinn svokallaða Bítlahring, þá eru skoðuð æskuheimili John Lennon og Paul McCartney sem eru opin almenningi. Einnig farið um Penny Lane, Strawberry Field og á Cavern Club þar sem Bítlarnir spiluðu á fyrstu árum tónlistarferilsins. 35


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.