Snæfell 2019

Page 1

Stórafmæli hjá Neista og Einherja - Stiklað á stóru í sögunni

1. tbl. 38. árgangur 2019

SNÆFELL FE Erum til í að halda landsmót aftur um leið og færi gefst - Bjarki Ármann Oddsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Fjarðabyggðar

„Ég þurfti aldrei að koma út úr skápnum“ - Ragnar Ingi Axelsson, landsliðsmaður í blaki

Svo allir fái sitt.


Jólaísinn frá Kjörís er hreint út sagt ómótstæðilegur. Í ár hringjum við inn hátíð ljóss og friðar með hátíðarís með karamellusnúningi. Það er góður siður að gera sér dagamun yfir jólin með ábætisrétti að lokinni máltíð – eða með örlitlu góðgæti eftir annasaman dag. Hvort sem þú kýst heldur, þá er alltaf tími fyrir jólaís.


SNÆFELL 1. tbl. 38. árgangur Útgefandi: Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands Ritstjórn: Stjórn UÍA Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Myndir: UÍA Höfundar efnis Prófarkalesari: Urður Snædal Umbrot, prentun og bókband: Héraðsprent Upplag: 4.300 eintök Dreifing: Öll heimili á sambandssvæði UÍA Afgreiðsla: Skrifstofa UÍA Tjarnarás 6, 700 Egilsstaðir Sími: 471-1353 www.uia.is – uia@uia.is

Stjórn UÍA 2019 - 2020 Gunnar Gunnarsson formaður, Fljótsdal Benedikt Jónsson gjaldkeri, Egilsstöðum Pálína Margeirsdóttir ritari, Reyðarfirði Auður Vala Gunnarsdóttir meðstjórnandi, Egilsstöðum Ester S. Sigurðardóttir meðstjórnandi, Djúpavogi Þórir Steinn Valgeirsson varastjórn, Reyðarfirði Vigdís Diljá Óskarsdóttir varastjórn, Egilsstöðum Elsa Sigrún Elísdóttir varastjórn, Fáskrúðsfirði Gunnar Gunnarsson (Gassi) framkvæmdastjóri, Egilsstöðum Gréta Sóley Arngrímsdóttir sumarstarfsmaður, Borgarfirði

Allt er fimmtugum fært Það var ánægjulegt að fylgjast með því úr nálægð þegar UÍA hélt í fyrsta sinn Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri (Landsmót 50+) í Neskaupstað í lok júní. Ekki var það síst ánægjulegt vegna veðursins sem ríkti þegar keppendur voru að koma á staðinn og framan af fyrsta keppnisdegi, en margir sögðust ekki hafa kynnst öðrum eins hlýindum. Þótt veðrið breyttist hélst ánægjan með mótið. Aðdragandinn að mótinu hefur verið langur. Landsmót 50+ var fyrst haldið á Hvammstanga árið 2011 og síðan þá hefur UÍA nær árlega sótt um að halda mótið í Neskaupstað. Ný Norðfjarðargöng áttu sinn þátt í að tryggja að mótið yrði loks haldið eystra. Það var samt áskorun að telja fólki trú um að Norðfjörður væri hentugur mótsstaður, líka eftir að ákvörðunin lá fyrir. Af hverju var mótið ekki frekar haldið á Egilsstöðum, með hina frábæru frjálsíþróttaaðstöðu, var spurt. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Nefna má að Egilsstaðir eru eini staðurinn á UÍA svæðinu sem teljast eiga möguleika á að halda Unglingalandsmót. Á sambandssvæðinu er hins vegar víðar góð íþróttaaðstaða og öflugt starf, kannski sérstaklega í Neskaupstað. Með að fara með mótið á nýjan stað væri hægt að styðja við það starf. Áhugi Stefáns heitins Guðmundssonar, fyrrum formanns Þróttar, átti sömuleiðis hlut að máli. Það er líka þekkt að eftir því sem lengra er farið frá höfuðborginni dregur úr aðsókn á mótin. Það kom í ljós í sumar. Á slíkum stundum skiptir heimamarkaðurinn máli og hann gerði það í sumar. Reyndar er þátttaka heimafólks alltaf undirstaðan í öllum landsmótum UMFÍ. Frjálsíþróttafólk hafði sérstaklega áhyggjur af aðstöðunni á mótinu, enhún var í raun ekki til í Neskaupstað. Með aðstoð góðs fólks tókst að gera kasthring, grafa langstökksgryfju og finna tartandúk til að gera atrennubrautir. Á Landsmótum 50+ hafa verið gerðar aðrar kröfur um aðstöðu en á öðrum landsmótum, meðal annars til að gera stöðum sem ekki geta hýst stærri mótin kleift að halda þau. Eftir á að hyggja var það klárlega rétt ákvörðun að halda mótið í Neskaupstað. Bæði bæjaryfirvöld og Norðfirðingar sem komu að mótinu stóðu sig framúrskarandi vel og jákvæðnin var í fyrirrúmi. Í lok landsmóta eru sjálfboðaliðar og aðrir sem að mótinu koma útkeyrðir. Þess vegna var einstakt að heyra: „Þetta var gaman, hvenær getum við haldið mótið næst?“ frá bæði forsvarsmönnum bæjarins og þeim sjálfboðaliðum sem mest mæddi á þegar staðan var tekin í lok sunnudags. Annað sem skipti máli var að kynna Landsmót 50+ fyrir Austfirðingum. Mótin hafa til þessa ekki verið vel sótt af Austfirðingum, en óskandi er að einhverjir hafi komist á bragðið og fylgi mótunum eftir á næstu árum. Þónokkrir keppendur lýstu því yfir um mótshelgina að það ætluðu þeir að gera og vonandi standa þeir við það. En í þriðja lagi ber að nefna eitt stærsta og mikilvægasta markmið mótsins sem er að hvetja til hreyfingar. Stærsta grein Landsmóta 50+ er boccia og margir Austfirðingar höfðu aldrei prófað þá grein áður en slógu til fyrir mótið, æfðu sig í garðinum fyrir helgina og kepptu svo. Þótt árangurinn væri ekki framúrskarandi var neistinn kviknaður og er okkur kunnugt um nokkra bocciahópa á UÍA-svæðinu sem eru í gangi nú gagngert út af mótinu. Til þess er leikurinn einmitt gerður. F.h. stjórnar UÍA Gunnar Gunnarsson, formaður

3

Snæfell


Hreinn Halldórsson var tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ við útnefningu á íþróttamanni ársins í lok síðasta árs. Hreinn, sem var þekktur sem Strandamaðurinn sterki, átti glæsilegan kúluvarpsferil á áttunda áratugnum. Hann varð meðal annars Evrópumeistari innanhúss árið 1977 þegar hann kastaði 20,59 metra. Sama ár setti Hreinn svo Íslandsmet utanhúss, 21,09 metra.

Unglingaflokkur Hattar fór með sigur af hólmi í bikarkeppni UÍA og Launafls í körfuknattleik. Liðið hafði betur gegn Hetti Old Boys í úrslitaleik keppninnar, 70-64.

Lið UMFB fagnaði sigri í bikarkeppni UÍA og Launafls í knattspyrnu í sumar en fimm lið voru skráð til leiks að þessu sinni. Því miður tókst ekki að afhenda Borgfirðingum sigurlaun sín að loknum lokaleik þeirra en forráðamenn liðsins sóttu þau síðar á skrifstofu UÍA og fóru í framhaldinu á rúntinn með Launaflsbikarinn heim til hvers leikmanns liðsins.

Árið var gott hjá frjálsíþróttafólki UÍA. Á Meistaramóti Íslands 14-15 ára urðu þær Birna Jóna Sverrisdóttir (kúluvarp) og Björg Gunnlaugsdóttir (100 metra hlaup, 600 metra hlaup) báðar Íslandsmeistarar. Aðrir keppendur UÍA tóku bæði miklum framförum og náðu á verðlaunapall.

Hjónin Björn Hafþór Guðmundsson og Hlíf Bryndís Herbjörnsdóttir fengu heiðursviðurkenningar frá ÍSÍ á þingi UÍA sem að þessu sinni var haldið á Stöðvarfirði. Björn Hafþór var fjarverandi þennan dag en Hlíf tók á móti viðurkenningunum fyrir þeirra hönd. Þau hafa unnið mikið og fórnfúst starf í þágu íþrótta, bæði hjá UÍA og einnig aðildarfélögunum Súlunni á Stöðvarfirði og Neista á Djúpavogi.

4 Snæfell

Jóhanna Guðný Halldórsdóttir og Jósef Auðunn Friðriksson fengu starfsmerki UÍA á þingi sambandsins á Stöðvarfirði í apríl. Bæði hafa starfað árum saman fyrir Súluna. Jóhanna Guðný hefur verið formaður félagsins frá árinu 2011 en hún tók við embættinu af Jósef sem varð gjaldkeri. Hann settist þá í stjórn UÍA en gekk úr stjórninni á þinginu.


Nokkuð gustaði um hjólreiðafólk í keppninni Tour de Orminum í ágúst. Það kom þó ekki í veg fyrir að Hafdís Sigurðardóttir setti brautarmet í kvennaflokki, en hún fór 68 km hringinn á rúmum tveimur klukkutímum og fimm mínútum.

Sumarhátíð UÍA fór að vanda fram aðra helgina í júlí á Egilsstöðum. Hátíðin hófst að þessu sinni á góðgerðaíþróttamóti þar sem meðal annars var keppt í stígvélakasti, vítaspyrnum, furðufataboðhlaupi og frjálsíþróttum til styrktar geðheilbrigðisteymi Heilbrigðisstofnunar Austurlands.

Þá nældi Hrafnkell Elísson sér í nafnbótina Álkarl, en hana hljóta þeir sem klára fullar vegalengdir í Urriðavatnssundi, Barðsneshlaupi og Tour de Orminum.

Á laugardegi og sunnudegi var síðan keppt í hefðbundnari greinum svo sem sundi, frjálsíþróttum, bogfimi, kökuskreytingum og pútti.

UÍA átti góðan hóp keppenda á Unglingalandsmóti UMFÍ sem að þessu sinni var haldið á Höfn í Hornafirði. Sérstaklega fjölmenntu keppendur Neista, enda um skamman veg að fara.

Fjölmargar greinar voru í boði á mótinu, meðal annars nokkrar sem ekki eru stundaðar á starfssvæði UÍA, svo sem strandhandbolti.

Þá var að þessu sinni einnig í fyrsta skipti keppt í rafíþróttum á Sumarhátíð.

5

Snæfell


Sprettur

40 einstaklingar og félög styrkt Rúmum þremur milljónum var á árinu úthlutað úr Spretti, styrktarsjóði UÍA og Alcoa Fjarðaáls. Styrkirnir skiptast í afreksstyrki, iðkendastyrki, félagastyrki og þjálfarastyrki auk þess sem íþróttamaður UÍA fær styrk. Um fjörutíu einstaklingar og félög fengu styrki á þessu ári.

Íþróttamenn í fararbroddi

Á árinu hefur verið unnið að endurskoðun á úthlutunarreglum sjóðsins og munu nýjar reglur taka gildi fyrir næstu úthlutun sem auglýst verður í maí.

Styrkúthlutanir 2019 Iðkendastyrkir: Amalía Zoega (skíði) Anna Karen Marinósdóttir (blak), Arnar Bjarki Björgvinsson (snjóbretti), Árni Valtýr Helgason (körfubolti), Birgitta Einarsdóttir (fimleikar), Birna Jóna Sverrisdóttir (frjálsíþróttir/körfubolti), Björg Gunnlaugsdóttir (frjálsíþróttir), Börkur Marinósson (blak), Daði Þór Jóhannsson (frjálsíþróttir), Galdur Máni Davíðsson (blak), Gígja Ómarsdóttir (blak), Hrafn Sigurðsson (frjálsíþróttir), Jóhanna Lilja Jónsdóttir (skíði), Kjartan Mar Garski Ketilsson (glíma), Lísbet Eva Halldórsdóttir (fimleikar), Marta Lovísa Kjartansdóttir (glíma), Orri Páll Pálsson (sund), Óliver Árni Ólafsson (körfubolti/ knattspyrna), Tinna Rut Þórarinsdóttir (blak), Viktor Ingi Sigurðsson (knattspyrna). Þjálfarastyrkir: Birgitta Einarsdóttir (fimleikar), Brynjar Árnason (knattspyrna), Haraldur Gústafsson (bogfimi), Katrín Anna Halldórsdóttir (fimleikar), Lísbet Eva Halldórsdóttir (fimleikar), Sigurður Donys Sigurðsson (knattspyrna), Viðar Örn Hafsteinsson (körfubolti), Víglundur Páll Einarsson (knattspyrna). Félagastyrkir: Hestamannafélagið Blær til að halda æskulýðsdag fyrir börn og unglinga, UMF Neisti til kaupa á frjálsíþróttabúnaði, UMF Einherji til styrktarþjálfunar, fimleikadeild Hattar til stefnumótunar fyrir deildina, UMF Neisti til stofnunar skákdeildar, UMF Þristur til námskeiða á gönguskíðum og í fjallahjólreiðum.

Særún Birta Eiríksdóttir

Þórarinn Örn Jónsson

Fædd: 22. nóvember 1999 Íþróttagrein: Blak Íþróttafélag: Þróttur Neskaupstað Hver er þín fyrsta minning um íþróttaiðkun? Ég held að það hafi verið í skólaíþróttum. Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum? Katrín Tanja Davíðsdóttir. Hvað er skemmtilegast við að stunda íþróttir? Fyrst og fremst er það félagsskapurinn, en svo er alltaf gaman að vinna. Hvað hefurðu lært af því að vera í íþróttum? Ég hef lært mjög margt, til dæmis að tapa. Hvaða markmið hefur þú í framtíðinni? Að hreyfa mig eins mikið og ég get. Hverju eða hverjum viltu þakka árangurinn? Öllum þeim sem standa mér næst, sem og þjálfurunum mínum. Af hvaða afreki ertu stoltust? Að hafa verið í landsliðinu á Smáþjóðaleikunum í maí þar sem við lentum í þriðja sæti. Hvernig nýtist afreksstyrkurinn úr Spretti þér? Ég nýti hann í blakferðir.

Fæddur: 12. október 2000 Íþróttagreinar: Blak Íþróttafélag: Þróttur Nes. Hver er þín fyrsta minning um íþróttaiðkun? Mín fyrsta minning er líklegast að fara í íþróttaskólann og leika mér að slá í bolta. Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum? Það yrði að vera Earvin N’Gapeth. Hvað er skemmtilegast við að stunda íþróttir? Það skemmtilegasta við að stunda íþróttir er að maður er í góðum félagshóp og það er skemmtilegt að hreyfa sig. Hvað hefurðu lært af því að vera í íþróttum? Að góður mórall skiptir máli til að ná árangri. Hvaða markmið hefur þú í framtíðinni? Mig langar að reyna að komast erlendis að spila, það er náttúrulega draumurinn. Hverju eða hverjum viltu þakka árangurinn? Ég vil þakka mömmu og pabba fyrir að styrkja mig í því að halda draumnum mínum lifandi. Síðan vil ég þakka þeim þjálfurum sem ég hef fengið þann heiður að vinna með og síðan verð ég að þakka liðinu mínu. Af hvaða afreki ertu stoltastur? Það væri að lenda í þriðja sæti með U-20 ára landsliðinu á alþjóðlegu móti. Hvernig nýtist afreksstyrkurinn úr Spretti þér? Hann nýtist mér í að geta haldið áfram að bæta mig í blaki og að komast í fleiri landsliðsferðir.

SPRETTUR

Afrekssjóður UÍA og Alcoa

6 Snæfell


Gleðileg jól

og kærar þakkir fyrir frábærar móttökur á árinu Opið alla daga frá 12:00 -22:00 Opið aðfangadag og gamlársdag 10:00-14:00 Lokað jóladag og nýársdag

Minnum á gjafakortin okkar í jólapakkann


Landsmót 50+

Lyftistöng fyrir íþróttalífið í Fjarðabyggð Bjarki Ármann Oddsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Fjarðabyggðar, segir það hafa verið lyftistöng fyrir íþróttalíf í sveitarfélaginu að halda Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri (Landsmót 50+) í Neskaupstað 28. – 30. júní. Það hafi komið fjölda sprota af stað. „Það eru hafnar æfingar í boccia á Fáskrúðsfirði og það er áhugi á greininni víðar. Það er á hreinu að mótið ýtti við fólki að koma þessu af stað. Síðan finnum við fyrir áhuga á ringó víða í sveitarfélaginu. Við höfum keypt hringi og ákveðnir hópar hafa óskað eftir tímum til æfinga. Síðan er komið Pílukastfélag Fjarðabyggðar, sem var eiginlega stofnað á lokadegi mótsins. Á mótinu komu kastarar með kynningu og við nýttum tækifærið til að skoða aðstöðu í íþróttahúsinu í Neskaupstað þar sem félagið er nú með æfingar sem mér skilst að gangi ljómandi vel,“ segir Bjarki.

Ringó, boccia og píluæfingar eftir mót Um 300 manns tóku þátt í mótinu sem tókst í alla staði mjög vel. Keppendur voru ívið færri en á síðustu mótum en þekkt er að fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu dregur gjarnan úr þátttöku. Eins fóru skráningar hægt af stað en tóku við sér eftir að UÍA ákvað að bjóða Austfirðingum að taka þátt í mótinu án endurgjalds.

