Snæfell 2017

Page 1

1. tbl. 36. รกrgangur 2017

SNร FELL FE


Jólaísinn frá Kjörís er hreint út sagt ómótstæðilegur. Í ár hringjum við inn hátíð ljóss og friðar með hátíðarís með karamellusnúningi. Það er góður siður að gera sér dagamun yfir jólin með ábætisrétti að lokinni máltíð – eða með örlitlu góðgæti eftir annasaman dag. Hvort sem þú kýst heldur, þá er alltaf tími fyrir jólaís.


SNÆFELL 1. tölublað, 36. árgangur Útgefandi: Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands Ritstjórn: Gunnar Gunnarsson Ester S. Sigurðardóttir Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Myndir: UÍA Höfundar efnis Prófarkalesari: Urður Snædal Umbrot, prentun og bókband: Héraðsprent Upplag: 4.100 eintök Dreifing: Öll heimili á sambandssvæði UÍA Afgreiðsla: Skrifstofa UÍA Tjarnarás 6, 700 Egilsstaðir Sími: 471-1353 www.uia.is – uia@uia.is Svipmyndir frá starfsemi UÍA 2017

Lungnaskapinn einn og sér hefði klárað venjulegan einstakling ......................... 20-26 Daði Fannar Sverrisson lenti í alvarlegu bílslysi viku áður en hann ætlaði að keppa á Unglingalandsmótinu 2014. Daði var þá einn efnilegasti spjótkastari landsins í sínum aldursflokki. Gott líkamlegt ástand hans skipti höfuðmáli fyrir bata hans.

Á frisbígolfmóti í Króatíu ..................... 30-31 Mikael Máni Freysson hefur aðeins lagt stund á frisbígolf í eitt og hálft ár en er þegar byrjaður að keppa á alþjóðlegum mótum. Hann kom sjálfum sér á óvart með því að spila meðal þeirra bestu á móti í Króatíu nýverið.

99% ánægð með Unglingalandsmótið ....32-33 Gestir Unglingalandsmóts UMFÍ á Egilsstöðum voru yfir sig ánægðir með helgina. 99,5% þeirra sögðust reiðubúin að mæla með mótinu við aðra.

Til að stórmót gangi upp Þegar farið er yfir árið 2017 hjá UÍA er Unglingalandsmótið á Egilsstöðum efst í huga. Síðustu dagarnir fyrir svona mót taka á og á hugann sækja stöðugar efasemdir um hvort allt gangi upp. Nokkrum sólarhringum fyrir mót var ekki búið að manna allar stöður sjálfboðaliða en fólk gaf sig fram í tíma þegar á þurfti að halda. Við vorum líka efins um að keppendur mættu því skráningin fór seint af stað. Hún glæddist hins vegar verulega eftir Evrópukeppnina í fótbolta og aðalsumarleyfistímann, og eins þegar veðurspáin fyrir helgina var gefin. Kannski átti veðrið stærsta þáttinn í að helgin gekk jafn vel og raun bar vitni. Þegar maður heldur svona stóra samkomu er maður aldrei nema einum vænum rigningardegi frá veseni og leiðindum. En það slapp til og könnun sem gerð var eftir mótið bendir til þess að yfir 90% gesta hafi verið mjög ánægð með hvernig til tókst. Við sem störfum fyrir UÍA erum líka þakklát fyrir aðkomu Austfirðinga að mótinu. Í fyrsta lagi fyrir sjálfboðaliðana okkar sem lögðu sig alla fram, því eins og fram kemur í könnuninni voru þeir alltaf brosandi og jákvæðir. Hins vegar erum við þakklát okkar fólki fyrir að fjölmenna á mótið. UÍA átti fjölmennasta liðið, um fimmtung allra keppenda. Að loknu landsmótsári taka við ný verkefni. Í lok júní á næsta ári verður Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum 11-14 ára haldið á Egilsstöðum. Það verður fjölmennt og krefjandi mót. Þótt það sé vissulega hvergi nálægt Unglingalandsmótinu að stærð er þörf á öflugum hópi sjálfboðaliða. Það þarf líka að huga að öðrum hefðbundnum verkefnum UÍA. Sumarhátíðin hefur áratugum saman verið flaggskip sambandsins. Á löngum tíma hefur ýmislegt gerst á henni og hún þróast. Í blaðinu er til dæmis rifjað upp að árið 1985 var henni frestað vegna veðurs. Á vegum stjórnar UÍA er hafin vinna við að móta Sumarhátíðina til framtíðar, meðal annars sökum þess að þátttaka hefur dregist nokkuð saman síðustu ár. UÍA hefur notið þeirra gæfu að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum undanfarin misseri. Eitt slíkt var á Írlandi í sumar. Í aðdraganda þeirrar heimsóknar fundum við áhuga frá Írunum á íslensku forvarnarstarfi, sem Unglingalandsmótið er hluti af. Þótt íslenskt boltaíþróttafólk sé það sem mesta athygli vekur á íslensku íþróttalífi er vert að huga að því hver grunnurinn er. Stefnumörkunin sem skilar árangrinum hefur orðið til á löngum tíma og það er ánægjulegt að hún veki líka athygli og heiður að fá að vera með í liðinu. Líkt og í íþróttunum skiptast á skin og skúrir í lífinu. Það var áfall fyrir austfirskt samfélag þegar Stefán Már Guðmundsson, formaður Þróttar, varð bráðkvaddur fyrir aldur fram um miðjan mars. Stefán Már var mikill ungmennafélagi og einstakur hugsjónamaður. Hans er sárt saknað. Fjölskyldu hans sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. F.h. stjórnar UÍA Gunnar Gunnarsson, formaður

Stjórn UÍA 2017 - 2018 Gunnar Gunnarsson formaður, Fljótsdal Jósef Auðunn Friðriksson gjaldkeri, Stöðvarfirði Benedikt Jónsson ritari, Egilsstöðum Pálína Margeirsdóttir meðstjórnandi, Reyðarfirði Auður Vala Gunnarsdóttir meðstjórnandi, Egilsstöðum Þórir Steinn Valgeirsson varastjórn, Reyðarfirði Guðbjörg Agnarsdóttir varastjórn, Egilsstöðum Hlöðver Hlöðversson varastjórn, Neskaupstað Ester Sigurásta Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, Vopnafirði Erla Gunnlaugsdóttir sumarstarfsmaður, Egilsstöðum

3

Snæfell


Framkvæmdastjóraskipti urðu hjá UÍA í mars þegar Hildur Bergsdóttir hætti eftir sjö ára starf en við tók Ester S. Sigurðardóttir. Formleg skipti voru með boðsundsskiptingu en Ester er mikil sundmanneskja.

Átta einstaklingar sem starfað hafa dyggilega fyrir Ungmennafélagið Val á Reyðarfirði hlutu starfsmerki á sambandsþingi UÍA sem haldið var á Reyðarfirði. Þeir eru: Dísa Mjöll Ásgeirsdóttir, Guðrún Linda Hilmarsdóttir, Ásmundur Ásmundsson, Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir, Jóhann Eðvald Benediktsson, Helga Benjamínsdóttir, Sigurbjörg Bóasdóttir og Guðjón Magnússon.

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson úr Val var valinn íþróttamaður UÍA fyrir árið 2016 en valið var tilkynnt á þingi sambandsins. Ásmundur sigraði í glímunni um Grettisbeltið árið 2016 og varð fyrstur Austfirðinga til að vinna það.

UÍA átti fimm fulltrúa í umræðupartýi UMFÍ í byrjun árs. Þangað mættu 50 ungmenni víða af landinu og 30 stjórnendur aðildarfélaga UMFÍ. Markmiðið var að fá saman til umræðu ungmenni og stjórnendur íþróttafélaga. Frá vinstri: Gunnar Gunnarsson, Guðbjörg Agnarsdóttir, Emma Líf Jónsdóttir, Erla Gunnlaugsdóttir, Anya Hrund Shaddock og Jónas Bragi Hallgrímsson.

Lið Austra fór með sigur af hólmi á bikarmóti UÍA í sundi sem haldið var á Djúpavogi í lok nóvember. Mótið er stigakeppni milli liða. Auk Austra mættu keppendur frá Neista, Sindra og Þrótti.

4 Snæfell

Seyðisfjörður var meðal viðkomustaða í farandþjálfuninni og krakkarnir þar voru í miklu stuði.


Nokkrir keppendur á vegum UÍA tóku þátt í Landsmóti 50+ í Hveragerði í júní. Hér má þekkja Guðmund Hallgrímsson frá Fáskrúðsfirði í bocciakeppninni. Þar var tilkynnt að mótið árið 2019 verði haldið í Neskaupstað. Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn var að vanda haldin í ágúst. Ingvar Júlíus Tryggvason var fljótastur í 103 km hringnum en þau Orri Einarsson og Magnea Guðrún Karlsdóttir í 68 km hringnum. Þá vann Mannvit liðakeppnina.

Farandþjálfun UÍA var á sínum stað í sumar og skiptu Erla Gunnlaugsdóttir sumarstarfsmaður og Ester Sigurðardóttir framkvæmdastjóri þeim með sér. Að þessu sinni var boðið upp á sundþjálfun og það kunnu Eskfirðingar vel að meta.

Egilsstaðanautin hömpuðu Bólholtsbikarnum í körfuknattleik í ár eftir 50-38 sigur á Fjarðabyggð í úrslitaleik.

Leiknir Fáskrúðsfirði varði Launaflsbikarinn eftir öruggan sigur á Einherja í úrslitaleiknum.

Hin árlega Hreyfivika var í maí. UÍA tók þátt í sundþjálfun fyrir fullorðna í Selárdalslaug í Vopnafirði. Í vikunni fer meðal annars fram sundkeppni sveitarfélaga.

5

Snæfell


Íþróttamenn í fararbroddi

Kristinn Már Hjaltason

Mikael Máni Freysson

Fæddur: 26. júní 2000. Íþróttagrein: Hópfimleikar. Íþróttafélag: Höttur. Hver er þín fyrsta minning um íþróttaiðkun? Ætli það sé ekki íþróttaskólinn hjá Árna Óla fyrir nokkrum árum. Mynd til að lita sem sett var á ennið í lok hvers tíma er sérstaklega minnisstæð. Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum? Jacob Melin er goðsögn í hópfimleikum. Hvað er skemmtilegast við að stunda íþróttir? Að takast á við nýjar áskoranir, að ná markmiðum sínum og félagsskapurinn. Hvað hefurðu lært af því að vera í íþróttum? Ég hef lært að skipuleggja tíma minn vel til að geta gert næstum allt sem mig langar. Ég hef líka lært hvað það er mikilvægt að borða vel og sofa nóg. Það er mikilvægt að setja sér markmið og nota hugarþjálfun til að komast aðeins lengra en maður heldur að maður geti. Ég hef líka lært að maður þarf að hafa mikið fyrir öllu sem er einhvers virði, leggja á sig mikla vinnu og sýna sjálfsaga. Hvaða markmið hefur þú í framtíðinni? Að halda áfram að stunda íþróttir og heilbrigðan lífsstíl. Fara í menntaskóla til Danmerkur í janúar til að æfa fimleika við betri aðstæður en eru hjá Hetti. Mig langar að keppa fyrir Vejstrup efterskole í dönsku efterskole keppninni eftir áramót og svo með landsliði fullorðinna á Evrópumótinu í Portúgal 2018. Svo ætla ég að klára stúdentinn frá ME vorið 2019 og þar á eftir læra sjúkraþjálfun með áherslu á íþróttaþjálfun, meiðsli og endurhæfingu. Hverju eða hverjum viltu þakka árangurinn? Auði Völu og Henrik fyrir að hafa smitað mig af fimleikaástríðu og geta talað við mig um fimleika endalaust. Söndru, Katrínu Högna og Sigrúnu Blö fyrir að fá mig til að elska dönsku sem hefur auðveldað mér að eiga samskipti við dönsku þjálfarana mína. Mömmu og pabba sem eru einfaldlega best. Af hvaða afreki ertu stoltastur? Bronsi á Evrópumóti í Slóveníu 2016. Hvernig nýtist afreksstyrkurinn úr Spretti þér? Í janúar fer ég til Danmerkur í fimleikamenntaskóla. Ég hef talað um að langa að æfa fimleika í Danmörku í framtíðinni. Þannig að framtíðin er að koma og ég mun nota afreksstyrkinn til að greiða skólagjöld í Vejstup efterskole.

Fæddur: 27. september 1998. Íþróttagreinar: Frjálsar íþróttir og frisbígolf. Íþróttafélag: UMF Þristur. Hver er þín fyrsta minning um íþróttaiðkun? Fyrsta frjálsíþróttamótið mitt, Vormót UFA 2004. Ég vann eina grein (400 m) og mér leið eins og ég hefði orðið heimsmeistari. Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum? Paul McBeth fjórfaldur heimsmeistari í frisbígolfi. Þegar ég byrjaði í frisbígolfi lærði ég að kasta með því að fylgjast með honum og reyna að herma og geri enn. Hvað er skemmtilegast við að stunda íþróttir? Að uppskera þegar maður veit að maður á það skilið Hvað hefurðu lært af því að vera í íþróttum? Ég hef lært að það þarf að æfa þá hluti sem maður er lélegur í sama hversu leiðinlegt það er og einnig að læra af mistökum. Hvaða markmið hefur þú í framtíðinni? Að verða atvinnumaður í frisbígolfi. Hverju eða hverjum viltu þakka árangurinn? Ég vil þakka Frisbígolfbúðinni en ég gerði nýlega samning við hana. Þeir sjá mér fyrir diskum og öllu sem ég þarf til að standa mig vel í frisbígolfi. Af hvaða afreki ertu stoltastur? Að bæta mótsmetið í þrístökki á Meistaramóti Íslands í flokki 18-19 ára pilta, þó svo að ég fái það ekki skráð vegna þess að það var aðeins of mikill meðvindur. Hvernig nýtist afreksstyrkurinn úr Spretti þér? Hann gerir mér kleift að ferðast á mót hérlendis sem og erlendis, en þau eru nokkuð mörg á hverju ári.

6 Snæfell

SPRETTUR

Afrekssjóður UÍA og Alcoa


Gleðilega hátíð

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

Virðum hvíldartímann um hátíðarnar

Hvíld er ekki bara svefn. Til að njóta gæðastunda um jólin – og allt árið um kring – eiga félagsmenn VR rétt á að lágmarki 11 klukkustunda hvíld á sólarhring.

Nánar á vr.is

VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS


Íþróttamenn í fararbroddi

María Rún Karlsdóttir

Heiða Elísabet Gunnarsdóttir

Fædd: 28. júlí 1988. Íþróttagrein: Blak. Íþróttafélag: Núverandi Afturelding en var í Þrótti Nes. Hver er þín fyrsta minning um íþróttaiðkun? Ætli það séu ekki yngri flokka mótin sem ég fór á, sérstaklega rútuferðirnar - það var mesta fjörið! Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum? Móðir mín (Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir) hefur alltaf verið fyrirmyndin mín í blaki og er það ennþá. Hvað er skemmtilegast við að stunda íþróttir? Erfitt að velja eitt en ætli það sé ekki félagsskapurinn. Hvað hefurðu lært af því að vera í íþróttum? Ég hef lært margt og eitt af því er að vera góður liðsfélagi. Hvaða markmið hefur þú í framtíðinni? Markmiðin mín eru að spila fyrir utan Ísland, helst í Evrópu. Hverju eða hverjum viltu þakka árangurinn? Fjölskyldan mín á mikinn hluta af árangrinum mínum. Af hvaða afreki ertu stoltust? Ég er stolt af svo mörgu en ætli ég sé ekki stoltust af að vera með landsliðinu þegar við tókum þátt í undankeppni HM í fyrsta skipti. Hvernig nýtist afreksstyrkurinn úr Spretti þér? Styrkurinn mun nýtast mér í að borga ferðir sem ég fór í með landsliðinu.

