Ársskýrsla 2020 - Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja

Page 1

ÁRSSKÝRSLA 2020


Efnisyfirlit Inngangur ................................................................................................................................ 3 Hlutverk og uppbygging .........................................................................................................4 Hollustuhættir......................................................................................................................... 5 Matvæli.................................................................................................................................... 7 Umhverfiseftirlit og mengunarvarnir ................................................................................... 10 Lóðahreinsanir og númerslaus ökutæki ............................................................................... 13 Dýraeftirlit............................................................................................................................. 15

HEILBRIGÐISEFTIRLIT SUÐURNESJA

2


Inngangur Alþingi samþykkti þann 18. maí 1981 lög um hollustuhætti og hollustuvernd. Í þessum lögum var lagður grunnur að heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna sem haldist hefur lítið breyttur til dagsins í dag. Í lögunum segir m.a: „Ekkert sveitarfélag skal vera án viðhlítandi hollustueftirlits og þjónustu hollustufulltrúa.“ Lögin hafa síðan tekið miklum breytingum, eins og gefur að skilja, þó svo að grunnkjarninn sé sá sami. Haustið eftir, nánar tiltekið þann 20. október 1982, var fyrsti fundur sameinaðrar heilbrigðisnefndar Suðurnesja (sem þá hét hollustunefnd) og má því segja að það sé stofndagur Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja (HES). Í dag má skipta verkefnum HES í tvennt. Annarsvegar er eftirlit sem embættinu er skylt að sinna samkvæmt lögum og hinsvegar verkefni sem sveitarfélögin hafa falið embættinu að sinna sérstaklega. Lögboðið hlutverk HES er þrennskonar: Í fyrsta lagi að hafa eftirlit með allri framleiðslu, dreifingu og sölu á matvælum á Suðurnesjum, í öðru lagi að hafa eftirlit með hollustuháttum og smitvörnum og í þriðja lagi að hafa eftirlit með allri umhverfismengandi starfsemi. Undanskilið þessu er eftirlit Matvælastofnunar með frumframleiðslunni og Umhverfisstofnunar með stóriðjunni. Sveitarfélögin eiga og bera ábyrgð á Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og er þeim skylt að fjármagna starfsemina. Heimild er í lögum um að leggja gjöld á eftirlitsskyld fyrirtæki og skulu þau standa undir kostnaði við eftirliti með þeim. Þessa heimild hafa sveitarfélögin á Suðurnesjum nýtt sér frá árinu 1987. Gjaldskrá HES er birt í Stjórnartíðindum og er sú nýjasta nr. 911/2021. Ýmis lögboðin verkefni HES tengjast ekki fyrirtækjum beint. Má þar til dæmis nefna eftirlit með umgengni á lóðum, húsnæðisskoðanir og samskipti við borgarana, oftast vegna ýmiskonar kvartana, matareitrana og mengunarslysa. Slík verkefni eru fjármögnuð af sveitarfélögunum. Ýmis önnur verkefni tilheyra rekstri embættisins, t.d. vinna við skipulagstillögur, þátttaka í fundum, vinnuhópum og ráðstefnum að ógleymdri endurmenntun starfsmanna. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur tekið að sér eftirlit með hundahaldi og meindýraeyðingu fyrir sveitarfélögin þó svo að slík verkefni falli ekki undir lögboðnar skyldur embættisins. Innheimt eru gjöld af hundaeigendum sem eiga að standa undir kostnaði við skráningarvinnu og eftirliti með hundahaldi. Hvað meindýraeyðinguna varðar greiða sveitarfélögin sérstaklega fyrir það. Vegna Covid-19 faraldursins var rekstur embættisins um margt frábrugðinn frá því sem venjulega gerist. Vegna fjöldatakmarkana stjórnvalda varð að skipta starfsmönnum upp í tvo hópa og takmarka bein samskipti þeirra á milli. Þegar annar hópurinn var með viðveru á skrifstofu vann hinn heiman frá sér. Eftirlit með eftirlitsskyldum fyrirtækjum varð erfiðara þar sem mörg þeirra veigruðu sér við að taka á móti eftirlitsmönnum af ótta við smit. Þess í stað tók embættið upp svokallað fjareftirlit í gegnum fjarskiptabúnað. Það er gæfa Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja að hafa alltaf haft á að skipa hæfu starfsfólki. Samstarf við sveitastjórnir á Suðurnesjum og stofnanir þeirra hefur alla tíð verið náið án þess að það hafi að neinu leyti skert sjálfstæði embættisins. Vonandi verður svo áfram um ókomin ár.

