Skinfaxi nr. 122

Page 168

Annáll

Rafnhildur Rósa Atladóttir  &  Þorgerður Þórólfsdóttir

Söngkeppnin

166 Á köldu febrúarkvöldi í Hörpu slá fimm hundruð hjörtu, þúsund augu stara á sviðið en hjörtu keppenda slá þó hraðast. Spennan í loftinu yfirbugar frostið og klukkan slær hálf átta. „Verið velkomin á Söngkeppni Skólafélagsins.“ Í sannleika sagt var kvöldið alveg epískt, söngkeppnin OG Floni II á sama kvöldi – epic. Undanfarin ár hefur miðasala á söngkeppnina verið strembið verkefni. Erfitt er að selja upp á viðburðinn, því stefndum við í Skólafélagsstjórn að því að gera kvöldið ógleymanlegt. Við fengum til liðs við okkur nokkra unga og ferska aðila okkur til hjálpar. Sigurður Ýmir sá um myndhönnun, grafík og hönnun á veggspjöldum, Edda Kristín leikstýrði, klippti og tók upp kynningarmyndbandið og Guðrún Ýr sat yfir prufum og var eins konar listrænn stjórnandi, sem var þó veik á keppnisdaginn sjálfan. Eða það sagði Floni II okkur. Að þessari einstaklega vel heppnuðu keppni lokinni, sem við erum mjög stolt af og lögðum blóð svita og tár í, erum við sannfærð um að hafa lagfært þann misskilning og mýtu meðal ungra MR-inga að Söngkeppni Skóla­ félagsins sé einhvers konar BETA útfærsla af Vælinu. Samt er eitt sem ekki margir vita um keppnina og er dálítið spaugilegt. Sérhver stjórnarmeðlimur seldi líkama sinn í því skyni að fjármagna keppnina svo hún færi fram. Við vonum að þið hafið notið keppninnar sem allra best. Takk kærlega fyrir komuna, kv. Labba og Doggy. Þakkir: Logi Eyjó, Floni II, Björgvin tæknimaður, Stefán Orri, Árni Harpa, Domino’s, Skemmtó og Sösk nefnd.

Kristján Guðmundsson – 3. sæti


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.