Snæfell 2018

Page 1

Hvernig lítur framtíðin í íþróttum út? - Rýnt í meginstrauma og stefnur

1. tbl. 37. árgangur 2018

SNÆFELL FE „Það man enginn eftir mér í sundi fyrr en ég fór að þjálfa“ - Guðlaug Ragnarsdóttir, sundþjálfari og fráfarandi formaður Þróttar Neskaupstað

Íþróttafólkið verður stolt lítilla samfélaga - Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls


Jólaísinn frá Kjörís er hreint út sagt ómótstæðilegur. Í ár hringjum við inn hátíð ljóss og friðar með hátíðarís með karamellusnúningi. Það er góður siður að gera sér dagamun yfir jólin með ábætisrétti að lokinni máltíð – eða með örlitlu góðgæti eftir annasaman dag. Hvort sem þú kýst heldur, þá er alltaf tími fyrir jólaís.


SNÆFELL 1. tölublað, 37. árgangur Útgefandi: Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands Ritstjórn: Gunnar Gunnarsson Gunnar Gunnarsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Myndir: UÍA Höfundar efnis Prófarkalesari: Urður Snædal Umbrot, prentun og bókband: Héraðsprent Upplag: 4.100 eintök Dreifing: Öll heimili á sambandssvæði UÍA Afgreiðsla: Skrifstofa UÍA Tjarnarás 6, 700 Egilsstaðir Sími: 471-1353 www.uia.is – uia@uia.is Svipmyndir frá starfsemi UÍA 2018

Stjórn UÍA 2018 - 2019 Gunnar Gunnarsson formaður, Fljótsdal Jósef Auðunn Friðriksson gjaldkeri, Stöðvarfirði Benedikt Jónsson ritari, Egilsstöðum Pálína Margeirsdóttir meðstjórnandi, Reyðarfirði Auður Vala Gunnarsdóttir meðstjórnandi, Egilsstöðum Þórir Steinn Valgeirsson varastjórn, Reyðarfirði Guðbjörg Agnarsdóttir varastjórn, Egilsstöðum Davíð Þór Sigurðarson varastjórn, Egilsstöðum Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóri, Egilsstöðum María Jóngerð Gunnlaugsdóttir sumarstarfsmaður, Egilsstöðum

50+ Það var árið 2010 sem stjórn Ungmennafélags Íslands ákvað að halda Landsmót 50 ára og eldri í fyrsta sinn sumarið á eftir. Meginhugsunin var að koma á móti til að hvetja til hreyfingar fram eftir aldri og bregðast við fjölgun í eldri aldurshópum. En það var líka til staðar hugsun um að skapa mót sem gæfi minni stöðum, sem stæðu mögulega ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til Unglingalandsmóta eða Landsmóta UMFÍ, tækifæri til að spreyta sig á mótahaldi. Nú átta árum síðar verður Landsmót 50+ í fyrsta sinn haldið á sambandssvæði UÍA, en það verður í Neskaupstað næsta sumar. Aðdragandinn er búinn að vera langur, en nánast strax eftir að fyrsta mótið hafði verið haldið sendi UÍA inn fyrstu umsóknina. Norðfjörður hefur alltaf verið fyrirhugaður mótsstaður UÍA. Norðfirðingar eru vanir að halda stórhátíðir, bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa allan tímann staðið á bakvið umsóknina, keppnisaðstaðan er að mörgu leyti til fyrirmyndar en mestu réði þó ákefð heimamanna í Þrótti með þáverandi formann, Stefán Már Guðmundsson, í broddi fylkingar. Nokkuð er síðan undirbúningur mótsins hófst. Skrefin voru smá í fyrstu en hafa orðið fleiri og stærri nú í haust, meðal annars með stofnun landsmótsnefndar. Reikna má með um 300-500 keppendum í Neskaupstað. Austfirðingar hafa ekki enn fjölmennt á Landsmót 50+ en vonast er til að þeir taki því fagnandi að fá mótið í heimabyggð. Fordæmi frá Unglingalandsmótum sýna að þegar Austfirðingar halda þau mæta þeir vel og fylgja þeim síðan árin á eftir. Íþróttir og velferð eldra fólks er verkefni til að takast á við og hvatning til hreyfingar með mótum á borð við þetta getur verið meðal lausnanna. Útgjöld til almannatrygginga hafa vaxið um tugi milljarða á fáeinum árum, svo ef menn vilja spyrja hvers vegna hægt gangi með samgöngubætur eða önnur stórverkefni ríkisins er svarið líklega að finna í auknum útgjöldum til velferðarmála. Það hefur sýnt sig að samstarf við félagasamtök er meðal áhrifaríkustu fjárfestinga hins opinbera og þess vegna er það allra hagur að íþrótta- og ungmennafélög bjóði upp á hreyfingu fyrir alla aldurshópa. Því hefur UÍA meðal annars reynt að mæta með að bjóða upp á púttmót á Sumarhátíð og hvetja til þess að fjölskyldan njóti heilbrigðs lífstíls saman. Að svo sögðu þá verður ekki bara hreyfing eða skemmtun í boði fyrir fimmtíu ára og eldri í Neskaupstað síðustu helgina í júní, heldur fyrir fleiri aldurshópa. Óskandi er að Austfirðingar sameinist í að skemmta sér við þátttöku, bæði sem keppendur og sjálfboðaliðar, þannig að mótið verði sem glæsilegast. F.h. stjórnar UÍA Gunnar Gunnarsson, formaður

3

Snæfell


Eins og fyrri ár aðstoðuðu starfsmenn UÍA við undirbúning Urriðavatnssunds. 180 manns hófu sundið og hafa aldrei verið fleiri.

Gunnar „Gassi“ Gunnarsson tók við starfi framkvæmdastjóra UÍA í byrjun apríl af Ester S. Sigurðardóttur. Gunnar þekkir vel til í íþróttahreyfingunni, en hann hefur verið framkvæmdastjóri hjá knattspyrnudeildum KA, FH og Fylkis. Alls sóttu 103 börn farandþjálfun UÍA sem kom við á Reyðarfirði, Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði, Djúpvogi og Vopnafirði í sumar. Þjálfari sumarsins var María Jóngerð Gunnlaugsdóttir sem er hér að leik með börnum á Vopnafirði.

Ásmundur Hálfdán, glímumaður úr Val Reyðarfirði, var kjörinn íþróttamaður UÍA annað árið í röð. Ásmundur Hálfdán hefur verið öflugasti glímumaður landsins síðustu ár og vann Grettisbeltið í þriðja sinn í röð í vor. Kristín Embla Guðjónsdóttir vann Freyjumenið í fyrsta sinn. Árni Ólason úr Hetti og Magnús Ásgrímsson úr Leikni fengu viðurkenningar frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands fyrir vel unnin störf á þingi UÍA í vor. Báðir hafa starfað ötullega innan knattspyrnuhreyfingarinnar árum saman. Ingi Þór Ágústsson úr stjórn ÍSÍ afhenti þeim viðurkenningarnar.

Skúli Óskarsson var um síðustu áramót tekinn inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Árið 1980 varð hann fyrsti Íslendingurinn til að setja viðurkennt heimsmet í íþróttum. Skúli keppti allan sinn feril undir merkjum UÍA og Leiknis Fáskrúðsfirði.

4 Snæfell

Kraftur, samtök sem styðja við ungt fólk með krabbamein, skoruðu á héraðssambönd að taka þátt í perluáskorun. UÍA tók áskoruninni í samvinnu við Huginn Seyðisfirði og boðaði Austfirðinga til að perla á Seyðisfirði þann 9. júní. Alls voru gerð 1967 armbönd sem teljast verður ágætis árangur.


Á fjórða tug keppenda frá UÍA tók þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ sem að þessu sinni var haldið í Þorlákshöfn. Veðrið var ekki gott fyrsta dag mótsins og varð því meðal annars að fresta mótssetningunni en það sem eftir var gekk mótið glimrandi vel við úrvals aðstæður.

Ríflega 60 hjólreiðamenn tóku þátt í keppninni Tour de Ormurinn í ágúst og hafa aldrei verið fleiri. Brautarmet féll í unglingaflokki og og liðakeppni.

Boltafélag Norðfjarðar fór með sigur af hólmi í bikarkeppni UÍA og Launafls í knattspyrnu í sumar. BN náði bikarnum eftir að hafa lagt Ungmennafélag Borgarfjarðar í úrslitaleik eftir vítaspyrnukeppni. BN vann keppnina síðast árið 2012.

Fjórir einstaklingar fengu starfsmerki UÍA fyrir vel unnin störf á þingi sambandsins á Borgarfirði í apríl. Það voru Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Arngrímur Viðar Ásgeirsson og Bryndís Snjólfsdóttir frá UMFB og Davíð Þór Sigurðarson úr Hetti.

Landsmót UMFÍ var haldið með nýju sniði á Sauðárkróki í júlí. Meðal þátttakenda UÍA var 14 manna hópur línudansara sem æfir reglulega í Hlymsdölum, félagsmiðstöð eldri borgara á Egilsstöðum.

Liðið Höttur svartir fór með sigur af hólmi í bikarkeppni UÍA og Bólholts í körfuknattleik. Liðið vann Egilsstaðanautin 51-46 í úrslitaleiknum.

Skrifað var undir samninga vegna Landsmóts 50+ í höfuðstöðvum UMFÍ um miðjan nóvember. Það gerðu Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ og Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.

Elín Rán Björnsdóttir, fyrrum formaður UÍA, var sæmd starfsmerki Ungmennafélags Ísland á þingi UÍA í vor. Elín Rán hefur komið víða við í starfi UÍA, bæði sem keppandi og starfsmaður áður en hún var formaður árin 2008-2012. Hornfirðingurinn Sigurður Óskar Jónsson úr stjórn UMFÍ afhenti Elínu merkið.

5

Snæfell


Íþróttamenn í fararbroddi

Tinna Rut Þórarinsdóttir

Valdís Kapitola Þorvarðardóttir

Fædd: 5. júní 2000. Íþróttagreinar: Blak. Íþróttafélag: Þróttur Neskaupstað. Hver er þín fyrsta minning um íþróttaiðkun? Ein af mínum fyrstu minningum er þegar ég handleggsbrotnaði á skíðaæfingu, fór handleggsbrotin á blakmót og sat þar á bekknum og keppti svo á Andrésar Andarleikunum í gifsi rétt eftir það. Það var ekki möguleiki að missa af neinu móti. Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum? Ég á enga eina fyrirmynd en lít upp til alls kyns flotts íþróttafólks sem stendur sig vel í sinni íþrótt og leggur metnað í það sem það gerir, ekkert endilega bara í blaki. Hvað er skemmtilegast við að stunda íþróttir? Að vera alltaf að bæta sig og vinna að mínun markmiðum er líklega það skemmtilegasta við íþróttir, einnig er félagsskapurinn mikill kostur. Hvað hefurðu lært af því að vera í íþróttum? Ég hef lært hvað hugarfar skiptir miklu máli til að ná árangri. Hvaða markmið hefur þú í framtíðinni? Eitt af mínum markmiðum er að spila fyrir A-landslið Íslands. Mig langar líka að prófa að spila blak einhvers staðar fyrir utan Ísland, en hef samt aldrei haft neina atvinnumennsku í huga, þrátt fyrir að það væri virkilega skemmtilegt. Ég vil bara sjá hvernig allt þróast og svo kemur framtíðin bara í ljós. Hverju eða hverjum viltu þakka árangurinn? Fyrst og fremst vil ég þakka þeim Borja og Valal sem hafa verið þjálfararnir mínir síðustu þrjú ár. Þau hafa mótað mig sem leikmann alveg frá því að þau komu og hafa kennt mér mjög mikið. Síðan vil ég þakka foreldrum og fjölskyldu sem styðja alltaf við bakið á mér og mæta á flesta leiki. Að lokum vil ég þakka liðsfélögum mínum sem eru alltaf tilbúnar að hjálpa manni innan sem utan vallar. Af hvaða afreki ertu stoltust? Ég er mjög stolt af því að á tímabilinu 17/18 urðum við í Þrótti Nes. deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar - sem eru allir þeir titlar sem hægt er að vinna á Íslandi. Einnig er ég mjög stolt af því að hafa verið valin í A-landsliðshóp til að keppa í Lúxemborg og Slóveníu núna um jólin. Hvernig nýtist afreksstyrkurinn úr Spretti þér? Styrkurinn nýtist mjög vel í að fjármagna landsliðsferðir. Ég fór til Úkraínu með U-19 í janúar á þessu ári og aftur með liðinu til Englands núna í október auk þess sem ég fer út með A-landsliðinu núna um jólin. Einnig nýtist hann í ferðir til Reykjavíkur til að taka þátt í úrtaksæfingum fyrir landsliðin.

Fædd: Ég er fædd árið 2000 og varð því 18 ára í ár. Íþróttagreinar: Ég æfi blak. Íþróttafélag: Þróttur Nes. Hver er þín fyrsta minning um íþróttaiðkun? Mín fyrsta minning úr íþróttum er þegar ég var 6 ára að keppa á fyrsta blakmótinu mínu heima í Neskaupstað. Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum? Það er engin sérstök manneskja sem er mín helsta fyrirmynd í íþróttum, það eru margir sem ég lít upp til og hjálpa mér að vilja verða betri leikmaður. Hvað er skemmtilegast við að stunda íþróttir? Það sem mér finnst skemmtilegast við að stunda íþróttir er félagsskapurinn og allt fólkið sem maður kynnist. Það er líka gaman að sjá árangur eftir allt erfiðið. Hvað hefurðu lært af því að vera í íþróttum? Ég hef þroskast mikið sem einstaklingur og lært að spila með öðrum ólíkum einstaklingum. Einnig hef ég lært að maður uppsker vel með heilbrigðu líferni og að vera dugleg að æfa. Hvaða markmið hefur þú í framtíðinni? Mig langar auðvitað að halda áfram að spila blak eins lengi og ég get og fá fleiri tækifæri með A-landsliðinu. Hverju eða hverjum viltu þakka árangurinn? Fyrst vil ég þakka Valal og Borja sem gerðu mig að þeim leikmanni sem ég er í dag. Einnig vil ég þakka mömmu og pabba fyrir að styðja mig 100% í öllu sem ég geri. Gott bakland er nauðsynlegt og ómetanlegt til að geta stundað íþróttina að fullu og ekki má gleyma ömmu og afa í Kópavogi sem taka alltaf á móti mér í blakferðum suður, skutlast með mig á öllum tímum sólarhringsins, næra mig og mæta á leiki. Af hvaða afreki ertu stoltust? Í fyrsta lagi er ég stoltust af því að hafa komist í A-landsliðshóp í sumar og hafa ferðast með þeim til ólíkra landa og spilað með þeim. Einnig er ég rosalega stolt af því að við í stelpurnar í meistaraflokki Þróttar urðum deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar á síðasta tímabili. Hvernig nýtist afreksstyrkurinn úr Spretti þér? Hann nýtist mér til að borga þann mikla kostnað sem fylgir landsliðsferðum. Iðkendur borga mestan kostnað sjálfir.