Magnús H. Guðjónsson Framkvæmdastjóri HES

HEILBRIGÐISEFTIRLIT SUÐURNESJA

3


Hlutverk og uppbygging Heilbrigðisnefnd

Starfssvæði Heilbrigðisnefndar Suðurnesjasvæðis nær yfir sveitarfélögin fjögur á Reykjanesskaganum: Grindavík, Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Sveitarfélagið Voga. Í nefndinni sitja sex fulltrúar, fimm kosnir af hlutaðeigandi sveitarstjórnum, þar af skal einn vera formaður og einn tilnefndur af samtökum atvinnurekenda á eftirlitssvæðinu. Atkvæði formanns ræður úrslitum ef atkvæði falla jafnt í nefndinni. Náttúruverndarnefndir sveitarfélaga á eftirlitssvæðinu eiga rétt á að tilnefna einn fulltrúa í nefndina til viðbótar en hann hefur ekki atkvæðisrétt við afgreiðslu mála í nefndinni. Náttúruverndarnefndir hafa ekki skipað fulltrúa í nefndina undanfarin kjörtímabil. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja er þannig skipuð kjörtímabilið 2018-2022: Suðurnesjabær Haraldur Helgason, formaður (Jón Ragnar Ástþórsson til vara). Reykjanesbær Hanna Björg Konráðsdóttir (Jóhann Snorri Sigurbergsson til vara). Ingvi Hákonarson (Andri Freyr Stefánsson til vara).

Sveitarfélagið Vogar Inga Rut Hlöðversdóttir (Áshildur Linnet til vara). Grindavík Birgitta Káradóttir (Jóna Rut Jónsdóttir til vara).

Fulltrúi atvinnurekanda á Suðurnesjum er Bergþóra Sigurjónsdóttir. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja hélt 6 fundi árið 2020 og eru fundargerðir birtar á heimasíðu embættisins, www.hes.is. Starfsmenn Hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja starfa 6 starfsmenn í 5,7 stöðugildum. Þessu til viðbótar nýtur embættið þjónustu frá skrifstofu Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum og felst hún í almennu skrifstofuhaldi, s.s. símsvörun og bókhaldi. Starfsmenn embættisins á árinu 2020 voru:

Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri. Ásmundur E. Þorkelsson, hollustuháttaeftirlit. Sonja Hrund Steinarsdóttir, matvælaeftirlit. Stefán B. Ólafsson, dýraeftirlit. Helgi Haraldsson, umhverfiseftirlit. J. Trausti Jónsson, mengunareftirlit.

HEILBRIGÐISEFTIRLIT SUÐURNESJA

4


Hollustuhættir Vinna embættisins á sviði hollustuhátta byggir á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og hollustuháttareglugerðinni, auk nokkurra annarra reglugerða. Löggjöf sem snýr að hollustuháttamálum: Lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir Reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti Reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum Reglugerð nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim Reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald Fyrirtæki með starfsleyfi samkvæmt hollustuháttareglugerð má sjá í töflu 1, auk þess sem þar er að finna yfirlit yfir fjölda fyrirtækja sem heimsótt voru á árinu og fjölda eftirlitsferða. Í töflu 2 gefur að líta sundurliðun fjölda fyrirtækja á svæðinu eftir eðli starfsemi. Tafla 1: Fyrirtæki með starfsleyfi samkvæmt hollustuháttareglugerð Grindavík

Reykjanesbær

Suðurnesjabær

Vogar

Keflavíkurflugvöllur

Alls

56

196

31

14

5

302

27

80

15

6

4

132

28

89

17

7

4

145

Fjöldi Fjöldi heimsótt á árinu Fjöldi heimsókna

Tafla 2: Sundurliðun á starfsemi á hollustuháttasviði Fjöldi Dagforeldrar með 6 eða fleiri börn