Fædd: 26. janúar 2000. Íþróttagreinar: Blak og strandblak. Íþróttafélag: Þróttur Nes. Hver er þín fyrsta minning um íþróttaiðkun? Ég man eftir því að hafa farið á blakæfingu í fyrsta eða öðrum bekk og að hafa verið kennt að gera „bagger“. Hver er þín helsta fyrirmynd í íþróttum? Ég á mér frekar margar fyrirmyndir en þær helstu eru systir mín, Helena Kristín, og þjálfarinn minn, Valal Vidal. Hvað er skemmtilegast við að stunda íþróttir? Það er svo margt skemmtilegt við íþróttaiðkun að mínu mati; adrenalínið, hreyfingin, félagsskapurinn og svo margt fleira. Hvað hefurðu lært af því að vera í íþróttum? Ég hef lært að góðir hlutir koma hægt, að til að ná árangri þarf maður að gefa sig allan í það og að skipuleggja mig vel. Hvaða markmið hefur þú í framtíðinni? Ég stefni á að fara í háskóla í Bandaríkjunum og spila blak þar. Hverju eða hverjum viltu þakka árangurinn? Fjölskyldunni minni og þjálfurum, bæði þeim sem ég er með núna og sem ég hef haft í gegnum tíðina. Af hvaða afreki ertu stoltust? Það sem ég er stoltust af er að hafa farið á Smáþjóðaleikana í San Marino að keppa í strandblaki fyrir hönd Íslands. Hvernig nýtist afreksstyrkurinn úr Spretti þér? Hann mun nýtast mér mjög vel í að ferðast með landsliðinu, en þær ferðar eru mjög dýrar.

Um Sprett Undanfarin tólf ár hafa UÍA og Alcoa Fjarðaál átt í samstarfi um sjóðinn Sprett sem styður við íþróttafólk og íþróttastarf í fjórðungnum. Árlega er úthlutað úr honum 2,4 milljónum króna sem skiptast í iðkendastyrki, félagastyrki og afreksstyrki. Hægt er að sækja um tvisvar á ári, að vori og hausti, en einungis er opið fyrir afreksstyrkina í haustúthlutuninni. Það eru veglegir styrkir til afar efnilegra ungmenna sem náð hafa langt í sinni íþrótt og gjarnan keppt fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum mótum. Fjórum afreksstyrkjum var útdeilt við síðustu styrkúthlutun.

8 Snæfell

SPRETTUR

Afrekssjóður UÍA og Alcoa


Einblíndu á það sem skiptir máli Við tökum að okkur færslu bókhalds, gerð ársreikninga og skattframtala fyrir einstaklinga, einstaklinga með rekstur og fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Hafðu samband við skrifstofu KPMG í síma 545 6000 eða tölvupósti kpmg@kpmg.is

kpmg.is

Óskum Austfirðingum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

9

Snæfell


Sambandsþing UMFÍ haldið á Hallormsstað Austfirðingar voru í aðalhlutverki á 50. sambandsþingi Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) sem fram fór í blíðskaparveðri, kulda en stillu, og frábærum félagsskap á Hótel Hallormsstað helgina 14.-15. október. Sigrún Blöndal og Stefán Bogi Sveinsson voru kosin þingforsetar og stóðu þau sig sköruglega þegar á þurfti að halda.

Sambandsþingið er æðsta valdið í málefnum UMFÍ og er það haldið á tveggja ára fresti. Á því er stjórn UMFÍ kosin og rætt um ýmis mál sem varða ungmennafélagshreyfinguna. Þinggestir voru um 150 talsins auk stjórnar og starfsfólks. Á þinginu var Haukur Valtýsson endurkjörinn formaður UMFÍ. Þrír nýir aðilar komu inn í stjórn og varastjórn og gengu margir úr stjórn UMFÍ. Mál manna var að sambandsþing UMFÍ hafi sjaldan verið jafn friðsælt og skemmtilegt

og einmitt þarna á Hallormsstað. Öll vinna gekk vel. Kosið var með rafrænum hætti í fyrsta sinn og gekk það vel enda birtust niðurstöður kosninga um einstök mál jafnharðan á tjaldi. Stærsta málið var umsókn flestra íþróttabandalaga á Íslandi um aðild að UMFÍ. Á þinginu sjálfu voru tillögur um aðild bandalaganna ýmist felldar eða vísað frá þinginu. Tillögur um breytingar á lögum sem tengdust inngöngunni náðu ekki 2/3 hluta atkvæða en þó studdi meira en helmingur þingfulltrúa lagabreytingarnar, eða 63 af 109. Tólf sátu hjá en aðrir voru á móti. Þingfulltrúar vilja ræða málið frekar og var tillaga borin upp um að fela stjórn boðun aukaþings varðandi málið. Hún var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Stjórn UMFÍ hefur í framhaldinu samþykkt að boða til aukasambandsráðsfundar vegna málsins í janúar. Af öðrum málum má nefna að Vigdís Diljá Óskarsdóttir, þingfulltrúi UÍA og fyrrum meðlimur ungmennaráðs UMFÍ, var valin

Þingforsetar að störfum. Stefán Bogi og Sigrún Blöndal. matmaður þingsins. Stefán Bogi sagði mataræði Vigdísar hafa vakið athygli gesta á gómsætum hátíðarkvöldverði sambandsþingsins á hótelinu, þar sem hún hefði borðað forrétt sinn og sessunautar síns, ásamt aðalrétti fyrir tvo og eftirrétt líka. Vigdís Diljá svaraði því til að hún þyrfti réttilega að borða fyrir tvo en hún átti von á sér nú í desember.

Nýtt aðildarfélag

Körfuknattleiksfélag Fjarðabyggðar Körfuknattleiksfélag Fjarðabyggðar var stofnað formlega þann 6. janúar 2017. Félagið hefur þó haldið úti æfingum frá haustinu 2016. Helsti hvatinn að stofnun þess var að körfuknattleiksáhugamenn í sveitarfélaginu voru dreifðir, enda hefur körfubolti ekki verið fyrirferðamikil íþróttagrein „á fjörðunum“. Við töldum að það besta í stöðunni væri að sameina krafta okkar, þar sem við vildum ekki vera undir einhverju meginfélagi, heldur vildum við æfa og styðja við körfubolta í öllu sveitarfélaginu. Helsti tilgangur félagsins er að gera íbúum Fjarðabyggðar kleift að stunda körfuknattleik. Félagið mun þannig ekki aðeins standa fyrir æfingum heldur einnig styðja við meginfélögin í Fjarðabyggð skyldu þau halda úti æfingum. Strax í vor fengum við heimsókn frá formanni og mótastjóra KKÍ, en það var mikill heiður fyrir félagið. Hannes Jónsson, formaður KKÍ, sagði okkur að innan Körfuknattleikssambandsins væri gríðarleg ánægja með stofnun félagsins og að KKÍ myndi styðja vel við bakið á okkur. Það hafa þeir svo sannarlega gert og hafa þeir t.a.m. styrkt félagið um bolta og ekki rukkað okkur fyrir þjálfaranámskeið til að mennta nýja þjálfara. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við KKÍ.

10 Snæfell

Körfuknattleiksfélagið er með æfingar fyrir 1. – 8. bekk á Eskifirði tvisvar í viku en einnig er Ungmennafélagið Valur með körfuboltaæfingar fyrir 1. – 7. bekk á Reyðarfirði tvisvar í viku. Þar að auki fóru fram tvö helgarnámskeið í Neskaupstað síðasta vetur. Félagið heldur svo einnig úti „meistaraflokki“ sem æfir tvisvar í viku. Meistaraflokkurinn æfir einu sinni í viku á Eskifirði og einu sinni í viku í Neskaupstað. Æfingarnar eru öllum opnar og skipta þar geta og fyrri störf engu máli, heldur fá allir að vera með á sínum forsendum. Við reynum að leggja áherslu á að það sé gaman á æfingum enda eru allir þarna til þess að hreyfa sig og skemmta sér í leiðinni, hvort sem þeir eru litlir eða stórir. Í fyrra var liðið skráð í Bolholtsbikarinn, körfuknattleikskeppni UÍA. Þar sigraði liðið alla leiki sína í deildinni en þurfti að lúta í lægra haldi í sjálfum úrslitaleiknum. Í sumar var svo tekin ákvörðun um að skrá liðið til leiks á Íslandsmót og hóf liðið leik í 3. deild. Þegar þetta er skrifað hefur liðið leikið þrjá leiki í deildinni og sigrað tvo þeirra. Allt í allt er það rúmlega sjötíu manna hópur, bæði börn og fullorðnir, sem stundar körfubolta í viku hverri undir merkjum Körfuknattleiksfélagsins sem og Ungmennafélagsins Vals. Það er greinilegt að

Bjarki tekur við viðurkenningu á þingi UÍA í tilefni þess að félagið var formlega tekið inn í sambandið. Við hlið hans er Þuríður Sigurjónsdóttir frá Blakfélagi Fjarðabyggðar. körfubolti er í mikilli sókn í Fjarðabyggð og það gleður okkur. Við vitum þó að góðir hlutir gerast hægt. Við erum auðvitað mjög háð því hvar áhugamenn um íþróttina búa en það væri til dæmis virkilega gaman að geta boðið upp á fleiri yngri flokka æfingar í framtíðinni, og horfum við þá sérstaklega til Neskaupstaðar og Fáskrúðsfjarðar. Einnig yrði frábært ef til yrði hópur kvenna sem myndi koma saman í viku hverri til að spila körfubolta. Körfuboltakveðjur, Bjarki Oddsson


Við óskum Heiðrós og öðrum landsmönnum gleðilegrar hátíðar

Heiðrós Hekla fagnar fyrsta afmælisdeginum sínum 25. desember. Hún er frumburður foreldra sinna, þeirra Bergvins og Rósu en þau starfa bæði hjá Fjarðaáli. Við óskum Heiðrós og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári.

11

Snæfell


Sunddagurinn skemmtilegi Sunddeild Austra er á góðu skriði þessa dagana og hefur iðkendum fjölgað mikið á haustönninni. Nýr sundþjálfari, Baldur Þór Finnsson, kom til starfa hjá félaginu í september sl. og er að vinna mjög gott starf með krakkana. Baldur Þór kemur frá Akureyri, þar sem hann æfði og þjálfaði hjá sundfélaginu Óðni í mörg ár.

• Að gefa krökkunum tækifæri á að hittast og kynnast utan sundlaugarinnar. • Skemmtun og leikur til að hrista hópinn saman. • Fræðsla um ýmis praktísk atriði sem tengjast sundíþróttinni. • Æfing í tæknilegum atriðum sundsins. • Að vekja athygli á góðu og skemmtilegu starfi sunddeildarinnar. • Undirbúningur fyrir bikarmót UÍA í sundi á Djúpavogi 26. nóvember.

sundþjálfari og stjórnarmaður í sunddeild Austra, honum innan handar.

Þann 12. nóvember 2017 hélt Sunddeild Austra sérstakan sunddag fyrir iðkendur félagsins. Tilgangurinn með því að halda þennan sérstaka viðburð var:

Alls mættu 40 krakkar á sunddaginn, af 49 sem æfa sund hjá deildinni þessa haustönn. Frá Eskifirði kom 31 iðkandi og 9 frá Reyðarfirði, allir á aldrinum 6 til 15 ára. Baldur Þór sundþjálfari stýrði æfingum og var Ingunn Eir Andrésdóttir, fyrrum

Óhætt er að segja að dagurinn hafi heppnast einstaklega vel og allir farið sáttir og saddir heim um kvöldið. Sundkveðja, Páll Birgir Jónsson formaður sunddeildar Austra

Dagurinn hófst í íþróttahúsinu á Eskifirði. Þar var hópurinn hristur saman í leik, tekin bakkaupphitun, teygjur og spjall. Því næst var haldið í sundlaugina á Eskifirði og tekin góð æfing með áherslu á tækniatriði; snúninga, stungur og fl. Eftir æfingu í lauginni var haldið í félagsmiðstöðina Knelluna á Eskifirði í leik, pizzaveislu og bíó.

Hópurinn stillir sér upp með Baldri og Ingunni. Byrjað var á að hita upp með leikjum í íþróttahúsinu.

Baldur Þór ásamt iðkendum í lok dags.

Á æfingunni var meðal annars lögð áhersla á stungur.

Deginum lauk með pizzaveislu og bíókvöldi í félagsmiðstöðinni Knellunni.

12 Snæfell


Viðskiptavinir Hitaveitu Egilsstaða og Fella og aðrir Austfirðingar Alhliða bókhaldsuppgjörs- og skattaþjónusta

Bestu jóla- og nýárskveðjur og farsælt komandi ár.

Skrifstofuþjónusta Austurlands Borgarfirði eystra s. 472 9872 bjossialla@skrifa.is Egilsstöðum s. 471 1171 sb@skrifa.is Seyðisfirði 472 1212 eyglo@skrifa.is Fjarðabyggð 474 1123 sigurbjorg@skrifa.is Djúpivogur 478 1161 lilja@skrifa.is www.skrifa.is

MINJASAFN AUSTURLANDS

ÓSKAR AUSTFIRÐINGUM

GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI.

ÞÖKKUM HEIMSÓKNIR Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA.

Miðvangi 1 · 700 Egilsstaðir · ✆ 471 1449 print@heradsprent.is · www.heradsprent.is Héraðsprent Prentsmiðja

Laufskógar 1 • 700 Egilsstaðir • www.minjasafn.is 13

Snæfell


Hví að sýna karakter? Sýnum karakter er mjög flott og nauðsynlegt verkefni á vegum UMFÍ og ÍSÍ sem stuðlar að sálrænni og félagslegri færni barna og ungmenna í íþróttum. Á ráðstefnu verkefnisins í ár, sem bar yfirskriftina „allir með”, var reynt að varpa ljósi á ástæður brottfalls ungmenna úr íþróttum, af hverju þáttaka barna af erlendum uppruna er minni en íslenskra og hvernig hægt er að virkja þá sem hætta íþróttaiðkun til annarra starfa innan íþróttanna.

Ég hafði ekki farið á ráðstefnu hjá Sýnum karakter áður en ákvað að skella mér í ár þar sem mér fannst umræðuefnin mjög áhugaverð. Ráðstefnan er sett mjög skemmtilega upp og var búið að raða þátttakendum niður á borð svo maður kynntist mörgu nýju fólki í leiðinni. Fyrst voru haldnir nokkrir fyrirlestrar og eftir suma þeirra voru hafðar umræður á hverju borði fyrir sig eða gerð hugarkort sem tengdust umræðuefnunum. Í hverjum fyrirlestri kom eitthvað fram sem mér fannst áhugavert eða umræða sem skipti mig máli. Sem dæmi má nefna að ég hafði ekki hugsað mikið út í það hvort börn af erlendum uppruna tækju minni þátt en önnur í íþróttum. Ástæður sem voru taldar upp sem gætu haft áhrif á það voru t.d. ekki nógu aðgengilegar upplýsingar til foreldra barnanna og sjaldan á móðurmáli þeirra og að erfitt er fyrir foreldra sem vinna mikið til að koma undir sig fótunum að fara frá vinnu til að keyra og skutla á æfingar. Seinni ástæðan á kannski minna við hér á Austurlandi þar sem stutt er á milli staða og börn labba oft saman á æfingar.