6 Snæfell

SPRETTUR

Afrekssjóður UÍA og Alcoa


Gleðilega hátíð

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

Óskum starfsmönnum okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og friðar á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.


Íþróttamenn í fararbroddi

Særún Birta Eiríksdóttir

Andri Sigurjónsson

Galdur Máni Davíðsson

Fædd: 1999. Íþróttagrein: Blak. Íþróttafélag: Þróttur Neskaupstað. Hver er þín fyrsta minning um íþróttaiðkun? Mín fyrsta minning er þegar ég var í fimleikum þegar ég var 5 ára og svo þegar ég byrjaði í blaki í 2. bekk, held ég. Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum? Rachael Adams og Lebron James eru íþróttamenn sem ég lít upp til. Svo lít ég upp til þjálfarans míns, Borja González. Hvað er skemmtilegast við að stunda íþróttir? Mér finnst félagsskapurinn skipta miklu máli í minni íþrótt og svo er auðvitað alltaf skemmtilegt að vinna. Hvað hefurðu lært af því að vera í íþróttum? Ég hef lært að vera í hópi og vinna saman sem hópur, hef lært að setja mér markmið og ná þeim og temja mér aga og skipulag bæði innan vallar sem utan. Hvaða markmið hefur þú í framtíðinni? Spila blak sem lengst og hafa gaman af því. Af hvaða afreki ertu stoltust? Ég er stoltust af því þegar við unnum titlanna þrjá í vor (urðum deildarmeistarar, bikarmeistarar og Íslandsmeistarar). Það var rosaleg upplifun sem ég væri alveg til í að upplifa aftur. Svo árið 2015 lentum við í U-17 í öðru sæti á NEVZA (NorðurEvrópumót) sem var æðislegt og mjög skemmtileg upplifun. Hverju eða hverjum viltu þakka árangurinn? Ég vil þakka þjálfurunum mínum, þeim Borja og Valal, og svo vil ég þakka foreldrum mínum sem eru búin að standa þétt við bakið á mér í þessu öllu. Svo líka auðvitað liðinu mínu sem er frábært innan sem utan vallar. Hvernig nýtist afreksstyrkurinn úr Spretti þér? Hann nýtist mér í öll ferðalögin með blakinu, aðallega landliðsferðina sem ég fór með til Englands. Líka upp í nýja skó og fatnað fyrir blakið.

Fæddur: 4 desember 2001. Íþróttagreinar: Blak en spila fótbolta á sumrin með BN. Íþróttafélag: Þróttur Neskaupstað. Hver er þín fyrsta minning um íþróttaiðkun? Fyrsta sem mér dettur í hug er það þegar ég handleggsbrotnaði á mínu fyrsta fótboltamóti, 6 ára gamall. Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum? Það er hann Sadio Mane sem er kantmaður í Liverpool. Hvað er skemmtilegast við að stunda íþróttir? Hreyfingin og gleðin sem fylgir því. Hvað hefurðu lært af því að vera í íþróttum? Að gefast aldrei upp. Hvaða markmið hefur þú í framtíðinni? Halda áfram í íþróttum og ná sem lengst. Hverju eða hverjum viltu þakka árangurinn? Án efa mömmu, pabba og þjálfurunum mínum, Valal og Borja, sem hafa kennt mér nánast allt sem ég kann í blaki. Af hvaða afreki ertu stoltastur? Að komast í U-17 og U-19 landsliðið í blaki. Hvernig nýtist afreksstyrkurinn úr Spretti þér? Mjög vel. Í blakinu borgum við bæði ferðakostnað og allt uppihald sjálf þegar við förum á úrtaksæfingar og í landsliðsferðir. Þess vegna kemur þetta sér mjög vel.

Fæddur: 10. desember 2000. Íþróttagrein: Blak. Félag: Þróttur Neskaupstað. Hver er þín fyrsta minning um íþróttaiðkun? Fyrsta minningin um blakið er þegar ég og nokkrir strákar mættum á okkar fyrstu æfingu, bara til að gera grín að íþróttinni. Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum? Ég á ekki beint neina íþróttafyrirmynd. Hvað er skemmtilegast við að stunda íþróttir? Mér finnst klárlega skemmtilegast þegar við erum að keppa. Hvað hefurðu lært af því að vera í íþróttum? Mikinn sjálfsaga, lært að taka tapi og læra af því. Hvaða markmið hefur þú í framtíðinni? Markmiðið er að spila í öðrum löndum. Hverju eða hverjum viltu þakka árangurinn? Ég vil þakka blakdeild Hugins, þjálfurunum þar, blakliði Þróttar og Seyðfirðingum öllum sem hafa sýnt mér mikinn stuðning í gegnum tíðina. Af hvaða afreki ertu stoltastur? Að komast i 12 manna hóp hjá A-landsliðinu. Hvernig nýtist afreksstyrkurinn úr Spretti þér? Hann mun hjálpa mér mikið i landsliðsferðunum og aðstoða við þá hluti sem ég þarf til að stunda íþrótt mína.

8 Snæfell

SPRETTUR

Um Sprett

Afrekssjóður UÍA og Alcoa

Undanfarin tólf ár hafa UÍA og Alcoa Fjarðaál átt í samstarfi um sjóðinn Sprett sem styður við íþróttafólk og íþróttastarf í fjórðungnum. Árlega er úthlutað úr honum 2,4 milljónum króna sem skiptast í iðkendastyrki, félagastyrki og afreksstyrki. Hægt er að sækja um tvisvar á ári, að vori og hausti, en einungis er opið fyrir afreksstyrkina í haustúthlutuninni. Það eru veglegir styrkir til afar efnilegra ungmenna sem náð hafa langt í sinni íþrótt og gjarnan keppt fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum mótum. Fjórum afreksstyrkjum var útdeilt við síðustu styrkúthlutun.


gjallarhorn.is

Sendum viðskiptavinum okkar og Austfirðingum öllum bestu

hátíðarkveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Egilsbraut 25, 740 Neskaupstaður 470-1100 | sparaust.is

Óskum Austfirðingum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

9

Snæfell


Viðbrögð ÍSÍ við #églíka Fyrir rétt rúmu ári fór af stað kvennabylting undir myllumerkinu #metoo eða #églíka, en þá stigu fram fram á samfélagsmiðlum um allan heim konur sem orðið höfðu fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Í kjölfarið stigu íslenskar konur fram og þann 11. janúar síðastliðinn birtust yfirlýsingar kvenna úr íþróttum sem sögðu frá valdaójafnvægi, kynferðislegri áreitni og kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands brást strax við með yfirlýsingu þar sem fram komu skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið. Í kjölfarið bauð ÍSÍ þolendum úr íþróttahreyfingunni aðstoð fagaðila. Mikil vinna fór í gang og var allt fræðsluefni yfirfarið og gert aðgengilegra á heimasíðu ÍSÍ þar sem það var sett undir einn hnapp. Fræðsluefni á námskeiðum ÍSÍ um þennan málaflokk var einnig yfirfarið og endurbætt. Þá voru kröfur til Fyrirmyndarfélaga og Fyrirmyndarhéraða ÍSÍ endurskoðaðar. Búið er að endurskoða siðareglur ÍSÍ í samstarfi við siðfræðing og umboðsmann barna og verið er að endurskoða hegðunarviðmiðin og þá hafa jafnréttisáætlanir verið endurskoðaðar í samvinnu við Jafnréttisstofu. Í kjölfar birtingar yfirlýsinga íþróttakvennanna stofnaði mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, starfshóp með aðkomu fulltrúa ÍSÍ, UMFÍ, Sambands íslenskra sveitarfélaga, íþróttakvenna og ráðuneytisins. Fulltrúi ÍSÍ í þessum hópi var Ása Ólafsdóttir lögfræðingur og meðlimur í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Hópnum var ætlað að skoða þá verkferla

sem eru við lýði í íþróttastarfi og gera tillögur til úrbóta. Hópurinn skilaði af sér niðurstöðum og er lagt til að sett verði heildarlög um málefnið með það að markmiði að íþrótta- og æskulýðsstarf sé öruggt umhverfi þar sem börn, unglingar og fullorðnir, óháð kyni eða stöðu, geti stundað íþróttir eða æskulýðsstarf og leitað aðstoðar eða réttar síns vegna kynferðislegrar áreitni og ofbeldi án ótta við afleiðingar. Einnig er lagt til að bæta við ákvæði í íþróttalögum þar sem m.a. verði mælt fyrir um að óheimilt verði að ráða einstaklinga til starfa hjá íþróttafélögum eða þiggja framlag þeirra sem sjálfboðaliða hafi þeir hlotið refsidóm f yrir brot gegn ákvæðum kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga, líkt og hefur verið í æskulýðslögum, nr. 70/2007, frá árinu 2007. Sama gildir um þá sem hlotið hafa refsidóm fyrir brot gegn ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974 á síðastliðnum fimm árum. Þá gerir starfshópurinn tillögu um starf samskiptaráðsgjafa fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf sem geti aðstoðað félög við að koma sér upp virkum verkferlum og samræmdu vinnulagi. Auk þess ætti slíkur aðili að geta leiðbeint þeim sem verða fyrir brotum og telja að ekki sé brugðist við með réttum hætti. Starfshópurinn telur mikilvægt að til staðar sé óháður aðili sem geti tekið við símtölum, tilkynningum eða öðrum samskiptum um ofbeldi og aðra óæskilega hegðun og komið þeim í réttan farveg. Þessi aðili gæti einnig leiðbeint við gerð siðareglna og viðbragðsáætlana og sinnt upplýsingagjöf um málaflokkinn ásamt því að safna tölfræði. ÍSÍ ber miklar væntingar til þess að frumvarpið verði samþykkt og samskiptaráðgjafi geti hafið störf á næsta ári.

Leiðbeiningar UÍA Stjórn UÍA er slegin yfir þeim sögum sem komu fram í byrjun árs. Málin hafa verið tekin til umræðu bæði á stjórnarfundum og þingi sambandsins. Stjórn UÍA hefur lagt áherslu á samræmd viðbrögð á landsvísu, sem að hluta til hafa fengist með vinnu hóps menntamálaráðherra. Stjórnin hefur lagt áherslu á að landssamtök leiði vinnuna og leggi fram áætlanir sem stök félög geti tekið upp þannig að vinnubrögð séu samræmd. Í gegnum UMFÍ er UÍA aðili að Æskulýðsvettvanginum. Á hans vegum starfar fagráð sem tekur til umfjöllunar kynferðisbrotamál og eineltismál sem koma upp innan þeirra félagasamtaka sem mynda Æskulýðsvettvanginn og aðildarfélaga þeirra. Í ráðinu sitja meðal annars óháðir sérfræðingar sem hafa þekkingu, menntun og reynslu sem nýtist við meðferð kynferðisbrotamála og eineltismála. Mál má tilkynna til vettvangsins á fagrad@aev.is. Nánari upplýsingar má finna á www.aev.is. Fræðsluefni frá ÍSÍ er á www.isi.is

10 Snæfell

Ragnhildur Skúladóttir.

ÍSÍ hefur lagt á það áherslu að ef einhver grunur leiki á að kynferðislegt ofbeldi hafi átt sér stað, beri að tilkynna það annað hvort til barnaverndaryfirvalda (ef um barn er að ræða) eða með símtali í 112 og tilkynna í nafni félags. Hafa ber í huga að þessari fræðslu eins og annarri ber að viðhalda þar sem starfsmannavelta í íþróttahreyfingunni er talsverð. Að lokum er vert að geta þess að allt það efni sem ÍSÍ hefur útbúið getur íþróttahreyfingin nýtt sér í sínu starfi og til birtingar á sínum miðlum. Ragnhildur Skúladóttir Sviðsstjóri þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ


þú getur

unniÐ auKAmilljón 22.

des.

10 RAÐIR EÐA ÁSKRIFT GEFA ÞÉR MÖGULEIKA Á AUKAMILLjón í desember.

11

Snæfell


Nýtt aðildarfélag

Lyftingafélag Austurlands Ný aðildarfélög eru, venju samkvæmt, staðfest formlega inn í UÍA á þingi sambandsins. Að þessu sinni bættist Lyftingafélag Austurlands í hópinn.

Um félagið og tilurð þess Lyftingafélag Austurlands (LFA) var stofnað síðla árs 2016 og varð aðildarfélagi að UÍA á síðasta þingi sambandsins. LFA er einnig aðili að ÍSÍ, Lyftingasambandinu og Kraftlyftingasambandi Íslands og eru því félagsmenn þess gildir á öllum mótum þessara sambanda. Ekki hefur áður verið lyftingafélag á Austurlandi þrátt fyrir að Austfirðingar hafi oft tekið þátt og náð ágætis árangri í lyftingum. Með stofnun LFA og þátttöku iðkenda á mótum á landsvísu gefst þeim sem hafa keppt á undanförnum árum kostur á því að keppa undir merkjum Austurlands en fram til þessa hafa Austfirðingar skráð

verðlaun og tókust á við þrautir eins og bændagöngu, réttstöðu og dekkjaflipp. Landsliðskonan Aníta Líf Aradóttir hefur bæst í LFA-hóp okkar á Egilsstöðum. Hún keppti f yrir Íslands hönd á Evrópumeistaramóti í ólympískum lyftingum í ágúst en áður keppti hún 2017 á heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum með góðum árangri. LFA átti einnig tvo aðra keppendur í ólympískum lyftingum á árinu 2017, Bjart Berg Baldursson og Guðmund Stein Gíslason, sem báðir náðu góðum árangri í sínum keppnum. Markmiðið er að fjölga keppendum í ólympískum lyftingum en fjölmargir hafa kynnst þeirri grein gegnum Crossfit sem er mjög vinsæl grein á Austurlandi. CrossfitAustur er samstarfsaðili LFA og þar eru ýmis sóknarfæri.