4

Sundstaðir

11

Íþróttahús

7

Íþróttavellir

5

Líkamsræktarstöðvar

9

Grunnskólar og kennslustaðir

24

Leikskólar

15

Opin leiksvæði sveitarfélaga

37

Heilbrigðisþjónusta

30

Sambýli þar sem veitt er þjónusta allan sólarhringinn

1

Fangelsi

2

Samgöngumiðstöðvar

2

Gististaðir

67

Samkomuhús

31

Veitingahús

62

Snyrtiþjónusta og sambærileg starfsemi

45

Alls

352

HEILBRIGÐISEFTIRLIT SUÐURNESJA

5


Eftirlit með hollustuháttum felst í athugun og eftirfylgni með smitvörnum, hreinlæti, loftgæðum, hljóðvist, öryggismálum og tengdum þáttum á stöðum þar sem almenningur leitar þjónustu. Dæmi um starfsemi sem er leyfis- og eftirlitsskyld eru skólar, leikskólar, íþróttahús, sundstaðir, gististaðir, snyrtistofur, nuddstofur, heilbrigðisstofnanir, dvalarheimili, leiksvæði og samkomuhús. Veitingasalir veitingahúsa og skyndibitastaða falla einnig undir hollustuháttaeftirlit en eftirlit þar er að jafnaði samþættað reglubundnu matvælaeftirliti. Tíðni og umfang eftirlits byggir á áhættumati. Þannig er einföld, umsvifalítil og áhættulítil starfsemi að jafnaði heimsótt annað til fjórða hvert ár. Starfsemi þar sem umsvif og áhætta er meiri getur fengið 1-2 reglubundnar heimsóknir ári. Þessu til viðbótar koma úttektir vegna breytinga á húsnæði, kvartana og annarra óvæntra uppákoma. Sýnataka og niðurstöður Sýnataka í fyrirtækjum á hollustuháttasviði á árinu 2020 fólst í sýnatöku af baðvatni í sundog náttúrulaugum. Sýnatakan fer samkvæmt sérreglugerðum sem gilda um þessa starfsemi. Í töflu 3 kemur fram skipting sýna og ánægjulegt er að skýra frá því að öll sýni stóðust kröfur reglugerðar.

Tafla 3: Sýnataka af baðvatni Fjöldi sýna

Fjöldi sýna sem stóðust kröfur reglugerðar

Sundstaðir

22

21

Náttúru- / afþreyingarlaugar

15

15

Umsagnir um tækifæris- og rekstrarleyfi Heilbrigðiseftirlitið er lögboðinn umsagnaraðili um umsóknir um tækifæris- og rekstrarleyfi sem veitt eru skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Umsagnir embættisins eru bindandi fyrir leyfisveitanda, sem er Sýslumaðurinn á Suðurnesjum. Í töflu 4 má sjá yfirlit um fjölda þessara mála. Tafla 4: Beiðnir um umsagnir skv. lögum nr. 85/2007 sem bárust árið 2020 Grindavík

Reykjanesbær

Suðurnesjabær

Vogar

Keflavíkurflugvöllur

Alls

Tækifærisleyfi

4

19

1

5

0

29

Rekstrarleyfi

2

6

2

3

0

13

Önnur verkefni Náið samstarf er milli embættisins, hinna 9 heilbrigðiseftirlitssvæðanna og Umhverfisstofnunar um framkvæmd eftirlitsins. Má þar nefna að unnin hafa verið starfsleyfisskilyrði fyrir 37 flokka starfsemi á þessu sviði sem eru aðgengileg á heimasíðu Umhverfisstofnunar og eru þau lögð til grundvallar starfsleyfum. Þá hefur embættið tekið þátt í sameiginlegum eftirlitsverkefnum þessara aðila.

HEILBRIGÐISEFTIRLIT SUÐURNESJA

6


Einnig koma ýmis önnur verkefni á sviði hollustuhátta á borð heilbrigðiseftirlitsins. Þannig átti embættið fulltrúa á tíu fundum hollustuháttahóps, sem er samráðs- og samræmingarvettvangur heilbrigðiseftirlitssvæðanna og Umhverfisstofnunar. Þá voru barnaverndaryfirvöldum veittar umsagnir um 5 dagforeldra sem hófu störf á árinu og gerð var 1 húsaskoðun, þar sem íbúar leituðu til embættisins vegna bágs ástands leiguhúsnæðis.

Matvæli Um framleiðslu og dreifingu matvæla gilda lög nr. 93/1995 um matvæli og reglugerðir settar samkvæmt þeim. Tilgangur laganna er að tryggja, svo sem kostur er, gæði, öryggi og hollustu matvæla og að merkingar og aðrar upplýsingar um þau séu fullnægjandi. Dæmi um starfsemi sem fellur undir matvælaeftirlit eru matvöruverslanir, veitingahús, mötuneyti, söluturnar, bakarí, vöruflutningamiðstöðvar og kaffibrennslur. Í töflu 5 gefur að líta sundurliðun fjölda fyrirtækja á svæðinu eftir eðli starfsemi. Fyrirtæki með starfsleyfi samkvæmt matvælalögum má sjá í töflu 5, auk þess sem þar er að finna yfirlit yfir fjölda fyrirtækja sem heimsótt voru á árinu og fjölda eftirlitsferða. Vegna Covid-19 faraldursins var mun minna um eftirlitsheimsóknir en venjulega.