8 Snæfell

Landsmót 50+ hafði ekki áður verið haldið á Austurlandi og tekur Bjarki undir að vekja hafi þurft Austfirðinga til vitundar um mótin, en það hafi lukkast vel. „Maður heyrir að það eru komnar hugmynd um að smala fólki á mótið í Borgarnesi næsta sumar. Að kynna mótið hér var stór hluti af því að halda það og ég er sannfærður um að ef við héldum það aftur myndu miklu fleiri taka þátt í því. Þótt fólk hafi skráð sig seint þá fannst heimafólkinu mjög gaman. Við sjáum líka að mótið hefur vakið íbúa til meðvitundar um mikilvægi hreyfingar fram eftir aldri – eins og þessum mótum er ætlað að gera.“ Fjarðabyggð ætlar að fylgja þessum áhuga ef tir en bæjarstjórn hefur samþykkt samning við Janus Guðlaugsson íþróttafræðing um þátttöku í verkefni um heilsueflingu fyrir eldri borgara. „Janus kom hingað austur árið 2017 með fyrirlestur og þá kviknaði áhugi sem haldið hefur verið við af öflugu fólki. Það munu 100 manns taka þátt í þessu verkefni og Landsmótið var góð byrjun á því.“

Hvati til framkvæmda Sveitarfélagið lagði út í framkvæmdir fyrir átta milljónir króna í tengslum við mótið, en fékk fjórar milljónir á móti í styrk úr landsmótasjóði menntamálaráðuneytisins. Tækifærið var bæði nýtt í viðhald og nauðsynlega endurnýjun, til dæmis var skipt um ráspalla í sundlauginni í Neskaupstað, settar LED-perur í loftljós

íþróttahússins auk nýs hljóðkerfis, en einnig nýframkvæmdir sem bæta aðstöðuna svo sem kúluvarpshring og langstökksgryfju. Þá keypti sveitarfélagið færanlega tartanbraut sem á mótinu nýttist fyrir atrennur í langstökki og spjótkasti. „Þetta ýtti við okkur og gaf okkur tækifæri til að taka ýmislegt í gegn,“ segir Bjarki. Þá er ágóða mótsins skipt milli þeirra aðildarfélaga UÍA sem lögðu til sjálfboðaliða við mótið eftir vinnustundum. Uppgjör mótsins er ekki að fullu frágengið en ljóst er að myndarlegur ágóði verður eftir í heimabyggð. „Þetta er frábær fjáröflun fyrir félögin sem mönnuðu mótið,“ segir Bjarki.

Vilja endilega halda mótið aftur Hann segist ekkert annað hafa heyrt en jákvæðni frá íbúum með mótið og bendir á að þeir hafi fjölmennt, meðal annars á setningarathöfnina sem haldin var í íþróttahúsinu. Fólk hafi einnig mætt til að hvetja keppendur sem hafi þakkað fyrir sig með glæsilegum tilþrifum. Þá hafi mótið skipt máli fyrir sýnileika Fjarðabyggðar. „Þetta sýnir að við höfum þá innviði sem þarf til að halda svona mót á landsvísu. Það er mikil ánægja með mótið og UÍA og UMFÍ eiga heiður skilið fyrir hvernig til tókst. Við viljum endilega fá að halda þetta mót aftur,“ segir Bjarki.


drögum 28. des.

Vinnur þú Íí milljólaleiknum? Milljólaleiknum? 28 heppnir spilarar vinna heila milljón hver 28. desember.

9

Snæfell

Þú kaupir 10 raðir eða meira í Lottó, Vikinglotto eða Eurojackpot til að komast í pottinn. Möguleikarnir aukast með áskrift því þá ferðu í pottinn í hverri viku þangað til við drögum! Nánar á lotto.is


Frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands

Hagræðing úrslita er hræðileg vá Hagræðing úrslita í íþróttum er ein stærsta vá sem íþróttahreyfingin stendur frammi fyrir og ljóst að hreyfingin þarf að halda vöku sinni í baráttunni gegn henni. Hagræðing úrslita íþróttakeppna merkir fyrirkomulag, gjörning eða aðgerðaleysi sem er af ásetningi og miðar að því að breyta úrslitum eða gangi íþróttakeppni með óviðeigandi hætti í því skyni að víkja alfarið eða að hluta til frá hinu ófyrirsjáanlega eðli fyrrnefndrar íþróttakeppni til þess aftur að ná fram óréttmætum ávinningi fyrir sjálfan sig eða aðra. Hagræðingu úrslita er helst að finna í knattspyrnu, enda löng hefð fyrir því að veðja á knattspyrnuleiki og fjármunir meiri í þeirri íþrótt en flestum öðrum. Á undanförnum árum hefur borið æ meira á því að úrslitum leikja sem veðjað er á sé hagrætt til að skapa skjótfenginn gróða. Ásókn í fjármuni verður til þess að íþróttafólk freistast út á óæskilegar brautir en alþjóðleg glæpasamtök virðast nýta sér einstaklinga sem láta glepjast eða þau ná á einhvern annan hátt tangarhaldi á til að hafa áhrif á kappleiki í íþróttum. Meginástæða þess að málum fjölgar er þróunin sem fylgir netvæðingunni. Úrslit liggja fyrir samstundis og beinar útsendingar eru á netinu, bæði frá efstu deildum og niður í neðstu deildir og jafnvel unglingadeildir. Aukinn fjöldi viðburða sem í boði eru býður upp á aukna hættu á hagræðingu úrslita. Vandi íþróttahreyfingarinnar er meðal

annars sá að skortur er á reglum sem gera það refsivert að íþróttamenn hagræði úrslitum eða hafi óeðlileg áhrif á kappleiki. Vandinn liggur einnig í því að ná til þeirra sem hafa af því ávinning að kappleikir fari á ákveðinn hátt og reyna að hafa áhrif á leikmenn, dómara eða aðra sem hugsanlega geta haft áhrif á úrslit eða framgang leiks. Á 74. íþróttaþingi ÍSÍ í maí 2019 var sett nýtt ákvæði í lög sambandsins. Þar segir að aðilar sem falli undir lög Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands skuli setja sér reglur sem leggja bann við veðmálum þeirra sem taka þátt í leikjum, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki eða eigin mót. Þá skulu reglurnar leggja bann við því að heimilt sé að veita upplýsingar um íþróttir í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmál og fela í sér fjárhagslegan vinning. Unnið er að gerð reglna um þessi mál, sem nýst gætu öllum einingum í hreyfingunni. ÍSÍ, ásamt systursamtökum sínum á Norðurlöndunum, undirritaði sameiginlega yfirlýsingu um baráttu gegn hagræðingu úrslita í íþróttum árið 2015. Þá hefur samningur Evrópuráðsins gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum verið undirritaður fyrir Íslands hönd. Einnig skipaði menntaog menningarmálaráðuneytið vinnuhóp árið 2015 til að gera tillögur að vinnulagi og hvernig alþjóðasamningum verði best framfylgt. Hagræðing úrslita í íþróttum er ekki orðin eins víðtækt vandamál í Vestur-Evrópu og

hún er í Asíu og Austur-Evrópu en norrænu íþróttasamtökin tóku þetta skref og vinna að því í sameiningu að berjast gegn þessari vá sem að íþróttum steðjar. Yfirlýsing þessi kom í kjölfarið á aukinni áherslu og vinnu Alþjóðaólympíunefndarinnar í þessum málefnum. Samráðsvettvangur um málefnið var settur á laggirnar seint á síðastliðnu ári. Að honum standa mennta- og menningarmálaráðuneyti, ÍSÍ, KSÍ, Íslenskar getraunir, dómsmálaráðuneyti og lögreglan. Helsta verkefni samráðsvettvangsins er að samhæfa baráttuna gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og framfylgja samningi Evrópuráðsins þar á lútandi. Á vefsíðu ÍSÍ er að finna síðu tileinkaða fræðsluefni um hagræðingu úrslita í íþróttum. Þar má m.a. finna siðareglur, það sem telst brotlegt, yfirlýsingar Íslands og annarra þjóða og myndbönd sem Alþjóðaólympíunefndin lét búa til í tengslum við ógnina. Fræðsluefni á heimasíðu ÍSÍ um hagræðingu úrslita. http://www.isi.is/fraedsla/hagraedingurslita-i-ithrottum/ Reglugerð Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) Samningur Evrópuráðsins um hagræðingu úrslita Sameiginleg yfirlýsing íþrótta- og Ólympíusambanda á Norðurlöndum Sameiginleg yfirlýsing Smáþjóða

Yfir 18000 vörunúmer frá heimsþekktum framleiðendum

Höfum opnað glæsilega vefverslun á is.rubix.com

Rubix Ísland Sími:522-6262. Opið 8-17 Mán – Fim, 8-16 Fös Dalvegur 32a 201 Kópavogur 10 Snæfell


gjallarhorn.is

Sendum viðskiptavinum okkar og Austfirðingum öllum bestu

hátíðarkveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Egilsbraut 25, 740 Neskaupstaður 470-1100 | sparaust.is

Óskum starfsmönnum okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og friðar á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

11

Snæfell


Undirbúa ungmennaskipti við Írland Fyrr í vetur fór af stað verkefni sem kallast F:ire&ice en það er samstarfsverkefni á milli UÍA, Menntaskólans á Egilsstöðum og YMCA í Cork og Cobh á Írlandi og er styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Þetta er sjálfstyrkingarnámskeið með áherslu á útiveru og tengsl við náttúruna í daglegu lífi og byggir á fræðum sem eru t.d. notuð í náttúrumeðferð, reynslunámi og jákvæðri sálfræði.

Íslensku þát t takendurnir eru 10, allir nemendur við Menntaskólann á Egilsstöðum en koma þó frá öllu Austurlandi. Verkefnastýra er Hildur Bergsdóttir en hún starfar m.a. sem félagsráðgjafi við skólann og er reynslubolti þegar kemur að útivist. Verkefnið er í raun þríþæt t og samanstendur af miklum og fjölbreyttum undirbúningi hér heima. Íslenski hópurinn hittist vikulega í allan vetur í ýmis konar útivist og sjálfseflingu auk þess að fara saman í lengri göngur og óbyggðaferðir um helgar. Í vor leggur íslenski hópurinn svo land undir fót og heimsækir jafnaldra sína sem búsettir eru í Cork og Cobh og taka þátt

í starfi YMCA. Útivist verður í fyrirrúmi og er meðal annars fyrirhugað flakk um írska þjóðgarða. Írski hópurinn mun svo heimsækja okkur og verja viku í austfirskum óbyggðum ásamt íslenska hópnum í ágúst. Þó að verkefnið sé tiltölulega nýhafið erum við aldeilis búin að fá að reyna ýmislegt því það eru bókstaflega engin takmörk á því hvað Hildi dettur í hug að láta okkur gera. Allt frá því að sitja í rólegheitum við varðeld að spjalla og kjamsa á sykurpúðum og yfir í 10 km göngu á sunnudegi í þoku og hálku. Við erum sannarlega búin að læra það að hversu erfið og óyfirstíganleg sem verkefnin kunna að virðast í upphafi þá finnum við alltaf leið til að takast á við þau, allt reddast á endanum og oft með mjög óvæntum og skemmtilegum hætti. Það fór til dæmis dálítið um hópinn þegar við vorum bundin fjögur saman á fótunum og áttum svo að finna leið til að komast upp nokkuð bratta og hála brekku. Þetta hljómaði mjög bilað í fyrstu en svo lögðum við höfuðin í bleyti, hjálpuðumst að og innan skamms þustum við upp brekkuna, tautandi „oddatölur- sléttar tölur“ hvað eftir annað til að hjálpa okkur að halda takti og vita hvað fótapar ætti að hreyfast hverju sinni. Hópurinn gekk líka að hluta til blindandi upp að Fardagafossi. Það er sannarlega

Takturinn fundinn með fæturna bundna saman.

Við Fardagafoss.

Sykurpúðar við varðeld.

Í boltaleik í Selskógi.

12 Snæfell

ekki eitthvað sem manni dettur endilega í hug að gera sér til skemmtunar en það var mjög áhugaverð reynsla sem fékk hópinn til að vinna vel saman og skynja hljóðin og náttúruna á annan hátt en maður er vanur. Við höfum líka verið að skoða styrkleika - bæði okkar eigin og hópsins í heild. Það er krefjandi að vinna svona verkefni með öðrum því við erum í rauninni alltaf að gera eitthvað sem enginn kann eða getur strax. Við lærum líka að virða einstaklinga sem eru öðruvísi en maður sjálfur og vinna með þeim sem heild. Okkur hefur klárlega tekist það og stemmingin í hópnum er traust og frábær. Traust og virðing eru einmitt mikilvæg gildi í svona vinnu og við erum búin að vinna alls konar verkefni með þau, tókum til dæmis svona traustsfall - þar sem einn lætur sig detta og hópurinn grípur. Það var svolítið ógnvænlegt en allir voru gripnir mjúklega, nema Hildur sem datt smá en það var bara af því hún lét sig falla hraustlega og var í mjög sleipri úlpu, en hún erfði það ekkert við okkur! Þetta verkefni er í stuttu máli sagt mökk skemmtilegt og við hlökkum til framhaldsins. Ásmundur Máni Þorsteinsson, Marteinn Lundi Kjartansson og Nikólína Bóel Ólafsdóttir


Viðskiptavinir Hitaveitu Egilsstaða og Fella og aðrir Austfirðingar Alhliða bókhaldsuppgjörs- og skattaþjónusta

Bestu jóla- og nýárskveðjur og farsælt komandi ár.

Skrifstofuþjónusta Austurlands Borgarfirði eystra s. 895 9972 - bjossialla@skrifa.is Egilsstöðum s. 471 1177 - sigrun@skrifa.is Seyðisfirði 472 1212 - eyglo@skrifa.is Fjarðabyggð 474 1123 - sigurbjorg@skrifa.is Djúpavogi 478 1161 - asdis@skrifa.is www.skrifa.is

Við hrun efnahagslífs þjóðarinnar fóru mikil verðmæti forgörðum. Ýmis áður viðurkennd gildi í þjóðfélaginu eru nú til endurskoðunar. Verkalýðshreyfingin þarf að eiga skýra aðkomu að enduruppbyggingunni. Við þurfum að tryggja að grunnhugsjónir verkalýðshreyfingarinnar verði hafðar að leiðarljósi. Launafólk á Austurlandi hefur um rösk eitt hundrað ár farið í fararbroddi í baráttu fyrir bættum lífskjörum og jöfnuði. Verkefnið næstu mánuði verður ekki síst að verja það sem áunnist hefur. Stöndum saman. AFL Starfsgreinafélag • s. 4700 300 • www.asa.is

13

Snæfell


Ævintýri og áskoranir á útivistarnámskeiðum UMF Þristar

„Einu sinni varð ég alveg haugskítug og blaut, en það var allt í lagi“ UMF Þristur hefur löngum verið ófeimið við að fara ótroðnar slóðir í starfi sínu og í fyrravetur hóf félagið að bjóða upp á útivistarnámskeið fyrir börn. Markmið námskeiðanna er að kynna fyrir þátttakendum þá fjölbreyttu og skemmtilegu möguleika sem útivist í náttúrunni felur í sér og sýna þeim fram á að þar leynast ævintýrin við hvert fótmál. Jafnframt er lagt upp með að byggja upp seiglu og jákvætt viðhorf gagnvart þeim áskorunum sem þátttakendur standa frammi fyrir í hverjum tíma. Á námskeiðunum er unnið með útivist í breiðum skilningi en útileikir, hjólreiðaferðir, útieldun, náttúruskoðun, fjallgöngur, rötun og listsköpun úr náttúrulegum efnivið eru á meðal þess sem boðið er upp á. Hvert námskeið nær að jafnaði yfir átta vikur og eru þau haldin allt árið svo þátttakendur fá að spreyta sig í útivist á öllum árstíðum og við margvíslegar aðstæður. Þórdís Kristvinsdóttir, fjallaleiðsögumaður og skáti, og Hildur Bergsdót tir, félagsráðgjafi og náttúrumeðferðaraðili, eru yfirleiðbeinendur á námskeiðunum. Þær segja viðtökurnar við námskeiðunum hafa verið góðar. „Iðkendahópurinn okkar er afar fjölbreyttur og gott að sjá að inn í starfið rata líka einstaklingar sem eru ekki endilega virkir í öðrum tómstundum eða finna sig illa í hefðbundnum

Í náttúruskoðun á einu námskeiðanna.

14 Snæfell

Sjálfsmynd úr náttúrulegum efniviði, gerð á námskeiði Þristar. keppnisíþróttum,“ segir Þórdís. Þær stöllur segja mikilvægt að boðið sé upp á námskeið sem þessi: „Ég held að okkur hætti stundum til að vanmeta hvað tengsl við náttúruna eru mikilvæg og falleg leið fyrir börn til að læra og þroskast. Það er svo ótal margt sem hægt er að læra um sjálfan sig og lífið með því að verja tíma í náttúrunni. Það spillir svo ekki fyrir hvað það er holl og góð hreyfing að stunda ýmis konar útivist,“ bætir Hildur við. Þristur hefur boðið upp á útivistarnámskeið

fyrir börn allt frá 5 ára aldri og margir þátttakendur hafa verið með á öllum námskeiðum frá upphafi. Þegar krakkarnir eru spurðir út í hvað þeim hefur fundist standa upp úr á námskeiðunum stendur ekki á svörunum: „Það er skemmtilegast að vera í skóginum með vasaljós þegar það er dimmt, maður fær alveg svona kitl í magann.“ „Mér finnst gaman að fá að sulla á tánum, vaða og drullumalla. Einu sinni varð ég alveg haugskítug og blaut, en það var allt í lagi.“ „Mér finnst best að grilla sykurpúða og horfa á eldinn dansa. Það var líka gaman í sumar að skoða pöddur með stækkunargleri.“ „Mér fannst skemmtilegast að læra að tálga. Maður getur gert næstum hvað sem er úr greinum sem maður finnur í náttúrunni.“ Þristur hyggst halda áfram að bjóða upp á og þróa útivistarnámskeið fyrir börn og ungmenni. Margar nýjungar eru í farvatninu og ljóst að allir ungir náttúruog útivistarunnendur ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Elsa Guðný Björgvinsdóttir


Gleðilega hátíð

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

Óskum Austfirðingum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

15

Snæfell


Hermannsbikarinn

„Skilar mestum árangri að vera glaður og ánægður“ Hermannsbikarinn sem Dóra Gunnarsdóttir og Guðmundur Hallgrímsson á Fáskrúðsfirði gáfu til minningar um Hermann Níelsson, fyrrum formann UÍA, var afhentur í fyrsta sinn á þingi sambandsins í apríl. Bikarinn er veittur einstaklingi, deild eða félagi innan UÍA sem staðið hefur fyrir nýsköpun eða uppbyggingu í starfi. Fyrsti handhafi bikarsins er Kolbrún Lára Vilhelmsdóttir sem farið hefur fyrir uppbyggingu blakdeildar Hugins á Seyðisfirði.

„Við byrjuðum með þetta fyrir sjö eða átta árum þegar dætur okkar voru að byrja sinn íþróttaferil. Ég vildi að þær gætu æft íþróttir en það var ekki margt í boði. Krakkablakið, þar sem 3-4 eru í liði, hentaði okkur líka vel því bekkirnir í grunnskólanum eru litlir. Þetta fór strax vel af stað, hátt í 90% krakkanna í skólanum mættu strax á æfingar hjá okkur og það hlutfall hefur haldist,“ segir Kolbrún Lára. Tvíburasystir hennar, Hanna Lísa, þjálfaði með henni fyrsta árið en Kolbrún hefur annars mest séð um þjálfun allra flokka. Hjá Huginn æfa 3. – 6. flokkur bæði stráka og stelpna, eða þeir aldursflokkar sem ná yfir grunnskólaaldurinn. Í dag þjálfar maðurinn hennar, Ólafur Hr. Sigurðsson, elsta flokkinn með henni.