Námskeið og þjálfun Reglubundnar æfingar hafa verið í aðstöðu félagsins á Neskaupstað alla haustönnina

fyrir leigu á samnýttu húsnæði til eins árs reynslu. Félagið hefur nú þegar útbúið æfingasvæði á Egilsstöðum fyrir styrk úr Spretti þar sem keyptar voru gúmmímottur til að taka álag frá fallandi stöngum. Einnig keypti félagið power-lyftingarekka. Allt fé sem félaginu hlotnast er notað til búnaðar- og efniskaupa þar sem vinna við breytingar á húsnæði og palli er öll unnin í sjálfboðavinnu af félagsmönnum og velunnendum. Með tilkomu LFA gefst íbúum á Austurlandi kostur á æfingaaðstöðu fyrir lyftingar sem hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum misserum á Íslandi, og einkum hefur fjölgað í hópi kvenna sem stunda lyftingaíþróttina. Við í LFA viljum standa vel við bakið á þeim sem kjósa lyftingar sem íþrótt og heilsubætandi hreyfingu. Lyftingar eru íþrótt sem komin er til að vera, sem er lykilþáttur í því að fólk sjái sér hag í því að búa á Austurlandi því þar sé stuðlað að fjölbreyttu íþrótta- og hreyfiumhverfi.

Stjórnin

sig í önnur lyftingafélög til að öðlast keppnisrétt, jafnvel þó þeir æfi fyrst og fremst í heimabyggð. Í dag eru skráðir 33 félagar og iðkendur - og fer ört fjölgandi með bættri aðstöðu.

Mót og afrek LFA átti keppendur á mótum Kraftlyftingasambandsins á árinu og eignaðist þar sinn fyrsta Íslandsmeistara og landsliðsmann en Gabríel Arnarsson varð meistari í -66kg flokki unglinga og bætti svo við Norðurlandameistaratitli unglinga á Norðurlandamótinu sem í ár var haldið á Akureyri. LFA stóð fyrir bráðskemmtilegri aflraunaþraut á bæjarhátíð á Eskifirði síðsumars og tók þar þátt hópur kvenna og karla auk ungmenna og barna sem kepptu um 12 Snæfell

og er þar samankominn dágóður og vaxandi hópur lyftara af báðum kynjum og ýmsum aldri. LFA stóð fyrir fjórum námskeiðum á árinu en þau voru öll haldin í aðstöðu félagsins í Neskaupstað. Á vorönn var fjögurra vikna námskeið í ólympískum lyftingum og kraftlyftingum og var það fullmannað og heppnaðist mjög vel. Nú á haustmánuðum hafa verið haldin 2 barna- og unglinganámskeið fyrir 9-14 ára sem bæði voru þátttakendum að kostnaðarlausu.

Framtíðarsýn og rekstur Unnið hefur verið að því hörðum höndum að finna félaginu aðstöðu til æfinga í Fjarðabyggð og hefur sú vinna loksins borið árangur. Félagið fékk styrk frá Fjarðabyggð

Fyrsta stjórn félagsins fór í það verkefni að finna félaginu aðstöðu og tengsl á svæðinu. Formaður LFA og prímus mótor í námskeiðahaldi er Sigrún Harpa Bjarnadóttir sem dags daglega starfar hjá Sýslumanninum á Austurlandi, en hefur einnig þjálfararéttindi level 1 í Crossfit. Varaformaðurinn er Tinna Halldórsdóttir og aðrir stjórnarmenn eru Sonja Ólafsdóttir, level 2 í Crossfit, Magnús Baldur Kristjánsson, level 1 í Crossfit og Gabríel Arnarsson. Félagið hefur hægt og rólega sankað að sér búnaði og fékk meðal annars styrk frá Rannís til búnaðarkaupa 400.000- sem og styrki frá Spretti og Fljótsdalshéraði, hvorn um sig upp á 100.000 kr. Enn fremur hefur Fjarðabyggð stutt við félagið með húsaleigustyrk fyrir aðstöðu félagsins. Facebook síða félagsins er https://www. facebook.com/LyftingafelagAusturlands/


Viðskiptavinir Hitaveitu Egilsstaða og Fella og aðrir Austfirðingar Alhliða bókhaldsuppgjörs- og skattaþjónusta

Bestu jóla- og nýárskveðjur og farsælt komandi ár.

Skrifstofuþjónusta Austurlands Borgarfirði eystra s. 472 9872 bjossialla@skrifa.is Egilsstöðum s. 471 1171 sb@skrifa.is Seyðisfirði 472 1212 eyglo@skrifa.is Fjarðabyggð 474 1123 sigurbjorg@skrifa.is Djúpivogur 478 1161 lilja@skrifa.is www.skrifa.is

Við hrun efnahagslífs þjóðarinnar fóru mikil verðmæti forgörðum. Ýmis áður viðurkennd gildi í þjóðfélaginu eru nú til endurskoðunar. Verkalýðshreyfingin þarf að eiga skýra aðkomu að enduruppbyggingunni. Við þurfum að tryggja að grunnhugsjónir verkalýðshreyfingarinnar verði hafðar að leiðarljósi.

Starfsfólk Húsasmiðjunnar og Blómavals óskar Austfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Launafólk á Austurlandi hefur um rösk eitt hundrað ár farið í fararbroddi í baráttu fyrir bættum lífskjörum og jöfnuði. Verkefnið næstu mánuði verður ekki síst að verja það sem áunnist hefur. Stöndum saman. AFL Starfsgreinafélag • s. 4700 300 • www.asa.is

H L U T I A F BY G M A

13

Snæfell


Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11 - 14 ára 23. - 24. júní 2018 Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum er haldið tvisvar á ári; utanhúss og innanhúss. Mótin eru haldin samkvæmt reglum Frjálsíþróttasambandsins en þær segja til um keppnisgreinar og lágmarksbúnað og aðstöðu sem verður að vera til staðar. MÍ eru einu mótin þar sem sigurvegari verður Íslandsmeistari í sinni grein og aldursflokki. Hér á Austurlandi njótum við þeirra forréttinda að hafa aðstöðu á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum sem fullnægir kröfum FRÍ um aðstöðu fyrir MÍ og getum því haldið mót sem þetta í heimabyggð.

Krefjandi undirbúningur Í febrúar fór allt á fullt í undirbúningi fyrir mótið. Hópurinn sem tók það að sér bjó að þeirri reynslu að hafa undirbúið og haldið utan um frjálsíþróttahlutann á Unglingalandsmóti UMFÍ 2017. Það er að mörgu að hyggja, fá sjálfboðaliða og greinastjóra, huga að aðstöðu á vellinum og panta búnað sem vantaði, svo eitthvað sé nefnt. Reglur segja að mótshaldarar skuli sjá keppendum, fararstjórum og þjálfurum fyrir aðstöðu til gistingar, en að auki var séð til þess að kvöldmatur, kvöldhressing og morgunmatur væri í boði fyrir alla sem gistu. Allur undirbúningur og framkvæmd mótsins var í náinni samvinnu við UÍA, FRÍ og Fljótsdalshérað.

14 Snæfell

Þrístökksmót Vilhjálms samhliða MÍ

Áskorun bæði fyrir börn og fullorðna Að taka að sér að halda svona mót er áskorun sem gaman er að takast á við og þarna koma saman einstaklingar sem allir vilja hjálpa til. Sumarið 2017 hélt FRÍ dómaranámskeið sem var vel sótt og nýttist vel við framkvæmd mótsins. Margir geta miðlað af þekkingu sinni á meðan aðrir læra og að lokum er hópurinn samstilltur og mótið rúllar af stað. Þannig var það á Vilhjálmsvelli þessa ágætu helgi. Allir sjálfboðaliðar, um 40 talsins, sem komu að mótinu eiga hrós skilið. Fyrir keppendur er þetta gott tækifæri til að öðlast reynslu og kynnast jafnöldrum um land allt. Frjálsar íþróttir eru einstaklingsíþrótt og þar geta allir tekið þátt, það eru engin lágmörk eða fjöldatakmörkun á MÍ.

Á mótið mættu 162 keppendur frá 14 félögum/samböndum. Keppt var í 7 greinum frjálsíþrótta, hlaupum, stökkum og köstum. Keppendur UÍA fengu ein gullverðlaun, 6 silfur og 6 brons og lentu í 6. sæti stigakeppninnar, sem telja má ágætan árangur. Vel þótti við hæfi að halda þrístökkskeppni samhliða mótinu til heiðurs Vilhjálmi okkar Einarssyni, en þrístökk er ekki meðal greina á MÍ 11-14 ára. Brást Vilhjálmur vel við beiðni mótsstjórnar um að hann áritaði verðlaunaskjöl fyrir þrístökkskeppnina. Að auki fengu sigurvegarar í hverjum flokki sérstakan verðlaunagrip sem var hannaður og framleiddur af hönnunarfyrirtækinu PES í Fellabæ. Einnig var sérlega ánægjulegt að fá Vilhjálm á völlinn á mótsslitin, þar sem hann færði HSK verðskuldaðan stigabikar mótsins.

Næstu mót Skipuleggjendur eru þegar farnir að horfa til næstu móta þar sem frábær aðstaða og umgjörð á Vilhjálmsvelli, einum glæsilegasta frjálsíþróttavelli landsins, getur nýst. Minningar sumarsins eru sól og sæla og þakklæti til allra sem gerðu það kleift að á Vilhjálmsvelli var haldið glæsilegt Meistaramót í frjálsum íþróttum, öllum þátttakendum til sóma. Frjálsíþróttadeild Hattar Myndir: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl


Héraðsprent

Komdu og vertu med!

LANDSMÓT UMFÍ 50+ í neskaupstað 28. - 30. júní 2019 Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Neskaupstað 28. júní - 30. júní 2019. FJARÐABYGGÐ

HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG Fjarðabyggð

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman.

vellíðan fyrir alla

Mótið hefur farið fram árlega síðan 2011 og er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri.

15

Snæfell


Landsmót 50+

„Þarf að virkja allt samfélagið til þátttöku“ Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri landsmóta UMFÍ, hefur yfirumsjón með undirbúningi Landsmóts 50 ára og eldri sem haldið verður í Neskaupstað 28. – 30. júní á næsta ári. Ómar Bragi hefur leitt 50+ mótin frá 2015 en hann er Austfirðingum að góðu kunnu sem framkvæmdastjóri Unglingalandsmótanna á Egilsstöðum 2011 og 2017. Ómar Bragi kom austur í lok nóvember á fyrsta formlega fund landsmótsnefndar í Neskaupstað. Hann gaf sér stutta stund til að ræða undirbúninginn áður en hann hélt heim á Sauðárkrók í kappi við yfirvofandi óveður. Hvernig finnst þér undirbúningurinn ganga?

Við hverju megum við búast af mótinu í Neskaupstað?

Hann er eftir áætlun. Það er búið að skipa öfluga landsmótsnefnd með flottu fólki úr Neskaupstað. Það finnst að þessi hópur hefur tekist á við svona verkefni áður og veit um hvað málið snýst og ég er spenntur fyrir að vinna með honum. Næstu skref eru að ákveða keppnisgreinarnar og þá förum við að sjá stóru myndina. Við búumst við að keppnisgreinarnar verði staðfestar þegar nefndin hittist næst sem verður í byrjun næsta árs.

Skemmtilegu móti. Auðvitað er það fyrst og síðast fyrir fimmtíu ára og eldri en það eru líka ýmsar greinar opnar fyrir yngra fólk. Við viljum virkja samfélagið á Norðfirði og Austfirðinga alla til að koma og taka þátt í keppni og leik með okkur. Fyrir þá sem þekkja til þessara móta verður keppnin mjög hefðbundin og helstu greinar verða á sínum stað.

Til að svona mót gangi vel þurfa fleiri að koma að því heldur en nefndin, ekki satt? Stuðningurinn þarf fyrst og fremst að koma úr nærsamfélaginu og við þurfum að vera dugleg að afla sjálfboðaliða. Vonandi fá félögin á svæðinu að njóta einhverra ávaxta af þeirri vinnu sem þau leggja til. Við treystum líka á að Norðfirðingar verði heima og taki þátt. Það þarf að virkja allt samfélagið til þátttöku. Við viljum taka vel á móti fólki þannig að gestir upplifi samfélagið á jákvæðan hátt. Hvernig finnst þér aðstaðan í Neskaupstað? Þar er til dæmis ekki frjálsíþróttaaðstaða. Helstu mannvirki eru til staðar og mjög fín. Við látum aðstöðuna ekki stoppa okkur í neinu á þessu móti heldur finnum við lausnir. Á hverjum stað er mismunandi þekking. Vissulega er ekki hlaupabraut með tartanefni í Neskaupstað en við leysum það. Aðstaðan var sambærileg í Hveragerði þar sem mótið var haldið 2017 og hún verður ekki síðri í Neskaupstað. Við höfum unnið með hópi frjálsíþróttafólks sem hefur mikinn áhuga á mótinu og meðal annars fengið lista yfir hvaða greinar sé æskilegt að hafa. Við erum að fara yfir þann lista og reyna að búa til aðstöðu þannig að allir verði eins sáttir og hægt er.

16 Snæfell

Það er langt á Norðfjörð af höfuðborgarsvæðinu. Hefur það áhrif á þátttökuna? Við þekkjum þessa umræðu en ég segi að í þessum mótum felist tækifæri til að koma á staði sem fólk heimsækir ekki dagsdaglega og upplifa ævintýri í nýju samfélagi. Við vitum þegar af fjölmennum hópi Ísfirðinga sem hefur boðað komu sína. Þeir ætla að sigla til Færeyja með Norrænu viku fyrir mótið og koma svo til baka í þann mund sem mótið hefst. Mótið er haldið samhliða lokum gönguvikunnar í Fjarðabyggð. Hvernig sérðu fyrir þér að þessir viðburðir fari saman? Mér finnst spennandi að tvinna mótið saman við gönguvikuna og trúi að það muni efla báða viðburðina. Mótið dregur að fólk sem gæti haft áhuga á að fara

Frá fundi í Neskaupstað.

Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri landsmóta UMFÍ á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum 2017 ásamt Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ og Hauki Valtýssyni, formanni.

í fjallgöngur og öfugt. Við sjáum einnig fyrir okkur samstarf um skemmtidagskrá. Gönguvikan hefur staðið fyrir myndarlegum kvöldvökum og mögulega gæti ein þeirra verið í Neskaupstað yfir mótshelgina. Það eru ýmis tækifæri til staðar og allir eru jákvæðir fyrir samstarfinu. Fyrir hverju ert þú sjálfur spenntastur varðandi mótið í Neskaupstað? Ég hef alltaf gaman af því að hitta fólk. Þetta snýst ekki bara um að koma til að horfa á einhverja íþróttakeppni heldur að hittast, spjalla og hafa gaman með fólki. Svo keppir hver og einn á sínum forsendum.