Tafla 5: Fyrirtæki með starfsleyfi samkvæmt matvælalögum árið 2020

Fjöldi Fjöldi heimsótt á árinu Fjöldi heimsókna

Grindavík

Reykjanesbær

Suðurnesjabær

Vogar

Keflavíkurflugvöllur

Alls

31

102

14

8

27

182

7

35

7

3

17

69

7

35

7

3

17

69

Matvælaeftirlitið er áhættumiðað og ræðst tíðni og lengd eftirlitsheimsókna af áhættu og umfangi starfseminnar hverju sinni. Eftirlitið fer fram samkvæmt skoðunarhandbók heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og felst í skoðun á allri aðstöðu sem tengist framleiðslunni, gæðahandbókum og öðru tengdu innra eftirliti fyrirtækjanna, umbúðum, umbúðamerkingum og annarri upplýsingagjöf til neytenda, auk skoðunar á hráefnum, aukefnum og framleiðsluvöru. Meðal annarra verkefna er umsjón og eftirfylgni með innköllunum á hættulegum matvælum og rannsókn og upplýsingaöflun í tengslum við matareitranir og matarsýkingar. Í töflu 6 gefur að líta sundurliðun fjölda fyrirtækja á svæðinu eftir eðli starfsemi. Tafla 6: Sundurliðun á matvælafyrirtækjum Fjöldi Barir

2

Bjórgerð

2

Fiskbúðir

1

HEILBRIGÐISEFTIRLIT SUÐURNESJA

7


Matsölustaðir

38

Mötuneyti með fullbúnu eldhúsi

7

Mötuneyti með móttökueldhúsi

6

Framleiðsla annarra matvara

6

Heildverslun með matvæli

7

Skyndibitastaðir

9

Framleiðsla á saltpækli til matvælaframleiðslu

3

Áfengisverslun

2

Vörugeymslur

4

Te- og kaffiframleiðsla

2

Endurhæfing með litlu mötuneyti

1

Matsöluvagnar

2

Bakarí

4

Brauðstofur

2

Matvöruverslun án vinnslu

18

Matvöruverslun með vinnslu

3

Sala á tilbúnum mat

5

Krár, kaffihús með matsölu

4

Söluturnar án óvarinna matvæla

5

Söluturnar með óvarin matvæli

14

Skemmtistaðir án matsölu

4

Hótel með veitingasölu

10

Apótek

6

Félagsaðstaða með móttökueldhúsi

15

Félagsaðstaða með fullbúnu eldhúsi

5

Leikskólar

15

Grunnskólar og kennslustaðir

13

Alls

215

Eftirlitsverkefni Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Matvælastofnun, í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, könnuðu stöðuna á algengustu sjúkdómsvaldandi bakteríum og sýklalyfjaónæmum bakteríum í innlendu og erlendu kjöti á markaði árið 2020. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga sá um sýnatökuna í smásöluverslunum. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja tók 24 sýni af alifuglakjöti og svínakjöti og voru þau send til rannsóknar hjá Keldum. Önnur verkefni Embættið átti fulltrúa á nokkrum fundum matvælahóps, sem er samráðsvettvangur heilbrigðiseftirlitssvæðanna og Matvælastofnunar. Embættið átti fulltrúa á Norrænu eftirlitsráðstefnunni í janúar 2020. Ráðstefnan var haldin hér á landi og var það í síðasta sinn sem slík ráðstefna er haldin. Meðal annarrar þátttöku í fundum og námskeiðum voru BTSF námskeið í heilnæmi matvæla og sveigjanleika í eftirliti í Barcelona í febrúar 2020,

HEILBRIGÐISEFTIRLIT SUÐURNESJA

8


rafrænt námskeið um reglugerð nr. 234/2020 um opinbert eftirlit á vegum Matvælastofnunar í maí 2020 og rafrænt námskeið um aukefni á vegum Matvælastofnunar í desember 2020. Í mars 2020 kom Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins, ESA (EFTA Surveillance Authority), í eftirlitsheimsókn til að skoða hollustuhætti við framleiðslu matvæla tilbúin til neyslu hjá einu fyrirtæki á Suðurnesjum. Tilgangur heimsóknarinnar var að fylgjast með hvernig eftirlit skoðunarmanns HES fer fram. Á árinu fóru fram 53 innkallanir á vegum Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Í sumum tilvikum laut innköllunin að nokkrum vörutegundum. Neysluvatn Aðkoma Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja að öflun og dreifingu neysluvatns byggist annars vegar á matvælalögum og hins vegar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Nánari fyrirmæli er að finna í margvíslegum reglugerðum. Löggjöf sem snýr að neysluvatnsmálum: Lög nr. 93/1995 um matvæli Lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir Reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn Reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns Eftirlitið er umfangsmikið og margþætt. Sýni eru tekin úr vatnsveitum, hjá notendum og í vatnsbólum í hverjum mánuði og flutt til rannsóknar hjá Matís. Dæmi um rekstur sem fellur undir þetta eftirlit eru vatnsveitur, vatnsból og aðilar sem annast afgreiðslu á neysluvatni til flugvéla. Yfirlit yfir vatnsveitur og vatnsból má sjá í töflu 7.