Litlu félögin hjálpast að Seyðfirðingar hafa lagt sig fram um að mæta á öll þau mót sem í boði eru. Þeir ná samt ekki alltaf í lið sjálfir og sameinast þá öðrum liðum, svo sem Þrótti Neskaupstað, Sindra, Einherja, Leikni Fáskrúðsfirði og jafnvel Vestra frá Ísafirði. „Það eru fleiri félög í sömu stöðu og við. Það er alltaf reynt að finna einhvern veginn út úr liðunum,“ útskýrir Kolbrún. Seyðfirðingar hafa líka hýst mót og eitt slíkt var haldið um síðustu mánaðamót og tóku þá um 200 krakkar þátt í krakkablaksmóti fyrir 6., 5. og 3. flokk. Seyðfirðingar hafa einnig sameinast um æfingar með öðrum Austfjarðaliðum ef flokkarnir eru fámennir. Þannig æfði elsti flokkurinn, þriðji flokkur, vikulega með Fáskrúðsfirðingum í fyrra. Það er 16 Snæfell

Kolbrún Lára með Hermannsbikarinn á þingi UÍA. þó hægara sagt en gert því til þess þarf að fara bæði yfir Fagradal og Fjarðarheiði. „Við erum búin að vera heppin með færðina. En við erum líka heppin að Óli skuli eiga jeppa og vera tilbúinn að fara af stað í hvaða veðri sem er.“

Heppin að þurfa lítið að sofa Sem barn og unglingur stundaði Kolbrún Lára þær íþróttagreinar sem í boði voru á Seyðisfirði, svo sem fótbolta, handbolta og skíði. Hún var að verða tvítug þegar hún byrjaði að stunda blakið. „Óli flutti þá á Seyðisfjörð og fór að kenna blak fyrir fullorðna. Síðan hef ég ekki litið um öxl,“ segir hún. Meðfram þjálfuninni hefur Kolbrún Lára unnið fulla vinnu á leikskólanum og fer beint í íþróttahúsið þegar vinnudeginum lýkur. „Ég held að ég sé heppin með það að þurfa lítið að sofa. Við vöknum klukkan 5:20 til að fara í ræktina og svo byrjar dagurinn. Með vinnu er þetta alltof mikill tími sem fer í þjálfunina enda er ég búin að ræða við vinnuveitendur mína um að minnka við mig í leikskólanum til að geta sinnt þessu betur.“

Góður stuðningur Seyðfirðinga Starfið hefur skilað góðum árangri. Fimm leikmenn Hugins hafa spilað með ungmennalandsliðum Íslands í blaki og fleiri komist á úrtaksæfingar. Kolbrún viðurkennir að hún hafi ekki átt von á slíkum árangri þegar hún byrjaði að þjálfa. „Nei, alls ekki. Ég bjóst ekki einu sinni við

að klára veturinn,“ segir hún og hlær. Hún segir Seyðfirðinga styðja vel við blakstarfið. „Bæjarbúar eru himinlifandi og til dæmis hafa alltaf allir verið til í að styðja landsliðskrakkana.“

Skilar engu að vera í fýlu Stjórn UÍA óskaði eftir tilnefningum til Hermannsbikarsins í aðdraganda þingsins. Í þeim umsögnum sem bárust um Kolbrúnu segir meðal annars að hún sé alltaf brosandi og hafi lagt mikið á sig til að efla, styrkja og gleðja öll börn sem hún komist í kynni við. Sjálf segir Kolbrún að jákvæðnin skipti miklu máli. „Ég reyni að mæta öllum brosandi og vera glöð. Mér finnst leiðinlegt að vera í fýlu og ég sé ekki tilganginn með henni. Ég reyni að kenna krökkunum það að það sé enginn tilgangur í að vera í fýlu eða reiður. Það skili meiru að vera glaður og ánægður.“ Og það er þessi gleði og ánægja sem heldur Kolbrúnu gangandi við þjálfunina. „Börnin eru frábær, kraftmikil og einlæg. Þau vilja öll vera með og það er enginn sem nennir þessu ekki. Það er dásamlegt að finna hvernig maður er hluti af svona heild.“ Hún segir Hermannsbikarinn vera enn frekari hvatningu fyrir blakið á Seyðisfirði. „Ég fór með bikarinn á æfingu hjá öllum flokkum og sagði við krakkana að við ættum þennan bikar, ekki bara ég og leyfði þeim að halda á honum og lyfta. Það eru þau sem mæta á æfingarnar og standa í þessu. Þetta er okkur hvatning til að halda áfram.“


Við óskum íþróttamönnum Austurlands svo og Austfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

www.heradsprent.is

Starfsfólk Húsasmiðjunnar og Blómavals óskar Austfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Héraðsprent prentsmiðja

Sími 525 3360 - www.husa.is

VHE óskar starfsmönnum, viðskiptavinum og Austfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Bindum kolefni_Ræktum skóg_fyrir framtíðina_uia2019.ai 1 29.11.2019 11:05:42

Bindum kolefni C

M

Y

Ræktum skóg ... fyrir framtíðina!

CM

MY

Berjumst fyrir öflugu atvinnulífi á ÖLLU Austurlandi

Bílar og Vélar ehf. Hafnarbyggð 14, 690 Vopnafirði.

CY

Við styrkjum íþróttastarf á Austurlandi

CMY

K

Gleðileg jól!

Starfsfólk Miðáss hf. óskar Austfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

17

Snæfell


Fáum okkur orkudrykk Nei, bara að grínast!

spila vel saman, rétt eins og gítarstrengir, svo úr verði gott lag.

Orkudrykkir eru gjarnan markaðssettir sem tilvalin fæðubót til að grípa í þegar við erum orkulítil eða svefnvana, einbeitingin ekki upp á marga fiska eða minnið lélegt. Þeir eru sérstaklega markaðssettir með það í huga að ná til ungs fólks og einstaklinga sem stunda íþróttir.

Að vera meðvituð um neysluna Ef við erum á því að drekka orkudrykki eða koffíndrykki oft og reglulega, er ágætt að spyrja okkur eftirfarandi spurninga: · Er þetta mér nauðsynlegt?

Okkur er seld sú hugmynd að orkudrykkir séu tilvaldir fyrir þá sem æfa eða keppa í íþróttum og að neysla þeirra hjálpi til þegar við þurfum að keyra orkuna upp á skjótan hátt. En einn orkudrykkur á dag kemur heilsunni ekki í lag, þó halda mætti annað, eins mikil og neysla þeirra er hérlendis. Af hverju ætti ég nú að skrifa enn eina greinina um allt það böl sem fylgir því að drekka orkudrykki, þegar allar ábendingar til almennings um skaðsemi þeirra virðast skila nákvæmlega núll árangri? Staðreyndin er nefnilega sú að við Íslendingar eigum mögulega heimsmet í sölu og neyslu orkudrykkja og það segir manni hversu móttækileg við erum fyrir markaðssetningu þeirra. Grein sem bendir á skaðsemi orkudrykkja og dregur í efa þær staðhæfingar um gagnsemi þeirra sem fram koma í auglýsingum, er vís til að verða grein sem fær falleinkunn og fá „like“. En ég skrifa þessa grein ekki aðeins sem næringarfræðingur, heldur einnig sem móðir. Upplýsingarnar sem hér fylgja á eftir hjálpa ykkur vonandi til að taka upplýstar ákvarðanir og ábyrgð á því hvort eða hversu mikið af orkudrykkjum þið veljið að drekka.

Hvenær höfum við drukkið of mikið? Það er í eðli þeirra sem stunda íþróttir af einhverri alvöru að vilja sífellt ná lengra og gera betur. Það að drekka orkudrykk sem eykur árangur getur því virst ákjósanlegur kostur. Koffín sem finna má í orkudrykkjum eykur einbeitingu, víkkar út æðar og eykur streituhormónið í skamman tíma sem þykir auka kraftinn, t.d. þegar verið er að keppa. Sykurinn í orkudrykkjunum eykur orku, B -vítamín verja líkamann gegn auknu álagi og amínósýrur, sem eru í flestum af þessum drykkjum, eru valdar sérstaklega með það í huga að auka virkni heila og hjarta. Hinar ýmsu jurtir sem finna má í sumum þessara drykkja sjá síðan um að auka magn koffíns og virkni þess.

18 Snæfell

· Er ég að drekka orku-/koffíndrykki við þorsta? · Er ég orkulaus? · Er einbeitingin léleg? · Er ég kannski að drekka þessa drykki af því að ég er orðin/n háð/ur þeim?

Elísabet Reynisdóttir, næringarráðgjafi

Hljómar eins og frábær blanda af undradrykk og töfrum, ekki satt? Staðreyndin er því miður sú að það er enginn töfradrykkur til, nema kannski vatnið því án þess getum við hreinlega ekki lifað. Til að gæta allrar sanngirni mega orkudrykkir þó eiga það að þeir eru ekki alslæmir. Það að drekka einn og einn orkudrykk af og til er alveg í lagi. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að íþróttafólk getur mögulega náð betri árangri í erfiðri keppni með því að auka ofantalin efni í líkama sínum. Það er samt mikilvægt að sýna skynsemi og meðvitund um hversu mikið við drekkum af orkudrykkjum og hvenær. Einstaklingar sem eru meðvitaðir um heilsu sína og ætla sér að ná framúrskarandi árangri komast sjaldnast áfram út á orkudrykkjaþambið eitt og sér, heldur með því að setja sér og fylgja markmiðum og með því að taka ábyrgð á eigin heilsu, næringu og þjálfun. Umhverfissjónarmið eru ofarlega á baugi þessa dagana og eitthvað sem við öll þurfum að huga að. Ein leið til að bæta kolefnisspor okkar allra er að hætta neyslu þess sem kemur hingað til lands í skipsförmum. Ég sem móðir hvet ungt fólk til að hugsa betur um heilsuna almennt og ekki síður umhverfið. Það á við um alla næringu, hversu mikið við hreyfum okkur og hvort við fáum nægan svefn. Þá skiptir andleg líðan okkar og almennt geðheilbrigði gríðarlegu máli. Þessir þættir þurfa allir að

Oft er neysla okkar á orkudrykkjum ómeðvituð. Um leið og við verðum meðvitaðri og áttum okkur á því hver hún raunverulega er, sjáum við að það er betra að minnka neyslu orkudrykkja og drekka frekar vatn við þorsta. Orkuleysi stafar ekki af skorti á koffíni heldur svefnleysi og næringarskorti. Léleg einbeiting getur síðan verið afleiðing svefnleysis og næringarskorts en þegar við verðum háð koffíni og sykri í leit að skyndilausn verður vandamálið aðeins stærra og meira með aukinni neyslu. Orkudrykkir geta leitt til sjúkdóma eins og efnaskiptasjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma og sú staðreynd ætti að vera okkur nógu alvarleg viðvörun.

Þú færð kraft úr ... vatni Lokaorð mín til ykkar eru: takið ábyrgð, haldið neyslu orkudrykkja í lágmarki og veljið frekar vatn sem svaladrykk við þorsta. Ekki láta auglýsingar og markaðsherferðir plata ykkur upp úr skónum, þið eruð klárari en það og það veit ég. Trúið mér, þið verðið svo miklu kátari og glaðari með því að drekka vatn. Svo munuð þið líka sofa aðeins betur með minni neyslu koffíns. Það hvernig okkur líður andlega og líkamlega skiptir svo miklu máli, og þar hafa umhverfisþættir mikið að segja. Ekki drekka of mikið af orkudrykkjum því það hefur áhrif á umhverfið. Við viljum öll og þurfum að hugsa um hvað við getum gert til að minnka kolefnissporin okkar. Sýnum ábyrgð um leið og við njótum lífsins sem best. Elísabet Reynisdóttir, næringarráðgjafi


OPIÐ ALLA DAGA, ALLAN ÁRSINS HRING, LÍKA UM JÓL OG ÁRAMÓT.

Gledileg jól og farsælt komandi ár! GISTIHÚSIÐ - LAKE HOTEL EGILSSTADIR

00-354-471-1114

hotel@lakehotel.is

LÆGSTA VERÐIÐ Í ÖLLUM LANDSHLUTUM SKILYRÐISLAUST 19

Snæfell


Ragnar Ingi Axelsson

„Hef ekki orðið var við að hommar spili blak öðruvísi en gagnkynhneigðir“ Í gamanþáttunum Litla Bretland gekk ein persónan um og kvartaði stöðugt undan því að hún væri „eini homminn í þorpinu.“ Norðfirðingurinn Ragnar Ingi Axelsson mun vera eini samkynhneigði karlinn í íslensku landsliði. Ragnar segist aldrei hafa komið út úr skápnum – einfaldlega af því að hann hafi aldrei verið í honum. Snæfell ræddi við Ragnar Inga um blak og Barbie.

„Ég hef alltaf verið frekar mikill íþróttamaður og ágætur í flestum greinum. Blakið var þó það sem vakti mesta áhugann, sennilega því ég náði mestum framförum þar,“ segir Ragnar. Við tölum saman í gegnum Skype. Ragnar býr ekki á Norðfirði heldur stundar nám í Reykjavík, en kemur reglulega austur. Hann er íþróttalega klæddur, í hvítum bómullarbol með merki íslenska landsliðsins. Ragnar Ingi er 23ja ára gamall, alinn upp á bænum Kirkjubóli þar sem foreldrar hans reka sauðfjárbú. Hann segist þó aldrei hafa verið mikið heima á býlinu, mest verið úti 20 Snæfell

í Neskaupstað í íþróttahúsinu. „Það var ekki tími til að vera alltaf að skutla mér og sækja þannig að ég var mest hjá frænku minni og var sóttur eftir æfingu.“ Fyrsta greinin sem hann æfði var fótbolti en hann vék þegar blakið kom til sögunnar. Þá æfði Ragnar Ingi fimleika í skamman tíma meðan þeir voru í boði í Neskaupstað. Þó nokkur íþrót taáhugi er meðal fjölskyldunnar á Kirkjubóli en Einar Jón, eldri bróðir Ragnars, hefur verið fyrirliði Boltafélags Norðfjarðar í utandeildakeppni UÍA og Launafls í knattspyrnu. „Ég hef mætt á nokkrar æfingar með BN. Ég spilaði einu sinni tíu mínútur í leik með liðinu á Eistnaflugi. Ég var örugglega rangstæður 90% tímans en það var ekkert dæmt því það vissu allir að ég vissi ekkert hvað ég væri að gera. Ég bara hljóp. En þetta var skemmtilegt því við feðgarnir vorum allir inn á samtímis,“ segir Ragnar sem á tvo bræður og eina systur.

Eini strákurinn og æfði með stelpunum Ragnar Ingi byrjaði að spila með meistaraflokki Þróttar í blaki upp úr

fermingu. Fyrst á Austurlandsmótum, síðan í efstu deild Íslandsmótsins. Meðan Ragnar lék með Þrótti var hann mitt á milli í aldri í liðinu, ýmist voru leikmennirnir þónokkuð eldri eða yngri en hann. „Ég var eiginlega alltaf einn í mínum árgangi. Ég æfði með stelpunum frá því í fjórða eða fimmta flokki. Ég hugsaði ekki mikið út í það, enda átti ég mikið af vinkonum þannig að það var allt í lagi. Í tvö ár æfði ég en fór ekki á nein mót því það voru engir aðrir strákar. Það var ekki gaman að fara ekki á mótin en seinna keppti ég með öðrum liðum á mótum. Þessu er oft reddað þannig hér á landi.“ Ragnar spilaði lengst af í stöðu kantsmassara og svo sem uppspilari áður en hann var færður í stöðu frelsingja eftir að spænsku þjálfararnir Borja Gonzalez og Ana Vidal komu til Þróttar. Óhætt er að segja að Ragnar hafi aðlagast breytingunum vel því hann vann sig fyrst inn í ungmennalandsliðið og síðan A-landsliðið. „Fyrsta verkefnið með U-17 ára landsliðinu var mjög spennandi. Við tókum þátt í Norðurlandamóti sem var haldið á Englandi, en þetta var í fyrsta sinn sem


það var haldið utan Norðurlandanna. Ferðirnar voru skemmtilegar. Ég man að þegar ég var vígður inn í liðið var ég látinn ganga í gegnum flugvöllinn á Heathrow í G-streng með hárkollu í brókinni. Ég held að vígsluathafnirnar séu orðnar mildari núna. Ég fékk að spila mikið og svo kynntist ég strákunum í liðinu frekar vel. Þeir þekktust vel innbyrðis fyrir ferðina en ég var utan af landi svo ég kannaðist minna við þá.“

Frábær stemming á Smáþjóðaleikunum Ragnar Ingi var síðan fyrst valinn í A-landsliðið árið 2014. Hann segir það hafa verið ánægjulega tilfinningu að vera valinn í hópinn. „Ég er frekar metnaðarfullur að eðlisfari og einn af fyrrum þjálfurum mínum hafði mikla trú á mér og ögraði mér til að bæta mig. Þá fór ég að fatta að ég væri

Aldrei reynt að fela neitt Á meðan leikunum stóð veitti Ragnar Ingi vefnum Blakfrét tir viðtal um hvernig það sé að vera samkynhneigður afreksíþróttamaður, en hann mun vera eini homminn í íslensku íþróttalandsliði. Ragnar segir kynhneigðina aldrei hafa verið stórmál fyrir sér. „Ég hef aldrei komið út úr skápnum því ég þurfti þess ekki. Ég vissi þetta ungur. Ég hef alltaf verið ég sjálfur og aldrei reynt að fela neitt. Mamma og pabbi vissu þetta fyrir löngu en þau sögðu ekkert heldur biðu eftir að ég segði eitthvað. Þau bönnuðu mér ekkert og ég var alltaf að leika mér með Barbie – ég veit ekki hvað ég átti margar dúkkur. Vinkona mín rifjaði upp með mér að í 5. bekk hefði ég sagt hvaða strákum ég væri skotinn í án þess að pæla í því. Þetta

einhverjir strákar úr öðru liði hefðu spurt hvort ég væri samkynhneigður út frá því hvernig ég spilaði. Ég skil ekki hvernig fólk gat séð það út. Ég hef að minnsta kosti aldrei tekið eftir því sjálfur. Í liði Þróttar eru núna tveir samkynhneigðir leikmenn, ég tók eftir því þegar við mættum þeim um daginn hvernig annar þeirra hreyfði sig á vellinum og labbaði um hann. Annars held ég að við hommarnir spilum ekkert öðruvísi blak en aðrir! Þegar ég fór í fyrri ferðina mína með U-19 ára landsliðinu vissu allir að ég væri hommi. Einn viðurkenndi seinna að hann hefði verið stressaður fyrir hvernig þetta yrði, en sagði að ég hefði verið fínn. Ég vissi ekki hvort hann meinti þetta sem hrós, mér fannst þetta bara fyndið. Ég get ekki sagt ég hafi fundið fyrir fordómum. Við strákarnir segjum hommabrandara okkar á milli. Ég þekki ekki