Þjálfarinn þarf að vera jákvæður Tveir fyrirlestrar fjölluðu um það hvað felst í því að vera góður þjálfari og leiðtogi. Þjálfarar geta skipt miklu máli hvað varðar iðkun barna og er því mikilvægt að þeir séu jákvæðir og sinni starfi sínu af alvöru. Vanda Sigurgeirsdóttir, sem er búin að vera þjálfari í 30 ár, var einn fyrirlesara og nefndi hún að góður og jákvæður þjálfari/ leiðtogi þyrfti að vera hvetjandi, hjálpsamur, hógvær og drenglyndur og hann þyrfti að hrósa, styðja aðra og fá fólk í lið með sér til að gera jákvæða hluti. Þessu er ég alveg sammála og tel að ef samband milli þjálfara og iðkanda er 14 Snæfell

Helga Jóna, önnur frá vinstri í efri röð, ásamt hópnum sínum.

ekki gott eða þjálfarinn sýnir ekkert af ofantöldum atriðum þá aukist líkur á brottfalli iðkanda. Aðrir tveir fyrirlestrar fjölluðu um það hvað menn geta gert ef menn hafa mikinn áhuga á íþrótt en hafa ekki endilega líkamlega burði til að æfa hana. Þá er t.d. hægt að snúa sér að dómgæslu í viðkomandi íþrótt eða taka að sér ýmis konar stjórnarstörf innan íþróttafélagsins. Slík störf geta veitt manni mikla þekkingu sem reynist vel á öðrum sviðum lífsins, sem og nýjan og fjölbreyttan félagsskap.

Hugmyndir til að taka með heim Eftir fyrirlestrana vorum við fengin til að hugsa um hvað mætti gera betur í okkar eigin íþróttafélagi og einnig hvað okkur fyndist gott við félagið. Eftir að við höfðum Úr hópavinnunni á ráðstefnunni.

skrifað það hjá okkur ræddum við saman á borðunum og var gaman að sjá hvað aðrir sögðu því enginn á borðinu mínu kom úr sama félagi eða sama landshluta og ég. Þessi ráðstefna veitti mér innblástur og hvatningu til að standa mig sem þjálfari og gaf mér hugmyndir sem ég get komið á framfæri hjá mínu íþróttafélagi. Ég mæli með að allir sem hafa áhuga á íþróttum eða starfi innan íþróttadeilda skoði verkefnið Sýnum karakter og fylgist með þegar næsta ráðstefna verður haldin. Einnig langar mig að benda á heimasíðuna þeirra synumkarakter.is þar sem hægt er að finna alls konar verkefni og fyrirlestra sem veita manni innblástur ásamt öllum fyrirlestrunum sem voru á seinustu ráðstefnu. Helga Jóna Svansdóttir


gjallarhorn.is

Sendum viðskiptavinum okkar og Austfirðingum öllum bestu

hátíðarkveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Egilsbraut 25, 740 Neskaupstaður 470-1100 | sparaust.is

15

Snæfell


Live feed from Europe

Kynnumst matarmenningu heimsins Í febrúar síðastliðnum lögðu fjögur ungmenni á vegum UÍA af stað til Ítalíu til að taka þátt í ungmennaskiptaverkefni sem bar heitið Live feed from Europe. Verkefnið var kostað af Evrópu unga fólksins og tóku þátt 6 önnur lönd víðsvegar frá Evrópu, auk þess sem vinir okkar frá Jórdaníu fengu að vera með. Markmið þessa verkefnis var að læra um mismunandi matarmenningu þátttökulandanna, stækka tengslanet og jafnframt að kynna menningu síns lands.

Ferðin hófst á tveimur dögum í Róm þar sem íslenski hópurinn þjappaði sér saman, þræddi götur borgarinnar og stútfyllti sig af ítalskri menningu, þá alls ekki síst í formi tagliatelle og penne. Bækistöðvar hópsins voru í páfagarði og sýndum við á okkur sparihliðina þegar við skoðuðum helstu kennileiti Rómar og lærðum um sögu þessa forna heimsveldis. Eftir tvo daga var ferðinni haldið til Caserta sem var formleg staðsetning verkefnisins en það er lítill bær norður af Napólí sem er einna helst þekktur fyrir fallegan kastalagarð. Við eyddum í heildina einni viku í Caserta þar sem ýmis verkefni voru leyst af hendi. Á kvöldin hélt hvert land kynningu um sig og sína matarmenningu. Óþarfi er að eyða of mörgum orðum í það en Íslendingarnir unnu að sjálfsögðu stórsigur með söng, dansi, lýsi, nammi, víkingaklappi og fleiru. Þrátt fyrir stutta dvöl leið ekki á löngu áður en ein bosnísk prinsessa var fallin fyrir Íslendingi, nærbuxur voru fengnar í leynivinagjöf og planað var brúðkaup í Jórdaníu, en það eru sennilega allt sögur sem ættu að haldast innan hópsins. Verkefnið gaf okkur líka tækifæri til að skoða Ítalíu og það sem hún hefur upp á að bjóða, en á þessum skamma tíma náðum við að skoða allt það helsta sem Róm og Caserta hafa að geyma ásamt því að borða gríðarlegt magn af pasta, pítsu og gelato í takt við þema verkefnisins. Hápunktur ferðarinnar var svo vafalaust dagurinn þar sem við heimsóttum Pompeii sem eru rústir gamallar borgar sem varð undir eldgosi árið 79 og skoða Napólí. Þar náðum við að borða pítsur í hverri máltíð og Benni týndi gleraugunum sínum sem gerði daginn stórbrotinn.

16 Snæfell

Unnur, Emma, Ásta og Benedikt í skoðunarferð í Róm.

Dýrmætur lærdómur Eftir að hafa eytt magnaðri viku með þátttakendum frá Ítalíu, Grikklandi, Tékklandi, Rúmeníu, Bosníu, Georgíu og Jórdaníu kom að erfiðri kveðjustund. Það var ólýsanlegt tækifæri að fá að kynnast ólíkri menningu þessara landa og þá sérstaklega Jórdaníu en íslenski hópurinn myndaði sérstaklega sterk vinatengsl við ungmennin þaðan, ásamt gríska hópnum. Á þessum skamma tíma lærðum við öll mun meira en nokkurt okkar hefði getað búist við. Við kynntumst í ofanálag dásamlegu fólki víðsvegar frá sem við munum verða í sambandi við til frambúðar og vinskapur innan íslenska hópsins helst mjög þéttur þar sem fyrirhuguð er ferð til Jórdan til að hitta hópinn þaðan. Ferðin gaf okkur rosalega margt og erum við öll mjög þakklát fyrir tækifærið sem við fengum. Hildur Bergsdóttir á jafnframt stórt hrós skilið fyrir hlutverk sitt sem fararstjóri (og leynivinur) í þessari ferð, en það er alls ekki sjálfgefið að það hefðu allir þolað þennan hóp (lesist: Benna) í allan þennan tíma og líka nennt að fara út að hlaupa á hverjum morgni. Við vonum jafnframt að þú hafir brennt hlaupaskóna eftir allan þennan tíma í töskunni!

Ásta og Benedikt í skoðunarferð um Caserta á hjóli.

Takk fyrir okkur! Ásta Evlalía Hrafnkelsdóttir Benedikt Jónsson Emma Björk Hjálmarsdóttir Unnur Arna Borgþórsdóttir

Ferðin til Pompeii var mjög áhrifarík.


Vopnafjarðarhreppur óskar Austfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Kæru Austfirðingar Sendi ykkur mínar bestu hátíðarkveðjur með hjartans þökkum fyrir ómetanlegt og fórnfúst sjálfboðaliðastarf á árinu austfirskri æsku til heilla. Jólaknús,

Sprettur Sporlangi

Sendum núverandi og fyrrverandi nemendum þakkir fyrir ánægjulegt samstarf með óskum um gleðileg jól og gæfuríka framtíð. Starfsfólk ME

Berjumst fyrir öflugu atvinnulífi á ÖLLU Austurlandi

Bílar og Vélar ehf. Hafnarbyggð 14, 690 Vopnafirði.

MENNTASKÓLINN Á EGILSSTÖÐUM

Gleðileg jól!

Við styrkjum íþróttastarf á Austurlandi

Starfsfólk Miðáss hf. óskar Austfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

17

Snæfell


Sumarhátíð 2017

Endað á fjölskylduboðhlaupi Sumarhátíð UÍA hefur markað sér fastan sess í austfirska sumrinu aðra helgina í júlí. Á venjulegu ári er hún stærsta einstaka verkefni UÍA en að þessu sinni var hún frekar upphitun fyrir Unglingalandsmótið. Nokkrar nýjungar voru í hátíðinni að þessu sinni.

Í fyrsta lagi ber að nefna að hátíðinni lauk með fjallahjólreiðum í Selskógi en þar var búið að leggja krefjandi braut. Keppt var í flokkum bæði barna og fullorðna, stráka og stelpna og var nokkuð vel mætt. Að kynslóðir komi saman til að hreyfa sig er hluti af Sumarhátíðinni. Undanfarin ár hefur verið byrjað á púttkeppni eldri borgara í Pósthúsgarðinum á Egilsstöðum og svo var einnig að þessu sinni en einnig var keppt í flokki barna og ungmenna. Á öðrum stað í garðinum var boðið upp á bogfimi undir umsjá Smáþjóðaleikafaranna Haraldar Gústafssonar og Grétu Eyþórsdóttur. Það lukkaðist afar vel. Á föstudeginum var einnig keppt í borðtennis. Laugardagurinn byrjaði með sundkeppni og var nú sá háttur hafður á að öll sundkeppnin var á einum degi. Neisti fór með sigur af hólmi í stigakeppninni. Helgin nýttist einnig undir körfuboltabúðir íþróttahússins þar sem þjálfarar frá Hetti leiðbeindu áhugasömum krökkum. Í lok laugardags var frisbígolfkeppni fyrir alla fjölskylduna í Tjarnargarðinum og síðan ringó og grillveisla. Viðburðirnir voru vel sóttir þótt fremur kalt væri í veðri. Kuldinn setti aðeins strik í reikninginn en fámennara var í frjálsíþróttakeppninni en oft áður. Eins og venjulega endaði hún með boðhlaupi, en þó með nýju sniði. Engir flokkar og engin tímataka heldur notuðu fjölskyldur, vinahópar og nýir vinir tækifærið til að mynda lið og hlaupa sér til skemmtunar. Þótt hlutirnir séu rótgrónir er alltaf ástæða til að endurskoða þá til að mæta straumum tímans. Sumarhátíðin á í sífellt harðnandi samkeppni um sálirnar við aðra íþróttaog fjölskylduviðburði. Segja má að hver einasta helgi sumarsins sé undirlögð af móti einhvers staðar. Á vegum UÍA er hafin vinna við að meta hvernig þróa megi Sumarhátíðina. Þeir sem hafa áhuga á að koma að slíkri vinnu geta haft samband við skrifstofu UÍA eða stjórnarfólk.

Geðshræring grípur um sig þegar tilkynnt er um sigur Neista í stigakeppninni í sundi.

Bogfimin naut mikilla vinsælda.

Frá púttkeppni í Pósthúsgarðinum.

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, skiptir í lið.

Fjölskyldur notuðu tækifærið til að mynda lið í boðhlaupskeppninni.

Frá keppni í spjótkasti.

18 Snæfell UÍA átti myndarlegan hóp keppenda á ULM sem fram fór í Borgarnesi. Hér eystra er mikil tilhlökkun í loftinu fyrir mótinu 2017 sem fram fer á Egilsstöðum.


DR E 23. GIÐ DES .

MILLJÓLA

LEIKURINN

10 RAÐIR EÐA ÁSKRIFT GEFA ÞÉR MÖGULEIKA Á AUKAMILLJÓNUM

ÍSLENSK GETSPÁ Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is

23 heppnir spilarar í Lottó, Víkinglottó eða Eurojackpot vinna eina milljón hver á Þorláksmessu. Þú ferð í pottinn í hvert skipti sem þú kaupir 10 raða miða frá 30. nóv til 18.40 laugardaginn 23. des. Allir áskrifendur eru sjálfkrafa með í pottinum. Nánar á lotto.is


Daði Fannar Sverrisson, 21 árs

„Væri alveg 100% dáinn ef ekki væri fyrir íþróttirnar“

20 Snæfell


29. júlí 2014 breyttist líf Daða Fannars Sverrissonar skyndilega og litlu mátti muna að það hefði hreinlega endað. Klukkan var rétt um 7 að morgni og Daði var að keyra heim til Egilsstaða eftir að hafa verið á Fáskrúðsfirði hjá kærustunni. Á Fagradalnum, milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða, sofnaði Daði undir stýri.

Í símanum var Hjalti Bergmar Axelson, eða Hjalti lögga eins og flestir þekkja hann. „Hann var ofsalega laginn,” segir Sverrir. „Hann sagði mér mjög rólegur að Daði hefði lent í bílslysi og ég byrjaði þá bara að fiska. Spurði hvort þetta hefði verið velta og Hjalti játti því. Hann sagði að Daði andaði alveg en þeir næðu engu sambandi við hann.”

Kraftaverk eftir kraftaverk „Hann er ofsalega ljúfur og góður en líka mjög þrjóskur og þver,” segja foreldrar Daða og hlæja. „Hann er þrjóskur að því leyti að það er alveg sama hvaða markmið hann setur sér, hann nær þeim alltaf. Svo er hann svona týpa sem vill gera allt fyrir alla, hann má ekkert aumt sjá. Það er svolítið erfitt fyrir svoleiðis mann að vera hinum megin við borðið og þurfa að þiggja hjálp,” segir Sverrir Rafn Reynisson, sjúkraþjálfari og faðir Daða. Daði er elstur þriggja systkina. „Þeir bræður, Daði og Atli Geir, hafa alltaf verið bara samlokur, alveg svakalega samrýmdir. Þeir eru líka báðir mjög þolinmóðir við litlu systur sína, hana Birnu,” segir Hrefna Björnsdóttir, móðir þeirra.