Tafla 7: Yfirlit yfir vatnsveitur og vatnsból

Fjöldi Fjöldi heimsótt á árinu Fjöldi heimsókna

Grindavík

Reykjanesbær

Suðurnesjabær

Vogar

Keflavíkurflugvöllur

Alls

3

3

2

2

1

11

3

3

2

2

1

11

14

7

9

12

5

47

Skýringar með töflu um vatnsveitur og vatnsból: Ástæða þess að taldar eru 3 vatnsveitur í Reykjanesbæ er sú að innan sveitarfélagsins eru 3 mismunandi starfsleyfi. Eitt tekur til dreifingar neysluvatns í Keflavík, Njarðvík og Ásbrú, annað til öflunar og dreifingar neysluvatns á iðnaðarsvæðinu á Reykjanesi og það þriðja til öflunar og dreifingar neysluvatns í Höfnum. Á sama hátt eru 3 mismunandi starfsleyfi í Grindavík: Vatnsbólin í Lágum, dreifikerfið í Grindavík og dreifikerfið í Svartsengi. Í Vogum er rekstur vatnsbólanna og dreifikerfisins á höndum aðskilinna aðila. Í Suðurnesjabæ er dreifikerfið í Sandgerði og Vatnsveitan í Garði. Á Keflavíkurflugvelli er dreifikerfið við Flugstöðina.

Öflun neysluvatns á Suðurnesjum Íbúar á Suðurnesjum voru í árslok rösklega 27.000 talsins og fjölgar ört. Þéttbýliskjarnarnir eru Grindavík, Reykjanesbær (áður Keflavík, Njarðvík og Hafnarhreppur), Suðurnesjabær (áður Sandgerði og Garður) og Sveitarfélagið Vogar.

HEILBRIGÐISEFTIRLIT SUÐURNESJA

9


Neysluvatn er fengið úr vatnsbólum á Lágasvæðinu í Grindavík sem þjóna Grindavík, Reykjanesbæ, Sandgerði og Garði að hluta, auk Keflavíkurflugvallar. Garður hefur þar að auki vatnsból í Árnarétt suðaustan við þéttbýlið og að Skálareykjum suðvestan við bæinn. Í Höfnum er rösklega 100 manna byggð sem þjónað er af vatnsbólum suðaustan við þorpið. Vatnsból Voga er í Vogavík vestan við bæinn. Þessu til viðbótar er iðnaðarsvæði við Reykjanesvirkjun á Reykjanesi. Þar er starfsleyfisskyld vatnsveita sem þjónar fiskvinnslu á svæðinu. Vinna við færslu vatnsbóls Voga suður fyrir Reykjanesbraut er hafin. Boraðar hafa verið könnunarholur og ferli við breytingu á aðalskipulagi stendur yfir. Vatnsbólunum á Lágasvæðinu í Grindavík stendur nokkur ógn af þungaflutningum og annarri umferð um Grindavíkurveg. Vinna við færslu þeirra vatnsbóla eða gerð varavatnsbóla er mun skemur á veg komin. Boraðar hafa verið könnunarholur austan við Grindavíkurveg. Einkavatnsból eru víðsvegar í dreifbýli á Suðurnesjum, flest á Vatnsleysuströnd, í Hvassahrauni og á Stafnesi. Ekki er haft eftirlit með þessum vatnsbólum, enda falla þau utan starfsleyfisskyldu reglugerðar nr. 536/2001 um neysluvatn. Neysluvatn í víðara samhengi Öryggi og gæði neysluvatnsins til framtíðar ber oft á góma í störfum embættisins. Nefna má að við umfjöllun um skipulagsmál, umhverfismat og margvíslegar verklegar framkvæmdir þurfi alltaf að hafa öryggi neysluvatnsins í huga. Eftirlit með neysluvatni Unnið er eftir sérstakri eftirlitshandbók fyrir neysluvatn sem skrifuð hefur verið hjá embættinu. Gerð er eftirlits- og sýnatökuáætlun fyrir hvert ár. Uppgjöri eftirlits er skilað til Matvælastofnunar. Á árinu voru tekin 49 sýni í reglubundnu eftirliti, ásamt 5 sýnum sem tekin voru vegna svokallaðrar heildarúttektar, en þá eru að auki mældur styrkur 81 efnis og efnasambanda sem geta mengað neysluvatn. Allar mælingar ársins reyndust innan marka neysluvatnsreglugerðar. Niðurstöður heildarúttektar eru birtar á heimasíðu embættisins.