Landsmótsnefndin Formaður: Karl Óttar Pétursson, Fjarðabyggð Ritari: Gunnar Gunnarsson, UÍA Gjaldkeri: Eysteinn Þór Kristinsson, Þrótti Keppnisstjórar: Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, Þorsteinn Ágústsson, Þrótti Öryggis- og tjaldsvæðisstjóri: Geir Sigurpáll Hlöðversson, Þrótti Svæðisstjóri: Karl Rúnar Róbertsson, Þrótti Afþreyingarstjóri: Svanlaug Aðalsteinsdóttir, Þrótti Veitinga- og þjónustustjóri: Sigurveig Róbertsdóttir, Þrótti Starfsmannastjóri: Þorvarður Sigurbjörnsson, Þrótti Fulltrúi UMFÍ: Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ Með nefndinni starfa Ómar Bragi Stefánsson frá UMFÍ, Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UÍA og Bjarki Ármann Oddsson, æsku- og tómstundafulltrúi Fjarðabyggðar.


óskar landsmönnum nær og fjær gledilegra jóla og gæfuríks komandi árs!

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Vopnafjarðarhreppur óskar Austfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Berjumst fyrir öflugu atvinnulífi á ÖLLU Austurlandi

Bílar og Vélar ehf. Hafnarbyggð 14, 690 Vopnafirði.

Við styrkjum íþróttastarf á Austurlandi

Gleðileg jól!

Starfsfólk Miðáss hf. óskar Austfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

17

Snæfell


Sumarhátíð UÍA

Áhersla á hreyfingu fjölskyldunnar Sumarhátíð UÍA var með nokkuð breyttu sniði í sumar þar sem Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum var þá nýafstaðið. Reynt var að leggja aukna áherslu á hreyfingu fyrir fjölskylduna.

Þar sem aðeins voru tvær vikur liðnar frá því að MÍ 11-14 ára var haldið á Egilsstöðum var ákveðið að hafa frjálsíþróttakeppnina aðeins einn dag í stað tveggja eins og venjulega. Greinum var fækkað nokkuð til að koma allri keppninni fyrir á einum degi en á móti myndaðist fín stemming á Vilhjálmsvelli á sunnudeginum. Að auki féll sundkeppnin niður þar sem ekki tókst að manna lykilstöður í utanumhaldi hennar í tíma. Þar með rýmkaðist nokkuð um þátttökuna á laugardeginum en í staðinn var lögð áhersla á alhliða hreyfingu fyrir alla fjölskylduna í Tjarnargarðinum og Bjarnadal á Egilsstöðum. Meðal annars var boðið upp á zúmba, brennó, pannafótbolta, frisbígolf, strandblak og ringó. Eins og síðustu ár hófst Sumarhátíðin á föstudagseftirmiðdegi með vel sóttri púttkeppni, fyrst fyrir eldri borgara en svo fyrir börn og unglinga. Í kjölfarið var keppt í borðtennis sem gekk nokkuð vel. Þá byrjaði laugardagurinn með fjallahjólreiðum en þetta er annað árið í röð sem þær eru í boði á Sumarhátíðinni.

Frá strandblaki á Sumarhátíðinni.

Brennibolti í Tjarnargarðinum.

18 Snæfell

Mæðgur í frisbígolfi.

Á laugardeginum var sem fyrr segir keppt í frjálsíþróttum auk þess sem hin sívinsæla bocciakeppni var á sínum stað. Þegar horft er yfir sviðið er ljóst að þátttaka í Sumarhátíðinni hefur dvínað nokkuð síðustu ár og þar munar mestu um frjálsíþróttirnar sem ávallt hafa verið þungamiðja keppninnar. Síðasta vetur var lagt út í vinnu við að meta framtíð hátíðarinnar og var staða hennar rædd sérstaklega á síðasta þingi UÍA. Meðal annars var rætt um mögulegar aðrar tímasetningar hátíðarinnar, til dæmis hvort

færa ætti hana aftur í lok ágúst þegar skólar væru byrjaðir og óska samstarfs við þá. Um leið myndi það draga úr samkeppni við aðrar hátíðir yfir sumarið og sumarleyfi. Ýmsar fleiri hugmyndir voru lagðar fram. Almennt virðist vilji til að standa við bakið á héraðsmóti Austfirðinga og verður Sumarhátíðin hér eftir sem hingað til í stöðugri þróun. Lykilatriði hlýtur að vera að tryggja að keppt verði í sundi á næstu hátíð og til þess er þörf á góðri samvinnu við sunddeildirnar á svæðinu.

Gleði og gaman í frjálsum.

Keppt var í fjallahjólreiðum á hátíðinni í annað sinn.

Pannafótbolti er ný grein á Íslandi sem UMFÍ hefur staðið að baki.

Frá golfkeppninni.


Höfum gaman af 'essu

Vinahópur Olís er vildarklúbbur lykil- og korthafa Olís og ÓB. Allir sem eru nú þegar með lykil eða kort frá Olís eða ÓB eru sjálfkrafa í Vinahópnum og njóta afsláttar og annarra sérkjara þegar greitt er með lykli eða korti. Að auki bjóðast meðlimum ýmis tímabundin tilboð hjá fjölda samstarfsaðila.

Kynntu þér Vinahópinn á olis.is


Guðlaug Ragnarsdóttir

„Ég var aldrei best“

20 Snæfell


Guðlaug Ragnarsdóttir hætti í lok sumars sem sundþjálfari hjá Þrótti Neskaupstað eftir 15 ára starf. Hún segist ekki hafa verið afreksíþróttamaður heldur hafi það skipt hana mestu máli að vera með. Þá hugsun tók hún með sér í sundið. Hún hefur einnig verið formaður Þróttar síðan Stefán Már Guðmundsson varð bráðkvaddur snemma vors 2018. Guðlaug gefur þann titil eftir um áramótin þegar hún flytur suður til Mosfellsbæjar. Snæfell hitti Guðlaugu í upphafi aðventunnar og ræddi við hana um starfsumhverfi þjálfarans, lokaritgerðina í meistaranáminu og skortinn á keppnisskapinu. „Það er ekkert keppnisskap í mér. Pabbi sagði einhvern tímann við mig áður en ég stakk mér í laugina „Reyndu að vinna hana!“ og átti þá við stelpuna á brautinni við hliðina á mér. Ég svaraði: „Æi, þá verður hún svo reið.“ Fyrir mér var miklu skemmtilegra að vera með en vinna vini mína,“ segir Guðlaug. Hún lýsir sjálfri sér sem Norðfirðingi í húð og hár. Foreldrar hennar eru bæði Norðfirðingar og hún ólst upp við að fylgja þeim á æfingar. „Matmálstíminn var þannig að mamma fór í badminton og pabbi í fótbolta. Á meðan sat ég í rimlunum og beið eftir þeim.“ Á Norðfirði hefur Guðlaug búið mest alla sína tíð, utan eins árs í Bandaríkjunum og sjö ára í Reykjavík, þar sem hún þó kom ávallt heim á sumrin til að vinna í sundlauginni. Þar byrjaði hún að vinna 16 ára gömul og var alls í níu ár. „Það eina sem ég átti eftir að gera í þessari sundlaug var að vera yfirmaðurinn,“ segir hún einu sinni meðan við tölum saman.

Á næstu braut við Ragnheiði Runólfs Guðlaug var níu ára gömul þegar hún byrjaði að æfa sund, sem var þá alfarið sumaríþrótt. Æfingatímabilið lengdist þegar hún var komin á unglingsárin. „Yfir vetrartímann var sundlauginni skipt í tvennt með skilrúmi í henni miðri. Annar helmingurinn var heitur, hinn ekki. Við krakkarnir kepptumst við að stinga okkur ofan í klakavatnið og synda nokkrar ferðir.“ Hún rifjar upp nokkrar sögur frá sundferlinum, m.a. af sænskum sundþjálfara sem kom um tíma til Norðfjarðar og þegar hún keppti við Ragnheiði Runólfsdóttur, einn besta sundmann sem Íslendingar hafa átt. „Ég keppti við hliðina á henni á Aldursflokkameistaramóti Íslands á Akranesi, 11 eða 12 ára gömul, í 200 metra fjórsundi. Þegar ég sneri til að synda síðustu tvær

ferðirnar sem voru skriðsund var hún komin í bakkann og búin. Ég kom upp gráti næst en þjálfarinn hennar kom til mín og sagði að ég hefði synt miklu fallegar. Ég kunni að synda en synti ekki hratt. Ég var með marga þjálfara í sundinu. Ólafur Sigurðsson þjálfaði mig og einnig Stefanía Freysteinsdóttir frænka mín. Mig minnir að fyrsti þjálfarinn minn hafi verið Auðunn Eiríksson. Eitt sumar kom Óli sænski. Hann hafði þjálfað landslið þar og var einhverra hluta vegna fenginn hingað. Á fyrstu æfingunni lét hann okkur synda 1300 metra skriðsund í upphitun. Ég man eftir að hafa hoppað tvisvar upp úr til að æla og svo hélt ég áfram. Síðar hugsaði ég með mér að ég ætlaði ekki að vera þjálfarinn sem léti börnin gráta og æla. Það er ekki gaman að synda endalaust fram og til baka með brjálaðan þjálfara sem skammar mann - en samt mætti maður aftur. Ég held hins vegar að Óli sænski hafi séð að við værum ekki efni í landsliðsfólk og næsta æfing var allt öðruvísi.“

Ári of snemma í Atlanta Guðlaug reyndi einnig fyrir sér í öðrum íþróttum. „Ég var í fótbolta eitt sumar og á skíðum einn vetur en hafði ekkert í það að gera.“ Þegar kínverskir blakþjálfarar komu til Norðfjarðar í lok níunda áratugarins elti hún vini sína í blakið. „Unnur Ása (Atladóttir) æskuvinkona mín var algjör íþróttagormur og við fórum saman í allar íþróttir. Hún var alltaf betri en ég og mér fannst bara fínt að vera á eftir. Blakið varð mjög vinsælt hjá okkur krökkunum og var oft mikið stuð í keppnisferðum. Ég man eftir einni ferð með blakinu þar sem við vorum í 24 klukkustundir að keyra til Akureyrar. Mættum alveg ósofin, kepptum og unnum auðvitað allt.“ Guðlaug hætti í blakinu þegar hún fór 18 ára gömul út til Bandaríkjanna til að starfa sem barnapía í einn vetur. „Ég

„Ég held að Óli sænski hafi séð að við værum ekki efni í landsliðsfólk“ upplifði ameríska drauminn. Ég passaði fjögur börn, það voru fimm bílar í hlaðinu, húsið var á þremur hæðum og fjölskyldan átti sumarbústað og hraðbát,“ segir Guðlaug sem enn heldur sambandi við fjölskylduna. „Þau bjuggu í Atlanta, dásamlegri borg þar sem tré eru út um allt. Ég segi hins

Guðlaug, aftast, í stórum barnahóp eftir eitt af sínum fyrstu sumrum sem sundþjálfari hjá Þrótti. Mynd úr safni Þróttar.

21

Snæfell


í þessu. Mér þykir alveg ótrúlega vænt um alla iðkendurna mína.“

Ekki byrja á bringusundi

Garpar úr sunddeild Þróttar á tjaldsvæði Sumarhátíðar 2003. Mynd úr safni Þróttar.

vegar að ég hafi verið þar úti á vitlausu ári því Ólympíuleikarnir voru haldnir þar árið á eftir. Ég tók þátt í sjálfboðavinnu í einhverju maraþonhlaupi sem var hluti af undirbúningi fyrir leikana. Fjölskyldan sem ég bjó hjá leigði einmitt húsið sitt út þegar Ólympíuleikarnir voru og fóru í frí, alveg eins og við gerum hér til dæmis í kringum Öldungamótið í blaki.“ Eftir heimkomuna var Guðlaug einn vetur heima í Neskaupstað áður en hún flutti suður til Reykjavíkur og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Hún var einn vetur í kennaranámi en fór svo í frí meðan hún var ólétt að eldri dóttur sinni. Þegar hún ætlaði að halda náminu áfram var búið að breyta námsfyrirkomulaginu þannig að hún hefði í raun þurft að taka allt árið aftur. „Ég fór í fýlu og man að ég settist niður fyrir framan stóru tölvuna mína og fór inn á einhverjar skólasíður til að finna nám sem tæki stuttan tíma.“ Lendingin varð sú að hún útskrifaðist sem tanntæknir og flutti austur að því loknu árið 2003.

Þjálfarinn þarf að ganga í ýmis verk. Hér er verið að nudda keppanda fyrir átök. Mynd úr safni Þróttar.

22 Snæfell

Ein á bakkanum með 55 krakka í lauginni Þá barst henni símtal. „Þórey Sigfúsdóttir, sem var formaður sunddeildar, hringdi og spurði hvort ég vildi ekki þjálfa. Ég svaraði á þann hátt að ég kynni ekkert að þjálfa. Þegar ég var komin austur fór ég á fund

„Ég man eftir einu skipti þar sem ég horfði ofan í laugina og sá að ég var ein að stjórna 55 krökkum“ með þeim sem voru í stjórn deildarinnar og þær sýndu mér mikinn stuðning. Ég kunni ekkert að þjálfa en ég kunni að synda og hef alltaf átt auðvelt með að eiga góð samskipti við krakka. Fyrst gekk brösuglega en fljótlega fór þessi sumaríþrótt að verða íþrótt sem við Þróttarar gátum stundað allt árið um kring. Ég vann á tímabili í skólanum og þjálfaði með. Ég nýtti mér oft það tækifæri að hafa gott aðgengi að krökkunum í grunnskólanum og fór reglulega inn í kennslustund og hvatti þau til að koma á sundæfingar hjá mér. Í mörg ár var ég með sundæfingar á þriðjudagskvöldum og ég man eftir einu skipti þar sem ég horfði ofan í laugina og sá að ég var ein að stjórna 55 krökkum. Það var ekkert vit í þessu en þetta var hrikalega gaman. Allir krakkarnir sem hafa æft hjá mér verða einhvern veginn eins og börnin manns og þess vegna endist maður svona lengi