Skaraði fram úr í frjálsum íþróttum Daði var heillaður af íþróttum strax í bernsku og æfði alltaf mikið. „Ég var bæði í frjálsum og körfubolta hjá Hetti. Ég var svona með síðustu mönnum inn af bekknum í körfunni hjá meistaraflokki. Í frjálsum var ég með þeim betri á landinu í köstum í mínum aldursflokki. Ég var búin að vinna nokkra titla. Ég varð til dæmis Íslands- og unglingalandsmótsmeistari í spjótkasti og sömuleiðis unglingalandsmótsmeistari í hástökki. Svo var ég búinn að vera í verðlaunasætum í kúluvarpi, kringlu- og sleggjukasti, grindahlaupi og fleiru.” Auk þess að stunda íþróttirnar af kappi lagði Daði stund á nám í Menntaskólanum á Egilsstöðum og þjálfaði yngri iðkendur í íþróttum. „Hann var góður þjálfari, hafði ákveðið lag á börnunum og endalausa þolinmæði. Það hefur hann ábyggilega lært af því að eiga svona litla systur,” segir Sverrir, faðir hans. Fjölskylda Daða Fannars er mjög virk í íþróttum og öllu starfi sem þeim tengist. Sverrir og Hrefna fylgdu Daða á ófá mót í frjálsum og körfubolta. „Alltaf þegar þau höfðu tækifæri þá komu foreldrar mínir og systkini með. Systkini mín eru auðvitað í íþróttum líka. Ef þau höfðu ekki tækifæri til að fylgja mér, ef maður var að skreppa suður eina helgi til þess að

keppa eða svoleiðis, þá tóku samt á móti manni ættingjar fyrir sunnan,” segir Daði.

Slysið „Við vorum bara að vakna. Biðum eftir því að hann myndi renna í hlað af því að við áttum von á honum að neðan. Við áttum von á að heyra í bíl en ekki símanum,” segir Sverrir þegar hann rifjar upp morguninn þegar þau hjónin fengu símtal sem ekkert foreldri vill fá.

Fann þetta á sér „Þetta var rosalega skrítin nótt hjá mér,” heldur Hrefna áfram. „Ég festi lítið svefn, var alltaf á varðbergi og að velta fyrir mér hvort hann færi nú ekki að koma. Ég hringdi meira að segja í hann einu sinni um nóttina til að spyrja hann hvort hann ætlaði að vera niður frá eða koma heim. Alltaf þegar ég var að festa svefn þá sá ég bara bílinn fyrir mér alveg stórskemmdan. Þetta var alveg rosalega skrítið. Svo á þeim tíma sem hann er vanur að fara í sturtu fyrir daginn þá hugsaði ég hvort ég ætti að hringja í hann en stoppaði mig af – hættu þessu, hann er 18 ára, leyfðu honum aðeins. Svo kom hringingin bara svona 10 mínútum seinna. Það var alveg rosalegt áfall.”

Fyrstur á slysstað var maður sem kannaðist vel við Daða, Davíð Þór Sigurðarson, formaður íþróttafélagsins Hattar. Davíð hefur að öllum líkindum komið að honum örfáum andartökum eftir að slysið átti sér stað en tilviljun réði því að Davíð átti leið um Fagradalinn svona snemma þennan þriðjudagsmorgun. Annars voru engir aðrir bílar á ferð. Hann átti eftir að klára svo margt í vinnunni í álverinu á Reyðarfirði þennan daginn, en

„Þetta er 100 kílóa maður sem þeir þurfa að slaka niður með 5 brotna hálsliði. Ég bara skil ekki hvernig þeir gerðu þetta - ég held að það skilji það enginn.”

Ásamt vinum í búningi Einherja á Unglingalandsmóti á Selfossi 2012. Daði er lengst til hægri í aftari röð.

21

Snæfell


annars var hann vanur að taka rútuna um hálftíma síðar. Davíð gerði lögreglunni strax viðvart en Hjalti var kominn á vettvang um 12 mínútum síðar. „Fyrsta kraftaverkið í þessu er að Davíð og Hjalti skyldu hafa náð honum út úr bílnum án þess að valda neinum skaða. Bíllinn endaði á farþegahliðinni og Daði hékk í beltinu og náði ekki andanum. Þeir gátu skorið á beltið og dregið hann út um framrúðuna held ég. Þá greip hann andann á lofti og byrjaði að anda,

hlaut við höfuðhöggið. Auk þess brotnuðu 5 hálsliðir og herðablaðið mölbrotnaði. Þá brotnaði kjálkinn og rifbein og lungun mörðust mikið.

Mold, drulla og blóð „Vegna þess að ég er starfsmaður á heilsugæslunni á Egilsstöðum þá fórum við bara beint inn bakdyramegin og inn í akút herbergið, þangað sem þeir komu svo,” segir Sverrir sem starfar sem

„Það var allt í mold, drullu og blóði og Daði var blautur og blóðugur og allur í mold líka. Þetta eru svona aðstæður þar sem þú vilt ábyggilega ekki hafa foreldra inni á stofunni,” segir Hrefna og heldur áfram. „Það eru svo margir og asnalegir hlutir sem fara í gegnum hugann á manni á svona stundu. Allir sem voru á vettvangi voru blóðugir vegna þess að það bunaði úr stóra skurðinum á höfðinu. Ég man að ég horfði á skó eins læknisins og þeir voru svoleiðis alþaktir blóði. Ég man að ég hugsaði bara að skórnir hans væru ábyggilega ónýtir. Svo spáði ég líka mikið í það af hverju Daði væri svona moldugur. Það var mold inni í eyrunum á honum og naflanum og alls staðar. Ég spurði sjúkraflutningamann hvort hann hefði kastast út úr bílnum en hann svaraði mér því strax að þá væri hann ekki hér.” Þegar sjúkraflugvélin lenti tóku aðrir læknar við stjórn og hófu að undirbúa Daða fyrir flug suður. Sá undirbúningur tók um tvo klukkutíma en Hrefna og Sverrir minnast þess sem heillar eilífðar, þar sem þau fengu ekki lengur að fylgjast með inni á stofunni. „Þeir undirbjuggu hann held ég bara alveg rosalega vel,” segir Sverrir.

Barðist meðvitundarlaus við læknana Daði var fjölhæfur íþróttamaður. Hér keppir hann í hástökki á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum 2011.

líklega í fyrsta skiptið eftir veltuna,” lýsir Sverrir. „Þetta er 100 kílóa maður sem þeir þurftu að slaka niður með 5 brotna hálsliði. Ég bara skil ekki hvernig þeir gerðu þetta - ég held að það skilji það enginn.”

sjúkraþjálfari við HSA. „Sem betur fer fengum við að vera þarna inni og fylgjast með öllu og halda í hendina á honum og svona. Við hefðum ábyggilega ekki komist upp með það nema af því að við vorum bara komin,” segir Hrefna.

„Strákurinn ykkar var að kafna” Þau Sverrir og Hrefna fengu þessa lýsingu á aðkomunni á slysstað ekki fyrr en um 10 dögum eftir slysið. „Þessi tilfinning, að það renni kalt vatn milli skinns og hörunds, hún er til,” segir Hrefna. „Hjalti sagði mér að þegar hann kom á vettvang þá hefði strákurinn okkar verið að kafna og hann hefði ekki haft neinn umhugsunarfrest. Það kom ekki neitt annað til greina en að skera á beltið og koma stráknum út svo hann gæti andað. Þegar Hjalti sagði mér þetta þá hugsaði ég bara að nú fengi ég taugaáfall og einbeitti mér að því að standa í lappirnar. Það var svo ótrúlegt að hlusta á hann lýsa þessu,” segir Hrefna „og þá áttuðum við okkur líka á hverslags kraftaverk það væri að hann væri ekki lamaður.” Daði fékk þungt höfuðhögg og heilahristing sem leiddi til blæðingar inn á heila. Í dag er hann með 18 cm ör eftir skurð sem hann 22 Snæfell

„Svo kom læknir fram til okkar og sagði „ég met ástandið ekki eins alvarlegt og talið var í fyrstu,” svo okkur létti mikið. Svo liðu ábyggilega bara 5 mínútur og þá kom hann fram aftur og sagði „Það er aðeins breytt staða. Ég er búinn að svæfa drenginn ykkar, hann er kominn í öndunarvél og ástandið er orðið lífshættulegt.” Það var eins og bomba í andlitið á okkur,” segir Hrefna. Læknirinn gaf tvær ástæður fyrir því að ákveðið var að svæfa Daða. „Önnur er sú að hann skilaði upp blóði og hin er sú að hann er svo hrikalega sterkur að við ráðum ekkert við hann,” rifja Hrefna og Sverrir upp að læknirinn hafi sagt. Daði var meðvitundarlaus allan tímann en brást við sársauka og hálfpartinn barðist við læknana. „Það var mjög jákvætt að sjá, þá vissum við að hann var ekki lamaður,” segir Sverrir.

„Ef hann deyr í flugvélinni vil ég vera þar”

Daði og Atli Geir á Unglingalandsmóti á Höfn 2007.

Þegar kom að því að fara með Daða í sjúkraflugvélina kom í ljós að ekki var pláss fyrir foreldrana í vélinni líka. Auk þess getur ástandið í svona flugferðum orðið mjög alvarlegt og þá getur verið betra að hafa foreldrana ekki viðstadda. Hrefna tók hins vegar ekki í mál að senda drenginn einan.


slysið um minnisleysið. „Það fyrsta sem ég man er í rauninni bara á spítalanum, þar sem fjölskyldan er hjá mér. Það er enginn ákveðinn punktur þar sem ég allt í einu dett inn, þetta síast meira svona hægt og rólega inn hjá mér, að ég sé á spítala og staðan sé eins og hún er.” „Endurhæfingin gekk miklu betur heldur en nokkur þorði að vona. Ég, með mitt íþróttahugarfar, er vanur því að setja mér markmið og vinna svo bara í því að ná þeim. Ég fór inn í þetta ferli með það hugarfar. Ég ætlaði að ná mér út úr þessu,” segir Daði.

Íþróttirnar bókstaflega björguðu lífi hans

Myndin er tekin á öðrum degi á gjörgæslu. Daði er stokkbólginn á hægri vanga eftir aðgerð á kjálka. Tengja þurfti öndunarvélina í nefið vegna bólgu í koki út af brotum í hálsi og kjálka.

„Yfirlæknirinn sagði við okkur „þið takið svo næstu flugvél suður.” Ég færði mig mjög nálægt honum og hef ábyggilega frussað framan í hann þegar ég gargaði: „Ég er ekki að fara að ganga um gólf, grenjandi heima hjá mér, til klukkan 4 eða 5 í dag þegar næsta flugvél fer suður. Ég kem með!” Ég missti mig alveg gjörsamlega,” segir Hrefna. „Ég hugsaði bara: ef krakkinn deyr í vélinni þá vil ég ekki að hann sé umkringdur ókunnugu fólki. Ef hann deyr í flugvélinni þá vil ég vera þar.” Úr varð að Hrefna fór með sjúkraflugvélinni suður en Sverrir keyrði um kvöldið með hin systkinin.

Endurhæfingin Daða var haldið sofandi fyrstu dagana eftir slysið. Þegar foreldrum hans var tilkynnt um alla þá áverka sem Daði hafði hlotið létu læknarnir alltaf fylgja með að þeir teldu ekki líkur á heilaskaða, lömun eða öðrum alvarlegum afleiðingum. „Það var mikill léttir, en á sama tíma þá plagaði það mann að ekkert væri öruggt í þessu. Þetta væri bara eitthvað sem læknarnir teldu. Óvissan nagar mann svo svakalega. Mun hann þekkja okkur? Mun hann geta gengið aftur?” Daði man ekkert eftir slysinu og getur því ekki staðfest að hann hafi sofnað undir stýri. Lögreglan telur það þó öruggt þar sem hann var ekki í símanum og engin bremsuför voru á veginum. Daða vantar reyndar meira en slysið sjálft í minnið en hann man ekki heilar 6 klukkustundir fyrir það og sömuleiðis tvær vikur eftir slysið. Daði kennir bæði heilablæðingunni og lyfjunum sem hann var á fyrst eftir

Sverrir er ekki í nokkrum vafa um hvað hafi bjargað lífi Daða, fyrir utan bílbeltið. „Ég veit ekki hvað það komu margir sérfræðilæknar inn til okkar og sögðu „ef hann væri ekki í svona góðu formi, svona vel líkamlega á sig kominn, þá hefði hann ekki lifað af.” Það var margbúið að segja þetta við okkur á sjúkrahúsinu. Lungnaskaðinn einn og sér hefði klárað venjulegan einstakling. Það er ósköp einfalt, íþróttirnar bókstaflega björguðu lífi hans.” Daði segist eiga íþróttaiðkun sinni margt að þakka. „Það hjálpaði mér rosalega mikið að vera í svona góðu formi þegar slysið varð. Þá er miklu auðveldara að glíma við öll þessi líkamlegu meiðsli. Ekki síður var samt mikilvægur þessi sálræni hluti sem maður lærir í íþróttum. Markmiðasetning, að gefast aldrei upp og standa fastur með sjálfum sér hjálpar manni mjög mikið að takast á við svona aðstæður.”

Fékk fullan kassa af kveðjum á spítalann Unglingalandsmót UMFÍ fór fram helgina eftir slysið, en þar hafði Daði áformað að keppa. Á mótsstað hengdu fulltrúar UÍA upp plakat með myndum af Daða og upplýsingum um hvers vegna hann væri ekki á staðnum. Þar voru líka miðar sem fólk gat notað til þess að skrifa kveðju til hans. „Þvílík gæsahúð sem við fengum þegar við fórum yfir þetta og lásum kveðjurnar fyrir Daða, þetta var svo ótrúlegur stuðningur.” Þáverandi formaður UMFÍ, Helga Guðjónsdóttir, færði Daða svo plakatið og kassa fullan af kveðjum upp á spítala eftir mótið. „Þarna varð það einhvern veginn ljóslifandi fyrir okkur hvað það er magnað að vera í íþróttum. Þetta er bara ein stór fjölskylda. Körfuboltinn var líka duglegur að hafa samband. Viddi þjálfari hringdi mjög oft að forvitnast.”

Leit aldrei á sig sem sjúkling „Það var erfitt að horfa á stóra, sterka og duglega strákinn okkar allt í einu í þessari stöðu, að þurfa aðstoð við bókstaflega allt,” viðurkennir Hrefna. „En það var svo skrítið,” heldur Sverrir áfram, „að aldrei nokkurn tímann viðurkenndi hann að hann fyndi til sársauka. Það var einu sinni sem ein hjúkkan gat pínt hann til að viðurkenna verk sem 4 af 10 mögulegum. Þegar við spurðum hann hvernig hann hefði það þá var svarið alltaf „bara fínt, ég er góður” þó hann gæti ekki lyft höfðinu.” Daði var í tvær vikur á Borgarspítalanum, bæði á gjörgæslu og heila- og taugadeild og svo í framhaldi af því í tvær vikur í endurhæfingu á Grensás. „Hann leit aldrei svo á að hann væri lagstur inn og þyrfti hjálp, hann átti eiginlega bara leið þarna

„Ég hugsaði bara: ef krakkinn deyr í vélinni þá vil ég ekki að hann sé umkringdur ókunnugu fólki. Ef hann deyr í flugvélinni þá vil ég vera þar.” í gegn,” lýsir Sverrir. Á Grensás var lögð áhersla á að Daði kæmi fram í matsal og borðaði kvöldmat með öðrum sem þar voru en Daða fannst það ómögulegt. „Mamma, ég bara get það ekki, þetta fólk er allt svo veikt,” sagði hann þegar Hrefna reyndi að hvetja hann til þess að borða frammi. „Hann sá sig aldrei sem einn af þessum veiku,” segir Hrefna.