Ragnar Ingi í leik með Þrótti.

góður. Við að vera valinn í A-landsliðið finnur maður að vinnan við að bæta sig er að skila sér.“ Ragnar hefur verið fastamaður í A-landsliðinu frá því í fyrra og spilaði með liðinu á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í sumar. „Það var geggjað að vera hluti af hópnum og taka þátt í svona stóru móti. Það var magnað að sjá allt hitt fólkið sem var að keppa á leikunum. Við gátum ekki horft mikið á keppnina því við vorum að keppa hvern dag og höfðum okkar dagskrá, en við vorum flest á sama hótelinu þannig að við hittumst í morgunmatnum og svo á setningar- og lokaathöfninni.“ Þá hefur Ragnar Ingi verið aðstoðarþjálfari Borja og Önu hjá yngri landsliðunum. „Ég hef bæði hjálpað þeim þar og í blakbúðum sem þau hafa staðið fyrir. Það hefur verið gaman. Þau vilja fá mig með sér og segja að ég geti gefið af mér í blakinu.“

hefur heldur aldrei verið vesen fyrir mig á Norðfirði. Ég var bara glaða barnið sem labbaði um bæinn. Ég man eftir fyrrum þjálfara sem hafði farið með mér til Færeyja þegar ég spilaði með yngri flokkunum. Ég var þá einn með stelpunum og hún grínaðist með að ég væri „eini homminn í þorpinu,“ eins og línan var hjá karakternum í Little Britain þáttunum. Árið 2016 skrifaði ég í gríni stöðu á facebook um að ég væri að koma út úr skápnum. Gamli þjálfarinn var með samviskubit allt þar til hún hitti mig næst því hún hélt að hún hefði ýtt mér aftur inn í skápinn.“

Finnur ekki fyrir fordómum Hann segir kynhneigðina ekki heldur hafa þótt neitt tiltökumál í blakheiminum. „Ég tók aldrei eftir því. Ég man að vinkona mín sagði við mig á yngri flokka móti að

hvernig þetta er í öðrum íþróttum, bara heyrt af því að íþróttamenn hafi hætt út af karlrembuhommabröndurum. Ég veit ekki hvernig ég tæki því ef einhver ókunnugur færi að segja hommabrandara við mig, ég tæki því trúlega ekki jafn vel og hjá félögum mínum úr blakinu, þeir vita alveg hvernig ég er. Einstaklingurinn þarf að gera upp við sig hvað hann ætlar að láta það sem sagt er fara mikið inn á sig. Það er vissulega erfitt ef fordómarnir eru miklir en maður þarf að sýna styrk og ýta svona framhjá sér ef maður ætlar að taka framförum og ná markmiðunum. Ég hef stundum sagt að ástandið sé orðið þannig að það megi varla segja nokkuð, þá er farið að tuða og væla. Ég er vanur því heiman frá mér að það sé allt látið flakka. Umræðan er samt þörf. Það eru þekktar lesbíur í fótboltalandsliðinu en ég veit ekki um neinn annan homma í íslensku

21

Snæfell


landsliðunum. Ég hafði ekki hugsað út í að ég væri sá eini áður en ég fór í viðtalið. Kannski eru þeir búnir að áætla að þeir verði fyrir fordómum í landsliðinu og halda að þeir geti ekki komist langt.“ Ragnar Ingi segist hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð við viðtalinu í sumar. „Það voru allir frekar glaðir með þetta.“

Unglingurinn sem þjálfar öldunga Ragnar Ingi útskrifaðist með stúdentspróf frá Verkmenntaskóla Austurlands árið 2016. Í fyrrahaust hóf hann nám í nuddi við Fjölbrautaskólann við Ármúla. „Ég hef lengi hugsað mér að vinna með líkamann. Um tíma ætlaði ég að verða bæklunarskurðlæknir en ég hef skipt um skoðun síðan. Nuddið gefur svo mikið af sér og það er gaman að vinna á vandamálum. Ég held að ég eigi eftir að læra fleira,

nuddið er til dæmis fínn grunnur fyrir sjúkraþjálfara.“ Ragnar er byrjaður að vinna sjálfstætt enda þurfa nuddarar að safna tímum fyrir útskrift. „Ég kem heim um jólin og verð þá að nudda. Ég mun hafa nóg að gera – en það eru enn lausir tímar!“ segir hann kíminn. Samhliða því að flytja suður til að fara í nám skipti Ragnar úr Þrótti yfir í Álftanes. „Formaður blakdeildar Álftaness heyrði í mér og sagði mér að þar væri verið að byggja upp lið og það væru fleiri leikmenn sem vildu koma ef ég kæmi. Það var eina liðið sem heyrði í mér áður en ég flutti. Álftanes varð líka sjötta liðið í deildinni, sem gerir hana skemmtilegri.“ Ragnar hefur líka verið með puttana í þjálfun og er núna að þjálfa kvennaliðið Drulluflottar sem kemur frá Grindavík. „Það var ein frá Norðfirði sem flutti þangað og kom blakinu af stað. Hún auglýsti eftir

þjálfara í aðalblakhópnum á Facebook og ég bauðst til að taka verkið að mér,“ segir Ragnar. Liðið tekur þátt í Öldungamótinu, auk liða Parísar austursins frá Norðfirði sem Ragnar hefur einnig stýrt á þeim mótum. Hann hefur því verið með á Öldungamótinu í nokkur ár þrátt fyrir að eiga enn nokkur ár í að geta keppt þar sjálfur. „Það er alveg hlustað á mig þótt ég sé svona mikið yngri. Hinar Drulluflottu vita til dæmis fæstar mikið um blak en eru mjög spenntar fyrir að fá að læra.“ Ragnar Ingi ætlar sér að klára nuddaranámið á næsta ári. Framtíðin er annars óráðin. „Ég er ekki mikið fyrir að skipuleggja framtíðina. Mér finnst skemmtilegast að lifa í núinu. Líklega á ég eftir að spila blak þar til ég verð rúmliggjandi um sextugt – maður spilar meðan maður nýtur þess.“

Lukkudýrið Ragnar Ingi klæddi sig í gult og tók heljarstökk til að hvetja áfram stuðningsmenn kvennaliðs Þróttar í úrslitum Íslandsmótsins 2018. „Ég talaði ekki við neinn. Ég mætti bara í gulum fötum og byrjaði. Svona uppátæki myndar svo góða stemmingu. Það er samt erfitt fyrir líkamann þegar maður er orðinn svona gamall að taka mörg heljarstökk. Þetta var mjög skemmtilegt og stelpurnar áttu þetta skilið.“

22 Snæfell


Getur þú hugsað þér gleðilega hátíð án rafmagns?

Við hjá RARIK óskum viðskiptavinum, samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með von um gott og orkuríkt ár. Við munum eins og áður leitast við að svara orkuþörf viðskiptavina yfir hátíðarnar, með öruggum hætti. 23

www.rarik.is

Snæfell


Frá UMFÍ

Þátttaka barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi Ungmennafélag Íslands og Íþróttaog Ólympíusamband Íslands veittu á síðasta ári fimm félögum/íþróttahéruðum styrki til að standa fyrir sérstöku átaki í þátttöku barna af erlendum uppruna í íþróttastarfi. Vísbendingar eru um að þátttaka barna af heimilum þar sem talað er annað tungumál en íslenska sé lakari en annarra.

Hver er staðan? Rannsóknamiðstöðin Rannsóknir og greining (R&G) leggur reglulega spurningalista fyrir alla nemendur í grunnskólum landsins. Árið 2016 fengu UMFÍ og ÍSÍ miðstöðina til að bæta við spurningu um þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþróttastarfi út frá því hvaða tungumál er talað á heimili viðkomandi. Könnunin var lögð fyrir í febrúar 2016 og náði til allra nemenda í 8. – 10. bekk á landinu öllu, alls um 10.500 einstaklinga. Meðal þess sem kom í ljós var að börn og ungmenni frá heimilum þar sem eingöngu er töluð íslenska eru tvöfalt líklegri til að æfa íþróttir fjórum sinnum í viku eða oftar heldur en börn og ungmenni frá heimilum þar sem annað tungumál er talað. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar stunda 56% barna og ungmenna frá heimilum þar sem annað tungumál en íslenska er talað á hverjum degi engar skipulagðar íþróttir. Á móti stunda 36% barna og ungmenna frá heimilum þar sem eingöngu er töluð íslenska engar íþróttir. Aðrar áhugaverðar niðurstöður eru þær að 44% barna og ungmenna frá heimilum þar sem aðeins er töluð íslenska stunda íþróttir fjórum sinnum í viku eða oftar. Aðeins 23% barna og ungmenna frá heimilum þar sem töluð eru önnur tungumál en íslenska stunda íþróttir af sama kappi. Úr könnuninni er ljóst að þátttaka barna og ungmenna er mun betri þar sem eingöngu er töluð íslenska á heimilinu og mun slakari þar sem töluð eru önnur tungumál.

24 Snæfell

og kosti þess að hreyfa sig í skipulögðu starfi. Í bæklingnum er jafnframt að finna stuttar tilvitnanir í íþróttafólk af erlendum uppruna um hvað þátttaka í íþróttum hefur gert fyrir þau. Efnið er aðgengilegt á sex tungumálum, þ.e. íslensku, ensku, pólsku, tælensku, litháísku og filippseysku. Allt efnið er aðgengilegt á heimasíðu UMFÍ undir flipanum verkfærakista.

Styrkir til félaga „Við í íþróttahreyfingunni þurfum að draga betur fram kostina sem felast í þátttöku í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi og ná betur til foreldra barna og ungmenna af erlendum uppruna,“ segir Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi UMFÍ. „Í dag eru íslenskir foreldrar langflestir vel upplýstir um þá frábæru kosti sem fylgja því fyrir börn og ungmenni að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Foreldrar barna og ungmenna af erlendum uppruna eru hins vegar margir hverjir kannski á sama stað og þeir íslensku voru í kringum 1980. Skýringin kann að vera að rannsóknir landa í Austur-Evrópu sýna nefnilega öfugar niðurstöður miðað við Ísland. Þær sýna að börn og ungmenni sem taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi eru mun líklegri til að neyta t.d. áfengis og tóbaks heldur en þau börn og ungmenni sem ekki taka þátt. Við þurfum að leiðrétta þetta og útskýra fyrir foreldrum barna og ungmenna af erlendum uppruna að þetta sé ekki raunin hér á landi.“

Viðbrögð íþróttahreyfingarinnar Haustið 2018 gáfu UMFÍ og ÍSÍ út bæklinginn Vertu með. Markmið með útgáfunni er að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi og markhópur efnisins er foreldrar barna og ungmenna af erlendum uppruna. Í bæklingnum er að finna hagnýtar upplýsingar um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga eins og t.d. upplýsingar um æfingagjöld íþróttafélaga, frístundastyrki, mikilvægi þátttöku foreldra

Haustið 2018 veittu UMFÍ og ÍSÍ fimm íþróttahéruðum/félögum styrk til að fara af stað með vinnu til að fjölga iðkendum af erlendum uppruna í sinni heimabyggð. Nálganir félaganna voru ólíkar og skiluðu mismiklum árangri. Félögin voru þó sammála um að það virkaði best að koma á persónulegu sambandi við foreldra barna og ungmenna af erlendum uppruna, fá fulltrúa félags, starfsfólk og/eða foreldra til að tala við viðkomandi og útskýra hvernig starf félagsins/deildarinnar fer fram og mynda þannig traust og jákvæð samskipti. Hægt er að kynna sér hvaða leiðir og verkefni þessi fimm félög, HSH, ÍBV, ÍA, Valur og taekwondo deild Keflavíkur, fóru af stað með á heimasíðu UMFÍ.

Næstu skref UMFÍ vinnur nú að leiðbeinandi upplýsingum fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða félaga um hvað þarf að hafa í huga þegar tekið er á móti barni eða ungmenni af erlendum uppruna á æfingu. Þarf öðruvísi móttökur? Þarf þjálfari að huga að einhverjum breytingum í fasi eða tjáningu sinni? Hvernig er heppilegast að útskýra menningarmun fyrir hópi barna og ungmenna? Hér eru aðeins nefnd nokkur dæmi sem finna má svör við í upplýsingunum. Stefnt er að því að stutt myndbönd um efnið verði aðgengileg á heimasíðu UMFÍ vorið 2020. Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi UMFÍ.


Ívið minni þátttaka í íþróttum Börn af heimilum þar sem talað er annað tungumál en íslenska virðast almennt standa ágætlega að vígi hvað varðar þátttöku í félagsstarfi í Fjarðabyggð, þótt þátttaka þeirra í íþróttum sé heldur minni en annarra. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var í fyrsta sinn meðal nemenda í 5. – 10. bekk þar í vor.

Alls svöruðu ríflega 350 börn könnuninni sem lögð var fyrir í heimsókn íþrótta- og tómstundafulltrúa í skóla sveitarfélagsins. Þar af kom tæpur fjórðungur þeirra af heimilum þar sem talað er annað tungumál en íslenska. Af þeim voru tæp 35% sem stunduðu engar íþróttir, 13% gerðu það einu sinni í viku, 30% 2-3 sinnum og um 23% fjórum sinnum eða oftar. Á heimilum þar sem eingöngu var töluð íslenska voru það 28% barna sem stunduðu engar íþróttir, 1% stundaði þær einu sinni í viku, 27% 2-3 sinnum en tæp 40% fjórum sinnum eða oftar. Í könnuninni kom einnig fram talsverður munur milli byggðakjarna, þar sem íþróttaiðkun barna í Neskaupstað var

áberandi meiri en annars staðar. Einnig voru vinsælustu greinarnar kannaðar og rúm 45% barnanna æfðu fótbolta, 20% blak og 15% körfubolta. Um leið var þátttaka í starfi félagsmiðstöðva og tónlistarnámi Í Aðeins íslenskakönnuð. töluð á heimilnu Aldrei tónlistarnáminu voru hlutföllin nokkuð jöfnVikulega hvort sem bara var töluð íslenska 2-3 í viku á heimilinu 4-5 sinnum eða ekki, en um þriðjungur barnanna varoftar í slíku námi. 6 sinnum eða

Þegar horft er til félagsmiðstöðvanna mættu 37% barna á heimilum þar sem talað er erlent tungumál aldrei í þær, 27% nokkrum sinnum í mánuði og 48% vikulega eða oftar. Hjá börnum þar sem aðeins er töluð heimilinu mættu 52% Erlent íslenska tungumál erátalað á heimilinu 28% vikulega eða oftar, 20% nokkrum35% sinnum í 6% mánuði en 28% sögðust aldrei13% mæta. 27% 20% 19%

30% 10% 13%

40% 35% 30% 25% 20% 1 5% 1 0% 5% 0%

Aldrei

Vikulega Aðeins íslenska töluð á hei milnu

2-3 í viku

4-5 sinnum

6 sinnum eða oftar

Erlent tungumál er talað á heimilinu

Þátttaka nemenda í 5. – 10. bekk í skólum Fjarðabyggðar eftir því hvort talað er annað tungumál en íslenska á heimilinu.

Við sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða.

25

Snæfell


Einherji í 90 ár Hér verður rakin saga Ungmennafélagsins Einherja á Vopnafirði, en félagið varð 90 ára þann 1. desember síðastliðinn.