Umhverfiseftirlit og mengunarvarnir Mengunarvarnaeftirlit felst í vinnslu starfsleyfistillagna og eftirliti með fyrirtækjum sem eru eftirlitsskyld samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Mengunarvarnaeftirlit tekur til eftirlits með þeim þáttum sem eiga að fyrirbyggja eða draga úr umhverfismengun, eftirlits með eiturefnum og hættulegum efnum og fræðslu um þessi mál, auk vöktunar umhverfisins. Dæmi um rekstur sem fellur undir umhverfiseftirlit eru fiskvinnslur, bifreiðaverkstæði, alþjóðaflugvellir, bílaþvottastöðvar, jarðvarmavirkjanir og þauleldi. Útgáfa starfsleyfa til fyrirtækja í atvinnurekstri, sem getur haft í för með sér mengun samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, er á höndum heilbrigðisnefndar Suðurnesja. Rekstraraðilum ber að sækja um starfsleyfi áður en starfsemi hefst. Útgáfa starfsleyfa fer fram samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. Allar starfsleyfistillögur og fylgigögn þeirra eru auglýstar á heimasíðu embættisins þar sem almenningi gefst kostur á að gera

HEILBRIGÐISEFTIRLIT SUÐURNESJA

10


athugasemdir. Í töflu 8 má sjá fjölda fyrirtækja sem fengu útgefin starfsleyfi árið 2020 á Suðurnesjum og lúta eftirliti vegna mengunarhættu. Tafla 8: Útgefin starfsleyfi árið 2020 samkvæmt reglugerð nr. 550/2018 Grindavík

Reykjanesbær

Suðurnesjabær

Vogar

Keflavíkurflugvöllur

Alls

Útgefin starfsleyfi

6

30

8

2

2

48

Tímabundin starfsleyfi*

1

2

1

1

0

5

Samtals

7

32

9

3

2

53

*Tímabundin starfsleyfi eru m.a. niðurrif húsa, brennur, flugeldasýningar og niðurrif asbests.

Eftirlit með mengunarhættu fer fram samkvæmt eftirlitsáætlun embættisins. Tíðni og lengd eftirlitsferða ræðst af áhættumati og umfangi starfseminnar. Í töflu 9 er yfirlit yfir fjölda fyrirtækja og eftirlit eftir sveitarfélögum árið 2020 og í töflu 10 gefur að líta sundurliðun fjölda fyrirtækja á svæðinu eftir eðli starfsemi. Samtals voru eftirlitsferðir á árinu 329. Fjöldi skráðra fyrirtækja á árinu sem falla undir eftirlitsskyldu samkvæmt reglugerð 550/2018 voru 263 talsins.

Tafla 9: Yfirlit yfir fjölda fyrirtækja og eftirlit eftir sveitarfélögum árið 2020 Grindavík

Reykjanesbær

Suðurnesjabær

Vogar

Keflavíkurflugvöllur

Alls

Fjöldi fyrirtækja

56

134

42

19

12

263

Eftirlit v. starfsleyfa

9

35

11

4

2

61

Reglubundið eftirlit

13

52

12

10

32

119

Sjósýnataka

8

28

24

16

12

88

Annað eftirlit

13

16

5

9

18

61

Tafla 10: Sundurliðun á starfsemi á mengunarvarnasviði Flokkur samkvæmt lögum 7/1998