Guðlaug segist hafa leitað í smiðju tveggja þjálfara áður en hún fór af stað. Annar þeirra var Stefán Þorleifsson sem sundlaugin á Norðfirði er nefnd eftir en Stefán er ömmubróðir Guðlaugar. „Hann frændi minn kenndi sund hér í yfir 50 ár og það fyrsta sem ég gerði var að fara í heimsókn til hans. Ráðið sem hann gaf mér var að gera ekki sömu mistök og hann hafði gert í 50 ár, að byrja að kenna börnunum bringusund. Ef þú hendir litlu barni út í sundlaug þá byrjar það að busla með fótum og höndum. Á þeim grunni byggirðu og þess vegna byrjaði ég á að kenna skriðsund til að búa til öryggið. Að beygja og kreppa, sundur og saman er seinni tíma vandamál.“ Hinn þjálfarinn sem Guðlaug leitaði ráða hjá var Ingi Þór Ágústsson, sem nú situr í stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og lýsti sundkeppninni á síðustu Ólympíuleikum í sjónvarpinu, en hann þjálfaði um tíma sund í Neskaupstað. „Ég var að vinna í sundlauginni þegar hann var að þjálfa og ég fylgdist mikið með hans æfingum. Ég hafði samband við hann sumarið sem ég var ráðin og hann sendi mér æfingu eftir æfingu, vikuskipulagið sitt og prógrammið. Hann er snillingur í að kenna krökkum að synda. Hann fer á svið og er leikari, þannig kom hann skilaboðum til krakkanna. Þannig er þetta, maður setur sig í stellingar til að ná til krakkanna og þau skilji hvað þau eigi að gera. Það var dásamlegt hvernig konurnar í stjórn sunddeildarinnar héldu utan um mig. Ég sagði við þær að Ingi Þór væri sá sem ég vildi læra af því ég væri hrifin af hugmyndafræðinni hans. Við fengum hann til að koma austur með æfingabúðir eftir æfingabúðir þar sem ég gekk á eftir honum með stílabók og skrifaði allt upp eftir honum. Ég hef alla mína þekkingu í sundi frá honum.“

„Það er ekki hægt að láta 13 ára unglinga velja milli hópíþróttar og þess að mæta einn í sund. Þú velur alltaf vinina.“


Þú þarft að geta talað við krakka Í huga Guðlaugar eru samskiptin það sem skiptir lykilatriði fyrir þjálfarann. „Þú þarft ekki að vera bestur að synda. Það man enginn eftir mér í sundi fyrr en ég fór að þjálfa. Það þarf að kunna að tala við krakka, vera líflegur og skemmtilegur og þora að setja sig í þeirra spor. Það verður líka að virða að sumir vilja æfa en ekki keppa. Þetta snýst um að gera hlutina skemmtilega og höfða til hvers og eins á hans forsendum.“ Nokkuð hefur dregið úr sundiðkun á Austurlandi síðustu ár og það veldur Guðlaugu nokkrum áhyggjum. „Á vegum sundráðs UÍA reyndum við um tíma að vera með afrekshóp og hugmyndin að baki honum var mjög flott. Krakkar á Íslandi eru mjög uppteknir og hafa góðan aðgang að því að æfa fleiri en eina íþrótt. Þegar þau eru orðin 13-14 ára gömul og kannski 2-3 eftir í þeirra árgangi er hætt við að þau velji hópíþrótt fram yfir einstaklingsíþróttina. Það er ekki hægt að láta 13 ára unglinga velja milli hópíþróttar og þess að mæta einn í sund. Þú velur alltaf vinina. Við náum oft að halda yngri krökkunum en bara þau bestu og áhugasömustu eru í sundi út tíunda bekk. Þetta snýst svo mikið um hópinn og þegar unglingar eru að ákveða sig varðandi íþrótt þá eru flestir sem velja hópíþrótt í stað einstaklings. Afrekshópur UíA var þannig að æfingum fjölgaði og þau þurftu að sinna sundinu

„Að beygja og kreppa, sundur og saman er seinni tíma vandamál.“ meira, mæta á morgunæfingar og þess háttar. En flestir krakkarnir í afrekshópnum voru líka að æfa aðra íþrótt og mættu kannski á blakæfingu fimm sinnum í viku að auki. Þetta varð bara of mikið. Syðra eru allar æfingar settar upp miðað við sjö vikur í senn og svo endað á móti. Það ættum við líka að geta gert hér eystra og verið með nokkur mót yfir árið. Þau eiga það hins vegar til að skarast á við önnur mót og ef það er sundmót og blakmót á sama tíma þá svíkurðu ekki liðið þitt. Fjarlægðirnar hér og að við búum í vetrarríki hefur líka kannski sitt að segja. Hér er bara ein innilaug sem er ekki lögleg og því ekki hægt að nota hana sem keppnislaug. Að keppa í útilaug

Á sundnámskeiði með nemendum úr 1. bekk haustið 2004. Mynd úr safni Þróttar.

í miklu frosti yfir vetrartímann er ekki skynsamlegt. Við hjá Þrótti höfum farið nokkrum sinnum á mót fyrir sunnan, eins og til dæmis Gullmót KR í janúar, og þar erum við innanhúss á stuttbuxum og bol. Þær aðstæður þekkjum við ekki einu sinni yfir sumartímann.“

Fimm ára uppsagnarfrestur Hún nefnir líka starfsaðstæður þjálfara hjá litlum deildum. „Þeir fá lúsarlaun. Þjálfarar eru í raun yfirleitt að þjálfa að loknum vinnudegi. Það er sorglegt hvað þetta er vanmetið starf. Það þarf líka að fá yfirþjálfara sem geta unnið með yngri þjálfurum og leiðbeint þeim. Vandamálið er að út af laununum hætta allir um leið og þeir fá fasta vinnu.“ Það gerði Guðlaug líka – eða reyndi það í það minnsta. „Ég sagði upp í kringum 2013. Mér fannst þetta gott meðan ég var í fjarnámi í kennaranáminu en þetta gekk ekki jafnvel þegar ég var komin í 100% vinnu. Ég losnaði loks eftir sumarið 2018. Þetta er búinn að vera langur uppsagnarfrestur. En þetta verða börnin manns. Eins mikið og mig langaði til þess þá labbar maður ekkert í burtu. Þetta er hins vegar hrikalega gaman, annars hefði ég ekkert enst í starfinu í öll þessi ár.“ Salóme Rut Harðardóttir er nú tekin við sundþjálfuninni en hún æfði lengi hjá Guðlaugu. „Flestar stelpurnar sem hafa þjálfað með mér hafa æft hjá mér síðan þær voru litlar. Þegar ég ætlaði að hætta fékk ég skilaboð frá mömmu Salóme um að hún ætti þrjú ár eftir í námi áður en hún kæmi austur. Ég hugsaði með mér að ég myndi þjálfa með henni einn vetur, svo yrði hún ólétt þannig að ég tæki við og svo kæmi hún aftur. Það gekk eftir.“ Í sumar þjálfaði Guðlaug elstu krakkana á leikskólanum. Hún rifjar upp að

sundþjálfaraferillinn hafi í raun hafist þannig að hún vann í sundlauginni. Þá var það hefð að leikskólakennararnir komu með elstu deildina í sund og Guðlaug aðstoðaði við kennsluna. „Það er það skemmtilegasta sem ég geri, þótt ég sé stundum alveg búin á því. Það hentar mér kannski vel að þjálfa þau því ég hef ekki keppnisskap og þau er ekki komin í þann ham að vilja vera best.“

Fjórir fundir á ári urðu níu á mánuði Guðlaug hefur setið í aðalstjórn Þróttar undanfarin fimm ár, og sem formaður síðan í mars 2017 þegar Stefán Már Guðmundsson varð bráðkvaddur. „Ég kom inn í stjórn Þróttar eftir að Stefán Már eyddi Þorláksmessukvöldi með okkur hjónum. Hann fékk boð í skötuveislu hjá pabba og svo héldum við spjallinu áfram heima hjá okkur. Hann sagði að sig vantaði einhverja hægri hönd sem nennti að hlusta á sig og ég nennti alltaf að hlusta á Stefán. Ég sagði samt fyrst þegar hann spurði mig að ég hefði ekkert í stjórn Þróttar að gera. Hann sagði að þetta væri ekkert mál, það væru ekki nema svona 4-5 fundir á ári. Eftir mánuð hringdi ég og sagði honum að við værum búin með níu fundi. Svona plataði hann mig en hann náði mér. Þetta lýsti honum vel, starfið átti ekki að vera neitt vandamál. Ég var ritari en hann skrifaði allt hvort sem er því hann treysti mér ekki. Hann sendi mér fundargerðirnar og ég setti þær í fundargerðabókina. Vinnan varð oft miklu meiri en hann gerði sér grein fyrir en við afrekuðum líka margt og breyttum ýmsu. Þegar ég kom inn í stjórnina vorum við bara fjögur en á aðalfundi var breytt á þann veg að formenn deilda komu líka inn í 23 Snæfell


aðalstjórn. Það auðveldaði lífið mikið upp á að fá upplýsingar og koma upplýsingum til deildanna. Það var líka smá rígur milli deilda en hann hefur minnkað með betri boðskiptum og reglulegri samskiptum. Þegar Stefán dó hugsaði ég með mér að við gætum ekki fengið neinn utanaðkomandi til að verða formann því það gæti enginn farið í sporin hans Stefáns. Hann var mikill drifkraftur. Það er magnað hvað þessi einstaklingur gerði á stuttum tíma. Hans er sárt saknað. Ég sagði því við Eystein (Þór Kristinsson) gjaldkera að ég skyldi taka formanninn en við þyrftum að leita að nýjum.“

Leita að nýjum formanni Sú leit stendur enn. „Við erum búin að tala við nokkra og auglýsa hjá deildunum en það býður sig enginn fram. Við getum spurt hvers vegna formaður Þróttar sé ólaunaður. Við höfum reynt að finna gulrót, til dæmis rætt um hvort rétt sé að formaður fái niðurgreiddar æfingar í öllum deildum fyrir börnin sín.

„Eftir mánuð hringdi ég og sagði honum að við værum búin með níu fundi.“ Í deildunum er það almennt þannig að stjórnarmenn fá niðurgreidd æfingagjöld. Samfélagið er þannig að fólk þarf gulrót, það er orðið erfiðara að fá fólk. Við getum ekki borgað laun en það er hægt að niðurgreiða. Það býður sig enginn fram í stjórn og fólk þorir ekki að mæta á aðalfundi af ótta við að lenda í stjórn. En stjórnarmenn fá þá smá fyrir sinn snúð þegar æfingagjöld í þeirri deild sem þeir vinna í falla niður. Að vera í stjórn er ekki eftirsóknarverðasta starfið sem foreldri tekur að sér en við viljum öll að börnin okkar hafi aðgang að fjölbreyttum íþróttum og góðum þjálfurum. Þess vegna fórnar þú þér í vinnuna til að það gangi eftir. Við viljum hafa hlutina í lagi en tökum ekki þátt. Ég hugsaði með mér hvað ég ætti að gera í stjórn Þróttar en ég hef alla vegna mætt á fundi og látið í mér heyra. Ungmennafélagsandinn lifir áfram ef við látum okkur málin varða.“

Farið yfir málin með iðkendum á sundmóti á Djúpavogi 2004. Mynd úr safni Þróttar

eldri verður haldið í Neskaupstað. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið sótt um að halda mótið í Neskaupstað átti Guðlaug ekki von á að staðurinn yrði valinn þegar það gerðist. „Þetta er mótið hans Stefáns, við hugsum það þannig. Ég vissi að við sóttum um og fengum nei en Stefán sagði að þegar Þróttarar færu að mæta á mótið ykjust möguleikarnir. Hann vildi fá mótið og byggja upp frjálsíþróttaaðstöðu. Eftir að hann dó hætti ég að hugsa um mótið en svo sá ég allt í einu frétt á Mbl.is um að mótið yrði í Neskaupstað. Ég sendi Vilborgu (Stefánsdóttur, ekkju Stefáns) skilaboð um að Stefán væri enn að banka upp á hjá okkur.“ Guðlaug hefur verið með í fyrstu skrefum undirbúningsins í ár en verður fjarri góðu gamni fram að móti. „Mér finnst leiðinlegt að vera að fara því ég þarf yfirleitt að skipta mér af öllu. Ég hugsa að ég eyði sumarfríinu mínu hér.“

Verður mótið hans Stefáns Þróttur tekst á við stórverkefni næsta sumar því Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og

24 Snæfell

Boðsundssveit skipulögð á Sumarhátíð UÍA 2010.

Hún vonast til að bæjarbúar fjölmenni á móti og það takist að mynda góða stemmingu í Neskaupstað í aðdraganda þess. „Það væri gaman ef við gætum verið með léttar og skemmtilegar æfingar í nokkrum þeirra greina sem í boði verða þannig fólk vakni ekki upp við það í júní að þetta sé að skella á. Við þurfum að fá alla bæjarbúa með okkur, þá sem eru 50 ára og eldri til að keppa og yngra fólkið til að vinna. Samfélagið allt þarf að taka þátt. Það þarf að virkja alla og bærinn þarf að taka á móti um kannski 300-400 manns og þá verður að vera tilbúið skipulag.“

Skoðar náms- og starfsfræðslu í grunnskólum Fjarðabyggðar Í haust hefur Guðlaug unnið að lokaritgerð sinni í meistaranámi í náms- og starfsfræðslu. Eftir áramót verður hún í vettvangsnámi áður en hún útskrifast í vor. Lokaritgerð hennar er um náms- og


starfsfræðslu í Fjarðabyggð og byggir á viðtölum við stjórnendur grunnskólanna. Áhugi minn á þessu efni snýst kannski aðallega um það hvernig nemendur velja sér nám eftir skyldunám. Spurningin: „hvað á ég að verða þegar ég verð stór?“ er stór og mikil spurning sem erfitt er að

„Ég lít svo á að við séum bara smá hugrökk að taka þetta skref og prófa eitthvað nýtt.“ svara og ég er til dæmis enn að svara. Mig langaði því að forvitnast um hvað grunnskólarnir í Fjarðabyggð væru að gera til að undirbúa nemendur sína varðandi nám og störf. Nýjasti vinkillinn minn er að skoða hvernig menning og samfélag hefur áhrif á val okkar. Það er lágt menntunarstig í Fjarðabyggð, einkum meðal karla og það er athyglisvert að skoða af hverju. Aðgengi að atvinnu er mjög gott, atvinnuleysi lágt og aðgengi að peningum

Í sundlauginni í Neskaupstað þar sem Guðlaug vann í níu sumur áður en hún fór að þjálfa.

auðvelt. Það þarf ekki að vera slæmt að menntunarstigið sé lágt en fróðlegt að vita hvers vegna.“

Kannar lífið utan fjallahringsins Guðlaug og maður hennar, Elvar Jónsson, eru búin að kaupa sér íbúð í Mosfellsbæ og fengu hana afhenta í byrjun desember. Elvar er fluttur suður og starfar sem aðstoðarskólastjóri í FB. Eldri dóttir þeirra er flutt suður með sínum kærasta og Guðlaug og yngri dóttirin flytja svo um jólin. „Tilfinningarnar eru blendnar. Okkur langaði til að breyta til. Við höfum talað

um það í nokkur ár og komið með alls konar tillögur en í febrúar ákváðum við að taka skrefið. Í svona ferli þarf margt að ganga upp, það þarf að selja hús, kaupa hús og fá vinnu. Þetta er því orðin tíu mánaða erfið meðganga. Mér finnst líka erfitt að fara héðan því ég er mikill Norðfirðingur. Sumir hafa gagnrýnt þessa ákvörðun okkar en ég svara því til að ég sé að athuga hvort það sé líf utan fjallahringsins. Ef okkur líst ekki á það komum við aftur. Aðrir hafa hrósað okkur og sagt að það þurfi hugrekki til að breyta til. Ég lít svo á að við séum bara smá hugrökk að taka þetta skref og prófa eitthvað nýtt.“

25

Snæfell


Byrjað að grafa fyrir fimleikahúsi Vistað 17.5.2018 18:39:59

1

Fyrsta skóflustungan að fimleikahúsi, sem rísa mun við ytri enda núverandi íþróttahúss á Egilsstöðum, var tekin föstudaginn 16. nóvember. Íþróttafélagið Höttur heldur utan um framkvæmdina fyrir sveitarfélagið Fljótsdalshérað.