Í upphafi 20. aldar spruttu upp ungmennaog íþróttafélög á Vopnafirði eins og annars staðar á Íslandi. Það sem við vitum um þau í upphafi 20. aldar er að árið 1909 var Umf. Vopni skráð í UMFÍ og starfaði árin 1910 og 1911 en svo er ekki vitað meira. Íþróttafélagið Kolbeinn var stofnað 25. október árið 1915 og virðist enn hafa starfað árin 1921 og 1922 samkvæmt starfsskýrslum en ekki er vitað meira um afdrif þess. Umf. Egill hélt fundi í Vopnafjarðarkauptúni og gekk í UMFÍ 1917. Það var starfandi 1918 en var greinilega skammlíft. Því næst var annað félag að nafni Vopni, en það var stofnað 28. desember árið 1923. Það félag byggði m.a. sundlaug í Selárdal árið 1929 en sú sundlaug skemmdist illa í vorhlaupi árið 1941. Síðasta fundargerð Vopna var rituð 20. nóvember árið 1929. Í henni kemur ekkert fram sem gefur til kynna að félagið sé að leggja upp laupana en umræður á þessum síðasta fundi snerust m.a. um fámenni innan félagsins og hvort ekki væri hægt að fá fleiri til að ganga í félagið og stækka starfssvið þess. Í framhaldi var skipuð nefnd til að vinna að þessum málum

Íþróttafélagið Einherjar Það næsta sem við vitum fyrir víst er að Íþróttafélagið Einherjar var stofnað rúmum tíu dögum síðar, sunnudaginn 1. desember árið 1929, í Miklagarði, samkomuhúsi Vopnfirðinga. Í það félag voru þó ekki skráðir neinir af forsvarsmönnum Umf. Vopna. Stofnfélagar voru 19 talsins. Í fyrstu stjórn félagsins var formaðurinn Ingólfur Erlendsson, sem fluttist ungur með fjölskyldu sinni frá Seyðisfirði að Hóli og nam skósmíði af föður sínum. Gjaldkeri félagsins var Lórens Karlsson, frá Hellisfjörubökkum, en hann bjó í Forna-Hvammi. Ritari félagsins var Geir Stefánsson sem bjó ásamt móður sinni og bróður í barnaskólanum. Á fyrstu árum félagsins voru aðallega iðkaðar inniíþróttir. Ingólfur formaður var mikill áhugamaður um íþróttir og var sendur á námskeið til Reykjavíkur til að læra leikfimikennslu og varð síðan

26 Snæfell

Sæti í 2. deild fagnað árið 1981.

leikfimikennari hjá Einherjum. Einhver áhöld erfði félagið frá íþróttafélaginu Kolbeini, s.s. jafnvægisslá, leikfimihesta, hringa, kaðal, stökkdýnu og fótbolta. Eini ársreikningurinn sem til er frá þessum fyrstu árum sýnir að fyrsta áhaldið sem félagið festi kaup á var fótbolti, árið 1930. Stuttu seinna eignaðist félagið kringlu og spjót og gátu félagar fengið þessi áhöld lánuð til afnota eftir vildum. Aðstaða fyrir útiíþróttir var þó engin svo lítið var um hlaup, stökk og aðrar frjálsar íþróttir. Aðstaða til inniíþrótta var ekki merkileg en samkomuhúsið, Mikligarður, var þá orðið frekar lélegt. Félagið lagði mikla áherslu á það að hreppsnefnd sinnti viðhaldi á húsinu svo hægt væri að æfa þar íþróttir. Müllers æfingar voru vinsælar í íþróttakennslu á fyrri part 20. aldar og voru þær iðkaðar hjá Einherja árin 1933 og 1934. Fyrir æfingar var vatn sótt í brunn fyrir ofan húsið Vegamót og vatnið sett í tunnu sem stóð við hliðina á kolaofni í salnum í Miklagarði. Á meðan menn gerðu æfingar fór mesta kulið úr vatninu og var það því ögn volgara þegar komið var að því að sturta sig. Til sturtu var notuð garðkanna og gamalt baðkar. Að sturtu lokinni þurrkuðu menn sér og hlupu inn að Skálanesi, sem er innarlega í kauptúninu. Félagið var duglegt við að setja upp leikrit og gerði það oft í samstarfi við önnur félög; t.d. kvenfélagið og verkamannafélagið. Strax 1931 var sagt frá því í Lögbergi, blaði Íslendinga í Winnipeg í Manitoba í Kanada, að Íþróttafélagið Einherjar hefði sýnt sjónleikinn Bjargið og að aðsókn

hefði verið mjög góð. Næstu áratugina og alveg fram á þann sjötta sýndi félagið fjölda leikrita og má þar nefna: Karlinn í kassanum, Gula frakkann, Haustrigningar, Skugga-Svein, Ævintýri á gönguför og Gullna hliðið. Á fundum félagsins var ýmislegt til umræðu. Félagar stóðu vel við bakið hver á öðrum og því til stuðnings má vitna í fundargerð frá 13. desember árið 1938 en þar segir: „Nikulás Albertsson tók til máls og skýrði frá því að einn félagsmanna, Guðni Sigurjónsson, væri veikur og þyrfti að komast til lækninga, en mundi skorta fé til þess og kom fram með þá tillögu að félagið gæfi honum 50 krónur. Breytingatillaga kom fram frá Þorsteini Stefánssyni um að hækka upphæðina upp í 65 krónur. Breytingatillaga var samþykkt í einu hljóði.“

Sundlaug í Selárdal Á aðalfundi Einherja í gamla barnaskólanum þann 5. desember árið 1943 var nafni félagsins breytt úr Íþróttafélagið Einherjar í Ungmennafélagið Einherjar. Ári síðar, eða þann 30. júlí, var nýtt ungmennafélag stofnað í sveitinni, undir berum himni á hlaðinu í Hvammsgerði. Í fyrstu stjórn félagsins sátu: Steingrímur Sigmundsson, formaður, Jósep Guðjónsson, gjaldkeri, og Jónína R. Björgvinsdóttir, ritari. Stofnfélagar voru 27 talsins. Þetta nýja félag gekk undir nafninu Vorhugi en Vopnfirðingum fannst óþarfi að hafa fleiri en eitt ungmennafélag starfandi í


Frá vígslu sundlaugarinnar í Selárdal árið 1950.

hreppnum og sótti hið nýstofnaða félag um inngöngu í Einherja strax um haustið 1944 og starfaði sem sérstök deild innan Einherja. Árið 1946 var svo ákveðið að greina deildirnar tvær ekki að með nöfnum Tangadeildar og Vorhuga heldur með bókstöfunum A og B. A-deildin var upprunalegi hluti félagsins en félagssvæði A-deildar var í kauptúninu, Vopnafirði. Félagssvæði B-deildar var norðursveitin eins og hún var kölluð en til hennar töldust Ströndin, Selárdalur og stór hluti Vesturárdals. Þriðja deildin fékk úthlutað bókstafnum D. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær D-deildin ar stofnuð en hennar er fyrst getið í fundargerðum A-deildar haustið 1947. Félagssvæði D-deildar var austursveitin en undir hana féll Hofsárdalur og bæirnir undir Krossavíkurfjöllum og alla þá leið út í Böðvarsdal. Allar þessar þrjár deildir unnu að byggingu nýrrar sundlaugar í Selárdal. A-deildin hafði verið starfandi lengst og hafði sundlaugamálið, eins og það er kallað í fundargerðum félagsins, verið félagsmönnum ofarlega í huga á fjórða og fimmta áratugnum. Elstu fundargerðir sem varðveist hafa eru frá árinu 1936 en strax þá var farið að ræða um að koma upp sundlaug í þorpinu. Um tíma var áætlað að reisa laugina neðan við Garðsklett en fljótlega var horfið frá þeim hugmyndum. Á árunum 1936 og fram yfir 1940 var miklu fé safnað í sundlaugasjóð frá ýmsum félagasamtökum og hreppsnefnd. Fjöldi manns starfaði í sundlauganefndum en lítið gerðist í málinu annað en að peningar söfnuðust og dagsverkum var heitið. Á fundi 1942 sagði Björn Jóhannsson skólastjóri frá því að hugur íþróttanefndar ríkisins beindist að heitu uppsprettunni í Selárdal og uppbyggingu laugar þar. Ekki voru allir félagsmenn þessu sammála og nefndu menn nýjan stað í þorpinu fyrir laugina - við frystihús Kaupfélagsins. Að lokum hófst framkvæmd við nýja laug í Selárgljúfrum í Selárdal sumarið 1947.

Úr knattspyrnuleik, líklega á fjórða áratug síðustu aldar.

A-deild hafði forgöngu í málinu en allar deildir lögðu fé og mannauð í verkið. Einnig fengust styrkir í verkið frá Hreppsnefnd Vopnafjarðar, Íþróttanefnd ríkisins og fleirum. Unnið var að byggingu laugarinnar og sundlaugarskála næstu sumur og var sundlaugin vígð með pompi og prakt sunnudaginn 13. ágúst árið 1950. Við vígsluna voru fluttar ræður, ungir Einherjar stungu sér til sunds og sýnt var boðsund.

fjögur ár; 1952-1956. Þann 4. september árið 1956 var Staðarholt vígt. Ræður voru haldnar en að þeim loknum tóku við skemmtiatriði, upplestur, söngur og töfrabrögð. Og síðan var að sjálfsögðu dansað fram eftir nóttu. Einherjar voru virkir í skemmtanahaldi og hafa m.a. séð um hátíðahöld á 17. júní, a.m.k. frá fimmta áratug síðustu aldar.

Handboltaleikur, myndin er merkt maí 1967.

Dansað var í tjaldi fram eftir nóttu. Þessi framkvæmd er dæmi um dug, metnað og samstöðu Einherja en sundlaugin var eign félagsins.

Borgfirðingar í heimsókn Önnur verk sem Einherjar störfuðu að voru m.a. bygging íþróttavallar ofan við sundlaugina. Það verk var í höndum B-deildar og komst í framkvæmd. Á meðan starfaði D-deildin ásamt Hofsdeild kvenfélagsins að byggingu nýs samkomuhúss við prestsetrið Hof í Hofsárdal. Samkomuhúsið sem heitir Staðarholt var líklega í byggingu í um

Nokkrar stórar útisamkomur voru haldnar á vegum Einherja. Helstu samkomustaðir voru á bökkum Vesturdalsár, við Vakurstaði, á Hofsárbökkum, utan við brúna og á íþróttavellinum við sundlaugina. Á þessum samkomum var oft keppt í frjálsum íþróttum, handbolta kvenna og knattspyrnu. Stærsta samkoman var líklega sú sem var haldin 16. júlí árið 1944 en þá heimsóttu Borgfirðingar Einherja til að keppa við þá í frjálsum íþróttum og knattspyrnu. Björn Andrésson, var einn þeirra fjórtán Borgfirðinga sem ferðuðust til Vopnafjarðar og í Múlaþingi 36 frá árinu 2010 er skemmtileg frásögn af ferðinni sem Björn ritar sjálfur. Hún

27

Snæfell


verður ekki rakin í smáatriðum hér en leikar fóru þannig að Borgfirðingar sigruðu í flestum greinum og unnu 2-1 sigur í knattspyrnunni.

Íþróttaskáldið Á þessu íþróttamóti, og fleirum þeim mótum sem haldin voru á útiskemmtunum Einherja um miðja síðustu öld, kepptu afbragðs íþróttamenn. Má þar helst nefna bræðurna úr Holti; þá Hörð, Magnús og Sigurð Björnssyni en þeir voru allir góðir hlauparar. Sigurður og Magnús kepptu fyrir hönd félagsins á mótum á Eiðum og sigruðu í sínum greinum á héraðsmóti UÍA að Eiðum 1. ágúst 1943. Magnús keppti í 800 m hlaupi en Sigurður í 3000 m hlaupi. Þá þótti skáldið Þorsteinn Valdimarsson öflugur íþróttamaður og sigraði í þremur greinum á íþróttamóti Einherja sem haldið var á Vesturdalsárbökkum í júlí

1943. Bræðurnir Aðalsteinn og Sveinn Sigurðssynir voru líka hörkuíþróttamenn og kepptu á innanfélagsmótum. Eftir miðja síðustu öld starfaði félagið áfram í þremur deildum en samstarf milli deildanna fór minnkandi. Seinni hluta aldarinnar var það aðalverkefni D-deildar að halda Hofsball í ágústmánuði hvert ár og urðu þær samkomur oft gríðarstórar.

Gullaldarliðið Knattspyrna var iðkuð innan Einherja allt frá stofnun en þó var lítið sem ekkert um skipulagðar æfingar fyrr en eftir miðja öldina. Götubolti var leikinn eins og aðstæður leyfðu á túnblettum, melum og moldarflögum. Oft var skipt í lið miðað við búsetu í útbæ eða innbæ og hver bæjarhluti hafði sína velli. Upp úr 1960 hófst mikið gróskuskeið í framleiðslu ungra

knattspyrnumanna. Á sjöunda áratugnum og í upphafi þess áttunda var að verða til - á götum og túnum Vopnafjarðar hluti af gullkynslóð knattspyrnumanna hjá Einherja. Þetta voru drengirnir sem mynduðu fyrsta meistaraflokkslið Einherja á Íslandsmóti árið 1974. Þegar þarna var komið sögu höfðu flest Austfjarðaliðin spilað á Íslandsmótum í nokkur ár og kom Einherji með seinni skipunum inn í þann mikla knattspyrnusuðupott sem Austurland var orðið. Þarna hafði nafni félagsins verið breytt úr Einherjar í Einherji og hófst mikið metnaðarskeið í sögu félagsins. Fyrsti leikur Einherja í Íslandsmóti árið 1974 vannst en ekki voru sigrarnir mikið fleiri það sumarið. Árið eftir fór liðið í úrslitakeppni til Reykjavíkur en komst ekki lengra en það. Á næstu árum styrktist liðið og lærði, yngri leikmenn bættust inn og árið 1978 komst liðið aftur í úrslitakeppni og gerði það á hverju ári til ársins 1981 þegar félagið komst loksins upp í 2. deild sem þá var næstefsta deild. Undir lok áttunda áratugarins og allan þann níunda var Einherjaliðið það sterkasta á Austurlandi og átti eftir að leika alls sex tímabil í næstefstu deild á níunda áratugnum. Liðið vakti mikla athygli á landsvísu og náði sínum besta árangri árið 1986. Þá hafnaði liðið í 5. sæti 2. deildar en var í toppbaráttu fram í næstsíðustu umferð. Tímabilið 1989 var síðasta tímabil liðsins í næstefstu deild og féll niður um tvær deildir á tveimur árum; niður í D-deild.

Kynslóðaskipt kvennalið

Lið Einherja 1978.

Kvennalið Einherja 1993.

28 Snæfell

Árið 1990 tefldi Einherji í fyrsta skipti fram kvennaliði í meistaraflokki. Þetta fannst forsvarsmönnum félagsins og velunnurum gríðarlega stórt og mikið skref enda um tvöföldun á starfinu að ræða. Kvennaliðið náði engum teljandi árangri enda um algjöra frumraun að ræða. Liðið var mannað kornungum fótboltastúlkum ásamt eldri konum sem lítið höfðu komið nálægt fótbolta fram að þessu. Þessi kynslóðaskipting setti skemmtilegan svip á liðið og leikgleðin skein af hópnum. Næstu árin var það sami hópur sem fór fyrir liðinu og Vopnfirðingar studdu vel við bakið á þeim. Það vakti athygli aðkomuleikmanna hversu mikill stuðningur var við kvennaliðið, en alla tíð hafa Vopnafirðingar stutt jafn vel við flokka félagsins, hvort sem er í karla- eða kvennaflokki. Einherji sendi lið til keppni í Íslandsmóti mfl. kvenna níu sinnum fram til ársins 2003 en þá varð langt hlé. Á árunum 2005-2008 léku meistaraflokkar félagsins ekki með í Íslandsmóti en breyting varð á árið 2009 þegar mfl. karla var endurvakinn. Liðið lék í 3. deild en féll niður


í nýstofnaða 4. deild árið 2012. Árið 2013 fór liðið beint upp í 3. deildina með sigri í þeirri fjórðu. Mfl. kvenna var endurvakinn árið 2015 og var með til ársins 2018.

Mikilvægt samfélaginu Yngri flokka starf félagsins hefur alla tíð verið öflugt og hefur aðallega byggst á knattspyrnuiðkun. Árið 2017 hlaut félagið grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA. Aðrar íþróttir hafa líka verið stundaðar, en þar má helst nefna frjálsar íþróttir. Oft hefur félagið sent öfluga frjálsíþróttamenn á Sumarhátíð UÍA og Unglingalandsmót UMFÍ. Síðasta áratuginn eða svo hefur blakíþróttin fengið byr undir báða vængi á Vopnafirði og heldur Einherji úti yngri flokka þjálfun í blaki í samstarfi við aðra. Nú þegar litið er til baka, yfir 90 ár af ungmenna- og íþróttastarfi á Vopnafirði, er lítið annað hægt en að fyllast stolti yfir öllum þeim afrekum sem hafa náðst - bæði stórum og smáum. Mikilvægi Einherja í vopnfirsku samfélagi er óyggjandi. Þeim 19 stofnfélögum Einherja sem komu saman í Miklagarði 1. desember árið 1929 datt vart til hugar að hverju þeir lögðu grunn - heilbrigði, óteljandi hamingjustundum, aukinni samstöðu og samfélaginu Einherja.

Kvennalið Einherja 1993.

Innilegar hamingjuóskir með afmælið kæru Einherjar nær og fjær. Bjartur Aðalbjörnsson, Einherji af lífi og sál.

Úr leik gegn Reyni Sandgerði 1983.

Yngri flokkur drengja í keppnisferð á Austfjörðum um miðjan áttunda áratuginn.

29

Snæfell


Hvalreki Feðgarnir og blakararnir Hlöðver og Egill Kolka Hlöðverssynir tóku viðtal við spænsku blakþjálfarana Valal og Borja sem búið hafa og starfað í Neskaupstað síðastliðin fjögur ár. Þau hafa bæði þjálfað og spilað með liðum Þróttar og var Valal valin íþróttamaður UÍA fyrir árið 2018.

Atvinnumennska Borja hófst við 16 ára aldur og Valal 19 ára. Þau létu sér ekki atvinnumennskuna eina og sér duga, eins og flestir samlandar þeirra, heldur voru þau á fullu í námi samhliða henni. Hann er með háskólagráðu í sögu og kennsluréttindum og hún hefur gráðu í íþróttafræðum og er með grunnskólakennsluréttindi.

Þegar við spurðum þau hvort þau verði ennþá viðriðin blakið eftir tíu ár, stóð ekki á svari hjá Borja: „að sjálfsögðu.“ En hvar í heiminum það verður er erfitt að spá um. Þau koma frá Spáni, giftu sig á NýjaSjálandi og eignuðust son á Íslandi þannig að ef þau eignast annað barn þarf það að gerast í öðru landi, kannski Kanada.

Samrýmd hjón

Hvers vegna Neskaupstaður?

Þau taka vel á móti okkur þegar við kíkjum í heimsókn til þeirra. Valal kát og brosandi og Borja djúpt sokkinn í að skoða myndskeið af blaki í tölvunni. Nýjasti meðlimur blakfjölskyldunnar liggur alsæll í vöggunni, nýbúinn að fá sopann sinn og brosir sínu breiðasta. Þau Ana Maria Valal Vidal Busan og Borja González Vicente, eða Valal og Borja eins og við köllum þau alltaf, eignuðust son í desember í fyrra. Oft á tíðum eru nýbakaðir foreldrar lengi að velta fyrir sér og velja rétta nafnið. Það er aldagömul hefð fyrir því á Spáni að bera bæði eftirnafn móður og föður. Þau voru sammála um að nafnið þyrfti að vera þægilegt í meðförum á alþjóðavísu því það væri aldrei að vita hvar í heiminum næstu áfangar yrðu, en þau hafa verið dugleg að ferðast og skoða heiminn. Drengurinn fékk nafnið Mateo Hannes Gonzáles Vidal. Mateo er spænskt nafn sem auðvelt er í meðförum og Hannes hefur margar tilvísanir. Það er íslenskt nafn, enda er drengurinn fæddur á Íslandi. Eins merkir fyrri hlutinn „Hann“ dreng/karl og „nes“ tengingin við Neskaupstað. Tengingin við blakið er sú að ein skemmtilegasta blakæfingin hefur fengið heitið Hannes, en í henni er leikið með tvo bolta í einu og skora þarf úr báðum boltum til að fá stigið. Það verður því gaman að fylgjast með Mateo Hannesi vaxa úr grasi og vonandi feta í fótspor foreldranna og verða blakari af guðs náð.