Heimkoman Daði fór heim mánuði eftir slysið. Hann var þó ennþá undir eftirliti á Grensás næstu mánuði á eftir. Þegar kom að því að útskrifa hann alveg fór hann á fund fyrir sunnan. „Við viljum bara benda þér á það að við höfum líklega aldrei útskrifað svona heilbrigðan einstakling. Þú ert í svo góðum málum,” var sagt þar. „Hann naut náttúrulega gríðarlega góðs af pabba sínum, sjúkraþjálfaranum,” segir Hrefna. „Þegar hann lá á heila- og taugadeildinni þá fékk hann sjúkraþjálfun í hálftíma á dag frá spítalanum en við 23 Snæfell


fórum með hann í gönguferðir um spítalann, líklega svona 5 eða 6 sinnum á dag, bara eins mikið og hann vildi,” segir Hrefna.

mamma og pabbi líka. Það hjálpar manni svo fáránlega mikið andlega að vita að fólk hefur trú á manni og að það vilji vita hvað er að gerast, sé ekki bara sama.” Þessu eru foreldrar hans sammála, það voru allir mjög meðvitaðir um Daða og hans bata. „Við fórum til dæmis á jólabingóið og Daði fékk vinning. Þegar hann fór svo upp að sækja hann ætlaði konan ekki að þora að láta hann hafa pokann, hann væri svo rosalega þungur, hann mætti ábyggilega ekki halda á

hvað vinafjöldinn minn margfaldaðist mikið þegar ég fór að skrifa þessar stöðuuppfærslur,” segir Hrefna. „En við fundum fyrir því að fólk beið eftir þessu, allt niður í lítil börn. Það var einn jafnaldri Birnu litlu sem neitaði að fara að sofa fyrr en hann fengi fréttir af Daða,” segir Sverrir og hlær. „Það var mjög sætt.” „Það er líka mikilvægt að gefa þessar upplýsingar út svo þær séu réttar, komi frá fyrstu hendi og rati til fólks. Kjaftasögurnar eru svo fljótar að spretta upp þegar allir

Birna, litla systir Daða, hjálpar honum úr sokkunum á heila- og taugadeildinni. Slysið hafði mikil áhrif á hana eins og aðra í fjölskyldunni.

Í gönguferð með pabba. Sverrir átti mikinn þátt í snöggri endurhæfingu Daða.

sem þeim þykja fyndin í dag „Vitið þið að Daði er úti að labba? Má hann það? Fólk hélt bara að hann væri eitthvað ruglaður. Við sögðum þá að hann væri örugglega að labba á æfingu. Þarna fyrst eftir að hann kom heim gekk hann í sjúkraþjálfun tvisvar sinnum á dag.” Daði lét hvergi deigan síga. „Ég byrjaði í sjúkraþjálfun hjá pabba en nokkuð fljótlega fékk ég bara æfingar hjá honum til þess að gera í ræktinni. Þá gat ég farið að mæta á sama tíma og körfuboltaæfingarnar voru og fylgst með hvað þeir voru að gera. Þetta snérist líka um að ná að fóta sig eftir höfuðhöggið, að ná að átta sig á hvað var að gerast í kringum mann. Ég var líka alltaf með einhverjar æfingar í tölvunni þar sem ég var að æfa mig að para saman einfalda hluti til þess að reyna að koma heilanum af stað aftur.”

svona þungum poka,” rifjar Hrefna upp og hlær. „Það var alls konar svona sem er bara fyndið núna en manni þykir líka á sama tíma svo vænt um að fólk hafi verið akkúrat svona. Þetta er bara umhyggjusemi.”

Daði Fannar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum fyrir ári. Frá vinstri: Sverrir faðir hans, Birna litla systir, Atli Geir yngri bróðir, Sigurbjörg Sigurðardóttir Michelsen kærasta Daða og Hrefna móðir hans.

Kom fólki á óvart með skjótum bata Eftir að Daði kom heim til Egilsstaða tók við meiri endurhæfing. Skjótur og mikill bati Daða kom augljóslega mörgum á óvart. Sverrir og Hrefna rifja upp símtöl

„Fann að samfélagið stóð allt við bakið á mér” Daði fann vel fyrir því sjálfur að margir fylgdust með honum. „Stuðningurinn sem ég fékk á þessum tíma var alveg fullkomlega ómetanlegur. Það voru einhvern veginn allir tilbúnir að hjálpa mér og ég fann vel fyrir því hvað fólk var að fylgjast vel með mér. Ég fékk alltaf spurningar um hvernig mér gengi og

24 Snæfell

Fengu fjárhagslegan stuðning frá samfélaginu Stuðningur samfélagsins tók á sig ýmsar myndir, til dæmis fjárhagslega. Opnaður var styrktarreikningur og haldið íþróttamót til að afla fjár fyrir fjölskylduna sem þurfti skyndilega að reka tvö heimili. „Á íþróttamótinu einu saman söfnuðust yfir 120 þúsund krónur,” segir Hrefna. „Þetta var svo ótrúlegt, maður grenjaði bara yfir þessu öllu - af hverju eru allir svona góðir við okkur? Þetta hjálpaði gríðarlega í öllum þessum óvæntu útgjöldum.”

Facebook hjálpaði mikið Þegar samfélagið hefur allt svona mikinn áhuga á bataferlinu þarf upplýsingagjöfin til fólks að vera nokkuð stöðug. Hrefna og Sverrir áttuðu sig fljótlega á því að það mátti fækka erfiðum og löngum símtölum með því að gefa daglega skýrslu um ástandið á Facebook. „Ég veit ekki

hafa svona mikinn áhuga,” segir Hrefna. Hún segir þetta einnig hafa hjálpað þeim hjónum að komast í gegnum þennan erfiða tíma „Við þurftum alltaf að ræða saman þegar við komum af spítalanum og gera upp daginn, hvernig okkur fannst ganga og svona. Svo voru kveðjurnar sem við fengum í gegnum Facebook auðvitað ómetanlegur styrkur líka. Þó maður hafi grenjað þegar maður las þær þá vorum við svo þakklát fyrir þær.” Eit t af því sem margir sögðu í athugasemdum við stöðuuppfærslur Hrefnu var að ef eitthvað væri hægt að gera til þess að hjálpa þá skyldu þau láta vita. Hrefna og Sverrir ákváðu að láta slag standa, þótt þeim þyki stundum erfitt að þiggja aðstoð, og spyrja hvort einhver vissi um íbúð fyrir þau fyrir sunnan. Það stóð ekki á svörum. „Morguninn eftir að ég setti þetta inn þá hringdi í mig kona og sagði að við værum komin með íbúð sem við mættum nota eins og okkur sýndist. Ég fór bara að grenja,” segir Hrefna.

„Ef hann myndi lifa þá myndi hann aldrei ganga” Hrefna og Sverrir segja að lengi eftir slysið hafi þau verið að átta sig á hversu


menntaskólanum og komst inn. Það gengur mjög vel í náminu sjálfu en núna í jólaprófunum hef ég verið að mæta aftur í sjúkraþjálfun. Aðaláhrifin sem slysið hefur á mitt daglega líf er þreyta. Ég er alltaf með svolitla hálsverki og þarf að vera mjög meðvitaður um hvernig ég beiti mér. Svona langvarandi kyrrseta eins og prófalesturinn kallar á fer ekki vel í mig, en ég er allur að koma til og þetta lítur vel út.”

alvarlegt það hafi í raun verið. Hrefna rifjar upp eitt slíkt skipti. „Í desember sama ár hitti ég mann sem var mjög vanur að koma að slysum. Hann hafði komið með Daða á heilsugæsluna. Þegar hann spurði mig hvað væri að frétta af drengnum mínum benti ég bara á hann þar sem hann sat að borða. Maðurinn missti andlitið. „Er hann kominn heim?” spurði hann agndofa. „Við vorum vissir um það, allir sem komum að þessu slysi, að ef hann myndi lifa þá myndi hann aldrei ganga.” Það var alls konar svona sem fékk mann til þess að sjá hverslags kraftaverk það væri að hann væri ennþá hjá okkur.”

Mikilvægt að halda áfram í skólanum Daði, sem var í sumar f ríi f rá Menntaskólanum á Egilsstöðum þegar slysið varð, tók sér stutt hlé frá náminu. „Ég varð að sleppa fyrstu spönn vetrarins, fyrstu sex vikunum, því ég var ennþá á sjúkrahúsinu þá. Þegar næsta spönn hófst tók ég einn áfanga því það var heilmikið atriði fyrir mig að ná að byrja aftur. Þegar maður er kominn af stað verður framhaldið alltaf auðveldara.” Eins og gefur að skilja setur svona slys áætlanir úr skorðum og það þekkir Daði vel, en hann þurfti að seinka útskrift úr menntaskóla um hálft ár. „Það var að vissu leyti sjokk, maður vill ná að klára svona lagað á tilsettum tíma. Á sama tíma var kærkomið að hafa svigrúmið og geta klárað þetta á þeim tíma sem hentaði mér. Það reiknar enginn með því að þurfa að vinna úr svona aðstæðum í menntaskóla. Þetta var sjokk en á sama tíma ekki. Ég hafði þá betri tíma til að undirbúa mig fyrir háskólanámið, inntökuprófið í sjúkraþjálfarann.”

Náði fjarlægu markmiði í endurhæfingunni Þó Daði gæti ekki verið með hélt hann áfram að mæta á körfuboltaæfingar og gerði sínar æfingar úr endurhæfingunni. „Þá gat ég spjallað og teygt á með liðsfélögunum og leyft þeim að fylgjast með mínum bata. Það hjálpar mjög mikið að vera í liðsíþrótt þegar maður lendir í svona löguðu. Ég var mjög fljótlega eftir slysið kominn á bekkinn í leikjum, þannig að ég datt aldrei alveg út. Þó ég hefði aldrei getað farið inn á völlinn og spilað þá hjálpaði þetta svo rosalega mikið. Það gaf mér sjálfstraust og styrk að vita að ég var ekki alveg dottinn út.” Eit t af stóru markmiðum Daða í endurhæfingunni var að ná að spila körfuboltaleik með meistaraflokki Hattar áður en tímabilinu 2014-2015 lyki. Það var því stór stund fyrir Daða, fjölskylduna

Ennþá spurt um batann

Á Grensási fékk Daði tvöfalt fljótandi fæði sem gerði samt ótrúlega lítið fyrir þennan mikla matmann.

hans, körfuboltaliðið og alla þá sem komið höfðu að endurhæfingu hans þegar síðasti leikur tímabilsins rann upp. „Ég náði þessu markmiði. Við spiluðum síðasta leikinn á Akranesi og ég fékk að koma inn á. Þó það hafi kannski ekki verið mikilvægustu mínútur leiksins þá var tilfinningin ótrúlega góð. Að hafa sett sér svona markmið sem í fyrstu var svo rosalega fjarlægt en sýna svo sjálfum mér og öllum öðrum að ég gat náð því. Ég var ekkert endilega í nógu góðu standi til að spila en ég fór þetta á þrjóskunni.”

Tók ár að átta sig á stöðunni Þegar einstaklingur þarf að ná sér af jafnalvarlegum áverkum og Daði hlaut er eðlilegt að spyrja hvort trúin á batann hafi aldrei dvínað, hvort aldrei hafi orðið nein uppgjöf í endurhæfingunni. „Nei, ég missti aldrei trúna á að þetta færi allt vel. Ég vildi alltaf gera minna úr þessu en þetta var. Ég var alveg viss um að ég væri bara að fara aftur í körfuna og gera mitt í frjálsum.” „Ég fékk aldrei þetta sjokk sem fólk spyr um. Ég er svo þrjóskur að ég var allan tímann staðráðinn í því að ég myndi vinna mig út úr þessu öllu. Sumarið 2015, ári eftir slysið, gerði ég mér fyrst almennilega grein fyrir því að ég þyrfti að velja á milli þess hvort ég ætlaði að vera í íþróttum eða í skólanum. Ég gerði mér grein fyrir því þá að ég hefði hreinlega ekki orku í að gera hvort tveggja. Þá sá ég að þetta yrði ekki alveg eins og ég hafði alltaf haft þetta,” segir Daði. Hann stundar skólann nú af kappi en hefur lagt keppnisskóna á hilluna.

Í dag „Ég er að læra sjúkraþjálfun. Ég tók inntökuprófið ef tir útskrif t úr

„Við fáum ennþá spurningar um hvernig Daði hafi það. Það er svo gaman að geta sagt að hann sé bara kominn í háskólann og hafi það gott. Það er eitthvað sem fáir trúa,” segir Sverrir. „Við erum bara svo ofsalega þakklát. Þakklát fyrir það kraftaverk að hann sé ennþá hjá okkur og þakklát samfélaginu sem myndaði algjöran verndarvæng í kringum okkur,” segir Hrefna.

Ákvað í endurhæfingunni að læra sjúkraþjálfun „Ég hafði alltaf áhuga á sjúkraþjálfun þó ég hafi aldrei gefið það eitthvað sérstaklega út. Endurhæfingin gerði bara útslagið, þá fann ég að þetta var nákvæmlega það sem ég vildi gera,” segir Daði. Sverrir segir að það séu til þrjár týpur af sjúkraþjálfurum. „Það eru þeir sem eiga einhvern aðstandanda sem þarf sjúkraþjálfun, það er íþróttafólk og það eru þeir sem hafa sjálfir þurft mikið

Daði Fannar stundar nú nám í sjúkraþjálfun.

að nýta sér sjúkraþjálfun. Ég hef svolítið grínast með að Daði nái að dekka tvær af þessum þremur týpum.” „Ég hafði alltaf verið í íþróttum og það var svo mikill munur að geta leitað sér aðstoðar og fundið lausn á meiðslum. Það er nákvæmlega það sem ég vil gera, aðstoða aðra sem glíma við meiðsli. Það er líka svo ótrúleg upplifun að sjá þegar fólk nær árangri og bata,” segir Daði að lokum. Viðtal: Vigdís Diljá Óskarsdóttir

25

Snæfell


Starf knattspyrnudeildar Leiknis Knattspyrna hefur verið stór þáttur í starfsemi UMF Leiknis í marga áratugi og nú síðustu árin hefur knattspyrnudeildin verið stærsta deild félagsins, hvort sem horft er til iðkendafjölda eða veltu. Í dag er það aðeins meistaraflokkur karla sem keppir undir merki Leiknis en aðrir flokkar keppa undir merkjum samstarfsfélaga: meistaraflokkur kvenna er hluti af samstarfsfélagi Hattar, KFF og Leiknis og keppa þær í 2. deild Íslandsmótsins. Yngri flokkarnir eru síðan samstarfsverkefni með mismörgum félögum. Yngstu flokkarnir keppa undir merkjum YFF, yngri flokkar Fjarðabyggðar. Þegar komið er upp í 2. flokk karla nær samstarfið yfir öll félögin sem eru með meistaraflokk á Austurlandi; Einherja, Huginn, Hött, KFF og Leikni.