1

1

9

8

7

6

5

4

3

Útprentun: 05/16/18

2

1

H H

AÐALHÖNNUÐUR

Útg.

Dags.

Skýring

Br.af: Yfirf.

G G

F

Austur

1

F

1 : 100

E

„Hugmyndin er að fá fólk til að vinna fyrir félagið því þannig verði það tilbúið að gera það á ódýrari hátt en um væri að ræða sveitarfélagið,“ segir Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar. Í síðustu viku var samið við Austurverk um jarðvegsvinnu. Hún hefst í vikunni og verður unnin í vetur þannig að hægt verði að byrja að steypa upp undirstöður næsta vor. Húsið sjálft á síðan að rísa seinni hluta ársins 2019 og verður afhent sveitarfélaginu til ráðstöfunar árið 2020. Þaðan kemur fjármagnið, en áætlað er að húsið sjálft kosti 230 milljónir króna. Fyrirkomulag sem þetta, þar sem íþróttafélög reisa íþróttamannvirki og afhenda síðan sveitarfélögum, hefur tíðkast á nokkrum stöðum á landinu. Ekki er fyllilega ákveðið hvaða byggingarefni verður fyrir valinu en Davíð segir að vinna við efnisval og hönnun sé á lokametrunum. Í viðbyggingunni verður 1000 fermetra íþróttasalur. Í honum verður sérútbúin aðstaða til fimleikaiðkunar ásamt fjórum hlaupabrautum og stökkgryfju til æfingar í frjálsíþróttum.

E

D D

Vestur

3

1 : 100 C

C

B

B

Íþróttamiðstöðin Egilsstöðum

Tjarnarbraut 26 700 Egilsstöðum

Unnamed

A

TEIKNINÚMER

Norður

2

1 : 100

26 Snæfell

A1

HANNAÐ:

Designer

TEIKNAÐ:

Author

YFIRFARIÐ: Checker

DAGS.

MÆLIKVARÐI

05/16/18

Sýndur á teikningu

SAMÞYKKT:

ÚTGÁFA

Approver

KENNITALA:

1

1

1

9

8

7

6

5

4

Teikningar Sniddu arkitekta af því hvernig húsið mun líta út utan frá.

Frá fyrstu skóflustungunni. Myndir: Unnar Erlingsson

Teikning af skipulaginu innanhúss.

A BLAÐSTÆRÐ

1706 07

3

2

1


Austurbrú óskar íbúum á Austurlandi og samstarfsaðilum um land allt gleðilegra jóla, árs og friðar og þakkar ánægjulegt samstarf á liðnu ári

ALLT SEM ÞÚ ÞARFT Á EINUM STAÐ Verslun/Lager

Byggingadeild Nýsmíði og viðhald húsa

Við bjóðum upp á breitt vöruúrval á samkeppnishæfu verði.

Bifreiðaverkstæði

Málningarvörur frá Málningu Gas frá AGA Hágæða þýsk raftæki frá Smith og Norland Dýrafóður Verkfæri Byggingavörur Lyklasmíði Slöngusmíði Fallvarnarbelti, líflínur og blakkir frá JSP Við sérpöntum einnig vörur eftir óskum.

Pípulagningadeild Nýlagnir og viðgerðir

Rafmagnsverkstæði Raflagnir, kælitækjaþjónusta og varmadælur

Tæknideild Verkefnastjórnun, hönnun og ráðgjöf

Við erum á Óseyri á Reyðarfirði. Opnunartími: 8-18 mánudaga til fimmtudaga 8-16 á föstudögum. Alltaf heitt á könnunni.

www.launafl.is Sími 414-9400

Loftræstikerfi og frágangur á þökum

Vélaverkstæði Nýsmíði, breytingar og viðgerðir

2018

Launafl ehf. – www.launafl.is – sími 414-9400 27

Snæfell


Magnús Þór Ásmundsson

„Viljum taka þátt í að skapa fjölskylduvænt samfélag“ Frá stofnun hefur Alcoa Fjarðaál styrkt austfirskt íþróttafólk í gegnum styrktarsjóðinn Sprett og í ár er úthlutað 2,5 milljónum úr sjóðnum. Auk þess hefur Fjarðaál stutt við einstök íþróttalið í fjórðungnum. Forstjórinn, Magnús Þór Ásmundsson, er einnig fastagestur á Unglingalandsmótum UMFÍ. Snæfell ræddi við Magnús um mikilvægi íþrótta í samfélaginu og íþróttaáhugann.

Geturðu sagt okkur frá því hver stuðningur við Alcoa Fjarðaáls við íþróttalíf í fjórðungnum er? Fjarðaál styður við íþróttalíf á Austurlandi með margvíslegum hætti. Við höldum úti íþróttasjóðnum Spretti, í samstarfi við UÍA, en hann hefur fyrst og fremst það markmið að styðja við íþróttastarf barna og ungmenna á Austurlandi. Þá höfum við einnig stutt einstök verkefni í gegnum Styrktarsjóðinn okkar. Síðan við hófum starfsemi höfum við líka verið bakhjarlar fyrir flest þau íþróttafélög í okkar nærsamfélagi sem hafa haldið úti metnaðarfullu meistaraflokksstarfi og keppt á Íslandsmótum. Af hverju skiptir það Fjarðaál máli að styðja við íþróttir í fjórðungnum? Við viljum vera þátttakendur í því að skapa samfélag sem er fjölskylduvænt og áhugaverður kostur til að búa í. Menning, tómstundir og íþróttir skipta þar miklu máli og það er mikilvægt að aðgengi til íþróttaiðkunar og framboð afþreyingar sé gott. Íþróttir hafa gríðarlega mikla þýðingu sem forvarnarstarf fyrir börn og unglinga og það skiptir okkur öll máli. Aðstaðan er yfirleitt lögð til af sveitarfélaginu en að öðru leyti er íþróttastarfið fjármagnað af foreldrum og svo af fyrirtækjunum. Vissulega eru okkur einhverjar skorður settar í ljósi fámennis en þegar horft er yfir sviðið þá er framboð á fjölbreyttu íþróttastarfi til fyrirmyndar á Austurlandi og við erum stolt af því að styðja við það. Ég sé mikilvægi íþróttastarfsins fyrst og fremst fyrir börn og unglinga en svo má heldur ekki gleyma því að lið eða einstaklingar sem eru til fyrirmyndar í íþróttum og standa sig vel í keppnum verða 28 Snæfell

Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls.

oft stolt og sameiningartákn samfélagsins. Það er líka mikilvægt fyrir lítið samfélag. Segðu okkur aðeins frá þínum eigin íþróttaferli Mér finnst stundum eins og ég hafi alist upp á Hlíðarenda en ég spilaði bæði fótbolta og körfubolta með yngri flokkum Vals. Hátindur ferilsins var líklega að verða Íslandsmeistari í 3. flokki í fótbolta en ég steig síðan aldrei það skref að verða góður og þyki ennþá bara efnilegur. Ég vann á Akranesi í eitt ár og nokkur sumur eftir það og spilaði þá körfubolta með ÍA og fótbolta í 2. deild með liði HV. Í því liði voru margir afburða knattspyrnumenn sem ekki komust í lið hjá ÍA sem var þá í fremstu röð. Konan mín er frá Akranesi og við töluðum um það nýlega að það er heil kynslóð Akurnesinga sem tengir engan veginn við það að ÍA sé stórveldi í knattspyrnu. Það gengur auðvitað ekki! Hjá HV var kannski stundum meiri stemning fyrir dagskránni eftir leiki heldur en fyrir leikjunum sjálfum. Þú varst formaður körfuknattleiksdeildar Hattar í nokkur ár. Hvernig kom það til? Hvað gaf það þér? Hvernig finnst þér deildin hafa þróast? Við hjónin höfum fylgt börnunum eftir í íþróttastarfinu. Þau eru öll föðurbetrungar í íþróttum og hafa verið í sundi, frjálsum, fótbolta og körfubolta. Um árabil var ég í stjórn sunddeildar Ármanns og fljótlega

eftir að við fluttum austur var ég fenginn í stjórn körfuknattleiksdeildarinnar. Mér hefur fundist það bæði sjálfsagt og ánægjulegt að taka þátt í starfinu eftir því sem ég hef getað. Hlutirnir gera sig víst ekki sjálfir. Það hefur margt gott fólk komið að störfum hjá körfuboltadeild Hattar og gert hana að því sem hún er í dag en Ásthildur Jónasdóttir er núna formaður. Við höfum jafnt og þétt aukið fjölda iðkenda í yngri flokkum og þeir hafa aldrei verið fleiri en nú. Meistaraflokkur karla hefur líka náð ágætis árangri, hefur tvisvar farið upp í úrvalsdeild en að vísu jafnharðan niður aftur. En markmiðið er að komast þangað enn á ný og ná að festa liðið þar í sessi. Áhorfendur hafa stutt vel við bakið á liðinu og mjög ánægjulegt að sjá hve margir mæta á leiki og hve stemningin er góð í kringum liðið. Við erum bæði með öfluga stelpur og stráka í yngri flokkunum en ég myndi gjarnan vilja sjá að í framtíðinni fáum við fleiri stelpur í körfuboltann og byggjum upp meistaraflokksstarf í kringum það líka. Nú er búið að taka holu fyrir flottum útikörfuboltavelli á Egilsstöðum en það hefur verið mér hjartans mál í mörg ár. Nýtt fimleikahús er líka mikið fagnaðarefni og mun hjálpa öllum íþróttagreinum með aukinn aðgang að aðstöðu. Íþróttaaðstaða á Egilsstöðum verður til mikillar fyrirmyndar eftir þessar framkvæmdir.


sem þau eru ekki að æfa eða keppa í. Á síðasta Unglingalandsmóti var mikið hlegið yfir keppni í strandhandbolta og þá var markmiðinu náð, allir skemmtu sér vel. Fyrir okkur hafa Unglingalandsmótin verið sjálfgefinn kostur um Verslunarmannahelgi þegar við höfum komið því við. Öll fjölskyldan hefur haft gaman af þeim.

Sjálfboðaliðinn. Magnús sem kynnir fyrir leik Hattar og Snæfells í bikarkeppninni 2014.

Þú ert fastagestur á Unglingalandsmótum UMFÍ. Hvers vegna hefur þín fjölskylda kosið að elta mótin? Unglingalandsmótin eru frábærar samkomur og UMFÍ á hrós skilið fyrir skipulag þeirra og kjarkinn að tímasetja

þau um verslunarmannahelgi sem ég hygg að hafi þótt djarft á sínum tíma. Unglingarnir skemmta sér án áfengis en auk íþróttanna hefur verið fín skemmtidagskrá og tónleikar á kvöldin. Krakkarnir hafa getað reynt sig í greinum

Þú þekkir sjálfboðaliðastörf í íþróttahreyfingunni af eigin raun - hvers vegna skipta þau máli? Hvernig ýtir Fjarðaál undir sjálfboðaliðastarf? Íþrót tafélagið er f yrst og fremst iðkendurnir og þeir sem að þeim standa. Án þátttöku okkar aðstandendanna er ekkert starf. Auk þess að styrkja félög með fjárstyrkjum höfum við hjá Fjarðaáli boðið því starfsfólki sem tekur þátt í sjálfboðaliðastarfi að fá fjárframlag á móti sínu vinnuframlagi fyrir sín samtök eða félög. Þetta hefur átt við um íþróttastarf, menningarstarf, björgunarsveitir o.fl. Þannig höfum við hvatt okkar fólk til þátttöku í sjálfboðaliðastarfi í samfélaginu og félögin hafa notið góðs af.

Óskum Austfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þökk fyrir lesturinn og samskiptin á árinu sem er að líða.

Stjórn og starfsfólk UÍA óskar Austfirðingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Verið velkomin á Sumarhátíð UÍA á Egilsstöðum 12.-14. júlí 2019

Takið helgina frá!

29

Snæfell


Fyrstu árin 1922-1942

Ungmennafélagshreyfingin 1918 Upphaf á umbyltingartíma Árið 1922 voru gerðar miklar var breytingar á skipulagi Ungmennafélag Íslands stofnað á ungmennafélagshreyfingarinnar. Fram að þeim tíma Þingvöllum, föstudaginn 2. ágúst 1907, að höfðu heildarsamtökin, Ungmennafélag Íslands, viðstöddum konungi Íslands og Danmerkur. skipst eftir landshlutum í svokölluð fjórðungssamÁtta glímukappar sýndu þeirra þar listir sínar fyrir bönd og hið fjölmennasta var Fjórðungssamband Sunnlendingafjórðungs og það hét fullu framan konunginn og þaðeinshefur enginn nafni. Til hægðarauka var það skammstafað FS sem landsleikur Íslands í fótbolta vakið jafn mikla var ölluogþægilegra heiti. Landamæri athygli konungsglíman. Það þess semvoru allirfrá Hornafirði og að Hvítá í Borgarfirði. Þungamiðja töluðu um var hvort einhver gæti unnið starfsins var í Reykjavík og þar hafði stjórnin sitt Jóhannes aðsetur. Jósefsson frá Akureyri sem var búinnÞetta að hafa hátt um að enginn gæti unnið fjórðungafyrirkomulag hjá UMFÍ stóð í 14 hann en hann lentisér í 3.sæti. ár en- hafði þá gengið til húðar.Jóhannesi, Þá var búið að stofna fimm tvö héraðssambönd á Suðurlandi og féll önnur ásamt öðrum ungum mönnum, tvö íað Borgarfirði og Dalasýslu. En þennan slík samtök ungengu síður heiður í skaut dag mennafélaga var hvorki að finna ívar Gullbringuþegar Ungmennafélag Íslands stofnað né Kjósarsýsla og þar með töldu Reykjanesi. Því var og hann kjörinn formaður þess. það að fjögur ungmennafélög á svæðinu tóku sig Yfirskrift stefnunnar, Samfélaginu til góða, til haustið 1922 og stofnuðu Ungmennasamband vísar til þess (UMSK). að gera skuli gott starf Kjalarnesþings En það varð ekki til í neinu tómarúmi og því er rétt aðstuðla segja nokkuð frá FS sem hreyfingarinnar betra, að sterkari kalla má með réttu undanfara UMSK.og bættu einstaklingum, öflugri félögum Ungmennafélagshreyfingin barst til landsins samfélagi.

með stofnun Ungmennafélags Akureyrar árið 1906. Fyrirmyndin voru norsk og dönsk ungmennafélög sem höfðu þá verið starfandi um skeið. Frumherjar ungmennafélagsins á Akureyri, Jóhannes Jósefsson og Þórhallur Björnsson voru duglegir að útbreiða

Þremur árum áður, 13. júní 1915, var Ungmennafélagið Egill rauði stofnað í Norðfjarðarsveit með 22 meðlimum, 13 körlum og 9 konum. Fyrstu árin undirrituðu nýir meðlimir skuldbindingar sem hljómuðu m.a. svo: „Ég undirritaður meðlimur þessa félags, skuldbind mig til, að vinna að því, að fremsta megni að útrýma allri tóbaks nautn að svo miklu leyti sem hægt er. Hindra blót og ljótan munnsöfnuð, áfengisnautn og allt sem er siðspillandi. Ég skal vinna af alhug að heill þessa félags, framförum sjálfs míns, andlega og líkamlega og að velferð ogIðkanir sóma þjóðarinnar því, sem þjóðlegt innan UMFÍí öllu 1918 er, gott og gagnlegt.“ Ástvin Aldar og Hreimur Hreinn Árnasynir Textinn var unninn í áfanganum SAGA2ÁN05 í Menntaskólanum á Egilsstöðum á haustönn Sund í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands. 399

Jóhannes Jósefsson, fyrsti formaður UMFÍ.