Fjöldi

110. Vinnsla fisks og annarra sjávarafurða

55

5. Bifreiða- og vélaverkstæði

44

4. Bensínstöð

14

114. Vinnsla málma

18

94. Spennustöð

15

104. Trésmíðaverkstæði

10

117. Yfirborðsmeðferð málma eða plastefna

8

7. Bón- og bílaþvottastöð

7

112. Vinnsla jarðefna

7

49. Hreinsivirki fráveitu sem meðhöndlar meira en 50 pe

6

69. Meindýravarnir

5

115. Virkjun og orkuveita frá 1 MW

4

HEILBRIGÐISEFTIRLIT SUÐURNESJA

11


91. Smurstöð

4

72. Móttökustöð fyrir úrgang

3

25. Flutningur úrgangs

3

16. Efnalaugar

3

46. Heitloftsþurrkun fiskafurða

3

74. Niðurrif bifreiða og bílapartasala

2

17. Eldi alifugla

2

37. Garðaúðun

2

55. Jarðborun

2

29. Framleiðsla á hreinsi- og þvottaefnum

2

20. Endurvinnsla skipa undir 500 brúttótonnum

1

98. Steypueiningaverksmiðja

1

66. Meðhöndlun asbests

1

67. Meðhöndlun seyru, þ.m.t. flutningur, notkun og hreinsun.

1

119. Æfingasvæði slökkviliðs

1

24. Flugvöllur, þ.m.t. flugstöð, sem áætlunarflug er til.

1

99. Steypustöð

1

18. Eldi svína

1

120. Önnur sambærileg starfssemi

17

Alls

263

Önnur verkefni Embættið á sér fulltrúa í teymi umhverfisgæðahóps þar sem vinna við samræmingu starfsleyfisskilyrða og áhættumats fer fram sem og vatnasvæðanefnd sem varðar skráningu vatnshlotna og hættur sem af þeim getur stafað. Þá eru skrásettar, og brugðist við eftir atvikum, kvartanir frá almenningi, sveitarfélögum eða fyrirtækjum varðandi mengun eða umhverfismál. Tafla 11: Önnur verkefni ársins 2020 Verkefni

Fjöldi

Umsagnir til sveitarfélaga og annarra stofnana

27

Tilkynningar og kvartanir frá almenningi

42

Fundir vegna ýmissa mála

26

Tilkynningar vegna olíumengunar

8

Alls

HEILBRIGÐISEFTIRLIT SUÐURNESJA

103

12


Lóðahreinsanir og númerslaus ökutæki Umhverfiseftirlit Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja vinnur samkvæmt ákvæðum 21. gr. reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti, 16. gr. reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs og lögum nr. 7/1999 um hollustuhætti og mengunarvarnir með síðari breytingum. Lóðir og lóðahreinsanir Í byrjun Covid-19 faraldursins hægðist nokkuð á eftirliti embættisins með umhirðu á lóðum. Eigendur lóða, sem athugasemdir voru gerðar við, fengu rýmri frest til úrbóta en venja er til. Seinni hluta sumar komst þessi hluti starfseminnar í venjulegar skorður. Ástandsskoðun lóða Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja sendi tvö almenn áskorunarbréf til eigenda húsa og lóða þar sem þeir voru hvattir til að hreinsa til á lóðum sínum og koma úrgangi og drasli í löglega förgun. Enginn frestur var gefinn enda eingöngu um áskorun og hvatningu til íbúa að ræða. Rætt var við eigendur fjölmargra lóða og þeim gerð grein fyrir þeim lagaúrræðum sem Heilbrigðiseftirlitið hefur til að bæta umgengni á lóðum. Samtölin báru oft árangur en í sumum tilfellum voru kröfubréf um lóðahreinsun send út í kjölfarið. Tilmæli um lóðahreinsun Reynt er í hvívetna að viðhafa góða samvinnu við lóðareigendur og er tillit tekið til sjónarmiða þeirra eins og mögulegt er í slíkum málum. Fylgst er vel með lóðunum og reglulega óskað eftir stöðu hreinsunar. Góð samvinna er á milli HES og sveitarfélaganna þegar kemur að undirbúningi lóðahreinsana. Reynt er að safna eins miklum gögnum um lóðirnar áður en bréf eru send út og þar koma skipulags- og byggingaryfirvöld sveitarfélaganna til skjalanna. Óskað er eftir lóðarblöðum, teikningum og í einstaka tilfellum er óskað eftir því að lóðir séu útsettar af byggingarfulltrúa og merktar með hælum eða öðru til að lóðamörkin séu greinileg áður en hreinsun hefst. Eins er leitað til bæjaryfirvalda vegna upplýsinga um eigendur lóða og mannvirkja, t.d. um eignahlut þeirra, stöðuleyfi gáma og ýmissa annarra þátta sem kunna að koma að gagni í aðgerðum sem þessum. Í töflu 12 má sjá skiptingu lóðahreinsana á milli bæjarfélaga árið 2020.

Tafla 12: Skipting lóðahreinsana á milli bæjarfélaga árið 2020

Fjöldi tilmæla send Hreinsun á vegum HES Hreinsun á vegum eiganda Málum ólokið/frestur

Grindavík

Reykjanesbær

Suðurnesjabær

Vogar

Alls

2

14

4

0

20

0

4

0

0

4

2

8

4

0

14

0

2*

0

0

2

HEILBRIGÐISEFTIRLIT SUÐURNESJA

13


*Ein lóð færist fram til ársins 2021 þar sem krafa var send út í lok árs 2020.