Stærsti pósturinn hjá okkur í knattspyrnudeildinni er meistaraflokkur karla. Stór hluti teknanna kemur þaðan og útgjöldin vegna flokksins vega ansi þungt. En rennum aðeins yfir söguna undanfarin ár. Árið 2012 var Leiknir í þriðju og jafnframt neðstu deild í knattspyrnunni og hafði verið þar samfellt í yfir tvo áratugi. Þetta haust tryggðum við okkur sæti í nýrri þriðju deild sem var landsdeild en ekki riðlaskipt eftir landshlutum eins og sú gamla. Samhliða var bætt við nýrri riðlaskiptri fjórðu deild. Í hinni nýju þriðju deild lékum við í tvö ár en fórum upp úr henni haustið 2014, ásamt Hetti sem sigraði deildina með einu stigi meira en við. Haustið eftir, eða 2015, tryggðum við okkur svo í fyrsta sinn í sögunni sæti í 1. deild þegar við höfnuðum í öðru sæti, einu stigi á eftir Huginn í þetta sinn. Sumarið 2016 var síðan stórskemmtilegt og sögulegt í austfirskri knattspyrnu. Þrjú austfirsk lið voru í næstefstu deild í fyrsta sinn; Huginn og Fjarðabyggðarliðin Leiknir og KFF. Það kom fáum á óvart að liðin þrjú áttu í hatrammri fallbaráttu allt sumarið sem aðeins HK utan fjórðungs blandaði sér í. Við fórum ákaflega hægt af stað á meðan KFF átti ágæta fyrri umferð og Huginn mjög góðan kafla í júlí og ágúst. Ekkert gekk hins vegar upp hjá KFF í seinni umferðinni og eftir næstsíðustu umferðina var ljóst að þeir voru fallnir og að HK hafði bjargað sér með sigri á Huginn á Fellavelli. Fyrir þessa næstsíðustu umferð var Leiknir með 15 stig og markatöluna 24-43, eða 19 mörk

26 Snæfell

Viðar Jónsson, þjálfari Leiknis. í mínus en Huginn var með 21 stig og markatöluna 19-26, aðeins 7 mörk í mínus. Fyrir síðustu umferðina var munurinn á markatölum liðanna kominn í 7 mörk, þar sem Huginn skuldaði 11 mörk en Leiknir 18. Í síðustu umferðinni sóttum við Leiknismenn HK heim í Kópavoginn á meðan Huginn fór á Selfoss. Fyrir þennan leik höfðum við ekki sótt eitt einasta stig út fyrir fjórðunginn, heldur tapað öllum átta leikjunum. Fyrri leiknum við HK lauk með markalausu jafntefli í Höllinni þannig að það virtist ekkert vera í kortunum að við værum að fara að sækja sigur, hvað þá að bæta markatöluna umtalsvert. Staðan var ekkert alltof góð í leikhléi í Kórnum, 2-2, en á sama tíma var Huginn kominn 3-1 undir á Selfossi. Enn vantaði því 5 mörk upp á að jafna markatöluna en það var nóg fyrir okkur því við höfðum skorað fleiri mörk en Huginn (og fengið fleiri á okkur!!). Undur og stórmerki gerðust síðan í þessum síðari hálfleik í Kórnum. Leiknisstrákar gerðu 5 mörk og markið sem Selfoss bætti við í uppbótartíma gegn Huginn skipti ekki máli. Lokatölur voru HK-Leiknir 2-7. Strákarnir fjórir sem skoruðu mörk Leiknis í lokaleiknum voru á aldrinum 16 til 21 árs og allir uppaldir hjá Leikni, en þó mismikið - sumir allt frá blautu barnsbeini en aðrir höfðu skipt til okkar á grunnskólaaldri. Af 14 leikmönnum sem komu við sögu í leiknum voru 10 uppaldir hjá félaginu og að auki 4 erlendir leikmenn. Sumarið 2017 náðum við ekki að fylgja eftir góðum lokakafla ársins á undan. Við biðum árangurslaust eftir annarri kraftaverkabjörgun sem ekki varð. Fall var

staðreynd með aðeins 10 stig, 9 stigum frá öruggu sæti. Útslagið gerði slakur árangur í sex stiga leikjunum gegn hinum liðunum í fallbaráttunni. Við fengum aðeins eitt stig í leikjunum á móti Gróttu og ÍR en Grótta féll með okkur, þar sem þeir fengu aðeins 9 stig en ÍR fékk 19.

Af hverju? Ef þessi uppgangur karlaboltans hjá Leikni er krufinn til mergjar og spurt um ástæður þá eru margar brúklegar skýringar tiltækar. - Fjarðabyggðarhöllin var tekin í notkun haustið 2006. Við höfum frá fyrsta degi reynt að nýta okkur þá frábæru aðstöðu sem hún býður upp á og meistaraflokkurinn hefur æft þar alla vetur frá opnun. Heimavöllurinn okkar á Búðagrund nýttist okkur ekki eins vel og við vildum eftir að við fórum að æfa allan veturinn á rennisléttu gervigrasinu. Það var því að mörgu leyti framfaraspor þegar við fórum alfarið að spila heimaleiki okkar í Höllinni sumarið 2015. En áhorfendum og stuðningsmönnum hefur ekki fjölgað eins og gengi liðsins hefur gefið tilefni til. - Við höfum lagt mikið upp úr því að hafa vel menntaða þjálfara og höfum greitt kostnað við þjálfaramenntun þeirra sem starfað hafa hjá okkur. Þetta á jafnt við um þjálfara yngstu hópanna og meistaraflokkanna. - Meistaraflokkur karla hefur í mörg ár spilað fleiri leiki á hverju undirbúningstímabili en önnur lið hér austan lands. Við höfum undanfarin fjögur


ár verið þátttakendur á Kjarnafæðismóti KDFA í janúar og febrúar, auk þess sem við byrjum að spila æfingaleiki strax í nóvember á hverju ári. - Við höfum reynt eftir megni að bæta umgjörð meistaraflokksins; verið með sérstakan markvarðarþjálfara undanfarin tvö ár og menntaðan sjúkraþjálfara á flestum leikjum í deild og bikar. Auk þess höfum við verið með sérstakan aðgang að þjónustu sjúkraþjálfara milli leikja. - Við höfum búið við stöðugleika. Festa hefur verið í stjórn knattspyrnudeildarinnar og mannskapurinn vanur. Okkar helstu styrktaraðilar hafa staðið þétt með okkur, einkum Loðnuvinnslan hf. Síðast en ekki síst höfum við búið við það lán að hafa færan, metnaðargjarnan, óþreytandi heimamann í þjálfarastólnum sem starfað hefur allan veturinn að því að undirbúa liðið fyrir átök sumarsins.

„alvöru“ meistaraflokkur ætti að starfa í Fjarðabyggð. Meistaraflokkunum hefur því verið mismunað gróflega af sveitarfélaginu. Hitt félagið hefur fengið svokallaðan sameiningarstyrk, þ.e. sérstakan styrk vegna þess að mörg félög standa að honum. Þá hefur verið í gangi sérstakur „auglýsingasamningur“ vegna þess að KFF gengur undir nafninu Fjarðabyggð og auglýsir þannig sveitarfélagið. Ágætt samstarf hefur hins vegar verið milli félaganna hin síðari ár; við starfrækjum

saman meistaraflokk kvenna og 2. flokk stráka, kvennaliðið með Hetti en 2. flokkinn með Hetti, Huginn og Einherja. Nú erum við á fullu að undirbúa liðið fyrir 2. deildina á næsta ári og hún verður stórskemmtileg með fjögur Austfjarðalið; Huginn, Hött, KFF og Leikni. Það verða margir nágrannaslagir og vonandi spennandi keppni. Magnús Ásgrímsson, formaður knattspyrnudeildar Leiknis

Félögin í Fjarðabyggð Í gegnum tíðina hefur oft verið reynt að koma Leikni undir hatt KFF, samstarf hinna félaganna í sveitarfélaginu um meistaraflokksknat tspyrnu. Þrjóska Leiknismanna er það mikil að við erum enn sjálfstæðir. Það hefur verið yfirlýst stefna stjórnenda sveitarfélagsins að aðeins einn

Úr leik Leiknis og KR í bikarkeppninni síðasta vor.

Austurbrú óskar íbúum á Austurlandi og samstarfsaðilum um land allt gleðilegra jóla, árs og friðar og þakkar ánægjulegt samstarf á liðnu ári

27

Snæfell


F:Ire & Ice

Ein vika á landinu græna Í sumar endurguldu ungmenni frá UÍA, ásamt fararstjórum, heimsókn frá YMCA Cork & Cobh (KUFM&K) á Írlandi en Írarnir upplifðu mikla ævintýraferð til Íslands í ágúst 2016. Austfirðingarnir upplifðu einnig ævintýri í írskri náttúru og veðurfari – sem virðist ekki síður óútreiknanlegt en það íslenska.

Þeir segja með sínum írska hreim að veðrið sé alltaf helvíti gott; „It‘s always fecking grand.“ Austfirðingarnir kynntust því að það getur verið full vinna að klæða sig eftir írsku veðri. Til einföldunar má segja að um leið og þú sért kominn í regnjakkann þá sé komin sól og steikjandi hiti – og öfugt. Við nutum góðs af skammlífu flugi Wow til Cork, næststærstu borgar Írlands, sem er á suðurströndinni. Þannig gátum við mætt beint í hádegismatinn til Íranna sem buðu upp á írskan morgunverð. Hann er eins og sá enski nema að slátri er bætt við. Hópurinn dvaldist hins vegar minnst í Cork því farið var beint í Killarney þjóðgarðinn þar sem bækistöðvarnar voru fyrstu dagana. Fyrir þá sem þekkja írska þjóðlagið Whiskey in the Jar má rifja upp að snemma í textanum er talað um fjöllin í Cork og Kerry sýslunum og á því svæði vorum við. Írar hafa með markvissum hætti markaðssett vesturströnd sína sem ferðamannastað til að dreifa ferðamönnum um landið og styrkja hinar dreifðari byggðir. Kerry svæðið, sem þjóðgarðurinn er í jaðrinum á, er ein af perlunum þar.

Útsýnið Ein af aðaláskorunum vikunnar var 16 km ganga eftir gamla Kenmare veginum. Hann liggur frá þjóðgarðinum yfir til bæjarins Kenmare. Í boði voru tvær leiðir og hægt var að hita upp með því að ganga upp á Cromaglan fjall sem hæst fer í 373 metra hæð yfir sjávarmáli. Af tindunum ku vera ágætis útsýni yfir nærliggjandi svæði. Þótt nær allur íslenski hópurinn drifi sig upp á fjallið gat hann ekki sannreynt útsýnið því við sáum ekkert nema svarta þoku. Þegar komið var niður birti hins vegar til og leiðin til Kenmare var nánast á jafnsléttu, að minnsta kosti á íslenskan mælikvarða. Hóparnir voru ekki bara í náttúruskoðun, heldur var á leiðinni reynt að hrista hópana saman með því að láta krakkana leysa ýmis konar verkefni. Reyndar var

28 Snæfell

Á leiðinni til Kenmare þurftu ungmennin að leiðast með bundið fyrir augun. það gegnumgangandi og vinnan stóð frá morgni til kvölds. Verkefnin eru sett fyrir til að liðka fyrir óformlegum lærdómi. Ungmennin eru hvött til að tala saman og deila reynslu sinni og upplifunum til að

Það var reyndar ekki eina fjölmiðlaathyglin sem hópurinn fékk því daginn eftir leit Gísli Einarsson þeirra Íra við þegar hópurinn fór á ströndina í Kerry. Þar var verið að taka upp efni í mannlífsþátt sem líkist helst

Áhugasamir um íslenskt forvarnastarf Þremur mánuðum fyrir ferðina sjálfa fóru tveir fararstjórar og eitt ungmenni í stutta ferð til að kanna aðstæður á Írlandi. Sú ferð var einnig nýtt til fundahalda þar sem framkvæmdastjóri landsskrifstofu YMCA á Írlandi kom frá Dublin til Cork til að hitta Íslendingana. Hann vildi kynnast því hvernig Íslendingar hafa náð að draga úr unglingadrykkju, en áfengissýki er hvergi jafn tíð í ríkjum Evrópu og á Írlandi. Hann fékk þau svör að það hefði tekist með markvissri stefnumótun og fjárfestingu sveitarfélaga og ríkis í skipulagðri afþreyingu fyrir ungmenni auk áherslu á samveru fjölskyldunnar eins og Unglingalandsmót UMFÍ er dæmi um.

fá fram ólíka menningu þjóðanna. Að gefa þeim sameiginlegt markmið býr einnig til anda í hópnum.

Víkingaklapp í miðbænum Eitt verkefnið var að standa fyrir svokölluðu „flashmobi“ í miðbæ Killarney, sem er á stærð við Akureyri. Krakkarnir þurftu að æfa upp atriði sem byrjaði á íslensku víkingaklappi, breyttist svo yfir í dans við YMCA lagið áður en endað var á víkingaklappinu aftur. Ungmennin fengu um klukkutíma fyrir viðburðinn til að hlaupa um bæinn og reyna að sannfæra gesti og gangandi um að mæta á staðinn og upplifa viðburðinn. Staðarmiðlar í Killarney sýndu viðburðinum nokkra athygli og var einn írski leiðtoginn fenginn í útvarpsviðtal.

Landanum og gáfu sjónvarpsmennirnir sér góðan tíma til að ræða við ungmennin. Rautt hár í íslenska hópnum vakti meðal annars athygli þeirra og vildu þeir fræðast um genatengsl Íslands og Írlands. Innslagið var svo sent út í haust.

Listaverk úr vikunni, unnið var með persónulega reynslu. „Ekki velja auðveldu leiðina þegar þú getur gert svo miklu betur.“


Áskoranir og lærdómur

Írska sjónvarpið spyr Íslendingana hvernig þeim lítist á Írland.

Kynning á þjóðaríþrótt Eftir fjóra daga á Killarney svæðinu var haldið til Cobh með viðkomu í Cork. Cobh er annar bær á stærð við Akureyri, örlítið sunnan við Cork. Bærinn er sögufrægur sem síðasta viðkomuhöfn Títanik áður en skipið lagði í hina örlagaríku ferð vestur um haf. Títanik komst reyndar ekki inn í höfnina heldur varpaði ankeri fyrir utan og tók á móti farþegum á bátum.

Námskeið í flautuleik á írska flautu á kvöldvöku. Undan Cobh er Spike eyja og þangað fór hópurinn. Eyjan er alræmd í írskri sögu en þar voru byggð upp mikil hernaðarmannvirki til að verjast innrás af sjó. Þegar mikilvægi eyjunnar í hernaði minnkaði var hinu mikla virki breytt í fangelsi. Um tíma var það fjölmennasta fangelsi veraldar og þau mannvirki gefa sterka tilfinningu um þröngan aðbúnað enda lauk þeirri sögu eftir uppreisnir á níunda áratug síðustu aldar. Undanfarin ár hefur mikil vinna verið lögð í að byggja eyjuna upp sem ferðamannastað sem hefur skilað sér í alþjóðlegum viðurkenningum. Eftir heimsóknina á Spike eyju fékk hópurinn kennslu í einni af þjóðaríþróttum Íra, hurling. Sú íþrótt er leikin með kylfum og bolta á stærð við hafnabolta sem skotið er í fótboltamörk eins og notuð eru í sjö

manna bolta. Ekki náðist hins vegar að fá þjálfun í gelískum fótbolta sem er afar sérstök blanda af rugby og fótbolta. Í menningarmiðstöðinni í Cobh setti hópurinn upp sýningu þar sem upplifunin af ferðalaginu í gegnum vikurnar tvær var endurspegluð. Óhætt er að segja að báðir hóparnir hafi lært margt en það mátti bókstaflega sjá það hvernig sjálfstraust krakkanna jókst.