Þau eru afar samrýmd og vinna vel saman. Reyndar vilja þau alltaf vera saman því þannig líður þeim best. Þau þekkja reyndar lítið annað því ástin blossaði hjá þeim á unglingsárum. Þeim hefur boðist atvinnumennska í ýmsum klúbbum um heiminn en alltaf látið það ráða ferðinni að velja þann áfangastað þar sem þau geta verið saman og bæði fengið að njóta sín. Þegar við spurðum hvort væri skemmtilegra að spila eða þjálfa þá hikuðu þau ekki sekúndubrot heldur svöruðu samtímis

En hvers vegna völdu þau að koma til Íslands og alla leið austur í Neskaupstað? Þeim þykir gaman að ferðast og upplifa ævintýri. Eftir að hafa spilað á Spáni fóru þau til Belgíu og þaðan bauðst þeim að koma og spila á Nýja-Sjálandi. Það leið ekki langur tími áður en þjálfarinn þeirra spurði hvort þau væru ekki til í að taka að sér þjálfunina líka þar sem hann væri fullviss um að þau væru betri þjálfarar en hann. Eitt leiddi af öðru og eftir NýjaSjáland enduðu þau sem landsliðsþjálfarar

Valal með viðurkenninguna sem íþróttamaður UÍA.

Hvers vegna blak? Þegar við spurðum þau hvers vegna þau völdu blakið sagði Valal okkur að hún væri mikill orkubolti og hefði verið í mörgum íþróttum en blakið orðið fyrir valinu þar sem mikill blakáhugi og þátttaka hjá foreldrum, systkinum og frændfólki væri til staðar. Borja byrjaði um sex ára aldur og alla tíð síðan hefur hann haft gríðarlegan áhuga á íþróttinni og er hálfgerður nörd í þessu. Hann liggur löngum stundum og greinir myndskeið sem þau hafa tekið af krökkunum og fylgist náið með framförum hjá þeim.

30 Snæfell

með stóru brosi að þeim þætti báðum skemmtilegra að spila en að þjálfa. En þau hafa samt mjög gaman af því að þjálfa og leggja mikinn metnað í það. Þau hafa lokið fjórum spænskum stigum í þjálfun og þegar blakið er komið í sumarfrí á Íslandi hafa þau farið til Spánar og verið með námskeið þar. Þau sitja aldrei auðum höndum og milli æfinga og keppnisferða hafa þau gefið út kennslubók í blakþjálfun, eru með aðra í vinnslu og halda úti bloggsíðu í blakþjálfun. Þau hafa mjög gaman af því að ferðast, sjá heiminn og kynnast fólki í gegnum blakið.

strandblaksliðanna í Guam. Þá var Valal alveg með það á hreinu að þau þyrftu að prófa eitthvað nýtt og afar ólíkt. Eldfjöll eru í uppáhaldi hjá Valal og hafði hún lengi haft áhuga á að koma til Íslands, sjá eldfjöll og upplifa eldgos og snjó. Þegar þau settu sig í samband við Ísland var stjórn blakdeildar Þróttar Nes snör í snúningum og innan skamms stefndi allt í að þau væru að koma. Unnur Ása Atladóttir framkvæmdastjóri áréttaði nokkrum sinnum við þau að Neskaupstaður væri líklega ólík flestum þeim stórborgum


Borja Vicente í leik með Þrótti.

sem þau þekktu. Hér væri frekar fámennt og staðurinn fjarri borginni, en það var akkúrat það sem þau voru svo spennt fyrir.

Hvernig kom Ísland þeim fyrir sjónir? Það sem kom þeim mikið á óvart og var svo ólíkt því sem þau höfðu áður kynnst var það hversu góð aðstaðan hér er til blakiðkunar og íþrót tastarfa almennt; frábær www.n .is

salur og alls kyns áhöld sem má nota. Þorramaturinn er ekki í miklu uppáhaldi hjá þeim en harðfiskurinn er miklu skárri en súrir pungar. Þau voru líka sammála um að þeirra fyrsta embættisverk, ef þau hefðu umboð til þess, væri að taka undir orð Guðna forseta og banna pizzur með ananas. Þau hafa séð töluvert af snjó en þykir verst að engin eldgos hafa orðið þessi fjögur ár sem þau hafa verið hér. Þeim þykir eitt einkenna íslenska krakka,

sem er keppnisskapið. Þau hjónin koma frá Spáni þar sem ansi mikið gengur á í leikjum en á Nýja-Sjálandi eru krakkarnir aðeins yfirvegaðri en á Spáni og á Íslandi eru þau svo oft á tíðum bara pollróleg í leikjum. Það kom þeim á óvart. Síðan minnast þau á orkudrykkjaæðið hjá unglingunum, en sumir krakkar eru að drekka nokkra Nocco á dag sem er alls ekki hollt. Brennandi áhugi þeirra á blaki hefur aldeilis komið okkur vel í Neskaupstað þar sem metnaður þeirra og þekking hafa verið eins og vítamínsprauta inn í barna- og unglingastarf blakdeildarinnar. Allur tími hjónanna hefur farið í blakstörf hjá Þrótti Nes og landsliðsverkefni og þau virðast hafa lítinn áhuga á lífsgæðakapphlaupinu sem við Íslendingar tökum flestir virkan þátt í. Draumabílinn þeirra er til dæmis ekki margra milljóna ofurkaggi, eins og hjá mörgum okkar, heldur er það gamli góði Subaruinn sem staðið hefur vaktina í 20 ár og stendur í innkeyrslunni hjá þeim. Að lokinni síðustu leiktíð söðluðu þau Valal og Borja um og eru nú hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ. Það er þó ekki endilega endastöð heldur sjá þau fram á meiri ferðalög og mikið af blaki í framtíðinni. Vinahópurinn stækkar áfram um allan heim og víst er að hann óx duglega á árunum fjórum í blakbænum Neskaupstað. Viðtalið birtist áður í skólablaði Nesskóla.

facebook.com/enneinn

Bráðum koma blessuð jólin Starfsfólk N1 Egilsstöðum óskar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Viðburðir á N1 Egilsstöðum í desember 13. desember

14. desember

23. desember

Jólaveisla 11.45 – 13.00

14.00–17.00

Skötuhlaðborð 12.00–14.00

2.990 kr.

1.890 kr.

2.690 kr.

Nánari upplýsingar á þjónustustöð okkar Egilsstöðum N1 Egilsstöðum Sími 440 1450

Alltaf til staðar

31

Snæfell


Brot úr sögu UMF Neista 1919-1929 Haldið var upp á aldarafmæli Ungmennafélagsins Neista á Djúpavogi í byrjun þessa árs. Í aðdraganda veisluhaldanna var skipuð afmælisnefnd, sem meðal annars skráði sögu félagsins. Snæfell birtir hér brot úr þeirri veglegu samantekt.

1919-1930 Ungmennafélagið Neisti var stofnað 24. febrúar 1919. Þetta er skráð í fundargerðarbók nr. 2 en elsta fundargerðarbókin mun vera týnd. Séra Jakob Jónsson frá Hrauni segir í ævisögu sinni: „Georg Jónsson frá Strýtu stofnaði Ungmennafélagið Neista.“ Í ævisögum Eysteins Jónssonar, fyrrverandi ráðherra, og Ríkarðar Jónssonar myndhöggvara segir að formaður fyrstu árin hafi verið Georg Jónsson á Strýtu. Auk hans eru nefndir Sigurður Thorlacius á Búlandsnesi og Jakob Jónsson sem forystumenn í félaginu. Fyrstu árin ef tir stofnun starfaði félagið af miklum þrótti og gekkst fyrir leiksýningum, málfundum, álfabrennum og annarri skemmtan, auk þess að halda úti skrifuðu blaði. Leikstarfsemin blómstraði á þessum árum og margir góðir leikarar voru á Djúpavogi. Sigurður Thorlacius skrifaði leikgerð úr sögunni „Maður og kona“ eftir Jón Thoroddsen og var það ef til vill í fyrsta sinn sem efni sögunnar var flutt í leikritsformi. Ungmennafélagshúsi var komið upp á Djúpavogi árið 1924 á grunni Suðurkaupstaðar en það var að sjálfsögðu gert af mjög litlum efnum og ýmsar aðferðir hafðar til fjáröflunar. Voru meðal annars gefin út allsérkennileg „skuldabréf“ fyrir „lánum“ og hljóðuðu þau þannig: „Herra Jón Jónsson á innistandandi hjá Ungmennafélaginu Neista á Djúpavogi 25 krónur, sem er óuppsegjanlegt lán frá lánveitanda hálfu og vaxtalaust.“ Stjórnarmenn félagsins skrifuðu svo undir bréfið. Samkomuhúsið hlaut nafnið Neisti. Í húsinu voru ekki önnur rými en „Salurinn“, sem notaður var til „fundarhalda og skemmtana“. Neisti var aðalsamkomuhús þorpsbúa í hálfa öld og fóru þar fram fundahöld, leiksýningar, dansleikir og fleira, en húsið stóð til ársins 1987 þegar það var rifið.

32 Snæfell

1930 – 1939 Nokkuð virðist hafa dofnað yfir starfsemi félagsins eftir brottför þess fólks sem stofnaði félagið því 6. nóvember 1932 var haldinn fundur í ungmennafélagshúsinu til að endurvekja Neista. Starfsemi félagsins virðist síðan mjög blómleg allt til ársins 1938, margir fundir haldnir og tekist á við mörg verkefni. Meðal annars voru sýnd leikritin „Frænka Charley´s“ árið 1933 og „Hringurinn“ eftir Ingibjörgu Hjörleifsdóttur frá Starmýri árið 1935. Á fundi 19. febrúar 1933 var samþykkt að halda samkomu á sjómannadaginn ár hvert til ágóða fyrir Slysavarnarfélag Íslands. Á þessum árum er einnig oft minnst á samkomur 1. desember. Sama ár var einnig samþykkt „að lána húsið (Neista) til dansleikja fyrir 15 krónur og skal þá hreingjörning, ljós og hitun koma á félagsins bak.“ Tveimur árum seinna

Á fundi 14. febrúar 1934 sagði Jón Stefánsson, kennari og skólastjóri, frá t ilmælum ý mis s a gamalla Berfirðinga sem búsettir voru í Reykjavík, um hvort Neisti vildi ekki beita sér fyrir að komið yrði upp trjáræktarreit á heppilegum stað. Líklegt má telja að þarna sé fyrst talað á fundi um skógrækt á Djúpavogi. Á næsta fundi, 11. mars, var skógræktarmálið rætt en talið var að þettta yrði of viðamikið og kostnaðarsamt verkefni fyrir félagið þar sem það hafði tekið að sér annað fjárfrekt verkefni, að koma upp aðstöðu til sundkennslu við Breiðavog. Fólk var þó velviljað hugmyndinni og taldi ekkert því til fyrirstöðu að félagar í Neista tækju þátt í skógræktinni þótt félagið gæti ekki staðið undir henni fjárhagslega. Sama ár voru kynntar handknattleiksreglur sem félaginu höfðu borist frá ÍSÍ og félagar

Breiðivogur var notaður til sundiðkunar og sundkennslu áður en sundlaugar urðu aðgengilegar.

virðist heimskreppan hafa þrengt kosti manna og var húsið leigt til dansleikjahalds fyrir 2 krónur. Kom fram á fundi að þetta væri of lítið. Næsta ár var svo ákveðið að hækka leiguna upp í 5 krónur. Þórarinn Sveinsson, leikfimikennari frá Norðfirði, virðist hafa verið á Djúpavogi haustið 1933 og frætt fólk um íþróttir, leikfimi og sund. Er þess getið í fundargerð að hann hafi kennt fólki leikfimisæfingar til notkunar heima. Þá virðist ljóst að Þórarinn hefur kennt sund í Breiðavogi sumarið 1934. Bókað er að 37 manns tóku þátt í námskeiðinu og var kennarinn ánægður með árangurinn.

hvattir til að nema íþróttina og hafa hana til skemmtunar að sumarlagi þegar veður væri gott. Í upphafi árs 1936 voru stjórnarmenn Neista sammála um að halda áfram sundkennslu um sumarið og var svo bókað í fundargerðarbók: „Eins og áður er vikið að, taldi sundkennari vonum betri árangur af starfi sínu síðastliðið sumar. En þó einhver árangur hafi orðið, er hann vitanlega ekki nema vísir í áttina til að hægt sé að segja að þeir sem þátt tóku í námskeiðinu geti syndir heitið. Lítur stjórnin svo á að það sé siðferðisleg krafa á hendur félaginu að það gangist fyrir því að áfram sé haldið á næsta sumri og vonum við þá, ef sæmilega


Sumarið 1941 var í fyrsta sinn svo vitað sé háður knattspyrnuleikur á Djúpavogi en þá spiluðu Djúpavogsbúar gegn Breiðdælingum. Leikurinn fór fram á túni niðri í Blá og endaði leikurinn með sigri Djúpavogsbúa 1-0 en sigurmarkið skoraði Ásbjörn Karlsson.

hittist á með veðráttu að telja megi að komið sé að áfanga“. Í febrúar 1938 var haldinn aðalfundur í Neista. Voru þar lesnir upp reikningar og kosin ný stjórn. Eftir þennan fund finnst ekkert bókað um starfsemi ungmennafélagsins í nokkur ár eða allt til 1943. Starfsemin virðist hafa verið í einhverri lægð á þessu tímabili en þó er vitað til þess að einhver starfsemi hafi farið fram, a.m.k. dansleikjahald í Neista.

1940 – 1949 26. janúar 1943 er boðað til fundar í barnaskólanum til að ræða stofnun ungmennafélags. Eftir þetta virðist félagið hafa starfað nokkurn veginn samfellt til þessa dags, þótt upp og ofan hafi gengið á stundum. Töluverður kraftur virðist hafa verið í starfseminni fyrst eftir að félagið var endurvakið og í 2. tölublaði Einingar árið 1944 má lesa eftirfarandi: Frá Djúpavogi. Skólastjórinn á Djúpavogi, Guðmundur H. Pálsson, skrifar um íþróttastarfsemi þar a staðnum: „Ungmennafélagið Neisti, sem endurvakið var hér fyrir réttu ári, hafði íþróttanámskeið um mánaðartíma á síðastliðnu hausti. Kennari var Haraldur Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði. Nemendur voru 35 fullorðnir konur og karlar. Var þetta mjög góð þátttaka eða allir ungir menn og allar stúlkur upp í fertugar frúr, en auk þess nutu börn á skólaaldri kennslu íþróttakennarans þennan tíma. Ýkjur eru það engar, þótt sagt sé, að áhugi hafi verið mjög góður, sérstaklega hjá kvenfólkinu. — Námskeiðinu lauk með myndarlegri sýningu. Síðan hefur verið haldið við æfingum eftir ástæðum og tækifærum. Áhugi fyrir íþróttum er

mikill og er reynt að bæta aðstöðuna til íþróttaiðkana eftir því sem tök eru á. Sérstakur áhugi ríkir hér hjá börnum og unglingum í vetur fyrir skautaíþróttinni. Hér eru líka tilvalin skautasvæði, svo að óvíða munu betri.” Á stríðsárunum náði knat tspyrna töluverðum vinsældum á Djúpavogi en þá dvöldu á staðnum breskir hermenn og var þá aurinn á milli gamla skólans og gömlu kirkjunnar notaður sem knattspyrnuvöllur. Hermennirnir, sem klæddust gjarnan matrósafötum, dvöldu á Framtíðinni. Einn þeirra hafði spilað við góðan orðstír í Englandi og tók hann að sér að veita mönnum tilsögn í grunnatriðum knattspyrnunnar. 1943 var samþykkt að kaupa tæki til frjálsíþróttaiðkunar og Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi kom á Djúpavog og athugaði svæði fyrir væntanlegan íþróttavöll. Best leist honum á „melsléttuna“ fyrir utan Bóndavörðuhraun. Nokkuð var unnið á þessu svæði, sennilega mest af sjálfboðaliðum, meðal annars fóru stúlkur oft þangað og tíndu grjót af vellinum þannig að hægt væri að stunda handbolta þar, en vitað er að þarna var leikinn bæði handbolti og fótbolti. Ungmennafélagið lét sig mörg mál varða á þessum árum og í fundargerð þann 2. apríl 1944 má lesa eftirfarandi: „Um stofnun lýðveldis á Íslandi. Framsögu hafði Guðmundur Pálsson. Rakti hann sögu Íslands í stórum dráttum frá landnámsöld og fram á vora daga. Fleiri tóku ekki til máls. Því næst bar Guðmundur upp svohljóðandi tillögu: Fundur í U.M.F. Neista haldinn 2. apríl 1944 lýsir sig fylgjandi því að stofnað verði lýðveldi á Íslandi þann 17. júní næstkomandi og skorar á alla ungmennafélaga að vinna að því að jákvæð þátttaka í væntanlegri

þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurfellingu dansk – íslenska sambandslagasáttmálans og stofnun lýðveldis verði sem mest. Tillagan var samþykkt einróma“. Hópur skólabarna, börn fædd 1929 og 1930, var við sundnám á Eiðum vorið 1944. Þá mun hafa verið ákveðið að framfylgja sundskyldu til fullnaðarprófs. Sagt er að börn frá Djúpavogi, Breiðdal, Stöðvarfirði og Jökulsárhlíð hafi verið í þessum sundhópi. Þetta var fyrsti barnahópur sem fór frá Djúpavogi að Eiðum til að læra að synda. Sennilega hefur þetta námskeið byrjað snemma í júní og Breiðdalsheiði var ekki bílfær svo snemma sumars. Það var því miklum erfiðleikum bundið að komast upp að Eiðum á þessum árstíma, en enginn vegur var inn fyrir Berufjörð eða yfir Kambaskriður. Gripið var til þess ráðs að fara á bát yfir Berufjörð síðdegis og gista á Krossi næstu nótt. Daginn eftir kom Hafsteinn Jónsson úr Breiðdal á vörubíl með bekkjum á palli og var tjaldað með segli yfir. Hafsteinn safnaði saman börnum af svæðinu og ók með þau upp að Breiðdalsheiði. Síðan var gengið yfir heiðina og handan hennar beið bíll undir stjórn Sigfúsar Kristinssonar sem tók hópinn og flutti hann út að Eiðum. Ferðin að Eiðum tók þannig rúman sólarhring. Heimleiðin varð auðveldari að því leyti að þá var Breiðdalsheiði orðin bílfær. Næsta ár, 1945, var aftur lagt upp með hóp barna til að læra sund á Eiðum. Sú ferð var farin undir stjórn Guðmundar H. Pálssonar og Ásdísar Steinþórsdóttur, ungra kennara á Djúpavogi. Að þessu sinni var farið með Súðinni til Reyðarfjarðar. Súðin var strandferðaskip og hafði það orð á sér að hún væri lengi í förum. Börnunum var komið fyrir niðri í lest. Sennilega hafa öll farþegarými verið full og líka þótti ódýrara að senda krakkana þannig, enda var algengt á þeim árum að fólk ferðaðist í lestum strandferðaskipanna. Ekki var líðanin of góð því margir fundu fyrir sjóveiki og meðal flutnings í lestinni voru nokkrar tómar líkkistur sem áttu að fara eitthvað austur á land. Nokkur barnanna fundu fyrir talsverðum óhug að leggjast til hvíldar við hliðina á líkkistunum og ekki bætti það úr sjóveikinni. Ferðin frá Djúpavogi til Reyðarfjarðar tók heilan sólarhring. Þegar námskeiðinu lauk var farið heim á bíl um Breiðdalsheiði, eins og árið áður, suður á Berufjarðarströnd. Bátur sótti hópinn, annað hvort í Steinaborgarvog eða Þiljuvallahöfn. Ungmennafélagið Neisti hefur ekki eignast landsliðsmenn í íþróttum en þó hafa tveir einstaklingar fæddir og uppaldir á Djúpavogi komist í landslið. Annar þeirra var Jón Ólafsson frá Hamri. Jón varð stigahæsti einstaklingurinn í frjálsum íþróttum á Landsmóti UMFÍ árið 1946 og var hann þá valinn í keppnislið Íslands á

33

Snæfell


áratugnum jókst áhugi á fótbolta og með tilkomu sjónvarps á Djúpavogi 1969 varð áhuginn enn meiri.