Jóhannes Jósefsson á Borg var fyrsti formaður UMFÍ og glímukóngur Íslands 1907 og 1908.

Ungmennafélögin á Austurlandi 1918 7

stundi þær en upp sé talið. Í samantekt í ársreikningum vekur athygli að útgjöld til bókakaupa og skógræktar eru talsvert Glímur meiri en til íþróttaiðkunar. Á öðrum stað 413 í blaðinu má finna upplýsingar um að 16 einstaklingar í Múlasýslum iðki sund. Félög og fjöldi félagsmanna 67

40

30 Snæfell Félög og fjöldi félagsmanna

UMF Egill, Vopnafirði

UMF Vísir, Jökulsárhlíð

Glímur 413

UMF Fram, Hjaltastaðaþinghá

Skíða- og skautafarir 631

Útiíþróttir 338

35

29

UMF Fljótsdæla

Fimleikar 70

UMF Baldur, Vallahreppi

33

Sund 399

45 39

Egill rauði í Norðfirði

Iðkanir innan UMFÍ 1918

67

Útiíþróttir 338

Skíða- og skautafarir 631

fyrir rúmum aldarfjórðungi sameinaðist nágrönnum sínum í Vallahreppi og Skriðdal undir merkjum UMF Þrists. Í samantektinni er farið yfir starfsemi ungmennafélaganna á landsvísu. Þar kemur fram að alls hafi 71 félag með 2860 félagsmenn skilað skýrslum. Skýrslur um íþróttaiðkun eru sagðar óljósar og fleiri

UMF Þór, Eiðaþinghá

UÍA var ekki stofnað fyrr en árið 1941. Fyrir tíma þess starfaði hins vegar Héraðssamband Austurlands innan UMFÍ. Samkvæmt tölum frá árinu 1917 sem Skinfaxi, blað UMFÍ, birti í ágúst 2018 voru alls sjö félög með 288 félaga starfandi á Austurlandi. Athygli vekur að stærsta félagið var UMF Fljótsdæla, sem

Fimleikar 70


www.n1.is

facebook.com/enneinn

Bráðum koma blessuð jólin Starfsfólk N1 Egilsstöðum óskar viðskiptavinum og Austfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Viðburðir á N1 Egilsstöðum í desember 7. desember

15. desember

23. desember

Jólahlaðborð 11.45 – 13.00

14.00–17.00

Skötuhlaðborð 12.00–14.00

2.990 kr.

1.890 kr.

2.690 kr.

Nánari upplýsingar á þjónustustöð okkar Egilsstöðum.

N1 Egilsstöðum Sími 440 1450

Alltaf til staðar

Einblíndu á það sem skiptir máli Við tökum að okkur færslu bókhalds, gerð ársreikninga og skattframtala fyrir einstaklinga, einstaklinga með rekstur og fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Hafðu samband við skrifstofu KPMG í síma 545 6000 eða tölvupósti kpmg@kpmg.is

kpmg.is

31

Snæfell


Fimleikar

Þurftu að vera tilbúin í fimm æfingar á dag Sautján krakkar á aldrinum 13-15 ára frá fimleikadeild Hattar fóru í sumar í sérhæfðar æfingabúðir í Danmörku. Þau hrifust af aðstæðunum þar og komu færari og öruggari heim enda var duglega tekið á því í búðunum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Höttur fer sem lið í búðirnar. Áður hafa nokkrir einstaklingar frá félaginu farið enda bæði hægt að skrá einstaklinga eða lið. Búðirnar eru haldnar í Ollerup sem margir Íslendingar þekkja vegna íþróttalýðháskólans sem þar er. Á þessum tíma er skólinn í sumarfríi og aðstaðan nýtt fyrir fimleikabúðirnar. „Aðstaðan var mjög góð. Við gistum á heimavistinni og svo höfðum við tvo sali til að æfa í með gryfjum, dýnum og öðru sem þurfti til að æfa stökk,“ segir Silja Hrönn Sverrisdóttir, einn ferðalanganna. „Aðbúnaðurinn veitti okkur miklu meira öryggi og þjálfararnir voru vel menntaðir. Það hjálpaði mikið að framkvæma stökkin í fyrsta sinn í öruggum höndum. Síðan getur maður haldið áfram að æfa þau hér heima,“ segir Birgitta Einarsdóttir sem einnig var í hópnum.

Hópurinn að leggja af stað á flugvöllinn.

Mikil barátta um pláss Búðirnar eru haldnar einu sinni á ári, í tvær vikur í senn og dvelur hver hópur í viku. Auk Hattarkrakkanna var þar hópur frá Hornafirði og þátttakendur frá öðrum löndum, eins og Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi og Danmörku. Alls voru um 200 krakkar í búðunum þessa vikuna.

Komin til Ollerup og byrjuð á hópefli.

Sandra Ösp Valdimarsdóttir sem fór með sem fararstjóri segir mikla ásókn vera í búðirnar. „Það er opnað fyrir skráningar haustið áður og það er barist um plássin

svo við foreldrarnir sátum allir sveittir við tölvurnar - og náðum að koma öllum inn.“ Kröfurnar í búðunum voru töluverðar. Byrjað var klukkan hálf sjö á morgnana, krakkarnir voru vaktir með háværri tónlist og haldið áfram til kvölds. Yfir daginn voru fjórar skylduæfingar sem allir þurftu að klára áður en þeir gátu valið sér fag í fimmtu og síðustu æfingu dagsins. „Ég valdi hópefli og dýfingar því mér finnst ekki gaman í parkour,“ segir Hulda Bríet Smáradóttir. Vinkonur hennar tvær völdu hins vegar dýfingar og parkour. „Mig langaði að prófa eitthvað nýtt,“ útskýrir Silja.

Aukaæfingar eftir tímabilið

Úr æfingasal.

32 Snæfell

Að mæta á fimm æfingar á dag útheimtir góðan undirbúning. „Til þess þarf maður að vera í formi og við æfðum þannig að við værum tilbúin í æfingarnar. Við notuðum


Sumir völdu hópefli sérstaklega, hér er samvinnuleikur í gangi.

tímabilið til þess, tókum frí í júní og æfðum síðan allan júlí,“ segir Birgitta. Inniæfingar á sumrin skemmdu ekki fyrir. „Við vorum spenntar fyrir að fara og þess vegna lagði maður æfingarnar á sig til að vera sem bestur þar,“ bætir hún við. Æfingarnar skiluðu sér. „Eitt af því sem ég lærði er að þú hefur hellings orku sem þú gerir þér ekki grein fyrir. Ég var bara góð eftir fjórar æfingar,“ segir hún. Undirbúningurinn fólst líka í að afla fjár til ferðarinnar. „Við tíndum rusl og svo seldum við ótrúlega mikið; kökur, nammi og tannbursta,“ segir Birgitta en einnig fékk hópurinn styrk frá Icelandair og Landsvirkjun.

Sundlaug á staðnum þar sem menn stunduðu dýfingar og gátu líka slakað á á bakkanum.

stund og kvöldvökur sem Danirnir nefndu „hygge“. Hvert Norðurlandanna stóð fyrir einni skemmtun í vikunni. „Þjálfararnir sáu mest um það. Meðal þeirra var Norðmaður sem hafði þjálfað í Reykjavík og kunni íslensku. Hann sá um okkar kvöld og lét okkur syngja Draum um Nínu. Svo fengu hinir texta og áttu að reyna að syngja með,“ segir Birgitta. Hópurinn eignaðist nýja félaga í ferðinni en einna mest áhrif hafði hún á andann innan liðsins. „Ferðin þjappaði hópnum okkar ótrúlega mikið saman. Það gerði mikið fyrir okkur að fá að fara saman til útlanda og vera allan daginn saman í fimleikum,“ segir Birgitta að lokum.

Þjappaði hópnum saman En veran í búðunum fólst ekki bara í æfingum og púli. Á kvöldin var rólegri

Myndir: Helena Rós Einarsdóttir og Sandra Ösp Valdimarsdóttir

Áður en haldið var heim var komið við í Tívolí í Kaupmannahöfn.

Salurinn fyrir parkour.

Allir settu sér markmið til að vinna að á æfingunum.

„Hygge“ frá einni kvöldvökunni, hvíslkeppni.

Vatnsrennibraut vakti mikla lukku einn daginn.

33

Snæfell


Hvað er að frétta með þessa framtíð? Upplýsingar núna!

Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á þeim rúmlega 110 árum sem liðin eru frá því að Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) var stofnað. Í því eru fólgin bæði tækifæri og áskoranir. Breytingarnar munu hafa áhrif á starfsemi og umhverfi ungmenna- og íþróttafélaga, hvort sem er vegna frumkvæðis þeirra sjálfra eða utanaðkomandi aðstæðna. Mjög mikilvægt er því að greina þarfirnar og koma til móts við óskir iðkenda, félagsmanna og samfélagsins í heild.

Þegar þessi mál eru skoðuð er mikilvægt að skoða hvað er að gerast í kringum okkur - ekki bara í ungmennahreyfingunni, heldur allt í kringum okkur, hérlendis sem erlendis. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér eða hvernig starfsemi ungmenna- og íþróttafélaga mun þróast. En við getum rýnt í aðstæðurnar, skoðað þarfirnar og unnið saman að því að skoða áherslur og nýjungar sem aðstoða okkur við ákvarðanatöku um næstu skref. Við höfum tekið saman nokkur „megatrend“ og skoðað aðstæður í samfélaginu í dag. Það gefur þó ekki svar um hvernig framtíðin muni líta út en getur nýst sem nokkurs konar leiðarvísir til að greina möguleika og tækifæri.

Allir í sinni „búbblu“ Það hefur að mínu mati aldrei verið mikilvægara en núna að byggja brýr og

Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ

vinna saman. Í heimi þar sem mjög margir eru uppteknir í sínum eigin heimi, með forsendur og ákvarðanatöku út frá sínu sjónarhorni, er mikilvægt að skoða málin frá fleiri sjónarhornum, fræðast og deila upplýsingum. Það er svo auðvelt að vafra um netið í upplýsingaflæði nútímans og nálgast sífellt meiri upplýsingar sem styrkja eigin upplifun í gegnum allar þær síur og framsetningu á efni sem við upplifum t.d. á samfélagsmiðlum. Þá er einnig nóg til af falsfréttum og ótrúverðugri tölfræði sem getur gert okkur enn erfiðara að sjá heildarmyndina, fyrir utan það hversu auðvelt það er að sökkva sér einungis í sitt áhugamál. Við getum öll lært heilmikið á því t.d. að skoða hvernig aðrar deildir innan félagsins okkar eða aðrar íþróttagreinar eða landsvæði leysa einstök mál.

Einu sinni var veruleikinn svona einfaldur en í dag eru iðkendurnir alls konar.

34 Snæfell

Fólk getur nálgast upplýsingar alltaf og alls staðar. Staður, tímasetning, aldur og kyn skiptir orðið litlu máli og það sem sameinar fólk er áhugamálið. Tengingar og aðgengi að upplýsingum er gríðarlegt og á sama tíma upplifum við að ýmis mörk eru að hverfa. Það á meðal annars við um landamæri en einnig önnur mörk og afmarkanir sem hingað til hafa verið fyrirframgefin og ófrávíkjanleg í samfélaginu. Á sama tíma og aðgengi að upplýsingum er algjört er gerð mikil krafa um svörun við spurningum, óskum og ákalli. Við höfum ófá dæmin þar sem til dæmis tölvupóstar berast seint að kvöldi til þar sem óskað er svara samstundis. Það sem er nýtt í dag er gamalt á morgun. Það hefur því aldrei verið mikilvægara að vita stefnu félagsins, fyrir hvað félagið stendur og hvað það stendur ekki fyrir því þá er svo miklu einfaldara að veita svör fljótt og vel.

Breyttir neysluhættir - sameinum fólk í gleði Aðgengi og framboð íþrótta og hreyfingar hefur aldrei verið meira og betra en nú. Margir hafa gert heilbrigt líferni að lífsstíl og það er ungmennafélagsandinn í hnotskurn. Í honum felst að stunda íþróttir og heilsusamlegt líferni á eigin forsendum með það að markmiði að ná framförum og bæta sig. Þær áherslur í framtíðinni að þátttaka hvers og eins á eigin forsendum sé markmiðið munu hljóta enn frekari meðbyr. Ekki er endilega gerð krafa um verðlaun, þátttakan ein og sér dugar viðkomandi, ásamt félagsskap og samveru með jafningjum. Áherslur á andlega heilsu verða í forgrunni. Þá verður enn ríkari krafa gerð um upplifun og minningar sem lifa. Sumir segja að við verðum að finna að við séum á lífi þar sem við séum orðin svo samdauna öllum tækjunum okkar. Það má kalla þetta ævintýri og þeim mun hrárra, skítugra og meira ekta - þeim mun betri verður upplifunin. Ein af kröfum nútímans er að iðkendur vilja sníða upplifun sína eftir eigin þörfum og á sínum forsendum - stunda sína íþrótt þegar þeir sjálfir vilja. Þessi þróun er í algjöru samræmi við það sem við sjáum t.d. varðandi sjónvarp (netflix) og matarinnkaup heimilanna (eldum rétt o.fl.). Það verður


Tökum afstöðu, stöndum saman

Sífellt meiri áhersla er lögð á að hver og einn geti tekið þátt á sínum forsendum.