Í ferðum sem þessum læra þátttakendur bæði hvað er líkt og ólíkt, en til dæmis eru Írland og Ísland álíka stór að flatarmáli. Það er áskorun að vinna með hópi fólks með misjafnan bakgrunn þar sem menn hafa ólíka sýn á hvaða leið skuli farin að markmiðinu. Íslenskur matur var áskorun fyrir Írana og öfugt. Óskir um að fara á McDonalds voru ítrekaðar en nær alltaf hundsaðar af leiðtogunum. Þá verður að minnast á íslenska þátttakandann sem fyllti ferðatöskuna sína af íslensku vatni fyrir brottför. Þessi saga er hvorki ýkt né uppspunnin. Í dagskrá ferðarinnar var reynt að setja saman hóflega krefjandi áskoranir, þannig að krakkarnir reyndu á sig, sigruðust á erfiðleikum, hefðu gaman og kæmu út ánægðari með sjálfa sig. Fyrir suma var gríðarleg ögrun að vera með fíflagang í miðbæ Killarney – en það tókst að sigrast á spéhræðslunni. Það er líka áskorun að vera innan um hóp sem maður þekkir illa. Eftir því sem líður á vikuna kynnast einstaklingarnir þannig að til verða minningar sem lifa.

Frá lokasýningunni.

Íslenski hópurinn við heimkomuna, frá vinstri: Snorri Guðröðarson, Mikael Máni Freysson, Katrín Björg Pálsdóttir, Hildur Bergsdóttir, Sunna Valsdóttir, Mikael Arnarsson, Daníel Fannar Einarsson, Þórunn Valdís Þórsdóttir, Guðbjörg Agnarsdóttir og Þuríður Nótt Björgvinsdóttir.

29

Snæfell


Á frisbígolfmóti í Króatíu

„Svolítið eins og að lenda í riðli með Justin Gatlin eða spila á móti Neymar“ Það er ekki á hverjum degi sem sveitastrákur að austan fær tækifæri til að spreyta sig meðal fremstu íþróttamanna í Evrópu og þaðan af síður að standa þeim á sporði, allavega um stundarsakir. En það fékk frisbígolfspilarinn Mikael Máni Freysson úr UMF Þristinum að reyna á dögunum.

Í byrjun nóvember hélt ég ásamt sex öðrum Íslendingum til Varaždín í Króatíu til að keppa á frisbígolfmótinu Drava Forester sem er árlegt mót sem dregur að sér marga af bestu frisbígolfurum í heiminum. Meðal keppenda í ár voru margar helstu kempur frisbígolfheimsins, m.a. Simon Lizotte sem er þriðji besti frisbígolfari í heiminum, Philo Brathwaite sem lenti í 4. sæti á opna bandaríska meistaramótinu fyrir tveimur mánuðum en það er stærsta og sögufrægasta mótið í frisbígolfi og eftirsóttasti titill í frisbígolfinu, Jonathan Baldwin sem var heimsmeistari í aldursflokknum 40+ árið 2011 og Dominik Stampfer sem er þriðji besti frisbígolfari Þýskalands en Þýskaland er ein mesta frisbígolfþjóð í Evrópu. Auk þess voru margir aðrir sterkir keppendur frá u.þ.b. 15 löndum. Ferðalagið út gekk vel og eftirvænting í loftinu þegar Íslendingarnir tóku til við æfingar á vellinum síðustu dagana fyrir mót. Ég var hins vegar ekkert sérstaklega bjartsýnn eftir æfingahringina en þar gekk mér brösuglega sökum vinds og náði mér ekki á strik.

Eini skollalausi keppandinn Keppnin hófst á föstudagsmorgni og stóð alla helgina. Samtals voru spilaðir þrír hringir á glæsilegum og krefjandi 21 holu, par 69 velli. Einn hringurinn var á föstudegi, einn á laugardegi og einn á sunnudegi, en auk þess voru 6 holur til úrslita fyrir fimm efstu spilarana að loknum þremur hringjum. Þegar fyrsti keppnisdagur rann upp voru allir Íslendingarnir mjög spenntir og ákveðnir í að gera sitt besta. Þegar hringurinn byrjaði voru algjörar kjöraðstæður fyrir frisbígolf, alveg logn og um 16°C en ef það verður mikið hlýrra verða diskarnir mjúkir sem getur gert manni erfitt fyrir. Þennan dag gekk mér mjög vel, ég náði að fugla nokkuð margar 30 Snæfell

Mikael Máni Freysson


brautir og var alveg laus við skolla. Ég kláraði þennan hring skollalaus á -10, en ég var eini keppandinn sem náði að spila skollalausan hring á öllu mótinu. Eftir fyrsta hringinn var ég í öðru sæti, jafn Philo Brathwaite. Simon Lizotte var efstur en hann hafði spilað á -14 og í 4.-5. sæti voru Jonathan Baldwin og Austurríkismaðurinn Otfried Derschmidt á -6. Ég fékk 1027 stig fyrir þennan hring en það er næstbesta stigaskor sem Íslendingur hefur fengið fyrir hring og það besta á erlendri grundu. Það var mjög skrýtin tilfinning að mæta til keppni á laugardeginum því fimm efstu spilararnir voru saman í holli og ég því á kasthópi með þeim allra bestu! Ég spilaði því hring númer 2 með mönnum sem ég hef séð vera oft og mörgum sinnum í toppbaráttu á stærstu mótum í heimi.

Keppt með þeim bestu Á laugardeginum voru mikið verri aðstæður, talsvert kaldara og sterkur vindur sem gerði keppendum erfitt fyrir. Auk þess var spilamennskan hjá mér ekki upp á sitt besta og ég gerði mig sekan um nokkur mistök sem má ekki gera ef maður ætlar að halda í við þá bestu. Ég endaði annan hringinn á +3 en þar sem aðstæður voru fleirum en mér erfiðar náði ég að halda

mér í 4. sæti sem þýddi að ég spilaði aftur í efsta hollinu á lokadeginum. Það voru nánast þeir sömu í efsta hollinu á sunnudeginum og daginn áður, en Otfried Derschmidt og Jonathan Baldwin duttu út og inn komu Þjóðverjinn Ralf Hüpper og Finninn Teemu Malmelin. Í síðasta hringnum voru nokkuð góðar aðstæður en samt ekki jafn góðar og á föstudeginum. Ég myndi segja að síðasti hringurinn hafi verið versti hringurinn minn á mótinu og þó ég feginn vildi þá get ég ekki útskýrt hvers vegna, en frammistaða mín þennan dag varð til þess að ég missti nokkra fram úr mér og glataði sæti í úrslitunum. Það var staða sem nokkuð erfitt var að kyngja þar sem ég hafði verið í topp fimm allt mótið og langaði mikið að komast í úrslitaslaginn. En ég endaði síðasta hringinn minn á mótinu á -2, mótið samtals á -9 og 7. sætið varð því niðurstaðan. Þrátt að hafa viljað gera enn betur þá endaði ég mótið fyrir ofan nokkra sem mig hafði ekki dreymt um að komast nálægt, eins og Jonathan Baldwin og Dominik Stampfer.

Frisbígolfkörfur við dansgólfið Mótið endaði á mjög skemmtilegum nótum enda er það nokkurs konar upp-

skerumót frisbígolfkeppnistímabilsins og í lok þess var slegið upp uppskeruhátíð. Það verður að segjast að þetta var eitt áhugaverðasta partý sem ég hef sótt um dagana, frisbígolfkörfur við dansgólfið, létt yfir mannskapnum og tækifæri til að spjalla við stjörnurnar, samspilara mína. Þeir ráku upp stór augu þegar þeir fóru að grennslast fyrir um bakgrunn minn og í ljós kom að ég hef aðeins stundað íþróttina af einhverju viti í eitt og hálft ár og megnið af þeim tíma æft á 6 holu velli í smábæ á Íslandi. Þeir sögðu mér að ég vissi greinilega hvað ég væri að gera og nú væri bara að safna tíma og reynslu. Það ætla ég svo sannarlega að gera og þessi ferð styrkti mig enn frekar í því að elta drauma mína varðandi frisbígolfið og taka næstu skref í þeirri vegferð, en framundan eru ferðir til Afríku á opna eþíópíska mótið, til Tékklands á stærsta frisbígolfmót í Evrópu Konopiste Open í júlí og í kjölfarið á stærsta frisbígolfmót heims, opna bandaríska meistaramótið. Það er eina frisbígolfmótið þar sem er inntökumót en ég er bjartsýnn á að ég muni komast inn. Þannig að nú er bara að æfa grimmt þrátt fyrir frost og snjó.... og safna pening!

VHE óskar landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsæls komandi árs

EINSTÖK HÖNNUN • MEIRI ÞRÓUN • BETRI LAUSNIR

Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf. 31

Snæfell


Unglingalandsmót 2017

Gestir fengu gæsahúð þegar eldurinn var kveiktur Tuttugasta Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Mótið tókst afskaplega vel enda rættist vel úr veðrinu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heiðraði mótið með nærveru sinni.

Um þúsund keppendur mættu til leiks og dreifðust á 24 greinar. Svo vel vildi til að upphafdags mótsins bar upp á 110 ára afmælisdag UMFÍ. Opnunarhátíðin vakti mikla lukku, og þá einkum tendrunarathöfn landsmótseldsins. Þar mættust fulltrúar nokkurra anga UÍA, fyrrum stjórnarmenn, núverandi formenn aðildarfélaga, sjálfboðaliðar, þjálfarar og afreksmenn dagsins. Athöfnin var táknræn fyrir það sjálfboðaliðastarf sem íþróttaiðkun ungmennafélaganna byggir á. Opnunarathöfninni lauk með sýningu danska fimleikahópsins Motus Teeterboard. Hópurinn hefur unnið hæfileikakeppnina Denmark‘s Got Talent og ferðast víða um Evrópu með sýningar. Auk þess að sýna á opnunarathöfninni sýndi hópurinn tvisvar til viðbótar yfir helgina í íþróttahúsinu á Egilsstöðum og var með opnar æfingar. Koma Dananna virðist hafa veitt fimleikastarfinu á Egilsstöðum innspýtingu en strákum hefur fjölgað í iðkendahópnum í haust. Heiðursgestur mótsins var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann ávarpaði gesti á opnunarathöfninni og fékk ungan Stöðfirðing, Dýrunni Elínu Jósefsdóttur, sér til aðstoðar. Guðni vísaði í afreksmennina Hrein Halldórsson og Vilhjálm Einarsson í ræðu sinni og þau Dýrunn leiklásu viðtöl úr dagblöðum við mæður þeirra. Forsetinn heimsótti síðan keppnissvæðin á laugardeginum og gaf sér góðan tíma í viðræður og myndatökur með gestum.

99% tilbúnir að mæla með mótinu við aðra Í heildina gekk mótið mjög vel. Veðurspáin fyrir helgina var hrjóstursleg en alltaf rættist úr, hlýtt var í veðri og sólin lét sjá sig annað slagið þannig allir gestir gátu 32 Snæfell

notið helgarinnar. Mótinu lauk síðan á nýrri keppnisgrein, kökuskreytingum. Miðað við þátttökuna er hún komin til að vera. Skráning var slík að skipta þurfti keppendum í flokka og salurinn í Egilsstaðaskóla var þéttskipaður áhorfendum sem fylgdust með litríkum kökunum verða til. Við slit mótsins var afhentur svokallaður fyrirmyndarbikar, sem veittur er fyrir jákvætt viðmót liðs héraðssambands, snyrtilega umgengni og prúðmannlega hegðun. Bikarinn fór til Skagfirðinga í UMSS. Eftir mótið var ánægja mótsgesta með helgina könnuð. 99% svarenda líkaði annað

hvort mjög vel eða vel við mótið og 99,5% sögðust viljug til að mæla með mótinu við aðra. 97% sögðu framkomu sjálfboðaliða annað hvort mjög góða eða góða og 96% svöruðu því sama um framkvæmd keppnisgreina. 70-80% töldu afþreyingu og kvöldvökur hafa lukkast vel eða mjög vel. Mikil ánægja var með tjaldsvæðið, en þar gistu 65% svarenda og voru 90% mjög ánægðir með það. Þá kom fram í könnuninni að 40% svarenda hefðu keppt í 1-2 greinum en þriðjungur í 3-4. Hér á eftir fara nokkur svör mótsgesta úr könnuninni.


„Okkar fyrsta mót sem við fórum á var á Ísafirði árið 2003 og höfum við farið á hverju ári síðan og eru tvö okkar elstu börn orðin of gömul en þau fóru öll sín ár. Þeim fannst alltaf mjög gaman og hafa kíkt á mótin ef þau hafa tök á því. Við erum með einn 14 ára og honum finnst þetta æði enda búinn að fylgja systkinum sínum og nú keppir hann sjálfur. Mæli með þessu.“

„Mér fannst mótshaldarar alveg til fyrirmyndar. T ímasetningar stóðust, starfsmenn lögðu sig fram og gott veður. Þetta kombó getur ekki klikkað.“

„Frábærlega vel staðið að þessu móti hjá Héraðsbúum, mun betra skipulag en í Borgarnesi í fyrra þar sem ég var líka með ungling sem var í tveimur boltagreinum. Í Borgarnesi var sífelldur árekstur greina og varð liðið að gefa ansi marga leiki. Það gerðist aldrei á Egilsstöðum, sömu boltagreinar eiga þarna við.“

„Sú/sá sem átti hugmyndina með „kyndilsinngönguna“ á mótssetningunni ætti að fá orðu. Gæsahúð fyrir allan pakkann. Frábært!!

„Bara mjög ánægð með þessi mót. Hef mætt á fjögur mót á undanförnum árum. Börnin mín hafa mest verið að keppa í frjálsum og var ég mjög ánægð með að það skyldi vera búið að bæta 200 m hlaupi inn í keppnisgreinar. Mér finnst mótið vera mjög fjölbreytt og höfða til margra, ég fylgdist t.d með kökuskreytingakeppninni sem mér fannst frábær nýjung og myndi vilja að boðið yrði upp á hana aftur.“

„Allt starfsfólk og sjálfboðaliðar voru til fyrirmyndar, glaðlynd og hjálpsöm.“

„Vil bara þakka fyrir öll unglingalandsmótin sem ég hef farið á og finnst leiðinlegt að geta ekki keppt lengur vegna aldurs, en væri samt til í að kíkja mun oftar.“

„Götuhjólakeppnin var frábær og einstaklega vel haldið utan um alla þræði þar, allt frá upphafi til enda. Allir sem sáu um skipulag hennar stóðu sig frábærlega.“

„Takk þið öll sem standið að þessu. Vel gert og greinilega mikil vinna að baki því skipulagið rennur ansi ljúft á mótsdögum. Bravó!“

„Eitt það besta unglingalandsmót sem ég hef farið á, búin að fara á 4.“

„Frábær aðstaða hjá ykkur, æðisleg fjölskylduskemmtun, flo t t sk ipulag og allar tímasetningar stóðust. Takk fyrir okkur!“

„Bara algjörlega frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna, myndi mæla með þessu við alla!“

„Þetta er klárlega skemmtilegasti viðburður ársins!“

„Takk fyrir okkur. Alltaf stórkostlegt að koma á Unglingalandsmót UMFÍ og dásamlegt að það sé haldið um verslunarmannahelgi.