1970 – 1979

Félagsheimilið Neisti um 1980. Húsið var byggt árið 1924 og rifið árið 1987.

Evrópumeistaramótinu í Ósló það sama ár. Þar keppti hann með níu öðrum Íslendingum og margir þeirra voru þá orðnir þekktir meðal þjóðarinnar. Hann keppti síðan með landsliðinu á mótum í Svíþjóð að Óslóarmótinu loknu. Þær greinar sem Jón lagði áherslu á voru kúluvarp, kringlukast og hástökk. Á þessum árum var ýmis konar skemmtanahald það sem félagið fékkst helst við og var 1. des skemmtun t.d. árviss viðburður. Árið 1947 er það skráð í fundargerðarbók í fyrsta skipti að til standi að halda upp á þjóðhátíðardaginn 17. júní og hefur ungmennafélagið Neisti séð um hátíðahöld þennan dag óslitið síðan að því að best er vitað. Íþróttaiðkun lenti hins vegar í einhverri lægð undir lok fimmta áratugarins.

1950 - 1959 Á fyrsta fundi ársins 1950 var ákveðið að kaupa kvikmyndasýningarvél fyrir félagið og var skipuð nefnd til að vinna að því máli. Þann 5. nóvember sama ár hittist nefndin og er þá rætt um hvort ungmennafélagið ætti að kaupa kvikmyndavél sem félaginu stóð til boða frá Vífilsstöðum og átti að kosta ca 12 til 14 þúsund krónur. Samþykkt var að kaupa vélarnar. Í fundargerð frá 8. mars 1952 má lesa að leikritið „Seðlaskipti og Ástir“ verði tekið til sýningar annan dag páska. Í sömu fundargerð kemur fram að formanni er falið að semja við Eyjólf Guðjónsson um laun fyrir kvikmyndasýningar og að sýningum verði komið í fastara og ákveðnara form. Íþróttavallarmál og viðhald samkomuhússins voru síðan oft á dagskrá hjá Neistafélögum og var ýmist talað um völl sunnan við Rakkaberg eða í Blánni. Frá 1957 og til ársins 1960 finnst ekkert skráð í fundargerðarbók félagsins.

34 Snæfell

1960 – 1969 Þann 22. maí 1960 var aðalfundur félagsins haldinn og ný stjórn kjörin. Skuldir félagsins voru orðnar töluverðar og var eitt helsta verkefni stjórnarinnar að halda ýmis konar skemmtanir og viðburði til að ná inn peningum svo hægt væri að lækka þær. Áhugi á íþróttaiðkun virðist hafa farið vaxandi á þessum tíma en á fundum var meðal annars rætt um að útbúa svæði í Blánni til íþróttaiðkunar og að stofnuð yrði sérstök íþróttanefnd. Sumarið 1960 var svo fenginn íþróttaþjálfari til að sjá um íþróttaæfingar. Þann 4. september 1960 var knattspyrnuvöllur Breiðdælinga við Staðarborg vígður og af því tilefni var háður knattspyrnuleikur milli heimamanna í Breiðdal og Djúpavogsbúa. Leiknum lyktaði með sigri Breiðdælinga 5 – 1. Liðin áttu það sameiginlegt að Iiðsmenn þeirra höfðu haft lítil tækifæri til æfinga en liðin voru skipuð sjómönnum, bændum, kennurum og mönnum úr fleiri stéttum. Í fundargerð ári síðar má lesa að félagsmenn hafi tvívegis keppt við Breiðdælinga í knattspyrnu og að báðir leikirnir hafi tapast en þeir hafi þó unnið það sem mest var vert, að áhugi á íþróttinni jókst mjög. Sumarið 1962 var Stefán Arnórsson ráðinn þjálfari og var áherslan lögð á knattspyrnu og frjálsar íþróttir. Sama ár var ákveðið að kaupa keppnisbúninga fyrir félagið og var Má Karlssyni og Hreini Jónssyni falið að velja og útvega búninga þar sem þeir ættu ferð til Reykjavíkur fyrir höndum. Á þessum tíma var rætt um að stækka hús félagsins en jafnframt var búið að skipa í byggingarnefnd vegna nýs félagsheimilis. Stór hluti af starfsemi stjórnar snerist á þessum árum um rekstur húsnæðis félagsins en áhugi á íþróttaiðkun fór vaxandi. Fyrr á árum var aðaláhersla lögð á sund, leikfimi og frjálsar íþróttir, en á sjöunda

Þann 12. nóvember 1974 var haldinn fundur þar sem rætt var um endurreisn félagsins þar sem deyfð hafi verið yfir starfseminni, en einnig var rætt um að vinna að endurbótum á samkomuhúsinu. Stuttu síðar kom stjórnin aftur saman, nú í Vegamótum, þar sem of kalt var í Neista til að hægt væri að funda þar. Enn var rætt um endurbætur á húsnæði. Tveimur mánuðum síðar kom stjórnin aftur saman, í þetta sinn í Neista en þá var búið að gera svo mikið fyrir húsið „að til sóma er öllum sem þar hafa komið nærri sem er takmarkaður hópur fólks með mikinn áhuga fyrir framgangi félagsstarfsemi á staðnum“ eins og segir í fundargerð. Einnig kemur fram að spilararnir Bogi, Hlífar og Gestur hafi gefið alla sína vinnu sem er stórt framlag þó að „músikin sé ekki á heimsmælikvarða hjá þeim.“ Á þessum tíma höfðu nokkrir piltar stundað knattspyrnu og starfað sjálfstætt undir nafninu „Stjarnan“ og höfðu þeir farið í keppnisferðir á firðina án þess að nokkur félagsskapur hefði styrkt þá til þessa áhugamáls þeirra. Ákveðið var að bjóða þeim inngöngu í félagið og hjálpa þeim eins og mögulegt væri. Á svokölluðum Hermannastekkum var sléttað út tún og reist fótboltamörk og svæðið notað til iðkunar á knattspyrnu og frjálsum íþróttum á 8. áratug 20. aldarinnar, auk þess sem ýmsar skemmtanir á sjómannadegi og 17. júní voru haldnar þar. Svæðið var í notkun til ársins 1983. Það sem var einna mest áberandi á áttunda áratugnum voru deilur um staðsetningu og framkvæmdir við nýtt félagsheimili. Hafist var handa við að byggja nýtt félagsheimili þar sem gamli Neisti var orðinn afar hrörlegur. Fyrsta skóflustungan var tekin árið 1975, við hlið gamla Neista, en vegna deilna um staðsetningu stöðvuðust framkvæmdir. Árið 1978 hófust þær svo aftur og aftur var fyrsta skóflustungan tekin og í framhaldinu var tekinn grunnur fyrir nýju félagsheimili. Aftur stöðvuðust þó framkvæmdir þar sem ekki náðist samkomulag um staðsetningu og stóð grunnurinn tómur í nokkur ár. Á meðan var viðhald á Neista ófullnægjandi og hélt húsið áfram að drabbast niður en engu að síður leigði ungmennafélagið húsið út til leikfimikennslu á veturna.

1980 – 1989 Sumarið 198 0 var Kris tjana Hrafnkelsdóttir frá Stykkishólmi ráðin


sem frjálsíþróttaþjálfari hjá Neista. Kristjana var þá tvítug og nýútskrifuð úr íþróttalýðháskóla í Danmörku og skipulagði hún starfið þannig að á daginn voru leikjanámskeið og frjálsíþróttaæfingar á kvöldin. Kristjana var þjálfari hjá Neista í tvö sumur og var frjálsíþróttaiðkun þá með blómlegasta móti en Neisti sendi fjölmarga keppendur á sumarhátíð UÍA. Aðstaða til sundæfinga batnaði til muna þegar ný sundlaug var tekin í notkun árið 1981. Sundlaugin var Bóndavörðumegin við Grunnskólann, 12,5 x 8 m að stærð og um 80 cm djúp. Þrátt fyrir smæð reyndist hún mikil lyftistöng fyrir sundiðkun og í kjölfarið fór Neisti að skrá keppendur til leiks í sundi á sumarhátíð UÍA. Árin 1983 og 1984 var Ólafur Áki Ragnarsson formaður Neista og þau ár voru merkileg í sögu félagsins. Árið

Laugardalshöll. Neistamenn höfðu æft í gamla félagsheimilinu Neista sem var 66 fermetrar að stærð og því voru aðstæður í höllinni nokkuð ólíkar því sem „strákarnir okkar“ áttu að venjast. Neisti vann samt sinn riðil. Þann 19. maí 1984 spilaði Neisti svo fyrsta leik sinn í Íslandsmóti í knattspyrnu þegar haldið var til Borgarfjarðar eystri. Liðið fór saman í rútu og Hjörtur Ásgeirsson var bílstjóri. Komið var við á Egilsstöðum og einn liðsmaður Borgfirðinga, Valgeir Skúlason, var tekinn með en hann hafði verið að spila á dansleik um nóttina. Á Vatnsskarði var töluverður snjór og minnstu mátti muna að rútan sæti föst en allt hafðist þetta og Hirti tókst að koma liðinu á Borgarfjörð í tæka tíð. Malarvöllurinn á Borgarfirði þótti einn hinn besti á Austurlandi en þar sem töluverð úrkoma hafði verið dagana

og jafna. Neisti spilaði svo tvö ár í annarri deild áður en liðið féll aftur niður í 3. deild. Á aðalfundi í september 1986 var ákveðið að selja samkomuhúsið Neista til niðurrifs, en félagið hafði áður fengið inni í nýrri slökkvistöð með félagsstarfið og þar með leyst úr áralöngum vandræðagangi. Á aðalfundi 1987 kom fram að félagið hefði fengið 400.000 krónur fyrir Neista þegar hann var rifinn. Þar með er sögu þess húss lokið. Hátíðahöldin þann 17. júní árið 1989 voru óvenju vegleg í tilefni af 400 ára verslunarafmæli staðarins. Meðal annars spiluðu Skriðjöklarnir þar á tveimur dansleikjum, fyrst fyrir ungmenni og síðan fyrir fullorðna. Almennt er talið að þarna hafi verið fjölmennasti dansleikur sem haldinn hefur verið á Djúpavogi en gestir komu víðs vegar að og skiptu hundruðum.

1990 – 1999

Frá fyrsta heimaleik Neista í Íslandsmóti. Leikið var gegn Sindra og vannst leikurinn 5-1. Snæbjörn Vilhjálmsson er númer 10 og snýr baki í myndavélina. Sigurbjörn Hjaltason er í bláum síðbuxum og snýr í átt að dómaranum.

1983 var byggður upp nýr völlur í Blánni, þar sem núverandi völlur er, en áhugi á knattspyrnu var mikill. Völlurinn, sem var malarvöllur, var mikið framfaraskref fyrir félagið en efnið í honum þótti nokkuð gróft og kvörtuðu aðkomulið gjarnan undan því á meðan heimamenn vöndust því að spila með læri og hné rispuð til blóðs. Í kjölfarið var ákveðið að skrá lið meistaraflokks karla til leiks í Íslandsmóti í fyrsta sinn og í desember 1983 var Þorvaldur Hreinsson, múrari úr Mosfellsbæ, ráðinn knattspyrnuþjálfari og undirbúningur fyrir þátttöku í Íslandsmótinu í 4. deild hófst á fullu. 21. janúar 1984 er merkilegur dagur í sögu Neista. Þann dag spilaði Neisti í f yrsta sinn í Íslandsmóti karla í knattspyrnu á innanhússmóti í

fyrir leik breyttist efsta lagið á honum í ökkladjúpa for. Fyrsti heimaleikurinn á nýjum fótboltavelli í Blánni fór svo fram þann 26. maí gegn Sindra og vannst 5-1. Völlurinn á Djúpavogi þótti það slæmur að um það var fjallað í blöðum. Hefjast m.a. fréttir af knattspyrnu í NT sumarið 1984 á þessa leið: „NeistiLeiknir F 2-3. Þessi leikur var leikinn á hinum hræðilega velli á Djúpavogi. Í þessum leik voru skoruð hvorki meira né minna en þrjú sjálfsmörk...“ Aftur var farið á Íslandsmót í innanhússknattspyrnu í upphafi árs 1985. Fyrir síðasta leikinn, gegn Þór Vestmannaeyjum, var ljóst að jafntefli dygði Neista til að komast upp í 2. deild. Þórsarar voru 6-3 yfir þegar tvær og hálf mínúta voru eftir en Neistamenn náðu að skora þrjú mörk

Árið 1991 brey t tist aðstaða til knattspyrnuiðkunar til hins betra þegar knattspyrnuvöllurinn var þökulagður. Belginn André Raes var ráðinn þjálfari í knattspyrnu og frjálsum íþróttum árið 1994. Neisti náði þetta ár sínum besta árangri í bikarkeppni KSÍ í knattspyrnu, þegar liðið sigraði Sindra frá Hornafirði 6 – 2 og komst þar með í 32 liða úrslit þar sem það mætti stórliði Vals á Djúpavogsvelli þann 30. júní. Í liði Vals spilaði meðal annars Guðni Bergsson auk þess sem Eiður Smári Guðjohnsen var á mála hjá liðinu en hann spilaði ekki leikinn. Valur vann leikinn 12-0. Bylting varð svo í aðstöðu til almennrar íþróttaiðkunar árið 1994 þegar nýtt íþróttahús var tekið í notkun og naut ungmennafélagið að sjálfsögðu góðs af því. Árið 1995 er merkilegt fyrir þær sakir að þá um sumarið tók kvennalið Neista þátt í Íslandsmóti í knattspyrnu, í Austurlandsriðli. Reynsluleysi leikmanna gerði það að verkum að árangurinn lét á sér standa en þó náði liðið að sigra Hött á Djúpavogsvelli. Á árunum 1987 til 1996 var skipt ört um stjórnir og formenn og sátu þær á bilinu 1-3 ár og jafnvel áttu sér stað mannabreytingar innan ársins ef því var að skipta. Andrés Skúlason tók að sér formennsku árið 1996 og sinnti því starfi í fimm ár. Fyrr í þessari samantekt var minnst á landsliðsmann frá Djúpavogi en annar landsliðsmaður frá Djúpavogi er Sigurður Karlsson. Siggi ólst upp og bjó á Djúpavogi fram á unglingsár en ákvað að helga sig frjálsíþróttum 16 ára gamall og flutti þá á Sauðárkrók þar sem hann æfði með Jóni Arnari Magnússyni, undir handleiðslu Gísla Sigurðssonar frjálsíþróttaþjálfara.

35

Snæfell


Frá 17. júní hátíðahöldum árið 1989.

Siggi var í liði Íslands sem sigraði í Evrópubikarmótinu í frjálsíþróttum sem fram fór á Laugardalsvelli í júlí 1998 þar sem hann var yngsti keppandinn á mótinu, aðeins 18 ára. Siggi setti nokkur Íslandsmet á ferlinum en meiðsli komu í veg fyrir að hann gæti stundað íþróttirnar eins lengi og hann hefði viljað.

2000 – 2009 Samfara því að starfsemi félagsins var blómleg um aldamótin voru fjölmargir stjórnarfundir haldnir. Helstu viðfangsefnin voru að afla tekna, sjá um starfsmannamál og standa straum af þeim kostnaði sem til féll. Árið 2002 hófst samstarf Neista og Djúpavogshrepps sem fólst í því að boðið var upp á íþróttaæfingar í knattspyrnu, frjálsum íþróttum og sundi af hálfu Neista í beinu framhaldi af skólatíma. Stundatöflur skólans og æfingatímar Neista voru samræmd með þetta í huga og mæltist fyrirkomulagið vel fyrir. Þar með voru íþróttaæfingar á vegum félagsins stundaðar á ársgrundvelli með hléi í ágúst. Árið 2003 var svo tekin í notkun ný innisundlaug og varð hún mikil lyftistöng fyrir sundiðkun. Sunddeild Neista var stofnuð sama ár og áhugi á sundi jókst

36 Snæfell

mikið. Næstu ár á eftir fjölgaði iðkendum í sundi hjá Neista og náðu félagsmenn góðum árangri í mótum á Austurlandi. Á þessum árum var mikið um að vera í íþróttastarfi hjá félaginu og árið 2003 voru starfandi meistaraflokkur karla, yngri flokkar í knattspyrnu, sunddeild og frjálsíþróttaráð. Þá var hin árlega spurningakeppni Neista, sem hafði verið á dagskrá í um aldarfjórðung, stór viðburður á hverju ári hjá félaginu. Árið 2004 var sparkvallaátaki KSÍ ýtt úr vör. Um var að ræða eitthvert umfangsmesta útbreiðsluverkefni sem KSÍ hafði ráðist í en kveikjan að því var ákvörðun UEFA um að veita aðildarsamböndum sínum styrk til að byggja sparkvelli. Á Djúpavogi var sparkvöllur tekinn í notkun árið 2005 og þar með batnaði enn aðstaða til íþróttaiðkunar. Í ágúst 2007 lék meistaraflokkur karla sinn síðasta leik í Íslandsmóti þegar liðið spilaði gegn Hömrunum á Akureyri.