Við nálgumst upplýsingar í gegnum síur sem styrkja okkar eigin upplifun.

áhugavert að fylgjast með því hvernig ungmenna- og íþróttafélög munu aðlaga sig óskum iðkenda um einstaklingsmiðaðri og sveigjanlegri þjónustu og sum hver hafa nú þegar tekið fyrstu skrefin í þá átt.

við hinn rafræna heim óháð því hvaða grein er um að ræða. Fleiri munu nýta sér rafræn verkfæri og eiga samskipti við og í gegnum hin ýmsu öpp. Mikil framþróun og nýjar áherslur munu fylgja þessum rafrænu áherslum sem félög innan UMFÍ hafa mörg hver nú þegar tileinkað sér að einhverju leyti. Kröfur um aukna fagmennsku og markaðsvæðingu munu hafa mikil áhrif á okkur í framtíðinni. Við sjáum þessar kröfur nú þegar og þær koma að sumu leyti frá okkur sjálfum en einnig frá iðkendum, forráðamönnum og eins frá opinberum aðilum. Það er t.d. hægt að minnast á ný persónuverndarlög sem dæmi um þetta. Það hvað við segjum og hvernig við segjum það hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt núna.

Það er gaman að velta því fyrir sér hvaða afleiðingar þessi „megatrend“ munu hafa fyrir starfsemi félaganna og hreyfingarinnar allrar. Það er mikilvægt að spyrja sig að því hverju við viljum gera meira af, hverju minna af og hverju við viljum halda óbreyttu. Það er nefnilega ljóst að það að taka ekki afstöðu er afstaða í sjálfu sér. Svo er alltaf gaman að velta því fyrir sér af hvaða tækifærum við höfum nú þegar misst á undanförnum árum og áratugum. UMFÍ hefur nú þegar nýtt sér nokkrar af þessum sviðsmyndum við ákvarðanatöku, t.d. varðandi breytingar á mótahaldi og áherslum í núverandi og nýjum verkefnum. Ég tel gríðarlega mikilvægt fyrir alla í hreyfingunni að vita hvaða þarfir eru „þarna úti“. Við þurfum að hafa stefnu, vita hver við erum og hvað við stöndum fyrir og þá um leið hvað við stöndum ekki fyrir. Á sama tíma verða stjórnendur að hafa innsæi og yfirsýn yfir reksturinn og þarfirnar og geta tekið ákvarðanir skjótt og vel í samræmi við stefnu sína. Svo verður að minnast á það að við verðum að vilja kanna stöðuna og bregðast við því annars ákveða allir aðrir fyrir okkur. Ég tel að samstaða og samvinna hafi aldrei verið mikilvægari en einmitt núna. Við höfum tækifæri til þess að hafa áhrif, taka afstöðu og síðast en ekki síst möguleika á að búa til ævintýri framtíðarinnar saman. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ

Breytt samfélag - allir með Ísland er í dag samfélag sem er fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr. Áherslurnar munu þó áfram verða í þá átt að þátttakan verður enn breiðari og hlustað verður á fleiri raddir en áður. Það felur í sér að steríótýpur eru á undanhaldi og jafnrétti er í forgrunni. Eins er rætt um að ókynbundnar íþróttir ryðji sér til rúms, sem og það að fatlaðir og ófatlaðir taki þátt saman. Þá munu nýjar íþróttagreinar spretta upp. Ein þeirra eru rafíþróttir sem hafa vaxið gífurlega hratt á meginlandi Evrópu að undanförnu. Eitt er víst að raunveruleiki okkar mun renna að einhverju leyti saman

Minni áhersla á verðlaun, meiri þörf fyrir að vera með.

35

Snæfell


Rafíþróttir - hvað er það? Í rafíþróttum (esports) er keppt í tölvuleikjum. Þær njóta vaxandi vinsælda og er áætlað að um 430 milljónir manna fylgist með rafíþróttum á einn eða annan hátt á næstu árum. Flestir fylgjast með beinum útsendingum í gegnum streymisveitur en einnig hafa risið stórar hallir þar sem spilarar geta hist í fjöldaspilun. Keppt er í ýmsum leikjum, svo sem skotleikjum og herkænskuleikjum og ekki síst íþróttaleikjum eins og FIFA, sem margir kannast við.

Rafíþróttasambönd hafa að undanförnu sóst eftir að verða tekin inn í íþróttasambönd, til dæmis Alþjóðaólympíuhreyfinguna. Sú umsókn er til skoðunar og telja sumir felast tækifæri í að taka þær inn og ná þannig til yngri áhangenda en ekki er útlit fyrir að rafíþróttirnar verði með á næstu leikum. Nýverið skilaði fjölskipaður vinnuhópur, sem skipaður var til að fara yfir umsókn þýska raf íþrót t asambandsins að Ólympíusambandinu þar, niðurstöðum sínum. Hópurinn taldi ekki rétt að taka rafíþróttasambandið inn á sömu forsendum og önnur sérsambönd sem þýðir að það fær ekki aðgang að fríðindum sem félagasamtök hafa. Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ræddi rafíþróttir stuttlega á formannafundi nýverið og nefndi að rétt gæti verið að taka rafíþróttirnar inn, bæði

Keppt er í rafíþróttum í stórum leikvöngum. KeyArena í Seattle er oftast notuð undir körfubolta. Mynd: Jakub Wells

til að styrkja íþróttahreyfinguna en einnig til að koma rafíþróttunum undir skipulag og aga sem íþróttahreyfingin hefur þróað með sér. Þannig hafa lyfjamál verið nokkuð til umræðu í rafíþróttaheiminum. Rafíþróttir eru umdeildar víða í íþróttasamfélaginu og þýski vinnuhópurinn gerði til dæmis skýran greinarmun á annars vegar íþróttahermum sem fela í sér einhvers konar hreyfingu og hins vegar hreinræktuðum tölvuleikjum þar sem iðkendurnir sitja í stólum sínum við skjái. Mörg íþróttafélög hafa tekið rafíþróttirnar upp á sína arma í von um að sækja sér fylgismenn. Til dæmis eru flest liðin í efstu deildinni í þýska fótboltanum komin með samninga við FIFA-spilara sem keppa undir þeirra merkjum. Fleiri hafa gert hið sama; til dæmis mun Mesut Özil, knattspyrnumaður hjá Arsenal á Englandi, vera með eigið þriggja manna lið sem keppir í FIFA.

David By theway hefur verið atvinnumaður í FIFA í sjö ár. Hann er á samningi hjá þýska knattspyrnuliðinu Wolfsburg.

Knattspyrna

Höttur og Huginn sameina krafta sína Höttur rekstrarfélag og knattspyrnudeild Hugins undirrituðu í nóvember samkomulag til þriggja ára um að tefla fram sameiginlegu liði í meistaraflokki karla undir nafninu Höttur/Huginn.

Liðin féllu bæði úr annarri deildinni í sumar og hefðu að óbreyttu mæst í þriðju deildinni á næsta tímabili. Hugmyndin um sameiginlegt lið var komin á loft áður en þetta varð ljóst en formlegar viðræður hófst fljótlega eftir að keppnistímabilinu lauk. Þjálfari verður Viðar Jónsson, sem ráðinn var til Hattar í haust, og með honum Brynjar Árnason

36 Snæfell

sem verið hefur fyrirliði Hattar síðustu tímabil. Vandræði með knattspyrnuvöllinn á Seyðisfirði hafa verið ágætlega tíunduð en vart er hægt að segja að hann hafi verið leikhæfur síðustu þrjú sumur. Liðið mun æfa og spila á Egilsstöðum og í Fellabæ fram á sumarið 2020 en gert er ráð fyrir að leikjum verði skipt jafnt milli Vilhjálmsvallar og Seyðisfjarðarvallar þegar hann verður kominn í leikhæft ástand. Ýmislegt hefur hins vegar áhrif á hvað gerist í framtíðinni en forsvarsmenn k na t t s p y r nu f é la ganna ho r f a t il sameiningarviðræðna sveitarfélaga á Austurlandi, sem bæði Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaður taka þátt í.

Niðurstöður úr viðræðunum eiga að liggja fyrir eigi síðar en í árslok 2019. Þá er eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum svo sem útliti nýrra keppnisbúninga liðsins. Liðin hafa áður haft með sér samstarf undir merkjum Hugins/Hattar árin 2001 og 2002. Liðið endaði í þriðja sæti D riðils þáverandi þriðju deildar bæði árin. Forsvarsmenn félaganna vonast til að með því að sameina krafta þeirra takist að byggja upp öflugt lið til lengri tíma litið en stefnt er að því að byggja liðið upp á leikmönnum úr heimabyggð. Útlit er fyrir að þorri leikmannanna komi þó frá Hetti sem er með 20 samningsbundna leikmenn samanborið við sex hjá Huginn.


Óskum Austfirðingum gleðilegra jóla

MENNTASKÓLINN Á EGILSSTÖÐUM

Seyðisfjörður

Samband sveitarfélaga á Austurlandi

Gleðileg jól Íslenska Gámafélagið óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við þökkum samstarfið á liðnu ári og hvetjum Íslendinga áfram til stórra afreka í endurvinnslumálum. Hugsum áður en við hendum, Starfsfólk Íslenska Gámafélagsins

www.igf.is

5775757

igf@igf.is

37

Snæfell


Svona var það ‘88 Það var eðlilegt að Einar Vilhjálmsson prýddi forsíðu Snæfells sem kom út snemma árs 1988, en hann var þá að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í Seúl. Hann hafði orðið íþróttamaður UÍA tvö ár í röð og setti á Landsmóti UMFÍ á Húsavík 1987 Íslands- og Norðurlandamet þegar hann kastaði 82,96 metra. Það met er þeim sem fylgdust með mótinu minnisstætt. Í grein í Snæfelli er farið yfir feril Einars og birtar myndir af honum taka fyrstu skrefin í íþróttum.

Blakið er ekki leiðinlegri íþrótt en aðrar Nánar er greint frá Landsmótinu í sérstakri umfjöllun á öðrum stað í blaðinu en UÍA varð þar í fjórða sæti í stigakeppninni. UÍA tefldi fram öflugu frjálsíþróttafólki og náði öðru sæti í handknattleik kvenna eftir úrslitaleik við UMSK og þriðja sæti í knattspyrnu. Einnig náðust verðlaun í starfsíþróttum, júdó og bridds. Blakliðið er sagt hafa lánað knattspyrnunni nokkra sterka leikmenn auk þess sem greinarhöfundur hefði viljað sjá liðið betur stutt af Austfirðingum. „Því miður leiða áhorfendur að austan blakkeppnina mikið hjá sér. Hlýtur það að vera erfitt fyrir okkar ágætu blakara að leika undir stöðugum öskrum UMSK, HSK, HSÞ o.fl. án þess að heyra UÍA nokkurn tíma nefnd á nafn á áhorfendapöllunum. Athugið það, góðir UÍA-áhangendur á

Magnús Ver Magnússon merktur UÍA á Íslandsmóti í kraftlyftingum 1987.

næsta Landsmótið. Blakið er ekki leiðinlegri íþróttagrein en aðrar og við eigum lið á landsmælikvarða.“

Áhuginn vaknaði við að snerta stálið Í blaðinu er líka ítarleg grein um Magnús Ver Magnússon, sem síðar varð sterkasti maður heims, en hann er þar nefndur „nýjasti fulltrúi Austfirðinga í kraftamannastétt.“ Er ferill og lífshlaup Magnúsar Vers rakinn, allt frá því að hann byrjaði að æfa handbolta með Huginn á Seyðisfirði og vann sem lyftaramaður hjá Norðursíld og Vélsmiðjunni stál. Hann rifjar einnig upp þegar hann byrjaði að lyfta í íþróttahúsinu á Seyðisfirði. „Áhuginn vaknaði um leið og ég læsti höndunum um ískalt stálið – þetta var það sem mig langaði að gera.“

býli sveitarinnar og Hjarðarhagi þótt sýna mestu framfarirnar. Í grein Þróttar Neskaupstað er fjallað um væntanlega stækkun íþróttahússins og umræðu um hvort það eigi að vera nógu breitt til að uppfylla alþjóðlegar kröfur fyrir handknattleiksvelli. Þá má nefna pistil frá Siglingaklúbbnum Sörva sem starfaði á Héraði um árabil og þar sem það er rifjað upp að það hafi orðið Fjarðabúum aðhlátursefni þegar Héraðsbúar byrjuðu að falast eftir kappróðrarbátum. Félagið náði þó að senda tvo keppendur á Íslandsmót og Landsmóti UMfÍ, þá Óla Grétar Sveinsson og Konráð Benediktsson.

Snyrtilegustu býlin Af tast er svo að finna fréttir frá félögunum. Í pistli UMF Jökuls segir frá því að á uppskeruhátíð hafi Vaðbrekka fengið verðlaun sem best umgengna

Einar Vilhjálmsson á forsíðu Snæfells 1988.

38 Snæfell

Lið UMFÍ gengur inn við setningu Landsmótsins á Húsavík.

Siglingakappar á Íslandsmóti á Akureyri, Konráð og Óli Grétar.


Gleðilega hátíð Starfsfólk Alcoa sendir landsmönnum öllum hátíðarkveðju með óskum um gleðileg jól. Á Austurlandi er öflugt íþróttastarf og er Alcoa Fjarðaál stoltur styrktaraðili þess. Með elju og kraftmiklu samstarfi leggjum við öll grunninn að enn bjartari framtíð.

39

Snæfell


p acta.is

Bjarni G. Björgvinsson hæstaréttarlögmaður Stefán Þór Eyjólfsson héraðsdómslögmaður

Fagmenn í heimabyggð Pacta lögmenn á Austurlandi eru í öflugu liði um 30 annarra Pacta lögmanna víðsvegar um land, tilbúnir til að veita þér vandaða lögfræðiþjónustu og ráðgjöf. Lögmenn Pacta búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á flestum sviðum lagaumhverfis einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana. Með samræmdu upplýsingakerfi hafa lögmenn Pacta einstakan aðgang að sérþekkingu og reynslu annarra lögmanna stofunnar, hvar sem þeir starfa á landinu.

Hafðu samband við okkur í síma 440 7900 eða á netfangið pacta@pacta.is 40 Snæfell Pacta lögmenn Kaupvangi 3a . 700 Egilsstaðir Búðareyri 1 . 730 Reyðarfjörður


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.