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja réði verktaka til hreinsunar á fjórum lóðum og gengu aðgerðir ágætlega fyrir sig. Mikill tilkostnaður og undirbúningur fylgir því að hefja slíkar aðgerðir því flytja þarf stórvirkar vinnuvélar, gáma og mannskap á staðinn sem er bæði tímafrekt og kostnaðarsamt. Mjög mikið magn af úrgangi kemur við lóðahreinsanir enda oft á tíðum mikil söfnun af ýmislegu rusli búið að eiga sér stað, jafnvel til margra ára. Tafla 13 sýnir gróflega það magn sem farið var með í förgun eftir hreinsun á þeim fjórum lóðum sem HES stóð fyrir og vigtarnótur sýna.*

Tafla 13: Úrgangur sem féll til í hreinsunum á 4 lóðum árið 2020

Kíló

Grófur úrg.

Garðaúrg.

Múrbrot

Málmar

Litað timbur

Net, troll, kaðlar

Spilliefni, olíur

Rafgeymar

11.700

0

43.500

17.700

2060

0

0

0

Samtals

74.960 kg.

* Í einhverjum tilfellum fór flokkun á úrgangi fram eftir að verktaki skilaði af sér á förgunarstað og því hefur HES ekki nákvæmari tölur til að sýna. Tölur eru upp úr vigtarnótum verktaka. Ekki eru til upplýsingar um úrgang í þeim tilfellum þar sem eigendur sáu sjálfir um hreinsun lóða og förgun á úrgangi.

Lóðahreinsanir framkvæmdar á vegum HES árið 2020 skiluðu úrgangi upp á tæplega 75 tonn til förgunar eða rétt rúmlega 4,5 tonn á lóð. Kostnaður vegna lóðahreinsana fyrir árið 2020 var rúmar 4 milljónir króna sem innheimtur var hjá lóðareigendum. Númerslaus ökutæki Hlé var gert á límingum áminningarmiða á númerslaus ökutæki í kjölfar þess að umboðsmaður Alþingis gaf álit sitt á þeirri aðferð sem notuð hefur verið í tugi ára. Taldi hann að stjórnsýslulegir meinbugir væru til staðar sem bæta þyrfti úr. HES þróaði nýtt verklag í samvinnu við lögmenn embættisins sem síðan hefur verið haft til viðmiðunar hjá mörgum heilbrigðiseftirlitssvæðum í landinu.

Tafla 14: Fjöldi álímdra ökutækja eftir bæjarfélögum

Fjöldi ökutækja* Hlutfall í %

Grindavík

Reykjanesbær

Suðurnesjabær

Vogar

Alls

7

111

36

9

163

4,3%

68,1%

22,1%

5,5%

*Ekki er farið eftir póstnúmerum bæjarfélaga við talningu álímdra ökutækja heldur eingöngu hvort ökutækið sé innan marka sveitarfélags.

Kvartanir

Um 150 ábendingar og kvartanir bárust embættinu vegna númerslausra ökutækja, vinnuvéla, báta, gáma og rusls á lóðum og ýmsu öðru sem íbúum þykir mengun vera af

HEILBRIGÐISEFTIRLIT SUÐURNESJA

14


og/eða veldur þeim einhverskonar óþægindum. Af þessum kvörtunum voru 111 kvartanir vegna númerslausra ökutækja.

Dýraeftirlit Skráningar hunda Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa sett sér samþykkt um hundahald (nr. 428/1987) á grundvelli 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Samþykktin hefur m.a. að geyma ákvæði um að allir hundar skuli vera skráðir hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, auk ákvæða um bann við lausagöngu, árlega ormahreinsun og fleira. Í árslok voru um 900 hundar á skrá hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og höfðu 68 hundar bæst við skrána á árinu. Nokkuð er um að kvartanir tengdar hundahaldi og þannig berast að jafnaði um 6-9 kvartanir á mánuði vegna lausagöngu hunda. Einnig er kvartað undan ónæði frá hundum í fjöleignarhúsum, t.d. gelt, væl eða óþrifnaður. Embættið fangar árlega um 6-9 lausa hunda sem eru óskráðir. Einnig hefur embættið afskipti af 3-5 skráðum hundum á mánuði sem sloppið hafa frá eiganda sínum. Meindýravarnir

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja annast meindýravarnir í holræsakerfum sveitarfélaganna. Vinnan felst í því að starfsmaður embættisins fer í fylgd bæjarstarfsmanna og leggur á hverju ári rottueitur í holræsabrunna sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Með þessu hefur tekist að halda rottugangi í lágmarki. Árið 2020 var eitur lagt í 374 brunna, þar af 184 brunna í Reykjanesbæ, 118 brunna í Grindavík, 56 brunna í Suðurnesjabæ og 16 brunna í Vogum.

HEILBRIGÐISEFTIRLIT SUÐURNESJA

15