„Þetta er alvöru fjölskyldumót sem enginn ætti að missa af!“

33

Snæfell


Þögn í Ungverjalandi L il ja Tek la Jóhanns dó t t ir, Hildur Bergsdóttir og Þórdís Kristvinsdóttir fóru til Ungverjalands í byrjun október á námskeið um hvernig nota megi þögn í óformlegu námi. Námskeiðið var á vegum GYIÖT samtakanna sem UÍA hefur áður unnið með. Námskeiðið var haldið í Hollókö sem er 90 km norðaustur af höfuðborginni Búdapest. Í Hollókö búa ekki nema 700 manns en þar er kastali sem byggður var um 1300 til að verjast árásum Mongóla. Minjarnar á svæðinu eru á heimsminjaskrá UNESCO. Lilja Tekla skrásetti reisuna fyrir Snæfell.

Síminn hringdi og á skjánum stóð „Pabbi is calling“. Ég svara pabba og spjallið hefst eins og vanalega. Svo spyr hann mig hvort ég muni eftir auglýsingunni sem hann sendi mér um ferð til Ungverjalands á vegum UÍA og ég játa því. Hann segir að hann hafi fengið símtal um hvort ég hefði áhuga á að fara með. Ef svo væri ætti ég að hafa samband við UÍA sem fyrst. Ég hafði samband við þau daginn eftir og ákvað að skella mér því tíminn hentaði vel. Tilgangur ferðarinnar var að fara á námskeið um þögn. Það næsta sem ég vissi var að búið var að bóka öll flug og gistingu og síðasta sætið á námskeiðinu var mitt.

Það voru aðeins 8 dagar í að ferðin myndi hefjast og ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í. Það eina sem ég vissi var að ég var að fara með tveimur konum frá Egilsstöðum í viku ferð til Ungverjalands. Undirbúningurinn hófst og spennan magnaðist. Ég velti því fyrir mér þegar ferðin nálgaðist hvort ég væri bara að fara læra að þegja á þessu vikulanga námskeiði sem fjallaði um þögn. Ég sá ekki alveg fyrir mér hvernig það yrði.

Barnið í húsmæðraorlofinu Ég hitti ferðafélaga mína í rútunni á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll. Ég kynnti mig, þar sem við þekktumst ekkert. Ykkur að segja héldu þær að þær væru að fara tvær í smá húsmæðraorlof, en svo var sko ekki. Þær voru ekki alveg vissar hvaða krakka þær væru að fara að taka með sér. Þær höfðu eins og ég velt því fyrir sér út í hvað þær væru að fara í þessari ferð. Nú tóku ýmis ævintýri við, til dæmis ákváðum við að vera mættar tímanlega út á flugvöll þar sem við vorum búnar að tékka farangurinn inn. Þá kom í ljós að við gátum ekki skilað af okkur töskunum fyrr en tveimur tímum fyrir brottför og þá hófst tveggja tíma bið til að komast inn í flugstöð. Ég ætla ekki að þylja upp alla ferðasöguna en við komumst til Ungverjalands heilar á húfi. Næsta ævintýri

Á hjóli í skoðunarferð um Margrétareyju í Búdapest. Fyrsti dagurinn var frídagur í Búdapest þar sem við nutum okkar vel. Við notuðum tækifærið til að skoða borgina, hjóluðum, versluðum smá, borðuðum góðan mat og leituðum að öllum helstu útivistarbúðum sem finnast í Búdapest.

Fastar á hraðbrautinni.

Bæjartorfan í Hollöko.

34 Snæfell

var þegar átti að finna leigubíl. Þið sem þekkið Hildi vitið að hún er mjög hvatvís. Hún labbaði upp að næsta leigubíl sem hún sá og ætlaði bara að hoppa inn en þá kom í ljós að maður þurfti að panta miða og fá númer til að vita hvaða leigubíl maður ætti að taka. Kallinn henti sem sagt okkur og töskunum út.

Fastar á hraðbrautinni Daginn eftir hófst svo alvöru ævintýrið. Við fórum út á flugvöll og hittum þar hópinn sem var að fara með okkur til Hollokö þar sem námskeiðið var haldið. Við settumst öll upp í rútu, en ferðin átti að taka um einn og hálfan tíma. Eftir 45 mínútur í


Hópur Þórdísar með Hollökokastala í baksýn. Hópurinn gekk saman í þögn um fjöll og skóga í heilan dag og leysti ótal verkefni.

Síðasta myndin fyrir brottför frá Hollöko.

rútunni sátum við föst á hraðbrautinni vegna þess að það hafði orðið slys. Við vorum með bílstjóra sem að öllum líkindum myndi ekki ná rútuprófinu hérna heima á Íslandi. Við vorum í stærstu gerð af rútu og bílstjóranum datt í hug að besta lausnin væri að reyna að snúa við. Hann byrjaði að reyna að snúa rútunni í bílaröðinni sem hafði myndast. Stuttu seinna vorum við alveg föst, þar sem rútan var lengri en svæðið sem hann hafði. Afturdekkin enduðu út af veginum í lausamöl - og rútan var afturdrifin þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur „gleðina“ yfir þessu. Við sátum þarna föst í um það bil 45 mínútur. Við vorum í vegi fyrir sjúkrabílnum og svo kom þyrla, síðan komu þrír flutningabílar, lögreglumenn, slökkviliðsmenn og fleira fólk

til þess að bjarga okkur. Þetta tókst allt að lokum og við komumst á áfangastað.

Þögn er ekki það sama og þögn Nú vorum við mættar til Hollókö þar sem námskeiðið fór fram. Á námskeiðinu voru tuttugu og þrír þátttakendur frá sex þjóðum. Námskeiðið „Sounds of Silence“ fjallaði um að nýta þögn í óformlegu starfi. Við fengum að kynnast helstu aðferðum til að fást við ýmis viðfangsefni í þögn. Það var ótrúlega magnað hversu mikið þögnin breyttist meðan á námskeiðinu stóð. Í upphafi var erfitt að tileinka sér þögnina og ég upplifði dapurleika í henni en þegar leið á varð ég rólegri og fann fyrir friði og endurnæringu. Það er erfitt

Hildur er í bandinu. Þetta samvinnuverkefni fór fram í þögn.

að lýsa námskeiði um þögn, en ég hvet fólk til að prófa ef tækifæri gefst. Eftir þessa viku áttaði ég mig á því hvað þögn getur verið margslungin og hægt að nýta hana á fjölbreyttan hátt, í starfi með ungum sem öldnum. Mín hugleiðing um þögn er þessi: Þögn og þögn er ekki það sama. Stundum er hún þrúgandi og stundum nærandi. Stundum er þögnin full af innra muldri og öðrum stundum fylgir henni depurð og einsemd. Þögnin getur líka verið djúp og full af kyrrð. Eins og fram hefur komið er þögnin svo margslungin og mögnuð að í henni getur maður jafnvel samið ljóð, og hér er dæmi um það. Í þögn er tími til að njóta tylla sér og veröldina móta Annars mun tíminn frá þér þjóta því í þögn eru engar reglur sem hægt er að brjóta. Ég vil þakka UÍA fyrir að gefa ungu fólki á Austurlandi kost á því að taka þátt í verkefni af þessu tagi. Einnig vil ég þakka dásamlegu ferðafélögunum mínum, Hildi og Þórdísi. Það var ómetanlegt að fá að upplifa þetta ævintýri með þeim. Ég hvet fólk til að taka þátt í þeim verkefnum sem UÍA býður upp á því þetta var ómetanleg lífsreynsla sem skapaði mér nýja vitneskju, reynslu og tengsl sem ég mun bera í brjósti mér alla tíð. Lilja Tekla Jóhannsdóttir

35

Snæfell


Landsmót DGI

Áhersla á að allir geti hreyft sig Þrír fulltrúar UÍA voru á meðal þeirra sem fóru á vegum Ungmennafélags Íslands til Danmerkur í sumar, á landsmót dönsku systursamtakanna DGI í Álaborg. Ferðin var ætluð sem kynnisferð fyrir Landsmót UMFÍ sem haldið verður með breyttu sniði á Sauðárkróki á næsta ári.

Landsmót UMFÍ, stundum nefnd stóru landsmótin til aðgreiningar frá Unglingalandsmótunum og Landsmótum 50+, hafa verið haldin reglulega frá árinu 1909. Alla jafna hafa þau verið haldin á þriggja ára fresti en síðast var haldið Landsmót árið 2013 á Selfossi. Í kjölfar þess þótti kominn tími til að leggjast yfir skipulag og tilgang mótanna. Fyrsta mótið með breyttu sniði verður haldið á Sauðárkróki í júlí á næsta ári. Ein stærstu tíðindin fyrir reynda landsmótsfara eru þau að stigakeppni héraðssambandanna hefur verið aflögð, líkt og

Sýning eftirskólanna var afar litrík. fjöldatakmarkanir í greinar. Áherslan verður á lýðheilsu og að allir geti komið og hreyft sig án þess að hugsa um árangur, verðlaun eða úrslit. Íslenska landsmótið er að mörgu leyti byggt á danska landsmótinu sem þegar hefur undirgengist þessar breytingar. Íslendingunum var skipt í hópa og var þeim

ætlað að fylgjast með utanumhaldinu en margir nýttu tækifærið til að prófa nýjar greinar þar sem það var hægt. Þá var einnig viðamikil afþreyingardagskrá. Einn af hápunktum hennar var fimleikasýning dönsku eftirskólanna á aðalleikvanginum í Álaborg.

Óskum starfsmönnum okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og friðar á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

36 Snæfell


Óskum Austfirðingum gleðilegra jóla

Seyðisfjörður

FJARÐABYGGÐ

37

Snæfell


Svona var það 1987

„Yfirleitt með hausinn upp úr þvögunni“ Efnilegir íþróttamenn

Snæfell kom út sem ársrit UÍA á ný snemma árs árið 1987 eftir tveggja ára hlé. Blaðið var í raun tvískipt, annars vegar ársrit fyrir 1986 og hins vegar 1985.

Svo að segja á fyrstu síðu segir Sigurður Þorsteinsson frá norrænu námskeiði sem hann fór á í Borgarnesi í gegnum UMFÍ. Þar var mikið fjallað um byggðaröskun, sem sannarlega er ekki séríslenskt fyrirbrigði. Sigurður bendir á að ungmenni yfirgefi heimabyggð sína til að fara í framhaldsskóla. Það dragi aftur úr framboði í íþrótta- og æskulýðsmálum og rýri þannig lífskjörin. Sigurður skorar á stjórnmálamenn að horfa á þessi málefni en ekki bara atvinnumálin sem alltaf virðist vera svarið þegar komi að lausnum við byggðaröskun. Þá hvetur hann ungmennafélögin til að láta sig menntamál varða, þau hafi verið í forsvari fyrir því að stofna skóla víða um landið fyrr á öldinni. Hann spáir því að frístundir muni aukast og segir að þær muni snúast um val. „Við getum valið óvirkar leiðir, svo sem vídeó en við getum einnig tekið þátt í virku starfi.“

Reglusemi, æfingar og óbilandi áhugi Í blaðinu er einnig viðtal við Guðmund Hallgrímsson, íþróttagarp frá Fáskrúðsfirði. Hann stendur þarna á fimmtugu og er byrjaður að færa sig í íþróttir öldunga. Hann segist meðal annars hafa haldið sér í formi með að heimsækja Kanaríeyjar á

Frá gróðursetningu við íþróttasvæði UÍA á Eiðum.

38 Snæfell

Þá eru kynntir til sögunnar fimm efnilegir íþróttamenn: Þráinn Haraldsson og Guðrún Jónína Sveinsdóttir sem bæði spiluðu blak með Þrótti, Guðlaug Sigfúsdóttir sundkona úr Þrótti, Guðrún Elva Sveinsdóttir frjálsíþróttakona úr Hetti og Bóas Jónsson frjálsíþróttamaður úr Huginn Seyðisfirði, sem ólst reyndar upp í fótbolta. Þorvaldur Jóhannsson ritar innblásna lýsingu á Bóasi og hefur þetta að segja um knattspyrnuhæfileika hans. „Spilandi í vörninni barðist hann eins og ljón, yfirleitt með hausinn upp úr þvögunni, sakir lengdar sinnar, eða lappirnar fyrir andstæðingunum, sakir skreflengdar. Knatttækni var ekki hans sterka hlið og því kom fyrir að hann heiðraði varamannabekkinn með nærveru sinni.“

Dýrkeypt en rétt að fresta Sumarhátíðinni

Forsíða Snæfells 1987.

hverju vori undanfarinn áratug og hlaupa á ströndinni. Þegar Guðmundur er spurður hvers vegna hann líti enn út fyrir að vera tvítugur svarar hann: „Ég hef haft mjög gaman af íþróttastarfinu og lifað mig inn í það. Svo hefur maður alltaf verið með ungu fólki, þótt maður hafi elst sjálfur, og tekið þátt í íþróttum með því. Ég held að þetta þrennt sé nauðsynlegt ef árangur á að nást: alger reglusemi, þrotlausar æfingar og óbilandi áhugi á því sem stefnt er að.“

Eins er farið yfir starf aðildarfélaga árið 1985. Það ár varð UMF Jökuldælinga 60 ára. Á afmælishátíðinni að Skjöldólfsstöðum var vígður nýr íþróttasalur við skólann og íþróttavöllur þar við hliðina. Högg kom á fjárhag UÍA þegar fresta þurfti Sumarhátíðinni vegna veðurs, en þangað hafði meðal annars forsetinn, frú Vigdís Finnbogadóttir, boðað komu sína. Í blaðinu er það þó orðað þannig að þótt frestunin hafi verið dýrkeypt verði varla efast um réttmæti hennar eins og veðrið var þá helgina.

Þungt hugsandi fólk í stjórnstöðinni í Atlavík. Þuríður, Skúli, Ingólfur og Gunnar.


GÆÐAVÖRURNAR FRÁ MÁLNINGU FÁST NÚ Í VERSLUN OKKAR Frábært úrval sem þróað er til að þola íslenskar aðstæður.

Sendum landsmönnum okkar bestu jóla- og nýársóskir með þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári.

Fríar litaprufur í desember 2-3 stk á mann

Austurvegur 20 730 Reyðarfjörður Sími 414 9462

39

Snæfell


p acta.is

Bjarni G. Björgvinsson hæstaréttarlögmaður Stefán Þór Eyjólfsson héraðsdómslögmaður

Fagmenn í heimabyggð Pacta lögmenn á Austurlandi eru í öflugu liði um 30 annarra Pacta lögmanna víðsvegar um land, tilbúnir til að veita þér vandaða lögfræðiþjónustu og ráðgjöf. Lögmenn Pacta búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á flestum sviðum lagaumhverfis einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana. Með samræmdu upplýsingakerfi hafa lögmenn Pacta einstakan aðgang að sérþekkingu og reynslu annarra lögmanna stofunnar, hvar sem þeir starfa á landinu.

Hafðu samband við okkur í síma 440 7900 eða á netfangið pacta@pacta.is 40 Snæfell Pacta lögmenn Kaupvangi 3a . 700 Egilsstaðir Búðareyri 1 . 730 Reyðarfjörður


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.