2010 – 2019 Í Morgunblaðinu þann 13. mars 2010 skrifaði Andrés Skúlason eftirfarandi: „UMF. Neisti sem stendur fyrir kröftugu ungmenna- og íþróttastarfi meðal barna og unglinga efndi á dögunum til svokallaðs

Skautadags fjölskyldunnar og mæltist sá viðburður vel fyrir. Ríflega 80 manns á öllum aldri komu saman á ísilögðum vötnunum í nágrenni Djúpavogs og renndu sér þar í blíðviðri og síðan var grillað á eftir.“ Sundstarfið stóð í blóma en sunddeild Neista vann öll þau fjögur mót sem haldin voru á Austurlandi árið 2010. Þetta voru Vormót UÍA, Sumarhátíð UÍA, Meistaramót Austurlands og Bikarmót UÍA sem haldið var á Djúpavogi. Árið eftir náði Neisti þeim einstæða árangri að sigra þriðja árið í röð í öllum fjórum fjórðungsmótunum sem haldin voru í sundi. Á aðalfundi árið 2011 kom fram í skýrslu formanns að 90% af nemendum grunnskólans hefðu tekið þátt í starfi Neista. Starfið, og einkum sundið, hefur verið með ágætum síðustu ár og liðið unnið til fjölda verðlauna á mótum fyrir austan. Hvað félagsstarfið varðar hefur Neisti staðið fyrir jólabingói, spurningakeppni félaganna, haldið utan um skemmtun á 17. júní og haldið sérstaka uppskeruhátíð – Neistadag - um miðjan ágúst til að loka sumarstarfinu. Margir hafa lagt sitt af mörkum til stuðnings félagsins í sjálfboðavinnu en án alls þessa fólks gæti félagið ekki starfað.


Einblíndu á það sem skiptir máli Við tökum að okkur færslu bókhalds, gerð ársreikninga og skattframtala fyrir einstaklinga, einstaklinga með rekstur og fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Hafðu samband við skrifstofu KPMG í síma 545 6000 eða tölvupósti kpmg@kpmg.is

kpmg.is

37

Snæfell


Úr fræðsluferð til Danmerkur Fjórir fulltrúar UÍA, stjórnarmennirnir Gunnar Gunnarsson, Auður Vala Gunnarsdóttir og Benedikt Jónsson auk framkvæmdastjórans Gunnars Gunnarssonar, voru í hópi á vegum UMFÍ sem fór til Danmerkur í lok maí. UMFÍ hefur staðið fyrir kynnisferðum til Danmerkur á tveggja ára fresti og notið gestrisni systursamtaka sinna, DGI. Þar var boðið upp á fjölbreytta fyrirlestra um íþróttastarfsemi, auk skemmtunar. Íslendingunum var meðal annars boðið á sýningu fimleikahóps DGI sem ferðast víða um heim.

Hvernig eflum við íþróttafélagið? „Það versta við íþróttafélög sem eiga sér langa sögu er að þá sitja menn og ræða hvernig hlutirnir voru,“ sagði Sven Elkjær sem rekur fyrirtækið Sports Marketing Network (smnuk.com). Svend hefur undanfarin ár sérhæft sig í að veita íþróttafélögum, einkum breskum, ráðleggingar um hvernig þau geti fjölgað iðkendum og félagsmönnum. Svend ögraði íslensku gestunum með spurningum um hvernig þeirra félög tækju á móti nýju fólki. Væri til dæmis einhver sem tæki í höndina á nýjum aðila sem mætti á svæðið, kynnti honum aðstöðuna og starfið? Hann rifjaði upp sögu af sjálfum sér eftir komuna til Englands og sagðist gjarnan hafa kíkt á svæði rugby-liðsins í hverfinu á göngu með hundinn sinn en aldrei hefði neinn sýnt honum áhuga. Hann benti líka á að hlusta þyrfti á fólkið í félaginu og gefa því tækifæri til að tala hreint út. Í einni könnun sem hann hefði gert með bresku íþróttafélagi hefði fólkið einfaldlega þakkað fyrir að vera spurt.

kaldhæðnislegt og það er. Julie leitaði aðstoðar læknis sem sagði henni að hún væri of feit til að hlaupa. Julie gafst þó ekki upp heldur fór af stað og kom af stað blogginu toofattorun.co.uk og hefur gefið út bækur og stofnað hlaupahópa fyrir konur í sömu stöðu og hún var.

Hví hættir unga fólkið í fimleikum? 1. Sífelld bið 2. Það sama á hverri æfingu 3. Lynti ekki við þjálfarann 4. Fannst ekki lengur gaman 5. Enginn hlustaði á mig 6. Ekki nóg áhersla á félagsskapinn 7. Kostnaður

Finnar á leikfangahestum

81% krakkanna sem hættu í fimleikum töldu að íþróttafélaginu væri sama um þá.

Svend ítrekaði að íþróttafélög yrðu að vera opin fyrir nýjum íþróttum. Hann hefur meðal annars komið að markaðssetningu handbolta í Bretlandi, sem er sú íþróttagrein sem hraðast vex þar, vegna innflytjenda frá Þýskalandi og Norðurlöndunum. Hann benti einnig á að í Þýskalandi væri það krikket sem yxi hraðast með innflytjendum frá Pakistan. Eins yrði að hafa hugann opinn fyrir nýrri nálgun á íþróttagreinar. „Það er ekki leiðinlegt að hlaupa, það veltur á því hvernig við nálgumst það.“ Hann tók dæmi af hópgöngum – og hlaupum – með hunda sem njóta feykilegra vinsælda í Bretlandi og árlegs hlaups þar með gömul sjúkrarúm. Þá sé enn ónefndur hlaupahópur Jacobsen brugghússins.

Of feit til að hlaupa Svend talaði um að hjálpa þyrfti fólki til að stunda íþróttir á eigin forsendum. Forsvarsmenn íþróttafélaga eyddu miklu púðri í að velta fyrir sér hvernig ætti að fá þá sem ekkert hreyfa sig til að fara af stað en fari yfirleitt rangt að. „Finnið fólkið sem skilur hvernig er að hreyfa sig ekki. Farið til þess, frekar en fá það til ykkar,“ sagði hann. Svend sagði hópnum frá hinni ensku Julie Creffield sem hlaðið hefði á sig aukakílóum með hreyfingarleysi í mikilli vinnutörn við ÓIympíuleikana í Lundúnum – eins

38 Snæfell

Hlaupahópur Julie Creffield.

Tölur frá smnuk.com

Hvað sem gert sé þá skipti mestu máli að hafa gaman, jafnvel það sé fáránlegt. Finnar skemmta sér á leikfangahestum – og keppa jafnvel í því (flettið hobbyhorse Finland upp á Google). „Það er fínt ef fólk vill gera fáránlega hluti. Það þýðir að það vill vera með. Hversu oft haldið þið að það hafi verið hlegið að mér?“ sagði Svend. Hann sagði að þegar gaman væri og góður andi kæmi fólk með, líka sjálfboðaliðar. Gæta þyrfti að því að finna þeim verkefni við hæfi og kaffæra þá ekki í byrjun. Þá setji fæstir fyrir sig kostnað við félagstarfið. „Fólk borgar fyrir góða upplifun.“


Veggur er ekki bara veggur Bætt nýting íþróttasvæða var megininntak fyrirlesturs Ola Mattsson, ráðgjafa hjá LOAsjóðnum (www.loa-fonden.dk). Aðalmarkmið sjóðsins er að þróa nýtt umhverfi fyrir íþróttir, útivist og menningarstarfsemi með notendur í fyrirrúmi. Fyrirlesturinn var haldinn í stærsta klifurhúsi Danmerkur sem kallast Blocks&Walls í Kaupmannahöfn. Það var viðeigandi því Ola er arkitekt hússins sem var breytt úr skipasmíðastöð í klifurhús árið 2013. Ola lagði áherslu á að ánægja iðkenda væri í forgrunni þegar aðstaða væri hönnuð. Lögð er áhersla á afslappað andrúmsloft og samveru og hafa klifrarar gott svigrúm til að setjast niður, drekka kaffi og spjalla á milli þess sem þeir bifast upp veggina. Hann sagði það mikilvægt að skapa rými fyrir fólk á öllum aldri og á ólíkum getustigum til að stunda íþróttir, en í klifurhúsinu eru nokkur mismunandi rými. Ola rakti hönnunarsögu íþróttahúsa og hvatti til þess að ný hugsun yrði sett í forgrunnþar sem íþróttir þyrftu ekki að vera í hefðbundnum íþróttahúsum, eins og klifursalurinn í Kaupmannahöfn er dæmi

um. LOA sjóðurinn hefur meðal annars Danmörku vera á þá leið að eldri iðkendur stutt við sveitarfélög sem vilja umbreyta fengju stóru svæðin, en oft væru rými á ónýttu húsnæði í sinni eigu í tómstundahús. milli þeirra sem nýta mætti betur. Þar „Kominn er tími til að hugsa út fyrir mætti til dæmis æfa reitabolta, spila á milli kassann,“ sagði Ola og nefndi dæmi um valla eða einfaldlega sparka bolta í veggi. verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn sem er með hreyfisvæði Úr Blocks&Walls klifurhúsinu í Kaupmannahöfn. á þakinu. Hann tók Mynd: LOA-Fonden þó fram að ekki væru öll sveitarfélög ginkeypt f yrir hugmyndafræðinni. Ola sagði það orðið tímabært að hugsa um hvernig íþróttasvæði nýtist sem bes t. Ung börn þur f i ek k i knattspyrnuhöll í fullri stærð til æfinga og fjáraustur í að byggja stórar byggingar sem eingöngu nýtist afreksfólki. Hann sagði þróunina í

Austurbrú óskar íbúum á Austurlandi og samstarfsaðilum um land allt gleðilegra jóla, árs og friðar og þakkar ánægjulegt samstarf á liðnu ári

39

Snæfell


Tölvuleikirnir eiga heima í íþróttafélögunum DGI hefur tekið rafíþróttum opnum örmum. Sambandið veitir íþróttafélögum sem vilja taka upp rafíþróttir þjónustu með námskeiðum fyrir þjálfara og stjórnarmenn, ráðgjöf og útgáfu fræðsluefnis. Þá stendur sambandið sjálft fyrir rafíþróttakeppnum og heimsækir félög sem vilja koma á fót rafíþróttadeildum til að styðja þau fyrstu skrefin. Martin Fritzen, verkefnisstjóri rafíþrótta hjá DGI (www.dgi.dk/esport), benti á að

DGI tekur þátt í að mennta rafíþróttaþjálfara. Mynd: DGI

íþróttafélög hefðu margvíslegan hag af því að taka rafíþróttir upp á sína arma en það væri líka samfélagsleg ábyrgð þeirra að gera það til að hvetja til heilbrigðari lífsstíls. Á móti hagnist iðkendurnir á að vera í jákvæðu og skipulögðu umhverfi. Martin benti á að félögin fái til sín nýja félagsmenn sem meðal annars komi með aðra þekkingu, til dæmis á tölvum, en þau hafa áður haft. Þá séu rafíþróttir að verða vinsælla áhorfsefni heldur en venjulegar íþróttir og þeim fylgi um leið nýir styrktaraðilar og aukin athygli. Martin lagði mikið upp úr því að skipulagðar æfingar í rafíþróttum færu fram í félagsaðstöðu íþróttafélaganna og tók dæmi um rafíþróttadeild FC Köbenhavn, Danmerkurmeistaranna í knattspyrnu, sem er með aðstöðu á Parken. Að hafa tölvuherbergin í nágrenni íþróttasala komi leikjaspilurunum í kynni við íþróttasvæðin og veiti þeim hvatningu til hreyfingar. Íþróttafélögin hafa sögu, hefðir og þekkingu á skipulagi sem skiptir rafíþróttahópana miklu máli. Í íþróttafélögum er þekking sem nýtist í öllum íþróttum og skilar leikmönnum í betra form, bæði andlega

og líkamlega, einnig rafíþróttamönnum. Hraustari spilari er betri spilari. Þá kunna íþróttafélögin að byggja upp liðsheildir sem skilar sér í betri árangri leikjahópanna. Martin sagði kannanir í Danmörku hafa sýnt að helmingur þeirra sem komi í rafíþróttadeildirnar sé í góðu líkamlegu formi og þekki íþróttamenninguna en hinn helmingurinn ekki. Mikilvægt sé að tölvuleikjaspilunin sé undir handleiðslu þjálfara sem geti komið hreyfingu inn í æfingarnar, sem og skilaboðum um hollt mataræði. Eins skipti félagsstarfið máli þannig að spilararnir einangri sig ekki heima við tölvuna. Reyndin sé sú að spilararnir hafi tekið aganum vel og langflestir kjósi að mæta á æfingarnar hjá félaginu frekar en vera heima. Dæmi eru jafnvel um að hlaupahópar hafi sprottið upp meðal leikjaspilaranna. Þá blés Martin á að tölvuleikir hefðu ekki einkenni íþróttaiðkunar. Þvert á móti skiptu skipulagðar og markvissar æfingar miklu máli og þetta væri leikur sem snérist um að vinna eða tapa og læra þyrfti að taka hvoru tveggja, rétt eins og í öllum íþróttum.

FJARÐABYGGÐ

Kærar þakkir til UÍA og UMFÍ fyrir frábæra framkvæmd og glæsilega umgjörð á 9. Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið var í Neskaupstað dagana 28. – 30. júní í sumar. Einnig viljum við þakka öllum þátttakendum fyrir glæsileg tilþrif og alla skemmtunina, sem og sjálfboðaliðum fyrir ykkar ómetanlega starf í þágu íþrótta, heilbrigðis og hreystis. Með kveðju Fjarðabyggð 40 Snæfell


Við óskum Austfirðingum gleðilegra jóla

MENNTASKÓLINN Á EGILSSTÖÐUM

LVF

Verið velkomin á Sumarhátíð UÍA á Egilsstöðum 10.-12. júlí 2020

Samband sveitarfélaga á Austurlandi

Stjórn og starfsfólk UÍA óskar Austfirðingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Takið helgina frá! 41

Snæfell


Svona var það ‘89 Í Snæfelli frá árinu 1989 er meðal annars að finna viðtal við ungan Seyðfirðing, Arnar Klemensson, sem árið áður tók þátt í hjólastólarallíi á Ólympíuleikum fatlaðra í Seúl í Suður-Kóreu. Arnar náði ágætum árangri þegar hann varð sjötti í 800 metra keppninni en hann var dæmdur úr leik í 400 metrunum fyrir að hafa farið yfir brautarlínu, nokkuð sem Arnar harðneitar í viðtalinu að hafa gert. „Þeir hafa ekki fylgst nógu vel með,“ segir hann um dómarana. Í aðdraganda leikanna fékk hann þjálfara austur á Seyðisfjörð og æfði með honum tvo tíma á dag allt sumarið. Á sama tíma var Arnar á kaupi hjá bænum og lýsir hann sér því sem atvinnumanni i hjólastólarallíi. Þar æfði hann á götum bæjarins, einkum brekkunum. „Það reynir heilmikið á að æfa sig í brekkum, ég styrkist á því. En það er erfiðara á jafnsléttu, því göturnar eru svo ósléttar.“

Arnar Klemensson. Mynd: UÍA/Pétur Eiðsson

Seyðisfjörður og Albertville Næsta viðtal á eftir er einnig við Seyðfirðing, skíðakonuna Halldóru Blöndal. Hún fór í byrjun árs til Frakklands, nánar tiltekið Albertville þar sem vetrarólympíuleikarnir voru síðar haldnir. Halldóra segir ferðina hafa verið frábæra og aðstöðuna í Albertville til fyrirmyndar. „Á Seyðisfirði er aðstaða til skíðaiðkunar sæmileg, en hana þarf að auðvitað að bæta svo vel sé. Brekkurnar eru mjög góðar, en lyfturnar eru heldur lélegar,“ segir Halldóra þegar hún ber saman skíðasvæðin. Þá er litið við hjá ungri deild hjá Hetti á Egilsstöðum, fimleikadeildinni, sem var fimm ára um þetta leyti. Nokkuð er af sagnfræðilegum greinum í blaðinu. Jóhann B. Sveinbjörnsson skrifar um Björn í Firði, Stefán Þorleifs-

Sundmót Þróttar árið 1951. Mynd: UÍA/Björn Björnsson son um sögu sundíþróttarinnar á Austurlandi og Vilhjálmur Hjálmarsson um ungmennafélagsstarf í Mjóafirði. Þar starfaði fyrst Ungmennafélag Mjóafjarðar og síðar Ungmenna- og íþróttafélagið Þjálfi en bæði voru skammlíf.

Grænmetismarkaður Súlunnar UMF Súlan fagnaði 60 ára afmæli sínu og „gerðist umsvifamikil í viðskiptalífi staðarins,“ með rekstri grænmetis- og ávaxtamarkaðar, eins og formaðurinn Þóra Björk Nikulásdóttir ritar í pistli félagsins.

Frá fimleikaæfingu á Egilsstöðum. Mynd: UÍA/Pétur Eiðsson

42 Snæfell

„Markaðurinn var opinn einu sinni í viku og skyldi ágóðinn renna í íþróttahússjóð, því hér vantar sárlega slíkt hús. Ekki verður byggt hús fyrir þann ágóða sem markaðurinn skilaði, en hann dugar kannski fyrir ljósaperum í anddyrið.“ Í pistli Einherja er sagt frá því að félaginu hafi verið gefið 40 fermetra hús sem áður hýsti flugfarþega á Vopnafjarðarflugvelli og því verið komið fyrir við íþróttavöllinn. Þar stendur það enn, 30 árum síðar, en vert er að geta þess að í sumar hófst bygging nýs vallarhúss sem væntanlega mun leysa gömlu flugstöðina af hólmi.


Gleðilega hátíð Alcoa Fjarðaál óskar íbúum Austurlands gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári með þökkum fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

43

Snæfell


Hjá Pacta starfa á þriðja tug lögmanna og lögfræðinga á 14 starfsstöðvum víða um land. Lögmenn Pacta búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á flestum sviðum lagaumhverfis sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana og einstaklinga.

Akranes Egilsstaðir Akureyri Hafnarfjörður 44 Snæfell Blönduós Húsavík Dalvík Ísafjörður

Keflavík Reyðarfjörður Reykjavík Sauðárkrókur

Selfoss Siglufjörður

Símanúmer okkar er 440 7900 . pacta@pacta.is . www.pacta.is

THE PARLEX GROUP Pacta er virkur aðili að THE PARLEX GROUP og hefur byggt upp traust viðskiptasamband og persónulegt tengslanet við virtar lögmannsstofur víða um heim. www.parlex.org


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.